Liðið gegn Braga

Ég hef ekki tíma til að spá í það hvernig blessaður maðurinn ætlar að stilla þessu frekar óspennandi byrjunarliði upp, við vinnum þetta engu að síður.

Reina

Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Johnson

Lucas – Poulsen – Spearing
Cole – Meireles
Kuyt

Bekkur: Gulacsi, Pacheco, Carroll, Wilson, Ngog, Maxi, Flanagan.

64 Comments

 1. Þetta getur varla endað öðruvísi en með sprellfjörugu 0-0 jafntefli

 2. Þetta er einmitt uppstillingin sem ég geri ráð fyrir. Þetta lítur ekki mjög spennandi út á blaði. Aftur á móti, ef Lucas, Poulsen og Spearing ná að drepa miðjuspilið hjá Braga og koma boltanum á Meireles og Cole þá gætum við alveg séð fínan sóknarleik með einhverjum mörkum. Ég ætla að spá þessu 1-2, Kuyt og Meireles með mörkin.

 3. Gríðarlega mikilvægt að fá ekki á sig mark og enn mikilvægara að setja mark/m?rk á útivelli! Því ekki útilokað að þetta fari 0-0 eða 0-1!

 4. Ég ætla að giska á þessa uppstillingu:

  —————————————Reina———————————

  ——————–Carra——Kyrgiakos———-Skrtel—————-

  ——–Cole——————————————————–Johnson—-

  —————–Lucas————-Poulsen——————Spearing———-

  ————————————-Meireles————————————–

  ————————————Kuyt——————————————–

  Annars veit ég það eitt að ég veit ekki neitt, svo mikið veit ég 😛 En sama hvernig uppstillingin verður þá þætti mér það óeðlilegt ef við skorum ekki allavega eitt mark.

 5. Á ekki von á merkilegum úrslitum fyrir okkur með þennan hóp inná, því miður.

  Vona það besta.

 6. Svo lengi sem hugarfarið, viljinn og vinnusemin er í lagi, þá er hægt að ná góðum úrslitum. Það þarf bara að leggja sig 110% í verkefnið. Það hefur margsýnt sig að “stór” nöfn skipta ekki öllu málið í fótbolta. LIÐIÐ skiptir mestu máli.

 7. Vá… það er voða lítið spennandi við þetta lið. Það er kannski spennandi að sjá hvernig uppstillingin er, svo hvort Mereiles skorar og svo að sjá völlinn sjálfan.

 8. Hvað þarf Pacheco að gera til að komast í liðið… er þetta ekki Spearing á hægri kanti???

 9. Ef skýrsla kemur eitthvað seinna eftir þennan leik þá er það vegna þess að ég sofnaði! Útiloka það alls ekki.

 10. fyrsta korterið er bara nákvæm endursýning á þessum hinum leiðinlegu leikjum sem við höfum spilað í þessarri keppni, jújú hópurinn er ekki stærri en þetta en shitt hvað mig hlakkar til sumarsins þegar við getum farið að stækka þennan blessaða hóp.

  og auðvitað þegar ég er að skrifa þetta fá þeir víti og mark. Vonandi að menn vakni úr þessum evrópudraumi að þessi keppni sé svo lítil að það þarf ekki nema 10% effort til að vinna hana.

 11. Við erum búin að geta ekki neitt í þessari keppni til þessa og ef menn taka sig ekki til í andlitinu þá dettum við út í þessari umferð. Þetta Braga lið er hörkulið.

 12. Mikið var þetta hrikalega ódýrt víti sem Grikkinn færði heimamönnum…

  Af hverju er ekki bara blásið til sóknar og pressað á þetta lið. Myndi skilja það að spila aftarlega og varfærnislega á útivelli á móti Barcelona en mér finnst að menn eigi að nálgast viðfangsefni eins og Braga pínulítið öðruvísi.

 13. Þetta er grín. Hvernig getur liðið verið svona áhugalaust. Spearing er eini maðurinn sem er eitthvað að reyna.

 14. Þeir eru bara jafn áhugalausir og maður er sjálfur. Ömurleg keppni og maður nennir varla að kveikja á tækinu til að horfa á þetta. Að sjá fram á annann vetur yfir þessu helv er alveg hrikalegt. (þeas ef við meikum að komast í þessa keppni í vor )

 15. Ynwa says:
  10.03.2011 at 17:57

  Dóri Stóri, hvernar gerðist Cole hægri bakvörður ?

  ————————————————

  Ég setti hann þarna vegna þess að A) mér fannst það líkleg uppstilling 3-5-2 eða 5-3-2 og þar sem Johnson er að venjast hinum kantinum þótti mér Cole lang líklegastur til að spila á þessari hlið, B) Cole fengi cover frá Carra sem væri sömu megin og hann auk þess sem ég gerði ráð fyrir því að Lucas myndi aðstoða þarna varnarlega og C) vegna þess sem ég hef skrifað þarna þá gerði ég ráð fyrir því að Cole fengi frekar sóknarþenkjandi hlutverk og því minni ábyrgð á honum varnarlega séð.

 16. liðið sem við getum stillt upp í europa league er svo mikið grín, þessi hópur er aldrei að fara að vinna þessa keppni hvað þá án gerrard. poulsen, cole og spearing ! saman á miðjunni þvílíka djókið, jay spearing er einn lélegasti miðjumaður sem ég hef séð spila fyrir liverpool það kemur nákvæmlega ekkert útúr honum nema reyndar barátta en 0% annað.. þessi strákur þarf að fara frá liðinu ekki seinna en í sumar sem og poulsen og cole. Sorp

 17. minnir mann bara á leik barca og arsenal

  þvílíkt sorp þetta byrjunarlið

 18. Gaman að sjá aldurinn á bekknum, fyrir utan þá Maxi sem er nátturlega þrítugur. Meðalaldur með Maxi er 21.42 árs. Ef við nefnum ekki Maxi í þessum meðalaldri er hann 20.

  Annars leiðinlegur leikur hingað til. Braga betri ef eitthvað er. Bíðum eftir Carroll, það er einhverneginn eina sem heldur mér gangandi í leiknum.

 19. Mér sýnist allt á öllu að þessi keppni skapi jafn mikla ef ekki minni ánægju en deildarbikarinn, þetta er drepleiðinlegir leikir sem liverpool hefur verið að spila á móti líka drepleiðinlegum liðum. Bestu mennirnir hafa jafnan verið hvíldir og draslið já ég ætla segja draslið þar sem þessir menn hafa ekkert gert til að eiga annað skilið en að vera kallaðir það(hér er ég að tala um poulsen, jovanovic og ég ætla setja joe cole líka hér.. langar að setja scretl hér líka en ætli við þurfum ekki að horfa upp á hann á næsta ári líka) eru látnir spila í þessum leikjum.

  Wenger og rauðnefur hefðu stillt upp krökkunum og ég skil það ekki að við séum að spila á 30+ gömlum mönnum í stað þess að still bara upp þessum ungu og efnilegu og segja bara eins og er…. OKKUR ER SKÍTSAMA um úrslitin í þessarri keppni og þá finnst mér betra að stilla upp mönnum sem eiga að vera framtíðin heldur en mönnum sem við erum að fara losa okkur við í sumar. Það væri vonandi að þessir menn myndu stinga upp í mig með frábærri frammistöðu en eins og þetta hefur verið í þessarri keppni er held ég skemmtilegra að sjá poppið poppast í pottinum heldur en þennan viðbjóð.

  jájá megið segja hvað sem er um mig en ég verð baa þunglyndur á þessum leikjum

 20. Sem betur fer náðum við einu skoti á markið, vorum í stórhættu að ógna meti Arsenal á móti Barcelona…

 21. Hversu heimskur er Poulsen?

  Ætla gerast svo djarfur að horfa ekki á fleiri leiki hjá liverpool þegar Poulsen er í byrjunarliðinu.
  Það á ekki eftir að líða langur tími þangað til hann fær rautt í þessum leik.

 22. Guð minn almáttugur, það sem maður gerir fyrir Liverpool.

  Held að við gætum týnt 10 spjallverja af þessari síðu sem myndu standa sig betur en þetta útilið.

 23. Ég sver það, ég er að missa matarlystina yfir þessum leik….

 24. haha 4 á móti 3 í sókn, spearing kemur upp með boltann á fleygiferð og á meðan hann gefur á kuyt og hann snýr er þetta allt í einu orðið 6 menn menn í vörn og við rangstæðir …….. jæja ég er farinn að taka til eða eitthvað

 25. Mér sýnist annar línuvörðurinn vera grunsamlega líkur John Terry, jæja Carroll mættur!

 26. djöfull er þessi maður mikið tröll ! það á enginn séns í skallabolta á móti honum.. verð alltaf spenntari og spenntari fyrir kappanum, eina ljósið í þessari hörmung sem þessi leikur er

 27. Kuyt Getur ekkert. Hann er svo lélegur í leikjum sem við verðum að sækja og reyna að skora.

 28. Bara líf allt í einu eftir eina skiptingu. Magnað hvað einn maður getur skipt miklu máli.

 29. Eða tveir menn… afsakið. Það skipti náttúrulega miklu máli líka hver fór útaf!

 30. Alveg rétt. Kuyt getur ekkert… 3 mörk gegn ManU er auðvitað EKKERT! Halló! Wake up call!

 31. Það verður forgangsatriði að kaupa miðvörð í sumar!! Sorry en það gengur ekki að Skrtel leiki 95% allra leikja og Kyrgiakos er einfaldlega búinn auk þess sem Agger er alltaf meiddur…

 32. Jæja! byrjaði að horfa fyrir 5 mín síðan og þetta er alger hörmung!!! Endalausar kýlingar fram á Carroll sem á greinilega að skalla hann í holurnar! Gjörsamlega óþolandi að horfa á Liverpool liðið þegar Skrtl og Carra sjá um sendingarnar, þetta minnir mig á slæma tíma þegar Heskey var uppá sitt “besta”! bara neglt fram og hann látinn halda boltanum einn uppá topp….þvílíkt rusl!!
  ég er hættur!

 33. Það er virkilega mannskemmandi að horfa á þessa Evrópuleiki, alveg ótrúlegt hvað liðið getur dottið niður á milli leikja.

 34. Það er augljóst mál að Suarez sá um að afgreiða júnætid um daginn.

 35. Þetta er búinn að vera alveg hræðilegur leikur, allir leikmenn hugmynda- og áhugalausir.
  Hvað er að því að leyfa Pacheco að spila? Veit einhver hvað Pacheco hefur gert af sér til að fá ekki tækifæri? Annað en að spila leikinn á móti Northampton??

  Það er ekkert að gerast framávið. Cole að sanna það enn og aftur að hann er ekki leikmaður sem hægt er að treysta á.

  Kátur er að sýna það að hann er fínn með öðrum góðum spilurum en þegar á að treysta á að hann geri eitthvað þá gerist ekkert.

  Ég er sammála þeim sem sagði að það er alveg merkilegt að scum og arsenal geta hent kjúklingum inn til að spila svona leiki en við erum með gamla kalla þarna inná sem eru ekkert að sýna…

 36. Hvað er með þessa Portúgali, það má ekkert blása á þá eða hnjaska. Þeir skæla eins og djellingar og anda að sér grasi? Djöfull þoli ég þetta ….

 37. Hvernig er það, eru allir Portúgalir nema Meireles haldnir ronaldíska syndrominu? Liggjandi eins og drasl um allan völl.

 38. kuyt skoraði 3 mörk í seinast leik var finn þar.
  En hefur ekkert gert neitt fyrir það.
  Getur ekki tekið menn á, getur ekki sent fyrir, hægur,
  Samt er hann alltaf á kantinu. Góður kanntari þarf að hafa Hraða, geta tekið menn á og sent fyrir.
  Er það ekki?? eg spyr

 39. Nú í dag var maður að fatta að spearing hleypur hægar en 1 árs frænka mín sem kann bara en að skríða en ekki hlaupa.

 40. Shit hvað dómarinn er ömurlegur ef Lfc manni verður það á að horfa í átt að braga manni dettur hann samstundis eins og hann hefði verið skotinn og hvað aukaspyrna um leið.
  Ekki hans sök að Lfc gat ekkert fyrr en Carroll kom inná en þetta er ömurlegur gaur

 41. haha ekki það að þessi brandari með flautuna hefði nokkurntímann gefið rautt en ekki einu sinni aukaspyrna…. hugsa þessi verði í banni í næsta leik á móti okkur þar sem þetta var þokkalega brútal og sést í endursýningum að þetta var þokkalega viljandi og Eufa er nú duglegt við að banna menn eftirá

 42. Hvaða rugl dómgæsla er þetta eiginlega!?
  Fangbrögð og olbogar hægri / vinstri ….

Liverpool tekur á móti Braga (Brynjars?)

Braga – Liverpool 1-0