Opinn þráður – Innkaupalistinn

Kristján Atli talaði í gær um að núna væri lognið á undan storminum sem er vissilega rétt enda búast allir við mjög spennandi sumri á leikmannamarkaðnum.

Óli Haukur á Liverpool.is er hinsvegar fyrir norðan að ég held og þar er ekkert logn. Hann tók aðeins forskot á sæluna og hreinlega gleymdi sér í leikmannapælingum og tók saman lista yfir þá leikmenn sem hafa hvað mest verið orðaðir við okkur og fór betur yfir hvern og einn þeirra.

Kíkið á þetta, klárlega forsmekkurinn af því sem koma skal í sumar og kop.is verður þá alveg með puttann á púlsinum.

Upphitun ætti síðan að skila sér inn á morgun fyrir síðasta leik ársins.

21 Comments

 1. Þetta er mjög góður pistill hjá Óla Hauk! Mæli með honum á liverpool.is

 2. “Talið er að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í allt að tólf leikmenn”… Er ekki fínt að losa sig við tólf og kaupa þessa ellefu sem eru á þessum lista hjá Óla í staðinn 🙂

 3. Flottur pistillinn á Liverpool.is.

  Svona útfrá honum fékk ég frábæra hugmynd, Kaupum Cissokho í vinstri bak, Cahill í miðvörðinn, Young og Hazard á kantana, Aguero til þess að bakka upp Carroll og Suarez og tökum svo Charlie Adam bara með í kaupbæti fyrst við erum á annað borð að versla.

  Er ekki annars í lagi að láta sig dreyma svona fyrst það er nú Föstudagur????

 4. núna eru margir slúðurmiðlar að tala um Diego frá wolfsburg , á einungis 7-9 milljónir punda og kalla það bargain of the summer, frábær leikmaður , 26 ára , en snar snar vængefinn í hausnum , en er Kenny ekki akkurat maðurinn til að tjónka við þannig gaura ? Hef ekki mikið séð til hans eftir að hann fór frá Bremen , Juve virtist ekki geta notað hann, eða eitthvað rugl á honum amk var hann bara þar í 1 ár , en hjá Bremen var þetta snillingur . Spmerki með hvort við gætum notað hann frekar en Adam …

 5. Mér finnst eiginlega ótrúlegast að C.Adam sé bara 25 ára. Lítur út fyrir að vera allavega þrítugur. Annars er þetta fínn listi, Þokkalega ungir náungar, engir útjaskaðir has-been leikmenn og engir fermingabörn sem bíða þarf eftir í fjölda ára.

 6. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við séum að fara að hætta að eltast við vinnuhesta og séum að fara að eignast leikmenn sem hafa hraða og mikla tækni en það er eitthvað sem okkur hefur skort allt of lengi.

 7. Flottur pistillinn á Liverpool.is.
  Svona útfrá honum fékk ég frábæra hugmynd, Kaupum Cissokho í vinstri bak, Cahill í miðvörðinn, Young og Hazard á kantana, Aguero til þess að bakka upp Carroll og Suarez og tökum svo Charlie Adam bara með í kaupbæti fyrst við erum á annað borð að versla.
  Er ekki annars í lagi að láta sig dreyma svona fyrst það er nú Föstudagur????
   
  Sammála þessu, nema að fá Matuidi í staðinn fyrir Adam, langar ekkert í Adam og við þurfum einn svon buffara á miðjuna, Diarra eða Matuidi.

 8. Las thad einhversstadar ad fresturinn fyrir Juve ad klara dealinn med Aquilani vaeri lidinn og thvi kaemi hann ad ollum likindum”heim”. Dalglish er lika buinn ad tala vel um Alberto og vona eg af ollu hjarta ad vid faum ad sja spolgradan, fullfriskan Alberto Aquilani a Anfield naesta season.

 9. Gott mál. Óttast þó alltaf hausinn á Frökkunum og jafnvel Aguero líka.

 10. Ívar ef þú ert að tala um Aquilani þá er hann frá Ítalíu 😉

 11. eftir að hafa skoðað þetta atvik með Mavinga þá spyr ég.. þótt þessi spurning hljómi kannski ekki allt of vel.
   
  Var ekki bara tímaspursmál hvenær eitthvað svona kæmi fyrir þar sem maður sér menn ítrekað lyfta fótunum allt of hátt upp þegar andstæðingurinn er að fara að skalla boltann.

 12. Hr. Leiðrétting: ég er að tala um Frakkana sem er fjallað um í greininni.

 13. #15.

  Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef séð. Einu leikmennirnir sem snertu boltann voru Vidic, VDS, Ferdinand, Valencia og Evra. Berbatov fékk reyndar tvær snertingar. Vá hvað ég hefði verið pirraður.

  Finnst þetta síðan sýna hvað Scholes hefur misst alla sendingargetu og allt auga fyrir sendingu þar sem hann gefur boltann bara aftur á bak og á bakverði. Kom með tvær sendingar þarna framávið sem ekkert kom uppúr. Oj barasta

 14. Já þetta er ljótt og leiðinlegt en skil þetta vel. Sérstaklega hjá Manchester United mönnum. Blackburn menn voru samt algjörar skræfur að láta þetta viðgangast.

 15. Rosalegt þetta atvik í Belgíu. Saka Mavinga ekki um illan leik en þetta er klárlega háskaleikur. Þvílík Bomba í haushæð og FIFA ætti að skoða þetta eitthvað. Stærðarmunurinn á mönnunum er svo ekkert til að bæta útlitið…

 16. Það verður forvitnilegt að sjá hvað Dalglish ætlast fyrir. Sölur og kaup sumarsins ættu að gefa fyrirheit um það. Ef listinn sem Ólafur Haukur setti saman er eitthvað í takti við fyrirætlanir kóngsins ætlar hann að setja saman mikið sóknarlið. Hugsanlega er hér um að ræða afturhvarf til leikstíls LFC hér á árum áður en þá spilaði félagið lang besta boltann í Evrópu. 

  Upp að ákveðnu marki er leikstíll Barca í dag framhald á því skipulagi sem LFC var þekkt fyrir. Halda boltanum, geta stjórnað hraðanum í leiknum og hreinlega frústrera andstæðinginn með því að láta hann hlaupa. Síðasti stjóri LFC sem lék þessa knattspyrnu var einmitt Kenny himself! Ójá…og við höfum fengið forsmekkinn af því sem koma skal á þeim fáu mánuðum sem stjórinn hefur leikið listir sínar.

  Síðan komu aðrir stjórar með aðrar hugmyndir en LFC undir stjórn meistaranna miklu Shankly, Paisley og Dalglish var tæknilega öflugt sóknarlið og einstaklega sterk liðsheild. Vandamálið verður hugsanlega hið síðarnefnda með mörgum ungum mönnum með háleitar hugmyndir um sjálfa sig.

  Sjálfur tel ég litlar líkur á innkaupabrjálæði þar sem 20m + menn koma til Anfield í röðum. Ég tel miklu líklegra að í sigtinu séu minna þekktir menn með hóflegt egó sem Kenny vill móta sjálfur. Þá tel ég einnig að Kenny haldi áfram að rækta upp þessa efnilegu stráka sem eru að koma upp raðirnar innan LFC. Menn vitna gjarnan í Carroll dílinn um hvað miklu FSG er tilbúið að fjárfesta en gleyma því að það var í raun Torres salan sem bjó til þetta fáránlega háa verð á Carroll.

  Þeir sem stjórna LFC í dag eru engir arabískir pabbastrákar eða rússneskir oligarkar heldur er aðalgaurinn bóndasonur frá Oklahoma. Í Oky doky sá menn út á haustin, rækta upp um sumarið og uppskera um haustið.

 17. Gott að fá opin þráð og fín samantekt hjá Óla Hauk…

  Það verður mikið spennandi að sjá hvað fer af stað þegar tímabilið er búið, þá kemur í ljós hvað búið er að vera gera á bakvið tjöldin, og ég hef fulla trú á að við verðum það lið sem nær í heitustu bitana og þá tel ég það engu skipta hvort við verðum í Evrópu deildinni eða ekki (þó það vissulega hjálpi).

  Ef ég ætti að velja einhverja leikmenn af þessum lista sem Óli Haukur tók saman þá eru það sex  leikmenn sem ég myndi vilja fá og þá værum við bara góðir, nei við værum mjög góðir… en þetta eru allt bara vangaveltur og það verður bara gaman að sjá hvað verður… Leikmennirnir sem ég vill fá eru….

  Sergio Aguero

  Juan Mata

  Eden Hazard

  Ashley Young

  James Mc Carthy

  Jose Enrique 

  Við yrðum óstöðvandi ef við fengjum þessa menn og Dalglish og Clark fengju að meðhöndla þá á undirbúningstímabilinu…. svoldið mikill peningur sem færi í þessa menn en er ekki bara gott að frárfesta til framtíðar…

  Áfram LIVERPOOL, YNWA…

Lognið á undan storminum

Aston Villa á morgun