Liverpool 3 – man utd 1!

Okkar menn tóku á móti erkifjendunum í Man Utd á Anfield í dag í Úrvalsdeildinni og það var ljóst fyrir leikinn að við skulduðum þeim eitt slæmt tap eftir dómarasirkusinn í bikarnum á Old Trafford fyrir tæpum tveimur mánuðum. Sá leikur var fyrsti leikur Kenny Dalglish en endurkoma hans var eyðilögð eins og við munum flest eftir.

Það var því með extra mikilli ánægju að maður horfði á okkar menn vinna öruggan 3-1 sigur í opnum og skemmtilegum leik eins og þessir leikir gerast best.

Dalglish stillti upp eftirfarandi liði í dag:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Aurelio

Meireles – Gerrard – Lucas – Maxi

Suarez – Kuyt

Bekkur: Gulacsi, Kyrgiakos (inn f. Aurelio á 24. mín.), Poulsen, Spearing, Cole (inn f. Suarez á 88. mín.), Ngog, Carroll (inn f. Meireles á 73. mín.).

Leikurinn byrjaði vel og var opinn í báða enda en okkar menn þó sterkari. Aurelio greyið entist í rétt 24 mínútur þetta skiptið og fór út af með tognun í læri. Kyrgiakos kom inn og Carra fór í hægri bakvörð, Johnson yfir til vinstri, en það kom ekkert að sök í þessum leik.

Fljótlega eftir það komust okkar menn yfir. Berbatov hafði átt langskot í stöngina en annars höfðu United-menn ekkert ógnað af viti en okkar menn gátu verið búnir að skora áður en Luis Suarez fékk boltann utarlega, vinstra megin í teignum. Þar lék hann á Smalling og klobbaði Rafael, lék framhjá Carrick og inná markteiginn, sneri þar líka á Brown og lagði boltann í klofið á Van der Sar, framhjá Evra og meðfram marklínunni þar sem Kuyt ýtti honum yfir marklínuna. Stórkostlegur einleikur hjá Suarez og gott mark hjá Kuyt, en þeir voru heldur betur ekki hættir í þessum leik.

Fimm mínútum síðar kom annað markið. Brown skallaði háan bolta frá og út úr teig United þar sem Nani var óvaldaður og virtist ætla að skalla áfram frá marki. Hann hitti boltann hins vegar óskiljanlega illa og sendi hann í staðinn beint inná markteiginn þar sem óvaldaður Kuyt skallaði hann óverjandi framhjá Van der Sar. Staðan orðin 2-0 fyrir Liverpool og það miklu meira en verðskuldað!

Undir lok hálfleiksins sauð svo upp úr. Carragher tæklaði Nani úti við hliðarlínuna hægra megin, fór með sólann hátt á lofti í sköflung Nani og í kjölfarið kom til ryskinga á milli fleiri leikmanna í báðum liðum. Phil Dowd, ágætur dómari leiksins, hefði getað rekið Carra út af en ákvað að gefa honum gult spjald og skipaði fyrirliðunum Gerrard og Evra að róa sína menn. Van der Sar hélt þó áfram að rífast og uppskar gult spjald fyrir það.

Nani fór út af meiddur eftir tæklinguna en það er ómögulegt að meta hversu illa hann var meiddur því annars vegar stórsá á leggnum og hann fór hágrátandi út af en hins vegar var hann nógu heill heilsu til að stökkva á fætur og æða í dómarann strax eftir tæklinguna til að sýna dómaranum sárið og rífa kjaft við Liverpool-menn. Þegar menn öskra úlfur, úlfur ákveðið oft eins og Nani er iðinn við að gera er erfitt að meta hvað er leikaraskapur og hvað ekki.

Eftir þetta var mönnum áfram heitt í hamsi, boltinn barst yfir á hina hliðarlínuna þar sem Maxi sparkaði í Rafael sem hljóp framhjá honum og stakk sér í tveggja fóta sólatæklingu á Lucas. Lucas náði að hoppa upp úr tæklingunni án snertingar og aftur sauð upp úr á milli margra leikmanna beggja liða. Á endanum fékk Rafael gult spjald fyrir tæklinguna og Skrtel fyrir að koma aðvífandi og hrinda honum.

Að vissu leyti skil ég ákvarðanir Phil Dowd að gefa bæði Carra og Rafael gul spjöld fyrir tæklingar sem hefðu í raun átt að verðskulda rautt spjald. Hann var augljóslega að reyna að róa mannskapinn og hleypa þessu ekki upp í vitleysu og mér fannst hann taka ágætlega á þessu, þó auðvitað sé hægt að segja að þetta hafi bara átt að vera tvö rauð og ekkert rugl. Það hallaði þó á hvorugt liðið í þessu, hann róaði menn bara niður og ekkert meira við því að segja.

Í upphafi síðari hálfleiks pressuðu United-menn stíft. Hernandez kom inná fyrir Nani og fór í framlínuna með Berbatov á meðan Rooney færði sig út til vinstri og pressaði stíft á Carra sem var á gulu spjaldi. Þetta skapaði mikið óöryggi í vörn okkar og okkar mönnum gekk illa að halda boltanum. Giggs skaut yfir utarlega úr teignum og svo aftur yfir úr aukaspyrnu á stórhættulegum stað en nokkrum andartökum eftir það innsigluðu okkar menn sigurinn. Þá fengum við aukaspyrnu hægra megin við vítateigslínuna. Luis Suarez tók spyrnuna og hún var föst, neðarlega í nærhornið þar sem Van der Sar varði en hélt boltanum ekki og Kuyt, nema hver, fylgdi á eftir og skoraði í tómt markið. Staðan orðin 3-0, Kúturinn kominn með þrennu og leikurinn búinn!

Eftir þetta tóku okkar menn aftur völd á vellinum, stýrðu spilinu og léku sér aðeins. Suarez hélt áfram að stríða vörn United og við hefðum getað bætt við þessi þrjú mörk en Suarez, Gerrard og Maxi klúðruðu allir góðum skotfærum. Andy Carroll kom inná við mikinn fögnuð viðstaddra og kom sér ágætlega inn í leikinn þótt það vantaði klárlega mikið upp á snerpuna hjá honum. Það kemur í næstu leikjum.

Í uppbótartíma skoruðu United-menn svo sárabótarmark. Berbatov gaf fyrir frá hægri og Hernandez skallaði í fjærhornið. Lokatölur 3-1 og það hefði hæglega getað verið meira!

MAÐUR LEIKSINS: Vörnin stóð sig vel í dag og Reina þurfti lítið að gera. Á miðjunni áttu Meireles, Gerrard og Lucas stórleik, Lucas þeirra bestur sennilega, en Maxi komst lítið inn í leikinn. Luis Suarez var hins vegar svo góður að maður bara slefaði – lagði upp tvö mörk með stórkostlegum hætti og var óviðráðanlegur í allan dag. Hann er núna búinn að skora eitt mark og leggja upp þrjú önnur í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum með Liverpool og það er bara byrjunin. Þvílíkur leikmaður!

Maður leiksins er samt klárlega meistari Dirk Kuyt! Þegar menn skora þrennu gegn Man Utd – eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi – eru menn þyngdar sinnar virði í gulli og hreinlega leikmaður mánaðarins. Kuyt hefur verið að leika í framlínunni í síðustu leikjum hjá Dalglish og er búinn að skora fimm mörk sem framherji á þessu ári. Þið sem furðuðuð ykkur á því hvernig hann gat skorað svona mikið hjá Feyenoord, hérna er svarið. Öll mörkin í dag voru af u.þ.b. eins metra færi en það er merki um góðan markaref að vera alltaf á réttum stað til að klára sóknirnar. Ian Rush hefði verið stoltur af þessari frammistöðu í dag svo að Kuyt getur klárlega borið höfuðið hátt!

Að vissu leyti er deildin búin núna. Við endum í þessu sjötta sæti, náum ekki ofar en það enda of langt í liðin fyrir ofan og því er spurning um að setja ekki bara allt kapp á Evrópudeildina úr þessu. Fram undan eru tveir leikir gegn Braga í 16-liða úrslitum þeirrar keppni. Suarez fær því tveggja vikna frí fram að næsta deildarleik og á meðan getum við gert ráð fyrir að sjá Carroll spila sig meira og meira inn í leikjunum gegn Braga.

En í dag borguðum við stóra skuld og getum gengið með miklum létti út úr bankanum. Það var löngu fallinn gjalddagi á þetta skuldabréf og í dag borguðum við í reiðufé.

Segið það með mér: Liverpool ÞRJÚ, Manchester United eitt! Húrra!

181 Comments

 1. Snilldar leikur hjá Kuyt og einu vonbrigðin var markið sem kom í lokin, annars bara góður dagur.

 2. Hvað lærðum við í dag?
  1. Scholes og Giggs komnir fram yfir seinasta söludag
  2. Nani getur grátið
  3. Rodriguez er farþegi, í besta falli
  4. Suarez er guð

 3. …þakka leikmönnum Liverpool sér í lagi Kuyt og Suarez fyrir þessa prýðis afmælisgjöf

  litli mexikóinn eyðilagði reyndar að úrslitin hefðu orðið eins og árin mín 3-0 🙂

 4. Sælir félagar

  Spádómsgáfa mín náði nýjum hæðum og frábær sigur Liverpool á ömurlegu liði Muuuuuu staðreynd. Suares maður leiksins eða Kyut. Mér er sama. Niðurstaðan sanngjörn þó okkar menn hefðu hæglega getað sett 2 – 3 í viðbót.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Hefði viljað sjá Kuyt leyfa boltanum að renna inn í staðinn fyrir að stela markinu. Var enginn united maður nálægt til að stoppa boltann…!

 6. Ég er ekki frá því að peningurinn fyrir Torres hafi verið ansi vel nýttur.

  Takk Torres! Bless Torres! Nú er maður sáttur!

 7. Dear King Kenny ! This was me absolutely best birthday present ! YNWA, Lana.

 8. @Fowler #9.
  Ef Kuyt hefði leyft honum að renna inn, þá hefði þetta verið skráð sem MU sjálfsmark, því Suarez var ekki að setja hann á rammann. Frekar fá hattrick en sjálfsmark!

  Annars stórkostlegur leikur. Suarez og Kuyt menn leiksins. Sem betur fer róaðist leikurinn aðeins í hálfleik, það stefndi allt í að ansi fáir myndu ljúka leik.

 9. afmælisdagurinn fullkomnaður hjá manni….. Eyþór til hamingju með daginn líka:)
  suarez og hollendingurinn fljúgandi klárlega menn leiksins….. liðið spilaði með hjartanu og í svona ham er liverpool gjörsamlega óstöðvandi…. ótrúlegt að þetta skuli nánast vera sama lið og í byrjun tímabils…. hugafarsbreyting og barátta sem gerir mann stoltann að vera liverpool aðdáandi…….. sjitt hvað þetta var sætur sigur!!!

  YNWA!!!

 10. Liverpool voru betri á öllum sviðum knattspyrnunar í dag og sigurinn því gríðarlega verðskuldaður.

  Suarez maður leiksins og segir það nú mikið, hann kastaði skugga á mann sem skoraði þrennu gegn Man Utd 🙂

  Til lukku öll með daginn !

 11. Frabær sigur og mjøg øruggur.
  Held ad tad yrdi glæpur vid mannkynid ad fastrada ekki Dalglish!!!

 12. Til hamingju með leikinn Poolarar.

  Suarez er bara einfaldlega meiriháttar leikmaður. Hef ekki séð jafn magnaða frammistöðu frá einstökum leikmanni Liverpool lengi leeeeengi.

  Ánægður líka að sjá liðið með andlega yfirburði í leiknum. Við mættum þeim alls staðar og það var hvergi veikur hlekkur (f.u. kannski Skrtel).

  Dalglish er svo með þetta að það hálfa væri nóg.

  Nú þurfum við ca. tvo hafsenta, einn miðjumann og einn í viðbót sem getur skapað frammi. Lykillinn er einfaldlega að semja við Dalglish til framtíðar.

  Áfram Liverpool!

 13. Þið áttuð þetta skilið. Mínir menn eru á niðurleið og það verður erfitt að horfa á eftir mönnum einsog Scholsie, Giggs og Fergie á einu bretti nánast.

  Til hamingju.

 14. VÁÁÁÁ ÞETTA VAR SKO GAMAN!!!! Til hamingju allir!

  KUYT með 3, hver hafði trúað því fyrir leik takk fyrir! Og djöfull er Suarez öflugur!! Takk chel$ki fyrir þessar 50 mill. Oh hvað var líka gaman að sjá nani gráta….

  YNWA! LENGI LIFI KÓNGURINN!

 15. Takk fyrir mig LF FOKKING C….. besta afmælisgjöfin…. mmmmmm

  Gaman að sjá Facebook núna…. það er eins og ákv hópur manna hafi horfið að yfirborði jarðar 😉

  Kristján V

 16. Þetta er víst fyrsta þrennan í Liverpool-Manchester United leik á Anfield frá 1990, þegar Beardsley átti eina slíka (skv. Guardian). Nokkuð gott:) Og nú kom svarið við því af hverju Kuyt náði að skora svona grimmt í Hollandi.

 17. Mikið vildi ég að ég ætti afmæli í dag þá hefði ég fengið þennan dásamlega sigur í afmælisgjöf.

  Hreint út sagt ótrúlegur sigur.
  YNWA

 18. Við skulum ekki taka neitt af Kuyt – staðstetningar og hreyfingar án bolta eru gríðarlegar mikilvægar í fótbolta. Suarez er auðvitað frábær leikmaður og það eru spennandi tímar framundan hjá okkar mönnum. Það skýtur skökku við að vera vonsvikinn með aðeins 3-1 sigur efsta liði deildarinnar.

 19. Þegar ég sá Sir Bobby Charlton raula með í “You’ll Never Walk Alone” fyrir leikinn vissi ég að þetta yrði okkar dagur.

 20. Mikið rosalega var Suarez góður í þessum leik. Þó svo Kátur hafi skorað öll mörkin átti Suarez sinn þátt, og rúmlega það, í öllum mörkunum.

 21. Sælir félagar

  Sú afmælisgjöf sem ég óskaði King Kenny hefur verið afhent. Sem betur fer fengu fleiri þessa dásamlegu afmælisgjöf. Ég óska þeim og okkur öllum til hamingju með daginn!

  Það er nú þannig.

  YNWA

 22. Tólfti leikur undir Dalglish. 3 töp (25%) (þaraf fyrstu tveir leikirnir), 3 jafntefli (25%) 6 sigrar (50%).
  Undir Hodgson, 30 leikir: 9 töp, (30%) 9 jafntefli, (30%) 12 sigrar (40%).
  Sanngjarnt er að taka fyrstu tvo leiki Dalglish út úr jöfnunni, þarsem hann fékk þá uppí hendurnar með engum fyrirvara. Þá lítur þetta svona út:
  töp (10%), jafntefli (25%), sigrar (65%)

 23. Þvílík veisla gott fólk! get ekki commentað mikið þar sem ég er önnum kafinn við að brosa…

  Eigiði góðan dag!

  YNWA!!!!!!!

 24. Þakkar leikmönnum LFC fyrir frábæra skemmtun í dag svo er bara að vona að leik og barátugleðin haldi áfram því við þurfum á henni að halda í öllum leikjum til að ná settum markmiðum í lok leiktíðar

 25. Vá hvað Luiz Suarez er æðislegur fótboltamaður. Dirk Kuyt sem menn hafa keppst við að drulla yfir síðustu misserin skoraði þrennu á móti Man Utd og er fyrsti LFC leikmaðurinn til að gera það síðan Peter Beardsley skoraði þrennu árið 1990. Til hamingju með það.

  Hlakka til að byrja nýtt tímabili á pari miðað við þessa leiki og vonandi VONANDI verður King Kenny við stjórnvölin. Frábær dagur, frábær sigur og FRÁBÆR STJÓRI.

 26. Heyrst hefur að Nani sé búinn að skipta um nafn eftir að hafa misst kúlið í leiknum í dag og farið að væla eins og vagína … hann er nú kallaður punani 😉

 27. Flottur sigur en vorum stálheppnir. Ljótasta þrenna sem ég hef séð 😀

 28. Ég held áfram að vera illa við Kyut, hann skoraði jú öll mörkin innan við 2 metra færis. En hann átti góðan leik í dag og fer langt á dugnaði og baráttu sem hinir mættu taka til fyrirmyndar hina leikina þegar mótherjinn er ekki muhu udt.
  Ég veit ekki hvort við vorum svona góðir eða scum udt svona lélegir.. ætli það sé ekki sitt af hvoru bara enda mættum við þvílíkt tilbúnir til leiks.
  Ohh hvað það er gaman núna. Til hamingju

 29. Kyut ! Þyngdar sinnar virði í gulli. Þessi ætti framistaða ætti að gefa honum smá frí frá því ósanngjarna skítkasti sem hann fær reglulega.

  Suarez var bara betri ef eitthvað er, til í þennan gaur í staðinn fyrir Torres á hverjum degi. Ferskur, snöggur og spólgraður upp við markið.

  Góður dagur.

 30. Þetta var nú meiri afmælisveislan hjá King Kenny, Suarez veislustjóri, Kuyt sá um afgreiðsluna, Carragher sá um þrifinn, 45.000 scousers mættir og sáu um frábæra stemmingu og Nani a.k.a dramaqueen stóð fyrir skemmtiatriðunum. 8-D

 31. Við erum í raun ekki nema einum til tveimur góðum kantmönnum á eftir toppliðinum.

 32. blessbless Torres… Goðan daginn Suarez!!!

  rauð djöfulsins yfirspilun.

  YNWA

 33. Þegar liðið var slegið út í janúar 1-0 af Utd. með hjálp H.Webb, þá kommentaði ég að ég gæti ekki beðið eftir 6. mars þegar liðin myndu mætast á Anfield með hlutlausan dómara. Þá sagði ég að liðið myndi aldeilis hefna sín og það kom á daginn. Virkilega sætur sigur þar sem efsta lið deildarinnar var látið líta illa út. Þvílikur munur að sjá brosandi framherja sem hefur gaman af hlutunum, leggur sig fram og smitar jákvæðum straumum út frá sér. Suarez hefur gert það verkum að enginn saknar Torres í dag. Það var virkilega gaman að sjá Carroll koma inná og þessi þrenna hjá Kuyt tryggði hann endanlega inní Hall of Fame á Anfield, ekki spurning að hann er orðinn fullgild Liverpool Legend.

 34. Flott frammistada og yndislegt ad klara thennan leik svona sannfærandi! Lifid er gott i dag! Eg spadi thessum leik i dag 4-1 og var nokkud viss um ad thad yrdi nidurstadan fra byrjun til enda :o) close, but no cigar.

  Eitt var eg tho ad spa i, vid eigum 9 leiki eftir, Best case scenario eru thad 27 stig sem myndi skila okkur i 69 stigum, Vid eigum eftir fullt af erfidum og spennandi leikjum, t.d. ARS. MAN City, Tottenham sem vid verdum og munum fara i med sama hugarfari og i dag.

  Tottenham for i fyrra i CL med 70 stig og Liverpool og Arsenal foru i CL med 68 stig 2007, Arsenal med 68 stig arid 2006 og Everton med 61 stig arid adur. Eg er ekki sammala thvi ad timabilid se buid nuna, 6 stig i 4 sætid (Chelski reyndar med tvo færri leiki spilada) og allt getur gerst a medan thad er stærdfreædilega hægt eins og vid syndum svo vel i thessari nidurlægingu grenjandi djøflanna i dag. Tottenham i vandrædum med Wolves as we speak og Chelsea ad stola a stjørnuframherja sem nennir ekki ad skora mørk lengur.

  Thetta er ekkert buid! Feita kellingin er ekki einu sinni mætt.

  kv Haffi

 35. Jamie Carragher waited outside #MUFC dressing room to apologise to Nani for his studs-up challenge #LF

 36. Það er svo gaman að horfa á Suarez spila fótbolta, vá hvað hann er jákvæður punktur við leik liðsins !! Hlakka líka endalaust til að sjá Carroll komast í leikform, svakalegt búst fyrir hann að koma inná í sigurleik á móti Man Utd ! Gerrard var líka ógnandi fyrir utan teig með skotunum sínum. Framvegis vil ég líka sjá Suarez taka allar aukaspyrnur Liverpool fyrir utan teig maðurinn er með stórhættulegan skotfót !
  Frábær dagur og frábær vika framundan fyrir utan komandi væl og grenj hjá man utd mönnum.

  YNWA

 37. Smá um annað

  Tók einhver eftir því að það stóð Kygriakos á treyjunni hans Kyrgiakos?

  En þetta var stórkostlegur leikur hjá Liverpool

 38. Sá þetta á einni síðu, þeir sem kunna eitthvað í skák: KING takes Knight, Checkmate!!!

  Þar sem King er náttlega Kenny og Fergie er víst með riddaratign !!! Alveg Priceless

 39. Dásamlegur leikur, frá fyrstu mínútu til þeirrar nr. 90. Hefði bara mátt sleppa uppbótartímanum.

  Dirk Kuyt er svo algerlega búinn að sanna sig á jólakortalistanum mínum núna í vetur, nýbúinn að samþykkja framlengingu á sínum samningi og setur svo þrennu. Í öllum þessum mörkum sýndi hann markanef, það er ljóst að fyrsta markið hefði verið skráð sjálfsmark Evra svo að það var legendary hjá honum að dúndra í markið, ég táraðist þegar ég sá hann fagna þrennu gegn Manchester United á Kop-enda vallarins.

  Ég bölva honum alveg í heimaleikjum gegn Wigan og W.B.A. en í þessum stóru leikjum eru bara fáir betri! Klárlega maður leiksins þó auðvitað Suarez hafi verið frábær. Maður fær bara vatn í munninn að fylgjast með þessum dreng inni á vellinum.

  Verulega glaður að sjá Carroll í peysunni og stinga upp í alla rugludallana í Lundúnapressunni sem vildu svo að hann væri meiddur út tímabilið og strax sáum við að við erum kominn með mann í teiginn sem hægt er að senda á. Dásamlegt í einu orði.

  Endalaust verður hægt að ræða dómara, í dag tók Phil Dowd línu sem hann hélt út leikinn og þá er ég alltaf sáttur, menn geta gert mistök en þegar þeir eru samkvæmir sjálfum sér í ákvörðunum sínum er ég sáttur.

  Og í dag er ég sáttur. Ætla að fara að skella status á Facebook til að láta mér líða betur og að undanförnu sér maður augljós batamerki á félaginu og klúbbnum öllum. Stemmingin á Anfield var mögnuð og dásamlegt að heyra fólkið syngja afmælissönginn fyrir King Kenny og svo þegar þau sungu “Why can’t we play you every week”.

  Takk fyrir mig dásemdardrengirnir mínir, nú mætir maður hnarreistur í vinnuna á morgun og næstu daga!

 40. Það sem ég er mest ánægður með er spilamennskan og líkamstjáning leikmanna Liverpool.
  Já United var á n F. og V. en við hefðum getað reynt að pota inn einu marki og svo farið að verjast. En það gerðum við ekki. Í stöðunni 3 – 0 hefðum við alveg eins bætt við marki eins og þeir reyndar gerðu.

  Menn segja við vinnum stóru liðin en töpum fyrir þeim lélegu. Ég held að það sé minna mál að laga það seinna miðað við núvarandi aðstæður.

  1. Við unnum með stæl en ekki 1 – 0
  2. Það eykur sjálfstraustið
  3. Það skilar sér gegn minni liðnum

 41. Þetta var frábær leikur þar sem Suarez var bestur á vellinum en Kuyt hetjan. Ég er alveg sáttur við 3-1. Núna gerist maður Arsenalmaður til loka tímabilsins þannig að bleiknefur komist ekki frammúr okkur

 42. Bara drullusáttur með úrslit og Suariz er minn maður en Kuyt er þar á næsta bæ .

 43. Nokkur atriði:

  1. Kudos á KAR fyrir fína skýrslu, átti þennan leik en gleymdi því og var of þunnur í morgun til að svo mikið sem horfa á tölvu.

  2. Ég var á því í janúar að Luis Suarez væri mest spennandi leikmaður sem Liverpool hefur keypt síðan við fengum Torres. Þetta er ástæðan fyrir því…og Torres er svo gott sem gleymdur. Djöfull er hann hrikalega öflugur, hann var að gera lítið úr vörn United í dag og fyrsta markið er eitt af mörkum ársins.

  3. Þetta var besti leikur Kuyt sem sóknarmanns hjá Liverpool og líklega í fyrsta skitpi sem við sjáum þann Dirk Kuyt sem var upphaflega keyptur frá Hollandi þar sem hann gat ekki hætt að skora. Hann hefur sínar pirrandi takmarkanir og getur alls ekki spilað einn upp á topp en þegar kemur að því að vera mættur á réttann stað og klára færi úr boxinu þá er hann frábær. Við áttum einu sinni mann sem skoraði nánast bara svona mörk og átti alltaf í basli með að hætta að skora. Þegar sá maður var upp á sitt besta var það aðallega Dalglish sem var að senda boltann á hann og svei mér ef hann nær ekki að aðlaga leik Liverpool aftur að svona kerfi þar sem fox-in-the-box striker nýtur sín vel. Það hefur nefninlega aldrei staðið á Kuyt að þegar hann fær færi þá getur hann sannarlega klárað þau og í dag var hann æðsilegur.

  3. Nei ég var búinn með punkt 3.

  4. Síðast þegar ég horfði á leik á Players (eins og ég gerði í dag) tapaði Liverpool gegn Stoke, þetta var aðeins annað og stemmingin öllu skárri.

  5. Já og Dirk Kuyt læknar þynnku.

 44. Sá því miður ekki leikinn en maður fær samt varla betri afmælisgjöf en þetta og þakka ég Liverpool fyrir það. :o)

 45. Ég er drulluánægður með Kuyt, Kuyt, Kuyt og Suarez!

  Hörkuleikur í alla staði en ég missti reyndar af fyrstu og seinustu 15 mínútunum en sá allt sem skipti máli. Virkilega gaman að horfa á Suarez snúa sér í hringi í teignum og ég hreinlega get ekki beðið eftir næsta leik með honum. Ég á eftir að horfa á highlights á LFC svona 100 sinnum áður en næsti leikur kemur samt…

  Ég hef alltaf dýrkað Dirk Kuyt og ég þekki nokkra, bæði United og Liverpool menn sem munu markvisst reyna að halda sig fjarri mér á morgun 😀

  Við feðgar horfðum á leikinn saman eins og oft áður og hér má sjá okkur fagna í leikslok: http://www.flickr.com/photos/27318862@N05/5503552904/

  Leikurinn sjálfur var góð skemmtun og mjög opinn. Við vorum ýfið betri og uppskárum samkvæmt því. Ég þakka Phil Dowd fyrir góðan leik því hann hefði hæglega getað tekið Howard Webb á þetta og bombað spjöldum hægri vinsri. Í staðinn setti hann góða línu og hélt henni. Það sjá samt allir að bæði Carra og Rafael áttu að fjúka með rauð spjöld en ég tel gul spjöld fyrir þetta vera betri niðurstaða.

  Að Nani… þá var þetta ljót tækling og ljót meiðsli. Hann hljóp upp og lét illum látum og var farið að vera nokkur Drogba keimur af þessu hjá honum. En eftir að ég hef séð betur meiðslin þá minnir þetta mig frekar á Ewald Lienen nokkurn, sem hlaut svakalegt sár á læri 1981, hljóp eins og óður maður á pjúra adrenalíni. Mér finnst Nani sárið ekki vera eins alvarlegt og Lienen en fer allavega hægt í að hrauna yfir leiðinlega Portúgalann. Carra bað hann líka afsökunar eftir leik og segir það mikið um alvarleika brotsins sem og karakter Jaime.

  Annars líka gaman að sjá Kuyt þakka félaga sínum Suarez fyrir þrennuna enda var Úrúgvæinn ekkert að gera þetta erfitt fyrir hann.

  Maður leiksins: Luiz Kuyt, ekki spurning.

 46. Kenny er svo mikill snillingur í að svara spurningum án þess að svara þeim.

  geoff shreeves : was cara fortunate to still be on the pitch after that tackle and was he fortunate not to seriously injure nani ?

  kenny : no a think he was fortunate to play for liverpool today who were the better team today

  ——–

  Hvar eru annars viðtölin við manutd liði, einhverstaðar las ég á RedAndWhiteKop að Ferguson neitaði að tala við fjölmiðla og bannaði liði sínu að gera slíkt hið sama. Ef svo er þá kann þetta lið ekki að taka tapi.

  p.s. er ekki ein af reglum síðunnar að hafa manutd alltaf lítið, einnig á fyrirsögnum?

 47. Ziggi það er rétt þeir neituðu að tala við fjölmiðla eftir þennan leik. Ég skil ekki ástæðuna fyrir því að þeir tali ekki við þá.

  En ghukha þú ert með einn Carroll í fæðingu þarna hægra meginn sýnist mér.

 48. Þetta var stórkostlegur sigur og það sem er ennþá ánægjulegra að frammistaðan inn á vellinum var til fyrirmyndar. Þrátt fyrir frábæra frammistöðu Suarez inn á vellinum þá er ekki hægt að taka það af Kuyt að hann er maður leiksins með þrennu, annað væri bara cruel! En liðið allt saman spilaði fanta vel og það er ág ánægðastur með. Ef að Kenny Dalglish var ekki að tryggja sig í sessi þarna sem stjóri Liverpool FC þá veit ég ekki hvað!!

  Svo bara áfram svona, þýðir ekkert að drulla á sig gegn Wigan og West Ham og vinna svo bara United. Það verður að taka alla þessa leiki ætli menn sér að berjast um titla. Sem er auðvitað ekki að fara að gerast núna á þessu tímabili og líklegast ekki á því næsta heldur. En andskotinn hafi það áfram svona. Það vinnast ekki titlar á að vinna bara United og Chelsea!! Því fyrr sem okkar menn átta sig á því, því betra!

  YNWA

 49. er ég sá eini sem að heyrði þegar Arnar Björnsson sagði 5. mars en ekki 6.mars í byrjun leiks ? 🙂

  En vá hvað Suárez er magnaður og Kuyt er einn sá besti í að staðsetja sig inn í teig.
  Ég trúi enn á 4. sætið, svona innst inni !

 50. þetta var frábær leikur og maxi var hörmulegur í leiknum við eigum bara að selja hann

 51. Að hugsa sér að þetta skuli vera sama liðið og það sem gat ekki sent bolta á milli sín fyrir 2-3 mánuðum, aðeins dúndrað fram og fengið á sig mörk. Á þeim tíma hefði maður ekki búist við miklu á móti scum, sérstaklega ef Torres væri ekki með og Gerrard með rólegra móti. Endurfæðing nokkurra leikmanna er svo með ólíkindum eftir að Kóngurinn kom.

 52. leikmen sem væri best að selja

  1.maxi
  2.skrtl
  3.polsen
  4.jovanovic
  5.j.col (ef einkver vill hann)

 53. verum glaðir í dag 🙂 allt tal um að selja hinn eða þennan getur beðið fram eftir vikunni……… áfram Liverpool 🙂

 54. Það verður seint sagt að Ferguson kunni að taka tapi eins og sjentilmaður.
  Já – Nani tæklingin var tæp og Carra hefði alveg getað fokið útaf. Já – Maxi braut á Rafael og hefði sennilega átt að fá spjald. SAF á örugglega eftir að minnast á þetta tvennt en jafnframt gleyma að minnast á brot Rafael (sem var skólabókardæmi um tveggja fóta rauðspjaldstæklingu).
  En að neita að tala við fjölmiðla eftir leik…
  Vá. Þetta er maðurinn sem seldi Beckham, Stam og Keane og rak Scmeichel (endurréði hann par dögum seinna) – ekki vegna getu eða hæfileika – heldur vegna skapofsa og hamleysi. Og þá er ég EKKI að tala um leikmennina.

  Held að við Poolarar seum í betri málum með Kenny og að jafnvel Hodgson hafi verið meiri karlmaður en SFA.

 55. það jákvæðasta við leikinn fannst mér að, fyrir utan þrennu og sigur á man udt

  einhver annar en Gerard kann að taka aukaspyrnur
  loksins hægt að gefa boltann út á kantana og fá eitthvað út úr því
  Það var ekki nein ástæða til þess að Ngog væri inná.
  Það hvarlaði ekki að mér allan leikinn að Poulsen og Koncheski væru Liverpool menn

 56. An unsong hero. Tókuð þið eftir Lucas á miðjunni, þvílíkur leikur hjá stráknum. Hann hefur þurft að vinna helming af vinnu Stevie sem er greinilega ekki í fullu leikformi eða nárinn að stríða honum enn. En annars var bara allt liðið brosandi og til í allt allann leikinn.
  Þetta er kallað ” The Dalglish syndrom”
  Ganga frá ráðningu Dalglish og byrja undirbúning fyrir næsta seson. Mætti ekki laga texta fyrir Suarez að laginu hans Johnny Cash “My name is Sue”? Hvað segja hagyrðingar ?

 57. Þessar tæklingar hjá Carra og Rafa voru gult spjald en varla meira. En ég held að fjölmiðlabann Man.Utd tengist ekki þessum leik á nokkurn hátt, þeir eru að mótmæla atburðum eftir Chelsea leikinn, og ákæru á Ferguson. Þannig veittu þeir engin viðtöl fyrir leik heldur, ekki einusinni MUTV.

  Þannig að þó þeir eigi lítið hrós skilið, þá er ekki rétt að tengja þá fýlu við það að þeir kunni ekki að tapa.

 58. Menn ættu auðvitað að vita það að Ferguson ákvað að tala ekki við fjölmiðla eftir að MUTV birti viðtal við hann eftir Chelsea leikinn þar sem hann úthúðaði dómaranum. Spurning hvort hann fái ekki bann fyrir það bara, væri það ekki alveg til að fullkomna dæmið? 🙂

 59. 78 og 79. Þetta fjölmiðlabann er einmitt einkenni SAF. Það er ekkert frá Man U eða FA sem krefst fjölmiðlabanns. Það er einungis ákvörðun eins reiðs Skota sem er í fýlu vegna þess að hann má ekki hrauna hvað sem er yfir dómara. Þannig að ég stend við það að hundsa fjölmiðla svona eftir leik er ekki einkenni manns sem tapar með sæmd.

 60. Suarez gætu jafnvel orðið kaup ársins í Englandi!

  Og mér sýnist að salan á Torres verði pottþétt sala ársins!

 61. Torres hefði ekki getað leikið þetta eftir sem Suarez gerði. Loksins fáum við almennilega 7, sem við höfumt ekki haft síðan Steve McMacmanaman var.

 62. Það er ekkert betra í lífinu en að vinna þessa helv viðbjóði, skál elsku vinir..
  Ég fékk gæsahúð þegar stuðnigsmennirnir sungu afmælissönginn fyrir kónginn, við erum bestu stuðnigsmenn í heimi

 63. þvílík snilld þessi leikur hjá SUARES ný stjarna er fædd á ANFIELD og það er eitthvað meiriháttar að fara að gerast hjá LIVERPOOL.Ráða THE KING á morgun..

 64. @ 77

  Luis Suarez er kominn með lag skilst mér: Louie Louie

  http://www.youtube.com/watch?v=7Vae_AkLb4Q

  Luis Luis
  oh no
  he scored a goal
  yeah, yeah, yeah, yeah, yeah, yeah!
  Luis Luis
  oh no
  he scored a goal

  Svo er Carroll með lag einnig: Sweet Caroline

  http://www.youtube.com/watch?v=2w-_Vtttrfc

  Sweet Carroll – nine!
  oh oh oh
  Scoring never looked so good!
  Goals all the time
  oh oh oh
  Just like Kenny said you would

  Menn virtust vera nokkuð sammála um þessi a.m.k. í kringum transferin á forum-inu á thisisanfield – heyrum þau örugglega fljótt á vellinum… 😉

 65. Fín lög um Suarez og Carroll þó sjálfur haldi ég meira upp á Nani lagið 🙂

  Nani are you ok?
  Are you ok?
  Are you ok nani….
  You’ve been hit by…
  You’ve been struck by…
  Jamie Carragher!

 66. Æðislegur leikur. Suarez er með ótrúlegar hreyfingar inni í teig, ómögulegt fyrir varnarmenn að reikna hann út. Svo er það bara leikgleðin og spilamennskunni hjá öllu liðinu. Svei mér ef ég er ekki aftur orðin stoltur af því að vera púlari.

  Mér finnst reyndar pínu cool hjá SFA að tala ekki við fjölmiðla. Hann er bara nagli og samkvæmur sjálfum sér enda besti ManU maður allra tíma.

 67. Finnst að menn ættu að fara sér hægt í að skemmta sér yfir óförum Nani. Þessi tækling var Jamie ekki til mikils sóma. Okkur hefði ekki verið skemmt að sjá þennan skurð á leggnum á Luis.

 68. gángið hægt um gleðinnar dyr poolarar þið eruð ekki að fara vinna neitt í ár ha ha ha ha við erum enn á toppnum og ps. þetta er geymt en ekki gleymt glory glory utd ha ha ha ha

 69. gaman að lesa alla þessa pistla hér auðvita verða menn að vera ánægðir með sína menn en held að það sé því miður fyrir ykkur lángt í land sorry en satt.

 70. Merkilegt að Suarez skuli vera maður leiksins í helstu miðlum meðan liðsfélagi hans skorar þrennu á móti scum udt, enda svaðalegur leikur hjá honum.
  Eins var mjög ánægjulegt að sjá skiptingu þar sem n´gogg kom inná…. NEI það var víst Carrol 🙂

  Svo eru viðtölin bara efni í bók:
  There was a special moment in the dying stages of the contest as the Kop chanted ‘Happy Birthday’ to Dalglish after the boss celebrated his 60th on Friday.
  He said: “I don’t know how long this birthday is going to last – I’ll be 70 by the time it finishes!

 71. Til hamingju púllarar nær og fjær.
  Besta frammistaða Lverpool lengi lengi.
  Hins vegar gengur ekki að Carrol og Kyrgiakos séu með eins hárgreíðslu.
  Oft hélt ég að Kyrgi væri orðinn fremsti maður í sókn hjá Liverpool.

 72. Alltaf gaman að leika sér með krítartöfluna hjá Guardian: http://www.guardian.co.uk/football/chalkboards/

  Eitt sem kemur í ljós þar, og segir ansi mikið bæði um kappið í framherjunum tveimur og pressuboltann sem Liverpool spilar, er að Kuyt og Suarez eru með flestar tæklingar af öllum leikmönnum liðsins (Kuyt með 13 (þar af 4 unnar), Suarez með 12 (þar af 10 unnar). Þeir sem koma næstir eru Lucas með 10 (vann reyndar bara 1) og Gerrard með 9 (þar af 5 unnar). Það er því ekkert kjaftæði að Suarez hafi verið allt í öllu í leiknum:)

 73. Gummi #103

  Vá þetta er skemmtileg staðreynd. Suarez með 10 heppnaðar af 12. Hann var frábær í þessum leik og sést það því hann var maður leiksins þegar Dirk Kuytinho skorar þrennu.

  Gaman að heyra Kop syngja happy birthday og þegar Carroll vann fyrsta skallaboltann.

  Skemmtilegir tímar framundan!

  YNWA

 74. Pöntuð grein úr bakherbergjum Old Trafford ??

  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=105196

  Ég horfði á leikinn aftur í gær og álít svo að Carragher hefði jafnvel átt að fá rautt spjald. Maxi sýndi takkana aðeins en það var aldrei að fara að verða rautt spjald. Svo var ég aldrei var við að Suarez hefði hárreitt nokkurn mann. Voðalega er maður samt orðinn þreyttur á þessari dómaraumræðu Ferguson og félaga. Það má ekki tapast leikur án þess að það sé dómurum að kenna. Hversu oft ætli United vinni leiki með hjálp dómara?? Ég fullyrði að það er 9 af hverjum 10 skiptum!

 75. Það er einhver Óskar Andrésson að þenja sig hérna og reyna að eyðileggja fyrir okkur daginn. Það er vissulega rétt að LFC á langt í land og mikil vinna er framundan. Þessi staðreynd gerir sigurinn aðeins enn sætari enda er Arsenal nú með pálmann í höndunum.

  Sálarlíf Scummara er erfitt þessa dagana. Án þess að taka neitt frá þessum frábæru íþróttamönnum sem mynda kjarnann í liðinu eru þeir orðnir svo gamlir að Jóhanna Sigurðardóttir virkar eins og unglamb við hliðina á þeim. Það er ekkert af viti að koma upp úr ungliðaakademíunni sem vitað er um og ekkert sett af fjármunum í leikmannakaup. Þjálfarinn verður geðstirðari og erfiðari í umgengni með hverju árinu að ekki sé minnst á aldur sörsins. Þá eru eigandamálin ótalin sem eru sorgarsaga út af fyrir sig.

  Berum þetta saman við LFC sem er nú er í höndum góðra eigend og hefur hafið kröftugt uppbyggingarstarf undir forystu sinnar helstu goðsagnar.

  Ég ber mikla virðingu fyrir Scum sem andstæðingi en menn þurfa að vera eitthvað skrítnir í höfðinu til að sjá ekki að leiðin mun á næstu árum aðeins liggja niður á við og það hratt. Mín spá er að einhver pabbadrengur frá Arabíuskaganum eða oligarki af sverusti sort hirði kvikindið á niðurtúrnum.

 76. Var einmitt að fara að pósta þessari grein, læt hana bara flakka fyrst ég sá hana 🙂

  http://www.sport.co.uk/news/Football/51191/Graham_Poll_Carragher_Rodriguez__Suarez_all_could_have_seen_red.aspx

  Það er alveg klárt mál að Carragher hefði átt að fá rautt spjald fyrir þessa tæklingu hann er langt yfir boltanum og fer beint í manninn, en Carra er jú klaufi þannig að það er hægt að fyrirgefa honum það.

  En að Maxi hafi átt að fá rautt spjald fyrir að narta í Rafael er bara rugl þá held ég að það væru nú fáir leikmenn eftir inná. Rafael sjálfur átti að fá rautt spjald fyrir brot á Lucas en Graham Poll virðist líta á það sem óheppilega tæklingu í pirringi…

  Haukur Logi skoðaði atvikið í kringum tæklinguna hans Rafael á Lucas. Suarez togar greinilega í hárið á Rafael, gerir það bara pent eins og hann sé að ræða við hann um að róa sig niður.

 77. @ 104, ég held að það sé hægt að blokka komment og statusa frá Scum á Facebook, hef allavega ekki séð status eða comment frá manchester manni frá því fyrir leik.

 78. Klárlega rautt á Carra og Rafael, stórhættulegar tveggjafóta tæklingar hjá báðum… það sem eyðilagði fyrir Nani var að þegar Gerrard rétt snerti á honum öxlina og hann lét sig detta. Hélt fyrir andlitið og ætlaði að láta líta út fyrir að hann hefði verið sleginn en hætti svo skyndilega við það…

  Vona að Carroll komist í betra form, fannst hann virka mjög þunglamalegur og hægur. Kannski engin furða enda ekki spilað síðan á síðasta ári. Fær samt prik fyrir sína fyrstu snertingu í treyju Liverpool, skalli á mark frá vítateigslínu úr fallhlífarbolta frá Lucas. Jamm og Suarez var fáranlega flottur

 79. Óskar: Vinnið bara deildina ef þið getið. Við náum ykkur á næsta ári. Þetta er nýtt upphaf hjá Liverpool, en Manchester er að ljúka sinni gullöld. Við skulum horfa til baka eftir nokkur ár, og hver veit, kannski verður þá litið á þennan leik sem vendipunktinn.

 80. Wellwell, nýr dagur og enn mikil gleði í hjarta eftir gærdaginn.
  Eins og West Ham leikurinn var slakur þá var þessi leikur algjörlega magnaður frá fyrstu mínútu. Leikurinn hefði eins getað endað 6-0 því yfirburðirnir í ca. 60-70 mínútur voru algjörir. Það var aðeins í upphafi seinni hálfleik sem eitthvað stress gerði vart við sig og Scums komust inn í leikinn án þess þó að skapa sér dauðafæri.

  Það sem vantar fyrst og fremst í liðið núna er stöðugleiki. Þeir þurfa að geta spilað svona gegn slakari liðunum geta ekki leyft sér að fara með öðru hugarfari í nokkurn einasta leik hér eftir. Árangurinn er hugarfar þessara leikmanna, þeir geta greinilega unnið hvaða lið sem er. Það þarf ekki mikla yfirhalningu á hópnum, aðeins litla bætingu, 2-3 öfluga leikmenn inn, líka upp á breiddina að gera. T.d. ef Suarez fer í stöðuna hans Maxi úti vinstra megin og Carroll upp á topp, og síðan gegn lakari liðunum held ég að réttast sé að spila 4-2-4 með Kuyt og Carroll á toppnum, Suarez vinstra megin og nýjan, öflugan kantmann hægra megin.

  Mér sýnist Suarez geta gert töluverðan usla í þessari deild og mér þætti gaman að sjá hann úti vinstra megin, fá bolta í fætur og rusla upp hverjum bakverðinum á fætur öðrum. Þótt ekkert megi taka af honum í þessu fyrsta marki þá er ljóst að hann hefði ekki farið í gegnum þetta allt saman ef Ferdinand eða Vidic hefðu verið þarna. Og við megum heldur ekki gleyma því að þessi varnarlína Scums var alls ekki boðleg fyrir lið í efri helmingi deildarinnar. Rafael á mjög langt í land með að verða boðlegur varnarmaður, var trekk í trekk út úr stöðu og svo þarf lítið að ræða um Brown og Smalling og Carrick fyrir framan þá.

  Tek undir með mörgum hér að ofan, sérstaklega 107, að Scums virðast á niðurleið og þegar Giggs og Scholes þurfa báðir að spila 90 mínútur þá er ekki gott ástand í herbúðum þeirra. Þegar þeir og Ferguson hætta, sem verður mjög fljótlega, þá mun þeirra leið liggja niður á við. Okkar félag er á uppleið núna og það sem þarf að gerast sem fyrst er að láta Dalglish hafa tveggja ára samning til uppbyggingar. Þau nöfn sem eru linkuð við liðið núna á kjaftamiðlunum eru nokkuð spennandi og framtíðin er björt, bjartari en síðustu tvö ár amk.

 81. Það er líka góð ástæða að Graham Poll er nefndur “former colleague”. Eftirminnanlega ömurlegur dómari. Ófáir leikirnir sem hann var í aðalhlutverki, man í fljótu bragði þegar hann eyðilagði leik Arsenal-Liverpool með því að reka prúðmennið Gary Mcallistair. http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/896099.stm

  Ég get játa að það að Carra átti að fá rautt spjald eins og Rafael fyrir brot sín. Að halda því fram að Maxi hefði átt að fara útaf fyrir brot sitt er náttúrulega algjört bull, það væri réttlætanlegra að halda því fram að hann hefði átt að fara útaf fyrir frammistöðu sína. Suarez til vorkunar þá var hann einfaldlega að koma í veg fyrir að hinn tvíhyrndi Salómon svarti myndi stanga einhvern í óðagoti. Svo virðist sem Suarez hafi náð góðu taki á einu horninu ekki gripið í ullina á Salómon þar sem sá síðarnefndi kvartaði ekki undan sársauka.

 82. Ég fatta ekki þennan Poll. Þegar umræðan er hvað mest um virðingu fyrir dómurum kemur einn slíkur með gagnrýni.
  Telur svo einungis upp 3 poolara sem áttu að fá rautt (wtf) En ekki Rafael (sem má þetta víst alltaf á móti L´pool) Því Rafael kom uppúr tæklingu sem hefði átt að vera búið að flauta á fyrir og þar af leiðandi aldrei átt að hafa skeð… en telur samt upp Suarez sem kom uppúr tæklingu sem hefði aldrei skeð heldur… Það vantar allt samhengi í manninn, en ég læt hann ekki skyggja á það að Liverpool var mikið betri

 83. Verð líka að minnast á að Graham Poll gaf sama leikmanninum 3 gul spjöld á HM2006. Tökum mark á þessum manni! 🙂

 84. Ég tek nú bara álíka mikið mark á skoðunum Graham fokkings Poll og öllu öðru sem ég les í Daily Mail!

 85. Ég vona bara að Sir Alex sekti Poll fyrir að brjóta fjölmiðlabindindi þeirra United manna.

 86. Nokkuð góð comment af síðu Guardian:

  “And maybe Nani’s head was still a little blurred by his accidental contribution to Liverpool’s second goal. But crying? Bryan Robson never cried. Roy Keane never cried. Heck, we never even saw tears from Cristiano Ronaldo, the man who wrote the book on football prima donnas.”

  “80 min: 10 minutes to go, and the game has plunged into a lull. “I must admit to being very impressed by the dribble from Suarez for that first goal,” begins Brendan Large, “but even more impressively when he was standing in the wall to face the Rooney free-kick he had his arms together BEHIND HIS BACK. Now that’s a real man.”

  Þetta er líka skemmtileg lesning: http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/mar/06/liverpool-manchester-united

  YNWA

 87. Tvilikur fridur a Feisbukkinu eftir thennan leik, yndislegt… Yndislegur sigur!

 88. En auðvitað vantað sterka leikmenn í United, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Howard Webb, og Wayne Rooney. Ef að þeir hefðu verið með og ef að ManU hefði skorað fleiri mörk en Liverpool, þá hefðu þeir unnið þenna leik !!
  Þetta hafa áhangendur United verið duglegir að benda á í dag 🙂

 89. Afhverju þarf alltaf að koma með þessa afsökun að það vantaði leikmenn. Það er ekki okkur að kenna að Ferdinand er alltaf meiddur, Vidic alltaf í banni og Howard webb bannað að dæma liverpool – scum.

  Annars fannst mér wayne rooney bara eins góður og hann gat verið í þessum leik. ekki eins og varnarlínan okkar hafi verið að hrópa húrra allan leikinn, Gríski guðinn og skrtel.

 90. En auðvitað vantað sterka leikmenn í United, Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Howard Webb

  Þetta er auðvitað satt og rétt og þeir söknuðu þessara manna mikið í dag. En við vorum líka án okkar besta miðvarðar, misstum svo eina vinstri bakvörðinn okkar af velli og róteruðum allri vörninni í kjölfarið án þess að það sæji högg á vatni.

 91. Algerlega Babu!

  Við vorum ekki með okkar hafsentapar nr. 1, það er að sjálfsögðu Carra og Agger. Ég viðurkenni alveg að ég svitnaði að sjá snillinginn Kyrgiakos vera settan inná til að berjast með Skrtel, en þeir stóðu sig virkilega vel.

  Við einfaldlega stútuðum miðjunni með frábærum leik Lucasar, Meireles og Gerrard gegn hægum og slökum miðjumönnum United. Þar vorum við að spila á okkar mönnum en Fletcher var geymdur á bekknum hjá þeim af einhverjum ástæðum og það réð mótherji okkar alls ekki við.

  Scholes og Carrick voru ARFASLAKIR og enn einu sinni missti Shrek af leik á Anfield.

  Held að United eigi eftir að ströggla töluvert í framhaldinu. Liðið virðist illa ráða við útileiki og þeir eiga nokkra stóra eftir. Verður gaman að slagnum um toppinn næstu vikur þar sem hvert klúðrið á eftir að reka annað hjá City, United og Arsenal!

 92. Rooney hefur aldrei átt góðan leik gegn Liverpool og hefur skorað aðeins eitt mark gegn okkur í amk 10 leikjum og það úr rebound eftir víti sem hann sjálfur tók. En auðvitað veikir það lið Man. Utd að það vantar Vidic, Ferdinand, Anderson og Valencia. En þetta er hluti af leiknum og skortur á breidd hrjá mörg lið. Það var alveg skelfilegt að sjá “hryggsúluna” í liði Scum-ara í gær, Liverpool var með áætlunarleið upp völlinn hvar svo sem þeir reyndu hægri-, vinstri kannt eða miðjuna. Nú gremst manni 3 töpuð stig á móti t.d. West Ham, útivallaformið verður að fara að batna, það voru nánast sömu leikmenn sem spiluðu þessa leiki.

 93. Það var alveg skelfilegt að sjá “hryggsúluna” í liði Scum-ara í gær

  Verst orðaða setning dagsins?

  Þetta var allt annað en skelfilegt að sjá 🙂

 94. #127 hehehehe ég tek undir það. En mér til varnar þá var ég að hugsa þetta út frá “knattspyrnufræðum”.

 95. Frábær leikur í gær. En verð aðeins að kommenta á þessa grein sem Poll skrifar. Reyndar alveg óþolandi að dómari skuli koma með svona litaða grein en það er ekki nema von að dómari taki upp hanskan fyrir United.

  Merkilegt að Poll talar ekki um þegar Scholes sparkar í magan á Lucas sem var ekkert verra brot en hjá Maxi og það er heldur ekkert minnst á Van der Saar þegar hann sturlast eftir fyrsta markið hleypur að línuverðinum og gefur Kuyt olbogaskot í leiðinni. Það er endalaust hægt að benda á svona atriði en maður gerir þá lágmarks kröfu að dómarar séu hlutlausir en það er kannski ekki hægt að biðja um það þegar United á í hlut.

 96. LUIS SUAREZ

  Midfield
  Liverpool

  Suarez tormented Manchester United all day. Provided Kuyt with two of his goals and looks like the new Kevin Keegan.

  Did you know? Suarez completed more dribbles (7) than any Premier League player this weekend.

  DIRK KUYT

  Midfield
  Liverpool

  Arguably the easiest hat-trick Kuyt will ever score. He was in the right place at the right time – but that’s not luck, it’s a knack. What was really interesting was the way he began to forge a dangerous partnership with forwards Andy Carroll and Luis Suarez. Premier League clubs should take note.

  Did you know? Kuyt became only the third player to score a Premier League hat-trick against Manchester United, emulating Egil Ostenstad and David Bentley.

  GLEN JOHNSON

  Full-back
  Liverpool

  It is not very often you can rely on a full-back to be as comfortable on the left as he is on the right. Against Manchester United on Sunday, the England international did both and was back to his best.

  Did you know? Only one defender, Aston Villa’s Kyle Walker, attempted more dribbles than Johnson (5) this weekend.

  Djöfull er ég sáttur með Suarez og ég held að ég sjái bara ekkert á eftir þessum sem fór á eftir Yossi til chelsea.

 97. Arnar Björns, sem lýsti leiknum var alltaf að tauta um að Reina væri að fara til MU eða að þeir séu á eftir honum, er eitthvað til í þessu og að Reina vilji svona yfirleitt fara þangað?

 98. Topp markmaður verður alltaf orðaður við önnur lið, í kjölfar gömlu níunnar okkar kom einhver pæling um að Reina gæti mögulega farið til Utd sem verða í markvarðar krísu eftir tímabilið.

  Einn af mörgum göllum Ensku pressunar er sá að ef leikmenn koma ekki stanslaust fram og neita þessum endalausu skáldsögum miðlanna þá álíta margir að það sé eitthvað til í sögunum.

  Arnar B. átti ekki stórleik við lýsingu leiksins í gær frekar en oft áður og mætti slappa aðeins af í gagnaöflun/tölfræði/slúðri og einbeita sér að leiknum svona til tilbreytingar.

  Mín skoðun auðvitað ; )

 99. Er það bara ég eða má united bara þakka fyrir að það séu ekki fleiri leikir eftir. Þeir hafa verið að spila langt yfir getu lengst af þessu tímabili og allur vindur úr þeim. Það er bara nokkuð ljóst að þeir eru langt frá því að vera með sterkasta liðið á englandi í dag. En sennilega það þreyttasta:)

 100. Er ekki snilldin hjá Liverpool-klúbbnum að fá þennan Dave Kidd til að vera með stand-up kómedíu á árshátíðinni?

 101. Var í KOP eins og ég sagði í kommenti mínu fyrir leik..
  Stemmningin var ROSALEG og geggjað að fá að upplifa þetta, brosið hefur ekkert farið af mér síðan eftir leik, var algjörlega til að toppa æðislega helgi þar sem ég varð þrítugur á laugardeginum.

 102. Ég sé að torres getur bara hreinlega ekki hætt að skora fyrir nýja liðið sitt

 103. Blackpool áttu mun meira skilið útúr þessum leik! 1-3 er ósangjörn úrslit!!!!! FACK…FT er búinn að missa það, algerlega!

 104. Flottur sigur og góð vika framundan 🙂 Hins vegar skulum við ekki tala með rassgatinu. Þetta var einn frábær leikur. Það sem þarf er fleiri svona leiki. Lpool hefur unnið man utd reglulega síðustu ár en það man enginn eftir því. Ástæðan fyrir því er að united endar alltaf á því að vinna e-ð en lpool er ekkert að gera nema eiga einn og einn góðan leik gegn toppliðunum. Ég vil frekar tapa fyrir united og vinna titil heldur en að vinna united og vinna ekkert. Það er heildin sem skiptir máli.

 105. Tala með rassgatinu? Hver er að því?

  Hér er ekki nokkur að halda því fram að Liverpool sé eitthvað meira eða betra er staðan á töflunni segir, en þegar við vinnum……..nei rúllum yfir erkifjéndurna þá er alveg í lagi að gleyma sér í gleði í nokkra daga ; )

  Hitt er svo annað mál að við verðum að byggja á þessum úrslitum og vinna þá leiki sem framundan eru, bæði í deild eða Evrópu.

  Og ég hef fulla trú að að það muni gerast 🙂

 106. Hvernig getur fótboltamanni farið svona mikið aftur á 2 árum einsog F T … hraðinn sem hann hafði til að taka menn á er farinn og eina sem situr eftir er þessi staðsetning hans til að þefa upp marktækifæri sem virðist einnig horfin .. eru þetta meiðslin ? eða sjálfstraustið farið ? hvernig getur verið að besti stræker í heimi fyrir 1-2 ári síðan er þessi leikmaður sem var inná bloomfield road áðan …

 107. Það er alveg til að toppa allt saman hversu mikið manu-liðar geta vælt eftir helgina. En þrátt fyrir allar afsakanir og tilraunir til að beita smjörklípuaðferðinni þá er bottom line-ið að við vorum miklu miklu betri en scum-ararnir og hefðum unnið þá með 7 í byrjunarliðinu. Vonandi halda þeir áfram að væla út mánuðinn svo að þessi leikur haldist ferskur í huga þeirra.

  Lifi Kóngurinn

 108. @ hoddij

  Ég held að Torres hafi ekki orðið lélegri, heldur að varnamenn í ensku hafi bara lært á hann, hann er ekki jafn fjölhæfur og Suarez og reynir oft, eða nánast alltaf það sama.

 109. bara pæling.. er ekki lengur svekktur yfir því að hafa misst hann, fengum mann í staðin sem virðist láta aðra leikmenn liðsins líta betur út og spilar þá uppi, annað en spænska prímadonnan, liðsheildin varð sterkari fyrir vikið 🙂

 110. Vitið þið afhverju Blackpool stuðningsmenns sungu “glory glory Man Utd” þegar þeir lentu 3-0 undir?

 111. vá hvað liverpool átt þetta ekki skilið og þessi tækling frá carragher var eitthvað sem á ekki að sjást í leik piff

 112. Blaa Við áttum þetta sannarlega skillið og við eigum inni smá meðbyr dómara sem manpú er búinn að hafa í mörg ár!

 113. Vá hvað Blackpool átti að fá meira út úr þessum leik í gærkvöldi. Áttu fjöldan allan af marktækifærum og svo má nú alveg deila um vítið sem Chelsea fékk.

 114. Af mbl.is.

  “Jamie Carragher braut illa á Nani í leiknum með þeim afleiðingum að Portúgalinn skarst illa á fæti og reiknað er með fjögurra vikna fjarveru af þeim sökum.

  Enskir fjölmiðlar segja að Nani sé æfur yfir því að enginn frá Manchester United skuli hafa sagt neitt um brot Carraghers. Þá er sagt að Carragher hafi beðið fyrir utan búningsklefa United til að biðja Portúgalann afsökunar eftir leikinn. Nani hafi hinsvegar harðneitað því að hann kæmi inní klefann og síðan hoppað framhjá honum á hækjunum og ekki virt Carragher viðlits.”

  Ef þetta er rétt þá er Nani meiri aumingi en ég hélt.

 115. Það er áhugavert að fylgjast með spennunni sem er að myndast innan herbúða Scum. Hið sjálfskipaða fjölmiðlabann sörsins er algjörlega misheppnað. Breska pressan gerir góðlátlegt grín af öllum saman og almenningi er skemmt yfir að mesti kjatfaskur enska boltans hefur misst málið og harðbannar öðrum að ræða við fjölmiðla.

  Nani mun t.d. vera á barmi örvæntingar af löngun til að tjá sig um horrortæklinguna frá Carra en fær það ekki.

  Einu Scummararnir sem ræða við fjölmiðla eru menn eins og Cantona og nú í morgun Sheringham sem bendir á veikleikana og vandamálin sem blasa við Scum.

  Það má alveg kalla Fergie besta stjóra allra tíma mín vegna og það er í sjálfu sér mikið afrek að vera á toppnum með þetta lið sem er að mestu skipað ýmist frábærum en allt of gömlum leikmönnum eða meðalmennum. Spurning hvort gamli sé að fara á taugum? Það er eins og allt sé að hrynja í kringum Ferguson og ég man satt best að segja ekki eftir karlinum svona rislágum. Ekki að ég þori að spá neinum hrakförum þetta tímabilið enda er sá gamli búinn að vera lengi í bransanum. Hins vegar er langt síðan ég sá Scum setjast svona á rassgatið og gefast upp.

  Það gleðilegasta er þó auðvitað ekki vandræði Scum heldur sú bjartsýni sem nú hefur haldið innreið sína á Anfield. Raunar er heimspressan hvarvetna að fjalla um þá umbreytingu sem er að verða á LFC. Þessi umfjöllun er mikilvæg því núna er verið að kortleggja uppbyggingu liðsins og hvaða liðsstyrkur er nauðsynlegur í sumar. Allt sem gefur ungum og spennandi leikmönnum tilefni til að vilja að framtíð þeirra sé á Anfield er jákvætt.

 116. Nr. 162

  Hins vegar er langt síðan ég sá Scum setjast svona á rassgatið og gefast upp

  Við skulum nú kannski ekki alveg gleyma okkur í gleðinni, ekki meðan þeir eru ennþá á toppnum og í fínum málum í CL með ekkert sérstakt lið. Það er ekkert kappsmál hjá mér að taka upp hanskann fyrir United en það má ekki alveg gleyma sér þó þeir hafi tapað fyrir Chelsea og Liverpool á einni viku. Flest lið missa stig gegn þessum liðum.

  Þeir hafa verið mjög ósannfærandi allt þetta tímabil og samt verið á toppnum og þurfa ekki svo mikið til að gera liðið mjög öflugt á ný. Þannig að ég fagna öllum skakkaföllum hjá þeim, en hóflega þó því ég er nokkuð viss um að þeir landi 19.titli sínum nú í vor. Því miður.

 117. ÞEIR VORU EINFALDLEGA NIÐURLÆGÐIR!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!

 118. Sammála Babu – lofum mey að morgni en ég man ekki eftir jafn illa mönnuðu Scum liði í 10 ár. Að spila í þremur keppnum með jafn gamalt lið er fáránlegt afrek í sjálfu sér.

  Það sem vekur samt mesta athygli er hvað sörinn er mikið á nojunni. Það er eins og að hann viti að loksins eru skuldadagarnir runnir upp.

  Ég afskrifa ekki Scum en ár renna ekki upp í móti að eilífu.

 119. Ferguson hefur staðið sig gríðar vel, það þarf ekkert að ræða það.
  Það kæmi mér ekkert á óvart að ef hann tekur titilinn í vor og landar 19 meistaratitli United hætti hann bara. FLott að hætta sem meistari og það er ekkert víst að hann nái þeim titli aftur næstu árin. Það er líka komið að ákveðinni endurnýjun hjá liðunu og því ekki að hætta með Giggs, Scholes, VDS ofl ásamt titli og skilja eftir sig sigursælasta lið englands.

 120. Held að við getum bara verið bjartsýnir á framtíð manure, með 3 lykilmenn sem eru að nálgast gröfina og engar augljósar lausnir, plús það að eigandi þeirra hefur ekki beint verið að leggja þann pening sem þarf til að kaupa heimsklassa leikmenn síðan þeir fengu berbatov ( sem mér persónulega finnst ekki heimsklassa leikmaður ) carrick er augljóslega engin sub fyrir scholes og síðan eru þeir með talsvert magn af sorpi , bebe, obertan, brown, o´shea, gibson, evans sem virkar ekki nægilega sterkur .. en auðvitað eigum við ekki að spá í þeirra framtíð heldur okkar, en það skemmir lítið fyrir að sjá að ef glazier eyðir ekki stórum summum þá virðist hópur þeirra vera orðinn anskoti þunnur

 121. Ívar Örn og þið hinir…

  þið spiluðuð á móti hálfgerðu varaliði MU. Fletcher veikur, Valencia meiddur, Park Ji Sung meiddur, Vidic í banni, Ferdinand meiddur… eflaust gleymi ég eh. Bottom line.. frábær sigur hjá ykkur.. njótið vel…. gaman væri að sjá poolara vinna Utd með 5 lykilmenn úr liðinu og Utd með sitt sterkasta lið á sínum heimavelli… gerið það og montið ykkur svo.

  Fyrir ykkur sem lesið þetta þá er ég greinilega MU aðdáandi en ég hef alltaf borið virðingu fyrir Liverpool sökum hefðar klúbbsins sem og þeirrar staðreyndar að nær helmingur vina minna eru poolarar. Ég, sem og vinir mínir, höfum ekki lagt í að drulla yfir ykkar lið, sérstaklega á þessu tímabili þegar þið drulluðuð upp á bak, svo vægt sé til orða tekið. Þvert á móti þá vonuðumst við til að þið kæmuð sem fyrst sterkir tilbaka.. sem og þið virðist hafa gert með stæl. Til hamingju með það og þá heldur þessi skemmtilegi rígur áfram.
  Hins vegar stingur mig eitt… nokkrir poolarar hafa farið hamförum á okkar síðu og ja… við skulum bara segja að það er ekki til fyrirmyndar hvernig þið takið sigrinum ykkar. Við erum jú, í sárum eftir leikinn, eflaust yrðuð þið það einnig hefðuð þið fengið aðra eins útreið af okkar hálfu. En að verja brot Carragher með því að segja að þetta sé í lagi af því að hann baðst afsökunar…!!! Bara sorrý, maðurinn er lykilmaður í liði okkar og hann er frá í mánuð eftir mjög grófa tæklingu frá ykkar ágæta varnarmanni. Eh segir mér að þið yrðuð vægast sagt brjálaðir ef Gerrard yrði fyrir þessari tæklingu af Vidic (eða eh álíka MU manni) og einnig á ég erfitt með að trúa því að ykkur þætti það allt í lagi bara þótt hann hefði beðist afsökunar. Ekki misskilja mig.. ég, sem og aðrir MU menn sem ég hef talað við, kunnum að meta tilburði Carragher eftir á… en þetta var stórhættuleg tækling og það þýðir ekkert að verja það neitt sama hvaða tilfinningar menn bera til andstæðingsins.

  Til að enda þetta þá vil ég að lokum óska ykkur poolurum hjartanlega til hamingju með mjög svo verðskuldaðan sigur og segi ég bara njótið vel. Ennfremur vil ég bjóða ykkur hjartanlega velkomna aftur á meðal þeirra liða sem gaman er að horfa á spila fótbolta 🙂

 122. @Raggi. Svo ég svari allavega fyrir mig þá fannst mér þessi tækling hrikaleg og reynslumikill maður eins og Carra á ekki að láta þetta sjást og bjóða upp á rautt spjald. Hann var heppinn en Nani ekki eins heppinn. Svona tæklingar eiga auðvitað ekki að sjást og skiptir þá engu hver á í hlut.

 123. #169
  einmitt,, hef heyrt fleiri United menn kenna miðvörðunum um tapið en þeim finnst ekkert athugavert að við vorum með Skrtel og Kyrgiakos, okkar miðverði númer 3 og 4. Svo þau rök eru fljót að fletjast út.

  Fletcher, Valencia & Park teljast ekki lylilmenn, auk þess sem sá fyrst nefndi kom inná af bekknum.

  Gerrard, Meireles vor mjög tæpir fyrir leikinn (báðir sprautaðir) auk þess vantaði okkar sterkasta varnarmann,, og Carroll er ekki kominn í leikæfingu. Svo Liverpool liðið hefur oft verið í betra standi en fyrir þennan leik.

  Samt fullyrðir #169 að Liverpool hafi spilað með sitt sterkasta lið gegn varaliði United. Verst að ég hef oft heyrt svipaðar afsakanir koma úr þeirra herbúðum.

 124. manure menn klárlega að ruglast á liðinu sem þeir geta telft fram í dag og liðinu fyrir 2-3 árum síðan ef þeir halda því fram að þetta hafi verið varalið sem við spiluðum á móti

 125. Gildir þetta fjölmiðlabann hans Ferguson ekki yfir stuðningsmenn þeirra líka?

  Voðalega óljós lína í þessu!

 126. En reyndar líka magnað að koma inn með grín á Kop.is, en kvarta svo yfir einhverjum misgáfulegum Poolurum sem fara inn á ManYoo síðu (skil reyndar aldrei hvernig Poolarar nenna eða hafa áhuga á að skrifa þar inni). Þetta meikar einhvern veginn alls engan sens.

 127. Svo gleymdi ég að minnast á Martin Kelly sem hefur verið fastamaður í Liverpool liðinu sl. 2-3 mánuði. Hann hefði byrjað þennan leik, hefði hann verið í standi.

 128. Hef ekki séð það rætt áður en sá enginn þegar van der Sar fór með hendina aftan í Kuyt þegar hann hljóp til að mótmæla fyrsta markinu? Á það ekki að vera klárt rautt spjald þar sem hann gerir þetta viljandi?

  Það sem Maxi gerði við Rafael stuttu áður en brassabarnið tók tæklinguna á Lucas sést margsinnis í leikjum

 129. Páló

  Eins og sást í lokin eru Kuyt og Van Der Sar fínir vinir og þó ég hafi ekki horft á þetta aftur finnst mér of hart að heimta rautt spjald fyrir þetta. Keppnisskap og svona, Edwin hefur alltaf verið heiðarlegur og að mínu mati sómasamlegur leikmaður, þrátt fyrir að vera Mancari…

  Og Maxi braut klárlega á Rafael, sama hversu oft það sést í leikjum…

 130. 179: Ég er ekki að segja að Maxi hafi ekki brotið á Rafael en það er allavega ekki þannig að það hafi verðskuldað spjald

 131. Liverpool started much better – their movement was fantastic, their passing was slick. Steven Gerrard played a reserved role in the central midfield zone, just ahead of Lucas, but the four players ahead of those two had the license to move around the pitch, rotating positions and constantly catching United’s defence out.
  http://www.zonalmarking.net/2011/03/06/liverpool-3-1-manchester-united-kuyt-x-3/

  United voru mjög lélegir. Eins og þeir reyndar hafa verið í allan vetur. Hvernig stendur á því?

Liðið komið, Gerrard byrjar, Carroll á bekk!

Opinn þráður