Bókin The Complete Record

Þeir Arngrímur Baldursson og Guðmundur Magnússon eru þessa dagana að gefa út bók um Liverpool á ensku. Arngrímur og Guðmundur eru báðir lesendur Kop.is (Guðmundur = Mummi) og halda auk þess út hinni frábæru síðu LFChistory.net.

Núna í ágúst kemur út bók á Englandi sem inniheldur allt sem þú þarft að vita um félagið okkar Liverpool Football Club. Bókin, sem kemur til með að heita Liverpool: The Complete Record, er verk Akureyringsins Arngríms Baldurssonar og Reykvíkingsins Guðmundar Magnússonar. Þeir hafa lengi starfað fyrir Liverpool klúbbinn á Íslandi og lagt gjörva hönd á margt.

Fyrir sjö árum stofnsettu þeir vefsíðuna LFChistory.net. Þar hafa þeir, og nokkrir aðrir áhugasamir félagar þeirra á Englandi, safnað saman tölfræði um alla aðalliðsleiki Liverpool og leikmenn félagsins frá stofnun þess árið 1892. Er um einstakan gagnagrunn að ræða sem vart á sinn líkan í víðri veröld þó einstaka aðilar eigi miklar skrár um leiki félagins í fórum sínum.

Á hinni opinberu vefsíðu Liverpool, Liverpoolfc.tv, er að finna upplýsingarnar sem safnað hefur verið saman á LFChistory.net en þar á bæ föluðust menn eftir tölfræðinni hjá Arngrími og Guðmundi og gerður var samningur um afnot af henni fyrir tveimur árum.

Á liðnu hausti gerðist það svo að fulltrúar bókaútgáfunnar deCoubertin Books settu sig í samband við Arngrím og Guðmund um að fá afnot af gagnagrunninum til útgáfu á bók. Þeir félagar slógu til og nú er bókin að verða að veruleika. Árið 1990 kom út bók, eftir Brian Pead, sem heitir Liverpool: Complete Record en alla tíð síðan hefur bók af þessu tagi ekki komið út um Liverpool. Óhætt er að segja að útkoma þessarar bókar sé tímamótaviðburður fyrir alla þá sem hafa áhuga á sögu Liverpool Football Club. Að minnsta kosti finnst mér að svo sé og það án allar hlutdrægni. Þess má til gamans geta að deCoubertin Books hefur gefið út samskonar bók um Everton Football Club.

Við hvetjum alla til að kaupa sér eintak af bókinni í forsölu hérna á netinu. Bókin mun verða seld í Jóa Útherja, en þá þurfa menn að bíða fram í ágúst. Það er auðvitað miklu sniðgra að drífa sig bara í að panta bókina strax!

5 Comments

  1. Þeir heðfu átt að bíða eftir jólamarkaðnum. Nenni samt varla að lesa þetta á ensku, verður hún þýdd?

  2. Frábært framtak og er vefsíðan þeirra mjög gagnlegt tæki ef maður vill sökkva sér í sögu liðsins.

    Ási, það þarf nú varla mikla tungumálakunnáttu til að lesa bók sem inniheldur tölur og nöfn knattspyrnuliða.

  3. Svona bók er auðvitað skyldueign fyrir alla Poolara en verst að pundið er komið uppí 190 kall !!

Downing neitar að framlengja hjá Villa

Viðurkenningar Kop.is 2010/11