Captain Fantastic

Þeir sem hafa fylgt Liverpool F.C. frá því þeir muna eftir sér eiga líklega eitt sameiginlegt, það er fátt sem kemur okkur í algerlega opna skjöldu. Orðatiltækið “það getur allt gerst” er stundum tekið full bókstaflega á Anfield og undanfarin ár toppa líklega flest önnur ár í sögu félagsins hvað þetta varðar.

Engu að síður verð ég að viðurkenna að ég bjóst ekki við því að þurfa taka málefni þessarar færslu upp næstum því strax, árið 2005 var þetta málefni auðvitað óhjákvæmlegt og um leið óhugsandi og persónulega hélt ég að það væri þannig ennþá fyrir utan auðvitað eitt mjög mikilvægt atriði.

Það sem ég er að velta fyrir mér og hef séð af og til hérna í ummælakerfinu á kop er hvort tími Steven Gerrard hjá félaginu sé kominn? Árið 2005 var hann auðvitað búinn að samþykkja að fara til Chel$ki en núna er hann svo sannarlega ekkert að fara og því alveg magnað að sjá stuðningsmenn Liverpool tala um að þeir vilji selja hann og taka peninginn.

Persónulega finnst mér svo ævintýralega vitlaust að selja hann núna að ég er á mörkum þess að vera hæfur til að fjalla um málefnið en væri til í að taka púlsinn á öðrum lesendum þrátt fyrir það. Reyndar tökum við þetta upp að ósk lesanda sem var svipað hissa á þessu og við.

Það þarf varla að eyða orku í að fara yfir feril Gerrard, hann hefur verið okkar besti maður síðan hann komst í liðið og hefur undanfarin tímabil verið svo góður að latir fréttamenn og takmarkaðir stuðningsmenn hafa talað um eins manns her eða tveggja manna lið þegar Fernando Torres var talinn með sem hinn parturinn af “liðinu”.

Allt slíkt tal hefur alltaf verið heimskulegt og bara hreint út sagt ekki rétt, enginn leikmaður er það mikilvægur að það komi ekki annar í staðin fyrir hann og Liverpool vinnur alveg leiki þegar Gerrard er ekki með. En heilt yfir tímabil þarf engan vísindamann til að finna út að hvaða lið sem er í heiminum kæmi til með að finna fyrir því að vera án Steven Gerrard. Hann fékk ákveðið hlutverk hjá þjálfaranum og gerði það svo vel að liðið fór að treysta “of mikið” á hann, eða því hafa sérfræðingarnir verið að halda fram mörg undanfarin ár.

Ef að það er rauninn held ég að það sé nær að hreinsa út alla aðra leikmenn liðsins og fá inn menn sem eru nógu góðir, en svona einfalt er þetta auðvitað ekki og hefur aldrei verið. Meðan liðið var talið vera eins eða tveggja manna her voru í því leikmenn eins  og Alonso, Macsherano, Kuyt, fjórir varnarmenn + markamaður sem allir unnu að því að G&T gætu spilað eins vel og þeir gerðu.

Líklega þarf stærfræðing til að finna út hversu marga leiki Gerrard hefur “unnið” fyrir Liverpool þau ár sem hann hefur komið sér á stall sem einn af tveimur bestu leikmönnum í sögu félagsins en ég skora á ykkur að finna þann lykilmann sem ekki hefur gert nákvæmlega það hjá sínu liði, það er það sem gerir stóru leikmennina að nákvæmlega því, stóru leikmönnunum. Steven Gerrard er besti leikmaður sem Liverpoolborg hefur alið af sér frá upphafi og þá er ég bara að tala um hans hlutverk sem leikmaður, hann er engu minna mikilvægur utan vallar og mig grunar við vanmetum aðeins hlutverk hans þar.

Gerrard er ekkert gallalaus frekar en aðrir og hefur átt misjafna leiki undanfarin ár og fann sig sérstaklega illa hjá Roy Hodgson, eins og flestallir aðrir leikmenn liðsins. Að auki hefur hann verið í meiðslum og leiðindum sem hafa ekkert hjálpað okkur og núna þegar liðið tók frábæra rispu án hans undir stjórn Dalglish kom þessi umræða að einhverju leyti upp, t.d. í ummælum við færslu frá SStein.

Það sem ég skil ekki alveg er hvernig þeir sem vilja selja Gerrard geta ekki beðið í ofvæni eftir að sjá Gerrard heilan heislu í liði Dalglish sem spilar af fullum styrk eins og við höfum gert undanfarið. Ef liðið og leikkerfið er gott hef ég ekki áhyggjur af því að aðrir leikmenn fari að leita of mikið af Gerrard og fagna því raunar, það hefur ekki háð okkur mikið hingað til.

Árin eru að færast yfir og hlutverk Gerrard ætti að minnka jafnt og þétt næstu árin en haldist hann heill býst ég við a.m.k. 40-50 leikjum á tímabili næstu þrjú árin a.m.k. með Gerrard sem bæði lykilmann og fyrirliða. Því meira sem við pressum og spilum sóknarleik eins og Dalglsih vill leggja upp með þeim mun betur nýtast hæfileikar Gerrard.

Það er ekkert sjálfgefið að besti leikmaður liðsins sér uppalinn og tryggur sínu liði alla ævi. Það hefur mikið gengið á hjá félaginu þau ár sem Gerrard hefur notið við en staðreyndin er að hann er hérna ennþá og mitt mat er að meðan svo er þá eigum við að njóta þess til hins ítrasta, það er ekki framleitt Steven Gerrard týpu af leikmanni á hverju ári. Sé fyrir mér að hann komi til með að færast aftar á miðjuna þegar árin færast yfir en satt að segja get ég ekki beðið eftir að sjá Gerrard heilan undir stjórn Kenny Dalglish, sá held ég að eigi eftir að skora af mörkum.

Gerrard var frábær á hægri kantinum, ennþá betri í holunni og ég efast ekki um að hann verði mjög góður á miðjunni með vinnudýri eins og t.d. Lucas til að verja sig.

Utan vallar er hann ennþá leiðtogi liðsins, lang frægasta nafnið af leikmannahópi Liverpool og þ.a.l. besta auglýsingavaran.

Ég vona að Steven Gerrard verði aldrei nokkurntíma seldur frá Liverpool og sé fyrir mér að hann komi til með að tengjast félaginu næstu áratugi á einn eða annan hátt.

Núna hef ég líklega brotið flestallar grundvallarreglur í gerð skoðanakannana með því að lýsa mig svo fylgjandi annari skoðuninni, en til gamans hendi ég upp einfaldri skoðanakönnun til að spyra þig um álit og gaman væri að sjá rökstudda og málefnalega umræðu um þetta.

Er kominn tími á Steven Gerrard?

 • Nei (92%, 900 Atkvæði)
 • (8%, 80 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 980

Loading ... Loading ...

98 Comments

 1. Ef að spurningin hefði verið: “Er kominn tími á Steven Gerrard … að gera Liverpool að Englandsmeisturum?” þá hefði ég klárlega sagt Já en ekki Nei.

  Sama hvaða rök menn þykjast geta komið með gegn Gerrard þá er það alveg á hreinu, að mínu mati, að hann er enn einn allra mikilvægasti leikmaðurinn í félaginu þessa dagana. Hann er enn heimsklassa leikmaður og þó hann hafi oft spilað betur og svona þá stendur hann bara fyrir svo mikið meira en bara að vera leikmaður Liverpool. Hann er ekki búinn að vera fyrirliði í öll þessi ár fyrir ekki neitt.

  Gerrard á að fá að ljúka samningi sínum og ferli hjá Liverpool. Að mínu mati yrði það mengaður peningur sem myndi fást fyrir Gerrard því að mínu mati væri maður ekki bara að selja enn einn leikmanninn, þú ert að selja eitt stærsta nafnið í sögu Liverpool og hann er lifandi dæmi um það hvað Liverpool stendur fyrir.

 2. Gerrard kemur sterkur inn næsta haust. Mun finna höfuð Carroll ítrekað ásamt því að bakka Aqualani upp.

 3. Það er magnað að sjá stuðningsmenn Liverpool leggja það til í fullri alvöru að selja Steven Gerrard. Að fara til Stevies og segja: „Heyrðu, værirðu ekki til í að fara? Við viljum frekar eiga milljónir punda en þig.“
   
  Þó að ég sé fullkomlega á öndverðum meiði hef ég ekki mikinn áhuga á því að tína til rök að því að halda Steven Gerrard. Það er miklu áhugaverðara að velta því fyrir sér hvað gæti fengið menn til að hugsa svona.
   
  Mér dettur tvennt í hug. Annars vegar er það skammsýni nokkurra lesenda þessarar síðu. Hún orsakast oftast af vondu minni. Eftir frábæran kafla Liverpool sáu menn meistaratitilinn í hillingum vorið 2012, Maxi með 60 mörk á leiktíðinni, tólf leikmenn sæju um þetta án þess að meiðast eða leika illa í svo mikið sem hálfleik. Það er ekki pláss fyrir Steven Gerrard í þessu liði. Hann er ekki nógu góður. Sömu menn vildu ekki sjá Ashley Young til Liverpool. Ekkert pláss. Með hliðsjón af minninu eru þeir líklega búnir að skipta rækilega um skoðun eftir síðasta leik. Líklega búnir að gleyma því að þeir hafi nokkru sinni haft þessa skoðun.
   
  Hins vegar er það Ewing-kenningin: Næstum því-lið missir bezta manninn sinn og fjölmiðlar afskrifa það; liðið leikur betur. Fyrir þá sem muna ekki eftir því þegar Knicks missti Ewing í meiðsli veturinn 1998-1999 er hægt að finna fjölda dæma um þetta. Þýzka landsliðið án Ballacks sumarið 2010 er nærtækt dæmi. Torres-laust Liverpool er annað dæmi. Þessi kenning er vissulega áhugaverð. Þeim sem „aðhyllast“ Ewing-kenninguna bendi ég á eftirfarandi: Lið A missir bezta leikmanninn sinn, eftir það leikur liðið betur. Lið B missir bezta leikmanninn sinn, eftir það leikur liðið verr. Eftir hvoru manstu betur? Jú, dæmi B. Þetta minni á óvænta atburði styrkir trú manna á Ewing-kenninguna allverulega. Finnst ykkur þið ekki líta miklu oftar á tölvuúrið ykkar þegar klukkan er 12:34 en þegar hún er 15:08?

 4. svar mitt er nei:) getum ekki snúið baki við manninn sem færði okkur mikilvæga bikara, west ham og gegn Ac milan og fl. leiki í meistaradeildinni sem hann vann uppá eiginn spýtur..
  Hann verður okkar Giggs á komandi árum

  Flott grein:)

 5. Hann Steven gerrard á að vera en hjá okkur vegna þess að hann er frábær leiðtogi, búinn að vinna nokkra titla upp á sitt einsdæmi t.d. Meistaradeildina ( reif okkur áfram þar og skoraði glæsileg mark, kom okkur líka inn í 16 liða úrslit þar á móti olympiakos mark með bilmingsskoti ), FA cup árið 2008 á móti west ham og skoraði þar í frammlengingu eitt stórkostlegasta mark sem til er. Steven gerrard er hjarta liverpool og ef það er einhver sem á eftir að geta leiðbent ungu strákunum þá er það hann og Carragher. Aldrei að selja besta leikmann í sögu félagsins og besta miðjumann allra tíma ( hver er betri en hann ? ENGINN )

 6. Að selja Steven Gerrard er boo-hockey.

  Langbesti leikmaður Liverpool í tæp 20 ár og skrifast í sögubækurnar sem einn allra besti leikmaður sögu félagsins og jafnvel einn besti miðjumaður allra tíma. Algjör demantur þessi strákur og ef einhver fýlar hann ekki má sá fara að halda með einhverju öðru liði.

  Selja hann á hvað ? 40 milljónir ? Nei. Hann er ekki þess virði. Hann er ekki 15 milljóna virði og hann er ekki 100 milljóna virði. Sá sem selur þennan leikmann verður allavega hataður af mér. Sama þó hann heiti Dalglish eða hvort það sé pabbi minn.

  Þessi leikmaður er búinn að gefa Liverpool FC líf sitt og eigum við að gefa honum okkar til baka. Hversu oft hefur þessi maður hugsað bara “heyrðu ég ætla að skora mark” og bara unnið leiki ? Ekki einu sinni Guð veit það. 

  Steven Gerrard er Liverpool FC og stendur fyrir því í öllu. Þegar ég heyri Liverpool, hugsa ég Gerrard. Hann er Mr. Liverpool og verður hér um aldur og ævi.

 7. Finnst það orðið of seint að selja kappan núna og líka fyrir hann,hugsanlega verið gott fyrir báða aðila að selja hann fyrir nokkrum árum.Ný áskorun fyrir leikmann og það var um tíma of mikið lagt á hann og of mikið treyst á hann,þetta er ekki körfubolti, ekki hægt að treysta á jordan endalaust-)
  Annars varðandi það hve góður þessir drengur er þá er aðeins einn breskur miðjumaður á síðstu 20 árum sem er í sama klassa og hann er P.Scholes,var illa pirraður út í hann að hafa slaufað hm. hafa ekki fengið að sjá þá 2 saman á miðjunni hjá breska landsliðinu.það hefði verið veisla.
  þannig að mitt svar er nei,því hann á líka skilið að fá að lyfta Englandsmeistaratitlinum sem hann mun gera.

 8. Gerrard hefur ekki leikið vel síðustu tvö tímabil og það virðist vera farið að draga af honum. En ég efast ekki um að hann sé inni í myndinni hjá Dalglish og ég hef fulla trú á að hann aðlagist þeim stíl sem Dalglish mun innleiða á Anfield, og komi sterkari til baka næsta tímabil. Auk þess fást ekki lengur 30 milljónir punda fyrir hann. 32 ára gamlan.
  Ég hugsa að hann muni spila með Liverpool þangað til samningur hans rennur út 2013 og þá verður einungis spurning hvort menn telja hann launa sinna virði uppá framlengingu. Hann er auðvitað mikið meiddur.
   
   

 9. Það er erfitt að vera bestur.
  Ef liðið spilar illa þá tala margir um að Gerrard spilaði illa, það er nóg fyrir hann að spila á sama leveli og hinir í liðinu til að eiga “daprann” dag.
  Svipað með Carrol um helgina. Engnir creative miðjumenn og Carrol fær verstu útreiðina.
  Bjóst við þessari umræðu um aðra miðjumenn en ekki Gerrard, enda spurning hvaða peningur fáist fyrir 31.árs miðjumann með endurtekin nárameiðsl.
  Svo vitum við allir að fjarvera Gerrard átti engan þátt í að liðið spilaði betur. það var Dalglish.

 10. NEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEINEI

 11. Takk Babu fyrir góða grein. Mikilvægi Stevie G verður seint metið til fjár. Hann hefur verið mikilvægasti leikmaður liðsins frá því að hann tók við fyrirliðastöðunni. Sjálfur Carragher hefur sagt að hann beri mikla virðingu fyrir Gerrard, hann hafi getað valið úr milljörðum frá Real Madrid og Chelsea en á endanum hafi hann valið Liverpool og það segi mikið um hans karakter og hans ástríðu fyrir klúbbnum. Gerrard hefur sjálfur sagt að þetta hafi verið rétt ákvörðun, hann elski klúbbinn sinn og það sé honum ekkert meira kappsmál en að vinna bikara með sínu heimafólki. 
  Að hugsa um að selja Gerrard eru nánast svik við málsstaðinn, að hafa hugsað það einhvern tímann eru svik við málsstaðinn. Torres var slæmt en ef Gerrard hefði verið seldur á einhverjum tímapunkti þá hefði ég grátið úr mér augun í margar vikur.  Carragher hefur oft verið hrósað fyrir tryggð við klúbbinn en, eins og hann hefur sjálfur talað um, Gerrard gat valið úr öllum bestu liðunum, fengið hæstu launin en valdi Liverpool og það er tryggð.

 12. Thetta er ekki spurning um hvort LFC eigi ad selja SG heldur spurning um hvad SG vill gera.    Ef SG vill eyda sidustu fotbolta arunum a Spani tha ber ad virda thad en ef SG vill vera afram hja LFC tha ber LFC skylda til ad gera ALLT fyrir SG thvi SG hefur gefid LFC allt.   Thegar ferli SG lykur ber LFC ad veita honum thad starf sem honum hugnast hja klubbnum ( og hann getur sinnt somasamlega ) hvort sem thad er thjalfun eda sendiherra felagsins.

 13. Ég segji eitt stórt nei hann er ankeri liðsins hann á aldrey að selja.

 14. Alls ekki væri jafn fáránlegt og man utd myndi Selja Giggs (með stórum staf því ég hef fílað manninn síðan ég var 10 ára gamall þótt ég hati liðið hans) þessir menn eru einfaldlega icon fyrir sitt lið engir helvítis málaliðar heldur one club men og þannig verða til hetjur sem sungið er um í ókomnri framtíð

 15. Að selja Steve G er flan.  King Kenny er maðurinn sem tekur við Steve G og gerir hann að Englandsmeistara.   Hinsvegar um daginn spurði ég spurningarinnar, kemmst Steve G sjálfkrafa í liðið ef svona vel gengur? [prior Spursleikurinn] og ég fékk út svarið nei. 

 16. Steve G er Liverpool í gegn, þarf ekki fleiri orð um það . Valinn allstaðar besti scouse player liðsins allra tíma , punktur . En smá þráðrán… ef menn frétta eitthvað nýtt með Ashley Young þá mættu þeir endilega post-a því , fréttasíður úti eru annaðhvort búnir að negla hann til manure , þarsem hann er manure stuðningsmaður, eða orða hann við okkur , ef það er rétt að hann sé manure stuðningsmaður þá er þetta búið spil og hann fer þangað , nema hann fatti það að hann fær minni spiltíma þar . Leikmaður sem er óendalega spennandi og myndi gefa okkur akkurat það sem okkur vantar, afsakið útúrsnúninginn frá greininni hérna á undan , en margir sem skoða þessa síðu virðast vera með fleiri síður en ég og hafa oft komið með spennandi fréttir.

 17. Nú er mælirinn fullur. Scumarar tekst að koma borða fyrir á Anfield til að tilkynna okkur að þeir séu komnir framúr okkur í Englandsmeistaratitlum. Næstu leiktíð verður ekkert til sparað hjá LFC! Við jöfnum þá á næstu leiktíð. Það er lágmarkskrafa!!! og tökum líka FA cup titilinn í leiðinni. Sláum tvær flugur í einu höggi! Náum báðum titlunum frá Scum City

 18. Selja Gerrard… Það er einhvers konar veruleikafyrring ef menn halda að það sé gott fyrir liðið og klúbbinn. Ég get bara ekki talað um þetta, tilhugsunin er bara of fáránleg.  Í mínum huga hæfileikaríkasti leikmaður sem Liverpool hefur alið af sér og hefur borið liðið á herðum sér síðustu ár.  Goðsögn – KD mun aldrei selja kappann.

 19. Það er alltaf verið að tala um það að Liverpool vanti breidd og gæði. Ég sé ekki hvernig það á að hjálpa Liverpool að selja einn af sínum bestu mönnum frá liðinu. Það eykur ekki á breiddina og það skapar ekki betri gæði. Þannig að fyrir mér er það hulin ráðgáta hvernig menn fá það út að selja ætti Gerrard og nota pening í að kaupa annan leikmann. Btw sá sem kæmi í staðinn gæti floppað algerlega en við vitum allir að Gerrard getur mun betur í Liverpool skyrtunni þótt þetta tímabil hafi kannski ekki verið hans besta! 

  Nei það er bara fásinna að selja manninn. Frekar ætti að byggja ofan á hann og í kringum hann fá leikmenn sem geta skapað eitthvað með honum! Það er mitt álit að Gerrard sé ábyggilega einn sá besti ef ekki sá besti hjá Liverpool fyrr og síðar þrátt fyrir titlaleysi. Skella ætti frekar samning á hann til fertugs en að selja hann!

  Þannig er nú það
  YNWA

 20. Ég er Poolari í gegn, en ég er samt örlítið efins um Gerrard.  Ég vil ekki að hann verði seldur, hann má fara að sætta sig við að vera ekki aðaldriffjöður liðsins.  En samt mikilvægur.  

  Veit ekki hvernig á að orða þetta fullkomlega.

  Hann þarf ekki að spila 90 mínútur lengur.

  Kastljósið þarf að fá að skína á aðra leikmenn. 

  …Eða Gerrard þarf bara að vera Gerrard, og við horfum hann leika…

  Þannig er það bara…

  -YNWA

 21. Ég get ekki ímyndað mér Stefán í öðru liði, enda óþarfi. Maðurinn er rauður í gegn. Fallega rauður og ég sé ekki tilganginn í því að selja menn sem á slæmum degi er samt sem áður okkar mikilvægasti leikmaður.

  Að Ashley Young. Ef maðurinn fer il ManU þá er hann ekkert að fara að spila mikið. Manchester United verandi með bæði Valencia og Nani sem áttu báðir frábært tímabil.

  Hins vegar þá fengi hann allavega tækifæri hjá Liverpool til þess að eigna sér stöðuna. Þetta er allt undir honum kommið. En ég veit hvert er skynsamlega valið.

 22. Beardsley með svona tali verður þú seldur til Everton… aftur 😉

  Eðlilega mun mikilvægi Gerrard minnka/breytast með aldrinum, skil hvað þú ert að fara þar.

 23. þegar gerrard spilar vel þá vill eg eins og allir aðrir púlarar alls ekki selja hann… en þegar hann spilar ekki vel þá hugsar maður um að það sé kominn tími á að selja hann…. þegar eg lít til baka á þetta ömulega season sem er að vísu að enda ( með sá bjartsýni fyrir næsta season )  spyr eg mig…..
  hversu vel spilaði hann ??
  þegar eg var fastur á f5 takkanum á vaktini þegar við mistum torres var eg mjög ósáttur við það…. því mer fanst liðið ekki geta neit nema þegar hann var með…. en við keypum einnhverja í staðinn..  suarez og meidann caroll sem mer fanst ekki sangjörn skipti……..
  vill eg skipta á suarez og torres í dag ?  nei
  gerrard verður ekki seldur nema að það komi einnhver annar í staðinn !!
  eg vildi ekki suarez og caroll fyrir torres….. en í dag þar sjá það ALLIR að það var rett að láta hann fara…
  svo þetta er bara spurning hvað fáum við í staðinn fyrir gerrard ef hann verður seldur….
  auðvelt að minda sér skoðunn eftir á….
   
   

 24. Maðurinn er þrjátíuogeinsárs og verið meiddur tæplega hálft tímabilið. Hvert nákvæmlega ætti hann að fara fyrir einhverjar milljónir?

 25. SteveG er goðsögn.. Þegar hann mætir heill heilsu og tilbúinn í leikinn þá óska mótherjarnir þess að hann sé bara þjóðsaga.. en svo er ekki! Hann er blóðborinn Poolari og mun ávallt hjálpa Liverpool til sigurs hvort sem það er á vellinum eða utan vallar.

  Þetta hefði ég skrifað fyrir þetta tímabil.
  Í dag myndi ég skrifa nákvæmlega það sama.. en hann þarf að gleyma þessu tímabili sem fyrst og koma tvíefldur til leiks eftir sumarfríið.

  Svar mitt er: NEI! það er ekki enn kominn tími á Steven Gerrard þó ég efaðist smá í janúar!

  YNWA

 26. Svipað og United menn mundu spurja sjálfa sig “eigum við að selja Scholes?” eigum við að selja Giggs? auðvitað ekki, enn hinsvegar þegar menn vilja fara frá Liðinu til að “reyna” blómstra annarstaðar (Mcmanaman,Owen…) þá meiga þeir bara taka pokann sig og segja “ég var ekki nógu góður og er aumingi STAÐFEST)
  King Kenny gerir Steven Gerrard að Englandsmeistara áður en hann hættir…
  Ef Gerrard vildi fara, þá hefði hann farið til Chelsea fyrir nokkrum árum þegar það bauðst!
   
  YNWA!

 27. Ég gat af einhverri ástæðu ekki sett inn mitt atkvæði, en hvað um það ég segji bókað mál nei!

  Finnst þessi umræða eiginlega bara kjánaleg og ég trúi þessu ekki upp á Liverpool stuðningsmenn að tala svona um fyrirliða okkar sem er búinn að bera okkur á baki sér í mörg mörg ár.

  Í rauninni fyrir mig þá skiptir það ekki máli hvort hann myndi byrja að spila eins og Poulsen ég myndi samt ekki selja hann, hann á skilið að fá að vera í Liverpool treyjunni út sinn feril, og vona ég það innilega að hann muni alltaf vera hjá okkur, bara okkur.

  En fyrir utan það þá er mjööög góð ástæða fyrir því að mörgum finnst hann hafa dalað, hann er eldri en fyrir 2 árum og 1 ári, liðið allt var að spila illa, hann er búinn að vera mjöööög mikið meiddur. Þess vegna held ég að á næsta tímabili muni hann koma á fullu og troða þessum orðum upp í ykkur aftur sem viljið fá hann burt, meiðslalaus Captain Fantastic að spila undir stjórn King Kenny, með Suarez og Carroll fyrir framan sig. Mmmm ég fæ vatn í munnin!

 28. Klárlega nei. Það þarf alls ekki að fara mörgum orðum um fyrirliða okkar og á meðan hann er með hausinn rétt skrúfaðan á, þ.e. hann er ekki að snúast sjálfur til annars liðs, þá á hann ekki að fara neitt.

  Eitt sem má tína inn í þetta í viðbót er að með meiri áherslu á Akademíuna og það að finna leikmenn í borginni og þjálfa þá upp, gera góða og allt það, þá er nauðsynlegt að eiga eitt svona nafn í liðinu þannig að ungir efnilegir leikmenn hafa góða fyrirmynd í liðinu sem hefur gert þetta allt sjálfur og er enn að spila. Ekki einhvern sem spilaði fyrir mörgum árum með fullri viðringu fyrir eldri leikmönnum.

  Gerrard er ákveðin driffjöður fyrir marga leikmenn, ef ekki alla. Það má ekki kippa henni út úr maskínunni sem á að fara að setja í gang til að slá met Scums í titlum.

  Nei.

 29. Ég segi nei!
  Vil svo bæta því við að ég tel að þessar síðustu vikur/mánuðir sem Gerrard hefur verið frá hafi verið gríðarlega hollar fyrir leikmenn Liverpool, og ekki síst fyrir Gerrard.
  Hann er ekki lengur “ómissandi”, liðið getur hæglega unnið fullt af leikjum án hans og það er eitthvað sem allir í Liverpool höfðu gott af því að sjá, ekki síst Captain Fantastic sjálfur.

 30. Hollustan sem Steven Gerrard hefur sýnt Liverpool er sjaldgæf í nútíma fótbolta. Í nokkur skipti hefur hann hafnað meiri peningum og tækifæri til að spila með betri liðum til þess að halda áfram að spila með Liverpool. Það er til háborinnar skammar að hugsa um það að ætla að selja Gerrard á þessum tímapunkti af því að hann er ekki að spila jafnvel og hann gerði fyrir nokkrum árum. Ég hef heyrt menn viðra þessa skoðun og stuttu seinna byrjað að tala um svik Fernando Torres við Liverpool. Ótrúlegt að hlusta á svona þvælu. Hollustan verður að virka í báðar áttir. Ef Steven Gerrard verður seldur frá Liverpool gegn vilja hans þá höfum við aldrei efni á að vera að tala um “svik” þegar leikmenn ákveða að yfirgefa félagið.

  Steven Gerrard á að fá að vera hjá Liverpool þangað til hann ákveður að hætta að spila fótbolta. Eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið á hann skilinn skilyrðislausan stuðning áðdáenda Liverpool þar til sá dagur rennur upp.

 31. Svona af því hann er til umræðu núna þá sá ég á Liverpool Echo að þau hjú eiga von á sínu þriðja barni. Til lukku með það Gerrard og frú http://url.is/502. Koma svo! Koma með einn gaur sem tekur bara við af þér 🙂

 32. Gerrard hefur verið yfirburðarmaður í Liverpool liðinu sl. 10 ár eða svo. Þeir sem vilja í alvöru losa sig við hann hafa engan rétt á að kalla leikmenn city/che málaliða eða setja út á Owen, Torres etc. Hollustu hlítur að eiga við beggja megin borðs.

  Hvaða andlit værum við að sýna út á við ef við létum menn eins og Gerrard fara því misvitrir menn vilja fá nokkrar kúlur fyrir hann á meðan það er enn hægt ? Að við launum margra ára þjónustu og tryggð með því að henda þeim á hauganna á meðan við fáum enn skilagjald fyrir gripinn ? Þvílíkt bull. Maður hafði getað farið frá okkur á hverju einasta árið síðan amk 2003/4 og væri kominn með mun fleiri titla annarsstaðar, en hefur ávalt haldið sig við sitt félag, Liverpool FC.

  Fyrir mér er þetta nó brainer – ég verð hálf reiður að hugsa til þess að það séu í alvöru menn þarna úti sem láta svona vitleysu út úr sér. ´Líklega menn sem hafa gert slíkt hið sama í football manager og keypt mann með betri tölur með mjög svo góðum árangri.

  Þetta myndi jafnast á við það að skilja við konuna til fjölda ára þegar hún væri að ganga í gegnum erfið veikindi.

  En jú, sýnum öllum leikmönnum þarna úti sem bera mikla virðingu fyrir Steven Gerrard einum besta leikmanni síðasta áratugs, ásamt öllum þeim leikmönnum sem við erum á eftir, eru í unglingaliði okkar og aðalliði hvernig við launum vel unnin störf. Hvernig við komum fram við okkar besta leikmann & fyrirliða. Cash in á meðan eitthvað verðgildi er til staðar…. jahérna.

 33. Smá þráðarrán:
  Getur einhver sagt mér hversvegna Brad Friedel er orðaður við LFC í sumar?
  Erum við virkilega betur sett með 40 ára varamarkvörð? Er Gulacsi á förum? Þarf Reina samkeppni og er Friedel rétti maðurinn í það?

 34. 93% vs 7%. Það þarf ekkert að ræða þetta meira. Lengi lifi  Captain Fantastic.

 35. Já þetta er greinilega gríðarlega umdeilt mál og hver með sína skoðun á þessu ; )

   

 36. Ég vil aldrei sjá Gerrard yfirgefa Liverpool. Hann er Liverpool maður í húð og hár og á hreinlega ekki að leika fyrir annað félag, hann er okkar Maldini (þó ekki varnarmaður).
  Það eina sem ég hef áhyggjur af er að ég held það séu til betri fyrirliðatýpur en hann. Ég sá viðtal við hann fyrir um 2 árum þar sem hann sagði allt rangt sem fyrirliði getur gert og einblíndi aðeins á neikvæðu hliðina, ég hef svolítlar áhyggjur af því að hann sé neikvæðari týpan.
  Hann er þó án nokkurs vafa frábær leikmaður sem öll lið myndu stórgræða á að hafa í sínum röðum.

 37. Fín umræða og flott grein Babú!
  Afskaplega glaður að sjá niðurstöður skoðanakönnunarinnar og kveða niður þann bulldraug að meirihluti aðdáenda Liverpool vilji losna við Steven Gerrard.
  Steven Gerrard er að mínu viti næstbesti leikmaður sem ég hef séð í treyjunni, næst á eftir kóngnum Dalglish.  Maðurinn er 32ja ára gamall, nokkrum árum yngri en t.d. Scholes og Giggs.  Vissulega hefur hann ekki unnið eins marga leiki upp á eigin spýtur og áður, en það kemur líka til út af slöku liði og erfiðri uppstillingu liðsins okkar.
  Árið 2008 – 2009 var síðasta tímabilið þar sem við spiluðum almennilega og þá var það heldur betur ákveðinn Steven Gerrard sem stýrði hlutum.  Ég er alveg handviss um það að þegar liðið kemur upp á ný, við spilum “pass and move” og hápressu þá er morgunljóst að við erum með leikmann í höndunum sem að mun skipta okkur máli.
  Ég veit ekki hversu margir hér muna eftir ákveðnum Gary McAllister og hvernig hann lék kominn fast að fertugu, það er í raun ágætt að SG fær hvíld núna og gott sumarfrí.  Hann mun verða ábyrgur fyrir ca. 30 mörkum á næsta tímabili, það er ég handviss um og enginn verður betur til þess fallinn en hann að fá það besta út úr Suarez og Carroll.  Samstarf hans við Torres er að koma í ljós núna þegar sá maður hefur týnt töfrunum, m.a. vegna þess að hann hefur ekki undrakoll á bak við sig eins og Gerrard er í 90% tilvika.
  Áfram SG, nýjan samning fljótlega til minnst 2016 og síðan fá hann, Guð og Carra til að koma að liðinu um ókomna tíð!

 38. ef Steven Gerrard mundi vera seldur þá má liverpool kveðja titilbarátuna á næstu árum.

  en ég held að hann fari ekki en hann er þá eftir að búa til fullt af mörkum handa  Carroll, og
  eftir að ná vel saman hann og  Suarez.

 39. Hef aldrei skrifað hérna inn en S.Gerrard verður 31 árs þann 30 mai næstkomandi.  Ekki 32 eins og einhverjir eru að segja hér að ofan.  Hann er fæddur 30.5.1980.  Annars sagði ég Nei við spurningunni og alveg rosalega sértakt að fólk sé í rauninni að spá í þessu.

 40. Ég hef reyndar haft áhyggjur af því lengi að SG sé automatískur í byrjunarliðið, og einhvernveginn snýst þá allt spil um hann.  Við höfum margoft séð að þegar hann á slæman dag (eins og kemur fyrir á bestu bæjum) á liðið slæman dag.

  Ég er þrátt fyrir það einfaldlega andstæður því að selja SG, en vildi óska þess að menn hafi pung í að láta ekki allt snúast um SG.  Þannig sekk held ég að KKD hafi í buxunum.

  Reyndar tel ég að Benitez hafði kúlurnar í þetta í einhvern tíma, en það hvarf…. hver man ekki eftir þegar Benni skipti SG útaf á móti Everton um árið – sem skilaði sér í sigri?

 41. Gott að sjá fjöldann vera sammála um að selja ekki Gerrard. Rafa gerði á sínum tíma mikil mistök þegar hann leyfði Hyypia að fara. Að mínu viti hafði það úrslitaáhrif á hversu illa gekk tímabilið þar á eftir (þó að brotthvarf Alonso hafi líka haft slæm áhrif).

  Ef við ætlum okkur stóra hluti megum við ekki undir neinum kringumstæðum leyfa okkar reynslumestu leiðtogum að fara.

 42. Mín tilfinning er sú að Gerrard hafi nauðsynlega þurft á þessari hvíld að halda.

  Sem fyrirliði og gulldrengur hefur hann borið mikla ábyrgð – og hún var greinilega alveg að sliga hann undir það síðasta með Woy.

  Með góðu fríi og bjartri framtíð undir stjórn King Kenny held ég að Stevie G muni endurheimta spilagleðina í sumar og eiga farsælt “indian summer” síðustu árin sín hjá Liverpool.

 43. Að sjálfsögðu eigum við ekki að selja Gerrard, en mikið djöfull vona ég að hann hætti sjálfur…………………………………………………………………..  með landsliðinu.

 44. @ Maggi 42, er hann ekki 30 en ekki 32?

  En annars er ég sammála flest öllum hér að ofan og vill að sjálfsögðu ekki sjá Gerrard fara. Get bara ekki beðið eftir að sjá hann blómstra undir stjórna kóngsins á næsta tímabili!

 45. Eru menn klikk,seljum aldrei Gerrard.
  Hann er t.d. Mun betri en Spearing og a alveg nóg eftir.
  Trúi ekki að þessi umræða sé í gangi,fullt af öðrum leikmönnum sem má selja fyrst

 46. Góður pistill, alveg magnaður og ég er sammála hverju orði sem sagt er um þennan magnaða leikmann. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör, það á svo sannarlega EKKI við hér (að mér finst). Persónulega held ég að það væri bara einhver stæðstu mistök sem gerð væru ef Gerrard yrði seldur, og eins og það sé ekki búið að gera nóg af mistökum síðustu ár og alger óþarfi að vera bæta á þau. Mér er það algerlega óskiljanlegt að menn vilji selja hann bara ef hann á slæman dag og svo núna þegar hann er búinn að vera meiddur og við að spila glimrandi vel að þá sjá menn það sem tækifæri til að selja hann, skil þetta bara ekki. Vist erum við að spila vel síðan Dalglish tók víð í janúar, en come on það er hellingur sem vantar uppá í liðinu og það verður styrkt, en við þurfum þó allavega ekki að hafa eins mikklar áhyggjur þar sem við höfum Gerrard og það kæmi mér ekki á óvart að næsta tímabil verði hans besta á ferli hans, þegar hann er loksins komin með rétta stjórann.

  Gerrard er einn allra besti leikmaður sem spilað hefur í deildinni í meira en áratug og það verður löng bið þar til við fáum álíka leikmann og þá er ég að tala um leikmann sem getur leist öll verkefin sem hann er settur í. Það er hverju orði sannara eins og kemur fram í ingangnum að Gerrard er eins og annað fólk MANNLEGUR, hann getur átt slæma daga eins og aðrir, nefnið mér einn leikmann (á heimsvísu) sem hefur spilað alla leiki óðafinnanlega, HANN ER EKKI TiL ! Margir af bestu stjórum hafa nefnt Gerrast sem drauma leikmann fyrir hvert lið og eru það orð að sönnu, og ég hef áður minst á það að sjálfur Sidane hefur sagt það að það sé þvílík unum að horfa á hann spila hann efur allt sem góður leikmaður þarf að hafa og svo maður noti hans eigin orð…Gerrad er besti miðjumaður sem til er í boltanum…(að vísu sagt fyrir nokkrum árum) og það held ég að sé bara nokkuð góð meðmæli.

  Helstu kostir hans eru:

  Sendigrgeta, frábær…

  Skottækni, frábær…

  Leikskilningur, frábær…

  Markaskorun, frábær…

  Leiðtogahægileikar, frábærir…

  Fyrirmynd innan vallar sem utan…

  Það væri hægt að halda áfram endalaust, þvílíkir eru hæfileikar hans, og það að selja hann yrðir einfaldlega ekki talið góð viðskipti og við erum með nýjum eigendum og nýjum stjóra búnir með þann pakka að vera að gera slæm viðskipti, við ætlum upp á við sem aldrey fyrr og með Gerrard innanborðs eru líkurnar meiri á að markmiðin náist…   

  Hvað svo sem aðrir kunna að segja um Gerrard og þær skoðanir sem menn og konur hafa á honum þá virði ég þær, en mitt persónulega mat er að hann eigi að vera áfram, það er einfaldlega skinsamlegt…

  Áfram LIVERPOOL, YNWA…

 47. Þetta er eins og að vera spurður hvort maður vilji hætta að stunda kynlíf!!!

 48. Sælir félagar. 

  Það er augljóst hvað mönnum finnst um þetta mál hér inni og ég held menn þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af því að félagið sé að leitast við að selja hann og líklegast er ekki mikill áhugi á honum lengur annarsstaðar frá vegna aldurs/launa.

  En mig langaði samt að koma með punkt í umræðuna sem mér finnst eiga við en ekki margir aðrir sem virðast vera sama sinnis eða benda á þetta.
  Þó að Gerrard hafi tilfinningalegt gildi fyrir okkur þá er hann ekki alveg jafn fullkominn og margir hér halda fram. Það kom einmitt upp umræða um þetta um daginn og þar sá ég menn vera að telja upp styrkleika hans sem leikmanns og þeir eru margir það er rétt.

  Eeeeen eitt af því sem talið var upp og ég er gjörsamlega ósammála er að Gerrard sé með unmatched leikskilning sem geri það að verkum að hann sé einhver besti miðvallar leikmaður Evrópu á þessari öld. Það er rangt. (þetta með miðjuna, langt besti sóknarmaður liverpool sem ég hef lifað til að sjá og muna eftir)

  Þeir sem hafa horft á leiki í vetur þar sem hann lék á miðri miðjunni. T.d. undir lokin hjá Hodgson hljóta að hafa séð að hann getur ekki leikið á miðjunni í 4-4-2 leikkerfi eins og því sem KK hefur verið að gera tilraunir með.
  Gerrard verður einfaldlega að leika sem þriðji og fremsti miðjumaður til þess að hans lack of tactical awareness (sorry get ekki orðað þetta nægilega vel á ísl) komi ekki niður á leik liðsins. 

  Hann er nefnilega alltof villtur, með lélegar staðsetningar og ekki sá besti í að vinna boltann í kyrrstöðu af andstæðingi. Svo á hann það til að reyna alltof alltof mikið með þessar over the top sendingar sem heppnast svo sorglega sjaldan (miss you Xabi)
  Margir horfa á rennitæklingarnar hans og fá stjörnur í augun yfir því hver þessi varnarmúr sé en staðreyndin er sú að yfirleitt er það sofanda háttur hans eða lélegur varnarleikur sem skapar þær aðstæður að hann þarf að hlaupa menn uppi og renna sér í þá. (þetta átti aðallega við hann á árunum 2000-2005/6) Hann hefur sjálfur sagt frá því að Rafa hafi þurft að siða hann mikið til á þessu sviði boltans og fyrir þá sem rýna mikið og vel í listina fótbolta þá vitum við vel að rennitæklingar eru á undanhaldi í knattspyrnu og hafa verið í þó nokkurn tíma, enda segir það sig sjálft að ef leikmaður leggst og vinnur ekki boltann að þá eru andstæðingarnir komnir í fleirtölu. Einnig er sjaldgæft að leikmaður sem rennitækli standi eftir með vald á boltanum sjálfur.

  Þetta vissi Benitez, þetta vissi SG Eriksson, Capello, McLaren og eflaust fleiri.
  Ég get nefnt fjöldamörg dæmi. Benitez (tactical mastermind) spilaði honum hægra megin til að byrja með enda hélt liðið miklu betra skipulagi með hina holding Hamann og Xabi á miðjunni. 08-09 season sem menn eru að nefna sem sönnun á guðdómleika hans. Fremstur á 3 manna miðju þar sem kom ekki að sök hversu dapur hann er í nútíma varnarleik.
  2-1 (minnir mig) sigurinn á Everton um árið þegar Rafa tók hann útaf og setti hinn nýja Lucas Leiva inná mörgum til undrunar (sem fékk btw víti eftir að hafa verið rændur marki og sjálfsögðu skoraði Kuyt) Man vel eftir því þegar Rafa þurfti að útskýra skiptinguna og benti á að stundum er hægt að spila of mikið með hjartanu og setti þar af leiðandi hinn hugsandi leikmann Lucas inná.
  Og til að ljúka þessu þá fer það í taugarnar á mér hvað menn eru blindir og tala um að færa hann aftar með aldrinum. Annað quote í Rafa þegar hann sagði 08-09 að hann gæti séð Gerrard færast framar og jafnvel sem striker undir lok ferils þegar hann missir yfirferðina, vegna þess að hann er afburða finisher og með vision og touch á 3 vallarhluta sem fáir geta státað af.

  Þessi glaring weakness í hans leik hefur gert það að verkum að stundum hef ég óskað þess að það væri hægt að taka hann útaf eða hafa hann útaf þó hann væri ekki meiddur. Og já ég skal viðurkenna það vera fokkings seldur, bara casha þetta inn og fá inn nýjan mann. En það rennur nú yfirleitt af manni fljótt.

  Og það er einmitt það sem þarf að gerast. KK og við þurfum að gera okkur grein fyrir þessu og gleyma honum sem central midfielder. Ég nefnilega man eftir leik undr stjórn KK í byrjun þar sem við vorum algjörlega vandræðalega lélegir og þar var umræddur á miðri miðjunni að reyna og reyna en lítið að geta.

  Það voru uppi orðrómar um að Gerrard væri að bully-a RH til að spila sér á miðjunni (yfirlýst uppáhalds staðan hans) undir lokin á þeim skelfilega kafla í sögu LFC. Ekki hef ég mikla trú á að hægt sé að rugla svona í KK og félögum en þó að það sé bara slúður þá hefur oft verið talað um að God like statusinn á Gerrard hafi valdið vandamálum baksviðs. Einnig hefur einkalífið eitthvað verið að flækjast fyrir honum og eru þær vel þekktar sögurnar á englandi af bæði honum og Alex. 

  Jæja þetta er komið í bull hjá mér með þetta svo það er best að ljúka þessu. 

  Ég elska sjálfur Gerrard fyrir allt sem hann hefur gert fyrir LFC og mína litlu sál.

  Þess vegna er maður sorgmæddur að horfa yfir frammistöðu hans í ár og reyndar í fyrra, því maður á von á svo miklu miklu meira. 
  Ég hef samt ágætis trú á því að hann geti verið okkur mikilvægur fram til loka ferilsins en eins og aðrir hafa bent á að þá verður að sníða honum stakk eftir vexti. Giggs og Scholes eru mikilvægir fyrir *** *** en þeir eru ekki bestu leikmenn liðsins. Fylgismenn elska þá, en þeir eru ekki gallalausir. (þó svo að hinir mjög svo mislukkuðu gagnrýnendur Stöð2sport haldi öðru fram við og við)

  Við þurfum Gerrard en við þurfum líka Gerrard sem skynjar vitjunartíma sinn og hvenar er rétt að hætta ætlast til þess að allt sé eins og honum hugnast.

  Því fyrr sem allir fatta það því betra.
  YNWA

 49. Brynjar, hvort myndir þú haka við já eða nei? Bara svo við getum verið viss um hvað þú kaust.

 50. Frábær pistill frá LFC_210 sem segir vel til um það afhverju þessi umræða á sér stað á annað borð.

  Ég syndi fram á það fyrr í vetur (áður en Torres fór) í commenti hér á síðunni að þrátt fyrir ömurlega frammistöðu Liverpool í deildinni þá var liðið að standa sig betur þegar Gerrard var ekki inná.

  Gerrard hefur átt ömurlegt tímabil (á hans mælikvarða) fyrir utan flottan hálfleik gegn Napoli og tímabundið comeback á Old Trafford í deildinni. 

  Maður spyr sig hvort að það sé sjálfsagt að Gerrard sé fyrirliði og sé fyrstur á blað þegar raða á leikmenn í stöður… er eitthvað vit í því að spila hann á miðjunni? …

  Er eitthvað til í þeim sögum að hann “heimti” að spila aftar og hvað þá að hann og Carragher hafi þrýst á það að skipta út Benitez fyrir enskan stjóra, síðasta sumar? 

  Annars er mitt svar NEI (ekkiselja)… Væri til í að sjá Gerrard spilaðan framar á vellinum einsog Benitez gerði með frábærum árangri með Charlie Adam/Meireles og Lucas fyrir aftan sig… og svo sé ég enga ástæðu til þess að byrja manninn inná í hvern einasta leik… enda er það mín skoðun að það eigi að gera Pepe Reina að fyrirliða 🙂

 51. #54

  Margir góðir punktar og skortur á varnargetu fyrirliðans hefur verið áhygguefni í langan tíma. Þetta vandamál var til að mynda mjög áberandi undir Hodgson og smám saman varð mönnum ljóst að Lucas-Meireles var besta miðjupar liðsins. Hinsvegar finnst mér minna hafa borið á þessum göllum hans í 4-4-1-1 kerfinu hjá KK, sérstaklega þegar Suárez spilar í holuni og kemur leikurinn við United þá sérstaklega upp í hugann. Eins finnst mér hann hafa virkað fínt sem næst aftasti miðjumaður með Meireles fyrir framan, eins í byrjun þessa árs. Mér finnst hann amk. eiga það inni að fá að spila þessa stöðu meira á næsta tímabili. Ef það gengur ekki getur hann alltaf spilað fyrir aftan framherjann eins og Meireles í síðasta leik.

 52. Þessi langa athugasemdarfærsla frá LFC 210 lúkkaði ágætlega til að byrja en eftir að hafa rýnt í langlokuna þá stendur þar varla steinn yfir steini, þrátt fyrir allar enskuskotnu frasana. Gerrard hefur verið meiddur meira eða minna allt þetta tímabil. Hann lék engu að síður lykilhlutverk í leikjunum gegn Chelsea á SB og United á Anfield, hann skoraði tvö gegn Scums á Old Trafford og þegar hann er heill þá er hann einn allra besti leikmaður í heimi. Hann mun ekki byrja að dala fyrr en eftir tvö til þrjú ár, kannski seinna. Kenny þarf vissulega að vera skynsamur, hann þarf að passa uppá Gerrard og hann sjálfur þarf líka að vera skynsamur, Liverpool má ekki við öðru meiðslatímabili hjá honum. En ég get lofað ykkur því; það kemur ekki annar leikmaður eins og Gerrard fyrr en eftir tuttugu ár (sjáið bara United, þeirra gullöld er að deyja út og það verður vandfyllt í þessi skörð sem Giggs og Scholes skilja eftir sig, ekki síst hvað varðar virðingu fyrir klúbbnum og stolt). 
  Gerrard hefur slíkt hjarta að allur vindur var úr honum þegar hann lék undir stjórn Roy Hodgson, hann var eins og dapur eiginmaður sem sér hjónabandið í molum og enga leið út. Hann trúði ekki sínum eigin augum, allt sem hann hafði barist fyrir var hrunið og hann sá fyrir sér margra ára uppbyggingu.  Gerrard, sem nota bene John Aldridge valdi besta leikmann Liverpool frá upphafi, sá fyrir sér að enska meistaratitilinn ætti hann aldrei eftir að vinna.
  Ef menn hafa einhverjar áhyggjur af því hvað gerist þegar guðirnir tveir, Dalglish og Gerrard, hittast þá ættu menn að rifja upp fagnaðarlætin eftir sigurinn á Chelsea á Stamford Bridge. Hvernig þeir tveir föðmuðust innilega, maður hafði það á tilfinningunni að Gerrard væri kominn aftur í annan flokk. Ég held að enginn hafi verið jafn svekktur að meiðast og Gerrard, hann fann stuðið koma í leiknum gegn United, hann sá Suarez í hörkustuði og hann vissi að það væru kraftaverk að gerast.  
  Mitt álit; Liverpool með Meireles, Lucas og Gerrard á miðjunni er næstum óstöðvandi. Þeir munu éta upp allar miðjur í deildinnni (hef alla trú á að Lucas verði enn betri á næsta ári), koma boltanum fljótt í leik, framávið. Hlutverk Meireles var nefnilega vanmetið og hans þáttar var sárt saknað í leiknum á móti Tottenham. Suarez og Kuyt eða Young á köntunum og svo Carroll inní boxi og málið er dautt. Þetta er ógnvekjandi. 
  Gerrard hefur sjálfur margoft óskað eftir að fá Kenny Dalglish, hann elskar manninn og raunar var ástríða hans svo heit að hann lét reka sig útaf á móti United í bikarnum, hann náði ekki að tempra spennustigið sem fylgdi því að Kóngurinn væri kominn heim.
  Þeir sem efast um getu Gerrard hafa einfaldlega ekki hundsvit á knattspyrnu, as simple as that. Allir bestu þjálfarar myndu kaupa hann, þeir myndu kaupa hann núna; Mourinho myndi elska að fá Gerrard til Real Madrid, Chelsea myndi elska að fá hann. Af hverju? Jú, því Gerrard er einstakur, það er enginn eins og hann og þegar hann kemst í stuð-og trúið mér sá dagur mun koma aftur-þá verður kátti í höllinni.
  Það er vaðið á súðum í þessari athugasemd og ég biðst bara afsökunar á því; Gerrard er ekki gallalaus, síður en svo. Hann er hins vegar mikilvægasti hlekkurinn í þessu liði, heilinn í þeirri áætlun að fá enska titilinn á Anfield, maðurinn sem mun kenna nýjum mönnum að enginn er mikilvægari en Liverpool….

 53. #61
  Hvernig geturu sagt að það standi ekki steinn yfir steini hjá honum, ferð svo sjálfur út í einhverjar getgátur með andlegt ástand Gerrard? 🙂
  Hann sagði að Gerrard væri góður en ekki gallalaus, eitthvað sem þú svo endurtekur.
  Held svo að Gerrard sé enginn greiði gerður að Aldo finnist hann góður, sá maður er ekki sá skarpasti þegar kemur að því að meta leikmenn. Ekki langt síðan hann vildi selja Lucas og gefur honum lítið sem ekkert credit fyrir leik liðsins undanfarið.

 54. Þetta er mjög flottir pistlar sem menn eru að setja hér inn að ofan! Ég held að við getum allir verið sammála um það að Gerrard er einn besti leikmaður sem hefur spilað í Liverpool treyjunni. Þetta tímabil kannski ekki það allra besta sem við höfum séð frá honum en samt góðir sprettir inn á milli! 

  Mér finnst óþarfi að ræða þetta eitthvað frekar því ég veit og get staðfest það án þess samt að hafa nokkra hugmynd um það að Kenny Dalglish hefur engan áhuga á að selja Gerrard né aðrir stjórnendur Liverpool og svo er ekki að sjá neitt fararsnið á Gerrard sjálfum.

  Þannig að sama hvað mönnum finnst um leikmanninn þá er hann að fara að verða fyrirliði Liverpool áfram og vonandi er hann bara að fara að eiga fantagott næsta tímabil. Hann er semsagt ekki að fara neitt!

 55. Miðað við leikmannahóp hefur gengið fjandi vel undir stjórn King Kenny og það án Gerrard. Ég segi bara…djöfull verðum við góðir með Gerrard heilann + 4-5 nýja menn í leikmannahópnum.

 56. Flottar athugsemdir hér að ofan. Held að það sé deginum ljósar að Gerrard er ekki að fara fet.

  Það væri kannski gaman að ræða það hvernig menn sjá þetta fyrir sér næsta vetur. Hvar ætli KK stilli Gerrard upp í liðinu. Ætli hann detti niður á hægri kanntinn, verði framliggjandi á miðjunni með Lucas eða í holunni blessaðri þar sem Meireles hefur verið að spila glimrandi undanfarið.

  ‘Eg persónulega myndi vilja sjá Suarez á vintri kannti, Carroll og Gerrard uppi, Kuyt/nýr á hægri og Meireles og Lucas á miðjunni. Annars er ekkert of auðvelt að stilla þessu upp.

 57. Áður en ég tek þjóðrán vill ég segja mína skoðun um það að Gerrard á aldrei að fara frá Liverpool. Hvort sem það er núna eða eftir 10 ár. Hann á að vera hjá þessum klúbb þangað til hann fer á ellilífeyri.

  Þjóðránið:

  http://mbl.is/sport/enski/2011/05/17/arsenal_tilbuid_ad_selja_arshavin/

  Er þetta ekki eitthvað sem við eigum bara að taka einn tveir og bingó? Myndi smellpassa í þetta 4-3-3 kerfi sem Liverpool er að spila.

  Miðju og sóknarlínan verður þá vonandi eftirfarandi:

  Lucas, Meiriles, Gerrard, Aquilani, Spearing

  A. Young, Carroll, Cole, Arshavin, Maxi, Suarez.

  Spurning um að bjóða Cole í skiptum þar sem Arsenal hafði áhuga á honum en ég vill samt gefa honum annað tímabil.

  Smá draumar á miðvikudegi en það er ekkert að því að láta sér dreyma. Arshavin kann líka vel við sig á Anfield.

  Með þessa leikmenn á miðju og sókn erum við virkilega samkeppnishæfir á næsta tímabili. Þá vantar okkur “bara” hafsent og vinstri bak. Spennandi sumar!!!

 58. Ég er nývaknaður svo mér tókst að nota orðið Þjóðrán í staðinn fyrir þráðrán. Þið vonandi skiljið hvað ég á við!

 59. Margt gott enn að koma fram.
  Varðandi það að Gerrard geti ekki spilaði í 4-4-2 kerfi þá er vissulega margt sem styður það, því hann hefur ekki átt alltof góða leiki með enska landsliðinu og LFC í því kerfi síðustu ár.
  En þar er ekki hægt að líta framhjá að í báðum tilvikum er hann að spila með liði sem er óbalancerað og með veika framlínu sem hefur þýtt það að mikið púður andstæðinganna hefur varið í að loka á hans spil, sem og það líka að krafist var af honum að sinna miklu varnarhlutverki.
  Í dag erum við með öflugt framherjapar sem mun draga til sín marga varnarmennina og ég er handviss um að við munum í sumar fjárfesta í alvöru kantmönnum.  Þá mun það vonandi verða úr sögunni að andstæðingar okkar geti bara “lurkað” nokkrum varnarmönnum af vængjum og inn á miðju til að stoppa SG.  Með því mun hann vonandi fá leyfi til að sækja og láta stórgóðan Lucas sópa upp fyrir sig.
  Þá vonandi kemur í ljós að hann smellfellur inn í það sem KD er að hugsa.
  Og í 4-4-1-1 kerfi fyrir aftan Carroll með Suarez og nýjan kantsenter á vængjunum með Meireles og Lucas aftan við hann?
   
  Verður ekki mikið betri útfærsla á sóknarleik þess kerfis en það!

 60. Allir sem kusu JÁ eru hálvitar og vita ekkert um fótbolta!!! SG er lang bestur og lang flottastur !!!! 

  Þannig að þetta er heimskulegur pistilll og gjörsamlega óþörf umræða

  Tölum nú um eitthvað skemmtilegra  

  YNWA

 61. Sælir félagar
   
  Öll umræða er af hinu góða, ekki síst ef hún er málefnaleg.  menn geta auðvitað verið ósammála og þeir sem vilja séla fyrirliðann hafa sín rök fyrir því.  Þó þeir séu í algjörum minnihluta og hafi rangt fyrir sér að mínu viti.  Hinsvegar eru athugasemdir eins og hjá PÖJ #70 fullkomlega lausar við að hafa einhverja vitræna merkingu.
   
  Hvað sem segja má um frammistöðu Gerrard’s undanfarin eitt og hálft tímabil þá er ljóst hvar hjarta hans slær.  Ég trúi líka á endurkomu hans og magnaðir kraftar hans verða vel þegnir á næsta tímabili.  Þá mun hann verða í fullu formi og maður af hans getu með hjartað á réttum stað og þar að auki undir stjórn Sir Kenny mun verða öllum andstæðingum mikið áhyggjuefni.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 62. Það er ekki marktækt dæma leik Gerrard og hæfileika sem miðjumanns út frá þeim tíma sem hann spilaði á miðjunni hjá Roy Hodgson. Leikur liðsins gekk út á að skjóta yfir miðjumennina, holningin á liðinu var kolómöguleg og stemmingin innan sem utan vallar vonlaus. Þar fyrir utan hefur hann verið meiddur í vetur.

  Hann getur svo sannarlega alveg spilað á miðjunni, sérstaklega með Lucas týpu með sér og þ.a.l. smá heimild til að brjótast fram á við. Þar fyrir utan er maður ekkert búinn að útiloka hann í holunni í einhverjum tilvikum.

  Ef einhver maður getur notað Gerrard næstu árin myndi maður ætla að það væri King Kenny.

 63. Mér finnst með ólíkindum að einhverjir vilji ekki hafa Gerrard áfram.  Hann er Liverpool í gegn og hefur verið einn besti miðjumaður heims í mörg ár.  Hann er leikmaður sem kæmist í hvaða klúbb sem er í heiminum.  Látum ekki meiðsli og G&H tímabilið rugla okkur.  King Kenny mun örugglega finna rétt hlutverk fyrir Captain F í liðinu og ég þori að fullyrða að við munum sjá hann blómstra nú á seinni helmingi ferils síns.
  Gerrard hefur þvílíka hæfileika auk þess sem hann hefur gríðarlega ástríðu fyrir Liverpool og mun gera allt til að félagið okkar nái að hampa Englandsmeistaratitlinum.  Ekki að ég sé að bera þá saman að öðru leyti en þetta er svipað eins og þegar Þormóður Jónsson vann loks Íslandsmeistaratitilinn með K.R. og Sigurbjörn Hreiðarsson gerði loks slíkt hið sama með Val.  Leikmenn sem voru búnir að spila mjög lengi fyrir klúbba sína, (Sigurbjörn reyndar enn að) voru fyrirliðar og vildu nánast deyja fyrir að upplifa það að lyfta dollunni með SÍNU FÉLAGI! Þessir menn voru alger lykill að meistatatitlum í liðum sínum vegna þess að ástríða þeirra og í raun ,,obsession” að ná þeim stóra var yfirgengileg.  Gerrard er í svipuðum sporum núna.
  Ég hlakka mikið til að sjá Gerrard spila fyrir Liverpool og King Kenny næsta haust og skal éta hatt minn og skítuga sokka með ef Captain F mun ekki lyfta Englandsmeistaratitlinum áður en hann hengir fótboltaskóna sína á snagann…

 64. Siggi Ragnars, það er nú mjög nálægt því að guðlast í augum KR-inga að klikka á Móða sem er Egilsson!

  Var Jónsson ekki í glímu eða einhverju álíka? 🙂

 65. Siggi Ragnars, það er nú mjög nálægt því að guðlast í augum KR-inga að klikka á Móða sem er Egilsson!
  Kr-ingar trúa ekki á guð og geta því ekki guðlast, KR-ingar trú á BEELZEBUB og allt það sem fylgir honum.
   

 66. He he…jú það er auðvitað Egilsson, ég ætlaði að sjálfsögðu að skrifa það.  Ég biðst velvirðingar á þessu!

 67. Vonandi sér Móði þetta ekki. Þvílík ósköp og skelfing ef svo verður.
  Hann á örugglega eftir að éta hausinn af þér, og það réttilega, herra Siggi Ragnars.
   
  Móði > Allir íslenskir knattspyrnumenn í dag

 68. Hvað eru menn að upphefja einhverja KRinga hérna ?? issssssssss…. sveiattan hahaha

 69. Nákvæmlega Haukur Logi #80, að vera spjalla um KR hérna er bara til að koma manni í sama skap og maður var í þegar RH var með liðið…. En hverjum finst sinn fugl fagur, þó svo að hann kunni ekki að fljúga….

 70. Auðvitað er Gerrard ekkert að fara neitt og ég eins og kannski fleiri voru bara nokkuð sáttir við að Gerrard færi í aðgerð þarna fyrir nokkrum vikum og fengi ansi gott sumarfrí til þess að jafna sig og slaka á og held ég að það muni bara gera honum afar gott eftir nokkur löng tímabil í röð síðustu árin. Held við fáum Gerrard inn í Ágúst í upphafi leiktíðar í frábæru formi sem við munum svo sannarlega njóta góðs af.

  En eitt hérna. Steini fer ekki ekki að styttast í pistillinn um hugsanleg leikmannakaup???? Er farið að hlakka allsvakalega til þess að lesa hann.

 71. Sko…!!  Ég vona bara heitt og innilega að Gerrard sé staðfastur í hjarta sínu og það hvarfli ekki að honum sekúndubrot að klára ferilinn sinn annars staðar en hjá Liverpool.    Það er eiginlega stærsta spurningin í mínum huga.   Því ég trúi því ekki eina einustu sekúndu að með það teymi sem við höfum núna í forsvari fyrir okkar heitt elskaða klúbb láti sér detta aðra eins vitleysu í hug að selja Gerrard!

  Þetta er góður þráður og gagnlegur og gaman að less innlegginn.   Ég var sérstaklega hrifin af þessu hjá Lfc_210 #54

  ” Annað quote í Rafa þegar hann sagði 08-09 að hann gæti séð Gerrard færast framar og jafnvel sem striker undir lok ferils þegar hann missir yfirferðina, vegna þess að hann er afburða finisher og með vision og touch á 3 vallarhluta sem fáir geta státað af.”

  Ég er þeirra skoðunar að Gerrard eigi best heima í framlínunni..  verandi í þessari frægu holu eða sem kantmaður með nokkuð frjálsa rullu!   Ég væri alveg til í að sjá Gerrard fremstan.  Af hverju ekki?!  Maðurinn er markamaskína af guðs náð.

  YNWA

 72. Ef hann héti Gerrardinho og væri frá Rio þá hefði hann verið valinn knattspyrnumaður Evrópu þrisvar síðastliðin tíu ár… horfið bara á myndbandið með 100 fyrstu mörkunum hans… ímyndið ykkur andköfin ef að Brasilíumaður hefði gert þetta í einni af topp fjórum deildum Evrópu http://www.youtube.com/watch?v=76KOaYUk-9A

 73. Getiði búið til nýjan opin þráð fram að leiknum á sunnudag plíís ! Langar í félagsskiptaslúður !!

  YNWA

 74. Djöfull hlakkar mig til þegar Gerrard treður þessum vangaveltum ykkar þangað sem sólin skín ekki á næsta tímabili !! 

  Legg til að allir sem eru í vafa um Gerrard verði látnir skrifa afsökunarbeiðni hér á kop.is annars mega þeir ekki mæta þegar við fögnum titlinum á Players á næsta ári.

  Það er bara einn SG

  We know your name, We know your name Son!!!

 75. Hvaða kjaftæði er þetta með að KR trúir ekki á Guð? Hann spilar á miðjunni hjá þeim!

 76. Sælir hef ekkert getað svarað aftur.

  Vil bara biðja menn sem vilja hafa skoðun á pistlinum mínum að lesa hann orð fyrir orð ekki bara stökkva upp á nef sér útaf því að ég var tilbúinn til að gagnrýna fyrirliðann.
  Ég tók það fram að ég elska hann eins og við væntanlega allir.
  En það má samt alveg gagnrýna hann og núna er einmitt tíminn sem hann á að fá að heyra að við ætlumst til að hann geri betur.

  #61 var að spá í að svara þér ekki en ég bara get ekki sleppt því.
  Fyrirgefðu með ensku frasana ég bara les allar mínar fréttir af erlendum miðlum ekki fotbolti.net og þar af leiðandi lendir maður stundum í vandræðum með að þýða þegar maður flýtir sér, þetta var ekki tilraun til að hljóma eitthvað gáfulegri. 

  Að það standi ekki steinn yfir steini… Sko annars vegar setti ég fram mitt álit sem þér má finnast alveg eins heimskulegt og þú vilt og hins vegar benti ég hluti sem aðrir þjálfarar hafa sagt eða gert og endilega komdu með staðreyndavillu ef þú mögulega getur ekki bara mása og blása en ekkert segja vinur.

  Og varðandi pistilinn þinn þá fæ ég ekki betur séð en allt í honum sé byggt á huglægu mati og margt þar sem er beinlínis bull eins og að mið/framsækinn leikmaður byrji ekki að dala fyrr en um og uppúr 35 ára. Hefur þú aldrei lært einn staf um líkamann og virkni hans. 
  Eða hvernig þú lýsir í smáatriðum hugarástandi fyrirliðans eins og þið hafið verið á kaffihúsi.
  Eða að hann hafi fengið rautt útaf KK var mættur? þvílíkt bull.

  Hann fékk rautt vegna þess að Rafael komst upp með vafasama tæklingu á Maxi og það næsta sem fyrirliðinn gerði eins og sönnum leiðtoga sæmir var að henda sér í næstu tæklingu og jafna metin. Hefur ekkert með það að gera hver stóð á hliðarlínunni að horfa á.

  Ég segi öllum aðdáendum annara liða að Gerrard sé bestur og ver hann með kjafti og klóm en ég er alveg til í að ræða hann á raunsæjum nótum við aðra púllara. Ég var bara að reyna kippa mönnum á jörðina sem halda að hann sé í alvöru hinn fullkomni leikmaður sem ekkert getur gert rangt. Það er enginn þannig.

  Ég sagði aldrei að hann væri lélegur og því tek ég ekki til mín ummæli þín um að ég hafi ekki hundsvit á fótbolta.
  En það er gott að vera með sjálfskipaðan snilling hér í umræðunum sem getur sagt okkur hver er heimskur og hver ekki. 

  Það að “allir” þjálfara myndu vilja kaupa hann í dag, þó að það væri satt þá hefur það ekkert að gera með innihalds pistilsins þar sem ég var að tala um varnarhæfileika hans, ekki hvort mourinho eða hver sem er vildi nota hann sem second striker eða hvað svosem hann myndi gera við hann. (Get líka næstum því lofað að ef hann hefði farið til móra um árið þá hefði hann spilað fremstur á 3 manna miðju)

  Og fyrir þá sem tala um að við séum bara solid með Lucas-Meireles-Gerrard næsta tímabil þá er hér einn punktur til að velta sér upp úr.

  Við höfum ekki átt leikmann til að stjórna leikjum síðan að Xabi fór og þó að ég sé ánægður með Lucas og Raúl og Spearing þá vantar okkur klárlegar slíkan leikmann og það virðist ekki vera neitt launungarmál að DC ætlar að ná í slíkan, samanber tilraunir okkar til að næla í Charlie Adam og nú undanfarið stanslausir orðrómar um playmakers úr ítölsku deildinni sem eru orðaðir við okkur.
  Við einfaldlega þurfum þennan option í vopnabúrið.

  Jæja nenni ekki meir, bara sá mig knúinn til að svara þessum skætingi sem mér fannst sjálfum hálf innihaldslaus.

  YNWA félagar

 77. LFC?
  “Einnig hefur einkalífið eitthvað verið að flækjast fyrir honum og eru þær vel þekktar sögurnar á englandi af bæði honum og Alex.” Rædduð þið Gerrard þetta eitthvað sérstaklega á kaffihúsinu? Ég verð nú reyndar að viðurkenna, þar sem ég les bresku blöðin ákaflega mikið, að nafn Gerrard er ekki fastagestur þar og ekki heldur nafn konunnar hans, þau voru rædd á twitter-síðum og álíka merkilegum breskum spjallsíðum og barnaland er. Og um það var fjallað í breskum blöðum, semsagt hinar rætnu umræður á netinu um þau hjón sem annars aldrei væru neitt að berast á. Ólíkt öðrum knattspyrnuhjónum.
  Það sást greinilega í leiknum á móti United að spennustig Gerrard var alltof hátt, það sást fyrir tæklinguna á Maxi. Hann náði að tempra spennustigið í leikjunum gegn Chelsea og United og þá sást hversu óskaplega mikilvægur hann er. Liðið verður áfram byggt upp í kringum hann, make no doubt about it.
  Leikmenn sem spila af ástríðu fyrir klúbbinn sem þeir elska endast oft miklu lengur, eigum við að rifja upp hvað Giggs var gamall þegar hann var valinn besti leikmaður deildarinnar? Þar að auki er Stevie G fæddur ´80 og á því tvö ár í 33 sem er ágætis knattspyrnualdur. Ég nefndi sérstaklega tvö til þrjú ár, þá verður Stevie G 34 ára sé hærri talan tekinn með.
  Annars ertu bara ágætur LFC

 78. Þetta eru góðar vangaveltur og ég tek undir með LFC210 og hef lesið greininguna sem hann leggur mikið upp úr í sinni grein. Last-ditch tackles eru frábærar og skemmtilegar á að horfa en Benítez var löngu búinn að sjá að hann fúnkeraði ekkert allt of vel aftar á miðjunni bæði vegna tíðra háskasendinga og líka vegna þess að hann var að vonast til að sleppa með að taka svæði eða mann og endar þá á að þurfa að taka skriðtæklingu. Hann verður hjá liðinu í ca. 5 ár í viðbót, 3 ár á fullu í að stýra sóknarleiknum, fá boltann í fót á miðjum vallarhelmingi andstæðinganna, leita uppi samherja, taka menn á og skora. Síðustu tvö árin verður hann í minna hlutverki, spilar fjölda leikja, annaðhvort hægra megin í þriggja manna sóknarlínu eða fyrir aftan senterinn. Hann á nóg eftir og það mun aldrei hvarfla að Kenny Dalglish að selja hann. 
  Já og Guð er KR-ingur og Púllari!!

 79. Æj Æj Enskir.. Er það bara ég eða eru alltaf fleiri og fleiri þursar berast af spjallborðinu liverpool.is yfir á kop.is..

Liverpool 0 – Tottenham 2

Lognið á undan storminum