Vallarmál

Vona að þeir sem vilja velta sér upp úr pirringi yfir helginni fái útrás á pistlinum um leikinn ferlega gegn W.B.A.

Mig langar til að pósta hingað inn þessari flottu fréttaskýringu frá Sky um eitt af málum málanna þessa dagana hjá okkar ástsæla klúbbi. Hef því miður ekki tíma til að þýða hann vel núna, en ætla að uppfæra þennan póst hér í kvöld þegar mér gefst tími.

Um töluvert mikilvægara málefni að ræða heldur en enn eitt ömurlega útivallartapið á sögulega lélegu tímabili.

Meira í kvöld, en tengillinn frá Sky er “must read”…

46 Comments

  1. Kannski að ný völlur sé bara málið. Kannski höfum við klárað allan kvótann á Anfield fyrir löngu. Kannski að nýr völlur verði eitt af þeim atriðum til þess að koma okkur í fremstu röð aftur. Liverpool á ekkert nema góðar minningar af Anfield, kannski er kominn tími til að upplifa þær minningar aftur nema á öðrum stað?

  2. Nýjan völl. Kostirnir eru fleiri en gallarnir.

    Liverpool fékk u.þ.b. 42milljónir punda á síðasta ári í “match day revenues” en lið eins og MU og Arsenal fengu yfir 100milljónir punda. OT er með 200 corporate boxes og Emirates með 150 ef ég man rétt, en Anfield er með færri en 50. Það er ekki öruggt að það sé hægt að fjölga þeim nógu mikið á Anfield. Það er augljóst að það þarf nýjan völl.

  3. Hvernig væri að hafa Anfield fyrir varaliðið og Stanley Park fyrir aðalliðið ?

  4. Ég hef nú alltaf verið hrifinn af því að stækka Anfield en það koma tvö ansi veigamikil rök gegn því þarna í lok þessarar samantektar:

    “Expanding Anfield would be favoured by most fans, who view the stadium as a part of the club’s DNA. But the obvious hindrance to remaining at Anfield would be that there would be limited potential for expansion beyond 60,000 if so desired in the future.”

    og

    “Expansion would lead to a significant amount of interference to Anfield in the construction/building period in the coming seasons, when capacity, resulting matchday revenue and atmosphere would all be damaged. These could ultimately drive the cost up above that of constructing a new stadium.”

    Ef klúbburinn ætlar að halda í við hin stóru félögin er ljóst að hann þarf að eiga möguleika á því að stækka enn frekar en upp í 60.000 sæti. Líka rétt sem Gísli bendir á hérna að framan, nýr völlur verður að vera með einhver 150-200 corporate boxes til að hala enn meira inn.

  5. Ég kýs nýjan völl, öll rök segja að byggja nýjan völl sé málið til framtíðar……..nema mögulega þeir sem láta hjartað ráða.

    Einnig finnst mér 60.000 sæti vera of lítið, 70.000 er mikið nærra lagi og með möguleika á stækkun síðar.

    Svo langar mig að lokum að blása á þá sem segja að “stemningin” sem fylgt hefur Anfield tapist, málið er einfaldlega það að “stemningin” skapast hjá okkar eldheitu aðdáendum en ekki af vellinum.

    Með okkar stórkostlegu aðdáendur sem syngja endalaust og hvetja sig hása verður nýr og stærri völlur sannkallað sláturhús fyrir þau aðkomulið sem voga sér inná musteri knattspyrnunar 🙂

  6. Kjartan ég held að það sé hvað lengsti biðlisti í heimi fyrir ársmiðum á Anfield af öllum liðum. Þannig að Anfield er oftar en ekki þétt setinn.

  7. nr 8 eg reyndi panta miða í kop stukkuna og það var á þriðja ára bið hva segir það!!!
    Pottþétt Manchester dúddi!

  8. Ef við ætlum að verða samkeppnishæfir við hin liðin þá þurfum við nýjan völl. Halda áfram með vinninuna sem fyrverandi eigendur voru byrjaðir á fær mitt atkvæði!

  9. Off topic: BWAAAHAHAHAHAA. FA hafa gjörsamlega misst vitið, þeir voru að setja erkifíflið hann Rooney í tveggja leikja bann fyrir að blóta eftir að hafa skorað þrennuna um helgina. Ég held að hreinlega að þessir einstaklegar hafi aldrei stigið fæti sjálfir inn á fótboltavöllinn. Þeir vita ekki hvaða fordæmi þeir voru að setja með þessu kjánalega banni..

  10. Ragnar : hann öskraði 3-4 sinnum FUCK YOU MATE!! í myndavélina, hvað helduru að það séu margir krakkar sem hafa horft á þetta? Það er ekki gott fordæmi hjá Rooney sem er fyrimynd milljóna krakka í heiminum og gera svona lagað, hvar liggja mörkin og hvenar á að segja stopp? mér persónulega finnst þetta smá fyndið bann en alveg skiljanlegt á móti 🙂

  11. Það er ekki það sama að vera uppselt á völlinn og að völlurinn sé fullur. Þannig að þó áhorfendatölur séu kannski 3000 frá fullum velli, þá segja þær tölur aðeins um fjölda fólks á leikvellinum, ekki fjölda þeirra sem keyptu miða og enn síður um þann mikla fjölda fólks sem er á biðlista eftir ársmiðum.

  12. Mikið rosalega er ég sammála mönnum hérna!

    Af hverju að byggja nýjan 60.000 manna völl þegar við getum byggt einn 85.000 manna?

  13. Liverpool getur fyllt 85.000 manna völl. Liverpool er með einn stærsta fanbase í heimi ásamt Manutd. Old Trafford tekur 76.000 manns og þar er alltaf smekkfullt.

  14. Það eru líka töluvert fleiri sem búa á Manchester svæðinu heldur en á Liverpool svæðinu, því verður alltaf auðveldara fyrir manchester united að fylla sinn völl heldur en okkur.

  15. Það eru líka töluvert fleiri sem búa á Manchester svæðinu heldur en á Liverpool svæðinu, því verður alltaf auðveldara fyrir Manchester United að fylla sinn völl heldur en okkur.

    Sýnist þér Old Trafford vera fullur af heimamönnum á hverjum leik?

    Þar fyrir utan er Manchester á Stór-Liverpool svæðinu (svipað og Reykjavík er á Stór-Selfoss svæðinu). Það er svo sannarlega alveg grundvöllur fyrir því að fylla leikvang Liverpool með 65-85 þúsund manns á flestum leikjum og ársmiðar færu eins og skot.

    En trikkið er auðvitað að gera eins og Dortmund, hafa miðaverð á viðráðanlegu verði og einblína frekar á heimamenn sem eru líklegri til að halda alltaf tryggð við liðið heldur en ferðamenn sem koma frekar þegar vel gengur. Verð á leiki í Englandi er bara kjaftæði eins og er og það sést best á leikjum minni liða sem ná ekki lengur að fylla völlinn og eru oft vandræðalega (fyrir The FA) langt frá því.

    Örlítið off topic, en lesið þennan öskrandi snilldarpóst frá Swiss Ramble um Dortmund http://swissramble.blogspot.com/2010/10/borussia-dortmunds-road-to-recovery.html
    Þeirra módel er líklega ekki mjög ólíkt því sem við erum að reyna hjá okkur og mikið væri ég til að sjá Liverpool herma þeirra hugsun þegar kemur að leikvangnum og miðaverði.

    En það er ekki fjöldi sæta sem er aðalatriði heldur miðaverðið. Dortmund er með smekkfullan völl um hverja helgi og risastóran völl vegna viðráðanlegs miðaverðs. En það er líka hægt að klúðra þessu og gera allt of stóran og misheppnaðan völl, spyrjið bara Juventus.

    Fjöldi sæta hjá okkur núna í fyrsta áfanga miðast samt ef ég man rétt útfrá almenningssamgöngum líka og eins og er held ég að þeir reikni með að höndla 60.þúsund manns. Það væri fínt í fyrsta áfanga en algjör glæpur að hafa ekki opið fyrir þann möguleika að stækka ennfrekar í nánustu framtíð.

  16. AFSAKIÐ – ÞRÁÐRÁN
    Getur einhver leiðbeint mér um hvernig sé best að nálgast miða á leiki í enska… Um er að ræða útileik hjá Liverpool.

  17. Björn, ekki kaupa miða á útleik ef þú heldur með Liverpool. Sá leikur að öllum líkingum tapast.

  18. #18

    Halli það er ekki nóg að hafa stórt fanbase. Það eru oft laus sæti á Anfield, og líklegt að þau væru mun fleiri ef völlurinn væri 85000 manna. Ef svona stækkun er ekki vel hugsuð, þá gæti Liverpool tapað miklum styrkleika sem er andrúmsloftið.

  19. Björn 22..

    Hringdu í Lúlla hjá Vitaferðum, hann getur 99.9% reddað þér miða á hvaða leik sem er og er líka sanngjarn ef eitthvað er sanngjarnt á fáránlegu miðaverðinu og auðvitað gengi íslensku krónunnar. Lúlli er líka 100% maður og það klikkar ekkert sem hann segir.

    Hann reddaði mér miða um daginn á Liverpool – Stoke í KOP og bauð þá miða mun ódýrara heldur en ÍT ferðir og Úrval Útsýn sem voru þá ekki að bjóða KOP miða heldur eitthvert hornið á vellinum fyrir 5 þúsund kalli meira, Lúlli reddaði mér í sömu ferð miða á Chelsea – Liverpool á Stamford Bridge með aðdáendum Liverpool sem hinar ferðaskrifstofurnar áttu lítinn sem engan séns á að redda því nema fyrir allavega helmingi hærra verð heldur en 235 pundin sem eg greiddi Lúlla fyrir þann miða.

  20. Shearer þetta er einfaldlega ekki rétt hjá þér. Það eru sárasjaldann auð sæti á deildarleikjum og CL leikjum hjá Liverpool. Það gerist stundum á leikjum í deildarbikarnum og Europa Leage eins og hjá öðrum liðum.

  21. @ Viðar Skjóldal.
    Flott Viðar ég tékka á honum. Þakka þér kærlega fyrir.

  22. Getum ekki kvartad fir adstaedum annars stadar thegar taer eru lelegar hja okkur
    Auk thess er vollurinn(anfield)einfaldlega glatadur

  23. Ég er á því að það eigi að byggja nýjan völl. Það er alveg hægt að gera það án þess að tapa stemningunni sem myndast á Anfield – þarf ekkert að verða ömurlegur völlur eins og Emirates!

    Dæmi um frábæran völl þar sem alltaf er brjáluð stemning er heimavöllum Dortmund: http://en.wikipedia.org/wiki/Westfalenstadion. Ef völlur er byggður á sambærilegan hátt og t.d. þeirra völlur, með svipuðaðri uppsetningu á stúkum þá mun stemningin alltaf verða sú sama.

    Þeir eru meira að segja með sína eigin KOP stúku.

  24. 60.000-70.000 manna völlur væri glæsilegt. Maður hefur séð vellina á Ítalíu vera hálf tóma og ekki held ég að það sé sérstaklega gaman af því. Meira en 70.000 manna völlur er ansi stórt.

  25. Ég tel það fyrir bestu að reisa 1.000.000. manna völl. Eftir 100-200 ár verður komið alveg feykinóg af fólki í heiminn til þess að fylla svoleiðis hverja einustu helgi.

  26. Ég held að maður verði að leggja tilfinningarnar til hliðar í þessu máli og horfa bara á blákaldar staðreyndir. Anfield rúmar 45 þús og með töluverðum tilkostnaði er hægt að stækka hann upp í 60 þús en síðan ekki söguna meir. Viljum við vera föst með 60.000 manna völl þegar keppinautarnir verða komnir með tæplega 100.000 manna völl eins og Man Utd ætlar sér að gera?

    Ég held að það geti verið slæmt að skilyrða okkur við ákveðna stærð vallar um alla framtíð.
    Þá vil ég frekar byggja 60.000 manna völl með öllum þeim möguleikum til stækkunar sem völ er á. Það er alveg hægt að flytja stemningu Anfield yfir á nýjan völl en þar verða að haldast í hendur öflugur stuðningur áhorfenda og frammúrskarandi hönnun vallarins (Ekki Emirates takk fyrir!) Ég hef verið að skoða myndir af Westfalenstadion og sá völlur er stórglæsilegur og í líkingu við það sem ég myndi vilja sjá.

    En það verður að beita skynsemi og hafa stærð vallarins rétta frá upphafi og stækka þegar þörf er á. Allt mun það ráðast út frá framboði og eftirspurn. Það væri skelfilegt að vera með 50 þús áhorfendur að jafnaði á 80 þús manna leikvangi. Hafa ber í huga að Old Trafford tók einungis 44 þús manns í sæti árið 1992 en á tæpum 20 árum er búið að stækka völlinn upp í 80 þús og þeir á Old Trafford eru ekki hættir.

  27. Staðsetningin við Stanley Park bíður einfaldlega ekki uppá mikið stærri völl en 60.000 manns. Það þarf að fara í gríðarlega mikla uppbyggingu á samgöngumannvirkjum ef það á að stækka völlinn meira en það. Ástæða þess að ekki er rætt um stærri völl er fyrst og fremst sú að erfitt verður að uppfylla skilyrði um bílastæði, lestarsamgöngur etc. við stærri völl en það.
    Þetta mál má samt ekki snúast um tilfinningar, Anfield er bara umgjörð um bestu stuðningsmenn í heimi. En FSG hafa góða reynslu af því að stækka áþekkan völl og Anfield hjá Red Sox og því eru þeir að skoða þann möguleika í fullri alvöru. En ég treysti þeim fyllilega til þess að taka ákvörðun sem mun vera rétt fyrir félagið enda er þessi hugmyndafræði svipuð allstaðar í heiminum. það þarf að skapa umgjörð fyrir hina almennu áhorfendur til að skapa ógleymanlega stemningu, blanda því saman við upplifunina af því að koma á völlinn og tryggja að hægt sé að selja nógu andskoti mikið af Executive boxum og svítum til að hala inn stóru peningana.
    En Anfield er besti völlur á Englandi en áhorfendur er 80% af því, The Park er 10% og byggingin 10%.

  28. Það skiptir engu máli hvort Arsenal sé á Emirates eða Highbury, stemmingin var alltaf eins og í jarðarför á Highbury líka. Eina stemmingin sem myndast þar er þegar það er baulað á Eboue.

    Varðandi Westphalen þá er sá völlur algjört meistarastykki og þessi fréttaskýring sem Babu bendir á er algjörlega top notch. Ég myndi vilja sjá Liverpool fara sömu leið og Borussia Dortmund, lækka miðaverðið og fá fleira fólk á stútfullan risastóran leikvang sem ekkert lið fer með sigur frá. Hugsa um ungu stuðningsmennina og verkamannafjölskyldurnar sem hafa byggt upp klúbbinn með aðgöngumiðum sínum síðustu 120 árin. Það verður þó reyndar að hafa í huga að það síðasta sem við fengum frá Borussia Dortmund var Philip Degen svo að það er kannski ekki allt gott sem kemur frá þeim.

    Ég ætla ekkert að tjá mig um það hvort ég vilji nýjan völl eða að Anfield verði stækkaður, ég skil ekki alveg hvað menn eru að böggast yfir samgönguæðum, bílastæðum og lestarsamgöngum, ég veit ekki betur en að það er alltaf brjálað kraðak við Anfield á leikdegi og strætóarnir og bílarnir sem flytja fólk burtu eftir leik eru óratíma að komast frá vellinum. Þannig að ég skil ekki einhverja svona standarda, 500 bílastæði fyrir hverja 1350 áhorfendur. Fólk á ekkert að koma á bíl á völlinn.

  29. Ívar, Liverpool er ekki að setja þessar kröfur um samgöngur og aðgengi. Það er einhvers konar sambland frá Uefa, Fa og Liverpool borg.

  30. Hvað er svona slæmt við Emirates ? Spyr sá sem ekki veit.

    Kannski full mikið í lagt fyrir hálfgert bókasafn 🙂

  31. Ef e-h spyr um Emirates.. þá er það fallegur völlur.. fór þangað á Arsenal – Tottenham og bjóst við svaka leik.. endaði 1-1 og stemmarinn á vellinum náði ekki þeim hæðum sem Anfield nær!
    Mín skoðun er einfaldlega sú að ef Liverpool aðdáendur geta skapað svaaaaakalega stemmingu í Istanbul þá geta þeir gert það á nýjum velli.. þetta snýst um stuðningsmennina á vellinum, ekki stærð vallarins! My point: 45þús , 60þús eða 100þús skiptir ekki máli á meðan stuðningsmenn Liverpool eru á svæðinu þá eru ALLTAF sungnir söngvar og góð stemming!

    Byrjum á 60þús með möguleika á stækkun í framtýðinni, eitt skref í einu. Nota Anfield sem Kirkju? gætu grætt dágóðan slatta á því að gifta fólk, aðstandendur geta verið í KOP að fagna.. og auðvitað leiki fyrir varaliðið og unglingaliðið.
    Hver hefur ekki þann draum að spila fótbolta í Kirkju?!?! 😀

    En hver hefur sína skoðun.. það er það skemmtilega við fótboltann 🙂

    YNWA

  32. Ívar, planning permission er háð þessum skilyrðum, þ.e. það verður ekki hægt að stækka upp í 60.000 nema að mæta þessum kröfum. Það er alveg sæmileg kaos í dag í kringum leiki, bættu við 15.000 manns á svæðið í viðbót, þá erum við að horfa á total kaos.

    En ætli menn í stærri völl en 60.000, þá þarf að bæta við lestarsamgöngum og fleiri hlutum, með tilheyrandi kostnaði. Það er því hvert sæti umfram þessi 60.000, hlutfallslega mun dýrara en hin.

  33. Það er allavegana ánægjulegt að eigendurnir gera sér grein fyrir stöðunni eins og hún er. Hann segist leggja mestu áhersluna á að vinna deildina, síðan fylgir annað í kjölfarið.

    Lýst gríðarvel á þessa menn og margt ætti að skýrast í sumar. En við fengum nú nasaþefinn af við hverju má búast í janúar þannig að maður er bara spenntur.

  34. Hvernig væri að koma með analysis á hópa 4 efstu liða enskur deildarinnar?

    Mín kenning er að Liverpool sé með góðan hóp – fyrir utan miðverði.

    Afsannið þessa kenningu.

W.B.A. 2 – Liverpool 1

Marveaux semur við Liverpool