Hvað er þetta með suðræna blóðið?

Undanfarna mánuði og ár hefur það ansi oft komið í fréttirnar að við séum að ná í leikmann með “suðrænt” blóð í æðum.

Vissulega hafa þessir leikmenn skilið eftir gríðarlega margar ánægjustundir og jafnvel gleðitár (Luis Garcia og draugamarkið t.d.) á hvarm.

En á síðustu misserunum hefur mér fundist draga ský fyrir þá suðrænu sól. Fyrst í stað var maður ekki að missa sig af pirringi, þegar Nunez gafst upp eftir eitt ár og Pellegrino eftir hálft. Josemi karlinn náði ekki að komast í liðið og Morientes náði aldrei þeim hæðum sem mann langaði að sjá hann í. Palletta, Barragan og Roque voru nöfn sem maður beið eftir að lofsyngja en náðu aldrei að skapa þann söng. En þessi sjö nöfn lágu þó í skugga annarra leikmanna sem við dýrkuðum af heilum hug.

Það var svo tímabilið 2006 – 2007 sem aðeins fór að skyggja á. Þann vetur heyrði maður reglulega af óánægju stóru nafnanna sem glött höfðu mann mest. Luis litli og Xabi áttu konur sem þoldu ekki lífið á Merseyside. Sumarið 2007 var það staðfest að Garcia væri að kveðja svæði sem hafði dáð hann framyfir allt. Mark Gonzales fór í sólina og konan hjá Xabi flutti það sumar að mestu aftur til Spánar en við björguðum þó ferli suðrænskra ætta þegar við frelsuðum Mascherano úr West Ham prísund.

Meiri ró færðist yfir málin tímabilið 2007 – 2008, Reina eignaðist barn og lýsti ást sinni á Merseyside en þó var slúðrað um að Alonso væri undir flutningshæl frúarinnar og Rafa hugðist selja hann sumarið 2009 og kaupa Barry í staðinn. Mikið rifrildi auðvitað um þá ráðstöfun og margir hafa enn ekki fyrirgefið þessa hugsun stjórans, hins vegar voru stórar raddir í Liverpoolborg sem vildu meina að Rafa væri einfaldlega að reyna að spila vel úr þeirri stöðu að alveg væri ljóst að Xabi væri á leið suður á bóginn, en vildi ekki til Ítalíu heldur heim til Spánar.

Eftir tímabilið 2008 – 2009 gerðist það svo. Þrátt fyrir að LFC reyndi að bera klæði á þessa baráttu og margt hafi verið reynt til að halda Xabi kvaddi hann til að vera með í Galaticosliðinu í Madrid. Ekki kvaddi hann einn, heldur var Arbeloa búinn að láta félagið vita að hann myndi ekki framlengja sinn samning (sem runnið hefði út 2010) og klúbburinn ákvað að selja hann strax í stað þess að missa hann frítt. Hvert fór hann? Jú, til Real líka.

Síðasta tímabil var svo öllum ljóst að Mascherano ætlaði sér burt líka. Roy karlinn Hodgson fór í það að ræða við stóru nöfnin hjá félaginu að vera áfram. Gerrard og Carra sögðu strax já, Pepe og Torres samþykktu það með því að setja klásúlur í sína samninga sem leyfði þeim að fara “ef að félagið næði ekki betri árangri” sem er já með skilyrðum. Masch sagði bara nei og fór að lokum í svo mikla fýlu að eftir verkfall var hann seldur til Spánar. Á sama tíma seldum við líka strák sem miklar vonir voru bundnar við, Mikel að nafni, aftur til Spánar. Riera karlinn hafði tognað á heila veturinn áður og var líka látinn fara. Dossena átti aldrei séns í að verða nógu góður, réð ekkert við líkamsstyrkinn í enska boltanum.

Við þekkjum svo öll söguna í janúar og “The Big-Sulk”.

Allra síðustu daga snýst svo umræðan um það í hvaða erkifjanda okkar er líklegast að markmaðurinn okkar gangi. Sami markmaður og var keyptur nær óþekktur fyrir nokkrum árum og er dýrkaður og dáður upp í hæstu hæðir hjá aðdáendum LFC.

Aquilani vill ekki fara frá Ítalíu heyrist manni og “The Big-Sulk” tjáir sig stöðugt meir um hvað Liverpool FC voru vondir við hann og vini hans Masch og Benayoun.

Ef við teljum þetta saman þá hafa frá árinu 2007 alls 16 leikmenn suðræns uppruna ákveðið að Liverpool sé ekki þeirra staður. Auðvitað af ýmsum ástæðum, en talan lýgur samt ekki. Ef að Reina ákveður að stökkva frá borði og Pacheco stendur við þessi ummæli sín er talan orðin að átján á fjórum árum!

Núna í kjölfar lánssamnings Dani Pacheco skellti hann út fínu gullkorni, eða?

It’s obvious that all the Spaniards are leaving Liverpool.

Gaman að því að hann gleðjist yfir því áliti sem aðdáendur félagsins hafa haft á honum undanfarin ár, þó hann hafi ekki náð að sanna sig hjá þremur þjálfurum aðalliðsins!

Ég tek það skýrara fram en hægt er að í flestum þessum tilvikum er verið að tala um frábæra leikmenn og að ég frábið mér umræðu um fordóma í garð einhvers hóps.

Ég er bara orðinn mjög þreyttur á því að taka ástfóstri við leikmann sem tveimur til þremur árum seinna telur sig hafa leyst það starf sem hann var ráðinn til og er farinn að líta annað. Jafnvel þó viðkomandi eigi jafnvel nokkur ár eftir af samningi sínum við félagið sem hann er að vinna hjá.

Það er því með blendnum hug þegar þessa dagana er verið að tala um að við séum á eftir leikmönnum frá Spáni eða Ítalíu. Mér finnst það ekki ásættanlegt fyrir félagið og aðdáendur þess að þangað komi menn með hástemmd lýsingarorð um frægð og frama, en séu svo stuttu seinna stokknir á þann vagn “erfitt að venjast veðrinu og menningunni” og “að þurfa að fara vegna fjölskyldunnar” eða “vegna þess að ég hef ekki tíma til að taka þátt í uppbyggingu”. Því miður hefur mér fundist of margir suðræna upprunans hafa sagt þessar setningar að undanförnu.

Ég treysti því að Comolli ,og svo þegar Dalglish er formlega klár, séu sammála mér í því að horfa til leikmanna sem eru tilbúnir að gera langa samninga, í auðmýkt fyrir félaginu og sjái hag þess ofar eigin frama.

Því Liverpool er merkilegasta félag í heimi og framar öllum einstaklingum!

Uppfært

Í lok pistilsins langar mig að koma með ánægjulega frétt af suðrænum leikmanni. Hinn sívinsæli Lucas var að ganga frá langtímasamningi, yfirmönnum félagsins þeim Comolli og Dalglish til mikillar ánægju.

Ég er mjög glaður, því allt sem maður heyrir af þessum brasilíska leikmanni er á jákvæðum nótum, hann elskar félagið og gefur sig 110% í allt sem hann gerir. Einn allra vinsælasti leikmaður félagsins á meðal starfsmanna þess!

74 Comments

 1. AMEN! Hef litlu sem engu við þetta að bæta.

  Tryggð verður sjaldan keypt.

 2. Hversu frábær fylgifrétt er það fyrir þennan pistil að Lucas Leiva er búinn að skrifa undir nýjan langtímasamning við Liverpool?!

  Comolli segir um Lucas:

  “One of the first things I did after I arrived was to look at the contract situation and to see where Lucas was at. I knew we had to do something quickly because we couldn’t afford to lose him and didn’t want to lose him.”

  BLAM! Þurfum ekkert að ræða þetta meira. Lykilleikmaður í þessu liði, verður hjá okkur um ókomin ár og Comolli er einn fjölmargra sérfræðinga í boltanum sem hafa mikið álit á honum.

  Ég legg til að hér með verði umræðunni um ágæti Lucas formlega ýtt til hliðar. Varanlega.

  Já og frábær pistill, Maggi.

 3. Dem, Comolli fellur niður eitt þrep hjá mér…. Djók, Lucas hefur staðið sig með miluim sóma gegn stóru liðunum, en aftur á móti tilgangslaus gegn þeim litilu, verður klaufalegri gegn þeim, en annars á hann þennan samning skilið ! Til hamingju Lucas !

 4. Menn eru búnir að vera birta hér á umræðuþráðum myndband af Aquilani úr nýlegum landsleik og vilja meina að við virkilega þurfum á honum að halda. En eftir að hafa horft á þetta myndband oftar en einu sinni þá er mér spurn: Hvað er það sem hann gerir merkilegt í þessu myndbandi sem við sjáum ekki Lucas gera í hverjum einasta leik?

  Lucas er algjör lykilmaður í okkar liði og búinn að vera okkar mest consistent performer. Þess vegna er ég rosalega ánægður með þennan nýja langtíma samning!

 5. Já fínn pistill og margt til í honum. Þó ég vilji aðalega fá gæði í leikmönnum og sé nokk sama hvaðan þeir koma. Það væri nú líka hægt að gera pistil um breskaleikmenn sem hafa komið inn með töluverðar væntingar en hafa síðan ekki náð að sína sitt rétt andlit í Liverpool búning (Keane, Kewell). Það er líka í lagi að leikmenn stoppi kannski stutt við ef það fæst annar jafn góður í staðinn og það fæst líka fínnt verð fyrir hann. Held t.d að salan á Torres hafi bara verið hið besta mál miðað við það sem við fengum í staðinn.

  Varðandi Lucas þá er maður virkilega þreyttur á þessari neikvæðini í kringum hann. Hann er leikmaður sem er að vinna skítavinnuna eins og það er kallað og er bara að gera það vel enda er maðurinn að verða fastamaður í einu af bestu landsliðum í heiminum í dag. Mascherano var nú líka alltaf góður á móti stóruliðinum en gat síðan voða lítið á móti þeim litlu. Síðan er líka gott að menn átti sig á því að Lucas er ekki ætlað sama hlutverk og Alonso og því fáránlegt að vera að bera þá tvo saman.

 6. AMEN! Og snild með Lucas! Alveg sammála, menn ættu aðeins að backoff með að drulla drenginn niður. Búinn að vera klárlega stöðugasti maðurinn í liðinu okkar í vetur og á bara eftir að verða betri, og hann er með Liverpool hjarta sem skiptir klárlega máli!

 7. Frábærar fréttir með Lucas og flottur pistill Maggi. Maður getur ekki annað en verið sammála því að það er hálf þreytt að vera að taka ástfóstri við þessa suðrænu pilta sem hverfa svo bara á braut. Við sáum nú hvernig Teves er búinn að vera að haga sér undanfarin ár.

  Mér finnst að núna ættum við ekkert að vera að púkka uppá menn sem eru með einhverjar yfirlýsingar eða hótanir. Annaðhvort ertu í Liverpool, ert stoltur af því og skilar þínu, eða þá menn geta bara drullað sér í burtu. Hvort sem þeir heita Reina eða Reina.

  Svo vil ég hjartanlega taka undir orð Grétars nr 8 hér að ofan. Búinn að horfa á þetta Aqualini myndband og það er ekki að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir mig.

 8. Þvílíkt stórt stökk sem Lucas hefur tekið frá fæðingu sinni sem Liverpool maður! Hann á auðvitað ekkert annað skilið en hrós þessi drengur, þó ég trúi því auðvitað ekki enþá að hann sé BRASILÍUMAÐUR, þá er þessi maður að vinna inn nokkuð mörg stig hjá mér, sem er ekkert nema gott og jákvætt!

  Áfram Liverpool FC og þeir leikmenn sem virða það fyrir hvaða félag þeir spili (þó við séum í þessu sæti sem við erum í núna) þá er greinilegt að það eru til menn sem taka áskorun! Þá er ég ekki að tala um neina helvítis* spánverja…Þeir geta bara farið á Benidorm og fengið sér feita mellu og bjór…

  *Reina

  YNWA!

 9. Þvílíkt stórt stökk sem Lucas hefur tekið frá fæðingu sinni sem Liverpool maður! Hann á auðvitað ekkert annað skilið en hrós þessi drengur, þó ég trúi því auðvitað ekki enþá að hann sé BRASILÍUMAÐUR, þá er þessi maður að vinna inn nokkuð mörg stig hjá mér, sem er ekkert nema gott og jákvætt!

  Áfram Liverpool FC og þeir leikmenn sem virða það fyrir hvaða félag þeir spili (þó við séum í þessu sæti sem við erum í núna) þá er greinilegt að það eru til menn sem taka áskorun! Þá er ég ekki að tala um neina helvítis* spánverja…Þeir geta bara farið á Benidorm og fengið sér feita mellu og bjór…

  YNWA!

 10. Frábærar fréttir með Lucas en ég skil ekki þessa Aquilani dýrkun, hann er fínasti leikmaður en ef að Juventus vill kaupa hann á 16 millz þá er það bara hið besta mál. Við gætum keypt mun betri miðjumann á aðeins meiri pening.

 11. Klúbburinn er á réttri leið, það er allavega tilfinningin sem heltekur mann í dag.

  Kenny Dalglish hefur verið ferskur byr, byr sem var sárlega þarfur. Ég elska hvað þessi maður er almennilegur, frábær man-manager og viðhorf hans til klúbbsins. Ég er fæddur ’86 og fylgdist lítið með fótbolta á yngri árum, var reyndar nautheimskt barn og fyrsta liðið sem ég hélt með var United. Svo fór ég á Anfield með pabba og brósa, sá Liverpool með Scott Carson í markinu slátra stórsjörnu prýddu liði Juventus. Þaðan var ekki aftur snúið. Ég vissi sem sagt lítið um Kónginn nema það sem stóð í sögubókunum; frábær leikmaður og þjálfari.

  Ég var því ekki jafn sannfærður og margir aðrir um að KKD væri töfralausnin, en djöfull hvað ég er ánægður með að hann hafi komið! Ekki misskilja samt, ég vildi ekki halda Hodgson og vildi hann aldrei til Liverpool. Ég var hræddur um að Kenny væri out-of-touch.

  Ástæðan fyrir þessum hugsunum mínum eru nokkrar. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum liðisins. Liðið stendur enn og ný á sömu gatnamótum og áður, en nú hefur maður á tilfinningunni að réttir menn séu við stjórnvölinn. Eigendur sem þora og vilja. Commolli og Dalglish saman að leita að mönnum og Clarke sér um þjálfunina. Einhvernvegin er allt svo jákvætt, eða næstum því.

  Við þurfum góða leikmenn, sem passa inn í leikstílinn og vilja berjast fyrir klúbbinn. Það eru allir þreyttir á því að heyra leikmenn væla yfir lífinu á Englandi, eiginkonum þeirra, árangri liðsins og bla bla bla. Þegar þú spilar fyrir Liverpool áttu að vera stoltur af því og ekki hugsa um að fara annað. Þvílík vanvirðing við stuðningsmenn sem allir myndu borga háar summur bara til að fá að taka þátt í einni æfingu. Mér er alveg sama um þjóðerni þessa manna. Hyypia og Kuyt eru góð dæmi um erlenda leikmenn sem sýna Liverpool mikla ást, virðingu og hollustu.

  Ég held að í lok dags sé árangur það sem skiptir mestu máli, leikmenn vilja vera þar sem þeir vinna og komast langt. Liverpool þarf að finna leikmenn sem hafa hungur, baráttu vilja og kraft til að drífa sig og aðra áfram. Þetta verður aðal verkefni sumarsin og verulega mikilvægt. Hvernig væri líka að ná að stela leikmönnun sem Chelsea og United eru að berjast fyrir, bara svona einu fokking sinni.

  Önnur hugsun sem einhver kom með var að fá Benítez til aðstoðar Dalglish. Þetta finnst mér afar athyglisverð pæling, en hvort hún sé raunsæ er allt annað mál.

  Benítez er að mínu mati einn af bestu taktík managerum sem til eru. Mér finnst hann líka mjög góður í að ná sem mestu út úr sínum leikmönnum og menn eins og Alonso, Masch og Torres urðu allir mun betri leikmenn undir Rafa. Ég er handviss um að hann hefði náð mjög góðum árangri með Liverpool ef baklandið, eigendur og framkvæmdarsjórar hefði verið betra. Eins og það er í dag.

  Veikleikar Rafa hins vegar er að díla við leikmenn, umheiminn og yfirvöld en ef að hann hefði ekkert slíkt hlutverk væri það kannski ekki vandamál. Dalglish er frábær í öllu þessu og mögulega gætu þeir orðið gott teymi. Eins og ég segi, aðallega áhugaverð pæling.

  Vonandi nær King Kenny að hirða titilinn af Rauðnef einu sinni enn áður en Fergie hættir…

 12. Hvernig væri að fá Rafa inn aftur sem aðalþjálfara og Kenny Dalglish sem aðstoðarmann, gengur dæmið ekki betur upp þannig?

 13. “Suðræna blóðið” já – fínn pistill og áhugavert sjónarhorn. Ég þekki vel til á Spáni og þá sérílagi Katalóníu og Baskalands. Mitt mat er að heilt yfir komi betri fótboltamenn frá Spáni en Englandi. Ég þekki vel til unglingaakademíunnar hjá Athletic Bilbao sem kallast Cantera. Þar eru ungum strákum kennt að “hugsa” fótbolta frá 4-5 ára aldri. Canteran er, að mínum dómi, besta unglingaakademía Spánar ef frá er talin La Masia í Barcelona sem er líklega sú besta heimi. En frábært starf er unnið um allan Spán sem elur af sér mjög góða og metnaðargjarna fótboltamenn.

  Í dag eru Þjóðverjar farnir að nálgast Spánverjana. Ekki þarf annað en að skoða lið eins og Dortmund, Mainz o.fl. til að sjá að Spánn og Þýskaland verða helstu stórveldi Evrópu næstu árin. Þá er mjög spennandi kynslóð kornungra þjálfara að koma fram í Þýskalandi. A-Evrópa og Brasilía nýtur einnig þýska fótboltaskólans því Þjóðverjar sækja mikið unga leikmenn þangað.

  Á meðan á þessu gengur standa Englendingar langt að baki. Þeir leikmenn sem koma upp er einnig fáránlega dýrir miðað við gæði. Samt er það svo að enskir leikmenn eru oft mjög baráttuglaðir og seigir á meðan að S-evrópskir leikmenn eru óneitanlega á köflum hálfgerðar prímadonnur. Að mínum dómi á LFC að byggja sitt lið upp á blöndu af enskum leikmönnum og svo leikmönnum sem eru betri á boltann.

  Ef ætlun FSG er að byggja upp LFC á breskum kjarna er það eins og að fara 15 ár aftur í tímann. Rafa sýndi hvernig á að gera þetta. Ef skelfilegt tímabil, kennt við G&H, hefði ekki dunið á okkar kæra félagi væri enginn að spá í hvort “suðrænt blóð” dugi eða ekki.

  Ég tel af kynnum mínum við Spánverja að orðrómur um að þeir þrífist ekki í Liverpool sé að mestu leyti kjaftæði. Á Spáni er mjög eftirsótt að kunna ensku og ég þekki ekki einn einasta Spánverja sem ekki vill búa tímabundið á Englandi. Á flestum borgum Spánar er notalegur smáborgarbragur sem Spánverjum finnst eftirsóknarverður. M.a.s. Barcelona er eins og smáborg, hvað stemmingu varðar, eins og þeir sem þekkja borgina vita. Liverpool er því nær hugsunarhætti margs Spánverjans en London.

  Ég vona því að KD haldi áfram að sækja í suðræna blóðið. Hvatvísin er vissulega til staðar en sá smávægilegi skapgerðargalli er unnin mörgum sinnum upp með frábærum hæfileikum sem taka enskum yfirleitt fram að mínum dómi.

 14. Lucas væri örugglega meira metinn ef hann héti Lucasinho.

  Frábærar fréttir.

 15. Hvað má ætla að Anfield verði notaður í þegar Colgate Stadium verður tekinn við? (ef svo fer)

 16. #9 Auðunn

  Kewell er frá Ástralíu.

  Annars er ég gífurlega ánægður með fréttirnar um Lucas. Hann á þetta skilið strákurinn. En hvað varðar spænsku mennina þá held ég að þetta sé ekki alveg eins einfalt og talað er um þarna. Nöfnin sem þú nefnir efst (fyrir utan Garcia) náðu bara aldrei fótfestu hjá Liverpool og auðvita eru margir sem brotna auðveldlega niður eða hreinlega hlutirnir ganga ekki upp. Það er hægt að líta á fleiri nöfn en bara þá sem koma frá Spáni eða Suður-Ameríku. Eins og Auðunn nefnir voru Keane og Kewell ekki lánsamir í treyju Liverpool. Aquilani náði aldrei þeim hæðum sem hann átti að ná. Mig langar einnig að nefna Anelka.

  Liverpool getur ekkert gert ef leikmenn ná ekki að aðlagast Englandi og Liverpool. Ef við horfum á leikmann eins og Aquilani þá virtist hann ekki vera að aðalagast vel. Hann var búinn að vera þarna í að verða heilt tímabil og gat varla blabbað upp orði á ensku. Það sést oft mjög snemma hvort leikmennirnir hafi áhuga á að vera í liðinu. Í fyrsta blaðamannaviðtali við Torres talaði kallinn auðvita spænsku en það leið ekki á löngu fyrr en hann var farinn að reyna tjá sig á ensku og sýna smá viðleitni. Hann vildi sanna sig og vildi aðlagast! Honum tókst það. Sama má segja um Reina.

  Við karlmenn ættum einnig að vita það að konurnar okkar hafa gífurlega mikil áhrif á okkur og ef þær eru mjög ósáttar verður lífið sjálfkrafa mun erfiðara. Það er enginn að fara segja hérna að hann mundi blása út kassann að segja konunni að halda kjafti. Þær eru oft kallaðara betri helmingurinn af okkur og ef sá hluti er með einhverja togstreytu getur það örugglega haft áhrif inná vellinum. Þessu til stuðnings langar mig að benda á viðtalið sem er á official síðunni hjá Suarez (að mig minnir) en þar ræðir hann um hversu miklu það hafi skipt fyrir hann að kærastan hans hafði geta verið með honum í Hollandi og hvað það skiptir hann gífurlega miklu málið að þau séu sátt saman. Hann talar einnig um að um leið og það sé vesen í persónulega lífinu þá sýni það sig á vellinum.

  Svo ég held að við getum sagt að breytingar eru aldrei auðveldar og sumir ná því miður ekki að aðlagast. Eins mikið og Liverpool, aðdáendur og leikmennirnir sjálfir vilja.

 17. Eins gott að við náðum samningi við heimsklassa lykilmanninn Lucas áður en Stoke,WBA eða Napoli ná að lokka hann í burtu á 3-4 mp.Ég viðurkenni að hann er mjög góður gegn stóru liðunum en that´s it.vildi frekar að það væri öfugt.

 18. Frábært að Lucas sé búinn að skrifa undir. Ég sé hann samt ekki sem einhvern lykilleikmann enda er hann ekki í heimsklassa… a.m.k. ekki ennþá. En samt sem áður flottur leikmaður fyrir hópinn.

  En talandi um þessa suðrænu leikmenn. Þá tel ég nokkuð ljóst að Pepe Reina fari fram á sölu í sumar.
  Skiljanlega. Hann er einn af bestu markvörðum heims og er mjög líklega að fara að nálgast sín bestu ár.
  Við erum ekki að fara að spila í Meistaradeildinni fyrr en í fyrsta lagi árið 2012… en til þess að það takist þarf allt að ganga upp.

  Auðvitað vonar maður að hann verði áfram og vilji vera partur af uppbyggingunni. En hvaða markvörð myndu menn vilja fá ef hann færi?

 19. @Krulli nr.26

  Mikið er nú gott að þú sérð ekki um leikmannamál Liverpool. Benitez, Dalglish og núna Comolli sjá allir það sem þú og ótrúlega margir aðrir virðast ekki vilja sjá. Lucas Leiva er löngu orðinn að lykilmanni hjá Liverpool og verður það um ókomin ár.

  Er hann ekki í heimsklassa? Fastur maður í byrjunarliði Liverpool og virðist vera að festa sig í sessi hjá einu allra besta landsliði heims…Legg til að þú veltir aðeins fyrir þér hvað það þýðir að vera í heimsklassa…

 20. Quote frá Comolli.

  “If you look at his playing record he started 46 games last year in all competitions and this year it will be between 45 and 50. He is exactly what we want. He has the right mentality, quality and attitude. He understands what this club is all about and even though the discussions went on for quite a long time he always said to me ‘I want to stay and we need to find a solution’.

  “Considering his performances on the pitch with us and with Brazil, and his attitude around the place – off the pitch he’s a great professional, totally committed and dedicated and it’s always team first when you speak to Lucas – that’s why we wanted him to stay. The celebration at Sunderland with the players after he’d had his baby shows that the other players were very happy for him and shows he is a team player.

  “He could have gone to many clubs because he is highly rated around Europe, but he always said he wanted to play for Liverpool.”

 21. Eitt sem við fótboltaáhugamenn gleymum alltof oft er að þessir leikmenn eru í flestum tilvikum fjölskyldumenn með fótbolta sem atvinnu.
  Efa að nokkur okkar mundum taka vinnuna fram yfir konuna og börnin, ef þau eru ekki að finna sig á einhverjum stað fjarri vinum og fjölskyldum þá skiptir engu máli hversu vel leikmaðurinn kann við liðið , þeir fara (Garcia/Alonso??).
  Spurning hvort við ættum ekki frekar að forðast að kaupa leikmenn með suðrænar konur?? 🙂

  Kjarninn þarf alltaf að vera breskur eða norður evrópskur og síðan er hægt að bæta einhverjum suðrænum við sem kryddi. Annað gengur ekki til lengdar.

 22. He could have gone to many clubs because he is highly rated around Europe hvar eru tilboðin í þetta undur vona að það sé verið að gera samning til að fá gott verð í sumar fyrir þennan meðalmann.

 23. Sælir félagar þar sem þessi pistill er að fara að snúast um hvort menn líki við Lucas eða ekki,þá langar mig til að koma minni skoðun á framfæri.Ég er nefninlega svolítið sammála báðum fylkingum.Kostir Lucasar eru þeir að hann er mjög vinnusamur og leggur sig allan í verkefnið er ekki alltaf vælandi og hugsar fyrst um félagið,mjög góður í stóru leikina.Hans gallar eru samt þeir að ef hann er með öðrum svipuðum leikmanni á miðjunni eins og Masc eða Spering þá mistekst ansi oft að ná tökum á miðjunni,yfirleitt í minni leikjum t.d á móti Norðhamton samt eru til undan tekningar.Þetta skrifast samt oftast á stjórann að velja réttu mennina saman.Svo voru menn að tala um að Aquilani hefði ekkert fram yfir Lucas,það sem hann er betri í er að hann þarf ekki þessa auka snertingu og tíma á boltan hann er búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera áður en hann fær boltan,svo er hann með fínar skiptingar milli kannta.En ég skil samt aðeins Hodgson að hafa látið hann fara,ég horfði á nokkra leiki á undirbúningstímabilinu og þá var hann inná en maður sá hann ekkert hann var ekki að leggja sig mikið fram í þessum leikjum.Sem sagt mér finnst Lucas frábær leikmaður í sínu hlutverki,vonandi kemur Aquilani til baka því ég held að þetta verð sem var búið að semja um við Juve sé alltof lágt núna þar sem hann er kominn í ítalska landsliðið og er að spila vel.En að þessum suðrænum leikmönnum þá vill ég bara hafa leikmenn sem stökkva ekki strax frá borði um leið og á móti blæs,sem þeir virðast gera oftar en ekki.

 24. Bara að sjá til þess að leikmenn sem að koma til Liverpool séu einhleypir og finni sér guggu í Liverpool! Þá sé ég ekkert standa í vegi fyrir því að þeir verði tryggir okkar ástkæra klúbbi 🙂

 25. Sælir félagar

  Ég held að það sé ekki beint sanngjarnt að líta svona hrátt á hlutina. Leikmenn koma og fara alveg sama af hvaða þjóðerni þeir eru. Þetta er bara orðið svo miklu meira áberandi með leikmenn frá Suður Evrópu og Suður Amríku vegna þess að fjöldi þeirra hefur 100faldast í deildinni á seinustu 10 árum. Þótt að Liverpool sé klúbbur sem að bera eigi fulla virðingu fyrir þá skilur maður samt alveg aðstæður þeirra. Það að leikmaður frá öðru landi en Bretlandi stoppi í 10 ár eða svo er afskaplega sjaldgjæft. Það endar yfirleitt með því að menn vilja halda á suðrænni slóðir, þar sem veðrið er betra og móðurmál þeirra er talað, með undantekningum. Það koma afskaplega fá nöfn upp í huga mér af leikmönnum sem hafa ekki leitað á náðir liða í heimalandi sínu eða í öðrum deildum þegar fram í sækir, eftir kannski 4-5 ára veru í Englandi max. Þannig að bottom line hjá mér er að leikmenn sem að spila fyrir Liverpool beri alla þá virðingu sem þeir hafa á meðan þeir eru á staðnum. Svo þegar sá tími kemur að þeir sjái sér og sínum ekki fært að búa í Englandi lengur að þeir sýni þá Liverpool þá virðingu að koma rétt fram með sín mál og færa sig utan Englands. Eitthvað sem sumir aðrir hefðu mátt taka sér til fyrirmyndar. Ég meina segjum sem svo að eftir 4 ár verði Newcastle orðið það lið aftur sem það var undir stjórn Keegan á sínum tíma með Cole og Shearer og félaga innanborðs. Kemur svo og vill kaupa Carroll aftur. Hvernig haldið þið að Carroll muni taka því ?? Haldið þið að hann muni bara kyssa Liverpool merkið og segja vinum sínum og ættingjum í Newcastle að hoppa upp í görnina á sér, að Liverpool sé sitt for life ?? Það þykir mér ólíklegt. Maður veit aldrei en fyrir mér að ef þú ert ekki homegrown leikmaður sem fékkst Liverpool stuðning í vöggugjöf þá eru litlar líkur á að þú sýnir aðra en virðingarverða tryggð við klúbbinn en ekki blóðtryggð!

  Svo ég endi þetta á Lucas. Frábært að hann sé að framlengja og mögulega er hann einn af undantekningum. Það væri allavega frábært ef svo er :=)

  YNWA

 26. Frábærar fréttir með Lucas! Allir ættu nú að vera orðnir sammála um gæði hans.

  Svo við snúum okkur þá aftur að efni pistilsins, þá finnst mér ansi mikil einföldun að tína til þá 17 leikmenn af nálægt 100 sem hafa farið á þessum tíma og setja þá undir sama sólhattinn, því þeir eru jú allir með suðrænt blóð. Ég ætla að leyfa mér að renna aðeins yfir þessa leikmenn og reyna að sýna fram á að Luis García sé í raun sá eini sem fór frá félaginu vegna einhverra þessara suðrænu ástæðna sem eru gefnar í pistlinum.

  Í þessu nýja viðtali við Benítez kemur fram að Alonso hafi verið að biðja um nýjan samning hjá Liverpool á sama tíma og Rafa var að reyna að bola honum burt til að geta keypt Gareth Barry. Ég get ekki sagt að það hljómi eins og Alonso hafi ekki líkað lífið í Liverpool. Það verður að skrifast alfarið á Benítez að Alonso hafi farið sumarið eftir. Ég var allavega móðgaður fyrir hans hönd að Barry hafi þótt betri kostur en hann. Ég sé ekki að það sé á nokkurn hátt konunni hans Alonso að kenna eða suðræna blóðinu þeirra.

  Alonso á það svo sameiginlegt með Arbeloa og Mascherano að yfirgefa klúbbinn þegar hann var gjörsamlega staðnaður. Þeir sáu alveg í gegnum það þegar menn voru að tala um uppbyggingu, að það væri ekkert að fara að gerast undir þáverandi eigendum. Mér finnst frekar eðlilegt að menn með einhvern metnað hafi viljað fara frá klúbbnum á þeim tíma og spila einhversstaðar þar sem þeir ættu meiri möguleika á titlum.

  Torres segist svo ekki hafa tíma til að bíða eftir að uppbyggingin skili sér, þrátt fyrir að nýju eigendurnir hafi verið komnir þegar hann fór. Hvort sem hann fór fyrir titla eða peninga, þá er það allavega ekki suðræna blóðið eða óstjórnleg þrá í sólargeisla sem dró hann frá Liverpool. En hverjum er ekki sama um Torres?

  Luis García elskuðu allir. Hann elti vissulega suðræna blóðið í konunni sinni aftur til Spánar. Hann var þó búinn að gera sitt fyrir félagið og fékkst ágætis peningur fyrir leikmann sem dalaði síðan mikið eftir að hann fór frá félaginu.

  Riera var orðinn eitthvað pirraður á að fá ekki að spila nóg og sagði ekki alveg réttu hlutina, greyið. Ég veit ekki hvort megi kenna suðrænu blóði um það. Ég hafði allavega á tilfinningunni að hann langaði alveg að spila áfram með félaginu, bara aðeins meira en hann hafði verið að gera.

  Pellegrino, Morientes, Nunez, Josemi, Palletta, Leto, Gonzalez og Dossena voru bara ekki nógu góðir og voru látnir fara frá félaginu. Voða lítið hægt að kenna þeim um það.

  Barragán, Mikel og Roque eru svo bara þrír af fjölmörgum strákum sem fara í gegnum akademíuna án þess að verði nokkurn tímann neitt mikið úr þeim, alveg óháð hvaðan þeir koma. Er ekki ástæðan bara að unglingaliðið er búið að vera fullt af suðrænum leikmönnum undanfarin ár? Við gætum líka alveg talað um vel heppnaða suðræna leikmenn sem hafa komið upp og eru ennþá á samningi hjá Liverpool, þá Insúa, Ayala og Pacheco.

  Ég vona innilega að þeir verði allir á Anfield næsta tímabil. Enn frekar vona ég að Reina sé ekki jafn óþolinmóður og Torres, og geti gefið sér smá tíma í uppbyggingu með okkur. Ég myndi samt alveg skilja það ef hann vildi fara einhvert og keppa um titla strax.

  Ég veit ekki hversu hlýlega Aquilani hugsar til félagsins. Þegar hann var loksins orðinn heill í fyrra þá fékk hann lítið að spila, og svo var hann lánaður frá félaginu til að rýma fyrir Poulsen í sumar. Ég held að menn kunni aðeins betur að meta hann á Ítalíu og skiljanlega mun hann grípa fyrsta tækifæri til að komast þangað.

  Núna hins vegar, undir nýjum eigendum ætti uppbyggingin að vera hafin fyrir alvöru. Það verður síðan að koma í ljós hvort það tekur eitt tímabil eða fleiri að gera liðið samkeppnishæft á ný um alla titla. En þegar kemur loks að því, þá efast ég um að verði nokkurt vandamál að halda leikmönnum hjá liðinu, hvort sem þeir eru með suðrænt blóð eða ekki. Mig grunar nefnilega að þetta tengist miklu frekar metnaði manna en blóði þeirra.

 27. Mér finnst alltaf meira og meira koma í gegnum þessar verulegu góðu umræður lykilatriðið:

  Hvar liggur hollustan?

  Var Luis Garcia “búinn að gera sitt”. What??? Vissulega verulega mikilvæg mörk á köflum en hvað er að “gera sitt”? Xabi Alonso að leita að nýjum samningi eru vissulega nýjar fréttir en fyrstu mánuðina hans í Madridi talaði hann stanslaust um að “þegar að Real reynir að fá þig geturðu ekki sagt nei”, auk þess sem Rafa og klúbburinn talaði endalaust það sumar um hans virði. Þá allt í einu var það þannig að Rafa “hafði rústað” einhverju. Lá þá tryggðin hjá Xabi í því að sumarið það var verið að skoða að selja hann og þá var það búið. Allir aðdáendur LFC vildu halda honum auk þess sem hann átti sitt LANGBESTA tímabil áður en hann fór og hafði snúið öllu félaginu á sitt band. Margir leikmenni, t.d. Gerrard og Carra, fylgdu Rafa algerlega að málum þarna, bæði í að vilja skipta á Xabi og Barry en síðan breyta um skoðun.

  Í þessu sambandi má benda á að Lucas Leiva fékk þau skilaboð vorið 2010 að honum væri frjálst að fara frá klúbbnum og í ágúst var reynt að setja hann upp í leikmannaskipti fyrir Kenwyne Jones og Carlton Cole. Við vitum hvað hefur gerst síðan.

  Javier Mascherano hafði bara tryggði við Benitez og margsagði okkur að Liverpool væri dauð borg og “þó klúbburinn sé fínn eru bara breskar aðstæður erfiðar”. Enda sáttur að sitja á bekknum hjá Barca.

  Varðandi það að “klúbburinn verði að sýna metnað”. Ég leyfi mér að fullyrða það að ef að Xabi hefði þegið nýja samninginn og ekki farið, Riera ekki ofmetnast og haldið áfram á sömu braut og sleppt heilatognuninni, Mascherano hefði barist áfram á sinni getu og Torres ekki látið CFC trufla sig væri Liverpool Football Club á öðrum stað en nú. Bara fullyrði það og þess vegna er stóra spurningin, hvar liggur hollusta leikmannanna og þeirra metnaður?

  Auðvitað eru margir STÓRKOSTLEGIR leikmenn til á Spáni og Ítalíu. Ég skil líka mjög vel að það er erfitt fyrir fjölskyldur þeirra margra að skipta um umhverfi og þá fylgja leikmennirnir. Nákvæmlega vegna þess að þetta eru mannverur sem breyta í samræmi við óskir fjölskyldna sinna.

  Algerlega á þeim forsendum held ég einmitt að félagið þurfi nú að horfa frekar til leikmanna sem líklegri eru að velja sér LFC sem sinn klúbb til 8 – 10 ára og meiri líkur séu til að fjölskyldur og umgjörð þeirra séu glöð í borginni. Nú síðast virðist vera að koma í ljós að The Big-Sulk “loves the London lifestyle” sem er vissulega öðruvísi en Scouse-style.

  Alveg eins og hér á Íslandi. Fullt af góðum fótboltamönnum verma frekar varamannabekki á höfuðborgarsvæðinu heldur en að fara “út á land” til að spila. Besta dæmið um það var viðtal við snillinginn Pál Gíslason, þjállfara Þórs sem talaði um að þeir hefðu talað við yfir 40 leikmenn í haust að koma til Akureyrar, en enginn vildi.

  Það er það sem ég er að reyna að segja með greininni, alltof mikið flakk finnst mér hafa verið síðustu 4 árin á þeim leikmönnum sem hafa ekki breska (eða bara norður evrópska) rót hjá okkar klúbbi og mig langar í fleiri karaktera eins og Hyypia, Kuyt, Hamann og Agger til klúbbsins. Menn sem leggja sig alltaf 110% fram og ekki þarf að deila um að “gera sitt” í hvert sinn sem þeir fara í treyjuna!

  Frábærar umræður by the way.

 28. 3#kristján Atli Þú vilt hæla lucas í hástert en svo leggur þú til að umræðan um ágæti hans sé ýtt til hliðar varanlega. Mörgum finnst hann langt frá því að vera rétti leikmaðurinn á miðjuna hjá lfc einfaldlega slakur og af hverju eiga þessar raddir ekki rétt á sér eins og þú hefur rétt á að segja þína skoðun.
  Ég er ósammála mörgum hérna að lucas sé frábær fótboltamaður. Mér finnst að liverpool verði að vera með miklu betri leikmann en hann á miðjunni. Við verðum að finna svipaðan leikmann og Alonso, verður erfitt en reyna samt. Ef ekki er hægt að bera lucas og alonso sama þýðir það að lucas kemst ekki með tærnar þar sem alonso hefur hælana hvort sem það er í sendingargetu, tæklingum, útsjónarsemi, hraða, skotum og bara öllu sem viðkemur fótbolta.
  Auðvitað eru nokkrir menn ekki búnir að standa sig hjá lfc þetta tímabil en ég held samt að lucas verði að fara og sterkari maður að koma inn fyrir hann.
  LFC er frábært félag og ég hef trúa á að við náum okkur á strik með góðum kaupum í sumar.
  Áfram Liverpool

 29. Sælir drengir.

  Frábærar umræður í gangi hérna. Ég mátti bara til með að hrósa því 🙂

 30. Ef Reina fer í sumar þá ættum við að fá eitthvað í kringum 20-30 milljónir punda fyrir hann.
  Þá gætum við reynt að fá Gigi Buffon á frjálsri sölu frá Juve. En hann er að mínu mati betri markvörður.

  Veit einhver hvað Dalglish fær úr miklu að moða á markaðnum í sumar?
  Það er allavega ljóst að við þurfum miðvörð, vinstri bakvörð og tvo vængmenn í sumar. (Markvörð ef Reina fer… en þar munum við líklega koma út í plús því við kaupum varla markvörð fyrir hærri summu en söluverðið á Reina. Þ.e.a.s. ef hann fer)

 31. Ég get allavega ekki verið pirraður út í García. Á þessum þremur árum sem hann var hjá klúbbnum sýndi hann oft á tíðum frábæra takta og skoraði vissulega mikilvæg mörk. Meðan hann var hjá félaginu sætti hann sig hins vegar við talsverða bekkjarsetu og var bara í liðinu í u.þ.b. öðrum hverjum leik. Metnaðarlega er algjör óþarfi að vera bara í liðinu í öðrum hverjum leik þegar þú gætir farið annað og byrjað hvern einasta leik (sem gerðist svo reyndar ekki).

  Alonso talaði ekki bara um að þegar Real reynir að fá þig þá getiru ekki sagt nei. Hann talaði líka um að hann hefði átt erfitt með að sætta sig við Barry-eltingarleikinn og að það hefði breytt framtíðaráformum sínum.
  http://www.thesportreview.com/tsr/2010/01/gareth-barry-talk-forced-me-out-xabi-alonso-liverpool/

  Ég man ekki eftir að hafa heyrt að Gerrard, Carra og fleiri hafi frekar viljað Barry en Alonso. Ef það er raunin, þá er ég allavega mjög feginn að þeir sjá ekki um leikmannakaup félagsins. Voru þeir ekki líka ólmir í að fá Hodgson til félagsins?

  Suðræni sambastrákurinn Lucas er að sýna félaginu mikla hollustu með því að skrifa undir nýjan langtímasamning. Við vitum hins vegar aldrei hvort hann hefði gert það ef þjálfarinn væri þarna ennþá sem reyndi að selja hann síðasta sumar. Eins vitum við ekkert hvort Alonso hefði verið áfram hjá félaginu ef Rafa hefði verið skipt út eftir að hann móðgaði hann með Barry-eltingarleiknum. Allavega er þetta ekki alveg sama dæmið, því Lucas er laus við manninn sem reyndi að losa sig við hann.

  Ég get alveg verið sammála því að klúbburinn væri á öðrum stað en hann er í dag ef þessir fjórir leikmenn sem þú nefnir væru ennþá hjá félaginu. West Ham væri t.d. líka á öðrum stað en þeir eru í dag ef Rio Ferdinand, Frank Lampard, Michael Carrick, Joe Cole og Jermain Defoe væru allir ennþá hjá félaginu. Þetta snýst bara um metnað, ekki hollustu.

  Þó ég sé búinn að verja suðræna leikmenn hérna eins og ég fái borgað fyrir það, þá er ég samt alveg sammála þessu með breska kjarnann. Eins og Gerrard og Carra segja, þá finna þeir að þeir eru ekkert bara að spila fyrir liðið. Þeir eru að spila fyrir vini sína og fjölskyldur líka og leggja sig þar með enn frekar fram. Í sumar væri ég alveg til í að menn einbeiti sér að því að bæta breska kjarnann með mönnum eins og Leighton Baines, Gary Cahill, Charlie Adam, Ashley Young og Adam Johnson.

  Maður myndi hins vegar ekkert slá hendinni á móti mönnum eins og Fabio Coentrao eða Eden Hazard þrátt fyrir að þeir hafi alist upp í aðeins meira sólarljósi en við hin. Það eru líka alveg til dæmi um að suðrænir menn doki við hjá liðinu í einhvern tíma. Sjáið bara Lucas, Aurélio og vonandi Reina. Hollusta og metnaður tengist blóði manna ekki á nokkurn hátt.

 32. Ég vil aðeins endurtaka það sem ég sagði hér áður. Þekkjandi vel til Spánverja er ég alveg viss um að hugsunin um að búa í Liverpool í 8-10 ár er ekki vandamálið. Vera má að Torres líki vel við lífið í London en varla færi hann að segja neitt annað hvort eð er. Að Reina færi t.d. til London út af Piccadilly Circus eða Oxford Street er ekki að fara að gerast. Liverpool er ágæt borg að búa í og er af svipaðri stærð og Manchester, Valencia, Sevilla, Torino t.d.

  Þetta snýst um að liðið sé að ná árangri og nákvæmlega ekkert annað! Óskabarnið Gerrard var hársbreidd frá því að fara til Chelsea og man einhver hvar Owen er að spila? Tryggð og hollusta n-evrópskra fótboltamanna er jafn ofmetin og hagfræðin. Vera má að finna megi einhver fjölskyldutengd vandamál einstaka sinnum en mitt mat er að það hafi ekkert með þjóðerni að gera per se. Ég vona því sannarlega að áfram verði unnið að því að tryggja okkur starfskrafta margra leikmanna sem suðrænt blóð í æðum.

 33. #23

  Birkir Örn

  Ástralía er hluti af breska samveldinu og Robbie Keane er írskur sem gerir hann minni breta en Kewell, þar sem Írland er ekki hluti af Bretlandi.

  Vel gert að opinbera þína eigin fávisku með dissi á einhvern annan =D

  PS. Þetta hérna er líka skítakomment!

 34. #3 og #40. Ég er ekki einn af þeim sem myndi kalla Lucas frábæra leikmann. Ég er heldur ekki sammála því að bera hann saman við Alonso. Hann er meiri Mascherano týpa. Það hefur komið berlega í ljós í vetur að hann er að standa sig best í leikjum (t.d. Chelsea) þar sem hann er að verja vörnina, brjóta upp spil þar sem lítið er um pláss og koma boltanum áfram með stuttum sendingum. Í leikjum þar sem meira er opið og hann þarf að vera meira “creative” þá koma takmarkanir hans í ljós. Ég vil ekki selja hann, hann elskar LFC og mun nýtast okkur sem þessi varnartengiliður í vissum leikjum.

 35. Afsakaðu Goggurinn að ég hef bara aldrei kallað ástrala breska jafnvel þó að það sé hluti af breska samveldinu rétt eins og ég kalla ekki þá sem koma frá Færeyjum ekki Dani. Hvort það sé vitlaust hjá mér eða ekki veit ég ekki. Ég veit líka að Robbie Keane er írskur enda sagði ég aldrei að Robbie Keane væri Breti. Fannst bara óþarfi að commenta á það þar sem Írland er partur af Bretlandseyjum.

  Þetta var heldur ekki diss nema að leiðrétting (sem ég hélt áður) teljist diss hjá þér. Ég held þitt eigið comment sé besta dæmið um diss. En ef þetta fer voðalega fyrir hjartað skal senda viðkomandi rósir og rauðvín og við getum öll brosað útí eitt.

 36. Æjji stundum vantar edit takkann!! En nei rétt er það að Írland er ekki partur af Bretlandseyjum, afsaka það 🙂 Þarna opinberaði ég fávisku mína .. get ekki annað sagt en darn!

 37. Írland er víst partur af Bretlandseyjum. Írland er klárlega ekki partur af Stóra Bretlandi, en Bretlandseyjar samanstanda af Stóra Bretlandi, Írlandi, Mön og fleiri eyjum.

 38. Who gives a shit, út með þessa umræðum um “Breska Samveldið”

 39. Eru menn virkilega að pæla í að fá Gigi Buffon í markið hjá okkur ?

  Eru menn bara alveg orðnir klikk ?

  Orðinn 33 ára með himinhá laun, alltaf meiddur, búinn að dala ótrúlega mikið í getu og svo höfum við ekkert við svona gamla menn að gera.

  Ef Pepe fer þá vill ég engann annan en Hugo Lloris. Sá strákur getur varið allt og ef við fáum 2-3 klassa varnarmenn þá færi ekki mikið framhjá honum.

 40. Steini (#40) segir:

  „3#kristján Atli Þú vilt hæla lucas í hástert en svo leggur þú til að umræðan um ágæti hans sé ýtt til hliðar varanlega. Mörgum finnst hann langt frá því að vera rétti leikmaðurinn á miðjuna hjá lfc einfaldlega slakur og af hverju eiga þessar raddir ekki rétt á sér eins og þú hefur rétt á að segja þína skoðun.“

  Af því að þessi skoðun, með fullri virðingu, er einfaldlega röng. Hann er fastamaður í byrjunarliði brasilíska landsliðsins núna og er það annar landsliðsþjálfarinn sem velur hann reglulega í landsliðið, auk þess sem Dalglish er núna þriðji Liverpool-þjálfarinn sem notar hann sem fastamann í byrjunarliði (Rafa í fyrra, Roy í haust). Hann var keyptur til okkar tvítugur fyrir 3.5m punda og hafði þá þegar orðið yngsti leikmaðurinn til að vera valinn leikmaður tímabilsins í Brasilíu.

  Með öðrum orðum; þjálfarar af hæstu gæðum frá Brasilíu, Spáni, Englandi og Skotlandi vilja meina að hann sé nógu góður fyrir Liverpool og brasilíska landsliðið og svo bætast orð Comolli frá því í gær við. Það er einfaldlega enginn vafi á því lengur hversu góður Lucas er og uppgangur hans í vetur hefur nánast orðið til þess að við þurfum ekki lengur að kaupa mann í staðinn fyrir Mascherano í varnartengiliðinn á miðjunni (Lucas sinnir því það vel) heldur getum einbeitt okkur í sumar að því að fá einhvern eins og Aquilani/Adam framar á miðjuna (playmaker-týpu, sem Lucas er ekki) og svo fyllt í aðrar stöður á vellinum.

  Ef þú vilt ekki sjá gæðin í honum er það þín skoðun og þinn réttur, en ég hef fullan rétt á því að velja að trúa frekar áliti Mano Menezes, Dunga, Rafa Benítez, Roy Hodgson og Kenny Dalglish heldur en þínu áliti.

  Lucas er góður leikmaður. Ekki fullkominn, en góður og það hefur verið gaman að sjá hann vaxa og þroskast í þetta hlutverk sitt á miðjunni á síðustu árum. Hann er jú enn bara 24 ára, ég hlakka til að sjá hvernig hann verður eftir 2-3 ár í viðbót.

 41. Langaði bara til þess að vekja athygli á því að við erum nýbúin að fá leikmann sem fær okkur öll til þess að standa á öndinni. Sá leikmaður er suðrænn. Vonandi að við fáum fleiri hans líka.

 42. Lucas og Carragher eru voða svipaðir leikmenn fyrir utan að Carragher er uppalinn. Lucas hefur eldrautt Liverpool hjarta alveg eins og Carra, Carra á sína bestu leiki á tímabilum alltaf á mót stærri liðum eins og Lucas. Gegn minni liðum eru þeir alveg jafn líklegir til þess að klúðra einhverju. Gegn minni liðum eru þeir alltaf jafn slakir, Carra þá með sýna mjög svo takmörkuðu sendingargetu og Lucas þegar hann þarf að sækja kemur í ljós að þar er hann frekar takmarkaður, allavega á þessu tempoi sem er spilað í Englandi. En Lucas er fínn squad player og góður greinilega fyrir móralinn. Ég meina ef Benitez,Dunga,Menezes og nátturlega Kóngurinn sjálfur hafa allir trú á þessum leikmanni ættum við hiklaust líka að gera það.

 43. Heyr Heyr KAR. Allt sem mig langaði að segja við commenti #40.

  Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem eru ennþá að gagnrýna Lucas hafi ekki séð fleiri en 10 leiki síðan 2008.

 44. #52
  Veit ekki betur en að 33 ára sé toppaldur fyrir markvörð. Hvað er Van der Sar gamall?
  Hann er allavega ennþá í hópi þeirra bestu. Síðan er Buffon ekki mikið meiddur. Klemmdi taug á HM og var að ná sér fyrir skömmu.

  P.S. Hvað hefuru séð Hugo Lloris spila marga leiki. Eða er hann kannski bara góður í FM?

 45. Buffon er ekki rétta valið og samræmist ekki hugsnun FSG.

  Þeir munu ekki kaua gamlan jálk, sem er vissulega einn af bestu markmönnum í sögu íþróttarinnar, einfaldlega vegna þess að akkurat núna eru beri kostir í stöðunni. Pepe #1 Lloris #2.

  Buffon væri rosalega flott redding en bara ef að framtíðarmaðurinn fyndist ekki.

 46. Leikurinn á laugardaginn, verður hann ekki klukkan 1400 ? Þar sem Bretarnir flýttu sinni klukku um klukkutíma 27 mars ?

 47. Ég hef séð Hugo Lloris spila helling og treystið mér, hann er ekki síðri markvörður en Reina. Ef Pepe fer í sumar er Lloris hiklaust #1 á mínum lista. Ég myndi sennilega velja hann fram yfir Casillas og Buffon líka. Magnaður markvörður.

 48. Styð algerlega ummæli Kristjáns Atla um Lloris.

  Traustur og yfirvegaður karakter þessi ágæti markmaður, góður í fótunum og flottur út í teig. Algerlega kostur nr. 1 í mínum huga, mun sterkari en De Gea og Stekelenburg. Buffon verður ekki keyptur held ég, fyrst og fremst vegna innkaupastefnu FSG og áhersla Comolli í leikmannakaupum.

  En Reina er enn ekki farinn og við skulum sjá, en ég viðurkenni alveg að ég held að Pacheco karlinn sé að segja okkur frá staðreyndum frekar en pælingum og ég mun ekki breyta þeirri skoðun minni fyrr en Reina kemur fram og segir sjálfur:

  Ég verð að sjálfsögðu áfram á Anfield!!!

 49. Ég treysti því að það sé nógu mikið í kollinum á Reina til að hann bíði og sjá hvað gerist í sumar, ef svo fer að við náum ekki Evrópusæti en styrkjum okkur mikið í sumar þá held ég að hann fari ekki neitt.

  Eðlilega vill hann keppa um titla og vera í Evrópukeppni, og ég er viss um að í sumarlok þá verði það alveg ljóst hvert Liverpool stefni, og það er beina leið upp 🙂

 50. Ég held að það gildi einu hvort menn eru suðrænir eða grænlenskir – ef liðið er í ruglinu þá staldra stórspilarar ekki lengi við. Ég held að það sé afar fágætt að fá utanaðkomandi hetju til liðs sem heldur tryggð við liðið þegar eldri og brennisteini moðs og meðalmennsku rignir og glæstari lið bera í þá víurnar.

  Það var nú svo sem lítið vit í öðru en að semja við Lucas sem tekið hefur töluverðum framförum í vetur og leikið ágætlega. Reyndar má alveg velta því fyrir sér hvers vegna Lucas valdi ekki bara að spila út samninginn og fara svo frítt miðað við orðspor hans í Evrópu… Hann hefur ekki beint verið dáðasti leikmaður liðsins meðal stuðningsmanna, og veit vel af því, þó hann njóti gríðarlega vinsælda meðal vallarstarfsmanna.

  En hann er fínasti leikmaður og á án efa eftir að verða sprækari. Hins vegar mætti hann alveg hafa öflugri samkeppni um sæti í liðinu en Poulsen. Ég reikna fastlega með að slíkur maður verði keyptur í sumar.

 51. @ 65

  Ég væri alveg til í Keisuke Honda, frábær leikmaður á fínum aldri (24) og það þarf varla að taka fram hversu mikið af treyjum og Liverpool varningi þessi leikmaður myndi selja í Asíu.

 52. Er Lucas þá okkar John O’Shea, eða Darren Fletcher? Illa þokkaður í byrjun, en tekinn í sátt í meistaraliði og ómissandi?

 53. Þetta er ágætis grein og góð pæling hjá Magga og vissulega er það svo að það er mjög áberandi eftir Rafalution að spánverjarnir eru nánast allir farnir. Og voru byrjaðir að fara áður en Rafa lauk sínum starfsferli hjá félaginu.
  Það er samt mjög erfitt að alhæfa um ástæður 17 leikmanna að það sé þjóðerni eða menningu þeirra að kenna. Hins vegar er það svo, og Guderian segir réttilega, að fleiri góðir leikmenn koma frá Spáni en Englandi en vandinn hvað spænska menningu varðar er að drengir eru oftar en ekki miklir mömmudrengir og þurfa kannski frekar á mömmu og fjölskyldunni að halda heldur en leikmenn norðar úr álfunni. Ég heyrði í umræðum um spænska menningu þegar ég var í námi í Madríd að menn flyttu helst ekki að heiman fyrir þrítugt og færu helst ekki í frí út fyrir Spán. Einfaldlega vegna þess að Spánverjum finnst best að vera á Spáni.

  Kannski finnst Skandinövum, Þjóðverjum og Bretum þetta auðveldara og þó, ekki eru breskir knattspyrnumenn að hrúgast til Spánar og Ítalíu og hafa aldrei gert. Þeir eru teljandi á fingrum annarar handar sem hafa slegið í gegn í S-Evrópu, og það jafnvel þegar ensk lið voru bönnuð í Evrópukeppni. Ég segi fyrir mig, Barcelona, Valencia og Madríd eru allt mun íverulegri staðir en Liverpool, Manchester eða London og þegar konurnar, sem auðvitað ráða þessu á endanum, koma sinni skoðun á framfæri og ef hún er í takt við það að fara að spila með stærri klúbbi, í betri borg, eiga meiri möguleika á titlum, klúbbi þar sem loforð eru ekki svikin og metnaður og uppbygging eru í gangi, þá finnst mér ekki skipta máli hvaðan menn eru. Það er kannski merkilegra að metnaðarfullir leikmenn með getu til að spila í betri liðum en Liverpool hefur verið undanfarin ár, Reina, Gerrard, jafnvel Carra (þeir einu sem eru eftir úr 2006 liðinu), séu enn hjá liðinu í stað þess að eltast við titla með Chelsea eða Arsenal.

  Svo eru auðvitað til týpur í þessu eins og Matt Le Tissier og fleiri sem halda endalausri tryggð við sitt félag, jafnvel þegar þau falla um deild. Allt snýst þetta um einstaklinginn og kemur að mínu viti ekki neinu blóði við heldur miklu frekar karakter hvers og eins þótt menningin geti haft sitt að segja í þessu.

 54. eitt af því skemmtilegasta frá viðtalinu frá fotbolti.net greininni, sem nr.64 kom með var þetta:

  ,,Ef leikmaður frá, til dæmis Dúbaí, myndi spila leik í úrvalsdeildinni á Englandi þá myndi allt Dúbaí fylgjast með þeim leik.”

  Einsog Liverpool sé fara kaupa einhvern gutta frá Dúbaí þótt það væri nokkuð gott business en samt engar líkur það sé fara gerast en þá staði á Asíu sem Liverpool ætti skoða eru Kína, Japan og Suður Korea það hljóta vera gersemar í eitt af þessum fjölmennstu lönd í heimi.

 55. #57

  Ég tók það fram að ég sé búinn að horfa á Lyon spila.

  Hef líka séð hann með landsliðinu og hann er alltaf jafn frábær. Eiginlega það eina sem Pepe hefur yfir Lloris er augað fyrir að starta skyndisóknum. Lloris er klárlega á leiðinni að verða einn besti í heimi og ef Liverpool nær að tryggja sér hann í sumar fyrir 15-20 milljónir þ.e.a.s ef Pepe fer fyrir 20-30, þá er LFC að fá mjög góðan díl.

Möguleikhúsið

Andy Carroll frá út tímabilið