Liverpool 0 – Braga 0

Tökum snöggt á þetta:

Byrjunarlið

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Wilson

Lucas – Meireles
Kuyt – Cole – Maxi
Carroll

Gulacsi, Ngog, Pacheco, Kyrgiakos, Spearing, Poulsen, Flanagan.

Þessi leikur var eins og þessi Evrópudeild hefur verið í vetur.

Flatur, áhugalaus, hugmyndasnauður og hundleiðinlegur leikur. Reynt að sparka langt og þvælast í gegnum miðjan völlinn gegn liði sem liggur aftarlega og stendur allt af sér.

Ég ætla ekki að eyða miklum tíma í það að sætta mig við það að síðasti séns á gleði þennan vetur kláraðist í kvöld og við erum ekki að fara að horfa á úrslitaleik í Dublin, heldur einbeitum okkur bara að því að sjá hvaða leikmenn eiga það skilið að fá að vera áfram í búningnum eftir lélegasta tímabilið síðan Souness sagði bless.

Í kvöld voru nú ekki margir að vinna sér inn það að eiga það skilið. Það vantaði alla ákveðni og grimmd í leikmannahópinn okkar, við sköpuðum okkur varla færi og þegar við vorum komnir á síðasta þriðjung urðu arfaslakar sendingar okkur alltaf að falli. Maxi og Cole eiga að finna sér önnur lið í sumar takk. N’Gog er klárlega númeri of lítill og Wilson er ekki bakvörður í gæðaklassa.

Enn einu sinni sáum við vanda vetrarins.

Ekki nægileg gæði í okkar leikmannahóp og það þarf að taka til í sumar.

Með stórum, feitum og þungum kústi – ef ekki bara með OFURRYKSUGU!!!

Ég ætla ekki að ergja mig á að velja mann leiksins í kvöld.

86 Comments

 1. Sælir félagar

  Það er ekki nema eitt um þetta að segja. Ömurlegt, ömurlegt og ömurlegt. Þvílík drulla á þessu liði verð ég að segja. Andskotinn bara!!!!!

  Það er nú þannig.

 2. Ég get ómögulega skilið hvernig hægt er að skora 3 mörk á móti United en ná ekki að pota inn einu marki í 180 mínútur hjá miðlungsliði frá Portúgal. ARGGGGGGGGGGGgggg

 3. Þeir á Stöð 2 Sport hljóta að vera fegnir. Geta núna farið að sýna önnur lið sem spila almennilegan fótbolta. Verið kvöl og pína að horfa á þetta lið í þessari keppni í vetur.

 4. dómari-drasl
  braga-drasl
  Liverpool-drasl

  allavegana einni dollu færra til þess að hafa væntingar til…

  YNWA

 5. Hólí sjitt hvað þetta var lélegt. Og ég er ekki bara að tala um í kvöld heldur þátttöku liðsins í Evrópudeildinni í allan vetur.

  Dalglish á hrós skilið fyrir að rífa liðið upp í deildinni, og honum verður ekki kennt um að detta strax út´ur bikarnum, en hann fær ALGJÖRA falleinkunn fyrir þessa fjóra Evrópuleiki. Eitt mark, nákvæmlega ekkert að gerast, vantar allan innblástur. Þetta var bara ömurlegt og ef hann verður áfram með liðið (sem ég geri ráð fyrir) og kemur okkur í Evrópukeppni á ný eftir rúmt ár verður hann að sýna eitthvað meira haustið 2012 í Evrópu. Þetta var ömurlegt.

  Það liggur við að ég sé feginn að við séum dottnir út, svo leiðinlegt hefur liðið verið í þessari keppni. Liggur við.

  Og er einhver hérna á móti því að senda Til Sölu-fax á alla klúbba í Evrópu strax á morgun fyrir Joe Cole?

 6. Arfaslakur leikur okkar manna á útivelli gerði útslagið í þessari viðureign við Braga.

  Meistaradeild 2013 here we come : )

 7. Svakalega getið þið vælt og skælt. Slakt já, en svona grátur er óþarfur…

 8. Mikið rosalega munar um það hjá okkur að hafa einhvern eins og Suarez sem er skapandi og ógnandi, sem og kannski líka Steven Gerrard. Voðalega var þetta allt fyrirsjáanlegt og slakt.

  Það er erfitt að gagnrýna Andy Carroll fyrir sína frammistöðu, hann tók bara á þeim boltum sem hann fékk og ekkert við því að segja. Nema þá kannski fyrir hugmyndasnauðu liðsfélaga hans í að bomba boltanum svona á hann trekk í trekk og enginn virtist vera mættur til að taka rebound-ið.

  Voðalega dapurt og ég er alveg virkilega reiður því þetta Braga lið er bara ekki gott. Þetta Liverpool-lið, þó það vanti einhverja lykilmenn, á að vinna þetta lið, svo einfalt á það nú bara að vera. Satt að segja ótrúlegt að Liverpool er komið svona langt í þessari keppni miðað við daprar frammistöður og aumingjalegt lið oft á tíðum.

  ARG

 9. Verð nú bara að segja fyrir mig að ég er ekki viss um að ég vilji hreinlega sjá fleiri leiki hjá þessu hræðilega Liverpool liði í þessari hundómerkilegu keppni.

  Það er peningur í þessu og auðvitað dolla í boði, en liðið hefur verið sér til skammar í þessari keppni í ár að mínu mati og þáttaka okkar þar hefur ekki gefið okkur einn nýjan stuðningsmann í ár, líklega þvert á móti.

  Fyrri leikurinn ömurlega upplagður og fór nánast eins og var áætlað eða búið sig undir og liðið var bara ekki nógu gott að snúa því við með stuðningi Anfield. Vissulega vantaði Agger, Gerrard og Suarez sem hefðu klárlega gert útslagið en come on við eigum að afgreiða Braga án nokkura lykilmanna.

  Ef ekki þá eigum við bara ekki að taka þátt í þessari keppni og það er semsagt orðið staðreyndin núna.

  Miðað við þessa leiki yrði ég ekki hissa ef N´Gog, Cole og Maxi (o.fl.) eigi ekki eftir að klæðast LFC treyjunni mikið oftar sem leikmann.

 10. Kristján Atli

  Það má einnig bæta Maxi við Til sölu-faxið.

  Ég hef líklega betri knattspyrnukunnáttu en hann. Það er eins og hann sé hræddur við boltann. Hvort sem um er að ræða að fá boltann en hann felur sig bara og ef hann “reynir” að setja einhversskonar pressu þá STOPPAR hann 2 metrum frá manninum og bíður eftir því hvað andstæðingurinn gerir við boltann.

  En Daglish fær STÓRAN mínus fyrir þessa leiki í Evrópudeildinni. Af hverju ekki að nota allar 3 skiptingar?

  Það sakar varla.

 11. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst Daglish vera alger gunga. Hann ætlaði að halda hreinu í fyrri leiknum og kára þetta svo á Andfield. EN hann lét liðið spila ömurlegan bolta í útileiknum og fékk auðvitað mark á sig. Svo er það bara þannig að það eru engin lið sem eru hrædd við að mæta á Andfield og fyrir utan það lét Daglish liðið spila kick and run. Daglish er gunga því þessi mannskapur sem Liverpool hefur á að duga til að slá svona lið út.
  Svo er krabbanein í liðinu sem heitir lucas og það verður einfaldlega að koma þessu meini í burtu.

 12. Maggi, Wilson var langt frá því að vera slakasti leikmaður Liverpool í dag, að spila útúr stöðu í sínum 5 leik fyrir Liverpool. Hann er 18 ára gamall og því er lélegt að telja hann upp með Maxi og Cole í lok skýrslunnar. Þar hefði mátt telja upp alla aðra að mínu viti nema hugsanlega Reina.
  Hann lærir af þessum leik, aðrir ekki.

  Annað er ekki hægt að segja um þennan leik eða þesa keppni.

 13. Yep, tapið er klárlega Lucas að kenna, aha…..úffffff

 14. Skildi ekki bjartsýnina fyrir þennan leik. Carra og Skrtel miðverðir sem spila helst ekki boltanum með jörðinni. Wilson ekki til afreka í sinni stöðu. Maxi passívur eins og alltaf, Joe Cole ekki svipur hjá sjón, Carroll þungur og hægur eins og undanfarið. Og Spearing inn á af öllum mönnum! Af hverju áttum við að vinna leikinn? Ástandið á liðinu er ekki gott og Dalglish náði ekki að mótívera leikmenn. Þetta var bara slakt.

 15. Þvertek fyrir það að Wilson hafi verið slakur. Fannst hann standa sig mjög vel. Carra er næsti Beckham ég er að segja ykkur það. Eini sem getur eitthvað sent í þessu blessaða liði. CARRA og WILSON fá mín atkvæði sem menn leiksins. Og já Dalglish NOTAÐUR FKN PACHECO

 16. Sammála mönnum að það eru fleiri orðnir pottþéttir á sölulistann í sumar: Maxi, Kyrgiakos, Ngog, Poulsen, Konchesky og sennilega Skrtel verða allir boðnir til sölu til að rýma fyrir sér betri leikmönnum.

  En enginn af þeim er á sömu launum og Joe Cole. Enginn af þeim átti að vera sama hetjan og Joe Cole. Enginn af þeim var valinn fram yfir Rafael Van der Vaart í fyrrasumar. Og Cole hefur ekkert getað fyrir okkur í vetur, verið ævintýralega slappur.

  Það verður algjör hreinsun í sumar. Eitt eða tvö nöfn inn og eitt eða tvö nöfn út nægir ekki, það þarf að skúra eins mörgum af þessum pésum út og hægt er. Þetta lið vinnur aldrei titla nema menn spili smá Football Manager á markaðnum í sumar…

 17. Þetta tap er ekki bara lucas að kenna heldur öllu liðinu og ekki síst Daglish en ef horft er á liðið síðan Alonso fór og þessi lucas kom inn þá sjá allir að hann er langt frá því að vera rétti maðurinn á miðjuna hjá Liverpool.

 18. Braga voru bara með þetta, vörðust djúpt og voru vel skipulagðir, leyfðu playmaker-unum (Carra/Skrtle LOL!) að kíla háa bolta uppá Carroll sem að reyndi svo að flikka boltanum á menn sem voru aldrei í neinum takti við þennan leik og voru oftast allt of langt í burtu frá Carroll til að vinna þessa seinni bolta. Það vantaði allan kraft í miðjuna hjá okkur í dag og spilið var einhæft og þungt, hraðinn engin og skapandi leikmenn voru því miður ekki með í dag og því fór sem fór.
  Við sköpuðum nánast ekkert í þessum leik og uppskeran var eftir því.

  Hef virkilegar áhyggjur ef að þetta er boltinn sem Liverpool ætlar að bjóða uppá þegar Carroll er inná, og þá skiptir ENGU máli hverjir eru á miðjunni.
  Háloftaknattspyrna er algjört helvítins drep og ég verð fljótur að gefast uppá að horfa ef Dalglish kærir ekki miðverðina okkar fyrir svona “spil”.

  Það væri réttast að láta Carra aldrei! vera með boltan, hann á bara að fá skýr fyrirmæli um að koma boltanum í fæturnar á næsta manni, svona svipað og Alli Gísla gerði með landsliðið í handbolta þegar Sverre var að spila fyrir hann, þeir leikmenn sem að sendu á Sverre í hraðaupphlaupi ef að hann var kominn uppá völlinn voru bara teknir útaf og hvíldir í 10 mín!

  Sumir leikmenn hafa bara engan leikskilning, geta kannski staðsett sig vel og eru fínustu varnarmenn en allt annað eiga þeir að láta eiga sig, Carra er nákvæmlega þessi týpa af leikmanni og ég gjörsamlega þoli það ekki, fer meir að segja svo langt að hata það!

 19. Dirk Kuyt var rangstæður svona 20 sinnum í þessum leik. Beint á æfingasvæðið að kenna þessum manni að halda línu. Shit hvað þetta var endalaust frústrerandi.

  Carroll vann hinsvegar svona 20 skallabolta í þessum leik, jákvætt. Hann hefði skorað ef að Kuyt hefði ekki bjargað svona meistaralega á línu.

 20. Jæja, enginn nefnir Lucas vin okkar. Hann er ekkert að gera neitt. Spilar boltanum alltaf til baka, ógnar engu framávið. Þá er ekkert vængspil í þessu liði. Gleymum þessu tímabili og hugsum um það næsta með hreinsun á 5 til 7 mönnum. Takk fyrir tímabilið.

 21. Sammála að Dalglish féll algjörlega á prófinu í Evrópukeppninni. Hann hefði mátt taka upp símtólið og fá nokkrar ráðleggingar hjá Rafa.

  Ég sagði eftir fyrri leikinn að 1-0 tap væru mjög slæm úrslit. Það er mjög erfitt að spila, vitandi það að þurfa sækja en samt ekki mega fá á sig eitt mark. Því miður átti liðið ekki skilið að fara áfram að þessu sinni. Lið sem skorar ekki mark og gerði sig varla líklegt til þess í 180 mín. á móti Braga á ekki skilið að fara áfram.

  Það er ljóst að þetta ár verður titlalaust. Nú er ekkert annað en að klára þessa tvo mánuði sem eftir eru í deildinni með sóma, vona að liðið komist í þessa keppni, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.

  Ég vil meina að nú eigi að byrja undirbúningstímabil fyrir næsta tímabil. Það á að byrja á því að fastráða framkvæmdastjóra strax á næstu dögum. Láta þann mannskap sem verður á Anfield klára þá leiki sem eru eftir að tímabilinu, setja þá leikmenn sem eru ekki í framtíðarplönum félagsins útúr liðinu. Leyfa ungum leikmönnum að fá fleiri tækifæri, þannig að þeir koma með einhverja reynslu inní næsta tímabil. Fara að njósna um leikmenn og undirbúa tilboð í þá leikmenn sem á að fá til félagsins í sumar.

 22. Sælir félagar

  Því miður verður að viðurkennast að KD hefur ekki skorað eitt einasta stig í þessum Evrópuleikjum. Slakar skiptingar (Spearing og N’Gog) seint og um síðir og engar hugmyndir um skipulag til að vinna þennan leik. Falleinkunn hjá stjóranum og efasemdir um hann vakna. Því miður. Það er auðvitað þannig að helmingur liðsins amk. á ekki skilið að leika í rauðu treyjunni. Því fer sem fer. Skömmin fyrir frammistöðuna í þessum leikjum er þeirra og upplegg stjóans í besta falli einkennilegt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 23. Er í alvörunni verið að reyna að búa til Lucas umræaðu út úr þessum leik? Væri þá ekki nær að líta á þá miðjumenn sem áttu að sjá um sóknarleikinn í kvöld?

 24. goa#23 flestir voru jafn lélegir og hann í leiknum og fer ég ekki ofan af því að það er til skammar að hafa henn leik eftir leik inná. Það er búið að prófa að taka alla miðjuleikmennina útaf nema lucas. Hins vegar eru fleiri sem eru lélegir í liðinu en staðan sem lucas er í er mjög mikilvæg staða og það verður hreinlega að fá betri leikmann þarna inn.

 25. Jæja þvílíka hörmungin. Þá höfum við séð Reina spila sinn síðasta Evrópuleik fyrir Liverpool og síðasta Evrópuleik liðsins í 18 mánuði hið minnsta. Vonandi hverfa ein til tvær kippur af leikmönnum með Reina frá Anfield í sumar (ekki að ég voni að Reina fari, heldur fer hann fram á sölu).
  Hreingerningu takk fyrir.

 26. Nr.29

  Hef verið að tjá mig um þetta annarsstaðar og held ég geti ekki horft á þetta oftar, þetta er lífshættulega fyndið. Hann er ævintýralega vitlaus 🙂

 27. en á djóks þá voru menn hér að tala um að þeir nentu ekki að horfa á europa league aftur á næsta seasoni og voru að gera lítið úr þessari keppni. Liverpool eru bara ekki nógu góðir fyrir þessa deild! Birmingham og hvað Stoke eða einhvað. Stoke eru þó betri í þessum hálofta bollta en við

 28. Kúkur og kanill. Liverpool hefur aldrei verið svona lélegt…. segi og skrifa… aldrei. Meigi þessi leiktíð gleymast áður en hún klárast. Helmingurinn af þessu liði má ganga í raðir KR í sumar.

  YNWA

 29. “Afsakið” Birmingham og hvað Stoke eða einhvað eiga það miklu meira skilið!

 30. Lucas er ekki maðurinn sem á að halda okkar sóknarleik uppi, það er Mereiles og kantarnir (sem og maðurinn í holunni). Ekkert Lucas dæmi takk….
  Kuyt hleypur sig ALLTAF rangstæðan, Maxi er með lélegt touch (ekki verið skugginn af sjálfum sér), Skrtel + Carra = Háloftaboltar og næstum því allir aðrir alveg andlausir….Hvar er leikgleðin??
  Pacheco á bekknu og hann setur Spearing og Ngog inná (ok,ok, skil Ngog en hvað átti Spearing að gera???).

  Þetta var hörmung í kvöld og vona ég að sunnudagurinn verði betri, við eigum að gera betur!!

  YNWA – King Kenny.

 31. # 32 Amen Babu.

  Lucas er langt frá því að vera ábyrgur fyrir þessu tapi og því fyrr sem menn átta sig á því að hann er ekki skapandi playmaker eða sóknarsinnaður miðjumaður því fljótari eru menn að hætta þessu bölvuðu tuði um hann.
  Hann er djúpur varnarsinnaður miðjumaður og er í raun að sinna svipuðu hlutverki og Mascherano gerði fyrir okkur. Lucas á ekki að vera dreyfa boltanum og bera upp spilið. Það vantar mjög mikið skapandi mann með honum á miðjuna.
  Það má síðan alveg deila um það hvort að það sé ekki hægt að fá betri varnarsinnaðan miðjumann en Lucas í liðið.

 32. Slaka á með Cole og launavæl. Hann var að taka vel á móti bolta og skila honum frá sér, ekki endalaust rangstæður og gefa fyrirgjafir í næsta rassgat á hvítum búning.(kyut)
  Taktík Kenny virðist að senda menn á völlinn og segja þeim að spila sinn bolta, Það gengur kanski með Barcelona en ekki þetta meðal lið.
  Nú taka bara við nokkrir æfingaleikir í deildinni og svo löng bið eftir haustinu.

 33. hvernig er það getum við ekki tekið aftur upp þetta system með tvo framkvæmdarstjóra?
  KKD verður með deildina og Rafa sér um Evrópu og FA?

  Verst að’ við verðum ekki í Evrópudeild næsta ár

 34. Skulum hafa það á hreinu að Lucas var ekki versti maðurinn í þessum leik, hann fékk boltann eins og planið var, en Braga menn bæði pressuðu hann vel og meðspilarar hans hjálpuðu ekki. Það sást samt vel hvað við söknum þess að hafa ekki 2 sóknar-mögulega bakverði, Wilson gerði svosem ekki marga feila, en sóknarlega hjálpaði hann lítið og það gerði hlutverk/tilvist Maxi erfiðari, þar sem hann vill mikið sækja inn á vörnina. Ef enginn annar er að koma upp kanntinn að draga til vörnina, þá er Maxi í vandræðum. Við söknuðum einnig Agger (boltaspilandi varnarmaður!) og einhvers annars en Meireiles framarlega sem hægt var að gefa boltan eftir jörðinni á.

  Annars tek ég undir alla gagnrýni á Cole, ef einhver var and-maður leiksins þá var það hann. Boltinn stoppaði of oft hjá og á honum. Hann er vonandi bara í lítill leikæfingu.

  Jákvæðir punktar? Carrol er stór og sterkur, Skrtl og Meireiles eru vel tattúveraðir.

 35. Mikil vonbrigði að detta útúr þessari keppni. Liverpool áttu þó ekkert annað skilið. Ömurleg frammistað í þessum leikjum. Ég bara verð að tala aðeins um ákveðna leikmenn.

  Maxi Rodrigues
  Er þessi maður virkilega búinn að spila yfir 40 leiki fyrir landslið Argentínu? Hrottalega ömurlegar frammistöður hvað eftir annað hjá þessum leikmanni! Hann sést ekki í eina sekúndu í leikjum.

  Joe Cole
  Ég man þegar ég las fréttirnar um að Joe Cole hefði valið að koma til Liverpool og hvað ég var þvílíkt spenntur og bjartsýnn. Þvílík vonbrigði. Joe Cole klæddi sig í Liverpool treyju og virðist hafa misst hæfileikana við það.

  Dirk Kuyt
  Flott að skora þrennu gegn Manutd, virkilega sáttur við það. Ég er samt orðinn svo leiður á að sjá Dirk Kuyt spila með Liverpool. Ég er ekki lengur pirraður eða reiður, bara orðinn ótrúlega leiður á þessu. Þetta er átakanlega takmarkaður fótboltamaður. Hann er frekar lélegur skotmaður, mjög lélegur að rekja boltann, hörmulegur í að taka við boltanum, skorar lítið, hleypur ekki hratt, hefur ekki tækni…….en jú, hann hefur þol og hleypur mikið. Það kemur svakalega lítið útúr Dirk Kuyt og það er virkilega leiðinlegt að horfa á hann spila fótbolta. Af því að hann hefur gott þol og hleypur mikið fær hann samt að spila hverja einustu sekúndu í hverjum einasta leik. Ég trúi því ekki að þessi maður hafi fengið nýjan samning hjá Liverpool og ég þurfi því að horfa á þetta í mörg ár í viðbót. Hjálpi mér allir. Þetta er orðið þreyttara en orð fá lýst.

  Engin evrópukeppni á næsta ári, og að engu að keppa í deildinni. Ef ég mætti ráða þá myndi ég strax taka Poulsen, Skrtel, Maxi, Cole, N’Gog og Kuyt út úr hópnum og biðja umboðsmenn þeirra að leyta að nýjum félögum fyrir þá. Taka unga stráka inn í hópinn og leyfa þeim að sanna sig fram á sumar. Við föllum ekki og náum ekki íevrópusæti. Skiptir engu máli hvar við endum þar á milli.

 36. Dettur ekki í hug að láta eins og Wilson sé ekki efnilegur, það er hann vissulega og verður framtíðarmaður í þessu liði.

  En í kvöld fór þessi lokkaprúði Alan illa með hann og hann er einfaldlega ekki týpan í að æða upp kant og senda fyrir eins og þetta lið okkar þarf.

  Veturinn er bara þannig að það vantar leikmenn með gæði til að brjóta niður skipulögð varnarlið og það var það sem ég var að meina, þegar Suarez og Gerrard eru ekki með erum við ekki með marga slíka leikmenn.

  Menn tala um Pacheco, ég er eiginlega nær því að kalla eftir Thomas Ince eða Sterling, öskufljótir og leiknir kantmenn, það er eitthvað sem þarf. Sérstaklega ef að verið er að daðra við að spila 4-4-2 eins og KD reyndi annað slagið í kvöld.

  Kannski ræður Dalglish illa við Evrópuleikina, en það kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en við erum komnir með meiri gæði í leikmannahópinn, nokkuð sem er alger skylda í sumar. Þessi keppni var það eina sem hugsanlega hefði getað breitt yfir ömurlegan veturinn og að því leytinu til er ágætt að falla bara út.

  Það sýnir bara enn augljósar hvað mikið vantar uppá þegar við höktum í þessari keppni til að detta út í 16 liða úrslitum.

  En ítreka aftur að Danny Wilson er framtíðarleikmaður, en að mínu viti alls ekki tilbúinn til að leika vinstri bakvörð í leik þar sem þarf að sækja og verjast!

 37. Ja hérna hér, sumir eiga ekki að eiga takkaskó. Joe Cole BURT, Maxi BURT , Wilson þarf að fara í æfingabúðir og Carroll verður að sýna eitthvað betra en í kvöld og Ngog og poulsen ja þetta eru mennirnir sem eiga ekki að vera í LIVERPOOL. Sendingar, samspil, vilji og svona yfirleitt að spila fótbolta——- mínus. Vona bara að Carroll komi til. Mér er spurn, munar svo mikið um Gerrard og Suariz

 38. Það þarf að segja Dalglish að það er ekki 1990 lengur!!! Það má nota 3 varamenn EKKI bara tvo!!
  Heigulsháttur, áhugaleysi, vandræðaleg spilamennska, ofmetnir leikmenn ofl. ofl. sem er að hjá Liverpool FC í dag!

 39. Aðeins meira, þetta eru mennirnir sem allir eða ef ekki flestir hér á síðunni eru að tala um að eigi að fara fra´LIVERPOOL.

 40. Mikið minnti Carra mig á hans fyrstu tíma með Liverpool í þessum leik.

  Undanfarin tímabil hefur Carra verið að skjóta boltanum út fyrir hliðarlínu í hvert sinn sem færi gefst. Snýtir sér svo. Í stað þess að spila boltanum út úr vörninni var fyrri valkostur hans að þruma boltanum upp í stúku. Eftir það bakkar minn maður Carra eins og ítalskur skriðdreki í seinni heimstyrjöldinni en skriðdrekarnir voru með fimm gíra aftur á bak en aðeins einn fram.

  Ef samherji var fyrir aftan Carra tók hann stundum seinni valkostinn að gefa á manninn fyrir aftan sig. Maður spurði sig í kvöld: Hefur Carra kennt Wilson seinni valkostinn?

  En nú er Carra kominn með sjálfstraust sem forðum þegar hann var á sínum fyrstu tímabilum. Hann stígur tvisvar með takkana á boltann og kílir hann svo fram í þeirri von að Caroll sé á svæðinu. Er Carra genginn í endurlífgun fyrri daga? Mun Carra mæta í vítateiginn í næstu leikjum og stýra boltanum þannig að hann fari í mark andstæðingsins? Þetta og margt annað fáum við að sjá í næsta þætti á Anfield af spilamennsku Liverpool.

 41. Meireles og Lucas voru svosem ekki slæmir. Hins vegar sá það hver einasti maður að Cole, Kuyt og Maxi voru ekki að færa okkur þann sóknarþunga sem þurfti. Fyrst og síðast hefur enginn af þeim nægan hraða til að spila þessar stöður.

 42. Þeir sýndu það bara í kvöld hversu mikið þeir vilja vera í þessari keppni. Og svo auðvitað bara alltof margir sem eiga bara ekki heima í Liverpool.. Só sorry…

  Ekki orð um það meir.. Bless en einn bikar…. Klára þetta tímabil einn tveir og núna!

 43. Braga voru líka bara virkilega vel skipulagðir og lokuðu svæðum vel… Just saying…

 44. Hafði einmitt ákveðnar áhyggjur af þessu við komu Carroll. Menn eins og Skrtel og Carra standast einfaldlega ekki mátið að negla endalaust af háum löngum boltum á mann eins og Carroll. En þessi leikur sýnir einnig hvað við höfum litla breidd af skapandi leikmönnum, Gerrard og Suarez úti og engum dettur neitt í hug nema að láta Carroll skalla boltan í 90min. Ég veit að okkur vantar vængmann/menn og fleiri skapandi leikmenn en mér finnst einnig sárlega vanta miðverði sem hafa einhverja knattspyrnu hæfileika, rosalegur munur af vera með hafsenta sem eru góðir á bolta og geta skilað honum vel frá sér og eru með smá “creativity”.

  Einn punktur að lokum, í hverju er Skrtel góður? Ég veit að við erum með verri leikmenn, en Skrtel er: slæmur á bolta, lélegar sendingar, ekkert hugmyndaflug, ekkert spes í loftinu og algjörlega geldur í vítateig andstæðings.. bara mín skoðun

 45. Þess má geta að Braga er í 6. sæti í portúgölsku deildinni, eftir stórveldum eins og Guimaraes og Paços de Ferreira. Annars er ég ekkert svo svekktur að detta út úr keppninni, hefur verið frekar leiðinleg hingað til og auk þess getum við einbeitt okkur að tryggja 6. sætið og vonandi þátttökurétt í Evrópudeildinni að ári.

  Það á ekkert lið skilið að komast lengra sem skorar ekki mark á móti Braga í 180 mínútur og setur Spearing og Ngog inn á þegar korter er eftir og það þarf að skora mark. Frekar beisik.

 46. Ég vill bara hætta láta Wilson spila í bakverði og láta hann fá nokkra leiki í miðverðinum, hann spilar boltanum allavega á samherja frekar en að dúndra fram!

  Enn margir að tala um hvort Kóngurinn höndli evrópu, ég er til í að vera mjög lélegir í meistaradeildinni og vinna deildina.

 47. Það eru alltof margir farþegar í þessu liði, andlausir og hugmyndasnauðir. Get ekki beðið eftir að Aquilani komi til baka.

 48. Svona til að reyna að finna gleðitíðindi…

  *Þurfum ekki að horfa á svona hrikalega lélegann bolta eins oft það sem er eftir af tímabilinu.

  *Carroll spilaði heilann leik.

  *Fáum að sjá Suarez spila án tveggja vikna pásu.

 49. Ég ætla svosem ekki að vera neitt alltof harður við kónginn vegna þessara evrópuleikja, helst til af því að hráefnið sem hann hefur að vinna með er minna en stórkostlegt.
  Því er þó ekki að neita að ég hefði viljað sjá hann nýta skiptingar og reyna t.d. að henda Pacheco í laugina á einhverjum tímapunkti.

  Það held ég að sé orðin almenn samstaða um leikmennina sem þurfa að finna sér nýjann vinnustað í sumar.

  Maxi, ó, Maxi! Hvernig fer karlgreyið að því að vera svona tilgangslaus? Burtmeðann!

  Joe Cole: Hvað erum við að tala um….. 90.000 pund á viku? ERUÐI AÐ FOKKING GRÍNAST???
  Það eru yfir 15 milljónir króna á viku! Og fyrir hvað? Mér nægir sko ekki að maðurinn geti tekið við bolta og sent hann mögulega á samherja fyrir slíkann pening, Ég vil fá creativity fyrir slíkar fúlgur. Ég er búinn að missa þolinmæðina! Burtmeðann!

  Skrtl. Er bara engan veginn nothæfur varnarmaður!
  Hann getur ekki skallað, getur ekki staðsett sig, hann er bara því miður óhæfur leikmaður!
  Burtmeðann!

  Gæti alveg haldið áfram….. er alveg á hreinu að þetta eru alveg 5-7 manns sem skipta þarf út.

  Maður lætur sig bara hlakka til sumarsins!

 50. Meireles???? merkilegt að sjá hann skora mörk í nokkrum leikjum hér áður en í kvöld var hann ekki nánast til, geta menn ekki verið stapilir (ath stafs,)

 51. eg bara spyr.. hvað eruð þið að gagnrina king kenny?? veit ekki betur en að hann er buinn að bæta þetta lið heeilmikið fra þvi hodgson var hja okkur td.. fyrst voruð þið alltaf að röfla yfir þvi hvað þið vilduð mikið fa kenny svo nuna er eins og hann hafi gert eitthvað slæmt?? þo honum gangi illa i þessari evropudeild þa er hann buinn að standa sig pryðilega i deildinni að minu mati og a algjörlega að fa þann tima sem hann þarf til að gera þetta lið aftur að meisturum þvi hann einn getur gert það ( kanski morinho en hann er ekki i boði ) svo hættið að væla utaf dalglish..

  annað um þennan leik þa voru voðalega fair goðir punktar i honum.. okei Carroll var allt i lagi, klarlega maður leiksins af leikmönnum liverpool, lucas var ekki betri heldur en kuyt, maxi og cole,

  en það sem þarf að gerast i þessu liði er það að við þurfum að losa okkur við meðalleikmenn eins og Lucas, Maxi, Cole, Jova, Ngog, Skrtel, Aurelio, Spearing, Poulsen, og jafnvel Kuyt ( samt ekki nauðsynlegt og er Btw markahæstur fyrir liverpool 😉 ) og fa Insua og Aquilani aftur til baka ur lani, kaupa svo jafnvel:

  Mertesacker, Daniele De Rossi eða Gago, Shaun Wright Phillips, og einhverja sem eru nokkrum klössum fyrir ofan þessa leikmenn sem eru hja liverpool þessa stundina
  Lendum i 2 sæti a næsta timabili ef menn eins og Reina halda sig við tryggðina hja liverpool

  Amen

 52. Guð minn góður!
  Hversu mikið bættari erum við að hafa rekið Roy?
  Eitt veit ég og það er að hann kom smáliði Fulham í úrslitaleikinn í fyrra og mætti töluvert betri andstæðingum á leiðinni en við höfum gert, tap gegn smáliði Braga og sigurmark á lokamínutu gegn skítaliði Sparta Prag.
  Ég ætla nú ekki að gagnrýna King Kenny mikið, en veit ekki hvort við séum í betri stöðu með hann heldur en Roy.
  Man einhver hverjar vonirnar voru svona í júní 2010?
  Þær voru ekki miklar.
  Roy var dauðadæmdur um leið og Kenny sagðist vera tilbúinn að taka við liðinu, þetta var síðasta sumar.
  Þess vegna fékk hann aldrei aðdáendur að fullu með sér og ekki leikmenn heldur.
  Því velti ég fyrir mér hlutverki og ábyrgð leikmanna hér, þetta virðist og er allt í þeirra höndum.

  Að öðru….ekki man ég eftir að eitthvert lið hafi hreinsað hálft byrjunarliðið út á einu bretti með miklum árangri, og yfirleitt gera liðin ekki meiri breytingar en mesta lagi 5 leikmenn úr öllum leikmanna hópnum, svo við skulum nú ekki ætla að það verði drastískara en það.
  En það kallar á auka útgjöld að kaupa mann eins og Caroll, það þýðir að það verða að vera tveir góðir kantarar að matann.
  Og eins og við sáum í kvöld er fórnarkostnaðurinn sá að það þarf að spila longball til að reyna að koma honum inní leikinn, ekki gott mál.

  Góðar stundir

 53. Hefði verið svo yndislegt að fá C. Adams í janúar, en annars einn bikar horfinn, ætla ekki að dissa kónginn þarsem hann reyndi og leikmenn bara deliveruðu ekki.

 54. Eftir að hafa horft á þennan leik, lesið skýrsluna og athugasemdirnar dettur mér aðeins eitt gáfulegt í hug:

  Miðjumaðurinn sem við reyndum að fá frá Blackpool í janúarglugganum heitir ekki Charlie Adams eins og svo margir vilja meina, hann heitir Charlie Adam.

  Vildi bara koma þessu á hreint svo menn láti ekki merkja treyjurnar sínar ranglega í sumar. 😉

  Mín fimm cent í umræðuna.

 55. Vá hvað á maður að segja……………..þegar hann skipti Spearing inná þá slökkti ég á sjónvarpinu. Hvernig komst hann í Liverpool búning????? Svo erum við bara með svo mikið af farþegum………..í liðina. Eftir að hafa tekið MAN UTD í kennslustund!!!! þetta var hræðilegt!! Ég vil nú ekki fara að dæma Andy enn hann verður að komast í form kallinn!!! En þetta er bara búið og við verðum að halda áfram með liðið svona og klára tímabilið og svo verður eytt eitthvað að viti í sumar!! Og kalla þessa menn til baka sem við eigum hingað og þangað!!

 56. Já þetta voru vonbrigði og það á móti afar slöku liði Braga. Við skulum samt hafa í huga að fyrir utan einn og einn leik í vetur hefur liðið okkar ekki sýnt að það geti spilað boltanum almennilega. Í gær var síðan sýning á því sem hefur verið uppi meira og minna í vetur, ömurlegur leikur okkar manna. Það munar mikið um að menn sem spilið byggir á eru allir á hliðarlínunni meiddir og skiptimennirnir eru bara ekki nógu góðir. Aurelio, Gerrard, Agger og Kelly þessir menn hafa mikil áhrif á spilið innan liðs sem er vægt tekið til orða, fátæklega skipað af leikmönnum í Liverpool classa.
  Það er óskhyggja að ætlast til annars en að reyna halda 6. sætinu en það er og verður krafa okkar að gengið verði frá ráðningu á King Kenny svo hægt sé að byrja uppbygginguna, SÖLU og kaup nýrra leikmanna fyrir næsta tímabil.
  YNWA

 57. Áttu menn virkilega von á því að við myndum vinna þessa dollu með þennan mannskap? Og svo eru sumir farnir að biðja um að Kenny hætti! Það er náttúrulega ekki í lagi með suma hérna. Það er alveg ljóst að það þarf að hreinsa til í sumar, enda var það alltaf á hreinu þegar nýju eigendurnir tóku við. Það er verið að byggja upp að nýju og það hefst ekki fyrr en í sumar af alvöru! Ég er bjartsýnn! Það væri nú ágætt að fleiri leyfðu sér það hér!

 58. Vonbrigði!

  Hugmyndaleysi segir Dalglish.

  Mér fannst við vera eins og byrjendur í fótbolta þar sem aðalsportið er að negla boltanum upp í loftið.

  Erlendur þulur endaði leikinn á að segja að þetta væri síðasti leikur Liverpool í Evrópukeppninni í nokkur ár.

  Ég held að Andy Carrol hafi eyðilagt leikinn: Nú!! Hann átti að redda málunum í kvöld allt “spil” snérist um það að senda háan bolta á Carrol sem reyndi sitt besta að skalla það á liverpool menn í felum.

  Það væri auðveldara að velja Versta mann leiksins heldur hitt að mínu mati var Lúkas Leifar, Annars koma Cole og Glen Johnson sterkir inn.

  Ég efast um að nokkur leikmaður Liverpool hafi farið heim eftir leik í gær sáttur. Vonandi sjáum við annað lið á Sunnudag.

 59. Eg ætla ekki að pirra mig á þessum evrópuleikjum en eitt er víst, eins og kemur fram nánast í hverju commenti að það þarf að taka til og hreinsa burt miðlungsleikmenn sem eru varla það. Þetta drasl sem Gillette og hitt rakvélablaðið skildu eftir, má fara á útsölu í kolaportinu, þetta var ekki fótbolti sem var framkvæmdur í gær, þetta var martröð og sem verra er að maður vaknar ekki upp frá henni. Kenny notaði það sem hann má nota en mannskapurinn er ekki betri en þetta og einhver talaðu um 3 skiptingar en það er verra að nota þær allar ef engin getur komið í staðin fyrir þreyttann mann, svo lélegur var bekkurinn. Nú verður allt kapp lagt í að vinna alla leiki sem eru eftir og svo TILTEKT í sumar og ég skal glaður mæta með stóra sópinn minn ef ég verð beðinn um það.

 60. Við erum núna komnir í Heskey/Crouch boltann sem var svo æðislegur hérna um árið. Ég held almennt að það ætti að sekta Carra og Skrtel fyrir að dúndra fram. Þeir eiga að koma boltanum á aðra leikmenn í kringum sig, frekar að láta Reina dúndra fram ef það á að vera taktíkin, hann er miklu betri í því.

  Ég get alls ekki trúað því að Dalglish hafi lagt upp með þessa diagonal-long-ball-taktík. Hann hlýtur að hafa viljað láta menn komast upp að endamörkum og gefa fyrir. Það gerðist einfaldlega allt of sjaldan í þessum leik og þegar það gerðist þá hittu menn ekki á Carroll.

  Þess ber líka að geta að í fyrri hálfleik var ýtt hressilega á bakið á Carroll í tvígang án þess að arfaslakur dómarinn gerði nokkurn skapaðan hlut í því.

  En Maxi, Cole og Kuyt voru lélegustu menn liðsins, ásamt Carra og Skrtel. Maxi sást ekki, Cole hélt boltanum allt of lengi og stoppaði allt flæði, Kuyt var 30 sinnum rangstæður og gerði svo ekki nokkurn skapaðan hlut með boltann.

  Hins vegar er ég ósammála því að þessir eigi að yfirgefa liðið, þeir geta verið ágætir á bekknum, Cole getur vissulega komið inn á og breytt leikjum, en það er auðvitað spurning um launapakkann hans, hvort það borgi sig ekki að casha-inn og finna ungan efnilegan skapandi leikmann í staðinn.

 61. Jæja. Maður er auðvitað ekki þjálfari eða neitt álíka heldur bara aumur plebbi með sínar skoðanir. Líklega eins og flestir hér inni. Mér þótti akkúrar leikurinn í gær vera svona í stuttu máli: Carra kemur með boltann úr vörninni til hægri. Bombar honum þvert upp yfir völlinn til vinstri þar sem nýr liðsmaður okkar, sem er góður skallamaður, átti að taka við honum og gera einhverjar rósir. Braga horfði á gamla leiki með Liverpool og stúderuðu akkúrat þetta og kláruðu dæmið.

  Annað mál sem ég skil ekki. Þetta endalausa þvaður með Lucas okkar. Ef ég man rétt þá var smá frétt á Fótbolta.net um daginn sem sagði að Lucas væri með flestar tæklingar í enska. Og ekki er hann með flest spjöld á sér þannig að þá væri hægt að draga þá ályktun að hann væri ekki grófur leikmaður. Er það ekki líka hans hlutverk að stoppa sóknir og koma boltanum á þá samherja sem gætu fært spilið ofar s.s. Mereles, Gerrard og co.? Efa að Lucas haldi að hann sé einhver Iniesta eins og skrif sumra láta nánast að sé vilji þeirra sem rita. En, ég er eins og ég sagði bara plebbi með skoðanir.

  En. Lélegt kvöld á Anfield því miður og þótt maður sé ekkert yfir sig upprifinn af UEFA Cup þá er maður svona 50/50 ánægður með það að þessi keppni sé ekki að trufla okkur. Nú er að sjá hvort það sé séns að ná 5. sætinu og taka þetta með trukki næsta season eða taka restina af núverandi tímabili með annarri og þvo svo af sér skítinn í vor.

 62. Nú þarf stjórnin að segja við Suarez að liðið verði byggt upp í kringum hann, Gerrard og Reina. Gummi Ben hitti naglann á höfuðið þegar hann leit yfir varamannabekkinn og sagði: “Þetta er vandamálið við Liverpool, leikmannahópurinn er bara ekki nógu sterkur.” Þegar ellefu fyrstu eru heilir þá er liðið drullusterkt og sennilega eitt það besta í deildinni. En það gerist ekki nema svona í einum þriðja af tímabilinu. Þegar einn dettur út þá fáum við varamann inn sem er mörgum klössum neðar.
  Ég gæti trúað að það yrði brunaútsala hjá Liverpool næsta sumar; vörninn verður nánast leyst uppí frumeindir sínar, miðjan hefur verið skelfileg. Ef Gerrard er ekki með þá töpum við henni undantekningarlaust ( ég reyndar skildi Torres nú á dögunum þegar hann rifjaði upp hverjir hefðu farið frá félaginu; Mascha, Alonso og svona mætti lengi telja. Miðlungsmenn fengnir í staðinn og þá meina ég algjörir miðlungsmenn).
  Menn þurfa ekkert að svekkja sig á þessu; liðið og leikmannahópurinn er einfaldlega ekkert betra en þetta, það vantar þrjá heimsklassaleikmenn í viðbót, ef ekki bara fjóra. Og þar erum við tala um tvo miðjumenn (með fótboltaheila) einn nautsterkan varnarmann og einn ágætis sóknarmann. Þá gætum við mögulega verið að tala um baráttu um meistaradeildarsæti….

 63. Það er alveg klárt að Carroll mun ekki nýtast liðinu sem skildi ef hlutverk hans á einungis að vera taka á móti háum boltum frá vörninni og flikka honum á næsta mann. Ef Liverpool ætlað að fá meira útúr honum þá þarf að auka gæðin á köntunum og bakvörðunum. Það kom ekki einn kross fyrir markið vinstra meginn í gær og hvort það var ekki einn eða tveir krossar sem komu hægra megin frá í gær. Undanfarin ár hafa vandræði Liverpool verið þau að lítið hefur komið útúr köntunum. Því miður höfum við ekki haft leikmenn sem hafa getuna til þess að taka menn á og ná endalínu á köntunum. Öflugasti kantmaður liðsins undanfarin var Gerrard þegar lék á kantinum við mismikla ánægju stuðningsmanna. Engu að síður þá spilaði hann eitt sitt besta tímabil í þeirri stöðu.

  Ég vil ekki afskrifa Cole og Kuyt og úthrópa þá frá félaginu. Ég myndi telja að það sé verðmæt eign í þeim báðum, sem squad players en ekki sem reglulegir byrjunarliðsmenn. Ætla ekki að ræða launin þeirra enda þarf ég ekki að sjá um að borga þau og mér kemur ekkert við hvað þeir eru með í laun. Ef Liverpool ætlar sér að ná árangri þarf að vera til staðar 20 manna hópur af sterkum leikmönnum. Í dag myndi ég telja að það vantar 6-8 sterka leikmenn inní hópinn. Það vantar 1-2 miðverði, vinstri bakvörð, tvo kantmenn, einn framherja, jafnvel einn miðjumann.

  Restina af tímabilinu á Dalglish að nota til þess að undirbúa næsta tímabil. Setja þá leikmenn sem fara í sumar til hliðar og láta þá leikmenn sem verða eftir spila auk þess sem það á að nota þá leiki sem eftir eru til þess að gefa kjúklingunum tækifæri og meta hverjir séu tilbúnir að taka stóra skrefið.

 64. Lucas er ágætur leikmaður. En í samanburði við Alonso er hann arfaslakur. Ef menn sætta sig við að hafa ekki betri mann í þessari mikilvægu stöðu þá verður það að vera þannig. Þó að Alonso væri okkar aftasti miðjumaður þá var hann gríðarlega öflugur í allri sóknaruppbyggingu. Lucas hinsvegar gerir ekkert með boltann framávið, spilar til baka þar sem Carra hefur oft aðeins tvo kosti sem eru að gefa á Reina eða flengja boltanum upp völlinn. Það þarf betri boltamann í þessa stöðu. Þ.e. þessi maður sem kemur og sækir boltann og hefur sóknirnar. Svo má stilla Lucasi upp við hliðina honum í stórleikjum.

 65. einmitt það sem maður óttaðist þegar carroll er inná……… fokking peter crouch syndrom!!!!!!
  negla boltanum ala big sam style……

 66. Er ekki málið að fá Benitez bara með í þjálfarateymið, hann gæti hjálpad Dalglish að skipuleggja evrópuleikina.

 67. Carroll og Lucas voru bestu menn vallarinns í gær að mínu mati. Carroll hirti alla skallabolta (þótt það væru tveir að dekka hann) og Lucas stöðvaði flestar sóknir í gegnum miðjuna. Ég bara man ekki eftir því að miðverðirnir hafi lent í vandræðum þ.e. voru ekki í neinu kapphlaupi á eftir sendingum upp miðjuna, Lucas stoppaði það allt. Lucas hefur aldrei og verður aldrei arftaki Alonso einfaldlega vegna þess að þeir eiga á venjulegum degi að skila mjög ólíku hlutverki til liða sinna. Að mínu viti var Meireles alveg týndur í leiknum í gær og þar sem vængmenn okkar skortir allan hraða varð vörnin að spila háum bolta fram. Ég hreinlega get ekki beðið eftir því að sjá Carroll og Suarez saman frammi. Þvílík mistök að láta Aquilani fara í sumar, vonandi kemur hann sterkur inn á næsta tímabili. Fá 2 miðverði, vinstri bakvörð og einn “púra” vængmann í sumar og liðið er á réttri leið.

 68. Mér lýst bara ekkert á þetta hjá okkur. Það er mun lengra í að þetta lið muni geta eitthvað en maður hélt. Ég hef stórar efasemdir með þessi kaup á Carroll. 35 mills er auðvitað bara geðveiki og úr öllu korti. Það er svo einkennandi með svona menn að leikurinn fer að snúast um þá og það er eitthvað sem við viljum ekki. Sé ekki þennann dreng vera að fitta inn í okkar drauma “pass and move” kerfi. Þetta er svona náungi sem Hodgson myndi gefa annann fótinn fyrir, barcelona gæfi sennilega ekkert fyrir hann.

  Og þá er það guðlastið: Kenny, hefur ekki sannað nokkuð. Ég hef stórar efasemdir um þann snilling og ég er ekkert viss um að hann fái nýjan samning. Væri frekar til í Van Gaal td eða einhvern sem er búinn að vera á kafi í þessu undanfarinn áratug og náð árangri, bæði í evrópu og í deild.

  Tek svo undir með þeim sem tala um “smá” hreinsun í liðinu. Maxi og co mega auðvitað fara. Verðum að gera eitthvað með þessa vörn okkar, algjör forgangur.
  Svo eru menn eins og Kuyt sem er flottur á móti sterku liðunum, hentar bara ekki á móti lélegri liðum þar sem boltinn þarf að fá að ganga.

  ‘Eg er semsagt ótrúlega svartsýnn og ég held að það sé enn töluvert langt í land hjá okkar frábæra liði við að koma því í fremmstu röð.

  PS: þori að veðja kassa af bjór að Reina fari í sumar.

 69. eg er hreynlega að fa ogeð af þessu helvitis lucas æði hja ykkur… farið a youtube og skoðið allt það goða sem hann hefur gert… það eru rumlega 3 min… ef það væri gert myndband um öll hans mistök þa væri það uþb klst i grofum drattum hættur að skoða þessa siðu nuna
  verið sælir bræður…

 70. hvað var kuyt að gera hann eiðilagði næstum þvi allt og maxi var hormulegur i leiknam ömur legt skot hja honum
  við eigum að selja hann

 71. vel rökstudd og sanngjörn gagnrýni Breki, þú getur örugglega fengið vinnu hjá Henry Birgi…

Byrjunarliðið komið!

No mas