Opinn þráður – FRIEDEL snýr aftur o.fl.

Nokkrar staðfestar fréttir: Lucas Leiva hefur verið kjörinn leikmaður ársins. Frábært afrek og fyllilega verðskuldað hjá honum. Fabio Aurelio er ekki á förum frá liðinu í sumar, hann á ár eftir af samningi sínum, er heill heilsu núna og kona hans á von á barni þannig að hann verður í Liverpool-borg í sumar að gera sig kláran fyrir næsta tímabil. Gott mál. Og loks segir Liverpool Echo frá því að Brad Friedel muni semja við Liverpool til tveggja ára, en hann er með lausan samning í sumar. Hann verður því varamarkvörður Pepe Reina næstu tvö árin sem þýðir væntanlega að Brad Jones fer frá Liverpool í sumar.

Slúðrið er að keyra sig í flugggír en þetta eru svona staðfestu fregnirnar hingað til. Menn eru auðvitað líka að ræða Kun Aguero sem fór fram á sölu frá Atletico í gær og við munum fylgjast með því máli eins og öðrum leikmannamálum hér á Kop.is.

74 Comments

  1. Lýst vel á Friedel, hef trú á að hann sé hugsaður til lengri tíma en næstu 2 ára og muni vera Reina innan handar um ókomin ár.
    Annars var sló spænska blaðið Marca að segja í gær að Aguero fari til Real Madrid sem þarf ekki endilega að vera slæmt fyrir Liverpool sem getur þá eytt þessum 40 mill punda í tvo mjög góða leikmenn í staðinn fyrir að fá annan leikmann svipaðan Suarez fyrir full mikinn pening.
     
     

  2. Held að þessi kaup á Friedel sé ágætis kaup, þ.e.a.s að hafa varamarkvörð sem við getum búist við einhverju frá.
    Ég persónulega væri mjög til í að fá Aguero til liðsins, duglegur, markheppinn og einfaldlega góður leikmaður.
    En við megum búast við því að margir leikmenn verði orðaðið við okkur en ekki er á allt kosið í þeim málum.
    Er búinn að vera að fylgjast með Eljero Elia og væri það klassa kantmaður sem við fengjum þar.
    Núna er bara að bíða og sjá hvaða leikmenn við fáum!

    YNWA – King Kenny!

  3. Held að þetta sé hið besta mál. Hann er orðinn 40 og verður gott backup fyrir Reina

  4. Ekkert nema jákvætt að fá Friedel. Hann er betri markmaður en Paul Jones og mun miðla sinni dýrmætu reynslu til Gulácsi og hinna ungu markvarðanna. + þá verður Jones örugglega seldur og við fáum til baka eitthvað af þessum óþarfa pening sem var eytt í hann. 

    Núna er bara að keyra hreinsuna í gang.

  5. Þorgeir, Paul Jones var nú ekki lengi hjá okkur og er löngu farinn. Brad Jones fer líklega 🙂

    Annars sé ég ekki hvað 40 ára markmaður er að fara gera hjá okkur, nema þá helst miðla af reynslu sinni, ég allavega vona innilega að Reina meiðist ekki á næsta tímabili, meðan hann er heill hef ég ekkert á móti 40 ára Fridel.

  6. Brad Fridel hefur verið einn besti markvörður deildarinnar í mörg ár, hann er mikið betra back up en þeir sem vermt hafa bekkinn okkar.
    Bíð hann hjartanlega velkominn aftur heim 🙂

  7. Brad Fridel í meira en 2 ár? eru menn klikkaðir eða vita menn bara ekki hvað hann er “gamall”
    En hann eru eflaust góð backup kaup fyrir Reina.
     
    Djöfull væri það truflaðslegaæðisgengislegafrábært ef Sergio Aguero kæmi til Liverpool borgar, sem mér finnst samt ekkert mjög líklegt en VÁ það væri gott 😀
     
    YNWA

  8. FSG strax farnir útaf brautini í sambandi við leikmannakaup. Hvað varð um að kaupa unga leikmenn sem að styrkja liðið :)?

  9. Ágúst Bjarni – varmarkvörður er yfirleitt svolítið öðruvísi dæmi en útileikmenn. Ég sé nákvæmlega ekkert að því að fá Friedel inn sem varamarkvörð um fertugt. Hann verður sáttur við að sitja á bekknum (hlýtur að vera ef hann vill koma vitandi að Pepe er nr. 1), getur miðlað af mikilli reynslu sinni og jafnvel hjálpað Pepe líka, og svo er kannski markmannsþjálfarastaða í þessum pakka hjá honum líka þegar hann leggur skóna loks á hilluna.

    Hvað Aguero varðar myndi ég anda rólega. Það langar alla í hann en hann er að yfirgefa Atletico af því að þeir eru ekki í Evrópukeppni. Hann mun geta valið úr Meistaradeildarliðum þannig að ég myndi telja það langsótt að fá hann til Liverpool út af þeirri einu ástæðu. Hann fer varla frá sínu liði af því að þeir eru ekki í neinni Evrópukeppni til að ganga til liðs við annað lið sem er ekki í neinni Evrópukeppni, er það?

  10. Já mér finnst frábært að fá Friedel inn á bekkinn. Enda er þetta besta jobbið í boltanum að vera varmarkvörður! Dudek þekkir það manna best 🙂

  11. Það eru líka að berast fréttir af því að Van Der Sar sé að skrifa undir hjá Liverpool.  Einnig gætu Tryggvi Guðmunds, Ryan Giggs og Paul Scholes komið í sumar.

  12. Gulli þú lætur þetta hljóma eins og það sé eitthvað slæmt? Ég hef engar áhyggjur af því að Kenny getur ekki gert þessa leikmenn að alvöru karlmönnum! 🙂

  13. Of gamall?

    Brad Friedel er ekki of gamall til að leysa af varamarkvörðinn. Ef eitthvað er myndi ég ALLTAF velja hann frekar en þann sem við erum með núna. Myndi treysta honum 100% betur með markvarðarstöðuna.
     
    Of gamall?

    Gary McAllister, einhver?

  14. Linkur í spjalli við síðustu færslu var um eyðslu félagana undanfarin ár. Ég get bara ekki orða bundist en við erum þar það lið sem hefur eytt næst mest allra liða á eftir City !! (fyrir utan sölur auðvitað) 
    Þetta er by the way 2006 til 2011 eða frá því við urðum Evrópu Meistarar !! 

    http://www.transferleague.co.uk/league-tables/2006-2011.html

    Hvað gerðist, afhverju hafa svona margir horfið á braut frá okkur og hvert fóru þessar 250 milljónir eiginlega ??

    Það er  greinilegt að hlutirnir eru búnir að vera í algjöru rugli í rekstri þessa klúbbs í ansi langan tíma og staðan er þannig í dag að við þurfum enn að versla töluvert sem og selja og því hækka þessar tölur bara jafnt og þétt. Greinilega engin stöðuleiki í gangi varðandi leikmanna mál og vona ég að með tilkomu Comollo breytast þessir hlutir í nánustu framtíð.

  15. Ég er bara sáttur við að fá Friedel til að bakka Reina upp, það á bara eftir að reynast vel. Varðandi Aguero þá á það bara eftir að koma í ljós en auðvitað finnst manni líklegra að hann fari til liðs sem er í meistaradeild. En annars fyrir þá sem ekki vita þá er hann með sama umba og Maxi, þeir tveir eru bestu vinir og þeirra fjölskyldur eyddu saman jólunum í Liverpool seinustu jól. Þá var umbinn þeirra á leik Liverpool og Birmingham þannig að maður ímyndar sér að líkurnar á að hann komi til Liverpool séu ekkert svo ýkja slæmar. Maður vonar allavega það besta en Liverpool mun þurfa að punga út lágmark 30 milljónum punda fyrir hann!

    Annars er silly season komið vel af stað og sést það best á Twitter 🙂

  16. Finnst það vera peanuts að eyða £9,592,000 á ári að meðaltali í leikmannakaup til að styrkja leikmannahópinn.
    Við erum á svipuðu róli og Sunderland, Stoke og West Ham, þessi lið eru öll miðlungslið og varla það, þannig að það er óhætt að segja að við séum á svipuðu róli, semsagt miðlungslið.
    Það er sárt að segja þetta en mér finnst þetta bara vera blákaldur veruleiki og staðreind málsins.
    Lið eins og Chelsea, Tottenham og Aston Villa hafa verið að eyða töluvert meira en við undanfarin tímabil í leikmannakaup, hvort sem það er til að auka breidd eða styrkja hópinn.
    Man City er svo ekki hægt að taka með í þessa jöfnu þar sem þeir eru ólöglegir og bara í ruglinu þegar kemur að eyðslu undanfarin ár.

    Kanarnir fóru langt með að eyðileggja klúbbinn.
    Þetta breytist vonandi með nýjum eigendum og verðum við samkeppnishæfir á leikmannamarkaði við önnur “stórlið”

  17. Hvernig er það, er Liverpool lið sköllóttu mannanna?

    Reina
    Meireles
    Shelvey
    Ngog
    Konchesky
    …og núna Brad Friedel
    Halda þessu áfram!

  18. Gerrard búinn að tjá sig um líkamlega líðan eftir aðgerðina . Honum líður mjög vel og hann segist vera í formi sem hann hefur ekkki verið í langan tíma  , þ.a.s. 2 ár. Ekkert að angra hann . Vissulega gleðitíðindi

  19. Ég er bara mjög ánægður með að fá Brad Friedel aftur til liðsins. Hann er með ca. 15 ára reynslu af ensku úrvalsdeildinni og hefur verið einn af þeim betri og stöðugri markmönnum deildarinnar. Hann hlýtur líka að vera að koma inn til að taka við markmannsþjálfuninni hægt og rólega og situr á bekknum þessi tvö ár á meðan hann klárar að ná sér í sín réttindi og koma sér betur inn í þjálfun.
    Ég held að við gætum ekki verið að fá mikið betri mann á bekkinn fyrir jafn lítinn pening.
    Annars VONA ég innilega að Aguero komi til Liverpool og fái eitt meistaradeildarlaust ár til að koma sér inn í enska boltann.
    Hitt sem ég vona er það að það verði erfitt fyrir menn að koma sér inn í byrjunarlið næsta árs. Ég vona að nafnið muni ekki koma mönnum í liðið.

  20. Miðað við framherjastöðuna okkar í dag þá væri ég frekar til í að fá Eden Hazard en Kun aguero.  Suarez er snillingur og að kaupa “ódýran ungan” leikmann betri en Ngog þá væri ég bara sáttur.  Svo er bara spurning með ungu strikerana hjá Liverpool Suaso og fl.  Fara þeir ekki bara að fá meiri séns? YNWA.

  21. Síðustu fréttir herma að Real vilji ekki fá Aguero til liðsins.. sögurnar fara fram og til baka og aftur fram og svo AFTUR TIL BAKA! 

    Best er að halda í vonina og hafa þetta sem mest spennandi hehe

    YNWA

  22. Charlie Adam er víst búinn að samþykkja samning hjá LFC. Verður staðfest af félaginu í næstu viku.

    Matuidi er nálægt því að koma einnig og Aguero og Mata eru ennþá efstir á óskalistanum okkar 🙂

  23. Aguero hefur engan áhuga að ganga til liðs eins og Liverpool !!!
    Við erum ekki einu sinni í evrópukeppni !!
    Vakkna strákar !!!
    Við eigum enga möguleika á að fá menn eins og Aguero eða Hazard !!
    Maður bara vonar að Gerrard fari ekki eða aðrir af okkar bestu mönnum, við erum í sama klassa og Tottenham og Everton, ætli við seum ekki þar á milli….  Hallo vakkna !!!

  24. Við erum vakandi vinur, gæti alveg trúað því að Aguero myndi koma til Liverpool þar sem hann er sagður vera mikill poolari og læti

  25. @32 óli 

    Leikmenn sem eru aðdáendur einhver liðs láta það oft fara á undan en að fara í evrópukeppni eða meistaradeild.

    Líka hrífast þeir af sögu liðsins, fullt af leikmönnum sem hafa komið til liverpool útaf við erum með hrikalega flotta söu.

    Sumir koma líka til að endurvekja söguna og til þess að við verðum aftur bestir.

    Og síðan en ekki síðst munu leikmenn koma útaf Kenny sem er fagmaður með meiru

  26. Var einhver annar sem að las comment nr 32 með röddinni hans Bubba Morthens??
     
    Vakkna strákar Vakkna!

  27. 37) haha skemmtilegt hvað maður trúir þessu meira þegar það stendur Liverpool samt 😀

  28. Það er búið að breyta þessu í Atletico Madrid. En vona samt að Aguero komi, og það hafi ekki verið neitt bull að hann haldi með Liverpool. Þá kannski hefur það ekki áhrif að við erum ekki í meistaradeildinni. Vonandi setur hann sér bara markmið að hjálpa Liverpool að vinna deildina og meistaradeildina líka.

  29. Núna stendur líka að hann sé númer 10 hjá okkur á wikipedia. Þá er Joe Cole væntanlega farinn líka, eða hvað?

  30. Liverpool F.C.
    Aguero and Liverpool F.C. got to a mutual agreement on 24 of May 2011 and will he sign on 1st of July 2011. He was proud to become a Liverpool player, he had dreamt about it for years. He was taking it as a challenge to follow in Fernando Torres footsteps and be a hero at Anfield. He said that he was positive over Liverpool future after a meeting with Damien Comolli. He denied that he ever considered playing for Man City or Real Madrid and he doesn’t regret taken the history over money.
     
    Greinilega LFC aðdáandi sem hefur breitt þessu hehe

  31. Ég er svo pollrólegur yfir þessu öllu saman.  Aguero kemur til Liverpool.  Sjáið bara til!

  32. Til að róa menn er réttast að birta þetta frá júlí 2010, á listanum voru 99 manns, einn gekk að lokum til liðs við Liverpool.  

    Mitt ráð, ekki fylgjast með slúðrinu;

    Paul Konchesky – Linked again and this time even Fulham admit – 25%
    Roque Santa Cruz – Story returned this week, increasing from 15% – 20%
    Ola Toivonen – The club was reported to have made a bid but PSV have said that he is not for sale – 15%
    Steven Defour – Story dying, dropping from 25% – 15%
    Aleksandr Hleb – Story dying quickly, dropping from 25% – 15%
    Stiliyan Petrov – Story has gone quiet, dropping from 20%  – 15%
    Bryan Ruiz – The Costa Rican is being linked again –15%
    Ricky van Wolfswinkel – The young Dutchman is being linked – 15%
    Arten Milevskiy The Ukrainian striker is also linked  15%
    Rafael van der Vaart – Linked again – 15%
    Scott Parker – He is being linked again, raising from 5% – 15%
    Wayne Bridge –  Story has gone a little quiet but keeping him steady – 15%
    Shaun Wright-Phillips – Story went quiet but keeping him steady at 10% – 10%
    Zlotan Gera – Story dying, dropping him from 15% – 10%
    Peter Crouch – Story dying, dropping from 20% – 10%
    Clint Dempsey – The American is being linked – 10%
    David Trezeguet – Linked again – 10%
    Carlos Salcido – Keeping at 10% – 10%
    Victor Obinna – The Nigerian is the latest player to be linked with us – 10%
    Maynor Figueroa –  Story dying, dropping from 15% – 5%
    Valon Behrami – Nothing new, dropping from 15% – 5%
    André-Pierre Gignac – This story is dying fast, dropping from 15% 5%
    Steven Warnock – Story dying, dropping from 15% – 5%
    Lukaku – This story is dying fast, dropping from 10% – 5%
    Carlton Cole – claims to be happy at West Ham, dropping from 15% – 5%
    Tiago – Story dying, dropping from 10%  – 5%
    Reto Ziegler – Another story that is dying, dropping from 10% – 5%
    Mathieu Flamini – Story dying, dropping him from 10% – 3%

  33. væri snilld að fá Juan Mata sem er mjög líklegt og Alexis Sanchez.

    Þeir myndu samtals kosta jafn mikið og LS og AC komu á bilinu 58 millur 

    Lucas                               

    Gerrard Meireles

    Mata

    Sanchez  Suarez

    myndi borga fleiri millur sem ég á ekki til fyrir að horfa á þessa spila fótbolta!

  34. Þetta er ekki flókið: Ef leikmaðurinn er sköllóttur þá er hann á leið til Liverpool.

  35. Nr. 47 Beardsley…

    Engum öðrum en Hodgson hefði dottið í hug að kaupa eitthvað af þessum leikmönnum til Liverpool (fyrir utan kannski vdv og Lukaku).

  36. Minni menn á að við erum í vanda þegar kemur að einu atriði.
     
    Okkur vantar “heimalninga” í okkar leikmannahóp.  Munum reyndar örugglega selja fullt af “útlendingum” en við erum í raun bara með Gerrard og Carra sem eldri heimalninga í hópnum, Carroll og Spearing á næsta ári.
     
    Svo við þurfum að versla heimalinga…

  37. Og af hverju er þetta eitthvað vandamál ?
    Við erum með nóg af Enskum leikmönnum, Robinson, Flanagan, Kelly, Johnson, Carragher, j.Cole, Spearing, Shelvey, Gerrard, Carrol.

  38. fá enskan miðvörð. Cahill eða Shawcross og gefa Agger annað tímabil.

  39. Maggi, liðið má vera með 17 útlendinga en er bara með 13. Svo það mætti kaupa fjóra í viðbót, plús þau pláss sem losna með hverri sölu á útlendingi. Ekkert vandamál hér á ferð.

  40. Maggi, af hverju erum við í vanda með heimalinga? Getum skráð Gerrard, Carra, Joe Cole, Spearing, Carroll, Johnson, Kelly, Wilson, Flanagan og Robinson sem verða allir hluti af 25-manna hópi okkar hvort eð er. Ég veit að það þarf ekki að skrá leikmenn undir tvítugu en það er ekki bannað heldur og þessir leikmenn verða hvort eð er allir hluti af 25-manna hópi okkar.

    Með öðrum orðum, jafnvel þótt við seljum Joe Cole í sumar og kaupum engan Homegrown-leikmann í staðinn erum við með 9 homegrown, þar af 6 uppalda hjá félaginu (7 þegar Wilson er orðinn 21s árs), til að skrá í 25-manna hópinn okkar fyrir næsta tímabil.

    Ekkert vandamál hér.

  41.  
    Nýjustu fréttir frá Túrin í kvöld eru jákvæðar fyrir okkur Liverpool menn (að mínu mati að minnsta kosti). Andrea Pirlo var að ljúka læknisskoðun hjá Juventus og hefur verið kynntur sem nýr leikmaður liðsins.
    Þetta eykur líkurnar á því á því að Alberto Aquilani snúi aftur á Merseyside í haust 🙂
    Ég fagna því.

  42. 49 Gettra: Þá vitum við það.. Allir að fylgjast með því hvort Aguero rakar af sér hárið! I know its going to happen!

  43. 58 ég man eftir þessu, þetta var fáranlegt, Hogdson e-ð að blaðra um að aquilani þyrfti að sanna sig og gaf honum 2 leiki eða e-ð á móti skelvilegum liðum og svo var hann bara lánaður, skandall

  44. Ég hef ekki mikla trú á því að Aquilani komi aftur til okkar, Juventus vilja fá hann þrátt fyrir að hafa fengið Pirlo. Þeir eru að semja um verð á honum og svo eru Milan menn víst eitthvað spenntir fyrir honum líka þannig að hann er líklega ekki væntanlegur.
    Ég myndi þó alveg vilja fá hann aftur enda sást það vel í þessum leikjum sem hann spilaði að hann er frábær í svona pass’n move bolta og ég held að hann gæti orðið mjög góður með Lucas og Meirales á miðjunni.

  45. Aðeins að öðru. Fokk. Það eru 6 ár í dag frá ævintýrinu í Istanbul. Sælutilfinningin er enn til staðar en grátlegt hvað við erum aftarlega í öllum keppnum núna. 6 ár er of langur tími á milli þess að vinna þennan titil 🙂

  46. Það verður bara gott að fá Fridel á bekkin og eins og einhver sagði hérna þá eru miklar líkur á því að hann sé hugsaður sem markmansþjálfari til lengri tíma litið, held bara að það sé góður kostur að fá hann.

    Er sammála Hörður #57. að fyrst Juve er búið að næla í Pirlov, þá bara fáum við Aqulani til baka og ég er mjög sáttur við það, fanta góður leikmaður sem fékk aldrei nóg tækifæri til að sanna sig og það er ég viss um að undir stjórn Kenny og Clark, á hann eftir að blómstra hjá Liverpool.

    Það væri draumi líkast að fá Aguero til Liverpool, en verðið á honum er ansi hátt, en hitt er vitað að hann er Liverpool fan og það gæti kanski hjálpað til…. Annars er ég á því að við þurfum eftirtalda leikmenn og þá værum við vel settir.  Elia, Diego, Enriqe, Mata,  (Aquero  ef peningar fást til að ná í hann)

    Þetta myndi gera okkur kleift að keppa um dolluna á næstu leiktíð… En svo verður bara að koma í ljós hvað verður hægt að fá, bara vona að við fáum góða leikmenn sem fyrst svo þeir geti tekið fullan þátt í undibúningstímabilinu og þá verður næsta leiktíð, leiktíðin sem við erum búnir að bíða eftrir í svo langan tíma…

    Áfram LIVERPOOL, YNWA…

  47. Eins mikið og maður vonar að menn eins og Aguero og Contreo séu að fara koma til okkar þá verða mann að halda sig á jörðinni. Við höfum kannski söguna og margt annað með okkur, en það hafa flestir af þessum risum sem keppa um stærstu bitana líka. Ofan á það hafa þeir svo meistaradeildarfótbolta. Við verðum að átta okkur á því að við erum að fara kaupa meira af leikmönnum eins og Gary Cahill og Ashley Young frekar en þá allra stærstu. Fótboltinn snýst heldur ekkert bara um að kaupa stærstu stjörnurnar heldur að ná bestu liðsheildinni.

    Sjáum það nú best á umbreytingunni á hóp Liverpool eftir Daglish, menn sem margir höfðu afskrifað eru allt í einu orðnir hluti af framtíðarplönum hjá öllum og enginn kvartar yfir því. Við þurfum að búa okkur undir langt og erfitt sumar þar sem bestu leikmenn heims verða stöðugt orðaðir við okkur en fæstir munu koma. Ein stjarna er ekki að fara bjarga okkur heldur þurfum við að fara í nánast allsherjarhreinsun. 

    Annars legg ég líka til að menn(og inniheld þá sjálfan mig) haldi sér rólegum í sumar og gleypi ekki við öllu heldur treysti bara á kónginn því hann mun skila eins og hann gerir alltaf. Ég persónulega ætla allavega reyna vernda geðheilsuna og gera sem mest af merkilegri hlutum við sumarið en að hanga á slúðursíðum eins og maður gerir alltaf!

  48. Ég vildi óska þess að ég hefði sjálfstjórn til að að halda mig bara frá twitter og þessum slúðursíðum almennt þetta sumarið!

    Þetta er hreint út sagt dóp!  Ég veit að þetta er ekki gott fyrir mig, en ég bara get ekki hætt!

  49. Getur einhver sagt mér hvað varð af Liverpool leikmannaslúður síðunni á facebook?? Virðist hafa gufað upp!

  50. Hef alveg ágæta trú á því að Agureo komi, hann er ungur (f. ’88) og ég sé hann ekki fara frá Liverpool eftir 3-5 tímabil á minni pening en kaupverðið hans er núna.

    Klárlega góð fjárfesting! 🙂

  51. Sælir drengir hvernig er það er leikmannaslúður orðið minna en ekki neitt um Liverpool núna síðustu dagana???

    Sjálfur er ég ekki á þessu Twitter og ætla mér ekki á það en treysti á þessa síðu í leikmannaslúðrinu 100%. Getið þið sem eruð á þessu twitter ekki verið duglegir að setja hérna á þessa síðu svona það sem er heitast í leikmannaslúðrinu hverju sinni eins og hefur svo sem verið gert, er bara að spá í hvort það sé minna en ekkert að gerast þessa síðustu dagana því maður verður ekki var við neitt.

  52. Það er bara búið að vera agalega lítið í gær og í dag Viddi! Ekkert djúsí í gangi!

Opinn þráður – Twitter

Kop – gjörið. ENDANLEGT