Kóngurinn skrifar undir!!!

Snilldarfréttir voru að berast úr okkar guðlegu borg!

Kóngurinn einiKenny Dalglish hefur skrifað undir þriggja ára samning við Liverpool Football Club!!!!

Í dag gleðjumst við og brosum út fyrir axlir, en um leið rennur kalt vatn niður bak annarra liða.

Alveg ljóst frá því í janúar að kóngurinn er besti maðurinn til að leiða okkur út úr eyðimörkinni!!!

Munum án vafa ræða þetta betur síðar og ítarlegar en full ástæða að láta fréttirnar hríslast út sem allra allra fyrst og alveg snilld að þetta sé á hreinu fyrir leikinn gegn Spurs sem ætti að vera frábært tækifæri til að enda ömurlegan vetur á góðum nótum.

Algerlega frábær dagur!!!

Uppfært (EÖE): Nokkkur góð kvót í fréttatilkynningunni. John Henry segir:

It was obvious to us very early on that the atmosphere surrounding the Club had been transformed by his presence. No one else could have produced such a response. Therefore, I’m delighted we have agreed to a new contract. We didn’t need nor want to look elsewhere for the right man to manage the team.

“Working closely with him, we’ve seen first-hand his love for the Club and his determination to do whatever is necessary to produce a winning side again. He has a unique relationship with our supporters and embodies everything that is special about the Liverpool way of doing things. Liverpool enjoys a global standing within the sport, but having Kenny in the dug-out will help us in our efforts to bring the best available talent to the Club as we continue to move the club forward.

“I’m also pleased we have reached an agreement with Steve Clarke, as his contribution to Kenny’s backroom team has been significant over the past four months.”

Og hérna er fínn pistill eftir Scott Murray á Guardian: Liverpool a club transformed – thanks to the saintly Kenny Dalglish

98 Comments

  1. Sól úti, veiði á morgun, bjór í kælinum og Kenny búin að skrifa undir. Lífið er gott!

  2. Mig langar í telefni þessa að vitna í og stílfæra smá texta sem var sunginn í þáttunum Fastir liðir eins og venjulega:

    “Það er að kvikna í. Það er að brenna. Í eldhúsinu hjá honum Ferguson!” 

    Mikið er gaman í dag. Vorið komið og sumarið að sýna sig. Nýr flottur varaliðsbúningur kominn og Suarez sýnir umheiminum hvernig á að spila fótbolta. Maxi búinn að fatta hvar markið er. Dalglish, Clarck og félagar að gera langtímasamninga. Fokk já! Maður fer sko á Anfield næsta tímabil.

    Til lukku Liverpool áhangendur nær og fjær.

  3. jjjjjjjjjjjjjjjáááááááááááá jjjjjjjjjjjjjjjjjjjeeeeeeeeeeeeeeeessssssssssssssssssss

  4. Uff hjartað fékk svona gleðitilfinnigu, til hamingju allir liverpool menn og 12mai verður lengi í minnum hafður.

  5. Finnst eiginlega alveg jafn mikilvægt að Steve Clarke skrifaði undir jafnlangann samning.. Þessi velgengi er honum mikið að þakka 🙂

    En annars frábærar fréttir.. Nú tökum við Tottenham og rassskellum þá um helgina!

  6. Steve Clark einnig með 3 ára samning, þetta er frábærar fréttir….

  7. mín fyrstu viðbrögð…. JAAAAAAAAAAAÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  8. þrátt fyrir að vera karlmaður, þá get ég svarið að það laumaðist eitt tár við þessar fréttir 🙂 ótrúlegur gleðidagur !!

  9. Ég fór frekar seint að sofa í nótt og vaknaða frekar seint í morgun. En ég vaknaði við þær fréttir að kóngurinn Sir Kenny Dalglish hafi fengið 3 ára samning. Þótt ég hefði viljað fá 10 ára samning á hann þá gleðst ég hrikalega yfir þessu og einnig að Steve Clarke verði einnig áfram.

    Þvílík hamingja!

  10. Tvær mikilvægustu “signings” fyrir næstu leiktíð komnar. Dalglish og Clarke.

  11. Ohhh Liverpool… Ég er að springa mér líður svo vel…. Kóngurinn, Clarc og allt teimið…. LOVE YOU LIVERPOOL….

  12. Þetta er yndislegur dagur, mikið agalega er ég glaður í hjarta mínu núna, það eru frábær ár framundan fyrir okkur Liverpool menn. Það verður auðvelt fyrir Kenny og Clark að fá menn til þess að koma til okkar og ég held að þetta verði magnað sumar og svo þegar deildin byrjar í haust þá verðum við með gríðarlega sterkt lið 🙂  YNWA

  13. Þegar ég vaknaði í morgun þá sagði konan mín mér að hún væri að fara í litun og plokkun!
    Þá hugsaði ég með mér.. úff 15þús kr farnar.. ég þarf á góðum fréttum að halda í dag!

    Þetta gerir daginn frábæran! King Kenny er kominn til að vera! 😀

    YNWA

  14. Frábærar fréttir sem maður hefur lengi beðið eftir. Vel við hæfi að klára þetta og vinda sér svo í kjölfarið á að styrkja liðið og mæta klárir í ágúst.

  15. Góðvinur minn og united maður sagði þetta best
    ” til hamingju, núna getum við farið að óttast ykkur aftur”

    segir allt sem segja þarf …. þetta kallar á bjór í kvöld ! 

  16. Fékk eiginlega kökk í hálsinn þegar ég sá þessa frétt. Þetta er eitthvað svo rétt og eftir storm undanfarinna ára er þetta eins og langþráður andvari í gífurlega fallegu umhverfi. Þetta er afar stór dagur og til lukku með hann.

  17. Ég spái því að innan þessara  3 ára verði Steve Clark farinn að stýra liði í úrvalsdeildinni. Mourinho vill amk meina að hann hafi alla burði til þess. Vonum þó að hann verði hjá okkur amk næsta tímabil, helst lengur.

  18. Snilld og snilld. 
    Maggi, eyðimerkurgöngunni er lokið.  
    Nú gerum við þetta LFC way.

  19. HAHA JÁ!!!!!! frábærar fréttir
    ég ætla að birta comment sem ég setti inn hérna fyrir nokkrum dögum 😀
     
     
    “Eigum við ekki bara vona að eigendurnir splæsi nýjum samning á King Kenny fyrir mikilvægasta leik tímabilsins gegn Tottenham og jákvæðnin gjörsamlega flæði um allann Anfield og gefi leikmönnum og stuðningsmönnunum ómælda gleði og sjálfstraust 🙂 ”

  20. Eins og svo oft áður síðan Sir King Kenny tók við þá brosi ég út að eyrum..ef þau væru ekki þá myndi ég brosa hringinn.  Ég fór mína fyrstu ferð á Anfield um páskana og sá þá snýta Birmingham og þá ákvað ég að fara aftur..og aftur…og aftur..og ég ætla sko aftur strax í haust.

    YNWA

  21. Já og þeir hafa örugglega viljað gera þetta í dag, en ekki á morgun sem er föst 13 !!

    Glæsilegt og til hamingju allir saman. Nú vona ég bara að menn gangi frá kaupum sumarsins á fyrstu dögum gluggans og það verði friður í kringum klúbbinn í sumar. (fyrir utan einhverjar sölur kannski)

    Held að það gæti verið mikilvægt fyrir liðið að fá leikmannahóp næsta tímabils bara á hreint sem fyrst og svo mæta ALLIR ferskir í upphaf æfingatímabilsins ! 

  22. Ég elska þennan mann! Það er yndislegt að horfa á hvernig hann passar sig alltaf á að muna eftir Clark og Sammy Lee, leikmönnunum og aðdáendunum, hann tekur alltaf skýrt fram að þetta sé samvinna og að allir séu búnir að standa sig frábærlega. Hann blæs mönnum bjartsýni og gleði í brjóst og rífur engan niður, hann heldur liðsheildinni og andrúmsloftinu frábæru með jákvæðni, bjartsýni og almennum yfirburðum!

    Long live Sir King!
    Ég heimta Sir King sem forseta lýðveldisins, þegar að hann hefur lokið störfum hjá Liverpool, sem verður vonandi aldrei.
    http://www.liverpoolfc.tv/video/News-and-Interviews/10-11/Kenny-Its-rew-26162.php3
    Þetta kallar allt á Carlsberg!
     
    Til hamingju félagar!
     

  23. #23 já.. og ef að hefðum liverpool verður haldið við þá gæti clarke vel tekið við af dalglish, bootroom promotion einsog shankly byrjaði með og kom með paisley, fagan og dalglish .. ( gleymum allir souness ) reyndar vonandi eftir mörg mörg góð ár sem nr 2 hjá kóngnum

  24. Til hamingju Liverpool menn…Thad verdur spennandi ad fylgjast med LFC a næsta timabili….Thad verdur ørugglega mun meiri harka i topp 4 slagnum….Annars verdur sumarid skemmtilegt thvi mørg lid munu reyna ad styrkja sig og liklegt ad thad verdi oda verdbolga a leikmanna markadinum…

  25. Djöfulsins snilld… Ég spáði því fyrir einhverju síðan að þeir myndu bíða með að framlengja þangað til í sumar. Eeeeeen þeir kunna að velja tímasetningarnar þessir menn. Frábært að vera búnir að fá þetta á hreint fyrir Tottenham leikinn og djöfull held ég að menn muni berjast til að halda upp á þetta!

    Til hamingju öll sömul með tíðindi ársins!

  26. Var að horfa á SkySportsNews þar sem farið var yfir málið. 
    Commoli var með helv… fínan punkt. 

    “Þrátt fyrir að allir vissu að þessi staða væri að losna, var enginn úti í hinum stóra heimi að tengja hinn eða þennan við starfið.  Allir vissu að það var bara einn umsækjandi og það var augljóst hver hann er. Það var því auglóst hvað allir vildu, eigendur, aðdáendur og leikmenn.”

    Svo var farið yfir PL recordið hans KK sem er 16 leikir, 10 sigrar, 3 jafntefli og 3 töp eða 63%.  Hodgeson var með 35% árangur !   

    Góður dagur í dag þrátt fyrir flensuskít í mér. 

  27. Fyrir tímabilið vorum við með
    – Vonlausan eiganda frá Texas sem fullkomnaði þá steríótýpu sem maður hefur á fólki þaðan.
    – Stjóra sem enginn hefði trú á og ennþá færri vildu fá til liðsins.
    – Veikari leikmannahóp heldur en í upphafi tímabilsins á undan
    – Pirraðan og ósammála stuðningsmannahóp sem var afar ólíkur sjálfum sér.
    – Félag sem var á leið í þrot og það hratt.
    – Litla sem enga bjartsýni

    Eftir tímabilið erum við með
    – Spennandi eigendur staðsetta í Boston sem strax er töluvert skárra en Texas.
    – Stjóra sem var kóngurinn áður en hann tók við og ef einhverjir voru farnir að gleyma afhverju þá eru þeir búnir að rifja það upp núna.
    – Sterkari hóp heldur en við lögðum upp með í ágúst, bæði hvað leikmenn varðar og ekki síður nýtt líf margra leikmanna.
    – Samstilltan, spentan og himinlifandi aðdáendahóp sem hefur aukið kraftinn um tæplega helming eftir áramót, n.t.t. 40%
    – Félag sem stefnir algjörlega í rétta átt á flestum vígstöðum og er loksins að því er virðist að átta sig á því hvað þeir eru með verðmætt og stórt vörumerki í höndunum.
    – Mikla bjartsýni og það sem mikilvægara er, mikla trú á liðinu.

    Ráðning Dalglish kemur ekkert á óvart og ég hef í raun aldrei haft áhyggjur af þessu. Það er ekki hægt að reka hann, staða hans innan félagsins er þannig og eigendurnir njóta ekki ennþá þesskonar trausts. FSG gat í raun ekkert verið mikið heppnara er þeir tóku við að félagið ætti svona mann “á lager” og hljóta að vera ennþá að senda Purslow og fyrri eigendum níðpósta fyrir að hafa í alvöru tekið Roy Hodgson fram yfir kónginn. Verst bara hvað þeir voru ofur lengi að finna þetta út og gráta líklega þessa þrjá mánuði sem þeir sólunduðu í Hodgson mjög.

    En það er engu að síður gott að þetta er þá staðfest og fyrir mér var ekki síður ánægjulegt að sjá að Clarke skrifaði líka undir.

    Liverpool er ekki í meistaradeildinni á næsta tímabili og var það ekki heldur fyrir þetta tímabil, en ég skal hundur heita ef við erum ekki í dag, sérstaklega með þessum ráðningum, meira spennandi kostur fyrir leikmenn heldur en í fyrra og menn eins og Cole, Jovanovic, Poulsen og Konchesky geta ekki lengur leitað til Liverpool til að finna góða lokasamninga á sínum ferli. 

    Keep it up, FSG, næst býst ég við fréttum af áformum þeirra með nýjan eða endurbættan völl.  

  28. Einn besti dagur í sögu Liverpool. Til hamingju Púlarar nær og fjær.
    Mjög spennandi tímar framundan.

  29. Þetta eru eiginlega bara betri fréttir en þegar það var opinberað að Dalglish myndi taka við af hodgson (skrifað með litlum stöfum) út leiktíðina !

  30. Bara verst að það þarf að breyta þessum samningi fljótlega og skrifa aftur undir. Því nafnið á samningnum breyttist úr Kenneth Mathieson Dalglish og verður Sir Kenneth Mathieson Dalglish…. 🙂

  31. Nr. 44 Hvað heldur þú að einhver Sir viðbót skipti máli fyrir mann sem nú þegar ber viðurnefið KING ?  

  32. Slúður um hugsanleg kaup LFC á spænska vængmanninum Júan Mata að verða háværari með hverjum slúðurpakkanum sem líður. Hugsanleg kaup í nánd?.Spennandi leikmaður engu síður.

  33. Babu þurftirðu að eyðileggja þetta fyrir mér! ég skvetti yfir þig heitu kaffi á næsta Selfoss leik 🙂

    – innsk. Babu. öll tækifæri sem ég fæ 🙂

  34. Nú getur mann virkilega farið að hlakka til næsta veturs. Til hamingju púllarar.

  35. Djöfull að geta ekki Like-að þessa frétt aftur….og aftur…og aftur.

    Ætlar einhver hér EKKI að horfa á leikinn á sunnudaginn? Býst við frábærri stemmingu á Anfield og sá leikur verður eitthvað sem maður má alls ekki láta framhjá sér fara.

    LIKE.

  36. Eitt snilld frá greininni: “During this period, Liverpool have scored in every single league game, a record no other club can boast.”

  37. Jaaaaaaaááááá!!! Ég trúi þessu ekki!!!….Ég er farinn að gráta, af gleði! .Upplifði sömu tilfinningu og Eurovision þulurinn þegar ég las þessa frétt.

  38. Góður punktur hjá Guardian. Kóngurinn nýtur svo mikils almenns stuðnings að stór hluti stuðningsmanna Liverpool hefði orðið fyrir sárum vonbrigðum ef Mourinho eða jafnvel Guardiola hefði verið ráðinn í stað hans.

  39. Þetta er ekki ósvipuð tifinning og þegar frúin tilkynnti mér að hún væri ólétt. Hvílík gleði. Til hamingju félagar YNWA

  40. Ég sem grjótharður stuðningsmaður United í nær 50 ár óska ykkur innilega til hamingju með þessa ráðningu.
    Þið eruð komnir með heiðursmann í brúnna sem ég hef borið mikla virðingu fyrir og vægast sagt saknað úr boltanum undanfarnar leiktíðir.

    Við viljum alltaf vera í baráttu við liðið frá Bítlaborginni og helst enda alltaf rétt fyrir ofan þá í öllu. 🙂
    Hef ekki trú á öðru en að það styttist í ykkar langþráða Meistaratitil. En þess ber að geta að ég beið í rúm 25 ár eftir titlinum á sínum tíma og þegar uppi var staðið var hún vel þess virði.

    Njótið dagsins, veðursins og lifið heilir!

  41. Props á George Best!
     
    Ég er búinn að fara í vínbúðina, það verður blekun í kvöld og vinna snemma í fyrramálið.
     
    Þessi þynnka verður til heiðurs King Kenny!!!
     
    One Love!

  42. Það verður haldið upp á þetta í kvöld og á morgun og hinn og hinn…

  43. mikið rosalega er ég spenntur að sjá hvað kóngurinn gerir í leikmannakaupum í sumar….. ég er alveg handviss að það koma einhver kaup skemmtilega á óvart….. líka gaman að sjá hvaða pjakkar fá ný númer í aðalliðið og svona…

  44. Mig grunar að við munum fagna þessari ráðningu í a.m.k. 3 ár 🙂

  45. til hvers í andskotanum vorum við að ráða roy hodgson í byrjun leiktíðar gjörsamlega fáranleg ákvörðun Kin Kenny átti að sjálfsögðu að taka við í byrjun leiktíðar

  46. þetta eru geggjaðar fréttir, það verður farið næsta haust á leik. YYYYYYEEEESSSSS

  47. Hvað getur man sagt? Til hamingju með daginn allir, King Kenny will bring us a new future and hope;)

  48. Frábærar fréttir.

    Það er magnað hvað Hodgson og Dalglish hafa sameinað Liverpool aðdáendur.  Við tölum allir einsog samræmdur kór þessa dagana.  🙂

  49. Það verður hrikalega stemmning á Anfield á sunnudaginn. Tímasetningin greinilega útspekúleruð og gerir ekkert annað en að magna upp stemmninguna fyrir leikinn. Held að Liverpool vinni öruggan sigur. Tottenham töldu sig meistaraefni, meistaradeildarefni og niðurstaðan eru endalaus vonbrigði. Nú er bárátta þeirra um 5. sætið í deildinni. Hef trú á að þeir eigi erfitt með að mótivera sig í þennan leik og Liverpool gengur á lagið og hefnir fyrir ósanngjarnt tap á móti þeim frá því fyrr í vetur.

  50. Fjölmenni á Players á sunnudaginn? Síðasti heimaleikurinn á leiktíðinni og kóngurinn hylltur, hlýtur að vera tilefni til að mæta.
     

  51. Núna er tími til að skála strákar:) mér líður svo vel að þetta sé komið enda var ekkert annað sem var hægt að gera nema ráða Kónginn og getum við haldið á vit ævintýranna, loksins sem eg fer virkilega sjá dolluna fyrir mer sem eign LFC.

    Djöfull er sáttur með þetta, ætla hrynja bara í það og gefa skít í vinnuna;)
    Áfram Liverpool

  52. Vitiði hvort það sé löglegt að skýra stúlkubarn Kenný á Íslandi? 🙂

  53. Ég hef ekki verið jafn hamingjusamur síðan sonur minn fæddist…..   Þetta eru klárlega ein bestu tíðindi sem Liverpool fan getur fengið! Ég fékk ”2 rykkorn” í augað í vinnunni í dag þegar ég frétti þetta og táraðist pínu,  gleðin var það mikil :):)

  54. hvar værum við ef King Kenny hefði tekið við í byrjun leiktíðar í staðinn fyrir Roy?

  55. Sæþór það er hægt að velta sér endalaust upp úr því hvað og ef en það hefur því miður ekkert upp á sig held ég. En ég er viss um það samt að við værum í meistaradeildarsæti frekar en 5. sæti. Gef mér að þú sért sammála því!

  56. Whiskey on the rocks, cheers to new beginnings @ LIVERPOOL FOOTBALL CLUB :):):):)

  57. Verð að taka undir með Einari Erni (67) – Magnað hvað Hodgson og KING KENNY hafa sameinað okkur stuðningsmenn.  Þetta er enn einn kaflinn í hreint út sagt magnaðri sögu af stórkostlegasta klúbbi fótboltans.  Eigum lang flesta kafla með ótrúlegum sigrum og mótlæti sem gerir Liverpool að skemmtilegasta fóboltaklúbbi veraldar.  Mikið er ég glaður að ég styðji þennan klúbb en ekki annan.

    YNWA
    Manni

  58. Djöfull er þetta að verða gott sumar og það er ekki einu sinni 1/4 búinn af því váááá hvað þetta er mikil snild 1) dalglish buinn að skrifa undir 3 ára samning við LFC 😀 snild. 2) skólinn búinn í dag 3) The transfer is on this summer 😀                        SKÁL Í BOTN LIVERPOOL MENN 😀

  59. Ég get ekki fengið mig til þess að þjálfa Liverpool í Football Manager lengur.  Dettur ekki í hug að taka starfið af kónginum.

  60. Liverpool án King Kenny er eins og Karlmaður án kynfæra!
     
    Til hamingju með daginn allir!
     
    YNWA!

  61. neinei, Drési. Liverpool mun aldrei skorta punginn, né sálina. En með King Kenny í brúnni er eins og það bætist við auka eista í punginn..

  62. Frábærar fréttir. Það er langt síðan manni hefur liðið svona vel sem stuðningsmanni Liverpool! Miðað við póstana hér á undan er rúmlega helmingur Kop-ara með tryllta timburmenn þennan morguninn… en varla samt meiri hausverkur í gangi en hjá andstæðingum okkar eftir fréttir gærdagsins;)

  63. Það er nú ósköp auðvelt að vera vitur eftir á og spyrja hvers vegna var Dalglish ekki ráðinn í haust. Maður sá ansi margar skoðanakannarnir meðal stuðningsmanna sl. sumar varðandi hvern þeir vildu sem verðandi stjóra. Vissulega skoraði Dalglish hátt,, en það var enginn einhugur meðal stuðningsmanna að fá hann. Mögulega hefði Dalglish líka stögglað í upphafi við þessar hörmulegu aðstæður sem ríktu, þó honum hefði líklega aldrei gengið verr en fyrrv. stjóra.
     
    Það væri nær að spyrja, hvers vegna var Dalglish ekki boðið starfið þegar Houllier var ráðinn og síðar Benitez?
     
    Verum ekki að svekkja okkur á fortíðinni. Dalglish hefur sannað sig. Leikmenn og stuðningsmenn styðja 100% við kónginn og aldrei hefur eins mikill einhugur ríkt á Anfield. Fannst það birtarst skýrt, þar sem áreiðanlegar heimildir bárust fyrir því að við vorum komnir í viðræður um kaup á Hugo Lloris, áður en Reina gaf skýrt ljós á að vera áfram, og heilshugar á bak við verkefnið. Aðrir mega fara, sama hvað þeir heita.

  64. Varðandi komment mitt nr #89 þá á lokasetningin auðvitað við þá sem eru ekki heilshugar á bak við endurreisnina á Anfield. Þá sem eru að gæla við önnur lið eða er stítsama um allt nema launatékkann. Og auðvitað hina sem eru ekki nógu góðir, eða ekki að standa sig.

  65. Ég skal fúslega játa að upphaflega var ég í vafa um kónginn. Þetta er vafi svipaðrar gerðar og að vera Sjálfstæðismaður og taka afstöðu til hvort Dabbi kóngur hefði ennþá gamla tötsið. Ekki að ég ætli að bera þá saman enda ólík gæfa þeirra.

    Svo fóru að sjást batamerki á leik liðsins en á milli hrökk allt í gamla gírinn. En nú er enginn vafi í mínum huga. King Kenny er með þetta allt saman enn þá. LFC er smám saman að ganga í endurnýjun lífdaga og klárlega umtalaðasta fótboltalið Englands í dag. Það er miklu meira rætt um viðsnúninginn á LFC en hið mikla afrek sem ManU er að vinna með sínum 19´nda titli. Og við Púlarar skulum vera menn til að viðurkenna að Ferguson gamli og hans menn eru verðugir þessa titils hvort sem okkur líkar betur eða verr. En sætt er að spilla gleði þeirra aðeins.

    Það er margt sem gefur tilefni til bjartsýni s.s. að nýju eigendurnir virðast fagmenn fram í fingurgóma og smellpassa við þau gildi sem LFC vill vera þekkt fyrir. Takið eftir að lið eins og City og Chelsea verða aldrei að neinu öðru en dýrum leikföngum í eigu núverandi eigenda. Allir alvöru menn og konur hafa andstyggð á keyptri velgengi. Sigrar eru vissulega alltaf sætir en sigur sem hefur verið búinn til með færni og heiðarlegri vinnu er þúsundfalt sætari en sá sem gamli sugardaddy keypti handa litla stráknum sínum sem nennti ekki og gat ekki gert hlutina sjálfur.

    Yfir þetta hafa KAR, Einar Örn o.fl. góðir menn farið yfir og hafi þeir þökk fyrir.

    Kenny hefur smám saman sannfært umheiminn með verkum sínum um að hann er réttur maður, á réttum stað á réttum tíma. Ég ætla ekki að fara fram úr sjálfum mér; það tekur sinn tíma að breyta LFC í lið sem tekur Englandsmeistaratitilinn en étg skal éta hatt minn og staf upp á að Kenny vinnur titilinn fyrr en síðar!

  66. Guderian 91: Skammastu þín fyrir að bera saman Kónginn við Davíð Oddson. Ojbarasta. Ljótur leikur!

  67. þyrstir í upphitun fyrir morgundaginn hérna megin .. hvað er að frétta strákar? 😉

  68. # 93 Hlynur Aron……. Leikurinn er ekki fyrr en á sunnudaginn 😀

  69. Nr. 89 Megas

    Fylgið var nú þó nokkuð við Dalglish í sumar og það var alveg góður einhugur um að langa ekkert til að fá Roy Hodgson.

    Sjálfur gerði ég mér í raun aldrei grein fyrir að King Kenny væri í raun og veru í boði í sumar.

  70. Til að toppa vikuna fékk kallinn Nýja Liverpool treyju í afmælisgjöf. 🙂
    Spurning að klára sumargluggann áður en hún verður merkt.
    Skiptir reyndar litlu máli þessa dagana, það eru allir að brillera. Gæti þessvegna merkt hana Spearing… en þá þyrfti ég náttúrulega að kaupa mér rúllukragabol.

  71. Á bara ekki til orð vegna gleði ég bara brosi og brosi og  varir mínar geta ekki talað, bara brosað. Það er spurt um, af hverju var King Kenny ekki ráðinn þegar að Houllier og Benitis voru ráðnir og jafnvel fyrr en af hverju þurfa sumir að fara yfir lækinn að sækja vatnið? 

  72. Af hverju var Kenny ekki keyptur árið 1966 þegar Shankly var að skoða hann? Þá værum við örugglega í annarri og betri stöðu í dag!

One Ping

  1. Pingback:

Peningar Manchester City

Reina verður áfram