Stuðningsmenn velja Raul Meireles leikmann ársins

Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum eru verið að tilkynna val á leikmönnum ársins í ensku úrvalsdeildinni um þessar mundir þrátt fyrir að mótið er langt frá því að vera búið. Leikmaður ársins er valinn í janúar sem kom heldur betur í bakið á þeim sem standa að þessu kjöri þar sem Gareth Bale var í fullri alvöru kosinn leikmaður ársins af öðrum leikmönnum í deildinni. Hann er ekki einu sinni bestur í Tottenham.

Núna var síðan verið að tilkynna val stuðningsmanna á leikmanni ársins í Englandi og fyrir mitt leyti kom það gríðarlega á óvart að Raul Meireles var valinn leikmaður ársins eftir baráttu við, Nasri, Berbatov og wait for it…Torres og Luiz ! Það er eins og það sé bara horft á eina viku eða svo hjá hverjum leikmanni og þessir hitt á góða viku. Reyndar er það ekki svo en ég held að þeir einu sem komi til greina séu þeir sem hafa verið valdir leikmenn mánaðarins á tímabilinu, eins mikið rugl og það nú er.

Ekki misskilja þetta sem svo að ég hafi eitthvað á móti Meireles, hann hefur verið mjög góður eftir áramót og var frábær fyrstu vikurnar eftir að Dalglish tók við sem líklega hafa verið sömu vikur og þetta kjör fór fram. Hann hefur samt ekkert skarað neitt frekar framúr undanfarnar vikur og ef einhver leikmaður frá Liverpool ætti að vera leikmaður ársins þá værum við að tala um Lucas líklega eða jafnvel Kuyt.

Af þeim sem hægt var að kjósa um hefði Berbatov sem er markahæstur í deildinni líklega átt betur við eða þá Nasri sem hefur verið góður allt tímabilið. Að Torres og Luiz séu þarna líka gjaldfellir þessa kosningu svo algjörlega enda Torres aðhlátursefni eftir áramót og Luiz búinn að spila hálft tímabil og verið fínn.

Svonalagað á að velja að tímabili loknu enda lítið annað að gera þá en að velta sér upp úr svonalöguðu. Það er mjög takmarkað að velja bara þá sem hafa hitt á nægjanlega góðan mánuð til að vera valdir leikmenn ársins og að mínu mati eru þessir sem tilnefndir eru ekki bestu leikmenn tímabilsins.

Þið segið samt til, er ég bara út á túni og Meireles er bara víst búinn að vera bestur í ár eða hver hefur verið það að þínu mati það sem af er móti.

Til gamans læt ég fylgja með þessa skoðanakönnun með nöfnum sem mér datt í hug í fljótu bragði og ljóst að á þennan lista vantar klárlega fjölmarga sem þið mynduð vilja velja sem bestan, til þess er ummælakerfið.

Leikmaður ársins að þínu mati?

 • Nani (13%, 79 Atkvæði)
 • Dirk Kuyt (13%, 77 Atkvæði)
 • Vidic (12%, 73 Atkvæði)
 • Lucas Leiva (11%, 67 Atkvæði)
 • Raul Meireles (11%, 64 Atkvæði)
 • Charlie Adam (10%, 60 Atkvæði)
 • Van Der Vaart (10%, 60 Atkvæði)
 • Van Der Sar (4%, 26 Atkvæði)
 • Scott Parker (4%, 22 Atkvæði)
 • Annar? (4%, 22 Atkvæði)
 • Nasri (3%, 20 Atkvæði)
 • Modric (2%, 12 Atkvæði)
 • Bale (1%, 7 Atkvæði)
 • Van Persie (1%, 6 Atkvæði)
 • Wilshere (0%, 3 Atkvæði)
 • Malouda (0%, 2 Atkvæði)
 • David Silva (0%, 2 Atkvæði)
 • Hart (0%, 1 Atkvæði)
 • Cech (0%, 0 Atkvæði)
 • Cole (0%, 0 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 603

Loading ... Loading ...

33 Comments

 1. ef það er einhver hjá manure þá er það vidic.. líklega besti miðvörður í heimi í dag því miður , en ég persónulega myndi kjósa pepe reina af okkar mönnum

 2. Það er hreint ótrúlegt að mínu mati að Nani hafi ekki einu sinni verið tilnefndur sem leikmaður ársins.

  Eins leiðinlegur leikmaður og hann er þá átti hann það skilið…

 3. Sjálfur gerði ég það sama og Jón Frímann með svipað bragð í munni. Þetta er ekki vinsældarkosning.

 4. Nani? NANNNNIIII? Var það ekki vimpigimpið sem datt niður dautt þegar Garragher horfði á hann hér um daginn? Þessi sem vökvaði völlinn söltum tárum vegna þess að það var blóóóóóóóóóóððððð?
  Þið eruð eitthvað að misskilja þið sem veljið hann: LEIKMAÐUR ekki LEIKARI.

  Þetta er satt að segja aumur listi. Af okkar mönnum þá held ég að Kuyt og Pepe eigi sjens, en af öðrum þá held ég að Charlie Adams eigi þetta. Hversvegna? Jú – no-name í no-name liði sem stendur sig það vel að stóru liðinn góna á hann. Hefur bein í nefinu til að standa með klúbbnum og þjálfara sínum og klára sína plikt. Ólíkt t.d. stríkernum sem við nefnum ekki með nafni.

 5. @gettra
  Okey Nani fór að skæla sem var ekki cool af fullvöxnum karlmanni en þessi tækling hjá Carra var stórhættuleg, skurðurinn á löppinni á Nani eftir hana var fullorðins. Ættir kanksi að fá þér Liverpool gleraugu með minni styrk… 🙂 Þótt ég þoli ekki Nani þá kaus ég hann.

 6. Held maður geti ekki horft fram hjá því að Vidic er búinn að vera traustur í vetur. Mér er samt meinilla við að kjósa hann þannig að ég ætla ekki að taka þátt;-)

 7. Ég horfi nú ekki svona á þetta gettra! Hann hefur verið mjög góður á þessu tímabili og líklega heilt yfir bestur allra í deildinni þrátt fyrir að vera ömurlega leiðinlegur karakter. 

  Ofan á þetta sá hann um skemmtiatriði ársins þegar hann fór að grenja á Anfield! Þá erum við að tala um að hann, leikmaður United, fór bókstaflega að grenja á troðfullum Anfield. Frábært atriði og því miður frábær leikmaður.  

 8. Þessar kosningar í englandi eru náttúrlega bara kjánalegar.. Þetta væri eins og að velja liðið sem vinnur deildina í janúar og samt er tímabilið bara hálfnað.

  En ég kaus Kuyt vin minn! Bæði því það kemur ekki til greina að ég kjósi manutd mann og líka bara hann er búinn að standa sig vel, veit að margir eru á öðrum skoðunum en í deildinni er hann búinn að vera góður fyrir okkur! Hann er kominn með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 27 leikjum, sem er töluvert betra en maðurinn sem vann leikmaður ársins.

  Go Kuyt og Go Liverpool! YNWA

 9. nr. 7

  Ég held að fáir séu að setja út á tæklingu Carra á Nani heldur útá framkomu Nani í kjölfarið. Liggur eins og dauður, stendur svo upp til að benda á skurðinn en leggst svo aftur á völlinn

 10. Þessar kosningar eru aðhlátursefni…

  Nani á þetta sennilega skilið því miður.

  Hafa svo ekki Adam og Parker verið frábærir ásamt Nasri? ekki hef ég svo sem séð mikið til West Ham og Blackpool í vetur en þetta er það sem menn eru að tala um.

  Meireles er búin að vera ágætur en ekkert meira en það. Lucas sennilega besti maður Liverpool í vetur.

 11. það vantar klárlega tevez á listann buinn að vera frábær eins og alltaf

 12. – það vantar klárlega tevez á listann buinn að vera frábær eins og alltaf

  Hreinlega gleymdi honum

 13. Það að kjósa Liverpoolmann leikmann ársins segir mest um vanhæfni flestra stuðningsmanna til að tala um boltann með vitrænum hætti.  

  Tek ofan fyrir Babú og fleirrum að velja Nani, þrátt fyrir mikla óbeit á manninum.  En eins og Babú sagði sjálfur þá er þetta ekki vinsældarkostning heldur 

  Sjálfur myndi ég kjósa N.Vidic eða Nani, og tek það fram að ég er alls ekki stuðningsmaður Man Utd.

 14. Til að breyta aðeins um umræðuefni þá er mikið í slúðrinu um að Liverpool sé að fara kaupa Aguero í sumar og það verði stærstu kaupin, jafnvel keypt Ashley Young líka.

  Suarez – Carroll – Aguero.

  Myndi einhver neita þessari framlínu?

  Enn Tony Barrett ætlaði að skoða málin svo það mun koma í ljós seinna hvort þetta sé slúður eða ekki. Enn einhvern insider sagði að Aguero kom til greina í Janúar til að koma í staðinn fyrir Torres, og er sagt að Comolli hafi verið í Madrid til að reyna kaupverð.

  Ég veit að hann er nýbúinn að skrifa undir 6 ára samning enn það er líka áhugavert að Buy-out klásúlan í þeim samningi lækkaði úr€70m í €38m og síðan hefur hann náttúrulega alltaf verið Liverpool aðdáandi.

  Yrði ekki verra að fá síðan strákinn hans eftir nokkur ár;)
  Barnabarn Maradonna og sonur Aguero hlýtur að hafa einhver fótboltagen í sér, + er myndband af honum einhverstaðar á netinu þar sem hann er aðeins 2 ára og sýnir strax mikla hæfileika með knöttinn.

  http://forums.liverpoolfc.tv/showthread.php?t=245239

  http://www.anfieldindex.com/forum/threads/1439-Kun-Aguero

 15. Skil ekki hvernig luiz hafi komist á þennan lista en ekki luis suarez

 16. #18 ég er bara að spá í hvað geti verið til í þessu því ég hef ekki séð neitt um þetta í öðrum miðlum 😛

 17. Nani (ógeð) er besti leikmaður timabilsins, Nasri var auðvitað geðbilaður fyrir áramót en hefur ekki mikið gert eftir þau. Nani fær einnig titilinn leikari ársins í aðalhlutverki.

 18. Ef val á leikmanni ársins er eingöngu byggt á pure fótboltahæfileikum þá er Nani vel að því kominn enda er hann frábær knattspyrnumaður. Hinsvegar til þess að vera leikmaður ársins í ensku deildinni þá þarftu að hafa allan pakkann að mínu mati. Ógeðfelldur persónuleiki Nani kemur í veg fyrir að hann hljóti þessa nafnbót. Eins og hann kemur fram þá myndi ég aldrei kjósa, ekki undir neinum kringumstæðum…

  Til þess að standa undir nafnbótinni leikmaður ársins þá þarftu að hafa karakter, tækni, hraða, sendingar, skot, leikskilning og getu til þess að klára leiki einn á eigin spýtur þegar þess þarf. Með öðrum orðum að hafa allann pakkann. Nani hefur allt þetta nema karakterinn og er svo rotinn og viðbjóðslegur í dramatík og vælum á vellinum. Hann lætur Drogba líta vel út og þá er nú mikið sagt.
  Ef Nani finnur sér nýjan persónuleika í sumar og endurtekur leikinn á næsta tímabili þá skal ég alveg íhuga að kjósa hann en eins og er þá bara kemur það ekki til greina.

 19. Ég kaus Scott Parker, get ekki hugsað mér hver hefur verið mikilvægari fyrir sitt lið en hann í vetur. Án hans væru West Ham-menn löngu fallnir. Hann var í dag verðlaunaður sem leikmaður ársins frá íþróttafréttamönnum ytra. Þannig að hann vann hjá fréttamönnum, Bale hjá leikmönnum og Meireles hjá aðdáendum.

 20. Eg er sammála einum hér að ofan að finnast það ekki vera ávísun á verðlaun sem besti leikmaðurinn að hafa góða tækni, menn verða vera heilsteyptir og fyrirmyndar karakterar líka, ég viðurkenni vel að Nani er góður í fótbolta, en eðlið er skítlegt og það eitt finnst mér útiloka menn frá svona kjöri. Eitt annað dæmi er Joey Barton, kanski ekki í sama klassa og Nani, en samt ekkert endilega glataður í fótbolta, hann hefur með framkomu sinni útilokað sig frá allskona viðurkenningum þar á meðal landsliðssæti. 

  Að vera góður í fótbolta er ekki alltaf nóg!

  Ég kaus Charlie Adam, hann er búinn að vera mjög góður í vetur og svo virðist ennig hans framkoma fera til fyrirmyndar.

 21. Mér finnst nu að Charlie Adams eigi þann heiður skilið!. Hann er buinn að vera Blackpool liðið og mér finnst hann svakarlega underrated.

 22. Að öðrum ólöstuðum hefur Nani verið frábær í ár og fær hann mitt atkvæði.

  Að Liverpool menn skipi tvö af efstu þremur sætum á þessum lista er brandari útaf fyrir sig. Kuyt & Lucas hafa vissulega verið að spila vel síðustu 2-3 mánuði. En tímabilið hefst aðeins fyrr, eitthvað sem við sem púllarar ættum að læra sem fyrst.

 23. Þetta eru nú full harkaleg rök þykir mér gagnvart Nani hjá sumum hérna. Hversu hátt hlutfall af því að vera bestur þarf þá að vera karaktereinkunn? Þetta er búllsjitt og ég segi eins og aðrir hér að ofan með mikið óbragð í munni, Nani er búinn að vera bestur á tímabilinu öllu. Vidic hefur verið mikið frá, sá sem kemur næstur er líklega Scott Parker. Hann er samt ekki nálægt því að vera eins góður og Nani, hversu frábær náungi sem hann nú er. Síðan hafa Van der Vaard, Joe Hart, Pepe Reina, Van der Saar, Lucas Leiva, Samir Nasri, Gareth Bale, Malouda, Charlie Adam og ýmsi fleiri átt góða spretti á tímabilinu.
   

 24. Ég kausi Vidic. Hann er klárlega mikilvægasti leikmaður Man Utd. á þessu tímabili. Í þeim leikjum sem hann var fjarverandi tapaði Utd. flestum stigum sínum í vetur. Þetta er líka sú staða sem þeir eiga hvað erfiðast með að covera. Það virðist engu skipta hvort einhverjir senterar eða miðjumenn meiðast þeir virðast alltaf eiga einhverja til þess að fylla í þeirra skörð.
   
  Hjá Liverpool myndi ég telja Reina besta leikmann ársins. Honum er e.t.v. refsað með því að vera ekki tilnefndur þar sem hann hélt lífinu í Hodgson hjá Liverpool lengur en nauðsynlegt var 🙂

 25. Hvernig væri að fá pistil um stóra skyrtu málið ??

  Annars á Mereiles þetta alveg skilið enda er hann bestur í besta liði í heimi!

 26. Trúi nú varla að tapleikirnir okkar tólf í deildinni sitji ekki meira í  mönnum en það að þeir nefni Lucas og Kuyt þegar talað er um menn ársins. Þeir hafa verið einna misjafnastir af okkar mönnum, mjög góðir þegar vel gengur og svo slakir í tapleikjunum að spjallborðið hérna fyllist undir eins af aðdáendum sem vilja losna við þá báða.
  Meireles hefur þó verið ögn stöðugri en mér finnst hann ekki sérlega vel af þessu kominn. Að mínu mati hefur Reina verið okkar skársti maður í vetur.

Spilað fyrir framtíðinni

Liverpool – Birmingham lau. 23.4.