Auglýsingar: JJ Fjármál og Humarsalan

Þið afsakið vonandi truflunina á fótboltaspjallinu en ég vildi tilkynna áhugasömum að við erum búnir að selja í auglýsingaplássin okkar til lengri tíma. Það eru annars vegar JJ Fjármál sem verða með okkur út næsta tímabil frá og með deginum í dag, og hins vegar Humarsalan sem hafa verið með okkur frá áramótum og verða hjá okkur út árið.

Þannig að ef ykkur vantar aðstoð við skattaskýrsluna getið þið fengið faglega aðstoð hjá grjóthörðum Púllurum hjá JJ Fjármálum og fagnað svo skattaskilunum með stórhumri frá Hornafirði frá Humarsölunni!

Við þökkum þeim og öðrum áhugasömum fyrir frábær viðbrögð í dag og eiginlega bara síðan við byrjuðum auglýsingasöluna. 🙂

13 Comments

  1. Það er okkur sönn ánægja hjá JJ Fjármál að styrkja þessa frábæru bloggsíðu og ykkar magnaða framtak fyrir okkur Liverpool menn… haldið áfram ykkar góða framtaki og Áfram Liverpool :)))

  2. Það er deginum ljósara að þetta er EÐAL fólk hjá JJ Fjármál og Humarsölunni…… maður setur risa LIKE á svona fagfólk!!

  3. Hef alltaf gert skattaskýrsluna mína sjálfur. Kannski að maður láti fagmenn eins JJ um það að þessu sinni :):):) Svo vantar manni alltaf humar !

  4. Frábært að sjá að það er tekið eftir því frábæra starfi sem þið (sem haldið vefnum úti) eruð að vinna hér, og þeir sem eru að styrkja ykkur með því að auglýsa hérna eiga bestu þakkir skyldar fyrir. Það er eins og ég hef sagt áður að ekkert verður til ef ekki eru til peningar til þess að setja í verkið sama hversu smátt eða stórt það er. 100 kr eru kanski ekki mikill peningur en ef þú átt hann ekki þá er hann mjög mikið… Bara frábært að þetta sé komið í höfn…
    Áfram LIVERPOOL. YNWA

  5. Það er voða lítið að gerast hérna núna. Ætla að kasta fram þeirri tilfinningu minni að Carroll verði á bekknum gegn United á sunnudaginn. Hvað segja menn um það ? Fréttir þess efnis eru á öllum helstu miðlum í dag. Kannski er þetta meiri óskhyggja en raunveruleiki en hann byrjaði þó amk að æfa að fullu í vikunni.

  6. úfff veit ekki hvernig manchester united menn verða eftir tapleikinn næstu helgi, þeir eru allavega orðnir óþolandi núna eftir tapið á móti Chelsea og “heimadómgæsluna” þar !!!

  7. Það er nú ólíklegt að hann byrji inná þar sem hann hefur ekki spilað alvöru leik á þessu ári, en mér þykir ansi líklegt að hann verði á bekknum.

  8. smá off topic hérna…… er eitthvað samasem merki á milli þess að vera aðlaður og geta vælt einsog stunginn grís ef dómarar eru ekki klæddir í utd. treyju????

    nei bara spyr 🙂

  9. Strákar, hvers vegna í ósköpunum eruð þið að ræða þetta hérna undir þessum þræði? Hérna nokkrum millimetrum fyrir neðan er þráður sem heitir “Opinn þráður”.

Opinn þráður: YNWA (Uppfært: auglýsingar)

Andy