Alan Kennedy í viðtali á Fótbolta.net

Alan Kennedy var hér á landi um helgina, eins og fór ekki framhjá mörgum. Var heiðursgestur árshátíðar Liverpool klúbbsins á laugardag og í settinu hjá Gumma Ben og Hjörvari Hafliða fyrir Arsenal-leikinn í gær. Á laugardaginn settist hann niður með þeim Tomma og co. í útvarpsþætti Fótbolta.net og ræddi Liverpool í drykklanga stund.

Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á viðtalið geta gert það hér.

16 Comments

  1. Hvernig væri svo að reyna að kaupa Charles N´Zogbia. Hörkuleikmaður á ferð og gæti farið á góðan pening, sérstaklega ef Wigan fellur.

  2. Ég vill benda á þá staðreynd að við höfum ekki fengið á okkur mark í síðustu 4 leikjum (nema úr vítaspyrnum).

  3. Og hvað er málið með að Reina hefur ekki varið vítaspyrnu heila eilífð?

  4. Já þarna er ég bara að tala um deildina.
    Í rauninni höfum við ekki fengið mark á okkur í síðustu 6 leikjum (nema vítaspyrnur)
    Þetta er jafnvel skemmtilegri tölfræði

  5. Fifa 12 is rumored to have a new difficulty level “TORRES MODE”. It’s virtually? impossible to score ?- Fernando Scoreless

  6. Tja Pacheco var á bekknum í síðasta leik hjá Norwich, í 2 leikjum þar á undan þá var hann tekinn útaf eftir 55-60 mín.
    Virðist því hafa byrjað vel en dálítið er að fjara undan þessu.

  7. Það verður mjög fróðlegt að sjá, í fyllingu tímans, hve mikið gekk í raun á á bak við tjöldin í eigendatíð fábjánanna Gillets og Hicks. Það eiga eftir að koma fleiri og fleiri sögur í líkingu við þær sem Mummi vísar á. Virðing mín fyrir Rafa var alltaf mikil en það starfsumhverfi sem þarna er lýst er ekki nokkrum manni bjóðandi. 
    Hvað varðar greinarnar um unglinganna og uppeldi þeirra verður mjög spennandi að sjá hvernig það allt þróast. Kannski Rafa verði í sögu Liverpool minnst helst fyrir það uppbyggingarstarf sem hann kom þar í gang en ekki Evrópubikarinn:-) King Kenny er síðan rétti maðurinn til að þróa þetta allt áfram! Bjart framundan og sérstaklega spennandi sumar.

Breyting á ummælakerfi

Spilað fyrir framtíðinni