Sunderland á morgun

Þetta er erfitt, þetta er bara alveg ferlega freaking erfitt. Það er bara erfitt að mótivera sig fyrir leiki núna, ég hlakka alltaf til leikja og það er engin breyting á núna, en þegar að engu er í rauninni að keppa, þá er maður einfaldlega ekki jafn spenntur. Ég er handviss um það að 6. sætið verður niðurstaðan fyrir okkur þetta tímabilið, engin Evrópukeppni á næsta tímabili og það sem framundan er snýr fyrst og fremst að því hvaða leikmenn okkar eiga framtíð hjá LFC og hverjir ekki.

Maður er svo sem búinn að mynda sér skoðun á því flestu, við megum alveg við því að missa nokkra “snillinga” en það verður ekki farið út í það hér, enda ættu viðkomandi menn að vita það sjálfir, en er þetta of seint fyrir þá?

Sorry, ég ætla að hafa þetta hyper stutta upphitun, ég er hreinlega bara ekki í neinu stuði fyrir neinar pælingar að ráði. Leikurinn er mikilvægur að því leiti að Sunderland er ekki langt frá okkur í deildinni, en með sigri gætu þeir komist einu stigi frá okkur. En munurinn á Evrópudeildinni og þeirri ensku er sú að Luis nokkur Suarez má spila í deildarkeppninni. Hann mun gera gæfumuninn á morgun.

Titus Bramble er hjá Sunderland, hann getur á “góðum” degi látið sóknarmenn líta gríðarlega vel út, vonandi verður það raunin á morgun. En ég spái þessu svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Johnson

Lucas – Meireles
Kuyt – Cole – Suarez
Carroll

Bekkurinn: Gulacsi, Kyrgiakos, Maxi, Poulsen, Pacheco, Coady og Ngog

Já, bjartsýn uppstilling, en maður þarf jú að halda í vonina. Ég ætla að halda áfram í kastinu og spá okkur 1-2 sigri á morgun. Carroll með sitt fyrsta og Suarez með hitt, málið látið.

37 Comments

 1. Hvað er þetta, eigum enn séns á 5 sætinu. Maður verður að hafa að einhverju að keppa annars er enginn tilgangur með þessu. Vonandi sjáum við eitthvað sem gerir okkur bjartsýna á morgun með 57 millum. í framlínunni…

 2. Ég er langt frá því að vera búinn að gefa upp vonina á 5. sætinu, nóg af stigum í pottinum og Tottenham hafa verið sveiflukenndir á þessu tímabili og eiga eftir erfiða leiki í meistaradeildinni sem eiga eftir að vera forgangur hjá þeim. 7 stiga mundur á okkur og 27 stig í pottinum, það er nóg eftir ! Það er gaman að geta ennþá verið að keppa um eitthvað, sem sagt 5 sætið, en þó er ég eiginlega núll spenntur fyrir evrópudeildinni á næsta tímabili, frekar vil ég fulla einbeitingu á deildina.

  En til að koma inná leikinn á morgun þá tel ég að við eigum eftir að eiga frábæran leik á morgun, Suarez spólgraður og á hann eftir að dæla boltunum á Carroll sem á definitely eftir að setja 1-2 mörk á morgun. Spái þessu 0-3.

  YNWA

 3. Ætla að vera sammála Steina með liðið og úrslit og markaskorara, lýst hrikalega vel á það dæmi allt saman.

  Er samt skíthræddur um að Carroll verði á bekknu en vonum ekki

 4. Er orðinn hræddur um að niðurskurðinn sé útum allt. SSteinn er búinn að láta feitu konuna með flautuna fara í megrun. Eigum enn möguleika og við hættum þegar það er búið að flauta lokaflaut. .-)

 5. Ég er alveg sammála öllu nema einu og það er hann cole… hann skítur upp á bak ef hann verður inna og ég vona innilega að Maxi verði frekar í birjunarliðinu 😀

 6. Titus Bramble eins og hann er, þá virðist hann alltaf hitta á góðan leik gegn Liverpool. Man eftir því þegar það var búið að drulla all hressilega yfir hann hérna þá skoraði hann sigurmarkið fyrir Wigan gegn Liverpool.

  Sigur á morgun mun setja pressu á Tottenham ég vona að menn hafi enn trú á því að það sé að einhverju að keppa. Annars finnst mér að menn eigi að setja vonbrigði tímabilsins aftur fyrir sig og fara horfa fram á veginn. Nú á að fara fram uppbyggingartímabil af stað til næstu ára. Hvar viljum við vera eftir 5 ár og hvernig komumst við þangað??

  Það þarf að plægja akurinn og hreinsa út allann óþarfa í hópnum. Henda út leikmönnum á borð við Maxi, Poulsen, Kyrgiakos, Koncielsky, Aurilio og hvað þeir heita. Fá inn unga leikmenn og gefa þeim tækifæri að spila. Ekki í nokkrum vafa að það myndi skila sér. Að horfa uppá Liverpool liðið í dag er algjör hörmung. Því miður held ég að við séum að horfa á sambærilegt lið af styrkleika og þegar Roy Evans skildi við liðið. Kröfur um að liðið sé í topp 4 er algörlega óraunhæft, horfið bara á hópinn. Reyndar tel ég að Liverpool liðið 2007/8 myndi fara langt með verða meistari í dag miðað við spilamennsku toppliðana í Englandi í dag. Það er mín skoðun að nú á að fara fram uppbyggingartímabil næstu árin, skítt með það þó við komumst ekki í Evrópukeppni, hvaða nafni þær nefnast, þá á fyrst og fremst að hugsa fram í tímann. Hvar ætlum við að vera eftir 5 ár ( á Toppnum) og þannig á að fara byggja upp liðið.

 7. Það er ljótt að segja það en eina sem gerir mig spenntan fyrir þessum leik er Suarez og svo hugsanlega samvinna hans með Carroll sem ég spái að byrji á bekknum í þessum leik.

  Tölfræðilega eigum við séns á 5. sætinu en raunsæir menn sjá að Tottenham/Chelsea eru bara einfaldlega betri lið en Liverpool í dag, og ef við skoðum hvernig þetta tímabil hefur þróast þá eigum við eftir að misstíga okkur aftur á þessu tímabili og sennilega oftar en einu sinni. Leikmannahópurinn einfaldlega býður ekki upp á annað.

  Mér hryllir alltaf við því þegar þessi umræða um ákveðin sæti og ákveðna möguleika á hinu og þessu sæti kemur upp. Nánast undantekningalaust fylgir ósigur í kjölfarið. Svipuð umræða kom í kjölfarið af sigurleiknum gegn Chelsea. Menn keppast við að telja upp leiki okkar og bera þá saman við leiki annarra liða með það fyrir augum að okkar leikir eigi að vera svo mikið vinnanlegri en leikir andstæðinga okkar. Svo förum við á útivöll gegn einu af botnliðunum, kúkum í heyið og vonbrigðin enn meiri fyrir vikið og komment við leikskýrslu vel á annað hundrað.

  Þessi árátta er farin að bera vott af sjálfspyndingarhvöt og á stundum óttast ég sjálfur að vera haldinn henni. Ég stend sjálfan mig að því að trúa að liðið mitt nái hinu og þessu sæti því þegar eitt óraunhæft takmarkið er horfið úr augsýn þá gjói ég augunum í það næsta en verð alltaf fyrir sömu vonbrigðunum. Þess í stað ætla ég ekki að gera neinar væntingar til liðsins það sem eftir lifir vetri og þá verð ég ekki fyrir vonbrigðum.

  Þrátt fyrir bölmóð og svartsýni þá styð ég alltaf liðið mitt. Ég missi nánast aldrei af leik, naga allar neglur niður í kverkar og dagurinn er oftar en ekki svo gott sem ónýtur þegar liðið tapar. Hinsvegar ætla ég héðan í frá að styðja liðið mitt af rökhugsun í stað falskra vona.

 8. Lýður, þetta kallast að vera stuðningsmaður… Að hafa trú á sínum mönnum og aldrei skal ég halda annað, en að Liverpool munu getað náð þessu “X” sæti þegar þeir hafa möguleika á því, nema þegar tímabilið er búið ! En ég get samt sagt það, að við erum, miðað við spilamennsku okkar manna, ekki að fara að ná 5 sætinu, sem ég mín vegna allt í lagi

 9. Ég tel að hann láti Lucas – Meireles ekki spila saman á miðjunni á útivelli, sem ég er reyndar ánægður með. Mér finnst Meireles ekki virka sem þessi “dóminerandi” miðjumaður. Ég vil hafa hann mikið framar á vellinum – þar sem að Cole er í uppstillingu SSteins.

  Annars hefur okkur gengið hörmulega gegn liðum S. Bruce í gegnum tíðina og ég tel það ekki breytast í dag. Ég tel líklegt að leikmenn séu álíka mótiveraðir og aðrir hérna – nema þá kanski nýjua strákanir, Carroll og Suarez. Það er líka nánast eina ástæðan fyrir því að ég ætla að horfa á þennan leik.

  Okkur sárlega vantar þennan alvöru “all around” miðjumann. Ekki miskilja mig, Meireles er frábær leikmaður – en ekki á tveggja manna miðju. Ég held ég hafi ekki séð hann tækla síðan hann gekk til liðs við okkur og hann er mun mun betri framar á vellinum. Auðvelt að segja það, en okkur vantar einhvern sem er góður uppá staðsetningar á miðjunni, flottur sendingalega og getur tæklað. Já – væri alveg til i svona eins og einn ungan Alonso takk 🙂 Við hljótum að eiga það inni eftir að hafa þurft að horfa á Poulsen, Cole, Jova og fleiri herramenn klæða sig í rauðu treyjuna á síðustu 8 mánuðum eða svo.

 10. Smá þráðrán: Reina-Johnson-Carr-Skrtel-Wilson-Lucas-Meireles-Kuyt-Col-Maxi-Carroll. Þetta er liðið sem gerði jafntefli við Braga, en þetta er liðið sem vann mu. Reina-Johnson-Carr-Skrtel-Aurelio-Meireles-Gerrard-Lucas-Maxi-Suarez-Kuyt. Man ekki hvort Aurelio fór snemma útaf en munurinn er Aurelio/Wilson, Gerrard/Col, Suarez/Carroll, vil nú ekki segja að þetta sé Carroll að kenna, sem er ný stiginn úr meiðslum en ef Gerrard, Suarez og jafnvel meiðslapúkinn Aurelio eru ekki með, þá erum við með leiðinlegt lið sem getur ekki spilað fótbolta. Hef trú á sigri í dag 0-2.

 11. Engu að keppa SStein?

  3 stig og sigur gegn Sunderland liði S. Bruce, eitt og sér á að vera meira en nóg. Það þarf bara að mæta í hvern leik og gera allt til þess að vinna. Þá er vel raunhæfur möguleiki á Evrópusæti. Keppum að því.

  2-1 sigur í einum skemmtilegasta leik Liverpool á tímabilinu.

 12. Þessi leikur í dag er öruggt tap. Bara spurning hversu stórt tapið verður. Sunderland er griðarsterkt lið og fer ekki að missa stigum á móti Liverpool í dag. Hvorugt liðið hefur að nokkru að keppa og þá gerir heimastuðningurinn gæfumuninn. Öruggur 2-0 sigur fyrir Sunderland. Gyan með bæði. Þarf ekki einu sinni að horfa á þetta.

 13. Nr 17: mu og Chel$#”#$% eru að keppa að titli en töpuðu fyrir Liv og Liv er að reyna að ná 5 sætinu og það þarf að keppa að því, já og vinna það sem eftir er. Enginn leikur er unninn fyrir framm og enginn leikur er tapaður fyrir framm, við önsumönsum þessu ekki.

 14. Var það ekki gegn Sunderland í fyrra þar sem sundboltinn frægi var í aðalhlutverki ? Vonandi verður ekkert slíkt í gangi í dag en ég er ekkert alltof bjartsýnn fyrir leikinn svo ég held að svona fyrirfram sé maður sáttur við jafntefli svo ég spái þessu 2-2.

 15. Sælir félagar

  Það er greinilegt að ekki er mikill áhugi á þessum leik. Aðeins komnar 18 athugasemdir þegar þetta er skrifað. Það er kominn doði og uppgjöf í stuðningsmenn og þá er hægt að ímynda sér hvernig ástandið er í herbúðum liðsins sjálfs. En vonandi er þetta rangt mat hjá mér.

  Áhyggjuefni þessa leiks er miðjan. Það er bæði hjarta hennar og vængir. Einnig auðvitað bakverðir og hjarta varnarinnar þar sem Agger er meiddur 70% af leikjum og Carra er sífellt að spila með mismunandi miðvörðum eða útá hægri bak. Þessar róteringar með vörnina hafa gert það að verkum að Carra fær mjög ósanngjarna gagnrýni því hvað sem má segja um útspila hans úr vörninni er hann ballestin í henni. Eins og miðjan hefur verið að spila þá hefur ekki verið kræsilegt að senda stuttar sendingar á hana.

  Svo er það sóknin. Okkar eina von þar er að Suarez og Carrol nái að sprengja vörn Sunderland með þeim manni sem verður í holunni. Líklega væri best að hafa Meireles þar en þá sjáum við Poulsen þar með Lucasi sem þýðir að ekkert gengur með að spila boltanum úr vörninni fram á sóknarhefta miðju.

  Sem sagt. Vandamálin eru ærin allt frá Reina og fram á Carrol. Vonum samt að okkar menn rífi þetta í sig með grimmd og samheldni. Möguleikar eru á 5. sætinu eftir jafntefli T’ham í gær. Látum ekki happ úr hendi sleppa. Ég spái 2 – 3 í þessum leik sem verður bæði fjörugur og spennandi.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 16. Ég vil sjá Carroll, Suarez, Kelly, Kuyt, Mereiles og Cole setja eitt hver! Skil ekki af hverju sumir eru svona daprir.. síðast þegar Suarez og Gyan mættust bjóst ég ekki við mikklu en þetta var einn skemmtilegasti leikur sem ég hef séð! 😀

 17. Voðalegt þunglyndi er í gangi hjá mörgum hér. Það er alltaf að miklu að keppa, þó ekki sé nema bara heiðursins vegna. Ekki nokkur ástæða til að afskrifa 5 sætið strax. Ég ætla rétt að vona að King Kenny og drengir hans farir ekki með sama hugarfari í leikina og birtist hér í upphitun og mörgum póstum. Að sjálfsögðu vinnum við þennan leik og við eigum eftir að fá helling af stigum í viðbót áður en yfir líkur. Ég ætla að njóta þess að horfa á Liverpool taka gott run í lokin og það er aldrei að vita hverju það mun skila þegar uppi er staðið! Tökum þetta 2-1 eða 3-1 í dag!

 18. Ég er nú bara á því að við vinnum þennan leik fyrirgefiði, og að halda því fram að við höfum að engu að keppa finnst mér vera helvítis kjaftæði, pardon my french.

  Með góðu lokarönni getum við hæglega sett pressu á 5 sætið, og það er það sem leikmennirnir verða að vera með í hausnum í dag.

  Við vinnum leikinn í dag, við verðum að vinna hann.

 19. Sunderland er með hörku lið og til alls líklegir í dag.. En miðavið linkinn sem @23 setti inn þá eru þeir gjörsamlega búnnir að vera í ruglinu í síðustu 6 leikjum svo ég set lokatölurnar 0-1 í leik sem ekki er mikið fyrir augað nema Suarez gleður mann við og við…

 20. Ef leikmenn Liverpool myndu lesa kommentinn hérna ættum við séns. 🙂 Tökum þetta.

 21. Ég hefði nú einmitt haldið að hver einasti leikmaður Liverpool hefði að miklu að keppa í þessum síðustu leikjum tímabilsins – nefnilega framtíð sinni hjá Liverpool!

 22. Spennandi leikur framundan. Mun Carrol pota boltanum inn eftir að Suarez hefur sólað 4 varnarmenn Sunderland og boltinn stefnir beint í markið?

  Eitt sinn var ég staddur í Newcastle og fór yfir lækjarsprænuna sem skilur Sunderland og Newcastle að.
  Ég horfði á leik með Sunderland. Ég verð hundsvekktur ef Carrol setur ekki eitt. Vonandi lítur hann á þennan leik sem Derby leik forðum daga er hann var smá patt í Newcastle. Svo má geta þess að háöldruð móðir mín dreymdi að Suarez setti 2. Skildi hana þó ekki alveg hvort það væri í þessum leik eða næsta, tja eða báðum.

 23. Stutt í byrjunarliðið, vona að það verði svona:

  Reina
  Carra – Skrtel – Agger – Johnson
  Kuyt – Lucas – Meireles – Maxi
  Suarez – Carroll

 24. Þið vitið samt að sjötta sætið gefur sæti í UEFA? nema að sigurvegarar FA Cup verði lið sem er ekki í CL sæti???… UEFA bannaði fyrir nokkru síðan að Runner up í bikarkeppnum fengi sæti í UEFA.

  Annars miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast á þessu tímabili þá kemur oftast sigur hjá okkur eftir stór vonbrigði eins og urðu á fimmtudag. Spái því að Liverpool vinni með þremur mörkum gegn einu. Suarez með eitt og Kuyt tvö.

 25. Liverpool vinnur þennan leik, á að vinna þennan leik og verður að vinna þennan leik. 1-3 skyldusigur og ekkert annað kemur til greina. Suarez, Kuyt og Meireles með mörkin.

  Og án þess að berin séu eitthvað sérstaklega súr, þá hlýtur ljósi punkturinn við að falla úr Evrópukeppni skítaliða að vera sá að við vinnum leikinn í dag. Ef við hefðum komist áfram þá myndum við tapa leiknum í dag (sbr. Lfc-syndromið).

 26. Ég trúi bara ekki að J.Cole fái að byrja leikinn.
  Gaurinn hefur ekki sýnt metnað fyrir fimmaura.

 27. The Reds XI in full is: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Skrtel, Spearing, Lucas, Meireles, Suarez, Kuyt, Carroll. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Cole, Maxi, Poulsen, Ngog.

  Loksins 4-3-3

  Reina
  Carra-Agger-Skrtel-Johnson?
  Meireles-Spearing-Lucas
  Suarez-Kuyt-Carroll

  Eða auðvitað svona

  Reina
  Carra-Agger-Skrtel-Johnson
  Spearing-Lucas
  Kuyt-Meireles-Suarez
  Carroll

 28. það sem að hefur vantað í lið okkar undanfarið er enginn annar en Martin nokkur Kelly. Þetta er klárlega einn af betri leikmönnum okkar á þessu tímabili og synd að hann skildi meiðast 🙁 BÖMMER!
  en ég held að Suárez+Carroll veldi usla í vörn hvaða andstæðing sem er. Þetta verður jafn leikur en Liverpool taka þetta á loka 20 mín. 3-1 😉 sunderland komast yfir með marki frá Gyan og svo sóló frá Suárez og 2 skallamörk frá Carroll !
  YNWA

 29. Tökum þetta 3-0! Suarez,Carroll og Kuyt! ekkert svartsýni núna! KOMAAA SVOOO!

  YNWA!!!!

No mas

Liðið gegn Sunderland: