Sögur af misgóðum mönnum

Fyrir stuttu sat ég fyrir svörum í viðtali vegna útvarpsþáttar um fjármál og eigendur í ensku Úrvalsdeildinni. Þátturinn heitir „Sögur a misgóðum mönnum“ og verður fyrsti þátturinn í röðinni fluttur á morgun á Rás 1 kl. 16:05. Þessi fyrsti þáttur segir frá ensku Úrvalsdeildinni og viðtalið við mig er hluti af þeirri umfjöllun.

Á síðu RÚV er þættinum lýst svo:

Þegar kúrekarnir komu til Liverpool.
Flutt: laugardagur 7. maí 2011 kl. 16.05.
Endurflutt: 11. maí 2011 kl. 13.00

Fótbolti er vinsælasta íþróttagreinin í heiminum og England er vagga hans. Enski fótboltinn hefur engu að síður gengið í gegnum sín erfiðleikaskeið. Fótboltabullur og ofbeldisverk á knattspyrnuvöllum var mikið vandamál um skeið og fleira hefur verð enskum liðum mótdrægt. Fyrir um tveimur áratugum var stofnað fyrirtækið Premier League, enska úrvalsdeildin, til að leiða markaðsbúskapinn inn í enska fótboltann. Árangur hefur á margan hátt verið undraverður og nú eru hvergi greidd hærri laun og enska deildin er enn á ný alþjóðlegt vörumerki. En enska úrvalsdeildin á sér einnig skuggahlið. Liðin eru flest gífurlega skuldsett og í eigum mislitrar hjarðar glæpamanna, spákaupmanna og pabbadrengja. Sérkennilegasta sagan er líklega þegar tveir bandarískir spákaupmenn eignast FC Liverpool sigursælasta og heiðurprýddasta lið Englands frá upphafi. Eignarhald bandaríkjamannanna endaði með ósköpum og verður þessi dökka en áhugaverða saga rakin í þættinum. Í þættinum er rætt við Kristján Atla Ragnarsson ritstjóra Kop.is. Tónlist í þættinum er flutt af Gerry and the Pacemakers og Bítlunum.

Það er Þórður Víkingur Friðgeirsson, verkfræðingur, lektor við HR og dyggur lesandi Kop.is, sem stýrir þættinum. Ég hvet alla áhugasama til að hlusta á þáttinn, þótt ekki geti ég ábyrgst að ég segi mikið af viti. En Þórður er alveg með þetta á hreinu hvort eð er. 🙂

35 Comments

  1. Það er alltaf áhugavert þegar það er verið að fjalla um liðið manns. Gangi þér vel 🙂

  2. Frábær þáttur og flott að fá mann frá Kop.is til að ræða málin. Vel gert!

  3. Það þarf að ræða næstu leiki hjá okkur, Tottenham og City. Sérstaklega þar sem City var að tapa. Dalglish vill að vísu ekki að við spáum í þessu en sú staðreynd að við getum náð fjórða sætinu er bara svo ljúf, þó hún sé langsótt.

  4. Charlie Adam er að senda Bale útaf í börum. Greinilegt að honum langar að spila í evrópu á næstu leiktíð 😀

  5. Charlie Adam klikkar á víti, tekur horn og liðið fær annað víti. Charlie Adam fer á punktinn og skorar. Magnað.

  6. Magnaður dagur í dag, City og Tottenham að tapa sínum leikjum.
    4 sætið er möguleiki en rosalega fjarlægur, Það er frekar súrt að hugsa til þess ef við hefðum unnið einum fleiri leik.

  7. Ef við vinnum Tottenhan erum við að fara að lenda fyrir ofan þá. Þá er bara man city að fara að standa milli okkar og meistaradeildarsæti. Ef við myndum nú vinna okkar 3 leiki sem eru eftir þá myndum við enda með 64 stig 🙂 en málið er að man city er með 62 stig og 3 leiki eftir. Þeir eru á móti Stoke, Spurs og Bolton, og þeir mega ekki vinna einn þeirra, og í mesta lagi ná jafntefli í tvemur! Það þarf svo sannarlega smá heppni til að við náum meistaradeildarsæti

  8. Þráðrán

    Tottenhap tapar stigum á heimavelli 🙂

    Ef við vinnum síðustu 3 þá erum við allavega með evrópusæti

  9. ohhh “hið klassíska ef” kenny hefði nú tekið við svona mánuði fyrr.

  10. Úrslit Tottenham breyta engu í dag uppá evrópusæti okkar, vorum alltaf að fara ná því með því að vinna okkar leiki þar sem einn af þeim er gegn Tottenham og markatala okkar mun betri en þeirra.

    En já kannski naga Henry og félagar sig núna í handarbökin að hafa ekki látið Hodgson fara sama dag og þeir keyptu klúbbinn eins og ég og margir fleiri grátbáðum um þann eftirminnilega fösudag í Október. Værum sennilega á leið í meistaradeild ef Dalglish hefði skoppað um borð þá 3 mánuðum fyrr en hann svo gerði það. En það þýðir ekki að grenja yfir þessu núna en samt gaman að það sé enn smáglæta á 4 sætinu þótt það þurfi jafnvel enn meira kraftaverk til þess að ná því en í Istanbúl 2005. Við púllarar vitum þó að kraftaverk geta svo sannarlega gerst og kannski komin tími á það næsta núna????? sjá City gera 2 jafntefli og tapa einum á meðan við vinnum okkar leiki 2-3 núll og tökum 4 sætið á markatölu, ekki væri það leiðinlegt….

    En er hættur að láta mig dreyma, hafið góða helgi félagar.

  11. Flottur þáttur, Tók samt eftir að þáttastjórnandi tók fram að United væri sigursælasta lið Bretlandseyja með 19 meistaratitla. Seinast þegar ég vissi þá var sá nítjándi ekki komin enn í hús þótt að líkurnar á að þeir vinni hann sé góðar 🙁

  12. #26

    Já, yrðum væntanlega enskir meistarar er að hann kæmi. Einfalt 🙂

  13. Ég hlustaði á þáttinn í beinni, eigið hrós skilið fyrir hann, var kominn heim þegar 20 mín voru eftir af honum eða svo, fór ekki út úr bílnum fyrr en hann kláraðist.
    Spurning um að þið fyllið upp í skarðið sem Valtýr Björn skildi eftir sig.

  14. Mér skilst að það séu haldin rosaleg partý þegar hann fer því annan eins skíta karakter er erfitt að finna 🙂

  15. Þátturinn virkilega fínn og Kristján var mjög góður. Þórður Víkingur kenndi mér í HR og er mikill toppmaður í sínu fagi. Meira af þessu.

  16. 26 og 27…. Ég vill ekki fá Zlatan, þoli ekki þennan mann, finnst hann svona skítakarakter með alltof mikla stjörnustæla þó hann sé vissulega ágætur í fótbolta. Ekki það að hann er auðvitað aldrei á leiðinni til Liverpool en mér leiðist og vildi bara vera með i þessar ltilu umræðu um Zlatan.

    Annars var gaman að hlusta á þennan þátt með Kristjáni Atla, frábær þáttur og það eina sem fór í taugarnar á mér var hvað gaurinn sem stjórnaði þættinum talaði rólega í upphafi þáttarins áður en Kristján kom inní viðtalið, maður var að sofna þá. Kristján frábær eins og vanalega

  17. Jæja United menn verða meira óþolandi en vanalega næstu vikurnar. Best að undirbúa sig fyrir átökin haha

  18. hvernig geta manure menn verið að slá við titlunum okkar með þessu gríðarlega slaka liði sem þeir hafa uppá að bjóða núna, eða verið í úrslitum c l , reyndar bara mætt einum alvöru andstæðing það sem af er ( chel$kí ) einsog ávallt þegar að þeir fara alla leið … en þetta er sorglegt að þetta fallega met falli á svona viðbjóðslega lélegur tímabili 🙁

Fjárhagsfréttir

Fulham á morgun