Kop.is Podcast #1

Getum með gleði tilkynnt að það er loksins komið að því. Þetta er fyrsta podcast Kop.is:

Í þessum fyrsta þætti settust niður í Sýrlandi ég, Babú, Maggi og SSteinn og Einar Örn var með okkur símleiðis frá Stokkhólmi. Við vildum vera allur hópurinn saman fyrir fyrsta þátt og í þessum þætti förum við í saumana á tímabilinu sem var að ljúka, gerum upp allan rússíbanann sem þetta tímabil var og lítum á sumarið sem er fram undan:

KOP.is podcast – 1.þáttur

Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á Play og svo DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda.

Eins og þið heyrið er þetta frekar stirt hjá okkur í byrjun enda fyrsti þáttur. Við biðjumst velvirðingar á vandræðaganginum í kynningu þáttarins en okkur fannst við ná flugi um leið og við fórum að ræða fótboltann þannig að vonandi truflar byrjunin og ömurleg frammistaða þáttastjórnanda (þ.e. mín) ykkur ekki of mikið. Við lofum að næsti þáttur verður enn fínpússaðri!

Við munum svo vinna í því næstu daga að útvega áskriftarleið fyrir iTunes og fleiri podcast-þjónustur á næstu dögum og látum vita af því um leið og það er komið í gagnið.

Uppfært (EÖE): Hérna er linkur á podcastið, sem menn geta sett inní iTunes til að gerast áskrifendur.

Næsti þáttur verður svo á dagskrá einhvern tímann í sumar – við erum ekki með nákvæma tímatöflu en munum reyna að gera þætti reglulega og þá sérstaklega þegar eitthvað nýtt er að frétta.

Podcast Kop.is – gjöriði svo vel!

80 Comments

  1. Magnað framtak hjá ykkur, til marks um mikinn metnað. Til hamingju með þennan áfanga drengir!!

  2. Mikið rosalega hljómar röddin ykkar hommalega. Sérstaklega hjá þessum Babu 🙂
     
    (hehe átti þennan inni)

  3. þvílíka snilldin! virkilega gott og gaman að hlusta á ykkur meðan maður spilar FM 11 og les slúðrið á twitter 🙂 gleðilegt silly season

  4. Frábært podcast hjá ykkur! Hlustaði á það allt. Væri bara ekki sniðugt að gera þetta oftar?

  5. Mæli með að nota podbean.com fyrir Podcasts 🙂 Það er auðvelt að ‘subscribea’ podcastið og svo fá það beint í iTunes.

  6. Snilldarefni… endilega gera þetta sem oftast. Jafnvel hægt að fá gesti og gera eitthvað skemmtilegt úr þessu, annaðhvort aðra púllara eða jafnvel stuðningsmenn annarra liða til að fá þeirra view á okkar lið.

    Vil alls ekki vera neikvæður en verð þó að koma að einum punkti varðandi efni þáttarins og það varðar Jovanovic. Það er nú engan veginn hægt að tala um að hann hafi fengið séns hjá Dalglish, byrjaði inn á í einum leik og kom inn sem varamaður í öðrum (http://www.lfchistory.net/Players/Player/GamesPerSeason/1217-120). Einhvern veginn fannst mér hann aldrei fá sénsinn og fannst hann líka ekki henta sem vængmaður. Spilaði hann ekki aðallega sem framherji í Belgíu? Ég hefði alveg verið til í að sjá hann þar en líklega er nú eitthvað meira í gangi þarna sem við vitum ekki um, t.d. hausinn ekki alveg í lagi eða ekki nógu góð frammistaða á æfingum eða annað slíkt.

  7. Já, þetta var hrikalega gaman verð ég að segja.  Langar líka að nota tækifærið og þakka honum TeeJay frænda mínum, miklum Kop.is lesanda, fyrir það að gefa okkur tækifærið á að taka þetta upp í Stúdíó Sýrlandi og gera þetta á professional hátt.  Bara hrikalega gaman að prófa þetta og erum við ánægðir með útkomuna, vonandi eruð þið það líka lesendur góðir.

  8. Frábært hjá ykkur strákar! Virkilega skemmtilegt að hlusta á þennan fyrsta þátt hjá ykkur. Bíð spenntur eftir næsta! Innilega til hamingju með þetta! Áfram Liverpool!

  9. Virkilega skemmtilegt að hlusta á þetta og velta hlutunum fyrir sér. Eina sem fór í í taugarnar á mér var að geta ekki hringt inn eða hreinlega verið hjá ykkur til þess eins að troða mínum skoðunum inn í þétta 🙂 Ég þarf að adda ykkur öllum á skype og vakta Twitter account Babu til að ná inn í næsta þátt 😛

    Margir góðir punktar sem komu þarna fram, sérstaklega gaman að þið voruð ekki alltaf sammála því það gerir alla umræðu skemmtilegri. Gott ef ég hló ekki líka annað slagið…

    Tek ofan af fyrir ykkur og enn einu góðu framlagi í þágu okkar Liverpool stuðningsmanna.

  10. Held að aðdáendur Liverpool eru þeir einu sem þetta myndi virka, lýst vel á þetta.

  11. Þið eruð svo miklir fagmenn að það jaðrar við að maður setji ykkur á jólagjafalista fjölskyldunar.

  12. Þetta er náttúrulega bara snilld. Komið í áskrift í iTunes hjá mér.
     
    TAKK TAKK

  13. Snillingar. Langaði helst að taka þátt í röflinu. Hvernig væri að gera þetta kannski 1-4 sinnum í mánuði í vetur og þið Kop pennar skiptist á að stjórna þættinum og bjóðið svo kannski 1-2 reglulegum notendum síðunnar með ykkur í þáttinn enda er gaman að heyra skoðanir.

  14. Frábær þáttur.

    Skellti ótrúlega uppúr þegar einhver sagði að gjaldkeri Juventus væri ennþá í hjartahnoði eftir Poulsen + Aquilani dealinn hahaha. Dó gjörsamlega úr hlátri.

  15. sorry veit að þatta kemur ekkert þræðinum við en veit eitthver hvort úrslitaleikurinn er í opinni dagskrá

  16. Downloadaði iTunes bara til þess að fara í áskrift á þessu podcast hjá ykkur, eins gott að þið gerið fleiri! (Enda mjög skemmtilegt hjá ykkur!)

  17. Mjög gott framtak algerlega til hróss.  Ég ætlaði aðeins að benda stjórnendum síðunnar á síðu norska aðdáendaklúbbsins liverpool.no.  Það væri gaman að sjá hana í linkunum.  Þeir norsku eru snöggir að birta fréttir og þýða þær allar á norsku sem gæti verið gott fyrir þá sem vilja æfa sig í norsku ehemm.  En án gríns þá er þetta hörkugóð síða auðvitað næst á eftir kop.

  18. Svona meðan það er lítið að gera á markaðnum
    Ryan Giggs today admitted to suffering from homesickness, saying that even though he’s happy in Manchester, he does Miss Wales occasionally

  19. Ef menn ætla að breyta öllum þráðum í slúðurtengla, þá bið ég menn um að vísa í áreiðanlegar síður eða frumheimildir.

  20. Frábært drengir. Algjörlega spot on! Þetta er stór áfangi í að Liverpool væða Ísland. Þið hafið sýnt hvað er hægt að gera þegar áhuginn og metnaðurinn er til staðar.

    The sky is the limit þegar þið eruð annars vegar.

    Godspeed!!!

  21. Smá spurnig, hvað geri ég í podcastinu til að setja linkinn ? Það kemur upp hjá mér subscribe podcast og download from iTunes store ?? Kann bara 0 á þetta !

  22. Þetta fanst mér alls ekki skemtilegt og eiginlega bara pínlegt að hlusta á :/ Þið eruð strákar sem að hangið á netinu og spjallið þar um ykkar lið, ég myndi bara leave it at that!

  23. Þetta er gott. Ég ætlaði rétt svo að tjékka á þessu hjá ykkur en endaði svo auðvitað á að hlusta á allan þáttinn. Skemmtilegar pælingar um yndislegt málefni sem skiptir mig undarlega miklu máli.
    Takk fyrir mig.

  24. Halldór minn, það er enginn að neyða þig til að hlusta:)

    Skemmtilegt framtak, spurning um að vera með þjóðarsálarinnhringihorn svo menn eins og Halldór geti fengið útrás

  25. Elsku, elsku drengir!  Þvílík gargandi snilld!  Mig rak í rogastans við þetta og á bara ekki orð yfir metnaðinum í ykkur, frjóseminni við að halda síðunni ferskri og síðast en ekki síst, stórkostlegri þjónustu við okkur lesendur.
     
    Vá hvað þið eigið allt það hrós skilið, sem mér er stætt á að gefa ykkur   🙂

  26. Baddi (#35) – Í iTunes ferðu í Podcast-flokkinn. Þegar þú ert þar inni ferðu svo uppi í “Advanced” og velur “Subscribe to podcast…” Þá kemur upp pop-up gluggi þar sem þú setur inn slóðina á Kop.is-podcastið – http://kop.is/podcast/podcastblaster.xml – og ýtir á OK. Þá ætti iTunes að byrja að ná í fyrsta þáttinn sjálfkrafa og þú ættir að sjá þáttinn okkar birtast í listanum yfir podcasts sem þú ert áskrifandi að.

  27. Fínn þáttur og flott viðbót við þá fínu vinnu sem þið ritstjórarnir leggið í kop.is.
    Kúdos á ykkur.

  28. Já, var það ekki!
     
    Stb í #34 búinn að koma upp um mann, nú eru það bara Sinatralögin… Jesús!
     
    En gott að heyra að einhverjum líkaði þetta, er ekki alveg búinn að ná að hlusta á þetta allt ennþá, en tíminn rann ótrúlega hratt.  Ansi margir pistlar þarna innanborðs…

  29. Djöfull er gaman að vera kominn með Liverpool lógo og mynd af Gerrard inn í Itunes. Er ekki nýr leikmaður með hverju podcasti!

  30. Ánægður með ykkur! Mjög góður þáttur og þetta var bara eins og pro þáttur (enda eru þið pro í þessum málum)

    Keep up the good work YNWA!

  31. búinn að sjá þessar Coentrao fréttir en tek þeim með miklum fyrirvara þar sem enginn áreiðanlegur miðill hefur ennþá séð ástæðu til að birta þær

  32. Frábært podcast! Ég fæ aldrei nóg af því að hlusta á góða menn tala um Liverpool. Endilega gerið þetta sem oftast.

  33. Gaman að þessu og þá sérstaklega Geir Ólafs samlíkingunni hjá Magga.  🙂

    Fói (nr.3) sefur hinsvegar hjá fiskunum núna.

    Hvað slúðrið varðar þá væri fínt að halda svona almesta bullinu á þessum opnu þráðum (t.d. Give Me Football linkum). Ekki misskilja mig, það væri fínt að fá Coentrao en tekur því ekki að fremja þráðrán fyrir þesskonar link þegar enginn miðill með viti er búinn að slá því upp.

    Media watch á opinberu síðu Liverpool er í þessu tilviki líklega að þjóna svipuðum tilgangi og þessir opnu þræðir hjá okkur.

  34. Frábær hlustun og mér fannst þáttastjórnandinn sanda sig virkilega vel. Hlakka til að heyra meira frá ykkur!

  35. Magnað hjá ykkur. Komið manni endalaust á óvart með skemmtilegum nýjum hlutum. Hlakka til sumarsins og næsta vetrar að hanga hér inni og lesa allt hér.

    Verð að fá að skjóta hér inn tveim góðum sem ég sá á Fésinu áðan og varðar einn nágranna okkar:

    Just heard former Big Brother contestant Imogen Thomas has got a secret singing career.
    Apparently she’s been doing gigs in Manchester for ages.

    Og hinn:

    I’m about to download the Imogen Thomas sex tape. It might take a while though…

    It’s 11 Gigs.

  36. Afhverju virkar ekki hjá mér að kommenta ef ég set twitter slóðina mína undir website ! kraaap

    En annars frábært framtak podcastið hjá ykkur og væri ég til í að sjá meira af þessu á næsta tímabili ! (þeas ef fjármagn leyfir, klukkutíminn á stúdíó Sýrland er varla gefins ?)

  37. What do Imogen Thomas and Fernando Torres have in common ?

    They used to be fucking good footballers

  38. Frábært framtak. Orðin áskrifandi.
    Læt einn fljóta með:
    Ástæða þess að Giggs nær enn á gamalsaldri að hlaupa 100 metra á 12 sekúndum er einfaldlega sú á Frú Giggs hleypur 100 á 12,2….

  39. Þorgeir Óli (#56) segir:

    Frábær hlustun og mér fannst þáttastjórnandinn sanda sig virkilega vel. Hlakka til að heyra meira frá ykkur!

    Takk fyrir það. Það var auðveldara en ég bjóst við að stýra umræðu hjá þessum pjökkum. 🙂

  40. Mikið öfunda ég stuðningsmenn Liverpool að þessari síðu. Vegna þessarar síðu veit ég amk jafn mikið um Liverpool og mitt eigið lið ManUtd. Skemmtilegt podcast hjá ykkur.

  41. Alveg frábær þáttur hjá ykkur.

    Mér leiðist aldrei að hlusta á Liverpool tal á meðan það meikar sens og þetta var gaman að hlusta á.

    Takk fyrir mig 🙂

  42. Frábær þáttur gaman að þessu, væri til í heyra þetta vikulega.
     
    En svona smá djók, var Ferguson að fá sér silicon? By the way þetta er ekki photoshoppað, þetta er á teamtalk.com

  43. sry m8s það er buið að þetta út, afsaka 4 pósta um ekki neitt, kwemur ekki fyrir aftur

  44. Frábær þáttur og bíð spenntur eftir þeim næsta. Saknaði smá að menn skyldu ekki ræða frammistöðu Glendu Johnson. Vantar að mínu mati hægri bakvörð með Kelly eftir að við erum búnir að losa okkur við “enska landsliðsmanninn.”

    Glæsilegt framtak!

  45. Er hægri bakvarðastaðan ekki fín með Johnson/Kelly/Flanagan?… Johnson komst aldrei almennilega af stað á þessari sparktíð, það var smá Aurelio í honum, mikið meiddur og síðan þurfti hann að leysa vinstri bakvarðarstöðuna… stóð sig reyndar betur þar heldur en í hægri bakverðinum í vetur, en honum til varnar spilaði hann aðallega þar í stjóratíð Hodgson og það þarf í raun ekki að ræða spilamennsku liðsins í heild frekar á þeirri mögru tíð

  46. Vil helst nota Flanagan vinstra megin.. málið er að Kelly og hann eru báðir ungir strákar og dálítið brothætt að leggja upp með þá tvo á næstu leiktíð. Kelly er gjarn á meiðsli og þó að Flanagan hafi byrjað vel á eftir að reyna betur á hann. Auðvitað nær hvorugur miklum framförum án þess að spila… aðalatriðið er þó að ég hreinlega botna ekki Glendu Johnson – hann hefur verið arfaslakur og hef litla trú á því að hann taki stórstígum framförum. Vonandi skjátlast mér en það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með honum á tíðum.

    Okkur vantar klárlega bakvörð! Hvað varðar vinstri hliðina. Robinson er efnilegur, Aurelio er eins og hann er (gengur um með First Aid kit-tösku) Hvorki Wilson né Agger eru bakverðir.

    Ef Flanagan gæti aðlagast vinstra megin og Kelly verið hægra megin væri það fyrirtaks lausn en eins og ég segi full brothætt fyrir komandi tímabil.

  47. Eftir að kongurinn tók við hefur Glen Johnson verið að spila mjög vel, og við þurfum ekkert á hægri bakverði að halda.
    Johnson, Kelly og Flanagan eru allir hægri bakverðir að upplagi og réttfættir, sem gerir það mjög einkennilegt að vilja helst nota Flanagan vinstra megin.

    Við þurfum hinsvegar vinstri bakvörð það er ekki spurning.

  48. Arngrímur… hvaða leiki hefur þú verið að horfa á. eins og Bjössi segir hér þá er GJ búinn að vera mjög góður eftir að Kenny tók við. Hann var aftur á móti arfa slakur undir stjórn RH…. en það átti líka við um Kuyt, Torres, Gerrard, Maxi, Skrtel, Carra og meira að segja á köflum Reina.

    Glen Johnson er okkar besti bakvörðu, enskur og með frábæra spretti upp kanntinn.

  49. Ég hef fylgst ágætlega með honum eftir að Dalglish tók við og hann hefur lítið sem ekkert skánað – greiðslan er kannski skárri en þá er það upptalið. Hann er svo langt frá því að vera okkar besti bakvörður, langdýrastur kannski en það helst ekki í hendur við gæði.

Kop – gjörið. ENDANLEGT

Downing neitar að framlengja hjá Villa