Árshátíð Liverpoolklúbbsins 2011

Árshátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi árið 2011 verður haldin hátíðleg þann 16. apríl nk. á heimavelli okkar, Players í Kópavogi. Að vanda verður mikið um dýrðir og ættu Poolarar svo sannarlega að geta komið saman og skemmt sér ærlega. Síðustu árin hefur alltaf verið uppselt á árshátíðina og því um að gera fyrir menn að vera snöggir að tryggja sér miða í tíma.

Staður: Players Kópavogi
Miðaverð: 4.500 krónur
Dagsetning: 16. apríl
Húsið opnar: 19:00
Veislustjóri: Sveinn Waage
Heiðursgestur: Alan Kennedy
Forréttur: Rjómalöguð aspassúpa
Aðalréttur: Grísasteik með portvínssósu, grænmeti, eplasalati og sykurbrúnum kartöflum

Það má búast við miklu fjöri, því auk heiðursgestsins Alan Kennedy, þá mæta allavega 4 af mestu söngpípum The Kop. Það er aldrei dauð stund í kringum þá!

Að vanda verður happdrættið góða í gangi og að sjálfsögðu er aðalvinningurinn að vanda ferð á Anfield. Inngangsmiðarnir eru númeraðir og gilda í happdrættinu. Það eru því góðar líkur á vinningum.

Fulltrúar frá Opus Events í Liverpool verða einnig á svæðinu og verða nokkrir “priceless” hlutir boðnir upp og verða því ekki “priceless” mikið lengur. Hlutir sem verða á uppboðinu eru meðal annars: Árituð Steven Gerrard treyja, árituð Jamie Carragher treyja, árituð Kevin Keegan treyja, árituð Ian Rush treyja, skór og treyja árituð af Robbie Fowler, VIP ferð á leik með Liverpool.

Undanfarin ár hafa færri komist að en vildu og því um að gera fyrir menn að hafa hraðar hendur og panta sér miða hið fyrsta. Eins þarf að greiða fyrir miðana sem fyrst, því þeir verða seldir þeim sem á biðlista verða, í síðasta lagi 3 dögum fyrir árshátíðina. Til að skrá sig geta menn sent póst á Braga Brynjarsson (bragi@liverpool.is) eða ef menn vilja hringja í hann í síma 820-9206 eftir klukkan 16:00 á virkum dögum.

Hægt er að greiða miðana með því að leggja inn á eftirfarandi reikning:

0537-26-116662, kennitala 460896-2319

En menn geta líka greitt með kredit korti í gegnum síma.

14 Comments

 1. Það er rangt númer hjá Braga í auglýsingunni.. síminn hjá honum er 820-9206 en ekki 820-8206.

 2. Ekki finst mér það. Fínn matur og fjölmargir frábærir hlutir í boði, ásamt tækifæri til að hitta gamalt goð! Verst að ég kemst ekki 🙁

 3. Sitt sýnist hverjum þegar kemur að verði.

  Ég samt efast um að þú sleppir með eitthvað að ráði undir 4.500 kallinum þó þú færir bara fínt út að éta, fyrir utan annað sem verður í boði. Við reyndum allavega hvað við gátum til að stilla verði í hóf svo að sem flestir geti komið. En það eru bara 20 miðar eftir af þeim 150 sem í boði voru, þannig að menn þurfa að hafa hraðar hendur, hafi þeir áhuga.

 4. svínakjöt eruði crazy kennedy múslimi verður ekki mjög glaður með það.
  Og carlsberg kemst ekki á að klára flokka karaspjöld um helgina

 5. ætlar liverpool klúbburinn ekkert að fara að færa sig á spot í staðinn miklu flottari staður og betri matur.. sorry mér finnst players vera of sveittur staður fyrir að borga 4500 kall fyrir svona dæmi..

 6. Glæsilegir vinningar verð ég að segja.

  Verst að ég er ekki orðinn 20 ára, annars myndi ég klárlega fara á þessa hátíð.

 7. Jakob Yfirmaður:

  Carl Berg mætir hress og kátur á þessa árshátíð sem og aðrar. Ég verð nýkominn heim af Anfield og ég hreinlega veit ekki fyrir hvorum viðburðinum ég er spenntari.

  Það verður sko einhver annar að flokka karaspjöld þessa helgina kallinn minn, og gruna ég að það séu Arsenal menn sem eru settir í svoleiðis djobb.

  Insjallah…
  Carl Berg

One Ping

 1. Pingback:

Marveaux semur við Liverpool

Gerrard & Agger komnir í sumarfrí