Liverpool 5 – Birmingham 0

Birmingham, sem Liverpool gerir nánast alltaf jafntefli við í leiðinlegum leikjum mætti á Anfield í dag og voru teknir í netta kennslustund í 90 mínútur.

Kenny stillti þessu upp svona:

Reina
Flannagan, Carragher, Skrtel, Robinson
Lucas, Meireles, Maxi, Spearing
Kuyt, Suarez.

Á bekknum: Gulacsi, Kyrgiakos, Coady, Poulsen, Shelvey, Cole, Ngog.

Dalglish hélt tryggð sinni við ungu bakverðina og Maxi kom inn fyrir Carroll.

Það þarf svo sem ekki að eyða neitt alltof mörgum orðum í þennan leik. Liverpool voru betra liðið allan tímann. Fyrir utan einhverjar 5 slappar mínútur í kjölfar fyrsta marksins þá var bara eitt lið á vellinum.

Maxi Rodriguez skoraði fyrsta markið eftir að Ben Foster hafði varið skot frá Jay Spearing. Dirk Kuyt bætti svo við marki númer tvö eftir að Suarez hafði komist inn fyrir vörnina og Foster varið frá honum. Gott mark hjá Kuyt, sem tók þetta á seiglunni.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svo rólega og ég hafði á tilfinningunni að okkar menn væru bara hættir. En þegar að hálfleikurinn var hálfnaður skoraði Maxi sitt annað mark eftir frábæran undirbúning frá Suarez og stuttu seinna fullkomnaði hann þrennuna með sínu besta marki.

Þegar að stutt var eftir þá skoraði svo Joe Cole fimmta markið.

Maður leiksins: Allt Liverpool liðið lék vel í dag. Bakverðirnir ungu voru fínir, sem var ánægjulegt. Á miðjunni átti Lucas enn einn stórleikinn og Spearing og Mereiles voru líka góðir. Frammi áttu Suarez og Kuyt fínan dag. En Maxi Rodriguez var minn maður leiksins. Þegar þú skorar þrennu, þá ertu maður leiksins.

Virkilega góður sigur og gott að jarða þessa Birmingham grýlu með stæl. Fótboltinn sem okkar menn spiluðu á köflum í dag var frábær. Það er svo sannarlega skemmtilegra að vera Liverpool stuðningsmaður í dag en það var í byrjun árs. Munurinn er gríðarlegur.

148 Comments

 1. Fínn performance og algjörlega andlaust lið Birmingham hlutaði í sundur.  
  Fínn performance hjá nánast öllum, samt er ég pínu ósáttur við Suarez.  Já sorry, en mér finnst hann hanga helvíti mikið á boltanum, klappa honum og reyna mikið sjálfur.   Hann lærir vonandi.

  Spearing og Lucas áttu miðjuna, og fjögurra manna sóknarlínan átti góðan dag.

  Flott mál, Spurs tapaði stigum og núna fer fimmta sætið að verða …. svona nær okkur 🙂

  Maður leiksins, klárlega Maxi.

 2. Loksins loksisn segi ég nú bara, stórsigur og við hættum ekki að spila pass ‘n move þegar við erum 2-0 yfir. Maxi stórbrotin(loksins), Meireles flottur, Suarez flottur að vanda og enn einu sinni sýnir Lucas að hann þroskast og leikurinn hans vex með hverjum leiknum.

  Áfram Liverpool YWNA

 3. Ég tek hattinn ofan fyrir Lucas.  Hann er ótrúlegur, er að breytast ótrúlega sem leikmaður undir stjórn KK.  Allt liðið frábært í dag.  Það er ótrúlega gaman að sjá ungu bresku leikmennina fá að koma inní þetta.

  YNWA

 4. Ég sem var að vona að Maxi væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Hreinlega þoli ekki manninn. Verð samt fljótur að fyrirgefa honum ef hann ætlar að grípa tækifærin með þessum hætti.
  Koma svo !!!

 5. Erum með betri markatölu en Tott. (+4) og eigum eftir að spila við þá heima. Áhugavert.

 6. Lucas Leiva er að verða einn af bestu miðjumönnum deildarinnar með leikjum sínum uppá síðkastið. Hann er bókstaflega að springa út .

 7. Sammála Árna Jóni með Suarez. Hann var of eigingjarn í leiknum og ætlaði sjálfur að gera of mikið. En það er allt í lagi því hann er enn að læra á deildina. Maxi kom á óvart en Lucas frábær enn og aftur. Hann á miðjuna leik eftir leik og yfirferðin mögnuð.

 8. Bjóða Dalglish nýjan samning strax !! sjáiði hvað maðurinn er að ná út úr liðinu ! tveir 17 ára guttar í sitthvorum bakverðinum og 22 ára reynslulítill spearing á miðjunni og við erum að keyra yfir Birmingham. King kenny þú ert LEGEND

 9. Kjedlingin vissi hvað hún söng þegar hún keypti sér Suarez-treyjuna !!

 10. Þetta var veisla. Frábært að sjá Liverpool undir stjórn Kenny Dalglish. Það eru allir að spila mjög vel. Flanagan og Robinson mjög flottir í bakvörðunum, Carra og Skrtel stigu ekki feilspor í miðri vörninni og Lucas og Spearing frábærir á miðjunni eins og vanalega. Besti leikmaður deildarinnar Raúl Meireles átti góðan leik og Suarez og Kuyt voru stöðugt ógnandi. Gaman að sjá svo Joe Cole koma inná og skora. Maður leiksins að sjálfsögðu þrennukóngurinn Maxi Rodriguez.

 11. Suarez klappar kannski botanum svolítið en hvað átti hann margar stoðsendingar í leiknum????
   

 12. er ekki málið að þakka gamla Roy fyrir flott úrslit í dag, maður hefur ekki oft haft ástæðu til að vera ánægður með hann, en þessi úrslit hjá honum gegn Tottenham opna ýmsa möguleika.  Síðan verðu Blackburn að eiga fínan leik gegn City.  Kannski þurfum við kraftaverk til að komast inn í meistaradeildina en þeri sem halda með Liverpool ættu að vera orðnir vanir kraftaverkum.

 13. Frábært, Suares enn og aftur að búa til hluti, liðið hefur gjörbreyst við komu hanns og náttúrulega King Kenny. Flott að sjá ungu gaurana en gult á Robenson óréttlátt, vona að Col og Maxi séu að vakna þeir geta þetta alveg með hjálp KK.

 14. Tottenham eiga eftir að spila við Chelsea, Man city og Liverpool (Anfield) þannig 5 sætið er enþá í séns 😀

 15. Samkvæmt þessu þá fær Suarez skrifað á sig eina stoðsendingu þegar hann kom með fyrirgjöf á Maxi og Kuyt með eina líka.
  Annars var þetta frábær leikur og gaman að skora meira en 3 mörk í leik 😀

 16. Maður leiksins að mínu mati var klárlega Lucas Leiva! Ef einhver getur reddað stats hjá honum í þessum leik þá væri það snilld að posta því hingað. Hann braut niður allt sem B’ham reyndu og skilaði boltanum frábærlega af sér.

  Suarez líflegur að vanda en vá hvað hann vantar mark!!

 17. Manchester City – 56 stig og 6 leiki eftir (18 stig)
  Tottenham – 55 stig og 5 leiki eftir (15 stig)
  Liverpool – 52 stig og 4 leiki eftir (12 stig)
   
  Við getum mest náð 64 stigum… Meistaradeildarsæti þarf töluvert meira en kraftaverk til þess að Liverpool nái því… en það er alveg pínu séns á að komast uppfyrir Tottenham, sérstaklega í ljósi þess að þeir eiga eftir að leika við City, Chelsea og Liverpool á Anfield.

 18. Þvílík breyting á liðinu frá því lok síðasta tímabil og byrjun þessa. Þá voru Liverpool þvílíkt passívir ef þeir komust yfir og bökkuðu með 11 menn í teig til þess að verja forustu. Þá voru þeir hræddir um að tapa í stað þess að vilja vinna! Núna er allt annar bragur. Menn er rólegir á boltanum í forustu og það mikilvægasta er hugafarið að vilja vinna!  Kenny hefur gert hugarfarskraftaverk í þessu liði! 🙂

 19. Luis Suarez, sem er að eiga einhvers konar “dry spell” þegar kemur að því að skora sjálfur, er algjörlega frábær. Leikgleðin, keppnisskapið og hæfileikarnir er eitthvað sem að hann virðist hafa endalaust af og er virkilega upplífgandi og gaman að fylgjast með honum.

  Í nýrri deild, nýju liði og í nýju landi er hann búinn að spila níu deildarleiki, með tvö mörk og allavega þrjár beinar stoðsendingar, þrjú eða fjögur skot í tréverkið og verið stór þáttur í mörgum mörkum í viðbót. Það er nú ekki amaleg byrjun hjá leikmanni í nýju umhverfi.

  Hann er svona góður núna og ég er viss um að hann verði tvöfalt sinnum betri á næstu leiktíð. Frábær kaup verður bara að viðurkennast.

  Mjög ánægður fyrir hönd Maxi með þessa þrennu. Búinn að vera svolítið úti í kuldanum undanfarið og lítið spilað, kemur inn í liðið í dag og er frábær, réttur maður á réttum stað í þrjú skipti í dag. Frábær. Mikið er ég ánægður með frammistöðu allra leikmanna liðsins í dag, það var ekki að sjá að okkur vantaði góðan slatta af lykilmönnum. 

  Megi þetta run halda áfram út næsta tímabil!

 20. Ég verð að viðurkenna það að ég var nánast búinn að afskrifa Maxi. Reiknaði með að hann færi næsta sumar. Eftir þessa frammistöðu er staðan allt önnur. Eins jákvætt að Cole setti eitt. Það væri flottur bónus ef hann myndi vakna hressilega í lok tímabilsins. Ungu guttarnir að standa sig feykilega vel og flott hjá Kenny að treysta þeim. Þetta lítur allt miklu betur út núna.

 21. Maður er að lesa á WBA spjallborðinu hvað menn þar eru ljómandi ánægðir með nýja stjórann, sem hefur einungis tapað einum leik, gegn Chelsea.

 22. Nr. 29.

  Roy Hodgson er fínn stjóri. Að taka við Liverpool var bara of stór biti fyrir hann að kyngja, hann er mjög góður fyrir lið eins og WBA, Fulham og fleiri þar sem pressan er minni og hans stíll hentar. Vonandi nær hann ágætum árangri með WBA, maður hélt allavega með hans mönnum í dag! 😉

 23. Stórkosleg frammistaða hjá öllu liðinu !! Og langþráður stórsigur orðinn að verileika!

  Fyrrihálfleikur hjá Lukas var sá ALLRA besti sem hann hefur sínt okkur frá upphafi og tek ég hattinn ofan fyrir stráksa .. Suarez var allt í öllu hjá okkur í dag og þrátt fyrir að “klappa” boltanum slatta að óþörfu þá bjó hann til svo mikkla hættu í leikmum að hann var stórkoslegur!

  Get ekki séð annað en að Torres sé að naga treyjuna sína fyrir að hafa farið!

 24. Suarez og Dalglish eru menn leiksins. Dalglish blæs mönnum kapp í kinn og Suarez býr til aðstæður sem gera mörk.

  Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að Liverpool endar í 5. sæti deildarinnar og verður í einu af þremur efstu á næstu leiktíð. Ég væri alveg til í að kaupa Torres tilbaka á 10 m punda og gefa honum annað tækifæri.

 25. Nr 35
  Afhverju að fá To**es tilbaka? Lítur ekki út fyrir að við þurfum á honum að halda!
  Hann getur bara haldið áfram að borða treyjuna á bekknum hjá Chelski..
  annars frábær sigur í dag, King kenny á að fá samning strax!
  Watch out spurs, here we come knocking on 5th!!!
  YNWA

 26. Jæja menn búnir að drulla vel yfir Maxi hérna á þessari síðu í vetur…þetta er fínn leikmaður og mér finnst gott að vita af honum úr því að búum við Benajúns-luiscarcia leysi.

 27. Það er akkúrat svona sem maður vill sjá Liverpool taka litlu liðin í ra…….

 28. Flott skýrsla.  Það er nú samt ekki langt síðan að við unnum Birmingham 8-0.  Er það ekki rétt munað hjá mér?

 29. Flottur leikur og mikið er nú gaman að fá svona marka súpu einu sinni.
  Maxi má alveg vera maður leiksins enda með 3 mörk, en maður minn hvað það er gaman að sjá Suarez í þessari yndislegu rauðu treyju, hann er ekkert annað en æðislegur leikmaður.
  Hvað er að “klappa boltanum”?
  Ef það er að hafa sjálfstraust til að bera boltann inn í mark og vítateig andstæðinganna með þeim afleiðingum að 2-3 mótherjar sækja að honum og galopna þannig eigin vörn þá má hann “klappa” boltanum eins mikið og hann vill mín vegna.
  Þessi drengur er bara það besta sem gat gerst fyrir Liverpool, þarna er kominn maður sem mótherjarnir eru skíthræddir við, því þeir vita hvað henn getur gert. Eitthvað segir mér að Suarez sé að verða lykilmaður hjá Liverpool, ógnin sem hann skapar á eftir, og er reyndar byrjuð að rúlla inn stigum fyrir okkur.
   
  Annars lék liðið allt stórvel í dag, meira að segja Skrtel er farinn að spila eins og meistari, og gaman að sjá hversu ákafur hann er að komast inn í teig móherjanna, líkt og einhver hafi logið að honum að hann sé Messi 🙂
  Ungu strákarnir okkar halda áfram að standa sig með miklum sóma, og allt í einu eru vandræðastöðurnar okkar eitthvað sem maður hefur nákvæmlega engar áhyggjur af lengur 🙂
   
  Megi þessi þróun halda áfram sem lengst.

 30. #40 Það var stórkostlegt að sjá Skrtel sóla hvern leikmanninn á fætur öðrum inn í teig andstæðinganna í einni sókninni í fyrri hálfleik.

 31. Það er gaman að vera Liverpool aðdáandi á degi sem þessum, þvílík umbreyting á einu og sama liðinu með tilkomu Kenny Dalglish. Liðið lék eins og það gerir best í dag. Spilamennskan er flott og bara öll holningin á liðinu virðist vera til fyrirmyndar. Takið eftir að það vantar ansi stóra pósta í liðið í dag, Gerrard, Agger, Carroll og Johnson. Allt leikmenn sem á venjulegum degi væru í byrjunarliði Liverpool! Reyndar miðað við frammistöðu eins og þessa þá eiga þeir svosum ekkert að ganga inn í liðið bara fyrir það að heita Gerrard sem dæmi! 

  Leikurinn í dag var vopn í kistu Kenny Dalglish í samingarlotu hans við John Henry og félaga. Held að það sé alveg ljóst að hann verði stjóri áfram með þessa frammistöðu í farteskinu. Ef ekki þá fallast mér bara hendur fyrir!

  YNWA

 32. Mikið rosalega er ég sáttur með þennan sigur. Ég er svakalega heppinn með val á Liverpool leiki á Anfield , fór 2008 á Aston Villa þegar Liverpool vann 5-0 en var á þessu 4-0 run-i og er núna að fara á Newcastle leikinn næstu helgi. Vona að ég fái aftur svoleiðis leik

 33. Passið að missa það ekki í brækurnar.Það vinna nánast öll lið Birmingham.

 34. Skrtel er óðum að ná sínu besta formi og er enn bara 26 ára gamall. Honum hentar reyndar betur að spila með Agger eða einhverjum sem er betri en Carragher að spila boltanum út úr vörninni.
   
  Þar sem Carragher er að komast yfir sitt besta og Agger að verða handónýtur þá væri glapræði að selja þennan leikmann í sumar.

 35. Mikið rosalega var þetta flottur sigur og greinilegt að Kenny er að ná því besta úr hverjum leikmanni og það kemur bara maður í manns stað, hvort sem menn eru 17 ára (Robinson) eða 30 ára (Maxi).

  Bakverðirnir okkur eru að koma hrikalega sterkir inn og jafnvel Skrtel er farinn að sóla menn í teig andstæðingana.
  Ég var frekar fúll þegar ég sá að Maxi var inná en ekki J.Cole en það breyttist fljótt og ég held að þessir leikmenn séu farnir að setja King Kenny í frekar mikil vandræði með frammistöðum sínum.

  Það vantaði Agger, Johnson og Kelly í vörnina hjá okkur 3 leikinn í röð  ( City, Arsenal og Birmingham og við höfum bara fengið á okkur 1 mark úr víti þannig að ég held að það sé verið að gera eitthvað rétt á æfingarsvæðinu.

  Miðjan með Spearing, Lucas og Meirales er að virka hrikalega vel og menn að ná vel saman og stjórnað af Lucas sem er að fara gjörsamlega á kostum á þessu tímabili.

  Og sóknarlínan með Suarez, Kuyt og Carrol er að virka vel og ekki skemmir þegar menn eins og Maxi koma svona sterkir inn.

 36. Held það sé nú auðveldara fyrir Lucas að spila núna þegar það eru ekki allir að gagnrýna og finna að öllu sem hann gerir. Þvílíkur leikmaður!

 37. Ég skil ekki hvernig einhverjir geta verið ósáttur með Suarez. Hann var næst síðasti maður á boltanum í 3/5 mörkunum, hann er beint og óbeint að búa til mörkin okkar þótt hann sé ekki að skora sjálfur.
   
  Vona bara að við munum sjá sömu frammistöðu móti Newcastle. YNWA.

 38. Jæja þá fer maður nú að verða nokkuð bjartsýnn á að við náum að krækja í 5 sætið, en til þess verðum við að halda áfram að spila jafn vel og við höfum verið að gera og hirða 3 stig gegn liðum sem við eigum að vinna!
  Tottenham eiga vissulega erfiðari leiki en við eftir og meðal annars Liverpool á Anfield en við sjáum hvað gerist, allavega hérna eru leikirnir sem Liverpool og Tottenham eiga eftir.

  Tottenham:

  Chelsea – Úti
  Blackpool – Heima
  Man City – Úti
  Liverpool – Úti
  Birmingham – Heima

  Liverpool:

  Newcastle – Heima
  Fulham – Úti
  Tottenham – Heima
  Villa – Úti

  Tel þetta alveg hægt ef að Tottenham eru ekki að fara að fá meira en 6 stig úr sínum leikjum og við klárum okkar 🙂

 39. Mig grunar að meistaradeildin tröllríði Man Utd og þeir tapi gegn Arsenal og Chelsea. Torres gengur frá Man Utd á Old Trafford og Chelsea tekur þetta í lokaumferðinni.
   
  Ekki sérlega spennandi pæling en það er allt skrárra en að United hampi titlinum, og þó að taflan líti vel út fyrir þá í dag, þá er leikjaprógrammið þeirra það erfiðasta.
   

 40. það er bara 4 sæti hja mer ekkert 5 sæti og ég trúi enn á að við getum náð því aldrei útiloka liverpool því við erum með guð á okkar bandi

 41. Fowler sé lof að Kóngurinn sé kominn til okkar aftur.  Þvílík veisla í dag 🙂

 42. Frábært gengi Liverpool eftir áramót-sérstaklega þegar það er skoðað hvaða menn hafa verið mikið frá á þessum tíma. Gerrard nánast ekkert með, Torres fór, Agger mikið frá sem og Glen. Leikmaður ársins að mínu mati er Dirk Kuyt án nokkurs vafa, sérstaklega í nýrri rullu þar sem Kenny gefur honum meira frelsi til að fara inn í teiginn. Spurningin er svo hvort tími sé kominn á að undir búa líf eftir Gerrard?? Á að senda hann til Real fyrir 20-25M punda og hala áfram uppbyggingunni?? Verður hann hann að þvælast fyrir?? Eða á að finna honum stað sem holding midfielder og breyta hans hlutverki eins og Fergie gerði með Scholes og Giggs??

 43. Frábær sigur og er svo sannarlega að birta til!

  Annars missti ég nú því miður af leiknum í dag, ekki veit einhver um stað þar sem möguleiki er að
  hala niður leiknum eða streama ?

 44. Einhver sem veit um link thar sem haegt er ad horfa a leikinn i heild sinni?. Anyone??

 45. Sælir félagar.
   
  Frábær niðurstaða og ferlegt að missa af þessum leik.
   
  Það er nú þannig.
   
  YNWA

 46. Lucas klárlega maður leiksins að mínu mati og eiginlega bara allt liðið. En svo verð ég einnig að hæla Spearing var eiginlega búinn að sætta mig við að hann yrði aldrei byrjunarliðsmaður en hann er aldeilis að stimpla sig inn.

  Svo er bara að halda áfram á sömu braut og vera ekkert að velta sér upp úr 5 sætinu, pressan er á Tottenham og þeir eiga örugglega eftir að tapa stigum.

 47. Sælir aftur félagar

  Dóttir mín var á leiknum og var sjöunda himni yfir honum. Hún var í stúkunni á móti Kop stúkunni og var í einni fremstu röðinni þar. Hún naut þess sérstaklega að vera svo nálægt Carra (gott uppeldi á stúlkunni) í öðrum hálfleiknum og svo auðvitað Reina.  

  Henni fanst Lucas og Soarez bestir í leiknum og vörnin steig ekki feilspor. Hún dáðist sérstaklega að stjórn Carra á liðinu og vörninni sem hún bæði sá svo greinilega og heyrði. 

  Bara svona að  gleðja þá sem ekki geta farið í gegnum komment á einum einasta leik án þess að hnýta í fyrirliðann eða hina sem alltaf hafa hnýtt í Lucas Leiva.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 48. Hélt að þetta væri djók þegar ég sá að Maxi væri með þrennu og Joe Cole að skora! Núna er bara að gera samning við Kenny!
  Gleðilega páska félagar!
   
  YNWA!

 49. Kenny Dalglish hefur náð 25 stigum úr 13 leikjum í premier league eftir hann tók í alvöru við stjórninni. Hann er með 18 mörk í plús í þessum leikjum. Hann hefur unnið 8 leiki, tapað tveimur og gert þrjú jafntefli. Og svo framvegis. Þetta er frábær frammistaða, alveg sama hvað mælikvarðar eru notaðir.

 50. Spearing á eftir að skora screamer áður en leiktíðin er búin. 

  Svo þarf Suarez að skora áður en hann fer að rífa leikmenn í sundur af bræði á vellinum. Kann að meta svona baráttu í leikmönnum, honum langar virkilega mikið til þess að skora.

 51. Langþráð og sannarlega hressandi að taka loksins svona leik og rúlla yfir lið sem er mun minna en Liverpool og á ekkert að fara frá Anfield nema með….æ nei við erum ný búin að rúlla yfir United og City með svipuðum hætti !

  En hvað leikmenn varðar þá er Lucas minn maður leiksins eins og oft áður og það er fáránlega gaman og nokkuð súrealískt að sjá Spearing og Lucas éta hverja miðjuna á fætur annari. Ég er samt ekki sammála því að leikur hans hafi breyst neitt umtalsvert undanfarið, hann hefur verið mjög stöðugur hjá Liverpool undanfarin tímabil en stærri hluti stuðningsmanna er loksins farinn að skilja hans hlutverk betur og meta hans framlag. Það og liðið er auðvitað farið að spila betur sem heild. Eins og Lucas hefur spilað í vetur hefur varla verið talað um Mascherano og Poulsen er lítið annað en slæmur brandari.

  Eins er glæpsamlegt að sjá ekki hvað Suarez er að gera mikið fyrir sóknarleikinn hjá liðinu, þessi drengur er algjört gull og mun selja fleiri búninga í sumar en Torres hefði gert væru þeir hjá okkur báðir. Hann tekur svo mikla orku frá varnarmönnum að þeir mega ekki líta af honum í eina sekúndu án þess að hann refsi þeim og stundum dugar það ekki einu sinni enda er hann með öllu óhræddur að spóla bara á allt og alla og fíflaði t.d. vörn United með þeim hætti fyrir stuttu. Það er rétt að hann er smá eigingjarn og missir þannig stundum af samherja í betri stöðu, engu að síður hefur það hingað til verið talið sem kostur að striker sé eigingjarn og það er ekki eins og hann leggi ekki upp a.m.k. eitt mark í leik. 

  Menn eins og Suarez og Dirk Kuyt skapa svo mikið af plássi og tíma fyrir samherja sína að þeir eru báðir mun líklegri til að skora sjálfir og á hátíðarstundum getum við meira að segja fengið þrennu frá MAXI RODRIGUEZ og mark frá Joe Cole í sama leikjum ofan á mark frá Kuyt sjálfum.

  Kaupin á Suarez og Carroll gjörbreyta sóknarleiknum og hann stökkbreytist er við fáum svo bakverði til að styðja við kantana á vallarhelmingi andstæðinganna. Á þessu tímabili höfum við m.a. notað , Konchesky eða hvað hann nú heitir, Aurelio, Wilson og Agger í vinstri bakverði. Þeir ásamt Insua væru í flestum tilvikum allir á undan Jack 17 ára Robinson í þessa stöðu í leikjum gegn Arsenal og Birmingham en voru ekki til taks. Engu að síður virðist þessi staða bara vera í betri málum ef eitthvað er með Robinson þarna og það er ótrúlegt til þess að hugsa að þetta var hans fyrsti byrjunarliðsleikur fyrir Liverpool. Hann á eftir að taka út sín mistök og allt það en það verður erfitt á næsta tímabili að gefa honum ekki a.m.k. 15 leiki í aðalliðinu. Eftir 15 ár vonast ég til að vera hrósa honum fyrir að slá leikjamet Carra/Callahan fyrir Liverpool. 

  Hinumegin höfum við síðan verið með Johnson, Kelly og Carra og með því að bæta Flanagan þarna við er hreinlega komið upp vandamál hægramegin. Mjög mjög mjög jákvætt vandamál. Hefur verið líkt við Carragher í 2-3 ár og stimplar sig inn í öðrum leik með því að rota bara fyrirmyndina og er scouser fyrir allann peninginn. Sjálfur hef ég alls ekki farið leynt með það hvað ég hata að sjá Carragher spila sem hægri bakvörður og oft óskað eftir að fá þennan bara þarna inn í frekar…sá er svo sannarlega að réttlæta það og það á mun meira sannfærandi hátt en mig hefði grunað. Spái því að þessi geti orðið mjög vinsæll á Anfield…svona Carragher vinsæll. 

  Innkoma stráka eins og Robinson og Flanagan er eitthvað sem við höfum verið að óska eftir í rúman áratug og það er ótrúlega spennandi að sjá tvo svona góða leikmenn koma inn í liðið á sama tíma. Eins er Spearing a.m.k. búinn að tryggja sér sæti í liði/hóp Liverpool næsta vetur og er ekkert að hata það að fá fullt traust frá Dalglish.  

  Við gáfum öðrum liðum hálft tímabil í forgjöf og festum sjálfseyðingartakkann inni í maí á síðasta ári. Engu að síður er ekki öruggt að þessi forgjöf dugi meistaradeildarliði Tottenham og með því að actually styrkja liðið til tilbreytingar næsta sumar er ekki annað hægt en að vera mjög spenntur fyrir næsta tímabili. 

  Það að vinna Birmingham 5-0 á Anfield á ekki að heyra til mikilla frétta og gerir það í raun ekki, en miðað við hvað liðið var “vængbrotið” í dag og eins hvað við þurftum að horfa upp frá sama liði fyrr á tímabilinu er svakaleg breyting. Eins og einn orðaði það á twitter yfir leiknum, það er svo mikið sjálfstraust komið í Liverpool liðið að Skrtel er farinn að sóla menn inni í teig og Robinson er farinn að reyna skot af 35 metra færi.  

  Það þurfti engan vísindamann til að segja púllurum sem eitthvað vita um félagið að Dalglish myndi ná meiru út úr liðinu heldur en Roy fokkings Hodgson. En mikið er jákvætt að sjá muninn á þeim með svona afgerandi hætti. Báðir eru líklega á réttum stað, Dalglish með Liverpool talandi eins og sigurvegari með stefnuna á sigur í næsta leik, alltaf. Hinn að standa sig vel í neðri helmingngum í nokkra mánuði með semi underdogs leikmenn að spila aðeins yfir getu áður en fer að halla undan fæti og hann hverfur á braut á max þremur árum.

 52. Eitt sem ég veit ekki hvort sé búið að minnast á en Tottenham tapaði stigi í dag. Sem þýðir að við eigum betri séns í 5. sætið en áður!

  Eins og staðan er núna þá eiga þeir þrjú stig á okkur og leik til góða. Hinsvegar eigum við eftir að spila við þá sem gerir þetta aðeins meira spennandi!

  Leikirnir sem við eigum eftir:

  Liverpool – Newcastle  
  Fullham – Liverpool
  Liverpool – Tottenham 
  Aston Villa – Liverpool

  Ég verð að segja að miðað við spilamennskuna sem hefur verið að koma upp núna undanfarið þá gæti ég alveg trúað að við vinnum þá alla!

  Tottenham á eftir að spila eftirfarandi leiki:

  Chelsea – Tottenham
  Tottenham – Blackpool
  Man City – Tottenham
  Liverpool – Tottenham
  Tottenham – Birmingham 

  Ég tel það vera miklar líkur á að Tottenham tapi stigum í einhverjum af þeim leikjum sem þeir eiga eftir á tímabilinu. Fyrir utan að tapið á Anfield!

  Ég kvarta ekki ef við förum í Evrópudeildina, mjög mörg skemmtileg lið þarna þó svo að þessi svokölluðu evrópukvöld hafi nú verið helvíti slöpp í ár. Ég held allavega í vonina um að þetta tímabil skili evrópusæti þrátt fyrir góða tilraun Woy til þess að eyðileggja liðið.

  YNWA

 53. Glæsilegur leikur. Hefði samt viljað sjá Coady fá að koma inn á í stað Ngog þarna í lokin (svona til að finna eitthvað til að kvarta yfir…)

 54. Eins og þetta tímabil er búið að vera mikill rússíbani skil ég ekki að nokkur prósak-laus-maður sé að velta 5. sætinu alvarlega fyrir sér. Þetta er aðeins meira en stærðfræðilegur séns, en þegar leikurinn á móti Tottenham er t.d. eftir þá er engin ástæða til bilaðrar bjartsýni enþá.

 55. Davíð #72 Þetta hlýtur að vera dramatískasta vídjó sem heimurinn hefur litið. Yndislegt, sem sagt.

 56. Marteinn says:

  23.04.2011 at 19:04

  “Passið að missa það ekki í brækurnar.Það vinna nánast öll lið Birmingham”
  hehe gaman að lesa svona frá eflaust United manni. En jú það eru þessir minni lið sem Liverpool hafa oft á tíðum átt í erfiðleikum með og það sama á við um þessa leiktíð. Til gamans má geta þess að ef innbyrðis leikir eru teknir á milli United, Chelsea, Liverpool og Arsenal á þessari leiktíð eru Liverpool með flest stig. Þannig að ég held að menn megi alveg missa brækurnar yfir þessu 😉

 57. Mér fínnst ótrúlega leiðinlegt að lesa erlenda miðla og sjá alltaf hvað er talað um að Tottenham sé í harðri baráttu um meistaradeildarsæti. Það eru greinilega flestir að gleyma Liverpool en við erum 3 stigum á eftir Spurs og með spilamennsku þessara liða síðustu vikur þá er Liverpool að fara enda fyrir ofan þá. Tottenham þurfa virkilega að fara að passa sig.

  Spái því að LFC taki Tottenham í bakaríið á Anfield og klári þetta sem var ekki hægt í janúar.

 58. Glæsilegt í dag hjá okkar mönnum. Vona þó að menn fari ekki að gleyma sér í því að Maxi sé maðurinn og við þurfum ekkert að styrkja okkur mikið í sumar ;  )

  Varðandi evrópusætið. Tottenham á ansi erfitt program eftir. T.D útileiki á móti Chelsea, City og Liverpool !

  Ég spái því að þeir nái sér í 7 stig. Tapi móti Chelsea og okkur en nái jafnvtefli við City. Vinna heimaleikina á móti Birmingham og Blackpool. Enda því með 62 stig.

  Við hinsvegar erum á góðu runni. Við vinnum þessa tvo heimaleiki á móti Newcastle og Tottenham. Gerum svo jafntefli við Fulham úti en vinnum svo Villa úti í lokin á dramatískan hátt. Þetta þýðir að við endum með 62 stig  

  Þarf svo ekki að taka það fram að við endum með betri markatölu en Tottenham og náum því evrópusætinu. 

  Burtséð frá þessu evrópusæti þá væri það bara ótrúlega sætt að enda fyrir ofan þetta “stórkostlega” Tottenham lið sem fjölmiðlar hafa keppst við að hrósa í allann vetur. Held það mynda aðeins skella þeim niður á jörðina á nýjan leik.

 59. Ég segi enn og aftur, rosalega er gott að hafa fengið Suarez. Á sínum tíma hélt ég varla vatni yfir torres en ég held ekki vatni yfir Suarez. King Kenny er það besta fyrir LIVERPOOL og það er eitthvað að þeim manni sem vill hann ekki. Sama hver væri í boði Kenny yrði alltaf NO, 1, það er bara þannig.

 60. Babu með eiginlega allt sem ég ætlaði að segja svo óþarfi að endurtaka það, sérstaklega þegar ég svo vísa í Óla Pik í 76 þar sem hann sagði það sem ég ætlaði að bæta við.
  Sjálfstraustið og leikgleðin í þessu liði er auðvitað gargandi snilldin ein og hver leikmaðurinn af öðrum er að stíga upp og vill sýna það að sá eigi framtíð á Anfield.  Maxi Rodriguez minnti glæsilega á sig og ef hann er tilbúinn að vera “squad rotation” spilari hjá okkur gleddi það mig mikið.  Joe Cole hækkaði á sér verðmiðann í dag sem var fínt.
  Lucas, Suarez, Flanagan, Robinson og Meireles áttu frábæran dag auk Maxi og liðið bara allt í glæsilegum gír!
  Bring on Newcastle, þeir verða vel mótiveraðir í þá baráttu, alveg óþarft að stressa sig á meiru en að njóta hvers leiks og telja stigin að lokum elskurnar!!!

 61. Öll myndbönd með LFCompilations eru sjúk, og hafa verið það í mörg ár. Þeir gera myndband um allt sem tengist LFC og tjekka ég mánaðarlega hvort þeir hafi gert eitthvað nýtt.

 62. Samkvæmt tölfræðinni á Thisisanfield þá er Flanagan með flestar sendingar okkar manna í leiknum, 69 eða einni fleiri en Lucas og 18 fleiri en 3.sætið! Hann er með 77% heppnaðar. Jack Robinson er síðan með næst flestar sendingar heppnaðar eða 91%, einu prósenti minna en Jonjo Shelvey, sem kom inn á frekar seint í leiknum. Frábær tölfræði hjá þessum ungu strákum og núna mega Johnson og Kelly fara að passa sig. Það er frábært að sjá þessa ensku stráka koma inn í liði og gaman að sjá þennan enska kjarna sem er að mynast hjá okkur. Núna vantar bara miðvörð, kantara og jafnvel miðjumann og þá erum við orðnir hæfir til að berjast um allar keppnir.

  Kelly/Flanagan — Skrtel/Carra — Nýr enskur: G.Cahill/R.Shawcross/R.Johnson o.fl/Agger/Wilson — G.Johnson/Robinson/Insúa(?)

  Fín varnarlína, góð breidd og það eru alveg 6 Bretar þarna núþegar en ég vill sjá einn enskan miðvörð kom inn í sumar. Helst Shawcross en það eru  alveg nokkrir sem að koma til greina. 

 63. Sá ekki leikinn í gær því miður (hlýt að finna hann e-s staðar á netinu, allavega highlights) en það er greinilegt að Maxi hefur smitast af leikgleðinni og baráttunni eftir að hafa verið hvíldur, hann hefur að öllum líkindum tryggt sér að vera ekki seldur í sumar.
  Ég held að það sé klárlega kostur að menn séu hættir að reikna með meistaradeildarsæti (eins og Suarezlfc7 (78) bendir á), hér eru flestir líka að tala um Evrópudeildarsæti og eru ekki endilega að gera kröfur um neitt meira. Sjálfur var ég hættur að hugsa um meistaradeildina en með síðustu leikjum hafa vonirnar kviknað og í villtustu draumum mínum stelum við sætinu í síðustu umferð, það yrði auðvitað ótrúlegasta endurkoma liðs síðan í maí 2005. Það gleymir enginn að Liverpool var fjórum stigum frá fallsæti í janúar sl. Best er að hafa sem fæst orð um þetta í bili.
  Já og til hamingju með páskana!

 64. Frábær leikur okkar manna í gær.  Eitt sem ég tók sérstaklega eftir, sem undirstrikar það sem kemur fram hjá nr 84, en það er hvað guttarnir í bakvörðunum spiluðu boltanum vel frá sér. Fengu boltan í lappirnar og gáfu einfalt á næsta mann.  Er mjög líklega sú fræði sem þeir eru að læra hjá “Barcelona” þjálfurunum hjá U-18. 

 65. Þegar að menn eins og joe cole skora þá veit maður að þetta er að smella 😀

 66. Hver er tölfræði Dirk Kuyts undafarna leiki ? Finnst eins og hann skori hægri vinstri í reglulegu millibili.

 67. @88 
  Kuyt er komin með 7 mörk í seinustu 6 leikjum. Þar af er þrennan á móti United. Svo er eitthvað af stoðsendingum einnig 🙂

 68. Dirk Kuyt er kominn með 29 deildarleiki, Í þeim er hann búinn að skora 11 mörk og leggja upp 7..  Það gerir 18 mörk sem að hann tekur þátt í í 29 leikjum (29/18)  🙂 

  Elska þennan mann 🙂

 69. Gaman að segja frá því að Kuyt hefur aldrei klúðrað víti fyrir Liverpool

 70. Býst sterklega við að ég hendi Lucas á mína en ekkert er staðfest. Suarez, Lucas, Gerrard og svo einhver sumarkaup. En ég kaupi mér pottþétt varatreyjuna og set einhvern af þessum líka. Á einmitt ómertka heimatreyju sem mig langaði að merkja ef einhver merkilegur leikmaður kæmi til félagsins en eftir að ég hef séð hvert félagið er að stefna þá beið ég með að merkja. Ætlaði að henda Suarez strax en hætti við. Gaman líka að segja frá því að ég hef ALDREI átt Gerrard treyju og ég kaupi treyju á hverju ári. Hef alltaf tekið markaskoraratreyju (Torres, Owen og svo á ég nokkrar ómerktar).

 71. Ég hugsaði nú frekar að auðveldara yrði að finna kaupanda fyrir Maxi eftir þessa frammistöðu. Það tók mann næstum því heilt ár að átta sig á því að maðurinn væri ekki endanlega útbrunninn, en Atletico lét hann fara (nánast fritt) sökum sérlega lélegrar frammistöðu með liðinu síðasta árið hans þar.
  Og í ljósi þess að Dalglish mun líklega hrista duglega upp í leikmannahópnum þá finnst mér nánast öruggt að Maxi fari. Engu að síður hefur kallinn átt nokkra góða leiki í vetur og hann var frábær í gær,,, en Birmingham gáfu honum nú mikið pláss og góðan tíma til að athafna sig og þó mörkin hans hafi verið góð þá er þetta nú einu sinni atvinnumaður í knattspyrnu og hann bara átti að skora úr öllum þessum færum. Að öðru leyti var hann ekki að framkvæma neina galdra og tætti t.a.m. aldrei þessa arfaslöku Birmingham vörn í sig eins og Suarez gerði ítrekað.
  Engu að síður á Maxi skilið sæti í byrjunarliðinu í næsta leik.

 72. Veit að ég er ekki bjartasta kertið á kökunni, en hafa menn fattað eitt ?
  Liverpool er búið að ná 10 af 12 stigum af „topp fjögur“ liðunum eftir að Kóngurinn tók við. Þar af tveir leikir á útivelli og hinir tveir voru mjög sannfærandi sigrar heima.
  Þetta er bara helv… athyglisvert og að sjálfsögðu ánægjulegt.

 73. Ekkert svona Hamlet!
   
  Ákaflega gáfulegt það sem þú ert að segja, svo engin ástæða til að tala þig neitt niður 😉
   
  En tölfræðin hans KD er frábær gegn öllum liðum, er búið að gera Anfield að alvöru virki aftur!!!

 74. Ekki slæmt ef þessar fréttir Marca seinustu 2 daga séu réttar um Aguero, þ.e. að hann sé að koma í sumar fyrir 30 milljónir (klásúla í samningi).
  Í leik Atletico M. í dag var hann að skora í 6 leiknum í röð. 8 mörk í 6 leikjum.
   
  Það væri geggjað.

 75. Það er hreint ótrúlegt hvað kemur fram í Marca og mér þykir þetta ólíklegt. Það gæti verið sennilegt ef að Liverpool kemst í evrópukeppni en ekki A. Madrid. Annars er ég bara alltaf efins með Argentínumenn eftir Tevez og Mascherano fíaskóið. En það gæti verið að Agureo sé með hausinn í lagi og verði bara fín viðbót við sóknarlínu Liverpool. Suarez, Carroll og Aguero hljómar alls ekki illa er það ?? En það er þá spurningin hvað kerfi er verið að hugsa sér að spila ? Er verið að spá þá í 4-3-3 kerfi með Suarez og Aguero fyrir aftan Carroll eða er verið að spá í 4-1-2-1-2 kerfi eða eins og það kallast Diamond kerfi ?? Æjjj mér finnst allt svona vera bara vangaveltur í mesta lagi. Er ekki að sjá Aguero koma til Liverpool þótt ég væri meir en til í hann!

 76. mér fannst suarez mjög góður í þessum leik hefði mátt nýta færin betur enn það fylgdi bra litli kuyt eftir og kláraði dæmið:D lucas var frábær og litli hobbitinn inná miðjunni líka….en með fimmta sætið það er ekkert svo langsótt spurs eiga okkur,city og man utd held ég en með leik til góða svo ég er nokkuð bjartsýnn:Den skemtileg staðreynd ef  kk hefði byrjað seasonið og haldið þessu vinningshlutfalli værum við í 2,sæti einu stigi á eftir man utd:D
   
   
  YNWA

 77. Ég horfði á leikinn aftur í dag, mikið agalega var gaman að horfa á Liverpool liðið spila.
  Suarez er svo góður spilari , Kuyt hefur verið frábær eftir að hann fékk meira að koma inní boxið undir stjórn Kenny og svo eru þessir ungu strákar meira en tilbúnir.

  Það er yndislegt að hlakka aftur til næsta leiks, það er allt annað en fyrr í vetur þegar maður hafði ekkert gaman að því að horfa á liðið spila en maður lét sig þó alltaf hafa það, núna er svo mikil ástríða í þessu.

  ÉG ELSKA KENNY!!!

 78. Suarez – Carroll – Aguero
  Gerrard – Lucas – Meireles

  Þetta kallar maður sóknarlið.

  Það eru miklar vangaveltur um Aguero til Liverpool um þessar mundir. Hann er lifelong LFC fan og hefur alltaf dreymt um að spila fyrir félagið þannig ég held að hann mun ekki vera Mascherano/Tevez fíaskó. Hann skrifaði undir samning fyrir tímabilið sem minnkaði klásúluna hans úr 72M evra í 39M evra sem eru rétt rúmar 30 milljónir. Einnig var í þessum samningi að Real Madrid mega ekki kaupa hann fyrir hvaða verð sem er ;D

  En ég get alveg trúað að Kenny splæsi í Aguero ef hann er á lista til þess að auka breidd og hann veit alveg örugglega að Aguero er einn frægasti fótboltamaður heims útaf Football Manager og að hann er tengdarsonur Diego Maradona. Það mun vekja mikla athygli útum allan heim ef Aguero fer til Liverpool og held ég að hann muni vera frábær með Suarez. Það er alltaf gaman að hafa 3 unga og heita framherja sem eiga að berjast fyrir stöðum sínum og sérstaklega yrði gaman að sjá hversu mörgum fítusum við getum þá spilað í. Gætum spilað allan tímann niðri með Suarez og Aguero. Spilað hápressu bolta og fyrirgjafir með Suarez/Aguero og Carroll og svo framvegis. 

  Yrði mjög gaman að sjá þennan strák reyna við ensku og ennþá betra ef hann rænir 10’unni af Joe Cole og slær í gegn. Ég, og örugglega helvíti margir í heiminum myndu fá sér LFC treyju með 10 – Kun Aguero á bakinu.

  Þetta verður mjög spennandi sumar og vonast ég aðeins eftir vinstri bakverði, miðverði, kantmanni og framherja. Held við þurfum ekki meira því of mikil breyting er ekki gott. Getum klárað öll kaup þarnæsta sumar.

  YNWA.

 79. Smá spurning, hvað finnst mönnum um Charlie Adam ? Mér persónulega finnst ekkert varið í hann og myndi alls ekki gráta hann til Manchester United, hann gaf mark í gær, (laugardaginn) og mér finnst hann vera of lítill biti með ”bunch” af ”feilum” fyrir Liverpool, ekkert spenntur fyrir þessum gaur, og ekki bætir úr því hvað Holloway vill fyrir hann og var nú um daginn að benda á okkur og að hann gæti ekki neitað boði okkar í hann. Langar ekki að sjá þennan mann klæðast okkar rauðu treyju.

  Stór fiskur í lítilli tjörn er hans staður, finnst hann vera orðinn heldur lítill í stórri tjörn.
  Mín skoðun :).

 80. Maður lætur sig dreyma. Aguero á að hafa sagt á fimmtudag – föstudag eftir að hann var fyrst bendlaður við LFC að honum væri alveg sama um að spila í evrópukeppnum.
   
  Rúmlega mánuður í opnun leikgluggans og þetta kemur þá í ljós.

 81. Plús það að hann segist taka LFC fram yfir Manchester United og Tottenham, mín skoðun…. SLÆMT !

 82. að segja að 5-0 sigur á Birmingham sé ekkert merkilegt er bara argasta bull og vitleysa. Öll ensku liðin eru góð að verjast og á góðum degi geta Birmingham menn alveg unnið öll lið í deildinni, enda er það eitt það skemmtilega við ensku deildina að allir eiga sjéns í alla.

  Og að skora 5 mörk í leik er bara andskoti gott hvort sem það er Birmingham eða Man utd!!

  Ég er allaveganna farin að elska Suarez í döðlur

 83. @Baddi

  þetta er ekki þín skoðun…heldur hans Hjörvars Hafliðasonar!!!   nkl það sem að hann sagði í dag í sunnudagsmessunni

 84. Baddi, ég er heldur ekki spenntur fyrir Adam og vill ég ekki fá hann. Hann er búinn að vera frekar slakur eftir áramót og hefur ekkert að gera í stóru liði. Aquilani > Adam.

  Og já Aguero á að hafa tjáð sig um Liverpool nýlega. Comolli fór til spánar í janúar um kaup á honum en Atlético vildu fá mikið fyrir hann en Comolli hélt áfram að tala við þá um hugsanleg sumarskipti og áttu þær viðræður að hafa gengið vel. 

  Ég án gríns held að Aguero verði leikmaður Liverpool á næsta tímabili.

 85. haha væri snilld að Aguero kæmi og framlínan væri svona      Aguero – Carroll – Suarez

  ég hélt að framtíðin væri svört hjá Liverpool Fernando?

  á meðan framlínan hjá Chelsea verður DJ Campbell – Torres – Kalou

 86. Já menn eru aldeilis að kynda undir Aguero orðróm hérna. Það væri tær snilld að fá hann til Liverpool og jesús með Kenny Dalglish sem stjóra einnig ásamt fleiri góðum viðbótum á vellinum verður Liverpool heldur betur árennilegt lið á að líta næsta haust! 

  Ég mynd álíta að dagar Joe Cole, Dani Pacheco og David Ngog séu þá taldir hjá Liverpool ef að leikmaður á borð við Aguero er að koma. Pacheco myndi mögulega fara til A.Madrid sem skiptimynt upp í Aguero og jafnvel Ngog einnig! En ég yrði alveg sáttur við þau vistaskipti. Væri gott ef þeir gætu tekið Joe Cole einnig og allir saman væri það kannski helmingurinn af kaupverði Aguero :):):)

  Djöfull vona ég að það sé sannleikur í þessu öllu saman!

 87. Hmmmm;
  Redknapp hefur nú löngum verið þreytandi með sínum kommentum.  Hér er svo frétt af fótbolti.net:

  ,,Við eigum heima í topp fjórum,” sagði Redknapp.

  ,,Við fórum illa með City á fyrsta degi tímabilsins en gátum ekki unnið. Við höfum gert jafntefli við efstu liðinu og það er leikir sem við gátum unnið. Við getum keppt við alla.”

  Fr�tt fr� F�tbolta.net. Sj� alla fr�ttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=107395#ixzz1KWlLAs71
  M.v. þessi rök, hvar ætti Liverpool að vera ?  Á toppnum ?; hafandi unnið Chelsea; Man Utd, Man City á síðustu vikum og gert jafntefli við Arsenal.

  http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=107395

  Jæja Redknapp; Tottenham verður í sjötta sæti og ekki sæti ofar :).

  Vonum svo að City tapi í dag :).

 88. Varðandi Kun Agureo; það væri nú bara draumi líkast að fá hann; snilldarleikmaður.

 89. Nú er bjartsýni ríkjandi, eftir ansi magra tíð. Ég spái því að Liverpool vinni síðustu 4 leikina sína, endi í 5. sæti og King Kenny verður stjóri maí mánaðar og fær 4 ára samning.

  Ég ætla ekki að deila bjartsýni minni fyrir næsta tímabil, strax……mennirnir í hvítu sloppunum kæmu örugglega fljótlega 🙂

 90. Davíð #72 

  Shi, hef sjaldan fengið svona mikla gæsahúð yfir einu videoi ! magnað. !

 91. Gæti einhver vísað í greinar sem tala um þennan Aguero orðróm? Búinn að skanna helstu bresku síðurnar og ég sé ekki neitt um þetta þar..

 92. Guillem Balague segir (á Twitter )að Aguero kosti 40 milljónir punda, plús einhverjir himinháir skattar.
  Hann gefur lítið fyrir áhuga Liverpool semsagt. Getum gleymt þessu, því miður.
  Guillem Balague
  Aguero and Lpool: who comes up with those? He would cost 40m quid+VAT,he earns almost twice more than Stevie G.Chelsea and RMadrid want him

  Svo bætir hann við:
  Guillem Balague
  by the way, it’s not true that Kun Agüero has a clause that stops him going to Real Madrid

   

 93. Tel það afar hæpið að Aguero sé að koma… Enn það væri nátturulega tærasta snilld með: suarez – Carroll – Aguero, shit marr fæ standpínu! 😎

  Enn að öðru: Clichy til Liverpool, no way ekkert rugl! Fabio Coentrao er maðurinn sem við verðum að fá í vinstri bakvörðinn Svo er líka ekkert mál að nota Coentrao sem winger þegar það hentar og ef Robinson á að fá að vera aðeins með.

  Smá syrpur fyrir þá sem ekki þekkja til hans:

  http://www.youtube.com/watch?v=BqluM20IrhE&NR=1

  http://www.youtube.com/watch?v=xPovkRaJrXM&NR=1

  http://www.youtube.com/watch?v=eCcxX4IqwQc

 94. Guillem Balague hefur oftast rangt fyrir sér þegar kemur að orðrómum um Liverpool. Ég er fyrir löngu hættur að taka mark á honum.

 95. Ég var nú að vonast til að vera laus við allt slúður þangað til tímabilið kláraðist þannig að maður verði ekki alveg orðin nett geðveikur í haust.
  En hver ætli sé hugmyndin hjá Henry og félögum varðandi þjálfara ?

  http://visir.is/framtid-dalglish-enn-oljos/article/2011110429602

  Af hverju ætli það sé ekki búið að klára þessi mál með Daglish ? Gæli verið að það sé búið að semja við einhverna annan þjálfara og því sé ekki búið að tilkynna þetta.

 96. #121

  Nei ég held að þeir séu ekki búnir að semja við neinn annan, það er örugglega allt klappað og klárt að Kenny verði áfram á næsta ári. Það verður örugglega beðið fram að tímabilið klárist eða verði við það að ljúka áður en það verður opinberað.

  Aðalmálið á að vera liðið núna og þeir leikir sem eru eftir, Kenny er með samning fram á sumar svo það er kannski ekki skrítið að þessi mál bíði í smá tíma. Kenny verður áfram það er alveg bókað mál.

  Varðandi þetta Aguero mál þá held ég að það sé nokkuð ljóst að markmið Liverpool fyrir næsta tímabil sé að vera með þrjá heimsklassa/hágæða framherja í liðinu. Við ætluðum að kaupa Suarez í janúar, það var allan tíman klárt og við ætluðum ekki að selja Torres. Svo heyrðust einhverjar raddir um að við værum þá einmitt að skoða stöðuna á Aguero, Llorente og Gomez og að Carroll átti að vera target nr.1 um sumarið. Mér sýnist á öllum þessum sögum frá þessum ITKs og einhverjum blaðamönnum að staðan sé einmitt þannig að við ætlum að reyna að fá inn einn mjög góðan framherja í liðið í viðbót.

 97. já öll þessi aguero umræða er nottla stórskemmtileg og allt það…. ég væri bara miklu frekar til í að sjá frekar big name kanntara sem eru í aðstöðu til að dæla boltum inná þetta magnaða framherjapar sem við höfum úr að ráða í dag heldur en að bæta við strike force liðið í dag…… til dæmis þennan alexis sanchez, eden hazard, ashley young

 98. Væri gaman að fá Aquero til Liverpool en aftur á móti að þá myndum við fá eitt allsherjar vandamál með. Hvað með Kuyt eða Meireles eða Spearing? Myndum við stilla liðinu upp svona?
   
  Reina
  Johnson – Carra – Agger – Kelly
  Lucas
  Kuyt/Meireles – Gerrard/Spearing – Suarez
  Carroll – Aguero

 99. #125 Ef við ætlum að sjá Liverpool keppast um Englandsmeistaratitilinn og alla aðra titla á sama tímabilinu þá er breidd og valmöguleikar í liðsuppstillingum mjög mikilvægt, svo að það skuli vera erfitt að stilla upp í liðið er bara til hins góða. Ég vil heldur ekkert að Liverpool eigi eitt “ákveðið, fast” lið, ég vil að liðið verði frekar óútreiknanlegt fyrir andstæðingana og ólíkt eftir leikjum.

 100. #125 Ef við ætlum að sjá Liverpool keppast um Englandsmeistaratitilinn og alla aðra titla á sama tímabilinu þá er breidd og valmöguleikar í liðsuppstillingum mjög mikilvægt, svo að það skuli vera erfitt að stilla upp í liðið er bara til hins góða. Ég vil heldur ekkert að Liverpool eigi eitt “ákveðið, fast” lið, ég vil að liðið verði frekar óútreiknanlegt fyrir andstæðingana og ólíkt eftir leikjum.

  Hárrétt !
  0

 101. þegar joe cole kom ina þa visi eg að hann mundi skora og maxi var frabær i þesum leik og goður snuningur hja dirk kuyt goður leikur og Áfram Liverpool

 102. Myndi ekki vera að hlusta á Balague. Hefur alltaf verið vitlaus nema með Torres því hann þekkir agentinn hans eða eitthvað þannig.

  Tek aldrei mark á þessum manni og hreinlega þoli hann ekki því hann heldur að hann viti allt.

  Tommo, sem er miklu áreiðanlegri þegar kemur að LFC, segir að LFC hafi gert 28M tilboð í Aguero í janúar en gekk ekki og hafa þeir verið í viðræðum alveg síðan þá. Semsagt bottom-lineið er; Liverpool hefur áhuga á Sergio Aguero en það er ekkert vitað hvort hann endi í Liverpool þó ég sjálfur telji það líklegt.

 103. Vona að ég sé ekki að jinxa neitt….en það er komið fram á 58 mínútu hjá Blackburn og City og það er ennþá jafnt..fín úrslit ef leikurinn fer bara svona fyrir okkur… 🙂

 104. ég er ekki að sjá að við þurfum eitthvað að kaupa fullt af leikmönnum fyrir næsta tímabil
  mér sýnist Kenny Dalglish alveg geta gert ágætis kjúkingasalat úr þessum kjúklingum sem við eigum :o)

 105. ekki kidda ykkur ágætu liverpool félagar, við þurfum minimum 2-3 first team leikmenn helst 1-2 sem eru stór nöfn og amk 2-3 byrjunarliðs / squad players, en kjúllarnir fá einnig stórt hlutverk næsta season , snýst allt um réttu blönduna.

 106. vantar Nuri Sahin eða Keisuke Honda til þess að fullkomna miðjuna.

  Lucas – Meireles – Sahin/Honda

  Gerrard

  Suarez – Carroll

 107. auk þess er Nuri Sahin með 6 milljóna króna klásúlu sem RM ætla að nýta!!!!

  Sign him up KENNY

 108. Fór á Anfield í fyrsta skipti á ævinni og upplifði einn besta leik liðsins í langan tíma, þurfti 5 sinnum að standa upp og fagna rosalega.Þetta var eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég ætla sko aftur…
   
  YNWA
   

 109. Það er stutt í það að Barcelona fer að sýna Lucas Leiva áhuga. Tölfræðin yfir tæklingar og sendingahlutfall fer að trekkja að.

 110. Nuri Sahin er ekki með 6 milljón evra klásúlu í samningnum sínum samkvæmt umboðsmanninum hans. Ef hann væri með svona verðmiða væri hann löngu farinn.

 111. # 141  Barca hefur ekkert að gera með Lucas.  Þeir fengu masch síðast og hann er alveg að fá sínar 10 mín í leik hjá þeim.   Það eru ekki allir með sama metnað og mash og mcmanaman, sitja á bekknum í 4 ár og hirða launin.  Sem betur fer er það ekki raunin í dag.

 112. #143

  Masch hefur spilað 22 leiki í deildinni, byrjað 15 af þeim. hann hefur spilað 8 leiki í meistaradeildinni, byrjað 7. Hann hefur einnig spilað 7 leiki og byrjað þá alla í bikarnum.

  Allt þetta tal um að maðurinn spili ekkert er ekki á rökum reist. Annars má hann éta það sem úti frýs fyrir mér.

  Annað við komment þitt fór mjög í taugarnar á mér.  McManaman metnaðarlaus bekkjavermir? Maðurinn stóð sig vel á Real Madrid en færðist neðar í forgngsröðinni á Galactico tímabilinu þar sem stórstjörnurnar fengu allt sem þær vildu. Talað er um að ein aðalástæðan fyrir því að hann fékk ekki að vera inná var að hann var ekki jafn söluvæn vara og hinir. Samt setti hann alltaf hausinn niður, barðist áfram og neitaði að fara annað. Merki um alvöru íþróttamann sem berst gegn mótlæti með krepptum hnefum, enda vann á stjörnurnar og þjálfara á endanum á sitt band. Þó hann hafi tapað baráttunni fór hann frá félaginu sem einn af mest elskuðu leikmönnunum af stuðningsmönnum og leikmenn eins og Raúl, Zidane, Figo, Ronaldo töluðu um hve illa hafi verið komið fram við Macca. Del Bosque sagði svo seinna að hann hafi verið einn mikilvægasti hlekkurinn í Galactico liðinu. 

  Bottom línan er sú að hann stóð sig vel þegar hann fékk tækifæri, barðist fyrir tilveru sinni og á heiður skilið. 

 113. Ég myndi vilja restina af leikjunum á þessu tímabili og næsta hafa Kuyt í sókninni með Suarez og Carroll. Ef þeir eru heilir þá tyllir Kuyt sér á bekkinn. Það veitir ekki af 3 góðum og það er algjör óþarfi að hafa alla inná í einu. Það er sóun að hafa Kuyt á kantinum.
  Hann er maður tímabilsins hjá mér.

Liðið gegn Birmingham

Opinn þráður: Ekkert að gerast