Class is temporary…

…form is permanent. Var það ekki öfugt sem þetta mikla spakmæli átti að vera? Ég verð bara að segja eins og er að í tilviki Christian Poulsen, þá á þessi fyrirsögn betur við. Rúllum ein 4 ár aftur í tímann, og þá erum við stödd á Sevilla á Spáni. Ég fylgdist talsvert mikið með alveg virkilega skemmtilegu liði þá, sem vann UEFA Cup um vorið. Þeir voru með marga mjög flinka leikmenn og prímus mótorinn á miðjunni hjá þeim hét einmitt nákvæmlega sama nafni og okkar danski miðjumaður.

Hvað gerðist? Hvert fór hann? Hvar er hann? Hvers vegna? Ég var á sínum tíma spenntur fyrir því að fá hann til Liverpool, var virkilega flottur og góður leikmaður í góðu liði. Það sama var uppi á teningnum þegar hann var hjá Schalke í Þýskalandi. Svo kaupir Juventus kappann á tæpar 10 milljónir evra árið 2008 og voru þau kaup hjá þeim “í staðinn” fyrir að kaupa Xabi Alonso.

Ég hef aldrei lagt það í vana minn að drulla yfir leikmenn Liverpool, og er í rauninni ekki að gera það núna heldur. En ég bara botna ekkert í þessum “skiptum” við Juventus síðasta sumar, bara hreinlega skil þau ekki. Nú hefur Christian spilað 1.523 mínútur í treyju Liverpool FC og ég hreinlega þori ekki að tippa á það hversu margar af þeim hafa verið bærilegar, ég myndi giska á talsvert innan við 10%, reyndar hugsa ég að það sé vel innan við 5% (sem myndi gera um heilar 77 mínútur af bærilegum leik).

Það er ljótt að segja það, en ég hreinlega vona að ég eigi ekki eftir að sjá drenginn aftur í byrjunarliði Liverpool. Það er ekki nóg með að hann hafi akkúrat engan hraða, heldur virðist leikskilningur hans vera minni en enginn, það sér maður á hlaupum og staðsetningum hjá honum. Hvert fóru allir hans hæfileikar? Er skrítið þótt maður spyrji sig? Frábær hjá Schalke og Sevilla, og getur svo ekki blautan hjá Liverpool og Juventus! Hvernig getur svona lagað gerst hjá fótboltamanni sem er að spila á topp level og hefur gert lengi?

Ég mun áfram styðja við bakið á honum þegar hann spilar fyrir liðið okkar, ég mun einnig hrósa honum ef hann gerir vel, en ég bara get ekki meir og varð því að blása aðeins varðandi pilt. Góða helgi Poolarar nær og fjær.

46 Comments

 1. Smá spurning sem á kannski ekki heima í þessari færslu, en afhverju er Carroll númer 29 en ekki 9 eins og ég hélt?

 2. Torres var búinn að nota 9-una hjá LFC í þessari keppni í vetur og því getur annar ekki notað sama númer.

 3. Klárlega verstu kaup seinni ára hjá Liverpool FC. Það er bara sannleikurinn því miður! Þegar danskir fjölmiðlar eru farnir að biðja hann að snúa sér að einhverju öðru en fótbolta þá er eitthvað mikið að. Eins og þeir lofsyngja sína menn mikið jafnvel þótt þeir geti ekkert! Held að seinast sem jafn slæm kaup voru gerð var þegar Souness var stjóri og keypti einhvern Ungverja sem ég man ekki lengur hvað heitir einu sinni! Hann var svo lélégur að hann náði bara að spila nokkra leiki ef ég man rétt! En þetta er eins og þú segir SSteinn, hann hafði afskaplega margt til brunns að bera hérna fyrir nokkrum árum síðan. Hann er ennþá bara 30 ára gamall þannig að hann ætti að vera ennþá gæddur þeim töfrum og hann hafði þegar hann var 26 ára! Kannski henta spænski og þýski boltin honum svona andskoti vel. Ég myndi bara biðja FCK að kaupa mig ef ég væri hann og reyna að enda ferilinn heima hjá sér :=)

 4. Það er rosalega slæmt að hugsa til þess að við létum Aquilani fara til Juventus á láni og keyptum þennan í staðinn fyrir einhverjar 5 miljónir punda.
  Ég er sannfærður um að hann muni fara í sumar og fagna ég því mikið en ég væri líka alveg til í að fá Aquilani til baka enda myndi hann smell passa í leikstílinn hjá King Kenny.
  Eftir því sem ég hef lesið þá vilja Juventus ekki borga uppsetta fjárhæð og því er ekki útilokað að við munum sjá þann Ítalska aftur sem væri mikil framför frá þeim Danska.

 5. Poulsen kjaftæði endalaust…
  Mikið væri ég til í að fá Darijo Srna til Liverpool… Hægri bak/kanntur, getur spilað bæði, ef ekki vinstri bak líka?(ekki viss)
  Ef menn sáu AC Roma niðurlægða í CL um daginn þá spilar Srna með Shaktar í Úkraínu, en hann er frá Króatíu, frábær leikmaður sem við verðum að berjast um áður en Harry Redknapp og fleyri snillingar fatta hvað hann er HRIKALEGA góður, Aukaspyrnurnar hanns eru líka einhvað sem Liverpool FC hefur vantar í langan tíma…

  http://www.youtube.com/watch?v=NR05RUtuxAw&feature=related

 6. Ég er alltaf skotinn jafn óðum niður eftir hver ummæli, en ég ætla samt að reyna einu sinni enn.

  Kop menn eru alltaf að upphefja þennan “pass n’ move” bolta sem Kenny Daglish vill láta liðið spila, með réttu. Við sjáum lið einsog Barcelona ná 1000 sendingum í leik með nákvæmlega þessari aðferð. Þeir þurfa ekki þennan holding-midfielder og harða miðverði til að halda boltanum. Svona spila bestu lið í Evrópu í dag, svona eru lið á Íslandi meira að segja farinn að spila, lið FH er besta dæmið sem hóf að spila þennann bolta um 2004 og hefur einokað titla síðan þá, Breiðablik gerir þetta líka og árangurinn sést. Það að halda bolta innan liðs er það mikilvægasta sem lið getur gert, ásamt því að slútta sóknum með mörkum. Ef Liverpool halda boltanum, þá skorar hitt liðið ekki á meðann, það er staðreynd.

  En hverjir í Liverpool geta spilað þennann bolta, það eru ekki menn einsog Carrah, Kyrgi, Skrtle, Lucas, Kuyt og Poulsen. Að mínu mati er bara einn miðvörður sem getur þetta hjá Liverpool og það er Agger. Það er allt annað að sjá liði þegar hann er í miðverði. Leikirnir í Evrópu-deildinn eru besta dæmið um þetta. Carrah, Kyrgi og Skrtle sparka fram, Spearing, Lucas og Poulsen geta ekki haldið boltanum saman og þá verður dæmið vonlaust fyrir menn einsog Kuyt og Suarez frammi. Carroll gæti hinsvegar gert einhvern usla með þessu spili, en maður skallar víst ekki á sjálfan sig og því verða menn einsog Suarez að vera með honum, Kuyt er með vonlaust “touch” á bolta og með Carroll einann frammi þá virkar þetta ekki “jack”.

  Hvað þarf leikmaður að hafa til að geta spilað “pass n’ move? Góða sendingargetu, góða fyrstu snertingu, hreyfanleika og gott auga fyrir spili. Kuyt, Lucas, Poulsen og Spearing búa ekki yfir þessum eiginleikum. Í mestalagi einum af þeim.

  Leikmenn sem ég sé í Liverpool og geta spilað “pass n’ move” eru: Agger, Gerrard, Johnson, Meireles, Kelly, Suarez og Jonjo af þeim sem hafa spilað eitthvað af viti. Þó að Kuyt hafi skorað 3 á móti manjú(öll mörk af 1.meters færi) þá fellur hann ekki beint í hóp með mönnum sem geta spilað hraðann sendingarfótbolta. Carroll er hinsvegar framherji og klárar sóknir og er því lítið í spili og þarf ekki að taka hann með í þennann þátt, það væri líka hægt að segja að Kuyt væri það en hann spilar hinsvegar aðalega á kannti og þá þarf að taka hann með í reikninginn. Við erum einnig með markmann sem er einhver besti markmaður í heimi þegar þegar að þessari leikaðferð. Hann er oft fljótur að koma boltanum í spil og leitast frekar eftir því að koma boltanum á næsta mann í stað þess að sparka hátt fram á völlinn. Svo eigum við Insúa og Aquilani á útláni, en ég vill endilega fá þessa 2 leikmenn til baka, en þeir eru báðir alveg “ideal” í hraðann sendingarfótbolta.

  Ef við tökum þetta þá saman þá myndi ég stilla liðinu svona upp miðað við núverandi leikmannahóp + lánsmennina:

  Markvörður. Reina

  Bakverðir: Kelly, Wilson/Insúa/Johnson.

  Miðverðir: Agger, Skrtle(vil helst sjá einhvern keiptann þarna inn).

  Miðjumenn: Gerrard, Meireles, Aquilani

  Kanntmenn(2)/Framherjar(1): Suarez, Kuyt(annar keiptur), Carroll.

  Ætla flokka rest eftir því hvort það megi halda þeim (H), Selja þá (S) eða ungir leikmenn sem á að halda (U):
  Jones(h), Carrah(h), Wilson(u,h), Johnson (h), Insúa(H,S), Lucas(h,s), Jonjo(u,h), Pacheco(u,h), N’gog(S), Poulsen(S), Spearing (U,H,S), Kirgy(H,S), Aurelio(H,S)

  Síðan að þeim stöðum sem við þurfum að bæta. Klárlega einn miðvörð, eitthvað í líkingu við Agger, semsagt mann sem getur spilað boltanum útúr vörninni. Einn til tvo kanntmenn, Suarez er eini kanntmaðurinn okkar sem ég áfram i liðinu. Framherja, Carroll er eini framherjinn ásamt jú reyndar Surez sem getur spilað sem kannt/framherji. Kuyt gæti verið svo 2 – 3 backup fyrir þetta. Miðjumann ef Aquilani snýr ekki aftur. Svo mætti jafnvel kaupa vinstri bakvörð, en miðvörður og kanntmaður er efst á mínum óskalista.

  Auðvitað ber ég virðingu fyrir Lucas, Carrah og Kuyt, en þeir eru bara ekki leikmenn sem geta spilað svona fótbolta.
  Mín ósk er sú að menn reyni að innleiða þessa spilamennsku af fullum krafti á Anfield, og hagi kaupum og sölum eftir því. Ég meika ekki fleirri Evrópuleiki með þessa viltleysinga inná, og bara ekki fleirri leiki með 2 miðverði neglandi fram völlinn í von um að eitthvað slysist til að gerast.

 7. Ég held bara að #7 HJBrynjolfsson sé alveg með þetta – Spot on!

  Poulsen er þjakaður af því sem nefnist “burn out” eða kulnun. Þetta er persónuleikaröskun sem ýmist er tímabundin eða varanleg. Kulnun getur hent alla og er ekki síst áberandi meðal íþróttamanna sem eru undir miklu álagi.

  Þekkasta dæmið um kulnun meðal fótboltamanna er Gianluigi Lentini sem var dýrasti og besti leikmaður heims en kiknaði undan álaginu og brann upp þegar hann var seldur fyrir metfé frá Torino til AC Milan. Annað dæmi er Sebastian Deisler en listinn er nánast endalaus.

  Fjölda annarra dæma mætti nefna en maður sem er í áhættuhópi sem stendur er Torres. Annar stórspilari gæti brunnið upp á næstunni er Rooney. Við sjáum einnig Joe okkar Cole sem er klárlega útbrunninn. Eiður Smári er líkega í þessum hópi því miður.

  Stundum ná menn að kveikja aftur á sjálfum sér en það gerist samt í innan við 10% tilfella. Dæmi um íþróttamann sem náði vopnum sínum aftur er Stefan Effenberg sem brann upp hjá Bayern og gat nákvæmlega ekki neitt í mörg ár. En Effenberg náði tökum á sjálfum sér og kom aftur til Bayern og varð stórkostlegur leikmaður á ný.

  En kulnun er ekkert grín að eiga við.

 8. Ungverjinn hét Istvan Kozma Guð minn góður!! Og hann var verri enn Poulsen eða bíddu ég veit það ekki!!!

 9. Poulsen hefur líka sýnt það með danska landsliðinu að hann er búinn að vera. Joe Cole vil ég gefa nokkra leiki í viðbót, vegna þess að að honum er ávallt spilað út úr stöðu, á vinstri kanti og vegna þessara þrálátu meiðsla. Poulsen hefur þó haldist heill heilsu og fengið að spila sína kjörstöðu. Ég er skíthræddur um að við komum til með að sitja uppi með þessa tvo leikmenn vegna þeirra ofurlauna sem þeir hafa hjá okkur og enginn heilvita maður væri tilbúinn að bjóða þeim annarsstaðar.

 10. nr 8:
  Það er mjög ósanngjarnt að þú nefnir Lentini í þessu sambandi, því fljótlega eftir komu hans til AC þá lenti hann í mjög alvarlegu slysi og náði aldrei fyrri styrk eftir það.

  Mikill munur finnst mér vera á því að lenda í miklum meiðslum annarsvegar og svo hinsvegar verða hreinlega lélegur eftir góða frammistöðu í e-n tíma fram að því

 11. Það er þá purning um að gefa Cole séns uppi með Carrol og láta Suarez á vinstri kanntinn þar sem ég held að hann ætti heima. (Ronaldo skoraði 20 plús mörk af hægri kannti fyrir Scum).

  Þá geta Gerrard og Meireles verið á miðjunni og Lucas í bakcup. Held að Aqualini komi ekki aftur því miður. Annars virkar Gerrard nú yfirleitt bara best nema að skella honum yfir á hægri kannt.

  Talandi um útbrunna leikmenn. Hver man ekki eftir Rivaldo Gullfæti sem var valinn heimsins besti fótboltamaður en hvarf svo af yfirborði jarðar. Endaði í Grikklandi eða eitthvað) Ronaldo fór nú nánast svipaða leið.
  Þetta einkenni virðist einhvernveginn loða meira við sóknarmenn (Torres hóst hóst) enda snýst það nú oftar en ekki um sjálfstraust fyrir framan markið en eintóma hæfileika (Rooney) og svo lifa margir á hraðanum sem minnkar víst með aldrinum. (Torres again )

  ‘Eg hefði viljað sjá Daglish vera mun graðari í þessari evrópukeppni og spila ungu drengjunum. Frábær reynsla fyrir þá að fá að spila þessa leiki freka en að notast við Poulsen og Co.

  Annars held ég að við eigum enn mjög langt í land og fyrir utan ManU leikinn höfum við verið frekar sorglegir í síðustu 4 – 5 leikjum og Daglish enganveginn búinn að sanna sig finnst mér.

 12. Ég veit að þetta er orðin hálfgerð klisja hjá mér að kommenta hér þegar menn tala um Lucas, en þeir sem horfa á fótbolta og telja að Lucas Leiva geti ekki spilað “pass ‘n move” en telja Gerrad í þeim flokki eru varla að meta menn út frá því sem þeir gera á vellinum.

  Nú þurfa menn ekkert að telja Lucas góðan leikmann. En fjandakornið, hann gerir nær ekkert annað en að reyna að finna samherja og bjóða sig aftur. Hvað kallast það?

 13. > Það er þá purning um að gefa Cole séns uppi með Carrol

  Af hverju að gefa Cole séns? Hefur hann getað eitthvað?

  Sóknarlínan ætti að mínu mati að vera svona ef miðað er við frammistöðu leikmanna undanfarið (og meiðsli Gerrard… og þó).

  Meireles Lucas

  Kuyt Suarez Maxi

  Carrol

 14. Come on Matti, ekki enn og aftur. Það vita allir þína afstöðu til Lucas, hún er góð og gild og ég er af mörgu leiti sammála þér. En þó einhver vogi sér að vera ekki á þessari skoðun þá er það ekkert í þínum verkahring að koma viðkomandi á þessa skoðun. Hans skoðun er alveg jafn góð og gild og mín eða þín. Í guðana bænum haltu þessum þræði um Poulsen en ekki snúa þessu í enn eitt Lucas dæmið.

 15. Mikið er ég sammála Matta hér að ofan (og ósammála “litla” bror 🙂 ) Eitt af því sem Lucas er einmitt bestur í er pass and move, það má alveg deila á að hann geti ekki gefið langar úrslitasendingar og þess háttar, en hann myndi svo sannarlega smellpassa í pass and move.

 16. Pacheco ætti að fá að spila frammi með Carroll í Evrópudeildinni þar sem Súarez má ekki spila. Er Pacheco ekki lítill og snöggur ? það hentar vel með stórum manni sem vinnur 98% skallaeinvíga sem hann fer í og kann að skalla boltann á samherja… fatta ekki Dalglish að nota bara 1 skiptingu þegar við erum að tapa 0-1 ! jájá, kannski ekkert svakalega spennandi bekkur en þeir hljóta að geta frískað aðeins upp á spilið, allavega meira heldur en arfaslakir byrjunarliðsmenn.

  en cheer up mates, það er heimaleikur eftir
  YNWA

 17. Matti 15

  > Það er þá purning um að gefa Cole séns uppi með Carrol
  “Af hverju að gefa Cole séns? Hefur hann getað eitthvað?”

  Nei hann hefur nú ekki getað mikið en hann hefur líka verið á kanntinum og því sagði ég að það væri kannski ráð að prófa hann uppi í holunni. Mig minnir að það hafi einmitt verið talað um það þegar hann kom að hann vildi spila uppi á toppi. Hann hefur tæknina, það er engin spurning og því gæti hann virkað vel með sterkum senter eins og Carroll. Ef það gengur ekki heldur þá verður hann bara að fara í Stoke eða eitthvað en ég held að það sé vel þess virði að prófa hann þar.

  Svo er ég sammála þér Matti og SSteina hér að ofan að Lucas er flottur leikmaður og við eigum að semja við hann á stundinni. Frábær backup spilari á miðjuna sem stendur sig yfirleitt mjög vel.

  PS: Ég meina Mascherano fær að spila með Barca við og við og ekki er hann besti sendingamaðurinn eða hvað ?

 18. Smá off topic…

  Var verið að reka John Mcmahon þjálfara varaliðsins? Eða er ég að misskilja þetta.

 19. þarsem ég hef séð marga pistla / greinar um það frá uk um að liverpool menn hafi mestu þekkingu á fótbolta af stuðningsmönnum þá langar mig afskaplega mikið um að biðja ykkur um að sleppa því að tala um að gefa cole séns, hann er búinn .

 20. Ég fylgdist sérstaklega með pulsunni í Bragaborg (hámarka leiðindin) og hann var átakanlega lélegur. Mest í því að hlaupa í hringi á miðjunni til að vera ekki fyrir sendingum eða forðast að fá boltann. Kæmi mér ekki á óvart ef hann sæist ekki aftur í rauða búningnum. Kenny fékk nóg.
  Mun ekki nefna danann aftur hér. Hann er history.

 21. Nú er ég orðinn forvitinn, vonandi fer samt ekki eins fyrir mér og kettinum.

 22. Það er annar svona leikmaður í okkar herbúðum og hann heitir Joe Cole !

 23. Eftir að hafa haft mikið álit á þessum leikmanni (Poulsen) alveg síðan hann var hjá Sevilla og Schalke þá er alveg ótrúlegt að hugsa til þess hve maður, því miður, er næstum farinn að þola hann ekki. Oftast þegar menn koma til Liverpool þá tek ég þá undir minn faðm, reyni að líta á jákvæðu hliðarnar á leikjum þeirra og vonast til að þeir rífi sig upp úr lægð ef illa gengur. Því miður er þetta eitthvað svo erfitt með Poulsen, sem og Jovanovic. Báðir leikmenn sem við vitum að geta eitthvað í fótbolta en þegar þú setur þá í Liverpool-treyju þá er eitthvað sem að virðist klúðrast.

  Cole gæti alveg komið inn í umræðuna en ég hef enn mikla trú á Cole og held að hann gæti átt eftir að reynast okkur vel ef hann fer ekki í sumar. Hæfileikarnir eru enn til staðar en honum virðist vanta eitthvað sjálfstraust. Það gæti vel komið ef hann skorar, spilar reglulega og vel. Hann hefur átt fínar rispur inn á milli og maður sér alveg að þetta er maður með mikla hæfileika en vantar bara smá upp á hjá honum. Því miður þá finnst mér þetta ekki vera hjá hinum tveimur fyrrnefndu. Cole finnst mér geta nýst liðinu og henta því en því miður þá er bara eitthvað við Poulsen og Jovanovic sem er að fara úrskeiðis.

  Ég ætla að viðurkenna það að ég var nokkuð spenntur fyrir þeim þegar þeir komu í sumar. Jovanovic stóð sig frábærlega í Belgíu og með serbneska landsliðinu á HM, kom á frjálsri sölu og gat boðið upp á hraða, leikni og sóknarkraft á vinstri vænginn. Poulsen var frábær varnarsinnaður miðjumaður hjá Schalke, Sevilla og stundum Juve en það var þó stundum eins og hann væri ekki að fóta sig á Ítalíu, var eitthvað sem ég hélt að gæti breyst þegar hann kæmi til Liverpool. Þetta voru alls ekki þeir sem voru nálægt toppnum á óskalistanum mínum ef ég hefði getað keypt inn en ég var nokkuð spenntur fyrir þeim því þeir geta/gátu verið góðir knattspyrnumenn. Okkur hefur greinilega ekki tekist að semja um kaup á hæfileikunum þeirra og aðeins fengið gagnslausa skrokka … og þar sem mannát er ekki vel séð þá eru þeir ekki einu sinni nothæfir í að bjóða okkur stuðningsmönnum að njóta þeirra þannig!

  Hvorugur leikmannana á framtíð hjá Liverpool og verð ég steinhissa ef við sjáum þá í treyju Liverpool á næstu leiktíð. Vilji Cole vera um kyrrt og berjast fyrir stöðu sinni ef ekki kemur nægilega gott tilboð í hann þá vil ég halda honum lengur, hef trú á að hann gæti reynst okkur miklvægur þegar hann smellur í gírinn.

  Annars eru þetta tvö slæm kaup sem leitað verður eftir að laga í sumar. Virðast fínir einstaklingar, hafa hæfileika en þeir njóta sín ekki hér. Það yrði því best fyrir alla aðila ef þeir leituðu á önnur mið við fyrsta tækifæri.

 24. Mér finnst menn ósanngjarnir í garð Jovanovic.

  Hann hefur fengið sárafá tækifæri og flest þeirra í ruglinu undir Hodgson. Mér hefur fundist hann koma nokkuð vel út þegar hann hefur fengið tækifæri. Hann hefur sjálfsagt átt slæman leik en mér finnst hann yfirleitt halda bolta vel og berjast fyrir liðið ásamt því að búa yfir líklega einna mestum hraðanum í þessu liði.

  Hann spilaði megnið af fyrstu leikjunum. Svo fór hann að koma inn af bekknum. Var svo ónotaður varamaður í 7-8 leikjum í röð. Fékk að byrja í tapinu gegn Blackpool úti og fékk nokkrar mínútur gegn Wigan.

  Hann hefur því ekki verið notaður neitt af ráði af Kenny en auðvitað sér stjórinn hann á æfingum og ég treysti honum til að velja rétt í liðið.

  Engu að síður verð ég að vera ósammála gagnrýninni að ofan.

 25. nr. 7 HJBrynjólfsson: Sagðir allt sem þarf að segja! Nema ég myndi vilja halda Lucas áfram sem back up fyrir Meireles, Aqualini og Meireles. Og gleymdir að telja Cole inn í þennan lista, sem ég vill selja miða við frammi stöðu hans á þessari leiktíð. En við vitum allir hvað hann getur svo að vonandi að hann rífi sig upp og getum merkt hann sem (H). Svo auðvitað Jova sem á náttúrlega bara að selja, jafnvel gefa með Poulsen..

 26. Skil ekki menn sem vilja selja Lucas. Þessi strákur hefur stigið frábærlega upp til að halda miðjunni hjá Liverpool og ég elska þennan leikmann. Okei sé að margir hafi gagnrýnt hann eftir fáranlega tímabilið í fyrra útaf hann átti að ‘replacea’ Xabi. En það fór allt fjandans til í öllu liðinu og Lucas fékk allt á sig, ósanngjarnlega eins og Steven sjálfur Gerrard sagði sjálfur. Hann segir að Lucas sé frábær leikmaður að spila með á miðjunni og þetta er einmitt leikmaður sem ég er til í að hafa í þessum pass and move fótbolta Kóngsins. Sjáið Sergio Busquets hjá Barcelona t.d.. hann myndi vera alveg jafn asnalegur á vellinum og þið haldið að Lucas sé ef hann væri hjá öðru liði sem spilar kick and hope boltann hjá Roy og bolta sem vantaði creativity hjá Rafa eftir að Alonso fór. Lucas sem þessi ball winning midfielder í pass’n’move yrði held ég ótrúlega flott miðja með Gerrard, Meireles og/eða Aquilani fyrir framan sig.

  Farið inní alla leiki á tímabilinu sem eftir eru með það í huga að sjá hvað Lucas gerir fyrir liðið. Fylgist með Lucas og þá sjáiði hversu marga bolta hann vinnur af andstæðingnum og hvað hann spilar vel útúr vandræðum á næsta mann. Hann á ekki þessar úrslitasendingar eins og forveri hans á miðjunni en hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður í liðinu. Fyrir þá sem tóku ekki eftir því gegn Chelsea t.d að hann var með Essien, Ramires og Mikel alla á sér og gjörsamlega slátraði þeim. Þetta er leikmaður sem smellpassar í stílinn hans Kenny og ef þið gætuð horft á hann með smá jákvæðni þá sjáiði það líka.

  Prófið það, fyrir okkur alla. 🙂

 27. 32. LFCSuarez7Carroll9 says:

  Fylgist með Lucas og þá sjáiði hversu marga bolta hann vinnur af andstæðingnum og hvað hann spilar vel útúr vandræðum á næsta mann. Hann á ekki þessar úrslitasendingar eins og forveri hans á miðjunni en hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður í liðinu.

  32. Spilar vel út úr vandræðunum?????
  Ég er ekkert að missa mig yfir Lucas en mér finnst það svo áberandi við Lucas að ef hann fær boltann og ætlar að líta upp og senda hann að þá er einhver kominn og búinn að hirða boltann af honum, en Lucas með góðum mönnum, að þá hefur hann komist vel í gegnum leikina .
  Spearing, Guð minn góður , þessi leikmaður er einn af þeim ömurlegustu sem maður hefur séð og ég vona svo innilega að hans tími verði ekki lengi hjó Liverpool því hann hefur bara ekki gæði til að vera þar og svo að lokum að þá vona ég líka að Poulsen spili bara ekki meira fyrir okkur.

 28. Fínn pistill og ég er sammála því að það hefur komið á óvart hversu slakur Poulsen hefur verið hjá Liverpool. Það gengur fátt upp hjá manninum og hann virðist ekki vera með snefil að sjálfstrausti. Það er samt algjölega undir knattspyrnustjórnum komið hvort hann spilar eða ekki, þannig að menn ættu líka að spyrja sig að því hvað fær stjórann til að velja Poulsen reglulega í liðið eftir hverju hörmungar frammistöðuna á fætur annari. Skrýtið að Jovanovic fái ekki svipuð tækifæri. Hann hefur ekki verið að sýna verri frammistöðu en Poulsen.

 29. Ein viðbót við þessa Lucas umræðu: Náunginn er orðinn byrjunarliðsmaður hjá brasilíska landsliðinu. Sæjuð þið Poulsen, Spearing eða Jovanovic ná þeim status? Klárlega leikmaður í öðrum klassa.

  Varðandi Poulsen þá myndi ég giska á að leikmaður eins og hann, sem byggir sinn leik á að drepa sóknir andstæðinganna og gefa boltann fram á við, passi betur inn hjá liðum eins og Schalke og Sevilla en Juventus og Liverpool. Þetta eru stærri lið sem byggja meira á því að halda bolta, sem hann getur bara alls ekki. Það er amk. mín ágiskun, fylgdist reyndar lítið með honum áður en hann fór til Ítalíu svo ég fullyrði svosum ekkert.

 30. Eitt sem ég hef lært í gegnum tíðina, þegar ég efast um ágæti einhvers leikmanns sem samt þrátt fyrir mitt álit á honum, er spilað leik eftir leik……er….. að sá sem öllu ræður hjá Liverpool hefur meira vit á þessu en ég : )

  Breytir því samt ekki að ég verð alveg jafn pirraður næst þegar viðkomandi leikmaður spilar : )

 31. Ég legg til að það verði spiluð heil góðgerðarumferð í ensku deildinni til styrktar fórnarlömbunum í Japan.

 32. Auðvitað gleymdi ég einhverjum. Að mínu mati er Joe Cole klárlega leikmaður sem við eigum að halda, nema að það komi gott boð í hann. Þá er ég að tala um 8m+. Hann hefur gríðalega getu og reynslu, er tæknilega góður, sparkviss og lætur boltann ganga. Hann er í lægð, eitthvað sem allir leikmenn og líka þeir góðu lenda í á ákveðnum tímapunkti á ferlinum. 2 ástæður sem ég vil nefna sem hafa kannski orsakað þetta. Annarsvegar byrjun hans með Liverpool, rautt spjald í fyrsta leik vs. Arsenal boðar aldrei gott, og hinsvegar meiðsli strax ofan á það. Ef hann nær að rífa sig uppúr þessu þá held ég að hann gæti orðið mikilvægur hlekkur í liðinu. Kannski ekki byrjunarmaður, en sem squadplayer, semsagt leikmaður í og við byrjunarlið. Öll bestu liðin hafa gæði á bekknum en Liverpool hinsvegar hafa nánast enga breidd.

  Svo gleymdi ég auðvitað Jovanovich, ég þarf ekkert að fara mörgum orðum um hann. Hann getur ekki neitt í knattspyrnu virðist vera. Væri hugsanlega fínn hjá neðstu liðum í Barclay’s en ekkert meira en það.

  Og enn og aftur að Lucas. Það geta jú flestir leikmenn sem spila fótbolta á annað borð sent boltann og hreyft sig. Ef þú hefðir það ekki þá væriru ekki að spila fótbolta. En mér finnst hann bara ekkert sérstaklega góður í því. Málið er að það er ekki nóg að geta bara sent boltann og hreyft sig, heldur þarf það að gerast hratt og örugglega til þess að það virki. Hann er mjög oft að lenda í því að taka illa á móti bolta og kominn með mann strax í bakið eða hreinlega búinn að missa boltann og þegar hann lendir ekki í pressu þá vantar oft gæðin í sendinguna. Ég vil bara sjá betri mann þarna, hratt spil og góðar sendingar. Vinnslan er góð í honum en mér finnst hann oft brjóta klaufalega af sér, sérstaklega við teiginn. Ég er samt ekki að gera lítið úr honum og þvi sem hann hefur gert, hann hefur dáldið stigið upp meðan allt liðið er að spila undir getu, en ef liðið spilar á réttri getu þá er hann klárlega með veikari hlekkjum og ef Liverpool vill færast ofar upp töfluna þá þarf bara betri playmaker í liðið. Boltinn þarf að fljóta hratt og vel í gegnum þetta svæði og það virðist ekki gera það með hann í liðinu.

 33. Skil þörf þína Ssteinn fyrir að þurfa að pústa yfir getu/getuleysi Poulsen. líka alltaf gaman þegar kemur svona eineggja topic inn á milli þar sem ALLIR eru sammála. Held í raun að það eina sem allir lesendur síðunnar eiga sameiginlegt er að halda með þykja fótbolti skemmtilegur og finnast Poulsen slakur fótboltamaður… Ætlaði að segja að við héldum öll með Liverpool en það á víst ekki við þar sem flestir íslenskir áhugamenn um Enska boltann kíkja reglulega hingað inn.
  HJBrynjólfsson snilld að þú náir að koma með nokkur mjög góð innlegg án þess að það myndist heitar umræður a la icesave 🙂 En varðandi þá hluti sem þú gagnrýnir Lucas fyrir þá finnst mér eins og þú sért að tala um þætti frá því á fyrri tímabilum. dæmi “Hann er mjög oft að lenda í því að taka illa á móti bolta og kominn með mann strax í bakið eða hreinlega búinn að missa boltann og þegar hann lendir ekki í pressu þá vantar oft gæðin í sendinguna” þarna er ég sammála þér, þetta var nánast hans trademark síðustu tímabil ásamt því sem þú segir að “mér finnst hann oft brjóta klaufalega af sér, sérstaklega við teiginn.” Hins vegar þá er þetta ekki raunin á þessu tímabili, þó reyndar hann sé enn að brjóta stundum klaufalega en þó í mun minna mæli og á hættuminni stöðum. Ég er hrifinn af honum og hef alltaf verið. Hann var alltaf svolítið mikið “almost there” og núna er hann svona “little bit more there, but not quite” Hins vegar má ekki taka það af honum sem hann gerir best og betur en langflestir í hans stöðu, sem er djúpur miðjumaður, og er einmitt pass´n´move. Að endingu vil ég svo sterklega benda á rangfærslu hjá þér í kommenti 38 þar sem þú talar um hann sem playmaker. Hann var og er ekki playmaker og verður vonandi aldrei. Er að reyna að ímynda mér hvernig lið sem er með holding midfielder sem playmaker spilar. Dettur helst Stoke í hug en held að Rory Delap sé þeirra playmaker en bara af því hann tekur innköstin þeirra og það er þeirra hugmynd að sóknaruppbyggingu…. við skulum nú ekki fara að líkja okkur við Stoke.
  Að örðu leyti þá er fyllilega sammála þínu innleggjum og þótti gaman að lesa þau.

 34. Klassi Sstein að drulla yfir leikmann Liverpool!

  Og hvernig færðu það út að ég hafi verið að drulla yfir eitthvað? Er erfitt að vera einn í sandkassanum?

 35. Poulsen hefur aldrei haft “class” ALDREI! Miðlungsleikmaður í ágætisliðum, en nú er aldurinn farinn að segja til sín, hefur ekkert að bjóða Liverpool og réttast væri að gefa hann, það er ef einhver vill eiga.

 36. Ég skil ekki hvernig menn geta enn verið að drulla yfir Lucas, þar sem að hann hefur verið einn besti og stabílasti leikmaður Liverpool á þessu tímabili. Tölfræðin segir allt sem segja þarf, mæli með því að allir í vafa um það kíki á chalcboard-in hjá guardian blaðinu og skoði fjölda sendinga og % af kláruðum sendingum hjá Lucas.

  Og lesi þetta ef enn í vafa: http://www.anfieldindex.com/lucas-which-side-of-the-divide/

  YNWA

Braga – Liverpool 1-0

Hei, það er leikur um helgina!