Peningar Manchester City

Í gærkvöld dó síðasta veika von okkar manna um það að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili þegar að Manchester City unnu Tottenham. Um leið varð ljóst að okkar menn eiga talsvert góða möguleika á sæti í Evrópudeildinni.

Í fyrra var það erfitt að horfast í augu við þá staðreynd að við myndum ekki spila í Meistaradeildinni. Í ár höfum við gert okkur grein fyrir þessu lengi, en sú staðreynd að það er Manchester City sem komst inn, er þó erfið. Því það er erfitt að ímynda sér sorglegra lið en Manchester City.

Aðdáendur þess liðs hafa mætt á leiki liðsins í tugi ára án þess að sú tryggð hefði hjálpað árangri liðsins af einhverju viti. En í gærkvöld mættu þeir til að horfa á málaliðaher City vinna Tottenham og þökk sé peningum frá Abu Dabi þá eru þeirra menn allt í einu komnir í Meistaradeildina.

Oft hneykslar fólk sig á því af hverju við á Íslandi höldum svona með Liverpool og finnum til tengsla við liðið. Ég held að stór hluti af þeirri tryggð sé sá að við erum í einhverjum tengslum við liðið og okkur finnst við virkilega skipta máli. Við kunnum að ofmeta hlutverk okkar, en við vitum þó að velgengni Liverpool og vinsældir liðsins hafa drifið liðið áfram. Við kaupum búninga og sjónvarpsáskriftir og ferðir til Liverpool. Og þegar þetta safnast saman með peningunum, sem koma inn frá Liverpool aðáendum í Liverpool og Singapore og í Noregi, þá hefur okkar lið úr peningum að ráða, sem það getur nýtt til þess að borga leikmönnum laun. Velgengni, saga og vinsældir veldur því að félagið á meiri peninga. Þetta er öfugt við lið einsog Manchester City, sem eru leikfang milljarðamæringa, sem að dæla peningum í liðið til að upphefja sjálfa sig, sín fyrirtæki eða sitt land. Þar skiptir framlag aðdáenda nánast engu, en öllu skiptir að eigendurnir séu tilbúnir að dæla peningum úr eigin vasa í leikfangið sitt. City hefðu getað boðið uppá ókeypis miða á völlinn og það hefði skipt eigendurna litlu máli.

Það var pínulítið sorglegt að horfa á stuðningsmenn Manchester City í gærkvöld því þeir eiga afskaplega lítinn þátt í velgengni liðsins síðustu tímabil. Þeir eiga engan heiður af því að liðið er allt í einu komið í Meistaradeildina. Nei, Manchester City er í Meistaradeildinni vegna þess að einhverjum barónum í Abu Dhabi datt í hug að henda peningum sínum í félagið og að nógu margir fótboltamenn eru nógu æstir í næsta launatékka til þess að leika fyrir liðið. Af hverju ættu annars menn einsog Yaya Toure eða Carlos Tevez að fórna ferli hjá Barcelona og Manchester United til þess að spila fyrir City?

Í Meistaradeildina fyrir England fara því á næsta tímabili tvö lið sem komast þangað á eigin verðleikum: Manchester United og Arsenal. Og tvö lið sem komast í Meistaradeildina vegna þess að eigendur þeirra liða eiga meiri pening en eigendur annarra liða. Það er sorglegt, en satt.

Hver er tilgangur knattspyrnuklúbbsins Manchester City í dag? Til hvers eru Abu Dhabi menn að dæla í félagið pening? Er það vegna þess að þeim þykir svo vænt um liðið eða vegna þess að þeim þykir svo vænt um fólkið í Manchester? Elska eigendurnir stórkostlegan sóknarleik Roberto Mancini? Nei, velgengni City á að tryggja eigendunum virðingu og betri stöðu. Alveg einsog Chelsea hefur gefið Roman Abramovitz virðingu og stöðu í London, sem að milljón lúxus snekkjur myndu ekki veita honum.

Ég er gríðarlega ánægður að úr eigendakrísu Liverpool í vetur kom upp sú staða að Liverpool eiga í dag menn sem ætla að reka liðið einsog fyrirtæki, sem á að skila þeim arði. Það er ánægjulegt því að lið sem eru rekin sem leikföng eigendanna og hafa það að markmiði að upphefja heiður eigendanna munu aldrei eiga sér bjarta framtíð.

69 Comments

  1. Ég er reyndar á því að stærsta ástæðan fyrir kaupum Abramovich á Chelsea hafi verið til að gera sig sýnilegi á alþjóðavettvangi og sleppa þannig frá ofóknum hr. Pútíns á hendur helstu Ólígörkum Rússlands.
    Breytir því samt ekki að Chelsea er rekið í bullandi tapi ár eftir ár…

  2. Það er alveg á kristaltæru að ef ekki hefðu komið til peningar frá vellauðugum mönnum inn í City liðið þá væri það enn að berjast í neðrihluta EPL en ekki að komast í CL eins og staðan er núna. Menn hafa mikið talað um það að undaförnu að peningar sé allt í nútíma fótbolta og það er auðvitað mikið til í því. En fyrr má aldeilis vera. Sjekarnir frá Abu Dahbi hafa eytt gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn og ættu með réttu að vera að berjast um titilinn strax en svo er ekki samt. Þannig að peningar er auðvitað ekki allt í fótbolta heldur er árángurinn fyrst og fremst komin innan úr klúbbunum sjálfum sbr United. Það er enginn sykurpabbi þar heldur bara vel rekið apparat. Ég er mjög feginn að stefna FSG sé á þá leið enda er grunnurinn fyrir því til staðar hjá Liverpool. Það er stæðsti aðdáendabasi í heimi, skyrtu sala ein sú mesta og það er ekki til lengri biðlisti eftir ársmiðum en hjá Liverpool! Framtíðin er björt hjá Liverpool og þótt ekki verði veitt 100 milljón pundum á hverju sumri í leikmannakaup þá kemur bara annað og betra í staðinn, vel rekinn og skipulagður klúbbur með góðum stjóra 🙂

  3. $hitty er skítafélag. Ef þeir ætla að ná árangri þurfa þeir sóknarsinnaðari þjálfara. Þeir eru aldrei að fara að vinna deildina eða meistaradeildina með Man$ini við stjórn.

  4. strákar…. það þýðir ekkert að vera með biturleika í gangi gagnvart sykurpabbaliðunum!!
    maður bara hugsað þetta þannig að þegar við vinnum man shittí á næsta tímabili verður það ennþá sætara með heilsteypta liðsheild sem skipað er mönnum sem vaða eld og brennistein fyrir merkið sem þeir bera á brjóstinu!!
    ég verð að viðurkenna það að sætustu sigrar síðustu ár samhliða sigrum á manchester united voru sigrarnir á chelsea í meistaradeildinni!!!
    kveðja, einn sem kvíðir ekki liðum sem skipuð eru málaliðum sem selja sálu sína

  5. Já ég skynjaði mikla biturð í þessum pistli, en kannski er það bara bull 🙂 City meiga alveg reka þetta eins og þeir vilja… En þetta á öruglega bara eftir að enda illa í staðinn…

    Það segir allt um þetta lið að Yaya Toure er launahæsti leikmaður deildarinnar.. Finn leikmaður en ekkert meira!

  6. Hvorki Premier League dollan né hin með stóru eyrun spyrja að því hvernig klúbbarnir fjármagna sig, og hvað þá hvort það sé gat á efnahagsreikningnum á stærð við Matta í Pöpum.
     
    En það mun þó koma að því. Fyrstu 2-3 árin eftir Fairplay reglurnar verða æðisleg, það verður einhver þynnka hjá CFC og M.City þá, og að auki verður gaman að sjá hvort að klúbbur einsog Barcelona geti rekið sig!
     
    Annars er ég sammála Einari með að þetta City lið er ekki mjög heillandi. Með stærsta safn sóknarmanna sem fyrirfinnst en samt spila þeir drepleiðinlegan bolta með 3 holding miðjumenn. Megi þeir njóta þess að vera í CL meðan partýið er ennþá í gangi.

  7. Megum ekki vera bitrir strákar. Ef við höldum áfram á þessari leið… þá verðum við ekki lengi að kafsigla þetta fagra City lið. Og þá verður það bara ennþá sætara fyrir vikið. 🙂

    Þessi kaupstefna hjá þeim er líka fáránleg. Finnst þeir ekki vera að kaupa réttu leikmennina og það kæmi mér ekkert á óvart ef þeir myndu bara kaupa framherja í sumar.

  8. Who cares about $hitty… Nenni ekki einu sinni að skrifa neitt um þá, hugsa bara um þetta fallega lið sem kallast Liverpool. Alveg fínn pistill og allt það, en bara I like Liverpool. 🙂

    Og Tómas 7: Ég fór næstum að gráta…

  9. Ok, fyrir það fyrsta þá er ég ekki bitur.  

    Ég er glaður yfir því að okkar félag skuli ekki vera rekið á þennan hátt.

    En það þýðir ekki að ég sé sáttur við að enski boltinn sé orðinn þannig að 2 af 4 Meistaradeildarsætunum fari til liða, sem njóta velgengni eingöngu vegna ríkra eigenda.  Þessi íþrótt er á hraðri leið í svaðið ef að það á að halda áfram þannig.  

    Ef menn vilja halda áfram að segja sjálfum sér að þetta reddist allt og að Liverpool séu svo snjallir að við munum á einhvern hátt verða betri en lið, sem geta eytt margfalt meiri pening í leikmenn og laun, þá held ég því miður að menn lifi í blekkingu.

  10. farið yfir liðið hja city hvar eru heima menn??? 8 breska leikmenn þarftu að hafa í hópnum og 4 af þeim þurfa vera heimamenn eða uppaldnir hjá félaginu!!!
    City spilar virkilega leiðinnlega knattspyrnu og kaupa keikmenn sem þeir hafa ekki not fyrir vegna þess að bara önnur lið höfðu áhuga á þeim þá koma city inní  myndina með feitan samning, þvílík blekking..

    Enn city muna verða á meðall topp 4næstu árinn en eg held að Arsenal eiga eftir að hellast úr lestinni og Liverpool kemur inn;)

    LFC for life

  11. Manchester United er á toppnum vegna þess a þeir komu inn á hlutabréfamarkað á besta tíma. Núna gengur ekkert ótrúlega vel hjá liðinu peningalega vegna þess að Glazerarnir eru að nota félagið til þess að borga persónulegar skuldir sínar.

    Einar: Þú segir þetta vel, ef ekki væri fyrir sykurpabbana þá væri City í neðri hlutanum. En hvað eiga lið eins og Stoke að gera? Þau eru dæmd til miðjumoðs eða minna hversu vel sem þau eru rekin. Eini sénsinn fyrir svona lið er að fá peningainnspýtingu. Hvað er að því?

    Mér finnst sjálfum ágætt að fá ný lið í toppbaráttuna.

  12. I fyrsta lagi god grein..Sma biturd og øfund en thad er skiljanlegt.  Chelski og Shitty er fyrir marga otholandi stærdir i PL.
    En thad a ad laga thetta eitthvad med financial fairplay…Sjaum hvad setur med thad.  Thad er held eg heillavænlegast ad fotboltalid seu alfarid i eigu studningsmanna hvort sem thad er med veru a almennum markadi eda i serstøkum sammvinnufeløgum.

  13. Mér finnst ekki rétt að skíta eitthvað út í aðdáendur City.  Þeir geta ekki mikið gert að því hverjir kaupa félagið sem þeir styðja, alveg eins og þegar við gátum lítið gert að því þegar fíflin G og H keyptu okkar ástsæla félag.   Margir harðir stuðningsmenn liða í Englandi hafa mætt á leiki síns liðs í áratugi.   Þeir eiga allavega skilið smá virðingu. 

    YNWA

  14. Ég tek heilshugar undir þennan pistil. Það er ljótt að segja þetta upphátt en það er satt og við verðum af og til að minna okkur á hvað lið eins og Liverpool, Arsenal, Tottenham, Everton og fleiri eru að keppa við. Chelsea stökkbreyttust við eigendaskipti 2003 og það er út af þeirri ástæðu og engri annarri að þeir eru á toppnum. Þeir unnu sig ekki markvisst þangað með neinu öðru, allt annað fylgdi á eftir djúpum vösum eigandans. Manchester City eru í óðaönn að endurtaka þann leik núna … og svo er Q.P.R. á leiðinni upp í Úrvalsdeildina næsta haust og þar eru svipaðir peningar á ferðinni.
    Það er enginn biturleiki eða öfund í að segja það sem er augljóst: þetta er ekki sanngjarnt.
    Gleymum t.a.m. Liverpool aðeins úr þessari umræðu. Látum eins og liðið sem ég held með sé ekki til og horfum á restina. Á mér að finnast sanngjarnt að Man City geti ætlað sér að keppa við Arsenal, United og Tottenham um Meistaradeildarsæti/titla með því að kaupa upp alla góða framherja til að tryggja að hin liðin fái þá ekki? Sjáið framherjahópinn hjá City í ár:
    Carlos Tevez, Mario Balotelli, Edin Dzeko, David Silva, Jo.
    Snarruglaður hópur fyrir lið sem hefur ekki unnið nokkurn skapaðan hlut í 30+ ár og ekki einu sinni verið nálægt því. En horfið svo á framherjana sem þeir hafa borgað hundruðir milljóna punda fyrir og eru á láni frá félaginu í vetur:
    Emmanuel Adebayor, Roque Santa Cruz, Craig Bellamy, Felipe Caicedo.
    ÞETTA er ruglið. Ekki bara það að framherjahópurinn þeirra í ár sé brjálæðislega óraunsær fyrir lið á þeim stalli sem Man City hefur verið síðasta áratuginn heldur það að þeir geti leyft sér að vera með annað eins brjálæði af hæfileikum á fullum launum en spilandi fyrir önnur félög. Þeir lánuðu Craig Bellamy í neðri deild til þess eins að hann kæmist ekki til keppinauta (t.d. Tottenham sem höfðu áhuga). Borga launin hans en hann fær að spila fyrir Cardiff City sem trúðu vart heppni sinni. Sama með alla hina.
    Þetta nær bara ekki nokkurri átt. Og þetta er ekkert mikið asnalegra en að horfa á leikmennina sem Chelsea keyptu til sín sumarið 2003 og 2004, áður en þeir höfðu unnið nokkurn skapaðan hlut:
    Joe Cole, Damien Duff, Claude Makelele, Geremi, Glen Johnson … og svo mætir Mourinho á svæðið 2004 og þeir bæta við sig Arjen Robben, Didier Drogba, Petr Cech, Ricardo Carvalho, Paulo Ferreira og eflaust einhverja fleiri sem ég man ekki eftir.
    Með öðrum orðum, þeir keyptu sér eitt stykki 11 manna lið sem gæti alveg doblað sem heimslið og það áður en þeir höfðu unnið nokkuð af viti. Engin innistæða, bara innkaup af því að nýi eigandinn var svo ríkur.
    Þetta er ekki sanngjarnt. Hvernig á lið eins og Tottenham að geta keppt við þetta? Hver ætlar að voga sér að gagnrýna Harry Redknapp fyrir að hafa misst Manchester City fram úr sér í ár? Tottenham er mjööög vel rekinn klúbbur sem hefur sett gróðann í leikmannakaup og styrkt sig sniðuglega síðustu ár. Það hefur verið ákveðin þróun hjá þeim að komast á þann stað sem þeir eru í dag, með feykisterkan hóp og mikið af stjörnum. Í fyrra komust þeir í Meistaradeildina umfram Manchester City með sinn ofurhóp af leikmönnum og hvað gerðu City? Eyddu öðrum 100+ milljónum punda í leikmenn eins og Balotelli, Dzeko, Silva, Yaya Toure og James Milner. Hvernig í ósköpunum átti Redknapp að geta keppt við þetta, þrátt fyrir leikmannastyrkingar og vöxt Tottenham?
    Þetta er ekki sanngjarnt og því fyrr sem menn setja einhverjar alvöru reglur (les: ekki Financial Fair Play heldur LAUNAÞAK) til að sporna við þessu því betra. Annars er bara hætta á að deildin endi með því að helmingur liðanna er rekinn af sykurpöbbum og jafnvel góðir eigendur eins og þeir hjá Arsenal, Tottenham og Liverpool neyðist til að selja svo að þeir klúbbar geti verið samkeppnishæfir.
    Þið getið kallað þetta biturleika eða öfund ef þið viljið en það er engan veginn málið. Liverpool missti City ekki fram úr sér vegna neins annars en eigin eigendasirkuss í fyrra og í ár og við munum fara fram úr þeim aftur á næsta ári … í bili. Þeir eru komnir í Meistaradeildina og munu því setja markið hærra á næsta ári, á titilinn, og halda áfram að eyða fáránlegum upphæðum í leikmannafé og/eða laun þangað til þeir ná því.
    Og Chelsea? Þeir munu eflaust halda áfram að bjóða 50m punda í bestu leikmenn Liverpool til að tryggja að við séum áfram fyrir neðan þá. Fyrst var það Gerrard, svo Torres og ég geri fastlega ráð fyrir slíku tilboði í Luis Suarez á næstu tveimur árum eða svo. Vonandi verður hlegið að því tilboði og vonandi nær Dalglish ótrúlegum árangri með okkar lið og lyftir því upp fyrir Chelsea en raunsæið segir okkur að slíkur árangur verður aldrei annað en tímabundinn á meðan annað liðið getur eytt tífalt meira en hitt á hverju einasta sumri til að tryggja betri árangur.
    Meira að segja Ferguson og United eru að róa gegn straumnum. Það er bara spurning um tíma hvenær United hætta að geta keppt við peninga Chelsea og City. Hingað til hafa þeir getað keppt á toppnum af því að þeir eru með betri knattspyrnustjóra en City og Chelsea til samans en jafnvel það endist ekki endalaust. Það verður að gera eitthvað í þessu áður en það er um seinan, hvort sem þolendurnir heita Liverpool, Tottenham, United, Arsenal eða eitthvað annað.
    Á næsta ári? Þá mun ég halda með Liverpool í öllum keppnum en í Meistaradeildinni mun ég halda með öllum öðrum en liðunum sem hafa ekki unnið sér það inn að vera þar. Það er engin gagnrýni á aðdáendur City og/eða Chelsea. Þeir sem eru þar styðja sinn klúbb eins og aðrir og eiga alveg jafn skilið að gleðjast og aðrir en þeir voru einfaldlega ekki nógu margir til að skipta máli áður en eigendaskiptin áttu sér stað. Ef þú hélst með Chelsea fyrir sumarið 2003 skal ég taka hatt minn ofan og óska þér innilega til hamingju með alla gleðina síðustu árin. Ef þú byrjaðir að halda með Chelsea eftir sumarið 2003 máttu éta það sem úti frýs því þú ert allt sem stuðningsmenn eins og við sem styðjum félag í gegnum súrt jafnt og sætt hata.
    Og hana nú. Sterk orð en það varð einhver að segja þau.

  15. Já ég segi bara AMEN líka. Kristján Atli þú gleymdir reyndar Essien. Kom hann ekki líka 2004 til Chelsea eða á sama tíma og Drogba? Sem skiptir reyndar engu máli en hann kostaði 24 milljónir punda ef ég man rétt 🙂

  16. Verð að segj að þessi pistill er bara fjandi góður og segir bara söguna eins og húner er… og ég hef oft sagt það að peningarnir eru að eiðileggja boltann að mörgu leiti. Eg þekki nokkuð til araba þar sem ég vinn í arabaríki og þetta er bara alveg nákvæmlega svona… En ég ætla nú ekki að fara að tínunda þetta neitt nánar, finst þessi pistill bara mjög góður hjá þér Einar Örn og hann segir þetta alveg eins og þetta er.

    Betri tíð framundan…

    En það er betri tímar framundarn, eftir næstu leiktíð á Englandi meiga lið nefnilega ekki eiða meiri peningum í leikmenn heldur en þau velta… Þetta held ég að sé rétt skref í þá átt að stöðva þessa araba vittleisinga, það er bara þannig að það þarf að hafa vitið fyrir þeim, trúið mér hef reint það sjálfur…  Nei að öllu gríni sleptu þá er þetta bara hið besta mál, þetta er bara komið út í vittleisu hvernig menn kaupa og kaupa… og svo eru leikmenn farnir að koma til þessara liða til að komast ofaní veskið hjá þessum ríku mönnum…. Með örður orðum fótboltin er í öðru sæti á eftir peningonum…

    Vissulega er það svekkjandi að við skulum ekki ná í CL sæti, en vitið þið hvað, ég held svefni yfir því… Því að ég veit að það er verið að fara ganga frá samningi við Dalglish (Fyrir eða eftir Spurs leikinn) og þá er ég ekki í nokkrum vafa að okkar frábæri klúbbur num rísa upp í efstu hæðri á nýjan leik…. Sko það er nefnilega þannig að þó að Liverpool hafi ekki eins mikið af peningum og önnur lið (en þó meira en undanfarin ár með nýjum eigendum) þá höfum við loksins fengið stjóran sem átti að vera löngu komin aftur og það mun gæfumunin… Ég er þeirrar trúar að Dalglish er sú gerð af stjóra sem gerir sér fulla grein fyrir því að fóbolti er liðsíþrótt og það sem mun ráð ferðinni hverjir verða keyptir eru þeir leikmenn sem henta liðinu ekki einhver fræg nöfn (þó vissulega geti verið að fræg nðfn henti í þær stöður sem vanta leikmenn í). Og það mun á endanum verða Dalglish sem hefur loka orðið um hverjir koma og fara frá félaginu og þannig á það líka að vera.

    Hjá Liverpool Football Club er verið að byggja upp framtíðar lið, nokkuð sem hefur ekki verið að gerast í nokkuð langan tíma, academian er að skila frábæru starfi og þetta starf er eitthvað sem erfitt er að meta í peningum til lengri tíma litið. Ég er þess fullviss að Liverpool verður í titilbaráttu á næstu leiktíð, framtíð félaga liggur í grasrótinni, þetta er eitthvað sem hefur verið lengi vitað í fótbolta, en ríkir furstar og þjófar frá Rúslandi gera sér enga grein fyrir. Það er hægt að kupa þekkt nöfn og ná ágætum árangri, en það sem skilur að því og grasrótarstarfi er að það síðarnefnda er til þess fallið að endast betur og árangurinn veður mun meiri og eftirtektarverður.

    Og eins og segir í ingangnum þá eru tvö lið að fara spila í CL vegna þeirra peniga sem eigendur þeirra hafa mokað í félöginn og þér tek fullkomlega undir það, að það er SORGLEGT fyrir fótboltann…

    Eigið góðan dag félagar…

    Áfram LIVERPOOL, YNWA…

  17. Liverpool keppir ekki í sömu deild og Chelsea eða Man City varðandi leikmannakaup.

    Fulham keppir ekki á sama grundvelli og Liverpool.

    Liverpool eru samt betri en bæði þessi lið.

    Þetta væl um að kaupa sér titla er ennþá jafn þreytt og það var árið 2003.

  18. hvað með uefa financial fair play rule ? á hún ekki að sjá til þess að þessir dagar heyri brátt sögunni til ? eða hafa menn 0% trú á því að hún virki ? mér finnst uefa , þeas platini vera leggja höfuð sitt að veði við að setja þessa reglu upp . hún er mjög opinber og öllum mjög kunnug, ef hún klikkar þá er uefa að sýna framá getuleeysi sitt og er þá orðin tilgangslaus stofnun í setningu svona reglna. chel$kí mun ekki standast hana , og shittí á meiri möguleika á spænska meistaratitlinum en að ná að fara í gegnum hana , manure er tæpt en nær henni víst réttsvo . hef talað um þetta við marga kunnuga og þeir halda því fram að þetta myndi allt fara fram í gegnum skúffufyrirtæki , þeas eitthvað tortola fyrirtæki myndi kaupa skrilljón treyjur af liðinu til þess að auka hagnað eða eitthvað í þeim dúr … ég fyrir mitt leiti bind miklar vonir við að þessi regla sé vel gerð og verði vel framkvæmd, en hún byggist auðvitað bara á þáttöku í c l , kannski er shittí skítsama um það og vilja bara pl titil, en eitt er víst og það er að rússneska viðbjóðnum abrahmobitch er það EKKI og hann þarf að hugsa um þessa reglu. en maður má vona !

  19. Smá þráðrán en þetta datt inn á twitter,
    bensmith_Times
    Confirmation of permanent deal for Dalglish will happen very soon. @John_W_Henry flying in this weekend

  20. Nr. 25 ég er ekki alveg viss en ég held að þessi Ben Smith sé nokkuð trúverðugur, eins eru þetta fréttir sem bara geta ekki komið nokkrum einasta manni sem dvalið hefur á jörðinni undanfarnar vikur á óvart, það er ekki hægt að “reka” hann og honum langar greinilega að stýra Liverpool áfram. Sé ekki hvað ætti að vera flókið hérna.

    En flott þegar þetta verður endanlega staðfest.

  21. Einmitt, það er bara staðfestingin sem ætti að vera tímaspursmál, væri ekki fullkomið að tilkinna þetta 5min í Tottenham til að gefa mönnum auka búst til að skora önnur 5mörk 🙂

  22. Ég hef haldið með City frá því 1977 alla tíð frá þeim tíma hef ég hatað United og borið mikla virðingu fyrir Liverpool.
    Ég vill sjá Liverpool í meistaradeildinni helst á kostnað United því eins og ég sagði þá er Liverpool með rosalega flotta sögu og er eitt að stærstu liðum í heimi.
    Oft hefur maður lesið miður skemmtilegt um mitt lið en Þetta er sá al bitrasti og sorglegasti grátkór sem ég hef séð lengi.
    Eftir að lesa svona væl þá langar manni að óska Liverpool norður og niður bara út af höfundi þessa pistils en ég læt það vera ætla mér ekki niður á það plan, einnig á ég marga vini sem halda með Liverpool og sjá fótboltann í réttu ljósi og vegna þeirra þá vona ég að Kenny haldi áfram að rífa liðið ykkar upp eins og hann hefur svo sannalega gert og þessa dagana þá eruð þið að spila besta boltann í deildinni.
    En nú ætla ég að snúa mér að pistlahöfundi:
    Einar Örn ertu í alvöru svona hrillilega bitur.
    Heldur þú að leikmenn Liverpool séu að spila fyrir þitt félag út af einhverjum öðrum ástæðum en þeir leikmenn sem spila fyrir , Everton,Stoke,City eða Tottenhem svo dæmi séu tekin.
    Afhverju ættu leikmenn að koma til Liverpool fyrir næsta tímabil ? Ekki til að spila í meistara deildinni.
    Er þá rétt að kalla þá málaliða ?
    Hvar væri Liverpool í dag ef ekki hefði komið til milljarðarmæringur og keypt þá ?
    Hvað þykist þú vita hver tilgangur eiganda City sé , hvað veist þú í raun um eiganda þíns félags, kannski fær hann leið á þessu leikfangi “Liverpool” ef illa gengur næsta tímabil. Hann hafði ekki hundsvit út á hvað fótbolti gekk áður en hann keypti Liverpool , til hvers var hann þá að því.
    Þú byggir þína vitneskju á City út frá slúðurblöðum og beiskum bloggurum og ákveður að henda skíti yfir mitt lið út frá þannig forsendum.
    Eigendur City hafa varið miklum peningi til hjálparstarfa í nafni City, Mikil uppbygging á sér stað í austur hluta Manchester þar sem þúsundir manna hafa fengið vinnu einnig hafa þeir opnað fótbolta velli og skóla í Afríku og fyrir heimilislaus börn í New York svo dæmi séu tekin þetta er aldrei fjallað um í fjölmiðlum enda ekki gaman að smjatta á góðum fréttum.
    Varðandi leikmannakaup, þá er kannski allt í lagi að þú opnir augun aðeins.
    Carol á 35 milljónir, hefur þú efni á því að gagnrýna kaupstefnu annara liða eftir þennan farsa ?
    Þessi gæi hefur ekki spilað heilt season í efstu deild á 2 leiki með Englandi og þú gagnrýnið City fyrir leikmannakaup.
    Margir hafa sagt að þetta sé réttlátanlegt vegna sölu Torres en ég segi að það er bull. Maður á að taka hver kaup fyrir sig. Við gætum alveg eins selt Tevez ,Adebayor,Richards,Bellamy ofl ofl og værum við þá búnir að réttláta stóran hluta leikmannahópsins ?
    Hvað með leikmannakaup eins og : Aquilani,Keane,Riera,Babel,Crouch,Cisse ?
    Sko sum leikmannakaup ganga upp önnur ekki
    Nei kallinn minn svona er bara fótboltinn , peningar er það sem allt snýst um og það sem leikmenn hugsa um , og Liverpool var langt á undan City að kjötkatlinum.
    Þú haldur því fram að enginn alvöru leikmaður vilji spila fyrir City nema út af peningum allir alvöru leikmenn dreymi um að spila fyrir Liverpool að því að það er svo frægt félag sem er miklu betri en önnur félög og á að vera í topp 4 að því að það lið er Liverpool.  Þetta er nákvæmlega það sem Torres og Mascerano sögðu fyrir ekki svo löngu síðan , sjáðu þá núna, hvað veist þú hvernig aðrir hugsa hvað verður um Reina ef liðið stendur sig ekki betur á næsta ári ?
    Þið þurfið að kaupa 4-6 klassa leikmenn á næsta ári hvaðan koma þeir peningar ?
    Er þá í lagi að Aston Villa aðdáandi skrifi skítkast um ykkar lið þegar þið kaupið Young frá þeim eftir að hafa lofað honum frægð og frama ?
    Ég man 1982 þegar City vann Liverpool á Anfield 3-1 það var gríðarlegt afrek , Liverpool var eitt sterkasta félagslið í Evrópu á þessum tíma ég var að springa úr monti yfir þessu , svipuð tilfinning kom upp hjá mér eftir að við unnum United á Wembley um daginn, sko sjáðu til það hefur ekkert breyst ég mun alltaf elska mitt félag hvort sem við spilum í fallbaráttu eða topp hvort sem við erum við það að fara í gjaldþrot eða erum ríkasta félag í heimi. Ekki einu sinni skítkast frá tapsárum, öfundsjúkum,hræsnara eins og þér Einar Örn breytir því , gangi ykkur vel, áfram City
     
     

  23. Nr 18 #Kristján Atli, mjög gott inlegg í þessa umræðu. Ég held að allir sem vilja veg Enskrar Knatspyrnu sem bestan séu á þeirri skoðun að það þarf að ríkja jafnvægi á meðal liða þegar kemur að kaupum á leikmönnum í það minsta eins mikið jafnvægi og mögulegt er. Það hefur oft verið talað um að það séu fjögur lið sem séu að berjast um titilinn á hverju tímabili og oftar en ekki hafa það veri sömu fjögur liðin þ.e. Man Utd, Arsenal, Chelsea, Liverpool. Að visu hefur gengi Liverpool ekki verið eins og menn væntu síðustu tvö tímabil. Nú er staðan þannig að Man City og Totenham eru farin að blanda sér í þessa baráttu og er það bara hið besta mál, fleirri lið í toppbráttuna gerir deildina bara meira spennandi. Man City hefur komið inn í þessa báráttu á allt annan hátt heldur en Tottenham þ.e.a.s. peningarnir hafa komið þiem þangað, ríkir eigendur liðsins hafa keypt allt sem hreifist eða því sem næst… Og svo virðist að margir þessara leikmanna hafa hreinlega verið keyptir eingöngu til að aðrir klúbbr geti ekki náð í þessa leikmenn, sem sýnir sig best í að magir þeirra eru í láni hjá öðrum liðum vegna þess að það er ekki pláss fyrir þá hjá liðinu sem þeir voru keyptir til… Þá spyr maður sig er það þetta sem við viljum sjá í þróun fótboltans, ég fyrir mitt leiti segi Nei.

    Nú er það þannig í sterkustu deildum Evrópu að það er mikið álag á liðum þar sem verið er að keppa á mörgum vígstöðum á hverju tímabili og lið þurfa að vera með stöður í liðinu vel mannaðr, en réttlætir það að lið sem hefur forríka eigendur geti keypt alla þá leikmenn sem í boði eru og boðið þeim laun sem eru algerlega úr öllu  samhengi, fyrir mitt leiti Nei.

    Það hefur veri mikið rætt um að Liverpool sé að fara að versla leikmenn sem aldry fyrr á komandi sumri. Eflaust verða einhverjir leikmenn keyptir til að styrkja liðið fyrir næsta tímabil og sannarlega þurfum við að styrkja liðið, undanfarin ár hafa verið keyptir leikmenn til Liverpool sem eru að mínu mati arfa slakir, ætla ekki að nefna nein nöfn held að allir viti um hvað leikmenn ég sé að tala.  Hver skyldi vera ástæðan fyrir því að við höfum ekki fengið nógu góða leikmenn sem gætu styrkt okkar lið.  Fyrst ber að nefna að við höfum einfaldlega ekki haft til þess peninga, í öðru legi þá hafa þeir stjórar sem hafa verið hjá klúbbnum keypt leikmenn i örvæntingu bara til að kaupa leikmenn að ég held..

    Nýir eigendur Liverpool Football Club eru sterkefnaðir eða svo er allavega látið með þá í urmæðunni og víst hafa þeir komið okkut til bjarga eftir að prúðuleikararnir voru búnir að keyra allt í kaf. En skyldu þessir nýju eigendu vera fara að moka peningum í liðið í einhverju samræmi við það sem Man City og Chelsea hafa verið að gera (tel Carrol og Suarez ekki með, þar sem það voru bara skipti á peningum sem fengust fyrir Torres) nei ég held að það verði ekki gert, og fyrir því tel ég vera tvær ástæður.

    Í fyrsta lagi hafa þeir ekki það fjármagn sem Man City og Chelsea hafa, og í annan stað þá vilja þeir byggja upp ungt og efnilegt lið á þeim leikmönnum sem koma upp í gegnum unglingstarf félagsins. Til þess að ná þessu markmiði sínu hafa þeir fengið til liðs við sig mannin sem þeir telja að geti náð þessum árangir Kenny Dalglish. Svo virðist sem þeir hafi hitt naglan á höfuðið með að fá Dalglish til að stjórna liðinu (framtíðar samning á að vísu eftir að gera við mannin en hún verður gerð innan fárra daga samkvæmt heimildum).

    Ég hef trú á því starfi sem Dalglish og hans teymi (gleimum því ekki að hann er ekki einn í þessu) er að vinna að hjá Liverpool og við skulum líka ekki gleima því að hann er með 120% stuðning frá suðningmönnum í því sem hann gerir. Það er mín trú að á næstu leiktíð verði það afsannað að peningarnir eru ekki það eina sem gildir í ensku deildinni, það þarf líka að spila fótbolta og það er það sem er ekki að gerst þar sem hver stjarnan af annari vill sína hvað hún getur, frekar heldur en að spila sem hluti af heild, eins og er að gerast hjá Liverpool akkúrat nún.

    Peningar eru mjög svo þarfir til að reka og halda úti góðum liðum í fótbolta liði í dag, það er bara staðreind… comon er þetta bull sem á sér stað hjá Man City og Chelsea ekki einum of langt gengið, jú það held ég… Ef þú sem einstaklingur átt nóg af peningum, þá er það engin ávísun á það að þú þurfir að fara illa með þá, saman ber árangur Man Cyti og Chelsea á yfirstandadi tímabili og þá eyðslu sem hefur veri í ganig hjá þessum klúbbum…

    Stuðningsmenn þessara liða (Man City og Chelsea) eru eflaust sátir við að vera með forríka eigendur og geta keypt allt sem þá langar í og eru mér eflaust ósammála í þessu, eingöngu vegna þess hvar þeir sitja við borðið. En ég er algerlega vissum það að þeir áttu von á betri árangri fyrir þetta tímabil… En þeir segj eflaust eins og við Liverpool stuðningmenn höfum svo oft sagt, þetta kemur á næsta tímabili en málið er bara að kóngurin er komin heim og það vera engar dollur fyrir hina að fá, sama hversu mikð þeir eiða af peningum… Vonandi verður það bara til þess fallið að þeyr fari að huga betur að börnonum sínum (grasrótinni) og þá held ég að vð eigum bara eftir að sjá skemtilegri deild í framtíðinni…     

    Það hefur oft verið sagt með ástina hún verður ekki keypt og það sama á við um titla, því ef þú ætlar að kupa þér titil þá er ástin á fótbolta ekki til staðrr…

  24. Ég sé nú ekkert að því að fjársterkir eigendur styrki lið sitt, og það nokkuð duglega en eyðsla City er komin langt út fyrir allt sem kallast getur eðlilegt þegar liðið er rekið með 110 milljón punda tapi í fyrra og í ár mun tapið halda áfram að aukast.
    Varðandi Carroll farsann þá spyr ég hvað City hafi verið að gera á sama tíma. Jú þeir keyptu Dzeko á litlu minna en Carroll kostaði án þess að selja nokkurn í staðin.
    Liverpool keyptu tvo og seldu aðra tvo kaupin námu rúmlega 3 milljónum punda umfram sölur.

  25. Voru menn ekki eitthvað að tala um það um daginn að þessi nýja regla muni ekkert virka. Eigendur liðanna muni td bara láta önnur fyrirtæki sem þau eiga kaupa td eitt auglýsingaskilti á vellinum fyrir 100 milljónir punda eða selja sínu eigin fyrirtæki nafnið á vellinum sínum fyrir milljarð punda til þess að koma út þannig að félagið sé rekið með hagnaði.

    Eina leiðin held ég til þess að eiga við þetta væri að vera með launaþak því þá gæti ekki lið eins og City haft svona margar stjörnur. Með launaþaki mundi þetta verða svipað og NBA boltinn, menn gætu haft nokkrar stjörnur en þyrftu að fylla skynsamlega uppí sína hópa til þess að vera undir þakinu, hugsa að svona hugmynd væri eitthvað sem menn eins og Henry og félagar mundu alveg fíla.

  26. Bestu fréttir í Liverpool frá því .. já áður en ég byrjaði að fylgjast með fótbolta !!!! DALGLISH !! DALGLISH!! DALGLISH !!!!

  27. Snillllllllllllllllllllddddddddddddddddddddd!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Vonandi verður það meira en þessi 3 ár samt 🙂

  28. Algjörlega sammála þessum pistli Einar. Til að toppa efni hans er King Kenny kominn með 3ja ára samning.

    Fáránlega spennandi tímar framundan.

  29. Ég er sammála Þresti City-manni að flestu leyti. Hvernig á meðallið ad komast í meistaradeildina án þess ad nota peninga? Hvernig átti að brjóta upp hin fjögur stóru (United, Liverpool, Arsenal, Chelsea)?

    Það hefur ekki komið nothæfur leikmaður upp hjá Liverpool síðan Owen var og hét og ef Liverpool ætlar aftur í top4 þá þarft að opna veskið (sem virðist vera að gerast).

    Og kommon… eins og að flestir leikmenn Liverpool séu þarna út af einhverju öðru en peningum…

  30. Nr 30# Þröstur Citymaður

    Þú ásakar Einar Örn í grein sinni að vera með skítkast í garð Man City og fyrir það sé hann öfundsjúkur hræsnari. Ég spyr á mót, sérð þú virkirkilega ekki, Þröstur, að greinin þín einkennist af skítkasti í garð pistlahöfundarins og þar með gerist þú sjálfur sekur um hræsni með því að gagnrýna aðra fyrir nákvæmlega sama hlutinn. 

    P.S. Fræbært að Dalglish sé búinn að skrifa undir, nú er bara að taka Tottenham í bakaríið á sunnudaginn og tryggja fimmta sætið.

  31. Hvað sögðu aðdáendur Everton, Tottenham og West Ham fyrir 10 árum? Arsenal, Liverpool og Man Utd hafa yfirburðaforskot á önnur lið vegna þess að þau komust í meistaradeildina með peningunum sem þar fylgdu. Sem gáfu þeim frekari tækifæri á að kaupa dýrari og þar með betri leikmenn en liðin sem komust ekki í CL.

    Núna þegar búið er að brjóta upp þessi yfirráð sem þessir klúbbar höfðu þá eru (sumir) aðdáendur þeirra alveg brjálaðir.

    Ég spyr nú bara á móti, hvernig í fjandanum átti þessi þróun að breytast öðruvísi en með auknu fjármagni hjá öðrum klúbbum?

  32. Ef að John Henry mynd draga upp shitload af peningum í sumar og klúbburinn kaupa síðan alla stærstu bitana á markaðnum, þá held ég að  stuðningsmenn LFC myndu líklega ekkert kvarta mikið yfir því.

  33. Kjartan : ég er með skítkast út í pistlahöfund fyrir að skíta út City og aðdáendur City og þar á meðal mig .
    Hann skrifaði þessa grein af öðrum forsetum heldur en árás á sig.  Sérð þú virkilega ekki munin á því ?

  34. munurinn á þessum 2 hlutum, er sá að peningurinn sem við eyðum mun koma ÚR REKSTRI EIGIN FÉLAGS !!! ástæða þess er sú jú að þeir hreinsuðu skuldirnar, en það flokkaðist bara sem kaup á fótboltaliði, engin sérstök aðstoð þar, liverpool er þannig klúbbur að skuldlaust þá getur hann rekið sig sjálfur !!!! og keypt leikmenn fyrir þann pening, við munum ekki þurfa mikla hjálp frá eigandanum við að kaupa leikmenn , heldur mun reksturinn og spons-ið sem ian ayre hefur komið með inn sjá um það, ef þið shittí menn sjáið ekki muninn á þessu þá getið þið bara gleymt því að reyna að tjá ykkur um þetta..

  35. Þröstur #30
    Carol á 35 milljónir, hefur þú efni á því að gagnrýna kaupstefnu annara liða eftir þennan farsa?
     
    Já, þegar City kaupir Dzeko á rúmar 30 milljónir punda þegar þeir eiga fyrir:Carlos Tevez, Mario Balotelli, David Silva, Jo,Emmanuel Adebayor, Roque Santa Cruz, Craig Bellamy, Felipe Caicedo.
     
    Og núna eru þeir byrjaðir að eltast við Zlatan og Etoo. En það undarlega er að þeir virðast ekki selja nokkurn einasta mann. Halda þeim uppi á klikkuðum launum til þess eins að keppinautarnir kræki ekki í þá og um leið og kviknar áhugi á einhverjum leikmanni eru þeir mættir til að dobbla allar upphæðir og laun. Þetta er komið úr böndunum, því að þeir munu halda þessu áfram í sumar og eyða meira en í fyrra. Kaupa Zlatan og senda Dzeko aftur til Þýskalands á lán og koma væntanlega með rausnarlegt tilboð í Suarez og bjóða honum 200 þúsund punda vikulaun.

  36. Megas:  Ég get að mörgu leiti verið sammála þér um að það er rugl að halda öllum þessum mönnum, enda hefur City reynt og mun reyna að selja þessa leikmenn.
    Ég er nokkuð viss um að Jo,Adevayor,Santa Cruz,Bellamy og Caicedo verði til sölu núna í vor hvort sem það tekst að selja alla á uppsett verð get ég ekki verið viss um.
    Tevez er sennilega á förum ef uppsett verð 50 millur fást fyrir hann þannig að þá eru eftir Dzeko,Balotelli og 2 uppaldir Nimley og Guidetti ef Tevez verður seldur þá mun City alltaf kaupa nýjan markaskorara það hljóta allir að sjá en varðandi þessa leikmenn sem þú taldir upp þá er ég sammála þeir verða að fara áður en aðrir verða keyptir nema Silva sem spilar sóknar tengilið þannig að hann telst ekki með.
    Fréttir innan úr City eru flestar í þá áttina að ef Mancini á að kaupa fyrst þá verði hann að selja fullt af leikmönnum áður. Verið er að horfa til nýju fair play reglanna , þannig að eru þá ekki allir glaðir eða ?
    City er ekki að kaupa Zlatan eða Etoo það eru kjaftasögur.
    Varðandi Dzeko þá hefur hann ekki farið vel af stað. Vonandi nær hann sér á strik næsta season en hann hefur sannað sig áður í meistardeil þannig að ég hef trú á honum.
    Adebayor og Bellamy voru alltaf upp á kannt við allt og alla þannig að það varð að losna við þá , ekki gátuð þið notað Bellamy þannig að þú veist kannski hvað ég er að tala um Santa Cruz er alltaf meiddur, Mark Hughes var rekinn meðal annars vegna þess hvernig hann stóð sig á leikmannamarkaðnum , Ade og Santa Cruz voru alls ekki að virka.
    Suarez er að ég held ekkert til sölu þannig að ég skil ekki afhverju þú heldur það nema þú hafir lesið það í einhverju sorp riti.
     

  37. já og svo kostaði Dzeko 27 milljónir punda en ekki yfir 30 milljónir punda eins og þú segir það var Carol sem kostaði yfir 30 milljonir punda (35 milljónir) .
    Veit ekki alveg afhverju þú þarft endilega að fara með rangt mál þarna en kannski skiptir það ekki máli..
    Ég segi bara þegar ég skrifa pistla síðar um uppgjör á leiktíðinni að Liverpool hafi keypt Andy Carol á yfri 40 miljónir

  38. takk fyrir að svara ekki staðreyndunum sem ég benti þér á kæri shittí maður, enda er þetta augljóst, vinsamlegast ekki commenta á þessa hluti fyrr en þú skilur muninn á því að reka klúbb skv eigin tekjum, eða reka klúbb á pening frá olíubarónum..

  39. hoddij : ég veit ekki hvort maður á að vera svara manni sem kallar liðið mitt shittí .
    En ég veit allt um muninn á þessu enda rek ég mitt eigið fyrirtæki. Ef draumurinn þinn verður að veruleika þá mun Liverpool,Man Utd og Arsenal vera í efstu 3 sætunum alltaf um alla framtíð ,kannski villtu það.
    Sko það er þannig þegar menn reka fyrirtæki og það er nákvæmlega það sem fótboltalið eru í dag þá er oft á tíðum fengið aukið fjármagn inn í fyritækið til að það eflist og dafni og nái þeim árangri sem ætlast er til.
    Eigum við svo ekki bara að bíða og svo hvernig allt fer.
    Þið eruð búnir að missa stóra tekjulind sem Meistardeildin er og völlurinn ykkar tekur td færri aðdáendur en völlur City, en vissulega er gríðarlega stór tekjulind frá treyjusölu og fleira tengdu félaginu við sjáum til hversu marga world class leikmann það dugar fyrir og launum þeirra

  40. þú varst að reyna að halda því fram að liverpool væri að gera svipaða hluti, munurinn er sá að liðið gerir það fyrir sína eigin ! peninga, ekki frá sykurpöbbum sem ákveða að eitthvað lið geti keypt alla leikmenn í heiminum.. þessi hugsjón er ömurleg og verður vonandi afnumin með uefa financial fair play reglunni, amk mun þetta ekki endast að eilífu .

  41. Ekki einu sinni skítkast frá tapsárum, öfundsjúkum,hræsnara eins og þér Einar Örn breytir því

    Gott innlegg, Þröstur.

    Ég var annars ekki að skíta aðdáendur Manchester City (þú mátt endilega benda á hvar ég geri það) – bara að segja að þeir eiga lítinn þátt í velgengni liðsins.  Þeir hafa mætt á leikina í áratugi og stutt sitt lið, en allt í einu núna er liðið þeirra orðið gott.  Það er ekki vegna þess að þeir hafi öskrað hærra á þessu tímabili, heldur vegna þess að Abu Dhabi menn hafa dælt í þá peningum.

    Ég er sammála Þresti City-manni að flestu leyti. Hvernig á meðallið ad komast í meistaradeildina án þess ad nota peninga? Hvernig átti að brjóta upp hin fjögur stóru (United, Liverpool, Arsenal, Chelsea)?

    Með því að reka gott fótboltalið til dæmis.  Ekki með því að fá til sín ríka sykurpabba, sem dæla peningum í liðið. Aston Villa og Tottenham og Everton hafa komist nálægt Meistaradeildinni (eða í hana) með því að reka góða fótboltaklúbba. Ekki með því að fá olíubaróna til að gefa sér pening.

    Pointið hjá mér er að ef eigendur hafa svona mikil áhrif, þá hættir fótboltinn að snúast um verðleika liðanna, heldur fer að verða lotterí um hver fær ríkasta eigandann.

    Menn mega kalla mig bitran og hræsnara og allt það.  En ég vil samt sjá lið einsog Tottenham komast inní Meistaradeildina að stórum hluta á sínum verðleikum, frekar en lið einsog City sem eru þarna vegna peninga eigendanna.  Menn mega alveg vera mér ósammála, en ég er ekki spenntur fyrir því að fylgjast með sporti þar sem stærð veskis eigendanna er aðalmálið.
     

  42. Hættu þá bara að fylgjast með, vandamál leyst.

    Annars er ég alveg sammála Þresti City manni, þessi pistill er svo öskrandi bitur að það er hálf óþægilegt. Ég skil samt hvað þú ert að tala um Einar, ég bara nenni ekki að grenja yfir þessu, þetta gerir boltann bara skemmtilegri, nýr vinkill.

  43. Ég er reyndar alveg sammála Einari í grunninn (hann getur vottað fyrir að það gerist nú sjaldan). Það sem fer mest í taugarnar á mér er að hér áður fyrr höfðu lið í CL óeðlilegt forskot á önnur lið. Aðdáendur Liverpool voru þá ánægðir með ástandið. Svo þegar einokunin var brotin á bak aftur þá skín biturleikinn í gegn. Hvoru tveggja er leiðinleg þróun.

  44. Ég er reyndar alveg sammála Einari í grunninn (hann getur vottað fyrir að það gerist nú sjaldan). Það sem fer mest í taugarnar á mér er að hér áður fyrr höfðu lið í CL óeðlilegt forskot á önnur lið. 

    Liverpool þurfti nú ekki Meistaradeildina til þess að hafa forskot á önnur lið.  Liðið hefur verið meðal bestu liða Englands síðustu áratugi vegna þess að það hefur verið vel rekið, hefur haldið tryggð við góða þjálfara og á frábæra aðdáendur.  Meistaradeildin breytti þar engu.

  45. Einar:
    Tottenham hefur eytt 230 milljónum í leikmenn síðan 2006 , þeir eru með ríkann sykurpabba http://en.wikipedia.org/wiki/Joe_Lewis_%28British_businessman%29
    Það er enginn vafi um það að Tottenham væri ekki þar sem þeir eru nema fyrir peninga sem hefur verið ausið í félagið að halda öðru fram er barnalegt og hreinlega rangt. Tottenham hefur fengið til sín 23 leikmenn á síðustu 3 leiktímabilum þannig að ég skil ekki hvernig þér finnst þeir vera eitthvað fyrirmynd umfram annað lið.
    “Það var pínulítið sorglegt að horfa á stuðningsmenn Manchester City í gærkvöld því þeir eiga afskaplega lítinn þátt í velgengni liðsins síðustu tímabil. Þeir eiga engan heiður af því að liðið er allt í einu komið í Meistaradeildina”
    Er þetta ekki að skíta út aðdáendur City ?  Þú talar verulega niður til þeirra sem halda með City með þessu og alla vega ég tek þetta til mín og veit ég um fleiri sem halda með City og hafa lesið pistil þinn og finnst að sér vegið, ég tala nú ekki um hvernig traustir aðdáendur City sem mæta á alla leiki liðsins og eru ekki síður góðir stuðningsmenn heldur en aðdáendur annara liða.
    Annars þá hefur Liverpool ekki spilað nógu vel síðustu 2 tímabil til að komast inn í meistaradeildina ,það hefur ekkert með Manchester City að gera, held að í stað þess að horfa á aðra og gagnrýna aðferðir þeirra þá máttu ekki gleyma því að það er ein ástæða fyrir því að þið eruð ekki að spila í meistaradeildinni og svörin við því er aðeins hjá einu félagi og það heitir Liverpool.
     

  46. seinasta sem ég hef við þig að segja aðdáandi olíuliðsins shittí er það að það er búið að semja reglu til að reyna að koma í veg fyrir að sá viðbjóður sem er í gangi td hjá þínu liði geti haldið áfram , ef það segir þér ekki að það sé eitthvað rangt í gangi hjá þínu liði þá já.. .. lifðu vel

  47. Þröstur City-maður kemur af krafti inn í umræðuna og það var auðvitað við því að búast að einhver City- eða Chelsea-maðurinn kæmi hér inn og reyndi að malda í móinn. Fyrir utan að kalla okkur bitra eða öfundsjúka er hins vegar lítið um rök frá þeim að koma.

    Og … eins og til að undirstrika orð okkar birtir heimasíða Manchester City í gær þennan pistil: The ‘bluffer’s’ guide to Manchester City.

    Lesið þennan pistil. Allan. Í alvöru. Þarna eru góð ráð svo að nýir stuðningsmenn City geti þóst vera uppaldir, hardcore-aðdáendur sem þekkja sögu félagsins út og inn. Pistillinn inniheldur í alvöru ráð eins og: “Ef þú ert spurður hver uppáhalds leikmaðurinn þinn er, ekki segja að það sé Yaya Dzeko.”

    Hvernig getum við tekið svona klúbb alvarlega? Þröstur og aðrir City-menn sem ég geri ráð fyrir að hafi stutt liðið í lengri tíma en síðan 2008, endilega njótið velgengninnar. Þið eigið hana skilið jafn mikið og aðrir alvöru stuðningsmenn. En ekki láta eins og við hin megum ekkert segja eða verðum að lúta höfði af virðingu við þetta City-lið þegar þið vitið vel að það er ekki góður rekstur félagsins sem hefur skilað ykkur hingað heldur það að þið keyptuð lottómiða og unnuð.

  48. Jæja nafni Citymaður, ef þú sérð ekki stigsmuninn á Tottenham og Manchester City þá er sennilega ekki hægt að ræða þetta neitt mikið lengra. Ef ég tek þessa tölu þína heilaga þá erum við að tala um 230 milljónir punda á 5 árum. Sýnist það vera minna en það sem City hafa eytt á síðustu tveimur árum. Auk þess sem mér sýnist ekki vera tekið með seldir leikmenn, Darren Bent, Michael Carrick, Dimitar Berbatov og fleiri hafa til að mynda allir verið seldir á þessu tímabili. Einhvern veginn grunar mig að City hafi fengið töluvert minna inn í kassann.

    Mér finnst alla veganna mjög ólíkt hvernig þessir klúbbar eru reknir. Tottenham er meira svona vel rekið batterý, hugsanlega með vænum stuðningi frá eigandanum meðan Machester City er bara leikfang í einhverri “typpakeppni” í Arabíu.

  49. Kæri Kristján Atli : Jamm hallærisleg grein hjá þeim á mcfc.co.uk, en þetta er nú meira gert í gríni en alvöru, fatta ekki afhverju þú tekur þessu svona alvarlega, en gaman að sjá að þú sýnir City þennan áhugu .
    Kannski er Liverpool aðdáandi ekki rétti aðilinn til að gagnrýna aðra varðandi Glory hunters eða hvað ?
    Hvað mig varðar þá hef ég eins og ég hef sagt áður haldið með City í gegn súrt og sæt síðan 1977 ég fylgdist með þegar Þeir komust upp úr 3 neðstu deild 1999.  Ég hélt jafn mikið með þeim þá og núna og er jafn stressaður fyrir leiki núna og ég hef alltaf verið, bóka aldrei sigur fyrir fram.
    Ég mun aldrei hætta að halda með liðinu hvort sem þeir verða bestir eða verstir hvort sem þeir verða ríkastir eða fara í gjaldþrot.  Ég hef alveg jafnan rétt á því að halda með City eins og þú heldur með Liverpool, þannig að þú þarft ekkert að vera hissa yfir því þó ég svari fyrir þegar svona er talað um mitt lið og aðdáendur þeirra á annara liða heimasíðu.
    Ég hélt ég hefði komið fram með fullt af rökum og bent á dæmi mér til stuðnings.
    En svona er þetta bara , það voru samt nokkrir hérna sem tóku undir sem ég sagði og vil ég þakka fyrir það.
    Að kalla ykkur bitra og öfundsjúka hlýtur að vera rökrétt þar sem þessi grein birtist daginn eftir að Liverpool komst ekki í meistaradeildina og er inngangur hennar byggð á því.
    Á meðan Liverpool var með fast sæti í meistaradeildinni þá komu aldrei neinar greinar sem ég rakst á um Chelsea .
    Á meðan Liverpool var í meistaradeildinni þá sá maður aldrei neinar pælingar hvað sé rétt að eyða miklum peningum í leikmenn og hvenær það er orðið siðferðilega rangt.
    Þú talar um sanngirni, var það  sanngjarnt þegar þið keyptuð Carol á uppsprengdu verði af Newcastle rétt fyrir lokun gluggans þannig að Newcastle sat uppi með engan framherja, búnir að missa arftaka Shearar?
    Prófaðu að skreppa til norður Englands og spjallaðu við Newcastle aðdáendur um það.
    Nei þetta er alltsaman spurning um það sama, City, Liverpool, Chelsea, United, Newcastle eða Stoke skiptir ekki máli það eru allir að reyna gera betur en síðast og reyna að styrkja sín lið. Menn greinir á um aðferðir og allavegana siðferðispostular spretta upp og benda á hver er að gera rétt og hver rangt.
    Menn eru meiri segja orðnir sérfræðingar í bókhaldi annara liði en þeirra sem þeir halda með og telja sig vita nákvæmlega hvað eigendur liða ætla sér og hvernig þeir hugsa.
    En allavegana eins og ég hef sagt þá hef ég ekkert á móti Liverpool og ykkur .
    Kenny verður góður þjálfari fyrir ykkur og ég óska aftur til hamingju með ráðningu hanns, hann er flottur gaur og topp eintak.
    Og aftur gangi ykkur og Liverpool vel.

  50. Nafni ég var að benda á að Tottenham er með ríkan eiganda sem hefur ekki sett sig á móti því að liðið kaupi leikmenn, ég var aldrei að segja að City hafi ekki eytt miklu meiri pening.
    Ég ætla ekki að þykjast vera einhver sérfræðingur í því hvernig Tottenham er rekið læt þér það eftir, en það er rangt hjá þér að segja að City sé leikfang í einhverri typpakeppni í Arabíu.
    Ég hef lesið og hlustað á þeirra plön , en hey þú veist betur, eins og þú veist nákvæmlega allt um Henry og hans áætlanir.

  51. Þröstur Citymaður (#60) spyr:

    Kannski er Liverpool aðdáandi ekki rétti aðilinn til að gagnrýna aðra varðandi Glory hunters eða hvað ?

    Ég fæddist sem Púllari. Erfði ást á liðinu í vöggugjöf frá föður mínum. Minni gloryhunter finnurðu ekki.

    Hvað er það annars sem ætti að gera Liverpool-aðdáanda að glory hunter? Þetta er endalaust vitlaus fullyrðing hjá þér.

    Annars heldur þú bara áfram að snúa út úr. Auðvitað hafa Liverpool, Man Utd, Tottenham og fleiri eytt peningum. Það er ekkert að því að eyða peningum í leikmenn, ef rekstur félagsins býður upp á slíka eyðslu. Manchester United og Liverpool hafa í gegnum árin getað eytt meiru en flest allir aðrir klúbbar á Englandi af því að það eru stærstu og vinsælustu klúbbarnir.

    Ef þú sérð ekki muninn á því og því sem Chelsea og Man City eru að gera síðustu árin er ástæðulaust að ræða þetta við þig frekar. Get alveg eins reynt að útskýra málið fyrir inniskónum mínum.

  52. Sl. sumar og í janúar hefur City liðið verið styrkt um cirka 130 milljónir punda meðan heildareyðsla Liverpool á markaðnum er í plús(eyðsla Man Utd og Arsenal mjög lítil). Vinni þeir báða leikina sem þeir eiga eftir er bæting þeirra í deildinni 4 stig frá því í fyrra. Gangi illa ná þeir færri stigum en í fyrra.
    Meistaradeildarsætið er þó þeirra og og sigur í FA cup gerir þetta tímabil sæmilegt fyrir City og uppfyllir lágmarkskröfur sem gerðar eru til Mancini og hans leikmannahóps sem samtals kostar í heildina (lánsmenn meðtaldir) í kringum 350 milljónir punda.
    Það merkilega var þó að City voru aldrei með í titilbaráttunni og Liverpool sem eru að eiga sitt versta tímabil í langan tíma og ekki geta styrkt sig í tæp 3 ár án þess að selja í staðin,, eru einungis fáeinum stigum á eftir.
    Þó allar upphæðir yrðu framreiknaðar þurfti  Dalglish mikið minna til að koma Blackburn í titilbaráttu á sínu öðru tímabili, náði 84 stigum sem myndi duga til að vinna deildina í dag (var meistari á þriðja). Eyðsla Mourinho hjá Chelsea var mun minni en þessar City upphæðir.
     

  53. Svakalegur hroki er þetta Kristján Atli….finnst þér óeðlilegt að menn reyna að verja lið sitt? Og þarftu að svara honum með þessum hroka og leiðindum? Þröstur City maður er búinn að ústkýra sitt mál gríðarlega vel hérna en það eina sem þú hefur er hroki og leiðindi. Ég skil sjónarmið þitt, sem og ég skil sjónarmið hans, ég skil bara ekki þennan hroka í þér.

  54. sammála þér Hafliði. Þetta er frekar leiðinlegur blettur á annars vel skrifandi og málefnalegum pistlahöfundi.

  55. #63 og fleirum.
    Fyrst vill ég segja að ég hef haldið með City frá því ég var 9 ára gamall árið 1999 þegar City tók mig heljartaki og unnu á ótrúlegan hátt Gillingham í umspili í þriðju deild.
    Hafa menn ekki sagt það að peningur kaupi ekki árangur í langan tíma þegar rætt er um eyðslu City eða annara liða? Ekki heyri ég annað en að öll lið þurfi tíma til að ná saman og læra inn á hvorn annan þegar keypt er svona margir leikmenn…
    Alltaf heyri ég líka frá öllum að miðað við leikmannahópinn sem þeir hafa eiga þeir að vinna og/eða vera í baráttu um meistaratitilinn ekki seinna en núna…
    Sérðu hvað er í gangi þarna?
    Allavega, Mancini gerir sér grein fyrir að þetta taki tíma, Sjeikinn gerir það einnig, Gary Cook stjórnarformaður City gerir það einnig. Markmiðið á þessu tímabili var alltaf að ná meistaradeildarsæti, hjá öllum aðilum sem eru í stjórn hjá City. Ég veit ekki betur en að það hafi tekist + FA bikarinn. Mér þykir það andskoti góður árangur.
    Hvað leikmannakaup varðar, þá sagði bæði Sjeikinn og Cook, að þeir vissu mætavel að eyðslan væri út úr þessum heimi og myndi ekki vera svo á næstu árum, fyrst selja svo kaupa, þeir sögðu einnig að City hefðu troðið 8-10 ára plani niður í 2-4 ár, þá hvað varðar að byggja upp lið.
    Ef menn velkjast í vafa um þessi orð, þá má benda á aldur leikmanna sem hafa verið keyptir til liðsins og spila með liðinu í dag, en þeir sem gætu talist til þess að vera aldursforsetar, eru Barry (30), K. Toure (30), Given(35), Vieira(35) annars hafa verið keyptir leikmenn á aldrinum 18-26 ára. Augljóslega er keypt til framtíðar. Ekki það að ég sé að afsaka eyðslu City, þá er ég að benda á að þeir herramenn hér sem hafa verið að tala út um rassgatið á sér og með biturð og hroka að vopni, að City mun ekki eyða slíkum fjárhæðum aftur, það er byggt upp lið til framtíðar!
    Hvað uppalda leikmenn og “Home Grown” regluna varðar, þá vill ég benda mönnum á þessar  greinar:
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/8902975.stm
    http://astonvillacentral.com/2010/07/how-does-man-citys-squad-stand-up-against-the-new-home-grown-rule/
    Hvað mig varðar sýnist mér City vera í góðum málum, allavega betur en Liverpool samkvæmt fyrstu greininni. 🙂
    Svo að lokum væri allveg magnað ef menn gætu hætt barnalátunum og hætt að kalla lið mitt shittý eða álíka, þetta er vanvirðing við stuðningsmenn liðsins, allavega sýni ég Liverpool þá lágmarksvirðingu að kalla það sínu eigin nafni en ekki öðrum nöfnum sem ég hef séð á öðrum síðum s.s Liverloose eða álíka.

  56. Ég er reyndar staddur í Noregi eins og er og var að vinna upp tapaðann tíma hér á KOP.is, hef ekki náð að lesa síðuna í smá tíma.

    Finnst þessi pistill góður að flestu leiti og mikilll sannleikur í honum, þó hann klárlega fari fyrir brjóstið á mörgum (eins og komment gefa sterklega til kynna), sem er líka að mörgu leiti skiljanlegt.

    Ég veit ekki alveg hvort það er sanngjörn krafa að ætlast til hérna myndist aðeins málefnaleg umræða. Við erum að ræða íþrótt  þar sem okkar lið stendur oft á tíðum gríðarlega nærri hjarta, skiptir þá ekki máli hvert “okkar lið” er! 

    Leiðinlegast finnst mér að sjá hvernig umræðan þróaðist. Þ.e. yfir í pissukeppni, aðdróttanir, uppnefningar og sumir nota jafnvel “staðreyndir” úr daglegum slúðurpökkum til að rökstyðja sitt mál. Í hnotskurn er innihald pistilsins rétt að mínu mati, þó umbúðirnar séu klárlega ekki að smekk allra.

    Ef við setjum þetta í samhengi.
    Hversu miklar höldum við lesendur KOP.is að vinsældir Formulu 1 væru ef auðmenn mættu kaupa lið og mæta svo á næsta tímabili með kraftmeiri vél en keppinautarnir? Væri það þeirri íþrótt til framdráttar?? Persónulega held ég ekki !!  Til að vera meistari í Formúlu 1 þarf góða liðsheild margra mismunandi aðila… bílstjóra, liðstjóra, tæknimenn, vélamenn, hönnuði, verk- og veðurfræðinga o.s.frv.  Það þarf að finna leiðir til að nýta afl bílsins á sem bestann hátt, sem minnst vindmótstaða er bara eitt dæmi þar um, samvinna við dekkjaframleiðendur er annað. Vona að þessi samlíking skili sér að einhverju leiti.

    Er þessi íþrótt sem við elskum, þó það sé frá mismunandi heimavelli, betur sett ef áhersan er á íþróttina en ekki peningana? Þ.e. ekki verði leyfilegt að ausa peningum í rekstrarlegt svarthol uns titlar skila sér í hús.  Er ekki betra að félög verði að byggja á eðlilegum rekstrargrunni og félög skili hagnaði (eins og eðli allra fyrirtækja á að vera, af hverju ættu fótboltafyrirtæki ekki að lúta því lögmáli?) Að kappið verði að eigendur vinni með þjálfara til að byggja upp lið sem spilar fótbolta í takt við áherslur eigenda og geti þá lagt eigendum til nýjar áherslur ef vill. Einnig að þjálfari vinni með eigendum í markaðsmálum, t.d. með því að vera opinn fyrir æfingaferðum sem passa inn í markaðsplan fyrirtækisins. Að búa til heillandi umhverfi sem verðlaunar aðdáendur liðsins o.s.frv. Lið í fremstu röð, hvort sem er í Formúlu 1 eða fótbolta á að þurfa öfluga liðsheild til að ná árangri, að mínu mati. Ríkur eigandi ætti ekki að vera nóg.

    En að þessu sögðu er ég líka þeirrar skoðunar að ríkur eigandi á alls ekki að vera efni neikvæðrar umræðu… En hinsvegar er mikil hætta á því að það skapist neikvæð umræða um stjórnunarhætti þess ríka ef viðskiptaplan viðkomandi liðs innheldur rekstrarlegt svarthol eins og ég nefni áðan.
    En að sama skapi er ákveðin endurnýjun og nýliðun í flokk þeirra bestu í hverri íþrótt bæði óhjákvæmileg og af hinu góða.  Það sem hinsvegar skipir miklu máli er hvernig sú endurnýjun á sér stað.

    Nýjir eigendur LFC verða víst seint kallaðir fátæklingar eða aðilar sem kaupa LFC eingöngu vegna sögu félagsins, ást sinni á félaginu og/eða fótbolta. Þeir eru klókir viðskiptamenn sem kjósa að fjárfesta í íþróttum. Árangur þeirra hinsvegar bendir til að þeir gera vel það sem þeir gera.

    Það er erfitt að skrifa svo “pistil” án samanburðar svo ég nota til samanburðar það viðskiptamódel sem blasir við okkur almúganum frá Man.City og Chelsea (þetta er á engann hátt árás á félögin sem slík eða þeirra stuðningsmenn, heldur aðeins verið að nota sögu síðustu ára (þó City sé ekki stór fleirtala í árum) sem viðmið). Tek það skýrt fram að mitt viðhorf mótast af því sem maður les og heyrir, vissulega sumt frá misábyrgum miðlum en á heildina litið ekki gríðarlega fjarri sannleikanum grunar mig.

    Held að ég geti fullyrt sem staðreynd að bæði þessi félög eru rekin með gríðarlegu tapi í dag (þó ég stúderi ekki ársreikninga þessara félaga sjálfur) og ástæða þessa tapreksturs liggur í miklum fjárútlátum til leikmannakaupa og launa leikmanna. Þ.e. önnur hlið rekstursins tók hamskiptum (útstreymi fjármagns) meðan hin hliðin var lítið breytt (innstreymi fjármagns). Í hvaða fyrirtæki sem er, í hvaða geira sem er, þykir það ekki vænlegt til árangurs, til LENGRI tíma litið. Ekki flókin stærðfræði bakvið þá staðreynd. En þó, þeim til varnar, er hægt að færa viðskiptaleg rök fyrir svona rekstri þó ég sé persónulega ekki sammála þessari leið. 

    Í þeim umræðuheimi fótboltans sem ég tengist, þó vissulega sé ég ekki hlutlaus, hef ég töluvert rekist á neikvæða umræðu (ekki bara skrifaða af íslendingum á Íslandi) varðandi þetta viðskiptamódel sem “fæddist” hjá Chelsea og Man.City með tilkomu ríkra eigenda. Held að innihald umræðunnar sé meira tilkomið vegna þess að nýtilkomin velgengni fékkst að langstærstu leiti með stórkostlegum fjárútlátum, klárlega á kostnað félagsins sem vel rekið fyrirtæki.

    Mín upplifun er hinsvegar líka sú að nýir eigendur LFC hafi ekki fengið á sig slíka umræðu eða gagnríni! Því ekki?  Hver er munurinn? Þeir höfðu enga tengingu við LFC… Þeir þekktu lítið sem ekkert til fótbolta… Held að munurinn liggi í þeirra nálgun á félagið en fyrst og fremst þeirra viðskiptamódels. Það fylgdi þeim ekki gríðarleg fjárútlát (dýrir leikmenn keyptir og dýrir leikmenn seldir, nettó ekki stór fjárútlát). Áherslan er á að búa til gott fyrirtæki úr frábæru fótboltafélagi.  Hækka báðar hliðar rekstursins, bæði fjárútlát og innstreymi fjár. 

    Í sannleika sagt, er það ekki leið sem við erum sáttari við að sjá sem þróun í heimi fótboltans?  Er það ekki líklegri þróun til að auka hróður og velgegni íþróttarinnar sem við elskum? 

    Þó má alls ekki búa svo um hnútana að félög geti ekki notið fjármuna sinna eigenda til að komast upp á næsta stall, ná framförum og auka sinn hróður út um allann heim, ef vill. Nýir eigendur ættu að hafa eitthvað frelsi til að breyta sínu félagi með innspýtingu fjárs til skemmrí tíma, annars væri gríðarlega erfitt að byggja upp og endurnýjunin í heimi þeirra bestu væri bæði sein og lítil. 

    Minn draumur er að rekrarreglan fyrir PL verði að alvöru veruleika og virki í raun…
    Þetta er mjög einfölduð mynd af flókninni umræðu… en mitt innlegg engu að síður 🙂 

    Njótum fótboltans  🙂
    YNWA

Er Ashley Young skotmark númer 1?

Kóngurinn skrifar undir!!!