Opinn þráður: YNWA (Uppfært: auglýsingar)

Uppfært (KAR): Það var óvænt að losna auglýsingapláss hér á síðunni. Plássið er á besta stað, hér fyrir ofan valmyndina hægra megin við megintexta síðunnar. Ef þið hafið áhuga á að auglýsa á síðunni getið þið séð allar frekari upplýsingar hér eða sent mér tölvupóst á kristjanatli (hjá) gmail.com.

Upprunalega færslan er hér fyrir neðan.


Það er þriðjudagur og ekki leikur fyrr en eftir fimm daga: skellum í opinn þráð. Þið getið rætt það sem þið viljið hér.

Einn lesenda síðunnar, Valur Helgason, sendi mér fyrir helgina flott PDF-skjal með textanum við You’ll Never Walk Alone í fallegri uppsetningu. Þetta er tilvalið fyrir þá sem vilja prenta þetta út á gæðapappír og ramma inn á vinnustaðinn eða heimilið. Við kunnum Vali bestu þakkir fyrir þetta.

Þið getið nálgast skjalið hér.

73 Comments

 1. Hluti af kommenti sem ég setti í þráðinn um West Ham leikinn á betur heima hér, svo ég set hann hér inn líka.

  Ég er farinn að hallast að því að við munum ekki vinna nokkurn skapaðan hlut á meðan Carra og Gerrard eru fastir menn í byrjunarlið. Þeir eru frábærir leikmenn og hafa verið ómetanlegir fyrir klúbbinn, en til að byggja upp eitthvað veldi þá held ég að mænan þurfi að vera á svipuðum aldri og á að spila saman í nokkur ár. Nú erum við með Kelly, Wilson, Lucas, Suarez og Carroll sem allir eru ungir og ég tel að eigi eftir að vera lykilmenn næstu árin. Meireles er svo aðeins eldri, en á þó enn eftir sín bestu ár. Okkur vantar að bæta við mönnum á þessum aldri og byggja á því. Carra, Gerrard og Kuyt hafa allir verið frábærir fyrir klúbbinn, og ég vil hafa þá áfram. En við verðum að finna aðra í þeirra stöður og þeir verða að fara að fá meiri bekkjarsetu.

 2. Stór og gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld í Enska, Chelsea – Man Utd.

  Man Utd hafa ekki unnið deildarleik í 9 ár á Brúnni og mikið andskoti vona ég að “okkar” maður Torres setj’ann í kvöld.

  Svo mæta auðvitað Utd á Anfield um næstu helgi…………tveir tapleikir í röð hjá Man Utd, hvernig hljómar það 🙂

 3. Einu sinni voru götóttir sokkar að koma frá útlöndum…. en voru svo stoppaðir í tollinum, og komu því heilir heim….. !!

  Nei bara svona af því að það er opinn þráður….

  YNWA
  Carl Berg

 4. Það er gaman að fylgjast með Dortmund í þýska boltanum, búnir að byggja upp frábært ungt lið sem er að gera frábæra hluti.
  Það er nú stutt síðan að þeir voru í tómu rugli en tóku sig á og fóru að byggja þetta lið upp.
  Við gætum lært mikið af þeim með þetta.

 5. Nú vinnur Man Utd í kvöld, og þar sem við töðuðum fyrir West Ham glataðist gullið tækifæri á að saxa á fjórða sætið…. Hversu oft skeður þett, maður verður nett pirraður yfir þessu… Maður vill að Chelsea tapi stigum en maður vill ekki að Man Utd nái stigum… svo þeir eigi ekki möguleika á að vinna deildina… þá eru þeir komnir yfir okkur í unnum titlum… það yrði bara leiðinlegt….
  Hver eru bestu úrslitin í þessum leik….?

 6. Mér finnst Graeme Souness ekkert sérstakega mikill maður,hvað hafði hann 18 ár til að biðjast afsökunar. Svo má ekki gleyma því að Souness skemmdi kúbbinn okkar mikið.

 7. Þar sem ég vill aldrei að þessi lið vinni þá vonandi verður þetta hörmulegt 0-0 jafntefli.

 8. Enn og aftur ýtreka ég: Heill sé ykkur Kopparar fyrir þessa mögnuðu síðu, Fowler sé lof fyrir hana (tekur mig sárt sem Utd aðdáanda að segja ekki Cantona/Giggs/eitthvað þarna, but when in Rome…).

  Þakka fyrir mobile útgáfu af kop.is en þar sem ég var nýverið að skipta yfir í snjall síma myndi ég vilja skoða síðuna í honum í upprunalegu útgáfunni. Væri nokkur séns að bæta einhverstaðar inn möguleika að skipta yfir í hana úr mobile útgáfunni? Ég get allavega ekki séð þann möguleika, þakklátur ef einhver benti mér á leiðir til þess. Því maður verður auðvitað að lesa bestu fótboltasíðuna í dag reglulega, þó hún snúist ekki nema að litlu leiti um liðið manns.

 9. Höski, þegar þú skoðar farsímaútgáfuna á að vera neðst valmöguleiki á að skipta yfir í venjulegu útgáfuna.

  Og þakka þér fyrir að lesa síðuna. 🙂

 10. Bjössik: Souness var gríðarlega mikilvægur hlekkur í gullaldarliði Liverpool (ok, einu af gullaldarliðunum, höfum nú átt fleiri en eina gullöld), hann lifir ansi lengi á því. Í minni bók er hann svona 50/50, sérstaklega eftir þetta viðtal (já, ég er áhrifagjarn aumingi). Og þótt hann hafi klúðrað málum sem framkvæmdastjóri L., þá er nú ansi vafasamt að hengja ófarir síðustu 15-20 á hann einan, það þarf nú meira til.

 11. Ég er sammála Grétari nr.2. Kuyt má fara sem fyrst, hann er með liverpool hjarta og berst eins og ljón en hann er bara ekki búinn að vera að spila nógu vel til að eiga fast sæti í byrjunarliðinu leik eftir leik. Carra er náttúrulega þokkalega kominn á aldur og fer örugglega ekki neitt, hann má detta í þjálfun hjá okkur og gæti orðið svona Hypia týpa í leiðinni, fínt að geta kallað í hann í manneklu. Svo veit ég ekki alveg með Gerrard, hann er ennþá þrusugóður og ætti samkvæmt öllu að eiga amk. tvö góð ár eftir en hann er bara búinn að vera alveg ótrúlega óstabíll undanfarin tvö tímabil. Ég held að það sé aðalega mentality vandmál sem hann er að eiga við og það eru ekki góð meðmæli með fyrirliða.
  En samt, þetta er Gerrard og hann má ýmislegt en hann þarf þokkalega að fara að sýna sitt rétta andlit í síðasta lagi á næsta tímabili.
  Svo er það smá sprengja í lokinn. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að Reina eigi að vera fyrirliði hjá okkur. Gerrard er okkar besti leikmaður en hann gefst allt of auðveldlega upp oft á tíðum og pirrast auðveldlega þegar illa gengur. Ég veit það ekki, mér hefur hann ekkert virst neitt allt of fyrirliðalegur undanfarin tvö tímabil.
  Hvað segja menn um þetta?

 12. Það er rétt hjá Gumma að hnignunin var ekki öll Souness að kenna þó hann hafi gert skelfilega hluti sem framkvæmdastjóri. Liðið sem Roy Evans nótaði á eftir Souness gat spilað frábæran fótbolta og unnið hvaða lið sem var ef þeir Fowler, McManaman, Redknapp og James voru í stuði. Það lið var hins vegar allt of sveiflukennt og hefði þurft að byggja markvissar upp og agaðra. Það var því miður ekki gert og þó ég hafi verið ánægður með margt hjá Evans sem framkvæmdastjóra þá vantaði alltaf herslumuninn til að ná alla leið. Ef ég man rétt var liðið efst í deildinni um áramótin 1995-1996 en svo fór allt niður á við eftir það.

 13. Af hverju er Joe Cole svona lélegur? Ég bara skil þetta ekki. Var hann bara fenginn til liðsins svo hann gæti ekki skorað á móti því?

 14. Ég smellti þessu á þráðinn hér að neðan þegar hann var að deyja út og ætla að leyfa mér að kópípeista þessu hér inn þar sem þetta er opinn þráður í von um góð svör.

  En ég sá hér í þræði á undan að menn voru að tala um SKY stöðvarnar.
  Ég er alvarlega að spá í að kaupa mér pakkann, móttakara og disk og smella mér á áskrift hjá SKY.

  Ég er hins vegar með smá spurningu, því ég er einsog svo margir hérna, háður Liverpool FC og þarf að sjá alla leikina í beinni.

  Ég veit nefnilega að leikirnir á laugardögum kl. 15.00 er ekki sýndir á SKYSports, útaf einhverri skrýtinni reglu í Bretlandi. En eru það einu leikirnir sem eru ekki sýndir á SKY (eða annarri stöð sem kemur í pakkanum)?
  Ég gæti nú alveg lifað það af að streyma einn og einn leik hjá Liverpool sem er kl. 15.00 á laugardegi, eða farið á pöbb. En eru þeir það margir?

  Semsagt:

  1) Er maður að missa af mörgum leikjum hjá Liverpool? (og stóru leikjunum einsog chelski vs. Manchester United).

  2) Er þörf á að kaupa ESPN aukalega?

  Væri virkilega hjálplegt að fá svar frá fellow Púllara hérna á síðunni sem er með eða hefur verið með SKY pakkann.
  Er þetta ekki annars málið?

  Með fyrirfram þökk.
  Jói

 15. http://www.liverpoolfc.tv/match/fixtures – ég hef ekki hugmynd um þetta SKY dæmi eða neitt en samt sem áður er leikjaplanið hérna, 4 leikir kl 15:00 sem eru eftir, WBA, Birmingham, Fulham og Tottenham. Þannig að það er bara einn stór leikur sem er eftir á þessum tíma, og er ekki hægt að splæsa í Pöbbinn þá 😉

  En svona í forvitni minni, hvað finnst mönnum um þetta Bojan Krkic mál, að fá hann á láni næsta tímabili? Haldiði að hann standi undir nafni eða mun hann ekki gagnast okkur þannig séð??
  Hef ekki enn myndað mér skoðun á þessu, svo það væri gaman að heyra vangaveltur ykkar Koppara.

  YNWA – King Kenny!

 16. HeyJoe ég var einmitt að smella mér á Sky pakkann.

  Ég er svo bráðlátur að ég hugsaði einfaldlega ekkert út í þetta, en mundi þetta svo einmitt þegar ég sá þig nefna þetta í póstinum hér á undan. Ég tek því undir með þér.. ef einhver er með Sky pakkann og veit lausn á þessu vandamáli má hann endilega deila því.

  Og annað, ESPN sýna þeir alla leiki ?

 17. Ég er ekki með þennan pakka en. Stórir leikir eru mjög sjaldan klukkan 15:00 þar sem þeir eru nær undantekningarlaust sjónvarpsleikir og því færðir til svo hægt sé að sýna þá

 18. Liverpool are lining up a move to sign Barcelona youngster Bojan Krkic on a season long loan next term with a view to making the move permanent on the completion of the initial temporary deal.

  The Nou Camp side do not want to sell the talented young attacker but are also aware that the Spanish international is growing increasingly frustrated by his lack of first team football.

  Liverpool’s Director of Football Damien Comolli is a big fan of the 20 year old starlet who has become something of a cult hero at the Catalan giants and believes he can convince Pep Guardiola to allow the loan move to become a reality.

  Bojan is now in his fourth season in the Barca first team set up and is arguably no nearer securing a regular first team spot with the likes of David Villa and the up and coming wide man Pedro forcing themselves ahead of him in the pecking order. The recent arrival of Dutch international Ibrahim Afellay has further restricted his playing time and things look likely to come to a head in the summer.

  Though Bojan is tied down to a long term contract it is thought that loaning the pint sized striker, who also plays effectively out wide, is an idea that Barcelona are willing to entertain as it would in many ways kills two birds with one stone. More playing time will help appease a player who clearly wants to make it at the La Liga champions whilst also helping to hone his skills with competitive football.

  http://www.empireofanfield.co.uk/?p=138

 19. Hey Joe, ég veit ekki betur en að ég hafi svarað þér í hinum póstinum.

 20. Souness er gentelman og ég fyrirgef honum svo sannarlega hér með fyrir að segja okkur frá því hvernig þetta mál við dagblað sem við nefnum ekki kom til og hann verður ekki sakaður um hvernig komið var fyrir klúbbnum þegar Daglish tók við aftur. Hann er Liverpool suporter og einn af Liverpool familíunni og svo er hann vinur Daglish og það er alveg nóg fyrir mig til að fyrirgefa honum og ég er viss um að ef hann lætur sjá sig á Anfield þá mun hann fá góðar mótökur eftir þetta viðtal.

 21. Robbie Savage leikmaður Derby:
  ,,Glænýjar fréttir….McCarthy fær þriggja leikja bann fyrir að skalla olnbogann á Rooney!!!! Lol”

  Stal þessu af Twitter fréttum á Fótbolta.net

 22. Ég er með Sky og það eru fáir leikir með Liverpool sem ég sé (ekkert vísindalegt á bakvið það, mér finnst bara einsog Sky sýni ekki það marga leiki). Sky sýna auðvitað ekki 3pm leikina á laugardögum, og á öðrum dögum er allskostar óvíst hvort LFC séu sýndir (annaðhvort ESPN eða þá að aðrir leikir eru teknir framyfir).

  En það er nóg af golfi á Sky, ég kvarta ekki yfir því 🙂

 23. Golf í sjónvarpi? Er það ekki bara eins og að horfa á málningu þorna?

 24. Ég er eiginlega kominn á það að smella mér á SKY-pakkann. Eiginlega komið svo langt að ég get ekki bakkað 🙂

  Það sem ég var að spá, er það hvort að nauðsyn sé að fá sér ESPN pakkann.
  Ég veit eiginlega ekki alveg hvaða goodshitstuff er á þeirri stöð fyrir utan enska boltann 🙂

 25. Varðandi SKY pakkann þá er það rétt að það er í raun fáránelga fáir leikir í EPL sem eru sýndir. Er með þennan pakka. Sunnurdagarnir eru þó undantekning en þá eru allir leikir sýndir þ.e. kl 1, 3 og 5 (ef þið fattið mig). Svo er auðvitað FA cup, CL og allt hitt ruslið sem er sýnt.

  Skilst að ESPN og Santana Sports sé með miklu fleiri leiki en er ekki 100% á þessu.

 26. Maðurinn sem ætti réttilega að vera í banni búinn að skora gegn Chelsea…

 27. Hvursu fyndið er að varnarmaðurinn Luis er á undan sóknarmanninum Torres að skora fyrir Chelsea!!! Er að fílatha….

 28. Hversu margar mínútur er Torres búinn að spila fyrir þetta ógeðislið og hversu mörg mörk er hann búinn að skora? ;o)

  Vidic í banni um helgina á móti okkur. Spurning hvort hann sé ekki bara feginn :o)

 29. Tvær gjafir frá Chelsea til okkar:
  +50 millur fyrir útbrunninn þunglyndissjúkling.
  Vidic í bann með rautt.

 30. Vidic í banni gegn Liverpool… Nema banninu verði hnekkt á einhvern “ótrúlegan” hátt.

 31. Ég hef búið hérna í Dublin í 6 ár og hef flakkað fram og til baka með þessa sjónvarpspakka en sl. 1 1/2 ár hef ég borgað fyrir SkySports og svo horft á Setanta Ireland (sem er frí stöð). Það er svo af og til leikur á annað hvort Setanta Sports 1 eða ESPN (sem báðar þarf að borga aukalega fyrir). Ég endaði á að hætta með báða þessa pakka þar sem mér fannst það alls ekki svara kostnaði fyrir þessa auka Liverpool leiki. Setanta eru oftast með laugardags leikina okkar en ég held að amk helmingur þeirra hafi verið á fríu stöðinni og svo þar fyrir utan að þá eru þessar stöðvar ekki með mikið af öðru sjónvarpsefni sem maður nennir að horfa á (ESPN að vísu með nokkra ítalska leiki en hver nennir að horfa á það?).

 32. Verður fróðlegt að sjá hvort man utd verði ekki brjálæðir núna og heimti bann á Luiz þegar shrek átti náttúrulega að vera uppí stúku

 33. Vidic í banni um helgina og svo er bara að vona að FA verði búnir að skoða Shrek atvikið betur og hann verði ekki með heldur!
  Svona smá hint til Torres, það þýðir ekkert að vera með flott hár og þykjast vera fitt ef þú getur svo ekkert! Djöfull er ég ánægður með hvað hann er búinn að vera að gera uppá bak!

 34. ég er búinn að vera með allan sky pakkann og espn í einhver ár og horfi alltaf á livepool leikina. þar til fyrir síðustu leiktíð, þá heyrði það til undantekningar ef maður þurfti að fara á pöbbinn til að sjá leiki en það hefur aðeins aukist síðan þá. þó ekki meira en 1-2x í mánuði.
  það er svo vel þess virði í stað þess að þurfa að hlusta á þessa sauði hjá 365 og hvað sport pakkinn kostar. Í sky pakkanam ertu þó með talsvert mikið meira úrval heldur en 365 hefur upp á að bjóða

 35. Sfinnur #41:
  Eigum við ekki bara að gleðjast yfir 50 milljónunum sem Torres skilaði okkur og hugsa til ánægjustundanna sem hann veitti okkur undanfarin ár?

 36. goa – Auðvitað fögnum við 50 millunum en hann er samt sem áður ekki vel liðinn, allavega ekki á mínu heimili.
  Ég vona að Carroll verði á bekknum um helgina, komi inná og sýni Liverpoolborg og öðrum hvernig á að skora með skalla eftir fast leikatriði, það er enginn sem hefur sýnt það í Bítlaborginni eftir að Sami nokkur Hyypia hvarf á braut!

  YNWA – King Kenny!

 37. Hvernig er það þegar við töpum, sem ég hélt að það væri það vesta sem gæti komið fyrir mann þá þurfa önnur lið ALLTAF að gera tapið enn sárara. Þó sénsinn sé úti þá líta 14 stig mun betur út heldur en 20 stig á töflunni (Þá er ég að tala um bilið) (Og þá er ég líka að búast við sigri næstu helgi) fussumsvei

 38. Hey Joe:

  Ég hef verið að skoða möguleikann á að fá sér gervihnattamóttakara þar sem manni er farið að verkja í bossann yfir því að borga Jóni Ásgeiri 10.000 kall á mánuði.
  Sky sýnir hádegisleikina og Espn 17:30 leikina á laugardögum.
  Sky sýnir sunnudagsleikina en ég veit ekki hvort hægt sé að flakka á milli leikja ef fleiri leikir eru í gangi á sama tíma.
  En það er hægt að ná öllum premier leikjunum á svipaðan hátt og hjá 365 á gervihnettinum Thor og líka Hotbird að ég held.
  Europa league leikirnir eru yfirleitt í opinni dagskrá á gervihnettinum astra en þar er Sky með sínar stöðvar. bestcardshare.com selur svo áskriftir í dreambox móttakara á góðu verði.

 39. keli #42 þar sem þú ert með allan sky pakkan og espn. væriru til í að gefa upp kostnaðinn við þetta semsagt disk, uppsetningu, afruglara, áskrift, og hvar þú kaupir þetta?? Ég hef neflinlega lengi verið að tala um og spá í að fá mer þennan pakka en hef ekki alminnilega vitað hvar og hvernig. Eða ef fleiri vita meira en ég þá væri nánari upplýsingar vel þegnar 🙂

 40. Ég hef heyrt bæði góða hluti og slæma um treyjur.com afruglarana/móttakarana.
  Góðu hlutina hef ég heyrt frá þeim, og vondu hlutina frá aðilum sem selja authentic móttakara (en treyjur.com selja ‘fake/replica’ móttakara). Kannski skiljanlegt að maður heyri mismunandi hliðar frá þessum aðilum.

  En ég er að fara að versla disk, móttakara (SKY HD, 300 GB harður diskur), SKY áskriftarkort og uppsetningu frá Eico. Mér lýst mjög vel á það. Verður vonandi komið upp fyrir helgi. Þessi pakki mun kosta mig ca. 135-145.000 krónur, þ.e. startpakkinn sem ég á síðan. Svo þarf að versla sér áskriftina frá SKY sem mun kosta ca 11.000 krónur á mánuði, en þá er ég að reikna með stóra pakkann með skrilljón stöðvum, og hrikalegan pakka af stöðvum í HD (úrval af þáttastöðvum, kvikmyndastöðvum og hvað og hvað!).

  Get látið ykkur vita þegar þetta er komið upp og hvernig þetta fúnkerar. Vonandi verður þetta komið um helgina.

 41. 36 Þriðja gjöfin er sennilega ekkert meistarardeildar sæti fyrir Liverpool annað árið í röð en ef þið vandið ykkur þá komist þið kannski í eufa keppnina…

 42. Nei heyrðu …. Mourinho kallinn mættur á svæðið aftur – hvar hefur hann verið síðan í byrjun febrúar ?

  Sé að menn hafa misst sig í að fagna langþráðum sigri – kl 4:02 á þriðjudegi, lol. Ég skil hrokan í Utd mönnum upp að vissu marki þeir hafa amk unnið eitthvað á eigin verðleikum, en Chelsea mönnum – þið eruð plastfána klúbbur með stuðningsmenn sem Wigan með sína 8 þúsund manns á leikjum myndi skammast sín fyrir. Hafið aldrei verið neitt þar til olíupeningar komu ykkur í tímabundna velgengni, unnið svo sannarlega fyrir henni. Getið ekki einu sinni stolið bannerum rétt.

  Vertu úti

 43. Ég mæli með því að Mr. Martin Atkinson verði hér eftir látinn dæma alla leiki sem Scums spilar. Ekki endilega vegna þess að hann sé besti dómarinn, hvernig sem það er nú mælt, heldur virðist hann enn vera ómengaður af Rauðnef.

 44. strákar fáið ykkur bara chanalplus eg er með það góðar rásir eg sé enska ítalska franska og spænska boltan þar hey og rugby nba

 45. Utd menn brjálaðir hér í vinnunni hjá mér. Þeir geta skotið endalaust en þegar kemur að því að skjóta á þá þá fara þeir í fýlu! Haha þetta er æðislegt!

 46. Þegar menn fá 2 gul í leik og þar af leiðandi rautt. Þýðir það nokkur strax bann í næsta leik? Svona til að fá þetta Vidic mál á hreint.

 47. Jú Elmar, fer strax sjálfkrafa í bann. Og spilar þaraf leiðandi ekki gegn okkur.. Smalling og Wes Brown verða í vörnini

 48. Varðandi þetta SKY mál, þá mæli ég með því að menn fái sér bara Blue HustlerTv og fari svo bara á pöbbinn til að horfa á boltann.

 49. Yndislegt að lesa vælið í Rauðnef, eins og illa spilltur smákrakki sem kvartar yfir því að fá ekki allt uppí hendurnar : )

  Good times.

 50. Djöfull vona ég að Dalglish stilli upp taktík með það að markmiði að herja á Wes Brown og John O´Shea ( reyndar erfiðara með O´Shea þarsem við eigum ekki alvöru kantmenn ) láta Suarez hlaupa einsog keníubúa í kringum Brown , að þessir 2 menn séu í manure treyju er mér óskiljanlegt .

 51. Já það er nú ekkert voðalega leiðinlegt að fylgjast með Ferguson væla og væla.
  Verst að þetta virkar bara hjá honum og því munu dómar falla með þeim á næstunni. Það er auðvitað staðreynd að flestir dómarar í deildinni vilja ekki fá Alex upp á móti sér.

  Er eitthvað til í því að Carroll verði með um helgina, það væri auðvitað bara snilld annars er Kuyt vanur að setja eitt í svona leikjum.

 52. Er þetta ekki bara sama kjaftæðið og alltaf í rauðnef fyrir leikinn í gær var talað um að Rio yrði mjög líklega með um helgina en alltí einu er allt breytt, væri ekki hissa á að á sunnudaginn kæmi “shock return” og yrði það alls ekki í fyrsta skiptið.

 53. HeyJoe, Sky eru með samning um að sýna aldrei deildarleiki sem hefjast kl 14/15 á laugardögum, það er bannað til að reyna að auka flæðið á leikina sjálfa. Á Sky-boxinu ertu hinsvegar með meistaradeildina(sky eða ITV, þeir fá 1 dag í hverri umferð) og FA cup með mjög góðu og faglegu coverage-i. Svo er alltaf gott að hafa Match of the Day á rólegum laugardagskvöldum og sunnudögum..

  Þannig þetta er mjög gott en þarft að vera viðbúinn að fara á pub/streama alltaf þegar það er deildarleikur kl 3 á laugardegi

 54. Eyþór Guðj. á ég að vera farinn að sofa þá eða hvað ertu að fara með þessu? Reiðin síðan Livpool tapaði fyrir Westham virðist sitja en í þér. Og ef Chelsea voru ekki neitt þá eruð þið ekki neitt ákkurat um það bil núna njóttu þess 😉

 55. Mourinho er ekki alveg skarpasti hnífurinn í skúfunni.

  Á ég í alvöru að fara að rífast við þig hérna hvort liðið sé “betra” og hvort pabbi minn sé sterkari en pabbi þinn ? Í augnablikinu eru okkar lið bæði að gera uppá bak – ég sé ekki alveg af hverju það er uppi á þér typpið, þið eruð 12 stigum á eftir UTD, dottnir úr báðum bikarkeppnum og töpuðuð sannfærandi tvöfalt fyrir Liverpool á leiktíðinni.

  Og það er ekkert “ef Chelsea voru ekki neitt” – þið voruð ekki neitt PUNKTUR, það er ekki vott af sögu eða hefði í ykkar plastfána klúbbi. Þannig að þú skalt njóta olíudaganna hjá ykkar klúbbi, já eða þar til þú skiptir eftir að þeirra tími er liðinn. Er ekki annars til Chelsea forum eða er fan-beisið hér á Íslandi jafn ömurlegt og það er í UK ?

 56. Slaka Eyþór, slaka. 🙂

  Við vitum að aðdáendur annarra liða lesa þessa síðu og eigum að fagna því, ekki hrekja þá í burtu fyrir að styðja annað lið. Gefðu manninum séns. 🙂

  Hvað “Mourinho” varðar þá vil ég bara segja að það er ekkert sérstaklega góð hugmynd að koma hér inn til þess eins að rífa kjaft og/eða gera lítið úr Liverpool. Það er bara ávísun á vandræði. Reynum að ræða fótbolta í staðinn fyrir þennan leiðinda meting alltaf hreint. Liverpool og Chelsea eru í svipað miklu rugli “akkúrat núna” en ég býst við báðum liðum talsvert sterkari á næsta tímabili. Óþarfi að láta eins og þínir menn séu einhverjum ljósárum á undan Liverpool af því að þeir unnu loksins leik á þriðjudaginn.

 57. Það er alltaf gaman af smá meting og við Liverpool menn getum yfirleitt endað ofan á enda með söguna og titlana til að bakka það upp. En Mourinho vinur okkar er ansi viss um að Chelsea verði í meistaradeildinni. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef meiri trú á Tottenham í því að taka þetta 4 sæti fram yfir Chelski. Reyndu nú að vera málefnalegur vinur en ekki vera Rasshaus !

  Frábær grein svo á dv.is Paul Robinson sem staðgengill Reina haha. Ætla rétt að vona að ef svo skildi fara að Reina yfirgefi Liverpool að það verði keyptur betri markvörður en Robinson til að koma í hans stað !

 58. Anda inn …. anda út … anda inn … anda út – ætli West Ham leikurinn sitji ekki í mér eins og Nostradamus bendir á 😉

  En að öllu gríni slepptu – er möguleiki á að ná blaðamannafundinum ehstaðar, fyrir þá sem eru ekki með E-season ?

 59. Jæja fyrst við erum komnir á þetta plan skal ég svo sem alveg viðurkenna að ég á það nú til að reyna að fara viljandi extra mikið í taugarnar á mönnum hérna (maður þarf nú að standa undir nafni sko;) ).

  Þetta er reyndar barnaleg hegðun enda óþolandi að hlustá ruglið í aðdáendum annarra liða þegar illa gengur, tala nú ekki um þegar þeir eru með leiðindi á síðunni manns. En það er nú bara þannig að maður getur bara tekið ákv magn af drullu yfir lið manns þegjandi sama á hvaða stuðningsmanna síðu það er.

  En ég þekkjandi síðustu mánuði alltof vel hve óþolandi er þegar liðið manns sem er lang best að manns mati klúðrar hverjum leiknum fætur öðrum, sé að mér biðst afsökunar og mun hér eftir reyna að tjá mig málefnalega á þessari ágætu síðu.

  Eina sem ég bið um er að þið jarðið Scum Utd um helgina takk

  Ps. Ég les held ég allar síður liðanna í deildinni og þið megið eiga það að þessi líflegust og fjölmennust. Það er vel haldið utan um síðuna af stjórnendum og maður magnað að fylgjast með t.d. réttarhalda farsanum hérna live á sínum tíma

West Ham 3 Liverpool 1

Auglýsingar: JJ Fjármál og Humarsalan