Aston Villa á morgun

Ég verð bara að segja alveg eins og er, maður er kominn í sumargírinn og farinn að huga að kaupum og sölum. Mér hreinlega finnst leiktímabilið vera búið nú þegar, en það er víst engu að síður einn leikur eftir. Villa Park í Birmingham þar sem við mætum lærisveinum Gerard Houllier og Gary Macca. Það voru mikil vonbrigði um síðustu helgi að tapa gegn Tottenham og það væri mjög sætt að enda tímabilið á góðum nótum með sigri. Það breytir því þó ekki að andinn í kringum liðið er góður í dag og ennþá er möguleiki á 5. sætinu, þó svo að ég efist um að Spurs fari að misstíga sig gegn Birmingham á heimavelli.

Villa hafa verið á uppleið (spilalega séð) og ég fer ekki ofan af því að þeir hafa verið það lið sem hefur hvað mest verið að spila „undir getu“ í vetur. Margir virkilega góðir og flinkir spilarar og þar á meðal Ashley nokkur Young, sem ég hef ávallt verið afar hrifinn af. Ég myndi ekkert gráta mig í svefn ef við fengjum hann til liðs við okkur í sumar. En það kemur nú allt saman í ljós.

Villa hafa bara skorað 47 mörk í deildinni í vetur og fengið á sig heil 59. Það er ekki góð tölfræði og því hafa þeir verið í þessu ströggli í vetur. Darren Bent kom til þeirra í janúar, en er þrátt fyrir það markahæsti maður þeirra. Níu kvikindi hefur hann sett, en Young hefur sett sjö. Af þessum 11 leikjum sem Villa hefur unnið, þá hafa þeir unnið 7 þeirra á heimavelli. Þeir hafa samt sem áður tapað 4 leikjum heima, þannig að það er ekki eins og að Villa Park sé óvinnandi vígi. Fróðlegt verður að sjá hvernig jálkarnir þeirra tveir í hjarta varnarinnar, munu ná að höndla Luis Suarez í leiknum.

Það er ekki mikið að frétta af okkar mönnum og fáar breytingar hafa verið milli leikja. Kóngurinn neyddist til að gera eina breytingu fyrir Spurs leikinn, þar sem Raul Meireles var ekki klár í slaginn, en ég hef enga trú á öðru en að honum verði hent aftur inn í liðið núna. Ekki þarf nú mikið að hvíla menn fyrir næsta leik, þetta er sá síðasti og svo eru menn farnir í sumarfrí. Það er samt eflaust freistandi fyrir King Kenny að halda Carroll inni til að kljást við þá Collins og Dunne.

Ég ætla að spá liðinu svona:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Lucas – Spearing
Kuyt – Meireles – Suárez
Carroll

Bekkurinn: Gulacsi, Flanagan, Kyrgiakos, Maxi, Cole, Shelvey og Ngog

Sem sagt, Maxi út og Raul inn. Meireles er nefnilega afar mikilvægur þáttur af spilinu hjá okkur og við verðum að gera einmitt það, spila boltanum okkar í milli. Þannig hafa þessir sigrar undanfarið náðst. Þannig tel ég líka að við virkjum Carroll best, ekki að kýla fram á hann heldur vaða upp kanta, annað hvort með fyrirgjafir eða senda út á hann í skotið.

MÍN SPÁ: Það þýðir ekkert að hefja leikinn á morgun eftir korter eða tuttugu mínútur, við verðum að gera þetta eins og gegn Fulham og hefja leikinn þegar dómarinn flautar fyrsta flautið. Hápressa, pass and move og killer instinct er það sem mun skila okkur 1-3 sigri og við förum ánægð inn í sumarið. Luis setur eitt, Kuyt setur annað og svo kemur Lucas með eitt.

Takk fyrir tímabilið og gleðilegt sumar lesendur góðir!

43 Comments

 1. Takk Takk….  Glaðleg og upprífandi upphitun.    Takk fyrir þessa síðu af öllu hjarta….  Hún hefur marg bjargað geðheilsunni í Vetur!

  Koma svo Liverpool…   Klára þetta með stæl..   Birmingham mæta brjálaðir til London og berjast til síðasta blóðdropa.   Liðið sem vann Carling Cup er ekki að fara falla!!   🙂

  YNWA

 2. Til að byrja með biðst ég afsökunar á því sem klárlega flokkast sem þráðrán, er alls ekki vanur slíku. Hef verið dyggur lesandi KOP.is lengi en lítið haft mig í frammi.  Er staddur í Noregi eins og er og að vinna upp tapaðann tíma hér á KOP.is, þ.e. hef ekki náð að lesa síðuna óþægilega lengi. 

  Fór að lesa pistilinn um -Pengina Man.City- og eiginlega gat ekki orða bundist… sem endaði í hálfgerðum pistli í formi komments þar. Finnst þetta þörf umræða og mikill sannleikur í þessum pistli, en fannst að sama skapi leiðinlegt að sjá hvernig umræðan þróaðist.

  Eins fannst mér leiðinlegt til þess að hugsa að loksins þegar ég skrifa meira en nokkur orð hér inni að enginn komi til með að sjá afraksturinn, annaðkvort til að skjóta mig í kaf eða vera samþykkur mínum hugrenningum.

  Ég vona að einhver gefi sér augnablikk til að kíkja á minar hugrenningar um þessi eigendamál í fótboltaheiminum. Hérna er hlekkurinn  og mitt komment er nr. 69.

  http://www.kop.is/2011/05/11/18.49.24/#comment-107629

  Næsta skref er að finna stað einhversstaðar í Lofoten, Norge fyrir morgundaginn svo maður nái síðasta leik tímabilsins.. sjá okkar menn og Ashley Young  🙂 

  YNWA

 3. Blessaðir félagar flott upphitun og ég vill byrja á að þakka fyrir mig þessi síða er allveg mögnuð congrats!!!  en með byrjunar liðið ég vona að carroll sé ekki í hópnum alltaf þegar hann er með hægist á spilinu hann er bara ekki tilbún hann þarf heldur betur að æfa fyrstu 3 þrjá metrana í snerpu í sumar því þar vantar helling uppá hann var gjörsamlega að gera upp á bakk í síðasta leik og King Kenny sem ég á erfitt að með að dæma því hann er gjörsamlega magnaður gerði mikil mistök að taka hann ekki snema útaf sjald séð mistök hjá honum þess vegna spái ég því að carroll verði á bekknum og þessi leikur fer 1-3 bent skorar og suarez með 2 og kuyt með eitt 🙂

  YNWA!!

 4. Takk fyrir flotta upphitun Ssteinn.
  Ég vill sjá Meireles koma inn í liðið fyrir Carroll. Mér finnst Carroll ekki nálægt því að vera tilbúinn, hann er þungur á sér og liðið virðist bara kunna eina taktík þegar Carroll er frammi sem er einhver háloftabolti.
  Ekki misskilja mig, ég hef fulla trú á að Carroll eigi eftir að vera algjör lykilmaður á næsta tímabili, en sá tími er ekki kominn.
  Spái 3-1 fyrir okkar mönnum í stórskemmtilegum leik.

 5. Sko, Carroll var slappur gegn Tottenham um síðustu helgi. En hann var líka frábær gegn Manchester City og mjög góður gegn Sunderland og Arsenal. Það voru fleiri en hann mjög slappir gegn Tottenham og óþarfi að dæma hann til bekkjarsetu næstu mánuðina út af einum leik. Auðvitað spilar 35m punda maðurinn okkar á morgun og hann spilar eflaust betur en í síðasta leik, eins og allt liðið.
  Ég persónulega er sammála byrjunarliði SSteins. Það er hart að vissu leyti að taka Maxi úr byrjunarliðinu og kannski má færa rök fyrir því að Meireles hirði sæti Spearing en ekki Maxi, og kannski verður Flanagan áfram í liðinu þótt Aurelio sé orðinn leikfær, en að öðru leyti efast ég ekki um restina af leikmönnunum sem Steini tínir til í byrjunarliðið.

  Þessi leikur er samt ekki aðalmálið. Þurfum ekkert að spara leikmenn eða velja með framtíðina í huga, bara velja í byrjunarlið fyrir einn leik og svo sumarfrí. Það verður gaman að kveðja þetta lið og hleypa þeim frá í tvo mánuði en annars er ég miklu spenntari fyrir næstu vikunni heldur en leiknum á morgun.

  Tökum þetta 3-2 á morgun. Bentarinn skorar tvö enda sjóðheitur en Suarez er heitari og setur þrennu. Lásuð það hér fyrst!

 6. Carroll er ofmetinn leikmaður. Passar ekki inn í léttleikandi Liverpool. Hleypur ekki hratt. Mistök að kaupa hann inní liðið.

 7. Þetta verður sigur á morgun! 

  Annars takk fyrir tímabilið og takk kop.is fyrir að vera eins frábærir og þið eruð! Verður gaman að fylgjast með í sumar hverjir koma og fara og þið verðið eflaust með puttann á púlsinum hvað það varðar!

 8. Fyrir mér lauk tímabilinu áður en það byrjaði og er guðs lifandi feginn að þessir 38 leikir eru að verða búnir,og það er aðeins tvennt sem mér finnst standa upp úr,það er sala liðsins og ráðning Kenny Dalglish,annað er það ekki í mínum huga sem mér finnst standa upp úr,ég er fyrst núna að verða spenntur hvað skeður í sumar,án þess að tapa mér í einhverri bjartsýni enda veit maður það að dalglish er það skynsamur að hann fer ekki út í neitt rugl hvað varðar kaup á leikmönnum,,,áfram liverpool,,,og Keflavík.

 9. smá spurning hvað með ibrahim afellay hjá barcelona þetta litla sem hann fær að spila
  þá er hann mjög góður leikmaður

 10. númer 7 var að segja að Carroll hlaupi ekki hratt. Samkvæmt mælingum þá er hann fljótasti leikmaður Liverpool. allavega á 100 metrar spretti. Ef þú heldur að hann sé ofmetin þá var hann líka keyftur af því að hann er efnilegur og verður kannski einn hættulegasti sóknarmaður í heimi.

 11. Freyr, getur þú vísað í einhverja síðu því til sönnunar að Carrol sé fljótasti leikmaður Liverpool? Bara svona til gamans þá væri skemmtilegt að sjá þannig tölfræði

 12. Hjartanlega sammála pistlahöfundi að maður er komin í sumagírinn og farin að spá í kaup og sölur…. nokkuð góur pistill… Mér finst það algjört möst að klára tímabilið á sigri… þó svo að við séum á útivelli, eins og segir í ingangnum ekki óvinnandi vígi… Varðandi byrjunarliðið nokkuð gott en ég held að það sé klárt mál að Flanagna byrjar inn á, sé ekki þann leikmann sem á að geta leist hann af, miðað við þá leikmenn sem við höfum…

  Vinnum þennan leika 0 – 2 og setjumst svo niur með Young og gerum samning við hann áður en fucking Man Utd. koma og stela honum… Já og mörkin…. Suarez og Carol með sitt markið hvor… Verður vonandi fanta góður leikur af okkar hálfu sem verður til þess að menn sjá að það er spennandi kostu að koma til Livepool… til að verða betri knatspyrnumenn og vinna tilta… því það er nákvæmlega það sem við erum að fara gera næstu ár og það fæar því ekkert breytt… eigið góðan dag Livepool menn og konur….

  Áfram LIVERPOOL, YNWA…

 13. Verður sigur.
  Kenny Dalglish valdi Carroll.  Enough said?
  Alan Shearer segir Liverpool hafa keypt leikmann sem geti verið öflugasti framherji Englands næstu 10 ár.  Enough said?
  Við seldum sultnefjaðan fýlupésa og gerðum það aðeins á þeim forsendum að við fengjum háklassaframherja og síðan 15 millur í vasann.
   
  Hvernig nokkur alvöru Liverpoolaðdáandi leyfir sér að afskrifa kaup á þessum strák sem hefur enn ekki náð sér fullkomlega af meiðslum er mér svo algerlega fyrirmunað að ég hristi kollinn í hringi!
  Enginn, enginn framherja í enska boltanum hefði skorað skallamargið gegn Manchester City og fáir það fyrra.
  Í guðs bænum, nú er loksins Lucas og Kuyt hættir að fá “yfirdrull” og bara kominn tími á að við hættum að finna okkur leikmenn í okkar liði sem við tölum niður.
   
  Ég allavega treysti dómgreind Dalglish, Comolli og Clarke fullkomlega og hlakka gríðarlega til að sjá Suarez og Carroll eftir gott undirbúningstímabil og með skapandi leikmenn í kringum sig.

 14. 14#Maggi, nákvæmlega það sem Shearer sagði og þetta sgaði Soutgate líka í beinni útsendingu á Sky eða BBC (man ekki hvor rárin það var)… Besta leiðin til að lísa brothvarfi Torres frá Liverpool er að ég held eins og góður maður sagði.  “Torres gerði mistök með að fara frá Liverpool, en Liverpool gerði rétt með því að selja hann”  Sé litið til þess sem við fengum í staðin held ég að þetta sé hverju orði sannara…  Og mikið er é sammála þér að það verður gaman að sjá samvinnu Suarez og Caroll eftir undirbúningstímabil þar sem Dalglish og Clark eiga eftir að slípa liðið saman með þeim leikmönnum sem koma til okkar í sumar…. maður er bara spentur að sjá hvað sumarið á eftir að gera okkur og næsta tímabil í framhaldinu, tilhlökkun sem hefur ekki verið til staðar í langa tíma… Er þess full viss að við eigum eftir að spila flottasta boltan í deildinni, Dalglish er bara þannig stjóri og svo er Clark með honum og það eru fáir betri en hann til að setja saman varnir sem halda…. Bara glæstir tímar framundan hjá okkar ástkæra félagi…

  Áfram LIVERPOOL, YNWA…

 15. Það er jafn mikilvægt að tala Carroll, og aðra leikmenn ekki niður og að tala þá ekki of mikið upp.

  Carroll gæti orðið snilld, kannski verður hann það ekki… Tíminn mun leiða það í ljós en eitt er allavega óumdeilanlegt, Andy Carroll er mjög efnilegur og hefur mikla möguleika á að verða að háklassa leikmanni. Hann er með frábæra menn á bakvið sig og með sér í liðinu.

 16. vona að liverpool slátri Aston Villa þá sér Ashley Young að hann á að fara til Liverpool

 17. KommOOOON strákar, .. Carroll hefur ALLT SUMARIÐ til þess að koma sér í gírinn, finna og aðlagast taktinum í liðinu og jafnvel bæta hann ef eitthvað er …

  Tek undir eins og einhver sagði hér að ofan, þó hann hafi verið slappur í síðasta leik gegn Tottenham þá voru bara allir í liðinu það, hann  skar sig ekkert úr þar.. Leikina þar á undan var hann búnn að spila mjög vel!
  Ég held líka, að þó ekki væri til neins annars ætlast af Carroll þá hafi bara vera hans jafnvel á bekknum styrkt liðið í sjálftrausti og þessi gamla lumma sem virtist einkenna liðið framanaf tímabils “ef ég geri þetta ekki þá gerir það ENGINN því hreinlega allir sem eitthvað geta í þessu liði eru inni á vellinum og eru að drulla á sig eins og ég”  … sem hefur dregið menn bara aftur á hælana svo langt að þeir hafa misst móðinn, metnaðinn, ekki séð vonarglætu í sumum leikjum og þal. ekki getað rassgat..

  Carroll fær mitt atkvæði fyrir næsta tímabil og hann á klárlega að vera með í leiknum á morgun , hvílík forréttindi að hafa mann eins og Meireles á bekknum!

 18. Maxi á bekknum ekki Meireles, .. og þá meina ég “Nýja Maxi” .. sem finnst gaman að skora 🙂

 19. Vonandi verður meira líf í liðinu en á móti Tottenham.
   
  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!

 20. Það er sterkt slúður á Twitter um að liðið á morgun verði þetta hérna:

  Reina
  Flanagan – Carragher – Skrtel – Aurelio
  Meireles – Spearing – Lucas – Shelvey
  Kuyt – Suarez

  Mjög athyglisvert lið. Johnson, Maxi og Carroll detta út fyrir Aurelio, Meireles og Shelvey. Þéttara lið, ekki eins sókndjörf uppstilling og undanfarið og engir vængmenn. Eiga Shelvey og Meireles þá að vera útherjar? Mjög spes ef satt reynist og það hlýtur þá eitthvað að vera að Johnson fyrst hann er ekki í liðinu.

  Sjáum hvað gerist. En þetta er áhugavert.

 21. já mjög mjög spes Kristján. Alltaf gaman að svona en oftast þegar ég hef heyrt af því að liðið hafi spurst út svona löngu fyrir leik, þá hefur það verið rangt. En ég treysti kónginum nánast fyrir lífi mínu svo sama hvað hann ákveður, þá verður sú ákvörðun byggð á einhverju mjög djúpu eða hyggjuvitinu einu saman sem nóg er af hjá KD.

  Hlakka til morgundagsins, YNWA

  kv. islogi

 22. Vonandi enda okkar menn tímabilið með góðum sigri.  Vona jafnframt að Tottenham endi með góðum sigri.  Þeir geta þá þeyst um alla Evrópu að keppa við smærri spámenn á fimmtudögum, misst menn í meiðsli og bugast úr þreytu.  Þá verður einu liðinu færra að bítast um meistaradeildarsæti á næsta tímabili.  Vona jafnframt að Carroll byrji.  Hann þarf að komast í takt við leik liðsins og eina leiðin til þess er að láta hann spila.

 23. held að liðið verði 4-3-1-2 en ekki Shelvey og Raul á köntunum.

  Meireles – Lucas – Spearing

  Shelvey

  Kuyt             Suarez

 24. Bullið sem maður les hér inni. Carroll ekki nóg og góður, selja Gerrard, bla bla bla. 

  1. Liverpool er ekki með hraða vængmenn á hvorugum kantinum, því þarf Carroll að sækja boltan djúpt niður í uppspili og þar sem hann er ekki hraður leikmaður er hann ekki kominn inn i teig þegar fyrirgjöfin kemur nú á dögum.

  2. Liverpool er ekki með vinstrifótarleikmann að staðaldri í hvorugri stöðunni á vinstri vængnum. Því er mjög einfalt fyrir andstæðinga Liverpool að beina uppspili Liverpool á vinstri vænginn og láta hægrifótarmenn spila boltanum áfram. Ergo, “fleygurinn” sem beinir sókn Liverpool upp vinstri væng Liverpool mætir hægrifótarmanni á vinstri vængnum þegar hann leitar inn á miðjuna. 

  Liverpool verður að kaupa vinstrifótar vængmann og bakvörð í sumar til að auka á fjölbreytileikan í sóknarleiknum.  

  Eitt í lokinn…. Liverpool er ekki að fara vinna upp ca. 20 stigamun í töfluni á einu sumri. Ef við miðum við yfirlýsingar eiganda Liverpool og raunverulegrar væntingar til eyðslu( við skulum taka inn í dæmið Chelsea og ManShitt, þá er raunhæft að hækka sig um 3 sæti ef allt gengur upp. Því verðum við ekki heldur meistarar á þar næsta tímabili. Ef við horfum til tímabilsins 13/14 að þá þurfa kaup og sölur á leikmönnum að ganga 1oo% upp næstu 6 “gluggum” ef titillinn á að nást í hús vorið 2014.

  Ég held…and mark my words…… King Kenny tekur “þetta” Season 13/14. Eeeenn þetta verður skemmtilegur stígandi.

  Liðsheild Liverpool einkennist af gleði, samheldni og auðmýkt.

  Liðsheild t.d. ManUtd einkennist af reynslu, samheldni og hroka.

  Staðreynd…. Manchester borg er “blá” borg. Þ.e. það eru fleiri sem halda með ManCity en ManUtd í sjálfri Manchester borg. Stage of Nightmares (Theater of Dreams) er smekkfullt af túristum á hverjum einasta leik. Þegar þeir sem standa þér næstir fylgja þér ekki, Þá ertu augljóslega að gera eitthvað rangt. það er svipað eins og foreldrar þínir styðja þig ekki í þeim afrekum sem þú ert að gera.

  Liverpool borg er red and red through and through out forever. Quote” The best team in Liverpool City is Liverpool, the second best is Liverpool reserve”. 

  Ferguson er snillingur, það verður ekki af honum tekið. Hann kemur samt til með að hætta nú á næstu 5 árum. Hver á að taka við? Það verða ekki til peningar til að kaupa sér velmegun eftir 2 tímabil sökum reglna frá UEFA. Þá mun mæða mikið á arfleifð Ferguson, Maurinho er ekki að fara gera neitt með Fletcher, Paul Pogva, Smalling og Jonny Evans svo fáir séu nefndir ( ég veit ekki beittustu hnífarnir, en undirstrikar snilli Sir RedNoes). Óttablandin virðing er eitthvað sem Ferguson hefur gagnvart leikmönnum sínum og leikmenn ManUtd einfaldlega þora ekki að tapa undir hans stjórn. Það er algjörlega nákvæmleg og fullkomnlega sama hver tekur við af Ferguson, hann kemur ekki til með að ná því sama út úr þessum hópi sem ManUtd hefur á að skipa. 

  Stutt og laggott, King Kenny þarf ekki að bíða eftir Sir nafnbótinni. Liverpool gerir hlutina loksins aftur …. the Liverpool way….Champions. 

 25. Ég mundi ekki vilja dekka mann sem er stór, fljótur, hrikalega sterkur og frábær skallamaður. Hann er mikið efni hann Carroll.

 26. @27 Freyr 

  Ég skil ekki hvernig Kuyt getur ekki verið fittest player 🙂

 27. Carroll er kannski fljotur á 100metrunum af því hann tekur stór skref en á fyrstu 5 metrunum er hann ekki snöggur og það er staðreynd suarez er t.d pottþétt langt a undan honum a fyrstu 5 og það eru þessir fyrstu 5 metrar sem skipta máli hjá striker

 28. Þessi “rannsókn” í MailOnline er tekin í sundur í kommentunum við hana. Það trúir ekki nokkur maður þessum “mælingum”.

  Auðvitað vona ég að Carroll nái sér á strik og ég er sannfærður um að hann er hæfileikaríkur leikmaður. Ég er bara ekki viss um að hann passi inní léttleikandi stíl Liverpool, með Kuyt, Suarez, Maxi, Meireles og Lucas. Þeir geta unnið alla leiki. Þegar þú setur inná kick and run leikmenn einsog Carroll og jafnvel Gerard, þá myndast ójafnvægi.

  Ég held hins vegar að Dalglish geti unnið deildina á næsta ári. Ferguson hefur sýnt að hægt er að ná árangri með miðlungs leikmenn. Dalglish hefur sýnt það sama í marggang. Og það er þessi hæfileiki sem vinnur deildir.

 29. Auðvitað skiftir máli að vera fljótur að ná hámarskhraða og hraðabreytingar. En það var bara verið að segja að Carroll væri seinn. Vildi bara benta á að hann er ekki seinn. Það kom mér reyndar mjög á óvart að hann skildi vera efstur hjá Liverpool.
  Ég held að við ættum að bíða með að rakka hann niður því að mér finnst hann vera gríðarlegt efni sem gæti orðið einn af bestu target senterum í heimi. Hlakka líka til að sjá fljóta kanntmenn með góðar fyrirgjafir frá endalínuni á næsta tímabili. Þá vonandi förum við að njóta þess að sjá skallatækni hans.
  En á þessu tímabili þá finnst mér Suarez hafa heillað mig meira, hann er búin að vera alveg svakalegur. Yndislegt að sjá hann leika sér stundum að varnarmönnum andstæðingana.

 30. Ég verð að tjá mig um rannsókn sem Freyr #27 setur fram.
  Fyrir það fyrsta, þá hef ég gaman af svona rannsóknum og niðurstöðum. En það verður að hafa það í huga að þessi rannsókn er ekki mjög áreiðanleg hvað niðurstöður varðar. Það getur verið að myndavélar EA Sports (sem sáu um að safna gögnum) séu mjög áreiðanlegar og nákvæmar, en niðurstöðurnar virðast vera fengnar yfir stuttan tíma, þeas. í fáeinum leikjum.
  Vel getur verið að Kuyt geti hlupið lengstu vegalengdina en ekki Mereiles, sem kom best út. Við vitum ekki hvort að Kuyt hafi klárað (eða spilað) leikinn sem var notaður til að fá niðurstöður leikmanna Liverpool.
  Gerrard hefur væntanlega ekki verið með í þessu þar sem hann var meiddur, Fletcher ekki með United því hann var ekki í byrjunarliði/hóp og svo framvegis.
  Varðandi hraðann þá hefur réttilega verið bent á það að einungis er verið að mæla hámarkshraða. Snerpa og hraðaaukning sem verða að teljast gífurlega mikilvæg í knattspyrnu, koma þessum niðurstöðum því ekkert við.
  Wolves kemur út í niðurstöðunum sem “least fittest team” því leikur þeirra við Aston Villa er notaður í niðurstöðurnar. Ef það á að mæla þessa hluti á að gera það á æfingasvæði/hlaupabraut, en ekki á knattspyrnuvelli því breyturnar eru gífurlega margar. Tempó á leiknum, stærð vallarins, veðurfar og svo margt margt fleira hefur mikil áhrif á það hvernig leikmenn haga sér á vellinum og hlaupa.
  Hugsanlega voru Wolvesmenn komnir snemma yfir gegn Aston Villa og stunduðu það að tefja leikinn, eða aðrar tafir voru á leiknum, eða bara eitthvað allt annað í gangi sem gerði það að verkum að leikmenn Wolves “þurftu” ekki að hlaupa meira en þetta.
   
  En ég ítreka samt aftur, svona mælingar eru skemmtilegar. Menn þurfa bara að átta sig á því að þetta eru ekki beint áreiðanlegustu rannsóknirnar.

 31. Svo þykir mér undarlegt við rannsóknina að ef skoðaðir eru hröðustu menn hvers liðs fyrir sig má sjá að 13 af 20 eru með nákvæmlega sama hámarkshraða (22.37 mph).

 32. Haukur #30 – var Shearer, RVN, Fowler og fleiri góðir framherjar sem sagt svona gífurlega fljótir á fyrstu fimm metrunum ?
  Það er nákvæmlega ekki neitt sama sem merki á milli hraða og að vera góður í fótbolta. Sbr Cisse vinur okkar, allur hraði í heiminum en móttaka og ball control á við bílskúrshurð. Vel ég þá alltaf þessa síðari eiginleika sem ég nefni í framherja fram yfir hraða, 24 tíma á sólahring, 7 daga vikunar, 365 daga ársins.

 33. Auðvitað skiptir hraðinn ekki öllu máli fyrir senter þó hann hjálpi, en menn mega samt ekki gleyma því að Shearer var öskufljótur á sínum tíma þó Fowler og RVN hafi ekki verið það.

 34. Maður á að sjálfsögðu erfitt með að trúa þessu með Carroll. Suárez er svo óskaplega snöggur að það hálfa væri nóg. En annars, er einhver með link á leikinn sem virkar vel? Maður er með 30 sjónvarpsstöðvar, en leikurinn er ekki sýndur hérna í Færeyjum.

 35. Við vinnum leikinn 0-2 og sýnum Ashley Young að hann þurfi að koma til okkar í leiðinni : )

 36. Maður er algjörlega áhugalaus yfir þessum leik í dag og bara kominn í sumarfrí og pæla í kaupum sumarsins. Mér er eiginlega alveg sama hvort við komumst í þessa leiðinlegu evrópukeppni eða ekki. Hundleiðinlegt að vera að spila alltaf á sunnudögum en hinsvegar ágætt að hafa eitthvað að horfa á á fimtudögum og ágæts tækifæri fyrir ungu drengina. Hinsvegar væri bara fyndið að enda fyrir ofan Tottenham eftir þetta ótrúlega season :  )

  Ég er annars nokkuð sammála ÞHS hér að ofan. Ég held að menn ættu að fara varlega að tala um að við séum að fara að berjast um titilinn á næsta ári.

  Við megum ekki gleyma því að nýtt Chelsea(City) lið er komið fram á vettfanginn og þeir munu vafalaust berjast um titilinn á næstu árum ásamt Chelsea og United. Arsenal eru svoldið óútreiknalegir og svo er það Tottenham sem eru sterkari nú en undanfarna áratugi þori ég að fullyrða. Fleiri að berjast um bitana og því minna til skiptanna.

  Ég væri sáttur ef Kenny myndi ná þeim árangri að koma okkur vandlega inn í topp 4 og meistaradeildina á næsta ári en þá þurfum við að enda ofar en tvö að ofantöldum liðum sem er ekket létt mál.

  Gleðilegt sumar.

 37. Það þarf engin að segja mér að Reo Coker sé hraðari en Young eða Agbonglahor.
  En að þessum leik, þá vonast ég auðvitað eftir sannfærandi sigri þannig að Young hugsi um Liverpool en hvort að það skili okkar 5 sæti eða ekki er mér nokkuð sama.
  Verst er þó að missa af upphitunum hans Babu á næsta tímabili.

 38. Liðið komið !

  Reina, Flanagan, Aurelio, Skrtel, Carragher, Spearing, Leiva, Kuyt, Cole, Meireles, Suarez.

 39. Liverpool: Reina, Flanagan, Aurelio, Skrtel, Carragher, Spearing, Lucas, Kuyt, Cole, Meireles, Suarez. Subs: Gulacsi, Robinson, Wisdom, Wilson, Poulsen, Ngog, Shelvey.
  Carroll er ekki í hópnum að þessu sinni

Opinn þráður – Innkaupalistinn

Liðið gegn Villa – Joe Cole byrjar!