Andy Carroll frá út tímabilið

Frábært! Eins og flestir hafa líklega frétt af er núna orðið ljóst að Andy Carroll verður frá a.m.k. út tímabilið og missir mjög líklega af EM U21 í sumar (sem er reyndar kostur). Carroll sem hefur verið verið að glíma við meiðsli síðan hann kom til Liverpool reif vöðva á æfingu í dag með þessum afleiðingum og líklega er óhætt að þakka Fabio Capello fyrir þessa niðurstöðu enda ljóst að hann var alls ekki tilbúinn í að spila fyrir landsliðið strax enda varla kominn í form hjá félagsliðinu. Sjá frétt um málið hér.

Andy Carroll fer því miður aftur upp í stúku næstu vikur og mánuði.

Hundfúlt að liðið geti ekki keypt stórstjörnur til liðsins án þess að þær endi strax á sjúkralistanum og haldist þar en við verðum bara að vona að Carroll komi sterkur til leiks á næsta ári. Samanlagt hafa hann og Aquilani kostað rúmlega 50millijón pund og hvorugur náð að spila leik í 100% formi. Það er of stór biti yfir stærstu leikmannakaupin tvö tímabil í röð.

Klárt mál að þetta var ekki það sem þurfti fyrir helgina en SSteinn fer líklega nánar yfir þetta í upphitun sem kemur inn á morgun/í dag föstudag.

65 Comments

 1. djöfull getur maður verið gleyminn! náðuð mér alveg! snappaði alveg fyrir framan helvítis skjáinn alveg þangað til ég ýti á viðhengið! NETTIR

 2. Kræst við keyptum hann á 35 milljónir punda og hefur bara verið meiddur!!!!

 3. 01.04.2011

  1. apríl gengur ekki út á þetta heldur að láta fólki fara á staði.

  Dæmi: Gerrard verður að gefa eiginhandaáritanir í Jóa útherja í dag frá 16-18.

  Ekki einhver frétt sem er uppspuni

 4. HAHAHA Váááá ég var næstum búinn að henda tölvunni í gólfið!! Úfff þið náðuð mér þarna og vel gert!

 5. Aron, ég trúi ekki öðru en að 1-2 færist alveg úr stað 😉

  Besta ever eins einn sagði á twitter t.d var 1988 þegar Ian Rush fór til Everton og sást í Bláa búningnum á forsíðu .

 6. ætlaði að kíkja áðeins inn á síðuna og tjekka hvort það væri kominn upphitun. þá stendur þetta:

  Andy Carroll frá út tímabilið
  Posted on 01.04.2011 by Babu

  ég var ekkert að pæla í þessum degi en sá einhverja hluta vegna dagsetninguna undir fyrirsögninni á sama tíma og fattaði þetta! en verð að viðurkenna að það kom smá pirringur í magann

 7. Úff, náðuð mér, varð brjálaður þangað til ég las kommentin og kveikti á perunni.
  Flottir.

 8. Sorgleg tilraun til aprílgabbs. Hvenær glataðist hefðin með að láta fólk hlaupa apríl og breyttist í það að ljúga upp í opið geðið á fólki?

 9. Uss, þetta var bara hressandi aprílgabb, ég hef ekki upplifað jafnmikið vonleysi og svo gleði á sömu mínútunni í langan tíma. Eitthvað annað en augljósu göbbin sem munu birtast í fjölmiðlunum á morgun.
  Fer á Liverpool-Newcastle um mánaðarmótin og hélt í augnablik að ferðin væri að fara í hundana.

  Takk fyrir mig.

 10. Pungarnir ykkar ;-)…………. Ég blótaði í eina mínútu þar sem ég er 3 tímum á eftir ykkur á Ísl 😉 Var brjálaður í eina mínútu, og það á 31 mars hér 😉

 11. sjiiiii ! Elska djókana þegar maður finnur bara fyrir gleði þegar maður fattar að það var bara grín í gangi !

 12. ÚFF!!! Ég hef sjaldan verið jafn feginn og þegar ég sá fréttina um málið.

 13. 1.Apríl er alltaf jafn skemmtilegur 🙂 ( líka því að ég á afmæli daginn eftir )

 14. fór á twitter rétt eftir 12 og sá milljón tilkynningar að Sammy lee tæki við kónginum eftir tímabilið. Sem betur fer fattaði ég þetta eftir nokkrar sek, en ég er ennþá sár 🙁

 15. Djöfull náðiru mér!! Var orðinn hundfúll og ætlaði að ærast úr reiði áður en ég sá komment nr 2.

  Enginn smá léttir að ég sá að það var 1. apríl!

 16. Djöfulli náðirðu mér þarna, Babú. Ég var ekkert smá reiður þegar ég sá þetta á Facebook og þurfti svo að bíða í 2 mínútur eftir að Kop.is hlóðst inn á þessari drasl tölvu, sem ég er í. 🙂

  Kveðja frá Bangladesh.

 17. sagði við konuna þegar ég fór út í morgun; það er 1. apríl, ekki láta plata þig í dag. Svo byrjar maður vinnudaginn á því að snappa 🙂 náðuð mér, var tilbúinn með landsleikjahraun..

 18. Dj….tók allan tilfinningaskalann, reiði þegar ég sá fyrirsögnina, sorg þegar ég las í gegnum textann og gleði þegar ég áttaði mig á því að það væri 1. apríl.

 19. Smá útúrdúr. Var að lesa spjall við Dalglish um Andy Carroll og kallinn er náttúrulega snillingur. Var kominn inn á umræðu um að menn mættu ekki missa sig í að senda langa bolta fram á Carroll þó hann sé stór, var greinilega aðeins að setja út á þetta án þess þó að æsa sig neitt :þ
  “I’m sure they won’t get it right every time but they’ll get it right most of the time.”
  Kallinn er bara snillingur.
  linkur: http://www.premierleague.com/page/Headlines/0,,12306~2328326,00.html

 20. Börnin mín vöktu mig í morgun og sögðu mér með angistarsvip að það væri kviknað í stofunni og það væri risaeðla inná baði : )

  Eftir það var ég vel undirbúinn fyrir daginn : )

 21. Ég er jafn feginn að það er 1. apríl og ég var brjálaður þegar ég var að lesa í gegnum þessa færslu. Djöfull náðuði mér alveg þangað til ég opnaði commentin.

  Traustið sem maður ber til færslna hérna er það mikið. Ef þetta hefði verði á mbl eða dv hefði ég mögulega fattað þetta strax en hér hafa menn svo mikinn trúverðugleika. Þetta var gróft djók.

 22. Ef ykkur finnst þetta svona glatað og lélegt gabb, hvernig væri þá bara að sleppa því að kommenta heldur en að væla svona mikið.

  Ég var trylltur í 30 sekúndur og hreyfðist mikið úr stað á þessum 30 sekúndum.

 23. Nr. 45 kristó

  Ég veit ekki mér finnst þetta nú bara smá fyndnara þegar menn fara að væla yfir ömurlegu gabbi og jafnvel reyna að hefja umræðu um siðfræði 1.apríl, nenni því einmitt 🙂

  En annars á ég nú ekki alveg einn heiðurinn/sökina af þessum djók, upphaflega var það Suarez sem var frá með mikið verri meiðsl þannig að þetta var bara smá millivegur.

  Annars er þetta er alveg ultra gott grín hjá Gaurdian
  http://www.guardian.co.uk/uk/by-royal-appointment/2011/apr/01/royal-wedding-live-updates

 24. Upphaflega pælingin á milli okkar Babú var að hann myndi skrifa um að Luis Suarez hefði fótbrotnað illa og yrði frá út árið 2011.

  Miðað við sum viðbrögðin við þessari frétt er ég feginn að Babú ákvað að rífa frekar vöðva á Andy Carroll í staðinn. Ég veit ekki hvernig fólk hefði látið ef Suarez hefði brotið fótlegg. 🙂

 25. Shit…ég varð svo reiður….en núna er þetta fyndið.

  Ekki fara að gráta yfir Aprílgabbi því þetta er það sem dagurinn er um, hahaha!
  Babú, þú náðir öllum sem lástu þetta, til hamingju með besta Aprílgabb dagsins ;).

  YNWA – King Kenny!

 26. haha andsk…! Las þetta blogg í gærkvöldi, lokaði tölvunni og fór að sofa, svaf ekkert alltof vel. Búinn að vera að breiða þessari sögu út í morgun. Líður eins og kjána.

 27. Ég var farinn að fagna svo að hann þurfti ekki að leika á þessu tilgangslausa móti í sumar!
  Bölv. merðir

 28. Tekinn, viðurkenni það fúslega. Bara feginn að þetta er ekki satt.

  Hvert á fólk eiginlega að hlaupa apríl nú til dags? Við sitjum öll fyrir framan tölvurnar okkar og dettur ekki í hug að hreyfa okkur!

 29. Þekki aðeins til Carroll í gegnum vin minn sem bjó nálægt Sunderland.
  Einn af betri vinum hans og ég hringdi strax í vin minn til að tékka á stöðunni. Þannig að ég var gabbaður frekar illa. 🙂

 30. Ekki veit ég hvort er fyndnara apríl gabbið eða viðbrögð þeirra sem hlupu apríl. Ef menn myndu tildæmis skoða erlenda miðla þá myndu þeir sjá að það er endlaust verið að láta fólk mæta á einhverja staði heldur gengur þetta út á að láta fólk hlaupa á sig sem hefur greinilega tekist ansi vel hérna:)

 31. LOL…En hefdi ekki verid betra ad segja ad hann hefdi farid i medferd 🙂

 32. Aprílgabb eruð þið ekki að grínast í mér. Ég seldi Carroll úr fantasy liðinu mínu um leið og ég sá þessa frétt. Það er eins gott að kvikindið skorar ekki um helgina! Ég þurfti meira að segja að splæsa í mínus fjögur stig fyrir breytinguna. En þið ættuð að geta skemmt ykkur yfir því að hafa tekið United mann illa í bakaríið 🙂

 33. – En þið ættuð að geta skemmt ykkur yfir því að hafa tekið United mann illa í bakaríið

  Haha will do 🙂

  Talandi um fantasy þá er ég að ég held með Púllarann Torres og Newcastle manninn Carroll enn í mínu liði 🙂

 34. djöfull blótaði ég þessum vináttulandsleikjum áður en ég smellti á linkinn!

  Bastards!!!

 35. Muniði ekki eftir 05-06 tímabilið þegar Players sögðu að Xabi Alonso væri mættur til þeirra í kópavog að gefa áritanir, varð allt brjálað! haha

 36. Vona að menn séu ekki að Jinxa Carollinn fyrir komandi tímabil … því öllu gríni fylgir e-h alvara !

Hvað er þetta með suðræna blóðið?

WBA á morgun