Liðið gegn West Ham komið

Liðið sem ætlar að reyna að sigra West Ham í dag er komið og er sem hér segir:

Reina

Kelly – Carra – Skrtel – Wilson – Johnson

Gerrard – Lucas – Meireles

Kuyt – Suarez

BEKKUR: Gulacsi, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Maxi, Cole, Ngog.

Sem sagt, 3-5-2 aftur í dag með væntanlega Johnson og Kelly sem vængbakverði. Danny Wilson fær stóran séns, fyrsti byrjunarleikur hans í Úrvalsdeild eftir tvo góða Evrópuleiki í byrjunarliði. Gerrard er heill (hjúkk!) á miðjunni og Suarez slæst í hóp með Kuyt frammi.

Líst vel á þetta. Koma svo!

148 Comments

 1. Verulega sáttur með þetta lið, Wilson á allan rétt á að vera þarna eftir tvo góða leiki… og að vera búnir að fá Gerrard aftur er bara frábært… held að þetta lið eigi að valta yfir Hamrana… Suarez kemur inn hungraður í að spila og á öruglega eftir að setja í það minsta eitt….
  Enn og aftur frábær uppstilling… Hefði viljað sjá Cole í byrjunarliðinu, en hvern ætti að taka út… bara gott að hafa hann til taks upp á skiptingar…

  Mín spá….. West Ham 0 – 4 Liverpool

  Já ok kanski svoldið dgörf spá, en Daglish hefur bara þessi áhrif á mann…
  Áfram LIVERPOOL…. YNWA

 2. Síðasti deildarleikur kippti manni svolítið niður af bleika skýinu en ég ætla að segja 2-1 fyrir liverpool.

  YNWA

 3. Ég var svo viss um að Cole myndi byrja þenna leik, miðað við það sem KKD er bínn að vera a ð segja undanfarna daga…

  Lýst vel á þetta lið!

 4. Vonandi nær liðið að sýna getu sína eftir tvo hryllilega evrópuleiki.

  Skemmtilegt lið og frábært að það sé verið að nýta ungu leikmennina í þetta lið. Allt of lengi búið að vera að spila á eldri leikmönnum sem eru ekki að spila á 100% getu.

 5. Þetta er klárlega 3-5-2 kerfið sem hefur reynst okkur vel með þessa leikmenn okkar… Stórkoslegt að sjá Gerrard aftur ! Hann mun klárlega bæta við sóknarleikinn hjá okkur.. É heynleg neita að trúa öðru en að við leggjum Hammrana í dag og VONANDI gerim við það sannfærandi! Og spennan er hvort Mereles haldi áfram uppteknum hætti og setji eitt gullfallegt 😉

 6. Ef Suarez skorar 2 + þá kaupi ég treyju á morgun.

  Koma svo, rústum þessum leik.

 7. Nú er veið að tala um það í miðlum á Englandi að verið sé að gera klárt fyrir Daglish að gera lengir samning, talað um tvö ár… En að Daglish vilji fá fjögur ár….. Ef við vinnum í dag er ekki hægt annað en að ráða manninn áfram… Eða er það ekki rétt ?

 8. Var á Sparta leiknum……fann fyrir sterkri trú þar…..spái 0-3 sigri og 4 sætið verður okkar þegar þetta er yfirstaðið..

 9. Gaman að sjá Danny Wilson í sinni stöðu(ekki að hann hafi verið léglegur í bakverðinum). Cole kannski ekki kominn í leikform en kemur inná og setur hann 2-0, vörnin okkar of góð .-)

 10. Fowler í settinu á Sky Sports, það gerist ekki mikið betra en það!

 11. Ætla að leyfa mér að grobba mig af því sem ég held að ég sé búinn að finna út.

  Þegar KD er að mæta tveimur senterum og liði sem beitir long ball stillir hann upp þriggja manna vörn. Eini feillinn minn var að Agger er ekki klár og mikið er ég glaður að sjá Wilson inni og að Gerrard er heill.

  Er bjartari í dag en ég var í gær. Sigurvonin er töluverð núna held ég…

 12. Raggi #14, Nákvæmlega þetta er rétti andin…. er þér hjartanlega sammála….

 13. Ég er staddur í Florida í fríi og ég lét hótelið vekja mig núna í morgun (08:00) á tímanum hérna til þess að ég gæti streamað leikinn.

  Er ekki viss um að maður hefði gert það með Roy nokkurn Hodgson enn við stjórnvöllinn.

  En áfram Liverpool, 1-3 fyrir okkar mönnum.. Suarez með 2 og Meireles heldur áfram.

  YNWA

 14. Væri best ef Kuyt væri ekki þarna. Eg segi að hann verði lélegasti maður í dag í Liverpool liðinu.

 15. Eyþór ekki vera naut! Þú ert að tala um leikmann sem leggur sig 100% fram í hverjum leik og bjargaði okkur frá Spörtu Prag í síðasta leik.

 16. Ég er ósammála Eyþóri #22m, held nefnilega að Kuyt geti fúnkerað mjög vel frammi með Suarez. Hann hefur ekki verið góður á kantinum á tímabilinu svo ekki meira sé sagt en mér finnst hann hafa verið frekar góður sem framherji.

  Mér lýst mjög vel á þessa uppstillingu og byrjunarliðið er okkar sterkasta, vantar bara Agger og Carroll. Býst við öruggum sigri í dag!

 17. Veit einhver um einhverja góða stream-síðu, aðra heldur en atdhenet.tv?

  Væri frábært ef einhver lumaði á eins og einni 🙂

 18. jæja fannst þetta liggja í loftinu, finnst menn vera leyfa west ham að dúlla sér alltof mikið fyrir utan teig og bjóst ég reyndar við því að hamarinn myndi setja eitt fyrir utan heldur en parker.

  Nú er bara að girða sig í brók og láta tuðruna ganga aðeins í gegnum el capitano sem hefur ekkert tekið þátt í þessum leik

 19. taka svefnpokann af Lucas, heldur alltaf að hann hafi allan daginn til að gefa boltann frá sér

 20. Ég hlakka til að sjá Liverpool flétta saman 4+ sendingar. Hef hingað til ekki séð það gerast í leiknum…..

 21. Hitzelsbeger, Parker og Noble eru að pakka okkar mönnum saman á miðjunni.

 22. Eyþór á hvaða leik ert þú að horfa?

  Held þú ættir frekar að horfa á Lucas og athuga hvort þú finnir Gerrard, getur farið í svona hvar er valli leik með hann. Svo eru menn alltof duglegir við að dúndra boltanum fram á suarez, hann vill fá boltann í lappir ekki háar hreinsanir

 23. Það lítur út fyrir að okkar menn hafa fengið aðeins of staðgóðan morgunmat. Þeir verða vonandi aðeins léttari á fæti í seinn hálfleik.

 24. Menn virðast ekki ætla geta hrist af sér Prag slenið. Ótrúlegt að sjá þetta sama lið í dag og lagði Chelsea fyrir nokkrum vikum síðan. Vonandi að þetta komi í seinni.

 25. Bleika skýið er horfið og mér lýst ekkert á það hversu auðveldlega Parker, Noble og Hitzlsperger eru að spila sig upp völlinn án þess að fá mótspyrnu. Lucas er sá eini sem er að djöflast í þeim.

  Við eigum samt séns. Maður má ekki vera of neikvæður. En það er bundið við það að #8 ákveði að taka þátt í leiknum.

  ÚFFFF…..
  Nú var minn maður Kelly að togna. Mjög vont að sjá þetta.

 26. Menn þurfa að vera grimmari á síðasta þriðjungi vallarins. Gott að sjá að liðið reynir að spila sig upp völlinn, í stað langra sendinga.
  Varðandi commentið frá Eyþóri þá er það vart svaravert, þetta er svona DO syndrome.
  Kely farinn. nú verður breytt í 4-4-2

 27. ohhhhhhhhhhhhhh helvítis helvíti að missa kelly út af, en Joe cole fær þá tækifæri til að láta láta ljós sitt loksins skína á móti sínum uppeldisklúbb

 28. Líst vel á að fá Cole inná..

  Farið nú að gera eitthvað Liverpool KOMA SVOOOOOOOOO

 29. Hingað til að þá hafa West Ham menn verið grimmari ef frá skal telja fyrstu 10 min. Þeir eru grimmari í alla 50/50 bolta og vinna þá fyrir vikið, þeir eru að pikka upp 2nd boltana og eru að fá færi upp úr þeim og svo er Gerrard ekki að ná að skapa neitt á miðjunni og sýnir okkur bara hvað við þurfum mikið á slíkum manni að halda í hópinn.
  Og þá meiðist Kelly og Cole kemur inná, gæti/ætti að vera sá leikmaður á miðjunni sem að tekur menn á og skapar pláss og færi fyrir sína menn, vonandi gerist það í þessum leik!!

 30. Það þarf aldeilis að lesa yfir hausamótunum á liðinu í hálfleik. Algjör hörmung.

 31. Besta tilraun liðs til að reyna að vera 0% með boltann sem ég hef séð.

 32. Joe Cole er bara farþegi í þessu liði. Ótrúlegt hvað menn halda að hann muni einhvern tímann koma aftur

 33. Jamm, við erum að steinliggja fyrir lélegastaliði deildarinnar og það sanngjarnt.
  Ekkert nema þrumuræða í hálfleik og alger umskipti geta reddað okkur í dag.

 34. þetta er alveg steikt. hvað hefur gerst? vantar alla baráttu í liðið. aðeins að bíða með að gefa dalglish samning? frekar sveitt. síðustu þrír leikir verið ömurlegir. og svo núna þessi fyrri hálfleikur, algjört rugl.

 35. Hitzlsperger og Ba eru nú að bæta þetta lið hrikalega mikið og ef þeir spila svona þá falla þeir ekki.

 36. Eitt skot á markið á 45 mín á móti West Ham segir allt sem segja þar. Því miður er ekki hægt að þræta fyrir að staðan sé sanngjörn 2-0. West Ham hafa litið út eins og Barca á köflum og það versta er að þeir eru sjálfir farnir að trúa því.

 37. Þið sem eruð að skíta yfir einstaka leikmenn vil ég spyrja að þessu: er einhver leikmaður Liverpool að spila vel í þessum leik?

 38. Það er í raun stórmerkilegt að sjá Lucas sem varnartengilið stjórna spilinu hjá Liverpool meðan mennirnir framar á vellinum eru í tómu rugli þegar þeir fá boltann. Gerrard er afleitur, Meireles slakur og Suarez varla með. Er á því að Gerrard eogi að vera í holunni því það er hans alngbesta staða.

 39. Sorglegt að sjá að það er ekkert að gerast í þessum leik sem gæti kallst breyting frá síðari tímum.. hvað er málið með Gerrard hann er ekki að nenna þessum leik og að hafa þessa 5 manna vörn er bull. þetta er ekki góð lýsing á þessu liði. þarf að setja einhverjar tennur í það því eins og er gætum við ekki haldið jöfnu á móti U 18 liðinu okkar.

 40. Kelly tognaður aftan í læri. Sjáum hann ekekrt næstu 3-4 vikurnar.
  Fínt lið þarna inná samt, utan kyut, en menn eru bara á hælunum. Engin barátta og hamrarnir fá bara trekk í trekk að koma hlaupandi á vörnina.

 41. Það er alveg magnað hvað við getum aldrei blautann á móti lélegustu liðum deildarinnar. Þetta West Ham lið er að fara mæta Stoke næstu helgi og á pottþétt eftir að skíttapa þeim leik.

 42. Þarf ekki að kaupa fleiri lukasa. Ég skil ekki þessa helvítis ofurtrú á þessum lélegasta brassa allra tíma. Lucas er án efa einn lélegasti leikmaður Liverpool allra tíma. Útaf með hann strax.

 43. Textinn er „You will NEVER walk alone“ en ekki „We will only walk with you when things are fine“.

  Merkilegt hvað menn geta skitið á Cole eftir einungis 5 mín á vellinum. Svo ekki er minnst á hvað menn eru fljótir að gleyma hver bjargaði okkur í vikunni.
  Ég man eftir leik á móti miklu betra liði þar sem staða var 3-0 í hálfleik. Endaði með dollulyftingum.
  KOMASVO! YNWA!!!

 44. Ætla menn ekki að fara að verja Lukas. Reyndar eru leikmenn í þessu liði sem geta ekki blautan skít.

 45. Hryllileg frammistaða, hjá liðinu öllu. Enginn undanþeginn þar.

  Nú þurfum við að sjá úr hverju menn eru gerðir takk!

 46. Steini, hvernig er einn besti Liverpool leikmaður allra tíma búinn að standa sig með honum á miðjunni?

 47. Þetta er skandall. Hafliði það er rétt það er engin að geta rassgat þarna sko. Ég auglýsti eftir Gerrard ekki vegna þess að hann væri sá slakasti heldur vegna þess að ef við ætlum að eiga breik í leiknum þarf hann að mæta og í kjölfarið mæta hinir með honum….

 48. Jæja… leikmennirnir hafa ekki áður hitt King Kenny í hálfleik í stöðunni 0 – 2 … Hræddur um að hann lesi vel yfir mönnum og þá sérstaklega Gerrard sem á að vera leiðtogi liðsins!

 49. Leikmenn eru ekki mætti til leiks… Nú verða menn bara að koma ákveðnir í seinni hálfleikin…. Fisnt Lucas ekkert lélegri en aðrir menn, get ekki betur séð en að hann sé sá eini sem er að bjóða sig, kemur ávalt aftur að ná í boltann….Wilson er ekki að valda þessu verki og ég er viss um að honum verður skipt út í hálfleik…. Komum svo til baka og náum í þrjú stig…..

 50. Ég er sammála því að allt liðið er að hryllilegt í þessum leik og enginn undanþegin. En lucas er ekki lausnin á miðjunni okkar hann er ömurlega lélegur í fótbolta.

 51. Lucas spilar boltanum og er að finna menn framar á vellinum. Það er hans hlutverk. Það gerði hann vel stærstan hluta hálfleiksins. Hvað gerður þeir sem spila framar á vellinum? Það var nú heldur lítið að mínu mati og ekki skapa þeir hætu við mark West Ham. Sjálfsagt er það Lucasi að kenna eins og allt annað:-(

 52. Kelly virtist vera sá eini sem hafði áhuga á þessum leik. Missum hann fyrir Joe Cole sem vonast væntanlega eftir að komast frá þessu án þess að óhreinka sig mikið.

 53. Setjum eitt mark fljótlega og þá fáum við hörkuleik.

  Koooma svoooo!

 54. West Ham voru að gera frábæra skiptingu, Meireles útaf og Ngog inn ! bíddu…. ?

 55. Hvað er að mönnum hérna! Átti hann að setjas Poulsen inná?

 56. Þeir eru eins og hauslausar hænur þarna inná, hvað varð um þetta pass and move?

 57. og eins og venjulega hefst hefðbundið niðurrif samhliða slökum leik, meðal lesenda Kop.is.

 58. Finnst eins og West Ham meigi beita eins mikilli hörku og þeir vilja.

 59. Shit….ég hefði aldrei trúað því að liðið ætti eftir að verða niðurlægt á öllum sviðum fótboltans af botnliði. Hvað er eiginlega í gangi hjá liðinu?

 60. Hafið þið áður séð ömurlega markmenn toppa á móti Liverpool? Hversu týpiskt er þetta helvíti?

 61. Er einhver með gott stream á þennan Liverpool leik. Held ég sé búinn að vera að horfa á einhvern allt annan leik…..

  haha

  haha

  ha?

 62. ef það hefði komið mark hja west ham utaf þessu horni sem hann fekk að taka aftur. shit

 63. Sálfræði er frekar stór þáttur í þessu sporti eins og öllu sporti reyndar og þar stöndum við liverpool menn bara illa! erum góðir á móti góðum liðum en drullum svo uppá bak á móti lélegum liðum, það kemur getu ekkert við heldur haus þeirra leikmanna sem eiga í hlut og það virðist því miður vera þannig að menn eru bara einfaldlega ekki sterkir andlega í dag. og djöfull vildi ég að þetta tímabil væri búið og við værum þi þessu sæti sem við erum í! og svo að það komi miklar breytingar á hópnum í sumar, 8 út og allavega 5 inn!

 64. Svaf Pacheco nokkuð hjá konu Daglish!?!?!? Hvar er hann?? Hann væri töluvert skárri þarna inná en Ngog sem er eins og steingeldur hundur!!
  Hvar hefur Cole verið síðan hann kom inná??
  Ég bara trúi því ekki að við séum að spila svona gríðarlega illa með nánast okkar sterkasta lið inná, kannski Kuys út og Carroll inn þá væri það sterkasta liðið….úff!

 65. Fyrirfram var þetta 50/50 leikur… og þetta er ekki að falla með okkur í dag frekar en gegn Wigan í seinasta deildarleik síðan gátum við ekkert í 2 evrópuleikjum í millitíðinni…

  Við erum ekkert betri en þetta, ef hverju erum við með 3 miðverði ??? hallo ??? 3 miðverði og djúpan miðjumann.. hallo ????

  Fimm manna varnarlína, djúpur miðjumaður,enginn kantmaður hljómar etta líklegt til árangurs ????

  Þurfum alvöru þjálfara, við erum að spila með sama leikkerfi og Evans notaði oft með hörmulegum árangri…

 66. Bíðum aðeins Hægir.

  Wilson er í ruglinu og er að sýna lélegasta varnarleik se eg hef séð í úrvalsdeildinni.

  En hvað var í gangi í þessu horni rétt áðan??? var þetta ekki hendi og viljandi hendi og jafnvel rautt spjald? leikmaðurinn sá alveg að boltinn fór ut ur hornboganum og tekur boltann upp með hendinni viljandi. Þetta atvik verður rætt í blöðunum á morgun það er á hreinu. Eitt það skondnasta sem eg hef séð.

  og já greyjið Suarez er GALEINN frammi og ég vorkenni honum en þegar hann fékk eina sendingu LOKSINS þá snyr hann varnarmanninn frábærlega af sér og viðbjóðslega óheppinn að skora ekki úr þröngu færi með varnarmann nagandi sig á meðan…

 67. Jæja lítum á björtu hliðarnar,það vantaði greinilega húmor í þennan dag svo Liverpool ákvað að bjóða uppá brandara…

  West ham eru að verða þreyttir þetta fer allt að koma:)

 68. Vá hvað þetta eru vitlausir dómarar, west ham leikmaður neglir boltanum í andlitið á samherja sínum en samt fá þeir innkastið. Fáránlegt

 69. Þetta er nú alveg….eru þessir dómarar alveg heimskir?? Þetta er verri dómgæsla en í Malarvinnslubikarnum á Austurlandi (Utandeildinni!!!)

  Green að eiga góðan leik, alveg dæmigert!

 70. Ef við skorum eitt þá skorum við annað!!!
  Þetta er allt í sjálftraustinu

 71. Mikið rosalega er ég búinn að fá nóg af Ngog…hann er búinn að fá sýna sénsa og klúðra þeim öllum. Vill leifa einhverjum öðrum ungum leikmanni að fá að spreyta sig!!

 72. Væri ekki ágætt (svona í alvöru, hugsið seinustu leikina sem hann fékk) að hafa Babel með okkur núna, sterkan og teknískan mann frammi sem klárar færin!!!! Væri alveg til í að hafa hann, allavega eins og staðan er núna! Ngog er ekki með þetta, alls ekki!

 73. Hehe….hvað er Torres kominn með mörg fyrir Chel$ki?? Hættu þessu rugli með hvernig hann er að standa sig hjá nýju liði!
  Hann var að skora þegar að hann fékk sénsa, right?? Ég væri allavega til í að hafa hann í backup eins og er!! Skárri en að hafa Kuyt þarna hlaupandi um allt eins og óður rakki á eftir rollum!

 74. Ngog er buinn að skora 1 mark í siðustu 20 leikjum!! segir sitt um gæði! og kolvitlaus taktik sem er notuð í þessum leik, nuff said.

 75. Þetta er einfaldlega arfaslakt hjá okkar mönnum. Það er auðvelt að vera með sleggjudóma og segja að þessi og hinn sé hörmulegur og það eigi að selja hann strax.
  Staðreyndin er hins vegar sú að allt liðið er slakt, þá skiptir það engu máli hvort fyrirliðinn okkar sé týndur eður ei.
  Þeir þurfa bara að rífa sig upp af rassgatinu og gera eitthvað af viti. Suarez og Johnson byrja þetta ágætlega : )

 76. Og ég sem að héltað með Kenny myndum við fara að spila betri bolta !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  Ef að þetta er það sem koma skal þá vil ég ekki sjá hann áfram sem stjóra Liverpool.

 77. Jesús pétur Skrtel maður lifandi hvað hann er lélegur. Og hvað var málið með sendingarnar hjá Gerrard í dag. Jæja gengur bara betur NÆST

 78. jesús minn þetta var slappt !!!! þurfum að losa okkur við skrtel og Joe cole … þvílíkir farþegar í þessu liði

 79. Skrtel er lélegasti varnarmaður í heimi. Ég vona að hann verðir hakkaður í pylsur eftir leikinn.

 80. Suarez er stór jákvæður punktur við þennan leik, það skapaðist alltaf hætta þegar hann fékk boltann, held að taktíkin fyrir næsta leik ætti að snúast um að dæla lágum boltum á hann

 81. Guð min fukking almáttugur… ef þetta er liði sem á að taka á manchester united næsta sunnudag þá neita ég að mæta í vinnu næsta dag til að láta untd skíthæla hlæja endalaust að manni fuck this…. takktu þetta 532 kerfi þitt, ngog og kveiktu í því.

 82. Það var ekki bara Skrtel. Reina átti að verja þetta (þeas 3. markið)

 83. Strákr Skrtel er einn sá slakasti i bransanum og hefur synt það látlaust í allan vetur en við getum ekki litið framhjá varnarleik wilson í dag þótt hann sé ungur. Hann gat td mætt Cole eftir að hann tók Skrtel í nefið og hann gleymdi alltaf að mæta í allan dag og á 62-63 min syndi hann ein lélegustu varnartilþrif sem sést hafa í úrvalsdeildinni ég fullyrði það

 84. > Það er Lucas Leiva sem er að eyðileggja þetta lið.

  Nei, það eru “stuðningsmenn” eins og þú sem eru að eyðileggja þetta lið. Fólk sem hefur ekki hundsvit á fótbolta.

 85. voðalega eru menn eitthvað neikvæðir hérna, KKD tók við einhverju lélegasta LIVERPOOL liði sem sögur fara af, ætlast menn til að hann geri mennina eitthvað betri á korteri.
  verum bara raunsæir þetta tímabil er ónýtt og lítum á það sem undirbúningstímabil fyrir næstu ár.

  þú gerir ekki kjúklingasalat úr kjúklingaskít.

 86. Hvað er svo málið hjá Ngog að skjóta alltaf langt fyrir utan teig? Hvað er hann að reyna. Gerði það líka gegn Sparta og bara í flestum leikjum sem ég sé með honum. Getur alltaf sent auðvelda sendingu en ákveður að skjóta eitthvað WTF skot. Út með hann, úr hópnum! Kuyt var lélegur í dag, væri fínn á bekknum, Lucas var alltaf lengi með boltann en er búinn að vera einn af okkar bestu mönnum þetta tímabil. Wilson gat ekkert í dag, og Skrtel hélt áfram að sucka eins og alltaf. Út með hann!
  Djöfull þarf að taka til í þessu liði. Að tapa 3-1 á móti West Ham á ekki að sjást. Guð hjálpi okkur eftir viku gegn United.

 87. Sammála Bjarna Már! Það er ótrúlegt að lesa kommentin hérna. Það eina sem á að stefna á er að ná Evrópusæti. Við erum með mjög dapurt lið og það verða klárlega hreinsanir í sumar. Og ég er handviss um það að við vinnum United.

 88. steini 145… þarna er ég sammála við klárum united það gerum við. við mætum alltaf í stóru leikina en það þarf að þessa ágætu einstaklinga til þess að mæta líka í litlu leikina því þap geta þeir alveg það þarf bara að segja þeim að þeir leikir skipta jafn miklu máli þegar uppi er staðið og gefa líka 3 stig eins og stóru leikirnir…

 89. Steven Gerrard misplaced 20 passes higher than any other outfield player USS

West Ham á morgun

West Ham 3 Liverpool 1