Liðið gegn Tottenham komið:

Liðið í dag er sem hér segir:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Flanagan

Kuyt – Spearing – Lucas – Rodriguez

Suarez – Carroll

BEKKUR:Gulacsi, Kyrgiakos, Robinson, Poulsen, Shelvey, Cole, Ngog.

Meireles meiddur eftir að hafa tognað á læri gegn Fulham og missir af en Carroll er heill og kemur beint inn í byrjunarliðið í staðinn.

Áfram Liverpool!

66 Comments

  1. Mér lýst mjög vel á þetta lið. Ég ætla að spá okkur 3-1 sigri þar sem Suarez, Carroll og Kuyt verða með mörking okkar.

  2. Sáttur við að hafa rangt fyrir mér með Carroll en ekki að missa Maxi.
     
    Enn sannfærður um sigurinn…

  3. ÞEtta er ekki alveg að gera sig….allir á hælunum núna. vantar einhvern takt í liðið. Af hverju í ósköpunum? Það hefði allt átt að vera í topp standi til að massa þetta…. Vonum að menn vakni til leiks og nái að stilla strengina betur saman

  4. Jæja ekki mikið sem hægt er að gera við svona spyrnum, en við verðum að fara herða okkur á miðjunni og koma carrol og suarez inn í þetta

  5. Flanagan búinn að vera bestur hingað til, Webb lélegastur.

    Ps. hvað er Sandro með gular tennur!?

  6. Carroll og Maxi alveg tyndir þarna. Suarez bara pirraður, Kongurinn þarf að herða þetta i seinni halfleik !

  7. Þetta er ekki góður leikur. Það þarf að gera betur. Þrjú skot og eitt á rammann.  
    Koma svo !!!

  8. Hvaða helvítis ballerínuleikur er þetta hjá okkar mönnum!!!! jújú væri hægt að dæma á eitt eða 2 atriði þarna en menn eiga bara að drullast til að standa í lappirnar og hætta þessum dýfum

  9. #14 þetta er gómur til að verja tennurnar hann er gulur þannig eru tennunar hans gular. Bestur Flannagan og verstur er webb

  10. Ég vildi vera fluga á veg inní búningsherbergi LFC núna.  KKD hlýtur að láta þá heyra það.

  11. Dapur fyrri hálfleikur. Menn greinilega mættir of trektir til leiks og farnir að láta dómgæsluna pirra sig. Ljóst að allt liðið verður að mæta með breytt hugafar. Leikmenn verða hafa gaman að því sem þeir eru að gera líkt og þeir hafa verið að gera í undanförnum leikjum. Hef trú á að kóngurinn slípi þetta til í hálfleik.

  12. Hræðilegar fyrstu 10 mín, aðeins farið að skána en ég vil sjá Suarez standa þetta bara af sér. Vonum að King Kenny geti hrist aðeins upp í mannskapnum.

  13. Shaky byrjun gegn hörkugóðu Tottenham liði.
     
    Held ennþá að við vinnum leikinn en þurfum að finna svar við því að miðjan okkar ræður ekki við Modric, Sandro og VdV eins og þeir spiluðu í fyrri hálfleik.  Lucas og Spearing þurfa meiri hjálp…
     
    KOMA SVO!!!

  14. Byrjaði illa en smá batnaði eftir því sem leið á leikinn. Suarez er stórkostlegur, en orðinn of pirraður. Kóngurinn verður að tala hann niður í hléinu. Carroll að komast betur inn í leikinn, en var alveg tíndur í byrjun. Kuyt ágætur. Veit þó ekki hvaða stress þetta var í byrjun. Menn allt of rólegir eða hægir á meðan spursarar voru beittir. Enn og aftur, guði sé lof fyrir Suarez, þurfum fleiri svona skapandi leikmenn. Johnsson búinn að vera ágætur líka.

    En betur má ef duga skal, nú verður Kóngurinn að koma með mótsvar í hálfleik og mótivera menn í eitthvað stórkostlegt. Við erum orðnir vanir því og gerum kröfu um það… 🙂

  15. DJöfull var þetta ljót dýfa hjá Maxi, skömm að þessu. En við hljótum að koma grimmari til leiks í seinni hálfleik

  16. Sælir félagar
     
    Einhver ömurlegasta byrjun síðan Sir Kenny tók við liðinu.  Það var eins og menn væru bara ekki mættir á völlinn enda skoraði Tottenham mark.  Lengi framan af voru Tott með miklu fleiri marktilraunir og hornspyrnur  þó okkar menn hafi heldur skánað þegar á leikinn leið.  En menn verða að gjöra svo vel að leggja sig fram ef þeir ætla að vinna þennan leik.  Það þýðir ekkert helv… dúll og aumingjagangur.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  17. Fyrirgefiði en ég gleymdi að bölva helvítinu honum Howart Webb!  Djöfull sem ég hata þennan mannandskota.

  18. Sé bara enga ástæðu til að skæla yfir Howard Webb, hinsvegar mættu nokkrir leikmenn okkar hætta að henda sér niður við hvert tækifæri og virkja pirringinn í að spila betur og hætta að væla.

    Koooma svoooo!

  19. Smá bæting síðustu 15, en Suarez má alveg fara að róa sig áður en hann fær annað gult.
     
    Meireles er greinilega mikilvægur hlekkur á miðjunni m.v. hvernig hún hefur verið í dag, en að vísu erum við undirmannaðir þar. Og þar kemur líka inn að þó við séum með 2 framherja þá auglýsi ég eftir 35m punda manninum – hefur einhver séð hann?

  20. er ástæðulaust að hata howard webb já !!!! !shit þessi maður er hálfviti

  21. jæja ekki orð um dómgæsluna, nú þurfum við bara að spýta í lófana og fara gera eitthvað af viti

  22. Fíflið hann Webb að klára þennan leik.  Andsk dómara fífl er þetta

  23. Snertingin var fyrir utan teig! Þetta var öxl í öxl! ÉG HATA HOWARD WEBB!

  24. Ef þetta var víti þá hefðum við fengið minnst tvö í fyrri hálfleik.

  25. Brot eða ekki brot er ein umræða…en í fyrsta lagi þá var þetta fyrir utan vítateig!!!

  26. Spurning um að hrósa dómaranum fyrir leiki. Það myndi reyndar varla duga á **** eins og webb.

  27. Af hverju er ekki búið að taka Carroll útaf?  Það kemur ekkert út úr þessum sleða í dag.  Alltof seinn, í engu formi og út á túni.  Reyndar er allt liðið að skíta á sig.

  28. #47  Það er greinilegt að Carrol er ekki í góðu formi, fyrir utan það að hann er þannig leikmaður að þegar liðið spilar illa þá spilar hann illa því hann þarf að fá góða bolta til að hann nýtist sem best.

  29. HEY komment 49 Kommon það dissar enginn kónginn ! En það sem kemur mér á óvart hvað það er rosalegt kraftleysi í liðinu og Andy Carroll er ekki búin að eiga góðan dag. En ef við erum að klúðra evrópusætinu þýðir bara minna álag á næsta ári sem þýðir að við tökum titilinn 🙂

  30. 49

    Það var ekki Liverpool svo mikið sem Howard Webb sem féll á prófinu

  31. Alltaf jafn svekkjandi að þurfa að tapa leik 11 á móti 12 ! Eins og 10 á móti 12 gegn Utd fyrir ekki svo löngu þegar akkurat WEBB var að dæma, maðurinn verður skotinn í kvöld !

  32. Liðið okkar er að kolfalla á þessu prófi.  Vissulega ekki sammála dómi Webb en við eigum ekki meira skilið úr þessum leik en tap.
     
    Tottenham einfaldlega miklu betri í þessum leik, feilsendingar og stress ríkjandi hjá okkur.  Búnar 78 mínútur og Cudicini ekki þurft að verja skot segir allt.
     
    Erum sjötta besta liðið í Englandi, það virkar bara þannig.

  33. Brotið fyrir utan teig = ekki víti EF þetta var jafnvel brot. En skiptir ekki máli að því leyti að Tott var með 1 og við ekki neitt og ekki mikið í spilunum að við værum á leið með að jafna þetta eina. 0-1 eða 0-2 skiptir engu, bæði eru tap.
    Vandinn er að það er ekkert að gerast á miðjunni hjá okkur. Tott er að brjóta allt niður og eru mjög skipulagðir þarna. Ná alveg að stjórna hraðanum. Svei mér þá ef ég myndi ekki henda Cole inn og keyra upp hraða…

  34. Halldór númer 56. Sýndu smá þroska og hættu þessu kjaftæði. Við erum ekki bara búnir að vera góðir gegn litlu liðunum, eftir því sem ég man best vann Dalglish sigur á ykkur Manchester mönnum með þrennu frá Kuyt, ekki satt? Síðan tókum við Chelsea líka og gerðum jafntefli gegn erfiðu Arsenal liði á Emirates. Ekki eru það litlu liðin er það?

    Það gengur því miður ekki allt upp, alltaf. Þannig er lífið. Ferguson þekkir það alveg líka að það tekst ekki alltaf allt.  

    Ekki tala svona um eitthvað sem þú veist nákvæmlega ekkert um.

  35. engin evrópa næsta tímabil, tottenham búnir að vinna einn af síðustu 13, hvernig er hægt að tapa á móti þeim.. carroll var skelfilegur og var sennilega betur geymdur útaf en inná

  36. Howard og Halldór í sama classa hjá mér, HATAÐIR ! Svona endalaust pirrandi gaurar eiga ekki margt skilið….

  37. Vei, loksins fyrsta skotið á rammann í seinni hálfleik eftir hva 41 mínútu …. Segir allt.

  38. Þakka Howard Webb fyrir að forða okkur frá þjáningum Euro Cup á næsta tímabili

  39. það sést best í dag að það vantaði sárlega playmaker á miðjuna… það er bara of stór biti fyrir liðið að vera ekki með gerrard eða meireles 

  40. Svo lengi sem Ngog er maðurinn sem á að bjarga leikjum fyrir okkur er ekki hægt að ætlast til að Kongurinn geri skiptingu. Ngog hefur aldrei og mun aldrei geta skorað eitthvað af mörkum þessi drengur er ömulegur sóknarmaður. Lélegur leikur í dag gegn liði sem er bara betra fótboltalið en Liverpool því miður.

  41. BTW. Lucas skelfilegur og sé ekkert varið í þann mann ! og hef aldrei haldið því fram að hann sé góður !

  42. Sleppið því að svara Halldóri, við erum búnir að taka hann út.

    Annars verðum við bara að kyngja því að liðið var slappt í dag. Hrikalega svekkjandi að tapa Evrópusætinu svona á Anfield þegar jafntefli nægði okkur í rauninni en þetta var bara slæmur dagur. Óþarfi að fella stóra dóma um menn út frá einum leik, hver sem það er. Við vitum hverjir eru og eru ekki nógu góðir fyrir næsta vetur og einn sigur eða tap úr þessu breytir engu um stórar ákvarðanir sem eru fram undan í sumar.

    Sanngjarnt tap gegn liði sem gat skorað á meðan okkar menn gátu það ekki í dag.

    Að því sögðu þá er Howard Webb fábjáni. Hvernig hann fær að dæma Liverpool-leiki eftir bikarleikinn á Old Trafford í janúar skil ég ekki. Það hlakkar eflaust bara í honum að hafa fengið annað tækifæri til að dæma ruglvíti á Liverpool.

Tottenham í síðasta heimaleik

Liverpool 0 – Tottenham 2