Fulham á morgun

Það er ekki mjög langt síðan sem maður horfði til Evrópusætis með vonleysi í augum, á tímabili var maður bara ánægður með að sleppa úr fallbaráttunni. Núna? Nei, núna erum við að fara að spila við Fulham á morgun og sigur í þessum leik gefur okkur bara alveg ótrúlegan helling. Hið algjörlega stórbrotna Tottenham lið gæti þurft að horfast í augu við það að vera tveim stigum á eftir okkur, þrátt fyrir það að vera búnir að vera “hæpaðir” í drasl og talaðir upp úr öllum hæðum. Come on, meira að segja Gareth Bale var valinn leikmaður ársins af félagi pappakassa á Englandi.

En hvað um það, ég ætlaði ekki að ræða um Tottenham hérna, mál málanna er Liverpool FC og viðureign þeirra við fúlu skinkuna frá London (hefði ekki tekið þennan brandara ef ég hefði ekki fengið að renna niður eins og einu smakki af skerpukjöti hjá honum Tomma schnillingi í Setberginu í dag). Fulham hafa svo sem ekki verið að gera neitt ferlega slaka hluti, þeir hafa verið alveg fantagóðir undanfarið. Í síðustu þremur heimaleikjum sínum, þá hafa þeir náð því að skora þrjú mörk hjá andstæðungum sínum. Auðvitað er þetta góða gengi allt honum Eiði Smára “okkar” að þakka, um það þrætir enginn. Ég held að veitingastaðurinn að Brautarholti 22 ætti að semja við kappann for life NÚNA.

Hættulegir hjá mótherjunum? Stóra nafnið þeirra í dag er klárlega Clint Dempsey, en það væri afar illa til fundið að reyna að halda því fram að Fulham liðið ætti ekki öfluga leikmenn. Hangeland er búinn að vera virkilega góður nokkur ár í röð, Zamora er orðinn alvöru framherji (þær vikur sem hann hefur verið heill) og svo er stórsnillingurinn og gæðingurinn Danny Murphy á miðjunni hjá þeim. Sem sagt, þetta verður alveg rosalega erfiður leikur og algjör lykilleikur fyrir okkar menn. Vinni þeir leikinn eða geri jafntefli, þá er þetta enn og aftur í okkar höndum aðra helgi.

En hvað um það, eina sem skiptir máli er hvort okkar menn ákveða að halda áfram þar sem frá var horfið og spila flottan fótbolta og þar með slátra andstæðingum sínum. Agger, Gerrard og Kelly eru frá vegna meiðsla, en Aurelio og Jovanovic ættu að vera nálægt endurkomu. Ég spái þessu svona:

Reina

Flanagan – Skrtel – Carra – Johnson

Lucas – Spearing
Kuyt – Meireles – Suárez
Carroll

Held að Fabio blessaður sé ekki ennþá alveg klár í slaginn og svo held ég að Maxi verði fórnað út af endurkomu Carroll (ekki það að hann eigi það eitthvað skilið).

Ég er svo fáránlega stúfullur sjálfstrausts, og ég held að liðið sé sama sinnis. 1-2 sigur á Craven Cottage væru frábær úrslit. Carroll og Suárez með mörkin og málið er algjörlega steindautt.

41 Comments

  1. Fín upphitun hjá þér en ég er vona að Maxi haldi sínu sæti í liðinu og spurning hvort að við fáum ekki bara 4-4-2 með Carrol og Suarez á toppnum og Lucas og Meirales á miðjunni, þó væri ég líka til í að halda Spearing inná.
    Þetta er bara skemmtilegt vandamál sem að King Kenny verður að tækla, Kuyt, Suarez, Maxi og Carrol hafa allir staðið sig frábærlega undanfarið og ekki auðvelt að taka einn úr liðinu.
    Fulham verða erfiðir en ég ætla að spá okkur naumum 1-2 sigri.

  2. Flott upphitun. Maður er að heyra á Twitter að Carroll hafi meiðst lítillega á æfingu og að markamaskínan Maxi verði því áfram í liðinu. Þetta hefur verið bogey-völlur fyrir okkur undanfarin ár en ég spái því að Dalglish trúi ekki á ógæfu og taki sigur þarna á morgun.

  3. fulham hefur ekkert að keppa uppá nema stoltið eru þeir ekki hvorki i fallbaráttu né séns a evrópusæti

  4. Carragher mun umbreytast í djöful á vellinum, í tilefni fjölda leikja sinna fyrir Liverpool, og setja þrennu. Staðfest.

  5. Það er í raun ótrúlegt að Liverpool eigi möguleika á 5. sætinu eftir allt sem hefur gengið á í vetur. Þetta tímabil hefur verið meira “bipolar” en Stephen Fry.

  6. #5; möguleika; við eigum náttúrulega möguleika á 4. sæti, þó það þurfi allt að ganga upp; en sá möguleiki er enn fyrir hendi…..

  7. Tja Bogey er nú stundum gott skor svosem en double bogey er meira Craven cottage. 
    Man bara ekki eftir góðum leik okkar manna þarna lengi.
    Þetta verður samt basl sigur. Kuyt skorar úr víti og Reina heldur hreinu.

  8. Þrátt fyrir að ég geti mér alveg grein fyrir að Fulham hafi verið sterkir að undanförnu, og að þeir eru erfiðir heim að sækja, þá líður mér eins og spilltu barni eftir leiki Liverpool undanfarið.
    Sigur er algerlega það eina sem ég get ímyndað mér þegar ég hugsa um Liverpool, og svo mun verða einnig á morgun.
    Eftir markalausan fyrri hálfleik munu okkar menn setja 2 í þeim seinni á móti öngvu frá heimasætunum.
     
    Fulham 0-2 Liverpool

  9. Samkvæmt sögunni eigum við að vinna þennan leik.

    Liverpool vinnur annaðhvert ár á CC og við töpuðum í fyrra 3-1 🙂 Gefur mér allavega von!

    2-0 Suarez,Kuyt (leggja upp fyrir hvorn annan)   

    Annars væri alltaf gaman að sjá þrennu hjá Carragher666! Djöfulsins legend er þessi maður!!

  10. o-1 fyrir okkur, Spearing setur hann loks og sannar að þolinmæði er dyggð, öskubuskuævintýri að hann skuli búinn að setja nafn sitt á samning við Liverpool FC.

  11. Potturinn og pannan – veisluþjónusta
    Brautarholti 22105 Reykjavík ? Eru þeir að fara signa Eið smára? 🙂

    Vinnum þennan leik 4-0 klármál og staðfest! Flanagan með 1 allavega og sýnist að Carra sé búinn að fá staðfesta þrennu hérna að ofan 🙂

    YNWA!!!!

  12. Er það ekki rétt hjá mér að í síðust 4 leikjum Liverpool á mánudegi hafi leikurinn farið 3 – 0 fyrir heimaliðinu?

    En miðað við runnið á liverpool þá held ég að leikurinn fari ful 0 – 3 lfc. Maxi, Suarez og Flanagan.

  13. Ekki frá því að maður sé orðinn stressaður fyrir þennan leik og það hefur ekki gerst í mjög langan tíma enda höfuð við ekki haft margt að vinna að uppá síðkastið. Það er reyndar bara jákvætt að vera spenntur og stressaður loksins. 2-3 eftir hörkuleik og Lucas, Suarez og Kuyt skora fyrir okkur

  14. Það er fúlt að vera partíbreiker hérna, en mér finnst menn heldur bjartsýnir. Jú, líðið hefur spilað mjög vel að undanförnu en Fulham tekur megnið af sínum stigum á heimavelli og við tökum ekki mikið af stigum á útivelli. Það er bara “fact”. Bjartsýni kallinn í mér segir 1-1 en svartsýni kallinn 2-0 fyrir Fulham. Við eigum ekki kröfu á að vinna þennan leik og það er ekki allt ómögulegt þótt við töpum stigum eða jafnvel leiknum. Liðið hefur náð ágætum stöðugleika en hættan er að það komi down-leikur og hann verði einmitt í kvöld.

  15. Fulham sigla lygnan sjó um miðja deild og það er því meira í húfi fyrir okkur. Við höfum haldið hreinu í 12 leikjum undir stjórn Dalglish, svo við verðum að teljast sigurstranglegri. Hins vegar býst ég við jafntefli eða naumum sigri. Það er hins vegar athyglisvert að Fulham undir stjórn Hughes hafa aðeins fengið á sig 36 mörk, eða 3 færri en Liverpool og aðeins 2 fleiri en verðandi meistarar. Svo það er ansi sterkur 0-0 fnykur sem berst frá Craven.

  16. Ágætis upphitun en ég held að Carroll verði á bekknum nýkominn úr meiðslum og svona og ég meina Maxi búin að vera flottur!

  17. Á heimavelli í vetur hafa Fulham unnið 8, gert 6 jafntefli og tapað 3. Skorað 26 mörk og fengið á sig 16.

  18. Er ekki hægt að hafa þá alla fjóra inná, og hafa vængina hátt á vellinum?
    ………………Reina
    ….Flanno Carra Martin Johnson
    Kuyt Lucas Spearing/Meireles Maxi
    …………..Andy Suarez
     
    Það væri náttúrulega heldur sóknarsinnað lið, en allt er hægt.

  19. Mér lýður sjaldan jafn illa og þeghar Liverpool mætir í útileiki gegn Fulham, gjörsamlega þoli ekki þann ógéðis völl, er ekki bara búin að vera staddur þar einu sinni og sjá Liverpool tapa heldur virðumst líka bara alltaf eiga hrikalega erfitt með að vinna leiki þar.

    En ég vona að okkar menn séu á sínnu besta Runni í vetur núna og klári leikinn í kvöld og leikina gegn Tottenham og Aston Villa.  

    Mín spá 1-2 og Suarez og Carroll skora

  20. Nokkuð góð upphitun… Þetta verður erfiður leikur, en ég hef fulla trú á að Liverpool vinni þennan leik og held að það verði 0 – 2 þegar flautað verður til leiksloka,algerlega ómögulegt að segja hverjir skoa mörkin, þau koma úr öllum áttum þessa dagana. Ef Dalglish nær að halda áfram á þeirri sigurbraut sem liiðið er á í þessum leik, þá er það ekki nokkur spurnig að maðurinn er bara einfaldlega að snillingur (sem ég veit að hann er). Leikgleðin sem er innan raða Liverpool núna og sú staðreind að við erum að spila fanta góðan bolta á meira en tveimur leikmönnum er það sem mun skera úr og sigurinn verður okkar… Og ekki nóg með að Dalglish hafi komið leikgleði inn í liðið, heldur hefur hann fært okkur þá ánægju að maður er farinn að hlakka til leikja aftur án þess að vera með kökkinn í hálsinum… og það gerist ekki betra… Hann er bara lísandi dæmi um kóng sem hugsar um þegna sína… Eigið góðan daga Púlarara nær og fjær… Áfram LIVERPOOL, YNWA…

  21. Auðvitað verður Maxi að byrja leikinn. Hann er búinn að vera rosalegur í síðustu leikjum, sjálfsálitið í botni og menn verða að geta unnið sig inní liðið. Carroll á bara að byrja á bekknum, Hann er að stíga uppúr meiðslum og myndi eflaust ekki geta klárað leikinn en getur kominn inn sem impact af bekknum. Ég segi því, sama lið og í seinasta leik. Ekki breyta því sem virkar.
    Lucas og Spearing éta Dempsey, Murphy og Gudda gamla. Niðurstaða = Sigur
    2-0, Kátur og Suarez

  22. Á pappírnum eigum við að vinna þennan leik en eins og allir vita þá vinnur pappír samt ekki fótboltaleiki. Fulham eru hrikalega sterkir á heimavelli og hafa innan sinna raða sterka einstaklinga sem geta skpaða mikin usla. Ég ætla samt að spá 0-1 sigri okkar manna og ég hugsa að Carroll skori markið á seinustu 10 min leiksins eftir að hann kemur inn á sem varamaður!

  23. Það eru orðnar skuggalega sterkar sögur þess efnis að Carroll hafi ekki náð sér nægilega vel af meiðslunum eða meiðst eitthvað smá aftur og hafi ekki ferðast með liðinu til London fyrir leikinn. Hann verður því samkvæmt því ekki með í kvöld, synd og skömm en vonandi verður hann þá bara klár í leikinn fyrir Spurs.

    Ég held að byrjunarliðið verði bara alveg eins og í síðasta leik. Maxi heldur sinni stöðu, Johnson og Flanagan í bakvörðunum, Carra og Skrtel í miðri vörninni. Spearing, Lucas, Meireles á miðri miðjunni og fremstu þrír verða þá sjóðheitir Suarez, Kuyt og Maxi.

    Núna er að sjá hvort okkar menn hafi það í sér að nýta sér klúðrin hjá City og Spurs um síðustu helgi, saxa á City í 4.sætinu og komast aftur fyrir ofan Spurs.

  24. Tökum þetta 2-4 eins og við gerðum árið 2004 á þessum velli. En það var einmitt fyrsti leikurinn minn og ég var ekkert sérstaklega upplitsdjarfur í hálfleik þegar staðan var 2-0 en svo komu nokkrir snillar, þar ámeðal Igor Biscan sem setti fjórða kvikindið inn og reddaði málunum.

    Carroll setur inn eitt kvikindi og Meireiles annað í fyrri hálfleik og svo kórónar Maxi leikin með tvennu á meðan Guddy setur eitt fyrir Fulham og Dempsey annað.

  25. Nei takk, við erum ekki að fara fá á okkur mark í kvöld, hvað þá heldur mörk…Við erum að fara skora þau.. bara svo það sé á hreinu… Afram LIVERPOOL, YNWA

  26. Hef fulla trú á sigri í kvöld.  Hef samt á tilfinningunni og hálfpartinn vona að þetta verði come back sigur.  Lendi 2-0 undir og taki þetta 3-2.  Kenny á enn eftir að sýna mér að að hann geti snúið þannig leikjum.
    Og Eiður að sjálfsögðu með bæði mörkin…

  27. Ég hlustaði á þáttinn “Sögur af misgóðum mönnum” á Rás 1 um helgina, þar sem Kristján Atli var álitsgjafi og umræðuefnið var Hicks og Gillet, eða þ.e.a.s. ætlaði að hlusta á hann og var mjög spenntur – en því miður þurfti ég hreinlega að slökka eftir svona 5 mínútur þar sem svo augljóst var að umsjónarmaður þáttarins (man ekki hvað hann heitir) vissi minna en ekki neitt um fótbolta, eða a.m.k. ekki vitund um Liverpool og sögu félagsins. Algjör bömmer.
    Strax í byrjun þáttarins talaði hann um Heysel-slysið og sagði m.a. að stuðningsmenn Liverpool hefði ráðist inn á svæði í stúkunni sem ætlað var stuðningsmönnum Juventus (þetta svæði var ætlað hlutlausum áhorfendum, sem var stór þáttur í því hvernig fór því flestir miðarnir lentu í höndum Ítala) og í sambandi við Heysel sagði hann líka að flestir stuðningsmenn Juventus hefðu troðist undir eða látist þegar veggur hrundi á þá, en einnig hefðu nokkrir þeirra hreinlega verið myrtir!!! Hvaðan í ósköpunum fær maðurinn þessar upplýsingar. Svo þegar hann byrjaði að tala um Hillsborough-slysið og sagði að leikvangurinn hefði hrunið með þeim afleiðingum að 96 manns létust, þá slökkti ég. Hversu erfitt hefði það verið fyrir manninn að kíkja á wikipedia og fact-tékka aðeins?
    Sem betur fer var ég rétt í þessu að fá senda bókina hans Brian Reade – An Epic Swindle – um Hicks og Gillet og ég veit að þar á ferð maður sem veit um hvað hann er að tala.

  28. hvaða möguleikar fylgja þessu fimmta sæti ? förum við í umspil fyrir meistaradeildina ?

  29. Nei en það gefur okkur þáttökurétt í annaðhvort umspili Evrópukeppninar eða bara beinan þáttökurétt

  30. Nei það þýðir sæti í evrópudeildinni. Sem er að mínu mati prump keppni. Þá held ég að það sé betra að geta einbeitt sér að því að vinna deildina heldur en að vera sóa púðri í keppni eins og hana.

  31. Við vinnum bara okkar leiki og sjáum svo til. Ef við verðum í 5 sæti förum við bara í uefa og notum hana að koma mönnum í leikform. Líka fínt fyrir guttana að sýna sig.

  32. Mér skildist á KKD að hann ætlaði að gefa Serbneska snáknum séns í kvöld.
    og mig dauðlangar að sjá hann bakka upp Suarez í spili og hraða þarna framarlega.
    Ég væri alveg til í að sjá hann taka stöðu Maxi í kvöld og leyfa Carroll að hvíla sig aðeins lengur með Kuyt og Suarez frammi.

  33. #38

    Ég held að fáir hafi litið á hana sem “prump” keppni þegar liðið vann hana árið 2001. Ári seinna var liðið svo hársbreidd frá því að taka ensku deildina. Þessi keppni gefur haug af peningum, laðar að leikmenn og er líklega sú keppni sem liðið á mestan séns á að vinna á næsta tímabili komist þeir í hana. Og titill er titill, þrátt fyrir að flestir vilji auðvitað frekar vera í meistaradeildinni. Svo er 5. sætið auðvitað alltaf betra en 6.

Sögur af misgóðum mönnum

Liðið gegn Fulham