Liverpool – Birmingham lau. 23.4.

Einungis fimm leikir eftir í ensku PL-deildinni og næst á dagskrá er að taka á móti Birmingham City á virkinu okkar – Anfield.

Áður en við förum út í leikinn sjálfann langar mig að benda fólki á þessa frétt hér frá S.Afrísku stuðningsmannasíðunni en er bein vísun í frétt á The Times sem þarfnast áskriftar.

Þarna segir að Liverpool FC sé búið að gera stærsta búningasamning í sögunni við ameríska íþróttavöruframleiðandann Warrior Sports. Enn er ekki komið neitt opinbert á lfc.tv eða aðrar enskar síður, en The Times eru yfirleitt með áreiðanlegar heimildir svo við hendum þessu hér í loftið. Segir í frétt þeirra að samningurinn gefi liðinu 25 milljónir punda árlega sem er rúmlega tvöföldun frá núverandi samning við Adidas, hefst haustið 2012 en ekki kemur fram hve langur samningurinn er. Adidas var boðið að jafna samninginn en neituðu.

Warrior Sports er angi New Balance íþróttavörumerkisins og hefur ekki áður haslað sér völl í fótboltakeppnistreyjum en ætla sér stóra innkomu á markaðinn. New Balance er samningsaðili Boston Red Sox og eigandi NB og Henry hafa mikið unnið saman.

Enn einn risaáfanginn sem markaðsdeild félagsins er að ná hér! Gaman verður að sjá afraksturinn, satt að segja hefur mér fundist Adidas ekki alveg ná hæðum í búningum undanfarin ár ef undanskildir eru einstaka varabúningar en fyrst og síðast tryggir samningurinn öruggar tekjur sem maður nú treystir eigendunum til að nota beint í liðið. Það er lykilatriðið!

En aftur að leik laugardagsins, Birmingham í heimsókn.

Byrjum á liðsskipaninni. Það er ljóst að ákveðinn hausverkur kemur upp þegar liðið er rætt, nefnilega vinstri bakvörður. Aurelio er frá auðvitað og því er stóra spurningin hvort við sjáum Jack Robinson eða Danny Wilson. Annað verður óbreytt held ég, bæði Carra og Carroll munu spila þennan leik, banhungraðir í stig og sigra.

Robinson var settur inn á móti Arsenal til að vinna upp hraða Walcott en ég hallast frekar að því að Wilson spili þennan leik, hann hefur fengið færri mínútur að undanförnu en kóngurinn hefur verið duglegur að hrósa honum í vikunni svo ég tippa á það.

Liðið semsagt:

Reina

Flanagan – Skrtel – Carragher – Wilson

Kuyt – Lucas – Spearing – Meireles

Carroll – Suarez

Bekkur: Gulasci, Robinson, Kyrgiakos, Maxi, Cole, N’Gog, Shelvey.

Auðvitað er svo færslan þannig á liðinu að stundum dettur leikkerfið í 4231 með Carroll á toppnum og Kuyt, Suarez og Meireles fyrir aftan hann. Þetta lið svona skipað hfur verið að sýna verulega góðar frammistöður að undanförnu og engin ástæða til annars en að vera bjartsýn.

Leikmennirnir virðast staðráðnir í að berjast fram að síðasta leik og átta sig allir á því að þeir eru að berjast fyrir því að fá að spila áfram með LFC í framtíðinni og það virkar sem súperorkusprengja í kolli þeirra virðist vera. Við munum koma af krafti frá byrjun í góða veðrinu sem spáð er í Liverpoolborg á laugardaginn og setja ólseigt Birminghamliðið undir mikla pressu.

Birmingham hefur verið það lið sem við höfum átt hvað erfiðast með að vinna nú um nokkurt skeið. Allir leikir milli þessara liða virðast enda með jafntefli og alltof oft hafa Birmingham hirt öll þrjú stigin. Ég horfði á hluta leiks þeirra við Chelsea á miðvikudaginn og satt að segja hef ég ekki mjög mikla trú á þeirra liði. Mér fannst liðið öflugt á síðasta ári en í vetur fór verulegt púður í flottan sigur þeirra í deildarbikarnum og þeir hafa ekki náð flugi síðan. Cameron Jerome er þeirra hættulegastur fram á við en eins og ég sagði áður eru þarna ólseigir og skynsamir reynsluboltar sem hafa reynst okkur erfiðir, Bowyer og Ridgewell góð dæmi.

Markmaðurinn Ben Foster getur átt góða leiki og í þeirra liði eru tveir leikmenn sem vert er fyrir okkur að skoða vel því þeir hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir leikmenn okkar í framtíðinni. Það eru annars vegar öflugur hafsent, Roger Johnson og síðan sænski vængmaðurinn Seb Larsson. Hvorugur er nú “vatnslosandi” hugmynd að leikmanni en kannski snúa þeir manni um helgina.

Heilt yfir erum við að fara að sjá skemmtilegan leik sem ég spái að endi 3-1 með mörkum frá Carroll, Suarez og Kuyt og við náum að viðhalda pressunni á liðin fyrir ofan okkur.

KOMA SVOOOOOOOOOOOOOO!!!!

49 Comments

 1. Ég verð á vellinum – er nokkuð viss um að það dugi til sigurs!

  Annars er ég búin að sjá þessar búningafréttir á nokkuð mörgum miðlum núna þannig að þær virðast vera sannleikanum samkvæmt. Maður bíður þá kannski fram á næsta haust með það að kaupa sér Standard Chartered búning.

  Annars er ég nokkuð bjartsýn fyrir þennan leik, þrátt fyrir að Birmingham hafi staðið í okkar mönnum hingað til, skyldusigur og ekkert annað!
   

 2. Margir sem eru að misskilja og halda að Standard Chartered séu að fara af búningnum og Warrior Sports að koma í staðinn, en þetta verður svakalega spennandi, spurning hvort það verði viðamiklar breytingar á aðalbúningnum okkar ?

  En skyldusigur á Laugardaginn því við erum að anda ofan í hálsmálið á Tottenham sem getur alveg tapað stigum um helgina á móti West Brom eins tja við gerðum… En ég held þetta fari 0-1 um helgina og Kuyt verður með eina markið.

  YNWA

 3. Birmingham er auðvitað sterkt lið líkamlega og eru alltaf erfiðir viðureignar. Ef þú horfir svo aftur á fótboltalegu hliðina þá er Liverpool ljósárum á undan og eiga því að taka þennan leik! 

  Varðandi treyjuna þá á ég eftir að sakna Adidas enda alltaf fundist þetta vera flottar treyjur og á 3 slíkar. En þetta er nú bara einfaldlega of mikill peningur fyrir klúbbinn til að hafna. Og hver veit kannski erum við að fara að sjá ansi flottar treyjur. Kanar hafa nú verið þekktir fyrir flotta hönnun á búningum,

  YNWA

 4. Get ekki sagt að það sé mjög uppörvandi að lesa smáletrið á síðunni hjá Warrior Sports

  CALIFORNIA WARNING: Warrior strives to have safe and environmentally friendly products. However, some of the products shown on this site may contain chemical(s) known to the State of California to cause cancer, birth defects or other reproductive harm.

 5. #4: Það eru trylltar reglur í Kaliforníu um merkingar á svona dóti svo þeir verða að setja þetta inn en þessi viðvörun er mjög algeng þar. Það kæmi mér á óvart ef þetta eru efni sem er ekki að finna í vörum framleiddum annarsstaðar.

 6. Ein ábending, það mætti laga upplýsingarnar þarna hægra megin þar sem ég efast um að leikurinn verði spilaður á Emirates 🙂 En við vinnum hann samt 2-0
  YNWA

 7. við hlótum að taka þennan leik ég hef ekki trú á neinu öðru.
  Ég held að Spering skori screamer og Suarez setji tvö kvikindi !

  En að öðru. Rosalega er ég ánægður með jákvæðnina sem ríkir yfir klúbnum þessa dagana! þetta er allt annað líf!
  það var orðið erfitt að halda með Liverpool því liðið spilaði ömulegan fótbolta með hangandi haus og þunglindan stjörnuframherja.
  Tók enginn eftir því þegar Robinson var settur inná á móti Arsenal hvernig KKD grínaðist eitthvað svona í honum, klapaði honumá öxlina og brosti út að eyrum eins og honum einum er lagið.
  Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að þessir ungu strákar eru að pluma sig svona vel í aðalliðinu, KKD hefur þeannan frábæra eiginleka að smita jákvæðnina út frá sér og leyfa strákonum að finna að hann treistir þeim..

  Ég sé framm á bjarta tíma!, loksins   

  rúllum svo yfir Birmingham !!!

 8. Viðurkenni það að mér finnst Adidas langflottasta merkið í þessum íþróttabransa en skil það vel að menn hafna ekkert svona samningi ef fréttirnar eru réttar.

  Það er svakalega margt jákvætt búið að vera að gerast undanfarið hjá félaginu okkar og ég trúi bara ekki öðru en að okkar menn standi við það að gera Liverpool að þeim klúbbi sem hann á að vera aftur og taki veskið almennilega upp í sumar og kaupi 4-5 klassa spilara ásamt því að ráða Dalglish til fratíðar.

  Væri svo fínt ef við fengjum fréttir í leiðinni af nýjum velli eða stækkun á Anfield sem væri að hefjast.

  Leikurinn á morgun fer svo 4-0 þar sem Suarez gerir þrennu og Carroll eitt ef hann kemur eitthvað við sögu annars Kuyt með eitt.

 9. Hef bullandi trú á öruggum sigri okkar manna, spái 4-0.
  Meireles sýnir af hverju hann var valinn leikmaður ársins af áhorfendum og setur 1 mark, Kuyt setur 2 og Carroll 1 🙂

 10. Þetta segir í frétt á MBL.IS…

  John W. Henry, aðaleigandi Liverpool, hefur  sagt að félagið muni einungis eyða þeim fjármunum sem það aflar sjálft, og ljóst er að þetta eykur verulega möguleikana fyrir Kenny Dalglish og hans menn til að styrkja lið sitt á næstu árum.

  Hefur Henry einhverntíman sagt þetta eða? eg man ekki eftir að hann hafi sagt stakt orð um leikmannakup eða hvað félagið hygðist setja mikla peninga í þau, eina sem mig minnir að hafa lesið er að þeir ætli sér með liðið á toppinn og vilja vinna alla titla og ekki bara einu sinni heldur á hverju tímabili.

  Ef þeir ætla ekki að setja neitt út úr eigin vasa þá hef ég áhyggjur af sumrinu sko.

  Endilega segið mér hvort Henry hafi sagt þetta, ég man allavega ekki eftir því

 11. Man ekki eftir að hafa lesið þetta annarstaðar, þ.e.a.s. að henry og félagar ætli ekki að eyða neinu af sínum peningum, og ég held að þetta sé bara eitthvað rugl.
  Hinsvegar má ekki líta framhjá því að bara með því að greiða upp skuldir félagsins, eins og þeir gerðu, þá losuðu þeir um 40 m.punda á ári sem annars höfðu farið í vaxtagreiðslur en geta nú farið í leikmenn.

 12. Sögðu þeir félagar ekki að þeir ætluðu ekki að ausa peningum í klúbbinn, heldur að láta klúbbinn reka sig sjálfan og aðstoða við það sem þarf. ERGO ef þarf að kaupa, þá er keypt.

 13. Reyndar góður punktur Bjössi þetta með vaxtagreiðslurnar.

  Ég held að þeir þurfi ekki að setja mikið út úr sínum eigin vasa í framtíðinni en held það sé nauðsynlegt í sumar, þetta sumar er svakalega mikilvægt fyrir okkur.

  En hvernig var þetta með nýju reglurnar sem taka gildi eftir næsta season, þá mega liðin ekki eyða meiru en þau velta og blablabla eða hagnast man ekki hvernig þetta var og þá er ég að spá í hlutum er varða stækkun á Anfield eða nýjan völl, mega eigendurnir þá ekki taka neitt úr eigin vasa í það verkefni eða hvernig er þetta allt saman?

  Eru þessar nýju reglur annars ekki einhvernveginn þannig að félögin verða að reka sig sjálf? ef svo er sé eg ekki hvernig liverpool á sjálft að fjármagna nýjan völl og vera samkeppnishæfir á leikmannamarkaðnum á sama tíma, annars er ég kannski bara að steypa eittvað hérna enda man eg ekki alveg hvernig þessar nýju reglur verða.

  Er ekki einhver hérna sem er með þessar fairplay reglur betur á hreinu???

 14. Þeir sögðu að markmiðið væri að gera klúbbinn það fjárhagslega öruggan að hann gæti rekið sig sjálfur án utanaðkomandi fjármagns, þetta átti líklegast við leikmannamarkaðinn líka. En það er ,,markmiðið”… held að það sé augljóst að þeir muni eyða pening í sumar.

 15. Um Financial fair play reglurnar:

  “UEFA has approved plans to force clubs in European competition to spend only what they earn. The financial fair play rules will require clubs to break even over a rolling three-year period if they want to play in the Champions League or Europa League.”


  Sem þýðir einfaldega að á félag verði að vera rekið á núllinu yfir “rúllandi” þriggja ára tímabil ef viðkomandi félagslið vill taka þátt í evrópukeppnum, vissulega með skekkjumörkum.

   
  Ég sá viðtal ekki fyrir svo löngu síðan sem var tekið við einn þekktasta umboðsmann Bretlandseyja. Þar kom meðal annars fram að félagslið í eigu fjársterkra eigenda gætu allt of auðveldlega komið miklum fjármunum inn í félagið til að jafna út reikningana.
   
  Sem dæmi: Félagslið X er rekið á núllinu í eigu Y. Fjárhagsáætlanir X gera ráð fyrir að svo verði áfram á næsta 3ja ára tímabili. Fyrir fyrsta tímabilið ákveður lið X að kaupa leikmann/leikmenn fyrir 60m punda, hins vegar sér félagið ekki fram á reikningarnir verði í jafnvægi eftir þau kaup eigi sér stað á næstu 3 árum. Þá taka eigendurnir til sinna ráða og þetta eru þær leiðir sem þessi umboðsmaður gaf:

  Fyrirtæki í eigu Y getur keypt áhorfendabox á 10m-60m (og allt þar á milli) fyrir einn leik.
  Dótturfélag Y getur styrkt félagið um 30m árlega. T.d. vegna þess að formaður dótturfélagsins elskar félagsliðið og getur fengið í staðinn auglysingu á t.d. vatnsbrúsum félagsins.
  Annað fyrirtæki í eigu Y getur keypt auglýsingapláss við völlinn á háar upphæðir.
  Utanaðkomandi þriðji aðlili sem Y borgar sérstaklega til að gera eina af hinum þremur fyrrgreindu leiðum. Án beinna tenginga við Y.

   
  Eins og glögglega sést er svona háttarlag á mjög gráu svæði, en þetta er víst hægt.

 16. Flott komment hjá Torfa og þetta er vissulega eitthvað sem þarf að skoða.

  En að leiknum og búningnum.

  Ég er viss um að við vinnum leikinn og mig grunar að Spearing af öllum mönnum eigi eftir að setja eitt mark. En með búninginn þá er ég ekki viss um að ég fíli það að hafa í staðinn fyrir hið flotta og fræga Adidas merki, eitthvað merki frá Warrior Sport, sem að ég vissi ekki einu sinni hvað var fyrr en ég sá þessa frétt. En vonandi kemur þetta bara flott út:)

 17. Ég er mjög sáttur við stefnu Henry og félaga, með góðum markaðsaðferðum er vel hægt að gera félagið sjálfbært. Auðvitað þarf að eyða eitthvað aukalega í sumar í leikmenn og svo auðvitað í vallarmálunum þegar kemur að því. En það hefur verið full mikið um það síðustu 5-10 ár að við höfum verið að kaupa of mikið af uppfyllingarefni, það hefur kannski vantað í einhverja stöðu og þá er bara peningum hent í einhverja sultu í stað þess að nota unga og efnilega leikmenn, því margt smátt gerir eitt stórt.

 18. Financial fair play reglurnar sem torfi (#15) talar um taka einmitt gildi í sumar og koma kaup sumarsins til með að teljast þar inni. Flott að hafa náð að kaupa Suarez og Carrol í janúar, þau kaup koma ekki til með að teljast með, en mikil og dýr kaup í sumar geta haft áhrif á kaup í gluggunum sem koma í kjölfarið. Allt flækir þetta pælingar okkar spekingana um komandi kaup á leiðinlegan hátt…
  Hér er farið yfir málið á ThisIsAnfiield:
  http://forums.thisisanfield.com/showthread.php?27273-Summer-Transfers-The-Financial-Fair-Play-Rules-and-the-Importance-of-CL-Football

 19. Carroll virkilega tæpur fyrir leikinn.

  Annars er þessi díll frábær og ætti að skila okkur milljónum í merchendise því Kanar kaupa allt.  

  http://media.photobucket.com/image/recent/robgambles/lfc.jpg – Photosjoppuð mynd af búningnum. Sá að einhver spuiði hvort Standard Chartered færi af búningnum en svarið við því er nei. Warrior er bara merki sem kemur í staðinn fyrir ADIDAS merkið. Miðað við það sem ég hef lesið eru John Henry og félagar búnir að fá helling af pening úr styrktarsamningum og öðru og er reputationið í USA búið að fara gríðarlega hækkandi.

 20. Sæmund er að misskilja (að hluta) FFP reglurnar og ætti að lesa póst 11 í tenglinum sem hann vísar í.
  Kaupin á Carroll og Suarez hafa áhrif en salan á Torres gerir það ekki fyrir Liverpool.

 21. Það er greinilega ekkert mál að fara á bakvið reglurnar ef það eru til peningar hjá eigendum fyrirtækjanna.

  En ef ég skil þetta rétt þá geta eigendur aftur á móti skuldsett uppí rjáfur af eigendunum undir þessum reglum. Nýir eigendur sem eiga enga peninga geta ekki rekið þau á endalausum skuldsetningum og lánum sem koma félögunum í gröfina í lokin. (G&H anyone )

  Ef eigendurnir eiga hinsvegar sand af seðlum geta þeir auðveldlega notað eitthvað af þessum aðferðum sem Torfi nefnir hér að ofan.

 22. Þetta átti víst að vera:

  En ef ég skil þetta rétt þá geta eigendur aftur á móti EKKI skuldsett liðinu upp í rjáfur undir þessum reglum.

 23. Ég hef aðeins skoðað varning frá Warrior Sports og er ekkert svakalega spenntur!
  Adidas er með flottasta íþróttafatnaðinn í dag og skiptir það miklu máli að treyjur liða séu flottar, t.d. united þá eru treyjurnar þeirra ekki eins flottar og hjá Liverpool að margra mati en er það ekki vegna þess að Liverpool er hjá Adidas og þeir hjá Nike?

  Þegar Liverpool fer til Warrior Sports þá vona ég svo innilega að búningurinn verði flottur, því það er ekkert leiðinlegra en það að vera í ljótum búning með flottasta merkið á honum!

  Hér er síðan sem ég hef verið að skoða ->  http://www.warrior.com/hockey/apparel/train <-

  YNWA

 24. Það sem Henry sagði var að þeir myndu ekki taka neinn pening út úr klúbbnum í nánustu framtíð. Þannig að allur peningur sem kemur úr rekstrinum getur farið í að styrkja liðið. Það útilokar þó ekki að þeir geti bætt við fjármagni – ef það er í samræmi við lög og reglur.

 25. #24 – Það er alls ekki hægt að meta það hvort þessi búningur verði flottur eða ekki útfrá þessu, þetta fyrirtæki hefur aldrei gert fótboltabúning áður og mun væntanlega vinna allaveganna lágmarks rannsóknarvinnu áður en þeir gera það … vilja selja sem flestar treyjur til að fá 25millurnar sínar tilbaka.

 26. @SB

  Þetta er ekki alveg rétt hjá þér. Tvö nýjustu dæmin sýna okkur að m.v. núverandi rekstrarumhverfi þá er erfitt að skila hagnaði eftir vexti og skatta ef um skuldsettar yfirtökur er að ræða. Í tilfellum LFC og MUFC voru bæði félög með bullandi jákvæða EBITU en tap eftir fjármagnsgjöld vegna þess vaxtaumhverfi sem tíðkast á fjármálamörkuðum í dag. Samkvæmt Financial fair play mega félög ekki skilað tapi 3 ár í röð, sem gerir skuldsetta yfirtöku á knattspyrnufélagi mun erfiðari í framkvæmd en hér áður þegar allir fengu lán á kjörvöxtum. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður aftur á móti að koma í ljós. Margt getur breyst og ég sé ekki í fljótu bragði hvernig hægt verður að fylla uppí þessu göt sem augljóslega eru á þessum reglum.

 27. Mér er nokk sama hverjir framleiða búninginn. Hins vegar hefur Adidas staðið sig vel og okkar búningar síðastliðin ár verið þrusuflottir. 25Millz er frábær viðbót í sjóðinn og ef Adidas vildi ekki jafna boðið þá er það þeirra mál.

  Warrior hljóta samt að vita að pressan er á þeim að skila okkur mannsæmandi búningum. Hafa rúmt ár til.

  Að leiknum. Sigur.

 28. Við erum á góðri leið með að missa hlutdeild okkar í meti yfir fjölda úrvalsdeildatitla, ég vona að við fáum ekki í staðinn met í fjölda jafntefla í röð, en ef Liverpool og Birmingham gera jafntefli á morgun, þá er það áttunda jafnteflið í röð í leikjum þessara félaga sem er met.

 29. 3-1 fyrir okkar mönnum . 

  Suarez
  Meireles
  Flanagan 

  Svo eru þetta frábærar fréttir með samninginn.  áfram Liverpool

 30. Mér líst mjög vel á samninginn, og auðvitað einnig leikinn. En ég held að hinn ”stórbrotni” Ridgewell muni standa í okkur eins og alltaf á morgun, en Suarez muni merja þetta á 89 eftir rosalegt einstaklingsframtak ! Annars muni þetta vera opinn og góður leikur þar sem Ridgewell bjargar 2 á línu og fiskar víti hinu megin, þar sem Larsson klikkar til þess að auka líkur á samningstilboði í sumar….

  DJÓK !

  Við vinnum 3-0 og ekkert puð !

 31. 3-1 á morgun meireles skorar snemma og svo kemur kuyt með eitt rétt eftir hálfleik og svo carroll með þriðja stuttu seinna en larsson nær að minnka muninn úr vítaspyrnu fyrir þá rétt undir lokin

 32.  En myndi Benitez virkilega fara til Chel$ki?

  Afhverju í fjáranum ekki? Samdægurs  færi Torres í gang aftur.

 33. Ég held að eina ástæðan um að það er byrjað að slúðra um Benitez til Chelsea er af því að hann er greinilega eini stjórinn sem getur fengið Torres til þess að skora á fullu. Held samt að Abra ráði Van Gaal, Lippi eða haldi Ancelotti. Hann er meira fyrir að fá stjóra sem hafa unnið stórt mót og gert lið að einu besta í heiminum. Þó Benítez hafi gert Liverpool að eina besta liði í heimi á sínum tíma þá sé ég ekki mikið benda til þess að Benitez fari til Chelsea.

  Myndi samt ekkert vera pirraður útí hann þar sem ég veit að hann tekur við Liverpool eftir nokkur ár.

 34. Á fyrstu þremur árum sínum hjá Liverpool náði Benitez að koma Liverpool tvívegis í leik um dolluna sem Roman þráir, og hirða hana eftirminnilega í eitt skiptið. Ég óttast Rafa sem fær loksins borðstofuborð ef hann biður um borðstofuborð, en ekki bara lampa og gæti því miður vel séð hann fá Chelsea.

 35. það stendur enn að leikurinn sé á emirates, hérna hægra meginn er ekki heimavöllur okkar Anfield road?
  fer smá í taugarnar á mér.

 36. Takk fyrir það, Kárinn (#21), sé að ég hef verið að misskilja þetta, einsog þú bendir á…
  Flott að sjá að ef við losnum við hálaunasamninga, s.s. Cole, Jova, Maxi, Poulsen, Konchesky opnar það á fjármagn til leikmannakaupa…

 37. Carroll ekki með

  Reina
  Flanaghan
  Robinson
  Carra
  Skrtel
  Spearing
  Lucas
  Raul
  Maxi
  Kuyt
  Suarez

 38. 35#

  Ég myndi halda að Benitez væri tengdari stuðningsmönnum Liverpool heldur en nokkurn tímann Torres.

  Til að mynda að mæta á Hillsborough minningarathöfnina!

 39. Er einhver með link á leikinn?? kann ekkert á svoleiðis og gæti þegið smá hjálp!!

 40. Babu nr 35, samdægurs færi Torres frá Chelsea. Torres vill ekki vinna með Rafa, sem var ein af ástæðum þess að hann var rekinn í sumar. Torres sakaði Rafa um að láta sig spila meiddan á síðasta tímabili, sem varð til þess að Torres var ekki 100% þegar HM byrjaði.

 41. Það er rangt Halli. Læknalið Liverpool laug að Rafa um meiðsli Torres og yfir því var Torres brjálaður. Milli Torres og Rafa er allt í góðu og því myndi hann örugglega fagna ef Rafa kæmi til Chelsea.

 42. fá torres og rafa aftur i liverpool, Rafa getur verið heilinn hans kenny ekki slæmt það

 43. goa nr 46 Rafa segir að læknaliðið hafi logið að sér, en Torres á að hafa kennt Rafa um þetta. En annars eru þetta alltsaman orðrómar. Aðdáendur Rafa halda því sjálfsögðu fram að þetta hafi ekki verið honum að kenna, og auðvitað segir Rafa það sjálfur. Við fáum aldrei að vita nákvæmlega hvað gerðist þarna.

 44. Hvaða Rafa kjaftæði er þetta, hann fékk sín tímabil og það er nóg: Kenny the king er að gera góða hluti og mannskapurinn er ánægður með hann, það er no 1, 2, 3, 4, 5, 6, að allt sé á uppleið. Rafa var rekinn og útaf hverju og hann gerði lítt betri hluti en Hullier, ágætt að losna við Torres hann virðist vera búinn á því eða eitthvað er að, menn kanski búnir að les´ann. Koma svo LIVERPOOL OG KENNY THE KING.

Stuðningsmenn velja Raul Meireles leikmann ársins

Liðið gegn Birmingham