Opinn þráður

Jæja, umræðan við síðustu færslu entist í um 10 komment áður en hún fór útí einhverja aðra sálma.

Þannig að ég set inn opna umræðu hérna. Times segja frá því (greinin er lokuð – en hérna er tvít frá blaðamanni Times) að helstu skotmörk Liverpool í sumar verði Ashley Young, Gary Cahill, Matt Jarvis og Charlie Adam. Þetta er ótrúlega breskur listi. Mér líst mjög vel á Young og Cahill, en ég hef efasemdir um Jarvis (sem ég hef einfaldlega ekki séð nóg af) og Adam.

Dani Pacheco og Brad Jones hafa báðir verið lánaðir út tímabilið.

147 Comments

 1. Það kom flott innlegg á Liverpool.is frá Óla Hauki. Ætla ekkert að bæta miklu við það inlegg og læt það bara beint inn:

  Kem með smá innlegg frá gæja sem á að vera “in the know” á RAWK spjallborðinu. Hann virtist hana mest allt rétt fyrir sér í janúarglugganum sem tengdist starfsemi Liverpool þar og virðist vita sínu viti, það er því mikið mark tekið á honum þarna inni og því alveg spurning hvort það sem hann segir sé satt. Til að mynda hefur hann komið með þessa punkta undanfarið:

  Degen, El Zhar, Poulsen, Cole, Ngog, Konchesky, Jovanovic, Aurelio og hugsanlega Reina(ef ekki tekst að sannfæra hann um að vera kyrrt) eru líklegast allir á förum í sumar. Kaupmannahöfn í viðræðum við Poulsen, Harry+Grant á eftir Cole, PSG+Newcastle á eftir Ngog, WBA á eftir Konchesky, Jova aftur til Belgíu, Aurelio leystur undan samningi er eitthvað sem hann nefnir.

  Efstir á óskalista Liverpool eru Alexis Sanchez og Eden Hazard.

  Við eigum ekki að búast við miklum hreyfingum á markaðnum varðandi framherja en það er verið að leita af sóknarmönnum.

  Eitthvað hefur verið ýjað að áhuga við einhverja leikmenn um að fá þá í sumar og viðbrögðin hafa verið jákvæð.

  Hann býst við að við gætum séð allt að sjö aðalliðsmenn keypta í sumar.

  Við buðum í Young á lokadegi janúar gluggans og munum reyna aftur við hann í sumar. Einhvers konar samkomulag er í tengslum við hann og Charlie Adam og veltur þetta bara á því hvort leikmennirnir vilja flytja sig um set.

  Spearing verður ekki seldur, hann er í miklum metum hjá Kenny.

  Við höfum áhuga á Baines sem mun fara í viðræður við Moyes eftir leiktíðina og Adam mun fá að fara í sumar frá Blackpool.

  Við getum búist við tilboðum frá Liverpool í Gervinho, Hazard og Sanchez.
  Að lokum er svo listi yfir þá leikmenn sem að eru efstir á óskalista Liverpool fyrir sumarið:

  Adam
  Young
  Cahill
  Baines
  Hazard
  Sanchez
  Jarvis
  Sissoko
  Bojan
  Erikson
  Remy
  Enrique
  Dzsudzsak
  Richards
  A.Johnson

  Frábærir leikmenn á þessum lista en persónulega er ég ekki spenntur fyrir Jarvis, Adam né Enrique.
  Allir hinir eru spennandi kostir. Ég hef líka heyrt um að Afellay sé að fara frá Barcelona útaf honum líður illa á Spáni og að Liverpool hafi spurst um hann. Veit ekkert um það né trúi því en ef einhver hefur séð þetta líka og oft þá endilega tjá sig.

 2. Þessi Tommo sem þú vitnar í Suarez er mjög oft með rétt info – og er án efa “ITK”. Þetta er mjög spennandi listi, tel að allir á þeim lsita séu leikmenn sem myndu ganga beint inní byrjunarlið okkar.

  Þarna eru leikmenn sem koma ekki til með að kosta undir 15/25 mp – eins og Sanchez, Hazard, Baines ofl. Spennandi sumar framundan!

 3. Flottur listi hér fyrir ofan og eru margir leikmenn þarna sem persónulega ég væri mjög spenntur fyrir. Einnig verð ég að segja að þeir leikmenn sem eru nefndir á förum eru allir leikmenn sem ég myndi ekki sakna (fyrir utan Reina auðvita!). Hinsvegar þá finnst mér leiðinlegt að sjá hvað illa hefur gengið hjá Aurelio að halda sér heilum og einnig leiðinlegt að Joe Cole hafi ekki fundið sitt rétta form. Þessir tveir leikmenn mættu fyrir mér vera áfram ef Aurelio gæti verið heill oftar en 6x á ári og Cole myndi taka við launalækkun.

  En þá að listanum sem nefndur er hér fyrir ofan. Alexis Sanchez veit ég ekki mikið um nema að hann er fæddur 88, frá Chile og leikur með Udinese. Miðað við Wikipedia þá hefur hann mikla tækni og hraða og er sóknardjarfur miðjumaður eða kantmaður. Hljómar ekki illa.
  Eden Hazard hljómar gífurlega vel. Tvítugur leikmaður sem hefur unnið til verðlauna UNFP Ligue 1 Young Player of the Year, UNFP Ligue 1 Team of the Year í fyrra. Ég væri mjög til í að sjá þessa menn koma í liðið.

  Af hinum listanum horfi ég mest til:
  Young, Cahill, Baines, Bojan, Erikson, Richards, A. Johnson og Afellay

  Ég verð að viðurkenna að þetta eru svona þeir leikmenn sem ég þekki mest til og þætti mjög gaman að sjá þá alla í Liverpool. Young er auðvita draumur en það er þó leikmaður þarna sem ég hef séð svolítið uppá síðkastið, bæði með Ajax og Danmörku og það er Erikson. Finnst hann frábær ungur leikmaður sem á örugglega bara eftir að vaxa! Leikmaður sem ég væri til í að sjá koma til Liverpool í stað Cole. Þegar England spilaði gegn DK var hann allt í öllu og þegar Ajax féll úr Europa League í Rússlandi var hann sé eini sem mér fannst virkilega gera e-ð af viti inná vellinum fyrir Ajax.

  En það er spennandi að sjá hvað gerist í sumar. Ég bind gífurlega vonir við að Henry, Comolli og Daglish (ef hann verður áfram) velji réttu einstaklinganna og kaupi í stöður! Það getur vel verið að Adam sé frábær leikmaður en hver á að koma af miðjuni í staðin? Persónulega vil ég sjá miðju sem saman stendur af Gerrard, Meireles og Lucas. Eins og einhver sagði hér eftir leikinn gegn Sunderland þá sést það hversu mikilvægur hlekkur af liðinu Lucas er orðinn og hann hefur vaxið gífurlega í áliti hjá mér! Einnig væri ég til í að fá Aquilani aftur og þá held ég að peningunum væru betur eytt annarsstaðar en í annan miðjumann.

  En spennandi umræður 🙂

 4. Afsakið að ég tvípósta en það vantar oft edit takkann hérna :p

  Ég geri mér grein fyrir að að ég segi nei við Adam að því að hann sé miðjurmaður en segi svo að Eriksen sé spennandi kostur. Ég er þá meira að benda á Eriksen sem spennadi kost þar sem hann er það ungur að hann gæti innan ára tekið við af meistara Gerrard. Eriksen er 19 ára á þessu ári á meðan Adam er 26. Segði aldrei nei við hvorum þeirra en teldi þó kaup á kantmönnum og vinstri bakverði alltaf undan í forgangi.

 5. Suarezlfc7 sparaði mér heldur betur ómakið með því að koma þessu fram hérna. 😉

  En já ef það sem Times segir er satt þá helst það mikið í hendur við það sem þessi insider hefur verið að segja frá svo vonandi er eitthvað til í þessu.

  Það er svo frekar áberandi, finnst mér, hver stefna Liverpool virðist ætla að vera fyrir komandi ár og verð ég að segja að ég er nokkuð spenntur fyrir henni. Ég held að Liverpool ætli að byggja upp lið með stórum og góðum breskum kjarna, eitthvað sem að hefur virkilega vantað í Liverpool að mínu mati.

  Ef við skoðum þessa leikmenn sem Ben Smith og félagar í Times nefna og Tommo á RAWK kemur með þá sjáum við að góður hluti þessara leikmanna sem eru nefndir eru ungir/unglegir Bretar; Adam (25), Young (25), Cahill (25), Baines (26), Jarvis (24), Richards (22) og A.Johnson (23). Það á einnig að hafa verið fylgst með leikmönnum eins og Wayne Hennessey, Conor Wickham, ungum strák frá Boro og ungum strákum frá Palace svo eitthvað sé nefnt (allt Bretar).

  Svo er það öll vinnan sem hefur farið í að breyta Akademíunni þannig að við fáum fleiri uppalda leikmenn í liðið. Jonjo, Wilson, Kelly, Spearing og sömuleiðis Carroll eru Bretar á unga aldri sem eru búnir að taka reglulega þátt með aðalliðinu í vetur og virðast vera hugsaðir sem lykilmenn fyrir framtíðina og er það allt gott og blessað. Þessir strákar sem spila í aðalliðinu núna, einhverjir breskir verða alveg örugglega keyptir í sumar og svo efnilegu Englendingarnir í Akademíunni, ég er alveg viss um að framtíð Liverpool verður byggð upp á breskum strákum.

  Ef við fáum einhverja af þessum leikmönnum, hvort sem það yrði nú úr upptalningu Tommo eða frá Smith á Times, þá yrði ég mjög ánægður. Finnst þetta allt flottir strákar og yrðu klárlega styrkur sem okkur vantar í liðið, hvort það yrði nógur styrkur til að koma okkur í titilbaráttu á næsta ári yrði bara að koma í ljós.

  Annars þá verð ég að viðurkenna það að ég get bara ekki beðið eftir því að þetta tímabil klárist og maður fær að sjá hverja Liverpool styrkja sig með í sumar. Ég held það verði töluvert meira jákvætt í þessum félagsskiptaglugga heldur en á síðustu árum, eina sem ég vona að muni ekki gerast er að við þurfum að kaupa markvörð..

 6. Þetta er flottur listi. Ef maður myndi gera shortlist úr þessum shortlista þá myndi hann líta svona út:

  Ashley Young,
  Gary Cahill,
  Alexis Sanchez,
  Adam Johnson.

  Annar vinstri bakvörður en Enrique og markvörður ef Reina fer. Sá hópur myndi fara langt inn í topp4.

 7. Jæja, meira að berast frá Tommo í þessum töluðu orðum:

  “Hearing more names this morning… Lloris, Banega, Canales, Baines, Henderson, M’Vila, Payet, Zhirko, Hamsik, Sahin, Henderson, Afellay”

  Ekki dregur þetta neitt rosalega úr spenningnum í manni fyrir sumrinu..

 8. Ég finn mig knúinn til að setja hér einnig það sem ég skrifaði við síðasta pistil Einars Arnar, ég vona að mér verði fyrirgefin þessi framhleypni mín en ég vil að skoðun mín nái til sem flestra.

  ——————————

  Einar Örn, ég vil þakka þér fyrir að deila lífsreynslu þinni með okkur hinum. Mér fannst erfitt að lesa um reynslu þína og í miðjum lestrinum hugsaði ég “hringdu á helvítis sjúkrabíl maður, þú gætir endað í líkhúsinu ef þú gerir það ekki”. Saga þín sem og fráfall Sjonna Brink sýnir okkur að alveg sama hversu heilsusamlegu lífi við lifum þá getur alltaf eitthvað komið uppá sem að tekur okkur frá fjölskyldum okkar. Ég vil einnig nefna það að mér finnst það vera óvirðing við Einar Örn þegar einstaklingar pósta öðru efni á þráð þar sem umfjöllunarefnið er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég efa það ekki að þeir sem póstuðu pacheco láninu og öðru dóti gerðu það í góðri trú en samt finnst mér það ámælisverð hegðun. Ég vona að pósturinn hans Einars verði einhverjum til lífs, þ.e. ef einhver lesandi þessarar síðu lendir í svipuðum aðstæðum, þá muni sá hinn sami/sama hafa rænu á því að kalla á læknisaðstoð.

 9. TOMMO segir þetta á RAWK:
  “FSG want big. They are willing to spend big and our list is big. Its not like years gone by where we would miss out on 1 yarget and go for a Voronin. If we miss out on 1 big target we will work hard for the next big target.”
  “Our targets fit onto 47 lines. Will all be viewd at over the next 4-6 weeks.”

  Svo segir hann líka að það sé ágætlega líklegt að Pepe fari í sumar.

 10. Ef Pepe fer þá kemur Lloris alveg pottþétt í staðinn. Það er eini markvörðurinn sem ég vill fá í stað hans en auðvitað vill ég og örugglega allir halda Pepe enda er hann bestur í heimi. En Lloris er mjög ungur og á 10-15 ár eftir á toppnum.

 11. Afsakið tvípóst en getur einhver hent inn link þar sem þessi Tommo skrifar ?

 12. Væri alveg klár í að henda Reina út fyrir Manuel Neuer og eflaust líka Lloris. Ef menn svo mikið sem hóta því að liðið þurfi styrkingu annars eru þeir roknir eigum við að greiða fyrsta höggið og leyfa að bjóða í leikmanninn. Sáum alveg hvað kom fyrir Torres. Nenni ekki svoleiðis rugli ef menn eru ósáttir geta þeir bara farið eitthvert annað.

 13. Hvað er þetta með að lána menn af varamannabekknum og varamarkvörðinn í þokkabót? Þó að Pepe meiðist sjaldan eða aldrei þá þarf að vera góður markvörður til taks. Og Dani á náttúrulega að fá tækifæri með aðalliðinu, er alveg nógu góður til þess.

 14. Sælir félagar
  Þetta eru allt vissulega hrikalega spennandi nöfn sem eru nefnd hér til sögunnar. Sýnir sig bara eins og svo margir hafa talað um hér undanfarið þar með talin undiritaður að kaupstefna LFC er komin á allt annað og hærra plan. Ég hugsa að það hafi verið svona sem greyið Benitez hugsaði þetta en var bara ekki með það backup sem þurfti til! En engu að síður þá ætla ég ekki að fara að missa mig í spenning um hinn og þennan leikmann.

  Eins og ég tjáði mig um hér á öðrum þráð þá hafa ýmsir leikmenn sem eru á þessum lista komið fram og tjáð vilja sinn. Hazard á að hafa sagt sem dæmi að spænska deildin væri fyrir sig en ekki sú enska, A. Young á að hafa sagt vinum sínum að hann þrái að spila í CL og svo framvegis. En ég hef samt engu að síður trú á að Liverpool FC ætli sér að reyna við þessa leikmenn. Ef maður færi eftir öllu sem að The Sun skrifar sem dæmi þá væri maður ansi illa haldinn þannig að það er aldrei að vita hvað verður. En það verður eitthvað og það verður eitthvað stórt!

  Annars hef ég bara það að segja að góðir hlutir gerast hægt. Við höfum þurft að bíða ansi lengi eftir stóru dollunni. United menn þurftu að bíða í 26 ár og þar sem andleg heilsa okkar púllara er svo mun betri og sterkari þá gætum við beðið leikandi í 40 ár. Vona samt að það verði ekki raunin :):):):)

  YNWA!

 15. Fyrir seinasta félagsskiptaglugga þá var maður ekki að vonast eftir miklu, svo komu FGS menn okkur á óvart með því að kaupa tvo sterka strikera, Suarez og Carroll, og núna vonar maður bara að þeir haldi uppteknum hætti í sumar.

  Hazard er auðvitað rosalega mikið efni og öll félög vilja hann (allavega þau sem eiga efni á því).
  Young væri rosalega góð viðbót við liðið, eitthvað sem vantar reyndar.
  C.Adam væri flott viðbót, flottar sendingar, mikil barátta og hann er mjög drífandi fyrir aðra leikmenn.

  Ngog, Konchesky, Jova, Poulsen <- 100% menn sem eiga ekki heima í okkar liði.
  J.Cole og Aurelio <- Óheppnir með meiðsli en ættu alveg heima í okkar liði en miðað við framistöðu þeirra þá eiga þeir ekki heima í Liverpool!

  Ef að Reina fer væri ég til í Llorente eða Neuer en helst af öllu vona ég að Reina haldi sig við okkar lið, leikmaður sem ég myndi ekki vilja spila á móti!!!

  Hlakka til að sjá sumargluggan, þetta verður rosalega spennandi!

  YNWA – King Kenny!!

 16. Ási fengum við ekki 45 – 50 kúlur fyrir Torres? Ef við hefðum opnað fyrir tilboð í hann af fyrra bragði má ganga að því sem vísu að minna hefði fengist fyrir greyið. Ef Reina vill fara í sumar, þá bara fer hann – en bara fyrir rétt (hátt) verð.

 17. Það kom nú fram einhverstaðar að Neuer vildi ekki fara til United, hann vill spila í þýskalandi og vinna þýska meistaratitilinn.
  Það væri einfaldlega gríðarleg vonbrigði að missa Reina.

  Ég get hinsvegar ekki alveg séð hvert Reina ætti að fara. Skil hann vel ef hann vill fara aftur til spánar en að fara milli liða í englandi til að vinna titla þá held ég að hann væri að gera stór mistök. Maðurinn hlýtur að sjá hvað er í gangi hjá okkur, gjörbreyttir tímar og allt í kringum þetta lið okkar er á uppleið.

  Hann ætti að geta átt 6 til 8 góð ár eftir í boltanum og því mætti segja mér að hann myndi átta sig á að hann er einmitt í réttu liði í dag.

 18. TOMMO segir að London lífstíllinn heilli Reina.
  Veit ekki alveg hvernig á að túlka það, en það gæti verið að Reina sé kominn með nóg af því að búa í Liverpool. Svo hlýtur náttúrulega að koma inn í að hann vill bikara.
  “If Pepe is to leave they want a very good replacement. Pepe likes the London lifestyle and I think will use CL as his excuse.”

 19. Smá kommon sense hérna, ef Liverpool verslar flotta leikmenn í sumar og losar sig við þá leikmenn sem hafa ekki staðið sig, hvaða ástæðu ætti Reina þá að hafa fyrir því að fara frá Liverpool?

 20. Ef Pepe vill fara þá hljóta FSG menn að halda honum þar til þeir finna mann við hæfi til að taka við hönskunum. Svipað og þeir gerðu þegar þeir seldu torres og keyptu Carroll.

  Þannig ef Pepe fer þá hef ég ekki trú á öðru en að við kaupum solid markvörð í staðinn. En ég elska Reina 🙁

 21. #20 Held að við þufum þá varla að hafa miklar áhyggjur af að Reina sé að fara, allavega ekki ef hann vill vinna titla, því ekki hafa titlarnir verið að safnast upp í London frekar en í Liverpool ef frá er talið Chelsea en býst ekki við því að þeir séu að leita sér að markmanni.

  Einhvern vegin finnst mér líklegra að það sé styttra í að Liverpool vinni tilil en t.d. Arsenal, allavega meðan þeir eru með þessa “gutta” stefnu sína. því það vantar klárlega reynslu í þetta lið, þá er ég að tala um “sigur” reynslu ef það orð er til. Er einhver leikmaður í þessu Arsenal liði sem hefur unnið titil með þeim?

 22. Shit hvað það væri ógeðslega nice að fá Eden Hazard í sumar, ef ég gæti átt samskipti við Comolli þá væri ég búinn að segja honum að gera ALLT til þess að næla í þennan mann.. Þvílíka tæknin, sendingagetan og skotin sem að þessi náungi býr yfir, svo ég tali nú ekki um hraðann. Hann er algjör höfuðverkur fyrir varnarmenn og er búinn að fiska hvorki fleir né færri en 6 leikmenn útaf með rautt í vetur.
  Hann gæti spilað útá báðum köntum og fyrir aftan framherja og myndi held ég leggja upp mörk fyrir Carrol og Suarez á færibandi. Verðmiðinn á honum yrði eitthvað á bilinu 20-30 milljónir punda en ég held að það ætti ekki að vefjast fyrir okkur ef miðað er við Janúargluggann 🙂

  Koma svo !

 23. Hafliði – það þarf nú ekki annað en að taka upp blaðið / horfa á viðtöl við hann, sérstaklega þegar hann fer í landsleikjafrí til að sjá að hann er sífellt að tala um möguleikan á því að fara annað.

  Liverpool, af öllum liðum, ætti að þekkja það að allt getur gerst í leikmannamálum. Hver hefði trúað því fyrir 1-2 árum að FT væri kominn í bláa búningin ? Já eða að Owen ætti einhvertímann eftir að spila fyrir Utd.

 24. Fábio Coentrão er það ekki maðurinn sem vantar í vinstri bak. Hvað segja menn við því ?

 25. Eden Hazard er maðurinn; myndi hafa hann langefstann á öllum listum.

 26. Ef Pepe fer þá myndu Hugo Lloris og Igor Akinfaeev toppa listann minn.. Lloris er solid markmaður, en einnig Akinfaeev sem er einn af fáum markvörðum sem hefur einsog Casillas spilað fast í sínu liði frá 17 ára aldri, er kominn með yfir 300 leiki fyrir sitt lið og er Rússi, en margir vita eflaust að 2 af top 10 markvörðum allra tíma eru Lev Yashin og Rinat Dassajev, alveg kominn tími á annan Rússneskan markvörð í toppklassa. Lloris hefur nokkra cm á Akinfaeev en báðir eru þessi týpa sem Pepe er , góðir fótboltamenn ekki bara markverðir, Neuer er meira í líkingu við Van Der Sar , hægari og örlítið lakari í að skila boltanum vel frá sér með báðum fótum, þráttfyrir að ég sé stuðningsmaður Þýskalands og gjörsamlega elska Þýska markverði þá er ég frekar til í þá sem eru líkir Pepe, þeas góða overall fótboltamenn en ekki stærri hægari týpurnar.

 27. Hvað er þetta með að lána menn af varamannabekknum og varamarkvörðinn í þokkabót? Þó að Pepe meiðist sjaldan eða aldrei þá þarf að vera góður markvörður til taks.

  Held reyndar að málið sé bara það að þetta voru enn ein mistökin hjá Mr. Roy Hodgson, slök og illa ígrunduð kaup á algjörum meðal markverði. Held að menn séu búnir að sjá það í vetur (þjálfarar og menn tengdir klúbbnum) að Gulacsi sé einfaldlega betri markvörður en Jones.

  En varðandi þessa umræðu um Reina, þá set ég afar stórt spurningamerki við það sem þessi Tommo er að segja varðandi London þrá hans. Reina er einmitt einn af fáum Spánverjum sem hafa virkilega náð að verða settled í Liverpool borg og ég hef heyrt mikið af því að utan að hann kunni einmitt vel við að búa í borginni, fjarri svona stórborgarmenningu. Hvort Reina fer eða ekki, það verður að koma í ljós, en ég held að það verði eingöngu ákvörðun (þ.e. ef hann ákveður að vilja fara) tekin út frá titlasöfnun.

  Ef maður fer að skoða málið aðeins, þá held ég að hann sé ekki á leiðinni til Spánar. Barca (hans heimalið) er ekki að fara að skipta Valdez út og hitt stórliðið á Spáni er með Casillas. Hvað þá? England? Ja, ekki er hann á leið í Chelsea og ekki Man.City, þau eru bæði vel sett með markverði. Arsenal? Neibbs, held að það sé ekki séns. Fyrir það fyrsta þá held ég að Wenger myndi aldrei bjóða +20 milljónir punda fyrir markvörð, hvað þá ef hann er eldri en 14 ára. Svo virðist manni það vera sem svo að Wenger ætli sér að treysta á þennan unga með skrítna nafnið til framtíðar. Hvað er þá eftir? Tottenham? Nahh, think again, Reina er ekki að fara þangað til að safna titlum. Man.Utd er eina raunhæfa liðið á Englandi, því þar verður enginn alvöru markvörður eftir 2 mánuði. Ég bara neita að trúa því að Reina vilji fara þangað og sópa yfir sinn Liverpool feril með sýruþvotti.

  Þá er bara Ítalía eftir og í mínum huga eini raunhæfi kosturinn fyrir hann? En hvaða lið þar? Ekki Juve, ekki Inter, eftir stendur AC Milan. Mitt mat? Hann fer ekki rassgat.

 28. hann hefur sjálfur sagt ( reina ) að hann ætli sér að vera áfram á englandi, sá það í einhverju viðtali við hann.

 29. #23 “Er einhver leikmaður í þessu Arsenal liði sem hefur unnið titil með þeim?”

  Jens Lehmann.

 30. Ef Reina fer eitthvað, þá er það Arsenal, eins og SSteinn bendir á þá er ekkert annað lið sem hann er að fara til, ég held að hann vilji fara til Arsenal, þar sem þeir eru í þessum markvarðarvandræðum með flottan hóp. !

 31. Það er ljóst að þetta verður spennandi sumar. Mér líst svakalega vel á þessa fjóra leikmenn sem nefndir eru í pistlinum sem möguleg kaup. Ég vil endilega hafa sterkan breskan kjarna hjá Liverpool, leikmenn sem virkilega skilja hversu stórt félag Liverpool er og vilja ekkert meira en að vinna ensku deildina.

  Svo verð ég að koma aðeins inná þetta með Reina, og það sem SSteinn nefnir hér að ofan. Salan á Torres til Chelsea minnti okkur á að það er nánast ekkert til í fótbolta sem heitir hollusta, allavega er það gríðarlega sjaldgæft. Peningarnir skipta öllu, og meistaradeildin er gríðarlega mikilvæg. Einnig skiptir miklu hvort leikmenn eru erlendir eða ekki þegar kemur að því að flakka á milli félaga. Torres laug stanslaust um að hann elskaði Liverpool og myndi aldrei gera áðdáendum Liverpool það að fara til annars liðs á Englandi. Um leið og fór að halla undan fæti vildi hann þó fara. Hann vildi fara strax í sumar. Hann stökk á fyrsta tækifæri til að yfirgefa Liverpool, og honum var nákæmlega sama um hversu illa það kom sér fyrir Liveprool. Chelsea buðu hærri laun, og gátu boðið upp á CL. Torres þurfti ekki að heyra meira.

  Það er alveg sama hvað leikmenn segja í hinum og þessum viðtölum. Þegar vel gengur eru allir til í að ljúga eins og vindurinn og segjast elska bara þetta og hitt félag, borgin sé frábær, aðdáendurnir stórkostlegir og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar illa gengur og lið ofar á töflunni banka á dyrnar eru menn farnir. Ungir leikmenn eru líklegri til að gefa hinum og þessum liðum tækifæri á að bæta sig og ganga til liðs við félög sem eru ekki í CL í von um að þau endi þar fljótlega, en heimklassaleikmenn 27 – 28 ára og yfir eru ekki að fara að bíða eftir neinu.

  Ég er nánast viss um að Reina fer frá Liverpool í sumar, og líklegast finnst mér að hann endi hjá Manutd. Þetta er besti markmaður í heimi (að mínu mati) og hann veit að hann getur spilað allstaðar. Eini séns Liverpool á að halda honum er að enda í CL sæti.

 32. Ef að Reina fer þá bara fer hann. Við erum alveg búnir að sjá að það er gott líf á eftir Torres, jafnvel betra. Eins og kóngurinn hefur sagt svo iðulega þá er enginn stærri en klúbburinn, ekki einu sinni hann sjálfur. Reina eins frábær og hann er og ég vil alls ekki missa hann þá eru samt til alveg eins góðir markmenn þarna úti sem að geta fyllt hans skarð og við alveg elskað jafn mikið.

  En ég segi eins og Ssteinn, hann fer pottþétt ekkert. Bara að minna á sig aðeins og þá staðreynd að Liverpool er ekki að fara gera neitt með núverandi leikmannahóp. Það þarf að kaupa!

 33. Hef nú aðeins verið að spá í þessum málum að undanförnu og tel ég að við þurfum allavega 5 leikmenn inn í 16 manna hópinn.

  Það eru vinstri bakvörður, miðvörður, miðjumaður og tveir kanntmenn.
  Auðvitað þyrftum við svo að bæta við okkur markverði ef Pepe Reina myndi ákveða að fara.

  Ef við byrjum á vinstri bakverði þá eru nokkrir sem koma upp í hugann.
  Langefstur á mínum lista er Leighton Baines, þó að hann sé Everton leikmaður þá hef ég mikið álit á honum. Fyrir það fyrsta er hann enskur landsliðsmaður og myndi þá styrkja enska kjarnann okkar. Einnig hefur hann baneitraðar sendingar sem myndu nýtast Carrol vel í teignum, hann er einnig ágætur varnarmaður.

  Einnig hefði ég áhuga á Fabio Coentrão og Jose Enrique, en Coentrão er mjög dýr og því aðeins meiri áhætta fólginn í að fá hann heldur en Baines en þeir væru samt báðir tveir góðir kostir í liðið.

  Næst á dagskrá hjá mér er miðvörður en þar eru tveir menn langefstir á mínum óskalista en það eru þeir Gary Cahill og Nevad Subotic, þeir eru báðir stórir og sterkir og góðir skallamenn, held einnig að þeir getir spilað boltanum ágætlega en hef þó ekki séð mikið af þeim.

  Einnig eru þarna menn eins og James Tomkins hjá West Ham sem er í u-21 liði englendinga og heillaði mig alveg þegar við spiluðum gegn West Ham um daginn.

  Á miðjunni hefur mér fundist vanta einhvern “playmaker” eftir að Xabi fór og hefur enginn einhvern veginn náð að fylla í það skarð.

  Charlie Adam er eiginlega sá eini sem kemur upp í hugann enda er það alvitað að Dalglish vill fá hann í liðið og því hefur maður lítið spáð í öðrum leikmönnum þar.

  En ef við spáum aðeins í öðrum kostum þá er alltaf spurning hvað gerist ef Aquliani kemur til baka, en einnig sá ég í slúðurpakkanum á fótbolti.net að Pirlo væri með lausan samning í sumar og við vitum nú öll hvað hann getur þrátt fyrir háan aldur.

  Svo er einnig hægt að láta sig dreyma um leikmann eins og Bastian Sweinsteiger sem væri draumurinn á miðjuna á eftir kannski Xavi.

  Svo eru það blessaðir kanntarnir en það eru þær stöður sem þarf að styrkja mest og myndi það taka endalausan tíma að þylja upp alla leikmennina í þær stöður sem maður væri til í að fá og myndi styrkja liðið.
  En toppurinn á ísjakanum mínum er Adam Johnson, en þar er á ferðinni en einn enski leikmaðurinn og hef ég séð hann í nokkrum leikjum með City og er þar á ferðinni algjörlega frábær leikmaður og er það óskiljanlegt að hann byrji ekki alla leiki hjá City þegar hann er heill.
  Einnig er Ashley Young á mínum lista, en hann er eins og flestir vita mjög frambærilegur leikmaður og þarf ekkert að fara mörgum orðum um hann hér inni.

  Aðrir leikmenn sem hafa heillað mig eru hinir rándýru en virkilega spennandi kostir Alexi Sanchez og Edin Hazard, hef samt aldrei séð þá spila en maður hefur heyrt það mikið gott um þá að þeir hljóta bara að vera góðir.
  Ég verð líka að vera sammála Birki hér að ofan um Christian Eriksen, er ég nú búsettur í Danmörku núna og halda Danir ekki vatni yfir þessari vonarstjörnu sinni og sá ég hann einnig í landsleiknum gegn Englandi þar sem hann var algjörlega frábær og stóð upp úr danska landsliðinu.

  Einnig ef Reina myndi fara þá er ég langspenntastur fyrir Manuel Neuer og Hugo Lloris og vil ég sjá annanhvorn þeirra í hans stað.

  Leikmenn sem mættu svo alveg hypja sig væru arfleiðin hans Hodgson fyrir utan Meireles og gæti ég lifað með að gefa Cole séns og hafa hann sem “subersub” en ég myndi heldur ekkert gráta hann. Einnig eru leikmenn eins og Kyrgiakos og Ngog tæpir á lista hjá mér.

  Svo má losa okkur við alla lélegu lánsmennina sem við eigum eins og Degen og El Zhar ef þeir eru ekki farnir nú þegar.

  Sé þá byrjunarliðið einhvern veginn svona útlítandi:

  ——————-Reina/Neuer———————
  G.Johnson—–Cahill———Agger———-Baines
  ————————Lucas————————-
  ————–Gerrard——Meireles/Adams——–
  —–A.Johnson—————————Suarez——
  ————————Carrol—————————-

  Þá eigum við slatta af góðum leikmönnum á bekknum eins og Young, Kelly, Kuyt, Spearing, Carra og einhverjir fleiri. Þá getum við spilað alvöru Benitez rotation system.

  Þetta er svona það helsta sem ég væri til í að sjá gerast í sumar og sem ég tel vera heitustu bitana.
  Eins og sést líka á þessu eru margir enskir leikmenn þarna en ég er mjög hlynntur því að kaupa góða enska leikmenn inn í liðið og vera með enskt lið.

 34. Úff, sjaldan eða bara aldrei, hefur einhver skrifað hér innlegg sem ég er jafn hjartanlega sammála og númer 36 hér að ofan. Varstu eitthvað að krukka í heilanum á mér? (og já þið brandarakallar, ég er með einn slíkan, þannig að Babú, slepptu þessu kommenti sem þú ert að fara að skrifa).

 35. Nr. 36. Það er nokkuð til í þessu hjá þér. James Tomkins er samt að mínu mati alveg skelfilegur leikmaður.

  Held að við munum samt aldrei reyna að fá Pirlo, það er ekki hluti af stefnu FSG að fá inn menn á þessum aldri og borga þeim 150-200k á viku, en spurning með Chelsea og City.

  Lloris er flottur markmaður, en samt hefur mér hann fundist vera dálítið óöruggur. Ég myndi miklu frekar vilja fá Neuer sem ég tel þó vera óraunhæfan kost, spái því að Bayern splæsi í hann í sumar. Bastian Sweinsteiger tel ég einnig vera óraunhæfan kost en það væri auðvitað algjör draumur að fá hann.

  Christian Eriksen verður held ég aldrei keyptur nema að Aquilani verði seldur, ég tel okkur þó hafa meiri not fyrir Hazard en Eriksen. Hazard hefur meiri sprengikraft. Annars tel ég það nú ekki brýnast að kaupa sóknartengilið. Alexis Sánchez, Ashley Young og Adam Johnson eru frekar menn sem okkur vantar. Ég veit ekki með Afellay, að nota hann á kantinum er svipað og að nota J.Cole á kantinum, við höfum séð hvernig það virkar og Afellay er ekki betri AMC en Gerrard og meireles.

 36. C.Adam er málið. Þessi maður er að spila stórkostlega í liði sem ekki er með stjörnur í hveri stöðu. Hann er að dreifa boltanum vel og er vinnur samur.

  Ég gæti séð Adam í fallaga rauða Liverpool búningnum á næsta tímabili gera frábæra hluti með sterkari samherjum.

 37. Menn hér eru eins og alltaf að standa sig HRIKALEGA vel í umræðum og margt flott komið fram.

  Innlegg #36 er hrikalega mikið mín skoðun – nema með Leighton Baines! Maðurinn er ALLS EKKI virði 10 milljón punda, það er LANGUR vegur frá því í mínum huga. Við eigum að fá Coentrao og semja aftur við Insua, við eigum svo langtímalausnina í unglingaliðinu, leikmann sem heitir Jack Robinson. Baines má alveg vera áfram blár finnst mér, viðurkenni það að ég skil bara ekki ást manna á honum.

  En annað skrifa ég algerlega undir, sérstaklega Eriksen sem er hrikalega spennandi.

  En aðeins að Matt Jarvis. Við áttum í MIKLUM vandræðum með þennan strák á Anfield, öskufljótur og góður krossari. Held meira að segja að hann hafi leikið sem vinstri bakvörður í upphafi ferilsins. Wolves er að mínu mati lið sem hollt er að horfa til með leikmenn. Stjórinn er bölvað naut en hefur byggt upp lið sem reynir að pressa og vinna með hraða. Hræðast ekkert og með höfuðið hátt. Þessi strákur er fínn kostur finnst mér, búinn að sanna sig í ensku deildinni og í raun held ég að hann sé kominn langleiðina fram úr A. Johnson hjá enska landsliðinu.

  Adam og Cahill vill ég sjá, en er hræddur um að Ashley Young verði á OT næsta tímabil.

  Vildi svo að ég hefði sömu sannfæringuna og Steini með Pepe karlinn. Held þó að Pepe sjái hvaða leikmenn verða komnir til félagsins 1.ágúst og taki ákvörðun út frá því. Því miður held ég að hann sé litaður af Xabi/Masch/Torres syndróminu, um mennina sem að eru stoltir af að spila með LFC, en litu ekki á það sem lífsstíl, heldur skref í átt að eigin frama og vilja leita annað til að vinna titla.

  Því miður, því ég elska drenginn.

  Hugo Lloris er klárlega sá sem ég vill fá í hans stað, EF hann fer.

 38. veit einhver hvernig maður kemst á trial hjá U-16 ára liði Liverpool FC ? hef áhuga á að komast þangað eftir 2 ár, er hugsanlega að flytja þangað 2012

 39. Sorry, yfirsást greinilega eitt í númer 36, sama og Maggi kemur inn á hér að ofan. Baines, Coentrao væri draumur í dós, Baines blár áfram takk.

 40. C. Adam er klárlega málið.
  Hann er svona seinasti hlekkurinn í miðjuna okkar. Eigum þá Gerrard, Meireles, Lucas og Adam og jafnvel Spearing.
  Getum kannski ekki notað þá alla í einu en so what. Menn meiðast og eins verður að dreifa álaginu. Núna þegar Gerrard er meiddur getum við ekki stillt upp okkar bestu miðju en ímyndið ykkur ef C. Adam kæmi þarna inn í staðinn. Hann er allt í þessu Blackpool liði, þvílíkur dreifari (fótboltaterm, ekki einstaklingur sem búsettur er utan höfuðborgarsvæðisins) og skotmaður.
  Þess utan vantar okkur eftir sem áður kantara, miðvörð og vinstri bak.

 41. Adam væri frábær, en hann sagði að hann vildi ekki yfirgefa Blackpool(en það var Fernan… mann ekki hvað hann hét, að segja líka viku áður en var orðin blár!)
  Young væri dásamlegur, hann er fljótur, með fín föst leikatriði… En hann vill fara til Man utd.
  og Baines….. NEI TAKK!!!

 42. Neuer það er markmaður sem við ættum að fá ef hann Reina fer

  1. Hann er markmaður sem er í meðalliði og ver allavegana 5 sinnum í hverjum leik einhverjar heimsklassa vörslur
  2. Hann hefur ekki átt neinn lélegan leik á þessu ári sem ég hef séð hann er búinn að vera stabbíll allt árið ( 3ár í röð ) fylgjist nánast með hverjum og einasta leik í Bundesliguni.
  3. Hann er besti markmaður í heimi.
  4. Ef ekki hann þá vil ég fá Rene Adler ( leverkusen )
  5. Ef ekki þá ,,, þá vil ég hann Lloris

 43. menn eru mikið að tala um breskan kjarna í liðið sem mér líst mjög vel á en vandamál síðustu ára er bara að svona lala enskur knattspyrnumaður er verðmetin svipað og góður leikmaður af meginlandinu þess vegna verða menn að fara mjög varlega í þetta.
  Til rökstuðnings þessu vill ég meina að bara eitt dæmi sem stendur okkur mjög nærri er Glen Johnson sem hefði aldrei verið fengin á þessu verði með sína hæfileika ef ekki væri um englending að ræða

 44. Liverpool ætlar að berjast við Manchester United um að fá Ashley Young frá Aston Villa. Matt Jarvis hjá Wolves, Gary Cahill hjá Bolton og Charlie Adam hjá Blackpool eru einnig á óskalistanum hjá Liverpool en Young er í efsta sæti þar í sumar og fá insua úr láni og fá kannski
  Jesus Navas í staðin fyrir Joe Cole og að fá Mats Hummels leikman Borussia Dortmund og reina líka að fá Lucas Barrios í staðin fyrir David Ngog,
  og fá lass Diarra eða Fernando Gago í staðin fyrir Christian Poulsen.

  selja Sotirios Kyrgiakos,Paul Konchesky,Christian Poulsen,Milan Jovanovic,David Ngog,

 45. Er einhver sem saknar torres en þa?

  ég vona ekki neinn sakni torres því Luis Suarez er fokkin góður.

  en ég vona að liði á næstu leiktíð verði svona,

  ——————-Reina/Neuer———————
  G.Johnson—– Neven Subotic ———Agger———Baines
  ————————Lucas————————-
  ————–Gerrard——Meireles——–
  —–Ashley Young —————————Suarez——
  ————————Carrol—————————-

  Þá eigum við slatta af góðum leikmönnum á bekknum eins og Kelly, Kuyt, Spearing, Carra,A.Johnson

 46. Af hverju eru menn svona mikið á móti Baines? Er það bara af því hann er Everton maður? Hann er með 2 mörk og 11 stoðsendingar í 30 leikjum í úrvalsdeildinni í vetur. Ég myndi taka því í vinstri bak any day.

 47. Menn tala nú bara hérna eins og menn bíði í röðum að komast til Livepool. Held að það séu margir klúbbar að berjast um bestu bitana næsta sumar og við getum sennilega ekki boðið uppá evrópukeppni sem er stór mínus.

  Það hefur svo komið fram að Neuer er ekki að fara til englands.

  Varðandi Young þá Því mður er Manchester stærri klúbbur í auknablikinu og menn vilja væntanlega fara þangað ef þeir fá kost á því á annað borð. Held við keppum ekki við þá á leikmanna markaðnum nema að yfirborga leikmenn. Það góða við þetta er að gamli rauðnefur er hrikalega þrjóskur og gæti neita að taka upp veskið ef honum finnst upphæðirnar vera komnar út og suður.

  Þurfa city ekki líka að bæta við enskum leikmönnum til að vera gjalgengir í Meistaradeildina ? Þeir gætu barist um einhverja enska bita næsta sumar.

  Mér líst virkilega vel á að fá hund eins og C. Adam í liðið og vonandi gengur það upp. Við verðum svo bara að styrkja þessa vörn okkar. Held að það sé verkefni númer 1.2 og 3.

  En maður er spenntur fyrir sumrinu og er vongóður að gamla stórveldið heilli enn menn og þeir sjái framtíð í að koma til Liverpool í dag.

 48. Ég er samt ekki alveg hlynntur því að selja gríska tröllið Kyrgiakos. Allaveganna finnst mér eins og að hann sé ánægður að vera bara squad player, og gott að eiga hann inni ef meiðsli hrjá okkur á næsta season. Fínt að hafa mann í hópnum sem vælir ekki yfir því að sitja á bekknum.

  Verðum samt að splæsa í topp miðvörð!

 49. Mikið rosalega er gaman að lesa/skrifa um leikmannakaup! gerir mann ennþá spenntari fyrir sumrinu.

 50. Hmm Reina og Reina.
  Það yrði hrikalegur missir ef hann færi og klárt að mínu mati að það yrði erfitt að “repleisa” hann með einhverju móti, á meðan LFC er fyrir utan Evrópukeppnir. Það hefur verið margoft rætt á þessari síðu að topp leikmenn vilja ekki koma í lið sem eru ekki í CL eða UEFA cup. Að missa hann yrði áfall fyrir liðið.

  Þess vegna held ég að LFC þurfi að klára ákveðin mál áður en lengra er haldið. Þau eru öll stjórnunarlega eðlis og stefnumarkandi svo menn (leikmenn) hafi trú á því að það sé vitrænt að koma til LFC.

  1) Hver verður stjórinn? Mikið hefur verið rætt um að KK verði boðinn samningur. Menn munu bíða rólegir til að sjá hver verður stjórinn og sjá hvaða áherslur hann hefur. Þú munt ekki taka stefnumarkandi ákvarðanir ef þú veist ekki hver stýrir liðinu. Að mínu viti yrði það stórslys ef KK yrði ekki stjórinn og ég held að það hljóti bara að vera frágangsmál að hann verði fastráðinn ef það má orða það svo.

  2) Hvað ætlar FSG með liðið? Munu þeir vilja eyða peningum í fullmótaða leikmenn eða bara kjúklinga og taka sjensinn? Þeir “meintu það” klárleg í janúarglugganum og ég held að þeir muni halda áfram. Fyrir utan Gerrard, Kuyt og Carrager eru engir aðrir orðnir eldri en 30 ára sem skipta máli og því ljóst að efniviðurinn er mikill. Þó er þörf á fleiri virkilega góðum og hæfileikaríkum leikmönnum sem eru fullmótaðir ef við eigum að sjá LFC aftur í Evrópukeppni. Mitt mat er að FSG ætlar að fjárfesta í liðinu og koma því í CL vorið 2012 en til þess þarf bætingu í leikmannahópnum.

  Það má vel vera að þessi Tommó hafi einhverjar heimildir og þær séu á þann veg að Reina vilji fara þar sem hann er ekki í liði í CL. Eina enska liðið sem ég sé hann fara í er Arsenal hann er of gáfaður til að fara í Man U. Ef hann gerir það verður mannfjandinn andsetinn til eilífðar. Það fer enginn beint úr LFC í Man U ! En ég veit að rauðnefur vill fá hann klárt í liðið sitt og hann gæti gert rosalega góðann samning þar, en Man U er bara á leiðinni á hausinn eins og LFC var að gera áður en FSG keypti þá þannig að það væri flan að fara þangað. Ergó Arsenal yrði endastöðin hans.

 51. Mig langar að koma með tvo punkta hér. Nú sit ég þetta fallega föstudagskvöld yfir bókum sem og leik Slóveníu og Ítalíu. Aquilani er að spila þar og er bara búinn að eiga ágætis leik. Hann er allavega leikmaður sem við “eigum” og spilar fyrir landslið Ítalíu! Af hverju erum við ekki að nota leikmanninn! En það er bara svona vangaveltur hjá mér.

  En eins og bent er á að þá eru ekki miklar líkur að við fáum alla þá leikmenn sem við viljum! Hinsvegar verð ég að segja að með Kenny Daglish (sem verður vonandi næstu árin) sem stjóra og með þá uppbyggingu sem virðist vera að fara eiga sér stað hjá Liverpool þá held ég að leikmenn sem eru enn ungir gætu alveg haft áhuga að koma til Liverpool frekar en til liða eins og United, Chelsea eða Arsenal. Horfa kannski lengra en bara næsta tímabil! Vona það allavega 🙂

  Ég hef einnig verið að hugsa mér lið á næsta ári sem væri draumur. Smá FM fýlingur í þessu en jæja, skoðum þetta:

  Reina (Langar ekki að hugsa lengra eins og er)
  G. Johnson – Cahill – Agger – Baines/Fábio Coentrão
  Sanchez – Gerrard – Adam – Hazard/Young
  Luiz Suarez – Andy Carroll

  Bekkur: “Markvörður” – Carra – Meireles – Kuyt – Aquilani/Lucas – “Sóknarmaður (ekki Ngog)” – Insua

  Bíðið .. ætla losa legvatnið sem safnaðist upp við það eitt að skrifa þetta!!!

  En þegar öllum draumórum er sleppt þá vitum við allir að þetta verður aldrei svona! Þeir munu aldrei kaupa þetta marga stóra leikmenn! Við höfum séð það að Daglish er gífurlega hrifinn af Jonjo Shelvey, Martin Kelly og Spearing. Hann virðist einnig mjög sáttur með Lucas og Kuyt. Ég sé hreinlega ekki fyrir mér að Comolli og Daglish kaupi það marga leikmenn að þessir ungu strákar detti nánast alveg út. Hann kaupir pottþétt kantmenn því hingað til hefur Kuyt + miðjumenn nánast leikið á kantinum. Ég sé Comolli og Daglish ekki kaupa miðjumann nema það sé Adam þar sem þeir virðast elska hann. Held að það sé e-ð svipað á ferð með miðvörð. Hann er sáttur með að hafa Carra/Agger/Skrtel/Kyrgiakos sem sína varnarmenn nema að hann fá akkurat þann leikmenn sem hann eltist eftir.

  En fyrst og fremst þurfum við kantmenn og set ég Sanchez, Hazard og Young alla í fyrsta sætið! Ef einn af þeim kæmu væri ég miklu meira en sáttur! Einnig væri ég til að sjá frekar Fábio Coentrão vegna hraða hans og hversu sókndjarfur hann er! Ef við höfum Glen Johnson og Coentrão í sitthvorum bakverðinum get ég lofað því að við erum sóknardjörfustu bakverðina!

  Læt mig dreyma og get ekki beðið eftir sumrinu!!!

 52. Þakka hlý orð í minn garð spurning hvort maður fari að skrifa meira hérna inná þar sem maður skoðar þessa síðu oft á dag.

  En að leikmannamálunum þá sé ég að menn hafi mest á móti Baines á listanum hjá mér og sýnist eins og það sé mikið útaf því að hann sé Everton-leikmaður.
  Þá er hann samt virkilega góður enskur leikmaður og hefur eins og Grétar segir hér að ofan átt 11 stoðsendingar í vetur svo hann kann að senda fyrir.
  Ég sé hann alveg fyrir mér í hyllingum koma með sendiferðir upp vinstri kanntinn dælandi boltum á Carrol.

  Margir hérna hafa bent á Coentrao og hefði ég svo sem ekkert á móti honum en mér finnst hann vera fulldýr fyrir minn smekk 20+ milljónir fyrir vinstri bakvörð frá Portúgal á meðan við getum fengið enskan vinstri bakvörð frá Liverpool á um 10 milljónir, sem ég sá einnig að var Liverpool aðdáandi.
  Tel að peningunum sé betur eytt annarsstaðar.

  Einnig sagði maggi í 38 að það væri ekki stefna Liverpool að fá til sín gamla leikmenn eins og Pirlo, og er ég í raun alveg sammála því en langaði bara að henda inn öðrum möguleikum með Adam þarna inn og aðeins að skoða hverjir væru á lausu og hef ég alltaf verið aðdáandi Pirlo.

  Með Tomkins viðurkenni ég nú að ég þekki ekki mikið til en fannst hann standa sig vel á móti okkur og svo er hann ungur og enskur og því allt í lagi að líta á hann þó hann sé alveg klárlega ekki efstur á lista hjá mér.

  Hef líka tekið eftir að menn hafa verið að segja að það sé ekki raunhæft að við fáum alla þessa leikmenn og það er alveg klárt mál að við erum ekki að fara að bæta við okkur 15 leikmönnum sem allir kosta 20 mill.
  En eigendurnir og Commolli hafa allir sagt að við munum bæta við okkur í sumar og tel ég því raunhæft að búast við 4-6 nýjum andlitum í sumar.
  Ég er nokkuð viss um að það voru ekki margir sem bjuggust við að við myndum fá Suarez og Carrol í janúar en þeir eru nú hérna þannig að það er alveg góður möguleiki á að við munum fá að sjá einhver spennandi 20 mill+ andlit í sumar.

  En ef ég renni aðeins yfir listan sem ég var með hérna áðan og skoða hvort það sé raunhæft á að við fáum þá leikmenn.

  Baines: Tel að það sé fínn möguleiki á að hann komi sá einhversstaðar að hann væri púllari og tilboð upp á 8-10 millur ætti að vera nóg til að fá hann yfir ána.

  Cahill: Er að spila með Bolton núna sem er töluvert minna félag en Liverpool þannig ég tel að hann myndi vilja koma, spurning með samkeppni en ég veit ekki afhverju hann ætti að vilja fara til Arsenal t.d. frekar en okkar, það ætti bara að vera eitt ár án evrópukeppni (hef samt enn fulla trú á að við náum inní einhverja evrópukeppni) og síðan ættum við að vera á sama stalli og Arsenal. Gæti samt kostað uppí 20 mill. en það ætti ekki að vera mikið vandamál ef við viljum virkilega fá hann.

  Adam: Tel mjög líklegt að hann vilji koma og að hann komi og verður verðið örugglega í kringum 10 mill. Eina sem getur komið í veg fyrir þetta er Harry Redknapp en ég tel samt að hann komi til okkar vill spila fyrir skemmtilega skotan okkar.

  A. Johnson: Hefur held ég ekki verið fastur byrjunarliðsmaður hjá City og tel ég alveg líkur á að hann grípi tækifærið ef það býðst um að fá að spila reglulega, ætti að kosta um 15 mill.

  A. Young: Er pottþétt að fara frá Villa en hef slæma tilfiningu fyrir því að hann endi á Old Trafford en er 90% viss um að við munum reyna að fá hann í sumar og að tilboði okkar verði tekið þannig það er bara spurning hvort hann vilji koma til okkar eða scums. Ætti að kosta um 15 mill.

  Þannig að þetta eru 5 leikmenn sem myndu samtals kosta um 70 milljónir síðan ættum við að fá kannski um 20 milljónir fyrir selda leikmenn, þannig eigendurnir myndu blæða um 50 mill. úr eigin vasa sem ég tel alveg raunhæft.

  Þannig hvort þetta rætist eða ekki þá verður nóg að gerast í sumar hjá okkur og verða einhverjar breytingar á leikmannahópnum.

 53. 52. Grétar Amazeen og ekki gleima að flest mörkin úr aukaspyrnum.og er með mjög góðan vinstri fót og sækir mjög mikið upp katin og getur sett bolta á carrol.

 54. Reina hefur sagt að ef hann væri í annað lið, vildi hann frekar vera áfram á Englandi. Þannig að einu liðin sem eiga eftir að eltast við hann eru:

  1. Man Utd
  2. Arsenal

  Klásúla í samningi Pepe, ef rétt er haft eftir netmiðlum, segir að hann sé falur fyrir 22 Milljónir punda. Wenger er ekki þekktur fyrir svo dýr kaup en Fergie er hins vegar til alls líklegur.

  Ef Pepe fer til annars liðs á Englandi eru yfirgnæfandi líkur á því að United verði það lið.

  Ég er þeirrar skoðunar að Pepe sé besti markmaðurinn í boltanum í dag. Mér finnst hann betri en jafnvel Casillas. Það eru hinsvegar nokkuð margir frábærir markmenn á markaðnum í dag sem hægt væri að skoða, en bottom línan verður alltaf sú sama… Ef Reina fer, er höggið stórt skarð í liðið. Það er samt ekki þar með sagt að ekki verði hægt að fylla upp í það skarð…

  Liverpool á að gera allt sem þeir geta til að sannfæra hann um að vera, en ef það er ekki hægt eiga þeir að fá besta manninn mögulega í staðinn. Svo er ég verulega ósáttur við þessar klásúlur í samningum. Allavega er ég hundóánægður með að fá bara 22 millur fyrir Reina, þó að markmenn séu oftast verðlagðir lægra en aðrir leikmenn.

 55. 45.
  Skil þig vel með Suarez. Var uppáhaldsleikmaðurinn minn á HM með rosalega tækni, snerpu og vinnusemi.
  En skoðaði video meðonum um daginn, og þetta líka, og sé hann geta allt… nema koma boltanum fyrir markið. Finnst alveg nóg að eiga kyut til þess.
  Treysti samt alveg clark og kenny að kenna honum slíkt og myndi glaður fá hann, sem og flesta af þeim 70 sem orðaðir eru við liðið.
  Gaman að sjá A.Johnson líka á listanum, og spurning hvort ekki verði spæst í c.Wickham sem 3ja senter.

 56. Hef verið að fylgjast nokkuð með Alexis Sanchez enda er Udinese mitt lið í Ítalska boltanum. Þessi drengur er ROSALEGUR!!!! þvílíkt tækni og fáranlega hraður, Með Suarez og Sanchez sem kantara verður Liverpool meistari, sama hverjir verða inná vellinum með þeim.
  Udinese eru að standa sig alveg ótrúlega vel á Ítalíu í ár og eru í baráttu um titilinn og eru nokkuð öruggir með CL sæti. Þannig að spurningin er hvort Sanchez myndi vilja yfirgefa Udine ,held að það sé það sem strákurinn vill, fyrir eitthvað stór lið í evrópu.
  Ef hann fer í annað lið skal ég lofa ykkur að hann verði alls ekki ódýr, myndi halda að 35 millur væri algert lágmark!
  Persónulega myndi ég alveg tíma heilum 50 millum í hann og borga þær með bros á vör!

 57. ég gett ekki beðið til sumars að sjá hvað Daglish gerir í leikmana kaupum.

  en besti varnarmaðurin er agger en hann er alltaf meiddur sem er ekki gott en leikmenn eins og
  Christian Poulsen er bara ekki næilega góðir og mér fynnst hann bar leiðilegasti fótboltamaður í
  heiminum og fá bar leik menn eins svo Xabi Alonso, maskerano.

 58. Varðandi ummæli um Reina hérna að ofan; enginn markvörður er í heimsklassa ef hann hefur ekki varnarmenn fyrir framan sig. Jussi Jaskalainen, Brad Friedel, eru heimsklassamarkmenn, þegar vörnin virkar.

  Kaupa varnarmenn og Gulaczi má vera í markinu. Schmeichel var hræðilegur þegar varnarmenn voru lélegir.

 59. Alexis Sanchez finnst mér vera soldill einspilari og vill frekar gera hlutina sjálfur.

  Sá sem horfir á hann reglulega endilega segðu okkur hvort þessi leikmaður passi í ‘pass and move’ og geti gefið góða krossa ?

 60. Skil ekki menn sem stilla upp liðinu þannig að Suarez sé vængmaður, jafnvel í 4-3-3, hann á að vera frammi, hann þarf að vera mikið í boltanum og það væri synd að henda honum á vænginn, hann er frábær í því hinsvegar sem striker að draga sig útí annan hvorn vænginn, þannig á hann að spila og ég held að Dalglish viti það líka…

  Þeir sem eru ekki spenntir fyrir C Adam ættu að fara að horfa á leiki með Blackpool. þvílikar sendingar og þvílikar aukaspyrnur, væri ekki slæmt að hafa Suarez, Gerrard og Adam við boltann á Anfield þegar við eigum aukaspyrnu á góðum stað. Adam er líka winner og ég væri til í að sjá hann í fallegur rauðu treyjunni..

  í sumar væri ég til í að fá : A Young, L Baines, Cahill eða Maxex og jafnvel einn frábæran vængmann í viðbót og ég vona innilega að Reina verði áfram.

 61. jóhann guðmunsson #64

  ég veit um allavegana 3 heimsklassa markverði sem hafa ekki góða vörn fyrir framan sig og það eru Lloris, Neuer , Rene Adler… þessi lið Lyon , shalche og leverkulnsen eru ekki með góðar varnir en samt eru þeir þeitt af 5 bestu markmönnum heims (Neuer,Lloris,Adler).

 62. Skil ekki af hverju er verið að tala um að kaupa alla þessa Breta. Það er ekki eins og bresk knattspyrna hafi verið hátt skrifuð að undanförnu. Þurfum bland í poka.

 63. ég hef verið að velta fyrir mér uppá síðkastið að allir segja að Lfc sé á uppleið en eigi þó nokkuð langt í land en var ekki aðalvandamálið stjórinn við höfum verið vel samkeppnishæfir í deildinni síðan í janúar þrátt fyrir að okkar stærsta stjarna sé frá meira eða minna vegna leikbans og meiðsla, ég er ekki að segja að það þurfi ekki leikmenn þá sérstaklega kantara og miðvörð að mínu áliti, heldur að ef við fáum klassa leikmenn í þessar stöður gætum við alveg velgt þeim á toppnum(ætlaði að segja þeim stærstu en við erum það að sjálfsögðu) verulega undir uggum.

 64. Lloris er betri en Adler að mínu mati. Neuer vill ekki koma til Englands strax þannig hættið að spá í honum.

 65. já þetta er fallegur listi sem er þarna á ferð í kommenti 1, þegar maður les yfir listann hlakkar til í manni fyrir sumarið. Hver og einn hefur sinn óskalista, en ég held að það verði mikill breyting á hóp liverpool í sumar. 4-6 leikmenn verða keyptir. Minn óskalisti er svo hljóðandi.
  Baines – er með frábæran vinstri fót og ágætur í vörn. Myndi klárlega hjálpa Carroll mikið að fá krossa frá honum.
  Cahill – Er frábær miðvörður að mínu mati, fínn spilari og góður skallamaður.
  Adam – Þeir leikir sem ég hef séð er hann frábær, sendingargetan snild stutt eða 40metra boltar. Staðsettningar hjá honum eru snild og tapar ekki mörgum tæklingum.
  Young – þarf lítið að ræða hans getu. Allir tala um að Man utd séu búinir að fá hann, það verður erfitt fyrir hann að ýta Valencia eða Nani útúr liðinu, svo er King Kenny kominn aftur og ég held að hann velji rétt í sumar.
  Hazard – snildar leikmaður þessa leiki sem ég er búinn að sjá, vísu ekki nema 4. Er ungur og á eftir að vera miklu betri. Hraðinn er svakalegur, tæknin mjög góð, sendingar mjög góðar og skotin eru góð.

  En aðsjálfsögðu teysti ég Kónginum og Comolli fyrir að velja rétt í sumar, allavega er ég ennþá að bleiku skýi eftir janúar. Suarez og Carroll eru snildar kaup.

 66. Mér finnst fínt að fá eins og 3 til 4 breska leikmenn til LFC í sumar. Menn sem skilja meira hvað það að spila fyrir LIVERPOOL þýðir. Adam, Cahill og Young væri frábært. Þrjá til fjóra leikmenn til viðbótar svo væri frábært. Ég vill endilega gefa Cole eitt tímabil til viðbótar , en Poulsen, jovanovic,Ngog, Aurelio, El Zhar og Degen út.

 67. Langaði að benda mönnum á það að þeir sem hafa tök á að horfa á Goals on Sunday á Skysport 1 á morgun ættu að gera það því Steven Gerrard og Jamie Carragher verða gestir þáttarins. Þátturinn byrjar klukkan 10:00 á morgun

 68. Ég vil einfaldlega bara einn mann heim og það er hann Fowler!
  Folwer heim!

 69. Þessir Redmen strákar eru snillingar. Fyndið þegar hann segir frá þegar hann sá Kónginn efst í stiga og þá heyrðist í höfðinu hans guðdómleg tónlist 😀

  Öfunda hann ekkert smá en þetta hefur verið draumur minn síðan ég man eftir mér.

 70. Ég vona að ég verði ekki skotin í kaf. En ég gæti alveg hugsað mér að fá mcgregor frá rangers ef reina fer.

 71. Heilir og sælir, félagar!
  Ég gef mig ekki út fyrir að vera sérfræðing í knattspyrnu. Skrifa sjaldan á þennan prýðilega vef en les hann reglulega. Fyrir rúmu ári var Torres að þorna endanlega upp og hálfgerð örvænting í gangi hér á þessum stað og sama efni til umræðu; hvernig er hægt að bæta leikmannahópinn? Sérfræðingarinr hentu á lofti nöfnum og voru ýmsir nefndir. Mér fannst sem sérfræðingarnir væru full þröngsýnir í sinni leit og sviðið ekki skoðað í heild. Ég spurði hvort mönnum hafi virkilega ekki dottið í hug að skoða heitasta framherja Evrópu um þessar mundir, Úrugvæan Luis Suarez sem þá lék með Ajax í Hollandi. Það var afskaplega fálega tekið undir þessa hugmynd mína. Mig minnir að það hafi einhver einn bent á að hann væri ekki inni í myndinni af einhverjum ástæðum. Ég held helst að þessi manneskja hafi svarað mér eingöngu fyrir kurteisissakir. Þetta var greinilega heimskuleg hugmynd að mati sérfræðingana og ég hélt henni fyrir mig. En viti menn. Comolli og Kenny hafa verið sömu skoðunar og ég og keyptu drenginn. Framhaldið þekkjum við. Og nú láta allir hér eins og þeir vilji þessa “Lilju kveðið hafa”. Ég skal fúslega taka það að mér að benda á álitlega framtíðarleikmenn fyrir okkar ástkæra félag.

 72. Góður Júlíus, ég bíð spenntur eftir næstu ábendingu. Man reyndar ekki eftir umræðunni, en trúi þér vel, en ég hef verið spenntur fyrir Suarez lengi, en var ekki mjög vongóður með að næla í hann. Gott mál og komdu með nöfnin.

 73. Skil ekki hvað sumir eru að missa sig yfir því að nota suarez sem kantmann hann er striker og á bara heima þar kuyt er nú búinn að sýna það að hann er duglegur á kantinum en bara ekki nógu góður að setja hann fyrir það ætti náttúrulega bara að hafa suarez og carroll frammi og a jhonson á vinstri og young á hægri svo raul og gerrard a miðjunni bara vitleysa að hafa striker á kantinum

 74. Annars eru margir sem heilla mann á þessum leikmannalista kannski helst að það verði einblínt á ensku mennina svo kannski ef það klikkar þá verður hugsað meira um hina en það væri flott að fá baines,a jhonson,young,cahill eða þá micah richards allt flottir leikmenn
  bara helst að það verði selt poulsen,ngog,j.cole og fleiri ngog er til dæmis bara ekki nógu góður sóknarmaður i þetta lið spurning um að gefa j.cole smá sjéns fram í janúar 2012 hver veit svosem hvað gerist ég persónulega vona að aquaman komi aftur i sumar

 75. Ég vona að KKD fái að fara í smá Manager leik í sumar, því þess er svo sannarlega þörf, það er alveg morgunljóst!

  Ef ég væri að starfa save-i fyrir tímabilið 2011-2012 (sem ég er að fara að gera bráðlega 😉 þá myndi ég gera eitthvað á þessa leið:

  Losa félagið við farþega:
  NGog – keyptur á eina milljón en ekki nægilega góður, teldist gott að fá 2-3 fyrir hann í dag.
  Cole – óheppinn með meiðsl, en heppinn með mánaðarlega launatékka. Of mikil byrði.
  Jovanovic – fenginn á free transfer, væri ágætt að cash-a 1 milljón fyrir þennan ónytjung.
  Poulsen – þarf að útskýra þetta?
  Konchesky – þarf að útskýra þetta?
  Aurelio – hrifinn af spyrnugetu hans en hann er gamall og allt of oft meiddur.

  Menn sem eru á mörkum en ég myndi ekki vilja henda of snemma frá mér:
  Maxi – ágætis squad player, en ekkert meira en það. Fínn upp á breiddina.
  Spearing – Er ekki hrifinn af honum en væri til í að hafa hann eitt season í viðbót. Plús að það er ekki hægt að gera of margar breytingar.
  Kyrgiakos – Einfaldlega tæpur útaf skort á hraða og það er ekki að fara að batna með árunum. Frábær skallamaður hins vegar.
  Reina – besti markvörður deildarinnar og myndi vilja halda honum en ef hann vill fara þá er lítið sem ekkert hægt að gera. Eins leiðinlegt og það er.

  Innkaupalistinn, sem ég ætla að halda eins raunverulegum og ég get en þó fær huginn að reika aðeins:
  Baines – FRÁBÆR bakvörður með hrikalegar fyrirgjafir. Veisla fyrir Carroll. Væri þó erfitt að sannfæra Moyes um að selja hann yfir á Anfield (plús: breskur).
  C. Adam – Breiddin verður að vera góð á miðjunni en Adam myndi gera tilkall til byrjunarliðssætis í hverri viku. Frábær spilari og auk þess er hann leiðtogi (plús: breskur, leiðtogi). Nokkuð ljóst að Holloway verður að sleppa honum í sumar.
  Ashley Young – Hef viljað sjá þennan koma í um það bil fimm ár. Mjög hrifinn af honum. Ef eitthvað lið þarf kantmann þá er það okkar lið (plús: breskur, leiðtogi).
  Cahill – Sterkur og dóminerandi miðvörður. Væri flottur í næstu árin með Agger ef hann drullast til að haldast heill (plús: breskur, leiðtogi).
  Sanchez – frábær leikmaður sem mætti koma ef ég væri með fulla vasa af seðlum. Mætir afgangi samt sem áður og er ekki forgangsatriði en ég hef mikla trú á þessum. Hann fer langt.
  – Ég geri mér samt grein fyrir því að þessir gætu allir komið 😉

  Liðið gæti þá litið svona út:
  ————-Carroll————-
  Suarez——————-Young
  ————Gerrard————
  —–Meireles——Adam——
  Baines-Cahill–Agger-Johnson
  ————–Reina————-

  “Sterkir” menn á bekk: Lucas, Kelly, Kuyt.
  Ungir efnilegir sem fá sénsinn: Suso, Pacheco, Jonjo, Wilson, Spearing.

  Minn draumaheimur. Er okkur ekki annars leyfilegt að dagdreyma smá?

 76. Væri alveg hrikalega klár í Jesus Navas og Ashley Young. Ásamt Cahill eða Shawcross, og einnig hallast ég í áttina að Charlie Adam, gef fulla trú á því að hann geti orðið næsti McCallister.

 77. Svo ég svari kannski Júlíusi Brjáns, btw elskaði þig í heilsubælinu, að þá hef ég persónulega alltaf vitað vel af Suarez og hefði mjög mikið viljað fá hann eftir HM. Maður einhvernvegin var ekki að sjá það gerast að Liverpool væri að fara að berjast um eins feitan bita á markaði eins og hann var þá svo sannarlega. Ekki miðað við það eignarhald sem var á Liverpool á þeim tíma. Það eru mörg ár síðan maður heyrði fyrst af áhuga Manchester United af þessum frábæra leikmanni og núna er hann komin til Liverpool! Mikið afskaplega er ég glaður með það!

  En hvað varðar framhaldið þá er ég spenntur að vita hvaða leikmenn þú leggur til að Liverpool kaupi. Væri gott að fá það á blað svo maður viti hverju maður má eiga von á :=)

  Efstur á mínum óskalista er Alex Sanches hjá Udinese. Menn halda ekki vatni yfir þessum manni og það er nánast öll helstu stórlið Evrópu á eftir honum. Hann verður fáránlega dýr en mig grunar sterklega að Liverpool sé að fara að eyða grimmt í sumar, verði mögulega eina liðið sem að hefur áhuga með nægt aðdráttarafl og fjármuni til að kaupa hann. Maður má allavega vona. Ég hugsa að hann muni kosta allavega 30 milljónir punda. Svoleiðis fjármuni eiga fá lið núna og svo virðist vera að Liverpool sé eitt af þeim, eða í það minnsta eigendur liðsins.

  Númer tvö á mínum lista er Eden Hazard. Þessi drengur er hrikalega góður þrátt fyrir ungan aldur, hann er bara tvítugur á árinu. Hrikalega kraftmikill leikmaður og alveg öruggt að hann er næsti Enzo Scifo þeirra Belga. Hann getur spilað sem vængmaður og sem framliggjandi miðjumaður. Hefur hrikalega góða tækni, hraða og svo mikið frumkvæði. Þetta er leikmaður sem á eigin spýtur getur unnið heilu leikina.

  Númer þrjú á mínum lista er Nevon Subotic. Klárlega hjartað í vörn serbneska landsliðsins, man ekki einu sinni hvað félagi hans í vörninni þar heitir. En þetta er einn af bestu varnamönnum þýsku Bundesligunnar og á aldeilis bjarta framtíð fyrir sér. Hann er bara 23 ára gamall á þessu ári. Það eitt að svona ungur strákur skuli strax vera komin á þetta stig sem hann er á sem varnarmaður finnst mér vera magnað. Hann er líkamlega sterkur eins og Serbar eru oft, algert kjötstykki. Hann er með alveg prýðis boltatækni af varnarmanni að vera og hann er sterkur skallamaður. Hann er samt fyrst og fremst góður varnamaður og á eftir að verða einn af þeim bestu í heimi.

  Númer fjögur á mínum lista er Leighton Baines. Þótt hann spili með Everton þá er einfaldlega málið með hann að hann er mjög góður. Það er fátt um vinstri bakverði sem heilla mann mikið þessa dagana en hann hefur mikið til brunns að bera. Það er eflaust hægt að finna víðar góða bakverði en hann er enskur og það er plús. Finnst það samt eitthvað svo ólíklegt að hann verði seldur til Liverpool en það eru ekki svo mörg ár síðan Nick Barmby sagði þau fimm orð sem enginn Everton aðdáandi vill heyra,´´I wanna play for Liverpool´´!

  Númer fimm á mínum lista er svo Charlie Adam. Ég þarf ekkert að útskýra neitt um þann dreng. Virðist hafa það sem þarf til að meika það í topp liði. Afhverju Rangers gat ekki notað þennan dreng er mér alveg fyrirmunað að skilja. Sendingageta, spyrnutækni og svo það mikilvægasta, hausinn á honum er til fyrirmyndar. Hann er líklega sá eini af þessum leikmönnum sem ég nefni sem er líklegast á leiðinni í Liverpool.

  Með aðra leikmenn fyrir utan Adam er ómögulegt að segja. Þessi listi minn kostar ábyggilega yfir 100 milljónir punda í heildina. En ég er nú bara sófaspekingur og get bara deilt því sem mér finnst en ekki að það sé sérfræðiálit. Það eru eflaust miklu fleiri leikmenn sem ég vildi fá en eru engar líkur á að fáist. Í fullkomnum heimi þá væru Liverpool að kaupa Bale og Modric af Tottenham og jafnvel Aron Lennon einnig, Walcott af Arsenal, Smalling af United og fleiri góða leikmenn sem ég væri svo til í að hafa í mínu liði :):)

  YNWA

 78. Ef einhver saknaði fýlupokans þá er nóg að skoða video-ið sem Bjarki setti inn af suarz.
  Hann gerir allt sem forveri hans gerði uppá sitt besta auk þess að bjóða uppá svo miklu meira en það.

 79. Ég sá Noreg og Danmörk gera jafntefli í gærkvöldi í ágætis leik og Agger stóð fyrir sínu hjá dönum,en Paulsen er greinilega ekki í nokkuri leikæfingu og hraðinn er enginn og var honum skift útaf eftir klukkutíma og var sennilega alveg búinn á því. Ég efast um að við eigum eftir að sjá hann meira hjá Liverpool. En það var annar leikmaður sem stóð sig vel og er greinilega í fanta góðu formi og það fór nánast allt spil norðmanna í gegnum hann vinstra meginn,ég er að tala um Jon Arne Rise,hann virðist eiga helling eftir og spurning hvort hann gæti ekki verið svarið í vinstri bakkinn hjá Liverpool í eitt eða tvö ár á meðan verið er að fylla upp í hinar stöðurnar hjá okkar liði. En gaman að sjá að hingað koma gamlir brandarakarlar eins og Júlíus kaffibrúsakall og bara að hann haldi með Liverpool er auðvitað frábært og svo hefur hann greinilega þó nokkuð vit á frambærilegum framherjum og ég bíð spenntur eftir því hverjum hann stingur upp á næst því að ekki veitir okkur af liðsaukanum.

 80. Já sææææll,,,gjamle bará svæðinu liverpúl er nú bara pabbakassar. ég er chelsie maður, ég og eyður smári eigum sko sameigilega vini. minn maður. sjáumst í kveld gjemli, ég kem með 2 ís kalda.

 81. Ólafu ragnar – mamma þín var að kalla á þig, þú ert búinn að vera of lengi í tölvunni

 82. Sælir strákar Liverpool er og verður vinsælast lið veraldar næstu 100 ár… Þetta lið eru með marga snillinga innannborðs og þarf ekki bæta mörgum við. Lucas er búinn að vera einn af betri mönnum liðsins í vetur en það sem var að hrá okkur var að það vantaði koma hausnum á þessu leikmönnum í lag og gat Roy Hogdson ekki gert það… En ´King Kenny gat með með nýjum eigundum og þjálfurum.

  Eg vill sjá heimsklassa leikmenn sem fara beint inn í liðið ekki á bekkinn
  Gary Cahill er kannski svarið við hafsentum og Leighton Baines í vinstri bakk verðinum hjá okkur. með geðveikar sendingar og aukaspyrnur sem eru í heimsklassa minnir mig að hann hafi sett eina á móti Chelsea.

  Adam væri flottur á miðjunni hjá okkur sem og Asley young út á vintsri væng en eg myndi vilja líka striker til að berjast við Andy og Luis um stöðu í liðinu og ekki má gleyma Sterling sem þarf að fá sjéns á næsta timabili erum með svaka efni þar á ferð en leikmanna kaupinn hjá okkur verður fróðlegt spái 100 millum plús í leikmanna kaup í sumar..

  svona er liðið sem eg vill sjá á næsta timabili
  ——————Reina—————
  —Gary.G-Carragher- Agger——–
  Glen J.——————————– Banies
  ——-Gerrard-Lucas-Adam—————–
  ——-Luis Suarez-Andy Carroll——–

  Þetta er held eg til árungurs og það er skiptar skoðanir hjá mönnum þetta lið verður vonandi meistari..

  Kv LFC FAN

 83. Mér sýnist menn hafa verið að spila Manager leiki of mikið, fleygjandi fram gúmmitékkum (eins og Íslendingum einum er lagið?) fyrir 100 milljón punda eyðslu í sumar og sölum fyrir kannski 10 milljónir á móti. Svoleiðis vil ég ekki sjá hjá Liverpool, held að við ættum að láta Chelsea, Real Madrid og Manchester City eftir slíkan ofdekraðra pabbastrákameting. Í dag lít ég á þau lið sem víti til varnaðar, þótt vissulega séu til dæmi um “kaup á titlum” sem hafa virkað, s.s. Chelsea fyrst eftir að Rússinn keypti liðið þá er það undantekning frekar en hitt. Barcelona, Man. U. og jafnvel Inter eru félög sem hafa frekar byggt upp lið en að kaupa titla undanfarin ár enda sigursælli á sama tímabili en þau þrjú fyrrnefndu. Á þessu tímabili hefur oft vantað álitlega valkosti á varmannabekkinn, en að mínu mati er það þó skárra ástand en að fylla bekkinn af vannýttu vinnuafli (óánægðum stórstjörnum á háum launum sem sjaldan fá að spila).

  Held að að leikmannahópurinn sé ekki eins ofsalega þunnskipaður nú og margir hér vilja vera láta. Þrír til fjórir sterkir leikmenn nægja að mínu mati til þess að liðið verði fyllilega samkeppnishæft í toppbaráttu í deild á næsta tímabili, vinstri bakk (jafnvel DL/DC ef góður slíkur finnst), hægri og vinstri kant og mögulega miðvörð. Yngri leikmenn eiga svo að fá að koma upp í auknum mæli, þónokkrir þeirra hafa unnið sér það inn með góðum árangri undanfarið.

  Varðandi sölur vil ég ekki heldur ganga eins langt og flestir hér. Vil t.d. að N’Gog fái sénsinn áfram á næsta tímabili. Bregðist hann þá mætti lána hann og sjá hvað kemur út úr því. Hann var einn fárra sem stóð sig á meðan Hodgson var við völd og að auki einn sá stöðugasti á síðasta tímabili Benitez með liðið. Hann á ekki skilið að fá reisupassann í sumar, langt í frá að vera eini leikmaðurinn sem fer í gegnum lægð; Dirk Kuyt var í langvarandi lægð þótt hann héldi byrjunarliðssæti á meðan Benitez stýrði liðinu. Í dag er ég feginn að hann var ekki seldur þá eins og margir stuðningsmenn vildu. Það sama má segja um Lucas, sem nú virðist vera búinn að finna sig.

  Það tekur lengri tíma að byggja upp lið ef svona risahreingerningar fara fram eins og margir leggja til, ég tel vænlegra að byggja meira á þeim grunni sem er til staðar nú. Vil endilega sjá meira af snilldarviðskiptum í sumar eins og gerð voru í janúar, þótt of snemmt sé að dæma gildi þeirra að fullu nú. Hef líka trú á að það verði raunin frekar en að leikmannaviðskipti sumarsins komi út í bullandi mínus eins og menn eru að leggja til hér.

 84. @95

  Inter er akkúrat eitt af þeim liðum sem hafa varla hætt að kaupa á síðustu árum

 85. Mér er sama hvað það tekur til þess að komast aftur í topp4, hvort við eyðum 150 mill punda eins og Mancini eða rétt svo 10millz, breytir engu fyrir mér. Hata þetta, að vera ekki í CL.

 86. @97 setti Inter inn með smá fyrirvara með þvi að segja “jafnvel”. Þeir áttu snilldarviðskipti síðasta sumar með því að losa sig við Balotelli fyrir 30 milljónir evra (feginn að sá maður er ekki í rauðri treyju), ekki mikið minni snilld en að selja Torres á 50 mp. Tóku í heild tvöfalt meira inn í kassann en þeir seldu síðasta sumar. Tímabilið á undan 38,5 milljónum evra eytt, 55 millur inn í kassann. 2008-9 var hins vegar skv. upphæðum sem gefnar eru upp 47 milljónir í mínus af leikmannaviðskiptum.

  Inter eru ekki sambærilegir við hinn þrjú sem ég nefndi í brjálæðislegum kaupum. Meginpunkturinn var sá að ég er á móti þeirri aðferð til að reka félag, þótt nýjir (og traustir að því er virðist) eigendur sú komnir um borð þýðir það ekki að félagið eigi að taka þátt í sukkinu.

 87. Eitt er víst að sumarið í sumar gæti orðið allsvakaleg spennandi fyrir okkur púllara ef eitthvað er að marka blöðin í Englandi og þá leikmenn sem þau keppast hreinlega við núna að orða við okkur, en ég spyr hafa blöðin einhverja hugmynd um það hvað er að gerast bakvið fastlokaðar og harðlæstar bakdyr á skrifstofum Liverpool Football Club? ég held ekki og þau vita líklega ekkert um það hvort Henry og félagar séu tilbúnir að henda 20-60 eða 120 milljónum punda úr eigin vasa í sumar, svarið við þeirri spurningu er eitt og sér ákaflega spennandi að fá að vita og munum við 99,9% ekkert fá að vita um fyrr en í sumar.

  Ég persónulega vona að við sjáum 4-6 öflug nöfn sem geta dottið beint inní byrjunarliðið okkar og er mér alveg sama hvort þau nöfn kosti samanlagt 40 milljónir eða 280 milljónir punda en þetta er það sem við þurfum að mínu mati ef liðið ætlar sér í einhverja alvöru baráttu við Chelsea, Man Utd, City, Arsenal og Tottenham á toppi deildarinnar.

  Það er allavega jákvætt að lengsta tímabil í sögu Liverpool held ég bara er alveg að ljúka og við getum allavega beðið með eftirvæntingu eftir sumrinu hvort sem við verðum sleggnir niður á jörðina með vonbrigðum enn eitt sumarið eða verðum í skýjunum se ég hallast frekar að heldur en hitt reyndar…

 88. Viðar, fyrst og fremst finnst mér það að Henry og félagar eigi að semja við Dalglish… STRAX ! Leikmenn virðast elska hann og spila af ástríðu, eitthvað sem ekki var gert undir stjórn Hodgson’s. Svo má spá um leikmenn… Mér finnst Kóngurinn eiga forgang að öllu áður en annað gerist !

 89. Smmála því Baddi en þessi þráður hefur meira og minna snúist um leikmenn sem menn vilja fá til félagsins og var eg bara að setja mitt orð fram í þá umræðu..

 90. Var að horfa á Brasilíu rúlla Skotlandi upp. Í brasilíska landsliðinu eru leikmenn sem eru töluvert betri en Charlie Adam, t.d. Lucas nokkur Leiva. Hann myndi sannarlega standa upp úr liði Blackpool ef hann væri þar, þótt kostir þessarra leikmanna séu nokkuð ólíkir. Svo eru nokkrir ungir brassar sem vert er að skoða, t.d. Neymar nokkur sem skoraði bæði mörkin og hrelldi varnarmenn Skota verulega. Hann er ekkert ósvipuð týpa og Suarez, 18 ára gamall og færi líklega á 10-15 millur.

 91. Ívar Örn ertu alveg ruglaður? Neymar er heitasti bitinn í heiminum í dag. 25 væri lágmark plús eftir því hvernig hann myndi standa sig.

 92. Held að Neymar nokkur sé einn eftirsóttasti biti heims í dag þó ég hafi aldrei séð hann spila. Hann hlytur að kosta töluvert meira en 10-15 millur.

 93. Enginn með klippu/tengil á viðtalið við Gerrard og Carra sem var í dag?

 94. Já afsakið Viðar, þessi póstur minn höfðaði ekki bara til þín 😉 heldur skrifaði ég ósjálfrátt nafn þitt þar sem þú áttir póstinn áður… Afsakið það ! Hann höfðaði til allra.

 95. Synd að hafa ekki fengið C. Adam í janúarglugganum. Vona að sjá hann rauðann í sumar, ásamt fleirum. Annars finnst mér liverpool vera miklu nær toppbáráttuni en fólk heldur. Vissulega þarf að bæta sumar stöður eins og vængina og vinstri bak og almennt breidd liðsins. En ég er mjög bjartsýnn á næsta tímabil þó svo að comolli og félagar mistakist að ná í heitustu bitana.
  Liverpool er í miklu betri höndum í dag en fyrir nokkrum mánuðum, með kónginn sem þjálfara og eigendur sem kunna að reka íþróttaklúbb. Það þarf ekki nema að líta aðeins á hversu miklum framförum klúbburinn hefur tekið á þessum stutta tíma til að sjá að það þarf ekki endilega að punga risa upphæðum í sumar.

 96. Ég staðfesti það hér að ég skrifa undir fullu nafni og heiti Júlíus Brjánsson. Þau skrif sem birst hafa, merkt því nafni, eru mitt verk.

 97. Ég er hræddur um að Lucas væri ekki búinn að skora jafn mikið og Charlie Adams ef hann hefði verið í Blackpool í vetur en það er líka varnarhlutverk sem Lucas sér aðallega um.En maður getur ekki annað en verið spenntur yfir Charlie Adams því að hann er með 1.líkamlegan styrk 2.með framsæknari miðjumönnum og númer 3.gríðarlega gott auga fyrir samspili.En það er skiljanlegt að menn séu með varan á sér hvernig menn sem koma frá liðum eins og Blackpool spjari sig lið sem fær kanski 50 mörk á sig yfir sesonið.En það eru fleiri sem hafa áhuga á kallinum og er manu síðastir til að vera orðaðir við hann

 98. Alveg kolruglaður maður…En leikmenn hafa nú ekki verið að fara fyrir mikið yfir 20 millurnar úr brasilísku deildinni, misminnir mig með það? Pato og Robinho koma upp í hugann, Lucas Leiva var besti leikmaður deildarinnar þegar hann var keyptur til Liverpool og fór á 6 milljónir punda. Skv. wiki fór Pato á €22m. og Robinho á €24m.

 99. Mascherano og Tevez fóru á 12 milljónir hvor, til West Ham á sínum tíma, skv. Wikipedia.

 100. Strákar eg á 2 æskuvini sem báðir eru GALLHARÐIR Everton menn, tók annan þeirra i kvöld og laug að honum i nettan halftima að Liverpool væri reyndar að kaupa Leighton Beines og eg hefði mjög góðar heimildir fyrir því semeg gæti ekki sagt honum hverjar þær væru, hann veit hversu harður púllari ég er og hversu oft eg hef farið á Anfield svo hann trúði þessu og var í sjokki. Tek það fram að ég er ekkert alltof hrifin af Leighton Baines, sagði þetta bara við hann þar sem svo margir hérna inní þessum þræði vilja hann til Liverpool en mitt í miðju spjalli mínu við hann Georg grótharða æskufélaga minn sem er gallharður Everton maður sendi hann mér link sem ég skoðaði og það er reyndar linkur sem menn ættu að kíkja á.

  læt hann fylgja með og er ekki að segja að eg vilji Baines til Liverpool þó ekki væri nema að bögga þessa 2 æskuvini bræðra vini mína sem hata auðvitað Liverpool eins mikið og ég hata þeirra ÓGÉÐIS klúbb aldrei minna en Chelsea, United og kannski Real Madrid.

  en hér er linkurinn

  http://theexecutionersbong.wordpress.com/2011/02/24/player-focus-leighton-baines/

 101. Vitiði hvað amma mín og Torres eiga sameiginlegt? Þau hafa skorað jafnmörg mörk fyrir Chelsea.

 102. Skemmtilegar tölur um Baines. Sýnir að hann er mjög frambærilegur leikmaður en þarf aftur á móti annað hvort einhvern eins og Kuyt með sér á kantinn sem getur coverað hann eða þá algjöran étara á miðjuna (kannski Lucas?) sem myndi detta niður í bakvörð ef við missum boltann meðan Baines væri frammi. Ég er allavega þokkalega til í prófa þennan leikmann!

  Annað sem er skemmtilegt og stórmerkilegt er að Daniel Agger spilaði 93 mínútur á móti Noregi í fyrradag, stóð sig vel og meiddist EKKI ! Auk þess spilaði Poulsen ca 70 mínútur og var EKKI lélegasti maður vallarins! Veit ekki hvort eru merkilegri fréttir… hart er barist!

 103. carroll í byrjunarliðinu hjá englandi á morgun…. vonandi að hann setji einsog eitt kvikindi svo hann renni á bragðið

 104. Var í heimildaleit vegna ritgerðar sem ég er að skrifa og rakst á eftirfarandi grein. Megininntakið í henni er það að þau fótboltalið sem njóta velgengni séu þau sem eru með mesta stöðugleikann í leikmannhópnum. Til að mynda Manchester United og Barcelona. Svo sem engin geimvísindi en sennilega á þessi hugmynd ágætlega við Liverpool undanfarin ár. Hér er greinin: http://proquest.umi.com/pqdweb?index=9&did=2303018311&SrchMode=1&sid=2&Fmt=3&VInst=PROD&VType=PQD&RQT=309&VName=PQD&TS=1301329922&clientId=58032

 105. Mér finnst mjög skrýtið að það séu svona margir sem eru á móti því að fá Charlie Adam til LFC. Maður sem er búinn að bera uppi heilt lið nánast heila leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Held að margir hérna hafi ekki séð hann spila nema kannski leikina á móti LFC og þá er maður oft alveg blindur. Eins með Leighton Baines. Mér finns hann frábær leikmaður og mér gæti ekki verið meira sama þó að hann sé leikmaður Everton. Væri mjög til í að fá báða þessa leikmenn. Topp menn alveg. Það er líka mun betra að fá menn sem eru búnir að sanna sig í enska boltanum heldur en einhverjar steikur frá Spáni sem fara að grenja um leið.

 106. Hvað með að baila á þessari stefnu að kaupa unga Breta og kaupa frekar unga Íslendinga?

 107. Já, flottir strákar þarna í undir 21. árs liðinu og klárlega bjartari tíð hjá okkur Íslendingum hvað varðar fótboltann. En ég verð nú að setja smá spurningamerki við kommentin hjá Bjarna Guðjóns um að það hafi vantað álíka mikið í liðin í kvöld. Það vantar ekkert smáræði af leikmönnum hjá þeim, og það engum smá leikmönnum. Jú, við eigum nokkra mjög góða sem ekki spiluðu í kvöld, eins og Rúrik, Gylfa, Jóhann og Aron, en þetta er listi leikmanna sem England gæti valið í liðið:

  M.Richards
  K.Gibbs
  P.Jones
  K.Walker
  M.Kelly
  M.Mancienne
  C.Smalling
  F.Muamba
  J.Rodwell
  F.Delph
  J.Henderson
  L.Cattermole
  J.Wilshere
  D.Gosling
  T.Walcott
  A.Chamberlain
  A.Carroll
  V.Moses
  D.Sturridge
  D.Welbeck
  J.Vaughan

  Ég held reyndar að Moses hafi í síðustu viku verið að spá í að velja eitthvað Afríku landslið (að mig minnir) og ég vona svo sannarlega að Carroll verði ekki valinn hjá þeim í sumar. En sudda lið hjá Tjallanum.

 108. Er ekki allveg örugglega leikur hjá Liverpool aftur einhvertíman 2011??

 109. Þetta er impressive listi hjá Englandi en breytir ekki úrslitum kvöldins… 🙂

  Það vantaði m.a. hjá Íslandi:
  Aron Einar Gunnarsson
  Rúrik Gíslason
  Jóhann Berg Guðmundsson
  Kolbeinn Sigþórsson
  Eggert Gunnþór Jónsson
  Jón Guðni Fjóluson
  Skúli Jón Friðgeirsson

  Þetta eru vanalega byrjunarliðsmenn þannig að í raun spiluðu “bara” 4 leikmenn í kvöld sem eiga víst sæti í DK í sumar.

 110. Ætti nú einh vel innvígður að taka á sig að benda liverpool á gylf sig. Ættum líklega að kaupa hann og Albrigton í sumar. Ef einh hefur emailið hjá Damien C þá eru þetta guttar sem myndu bæta liðið talsvert-SS taktur þetta til þín.

 111. Væri flott að sjá ashley young,baines og adam jhonson i Liverpool og svo Cavani

 112. held reyndar að það hafi bara verið hárgreiðslan hans sem kom inn á í lokin 🙂 og hún var á Þórarni Inga

 113. Var að lesa það í powerade slúðrinu þar sem sagt er að við séum tilbúnir að bjóða Aquilani í skiptum fyrir Davide Santon. Hvað finnst mönnum um það? Þetta kemur reyndar frá einum óáreiðanlegasta miðli internetsins en samt..

  Svo finnst mér líka leiðinlegt að Sneijder sé alltaf orðaður við Manjú, það er leikmaður sem ég væri roslaega til í að sjá í Liverpool treyju.

 114. Rosalega er fótbolti orðinn mikill kaupa selja bransi.

  Annað en þegar Péle var að halda appelsínum á lofti í den.

  …en annars finnst mér LFC vera endurfæddur klúbbur. KennyAffect segja sumir, gott ef ekki en slíkt endist nú varla lengi. Sjáum hvað setur.

 115. Hazaard young charlie adam og svo vil ég lika fá gareth bale þannig er það bara

 116. Er hægt að sjá þessi mörk úr landsleiknum í gær einhverstaðar. 101 goals virðast vera með alla aðra leiki en þennann ??

 117. Nú hefur verið mikil umræða um að fá Charlie Adam á miðjuna hjá okkur. Það hefur kannski gleymst en við eigum leikmann sem er ekki ósvipaður í leikstíl. Kannski ekki jafn mikið af 40-50 metra sendingum, en ótrúlegur playmaker á miðjunni. Ég segi að ef við fáum ekki Adam í sumar, þá fáum við þennan aftur á Anfield.
  http://www.youtube.com/watch?v=UeXW1MQg5_Q&feature=player_embedded

 118. Við eigum semsagt miðjumenn (ekki kanntmenn) sem spila í eftirfarandi landsliðum: Danmörku, Portúgal, Italíu, Englandi og Brasilíu ! Samt vantar okkur miðjumann ?

 119. Reina
  (Akinfaeev, Lloris)
  Kelly- (Cahill)- Agger
  Johnson (Coentrao-Baines-Enrique)
  (Y´mvila-Sissoko-Diarra)
  Gerrard-(Adams)-Meireles
  Suarez
  Carroll

  Reina
  (Akinfaeev-Lloris)
  Johnson-(Cahill)-Agger-(coentrao-Baines-Enrique)

  (Adams)-Gerrard-Meireles

  (Young) Suarez
  Carroll
  Nýir menn í svigum , lýst mönnum eitthvað á þetta ?

 120. Hafa stjórnendur síðunnar nokkuð hugmyndir á teikniborðin um að stofna youtube rás og vera með upphitanir fyrir leik og smá spjall í myndrænu formi? Babu yrði eflaust fljótt tilnefndur til Eddu verðlauna fyrir frábærar upphitanir.

Umfjöllun um heilaskaða í íþróttum

Möguleikhúsið