Opinn þráður – YouTube myndbönd

Dirk Kuyt og Luis Suarez léku landsleik í kvöld. Viljiði giska hvernig fór?

http://youtu.be/rdH-RTDZQQw

Hér er líka annað myndband sem allir ættu að horfa á. Jordan Henderson, velkominn til Liverpool:

http://youtu.be/mBsk69cBhpM

Ég hef verið hrifinn af honum í allan vetur og er hæstánægður með að hann sé kominn til okkar. Hann þarf að skora meira eftir því sem hann eldist en þetta er gífurlega skapandi leikmaður. Arkitektúrinn hans í marki gegn Wigan (byrjar á 1:18 í myndbandinu) er bara rugl.

Annars er ALLT að frétta, of mikið til að maður nái að fylgja því eftir hér. Það er bara 8. júní og þessi gluggi hefur verið geðveiki hingað til. Henderson kominn, Phil Jones og að því er virðist Ashley Young hafa valið Man Utd fram yfir okkur og Arsenal, við erum skv. slúðrinu mjög nálægt því að landa Connor Wickham og Charlie Adam og höfum snúið okkur að Scott Dann fyrst Jones kom ekki, og svo ku Stewart Downing vera næstur á dagskrá … áður en menn snúa sér að Evrópu og versla 1-2 nöfn þaðan til að toppa sumarið. Það er, ef maður trúir slúðrinu. Sem er frekar varhugavert, að venju.

79 Comments

 1. Arkitektúrinn hans í marki gegn Wigan (byrjar á 1:18 í myndbandinu) er bara rugl.
  Gæti ekki verið meira sammála, gæinn var svo skilinn eftir og sendingin svo sjúk! Góð afgreiðsla líka.  Þetta verður gott sumar, skömm af missa af Young samt.

 2. Hvað höfum við að gera með Charlie Adam þegar Henderson er kominn?
  Á að fylla liðið af miðjumönnum?

  Annars vona ég að við fáum Mata frekar en Downing. Englendingurinn orðinn 27 ára og bætir sig varla úr þessu. Er algjör miðlungsleikmaður. Þurfum ekki bara að kaupa Englendinga.

 3. Slaka sér í miðjumönnum, hvað með kantmenn og vinstri bak ? Ekki nema að Carra verði á kantinum næstu season

 4. Henderson vertu hjartanlega velkominn, þarf ekki að aðlagast, er ekki meiddur, er ekki á niðurleið…engar afsakanir!

 5. Svo losnar tían líklega fyrir Henderson í sumar.
  Flottur leikmaður sem á vonandi eftir að verða burðarás á miðjunni okkar.

 6. Hvaða voða eru menn að spá í því afhverju við séum ekki búnir að kaupa kanntmann, flest lið eru ekki búin að kaupa sér 1 leikmann. Mér finnst mjööög ólíklegt að við verðum ekki búnir að fá kanntmann fyrir lok sumarsgluggans. King Kenny og félagar vita aaalveg hvað þeir eru að gera, allavega treysti ég þeim 100% fyrir þessu verkefni 🙂 Verum bara happy að við eigum loksins einhverja peninga til að splæsa í leikmenn og vonandi þá réttu leikmenn.

  Allavega er ég sáttur með þessi kaup og hlakka til að sjá Jordan vaxa undir stjór King Kenny í Liverpool treyju. Og ekki slæmt að við séum komnir með okkar eigin Jordan, vonandi verður hann jafn mikilvægur fyrir okkur og M.Jordan var fyrir Chicago Bulls!

  Svo í lokin video af drengnum koma á Mellwood! (Fer honum vel þetta fallega Liverpool merki!)

  http://www.youtube.com/watch?v=6YttDbJjmzk&feature=share

 7. Þetta eru flott kaup. Henderson passar mjög vel til að mata Carroll og Suarez. Þeir þrír gætu passað mjög vel saman og verið grunnurinn að uppbyggingu Liverpools liðsins nætu árin. King Kenny veit hvað hann syngur og á örugglega eftir að draga fleiri ása fram úr erminni í sumar. 

  Það er nauðsynlegt að finna sterkan miðvörð og traustan vinstri bakvörð sem getur farið upp völlinn og gefið fyrir.

 8. Raunhæfur óskalist frá mér væri einhvernveigin svona:

  Inn:
  Jordan Henderson
  Charlie Adam
  Ashley Young
  Stewart Downing
  Connor Wickham
  Juan Mata
  Aly Cissokho
  Mamadou Sakho
  Eden Hazard

  Út:
  David N´Gog
  Christian Poulsen
  Joe Cole
  Danny Agger(því miður og bara sökum meiðsla)
  Sotirios Kyrgiakos
  Paul Konchesky
  Milan Jovanovic
  Auðvitað væri maður til í leikmenn eins ogKun Aguero og fleirri en ég á ekki von á að hann komi. Síðan væri þessi listi ekkert slor af mínu mati, við yrðum vel samkepnnishæfir 🙂

 9. “Henderson rífur sig lausan, æðir upp hægri kantinn og gefur fyrir, beint á kollinn á Carroll – og MARK !!” 

  “Suarez spólar sig í gegnum vörnina og skýtur, Kuyt fylgir fast á eftir – og MARK !!

  ÉG VIL AÐ NÆSTA LEIKTÍÐ BYRJI STRAX UM HELGINA !!

 10. Spá í tilfinningunni að vera búin að signa hjá LIVERPOOL og vera að labba inn á Mellwood í fyrsta sinn í rauðu….úff fæ gæsahúð

 11. Ég er á því að Phil Jones og Ashley Young séu eitthvað lamaðir í hausnum greyin 🙂

 12. Sælir félagar,

  Ég var að velta því fyrir mér hvort JORDAN Henderson sé kannski ætlaður á hægri kantinn?  Drengurinn kann að minsta kosti að senda tuðruna fyrir 🙂  Eða á bara að skella Stevie G. á hægri…. það verður virkilega gaman að sjá liðið og uppstillinguna á næstu leiktíð.

 13. Hafliði númer 9

  Er þetta ekki aðeins of mikið sem þú talar um að sé raunhæft? Þurfum varla Young, Hazard, Downing og Mata td. Ég er að gæla við að við fáum 2 kantmenn en finnst þó líklegra að það komi bara vinstri kantur. Listinn hjá þér væri allavega mun raunhæfari ef þú tækir Young og Hazard af honum.

  En í draumaheimi er ekkert að þessum lista hjá þér og ég væri alveg til í að fá allt á honum en kannski ekki alveg raunhæft, róum okkur aðeins

 14. @Jon

  Þótt það hafi gengið vel hjá United seinustu 2 áratugina þá byrja þeir með jafnmörg stig og Liverpool næsta haust þannig að líkurnar eru ekkert betri fyrir þá að vinna titla hjá United en Liverpool! Það sem þeir fá næsta tímabil hjá United fram yfir Liverpool er evrópuboltinn og það er allt og sumt. Titlarnir eiga eftir að koma til Liverpool á næstu árum ef menn halda áfram að byggja upp liðið eins og staðan er núna!

 15. Henderson var eyrnarmerktur utd í vetur.  Spurning hversvegna þeir létu hann fara baráttulaust til okkar?  Og sér í algi þar sem Bruce vill nota peningana fyrir hann í 3 utd menn.  Hefði ekki verið einfaldara við hann að prútta við Ferguson og fá 3-4 menn og láta henderson í staðinn?  Hljómar eins og uts hafi ekki haft áhuga á honum.  Sem er slæmt.  Og minnir á Cole sem var fyrst boðinn til utd í fyrra sem nenntu ekki einu sinni að svara því tilboði.

  Sjálfur hef ég ekki séð neitt til henderson svo ég hef ekki hugmynd um hvað hann getur og er ekki neitt spenntur fyrir honum.  Hann verður hvað – miðjumaður númer 8?

 16. Tvo kantmenn Viðar? Vilt þú bara að eiga tvo leikmenn fyrir tvær stöður? Á Man utd t.d. bara tvo kantmenn?? Nani, Park, Giggs, Valencia og nú vilja þeir Young. Mér er skítsama hvað þér finnst raunhæft, þetta er mín skoðun og hún breytist ekkert þó þú sért ósammála!

  Á þessum lista eru 9 menn inn, 7 út. Okkur vantar bæði gæði og breidd

 17. Já, það er nú óþarfi að vera eitthvað að æsa sig, Hafliði. Ég held að Viðar meini að það sé ekki raunhæft að vera að kaupa fleiri í einum glugga. All in good time eins og maðurinn sagði.
   
  Annars sé ég alltaf at það skiftir nákvæmlega engu máli hvern stjórinn ákveður að kaupa. Ég hafði til dæmis aldrei spáð í Henderson fyrr enn í sumar, og núna get ég ekki beiðið. Það sem ég meina er, að það er allt gott og blessað með að vona eitthvað, en í rauninni skiftir það litlu máli hvern Kenny ákveður að ná í, vegna þess að þegar það verður tilkynnt, verðum við allir slefandi yfir youtube klippum. Hvort sem það sé 17 ára pjakkur frá Swansea eða Aguero,

 18. Hef aldrei verið neitt á móti Alex Ferguson (veit ekki afhverju) þangað til núna.

  Maður er byrjaður að halda að Ferguson eigi í ástarsambandi með Carol Konchesky og eigi þau synina Howard ”Webb” Konchesky og Paul Konchesky.

  Konchesky orðinn leynilegur njósnari Fergusons og gefur honum öll nöfn af óskalista KK og DC.

  Ándjóks er ég orðinn verulega pirraður að sætta sig við annan kost.

  Dann er aldrei betri en Jones og var hann ekki fyrir nokkrum árum að spila fyrir Köge í 1. deild í Danmörku þó ég gefi honum punkt í kladdann fyrir að vera Liverpool stuðningsmaður.

  Young var fyrsti kostur en hann líka á leið til Man Utd og Downing er svosem ágætur kantmaður en finnst hann vera svolítið ofmetinn en skapar samt mörg færi sem er jákvætt. Vonandi kemur hann samt ekki enda 27 ára í næsta mánuði.

  Mamadou Sakho væri góður kostur. Sumir segja að maður yrði hræddur við að hitta Meireles, Agger eða Skrtel á dimmum stað. Chicharito myndi fá hjartaáfall við að sjá Sakho á fótboltavellinum. 

  Ég myndi allavegana ekki vilja hitta þennan. Shit ég færi að gráta…

  http://www.google.is/imgres?imgurl=http://surfacemagazine.fr/wp-content/uploads/2009/10/sakho1-lweb.jpg&imgrefurl=http://surfacemagazine.fr/%3Fcat%3D134&usg=__r7sItRKOO-DAzJndOSz8_XHgLbA=&h=921&w=614&sz=249&hl=is&start=29&zoom=1&tbnid=Tr_ruXbJ66A5bM:&tbnh=133&tbnw=89&ei=3CnwTZ7fMNG0hAexzaQu&prev=/search%3Fq%3Dmamadou%2Bsakho%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DN%26biw%3D1003%26bih%3D567%26tbm%3Disch&um=1&itbs=1&iact=rc&dur=343&page=3&ndsp=16&ved=1t:429,r:10,s:29&tx=81&ty=63

 19. Henderson hafði bara engan ahuga að fara til scums..
  og eg skal lofa þer þvi hari að Henderson verður enginn cole.

 20. Menn er að segja að Meireles fari á sölulistann ef við fáum inn C. Adam. Eitthvað samband við launaminnkun, ef ég skildi rétt. Skulum bara rétt að vona það að það sé bull og vitleysa því að miðjan hjá Liverpool gjörsamlega hrundi þegar Meireles meiddist. Meireles > C. Adam.

  YNWA!

 21. Spurning um að fá einhvern hér sem þekkir Aron Einar Gunnarsson til að biðja hann um álit á þeim Dann og Henderson, bæði hvað varðar getu þeirra, persónuleika og vinnusemi á æfingum. 

  Báðir voru þeir lánsmenn hjá Coventry tímabilið ´08-09. Dann lék 47 leiki í það heila (alla deildarleiki + bikar) og skoraði 3 mörk. Henderson lék aðeins 10 leiki og skoraði eitt mark áður en hann var kallaður aftur til Tyne And Wear. 

  Hver ætlar taka þetta að sér?

 22. Hver er að æsa sig Sigmar? Má maður ekki nota orðið “skítsama” nema vera að æsa sig?  Mér er skítsama þó þér finnist það ;p

 23. Mikið ofboðslega er Kuyt alltaf seigur. Ótrúlega mikilvægur og reyndur leikmaður. Í raun ómetanlegur fyrir Liverpool Fc hvort sem hann spilar frammi eða á kanntinum.

 24. Sammála SB. Ég hef ekki séð marga skora eftir að vera settir á markmann nema úr einhverju klafsi. Samt rámar mann í að hafa séð Kuyt skora 2 til 3 svona mörk beint úr hornum. Gríðarlega seigur leikmaður!

 25. Ég er búinn að horfa á þennan aðdáenda detta núna þrisvar sinnum.  Alltaf jafn fyndið.

  Kuyt og Suarez eru snillingar!

 26. #7 óliprik,, gaman að sjá að Henderson sé kominn í Liverpool galla, ég bjóst fastlega við því að Jones myndi líka sjás slíkum galla á næstunni…..en hann kaus myrkrið í stað ljósins og ég er hrikalega pirraður útaf því. 

  en tók einhver annar eftir því að það stóð DC á gallanum? fékk hann þetta lánað frá Comolli ?? skiptust þeir kannski á fötum í bílnum…

 27. Það er gleðilegt að sjá Suarez og Kuyt skora en ég held að ég yrði alveg jafn ánægður að sjá þá slaka sér á ströndinni með fjölskyldunni. Ekki veitir af því að fá þá vel úthvílda þegar hópurinn kemur saman í júlí. Nú eru flestir leikmenn Liverpool búnir að fá 2 vikna hvíld á meðan aðrir eru búnir að vera á fullu í kringum landsliðin. Fyrirséð er að Suarez og Lucas fái lítið frí vegna Suður-Ameríku keppninnar en Evrópuleikmennirnir sem fengu lítið frí í fyrra ættu að fá góða og langþráða hvíld í ár.

  Ég treysti mér ekki til þess að kommenta á hugsanlega kaup á Scott Dann, verð að játa að ég hef ekki séð nægjanlega mikið til hans til þess að dæma um hann og hve mikils virði hann ætti að vera. Það breytir þó engu um það að Liverpool verður að fá miðvörð áður en tímabilið hefst og þá þarf það að vera miðvörður sem hefur hæfileika til þess að stjórna vörninni og vera leiðtogi þar. Skarð Hyypia hefur ekki enn verið fyllt.

  Svo tek ég undir með flestum öðrum hérna að menn hljóta að vera leita að vinstri bakverði og vinstri kanti fyrir tímabilið. Það þýðir lítið að væla undan því að önnur lið séu að bjóða í sömu leikmenn og Liverpool, held að það sé frekar fagnaðarefni að Liverpool getur loksins verið að bjóða í sömu leikmenn og Man. Utd, Chelsea og Arsenal. Það er sterk vísbending um að liðið sé að rísa úr öskunni.

 28. Hafliði númer 18

  Í fyrsta lagi tel ég listann hjá þér óraunhæfan þar sem afar ólíklegt er að við fáum Ashley Young eða Eden Hazard. Nei ég ætlaði ekki að hafa bara 2 kantmenn erum nú með Kuyt þarna sem hefur verið að spila hægra megin, svo kemur Henderson sem getur spilað hægra megin og svo er ekkert víst að við losnum við Maxi og Joe Cole.

  Þessi listi sem þú telur upp ætti líka að kosta allavega 150 milljónir punda og það getur aldrei talist raunhæft að lið eyði slíkri upphæð á einu sumri.

  Ekki misskilja mig samt ég væri til í að fá allt á þessum lista og Aguero mætti bætast við hann en mér finnst þetta ekki alveg raunhæft en það er bara mín skoðun.

 29. Þetta er sannkallaður draumalisti en raunhæfur er hann ekki 🙂

 30. Veit einhver nr hvað Henderson fær hjá LFC, las á Twitter hjá einhverjum að hann fengi #10 … veit ekki hvað er til í því, en það þýðir að Jói Cóla er að fara?

 31. Hvað er bara allt rólegt eftir smá æsing síðustu tvo daga ??

  Tvær spurningar sem ég er að velta fyrir mér og einhvern veit kannski eitthvað um:

  Vitið þið nokkuð hvenær liðið kemur saman til æfinga aftur eftir sumarfrí ? 
  Vitið þið hvenær leikjaskrá næsta tímabils kemur út ?

 32. Jæja svara mér sjálfur, gáfulegt, en listinn kemur víst 17 júni kl 0900 UK time !

 33. Held að það sé í lok Júlí  sem það byrjar að koma saman og æfa = Æfingaferðir… er ekki 100%

 34. Er nokkuð klár á því að liðið komi saman 1.júlí eða allavega í byrjun júlí. Það er alltof seint að fara í lok júlí þar sem deildin byrjar um miðjan ágúst.

 35. Mér minnir nú að liðið hafi verið að koma saman til æfinga í kringum 10 júlí hingað til eða þessir fyrstu allavega. Þeir koma svo síðar þeir sem fara seinna í frí eins og Lucas og Suarez enda þeir að spila í copa America í júlí sem er fáránlega heimskulegur tími á því móti, skil ekki vegna hvers þetta Copa America er ekki haldið á sama tíma og HM og Em eða sirka frá 10 júní til loka júní.

  Erum við ekki að tala um að Copa America sé að klárast seint í júlí og þá eigi þeir sem spila þar eftir að fara í frí? gæti farið svo að Suarez og Lucas missi hreinlega af fyrstu leikjum Liverpool í deildinni???

 36. Fyrsti leikur í Asíutúrnum er í Kuala Lumpur held ég 13. júlí. Nokkuð ljóst að liðið þarf að vera komið saman og byrjað að æfa fyrir þann tíma þannig að ég held að fyrsta heila vikan í júlí sé líkleg. Mánudagurinn 4. júlí væri mín ágiskun á að liðið komi saman.

  Ekki það að Henderson verður ekki með þar, gæti jafnvel verið enn að keppa með U21 landsliði Englendinga. Fær sitt sumarfrí eftir það þannig að ég myndi ekki búast við að hann komi til greina í byrjunarliðið í fyrstu umferðum deildarinnar í ágúst. Kemur sennilega hægt og rólega inn í þetta í september, frekar.

 37. Það eru uppi sögusagnir að Raul Mereiles sé á athugunarlista hjá Atletico Madrid. Auðvitað bara slúður og eflaust ekkert til í þessu en spurning að ef svo er hvort hann sé að fara upp í kaupverðið á Aguero ?? Hvað finndist mönnum um þau skipti ?? Mereiles plús cash fyrir Aguero??

 38. Ég vil helst ekki missa Meireles, hann var frábær á tímabilinu og þá sérstaklega þegar Kóngurinn var aftur kominn í bílstjórasætið.

 39. Hann er á besta aldrei til að fá gott verð fyrir hann…. Ekki það að ég vilji selja hann, en mér kæmi það svo sem ekkert á óvart.

 40. Það er alls ekki ólíklegt svona miðað við það að Liverpool séu að spá í c.Adam. Ég væri svo sem alveg til í að láta Meirales plús einhvern pening og kaupa svo Adam í staðinn. Ekki það að ég sé samt spenntur að missa Meirales en ég er bara meira spenntur fyrir Aguero.

 41. Hvenær átti Liverpool betra sumar í leikmannakaupum heldur en united? Þegar við gerum stórkaup þá jafna united okkur alltaf í kaupum á leikmönnum. Við verðum að vera öflugri en united á leikmannamarkaðnum í sumar.

 42. @Loki

  Það er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á það að Liverpool verði öflugara en United á leikmannamarkaði í sumar. Mundu að þegar Torres var keyptur sem dæmi þá hafði Ferguson verið búinn að kaupa Anderson, Nani og einhvern einn annan og þá voru kisturnar hjá honum tæmdar og hafði því ekki efni á að kaupa Torres. Núna er hann að versla Phil Jones og Ashley Young og ég spái að það komi einhvern einn í viðbót þangað en svo verði féð uppurið og restin af meistaradeildarpeningum og öðrum tekjum fari í að borga vexti! Liverpool á eftir að eyða mun meira, vittu til!

 43. Hann keypti reyndar Tevez það sumar sem voru álíka góð kaup og kaupin á Torres.

 44. Ég neita að trúa því að við fáum Aguero. Ef svo ólíklega vildi til að við ættum séns á að fá hann þá væri maður svo sem alveg sáttur ef Meireles færi uppí kaupin á honum og við fengjum svo Charlie Adam líka inná miðjuna,

  United virðist ætla sér stóra hluti á markaðnum í sumar, Komnir með Jones og sennilega Young og núna er talað um að þeir ætli sér Chamberlain frá Southampton líka.

  Hefur Chamberlain ekkert verið orðaður við okkur nýlega? miðað við þessa ungu efnilegu leikmenn sem við erum að eltast við finnst mér skrýtið ef okkar menn eru ekki að reyna að fá þann dreng sem er víst ekkert lítið efni.

  Annars vonar maður bara að eigendur okkar sýni STÓRAN metnað á markaðnum í sumar og versli grimmt inn af góðum leikmönnum og þá getur manni virkilega hlakkað til vetursins.

 45. Eða það. Hann náði allavega að fylla þannig upp í mannskapinn að liverpool var ekki með einum gæðaleikmanni meira það sumar en united.

 46. Vil ekki missa Meireles, en ef Atletico tæki hann, Insua og Jovanovich + pening fyrir Aguero (eins og einhver orðrómurinn sagði) gæti þetta verið svona:
  —————–Carroll—————–
  Suarez ——-Aguero—–Henderson
  ———Gerrard—-Lucas——
   
  Þá eigum við Adam og Spearing á bekknum, ásamt Kuyt td…

 47. Hvað með að fá Íslanska leikmenn t.d Kolbein,Gylfa,JónBerg,Bjarna eða Aron. Allir fínir strákar og mjög efnilegir væri til í að sjá einhvern þessara stráka hjá stórliði eins og Liverpool.Ætli Jordan gæti ekki náð Aroni í liðið þeir voru nú saman í Coventry 08/09

 48. Enga íslendendinga í Liverpool takk. Sorry fínir strákar og allt það en þeir bara verða aldrei nógu góðir fyrir Liverpool.

 49. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Aguero komi til Liverpool í sumar og að Mereiles fari til þeirra í staðinn ásamt Insua og jafnvel Jovanovic! Það eru skipti sem ég er ekkert á móti þótt Mereiles hafi verið góður! Þeir mega svo fá Poulsen frítt með plús peninga 🙂

 50. Eru einhverjar líkur á því að Aguero sé á leiðinni til Liverpool !? en annars mjög ánægður með kaupinn á Henderson,hann virkar alveg solid leikmaður…..

 51. Og já Hjalti nr 53… það er ekki séns að þessu liði verði stillt svona upp þar sem að Kuyt mun alltaf vera í starti,þ.e.a.s. ef hann er heill heilsu sem hann er nú oftast kallinn. 🙂

 52. Hefur ekkert meira heyrst af Slúðri um Connor Wickham? Mér lýst ekkert of vel á að eyða miklum peningum í hann. Framherja staðan er nokkuð vel mönnuð og svo eigum við unga leikmenn sem eiga skilið tækifæri. Einnig er ég ekkert of viss um að hann eigi eftir að blómstra í framúrskarandi leikmann. Mig langar meira að sjá djúsí slúður um aðrar stöður eins og vinstri kant, vinstri bakvörð og miðvörð.

 53. er henderson farinn með u21 liðinu eða er hann ennþá að reyna semja við liverpool?

 54. Kominn tími á Connor Wickham þráð? Sterkur orðrómur um að Ipchwich sé búið að samþykkja tilboð frá LFC í hann.

 55. Komin endanleg staðfesting á kaupum á Henderson.  16 milljónir punda er kaupverðið og Ngog salan er alveg sér, en hann er í viðræðum við Sunderland núna.  Fyrsta viðtalið við Henderson

 56. Asked about why he rejected LFC and AFC, Jones said “If I wanted my career to continue with no trophies I’d just stay at Blackburn”

  Ánægður að við fengum hann ekki!

 57. #65  – Frekar cocky bastarður miðað við aldur. Drullar þarna yfir Liverpool, Arsenal og sitt gamla félag í einni setningu. Vona hans vegna að þetta sé ekki haft beint eftir honum.

  Hins vegar er glæsilegt að Henderson sé kominn, hlakka mikið til að sjá hann næsta haust!

 58. djöfull hvað ég er ánægður að vera kominn til stærsta klúb í heimi

 59. Það er talað um annan leikmann strax á morgun samkvæmt Times.
  bensmith_Times Ben Smith
  Henderson = old news. Another top #LFC transfer story in Times tomorrow. New #LFC target was not a name I had heard linked with the club before today. #suspense
   
  Svo kom þetta
  According to the Times, Liverpool are launching a £5m bid for Arsenal left-back Gael Clichy.

 60. @65
  Hef enga trú á að hann hafi sagt þetta. Hann er ekki bara að drulla yfir Liverpool og Arsenal þarna, líka Blackburn, félagið sem kom honum þangað sem hann er í dag.

 61.  
  Fyndið að hlusta á þetta viðtal við Henderson, talar með sterkum Norð-austur hreim; talar t.d. alltaf um sjálfan sig í fleirtölu. Sbr. “I was of course flattered that Liverpool was interested in´us.”
  Virkar level-headed – Ánægjulegt.

 62. Hvað er að gerast liverpool kominn með mann sem er ekki sköllóttur :O!!

 63. Clichy auðvitað orðinn alltof gamall fyrir Arsenal og AC Milan ku hafa áhuga á honum eftir u.þ.b. 10 ár!

 64. hahaha já nákvæmlega… það er stutt í göngugrindina hjá clichy… nei en það gætu svosem verið ágætiskaup fyrir 5 mills segi það ekki…. en miðað við þá leiki sem maður sá arsenal spila í fyrra þá fannst mér hann ekkert framúrskarandi…

Henderson mál að klárast? (Uppfært: JÁ)

Liverpool bjóða í Gael Clichy!