Opinn þráður: Ekkert að gerast

Hvað segiði, er einhver leikur í einhverri keppni í kvöld? Einhvers konar … Meistara … deild?

Hversu mikið stendur mér á sama? Við skulum kíkja á mælirinn:

Enginn biturleiki hér á ferð. Sakna undanúrslita ECL ekkert. Neinei.

59 Comments

  1. Það er örugglega hægt að finna einhvern kricket leik til að horfa á.

  2. Þar sem BABÚ skellti nýjum pistli eftir að ég gerði mitt seinasta komment þá langar mig að setja það aftur hér þar sem það á vel við í opnum þræði.

    Þar sem mitt ástkæra lið Liverpool á ekki möguleika á deildarmeistaratitlinum í ár lítur þetta svona út frá mínu sjónarhorni.
    1. Ég vona að Manchester Utd taki titilinn af öllu illu sem er í boði. Ég þoli liðið ekki og hvað þá heldur framkvæmdastjórann, en ég ber virðingu fyrir þeim og þá sérstaklega í ljósi þess hve Ferguson lætur ekki vaða yfir sig með stórstjörnur og heldur sínu striki sbr. sölur á Ronaldo, Beckham, Stam Ruud van Nistelrooy og Keane. Árangur liðsins í vetur er frekar magnaður ef horft er til þess hve hópurinn er á pappírnum ekki jafn sterekur og oft áður og alls þess sem hefur gengið á innan liðsins og utan þess sala og ekki sala á Rooney (hvað svosem bjó þar að baki) og getuleysi hans í vetur meiðsli Valencia og Ferdinand. …Vá það mætti halda að ég sé Manchester United maður, en nei svo er ekki því á móti þessu þoli ég ekki hvernig Ferguson hefur komist upp með ýmiss ummæli í fjölmiðlum varðandi hina og þessa hlutina og einnig hvernig blaðamenn sleikja hann upp oft á tíðum og spyrja ekki gagnrýnna spurninga heldur lepja allt upp eftir hann, en loksins í ár hefur hann fengið að finna fyrir því frá FA. 
    Ég get rifist og rökrætt við stuðningsmenn Utd áfram líkt go síðustu ár….okkar tími mun koma.

    2. Ef Torres hefði ekki farið yfir til Chelsea þá hefði ég helst viljað sjá þá taka titilinn, þrátt fyrir viðbjóðinn hann Drogba, því það er öllum sama um Chelsea. Ég einfaldlega get ekki horft upp á Torres taka við titli með Chelsea eftir það hvernig hann skildi við Liverpool, ég hefði fyrirgefi honum það ef hann hefði farið seinasta sumar eða næsta sumar (samt held ég að Liverpool sé sterkara eftir þessi skipti).
    3. Arsenal á ég erfitt með að taka eina ákveðna afstðu til. Mér finnst stefna Wenger í kaupum á leikmönnum og allt í kringum það virðingaverð, en samt sem áður finnst mér hann fá of mikið kredit fyrir það að vissu leyti. Því skortur á Englendingum í hópnum (oft ekki nema 1 í byrjunarliðinu) og liðið er ekki lengur eins ungt og umtalið er. Það er bara eitthvað skemmtilegt við það að Arsenal hafi ekki unnið síðan 2005 og hvernig hann tekur ósigri finnst mér svo skemmtilegt að ég elska þegar Arsenal tapar.
    Annað sem mig hefur lengi langað að skrifa hér inn og er farið að fara rosalega í taugarnar. Það snýr að hlutdrægni, skort á fagmennsku við vinnslu frétta og vísan þeirra í drasl heimildir sem ekki eiga við rök að styðjast og hvert einasta mannsbarn með vott af skynsem sér að fréttin er uppspuni og eingöngu til þess að auka sölu og umferð og umtal, þetta á við um fjölmiðla hér heima (vefmiðlar, blöð og sjónvarp).
    Auk þess er ég orðinn mjög pirraður á því þegar stuðningsmenn annara liða leggja okkur (flestum) Liverpool mönnunum orð í munn og segja okkur ávalt tala um “næsta tímabil sem okkar”. Ég man ekki til þess að ég hafi talið liðið eiga raunhæft tilkall til titilsins nema árið sem við enduðum í 2. sæti með Rafa og gert mér vonir um titilbaráttu tímabilið eftir það, en raunin reyndist önnur. 
    Eftir þessa helgi sem var að líða þá fannst mér eins og Arsenal menn séu að taka þessa setningu af okkur.
    Og í kringum þessa pælingu kom ég með á kenningu að hlutfall Já/Nei úr Icesave kosningunum mætti heimfæra á hlutfall minni Liverpool og Manchester United stuðningsmanna hér á Íslandi, þar sem Liverpool menn felldu samninginn. Rökstuddi þetta á þann hátt að við Liverpool menn værum komnir með svo breitt bak eftir raunir síðustu ára, og raunverulegir gloryhunter stuðningsmenn Manchester United gerðu lítið annað en að bjóða okkur að gerast stuðningsmenn síns liðs í vetur þegar sem verst gekk undir stjórn Woy. Þar sást svart á hvítu munur á stuðningsmönnum þessara liða:)

  3. Þessi ágæti Bjammi #3 er ekki alveg með þetta að mínum dómi. Hvernig er hægt að þjóna tveimur herrum? Má vera að orðalagið sé eitthvað að þvælast fyrir en hvernig er hægt að “vona” að Scum taki titilinn verandi stuðningsmaður LFC? Þetta er titillinn þar sem Scum fer framúr LFC í fjölda Englandsmeistaratitla! Ég ætla rétt að vona að Kenny sé ekki að lesa.
    Það vel hægt að bera virðingu fyrir andstæðingum sínum án þessa að verða gagntekinn af þeim hvað þá að óska þeim titla. Menn ættu að fara í kalda sturtu bara við það eitt að hugsa hlýlega til Scum.

  4. Ég hefði persónulega viljað að Arsenal tæki titilinn fremur en Chelsea eða Manchester United. Get ómögulega sagt að að annaðhvort þeirra liða eigi að taka titilinn, það eru tveir slæmir kostir.

    Annars svona til að segja eitthvað á dauðum tíma hér á síðunni þá kem ég með ábendingu til síðuhaldara með liðinn “Næsti leikur” hér til hægri, hann er oft seinn að uppfærast. Hingað fer maður venjulega fyrst allra síðna til að leita upplýsinga um liverpool, næstu leiki osfrv. Það væri til bóta á frábærri síðu ef hægt væri að uppfæra þennan lið hraðar, jafnvel strax í kjölfar hvers leiks.

  5. Ég tek það skýrt fram að ég óska Liverpool fyrst og fremst. En út frá því hvernig staðan er í dag þ.e.a.s. við eigum ekki möguleika þá bendi ég ég hvað ég myndi frekar vilja af því sem er í boði, og nefni þar skoðanir mínar. Ekki misskilja mig, ég þræti við Man Udt menn daglega og ver mitt lið fram í rauðan dauðann ef ég get.

  6. Úff, ég bjó til pistil bara fyrir þig svo að sem fæstir sæju þessa fáfræði þína! Sumum verður bara ekki bjargað 🙂

    Persónulega set ég þetta þannig að upp að ef Liverpool vinnur ekki þá vona ég að öll önnur lið en United vinni þó fyrir mér sé Arsenal ekkert voðalega lagt á eftir þeim.

    Ef Chelsea vinnur er þetta voðalega hlutlaust hjá mér, meira svona, vel keypt Roman.

  7. Já frændi, mér er ekki viðbjargandi. En ég tek það fram að fyrir vistaskipti Torres til Chelsea þá hefði ég kosið þá mest af öllum og hef gert það hingað til.

  8. Einhvernveginn hefur það því miður raðast þannig að flestir mínir vinir eru Manchester United aðdáendur og því myndi ég nánast frekar kasta mér í sjóinn en að upplifa enn einn titilinn fara til þeirra. Myndi sennilega líka vera á þeirri skoðun þótt ég þekkti engan Manchester aðdáanda… ég legg hatur mitt á þetta lið!

    En annars er ég sammála #5 og auk þess mætti “næsti leikur” alveg vera ofar á síðunni ef það er hægt. Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri á síðunni fyrir að einhver nefndi það um daginn í spjallinu.

  9. Strákar hverjum er ekki sama hver vinnur og hver vinnur ekki. Mér er svo skítsama hvort að United vinni eða aðrir enda eru þeir að vinna þetta tímabilið vegna þess að önnur lið hafa verið svo lélég en ekki vegna þess að þeir séu svona góðir. Það virðist allt stefna í að Scum taki þetta og fari því framúr okkur í EPL titlum. Ég hef oft verið bjartsýnn á framtíð Liverpool en aldrei eins og nú þannig að þetta verður skammvinnur vermir fyrir Scummara enda ekkert í farvatninu hjá þeim annað en að fara niður á við enda  að drukkna í skuldum sem þeir geta ekki borgað! Tja ekki nema það komi einhver súkkulaði sjeik og kaupi liðið! Helstu kanónur liðsins eru að komast á eftirlaunaaldur og gamli rauðnefur hefur varla úthald í meira. Þannig að örvæntið ekki, Kenny Dalglish mun gera Liverpool að meisturum á ný og taka fram úr United á ný!

  10. Tek undir orð Hauks Loga… Mér er slétt sama hver vinnur þetta… Ég trúi því hinsvegar og treysti að Dalglish muni leiða okkur úr þessum dimma dal sem við höfum gengið alltof lengi…
    …en YNWA

  11. #9 Bjöddn, það er líka alltaf hægt að finna sér nýja vini. Eru ekki um eða í kringum 30% Íslendinga Liverpool-aðdáendur. Það hlýtur að vera hægt að finna sér fína vini í þeim hóp 😉 Það er alla veganna aðeins minna drastískt en að henda sér í sjóinn 🙂

  12. Ef að Man Utd vinnur, sem er örugglega lang líklegast, þá verður bara að hafa það og þeir ná þessum nítjánda sem við höfum beðið svo lengi eftir. Ég vil svona næstum því frekar að þeir verði á toppnum núna ef að það þýðir að á næstu leiktíð þá munum við hrinda þeim af stalli.

    Ég vil sjá Liverpool vera liðið sem verður liðið sem tekur titilinn og heldur Utd enn í lægri tölu hvað varðar Englandsmeistaratitla. Finnst mjög slæmt að maður þurfi að hvetja áfram önnur lið svo þau vinni Utd og taki frá þeim titilinn, auðvitað á það að vera Liverpool sem tekur þennan titill og ef Utd vinnur í vor þá ætla ég bara að líta þannig á að þeir séu bara að geyma hann fyrir okkur. Á næsta ári fer hann á Anfield og er kominn til að vera!

  13. Er ekki frekar táknrænt að Framherjinn sem við nefnum ekki með nafni skuli loksins skora á þeim tíma sem við fögnum upprisu frelsarans? Þurfti ekki kraftaverk til að koma honum af stað?

  14. #4..

    Við verðum bara að sætta okkur við það að United er ekki að fara að klúðra titlinum í ár. Við tökum bara framúr þeim aftur 🙂

  15. Mundu menn fyrirgefa Torres ef hann mundi skora sigurmark á trafford og koma í veg fyrir að utd yrði meistari?

  16. Algerlega ósámmála því að við sættum okkur við að United verði meistarar í ár og fari þar með fram úr okkur í titla-söfnun. 

    Rökin finnst mér heldur léttvæg, en gagnrýni þau þó ekki (því knattspyrnan er leikur tilfinninga) sem slík. Hinsvegar finnst mér alveg út í hött að segja að menn vilji frekar United taki titilinn heldur en Chelsea, því þar innanbúðar er Fernando Torres og hann megi alls ekki verða meistari.  Ég vil bara að það sé á hreinu, að hatur (andúð er fallegra orð) mitt á liðum nær algjörlega yfir það að hafa andúð á einstökum leikmönnum og hvað þá einhverjum fyrrum leikmanni Liverpool.

    Ég vona því eindregið eftir því (fyrst Arsenal gerði í heyið) að Chelsea taki titilinn og að Torres skori á Old Trafford og hjálpi þannig Chelsea að verða meistari á kostnað United.

  17. LUCAS OG KUYT MENNIRNIR Í LIÐINU Á ÞESSARI LEIKTÍÐ ÞVÍLÍK BARÁTTA OG VILJI SEM ÞEIR SÝNA

  18. 16. Já ef hvorugt þeirra verður meistari
    17. Framfarir liðsins með Kenny sem stýrimann eru frábærar, en ég ætla ekki að segja að við verðum meistarar. Ef sumarið verður gott hvað varðar kaup og sölur þá er full ástæða til meiri bjartsýni en áður.
    18.

  19. <!– /* Font Definitions */ @font-face {font-family:”?? ??”; panose-1:0 0 0 0 0 0 0 0 0 0; mso-font-charset:128; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:fixed; mso-font-signature:1 134676480 16 0 131072 0;} @font-face {font-family:”?? ??”; panose-1:0 0 0 0 0 0 0 0 0 0; mso-font-charset:128; mso-generic-font-family:roman; mso-font-format:other; mso-font-pitch:fixed; mso-font-signature:1 134676480 16 0 131072 0;} @font-face {font-family:Cambria; panose-1:2 4 5 3 5 4 6 3 2 4; mso-font-charset:0; mso-generic-font-family:auto; mso-font-pitch:variable; mso-font-signature:3 0 0 0 1 0;} /* Style Definitions */ p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal {mso-style-unhide:no; mso-style-qformat:yes; mso-style-parent:””; margin:0cm; margin-bottom:.0001pt; mso-pagination:widow-orphan; font-size:12.0pt; font-family:Cambria; mso-ascii-font-family:Cambria; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:”?? ??”; mso-fareast-theme-font:minor-fareast; mso-hansi-font-family:Cambria; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:”Times New Roman”; mso-bidi-theme-font:minor-bidi;} .MsoChpDefault {mso-style-type:export-only; mso-default-props:yes; font-family:Cambria; mso-ascii-font-family:Cambria; mso-ascii-theme-font:minor-latin; mso-fareast-font-family:”?? ??”; mso-fareast-theme-font:minor-fareast; mso-hansi-font-family:Cambria; mso-hansi-theme-font:minor-latin; mso-bidi-font-family:”Times New Roman”; mso-bidi-theme-font:minor-bidi;} @page WordSection1 {size:612.0pt 792.0pt; margin:72.0pt 90.0pt 72.0pt 90.0pt; mso-header-margin:36.0pt; mso-footer-margin:36.0pt; mso-paper-source:0;} div.WordSection1 {page:WordSection1;} –>

    /* Style Definitions */
    table.MsoNormalTable
    {mso-style-name:”Table Normal”;
    mso-tstyle-rowband-size:0;
    mso-tstyle-colband-size:0;
    mso-style-noshow:yes;
    mso-style-priority:99;
    mso-style-parent:””;
    mso-padding-alt:0cm 5.4pt 0cm 5.4pt;
    mso-para-margin:0cm;
    mso-para-margin-bottom:.0001pt;
    mso-pagination:widow-orphan;
    font-size:12.0pt;
    font-family:Cambria;
    mso-ascii-font-family:Cambria;
    mso-ascii-theme-font:minor-latin;
    mso-hansi-font-family:Cambria;
    mso-hansi-theme-font:minor-latin;}


    Ég ákvað að búa til smá lista yfir hvernig mér finnst leikmannahópurinn er í dag og hvar mér finnst við þurfa að bæta hverja stöðu og með hvaða hugsanlegu leikmönnum.
     
    Þeir sem fyrir eru:
    Markmaður:
    Pepe Reina
     
    Mín skoðun: Skiptir gríðarlega miklu máli að halda þessum manni sama hvað það kostar. Ef hann hinsvegar fer þá þurfum við að fá virkilega góðan markvörð í staðinn., mér dettur í hug Neuer.
     
    Miðverðir:
    Jamie Carragher
    Martin Skrtel
    Daniel Agger
    Sotirios Kyrgiakos
     
    Mín skoðun: Hér finnst mér við ekki nægilega sterkir. Jamie Carragher verður hjá okkur þangað til hann deyr og hann stendur yfirleitt fyrir sínu þótt hann geri stundum mistök, kóngurinn. Síðan erum við með meiðslahrúguna Agger og mjög óstabílan Martin Skrtel og svo hægan Kyrgiakos. Ef Agger ætti ekki í meiðslavandræðum þá mundi ég ekki hafa miklar áhyggjur af þessari stöðu en hérna held ég að við þurfum eitt stykki world class leikmann til að vera með Carragher eða Agger í miðri vörninni.
     
    Hægri bakverðir:
    John Flanagan
    Glen Johnson
    Martin Kelly
     
    Mín skoðun: Engar áhyggjur hérna, nema kannski fyrir þjálfarann að þurfa að gera upp á milli. Lúxusvandamál. Spurning hvernig Glen Johnson mundi standa sig á kantinum ef það verða einhver meiðslavandræði þar.
     
    Vinstri bakverðir:
    Fabio Aurelio
    Paul Konchesky
    Jack Robinson
     
    Mín skoðun: Hér er hinsvegar allt önnur staða en í hægri bakverði, meiðslahrúgan Aurelio, einhver maður sem heitir Konchesky og má gefa mín vegan og hinn 17 ára Jack Robinson. Robinson hefur sýnt að hann getur klárað þessa stöðu vel og ég held að hann yrði mjög góður backup fyrir nýjan vinstri bakvörð. En ég held að það skipti miklu máli að fá nýjan vinstri bakvörð.
     
    Varnarmiðjumenn:
    Lucas Leiva
    Jay Spearing
    Poulsen
     
    Mín skoðun: Fyrir mér má henda Poulsen. Lucas er virikilega góður í þessari stöðu og hann er ekki að fara neitt, hann er einhver vanmetnasti leikmaður Liverpool í dag, Jay Spearing er fínn backup á bekknum ef Lucas meiðist en persónulega þá vona ég að við þurfum ekki oft að stilla þeim upp í byrjunarliði á næsta tímabili þótt þeir hafi verið að standa sig saman í síðustu leikjum.
     
    Sóknarmiðjumenn:
    Raul Meireles
    Steven Gerrard
    Alberto Aquilani
     
    Mín skoðun: Gerrard er kóngurinn í þessu liði og hann er ekki að fara neitt, sérstaklega ekki þegar King Kenny er að stjórna liðinu. Raul Meireles er búinn að sanna að hann kann þokkalega við sig í enska boltanum og ég held að hann eigi bara eftir að rísa á næsta tímabili. Ég vona svo að Aquilani komi til baka í sumar. Hef ekki miklar áhyggjur af þessari stöðu.
     
    Hægri kantur:
    Joe Cole
    Dirk Kuyt
     
    Mín skoðun: Dirk Kuyt á þessa stöðu alveg, getur treyst á það að þú munt sjá hann hlaupa í hverjum einasta leik sama hvernig staðan er, ég væri samt frekar til að sjá hann meira frammi og fá hraðan og góðan krossara á kantinn í staðinn. Því miður fyrir Joe Cole þá hefur honum ekki gengið vel hjá okkur síðan hann kom, ég væri til í að hafa hann í hópnum á næsta ári ef hann sættir sig við það að vera oftast á bekknum.
     
    Vinstri kantur:
    Maxi Rodriguez
    Milan Jovanovic
     
    Mín skoðun: Guð minn góður hvað við þurfum á vinstri kantmanni að halda, Maxi reyndar sýndi að hann kann þetta alveg ennþá en hann er ekki búinn að eiga marga svona leiki fyrir okkur því miður. Síðan má gefa Jovanovic, ég er ekki alveg að fíla að við séum búnir að vera að spila með Meireles þarna því fyrir mitt leyti á hann bara að vera sóknarþenkjandi miðjumaður en ekki á kantinum. Það hefur verið gaman að sjá Suarez þarna, en persónulega þá finnst mér samt að við þurfum á vinstri kantmanni að halda.
     
     
    Framherjar:
    Andy Carroll
    Luis Suarez
    David Ngog
     
    Mín skoðun: Ég er virkilega sáttur að eiga Carroll og Suarez þarna frammi, held að Ngog eigi eftir að fara á láni á næsta ári eða vera bara seldur. En þá þurfum við á öðrum framherja að halda, þótt við gætum vel notað Kuyt frammi, mér finnst samt ekki spennandi að hugsa um Kuyt og Carroll saman frammi því þeir eru hvorugir nógu hraðir fyrir framherjapar. Carroll og Suarez passa vel saman af því Suarez rífur upp hraðann á meðan Carroll tekur krossana og heldur boltanum vel og getur skotið fyrir utan teig, mjög góð blanda þar að mínu mati.
     
    Aðrir leikmenn:
    Suso
    Shelvey
     
    Mín skoðun: Mér finnst Shelvey ekki nógu spennandi því miður, en ég hef miklar væntingar til Suso en hann þarf þá að bæta aðeins á sig vöðvum og þá getur hann spilað af alvöru fyrir aðalliðið, gæti verið að við sjáum hann í einhverjum leikjum á næsta ári, vonandi. Síðan eru nokkrir ungir leikmenn sem eru spennandi, en ég held að þeir ungu leikmenn sem séu að fara að spila mest á næsta tímabili eru Spearing, Flanagan, Robinson og svo Shelvey og vonandi Suso, held að aðrir fái fá tækifæri.
     
     
    Ef við tökum svo út þá leikmenn sem ég vil ekki sjá mikið af þá lítur þetta svona út.
     
    Markmaður:
    Pepe Reina
     
    Miðverðir:
    Jamie Carragher
    Martin Skrtel
    Daniel Agger
     
    Hægri bakverðir:
    John Flanagan
    Glen Johnson
    Martin Kelly
     
    Vinstri bakverðir:
    Fabio Aurelio
    Jack Robinson
     
    Varnarmiðjumenn:
    Lucas Leiva
    Jay Spearing
     
    Sóknarmiðjumenn:
    Raul Meireles
    Steven Gerrard
    Alberto Aquilani
     
    Hægri kantur:
    Dirk Kuyt
     
    Vinstri kantur:
    Maxi Rodriguez
     
    Framherjar:
    Andy Carroll
    Luis Suarez
     
    Þetta eru samtals 18 leikmenn, þar af Aurelio, Aquilani og Maxi sem eru spurningamerki.
     
    Ef við mundum svo bæta:
    Eden Hazard, kantmaður og sóknarmiðjumaður
    Alexis Sanchez, hægri kantmaður
    Sergio Aguero, framherji
    Adam Johnson, hægri kantmaður
    Fabio Coentrao, vinstri bakvörður
     
    Mér finnst raunhæft að við mundum kaupa 3-4 leikmenn í sumar og þá yrði röðin hjá mér hjá þessum leikmönnum svona:
    1. Fabio Coentrao
    2. Alexis Sanchez
    3. Eden Hazard
    4. Sergio Aguero
    5. Adam Johnson
     
    Ef við munum fá Coentrao, Sanchez og Hazard þá erum við í mjög góðum málum á næsta ári.
     
    Miðað við þetta allt saman þá eru nokkrar samsetningar af liðum sem við gætum sett upp:
     
    1. (4-4-1-1)
    Reina
    G. Johnson- Carra – Agger – Coentrao
    Sanchez – Gerrard – Meireles/Lucas – Hazard
    Suarez
    Carroll
    Meireles yrði með Gerrard á móti varnarsinnuðum liðum og Lucas á móti sókndjarfari liðunum.
     
    2. (3-2-3-2)
    Reina
    Agger – Carra – Coentrao
    Kuyt – G. Johnson
    Sanchez– Gerrard – Hazard
    Carroll – Suarez
     
    3. (4-2-4)
    Reina
    G. Johnson – Carra – Agger – Coentrao
    Lucas – Gerrard
    Sanchez – Carroll – Suarez – Hazard
     
    4. (4-3-3)
    Reina
    G. Johnson – Carra – Agger – Coentrao
    Gerrard – Lucas – Hazard/Meireles
    Sanchez/Kuyt – Carroll – Suarez
     
    Það er hægt að leika sér endalaust með þennan hóp ef við fáum þessa 3 leikmenn, persónulega finnst mér erfiðast að stilla Lucas, Kuyt og Meireles upp en þessi 3 kaup mundi svo sannarlega koma með meiri breidd í okkar hóp og það yrði barist um stöður. Síðan sakar ekki að ég held að sóknarleikurinn yrði rosalegur og Carroll mundi njóta sín svo mikið að fá endalausa bolta frá sitthvorum kantinum, þetta er svo mikill draumur.

  20. Stevie G. Gleymir hinsvegar Wilson í miðverðinum , svo er Kelly miðvörður að upplagi svo gætum prufað þá báða þar.

    Persónulega vill ég sjá Wilson fá meiri tækifæri til að þroskast, held að hann geti orðið mjög mikilvægur fyrir liðið svo er það + að hann er skoti.

  21. Sælir félagar.
    Mig langar að koma Bjamma eilítið til varnar enda finnst mér hann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni hér að ofan. Það vill svo til að ég er sammála honum og mörgum af hans rökur fyrir því að hann vilji helst að Man Utd vinni titilinn.
    Nú sortnar eflaust mörgum fyrir augum en vinsamlegast andið með nefinu því ég ætla að útskýra mál mitt.
    Það að Man Utd verði sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu er einungis getuleysi Liverpool að kenna undanfarna tvo áratugi. Alex Ferguson hefur alla tíð haft það eitt að leiðarljósi að gera liðið sitt það sigursælasta og nú lítur því miður út fyrir að honum verði að ósk sinni. Ef þetta er ekki sparkið sem menn í rauða hluta Liverpoolborgar þurfa í afturendann þá veit ég ekki hvað. Dalglish, sem hreinlega lifir fyrir klúbbinn, mun aldrei sætta sig við þetta og nú fyrst held ég að öllum árum verði róið til að taka aftur framúr okkar helstu keppinautum. Nú er mál að líta í eigin barm, horfa framávið og hætta að lifa í fortíðinni. Framtíðin er það sem koma skal og það er hún sem skiptir máli. Því fagna ég þeirri ögrun sem felst í því að vera næst sigursælasta lið enskrar knattspyrnusögu… tímabundið !
    P.s. Ég frábið mér öllum póstum um að skoðun mín lýsi mér sem “ekki alvöru stuðningsmanni”. Slík ummæli eru ekki svaraverð.

  22. Liverpool-everton í gangi núna, 2-0 fyrir everton eftir hálftíma.. á ekki kristján gauti að vera í þessum aldursflokki?

  23. Aron, Kristján Gauti er búinn að vera meiddur síðan í janúar og er að komast af stað núna.

  24. Það er verið að segja á Twitter að Reina hafi verið í útvarpsviðtali á Spáni í gær og þar var hann spurður hvort hann væri á leiðinni til Manchester United og hann svaraði Aldrei.

  25. Ég hata einn leikmann í Chelsea en á móti hata ég allt utd liðið og klúbbinn, þannig það segir sig nokk sjálft hvers ég óskaði að titillinn færi til.
    Svo hefur það líka þróast þannig að ég á ekki einn einasta vin sem heldur með utd, en á þá nokkra sem eru Arsenal menn, og ekki óska ég þeim neins ills. Því miður er það lið er sjálfu sér verst.
    Hvernig er það svo, er Liverpool eldsnemma á sunnud.?

  26. Þá vil ég frekar kyngja stolti mínu niður í afturenda og Chelsea vinni titilinn í ár en að scums taki hann!   Þetta er “no brainer” í mínum huga.    Áfram Schalke..!!   –_–

  27. Það var að koma út listi með launahæstu leikmönnum heims..
    Gaman að sjá að á topp 100 listanum eru aðeins 4 Liverpool menn; Steven G 555.000 pund á mánuði, Glen Johnson 480.000 pund á mánuði, Joe cole 400.000 pund á mánuði og Carragher ,,aðeins,, 333.000 pund á mánuði… Það er alveg óskiljanlegt að Cole og Glen Johnson skuli vera svon launaháir
    Svo getum við tekið þá launahæst  C.Ronaldo 888.000 pund á mánuði og launalægsti af þessum topp 100 er Ji Sung Park með “litlar” 280.000 pund á mánuði

  28. ég spyr eins og fífl…
    hvað er að frétta af þessari Evrópudeild sem við erum í? hvað erum við komnir langt í þeirra keppni? á móti hverjum er næsti leikur??

  29. Róbert #34
    eigum nú reyndar einn framherja á þessum lista líka , að nafni Andy nokkur Carroll, í 55 sæti 😉

  30. Guðbjörn Nr. 35 Reina segir þarna að hann ætli ekki að fara, en það er oft afskaplega lítið að marka þessa menn. Ég er alveg hættur að hlusta á svona yfirlýsingar. Torres sagði að hann myndi aldrei fara í annað enskt lið. 20 dögum áður en hann fór til Chelsea ítrekaði hann það að hann væri alls ekki á förum. Ég spái því að Reina fari í sumar, líklega til Arsenal.

  31. Nr40 #Halli, ég held bara að Reina sé ekki jafn mikill drullusokkur og vændiskona og Torres og tek því miklu meira mark á honum en….. já vændiskonunni.

  32. ÉG VONA ALDREI AÐ sCUM VINNI LEIK EÐA TILTLA.  

    En þeir eru búnir að vera jafnbestir yfir tímabilið og eiga titilinn skilið.  Þökk sé rauðnef sem er frábær stjóri en gjörsamlega óþolandi.

    Þ.a.l. fara þeir fram úr okkur sem sigursælasta lið englands….  SFW!!!  Þá kannski vöknum við upp af þessum dvala sl 20 ára og förum að gera eitthvað í málunum.  Það hlýtur að vera vont þegar þú er búinn að vera með kúk í bleyjunni svona lengi og ekkert gert í því.

    Ef að það er réttlæti í þessum heimi þá verður deildarmeistaratitillinn í ár sá síðast í langan tíma hjá scum.  Því risinn er að vakna og næsta tímabil verður upphafið af áralangri sigurgöngu LFC 🙂

    Hversu oft hefur maður sagt(vonað) þetta áður!

  33. 40# afhverju ætti reina að fara til arsenal til þess að gull tryggja að hann vinni aldrei titla

  34. Ég verð fyrir mitt leyti að segja að ég skil ekki þessi skoðannaskipti um hvaða lið menn vilja helst eða helst ekki að vinni titilinn. Í mínu huga er þetta sára einfalt. Fyrst Liverpool vinnur hann ekki þá er mér bara drullu sama hvað lið vinnur hann.

  35. Skulum ekki gleyma því að G.Johnson stóð sig frábærlega í vinstri bakverðinum eftir að Kenny tók við. Get alveg séð hann fyrir mér halda þar áfram með Kelly hægra megin.

  36. Var að lesa listann yfir 100 launahæstu leikmenn heims og varð að koma með smá innskot. Liverpool á 5 fulltrúa á þessum lista og kemur ekki á óvart að þeir eru allir enskir. Gerrard er þar lang launahæstur en síðan kemur G.Johnson sem að kom mér mikið á óvart. Hélt að hann væri ekki með hærri laun en t.d. J. Cole og Kuyt. Síðan eru J.Cole, Carroll og Carragher töluvert neðar á listanum. Eins og staðan er í dag finnst mér að Cole og Carragher eigi alls ekki að vera með svona há laun og sérstaklega ekki Cole. Auðvitað væri ég til í að halda þessum leikmönnum en þetta eru rugl laun miðað við hvað þeir eru að skila liðinu. Let’s face it, Carra er auðvitað frábær leiðtogi en hann er ekki beint góður fyrir spilið, eina sem hann getur með boltann er að negla honum fram og Cole hefur lítð sýnt eftir að hann kom. Tel ég þó að hann eigi mikið inni og vona að Kenny nái því besta úr honum. G.Johnson var frábær á seinustu tveimur tímabilum en var hræðilegur undir stjórn Hodgson (eins og flest allir í liðinu reyndar) en fann sig síðan aftur hjá Kenny. Veit ekki hvort það sé hægt að réttlæta það að hann sé næst launahæsti maðurinn í liðinu en ef hann heldur áfram að vera góður þá ætla ég nú ekki að kvarta. Ég held að það væri hægt að nýta peningin sem að fer í Carra og Cole miklu betur og ég trúi því ekki að stjórnin sé sátt með stöðuna á þessu.

  37. #44
     
    Gæti ekki verið meira sammála, ef Liverpool er ekki að vinna titlana þá er mér drullusama um það hvaða lið er að vinna þá. Þegar ég skoða stöðuna í deildinni þá ath ég bara hvar Liverpool er og ef að það er ekki á toppnum þá spái ég í það hvað er langt í toppinn, ekki hverjir eru á toppnum!

  38. Ég er eins rauður og hægt er, hef haldið með Lpool alla ævi og mun ávalt gera það. Svo ég bið menn ekki að efast um það.
    En samt sem áður hef ég aldrei getað skilið þennan hatur sem menn hafa á klúbbum. Flestir af mínum bestu vinum eru ManU menn, og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra klúbbi, alveg eins og þeir bera virðingu fyrir mínum. Báðir klúbbar með mikla sögu, og það er nær óþekkt að þrátt fyrir þetta mikla rivarly milli klúbbanna er mikill skilningur/semi-virðing milli þeirra. Það verður ekki hægt að segja annað en að SAF sé frábær stjóri (á samt ekki roð í KK) og hann hefur gert frábæra hluti með þetta lið sitt. Ég kann samt enganvegin vel við hann, en sagan talar sig sjálf. En hatur? Ef ég myndi sjá hann úti á götu þá myndi ég ekki stökkva á hann og stinga hann (annað en Nani eða Gary Neville), myndi samt örugglega kalla í hann og kalla hann “Bloody wanker cunt”. Hatur – Nei. Andúð – Já. Virðing – Semi. Væri alveg að ljúga því ef ég myndi segja að ég vildi ekki fá suma af leikmönnum þeirra á borð við Vidic.
    En ég veit það ekki, þetta eru bara pælingar. Liverpool áttu sína dýrðardaga áður fyrr, eins og ManU eru að eiga sína núna. Ég veit að Liverpool eru að fara að taka metið aftur á næstu árum, finnst allt í lagi og Glory Chasing ManU vinir mínir geti skemmt sér í 1-2 ár í viðbót, það meiðir mig ekkert.
    Ákvað bara að henda inn einhverju hérna fyrst það er opinn þráður. Menn mega vera sammála eða ósammála mér, bið samt um að menn haldi persónulegur flammeringum útaf fyrir sig, allir hafa rétt á sinni skoðun.
    YNWA

  39. Þó að Torres mundi sleikja bikarinn fyrir framan Kop þá væri það skárra en að Scum myndu vinna. Scum er viðbjóður, hafa alltaf verið viðbjóður og munu alltaf vera viðbjóður

  40. Toggi: Carragher mætti fá 200 þúsund pund á viku. Maðurinn er Herra Liverpool

  41. Segi það sama og Eiríkur, ef einhver á þessi laun skilið þá er það Carra.. Finnst nú frekar Cole og Johnson ættu ekki að vera með svona há laun.

  42. “Let’s face it, Carra er auðvitað frábær leiðtogi en hann er ekki beint góður fyrir spilið, eina sem hann getur með boltann er að negla honum fram”

    Jaðrar við guðlast! Carra er Liverpool í hnotskurn og hann mætti fá þessa upphæð í laun bara fyrir sitt rauða hjarta!

  43. Bjöddn er það er raunin hvar eru þá mín laun? Ólíkt honum hef ég alla tíð verið Liverpool maður.
    Og já hann er á sínu allra síðasta skeiði í topp4 fótbolta, svo einfalt er það.

Liverpool 5 – Birmingham 0

Svona tæpt stóð það – og eitthvað jákvætt við tímabilið!