No mas

Stopp. Cut! That’s it. Nóg komið. Takk og bless.

Ekki meira. No mas.

Ég er hér með opinberlega hættur að hafa áhyggjur af þessu tímabili. Ég veit að Pepe Reina heldur að liðið sé ennþá í einhverri baráttu í deildinni en við vitum vel að þetta fimmta sæti er ekki raunhæfur möguleiki. Þetta tímabil er, hefur verið og mun halda áfram fram í maí að vera eitt risastórt kjaftshögg. Engin bjartsýni leikmanna eða þjálfara getur breytt því úr þessu.

Ég rifjaði í morgun upp bikarúrslitaleikinn gegn West Ham fyrir fimm árum. Af liðinu sem vann þann bikar eru aðeins þrír leikmenn eftir – Reina, Carragher og Gerrard. Það er fáránlegur umsnúningur á fimm árum, að aðeins þrír leikmenn séu eftir frá þeim hópi. Á þessum tíma getum við sagt að við höfum fengið og misst aftur tvo leikmenn sem voru betri en bikarliðið 2006, þá Torres og Mascherano. Nánast allir aðrir sem hafa horfið á braut úr því liði eru betri en staðgenglar þeirra í dag.

Sami Hyypiä út, Martin Skrtel inn. Johnny Riise út, Paul Konchesky inn. Didi Hamann út, Christian Poulsen inn. Xabi Alonso út, Lucas Leiva inn. Peter Crouch út, Andy Carroll inn. Djibril Cissé út, Luis Suarez inn. Steve Finnan út, Glen Johnson inn. Harry Kewell út, Joe Cole inn. Momo Sissoko út, Jay Spearing inn. Og svo framvegis. Auðvitað voru jónsar eins og Jan Kromkamp og Bolo Zenden í því liði en ef maður horfir yfir listann er eiginlega bara hægt að segja að Suarez sé einhver bæting frá samsvarandi leikmanni árið 2006. Kannski verður Andy Carroll betri fyrir okkur en Crouch var en það er ósannað á þessum tímapunkti.

Fimm ár. Ótrúleg niðursveifla í gæðum leikmannahópsins, bæði hvað varðar breidd og almenna getu. Og samt fannst okkur skorta á breidd hópsins þetta árið. Við keyptum Kuyt og Bellamy þetta sumar og árið þar á eftir komu Mascherano, Arbeloa, Benayoun, Babel og Torres. Vorið 2007 æsti Rafa sig yfir því að menn væru að draga fæturna á leikmannamarkaðnum en eftir kaupin á Torres það sumar hefur þetta verið nær viðstöðulaust á niðurleið í þrjú og hálft ár, eða þar til nýir eigendur drógu upp veskið nú í janúar.

Hverju er um að kenna? Rafa? Roy? King Kenny? Auðvitað ekki. Þeir gerðu allir mistök en geta þó bara þjálfað það sem þeir fá í hendurnar. Þetta tímabil, 2007-2010, mun alltaf skrifast á David Moores, Rick Parry, George Gillett Jnr, Tom Hicks og Christian Purslow. Á þremur og hálfu ári náðu þessir aðilar að valda klúbbnum ómældum skaða. Fyrir vikið þarf nú, enn og aftur, að byrja upp á nýtt.

Í dag er átjándi mars árið tvö þúsund og ellefu. Tímabilinu er lokið hjá Liverpool, það eina sem við eigum eftir er að nota síðustu deildarleikina til að fella lokadóma um það hvaða leikmenn eiga skilið að vera áfram hjá félaginu, og hvort þjálfarinn fær að halda áfram á næsta tímabili. Og vona að Man Utd vinni enga titla, því við erum orðnir svo mikil smásál að við eigum ekkert eftir nema gleðjast yfir óförum erkifjenda, og fagna stöku deildarsigrum gegn þeim eins og við höfum unnið bikar fyrir, á meðan þeir sigla hraðbyri að sjálfum titlinum.

Nítjánda titlinum. Man Utd geta unnið 19. deildartitil sinn í vor. Við getum … haldið með Arsenal? Helvítis fokking fokk.

Og spilamennskan? Ekki minnast á hana. Suarez er vel spilandi, enda ekki búið að berja úr honum léttleikandann ennþá eins og virðist gerast með flesta flinka leikmenn sem voga sér að æfa á Melwood. Carroll virkar efnilega á mig en jeminn einasti ef Carra og Skrtel ætla að nota hann sem afsökun fyrir að spila eins og Stoke enn eina ferðina þá fer ég niðrí bæ og brýt eitthvað rándýrt. Mér er sama hvað hann heitir, Dalglish, Clarke, Lee eða eitthvað annað, menn verða að setjast niður með þeim og útskýra fyrir þeim að þetta MÁ EKKI. Nú eða setja bandí-reglur á Carra svo hann megi ekki sveifla kylfunum sínum fyrir ofan hnéhæð.

Viltu hætta þessu! STRAX!

Carroll var ekki, ég endurtek, ekki keyptur til að vinna úr háloftaspyrnum Carra tíu metrum fyrir utan vítateig andstæðinganna. Ef hann hefði viljað spila Stoke-bolta hefði hann sennilega bara farið til Stoke, þeir spila þann fótbolta miklu betur en okkar menn hvort eð er. Carroll á að vera í teignum þegar fyrirgjöfin kemur frá endamörkum en í hvert sinn sem menn komust nálægt því svæði í gær var annað hvort hangið á boltanum þar til varnarmaðurinn var búinn að loka á fyrirgjöfina (Kuyt og Cole) eða snúið og gefið til baka á … Carra eða Skrtel sem reyndu fallhlífarbolta „úr djúpinu“.

Úr helvítis djúpinu. Ég var einu sinni tekinn út af í fyrri hálfleik í leik með öðrum flokki fyrir að reyna þessar fyrirgjafir frá miðju nokkrum sinnum. Carragher fær borgaðar milljónir í vikulaun fyrir þetta. Ég gæti ælt.

Þetta tímabil má bara fara til fjandans fyrir mér. Ég get ekki beðið eftir sumrinu, eftir að geta lagt þetta tímabil til hliðar og hafist handa við að gleyma því. Það þarf að endurbyggja þetta lið svo mikið að það er nánast ómögulegt að menn nái að leysa öll vandamál, losa sig við alla þá sem ekki eru nógu góðir og kaupa í allar stöður á einu sumri. Þetta er verkefni sem hófst með Carroll og Suarez í janúar og mun eflaust taka næstu 2-3 leikmannaglugga, að minnsta kosti. En hlutirnir hljóta að batna strax í sumar.

Þetta getur allavega ekki versnað mikið meira.

86 Comments

  1. Ég lít nú meira á þetta sem nýjan kafla á tímabilinu, nú er hver mínúta spiluð fyrir viðverurétt í liðinu. Ég er viss um að Sunderland leikurinn verður bráðskemmtilegur, og baráttan um sæti í liðinu mun verða sjáanlegri það sem eftir lifir tímabils. Nú er ekki hægt að afsaka neitt. Ef þú ert heill og ekki í liðinu, þá ertu ekki byrjunarliðsmaður. Og ef þú ert ekki byrjunarliðsmaður í Liverpool í dag. Þá ertu annaðhvort of ungur eða ekki nægilega góður.

    Áfram Liverpool!!!

  2. Góð lesning, ég er sammála þér í öllum liðum, en maður heldur nú samt áfram að fylgjast með liðinu! Mest spenntur fyrir að sjá hvernig strikerarnir okkar plumma sig saman 🙂

  3. Þetta er það nákvæmlega sem ég óttaðist við kaupin á Carroll, að Carra færi að gera það eina sem hann kann “sóknarlega”. Dúndra framm. Ég hætti að telja þegar ég var kominn í 10 dúndrur framm sem skiluðu nákvæmlega engu frá Carra.

  4. Hit and Run bolti í gangi í gær. Mætti halda að Roy Hodgson væri kominn aftur?

  5. Ég er sammála þér ! Allt sem þú segir þarna! Liðið í gær var ekki hægt! Ég skil hreinlega ekki hvernig liðið fer að því að vinna lið eins og United 3-0 þar sem allir í liðinu frábærlega en svo mætum við mun lélegari liðum og hreinlega gerum í buxurnar. Það er mér enn óskiljanlegra er að þegar við mætum lélegum liðum þá er eins og sumir leikmenn falli um 80% í gæðum. Skoðum nokkra leikmenn:

    Lucas – Stendur sig gífurlega vel gegn liðum eins og Man Utd, Chelsea og Arsenal en um leið og liðið heitir Stoke, Blackpool, Wolves og fleiri liðum, þá hreinlega getur hann ekki blautan.
    Kuyt – Skorar oft gegn liðum eins og Everton .. skorar þrennu gegn United. Skoraði eina markið í Europa league þegar við komumst áfram í seinustu umferð .. en svo í gær var hann alveg ómögulegur. Hann var rangstæður svona 6x og mér fannst hann missa boltan trekk í trekk.

    Svo eru aðrir leikmenn sem hreinlega eru bara ekki með það caliber sem Liverpool þarf og má nefna:
    Ngog, Poulsen, Spearing (veit hann er uppalinn en sorry), Maxi, Jovanovic og fl

    Það er einnig spurning um að fara setja menn á bekkinn eins og Carra og Kuyt og fara hleypa yngri leikmönnum inn í aðalliðið. Við eigum mjög góða unga leikmenn sem standa sig vel. Suso, Sterling og fleiri eru að standa sig mjög vel og vil ég fara sjá þá koma oftar í hópinn og kasta þessum pappakössum úr liðinu sem ég nefndi hér fyrir ofan.
    Ég vil ekki fara útí Celsea og City kaup. Ég vil kaupa 2-3 þrjá mjög góða leikmenn og fara byggja liðið upp útfrá yngri leikmönnum!

    Mín skoðun. En fyrir mér er þetta season búið og ég get ekki beðið eftir næstu leiktíð. Bið einnig til guðs að Kenny fái að vera áfram. Ég hef trú á þessu næsta season!

  6. Þetta hef ég af facebook, hef reyndar ekki haft fyrir því að staðfesta hvort stærðfræðin sé rétt: Kenny Dalglish L14 U6 J4 T4 og 22 stig
    Roy Hodgson í síðustu 14 leikjum sínum L 14 U6 J3 T5 og 21 stig
    Hvað segja menn um þetta? Varla sá viðsnúningur sem maður hefur einhvern veginn verið að upplifa…

  7. Birkir Örn Pétursson (#7) segir:

    „Ég vil ekki fara útí Celsea og City kaup. Ég vil kaupa 2-3 þrjá mjög góða leikmenn og fara byggja liðið upp útfrá yngri leikmönnum!“

    Ég er ekki að meina að við förum að kaupa einhverja 6-7 leikmenn á 20m+ hvern í sumar eins og City og Chelsea hafa gert, en það er ljóst að það nægir engan veginn að kaupa bara 2-3 góða leikmenn í sumar. Það þarf að kaupa fleiri en bara 2-3: miðvörð, vinstri bakvörð, miðjumann og a.m.k. tvo góða sóknarmenn/vængmenn. Bara grunnþörfin eru fimm leikmenn samkvæmt mínu mati, og svo þurfum við að fá líka inn leikmenn sem auka breiddina (t.a.m. þennan Sylvain Marveaux hjá Rennes sem menn segja að muni semja við okkur á frjálsri sölu, eða eins og Shelvey og Wilson í fyrrasumar) og við gætum líka lent í því að finna nýjan markvörð ef Pepe fer.

    M.ö.o., 2-3 leikmenn keyptir í sumar er langt því frá að vera nóg.

  8. Horfði á þennan leik í gær, og eini maðurinn sem virtist pirraður yfir ástandinu var Meireles. Hann ÞURFTI að reka menn inn í teiginn pirraður yfir áhugaleysinu hjá restinni af liðinu (fyrir utan Reina kannski). Skammarlegt!

  9. “Liverpool haven’t lost the Europa League, the Europa League has lost Liverpool”

  10. Það er erfitt að neita því að það þarf að styrkja liðið verulega til þess að við getum barist um Meistaradeildarsæti, og svo um titilinn. Í öllum stöðum. En það þarf líka þjálfara sem bara verður að kunna að spila úr þessu. Því miður er ekki nóg að vera kóngurinn á Anfield og að vera skemmtilegur á blaðamannafundum.

    Auðvitað er KKD búinn að gera frábæra hluti að mörgu leiti eftir endurkomuna, en hann hefur ekki breytt spilamennsku liðsins neitt stórkostlega. Það sést á mörgum leikjum, en þetta er vissulega framför frá Hodgson. En hann verður að spila úr því sem hann hefur og svo hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Ekki hægt að krefjast þess að hann komi liðinu í fimmta sæti eftir allt.

    Eins og Kristján Atli segir, þá er ný uppbygging að fara í gang. Við þurfum mann sem getur byrjað þessa uppbyggingu í sumar með réttum kaupum, og haldið svo áfram í nokkur ár.

    Er KKD sá maður? Alveg eins. Hef alveg trú á honum. Hann er með flott lið í kringum sig, starfsfólkið þ.e, en hann má ekki vera svona blindur eins og hann sýndi í gær. Hann virðist líka hafa rosalega trú á Jay Spearing. Skil það einfaldlega ekki.

    Maður skynjar að margir hafa minni trú á Dalglish núna en fyrir nokkrum vikum. Það er skiljanlegt. Margir höfðu uppi efasemdir að hann hefði ýmsu gleymt frá sínum tíma, kannski er það að koma á daginn. Mér fyndist til dæmis alveg spennandi að sjá mann eins og Villas-Boas taka við, en maður vill heldur ekkert missa Daglish.

    Ekki einföld staða, sem betur fer þarf ég ekki að ákveða neitt. En ef ég yrði píndur til þess, myndi ég ráða Dalglish til næstu ára.

  11. Kristján:

    Ég er horfa á þetta svona:

    Reina (Eða nýr markmaður)

    Johnson/Kelly – Agger/Soto – Skrtle/Carra – Nýr vintri bak/Aurelio

    Nýr hægri kantmaður – Gerrard – Meireles – Nýr vinstri kantur

    Suarez – Carroll

    Ég horfi á það ef Reina verður áfram vil ég fá leikmann í vinstri bak, hægri kant og vinstri kant.
    Síðan vil ég hafa Cole á bekknum, Shelvey, Kuyt, Soto/Agger, Skrtle/Carra, Lucas. Restin má fara.

    Síðan vil ég fara fá yngri leikmenn upp og leyfa þeim að spila oftar. Við erum með gífurleg efni þarna sem þurfa fá séns í first team annars fara þeir bara. Ef við kaupum 5-6 leikmenn þá fá þessir leikmenn aldrei séns því lets face it, við erum ekki að fara kasta öllum leikmönnunum sem við viljum helst sjá fara bara sí svona. Ég vil breidd en ég vil fara búa til breidd með þessum ungu leikmönnum. Við erum að sjá núna hvað það hefur borgað sig að hafa gefið Kelly meiri séns. Hann var leikmaður mánaðarins í Febrúar! Þetta tel ég að sé hægt með fleiri leikmenn.

    Persónulega þá finnst mér við ekki vera með lélegt lið, en eins og þú bendir á þá hefur allt þetta rotation verið alltof mikið! Við þurfum að fara fá smá stöðugleika. Við þurfum að fara búa til kjarna og hann verður aldrei til ef við erum alltaf að breyta og fá 5-6 leikmenn inn í einu.

    Þetta er ástæðan fyrir að ég vil aðeins 3 leikmenn (4 ef Reina fer) og fara byggja á þessum efnilegi leikmönnum sem maður er að horfa á hjá U18 og varaliðinu!

    Mín skoðun 🙂

  12. nákvæmlega það sem ég hef sagt .. það þarf að umbreyta þessu liði það svakalega að það yrði kraftaverk ef það myndi takast á einu sumri, sorpið hjá okkur er það mikið að það verður full time yfirvinna hjá ruslaköllunum í allt sumar að ná því út . sköpunargleðin frammávið í gær var minni en engin, hefðum fengið meira creativity útúr stoke liðinu heldur en 80% leikmanna sem voru að spila fyrir okkur, að spila með andy carroll og hann fær nánast engar fyrirgjafir til að vinna útúr er skandall

  13. Ég er búinn að glöggva í þessa síðu í nokkur ár og finnst hún mjög góð. Sumu er ég sammála og sumu ekki bara eins og gengur og gerist. Í fyrsta skipti er ég sammála hverju einasta orði hjá Kristjáni Atla.

    Það þarf gjörsamlega extreme makeover á þetta Liverpool lið og mönnum býður æðið starf í sumar og á næstu árum. Það er stutt í meðalmennskuna og að vera að harka með liðum eins og Aston Villa, Bolton og Stoke í miðjuhnoði deildarinnar. Við stefnum nefnilega þangað nema að við fáum þessa extreme makeover strax.

    Nú verða eigendur, þjálfari, leikmenn og aðrir sem koma að klúbbnum að ákveða sig…. Vilja þeir Liverpool á meðal þeirra bestu eða stefna á samkeppni við Aston Villa og Stoke?

  14. Er bara ekki kominn tíma á það að árangurstengja launin hjá þessum leikmönnum, þeir virðast stundum ekki átta sig á hverskonar ofurlaunum þeir eru á.
    Kannski skilar það klúbbnum titla og leikmönnum alvöru bónusa, hver veit.

  15. Flott grein.

    Mér lýst bara ekkert á þetta hjá okkur. Það er mun lengra í að þetta lið muni geta eitthvað en maður hélt. Ég hef stórar efasemdir með þessi kaup á Carroll. 35 mills er auðvitað bara geðveiki og úr öllu korti. Það er svo einkennandi með svona menn að leikurinn fer að snúast um þá og það er eitthvað sem við viljum ekki. Sé ekki þennann dreng vera að fitta inn í okkar drauma “pass and move” kerfi. Þetta er svona náungi sem Hodgson myndi gefa annann fótinn fyrir, barcelona gæfi sennilega ekkert fyrir hann. Vona nú samt innilega að hann eigi eftir að verða alvöru hetja á Anfield.

    Og þá er það guðlastið: Kenny, hefur ekki sannað nokkuð. Ég hef stórar efasemdir um þann snilling og ég er ekkert viss um að hann fái nýjan samning. Væri frekar til í Van Gaal td eða einhvern sem er búinn að vera á kafi í þessu undanfarinn áratug og náð árangri, bæði í evrópu og í deild. Mætti líka finna einhvern yngri og graðari með sterkar skoðanir og mikinn karakter.

    Tek svo undir með þeim sem tala um “smá” hreinsun í liðinu. Maxi og co mega auðvitað fara. Verðum að gera eitthvað með þessa vörn okkar, algjör forgangur.
    Svo eru menn eins og Kuyt sem er flottur á móti sterku liðunum, hentar bara ekki á móti lélegri liðum þar sem boltinn þarf að fá að ganga.

    Ég er semsagt ótrúlega svartsýnn og ég held að það sé enn töluvert langt í land hjá okkar frábæra liði við að koma því í fremmstu röð.

    PS: þori að veðja kassa af bjór að Reina fari í sumar

  16. Þetta var hræðilegt allar sendingar voru á hausinn á carrol hvað er það!!! ekkert mál að verjast þegar boltinn fer alltaf á sama stað!!! ömurlegurlegur leikur og þessar bombur hjá carrager alltaf hreint fara í mínar fínustu…og joe cole guð minn almátugur vill frekar að einhverjir guttar fái að spila í staðinn! ég var virkilega vonsvikinn veit ekki hvort ég nenni að horfa meira á enska!

  17. Birkir (#13), ég er ósammála þér, að mínu mati þarf að endurnýja miklu meira en þú leggur til í þessum leikmannahópi. Ekki bara að skófa út leikmönnum sem eru ekki nógu góðir heldur líka bara til að hressa upp á mannskapinn. T.a.m. er Skrtel fínn leikmaður en hann er greinilega búinn að missa allt sjálfstraust og líklega er fersk byrjun best fyrir bæði hann og okkur. Sama með fleiri.

    Að mínu mati mætti hópurinn líta svona út í haust:

    * GK: Reina/nýr aðalmarkvörður (held að hann fari), Jones, Gulacsi
    * DR: Johnson, Kelly
    * DL: NÝR AÐALBAKVÖRÐUR, Insúa, Wilson
    * DC: Carragher, NÝR AÐALMIÐVÖRÐUR, Agger, Ayala. Kelly og Wilson geta líka spilað hér og Agger er of oft meiddur til að vera aðal.
    * MC: Gerrard, Meireles, NÝR KLASSAMIÐJUMAÐUR (eða Alberto Aquilani), Lucas, Spearing, Shelvey.
    * KANTMENN: TVEIR EÐA ÞRÍR NÝIR LEIKMENN TAKK FYRIR. Eigum enga góða í dag.
    * FC: Suarez, Carroll, Kuyt, Ngog, Eccleston. Erum vel settir með þessa fimm í raun þótt ég myndi ekkert slá hendinni á móti einum klassamanni í viðbót og þá einhverjum fjölhæfum.

    Tökum sem dæmi og segjum að við kaupum Leighton Baines í vinstri bak, Neven Subotic í miðvörðinn, Steven Defour á miðjuna og svo Ashley Young, Sylvain Marveaux og Eden Hazard á vængina værum við loksins vel settir og líka búnir að hressa talsvert upp á mannskapinn. Young er týpa sem getur spilað frammi líka og sama með Marveaux.

    Bara sem dæmi, tók einhverja leikmenn sem mér líst vel á. Af þessum kæmi Marveaux frítt, Young og Subotic yrðu ódýrir af því að það er lítið eftir af samningum þeirra, Defour væri svipað dýr og bara Eden Hazard myndi kosta eitthvað nálægt 20m. Mikið af þessu væri hægt að fjármagna með sölu á mönnum eins og Skrtel, Konchesky, Kyrgiakos, Poulsen, Joe Cole, Maxi Rodriguez, Philipp Degen og jafnvel Alberto Aquilani ef hann fer. Við erum að tala um 6-8 leikmannasölur og 6 leikmannakaup og þá er búið að stoppa í öll göt og endurnýja mannskapinn mjög hressilega.

    Eins og ég segi, Fantasy Football. Það eru litlar sem engar líkur á að menn takist að versla svona mikið inn/út í einum leikmannaglugga en þetta er engu að síður, að mínu mati, það sem þarf til að koma þessu liði vel á rétta braut. Gæti tekið næstu 2-3 glugga til, ekki bara næsta sumar.

  18. Leikurinn

    Mér fannst skrítið að spilamennska liðsins hafi ekkert breyst í hálfleik í gær það eru mistök þjálfara! En svona spilamennska segir manni að það sé meira að heldur en bara þjálfara mál.

    Hversu oft voru sendingar Carra á réttan stað? Hvað áttum við “mörg” skot á markið? Ég held að fyrsta skotið á ramman hafi komið frá Ngog sem var varið . Skot þar að segja ekki með skalla.

    Suarez er maður reynir þó að skjóta á ramman!

    Kuyt er minn maður en í gær var hann vel undir pari. Glen “Solo” Johnson og Joe “Torres” Cole voru vonbrigði.

    Það vantar:
    Nýjan “Ronnie Rósental” í þetta lið Super Sub sem kemur inn og skorar þegar það sárlega vantar.
    Nýjan “Gerrard” eins og hann var fyrir 5ÁRUM.
    Gamla góða spilið og stolt í liðið.

  19. Kristján Atli:

    Já við erum þó sammála um að vera ósammála. Gleði efni að það sé hægt þar sem það gerist oft milli spjallverja að ef einn hefur eina skoðun og hinn hefur aðra skoðun þá er annar úthrópað fífl fyrir að vera ekki sömu skoðunar.

    En ástæðan fyrir að ég er ekki sammála er kannski bara það að ég sé þetta aldrei gerast í þessa áttina og eins og þú réttilega nefnir þá er þetta kannski svolítið Fantasy Football dæmi sem ég hreinlega trúi ekki á. Einnig hef ég horft uppá okkur kaupa klassa leikmenn sem hafa ekki skilað miklu. Við erum búnir að fara í gegnum seinustu 2 season með því að kaupa leikmenn og alltaf er sagt: “Ég hef trú á að þessi leikmaður sé akkurat það sem okkur vantar”. Oftar en ekki er leikmaðurinn svo flopp!

    Ég er sammála þér að við þurfum að styrkja hópinn og þá horfi ég mest á kantana. Ef við fáum Aquilani til baka og erum svo með Gerrard, Meireles, Lucas og Shelvey þá finnst mér við vera í góðum málum. Lucas er tiltölulega ungur og Shelvey er mjög ungur og efnilegur leikmaður. Einnig held ég að við ættum að fara nota Wilson meira og fá Insua til baka.

    Hin ástæðan fyrir því að ég er ekki sammála þér með þessi kaup er að ég er svolítið hræddur um að ef þessi kaupstefna er tekin upp þá hverfa ungu leikmennirnir. Til hversu erum við búnir að vera byggja upp öfluga Academy-u ef við endum með að selja alla þessa leikmenn á slikk! Þess vegna vil ég bara fá nokkra góða og fara svo að nota þessa leikmenn sem ég hef verið að nefna hér fyrir ofan.

    En þetta eru mismunandi skoðanir 🙂

  20. Sammála þér meistari KAR.

    Höfum engan tíma í að kaupa 2-3 og pússa upp unga demanta.

    Sex leikmenn sem eru tilbúnir til að verða meistarar næsta vetur er það eina sem gildir núna. Vill reyndar ALLS EKKI sjá blámanninn í bakverðinum og skamma þig brátt í eigin persónu fyrir svoleiðis pælingar ;).

    En hin nöfnin myndi ég skrifa uppá strax. Er svo sammála þér um það að ég held að mjög erfitt verði að halda Pepe Reina í sumar.

    Sem verður líka efni í pistil sem ég ætla að skrifa í næstu viku. Ég er HUNDSVEKKTUR með ansi marga S.Evrópumenn sem stökkva frá klúbbnum til að svala eigin metnaði. Legg til að menn horfi í aðrar áttir.

    EN, meira af því síðar. Góður pistill sem ég er sammála, eitt af því sem pirraði mig mest í gær var að af þeim 11 sem hófu leik var í raun bara hægt að benda á Johnson og Meireles líklega til að “framkalla töfra”. Það er SVAKALEGA LÉLEGT hjá Liverpool FC og ég vona að eigendurnir séu sammála okkur í því!

  21. Merkilegt þegar menn byrja að drulla yfir þessi kaup á Andy Carroll. Það er náttúrlega alveg útúr kortinu og ber vott um engan skilning á knattspyrnu. Carroll-kaupin voru skýr skilaboð til hinna liðanna; Liverpool er með í leiknum aftur. Hann var sá leikmaður sem bæði United, Chelsea, City og Tottenham hefðu viljað kaupa því hann er næsta stórstjarna í enska boltanum.
    Liverpool þarf að kaupa duglega í sumar, ekki að hugsa um of að losa sig við leikmenn. Það þarf að fjárfesta duglega í miðjunni, hún er akkilesar-hæll liðsins um þessar mundir (grátlegt í ljósi þess hversu stutt er síðan að Liverpool var með sterkustu miðju ensku úrvaldsdeildarinnar). Við þurfum heimsklassa miðjumann, stórstjörnu í fæðingu.
    Sóknarlega þarf að bæta við einum góðum framherja sem væri reiðubúinn til að sitja á bekknum og kom inná þegar liðið þyrfti á því að halda (united er með Owen, Hernandez, Berbatov og Rooney en myndu sleppa með þrjá síðastnefndu). N’Gog er ekki Liverpool-hæfur. Punktur.
    Vörnin finnst mér ekki í því lamasessi og mörgum finnst. Skretel, Carra, Agger og Kyriagos auk Kelly, Wilson, Johnson eiga að geta leyst þetta verkefni. Auðvitað væri ekkert verra að fá einn sterkan miðvörð í stað Agger sem helst ekki heill heilt tímabil.

  22. Ég er sammála þér með að leggja áherslu á unga leikmenn Birkir, þess vegna valdi ég þessa leikmenn sem ég taldi upp. Hazard er ekki orðinn tvítugur og Defour, Subotic, Marveaux og Young eru ungir ennþá. Bara Baines sem væri eldri og það í lagi því hann væri þá með Insúa og Wilson sem eru ungir.

    Það er allt í lagi að kaupa unga leikmenn líka. Þurfum ekki bara að ala þá upp. 🙂

  23. Maggi (#22) segir:

    „Vill reyndar ALLS EKKI sjá blámanninn í bakverðinum og skamma þig brátt í eigin persónu fyrir svoleiðis pælingar ;).“

    Úff. Þar skeit ég á mig. Ég … eh … er veikur og kemst ekki í kvöld. 🙂

    enskir (#23) segir:

    „Merkilegt þegar menn byrja að drulla yfir þessi kaup á Andy Carroll. Það er náttúrlega alveg útúr kortinu og ber vott um engan skilning á knattspyrnu.“

    Hver var að drulla yfir kaupin á Andy Carroll? Ég gerði ekkert slíkt heldur skammaði aðra leikmenn liðsins fyrir að nota Carroll sem afsökun fyrir kick-and-run bolta. Mér líst stórvel á Carroll, eins lengi og við erum með leikmenn í kringum hann sem geta notað hann rétt.

  24. Sammála flest öll í þessari grein, fyndið að þetta var held ég nákvæmlega það sem ég hugsaði nákvæmlega fyrir ári síðan líka… sagan virðist endurtaka sig allt of oft, en vonandi ekki aftur.

    Hinsvegar fannst mér eins og sum kommentin hérna væru að gefa í skyn að það hefði ekki orðið mikill viðsnúningur eftir að Kenny tók við af Roy Hodgson, mikið ótrúlega eru menn fljótir að gleyma.

    Ég fæ raunverulega kökk í hálsinn við að hugsa aftur til Roy, maður settist niður fyrir hvern einasta leik, tryggur sem hundur, en alltaf var það sama sagan.
    Liverpool voru nánast undantekninga laust sundur spilaðir og það skipti ekki máli hvað liðið hét, Wigan, Blackpool, Man city, Man utd.
    Um leið og lið setti pressu á vörn Liverpool, þá réði enginn við neitt, leikmenn virtust ekkert vita hvað þeir áttu að gera og hlupu í hringi eins og heimskir hundar.
    Maður sat eins og stjarfur, alveg gjörsamlega miður sín, en samt var maður mættur aftur fyrir framan skjáinn viku síðar. Var þetta sjálfseyðingahvöt eða tryggð, enginn veit.

    Hinsvegar, þá er leikmannahópurinn sem Liverpool hefur líklega bara ekkert mikið sterkari en þetta, getur leikið i mesta lagi í tveimur keppnum samtímis og er svona 6 – 7 sterkasta liðið í deildinni, það þarf margt að gerast svo að það breytist og vonandi verða þessar breytingar í sumar.

    Hinsvegar er allt annað að fylgjast með leikjum liðsins núna en fyrir 6 mánuðum síðan, þrátt fyrir að úrslitin séu ekki alltaf ideal, þá erum við allavega að reyna að spila fótbolta (með undantekningum, skrtl, carra).
    Daglish hefur náð stöðugleika og gert Liverpool að mun meira freystandi stað fyrir fótboltamenn að koma á en þegar Hodgson stýrði liðinu.
    Það er eitthvað sem á eftir að hafa töluverð áhrif í sumar.

  25. Kristján:

    Já ég skil þig með þessi kaup og trúðu mér! Ég vil sjá Hazard og Young koma inn sem og Marveaux og Defour. En er það að fara gerast? Nei held því miður ekki! Við komumst kannski í evrópukeppnina á næsta ári ef United eða City vinna ekki FA Cup. Ég spyr þá, vilja þessir leikmenn koma til okkar? Við höfum líka reynt að kaupa leikmenn sem hafa átt að koma okkur nær titlunum (fyrir mér, skyndilausnir) og það hefur ekki virkað! Ég spyr af hverju höfum við ekki tíma til að byrja að byggja upp núna? Af hverju er þetta verri tími en aðrir tímar? Hvað er það sem bíður fyrir framan okkur núna? Við erum með tvo framherja sem eru 24 og 22 .. við erum með Meireles sem er 28 .. Lucas 24, Shelvey 19 .. Kelly 21 .. Wilson 21 .. Insua 22 .. Agger 27 .. Skrtel 27 .. Ef við kaupum Young sem er þó 26 árinu og Hazard 21 þá værum við ekki gamalt lið jafnvel þó Gerrard væri áfram með sín 31 ár 🙂 Er þetta ekki akkurat tíminn til að byrja byggja uppá nýtt með þessa leikmenn? Vissulega eru Agger og Skrtel orðnir 28 en það mætti fá unga leikmenn sem koma inn hægt og rólega og taka við af þeim.
    Einnig má benda á að ef við höfum góða uppalda leikmenn verðum við ekki í vandræðum þegar kemur að regluni um Homegrown leikmenn í evrópukeppnum (ef við tökum aftur þátt þar innan tíðar).

    Ég er líka bara fastur á þeirri skoðun að ef leikmenn í Academy-uni upplifa það að þeir eiga aldrei séns á því að komast í liðið á aldrinum 17-20 þá er enginn hvati að koma til Liverpool á unga aldri ef leikmaðurinn vill spila fyrir Liverpool í framtíðinni. Þá ætti sá leikmaður að fara annað og fá reynslu og vonast til að vera keyptur síðar meir.

    Fyrir mér eru kostirnir fleiri að ala upp leikmenn en að kaupa þá svakalega efnilega. En það er hinn gullni meðalvegur sem mér finnst þú bestur. Ala upp leikmenn og gefa þeim bestu séns og kaupa nokkra 🙂 Og það er fyrir mér 3 (4 ef Reina fer).

  26. Djöfull er Masherano búin að vera góður á bekknum í vetur hjá Barca

  27. Kristján, ég var ekki að meina þig, heldur aðra sem skrifuðu hér í athugasemdarkerfinu loog vilja setja eitthvað spurningamerki við Carroll og verðmiðann og blablabla. Rooney var átján ára þegar united keypti hann á tæpar þrjátíu milljónir. Carroll er tuttugu og tveggja ára, kominn með einn landsleik og var markahæstur fyrir meiðsl (stóð sig líka mjög vel í stigakerfi Fantasy ef útí það er farið enda með slatta af stoðsendinginum. 35 milljónir punda er verðið fyrir slíkan leikmann á Englandi. Og ef mönnum finnst þetta eitthvað brjálæði þá gerast kaupin svona á eyrinni þegar bestu leikmennirnir eru keyptir yfir í stóru félögin. Þú þarf að blæða.
    Ég vil ekki gera sömu mistök og City, þeir eru brjálæðislegu veseni um þessar mundir því Tevez er óánægður, Balotelli er sennilega heimskasti leikmaður liðsins síðan Ben Thatcher var og hét (annars mjög merkileg saga heimskra leikmanna og City sem verðskuldar nánari skoðun, ekki gleyma því að Danny Mills og Joey Barton voru einnig leikmenn City og þeir teljast seint skörpustu hnífarnir í skúffunni). Þeir hafa samt fjárfest eins og “motherfuckers” með engum árangri og engri liðsheild.
    Ég hef ekki trú á því að King Kenny verði áfram, það væri búið að semja við hann. Kenny veit það líka, hann er bara að njóta stundarinnar. Ég held að eftirmaðurinn sé fundinn, hann tekur við strax og tímabilið er búið. Miðað við slúðrið er þessi Comonelli á fullu að leita að leikmönnum og það væntanlega fyrir nýjan stjóra. Ég bið bara til guðs að það sé einhver ungur, graður og gráðugur gæi sem fái tíma og rúm til að byggja upp lið sem berjist um titil á hverju ári næsta áratuginn.

  28. Liverpool er þessa dagana álíka karakterlaust og Man city og þess vegna eiga þau ekki heima í þessari keppni, hvað þá meistaradeildinni. Liðin sem eru í meistaradeildinni hafa burði til að klára svona leiki.

  29. Takk fyrir frábæra síðu.
    Ég hef aldrei skrifað hérna áður en kem hingað á hverjum degi.
    Við höfum nú sæmilegt byrjunar lið ef allir væru heilir en svo er ekki. Það verður spennandi að fylgjast með Suarez og Caroll í næstu leikjum og sjá hvernig þeir ná samann. Vörnin hefur verið að standa sig ágætlega frá því að kóngurinn tók við fyrir utann West Ham leikinn. Okkur hefur vantað skapandi menn framá við og leiðtoga til að stíra liðinu á meðan Gerrard er meiddur sem hefur háð okkur í Evrópukeppninni.

  30. Hvernig væri að fá Benitez sem aðstoðarþjálfara!
    Hugsið aðeins um það:
    -Liverpool væri hugsamlega eina liðið í heiminum sem Rafa gæti sætt sig við að vera númer 2
    -Kenny vill eingöngu það besta fyrir klúbbinn
    -Rafa var klunnalegur í viðtölum og árásum á aðra stjóra og önnur lið
    -Kenny er sennilega sá besti á því sviði
    -Þeir myndu því vega hvorn annan vel upp
    -Við getum allir verið sammála um að Rafa er frábær þjálfari, hans helsti veikleiki er aftur á móti man managment. Við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því lengur því Kóngurinn er sá besti í bransanum þar.
    -Það eru fáir betri en Benitez í töfræði og að lesa út andstæðinginn, Carra lýsti því nú einu sinni að það væri óhugnanlegt hversu nákvæmur hann var á að vita hvað andstæðingarnir myndu gera og hvenær.
    -Kenny gæti verið örlítið out of date með nútíma fótbolta en er aftur á móti sá allra besti í því að viðhalda gömlum rótgrónum gildum Liverpool og þannig viðhalda virðingu bæði leikmanna og stuðningsmanna
    -Báðir eru þeir mjög vinsælir hjá stuðningsmönnum Liverpool úti í Liverpool borg og myndu gera allt fyrir klúbbinn!
    -Vitum allir hversu gaman var að horfa á Evrópukeppnina hér fyrir nokkrum árum, mínu mati 100% Benites að þakka
    -Ef við blöndum saman stílnum hjá Rafa (hröð pressuvörn og skyndisóknir) og stílnum sem Kenny aðhyllist (pass and move) erum við komnir með stíl sem minnir óneitanlega mikið á Barca, sem er nú draumalið okkar allra:)

    Held að þeir myndu geta nýtt sér styrkleika hvors annars og náð góðum árangri en það er náttúrulega skilyrði að þeir myndu fá að kaupa inn rétta leikmenn í sumar enda hópurinn alls ekki nógu góður.

    Bara smá pælingar:)

  31. Afsakið í pósti #27 meina ég auðvita að við komumst kannski í Evrópukeppnin ef United eða City VINNI FA-Cup.

  32. Hvað eru menn alltaf að blaðra með þennan Marveux.. Þið vitið ekkert hvort hann sé góður eða ekki. Það þarf enginn hérna inni að segja mér að hann sé búinn að fylgjast með þessum leikmanni..

    Kannski er þetta bara nýr Cheyrou?

  33. Trúi ekki að ég sé að segja þetta en…………….. WE NEED AQUILANI

  34. Það kemur ekki til greina að minni hálfu en að hafa King Kenny áfram við völd. Þvílíkt sem hann hefur rifið þetta upp eftir að Roy hvarf í burtu. Annað er glapræði!!!

  35. Hrikalega er ég sammála Halldóri með þetta tvíeyki, vorum í den með Evans og Houllier sem var ömurlegt en þetta gæti vel virkað! taka 2! spurning hvort þeir geta unnið saman, Benitez er nú svakalega mikið control freak.

  36. Eftir að Kenny tók við þá hefur þetta batnað til muna og það munar um Suarez, Gerrard og Agger en þessir voru í liðinu á móti mu. Hinsvegar getur Kenny ekki látið Cole, Maxi ,Wilson,Ngog og Poulsen spila betur, en hann neiðist til að nota þá þótt þeir séu hand ónýtir. Kuyt vil ég ekki láta fara, hann nýtist eins og hann var á móti mu og svoleiðis mörk skoraði hann í hollandi en einn frami með Carroll (sem er ekki kominn í gang) var ekki að virka en það kemur. Sanniði til næsta sison verður drullu góð.

  37. Hérna ég veit ekki hvort ég dirfist að skrifa þetta, en ég geri það nú samt.

    Þessar pælingar um Carra/Skrtel og neglingar fram, ég bara trúi því ekki að þeir
    taki bara upp á þessu án þess að hafa fengið leifi fyrir því frá þjálfaranum.

    Og ef að þeir fengu skipun um að gera þetta ekki og gera það samt sem áður trekk í trekk
    þá verð ég að setja spurningarmerki við Kónginn, það þarf að vera skýr lína um það hver
    ræður og ég hefði haldið að þessir menn færu á hnéin og sleiktu á honum hælana ef hann
    bæði þá um það.

    Ef það er bara svona buddy stemmari milli liðsins og þjálfarans þarsem leikmennirnir geta
    talið sig vita betur en þjálfarinn þá gegnur bara ekki nokkur skapaður hlutur, sjáum það best
    á því hvernig Eyjólfi Sverris gekk með íslenska landsliðið.

    Þetta er bara vandamál sem þarf að taka á strax og ég hef bara ekki trú á öðru en að Kenny
    setji blý í skóna hjá þessum miðvörðum til að passa upp á að þetta hendi ekki meir.

  38. Í lok pistilsins, þar sem by-the-way er búið að hrauna yfir leikmenn liðsins, kemur þessi líka gull af setningu. “… En hlutirnir hljóta að batna strax í sumar.”
    Og hver segir að það sé ekki jákvæðni á pistlahöfundi !
    Alveg óborganlegt. Takk fyrir þetta, bjargaði deginum.
    YNWA

  39. Ef einhver vill halda Srtel-Maxi-Ngog-Pulsunni-Soto

    þá vill ég meina að sá hinn sami sé ekki stuðningsmaður LFC heldur scum fan í dulargervi.

    Við þurfum nýjan hafsent, hægri kant-Vinstri kant og einn striker með þeim carrol og suarez

  40. -> 39, bæði carra og skrtl, hafa verið að negla boltanum fram síðan löngu fyrir tíma kongsins, þannig ég held þú þurfir ekki að setja spurningamerki við hann þess vegna.

  41. Verðum að gefa þessum “efnilegu” leikmönnum séns á lokasprettinum í deildinni, hrista úr þeim stressið og sjá hvort þeir geti spilað einhverja rullu á næstu leiktíð.
    Þá er ég að tala um Shelvey, Wilson, Coady, Suso, Wisdom, Flanagan, Sterling og fleiri.

    Þurfum að fá meiri pening en liðin fyrir ofan okkur og gera betur en þau á markaðnum ef við ætlum að krækja í CL sæti á næstu árum.
    Þau eru með töluvert sterkari hópa en við og mega ekki stækka það bil. Við verðum að reyna að berjast um sömu bita og brúa þetta bil.

  42. Pistillinn er góður, mjög góður.

    Það hefur verið lenska hjá okkur síðustu ár, já og áratugi, að telja að með 1-2 kaupum sé titillinn kominn í hús. Þetta gerðist þegar Kewell var keyptur, Torres, Keane, og fleiri og fleiri í gegnum árin. Síðasta pússluspilið klikkaði náttúrulega yfirleitt alltaf.

    Ég er ósammála Magga, það þýðir ekkert að ætla sér að keyra þetta í gang á einu tímabili. Við verðum að þola lengri tíma, amk. 2-3 tímabil. Og það er ef öll lykilkaup heppnast. Held að árangurinn af þeim kaupum undanfarin ár sé frekar dapur, sbr. Babel, Keane, Aquilani, jafnvel Johnson þótt hann hafi komið til síðustu vikur.

    Ég held, og er viss um að flestir sem hafa fylgst með þessu í meira en 2 ár, að það vanti miklu meira en 1-2 kantmenn til að liðið verði í meistaradeild eða titilbaráttu. Það vantar heilan flokk af mönnum, 10-12 leikmenn. Þeir verða ekki keyptir allir í einu, hámark 4-5 í hverjum glugga. Það er líka rétt sem kemur fram að margir af núverandi leikmönnum eru búnir með skammtinn sinn hjá félaginu og þurfa að fara. Aðrir ættu að vera áfram en í miklu minna hlutverki.

    Það vantar núna eins og þrjá haffsenta. Við erum ekki með neinn boðlegan til næstu ára. Skrtel mun alls ekki fallast á minna hlutverk hjá liðinu og hann má líka fara í gær mín vegna. Ótrúlegur klaufi og heppinn að vera ekki með mörg rauð á bakinu síðustu tímabil. Það verður aldrei hægt að treysta á Agger og Carragher er orðinn gamall, en gæti verið sterkur í 2-3 ár í viðbót sem 3-4 haffsent og þriðji bakvörður.

    Hægri bakvarðarstaðan er góð, Johnson og Kelly eru báðir góðir. Sennilega best mannaða staðan hjá okkur núna fyrir utan markvarðarstöðuna. Reina má ekki fara, það þarf að gera allt til að halda honum. Hann er besti markvörðurinn sem við höfum haft í háa herrans tíð.

    Við þurfum nýjan vinstri bakvörð. Topp bakvörð. Fáum Insúa aftur, losum okkur við Konchesky og Aurelio.

    Miðjan er góð, ef selja þarf Aquilani þá væri fínt að fá einn á kaliberi Meireles sem gæti síðan smám saman ýtt Gerrard út.

    Maxi, Kuyt og Cole eru þokkalegir leikmenn. Þeir mættu vera á bekknum því þeir geta breytt leikjum. Kuyt á skilyrðislaust að byrja inná í stórleikjum en annars ekki. Við þurfum því amk. tvo ef ekki þrjá kantmenn. Maxi og Cole mættu fara til að lækka launakostnað og hægt væri að henda kjúklingunum inn í þetta ef þurfa þykir.

    Okkur vantar síðan einn senter í viðbót, ég er ósammála því að Carroll, Suarez, Kuyt, Ngog og Ecclestone sé nóg. Ef við erum með Carroll og Suarez meidda þá er akkúrat ekkert bit í sókninni. Við þurfum nýjan og öflugan senter sem getur spilað með Carroll og helst líka úti hægra megin, ef við hugsum okkur að Suarez geti verið vinstra megin með Carroll einan uppi á topp. Ef þessi senter er þvílíkt öflugur þá væri hægt að spila 4-4-2 með Suarez vinstra megin, Carroll+nýjan senter uppi á topp, nýjan hægri kantmann og Meireles og nýjan sókndjarfan miðjumann á miðjunni.
    Þetta system kallar á möguleika á róteringu milli kerfa og fjölhæfa sóknarmenn.

    En svo er það breiddin. Birkir Örn segir að það sé ekki heillandi fyrir unga leikmenn að koma til Liverpool ef þeir sjá ekki séns á því að komast í lið. Það er algjör fjarstæða. Nánast hvaða 16 ára leikmaður í heiminum í dag vill koma til Liverpool. Aðeins þeir sem eru hjá stærstu liðunum vilja það ekki. Við þurfum að eiga leikmenn sem geta komið inn í hóp, það þarf að styrkja varaliðið og gera mönnum auðveldara að stíga upp úr því í aðalliðið.

    Það þarf líka að geyma suma af þessum mönnum sem allir vilja selja á bekknum í 1-2 ár til að halda breiddinni. Margir af þessum leikmönnum eru þokkalegir liðsmenn. Það væri t.d. fínt að hafa Dirk Kuyt sem fjölbreyttan varamann sem getur komið inn á í allar sóknarstöðurnar. Lucas myndi sóma sér vel sem þriðji miðjumaður, sem spilaði töluvert mikið af leikjum, sérstaklega þessum stærri þar sem þarf að spila með þriggja manna miðju.

    En við þurfum tíma. 2013 sé ég sem mögulegt ár til að komast í Meistaradeildina. 2014 gætu þeir komist í titilbaráttu og jafnvel unnið, fer eftir því hvernig öðrum liðum tekst að endurnýja sig.

    Kenny Dalglish má halda áfram, nokkrir Evrópuleikir breyta ekki því sem hann hefur gert í deildinni fyrir liðið, félagið og stuðningsmennina.

  43. Já og svona til að koma aðeins inn á peningahliðina þá þarf að leggja amk. 50 milljónir punda í þetta dæmi, helst strax í sumar. Síðan jafnvel 20 milljónir næstu tvo glugga. Við erum ekki með nægjanlega verðmætan hóp til að geta átt möguleika í meistaradeildarsæti eða meistaratitli í dag.

  44. Þetta eru athyglisverðar pælingar bæði í pistli og ummælum. Það verður virkilega spennandi að sjá hvað gerist í sumar. Hugmyndin hans Halldórs hér að ofan er reyndar ekki alvitlaus en ég á erfitt með að sjá það gerast og efa að það sé nokkur út í Liverpool að hugsa um slíkt! En ég held að menn geti verið vissir um að margt á eftir að gerast. Þessi Marveax (Man ekki stafsetningu) virðist vera á leiðinni. Aðrir leikmenn sem hér eru nefndir eru bara spekulasjónir eins og er. Mér þykir ólíklegt að við fáum Young. Hann vill spila í meistaradeildinni þannig að við getum afskrifað hann. Hazard hefur gefið það út að hann vilji spila á Spáni, getum afskrifað hann. Subotic er að fara að spila í meistaradeildinni á næsta tímabili og hefur mjög líklega ekki áhuga á að spila ekki þar á því næsta, vil ekki afskrifa hann því að EPL hefur visst aðdráttarafl en tel það samt ólíklegt.

    En það eru til fullt af fleiri góðum leikmönnum sem þessir þannig að Liverpool á eftir að versla. Vona bara að það verði eitthvað krassandi!

  45. Af hverju eru allir spenntir fyrir Marveaux? Vitið þið eitthvað um hann? Er þetta ekki bara nýr Cheyrou eða svo nýrra dæmi sé tekið, Jovanovic sem enginn vill sjá. Menn hafa keypt vitlaust inn svo árum skiptir og þá er seyðið sopið af því.

    Eins veit ég ekki hvort unglingarnir hefðu gott af því að vera blóðgaðir í svona skítlélegu liði þar sem kröfurnar eru svona háar. Menn eru búnir að öskra á að gefa Wilson séns í vetur, hann fær hann gegn West Ham þar sem hann þetta reynslulítill getur ekki blautan í einum lélegasta leik tímabilsins og hann er hengdur eftir hann, bakari fyrir smið.

    Ef menn vilja gefa þeim ungu tækifæri þá verða menn að gefa þeim nokkra leiki til að “bed-in” eins og bretinn kallar það.

  46. Svona þyrfti þetta helst að gerast.. Inn í sviga eru ‘backup’ leikmenn.

    Mark: Reina/Nýr heimsklassa ef hann fer (Jones, Gulacsi)

    Vinstri bak: Nýr byrjunarliðsmaður! (Aurellio, Johnson og jafnvel Insúa ef hann kemur aftur)

    Hægri bak: Kelly/Johnson (Einhver ungur peyji)

    Miðverðir: Agger – Nýr byrjunarliðs maður!/ Carra (Carra, Wilson, Ayala, Kelly)

    Miðja: Gerrard – Meireles – Nýr byrjunarliðs maður/Aquilani (Lucas, Spearing, Shelvey)

    Hægri kannt: Nýr byrjunarliðs maður! (Nýr backup, Gerrard, Pacheco, Ungir strákar, Kuyt)

    Vinstri kannt: Nýr byrjunarliðs maður! (Suarez, Nýr backup, ungir strákar)

    Frammherjar: Suarez – Carroll (Nýr backup, Kuyt, Eccleston, Pacheco)

    Stjóri: KING KENNY!

    Semsagt þeir sem ættu að fara eru: Soto, Skrtel, Cole, Jova, Maxi, Konchesky og Ngog. Og þar sem stendur nýr backup eru jafnvel ungir leikmenn eða allavega ekkert alltof dýrir, bara að þeir hafi meiri gæði en þeir sem við höfum, sem er ekki erfitt. Sama með nýja byrjunarliðs menn, erum ekki að fara að eyða 20mill í alla nýju byrjunarliðsmennina, bara að þeir hafi Liverpool gæði. En auðvitað ef eigendurnir hafi fjármagn, THANK FOWLER!

  47. Reina
    Johnson Carra Agger Fabio Coentrao
    A Young Gerrard Meireles Downing
    Suarez Carroll

    Varamenn: Lucas, Kuyt, Kelly, Jones, nýr hafsent…
    Aðrir eiga að drulla sér burt að mínu mati, menn eins og : Ngog, Maxi, Cole, Skrtel..
    Það vantar ekki mikið uppá glæsilegt byrjunarlið, í dag eru bara ekki til alvöru kantmenn hjá okkur, það breytist í sumar, ef að við myndum fá þessa 3 menn sem ég setti í byrjunarliðið þá eigum við auðveldara með það að komast upp vængina, við værum með 2 sókndjarfa bakverði og 2 alvöru kantmenn

  48. Það bendir allt til þess að Liverpool sé ekki að fara að taka þátt í evrópukeppni fyrir en í fyrsta lagi 2013-2014,sem eru skelfilegar fréttir fyrir Liverpool og stuðningsmenn,ég held að menn og konur verða að átta sig á því að það verður mikklu mikklu erfiðara að fá topp leikmenn í lið sem er ekki í neinni evrópukeppni.

  49. Góður pistill.

    Smá þráðrán: Tímabilið er langt í frá því að vera búið. Margir leikir eftir og ein 27 stig að sækja. Þar á meðal heil þrjú stig á móti Birmingham en það er einmitt leikurinn sem að ég og sonur minn förum á. 🙂 Getur einhver bent á veitingastað þar sem einhverjir af leikmönnum Liverpool venja komur sínar á?

    Þetta er besta aðdáendasíða besta liðs í heimi en eitt finnst mér vanta en það er “leit”, þegar manni dettur í hug eitthvað efni til þess að kanna hvort skrifað hefur verið um það áður hér á síðunni.

    Að lokum. Getur einhver bent á slóðir þar sem lýst er ferðum Liverpooláhangenda á markverða staði sem vert er að skoða? Takk fyrir.

  50. Halló það þarf að kaupa í þetta helvítis lið leikmenn sem get farið í næsta timabil og sigrað þessa helvítis deild er verða geðveikur eg elska þettta felag meira en allt í lífi mínu eins málshátturinn segir konan getur alltaf farið en Liverpool fer aldrei frá þér:) eg er ekki tilbúinn að bíða enn eitt árið kemur ekki til mála. sigur í ensku úrvalsdeildinni 2011/12
    vona að menn hér eru sammála mér en eg er bara LFC stuðingsmaður við eigum heima á toppnum…

  51. 52:
    ég hef reyndar ekki neinn stað í huga fyrir þig þar sem leikmenn gætu komið en það er eitt sem ég mundi gjarnan vilja forða þér frá:
    Ef þú verður með klúbbnum á Jury’s Inn EKKI fara þá á Pizza Express sem er uppvið hótelið.

    Fékk mér VERSTU pizzu sögunnar þar þegar ég var þar helgina þegar manutd-leikurinn var

  52. Þeir sem ég vill sjá fara út eru: Soto, cole, pulsan,Ngog, Jovanovic, koncensky, maxi, spearing.

    Þetta eru allir með tölu leikmenn sem mættu vera farþegar hjá e-h öðru liði. Myndi vilja fá 4 heimsklassa leikmenn koma inn í staðinn(2 varnarmenn+2 kantmenn).Það er allavegna orðið algjörlega nauðsynlegt að fá nokkra heimsklassa leikmenn inn í næsta glugga. Gefa svo þessu ungu leikmönnum sem eru viðloðandi liðið tækifæri. Fer enginn að segja mér að ungir leikmenn geti betur en t.d. maxi.

  53. #45 Ívar:

    “En svo er það breiddin. Birkir Örn segir að það sé ekki heillandi fyrir unga leikmenn að koma til Liverpool ef þeir sjá ekki séns á því að komast í lið. Það er algjör fjarstæða. Nánast hvaða 16 ára leikmaður í heiminum í dag vill koma til Liverpool. Aðeins þeir sem eru hjá stærstu liðunum vilja það ekki. Við þurfum að eiga leikmenn sem geta komið inn í hóp, það þarf að styrkja varaliðið og gera mönnum auðveldara að stíga upp úr því í aðalliðið.”

    Þú verður að fyrirgefa en ég skil þetta ekki alveg hjá þér? Ég segi að ég haldi að Liverpool sé ekki góður ákjósanlegur staður fyrir unga leikmenn EF þeir munu síðan ALDREI komast í aðalliði. Þú segir að það sé fjarstæðukennt hjá mér og segir svo að við þurfum að eiga leikmenn sem geta komið í hóp og gera mönnum auðveldara að stíga uppúr varaliðinu og í aðalliðið?
    Nú spyr ég .. eru þeir þá ekki komnir í aðalliðið? E-ð sem ég er búinn að vera tala um yfir allan póstinn að ég vil að ungu leikmennirnir (Varalið og U18) fái fleiri tækifæri í aðalliðinu og auðvita ef þeir eiga það skilið. Ég skil ekki alveg hvernig það er annað en það sem þú segir. Endilega leiðréttum mig ef ég er að fara með rangt mál. Kannski ertu að misskilja en ég er alltaf að tala um að þeir eiga séns að koma í aðalliðið, ekki liðið í U18 eða varaliðinu.

    En í annað topic. Eins gaman og það væri að sjá Benitez og Kenny saman hlið við hlið í stjórna liðinu, þá held ég að Benitez sætti sig aldrei við að vera einhver aðstoðargaur! En hvað veit ég um það 🙂

  54. Einhver ofar í athugasemdunum var að velta fyrir sér af hverju Lucas fór úr því að spila glimrandi á móti Manchester United og yfir í að vera hörmung á móti Braga. Þarf að velta þessu fyrir sér? Í hinum fullkomna heimi þyrfti Lucas ekki að spila leiki á móti minni liðum heldur bara þar sem við sjáum fram á að þurfa að verjast eitthvað að ráði. Kannski svipað og Mascherano hjá Barcelona í dag. Ég veit að margir dissa Masch fyrir bekkjarsetu í Barcelona en fyrir mér er það bara algjörlega ljóst að leikmenn eins og þeir tveir geta ekki búist við því að spila hvern einasta leik ef þeir eru í toppliði. Aftur – í hinum fullkomna heimi – ættum við annan sókndjarfan miðjumann (eða hefðum ekki lánað Aquilani) sem gæti komið inn í staðin fyrir Lucas þegar við þurfum virkilega á því að halda að sækja, eins og í gær!

    Vildi bara aðeins pústa út með þetta Lucasarmál sem alltaf virðist vera í gangi… ég vil meina að það sé ekki hans sök að hann þurfi að spila leikina á móti litlu varnarsinnuðu liðunum líka! Það er því að kenna, eins og pistillinn frá Kristjáni Atla fjallar um, þessu ömurlega 2007 til 2010 tímabili þar sem breiddin og gæðin nánast hurfu!

    Annars afar fínn pistill… nú fer restin af tímabilinu í að vega og meta leikmenn og þjálfara. Afar spennandi hugmynd með Benítez og Kenny. Held að það sé samt seint að fara að gerast því miður!

  55. #52 Steinn
    Blue bar við Albert Docks er einn af þeim stöðum þar sem má ramba á leikmenn, þeir búa nokkrir þar í kring. Carragher á líka veitingastað sem heitir Cafe Sports England og er á Stanley street. Hef ekki farið þangað sjálfur en séð myndir af honum þar með gestum.
    Bar & Grill er líka flott steikhús sem hefur verið þekkt fyrir að laða til sín leikmenn er á Brunswick st. og er besta veitingahúsið í Liverpool að mínu mati.
    Það eru svo fleiri staðir, San Carlo sem er ítalskur staður, þar hélt Glen Johnson einhvers konar fögnuð vegna fæðingu sonar síns um daginn með leikmönnum. Þeir hafa líka verið þar nokkrir saman á öðrum tímum skv. netinu.
    Annars er það að hitta leikmenn eitthvað sem gerist ekki nema maður viti af þeim eða sé ekkert að spá í því hvar þeir eru. Maður hefur sjálfur stundum reynt að eltast við einhverja svona staði í þessari von og það hefur aldrei gengið. Ég hef samt rekist á þá nokkra og þá var það alltaf fyrir algera tilviljun.

    En skemmtu þér vel, ég var á Liverpool – West Ham í fyrra og hann var líklega minna virði en þeir leikir sem nú eru eftir.

  56. Strákar ég las ekki eitt komment hérna svo þið vitið það, las bara upphafsfærsluna, er búin að vera í einhverju hléi frá þessari frábæri síðu og veit eigilega ekki af hverju, finnst bara eins og liðið okkar spili aldrei núorðið og tímabilið löngu búið einhvernveginn, Suarez fær leik á sirka 6 vikna fresti og svo framvegis.

    En eru menn að sjá það núna sem ég hef sagt hérna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, við þurfum 100 milljónir punda frá nýjum eigendum og allt minna en þap mun ekki duga okkur til þess að berjast um titillinn, nenni ekki að rökræða þetta en það er mín skoðun og ég stend fastur á henni. Það vantar 2 frábæra kantmenn, frábæran vinstri bakvörð, 1-2 miðverði, kannski einn miðjumann og líklega einn þrususenter í viðbót og menn í þeim gæðaflokki sem við þurfum kosta 15-25 milljónir punda stikkið, þetta eru 6-8 leikmenn og ég sé ekki 100 milljónir punda úr vasa eigendanna plús sölur dekka alvöru 6-8 leikmenn.

    En já þetta er þunglyndi og búið að vera það í allan vetur, mér finnst eins og það sé búið að vera sumar í margar vikur, við spilum aldrei núorðið, ég sá hvorugan Sparta Prag leikinn og ekki sá eg Braga leikina heldur, var upptekinn og lítill áhugi fyrir þessum leikjum svo frá því ég kom heim frá Englandi eftir að hafa séð Liverpool vinna Stoke og Chelsea fyrir 6 vikum síðan hef ég séð 3 fokking leiki sem er fáránlegt. Langar að sofan og láta einhvern pikka í mig sirka 1 júlí og segja mér að United hafi ekkert unnið og eigendur okkar séu í þann mund að fara styrkja liðið sem ég elska ALLHRESSILEGA.

  57. Það á að byrja á því að henda carra út orðin handónýtur og Skrtel sömuleiðis Ngog, Maxi, Cole,lucas bæbæ ætla menn að halda því fram að hann sé góður engin hugsun fram á við hann tekur 5 snertingar og veit ekki enn hvað hann ætlar að gera og er oft búin að klúðra góðum sóknarmöguleikum.Xabi var búin að ákveða hvað hann ætlaði að gera áður enn boltin kom kantarinn farin og allt komið af stað þetta kemur ekki fyrir hjá lucas.Þegar xabi fór þá hvarf gerrard og hefur ekkert til hans sést þeir dagar eru farnir þegar hann reddaði öllu.Það verða að koma alvöru kanntmenn í sumar ef carrol á að geta eithvað.

  58. hrikalega vel skrifaðu pistill, ég var nálægt því að brjóta hjólið sem ég var á í world class í gær í hvert skipti sem carra og skrtel sveifluðu leggjunum og hömruðu hann fram!

  59. 52

    Ef þú verður útá höfninni man ekki hvað hótelið hét, Jurys inn?

    Þá er veitingastaðurinn hans Carraghers þarna rétt hjá, svona sportsbar/getur fengið eh að éta.
    Fór á Liverpool-Chelsea 2009 (2-0) og eftir leikinn ég vildi prufa fara á staðinn hans Carraghers enn bróðir minn sannfærði mig um að kíkja niðrí bæ. Síðan komust við að því að Pepe Reina hefði verið þar að tala um leikinn.Svo mæli alveg með honum.Síðan var einhver frétt þar sem leikmennirnir, Meireles og fleiri voru á niðrí bæ man ekki alveg hvað hann heitir.

  60. Fáranlegt að fara kenna Carragher um þetta, fyrir mér leit þetta svona út. Steingeldir menn á miðju og vængjum Liverpool höfðu ekki erindi sem erfiði í vörn Braga.

    Förum að face nokkar hluti!

    Kuyt: Fínn leikmaður í liði sem er heilt yfir tæknilega gott og hann getur unnið upp með dugnaði og eljusemi!

    Lucas: Fínn varnalega, ágætar sendingar en vantar kraft, útsjónarsemi, sköpunargáfu og svona mætti lengi telja. Líkt og Kuyt fínn í liði sem er heilt yfir tæknilega gott og á ekki í vandræðum sóknarlega.

    Maxi Rodriguez: Líklega góður í reitarbolta en engin ógn af honum sóknarlega og algjörlega kraftlaus!

    Meireles: ekki hraður og ekki mikil yfirferð en á þessar úrslitasendingar til og er góður í stutta spilinu, mun henta vel með sneggri og kraftmeiri mönnum eins og Suarez

    Joe Cole: Rannsóknarefni.

    Svo ekki fara að tala um Carra í þessu samhengi, við héldum hreinu en þessir æðislegu sóknarþenkjandi menn voru ekki líklegir til þess að skora á þessu árþúsundi!

  61. Gæti trúað því að við mundum skipta á Reina eða Gerrard og Balotelli. Það hjálpar okkur mikið.

  62. Vill aldrei sjá menn eins og Balotelli hjá Liverpool, hata svona charactera. Eyðileggja þessa annars frábæru íþrótt með skelfilegri framkomu gagnvart leikmönnum, klúbbnum sínum oft og ekki síðast en síst aðdáendum. Svona menn eins og hann eiga ekki skilið að leika þessa íþrótt.

  63. Allar göngur hefjast á einu skrefi. Að byggja upp gott knattspyrnulið er ekki gert í sviphendingu. Með Kenny kom halo effekt en eftir því sem frá komu hans líður dofnar sú innspýting og við tekur bláköld alvaran.

    Það sem maður hefur séð til Kenny gefur bæði góð fyrirheit og vekur upp efasemdir. Það er léttara yfir leik liðsins, karlinn er ótrúlega góður í fjölmiðlum og nær að létta pressunni af sínum mönnum með frábæru skopskyni og snilldar kommentum og hann nær augljóslega að ná upp stemmingu þegar sá gállinn er á honum. Þá eru kaupin á Suarez og Carroll mikilvæg bæði sökum þess að þessir leikmenn eru augljóslega frábærir ungir knattspyrnumenn og svo sýndi baráttan þegar þeir voru keyptir að LFC er ekkert lamb að leika sér við ætli þeir sér að ná í leikmann. Athugasemdir um fáránlegan verðmiða á Carroll eru barnalegar því það var í raun Chelsea/Torres pókerinn sem verðlagði Carroll.

    Hitt er annað mál að frammistaðan gegn Braga var skammarleg í einu orði sagt. Ef Kenny getur ekki sett upp taktík til að vinna miðlungslið frá Portúgal vinnur hann ekki neitt. Ég er á því að fara verði vandlega yfir styrkleika og veikleika Kenny sem stjóra. Hugmyndin um parið Kenny og Benitez er vitanlega brill í teoríunni en það er langt bil milli þess sem lítur vel út á pappírnum og raunveruleikans. Að hugsa sér Benitez sem varaskeifu er frekar súrrealískt finnst mér.

    Leikurinn gegn Sunderland er prófsteinn á Kenny. Sunderland er ágætt lið en ætti samt að vera skrefi á eftir LFC. Eftir snautlega frammistöðu gegn Braga er lágmarkskrafa að liðið mæti dýrvitlaust til leiks og sigri örugglega.

  64. #52, það er “leit” neðst á síðunni. Kannski ekki besti staður fyrir leitarglugga, ég viðurkenni það og mun kannski laga við betra tækifæri.

    Annars afskaplega dapurt að heyra um þessa EL framstöðu. Ég hef ekki séð EL leikina hérna á Indlandi, enda eru fáir sýndir og þeir sem eru sýndir eru klukkan 2 um nótt. Ég efast stórlega um að mér hafi tekist að vaka yfir þessum leik.

    Mér finnst frammistaðan í deildinni hafa batnað gríðarlega og Man U leikurinn var til að mynda frábær. Ég skil ekki alveg hvernig þetta lið datt niður á svona slappleika í EL. Og það gerir mig gráhærðan að lesa að Carragher haldi uppteknum hætti með þessa dúndurbolta núna undir stjórn Dalglish. Ég trúi því ekki að Clarke og Dalglish sjái þetta og séu bara sáttir á heimavelli gegn Braga. Það getur bara ekki verið að það sé þeirra plan.

    Partur af mér hugsar að kannski sé það best að sleppa EL á næsta tímabili og einbeita sér 100% af dagskránni á Englandi. Það getur komið okkur til góða í baráttu við önnur topplið um efstu sætin.

  65. Annars hef ég áður hugsað þessa Benitez hugmynd. Ég held að Rafa muni aldrei fá aftur tækifæri hjá þeim klúbbum sem hann dreymir um og telur sig geta stýrt – klúbbar einsog stærstu þrír á Ítalíu, Real Madrid og stærstu klúbbarnir á Englandi. Það væri einna helst að hann gæti fengið toppklúbb í Þýskalandi.

    Ég held einmitt að hann væri FULLKOMINN maður númer 2. En ég hef ekki hugmynd hvor hann geti unnið sem slíkur eða hafi nokkurn áhuga á því.

  66. Áhugaverð pæling með Benítez sem aðstoðarþjálfara en verulega ólíklegt að það myndi nokkurn tíman gerast. Og alls ekkert víst að það myndi ganga vel…

    En að hópnum…
    Ef að Reina fer, sem klúbburinn MÁ EKKI láta gerast, þá á að gera allt til að fá Hugo Lloris frá Lyon. Að mínu mati besti bitinn á markaðnum sem raunvörulegar líkur eru á að næla í. Nauer er líka góður kostur en báðir fara dýrt…

    Ég skil ekki þá sem vilja meina að helsta vandamál liðsins sé sóknarleg… Vandamálið er klárlega varnarlínan. Leyfið mér að útskýra…

    Agger: Besti alhliða miðvörðurinn okkar, án hans kemur EKKERT spil út úr vörninni. Hann er einnig lunkinn við að koma sjálfur með boltann upp í gegnum miðjuna og bakar vandræði þar sem einhver þarf að mæta honum og þar með losnar um annan miðjumann… Agger er hinsvegar mikið meiddur og er alveg pæling hvort við eigum að tjónka við hann áfram. Græðum ekkert á meiddum mönnum, sama hve góðir þeir eru.

    Carra: Algjör leiðtogi, mikilvægur hlekkur og það bitnar á einbeitingu varnarlínunnar þegar hann er ekki með. Hann gerir ekkert fyrir spilið, er bara nautsterkur, góður varnarmaður. Sem er í lagi þegar hinn miðvörðurinn er flinkur spilari. Carra er líka á seinasta snúning og ég veit ekki hvað mig langar að sjá hann lengi áfram.

    Skrtel: Einfaldlega ekki nógu góður, klaufskur, vitlaus og ljótur í framan.

    Soto: Backup, fínn á móti hávöxnum andstæðingum og gott að hafa í hornum. Hann er hinsvegar of hægur og ekki að bjóða uppá mikið nema hæð og reynslu.

    Wilson: Ungur, efnilegur.

    Til að summa þetta upp þá erum við með 2 miðverði sem eru góðir en tæpir og 2 miðverði sem þurfa að fara. Wilson á að vera áfram. Ég vill fá háklassa miðvörð til að mynda par með Agger, Carra á verður að 3 miðverði. Ef Agger fer ekki að ná sér af meiðslum þá á að selja hann og kaupa annan. Wilson sem 4 bakvörð.

    Vinstri bakvarðarstaða okkar er galtóm, Aurelío er búinn, leiðinlegt en ekkert við því að gera. Konchesky er varla orða virði og Insúa ekki mikið meira en backup efni. Þurfum því hágæða mann í þessa stöðu.

    Ég er nokkuð hrifinn af pælingum um 4-3-3 kerfi þar sem við höfum Meireiles, Gerrard og Lucas á miðjunni, Suarez og Kuyt sem vængsóknarmenn og Carroll á toppnum. Við þurfum samt meiri gæði þarna með þeim 3 því menn eins og; Ngog, Maxi, Jova og Cole eru ekki nægilega góðir.

    Ef Juventus eru eitthvað að væla um að borga umsamið verð fyrir Aquilani þá á hreinlega að brosa og kippa honum til baka. Gæðaleikmaður sem myndi bæta miðjuna okkar verulega mikið.

    Það þarf, ofar öllu að koma því inn í hausinn á Liverpool leikmönnum að þeir eru LIVERPOOL leikmenn! Hætta að sitja aftur á “erfiðum” heimavöllum í Tékklandi, sækja á þá af öllu afli, pressa í drasl og hlaupa í alla bolta. Suarez og Kuyt eru góðir í þessu, og Gerrard þegar hann nennir. Hvenær unnum við seinast alvöru lið með háum sendingum fram hjá miðjunni okkar?

  67. Tilvitnun í Ghukha:
    “Skrtel: Einfaldlega ekki nógu góður, klaufskur, vitlaus og ljótur í framan.”

    vel rökstudd og sanngjörn gagnrýni Ghukha, þú getur örugglega fengið vinnu hjá Henry Birgi…

  68. Góður 🙂 – annars tel ég augljóst að um grín var að ræða varðandi útlit mannsins, Og að annað í pistlinum hafi verið vel rökstutt.

  69. Þetta er alveg rétt hjá 72 við getum ekki hafi sókn í vörnini eins og staðan er í dag og erum pressaðir hátt af því að eingin getur rakið bolta á hlaupum hvað þá sent hann sómasamlega frá sér nema upp í loftið eða hátt framm.

  70. Tottenham var að gera jafntefli við West Ham, 2 töpuð stig þar hjá Tottenham. Nú verða okkar menn að girða sig í brók og taka 3 stig á morgun !

  71. Og “March madness” heldur áfram hjá Arsenal enn eitt árið…

  72. Fá Cissé aftur, hann vill komast burt frá Grikklandi og getur verið góður backup:)

  73. Sælir félagar

    Þessi þráður er á enda runninn. Hvað með upphitun fyrir morgundaginn???

    Það er nú þannig.

    YNWA

  74. djöfull held ég að það yrði góð knattspyrna spiluð ef að King og Benitez myndu stjórna saman og með Clarke sem aðstoðarþjálfara! þeir gætu fullkomnað hvorn annan. Kenny sæi um blaðamannafundina og mannleg samskipti við leikmenn , halda móralnum góðum og vinna með sóknarmönnunum og Benitez fáranlega vel skipulagður og góður í allri taktík og greina andstæðingin. En er samt ekki viss um að tveir geti ráðið gæti trúað að Rafa se kannski of þrjóskur í þetta! en samt spennandi kostur sem ég myndi fagna !

  75. Eiga ekki allir hérna Man Utd vini sem eru líklega að segja hluti einsog “hann var óheppinn að fá rautt, þeir fóru í nákvæmlega eins tækklingar en Evans var bara 1sek seinni, hefði getað farið á akkúrat hinn veginn”

    Well endilega sýnið þeim þetta þá bara 🙂 http://www.flickr.com/photos/elsuperarimar/5540075139/

  76. Allt hefur sína kosti og galla. En ég held klárlega að kostirnir yrðu fleiri ef Benitez yrði fenginn í teymið líka. Benitez getur lika lærgt margt af kenny, sérstaklega þegar kemur að mannlegum samskiptum. En samt að hafa hann að undirbúa hvern leik taktíkslega séð myndi gefa Kenny mikið forskot. Hann þarna úti með leikmönnum meðan Benitez húkkar inni og skipuleggur taktík. Myndi eflaust gera sig. En ég held að Benitez sé bara einum of stórt nafn til þess að hann sætti sig við að vera númer 2.

  77. Fínn pistill og er nú nokkuð sammála KAR, það þarf að fylla uppí margar stöður. Því miður, en það er bara svo, alltof margir farþegar.

    En ef maður hugsar til baka, janúar mánuður; af hverju, já af hverju… teygðu menn sig ekki lengra við að kaupa gæðamenn á þeim tímapunkti, vængmenn, það er það sem við þurfum, t.d. Ashley Young, það átti að leggja allt undir í því (ætli hann fari svo ekki til man utd í sumar) og t.d. nzogbia frá wigan, þá væri örugglega meira líf á þessum tímapunkti (við værum t.d. að spila um 4. sætið því næg hafa tækifærin verið til að minnka stigamuninn og komnir áfram í Evrópudeildinni; líklegra), minna sem þyrfti að fjárfesta í sumar og klúbburinn meira aðlaðandi fyrir leikmenn sem við reynum að kaupa.

    Já, þegar maður hugsar til baka, ég bara skil ekki af hverju þeir settu ekki meira púður í innkaupin þá 🙂

    En það er gott að vera vitur eftir á.

  78. Geta menn farid ad fokking gleyma Alberto Aquilani? Tetta daemi bara gekk engan veginn upp, og er svo ekki adeins verid ad ofmeta tessa ofurendurkomu hans a Italiu?

Liverpool 0 – Braga 0

Sunderland á morgun