Opinn þráður

Fréttamiðlar eru helst uppfullir af því þessa stundina að FSG sé byrjað að ræða við Dalglish um nýjan samning en þeir segja okkur líklega bara frá því sjálfir þegar frá einhverju er að segja. Eins er tímabilið hans Sigvalda (Silly Season) að fara hefjast og nokkuð ljóst að í þetta sinn verður það eitt það lengsta síðan núverandi kerfi var tekið upp.

Norðmenn í lesendahópi kop.is geta síðan glaðst yfir því að núna er búið að ákveða að fara til Noregs í sumar og spila æfingaleik við Valerenga en ef ég man rétt fer klúbburinn líka til Asíu í sumar.

Upphitun fyrir leikinn gegn City er svosem klár og kemur líklega inn í kvöld, en höfum þetta bara opinn þráð á meðan þessa afar óspennandi umferð í enska boltanum í dag er spiluð.

15 Comments

 1. Fyrst að byrjað er að ræða silly season, þá er verið að orða A.Lennon við okkur fyrir 15 millur.
  Ég væri alveg sáttur með Young og vinstri og Lennon á hægri.
  En við megum alveg búast við því að það verði nokkur hundruð leikmenn orðaðir við liðið í sumar.

 2. Ég er “Norðmaður” sem býr í Bergen. Ef það á að skrifa eitthvað um þetta drasl frá Osló þá á að nota lítið letur.

 3. er búinn að vera skoða klippur á netinu af þessum alexis sanchez….. væri alveg til í að fá hann á kantinn….. miklu frekar en lennon, hann er góður en alveg rosalega mistækur…

 4. Hryllir við þá tilhugsun að united sé að fara framúr okkur í meistaratitlum. 19 titilinn er þeirra í vor. Þvílík hörmung að vita til þess að liðið hafi ekki náð að vinna titilinn a.m.k. einu sinni í síðustu 20 tilraunum!

 5. Mikið af miðlum með þessar fréttir um samninginn hjá Dalglish og líka margir með Lennon slúðrið. Myndi frekar kjósa Hazard eða Sanchez en Lennon þar sem mér finnst hann bara ekki nógu góður.

  Ekkert mikið hægt að segja þar sem ekki mikið er að gerast varðandi félagið þessa dagana svo ég segi bara til hamingju með daginn Robbie og njóttu hans!

  YNWA!

 6. Daniel Pacheco er í byrjunarliðinu hjá Norwich í dag og leikurin er syndur á stöð 2 sport 2.

 7. Ég verð að kvarta yfir því að það ekkert búið að minnast á það að “Guð” á afmæli í dag 36 ára gamall.

 8. Allir að segja NEI við Icesave-umræðu hér.

  Svo mæli ég með því að bjóða Agger upp á það að hætta með landsliðinu og einbeita sér að Liverpool eða finna sér annað lið í sumar.

 9. Jói sannfærði mig með einstakri röksemdafærslu ! Hef ekki getað gert upp hug minn síðan Icesave # 1 – en nú er ég seldur.

  En að öðru – Gerrard víst búin að ganga undir aðra aðgerð, sem á að hafa heppnast vel. Vonum að hann verði 100% eftir sumarið og komi með eins og eitt – tvö svakaleg tímabil til að toppa ferilinn hjá honum!

Gerrard & Agger komnir í sumarfrí

City á mánudaginn