West Ham 3 Liverpool 1

Það var hellirigning í London í dag þegar okkar menn heimsóttu neðsta lið Úrvalsdeildarinnar, West Ham. Við getum þó engan veginn kennt regninu um leik dagsins en okkar menn voru einfaldlega grútlélegir og töpuðu 3-1 fyrir botnliðinu. Það var verðskuldað.

Kenny Dalglish hafði alla heila í dag nema Daniel Agger og Andy Carroll og stillti því upp nánast sínu sterkasta liði (á pappírnum):

Reina

Kelly – Carra – Skrtel – Wilson – Johnson

Gerrard – Lucas – Meireles

Kuyt – Suarez

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Maxi, Cole (inn f. Kelly á 40. mín.), Ngog (inn f. Meireles á 48. mín.).

Fyrri hálfleikurinn var sá lélegasti síðan Dalglish tók við. West Ham-menn voru baráttuglaðir en okkar menn algjörlega týndir á nær öllum sviðum knattspyrnunnar og vorum í hálfleik verðskuldað undir, 2-0. Fyrst skoraði Scott Parker eitt af fallegri mörkum vetrarins með laglegu utanfótarskoti fyrir utan vítateiginn eftir að hafa fíflað miðjuna okkar með tveimur þríhyrningum. Parker, Hitzlsperger, Noble og O’Neil á miðju West Ham voru svo mikið betri en miðjumenn okkar í dag að það er ekki fyndið.

Svo undir lok hálfleiksins bætti Demba Ba við öðru marki með skalla eftir að hafa unnið skallaeinvígi við Danny Wilson, skallað boltann út á kantinn og svo verið á undan Wilson inn í teiginn til að taka fyrirgjöfina. Þetta mark verður því miður að skrifast á Wilson sem er stórefnilegur en átti hrikalega slappan leik í dag.

Staðan í hálfleik var sem sagt 2-0 og ekki bætti úr skák að Martin Kelly tognaði á nára undir lok hálfleiksins. Joe Cole kom inná fyrir hann og í upphafi seinni hálfleiks kom David Ngog inná fyrir grútlélegan Raúl Meireles sem hafði meiðst á ökkla, þannig að seinni hálfleikinn spiluðum við eiginlega svona:

Reina

Johnson – Carra – Skrtel – Wilson

Gerrard – Lucas – Joe Cole

Kuyt – Ngog – Suarez

Það breytti þó litlu þótt Dalglish bætti í sóknina með skiptingum sínum. Seinni hálfleikurinn var skárri en sá fyrri en bara af því að West Ham-menn þreyttust og freistuðu þess að halda forskotinu, sem gekk ágætlega. Okkar menn ógnuðu lítið sem ekki neitt, spilamennskan var með öllu fjarverandi og það var ekki fyrr en innan við tíu mínútur voru eftir að Suarez náði loks að skapa sér pláss í teignum. Hann sneri laglega á Tomkins eftir að Ngog hafði unnið vonlausan skallabolta, lék inn á markteiginn og gaf fyrir á fjær þar sem Glen Johnson ýtti boltanum yfir línuna. 2-1 og menn eygðu einhverja von.

Sú von var samt engin því liðið skapaði sér ekki neitt af viti eftir þetta. Avram Grant tók Demba Ba útaf fyrir Carlton Cole og hann innsiglaði sigurinn í uppbótartíma með því að niðurlægja Skrtel, hirða af honum boltann, skilja hann eftir á rassgatinu og skora framhjá Reina. Lokatölur 3-1 fyrir West Ham.


Deildin er fyrir vikið orðin nokkuð skýr: 4. sætið er endanlega farið, við þurfum ekkert að vera að reikna einhverja stærðfræði yfir möguleikum okkar þar. Við náum ekki Chelsea eða Tottenham að stigum, hvað þá báðum þessum liðum. Ekki séns. Eins eru liðin fyrir neðan okkur ekki nógu góð til að fara upp fyrir okkur fyrir vorið, þannig að ég er nánast reiðubúinn að veðja aleigunni á að við endum í þessu 6. sæti í vor. Ef Arsenal vinnur Birmingham í úrslitaleik deildarbikarsins seinna í dag og fer svo í Meistaradeildina í vor færist Evrópudeildarsæti deildarbikarsins yfir á deildina, sem þýðir að ef Arsenal vinnur bikar í dag komumst við í Evrópudeildina í 6. sæti í vor.

Það er bara þannig. 6. sæti og Evrópudeildin næsta vetur. Hvorki meira, né minna.


MAÐUR LEIKSINS: Enginn. Það var enginn góður í dag. Liðið lék hörmulega og fékk það sem það átti skilið. Ef ég yrði að tína einhvern til myndi ég sennilega nefna Ngog sem mér fannst koma með kraft og baráttu inn í seinni hálfleikinn sem vantaði hjá nær öllum öðrum leikmönnum liðsins, og svo kannski getum við ekki sakað Suarez jafn mikið og aðra þar sem þjónustan við hann var nákvæmlega engin. Ngog og Suarez náðu þó að skapa eitt mark í dag.

Lélegustu menn vallarins voru Steven Gerrard, sem gerði nákvæmlega ekkert af viti, Raúl Meireles sem var augljóslega ekki klár í þennan leik einhverra hluta vegna, Danny Wilson og Martin Skrtel sem voru afleitir í öftustu víglínu og Joe Cole sem heldur áfram að þéna 125 þús. pund á viku fyrir að gera minna fyrir þetta lið en meðal leigubílstjóri í Liverpool-borg.


Talandi um leikmenn, þá hafa leikirnir gegn Wigan og núna West Ham komið okkur aðeins niður á jörðina eftir sterka byrjun Dalglish í deildinni. Þetta lið var allt of gott til að vera í botnbaráttu undir stjórn Hodgson en staðan í dag er nærri því sú sama og hjá Benítez fyrir ári síðan. Við enduðum það tímabil í 7. sæti en erum í 6. sæti núna. Aston Villa enduðu fyrir ofan okkur í fyrra en hrundu í ár, að öðru leyti eru sömu fimm liðin fyrir ofan okkur í ár og í fyrra: Man Utd, Arsenal, Chelsea, Manchester City og Tottenham.

Við getum því áætlað að við séum nokkurn veginn á réttum stað í deildinni akkúrat núna. Við erum í dag með sjötta besta liðið í ensku Úrvalsdeildinni. Spurningin er bara hvernig við getum breytt því og orðið eitt af fimm bestu liðunum á næsta ári?

Að mínu mati getum við núna nokkuð örugglega skipt leikmönnum liðsins niður í fjóra hópa fyrir sumarið:

Lykilmenn (verða ekki seldir): Reina, Carra, Johnson, Kelly, Wilson, Meireles, Gerrard, Shelvey, Carroll, Suarez.

Aðalliðsmenn (ekki ómissandi, getum fengið betri leikmenn, en liggur ekki á að selja nema fyrir rétt verð): Jones, Gulacsi, Agger, Kyrgiakos, Ayala, Spearing, Lucas, Kuyt.

Aðrir liðsmenn (þurfa að gera betur til að sannfæra okkur eða Dalglish): Skrtel, Aurelio, Insúa, Aquilani, Pacheco, Maxi, Ngog, Eccleston.

Leikmenn sem þarf að selja strax í gær: Konchesky, Poulsen, Joe Cole (ef einhver vill taka hann), Jovanovic.

Fyrsti hópurinn inniheldur máttarstólpa liðsins, fyrirliðana og unga leikmenn sem eru nýkomnir og ekkert á förum. Við eigum að berjast með kjafti og klóm fyrir að halda í þá leikmenn. Í öðrum hópnum eru leikmenn sem spila reglulega fyrir aðalliðið og eru ekki endilega stórt vandamál en þó alveg falir fyrir rétt verð og ef betri leikmaður er fáanlegur í staðinn. Þriðji hópurinn inniheldur leikmenn sem þurfa að gera betur til að sannfæra áður en tímabilið er úti, annars mega þeir fara líka. Fjórði hópurinn inniheldur svo mistök sem þarf að leiðrétta sem allra, allra fyrst.

Ég setti Insúa og Aquilani í þriðja hópinn af því að þeir eru að öllum líkindum á förum í sumar. Við fáum pening fyrir þá ef við seljum en annars myndi ég hiklaust setja þá í annan hópinn ef þeir yrðu kyrrir í sumar. Það veltur á Dalglish og við vitum ekki hvaða skoðun hann hefur á Insúa og Aquilani. Í þriðja hópnum eru svo aðallega menn eins og Skrtel, Aurelio og Ngog sem hafa valdið vonbrigðum í vetur og eiga á hættu að vera látnir fara strax í sumar. Fjórði hópurinn er svo arfleifð Roy Hodgson.

Fyrir mér mætti því t.a.m. selja Konchesky, Poulsen, Cole, Aquilani, Insúa (að því gefnu að þeir séu að fara, ekki af því að ég vill missa þá tvo) og svo t.d. Skrtel, Ngog úr þriðja hópnum og Ayala úr öðrum hópnum til að búa til pláss og fá pening til að styrkja liðið allasvakalega í sumar. Þetta eru 8 leikmenn sem myndu fara og mynda pláss fyrir sér betri menn.

Allavega, þetta eru allt kannski pælingar fyrir seinni tíma en eftir síðustu fjóra leiki í deild og Evrópu finnast mér línurnar í leikmannamálum vera að skýrast nokkuð augljóslega.

Næsti leikur er um næstu helgi gegn Man Utd á Anfield, sennilega síðasti deildarleikurinn sem skiptir okkur einhverju verulegu máli þetta tímabilið. Eftir það má svo setja allt kapp á að vinna Evrópudeildina, mín vegna.

126 Comments

  1. Einfaldur off dagur hjá okkar mönnum gegn liði sem berst af öllum mætti fyrir lífi sínu í deildinni.

    Að tapa leik er eitthvað sem ég var að vona að tilheyrði fortíðinni, hefði bara farið með versta knattspyrnustjóra í sögu Liverpool, en no such luck.

    Ég hélt að við ættum séns á endurkomu eftir markið sem GJ skoraði eftir fínan undirbúning frá Suarez en nei, einbeitingarleysið algert og 3-1 tap fyrir botnliði deildarinnar sorgleg staðreynd.

    Svona er þetta, ég nenni ekki að pirra mig á þessu.

    Cant win them all 🙁

  2. Djísess kræst! Enginn breidd í liðinu. Selja Ngog og Sktrel í sumar.

  3. Þvílík skita !!!!! Einginn maður leiksins!!! Reina skeit stórkoslega í marki 2 og 3 það fyrsta var óverjandi! Allt liðið arfaslagt Og ekkert sem stóð uppúr fyrir utan þennan brjálæðislega flotta snúning hjá Suarez…. Sjitt hvað vonbrigðin eru að éta mig upp!!!

  4. Danny Wilson gerði fátt annað en að gefa til baka eða upp í loft… sá maður hlýtur að verða tekinn í gegn eftir leikinn ef hann ætlar að halda þessari stöðu á vellinum.

  5. 1. Spilamennska okkar manna var hörmuleg í alla staði og vörnin sérstaklega tæp

    2. Dómarinn var alveg út á þekju í þessum leik, einn verst dæmdi leikur sem ég hef séð lengi held ég.

    3. Það má alveg velta fyrir sér þætti Reina í fyrsta og þriðja markinu, einhverjir hefðu varið þessi skot.

    Ekkert annað um þessa hörmung að segja.

  6. Furðulegt með alla þessa varnarsinnuðu leikmenn á vellinum þá voru þeir allir í því að bakka og bakka frá leikmanninum með boltann allan leikinn, eins og enginn vissi hver ætti að fara í leikmanninn á boltanum.

    Svo er nú annað að ég tel mig vera farinn að ráða úrslitum enska boltans algjörlega með mínum betum, þar á meðal stöðvaði ég sigurgöngu Man utd um daginn. Tek á móti frjálsum framlögum ef einhver vill ákveða einhver úrslit.

  7. Vá hvað það þarf að styrkja þetta lið í sumar með alvöru mönnum, kantmenn og varnamenn í bunkum og þá förum við kannski að sjá skemmtilega leiki.
    Það var engin sem lék vel í dag hjá okkur og allt í einu hlakkar mig ekki til að mæta júnætid.

  8. Hvernig gat Reina skitið á sig í 2. marki ? Ég get ekki séð það. En allavega, skelfilegur leikur. Danny Wilson er miðvörður að upplagi, þýðir ekkert að spila með hann í vinstri bak. Skrtel var ekki góður. Carragher er alveg búinn. Dirk Kuyt var mjög lélegur og síðast en ekki síst var fyrirliðinn Steven Gerrard alveg langt lélegastur á vellinum í dag.

    Ef West Ham fellur þá vil ég sjá Liverpool reyna kaupa Scott Parker og Demba Ba.

  9. Hvað hefur gerst í síðustu leikjum? Af hverju spilar liðið allt í einu ekki jafn vel og í leikjunum þar á undan?

    Jú, Carragher er kominn aftur. Agger er meiddur. Það er aðal munurinn.

    Í dag var Gerrad ekki með, við spiluðum einum færri allan leikinn. Joe Cole, 90 þúsund pund á viku. Menn fögnuðu því að fá enska hetju í liðið. Hann hefur ekkert getað og mun ekkert geta. Maðurinn getur dútlað með boltann en það kemur ekkert út úr því.

  10. Það er bara sorgleg staðreynd að Liverpool mun ekki geta barist um toppsæti með svona marga slaka/miðlungs leikmenn…
    Það þarf að taka allsvakalega til þarna í sumar !!!

  11. Það er allavega auðvelt að velja mann leiksins hjá Liverpool í þessum leik… það var enginn! Þeir eiga allir að koma með afsökunarbeiðni yfir því að hafa klæðst liverpool treyjunni í dag.

  12. Guð minn góður!

    Það er lík og kóngurinn hafi spilað hirðfíflunum í dag. Stóð og horði á afaslakka framistöðu.

    Það hlýtur að vera helvítis bláu boltarnir og tennisæfingarnar!
    Hvernig væri að taka sendingaræfingar á mánudaginn svona tilbreytingar!
    Guð minn góður, Shankley hefði láttið þá ganga heim eftir svona framistöðu!

  13. Hrææææðilegur fyrri hálfleikur varð að verkum að við töpuðum þessu, þetta var alltof lélegt! Það þýðir samt ekki að seinni hafi verið svona svakalega góður, en ef við hefðum spilað fyrri hálfleik eins og seinni þá hefðum við fengið allavega 1 stig, jafnvel 3 stig…

    Skrtel, Wilson og Lucas slappir.. Veit ekki hvern maður á að segja besti maður okkar liðs, þeir voru nefnilega ekki góðir, kannski bara Suarez því hann var líflegur í seinni hálfleik og lagði upp markið.

  14. Einn allra ömurlegasti leikur sem ég man eftir, þýðir ekkert að væla yfir dómara eða öðru. Lið sem spilar svona illa á hreinlega ekki séns í fokking Carlsbergdeildina.

    Allir leikmenn liðsins voru slappir! en þó sérstaklega Gerrard…

  15. Þetta var svo lélegt að ég nenni ekki að skrifa neitt um þetta…. Ætla bara að skella mér í Kórinn og sjá FH – Haukar…. Meiri líkur að FH vinni þar og komi manni í gott skap… eigð góðan dag ef það er þá hægt…

  16. Er það bara ég eða tapar Liverpool ALLTAF eftir að Gerrard kemur tilbaka úr meiðslum ??

  17. Hvað varð um pass and move sem við vorum byrjaðir að spila?
    Þetta var vandræðalega lélegur leikur af okkar hálfu, þetta var eins og við værum botnliðið en ekki þeir. Nákvæmlega engin barátta, fullt af klaufamistöku, vörnin hræðilega óstöðug og svona má lengi telja. Ekki dirfast að nefna dómarann, við fengum ekki á okkur þrjú mörk vegna dómgæslunnar. Get ekki beðið eftir sumarglugganum, þá þarf sko margt að gera.

  18. Ég er sammála með Carra, gaurinn er gjörsamlega búinn á því og Agger er algjör lykilmaður í þessari vörn en hann er bara of mikið frá.
    Senda Carra, Skrtel og Soto í burtu í sumar.

  19. Annað markið var Wilson að kenna með að fara úr stöðu, Carra þurfti að leysa hans stöðu af og því var Ba alveg óvaldaður. Skrtel átti svo síðasta markið en hins vegar var Carra líka frekar slakur, heppnir að hann hafi ekki orsakað mark.

    Gerrard, Meireles og Lucas skíttöpuðu miðjunni og það var fyrst og fremst ástæðan fyrir tapinu. Gerrard og Wilson voru eiginlega slakastir fannst mér. Sýnir að það vantar einhvern skapandi miðjumann og hraða inn á miðjuna.

    Spilið var allt of hægt og menn að dútla sér alltof lengi á boltanum. Ekkert flæði, náðum aldrei að láta boltann rúlla á milli manna, hugsa að það hafi ekki náðst 5/6 eða fleiri heppnaðar sendingar á milli okkar. Kyrgiakos hefði átt að spila þennan leik, hefði kannski unnið einhver skallabolta gegn framherjunum þeirra.

  20. úff…
    Þetta var ekki gott, ég verð að segja að mér finnst Slóvakinn síkáti einfaldlega of lélegur til þess að vera í byrjunarliði Liverpool.
    Vonandi ná menn að hrista sig saman fyrir næstu helgi.
    Verum bjartsýnir.
    YNWA.

  21. Ég glími við sömu tilfinningu og Haukur Logi nr. 21. Mér finnst liðið hreinlega alltaf spila verr þegar Gerrard er inná (alltsvo nú á þessum síðustu og verstu tímum).

  22. Smá statík:

    20 – Steven Gerrard misplaced 20 passes v West Ham, the highest total by any LFC outfielder in a PL game this season.

  23. Þannig fór þetta.

    Vægast sagt slakur leikur hjá okkar mönnum í dag og ég nenni ekki að pikka einn sérstakan út því allt liðið eins og það lagði sig var einfaldlega lélegt.

    Green svo auðvitað með toppleik gegn Liverpool en það eru ekki fréttir. Getur ekkert meirihlutan á tímabilinu og svo er eins og að hann fái vítamínssprautu að spila gegn Liverpool. Get eiginlega sagt að ég þoli ekki þennan mann.

    Það þarf vissulega að taka til hjá Liverpool en það tekur tíma að hreinsa í burt allan ófögnuðinn sem fyrrum stjórar hafa sankað að sér.

    Maður hefur heyrt um að það eigi ekki að koma með of mörg ný andlit inn hverju sinni en ég er á því að það er eitthvað sem þarf að gerast hjá Liverpool í dag. Í júlí vil ég sjá N´gog, Jovanovic, Maxi, Joe Cole, Skrtel, Agger(alltaf meiddur þó að hann sé frábær), Aurelio alla burt frá félaginu.
    Agger er frábær ég veit en ég reiknaði út um daginn og hann er c.a. 100% fit í c.a. 35% leikja og sé það rétt þá er það rugl. Aurelio er leikmaður sem bara örfáir stuðningsmenn Liverpool halda að sé góður.
    Talaði við félaga mína um helgina sem styðja Man Utd og þeir hlógu bara af því að lesa komment stuðningsmanna Liverpool um Aurelio. Menn á Liverpool.is að segja hann toppleikmann sem er vægast sagt hlægilegt að mínu mati en það er auðvitað mat hvers og eins en ég bara sé ekki þessi gæði.

    Ég vil meina það að ef nýjir eigendur koma með peninga í leikmannakaup og ef við seljum þessa menn og kannski fleiri þá getum við styrkt liðið til muna.
    Hætta að kaupa meiðslapésa og fá inn alvöru leikmenn sem nenna að leggja sig fram fyrir klúbbinn. Hver sá sem spilar fyrir Liverpool á að gera það með stolti en ég sé ekki þetta stolt hjá mörgum af okkar leikmönnum í dag.

    Við erum líka með 3 unga stráka sem lofa svo sannarlega góðu. Shelvey, Wilson og Kelly og er ég á því að Dalglish eigi að halda áfram með liðið því ég hef ekki trú á öðrum stjórum til að gefa þessum strákum þann spilatíma sem þeir þarfnast.

  24. Suarez var sá eini sem eitthvað reyndi. Fékk bara úr allt of litlu að moða, það verður spennandi að sjá Carroll spila við hlið hans.

    Einfaldlega nenni ekki að pirra mig á þessum leik! Það er damadge control í gangi og raunhæft að setja stefnuna á Europa Cup næsta season, allt annað er bara bónus.

  25. Er það bara ég eða hefur Wilson skrópað á æfingu í 2 mánuði, er klárlega að spila Woy kick and run boltann??
    Ekki það að liðið í heild hafi spilað knattspyrnu en þetta stakk í augun.

  26. Er mjög sammála með hreinsunina miklu sem fyrir höndum er í sumar,Ngog,Poulsen,maxi,Jova og fleiri. Vill að Kenny haldi áfram,karlinn fer amk á eftir alvöru leikmönnum,eru menn búnir að gleyma öllum viðbjóðsleikmönnunum sem var verið að linka okkur við á meðan Woy var stjóri?

    Einnig vill ég gefa ungum leikmönnum eins og sterling og Connor séns á þessu seasoni fyrst það er farið til fjandans hvor sem er.

    þetta var virkilega slæmur leikur en
    YNWA

  27. Þessi leikur var uppfulllur af mistökum frá upphafi til enda og þau byrja því miður hjá stjóranum sem var ekki að gera góða hluti í upplagi leiksins og hvað þá í að bregðast við aðstæðum.

    Staðan hjá okkur er þannig að við þurfum að sækja til sigurs í hverjum leik. Að því gefnu er fullkomlega óþarfi að stilla upp með þrjá miðverði sem eru hverjum öðrum slappari á boltann og hafa tvo varnarmenn á köntunum þar að auki sem spila mikið meira sem bakverðir heldur en kantmenn og pressa andstæðinginn ekki neitt.

    Að auki höfum við svo Lucas til að verja þessa fimm leikmenn. Þetta er ekkert afleitt og á eðlilegum degi á þetta ekki að fara svona illa gegn West Ham en engu að síður fannst mér þetta vitlaus uppstilling fyrir leik og var mjög fljótlega farinn að óska eftir því að einn miðvarðanna yrði tekinn af velli í dag (þó ég hefði ekki viljað það undir þessum kringumstæðum (Kelly meiddist).

    En það var samt ekki leikkerfið sem felldi okkur í dag, það var hugarfarið og auðvitað hjálpaði það okkur ekki hvað hópurinn er skammarlega lítill og veikur eins og sást í dag. West Ham sem hefur nákvæmlega ekkert getað í allann vetur rústaði okkur á öllum stöðum á baráttum og hungri á meðan okkar menn voru gjörsamlega á hælunum og voru alveg greinilega að vanmeta West Ham fyrir þennan leik, eins heimskulega og það nú hljómar í ensku úrvalsdeildinni.

    Eftir þennan leik langar mig aðeins að skoða hvern og einn leikmann sem var að spila í dag en tek þó fram að maður er smá litaður af pirring svona snemma eftir þessa hörmung.

    Reina – Eins og vanalega er ekki hægt að saka hann um neitt í þessum leik, hann er óheppinn í síðasta markinu en það skrifast þó gjörsamlega á Skrtel.

    Johnson – Fyrir mér er þetta svolítið vandræðaleikmaður. Hann er stórlega ofmetinn að mínu mati sóknarlega, þó hann sé ágætur. Varnarlega er hann síðan fínn líka en það er ekki langt í það að Kelly slái hann úr enska landsliðinu líka. Hann getur tekið leiki þar sem hann er nánast óstöðvandi sóknarlega en heilt yfir þá eru fyrirgjafir hans í besta falli afleitar og þó hann hafi skorað gott mark í dag þá vantar oftar en ekki mikið upp á end – product hjá honum.
    Gæti hann krossað eins og t.d. Kelly þá væri hann töluvert öflugra vopn en fyrir mér er hann núna pirrandi næstum því leikmaður. Engu að síður okkar besti kostur í vinstri bakvörð núna enda ekki mikið nothæft til þar.

    Kelly – Þetta er bara hörkuleikmaður sem á bara eftir að verða betri eftir 1-2 ár og ég sé fyrir mér að hann endi sem miðvörður hjá Liverpool.

    Skrtel – Þetta er einfaldlega of mistækur varnarmaður og steingeldur sóknarlega. Hann er alveg góður leikmaður og yrði líklega með þeim betri í t.d. Þýska boltanum sem var verið að orða hann við, en hann kemst ekki hærra á Englandi og þriðja markið var bara vandræðalegt uppá að horfa.

    Carrargher – hann þarf auðvitað ekkert að sanna og er ennþá mjög mikilvægur hjá okkur. Þetta fer þó að síga á seinni helminginn hjá honum og fyrir næsta tímabil þarf hann að vera hugsaður sem 3-4 kostur á eftir Agger og nýjum sterkum miðverði sem slær bæði Carra og Skrtel úr liðinu.

    Wilson – Flestar sóknaraðgerðir West Ham fór í gegnum hann og í dag virkaði hann bara alls ekki tilbúinn. Gefum honum þó aðeins séns enda hans fyrsti deildarleikur fyrir Liverpool og ekki auðvelt fyrir hann að þurfa að skipta um stöðu í miðjum leik. Engu að síður veikleiki í dag, því miður og annað markið sem kom á mjög vondum tíma skrifast að mestu á hann. Miðvörður á ekki að láta stíga sig svona auðveldlega út.

    Lucas – Eini miðjumaður Liverpool í dag sem var með lífsmarki þó það hafi ekki verið mjög mikið. Það hefði engu að síður enginn getað mikið í því hlutverki sem Lucas hafði í dag með farþega eins og Meireles og Gerrard við hliðina á sér.

    Gerrard – Ég bara man ekki eftir ömurlegri leik frá fyrirliðianum heldur en í dag. Jesús minn hvað hann var slappur. Hann er að koma úr meiðslum og var sannarlega ekki tilbúinn í dag. Svei mér ef Spearing hefði ekki átt að koma inná síðasta korterið.

    Meireles – Hans góða run er sannarlega að baki og leikjaálag farið að taka sinn toll líkt og hjá Kelly. Engu að síður ljóst að við eigum hörkuleikmann þarna og hann ætti bara að verða betri á næsta ári enda tekur það oftar en ekki alveg heilt tímabil að finna sig í Ensku deildinni.

    Kuyt – Það var talað um það fyrir leik að Hollenskan gæti orðið vopn hjá honum og Suarez. Miðað við þennan leik og þá speki þá býst ég við að varnarmenn West Ham tali allir Hollensku. Kuyt var átakanlega lélegur í dag og leikkerfið sem við lögðum upp með var ekkert að hjálpa honum heldur. Ekki í fyrsta skipti sem Kuyt ógnar varnarmönnum andstæðinganna lítið sem ekki neitt er hann spilar sem sóknarmaður. Ef sumarið verður gott á leikmannamarkaðnum vona ég að hans hlutverk verði minna á næsta ári þó ég vilji auðvitað halda honum hjá félaginu áfram.

    Cole – Þetta er bara gjörsamlega hinn nýji Harry Kewell. Spilar sömu stöður, er alltaf að stíga upp úr meiðslum eða er meiddur, var einu sinni mjög góður og er núna stundum nokkuð góður. En þeir dagar sem hann var frábær og það reglulega eru löngu liðnir og hann mætti fara til London aftur í sumar og skilja þessi 90.þúsund pund á viku eftir í Liverpool.

    Suarez – Býst ekki við mjög miklu af honum fyrr en á næsta tímabili. Hann þarf greinilega smá tíma til að venjast enska boltanum en það sést þó langar leiðir að hann hefur alla burði til að standa sig hjá Liverpool og mun bara batna með betri leikmenn í kringum sig. T.d. leikmenn eins og Carroll, Gerrard og Meireles sem voru allir fjarverandi í dag svo ekki sé talað um leikmenn sem geta komið boltanum inn í boxið utan af vængjunum. Fór þó í taugarnar á mér þegar hann var að bíða eftir boltanum sí og æ en við eigum augljóslega alvöru leikmann þarna.

    No Goals – Hann er bara ekki að nýta þau tækifæri sem hann fær hjá félaginu og ég verð mjög hissa ef hann fer ekki í sumar. Gæti orðið fínn leikmaður í Frakklandi, Grikklandi eða eitthvað álíka en ég hef enga trú á því að hann eigi mikla framtíð hjá Liverpool. Hann er á sama stað ef ekki aftar en á sama tíma í fyrra og það er bara ekki nógu gott.

    Það er ekki sniðugt hvað við höfum tapað stigum gegn mörgum botnliðum, bæði vegna ömurlegs hugarfars og leikskipulags og það hefur gjörsamlega rústað þessu tímabili hjá okkur og farið illa með það næsta líka. Báða hluti er hægt að laga og það nokkuð hratt en það verður bara að viðurkennast að þetta var versta frammistaða okkar manna síðan Dalglsih tók við og í fyrsta skipti í deildinni sem liðið var á pari við tímann sem Hodgson stýrði liðinu.

    Það er ljóst að hópurinn sem Dalglish hefur úr að moða er alls alls ekki nógu stór og það er á þessu stigi tímabilsins sem það fer að verða áberandi. Sjáið bara hvað við vorum að spila illa í dag og það er samt ekki notað allar skiptingarnar!!

    Við erum að glíma við fullt af smávægilegum meiðslum og höfum allt of mikið af farþegum til að leysa þessa leikmenn af. Það er strax farinn að heyrast kröfur um að láta eitthvað af þessum ungu leikmönnum sem hafa verið að brillera undanfarið fá séns og eftir leik eins og þennan fer maður að vona að þessir pjakkar fari að fá traustið, þeir eru ekki verri en sumir þessara landsliðsmanna okkar.

  28. Það vantaði vilja, dug og þor í Liverpool í dag. Það fer svo í mann þegar menn eru ENDALAUST að koma fram í viðtölum og segja hitt og þetta. Gefa fólki vonir í brjósti og bregðast svo algerlega þegar í leikina er komið. Sbr viðtal við Kuyt í vikunni. Eitthvað tal um CL sæti á næsta tímabili og annað bull. En menn geta bara gleymt því núna og reynt að fara að horfa bara raunsætt á hlutina. Dalglish er ekki með nægilega góðan hóp í höndunum en er hreint ótrúlegur að berja menn saman. Gerrard þarf svo að fá að byrja baa á bekknum þegar hann er að koma úr meiðslum í stað þess að byrja !! Liverpool tapar bara alltaf þegar hann kemur tilbaka. Ég veit ekki hvort að það sé það að allir í kringum hann halda ALLTAF að hann muni bara redda þessu eða hvort þetta sé bara ryð í honum eftir fjarveru !

    Allavega það þarf ekkert að hugsa um CL sæti lengur. Hefðum átt góðan séns ef þessi leikur hefði unnist. Nú er bara að einbeita sér að því að vinna United næstu helgi. YNWA

  29. Sælir félagar

    Hvað er svo sem hægt að segja? Staðreyndin er sú að betra liðið á vellinum í dag vann. Það virtist ekki mikil stemmning í Liverpool liðinu og menn virtust ekki vera með hugann við verkefnið. Skortur á einbeitingu og sigurvilja hrjáði liðið mestan part leiksins.

    Það má líka segja að þegar lykilmenn eins og Reina og Gerrard gera afdrífarík mistök og eru á hálfum vinnsluhraða og vörnin ekki eins og best verður á kosið þá fer illa.

    Það sem gladdi í leiknum var Suares sýndi hvað hann getur verið hættulegur og á aðeins eftir að falla betur inn í liðið. Eins fannst mér Glen Johnson sýna nokkuð af gömlum töktum þó hann hefði mátt vera sókndjarfari á köflum.

    En sem sagt, þrjú töpuð stig sem ekkert er í raun við að gera eins og ég nefndi hér í upphafi. Ekkert nema að gera betur næst

    Það er nú þannig

    YNWA

  30. Þessi leikur hjá okkar mönnum var lítið fyrir augað. West Ham stjórnaði spilinu og flæði leiksins. Leikmenn virkuðu hægir, illa einbeittir, sýndu ekki mikla grimmd, reyndu alltaf að komast upp að marklínu til þess að skora. Hefðu mátt negla meira fyrir utan teig þegar West Ham vörnin var að spila djúpt til baka. Algjörlega óásættanleg spilamennska!

  31. “It’s not just losing that’s disappointing – it’s the way we played.”

    Kenny eftir fyrsta tapið í síðustu 9 leikjum

  32. Leikskýrslan er komin inn. Sorrý, Biggi.

    Þeir sem reyna að kenna bara Lucas Leiva um þetta tap ættu að skammast sín. Gerrard og Meireles voru helmingi verri en hann í dag.

  33. Nenni ekki að lesa öll comment en það virðist vera, þegar að Gerrard kemur í liðið þá á allt að gerast í gegnum hann og ekkert gerist. Leikurinn fór út í það sparka boltanum bara eitthvert út í loftið, djö djö$#”#$ Suariz maður leiknis en ekki er öll nótt úti.

  34. Þessi leikur var skelfilegur, eins og menn hefðu borðað blý í morgunmat, voru allir á hælunum og West Ham litu út eins og Barcelona á tímabili, voru í reitarbolta, höfðu endalaust svæði til að athafna sig og létu okkar lið líta oft á köflum hrikalega út.

    Varðandi sölu á leikmönnum fyrir næsta tímabil, þá er ég sammála þér Kristján Atli með Poulsen, Koncescky og Cole. En ég myndi einnig vilja sjá menn eins og Maxi, Lucas og Ngog fara. Eru meðalmenn, með þá í fararbroddi vinnast ekki titlar á borð við EPL og CL. Einnig finnst manni Kuyt oft á tíðum vera hauslaus, slappar sendingar, drepur niður hraða og ekki vottur af frumleika hjá manninum. S.s. þurfum 5-7 út og annað eins inn af betri leikmönnum til að eygja von á titlum í framtíðinni.

  35. Ekki veit ég hvernig menn fá það út að Joe Cole hafi verið lélegri í þessum leik en Dirk Kuyt, Lucas, Mereiles og Glen Johnson.

    Ég gef honum restina af tímabilinu.

    Annars fatta ég ekki hvers vegna launtékki mannsins fer svona mikið fyrir brjóstið á mönnum. Liverpool á peninga og ekki eruð þið félagarnir að splæsa í launin hans.

  36. Góður leikur hjá West Ham. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Við vitum að við erum með frábært lið.

    1. Reina
    2. Johnson
    3. Carra
    4. Agger
    5. Meireles
    6. Gerrard
    7. Cole
    8. Kuyt
    9. Suarez
    10. Carroll
    11.Dalgilish(Hann ætti að vera spilandi þjálfari ef þú spyrð mig)

  37. @siggisnúður

    Hvaðan heldur þú að laun leikmanna komi?

    Þú segir okkur ekki splæsa í laun leikmann en þú gætir bara ekki haft meira rangt fyrir þér. Sala á varningi og miðar á völlinn er eitthvað sem ég og þú borgum fyrir og vænti ég þessi að hluti af þessum pening fari í laun leikmanna.

    Nú ef það kemur ekki þaðan þá spyr ég hvaðan ættu þessir peningar í laun leikmanna að koma?

  38. Eins og ég hélt í upphituninni í gær finnst mér síðustu vikur hafa sýnt okkur það að það verður áframhaldandi ströggl.

    Það sem ég held að sé að koma í bakið á okkur þessa dagana er fáránlegt undirbúningstímabil og svo stöðug meiðsli síðustu 2 – 3 mánuði. Leikskipulagið sem virkaði svo vel riðlaðist þegar Gerrard meiddist, svo Agger, Suarez ekki leyfður í Evrópudeildinni og flæðið bara á pásu í bili.

    Þess vegna er ég sammála KAR í því að við erum að horfa á 6.sætið í vetur sem besta mögulega árangurinn og það þarf um leið að sjá hvaða leikmenn sem eru líklegir til að geta tekið þátt í toppbaráttu heilan vetur. Í leik dagsins gat ég bara pikkað út Johnson, Lucas og Suarez en þar sem ég elska Carra og Gerrard myndi ég vilja sjá þá áfram í liðinu. Martin Kelly er enn einu sinni að fara í langvarandi meiðslahlé sem er því miður það sem gerst hefur reglulega á hans ferli og vekur manni vafa um það hvort hægt verður að reikna með honum sem lykilmanni, því hæfileikana hefur hann. Meireles átti “off-dag” í dag, en mitt mat er það að hann hafi verið látinn spila hálfmeiddur, fannst hann haltra um stund í fyrri hálfleik. Skrtel var vandræðalega lélegur og SVAKALEGT að sjá hvernig Cole tók hann í síðasta markinu. Danny Wilson féll á hafsentaprófinu og ég verð að viðurkenna að það voru mínu stærstu vonbrigði í dag því Agger er eins og Kelly of mikið meiddur til að geta verið lykilleikmaður. Við þurfum hafsentapar sem spilar 85% leikja, en Agger er ekki líklegur til þess!

    En mér fannst síðari hálfleikurinn sýna karakter að miklu leyti. KD sá að hann varð að breyta í fyrri þegar Joe Cole kom inná og svo líka breytti hann þegar Meireles fór meiddur útaf. Ef Green hefði ekki varið eftir magnað move hjá Suarez hefðum við farið langt með að ná stigi, markið okkar kom of seint.

    En þetta er klassískt, nýr stjóri tekur við og rífur liðið upp andlega, við fyrsta áfall (Wigan – leikinn í okkar tilviki) detta menn í gír aftur og þá koma slakir leikir. Nú er bara að sjá hvað Dalglish nær að gera, því í dag verður enn einu sinni spurt hvers vegna hann skipti bara tvisvar og svo þarf eitthvað að velta fyrir sér þeirri ákvörðun hans að láta Carra spila sweeper, nokkuð sem virkaði EKKI.

    Steven Gerrard lék illa í dag og átti stóran þátt í fyrsta marki West Ham, líkt og Wilson og að mínu mati Reina. Svo á ekki að láta sér detta það í hug að draga strikið yfir það að þriðja mark WHU skrifast á markmanninn okkar, sem ég er farinn að hafa áhyggjur af að sé farinn að horfa niður til London að hitta Fabregas vin sinn. Reina var ekki að gera gott mót í dag og nú vill ég fá fréttir fyrir Unitedleik að hann sé ákveðinn í að vera áfram.

    Því satt að segja þarf hreinsun hjá Liverpool Football Club í sumar, þar má fórna mörgum og miklu til að við þurfum ekki að sjá annan vetur eins og þennan. En þar þarf ekki síst að skoða alla okkar meiðslapésa og þá sem eru komnir “yfir hæðina” eða eru ekki nógu efnilegir.

    Dalglish er búinn að sparka sig frá botninum og um stund nálgaðist hann yfirborðið, en nú hefur sundmaðurinn hellst í þreytu og er byrjaður að sökkva á ný…

    Ég er sammála því hjá KAR að um næstu helgi er á ferð síðasti deildarleikurinn sem skiptir okkur máli og þar finnst mér að menn eigi að taka próf sem ræður framtíð þeirra hjá félaginu.

    Svo segi ég enn og aftur við þá sem hafa talað um “meðalmennskukaup” í Scott Parker og Carlton Cole, þvílíkt bull!!!! Scott Parker stútaði þessari miðju okkar í dag eins og hún lagði sig og Carlton Cole væri klárlega leikmaður sem skoraði 20+ mörk í liði sem myndi sækja af krafti. Auðvitað er Carroll betri kostur og við þurfum hann ekki núna, en í dag allavega stungu þeir að mínu mati fast upp í þau okkar sem töldum það “lítilsvirðingu við Liverpool” að við værum orðaðir við þá.

    Bring on United!

  39. Birmingham að vinna deildarbikarinn. Þýðir það að þeir fá UEFA sætið á kostnað liðsins sem lendir í 6.sætinu?

  40. Þurfum við ekki að treysta núna á það að sigurvegarar í FA bikarnum verði eitt af liðunum fyrir ofan okkur eða þá Birmingham 😉 til að 6. sætið gefi Evrópudeildarsæti?

  41. Eg segi nu bara það verður erfitt að komast í EURO cup nuna fyrst Birmingham er fara taka bikarinn. Þeir fá þá eitt sæti í EURO cup. Þannig að 5 og 6 sætið í deild fær Euro cup. En náum við 6 sætinu eg held ekki

  42. Þegar king kenny tók við var bara hörku séns á falli hann er allavega búin að redda því þegar menn líta t.d. á varamenn liverpool í dag sá allir að þessi leikmannahópur er bara ekki nógu góður.Ngog þetta er fullreynt bæ bæ það þarf PLAYMAKER lucas er bara of hægur í öllum sínum aðgerðum gerrard á að fara á tréverkið .Carra er game over kanarnir þurfa að eyða 100 millum í sumar fullt af mönnum hjá okkur sem geta varla sent á næsta mann.Ef agger fer þarf að koma maður með þá hæfileika að geta spilað boltanum út úr vörninni.

  43. 1. – 3. Sæti veitir meistaradeildarsæti, 4. sætið er umspil um meistaradeildarpláss, 5. sætið er Evrópudeildarsætið

    Svo er sigur í Carling og FA Cup líka Evrópudeildarsæti…

    Þannig að ekki hægt að segja að sigur Birmingham sé á kostnað 6. sætisins í deildinni, þar sem 6. sætið gefur í raun ekki neitt.

    Við verðum að treysta á Arsenal, City eða ManU til að vinna FACup til þess að við komumst í Evrópudeildina á næsta ári ef ég skil hlutina rétt…

    Verst að Manchester United mætir Arsenal í næstu umferð, ef Arsenal vinnur Leyton Orient.

  44. Og til hamingju McLeish með titilinn þinn í dag. Þar er á ferð maður sem nær árangri hvar sem hann fer og er. Hef alveg trú á því að hann fái OT-djobbið þegar sá gamli yfirgefur.

    Ég hef um sinn haldið það að einungis Europa League sigur muni gefa okkur evrópusæti næsta vetur og styrktist enn frekar í því í dag. Hlýtur að hitna undir Wenger núna, enn meiri pressa á honum en áður!

  45. Ef lið úr Meistaradeildinni vinnur FA Cup fær liðið sem tapar í úrslitum Evrópudeildarsætið fyrir FA Cup. Ef það lið er líka á leið í Meistaradeildina fær held ég örugglega liðið í 6. sæti í deildinni Evrópudeildarsæti.

    Þannig að möguleikar okkar á Evrópudeildarsæti eru:

    * Ef við vinnum Evrópudeildina í ár.
    * Ef við náum 5. sæti í Úrvalsdeild.
    * Ef bæði liðin í úrslitum FA Cup eru á leið í Meistaradeild á næsta ári og við náum 6. sæti í deild.

    M.ö.o., besti og nánast eini möguleiki okkar á Evrópukeppni á næsta tímabili er að vinna Evrópudeildina núna í vor. Það á því klárlega að vera 100% forgangur Dalglish og félaga … eftir United-leikinn um næstu helgi.

  46. Mjög slakur leikur hjá flestum leikmönnum liðsins. Langaði bara að hnýta í tvennt í leikskýslunni þinni Kristján Atli:

    1. Meireles fór út af með hnémeiðsli samkvæmt SkySports

    2. Piquionne var tekinn út af fyrir Carlton Cole en ekki Demba Ba

    Annars sammála flestu í þessari skýrslu.

  47. @56

    Ertu viss? Af hverju er þá Portsmouth ekki í evrópukeppninni núna?

  48. Andskotans væl er þetta í mönnum. Þessi umræða er svo djúp og málefnalega að hún myndi sóma sig vel inná spjallsvæði einmanna bitra mæðra á barnalandi.

    Af hverju þurfa Liverpool aðdáendur alltaf að keppast um að hata og rakka niður leikmenn sem eru að spila fyrir félagið? Vissulega má gagnrýna leikmenn en þegar allt liðið gerir uppá bak í einum og sama leiknum þá finnst mér fáranlegt að taka einstaka leikmenn út og rakka þá niður. Ég held svei mér þá að sumir svokallaðir “Liverpool aðdáendur” hati Lucas, Kuyt og Ngog meira en Drogba, Terry eða Neville. Ég held að þetta hatur sé komið á sálina hjá mörgum, þar sem þeir pirrast við það eitt að sjá þessi nöfn í byrjunarliðinu áður en leikurinn hefst og svo hlakkar í þeim þegar þessir menn gera mistök.

    Það er staðreynd að liðið var lélegt í dag, Dalglish viðurkenndi það eftir leikinn að liðið hafi verið lélegt og lofaði að liðið myndi vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis. Ég er ekki nokkrum vafa að liðið rífi sig upp í næsta leik og e.t.v. gat ekki verið betra en að fá Utd. akkúrat í það verkefni.

    Sorry, en ég get enganveginn tekið undir það að Cole eigi ekki heima í þessu liði og ætti helst að vera seldur í gær. Hvernig væri að menn myndu sýna smá þolinmæði? Cole er að stíga uppúr erfiðum meiðslum og er að komast hægt og rólega í form. Hann átti fínan leik í vikunni, var næstum búinn að skora sem hann hefði svo nauðsynlega þurft uppá sjálfstraustið en Ngog sá til þess að svo varð ekki. Allir sem fylgst hafa með Cole í gegnum tíðina vita að þar er á ferð hörkuleikmaður, sannkallaður match-winner. Svo eru menn að væla undan laununum hans…why? Ef menn hafa fylgst með fótbolta lengur en einn vetur þá ættu menn að vita að leikmenn sem fara á frjálsri sölu fá iðulega hærri laun þegar þeir semja. Gefum honum tíma og ég er sannfærður um að hann á eftir að reynast liðinu dýrmæt eign.

    Guð hjálpi Carroll nái hann ekki að skora í fyrsta leik, það verður örugglega kominn hópur “Liverpool aðdáenda” sem krefst þess að hann verði seldur í sumar nái hann ekki því markmiði. Suarez fékk gálgafrest með því að skora í fyrsta leik, en það er ábyggilega farið að hitna undir honum þar sem hann hefur ekki skorað í þremur deildarleikjum í röð. Sjálfsagt farið að hlakka í mörgum að geta farið að rakka hann niður.

  49. Liverpool fékk bara það sem það átti skilið í þessum leik. Ekki neitt!

    Liðið og leikmenn voru bara engan veginn klárir í slaginn, virtust eitthvað þreyttir, andlausir og bara gjörsamlega létu kaffæra sig í leiknum. Þetta er aldrei þannig að West Ham hafi verið með betra lið á vellinum eða eitthvað þannig, bara þeir einfaldlega vildu þetta meira og börðust fyrir þessum stigum og eiga þau virkilega skilið.

    Fyrir utan mjög slaka vörn, sem að ég held að hafi alveg getað orsakast af þungri pressu heimamanna, þá var miðjan lang veikasti hlekkurinn á vellinum. Hitzelperger, Noble, Parker og O’Neill áttu miðjuna í þessum leik, allir 50-50 boltar virtust falla til þeirra og þeir stjórnuðu hraðanum og gerðu það að verkum að Liverpool gat ekkert skapað sér.

    Voru örfáir hlutir eitthvað nálægt því að geta talist jákvæðir í dag; Suarez gerði nokkuð fínt í þau fáu skipti sem hann fékk boltann, Ngog átti ágæta innkomu og þegar leið á leikinn fannst mér Cole standa sig ágætlega. Kelly var líka mjög fínn þar til hann meiddist og Wilson gerði mistök sem fara í reynslubankann. Annað var nú ekki spes.

    Held að þetta tap og jafnteflið gegn Wigan er eitthvað sem við höfum nauðsynlega þurft á að halda. Eitthvað til að draga okkur aftur niður á jörðina og svona ‘reality check’ fyrir alla. Liverpool hefur gert frábærlega undir stjórn Kenny, miðað við hvernig fyrri hluti deildarinnar þróaðist og ekkert við því að segja. Við verðum samt bara að átta okkur á því að við erum enn bara með sjötta besta lið deildarinnar, svo einfalt er það nú bara.

    Það var tölfræðilegur séns á að við gætum náð 4.-5. sætinu en sá möguleiki er að ég held farinn. Það var bara allt of mikið sem hefði þurft að ganga upp; af hálfu Liverpool og svo hefðu tvö lið þurft að tapa þó nokkrum stigum. Kannski gæti þetta tap verið örlagavaldur ef okkur hefði nú aðeins vantað 2-3 stig til að ná 4.sætinu en ég held nú ekki.

    Kenny var fenginn tímabundið til þess að endurheimta Liverpool úr helju og reyna hvað hann gæti til að gera sem best úr annars glataðri stöðu. Leikmannahópurinn er bara ekki nógu sterkur þrátt fyrir nokkra góða, einhverja mjög góða leikmenn og einhverja ekki nógu góða leikmenn. Ég persónulega held að Kenny nái ekki að stýra Liverpool ofar en 6.sætið og er viss um að Sir Alex, Mourinho, Rafa eða whoever hefði ekki náð því heldur, liðið er bara einfaldlega ekki nógu gott.

    Versta við daginn er hins vegar þessi sigur Birmingham, sem gerir annars “þægilega” stöðu Liverpool fyrir næstu leiktíð mun erfiðari en best hefði verið á kosið. Núna þarf að leggja allt í sölurnar í að vinna Evrópudeildina, að mínu mati, og halda 6.sætinu en auðvitað reyna að stefna ofar til öryggis, til þess að vera nógu öruggir til að vera áfram í Evrópudeildinni á næstu leiktíð – að missa Meistaradeildina er blow en að missa svo Evrópudeildina yrði hörmung!

    Ég vildi sjá Soto í liðinu í dag og held að hann hefði átt að spila þennan leik. Sóknarmenn West Ham áttu bara gjörsamlega alla skallabolta.

    Núna verður bara forvitnilegast að sjá hvernig Liverpool bregst við þessu tapi. Í stjórnartíð Hodgson fyrr í vetur þá þýddi það oft að ef að liðið var komið á “run” án taps og tapaði svo þá tók nú oft við löng röð tapleikja svo við skulum vona að Liverpool fari aftur út á sigurbrautina með sigri á Man Utd um næstu helgi.

    Þessi leikur tapaðist og er búinn, einhverjir gerðu sig sekir um mistök (sum stærri en önnur) en þar sem þetta er nú liðsíþrótt þá stendur þetta og fellur með öllum leikmönnunum sem spila leikina. Því finnst mér óþarfi að fara að hrauna yfir einhvern einn eða tvo sem hefðu átt að gera betur í einhverju atviki. Vonum bara að menn rífi sig upp á rassgatinu fyrir næsta leik og bæti upp fyrir sín mistök og mistök liðsins í heild.

    Persónulega finnst mér að Cole er einhver sem að Liverpool ætti að hafa í sínum röðum á næstu leiktíð þó hann hafi ekki staðið undir væntingum í vetur. Við vitum hvað hann getur og ég er viss um að hann muni reynast okkur vel fyrr en síðar.

    Ég var að spá í því á meðan leiknum stóð og Gerrard var týndur hvort að það ætti ekki bara að henda Spearing inn á. Ég verð að viðurkenna það að á síðustu leiktíð var ég ekki rosalega viss um að Spearing ætti mikla framtíð fyrir sér hjá Liverpool en finnst hann hafa bætt sig mjög mikið og þroskast í vetur, og búinn að spila mjög vel í flest öllum þeim leikjum sem hann hefur spilað. Ég vil ekki missa hann í sumar og finnst hann flottur strákur til að hafa í liðinu, hann hefur eitthvað sem að maður kaupir ekki; ást á félaginu og viljinn til að berjast upp á líf og dauða fyrir félagið. Er ég kannski bara einn um að finnast það?

  50. Þessi leikur var ansi mikið sjokk, svo ekki sé meira sagt. Þessi mannskapur hefði alltaf átt að vinna West Ham, en ég myndi segja að það hafi að nokkru leyti verið senteraleysi, nokkrir farþegar og slæm varnar- og markmannsmistök sem gerðu það að verkum að West Ham jarðaði leikinn.

    Reina ber án vafa ábyrgð á mörkum 1 og 3. Flestir markmenn deildarinnar hefðu varið bæði þau skot, fótavinnan var bara alls ekki til staðar hjá honum í þeim tilvikum. Það breytir samt ekki því að Meireles og Gerrard voru víðs fjarri þegar Parker þríhyrningar sig í gegnum miðjuna og ráðalaus varnarlínan tekur ekki á móti honum. Wilson á síðan mark 2 alveg skuldlaust og Skrtel á sinn þátt í marki þrjú.

    Sóknarleikurinn var ömurlegur. Algjörlega. Það voru margir sénsar á dauðafærum en rangar ákvarðanir og lélegar sendingar urðu til þess að dauðafærin sköpuðust ekki. Suarez er ljós í myrkri í dag en hann var sá eini sóknarlega sem eitthvað sýndi. Var þó allt of oft étinn af varnarmönnum West Ham. Hef trú á því að hann virki best sem vinstri kant-senter í 4-3-3 og þá með Carroll einan uppi á toppi.

    Dalglish gerði aftur taktísk mistök þegar hann setti N´Gog inn fyrir Meireles, líkt og gegn Wigan ef ég man rétt. Hann hefði þurft að halda sig við þriggja manna miðju því hlutirnir bötnuðu alls ekki þrátt fyrir að N´Gog hafi átt ágætan leik. Spearing eða Poulsen hefðu þurft að koma þarna inn á, spila með Gerrard undir Suarez.

    Varðandi flokkunina sem Kristján Atli setur fram þá verð ég að vera ósammála nokkrum atriðum:

    Kuyt, Lucas og Cole ættu að eiga heima í þeim flokki sem ekki verður seldur. Hlutverk þeirra ættu í fullkomnum heimi að minnka en þeir þurfa að vera í hópnum næstu 2-3 árin í það minnsta. Cole hefur það sem fáir aðrir hafa, hann getur gert óútreiknanlega og óvænta hluti og hann má alveg fá eitt ár í viðbót og ef hann stendur sig vel á því tímabili þá mætti hann fá fleiri tímabil.

    En sennilega hafa allir þjálfarar sína flokkun á þessu, við gætum beðið Evertonmanninn Leif Garðarsson að flokka þetta fyrir okkur;) Við þurfum í það minnsta 18 leikmenn í A- og B-flokk og svo 4-6 í C-flokki, leikmenn sem spila 5-10 leiki í deild.

  51. strákar, við hérna á Grænlandi vitum að halda með liverpool er rússibanaferð, á morgun eða hinn við byrjum að tala um ef við vinnum næsta leik þá eigum við sjens á titlinum , svona er að halda með LUIVERPOOL

  52. Ósammála þér Ívar með mörk 1 og 3. Fyrsta markið er geysilega erfitt að verja þar sem boltinn er greinilega ekki í sjónlínu fyrr en hann kemur framhjá varnarmanninum og einnig mjög gott skot. Það myndi ég skrifa algjörlega á miðju og vörn! Þriðja markið er hörmung hjá Skrtel, Carra og Reina. Reina hefði að sjálfsögðu átt að verja það en hann fær aftur á móti enga hjálp frá Carra sem í þessu tilviki ætti að loka fjærhorninu en er alveg góða 2 metra frá manninum!

  53. Fór í Kórinn að sjá FH vinna Hauka 1 – 0. Til að róa mig niður eftir þessa skelfingu í dag… FH bregst manni ekki….

    Varðandi þennan leik er nú ekki margt að segja, og það er hægt að tína til ýmis atriði sem urðu þess valdandi að við fengum ekki það sem við vonuðum, við vorum bara einfaldlega lakara liðið á öllum sviðum í leiknum. Það eru allir búnir að segja allt hér sem hægt er að segja um þennan leik og ég ætla svo sem ekki að vera bæta neinu við það, bara til að vera meira pirraður. En vill þó bara segja þetta, það hefur oft verið talað um að liðið spili vel egar Gerrard spili vel, nú hann var einfaldlega ekki að spila vel, frekar en aðrir í liðinu. Ég ætla að gleyma þessum leik og legg til að við gerum það öll og snúum okkur að undirbúningi fyrir heimsókn Man (fucking) Utd…..

    ÁFRAM LIVERPOOL, YNWA

  54. Eitt hér í viðbót #60 einae, Nákvæmlega allt rétt sem þú segir þarna… mjög vel skrifað….

  55. Ég á ekki orð yfir pisli babu. Hann segir að Lukas hafi verið eini miðjumaðurinn með lísfmarki. Hvers vegna er liðið okkar svona lélegt. það er vegna þess að við höfum miðjumenn eins og Lukas. Hann skapar ekki neitt á miðjunni. Hann vinnue engan skallabolta, spilar boltanum með stuttum sendingum á menn sem eru honum nærri og ógnar aldrei marki á neinn hátt.

  56. Hvers vegna er liðið okkar svona lélegt. það er vegna þess að við höfum miðjumenn eins og Lukas. Hann skapar ekki neitt á miðjunni. Hann vinnue engan skallabolta, spilar boltanum með stuttum sendingum á menn sem eru honum nærri og ógnar aldrei marki á neinn hátt.

    Gerðu mér greiða, hættu að horfa á fótbolta. Þú skilur ekki íþróttina.

  57. Maður leiksins var klárlega hinn almenni stuðningsmaður Liverpool. Bara fyrir að nenna að horfa á allan leikinn.

  58. er enginn annar en ég orðinn þreyttur á hrokanum í þessum Matta?

  59. Meanwhile, Dalglish was probed on whether reports in a Sunday newspaper that he had been offered a two-year contract were true.

    “A contract from who?” Dalglish replied, with a look of confusion on his face.

    The reporter replied “From the club” before Dalglish quipped: “I thought you meant the wife was putting me under contract again!

    Er þessi maður Snillingur já,meistari já, goðsögn já, = Kenny Dalglish

  60. > er enginn annar en ég orðinn þreyttur á hrokanum í þessum Matta?

    Jú, ég er líka þreyttur á þessu stundum.

  61. En í alvöru talað, þeir sem halda að Lucas sé vandamálið hjá Liverpool skilja ekki fótbolta. Það er bara staðreynd.

  62. 72: Mikid er eg feginn ad einhver annar nefnir tetta. Nanast hvert einasta komment fra manninum er med tessum hroka. Og nu vitnar hann sjalfsagt i eigin komment og segist vera ad benda a stadreyndir eda eitthvad alika. En hver einast madur med vott af lesskilningi skynjar tennan otolandi yfirlætiston sem er i kommentunum.

  63. Já, ekki láta svona stöðva ykkur. Haldið áfram að drulla yfir Lucas!!

  64. þó ég beri mjög mikla virðingu fyrir Dalglish þá er ég ekkert svo viss um að hann fái samning.. var þetta ekki bara svona eins og gerist nánast alltaf þegar nýr knattspyrnustjóri kemur inn á miðju tímabili þar sem lið hafa verið að ströggla. Liðið nær góðu rönni í nokkra leiki og svo búmm back to basic !! á móti Wigan, í báðum spörtu leikjunum fannst mer þetta alveg eins og þetta var hjá Hodgson GLATAÐ ! svo í dag á móti West Ham var þetta ennþá verra!

    úff ég held ég hafi bara aldrei seð neitt lið spila svona ílla saman það var eins og þessir menn hefðu aldrei hist og spilað fótbollta saman! eða svona eins og þeir hafi bara verið sitjandi á bláum boltum að spila tennis alla vikuna! ÆJ já það var eimmitt þannig !! væri ekki gáfulegra að senda þessa ræfla út í fokking reitarbolta og að æfa fyrirgjafir?? Horfði í dag á 13 leikmenn vera Liverpool merkinu til skammar !!

    Ein lélegasta spilamennska sem ég hef seð og ég vona svo innilega að það verði Dalglish sem snúi þessu við og hækki í tígn frá því að vera Kóngur í keisara eða sjeik eða páfi og að ég hafi rangt fyrir mer ! En þessi leikur í dag var allavega stórt skref aftur !

  65. Skemmtilegt mat á leikmönnum sem ég er 100% sammála, svona listi í anda Leif Garðars sem Leikmenn Liverpool mættu alveg taka til sín!

  66. Ef Matti er hrokafullur þá er vert að minna á að það eru engar reglur hérna sem banna mönnum að sýna hroka. Hvort hann er hrokafullur eða ekki breytir því ekki að hann hefur rétt fyrir sér. Hvernig væri í stað þess að tala um hroka Matta að þið kæmuð með einhver góð rök fyrir því að Lucas sé undirstaða alls ills hjá liðinu? Þið vitið að Matti hefur rétt fyrir sér og þess vegna er auðveldara að tala um hroka en að svara honum málefnalega.

    Menn sem halda að Lucas sé vandamálið í þessu liði hafa ekki vit á fótbolta. Matti sagði það, ég skal taka undir það með honum. Það er kominn tími til að við segjum hlutina bara eins og þeir eru. Hann er varnartengiliður og stendur sig vel sem slíkur. Ef þið skiljið ekki af hverju hann er að spila vel þrátt fyrir að gefa bara stuttar sendingar á samherja og „vinna enga skallabolta“ er það ykkar vandamál, ekki Lucas að kenna.

    Lucas er ekki fullkominn og hann hefur átt betri leiki en í gær. Hann gefur ennþá of oft aukaspyrnur á okkar vallarhelmingi og á það til að láta hirða af sér boltann þegar hann dvelur of lengi á honum. En hann gerir flest allt annað mjög vel og hefur verið sívaxandi í þessu hlutverki sínu á miðjunni. Samt koma alltaf sömu ummælin hér eftir hvert tapað stig um að hann sé ömurlegur og að þetta sé allt því að kenna að við erum með Lucas á miðjunni. Slíkt segja bara menn sem hafa ekkert vit á fótbolta.

    Staðreyndir. Þið megið tala um hroka eins og þið viljið, en Matti hefur samt rétt fyrir sér í þessu máli og ég skal fara í skotgrafirnar með honum ef ég þarf þess.

  67. Komment mitt um matta hafdi ekkert med Lucas ad gera heldur var “uppsafnad”.

  68. shit BABU hvað þú ert ruglaður, glen johnson var ljósi punkturinn í þessum leik, hann og suarez eru einu mennirnir í þessu liði sem geta tekið leikmenn á með einhverjum árangri.

  69. Nr.82 gúndi

    Ég var nú ekki að meina bara þennan leik fyrir það fyrsta og þar að auki fannst mér hann einmitt oft koma sér í ágæta stöðu, jafnvel koma sér framhjá sínum manni…og gera nákvæmlega ekkert úr því.

    Hvað er það nákvæmlega sem gerir mína skoðun á honum svona rosalega fráleita?

  70. Rólegir á Lucas strákar. Mascherano fékk aldrei þessa gagnrýni þrátt fyrir að hafa ekki verið neitt þekktur fyrir skallabolta né að dreifa spili. Munurinn núna er að það er enginn Alonso að sækja boltann úr vörninni heldur er Lucas sá eini sem sést koma aðsækja boltann.
    Ég þoli ekki Kyut en veit samt betur að það er ekkert við hann einan að sakast, það voru bara allir á rassinum.
    Læt fylgja einkunnir af erlendum miðlum uppá gamanið og önnur sjónarmið.
    http://www.goal.com/en/match/48999/west-ham-vs-liverpool/player-ratings

  71. @ #80 KAR

    Þetta snýst ekki um Lucas hjá mér. Mér finnst hann fínn leikmaður. Þetta snýst heldur ekki um Matta, ég hef lesið ummæli frá honum og hann er alveg klár gaur.

    Er samt ekki í alvöru talað ekki hægt að láta eins og allir séu jafnir hérna inni? Þarf að niðurlægja notendur fyrir að vera með öðruvísi skoðanir? Hvenær var það síðan ákveðið að þeir sem fíla ekki Lucas séu heimskingjar sem skilja ekki fótbolta? Eiga ekki allir rétt á að segja skoðun sína án þess að vera rakkaðir niður með hroka og stælum?

    Ef ég væri einhverstaðar út í bæ og myndi segja t.d. mína skoðun á einhverjum leikmanni og það sem ég fengi til baka væri “þú skilur ekki fótbolta, hættu að horfa á fótbolta” þá myndi ég hugsa “djöfulsins fífl er þessi gaur, ég er farinn” í stað þess að fara kasta í hann tilbaka einhverjum rökum um Lucas.

  72. Eru menn almennt að halda því fram hér að Lucas sé vandamálið hjá Liverpool Kristján Atli? Ég get ekki betur séð en að það sé einungis einn aðili. Mér sýnist þú og þessi Matti frekar vera að æsa menn upp í þessa umræðu, sem örugglega flestir eru búnir að fá nóg af.

    Leitt að sjá líka að þér finnist í lagi að menn séu með hroka hérna bara ef þeir eru með sömu skoðanir og þú. Heldurðu að umræðurnar hér yrðu málefnalegar ef allir töluðu með sama stíl og þessi Matti?

  73. „Leitt að sjá líka að þér finnist í lagi að menn séu með hroka hérna bara ef þeir eru með sömu skoðanir og þú.“

    Þetta er ekki satt. Ég hef aldrei lokað á menn fyrir hroka, hvort sem ég er þeim sammála eða ósammála.

    Og nei, ég sagði aldrei að hroki væri æskilegur eiginleiki heldur bara það að hroki eða ekki þá hefði Matti samt rétt fyrir sér. Og ef þú heldur að það sé eitthvað einsdæmi að menn reyni að kenna Lucas um allt sem miður fer skaltu renna yfir ummælin í kjölfar síðustu tapleikja liðsins. Það er undantekningarlaust hópur fólks sem kemur hér inn eftir hvern tapleik og byrjar að röfla um Lucas og engan annan.

    Lucas var ekki góður í gær og átti sök á fyrsta marki West Ham, ásamt Gerrard og Meireles. Miðjan okkar bara svaf í því marki. En Gerrard og Meireles voru verri en Lucas að mínu mati, samt erum við ekki í umræðum um þá. Bara Lucas. Eins og alltaf.

  74. Lucas umræðan er komin á ansi lágt plan hérna ! Mér er skítsama hvort að Matti sé með hroka eða sé yfir höfuð bara rakinn hálfviti. Þekki manninn ekkert ! Menn verða að tala í staðreyndum en ekki upphrópunum. Ef að mönnum finnst Lucas svona slappur þá verða menn að koma með eitthvað til að styðja sitt mál. Eins ef mönnum finnst hann svona frábær. Hef hvorki séð góð rök frá Lucas andstæðingum eða Lucas stuðningsmönnum, ekki nokkur !! Það að 100 stuttar sendingar hjá honum í leik heppnist gerir manninn ekki frábærann ! Eða að ein slök sending geri hann lélégan ! Lucas er ágætur leikmaður. Það vantar talsvert upp á stöðuleikann hjá honum. Hann hefur átt frábæran leik og hann hefur átt afleitan leik. Hann er landsliðsmaður hjá einu besta landsliði heims, hann spilar í hverri viku fyrir LFC og hann hefur verið valin knattspyrnu maður ársins í Brasílíu. Ef hann er afleitur þá væri ekkert af þessu að gerast. En er hann frábær ? Nei hann er ekki frábær en ég myndi samt ekki seljann. Myndi vilja halda honum og byggja hann upp. Menn gleyma því oft að hann er ennþá nokkuð ungur.

    Strákar ekki vera rasshausar ! Talið eins og menn og hættið að ásaka hvorn annan um hluti bara fyrir það eitt að vera ósammála !!

  75. Frekar leiðinlegt þegar umræður fara út í þetta þrast sem er hér að ofan… (svona hálfgest pabbi minn er sterkari en pabbi þinn) Það er nú einu sinni þannig að skoðanir manna eru misjafnar eins og mennirnir eru margir (sem betur fer) ef allir væru eins þá þyrftum við ekki á síðu sem þessari að halda. Hvort menn eru með hroka eða ekki, skiptir að mér finnst litlu máli. Menn eru hér inni til að segja sitt álit á hlutonum og er það tilgangurinn með þessu öllu, eða er það ekki ? Okkur verður öllum á að missa okkur í umræðunni af og til, svona eins og gengur og gerist bara í lífinu og ekkert við því að gera. Við sem skrifum hér inn viljum að aðrir virði okkar skoðanir, virðum þá skoðanir annarra á móti. Sjálfum varð mér á að setja út á skrif hjá einum aðila sem skrifar leikskýrslur hér og var í kjölfarið (réttilega) mintur á að ég hefði farið út af sporinu í mínum skrifum. Blogg er til þess gert að einstaklingar geti viðrað skoðanir sýnar á hinum ýmsu málefnum, blogg er ekki spjall síða, þó að einstaka sinnum sé vitnað í það sem aðrir skrifa. Eins og ég sagði hér áðan þá eum við misjöfn eins og við erum mörg, og hvað þíðir það ? Einstaklingur sem langar að segja sitt álit á hlutonum og skrifar inn á bloggið (hvaða blogg sem er) og verður fyrir því að aðrir fara að setja út á það sem viðkomadi hefur að segja um hlutina, getur til að mynda fundið fyrir höfnun sem verður til þess að hann eða hún, finnist sem hann eða hún sé ekki verðug/ur til að setja inn, sitt álit á hlutonum… Þessum einstakling gæti til að mynda liðið illa af þessum sökum. Það sem ég er í raun að segja er að við eigum að virða skoðanir annarra og reina eftir fremsta megni að vera málefnaleg og það sem við uppskerum er ánægulegt blogg…
    Verum góð við hvort annað…
    Eigið góðan dag…

  76. þetta var ótrúlegur leikur hjá west ham.Það þýðir samt ekki að horfa fram hjá nokkrum atriðum sem truflar mig.Fyrst var það vörnin hún var vægast sagt slök og jafnleiðinlegt og það er að segja það þá var Carrager þræl slakur og seinn í þessum leik.Miðjan var slök og mér fannst eins og Gerrard hafi ætlað að komast frá þessum leik eins auðveldlega og hægt var.Það var ekki fyrr en í 2-0 að kallinn fór að sýna sitt rétta andlit.Og þá er það vinnuhesturinn kyut sem hefur ekki verið nærri því nógu góður til þess að spila í Liverpool treyju,þessi leikur var engin undantekning sendingar og fyrsta snerting vægast sagt ömurlegar.Nú eftir þennan reiðilestur þá er það spurningin hvað á kóngurinn að gera.Við vitum það að gerrard og carrager verða góðir á móti manu þeir skilja hvaða þýðingu þessi leikur hefur fyrir stuðningsmennina.Ég held að Kuyt þurfi bekkjarsetu og Joe cole mætti byrja inná svo vonar maður nátturulega að Carrol komi við sögu ÁFRAM LIVERPOOL

  77. Babu: Að tala um G.Johnson ekki sem lykilmann í þessu liði er bara fatlað. Hann, mereiles, Alltof sjaldan uppá síðkastið Gerrard, og Suarez eru einu mennirnir sem ég sé skapa einhvað. Já og núna nýlega Kelly.

  78. > . Mér sýnist þú og þessi Matti frekar vera að æsa menn upp í þessa umræðu, sem örugglega flestir eru búnir að fá nóg af.

    Ég svaraði tilteknum umræðum um Lucas í kjölfar þessa leiks. Ég vitnaði meira að segja í ummælin. Menn mega kalla þetta hroka. Ég hef bara enga þolinmæði fyrir stuðningsmönnum Liverpool sem kenna Lucas um allt þegar illa fer. Lucas var ekkert sérlega góður í gær en hann var margfalt betri en bæði Gerrard og Meireles. Lucas er þó a.m.k. að reyna að verjast í fyrsta markin, Gerrard stendur fimm metrum frá og glápir.

  79. Hvergi sagði ég að hann væri ekki lykilmaður. Var bara að fara yfir það sem fer í taugarnar á mér við hann. Hann er ekki besti bakvörðurinn okkar varnarlega og það kemur að mér finnst ekki nóg út úr honum sóknarlega. Það er gott og blessað að hann geti tekið menn á en það þarf að gera eitthvað af viti þegar þú ert kominn framhjá manninum, það hefur Johnson verið að gera of lítið af.

    Þetta er samt alveg lykilmaður hjá okkur eins og er, enginn að segja annað.

  80. Matti hefur rétt fyrir sér að þínu mati Kristján Atli. Þínar skoðanir á fótbolta eru ekki heilagur sannleikur.

    Svo er ég ekki sammála þér með að “hópur fólks” gagnrýni Lucas eftir tapleiki. Það eru yfirleitt um 2-3 sem gera það, sem er nú bara ekkert óeðlilegt þegar ummælin eru um 100. Það sem er óðelilegt eru viðbrögð þín við þessum “hóp”. Mér sýnist einmitt flestir vera sammála um að Lucas hafi tekið miklum framförum á þessu tímabili. Það er mun meira talað um aðra leikmenn eftir tapleiki t.d. Kuyt, Skrtel, Cole, NGog eða Maxi. Svo er það bara fullkomlega eðlilegt að menn gagnrýni hina og þessa leikmenn eftir tapleiki.

    Menn mega alveg hafa sýnir skoðanir á ákveðnum leikmönnum. Ég man ekki betur en að þínar skoðanir Kristján Atli á einum besta leikmanni Liverpool fyrr og síðar Steven Gerrard hafi oft verið ansi athyglisverðar svo ekki sé meira sagt, og ekki beint í samræmi við skoðanir fjöldans.

  81. Miðjan í gær var léleg en Lucas þó skástur á henni. Hinsvegar vill ég benda á að West Ham voru virkilega góðir í gær, það féllu nánast allir boltar með þeim (þeir voru rétt staðsettir).

  82. Var einhver góður í gær? Ég tók ekki eftir því? Suarez reyndi, Johnson hefur spilað verr, en það var enginn góður, ekki einu sinni stabíli maðurinn í liðinu, Pepe Reina.

    Þetta var ömurlegur leikur, menn spiluðu almennt langt undir getu og það er glatað, en það er bara þannig. Lucas var á pari við restina af liðinu, sem og aðrir, meira að segja gulldrengirnir Carra og Gerrard voru að spila einsog þeir væru 60 ára, blindir og með alvarlega greindarskerðingu, það er bara ekki í lagi.

    Mér finnst óþarfi að vera að draga einhvern einn út fyrir lélega spilamennsku, þegar allt liðið spilar illa, þá er ekki hægt að búast við því að einhvern einn taki á sig að redda málunum, fótbolti er samspil 11 liðsfélaga, það þarf að minnsta kosti bróðurpartinn af þeim fjölda til að halda góðu spili, 1-2, jafnvel þrír menn inná vellinum, sem eru ekki að eiga sinn besta dag, getur verið í lagi, það er að segja, leikurinn getur unnist á samspili restarinnar, en þegar að 11 manns (+ skiptingar), spila illa, þá er þessu bara ekki viðbjargandi.

    Nú er bara að vona að þessi hörmung sprauti smá hungri og geðveiki í þetta lið, Kenny, Carra og Gerrard messi nóg yfir restinni og menn komi bara allveg bandbrjálaðir inní næstu helgi, því að það er það sem að skiptir máli núna, er það ekki? Mig langar að minnsta kosti meira til að vinna scums og gera þar með okkar til þess að þeir komist ekki yfir okkur í titlum, heldur en að ræða meira um þetta stórslys sem átti sér stað í gær.

    Lifið heil!

  83. Djöfull er það fáránlegt að Rooney hafi ekki fengið bann fyrir þetta olnbogaskot. Hann hefði þ.a.l. átt með réttu að vera í banni gegn okkur.

  84. @59 Í fréttinni kemur fram að þeir þyrftu að vinna Chelsea til að komast í evrópukeppnina. Ef City, Arsenal eða Manchester United vinna FA cup fær 6. sætið í deild evrópusæti

  85. Djöfull er ég feginn að Rooney fer ekki í bann, vil frekar hafa hann drullulélegann inná en Berba eða Chikiskíta sem alltaf skora.

  86. Heheh en er mönnum sama að Coward Webb dæmi leikinn á Laugardaginn ? Þetta segja slúðursíðurnar 🙂

  87. Afsakið off-topic drengir.

    En ég sá hér í þræði á undan að menn voru að tala um SKY stöðvarnar.
    Ég er alvarlega að spá í að kaupa mér pakkann, móttakara og disk og smella mér á áskrift hjá SKY.

    Ég er hins vegar með smá spurningu, því ég er einsog svo margir hérna, háður Liverpool FC og þarf að sjá alla leikina í beinni.

    Ég veit nefnilega að leikirnir á laugardögum kl. 15.00 er ekki sýndir á SKYSports, útaf einhverri skrýtinni reglu í Bretlandi. En eru það einu leikirnir sem eru ekki sýndir á SKY (eða annarri stöð sem kemur í pakkanum)?
    Ég gæti nú alveg lifað það af að streyma einn og einn leik hjá Liverpool sem er kl. 15.00 á laugardegi, eða farið á pöbb. En eru þeir það margir?

    Semsagt:

    1) Er maður að missa af mörgum leikjum hjá Liverpool? (og stóru leikjunum einsog chelski vs. man utd).

    2) Er þörf á að kaupa ESPN aukalega?

    Væri virkilega hjálplegt að fá svar frá fellow Púllara hérna á síðunni sem er með eða hefur verið með SKY pakkann.
    Er þetta ekki annars málið?

    Með fyrirfram þökk.
    Jói

  88. Góður punktur 102 því fyrra brotið á sannarlega skilið rautt spjald og bann líkt og hjá rooney en seinna myndbandið er að mínu mati gult spjald þar sem ekki virðist um ásetning að ræða í uppstökkinu.
    Sýnir bara en og aftur hvað besta deild heims er í rauninni komin stutt á veg í þessum efnum því fyrst þarf dómarinn að vita nafn leikmannsins sem braut svo í hvaða liði hann er áður en ákveðið er hvernig taka skal á brotinu og fa er nú ekki að fara að taka á stærstu stjörnunum ef hjá er komist sérstaklega ekki mönnum sir red nose

  89. Það verður bara gaman að haf Rooney með á móti okkur, gaman að sjá fílusvipin á honum þegar þeir tapa…

  90. selja jova, lucas, poulsen, ngog, aurelio, konchesky, skrtel, maxi, og eitt sem eg skil ekki hja mörgum stuðningsmönnum liverpool er það að segja að lucas se goður??? hvað er að?? lucas hefur EKKERT til að gera okkur liverpool stuðningsmenn bjartsyna.. a meðan hann er fastur maður i byrjunarliði þa vinnum við ekkineitt..

  91. Er sammála #106… Það má selja einhverja leikmenn t.d. jova, poulse, aurelio, en hina vil ég ekki selja… Persónulega er ég ekki sammála því að Lucas sé lélegur leikmaður… hann hefur verið að standa sig að mér finnst (ath mér finnst) einna jafn best undanfarið… er duglegur að koma aftur og ná í boltan og er sífelt á hreifingu, meira en aðrir leikmenn…. Bara mitt álit…

  92. Sá ekki leikinn í gær en miðað við það sem ég hef heyrt og lesið þá var spilamennskan ekki burðug, sérstaklega í fyrri hálfleik.
    Ég er að fara út á United leikinn og svona frammistaða dregur svolítið úr tilhlökkuninni fyrir þennan leik. Vona að ég verði ekki vitni að algjörri skitu gegn erkifjendunum næstkomandi sunnudag !

  93. Lucas er fínn squad player til þess að eiga. Það eru margir aðrir sem mér finnst að ætti að vera í forgang að losa sig við eins og Jova,Poulsen, Maxi og Co.

  94. 103: Ég var með sky-pakkann í nokkur ár og hef ekki verið með hann í sennilega tvö tímabil núna. Kaupi Stöð2Sport2.

    Það eru nokkur atriði sem þú þarft að velta fyrir þér. Hvað tímirðu að borga fyrir þetta og hvað viltu fá mikið af sjónvarpsstöðvum? Ég tók þann kost að hætta í allri áskrift en ég fæ ca. 15 opnar entertainment stöðvar, BBC 1,2,3 og 4, ITV 1, 2, 3 og 4, Channel 4, E4 ofl. góðar stöðvar. Áskriftin var komin upp í 10.000 á mánuði + óöryggi vegna kortsins en þú getur þurft að borga 40-50 þúsund fyrir kortið (örugglega meira núna) og ert ekki öruggur um að það virki forever. Ætti þó að virka í amk. 3 ár.

    Pakkinn allur, afruglari, móttakari og allt kostaði mig á sínum tíma um 120.000, þar af sky+ afruglari á 80.000. Núna er hægt að fá sky HD afruglara og fullt af HD stöðvum ef þú ert ekkert að hugsa um peninginn. Þá er líka hægt að fá virgin media og freeview á miklu minni pening. Veit þó ekki hverjir eru með þetta hérna. Kynntu þér málið hjá t.d. svar, selja.com ofl. og fleiri. Það er fullt af góðu stöffi á ókeypis stöðvunum en þá sérðu náttúrulega lítinn fótbolta (þó CL á ITV) og ekkert Liverpool.

  95. 102 – Michael Brown var búinn að vera lemjandi Liverpool menn í þessum leik og fara í tveggja fóta tæklingar án þess að fá spjald (kannski gult). Gerrard gerði það sem allir stuðningsmenn vildu gera og líklegast allir Liverpool leikmenn inná vellinum, eini sem hafði kjark í það ! Seinna myndskeiðið er nú varla merkilegt og gæti allt eins verið óvart, maður hoppar ekki uppí skallabolta með olnboganna meðfram síðunum..

  96. Lucas er akkúrat maðurinn sem við þurfum að hafa á miðjunni. Hann sækir boltann aftur til varnarmanna og kemur honum á þá miðjumenn sem framar liggja. Þegar þessir miðjumenn (Gerrard og Meireles) eru með boltann, þá býður Lucas sig svo menn geti spilað stutta þríhyrningar og komið sér í betri stöður til að sækja. Það er ekki hægt að sakast við hann þegar hinir miðjumennirnir eru að standa sig ömurlega, eða þegar varnarmenn (með Carra í broddi fylkingar) ákveða að bomba boltanum fram og sniðganga alveg miðjuna.

    Ég er alls ekki að segja að Lucas sé fullkominn leikmaður og það er margt sem hann getur bætt, þrátt fyrir að hafa bætt sig gríðarlega á undanförnum árum. En að mínu mati er hann nákvæmlega maðurinn sem við þurfum að hafa með hinum miðjumönnunum ef vil ætlum að spila flottan pass and move fótbolta. Ef við ætlum bara að spila kick and hope eins og við gerðum undir Hodgson og eins og við gerðum í gær, þá gagnast Lucas okkur ekkert sóknarlega.

    Annars var Lucas slakur í gær, eins og allt liðið.

    Að öðru. Ég er farinn að hallast að því að við munum ekki vinna nokkurn skapaðan hlut á meðan Carra og Gerrard eru fastir menn í byrjunarlið. Þeir eru frábærir leikmenn og hafa verið ómetanlegir fyrir klúbbinn, en til að byggja upp eitthvað veldi þá held ég að mænan þurfi að vera á svipuðum aldri og á að spila saman í nokkur ár. Nú erum við með Kelly, Wilson, Lucas, Suarez og Carroll sem allir eru ungir og ég tel að eigi eftir að vera lykilmenn næstu árin. Meireles er svo aðeins eldri, en á þó enn eftir sín bestu ár. Okkur vantar að bæta við mönnum á þessum aldri og byggja á því. Carra, Gerrard og Kuyt hafa allir verið frábærir fyrir klúbbinn, og ég vil hafa þá áfram. En við verðum að finna aðra í þeirra stöður og þeir verða að fara að fá meiri bekkjarsetu.

  97. Veit einhver hvaða dómari mun dæma leikinn við Manchester United?
    Við erum svo gott sem búnir að tapa ef Coward Webb fengi þann leik.

  98. Þeir sem ættu að koma til greina eru Andre Marriner, Alan Wiley, Mark Riley og Howard Webb. Vill ekki sjá Webb stýra þessum leik enda dæmir hann allt Man Utd í hag.

  99. @ 112

    “Ég er farinn að hallast að því að við munum ekki vinna nokkurn skapaðan hlut á meðan Carra og Gerrard eru fastir menn í byrjunarlið”

    Ég hef lengi haft þessa sömu tilfinningu, því miður.

  100. Gerrard á bara heima á bekknum í næsta leik. Hann var svo þvílíkt ömurlegur á móti West Ham að hann á ekki skilið að byrja á móti Man Utd.

  101. @HeyJoe 270
    Hvaða máli skiptir þetta atvik? Þetta gerðist í leik sem Wilshire man örugglega varla og gerðist fyrir mörgum árum. Með sömu rökum má segja að Wilshire hefði mátt fótbrjóta leikmann Birmingham í leiknum vegna þess að það gerðist í leik liðanna fyrir þremur árum.

  102. Phil Dowd Referee for sunday against mancester united. Jæja ánægður með þetta,

  103. Mikið finnst mér að það sen sett er hér inn sé gert í mikilli reiði (skil það svo sem að vissu leiti)… en mér finst það bara mjög skrítið að það sé verið að tína til einhverja leikmenn og telja þeim allt til foráttu og þar fram eftir götunum og þeim jafnvel kent um allt sem miður fór í síðasta leik, sem vara nákvæmlega allt, ekki bara hjá einhverjum einum leikmanni heldur öllum, öllum. Gerrard hefur verið drifmótorinn í þessu liði um langt skeið og er það enn, og mun verða áfram, enda einn besti leikmaður sem spilað hefur með Liverpool ever. Hann var að spila sinn fyrsta leik eftir að hafa verið frá í þrja leiki… Ég ætla ekki að fara verja Gerrard neitt í þessum leik, enda vara hann arfa slakur eins og flestir ef ekki allir,en að segja að hann eigi að vera meira á beknum, það finst mér ekki rétt. Það munu alltaf koma slakir leikir inn á milli hjá öllum liðum og þar er Liverpool engin undartekning. Eftir að Daglish tók við og við fórum að vinna leiki (þar til núna) hafa menn verið mjög jákvæðir og bjartsýnir um framhaldið. Við skulum ekki gleima því að það er mikð búið að ganga á innan félagsins á öllum vígstöðum og það er bara þannig að það getur tekið tíma að koma hlutonum á rétt ról. Og ég held að við séum á réttri braut þó svo að þessi leikur hafi tapast. Sannir atvinnumenn gleima þessum leik og setja alla sýna einbeitingu á næsta leik og ekki veitir núaf þar sem (fucking) Man Utd eru þar á ferð. Og við sem sannir stuðningsmenn ættum að gera slíkt hið sama og snúa okkur að næsta leik. Ekki misskilja mig, auðvitað eiga menn að segja sitt álit á því sem miður fór í síðasta leik. En mér finst bara að menn séu aðeins að missa sig í umræðunni og að velta þessu öllu yfir á nokkra leikmenn og þeir rakkaðir niður svo um munar… Ég er viss um að Daglish og hans menn munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gleðja okkur í næsta leik…
    Og ég er viss um að Gerrard og Carrager verða báðir í liðinu í næsta leik… og er bara ánægður með það….og eins og alltaf þá fer ég í þann leik eins og aðra leiki til að vinna hann og við tökum þá 2 – 0….
    Áfram LIVERPOOL YNWA

  104. Ekki er nú öll vitleysan eins …

    Á Gerrard á heima á bekknum gegn Utd … maðurinn hefur dregið klúbbinn einn síns liðs lengi vel síðan 2004. Svo á maðurinn einn slakan leik rétt stigin uppúr meiðslum, á sama tíma og allir í liðinu eru slakir og eitt undrabarn (sem fær meira að segja fjóra þumla upp) vill setja manninn úr liðinu og þá væntanlega fá Poulsen eða Spearing í liðið á hans kostnað.

    Og hvað varðar þessi atvik með Gerrard & Rooney – bara af því einhver annar hefur gert það sama og komist upp með það réttlætir ekki hitt brotið eitt og sér. Þessi atvik eru nákvæmlega ekkert tengt og FA hefur langa sögu sem sannar það að samræmið í dómum og ákvörðunum þeirra er nákvæmlega ekkert – því er ekkert samasem merki á milli þessara aðila annað en að búningur þeirra beggja er rauður.

    Rooney átti að sjálfsögðu að fá 3 leikja bann og það sama gildir um Gerrard. End of. Skítleg framkoma hjá báðum leikmönnum, þá vitna ég í atvik Roo um helgina og Gerrard gegn Brown, hvort menn telji hann hafa átt þetta skilið eða ekki þá skiptir það ekki máli, sömu reglur gilda um alla sem spila í þessari deild.

    Ég er að komast á þá skoðun að miðjan sé að komast ofar og ofar með hverjum leik yfir þá stöður sem við þurfum að styrkja í sumar. Gerrard hefur ekki fúnkerað sem skyldi á miðri miðjunni í áraraðir, hann nýtist langtum betur framar á vellinum og þar fyrir utan eigum við eingöngu varnarsinnaða miðjumenn. Það væri mjög mikil einföldun að segja “okkur vantar miðjumann eins og Xabi” , því þeir eru ekki margir þarna úti. Á meðan við höfum ekki betri/hraðari skapandi leikmenn á vængjunum munum við alltaf eiga í vandræðum þegar við spilum með tvo afturliggjandi miðjumenn. Maður hefur blótað því í hverjum leik síðan í byrjun Feb að hafa ekki náð að klára Adam dæmið. Við verið í vandæðum (og meiðslin ekki hjálpað til) síðan þá, sérstaklega á miðjum vellinu. Þetta margumtalaða jafnvægi í liðinu hjá okkur er ekki til staðar og hefur ekki verið lengi, eins og comment #121 bendir á.

  105. @Hey Joe #103

    Ég bý í Englandi sem stendur, og maður er ekki nógu ánægður með Sky. Ég persónulega er ekki í áskrift hjá þeim, en allir íþróttabarir eru það, og Sky virðast bara ekki hafa nennu í að sýna leiki á mörgum stöðvum, þeir taka Birmingham í Carling fram yfir Liverpool í deildinni, þeir sýna Europa League leikina mjög sjaldan, og þeir deildarleikir sem að lenda á virkum dögum eru bara satt besta að segja í stöðugri óvissu.

    Ég er allaveganna ekki nógu sátt við þetta.

  106. 103:

    Kíktu á http://www.skrifa.com

    Maðurinn með þessa síðu er mikill snillingur sem veit nákvæmleg allt um þetta, ekki hika við að hringja í hann og fá upplýsingar.

    Kv Haukur

Liðið gegn West Ham komið

Opinn þráður: YNWA (Uppfært: auglýsingar)