Spilað fyrir framtíðinni

Eins og Kristján Atli kom inn á í leikskýrslunni sinni um daginn, þá eru líkurnar á Evrópusæti að minnka núna með hverjum leiknum. Sumarið er tíminn var sungið í lagi í den, og ég held að flestir séu sammála um það að sumarið verði Liverpool FC alveg hrikalega mikilvægt. Það þarf að styrkja liðið umtalsvert og það þarf að auka breiddina. Núverandi leikmenn liðsins hafa því nákvæmlega 6 leiki til þess að skera úr um það hvort þeir eigi rétt á því að vera áfram hjá liðinu.

Í þessari færslu ætla ég að reyna að leggja eigið mat á stöðuna eins og hún er akkúrat núna, þ.e. þetta er kannski ekki endilega mín ósk um hvað skuli gera, meira bara hreint og klárt mat á því hvar menn standa núna. Að sjálfsögðu þurfum við að taka alla leikmenn okkar inn í þessa jöfnu og það þarf líka að horfa til þess að ekki verður um að ræða algjörar hreinsanir í sumar. Það er einfaldlega of dýrt og getur komið of miklu róti á málin. Ég ætla mér að koma með smá umsögn um hvern og einn leikmann á listanum og svo verður dregin lína þar sem ég tel að skilji á milli þeirra sem verða áfram og þeirra sem hverfa á braut. Fyrsti maðurinn á listanum er því að mínum dómi efstur á “út-blaðinu”:

1. Nabil El Zhar
Mér skilst nú að samningur hans renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár, en það er orðið algjörlega morgunljóst að dagar hans með Liverpool séu taldir. Nú er það bara spurning um það hvort við náum að losa um hann. Hann er orðinn 24 ára gamall og því ekki einn af þessum efnilegu lengur. Í dag er hann á láni hjá PAOK Salonika í Grikklandi, og bara spurning hvort hann verði þar áfram. Auðvitað kemur til greina að lána hann áfram út ef ekki tekst að selja hann, allavega þá er hann búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Liverpool. Hann hefur spilað 17 leiki fyrir PAOK og skorað 1 mark.

2. Philipp Degen
Já, ótrúlegt en satt, Degen er ennþá leikmaður Liverpool FC. Hann hefur verið á láni hjá Vfb Stuttgart í vetur og eins og með El Zhar, þá á hann eitt ár eftir af samningi sínum. Hann er reyndar ekki nema 28 ára gamall, en ég held að með tilkomu Kelly og eigin frammistöðu í rauðu treyjunni, þá sé engin leið tilbaka fyrir hann. Eins og með þann sem er efstur á þessum lista, þá snýst málið eingöngu um það hvernig til tekst að losna við hann endanlega af launaskrá. Það allavega koma ekki margir aurar í kassann fyrir þessa 2. Mér sýnist hann hafa spilað heila 8 leiki fyrir liðið í öllum keppnum og því litlar líkur á því að Stuttgart taki hann til sín til frambúðar.

3. Emiliano Insúa
Ég verð að viðurkenna það alveg að ég væri til í að hafa þennan strák áfram, sem backup fyrir einn góðan aðal vinstri bakvörð sem verður keyptur í sumar. Hann meiðist sjaldan, er ungur, þó hann sé kannski ekki sá allra besti í faginu. En málið er að samningur hans rennur út í sumar og ég sé það bara ekki í spilunum að honum verði boðinn nýr samningur. Kappinn er bara ný orðinn 22 ára gamall og ég held að hann eigi eftir að bæta sig enn frekar. Hann hefur í vetur verið á láni hjá Galatasaray og hefur þar leikið 13 leiki. Þjálfararnir þar hafa ekki verið hrifnir af leikmönnum á lánssamningum, þannig að ég efast stórlega um að hann verði þar áfram. Út af aldri hans þá fáum við eitthvað slikk fyrir hann þrátt fyrir að hann sé samningslaus.

4. Sotirios Kyrgiakos
Samningur Soto rennur út í sumar og þrátt fyrir að í honum sé ákvæði um framlengingu, þá held ég að Dalglish og co. muni ekki nýta sér það. Soto hefur ekki verið að heilla mann upp úr skónum undanfarið og verður 32 ára í sumar. Hann hefur spilað heila 27 leiki í öllum keppnum á tímabilinu, enda mikið um meiðsli í vörn liðsins. Hann fer því frítt frá okkur í sumar nema eitthvað mikið gerist.

5. Alberto Aquilani
Mikið lifandis skelfing væri ég bara til í að fá þennan dreng tilbaka. Mér finnst hann búa yfir miklum gæðum og við sáum því miður alltof lítið af honum á þessu eina tímabili sem hann spilaði með okkur. Ég tel engar líkur á því að hann komi heim, mjög líklega ná Juventus að finna þessar milljónir sem til þarf til að gera lánssamning hans að “permanent move”. Hann verður 27 ára gamall í sumar, hefur leikið mjög vel í vetur og er að komast á hátind ferils síns. Við fáum væntanlega 16. milljónir Evra í kassann fyrir hann. Væri vel til í að hafa rangt fyrir mér hérna.

6. Milan Jovanovic
Ekki hefur þetta gengið upp hjá Milan blessuðum, hann virðist bara ekki hafa næg gæði til að spila á þessu stigi. Samningurinn hans rennur reyndar ekki út fyrir en eftir einhver 2 ár, en það er bara ekki séns að hann verði áfram. Það má reyndar rökræða það hversu fá tækifæri hann hefur fengið, og þá sér í lagi í þeirri stöðu sem hann brilleraði í hjá Standard Liege (framherji), en aldurinn er ekkert að hjálpa honum og hann þarf að spila á þessum tímapunkti ferils síns. Hann verður þrítugur eftir nokkra daga og nú er þetta bara orðið spurning um hvert hann fer og hvað við fáum fyrir kappann. Hann hefur leikið 18 leiki í heildina með Liverpool, þar af 10 í deildinni. 2 mörk hefur hann svo náð að setja. Líklegast fær hann ekkert að spila upp á framtíð sína, sé hann ekki fá tækifæri til þess.

7. Stephen Darby
Þessi strákur á reyndar eitt ár eftir af samningi sínum, en hann verður 23 ára gamall á þessu ári og er búinn að vera í útláni meira og minna síðustu 2 árin. Framtíð hans hjá félaginu er engin, sér í lagi þar sem Kelly er yngri og margfalt betri. Honum verður væntanlega sagt að finna sér lið til frambúðar í sumar. Líklegast fáum við einhverja aura fyrir hann, en það verða ekki háar upphæðir. Í vetur hefur hann spilað með Notts County og hefur hann tekið þátt í 22 leikjum með þeim.

8. Paul Konchesky
Ein af fjölmörgu mistökum sem Roy Hodgson náði að gera. Engan veginn leikmaður í þeim klassa sem við viljum og hefur verið á lánssamningi hjá Nottingam Forest frá því í janúar. Samtals er kaupverð hans metið á 5 milljónir punda og er gjaldkeri Fulham líklega ennþá úti í banka, skellihlægjandi. Kappinn á 3 ár eftir af samningi sínum og það segir meira en mörg orð. Hann verður þrítugur í maí og lék 18 leiki með okkur, en hefur spilað spilað 10 leiki með Forest og skorað eitt mark fyrir þá. Við fáum auðvitað ekki nálægt því sömu upphæð fyrir hann, takist okkur að selja hann í sumar, ég myndi skjóta á c.a. 2 milljónir punda.

9. Brad Jones
Ég tel engar líkur á því að King Kenny muni púkka upp á þennan markvörð, þegar hann hefur unga, efnilega og “uppalda” markverði sem bera sömu eða svipuð gæði. Að hafa eytt 3 milljónum punda í þennan mann er bara enn eitt dæmið um schnilld Roy á leikmannamarkaðnum. Fáum hámark eina milljón pund fyrir kappann, þ.e.a.s. ef við náum að losna við hann.

10. Christian Poulsen
Hann er dottinn aftur fyrir Jay Spearing í röðinni og er ekki einu sinni með fast sæti á bekknum hjá okkur. Hann er kominn yfir þrítugt og því akkúrat engin framtíð í honum. Poulsen kann alveg fótbolta, en hann hefur ekki tíma, né þolinmæði sín megin. Verður hreinlega spennandi að sjá hvort við losnum við hann og þá hvort við fáum einhverja aura fyrir hann. Það verður klárlega erfitt.

Hér ætla ég að draga línuna, ég meira að segja hefði sett hana einum 2-3 sætum ofar ef ég ætti að vera extra raunhæfur. Það er ekkert einfalt mál að losa sig við menn í dag, hvað þá menn á góðum samningum sem eru komnir nálægt síðasta söludegi. Næstir á listanum eru þessir:

11. Fabio Aurelio
Held að hann verði áfram í eitt ár, fyrst og fremst til að miðla af reynslu sinni til manna eins og Robinson. Hann er á afar hagstæðum samningi fyrir Liverpool og þrátt fyrir að vera mikið meiddur, þá held ég að við höldum honum sem squad player eitt ár enn.

12. Joe Cole
Hann er enskur og hann er enskur. Held að hann fái annað tímabil með liðinu, þrátt fyrir stóran samning. Spurning hvort hægt sé að grafa upp alla hæfileikana í sumar.

13. Maxi Rodríguez
Squad Player sem græðir á því hversu margir eru á sannfærandi hátt fyrir ofan hann á þessum lista.

14. Nathan Eccleston
Gæti reyndar alveg verið ofar á listanum, held að hann eigi akkúrat enga framtíð hjá liðinu. Gæti samt verið að hann yrði lánaður út aftur á næsta tímabili.

15. David Ngog
Ungur og sættir sig við að vera 4 framherji.

16. Daniel Ayala
Klárlega efnilegur strákur og spurning bara hversu mikla þolinmæði hann hefur

17. Daniel Pacheco
Sama með þennan, spurning hversu lengi hann nennir að bíða eftir tækifæri. Gæti alveg trúað því að hann yrði lánaður út áfram eða hreinlega seldur.

18. Martin Skrtel
Hefur vaxið undanfarið og með sama áframhaldi þá tryggir hann sig áfram.

19. Daniel Agger
Þrátt fyrir að vera mikið meiddur, þá er hann með mikil gæði og ekki á það feitum samningi. Bara svo hrikalega margir aðrir ofar en hann á listanum og svo fengjum við aldrei alvöru verð fyrir hann fyrr en hann nær einu góðu meiðslalausu tímabili.

20. Jay Spearing
Þessi hefði verið mun ofar á listanum hefði hann verið gerður í janúar. Það sýnir bara að hlutirnir geta vel breyst hjá leikmönnum og góðar frammistöður geta skilað mönnum betri sætum innan liðanna. Þessi verður ekki seldur á meðan King Kenny er við stjórnvölinn, þótt álit manna sé misjafnt á drengnum.

Nú er bara að sjá hvort eitthvað breytist í síðustu 6 leikjunum. Það er þó aldrei hlaupið að því að losa sig við menn, sér í lagi séu þeir á löngum samningum. Það er því fáránlega mikil vinna hjá Comolli og co. framundan, ekki bara við að ná réttum mönnum inn, heldur líka að ná “réttum” mönnum út. Það getur kostað sitt og það liggur algjörlega í sólgleraugum uppi að Liverpool FC þarf að afskrifa slatta af seðlum næsta sumar.

98 Comments

  1. já það þarf sko að hreinsa til.. úff mig hryllir bara við þessum lista lang flestir á út listanum eiga bara ekkert heima í ensku úrvals deildinni, kanski 1. deildinni bara

  2. Sammála því að það verður erfitt að losna við marga af þessum mönnum. Cole og Jovanovic eru á feitum samningum og sé ekki neitt lið sem væri tilbúið að borga þeim sambærileg laun áfram hvað þá að borga eitthvað fyrir þá. Við höfum oft séð leikmenn sem eiga sér enga framtíð hjá liðum sem þeir eru hjá hanga á góðum samningum. Poulsen og Konchesky eru kanski ekki á neinum mega samningum en þeir eru umtalsvert hærra launaðir en lið, af þeirri stærðargráðu sem þeir ættu að vera spila með, eru tilbúin að borga.
    Þetta er dálítið sorglegt því að ef þessir menn færu og með brotthvarfi Torres væri launastrúkturinn hjá klúbbnum orðin mjög “heilbrigður”. Gerrard líklega sá eini með feitan samning.
    Áfram Liverpool

  3. Það er með ólíkindum að það sé hægt að grafa upp 20 nöfn í núverandi leikmannahópi yfir leikmenn sem annað hvort hafa ekki sannfært eða eru klárlega ekki nógu góðir. Af þeim sem SSteinn telur upp myndi ég segja að Spearing, Agger, Skrtel og Joe Cole (vegna launanna, losnum ekki við hann svo glatt) verði nánast pottþétt áfram og að það sé spurningarmerki með Ngog, Ayala, Pacheco og Eccleston. Það eru 8 leikmenn sem þýðir að hinir 12 eru leikmenn sem við munum pottþétt reyna að losna við í sumar, þótt eflaust takist ekki að selja þá alla.

    Þetta gefur bara góða mynd af því hvers konar hreinsun þarf að eiga sér stað í sumar.

  4. Flottur pistill, ég væri alveg til í að losna við þessa menn allavega til og með sæti 14. En eins og þú segir þá er ekkert létt að selja leikmenn í dag, sérstaklega ekki marga á þessum lista.

    Ég ætlaði einmitt að benda á það sama og Dabbi í nr3. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/reina-kenny-just-like-guardiola Eftir að ég las þetta finnst mér Reina minna líklegur til að fara frá okkur, sem eru frábærar fréttir!

    Ef við höldum Reina, gerum langtímasamning við King Kenny og seljum þessa 14 og fáum leikmenn í Liverpool klassa til að fara í stöðurnar sem okkur vantar í þá held ég að næsta tímabil verði gott, allavega betra!

  5. Tek undir með mönnum hérna og vona að við losum sem flesta af þessum mönnum í sumar bara og fáum töluvert betri menn inní staðinn og þá lýtur þetta allt öðruvísi út hjá okkur.

  6. Nei gat skrifað komment, hef ekki náð því núna síðan nýja kommentakerfið kom í gagnið, kom alltaf eitthvað ERROR, þessvegna skrifaði ég svona lítið því ég hélt þetta mundi ekki virka.

    En já ég er sammála því að Skrtel er sennilega að tryggja sína stöðu hjá félaginu allavega eitt season í viðbót eftir að hafa sýnt betri frammistöðu í síðustu leikjum en fyrir það hafði hann átt afleitt season fyrstu 6 mánuðina í vetur, hann er að fá eitthvað sjálfstraust núna sem vonandi vex bara enn meira og þá má hann vera áfram mín vegna.

    Agger fær vonandi eitt season í viðbót til að reyna að haldast heill og þá er hann okkar besti varnarmaður, seljum bara Kyrgiakos og kaupum Cahill frá Bolton og þá erum við í toppmálum í miðri vörninni.

    Spearing verður líklegast áfram enda Dalglish að ná að búa til knattspyrnumann úr honum. Sé hann sem næsta Danny Murphy, náungi sem vill deyja fyrir klúbbinn en mun kannski aldrei verða lykilmaður eins og Gerrrard en mun alltaf standa fyrir sínu þegar til hans verður leitað.

    Allir þessir sem Steini telur fyrst upp fara vonandi bara og Maxi má alveg fara mín vegna og einhvernveginn held ég að Aurelio gæti farið einnig þar sem við kaupum sennilega vinstri bakvörð og þá höfum við engin not fyrir Aurelio lengur.

    Ég er svo ekki viss með Joe Cole, ég vill sjá hann fá eitt season enn til að sanna sig en hann fær ekki mínútu hjá Dalglish svo ég er farin að halda að hann fari í sumar og skýt á West Ham, þeir vilja hann aftu heim og sennilega til í að gera við hann mjög góðan samning til þess að fá hann heim aftur, seljum hann þangað fyrir 4-5 millur skýt ég á.

    Það sem ég vil helst að gerist núna sem allra fyrst er það að Henry, Dalglish og félagar kalli Steven Gerrard á fund hjá sér og fái hann til þess að afsala sér fyrirliðabandinu þar sem hann á ekki það mikið eftir en segi honum að hann og Carragher verði varafyrirliðar báðir og auðvitað lykilmenn hjá félaginu eins lengi og þeir vilja vera þar, í kjölfarið á að kalla Pepe Reina inná skrifstofu og hafa 8-10 ára samning uppá 130-150 þús pund á viku kláran a borðinu ásamt fyrirliðabandinu og í leiðinni sýna honum feita ávísun sem notuð verður í sumar í að styrkja liðið, tryggja framtíð mikilvægasta leikmanns liðsins okkar til lengri tíma enda á hann góð 10 ár eftir.

    Þetta sumar verður allavega svakalega spennandi og ég get hreinlega ekki beðið eftir að glugginn opnist og drekka í mig slúðrið hvern einasta dag og vonandi í kjölfarið sjá nokkra alvöru leikmenn rita nafn sitt á blað frá okkar mönnum.

  7. Það væri gríðar sterkt halda Reina í sumar, það myndi sýna að það væri framtíð á Anfield en ekki endalaust brotthvarf okkar bestu manna. 

    Hinsvegar kemur manni á óvart hversu langur þessi listi er hér að ofan, hann er scary langur og við verðum að minnka eitthvað af þessum farþegum hjá okkur. En það verður ekkert létt.

    Er alveg viss um að maður eins og Poulsen sér fram á að fá ekki helming af þessum tekjum annarsstaðar og því alveg tilbúinn að búa í Liverpool borg í tvö ár í viðbót og hætta með góðan sjóð. Þetta er auðvitað vandamál. Vona samt að Cole verði tilbúinn að færa sig um set þar sem ég held að kenny ætli ekkert að gefa honum fleiri tækifæri með liðinu og hann hafi metnaði í að sanna sig annars staðar.

  8. Flott samantekt.

    Ég sé að menn á Twitter hrósa Ayala mikið fyrir framgöngu sína undanfarið hjá Derby. Það væri gaman ef hann fengi tækifæri með aðalliðinu á næsta tímabili.

    Með Insúa. Ég man ekki hver benti á að hann væri nú eiginlega númeri of lítill fyrir deildina. Hann er ágætur, í mesta lagi sem backup, en er ekki nógu sterkur líkamlega. Þeir sem eru það ekki bæta það yfirleitt upp með hraða, sem hann hefur ekki. Hann vantar því einfaldlega nokkur element til að geta verið einhver burðarás hjá okkur.

    Lýst vel á að halda Aurelio, hann getur leyst margar stöður, en það er morgunljóst að það vantar nýjan vinstri bakvörð. Alvöru mann.
    Ég kalla næst eftir smá pistli frá Steina yfir hvað þarf að kaupa í sumar, og hverjir gætu verið líklegir til að koma 🙂

  9. Flott greining, eins og Kristján Atli segir þá er ótrúlegt að í þessum leikmannahópi séu heilir 12 leikmenn sem þarf að losa út úr félaginu á næstu tveimur árum. Kannski er fljótlegra að ræða hverjir verða áfram. Réttilega mikil hreinsun framundan. Kannski gott að flokka menn a la Leifur Garðars:
    A-hópur: lykilmenn sem mega ekki fara frá félaginu.
    Reina, Carra, Johnson, Gerrard, Lucas, Kuyt, Carroll, Suarez.

    B-hópur: byrjunarmenn/mikið spilandi varamenn. Ekki nauðsynlegt að halda þeim, eru góðir sem squad-spilarar en þessir ættu aðeins að fara fyrir rétt verð. 
    Kelly, Aurelio, Spearing, Skrtel, Maxi, Cole, Ngog, Insúa, Agger

    C-hópur: Ungir og efnilegir, ekki líklegt að þeir verði mikið notaðir nema í miklum meiðslavandræðum. Þriðji kostur í sína stöðu. Fæst lítið fyrir þá og ástæðulaust að selja þá nema þeir vilji sjálfir fara. Láns-potential leikmenn.
    Flanagan, Robinson, Pacheco, Ayala

    D-hópur: Á beinu brautinni frá félaginu. 
    El Zhar, Degen, Jovanovic, Poulsen, Konchesky auk Darby, Jones, Kyrgiakos og Aquilani.

    Ég sé enga ástæðu fyrir því að Insúa þurfi að fara, hef trú á því að Dalglish gefi honum séns í haust. Gæti hins vegar farið eftir næsta tímabil ef hann stendur sig ekki næsta vetur.  Ef við seljum eða losum þessa 9 undan samningi, þá þurfum við að kaupa ca. 5 leikmenn til að búa til breidd og skapa samkeppni um stöður. Amk. 3 af þeim þarf að bæta inn í A-hópinn og ýta t.d. Carra, Kuyt og Lucas út úr honum og yfir í B-hóp.

  10. Sá ekki kommentið frá Viðari en ég er gríðarlega sammála honum með Reina. Það er fáránlega mikilvægt að halda honum hjá félaginu, líklega mikilvægast leikmaður liðsins nú um stundir. Vona reyndar að á næstu tímabilum verði t.d. Carroll og Suarez mikilvægari en Pepe…

  11. Það er auðvitað öllum ljóst að þetta sumar verður rosalega mikilvægt og vonandi náum við að nýta það til þess að losa okkur við marga leikmenn sem eru nákvæmlega ekki að gera neitt fyrir LiverpoolFC nema að mæta á æfingar og sitja svo í stúkunni og hirða laun.
    Milan Jovanovic og Poulsen eru þar fremst í flokki og kannski þeir menn sem fæst smá aur fyrir.
    Ég er þó á móti því að láta menn eins og N’gog fara enda fæst lítið fyrir hann í dag en það gæti verið sterkur leikur að lána hann heilt tímabil ásamt Pacheco og fleirum ungum strákum sem munu ekki fá mikinn spilatíma.

    Kenny er á réttri leið með félagið og vonandi mun hann fá alla þá hjá frá Henry og félögum til þess að styrkja hópinn með réttu mönnunum.

  12. Sammála Hjalta Þór, Vill pistill frá Steina um hugsanlega leikmenn sem gætu komið og þá kannski um þá leikmenn sem eru mikið orðaðir við okkur og raunhæft að við gætum fengið og einnig um hugsanlegt kaupverð.

    Svona pistill frá Steina væri æðislegur til þess að melta um páskana enda skemmtilegri lesning að melta sollis pistill heldur en að melta það hvaða pappakassar eru á leið frá okkur.

  13. Sælir félagar
     
    Skemmtilegur pistill og pælingar.  Ég hefi svo sem ekki mikið til málanna að leggja – og þó.  Ég er ekki
    sammála mönnum með Aurelio og Agger.  Ég vil losna við þá. Þó þeir séu í raun gæðaleikmenn þá er þeim
    ekki treystandi vegna stöðugra meiðsla.  Það ætti að fást gott verð fyrirí Agger en Aurelio er bara drasl.
    Því miður.  Til að fá stöðugleika í vörnina fyrir framan Pepe (sem vonandi verður áfram) þá þurfum við að
    hafa Bæði bakverði ao miðverði sem leika amk. 75% leikja á hverri leiktíð. Það er nauðsynlegt til að
    samhæfing, festa og öryggi skapist þar. Því til að vinna leiki verður liðið að fá á sig færri mörk en
    andstæðingurinn 😉 og góð vörn skapar öryggi og hraða í sókninni. Að öðru leyti er ég ykkur sammála félagar.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  14. 12# miklu frekar að halda Kelly en Johnson en það er bara mín skoðun..

  15. Mjög góður pistill hjá þér.

    Ætla að byrja á Insúa. Hann er fínasti knattspyrumaður og vill ég halda honum sem backup fyrir ónefndan leikmann sem kemur í sumar. Málið er bara að hann verður samningslaus í sumar og hef ég ekki heyrt að neinn sé að spá í að framlengja við hann.

    Þessir leikmenn sem eiga að vera á beinni leið út eru Jova, Poulsen, Konchesky, El Zhar, Degen og Jones. Allir arfaslakir leikmenn sem hafa ekkert að gera í Liverpool FC.

    Er ósammála Viðari Skjóldal um að svipta Steven Gerrard fyrirliðabandinu. Hann er ótrúlegur leader á vellinum og líta allir leikmenn upp til hans. Hann verður fyrirliði þangað til hann hættir. Pepe Reina og Carragher eru varafyrirliðar og á að halda því þannig. 

    Comolli var á PSG-Lyon og er sagt að hann hafi verið að fygljast með Lloris og Sakho og jafnvel Bastos. Allt frábærir leikmenn sem mig langar mjög mikið að fá en sé engan tilgang í að kaupa Lloris ef Pepe fer ekki. Ef Pepe fer þá er Lloris efstur á lista hjá mér.

    Eins og þú segir þá er Kenny að ná miklu útúr Spearing og er ég til í að halda honum meðan hann spilar svona vel.

    Gleðiefni að Lucas og Kuyt eru komnir með nýja samninga enda frábærir leikmenn.

    Stóra spurningin varðandi leikmannasölur í sumar er að mínu mati Joe Cole. Ekkert hefur heyrst frá LFC hvað þeir eru að spá varðandi þann leikmann í langan tíma en það síðasta sem ég man eftir er að Kenny sagði í febrúar að hann fái sénsa það sem eftir er leiktíðar. Væri alveg til í að halda honum en mun ekki sjá eftir honum ef hann fer. Vonandi fáum við 4-5 milljónir fyrir hann.

    Það nefndi einhver hérna að þú ættir að koma með alveg eins og pistil nema um kaup og er ég sammála því það býr til skemmtilega og langa umræðu.

  16. Sigkarl #17 er maður að mínu skapi. Ég gæti ekki orðað þetta betur varðandi Agger og Aurelio.

    Persónulega finnst mér Skrtel vanmetnasti leikmaður Liverpool. Alveg undarlega margir hafa horn í síðu hans. Jú ég blóta honum stundum þegar hann hangir í leikmönnum inn í teig en hann hefur ekki ennþá fengið víti dæmt á sig fyrir peysutog. Eitt af því fyrsta sem mér var kennt í fótbolta var að leikmenn eigi að ganga eins langt og dómarinn leyfir.

  17. 38% – Luis Suarez has completed 38% of his 56 PL dribbles for Liverpool & has made 4th most at club this season. Impact. 

    43% – Liverpool’s PL win percentage with Steven Gerrard this season, compared to 42% without him. Miniscule.

    Skemmtilegar staðreyndir.

  18. Ég ætla að vera rosalega sniðugur og segja : Sammála fyrri ræðumönnum!

    Það sem skiptir mestu máli í sumar er að koma upp góðum anda innan liðsins og þessum neista sem þarf til að vinna leiki!.

    Kaupin á Carroll og Suarez hafa gert sitt gagn í þeim málum og myndi það hjálpa mikið ef það kæmu 2-3 sterkir leikmenn til
    Liverpool í sumar.
    Nauðsynlegt er að passa að missa ekki lykilleikmann eins og Pepe Reina.

    Það er stórt skref uppávið að selja ruslið eins og Jovanovic og Paulsen,
    það væru skýr skilaboð til hinna liðana að Liverpool sættir sig ekki við 5-6 sætið á næsta tímabili!

    YNWA

  19. Vil gjarnan fá Insua aftur. Hann er mjög vel spilandi bakvörður og sterkur fram á við. Man eftir tölfræði hér á þessari síðu (fann hana þó ekki í fljótheitum) um stoðsendingar og fyrirgjafir frá honum en sú tölfræði var honum mjög hagstæð og sýndi ótvíræða getu hann sem sóknarbakvörður.

  20. goa þaað er einmitt það sem menn voru að tala um, hann er alltof lélegur varnalega.

  21. Lið sem spilar sóknarbolta verður að vera með sóknarþenkjandi bakverði og bestu bakverðir Liverpool í gegnum tíðina hafa einmitt verið þeirrar gerðar. Einn þeirra var heiðursgestur á árshátíð Liverpoolklúbbsins um daginn svo tekið sé dæmi. Varnarlega á Insua bara eftir að styrkjast enda aðeins 22 ára og ég man eftir mörgum leikjum þar sem hann stóð sig mjög vel varnarlega. Man líka eftir leikjum þar sem hann stóð sig ekki vel varnarlega en hef ekki stórar áhyggjur af því enda var hann að ungur að spila leik eftir leik í meiðslaforföllum Aurelios og fékk sjaldan hvíld. Sama átti við um Lucas sem var gagnrýndur ótæpilega á tímabili og tvíefldist við það.

  22. Menn gleyma að um tíma í haust var Kyrgiakos með skrárri varnarmönnum hjá okkur. Held hann sé félaginu ekki dýr og alveg sáttur við sitt hlutverk. Held að ef við einblínum á stöður þar sem er meiri brennandi þörf á nýjum andlitum sé bara gott að hafa Grikkjan áfram eitt tímabil eða svo.

  23. Var svolítið fljótur á mér hérna fyrir ofan.. En ég væri alveg til í að halda Insúa sem backup fyrir alvuru bakvörð og auðvitað Aqualini ef hann hefur 100% áhuga á að spila fyrir Liverpool, ef ekki þá selja hann.

  24. Þeir leikmenn sem ég væri til í að fá til liðsins eru Ashley Young, Charlie Adam, Eden Hazard/Alexis Sanchez og Simon Kjær og þá værum við helvíti góðir fyrir næsta tímabil.  Svo held ég að leikmaður sem er ekki á margra vörum en væri frábært að fá ef að Charlie Adam kæmi ekki væri Chris Brunt, hann væri tiltörulega ódýr, á besta aldri og einn af betri leikmönnum neðri liðanna. Með góðan fót og góður úrslita sendingamaður.

  25. Væri alveg til í þessa leikmenn Viktor en eigum við ekkert að fá eins og einn vinstri bakvörð líka og kannski einn sóknarmann til þess að styðja við Suarez og Carroll.

    Verður erfitt að ætlast til að fá 6 gæðaleikmenn en það er eins og ég hef oft sagt það sem við þurfum ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni.

    Lágmark að fá

    Vinstri bak

    Miðvörð

    og kantmenn báðum megin.

    þessar 4 stöður vill ég að liðið fái háklassaspilara í þær allar og svo má fá í draumaheimi mann á miðjuna eins og Charlie Adam og einhvern þokkalegan senter í stað N Gog.

  26. alveg sammála þessum lista nema joe cole, þau mistök þarf að leiðrétta ekki seinna en strax.. alltof allltof kostnaðarsamur samningur og leikmaður sem er gjörsamlega búinn á því leveli sem við eigum að krefjast , þú ert ekki með squad player á 90 þús pundum á viku, það bara meikar engan sense. ég vona að liverpool aðdáendur fari að vakna og sjá hversu skuggalegur dragbítur þessi leikmaður er og hversu búinn hann er .

  27. Dæmigert Manchester United. Við afhendum þeim titilinn á kristalsfati og þeir svara með því að stúta fatinu. Sorglegt að þetta lið sé að jafna okkar árangur, enda fer ég ekki ofan af því að það er ekki vegna þess að þeir eru svona góðir heldur frekar vegna þess að hin liðin eru svona léleg.

  28. Agger er með síðust mönnum sem ég myndi vilja selja. Hann er by far, langbesti miðvörðurinn í Liverpool. Menn sem væla yfir háum boltum frá carrah og skrtle ættu að byðja til guðs um að Agger verði áfram, heill og við fáum annann eins við hliðiná honum. Miðverðir verða að geta borið boltann upp og spilað.
    Tacktík liða sem hafa stjóra með smá vit í kollinum gengur útá að loka á miðjumennina okkar sem gerir það að verkum að Carrah og Skrtle sparka uppí loft. Ef liðið er með vel spilandi miðverði þá gengur sú taktík ekki upp.

    Síðan vil ég halda Joe Cole, hann varð ekkert lélegur í fótbolta á einum degi. Mikil gæði í honum. Ef hann nær sér af meiðslum og fer að sýna sitt rétta andlit þá á hann eftir að blómstra í Liverpool. 

    Annars að kaupum í sumar.

    Nr.1 Miðvörður/miðverðir – Vel spilandi og sterkir í loftinu.
    Nr.2 Kanntmenn – 2 Hraða kanntmenn sem geta dælt boltum fyrir á Carroll og tekið menn á. Sá leikmaður er ekki til í Liverpool í dag.
    Nr.3 Miðjumaður – Væri helst til í að fá Aquilani aftur, en annars vantar vel spilandi “alonso týpu” á miðjuna.
    Nr.4 Bakvörður – A. Young væri flottur. Það vantar vinstri bak. Gæði, ekki eitthvað bargain eða efnilegt. Við eigum efnilega bakverði.
    Nr.5 Framherji? – Held að Carroll og Suarez ættu að duga. Kuyt í backup.

  29. +1 #29.

    Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera. Og ef slúðrið á leikmannamarkaðnum er tekið trúanlegt eru þetta einmitt þær stöður sem Kenny og félagar ætla að leggja áherslu á að manna í sumar.

  30. Ég held  að það þurfi ekkert að ræða framtíð Joe Cole hjá félaginu. S.l. sunnudag vorum við að spila gegn Arsenal á Emeridge, staðan 0-0 og Carroll fer útaf meiddur – á bekknum er m.a. Shevley (ný orðin 19 ára) og Joe nokkur Cole sem hefur PL þrjár PL medalíur ef ég man rétt ásamt tæpum áratug í reynslu í deildinni. Fyrir valinu varð ungi strákurinn ný stiginn uppúr meiðslum, s.a. 6 vikum á undan áætlun.

    Joe Cole fer í bækurnar sem ein mestu vonbrigðakaup síðari ára, skákar Kewell sem þó átti ágætisspretti inná milli. Ég hef ekki nokkra löngun í að halda honum hjá klúbbnum því ég hef nákvæmlega enga trú á að hann “springi út” á síðustu metrum ferilsins.

  31. Ég vill bæta við einum punkt í umræðuna um Fabio Aurelio, og það er hvað hann er solid. Það skiptir ekki máli hversu lengi hann er meiddur, hvað hann hefur misst af mörgum leikjum, hann er alltaf í leikformi og þarf engann tíma til að jafna sig. Klárlega fagmaður á ferð, annað en Joe Cole.

    Myndi segja það sama um Agger en þar sem staðan hann er ekki jafn líkamlega erfið og bakvörðurinn(þá meina ég minna um hlaup og svoleiðis) þá er erfiðara að dæma um það.

  32. #35 – Aurelío væri einn besti bakvörður deildarinnar að mínu mati ef ekki væri fyrir meiðsli.

  33. Min skoðun er sú að tími gerrards sé búinn seljum hann og byrjum upp á nýtt…..fersk byrjun með nýjum fyrirliða…held að hann sé kominn yfir sitt besta og munum enginn leikmaður er stærri en klúbburinn ef svo er þá er eitthvað að

  34. Pepe Reina finnst mér eiga tilkall til fyrirliðabandsins enda spilar hann hvern einasta leik
    Steven Gerrard hefur sýnt það að hann er ekki ómissandi og liðið hefur spilað jafn vel ef ekki betur án hans í vetur.
    Þó að Gerrard sé fit… þá sé ég ekki að hann eigi að eiga örrugt sæti í byrjunarliðinu (engin leikmaður stærri en klúbburinn)… 😉
    Hinsvegar skuldar Gerrard Liverpool ekki neitt og uppbyggingin hefst ekki með því að selja hann til að fá pening í kassann… Væri gaman að vinna eitt stk Premier League með hann og Carra í liðinu.
     

  35. Steven Gerrard er Mr. Liverpool. Þessi leikmaður fer ekki frá félaginu fyror nokkurt verð.

    Fyrirmynd og heimsklassaleikmaður! Myndi seint fyrirgefa þjálfara Liverpool, þó það sé Kóngurinn sjálfur, ef hann myndi selja Gerrard. 

    Hann hefur aldrei tekið sig framyfir félagið og hefur staðið með því í gegnum súrt og sætt. Hann vill vinna deildina með Liverpool og þegar hann fær almennilega leikmenn í kringum sig þá fer hann að sýna afhverju hann heitir Steven “fokking grjóthaður” Gerrard. Sást að þegar hann var með Alonso, Mascherano og Torres í kringum sig var hann á top5 bestu í heimi. Síðan fór Alonso og Mascherano byrjaði að hugsa um allt annað en Liverpool. Torres meiddist alla daga og þá byrjar Gerrard allt í einu að spila verr en áður. Afhverju ætli það sé ?

    Síðan er hann búinn að vera áberandi lélegur undir Roy “kick and hope” Hodgson og það vita allir afhverju. Hann hefur verið að koma sterkari inn eftir að Kóngurinn kom en nú fær hann langa hvíld og kemur tífalt efldur til leiks með góða leikmenn í kringum sig. 

    Steven Gerrard mun spila frábærlega á næsta tímabili and you can quote me on that!

    Peace out, YNWA!

  36. Fyndið að umdeildustu menn Liverpool… Skrtel, Kuyt og Lucas eru í topp 3 yfir byrjaða leiki á tímabilinu…
     
    Svo vildi ég líka benda á að Kuyt var að komast í 5.sæti yfir markahæstu menn Liverpool (46mörk), frá því upphaf Premier League með vítaspyrnunni um helgina.
    Þannig komst hann uppfyrir Rush sem skoraði 45 mörk í Premier Leauge.

  37. #37 -selja Gerrard.

    Þvílíkt rugl! Þú selur ekki leikmann af hans kaliberi eftir allt sem hann hefur gert fyrir félagið bara af því að hann er að komast á aldur. Þvílík óvirðing sem leikmanninum er sýnd. Hann hefur þrátt fyrir fjöldan allan af tilboðum nánast á hverju ári síðan hann fékk hár á punginn haldið tryggð við klúbbinn. Hann hefur komið okkur í meistaradeildina einn síns liðs (síðasta leiktíð Houllier), hann á LANG stærsta hlut í okkar síðustu tveimur bikurum (FA gegn West ham og CL gegn AC Milan) fyrir utan allt annað sem hann hefur gert fyrir klúbbinn innan vallar sem utan.

    Ekki er öll vitleysan eins. En jú endilega, sýnum öllum öðrum fótboltamönnum og unnendum hvernig við launum tryggð og góða þjónustu. Losum okkur við hann þegar maðurinn er meiddur og að komast yfir sitt besta – langbesti leikmaður liverpool síðustu 10 ára, fer jafnvel í besta liverpool lið allra tíma. Svo eru menn að skjóta á Torres vegna lack of loyalty – en á það ekki að virka í báðar áttir ?

    http://galeria.lfc.pl/galleries/mecze_2010-11/2011_02_06_chelsea/111.jpg

  38. Skemmtileg pæling.

    Er sammála Steina í fyrstu 8 sætunum, en ósammála með Brad Jones.  Þar fer traustur varamarkmaður sem ekki er ástæða til að selja nema að hann sjálfur vilji fara.  Á góðum aldri og “innlendingur” í kerfinu, sem núna er í láni hjá Derby til að fá mínútur og eiga möguleika á landsliðssæti Ástralíu.  Með hann, Reina og Gulasci erum við í góðum málum í markmannsstöðunni.

    Poulsen mun pottþétt vilja fara til að spila og við munum klárlega losna við hann, sama held ég með Maxi sem vill frekar fara og fá að spila til að halda landsliðssætinu sínu heldur en að sitja á bekknum á góðum launum.  Joe Cole held ég að verði áfram, hann langar ennþá að meika það á Anfield og er bara ágætt mál.

    Svo veit ég að einhverjir munu öskra á mig, en það er kominn tími til að fylla skörð Agger og Aurelio í byrjunarliðinu.  Í þeirra leikstöðum þurfa að vera menn sem geta leikið 80% leikja liðsins og það er langt frá því í báðum tilvikum.  Þar fara vissulega frábærir leikmenn sem mega að sjálfsögðu vera áfram í hópnum, en þeir verða að átta sig á því að liðið þarf að kaupa alvöru leikmenn í þeirra stöður vegna vandræða þeirra síðustu ár.

    Með því að selja þessa ættum við að fá um 30 milljónir fyrir “óþarfa” leikmenn.  Ekki síður er gaman að pæla í því að við erum í raun ekki í þörf að auka mikið tölu “squad players” í hópnum okkar.  Við erum í dag með Flanagan, Robinson, Wilson, Spearing, Shelvey og N’Gog í okkar hóp sem ráða vel við það hlutverk og miðað við það sem ég hef séð af Ayala hjá Derby og Pacheco hjá Norwich fara þar leikmenn sem ráða algerlega líka við það hlutverk.

    Svo að hægt er að segja það að leikmannakaup sumarsins geta farið í ALVÖRU styrkingu á leikmannahópi félagsins, sem ekki verður síður skemmtilegt að skoða.

    En svo eru fimm leikir í viðbót og kannski bara breytist röðin eitthvað, kannski er Kyrgi mikilvægur í hópnum og fær lenginguna sína um eitt ár og hver veit nema Insua verði boðinn samningur…

  39. Já það er aldeilis fjöldi af mönnum sem maður myndi ekki sakna mikið ef þeir færu frá LFC. En ég er nokkuð viss um að við munum ekki sjá svona marga leikmenn yfirgefa skútuna. Þetta verða kannski 4-6 leikmenn sem að liðið mun ná að losa sig við í mesta lagi og er Aqilani einn af þeim pottþétt þar sem hann virðist ekki hafa hug á að snúa tilbaka! Poulsen, Jovanovich og Konchensky fara svo einnig. Restina er erfitt að spá fyrir hvernig fer. 

    Það góða við þetta allt saman er að við munum ekki þurfa að bíða eftir að leikmenn verði seldir áður en nokkuð er keypt. Þar að segja ætli FSG menn að standa við orð sín. Leikmannahópurinn á skv Henry að verða klár fyrir undirbúningstímabil og ekki mín seinna. Þar að segja þeir leikmenn sem eiga að koma inn í sumar verða snemma í því!

    YNWA

  40. Góður pistill. Ég er nokkuð sammála þessari flokkun. Mér finnst sérstaklega gaman að fylgjast með framförunum hjá Spearing. Hann gæti þróast upp í mjög góðan leikmenn. Hann er ekki bara þessi tæklari og báráttuhundur eins og ég hélt í byrjun, heldur getur hann einnig spilað boltanum og virðist hafa ágætis tækni. 

    Svo gæti ég ekki verið meira sammála Eyðþór Guðj. nr 41. Alveg óþolandi þegar menn stinga uppá þessu að selja Gerrard eins og ekkert sé! Einn hérna stakk uppá því að kalla Reina inn á skrifstofu og ausa í hann peningum og rétta honum fyrirliðabandið í þeirri von um að hann yrði áfram! Er ekki allt í lagi með menn? Rífa fyrirliðabandið af einum dáðasta son Liverpool fyrr og síðar sem hefur allt sýnt félaginu hollustu sama hvað hefur gengið á, og rétta það manni sem er jafnvel að pæla í því að yfirgefa félagið um leið og það gengur illa!! Það er ótrúlegt að lesa þetta stundum.

  41. Agger/Aurelio-umræðan er ágæt út af fyrir sig. Þarna togast á tvö sjónarmið, annars vegar þau að þeir séu alltaf meiddir og í þeirra stöður þurfi stabilítet og hins vegar að þarna fari góðir leikmenn sem bæta verulega við leikmannahópinn. 

    Ég tel að þeir séu í frekar ólíkri stöðu. Agger er mun mikilvægari fyrir lðið, spilar stöðu þar sem sami leikmaðurinn þarf að spila nálægt öllum leikjum liðsins. Það gerir hann síður en svo. Hann er hins vegar mikill gæðaleikmaður, á besta aldri og ég myndi hallast að því að það þyrfti að gefa honum 1-2 ár í viðbót, veltur á samningsstöðu hans. Losa hann út þegar eitt ár er eftir af samningnum.

    Þótt auðvitað sé gott að sami bakvörðurinn spili sem flesta leiki þá er það samt ekki nálægt því eins mikilvægt og með haffsentinn. Við þurfum að geta spilað ólíkum bakvörðum – sóknar/varnarbakvörð eftir því sem við á. Aurelio er afar góður sóknarbakvörður og kemur með nýja vídd, vinstrifótar aukaspyrnusérfræðingur auk mjög mikillar sendingagetu. Þá er hann frekar fjölhæfur og getur leyst miðjustöðuna og kantstöðuna líka. Hann getur þó aldrei orðið annað en squad leikmaður vegna meiðslanna. Ef hann er á samningi þar sem hann er á lágum grunnlaunum og fær vel greitt fyrir hvern leik sem hann spilar þá er það mjög góður díll fyrir Liverpool og engin ástæða til að losa hann út. Held jafnvel að vinstri bakvarðastaðan sé ágætlega mönnuð með Aurelio, Insúa og Robinson, og svo Johnson ef allt er í góðu hinum megin.

    Niðurstaðan af þessu er sennilega sú að Agger ætti frekar að fara heldur en Aurelio. Ef Agger og Kyrgiakos fara báðir þá þyrfti að kaupa tvo mjög öfluga haffsenta, sem getur reynst erfitt. Líka upp á að stabílísera varnarleikinn í upphafi næsta tímabils.

  42. Sælir félagar
     
    Hver andsk… er þetta með það að ég fæ þetta ekki til a’ð virka almennilega á Firefox.  Þegar ég skipti yfir í
    Explorerþá virkar þetta fínt en í Firefox þá er þetta allt í veseni.  Textinn er mjög smár í textaboxinu og hverfur hægra meginn og því verð
    að “entera” hverja línu.  Ég er búinn að uppfæra eldrefinn og endurræsa tölvuna en ekkert breytist.  Ég vil
    nota eldrefinn miklu frekar en Explorer en hvað er til ráða? Mér er spurn.
     
    Það er nú þannig
     
    YNWA

  43. Ég held að Aurelio gæti orðið okkur góður ef hann þyrfti ekki alltaf að spila um leið og hann byrjar að æfa og meiðast þá aftur.
    Ég myndi vilja halda honum sem backup fyrir bæði kantinn og bakvörðinn, þannig fengi hann meiri tíma til að jafna sig og myndi kannski nýtast betur þegar á þyrfti.

  44. Aldrei hef ég fattað þegar menn koma með tölfræði fyrir og eftir PL, þetta er sama deildin þ.e.a.s. efsta deild í enska boltanum, bara annað nafn. (ekki ílla meint @birkir.is #40) En það má vera að það sé skondið að Kuyt sé búin að skora meira ein Rush í PL, en það gerir Kuyt ekkert betri en Rush (býst ekki við að það hafi verið meiningin heldur). En samhvæmt þessu þá hafa mörg hver Liverpool goðin aldrei komið nálægt PL og ekki hefur Liverpool unnið PL. Hvað er þá svona merkilegt við sögu Liverpool?

    Það sem ég meina er að til margra ára hefur þetta einmitt verið stór hluti af rökum ManU manna yfir hversu lélegt Liverpool er, hver hefur ekki heyrt: Liverpool? hvaða lið er það, þeir haf aldrei unnið PL, o.s.frv. Persónulega hefur mér alltaf fundist þessi PL samanburður fáránlegur einmitt í ljósi þess að þetta er sama deildin en annað nafn. Mér finnst að ef við tökum PL tölfræðina fram yfir Efstudeildar tölfræðina þá gerum við lítið úr sögu Liverpool og fleiri liða og einstaklinga sem hafa gert garðinn frægan í Efstudeild.

  45. @Viðar Skjóldal #9 Jay Speraing verður aldrei sami leikmaður og SUPER DANNY MURPHY! Super Danny var/er það mikklu betri spyrnumaður en Jay að það á varla að nefna þá í sömu setningunni. Hinsvegar sé ég Spearing fyrir mér sem okkar Darren Fletcher, ekki góður knattspyrnumaður en gríðarlega mikilvægur fyrir liðið.
    Super Danny er uppáhalds leikmaður Liverpool sem ég held mest uppá sem hefur verið látinn fara og treyjan sem ég á með honum er enn í mestu uppáhaldi hjá mér. Slær ekkert út Super Danny Murphy á móti ManYoo á Old Shithouse!

  46. Aurelío getur ekki einu sinni verið í boltaleik með krökkunum sínum útí garði án þess að meiðast. Held að við höfum ekki mikið að gera með svona leikmann.

  47. Góðar og líflegar umræður hérna, alltaf gaman að slíku.  Ég held að menn verði samt að skoða aðeins listann hér að ofan þegar verið er að tala um að það þurfi að losa okkur við Agger og Aurelio, svo ekki sé talað um Stevie G.  Það eru slatti af leikmönnum þarna ofar og vilja menn virkilega losa þessa þrjá frekar en þá?  Það er alveg morgunljóst að við erum ekki að fara að losa okkur við 10-20 leikmenn, því þarf að forgangsraða.

    Mitt mat er allavega það að það sé betra að hafa menn eins og Aurelio til taks 1/3 af tímabilinu, heldur en einhvern ofar á listanum sem kemst ekki einu sinni á bekkinn þó mikið sé um meiðsli.  Sama gildir með Agger, við erum ekki að fara að versla 2 heimsklassa miðverði í sumar, það eru aðrar stöður sem við þurfum að henda fjármunum í.

    Ég verð að viðurkenna það alveg eins og er að mér finnst þessi Stevie G umræða ekki einu sinni vera svaraverð, geri orð SigKarls að mínum, það er nú þannig.

    En ég er einnig ósammála Magga með Jones.  Hann hefur ekki komist á bekk mjög lengi, mér skilst að Gulacsi sé búinn að vera að standa sig mjög vel og að menn meti hann sem ekki síðri keeper.  Frekar að hafa ungan pjakk á bekknum, sem líka telst “innlendur” næsta sumar.

    Varðandi pistil um kaup, þá verður hann smíðaður fljótlega, en það er eiginlega hálf tilgangslaust að gera hann alveg strax, það fer akkúrat ekkert að gerast fyrr en málin eru byrjuð að skýrast hjá liðum, þ.e. hverjir vinna hvað í sínum löndum og svo hverjir eru fallnir etc.  Fram að lokum mótanna, þá er það eina sem eitthvað hald er í, eru Bosman mál, því það má byrja að vinna í þeim strax (milli landa).  En hann kemur, það getið þið hengt ykkur uppá.

  48. Mér finnst heilt yfir frábært hvernig stemmingin á þessari frábæru síðu hefur breyst. Fyrir utan smá nöldur eins og gengur ríkir hér á síðunni tilhlökkun og bjartsýni. Ég vona svo sannarlega að Kenny fái langan samning og trúi varla öðru. Frammistaðan gegn Arsenal var stórbrotinn á sinn hátt og á Englandi er líklega aðeins Kenny sem getur blásið þessum siguranda og sjálfstrausti í brjóst smástráka með eistun nýgengin niður.

    Ég held að Dortmund líkanið verði notað í Liverpool og engin leið að reikna út hverjir verða keyptir. Þetta verða efnilegir ungir leikmenn keyptir á sanngjörnu verði plús að nota heimalingana.

    Svona vill ég hafa það. Mér er slétt sama um arabíska pabbastráka eða glæpamenn frá Rússlandi með alla sína illa fengnu peninga. Við munum gera LFC að óstöðvandi afli The Liverpool Way innan 4 ára!

  49. Gaman að fá að vera á annarri skoðun en Steini, Gulasci lítur vissulega vel út en ég er svo vitlaus að telja það skipta máli að markmaður nr. 2 sé maður með mikla leikreynslu, en nr. 3 verði að fá að fara á lán og spila almennilega (t.d. Joe Hart hjá Man City) og þess vegna tel ég Jones standa framar, en auðvitað gæti vel verið að Gulasci sé bara alveg tilbúinn.  Sá Brad Jones spila við QPR nú nýlega og hann var virkilega góður þar.

    Annars er maður að lesa úr “Epic Swindle” sem fjallar um kúrekakjánana sem áttu okkur í 44 mánuði, ljóst að þeir eru eina ástæða þess að illa fór – auðvitað smá Parry og Purslow en þessir gaurar voru smánarblettur á sögu félagsins og í raun ótrúlegt að menn eins og Benitez, Gerrard og Carra hafi verið tilbúnir að vinna fyrir þá!

    Smá þráðrán fyrir þá sem vilja lesa ágætis kafla úr bókinni:

    http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/mirror-football-blog/Brian-Reade-An-Epic-Swindle-44-Months-With-A-Pair-Of-Cowboys-Day-Three-Read-extract-of-how-Liverpool-owners-Hicks-and-Gillett-betrayed-Rafa-Benitez-and-wooed-Jurgen-Klinsmann-article725482.html

  50. Menn hljóta að vera ansi vel upplýstir ef menn treysta sér til að tjá sig um stöðu Brad Jones varamarkmanns, (hvort hann sé betri eða verri en Gulasci), en Jones ku hafa kostað 2,3 milljónir punda en ekki 3. Ég sá þetta sem frekar klókan leik hjá Roy, að kaupa varamarkmann á góðum aldri með töluverða reynslu, landsliðsmann og flokkast meðal enskra.
    Ef Reina meiðist þá getum við kallað hann strax til baka frá Derby og þá kæmi hann í fínni leikæfingu til baka. Maður vonar hins vegar að hann þurfi aldrei að spila einn einasta deildarleik fyrir okkur, en hins vegar liði mér mun betur að vita af Bad Jones í markinu en ungum og reynslulausum heimamanni.

  51. Afhverju í ósköpunum að selja Gerrard??????

    Hann er búinn að sýna liðinu hollustu, nú er hann að komast á eldri ár í þessu og það fer að hægjast á honum, það er vitað. Hann getur samt nýst okkur vel og við eigum að sýna honum virðingu og þolinmæði á meðan hann gegnur í gegnum erfiða tíma og meiðsli, sjáiði hjá United: Scholes og Giggs til dæmis, það er löngu búið að hægjast á þeim en þeir voru ekki látnir fara og hafa nýst liðinu frábærlega! Ég vil til dæmis meina að Giggs eigi stóran þátt í árangri United síðustu ára.

    Gerrard verður núna bara að fara læra aðeins inn á sín takmörk líkt og Giggs gerði þegar aldurinn fór að hellast yfir hann, hann mun ekki taka menn jafn oft á og hann mun ekki skora screamer reglulega, en hann mun alltaf búa yfir leiðtogahæfileikum, leikskilningi og yfirsýn yfir það sem er að gerast á vellinum að ógleymdum sendingarhæfileikum hans.

    Gerrard mun ekki bera þetta lið uppi, það er klárt. En eins og ég sagði áður þá getur hann skipt sköpun og kennt nýjum og yngri leikmönnum um hvað klúbburinn snýst enda frábær atvinnumaður í einu og öllu.

  52. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur. Fleiri blökkumenn í liðið! Þetta er byrjað að líta út eins og einhverjar nýnasistabúðir, ekki hjálpar Skrtel til á því sviði.

  53. Gæði umfram magn!

    Það er mitt álit að í hverja stöðu sé betra að hafa einn uppaldan og einn heimsklassa í stað þess að vera með 2 miðlungsmenn.

  54. Nr 46 notaðu google crome langbestur…….til að verja skoðun mína á að selja Gerrard við höfum bara ekki verið að spila vel þegar hann er með allt spill virðist byggjast á því að hann fái boltann og ef hann er að spilla illa hrinur liðið með þegar menn eru orðnir svona kóngar þá er kannski betra að selja hann ekki miskilja mig hef alltaf haft mikið álit á honum og hann hefur gert mikið fyrir klúbbinn og er einn uppáhalds leikmaður minn hjá liverpool en það kemur alltaf maður í manns stað og enginn er stærri en klúbburinn

  55. Ég nota GC og þetta er mjög smátt letur hjá mér líka þegar ég ar að skrifa ummælin! 

    En flottur pistill og ljóst að það verður líklega sögulega mikil hreinsun í sumar enda 2-3 ára verk að hreinsa upp eftir Hicks og Gillett.

  56. Hvernig var með slúðrirð um <a href="http://en.wikipedia.org/wiki/Keisuke_Honda" title="Keisuke Honda"> ? Ég væri allavega meira en bara til í að fá hann, og einnig er gott að hafa einhvern Asíubúa peningalega séð

  57. Það kommentar enginn á þessar greinar sem Mummi og Maggi hafa linkað á.  Þessi bók sem Brian Reade er að skrifa er must read fyfir okkur Liverpool menn.
    Verð að segja að ekki hefði mann grunað að þessir kanar væru svona miklir fávitar.  Þeir drógu félagið gjörsamlega niður í svaðið.
     
    P.S.  Þetta er skrifað í Firefox og textaritillinn er í e-u fokki… sé ekki allan textann sem ég skrifa.

  58. Já, fjörugar umfæður og sitt sýnist hverjum.    
    Mitt mat er að m.v. listan sem nefndur var eru margir sem þarf að losna við, en einhver þarf líka að taka við þeim.   Ég er þó á þeirri skoðun að við höldum í Aurelio og Agger, nema þeir sjálfir fari fram á sölu sem ég sé ekki gerast.    Kyriagos mun sennilega vera áfram hjá okkur þar sem hann fær árs framlengingu á samninginn tel ég, og þiggur það.  Hann er ódýr kostur sem er gott að grípa í.  

    Í náinni framtíð sé ég að unglingaliðið komi upp og verði mátað við aðalliðið mun meira en áður hefur þekkst hjá klúbbnum.  Ég las t.a.m. grein um hve mikið á s.l. tveimur árum unglingastarfið hefur breyst eftir yfirhalingu frá Benitez.   Hann hefur greinilega gert sér grein fyrir að menn yrðu að rækta upp leikmenn og klúbburinn yrði ekki “sustainable” ef það væru bara alltaf keyptir leikmenn inn í allar stöður sem var takturinn um of langt skeið.  Fyrir þetta season var síðasti maðurinn inn frá Akademíunni sem virkaði Steven nokkur Gerrard.  Pælið í því.   Uppeldið fellur alveg að mínu mati við eigendastefnu klúbbsins og það verði frekar keypt ungt og dýrt til að búa til nýtt lið með meðalaldur upp á 23 ár eða svo.  Reynsluboltarnir í þeim hópi verða svo Gerrard, Kuyt og Carrager.    Þið sjáið spending v.s. aldur í síðasta glugga (Suarez og Carroll). 

    Gerrard, Kuyt og Carrager munu spila út sinn feril hjá klúbbnum, kjósi þeir það, og er ég ákaflega sáttur við þá ráðstöfun.   T.a.m. Kelly fara í hafsentinn meira þar sem unglingarnir sem léku Arsenalleikinn, Flannó og Robinson gætu alveg verið framtíðar bakverðir hjá klúbbnum, sem er að vísu dálítið fljótt að álykta nú en hvað veit maður.  Þeir virkuðu allavega mjög vel á mig.  

    Ég held og það eru fleiri félagar mínir sammála þeirri nálgun, að LFC eigi núna ungt, uppalið lið sem er að standa sig vel og þeir eigi breik í að verða að nýju gullaldarliði.  Þetta sé svipað móment og ManU átti þegar gelgjurnar þeirra urðu að mönnum með réttri blöndu af reynslu og getu eldri leikmanna sem hefur skilað þeim ótrúlegu gengi undanfarin ár sem við klárlega öfundum en þó í leiðinni hötum, þar sem það er okkar eðli að hata United alltaf.  ALLTAF. 

    Að mínu mati mun sumarið verða rólegra en marga grunar, menn munu fara varlega í kaup og frekar einbeita sér að því að þroska liðið áfram sem fyrir er en ef góðir bitar séu á lausu verði það skoðað.  Ég er því ósammála Magga með að þetta sumar verði stórt í innkaupum.  Markmið verður næsta vetur CUP og Deild (4 sæti) eða betra, sem gefur CL sæti. 

    Hvað varðar Pepe Reina held ég að hann fari ekki frá okkur.  Hann er of mikil karakter til að fara eins og skyndikaffið Torres.  Hann sér að það er bylgja af góðum ungum leikmönnum að koma og hann getur orðið hluti af góðu liði næstu 10 árinn leikandi.

    Framtíðin er því, heimaalin, ung og björt.  
    YNWA.

  59. Roman Abramovich was in a nightclub yesterday taking the team out for a meal to brighten things up after the CL loss to Manchester United.

    A young spanish girl walks over to John Terry and asks him to sign her arm, she then asks Frank Lampard to sign her left breast.

    Then she drops her knickers and says to Abramovich “sign this”. He …replies “Fuck off, the last time i signed a Spanish cunt, it cost me £50 million

  60. Tottenham náði jafntefli á móti Arsenal.  Djöfull eru nallarnir lélegir maður!

    P.S.  Piss off Wenger

  61. verð að vera ósammála þarseinasta ræðumanni í því að okkur vantar 2-3 leikmenn í hæsta gæðaflokki til að við missum ekki stjörnuleikmennina okkar í burtu…. homegrown er fínt, en einsog arsenal sannar þá gerir það ekkert í því að vinna titla ( barca undantekningin en hún verður ekki leikin eftir í p l ), það verða að vera nokkrir leikmenn inná milli sem eru í heimsklassa og okkur vantar amk 1 þannig varnarmann , djúpan miðjumann ( og nota lucas sem squad player ) og vængmann eða 2 . og þetta vantar mjög fljótlega .. sérstaklega vængmennina ætlum við að nýta okkur styrkleika carroll, eigum mjög fáa í alvöru gæðaflokki til að mata hann

  62. http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2011/04/18/2443074/from-fernando-torres-to-bebe-the-premier-leagues-10-worst
    Þetta er skondin lesning um 10 verstu kaupin.
    Torres: It will take a skilled motivator and a shed load of money on a supporting cast to get the clearly depressed striker back to his best next season
    bebe: From nobody to somebody…
     
    En Nú fer deildin að verða athyglisverð. Chelsea komnir í 2.sæti á góðu rönni 6 stigum frá utd. 1.maí spila arsenal og utd og þar á eftir er það utd – chelsea og það er aldrei að vita hvað verður eftir það.
    Tottenham á nokk erfiða leiki en ég vona þó allavega að þeir endi í 6 sæti eða 4, þar sem bæði gefa Liverpool evrópusæti (hvað sem mönnum finnst um það)

  63. ‘Við fáum væntanlega 16. milljónir Evra í kassann fyrir hann. Væri vel til í að hafa rangt fyrir mér hérna.’

    Aquilani er mesta ofmat knattspyrnuheimsins og 16 milljónir evra væru himnasending. Hann á engan séns í ensku deildinni.

  64. Það gæti nú vel farið þannig að United tæki deildina í ár á markatölu. Það væri svosem eftir öðru.

  65. Flott umræða í gangi hérna. Hef líka verið að lesa ýmsa miðla varðandi þessi mál.

    Það verður ansi forvitnilegt að sjá hvað verður um Aquilani og Insúa. Mér sýnist að ef Dalglish verður áfram þá fái þessir strákar séns á að sanna sig fyrir honum. Það er svo annað mál hvort þeir hafi áhuga á að vera hjá félaginu. Held að þeir ættu báðir að geta verið inni í myndinni hvað varðar gæði þeirra sem leikmanna. Ef við höldum þeim þá þarf líklega hvorki að kaupa miðjumann né vinstri bakvörð og þá væri hægt að einbeita sér að kantstöðunum og haffsentinum. Eða að fókusa jafnvel eingöngu á sóknarstöðurnar, kantana og senter.

    Út: El Zhar, Degen, Darby, Konchesky, Poulsen, Jovanovic, Cole, Jones. Alls ca. 15m. Kyrgiakos gæti farið líka.
    Inn: vinstri kantur, hægri kantur, senter. Nöfnin: T.d. Ashley Young, Eden Hazard, Alexis Sanchez og t.d. Gomez frá Munchen eða strikerinn hjá Dortmund, Barrios. Fjöldi annarra leikmanna væru álitlegir kostir, en það þyrfti að setja ca. 50 milljónir punda í þessar stöður.

  66. Ég sé ekki að það þurfi að kosta svo miklu í að styrkja vörnina. Vissulega vantar vinstri bakvörð og miðvörð í staðin fyrir Kyrgiakos. Warnock gæti fengist á innan við 2 m. punda, og fjölmargir stórgóðir miðverðir úr frönsku og þýsku deildunum gætu verið fáanlegir á eðlilegu verðlagi. Leyfum City að kaupa Cahill á 25 milljónir punda.
    Hins vegar vil ég að allt verði lagt í sölurnar til að kaupa kantmann/sóknartengilið sem er meðal þeirra bestu. E. Hazard er mest spennandi kosturinn. Hann gæti kostað 25-30 milljónir punda. Sanchez er líka rosalegur.
    Þurfum að sýna meiri metnað en að fá Marveaux (sem nýtist þó vonandi vel uppá breiddina)
     

  67. Ekkert smá að hafa þrjá af tíu verstu kaup ársins.  Þetta segir manni hvað Roy Hodgson vissi ekki neitt hvað hann var að gera í leikmannakaupum.  Jovanovic hefði líka auðveldlega komist á þennan lista.  Maður bjóst við töluverðu af honum eftir að hafa séð hann spila á HM
     

  68. Verð að segja fyrir mína parta að ég tel að Jovanovic hafi ekki fengið þá sénsa sem hann þurfti til að aðlagast.
    Ég er viss um að hann gæti nýst okkur ef hann fengi eitthvað að spila.
     
    Svo bara til að það sé á hreinu þá verður ekki hægt að kenna Woy um kaupin á Jovanovic, held að það hafi verið frágengið að hann kæmi þegar Rafa var ennþá maðurinn.

  69. Rétt Hafliði að kaupin á Jovanovich voru frágengin á tíma Benitez en ég er ósammála þér. Þessi leikmaður mun ALDREI nýtast okkur en það er bara mín skoðun, hann er einfaldlega bara alls ekki nógu góður að mínu mati

  70. Það mætti kannski gera smá könnun hérna inni: hvaða lið mynduð þið vilja sjá vinna PL núna í vor? Þrjú lið eiga möguleika:

    Erkifjendurnir í MU
    Chelsea með vin vorn Fernando Torres innanborðs (mest þó á bekknum sem stendur)
    Arsenal, sem virðast ekki geta unnið í tombólu, hvað þá meira

  71. #89 Geturu ekki getið þér til um niðurstöður slíkrar könnunar á Liverpoolsíðu? Hvernig dettur þér í hug að stinga upp á Manchester United sem möguleika?

  72. Ég veit, ég var aðallega að spá í hvort menn vildu frekar sjá vinna, Fernando Torres eða Manchester United 🙂

    Já og hvort einhver hefði raunverulega trú á að Arsenal gæti unnið.

  73. Það væri auðvitað frábært ef MU dettur útúr meistaradeildinni og missir fyrsta sætið í deildinni. Vona að Chelsea vinni, alveg sama hvort að Torres skori eða ekki.

  74. eins mikið og ég elska að hata Manchester united þá hata ég enn meira sögulausa peningaliðið frá london og vona að fyrrnefndi kosturinn vinni titilinn í ár. (Arsenal á ekki séns)
    ok Manchester United fara uppfyrir okkur í Englandsmeistaratitlum, en það er bara tímabundið því okkar lægð er að verða búin og bjartir tímar framundan. Við verðum fljótir að jafna og komast yfir.
    það er eitthvað sem segir mér að Manure fari í lægð þegar rauðnefur hættir sem verður vonandi sem fyrst.

  75. Alla daga ársins vill ég nú frekar að Chelsea vinni deildina en Man Utd sko, maður þekkir endalaust mikið af Man Utd mönnum sem munu montast og nudda manni uppúr því allt næsta ár að þeir hafi komist yfir okkur í unnum deildartitlum ef þeir vinna deildina og ef einhver séns er á því að losna við það þá þigg ég það að sjálfsögðu.

    Best væri ef Arsenal kláraði þetta sem er einfaldlega alls ekki að fara að gerast því þeir virðast komnir í sumarfrí enda vinna þeir ekki leik þessa dagana.

    Vona að Chelsea klári þetta bara og Torres haldi áfram á bekknum eða allavega skori ekki mark.

  76. Þar sem mitt ástkæra lið Liverpool á ekki möguleika á deildarmeistaratitlinum í ár lítur þetta svona út frá mínu sjónarhorni. 

    1. Ég vona að Manchester Utd taki titilinn af öllu illu sem er í boði. Ég þoli liðið ekki og hvað þá heldur framkvæmdastjórann, en ég ber virðingu fyrir þeim og þá sérstaklega í ljósi þess hve Ferguson lætur ekki vaða yfir sig með stórstjörnur og heldur sínu striki sbr. sölur á Ronaldo, Beckham, Stam Ruud van Nistelrooy og Keane. Árangur liðsins í vetur er frekar magnaður ef horft er til þess hve hópurinn er á pappírnum ekki jafn sterekur og oft áður og alls þess sem hefur gengið á innan liðsins og utan þess sala og ekki sala á Rooney (hvað svosem bjó þar að baki) og getuleysi hans í vetur meiðsli Valencia og Ferdinand. …Vá það mætti halda að ég sé Man Utd maður, en nei svo er ekki því á móti þessu þoli ég ekki hvernig Ferguson hefur komist upp með ýmiss ummæli í fjölmiðlum varðandi hina og þessa hlutina og einnig hvernig blaðamenn sleikja hann upp oft á tíðum og spyrja ekki gagnrýnna spurninga heldur lepja allt upp eftir hann, en loksins í ár hefur hann fengið að finna fyrir því frá FA. 
    Ég get rifist og rökrætt við stuðningsmenn Utd áfram líkt go síðustu ár….okkar tími mun koma.
    2. Ef Torres hefði ekki farið yfir til Chelsea þá hefði ég helst viljað sjá þá taka titilinn, þrátt fyrir viðbjóðinn hann Drogba, því það er öllum sama um Chelsea. Ég einfaldlega get ekki horft upp á Torres taka við titli með Chelsea eftir það hvernig hann skildi við Liverpool, ég hefði fyrirgefi honum það ef hann hefði farið seinasta sumar eða næsta sumar (samt held ég að Liverpool sé sterkara eftir þessi skipti).

    3. Arsenal á ég erfitt með að taka eina ákveðna afstðu til. Mér finnst stefna Wenger í kaupum á leikmönnum og allt í kringum það virðingaverð, en samt sem áður finnst mér hann fá of mikið kredit fyrir það að vissu leyti. Því skortur á Englendingum í hópnum (oft ekki nema 1 í byrjunarliðinu) og liðið er ekki lengur eins ungt og umtalið er. Það er bara eitthvað skemmtilegt við það að Arsenal hafi ekki unnið síðan 2005 og hvernig hann tekur ósigri finnst mér svo skemmtilegt að ég elska þegar Arsenal tapar.

    Annað sem mig hefur lengi langað að skrifa hér inn og er farið að fara rosalega í taugarnar. Það snýr að hlutdrægni, skort á fagmennsku við vinnslu frétta og vísan þeirra í drasl heimildir sem ekki eiga við rök að styðjast og hvert einasta mannsbarn með vott af skynsem sér að fréttin er uppspuni og eingöngu til þess að auka sölu og umferð og umtal, þetta á við um fjölmiðla hér heima (vefmiðlar, blöð og sjónvarp).
    Auk þess er ég orðinn mjög pirraður á því þegar stuðningsmenn annara liða leggja okkur (flestum) Liverpool mönnunum orð í munn og segja okkur ávalt tala um “næsta tímabil sem okkar”. Ég man ekki til þess að ég hafi talið liðið eiga raunhæft tilkall til titilsins nema árið sem við enduðum í 2. sæti með Rafa og gert mér vonir um titilbaráttu tímabilið eftir það, en raunin reyndist önnur. 
    Og í kringum þessa pælingu kom ég með á kenningu að hlutfall Já/Nei úr Icesave kosningunum mætti heimfæra á hlutfall minni Liverpool og Man Utd stuðningsmanna hér á Íslandi, þar sem Liverpool menn felldu samninginn. Rökstuddi þetta á þann hátt að við Liverpool menn værum komnir með svo breitt bak eftir raunir síðustu ára, og raunverulegir gloryhunter stuðningsmenn Man Utd gerðu lítið annað en að bjóða okkur að gerast stuðningsmenn síns liðs í vetur þegar sem verst gekk undir stjórn Woy. Þar sást svart á hvítu munur á stuðningsmönnum þessara liða:)

  77. Viðar#87, ég er sammála manninum að ofan, maðurinn er sóknarsinnaður kantmaður í 4-3-3/4-5-1 eða striker, spiltími undir Roy Hodgson í hans heilagasta glerharða 4-4-2 tel ég ekki raunveruleg merki um getu. Vill mun frekar sjá hann fá mínútur en Joe Cole sem virðist vera sáttur með sinn feril

  78. Svakalega er ég ánægður með Dalglish að tala um Aquilani svona: http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_6887385,00.html

    Alveg er það óþolandi þegar lið, í þessu tilfelli Juventus, fær mann að láni með fyrirframákveðna upphæð sem þeir geta keypt leikmanninn á. Leikmaðurinn stendur sig svo alveg glimrandi vel, langt umfram það sem búist var við, og er búinn að spila sig inn í ítalska landsliðið. Þeir vilja kaupa hann en eru ekki tilbúnir að borga þá upphæð sem var í samningnum. Þá er málið bara borðleggjandi; hann kemur bara aftur til Liverpool. Annaðhvort borgið þið bara uppsetta upphæð eða þið getið gleymt þessu, ekkert að vera að leyfa þeim neitt að prútta með þetta. Ef hann hefði verið meiddur eða spilað eitthað lala, en þar sem hann er búinn að vera fastamaður í liðinu þeirra og spila vel þá verðið þið bara að borga þá upphæð sem þið sömduð um.

  79. jova er ekki nálægt því að vera nógu góður fyrir ensku úrvalsdeildina, gleyma þessari umræðu með sénsa eða ekki strax, gæðin eru ekki til staðar

Alan Kennedy í viðtali á Fótbolta.net

Stuðningsmenn velja Raul Meireles leikmann ársins