96

61 Comments

  1. Á þessum degi sést hversu samheldin Liverpool fjölskyldan er , YNWA.

  2. Einn sorglegasti atburður í íþróttasögunni.. YNWA!

    (Flott grein á fótbolta.net um þetta líka)

  3. You’ll never walk alone – Minning fórnarlambanna mun lifa að eilífu.

  4. Án efa sorglegasti dagur í sögu knattspyrnunnar og ekki síst fyrir okkar heitt elskaða lið Liverpool FC. Rest In Peace , einhvern daginn munum við ná fram réttlæti fyrir ykkur. Þessir 96 sem fórust munu alltaf lifa í hjörtum okkar.

    YNWA

  5. Slík minningarathöfn er ótrúlega magnaður viðburður, fór á eina slíka 2001 og hún er mér fersk í minni. Þessi atburður markaði félagið og ég held að fáir sem ekki upplifðu þennan dag átti sig á hversu svakalegt högg hann var.

    Greinin á fótbolta.net er ágæt sem slík, en ég vona samt að einhver gefi sér tíma til að kynna sér málið nánar, vona að ég blási ekki of fast í minn eigin lúður að tengja hér grein sem ég skrifaði á þennan góða vef 2009 eftir góða yfirlegu…

    http://www.kop.is/2009/04/15/11.40.32/

    Enn og aftur, YNWA!

  6. Man enn eftir Bjarna Fel. í útvarpsfréttunum um kvöldið þar sem hann sagði frá þessu. Hann var náttúrulega á staðnum. væri áhugavert að heyra hvernig hann upplifði þetta.

    YNWA

  7. Einn af fulltrúum Liverpool á þingi var að enda við að tilkynna að hann og aðrir fulltrúar Liverpool myndu leggja fram tillögu um að Kenny Dalglish verði aðlaður fyrir störf sín í þágu borgarinnar í kjölfar Hillsborough-slyssins. Þessi tillaga bara hlýtur að verða samþykkt.

    Sir Kenny Dalglish. Gæti ekki verðskuldað það meira.

  8. Þetta ljóð sem Dave Kirby samdi 2002 finnst mér alltaf jafn magnað og lýsa þessum harmleik frá sjónarhóli aðstandenda mjög vel.

    YNWA

    A schoolboy holds a leather ball
    in a photograph on a bedroom wall
    the bed is made, the curtains drawn
    as silence greets the break of dawn.

    The dusk gives way to morning light
    revealing shades of red and white,
    which hang from posters locked in time
    of the Liverpool team of 89.

    Upon a pale white quilted sheet
    a football kit is folded neat
    with a yellow scarf, trimmed with red
    and some football boots beside the bed.

    In hope, the room awakes each day
    to see the boy who used to play
    but once again it wakes alone
    for this young boy’s not coming home.

    Outside, the springtime fills the air
    the smell of life is everywhere
    viola’s bloom and tulips grow
    while daffodils dance heel to toe.

    These should have been such special times
    for a boy who’d now be in his prime
    but spring forever turned to grey
    in the Yorkshire sun, one April day.

    The clock was locked on 3.06
    as sun shone down upon the pitch
    lighting up faces etched in pain
    as death descended on Leppings Lane.

    Between the bars an arm is raised
    amidst a human tidal wave
    a young hand yearning to be saved
    grows weak inside this deathly cage.

    A boy not barely in his teens
    is lost amongst the dying screams
    a body too frail to fight for breath
    is drowned below a sea of death

    His outstretched arm then disappears
    to signal thirteen years of tears
    as 96 souls of those who fell
    await the toll of the justice bell.

    Ever since that disastrous day
    a vision often comes my way
    I reach and grab his outstretched arm
    then pull him up away from harm.

    We both embrace with tear-filled eyes
    I then awake to realise
    it’s the same old dream I have each week
    as I quietly cry myself to sleep.

    On April the 15th every year
    when all is calm and skies are clear
    beneath a glowing Yorkshire moon
    a lone Scots piper plays a tune.

    The tune rings out the justice cause
    then blows due west across the moors
    it passes by the eternal flame
    then engulfs a young boys picture frame.

    His room is as it was that day
    for thirteen years it’s stayed that way
    untouched and frozen forever in time
    since that tragic day in 89.

    And as it plays its haunting sound
    tears are heard from miles around
    they’re tears from families of those who fell
    awaiting the toll of the justice bell.

  9. Vá hvað þetta var falleg minningarathöfn. Frábært að sjá alla í stúkkunni, Rafa, stuðningsmenn everton og fl. Benítez fékk þökk í lokaræðunni og allir klöppuðu og sungu Rafa lag, hann greyið brotnaði niður. Alveg frábært að sjá hve mikið hann elskar okkur.

    YNWA 96!

  10. Rafa lét mig tárast ennþá meira en ég gerði yfir þessari minningarathöfn.

    Frábær maður sem elskaði LFC og alla í kringum félagið (fyrir utan tvö stykki Bandaríkjamenn). Legend í alla staði og mjög ósanngjarnt hvernig fór fyrir hann árið 2010. Hann á óklárað verk á Anfield og spái ég því að hann fái tækifæri á að klára það verk fyrir Liverpool FC.

    In Rafa we trust!

    You don’t have to walk through the storm.. We’ll carry you !

    YNWA.

  11. Alltaf koma tár á þessum degi, nú var það SNILLINGURINN Rafa Benitez sem ýtti því út.

    Í sögunni held ég að hans verði án vafa minnst sem manns sem algerlega drakk félagið í sig og ég segi enn og aftur að hann hélt þessu félagi saman á erfiðustu tímunum.

    Hann varð hugfanginn af baráttu Hillsborough-fjölskyldnanna og þetta var bara alvaran eins og hún birtist honum. Hrikalega viðkvæmt móment, þessi athöfn er einstök í heiminum á hverju ári og þó 10 ár séu liðin frá því ég fór á hana þá lifir hún enn í mínu hjarta.

    Ósanngirnin, svikin og fordómarnir sem hafa dunið á ættingjum þeirra sem létu lífið er ennþá ljótur blettur á enskri knattspyrnu sem berjast verður áfram gegn!!!

  12. Það er enginn klúbbur í heiminum eins og Liverpool, enn og aftur standa allir saman, útum allan heim stöndum við saman..
    Guð blessi alla 96 sem dóu og fjölskyldu þeirra…
    YNWA

  13. ég veit eiginlega ekki hvernig í ósköpunum FSG ættu að neita kónginum um samning eftir þessa mögnuðu athöfn í dag……. fólkið hefur talað!!

    SIR KENNY DALGLISH

  14. Falleg athöfn um einn sorglegasta atburð íþróttasögunnar. Þetta ástarsamband manns við þetta félag er verðugt sálfræði-case. Klárlega langlífasta ástarsamband sem maður myndar á lífstíðinni, hefst við fimm ára aldur og fylgir manni til dauðadags. Gengið saman í gegnum súrt og sætt, sama á hverju gengur.
    YNWA

  15. Það er svo margt sem gerir þennan klúbb af einstökum klúbb. Minningarathöfnin, samkenndin og einstakur stuðningur við liðið á erfiðum tímabilum. Að horfa á ræðurnar, sjá viðbrögðin er eitthvað sem gerir mann ennþá stoltari af því að vera púlari en nokkru sinni áður. Hillsborough slysið er eitthvað það sorglegasta sem gerst hefur á íþróttavelli. Liverpool fólk hefur haldið minningu þeirra sem féllu þennan dag á lofti með aðdáunarverðum hætti. Viðbrögðin við “Sir Kenny” og Rafa Benitez sýna enn frekar mannvirðinguna sem býr í þessu fólki. Ég heimsótti borgina fyrst 2004 og féll fyrir henni, féll fyrir fólkinu en var löngu fallinn fyrir liðinu. Held að það munu fáir aðrir en þeir sem halda með Liverpool skilja hvað hefur gengið á varðandi slysið hræðilega og eftirköstin. Minningarathöfnin gerði mig af enn meiri Púlara en áður, og það var gott 🙂

Nýr búningur & Maggi 40

Arsenal á sunnudaginn