Liðið gegn Sparta

Byrjum á byrjuninni, Purslow er farinn frá félaginu. Skál. Hann stóð sig að meðaltali ágætlega. Hörmulega í leit að nýjum stjóra en fínt í söluferli félagsins.

En liðið í kvöld er svona:

Reina

Kelly – Agger – Kyrgiakos – Wilson

Lucas – Poulsen
Kuyt -Meireles – Cole
Ngog

Bekkur: Gulacsi, Pacheco, Jovanovic, Maxi, Carragher, Spearing, Skrtel.

Sjáum til hvort þessi liðsuppstilling sé eitthvað í áttina. Býst allavega við Kuyt, Meireles og Cole nokkuð framarlega í þessum leik þó vera megi að hlutverkaskiptingin verði ekki nákvæmlega svona.

N´Gog fær annað risatækifæri sem hann á ekki skilið eftir síðustu tvo leiki sem hann hefur spilað en vonum nú að hann sýni eitthvað í kvöld. Gerrard er meiddur eins og við vissum og Carragher er hvíldur í kvöld.

Hef ekki miklar áhyggjur af þessu ef ég á að segja alveg eins og er en krafan er 85% bæting frá síðasta leik þessara liða. Það er lífshættulegt að horfa á tvo jafn leiðinlega leiki og fyrri leikurinn var á svona stuttum tíma.

58 Comments

 1. Get ekki sagt annað en að þetta er flott lið, af því sem við höfum úr að velja.

  Ég ætla að segja 2-0 fyrir okkar mönnum og Ngog og Cole setja hann….

  Spái því einnig að Ngog muni pirra Repka þannig að hann fær rautt (kæmi ekki beint á óvart er það nokkuð??)

  YNWA – Come on you REDS!!!! – King Kenny!

 2. Óvenjulegt að segja þetta en ég er ánægðari að sjá Poulsen inná í staðinn fyrir Maxi

 3. Mér líst mjög vel á þetta lið. Spila væntanlega 4-3-3 með Cole á vinstri og Kuyt á hægri. Svo verða Lucas og Poulsen fyrir aftan Meireles. Ég held að menn mæti talsvert grimmari og öruggari með sig í þennan leik og uppskeri vel. Ég spái 3-0 sigri okkar manna, Meireles, Kuyt og Cole verða með mörkin.

 4. Meðatal Purslow að mínu mati er mesti skíthaus veraldar. Gleðifréttir.

 5. Uppstilling er óvænt að hluta. Átti þó von á að Grikkinn ógurlegi myndi byrja til að fá einhverja ógn í hornum. Er einhver með góðan link á leikinn ?

 6. Kelly, Agger, Lucas og Meireles. Frábærir Liverpool leikmenn. Aðrir í liðinu ekki í sama klassa.

 7. Er alls ekki sáttur við að sjá Ngog þarna inni og hvað þá frænda okkar Poulsen. En að stærstum hluta er ég ósáttur við að hópurinn er svo þunnskipaður að þetta virðist að mestu leiti vera okkar sterkasta lið. Annars tek ég undir með Babu og býst ekki við að það sé hægt að spila eins illa og síðast. Heimaleikur, Kop, hljótum að vinna ca 2-0.

 8. Flott byrjunarlið ! Svo elska ég þegar Dalglish labbar niður innganginn á völlinn og slær báðum höndum á This is Anfield merkið !!!

  4 – 0 fyrir Liverpool

  YNWA

 9. Mikið djöfull er ég ánægður með Kelly !
  Góður varnarlega og með baneitraðar fyrirgjafir 🙂

 10. Agger er legend in the making. Sendingin mognud a kuyt. Goggarinn atti nu ad klara tetta.

 11. Þetta er nú bara nokkuð gott hjá okkur hérna í fyrri hálfleik. Miðað við að það eru ekki nema 9 leikmenn inná að spila fótbolta!!!

 12. Sóknarlega vantar okkur Carroll, Suarez, Gerrard, Johnson, Maxi og Shelvey inná í þessum leik. Og það sést.

  Ég sé þetta alveg fyrir mér enda 0-0 og fara alla leið í vítaspyrnukeppni. Leikurinn er reyndar hraður og opinn og bæði lið að fá færi en okkur vantar einfaldlega gæðin til að klára það. Það er einna helst að menn nái að pota einhverri af þessum fyrirgjöfum Kelly inn, eða þá að Meireles eða Kuyt fái eitthvað af þessum færum en ekki Ngog og Cole.

  Björtu punktar fyrri hálfleiksins: Kelly (besti maður vallarins) og Wilson (þrír góðir hálfleikar í Evrópu hjá honum núna). Hvorugur þeirra er hins vegar Glen Johnson fram á við, en þeir standa sig vel.

  Sé fyrir mér langt kvöld fram undan.

 13. Mér finnst þetta talsvert skárra en fyrir viku, þó enn vanti helling upp á. Kelly er klárlega okkar besti maður í fyrri hálfleik, og Wilson er að leysa vinstri bakvarðar stöðuna mjög vel. Mér finnst það klárlega góður kostur að festa Wilson í sessi sem okkar vinstri bakvörð. Lucas er að eiga fínan leik, en ég vil gjarnan sjá Poulsen og Ngog útaf. Gallinn er að Agger virðist vera aðeins meiddur og er á leiðinni útaf fyrir Carra.

 14. hvernig er það,… ef leikurinn fer 0-0 og svo td 1-1, 2-2 etc. Gildir þá útivalla reglan?
  þ.e. í framlengingu.

 15. Jesús minn, hvernig færi þarf Ngog eiginlega til að koma tuðrunni inn?

 16. Ngog er skelfilegur dúllari….heldur alltaf að hann geti bara dúllað sér í gegnum vörnina eins og hann sé í búðarferð með konunni….

  Útaf með hann og inn á með ….ahh..ehh…nú…við eigum engan annann!

 17. Hvað er að Ngog… Þvílíkur væskill og flækjufótur… Væri réttast að senda hann á lán niður í Championship deildina og kynnast hörku fótbolta!

 18. Inn á með Pacheco, var búinn að gleyma honum. Hann hlýtur að geta gert betur en Ngog sem er með sjálfstraustið mölbrotið og í gólfinu. Rosalegt að kaupa strikera í janúar fyrir 50 millur plús og hafa hvorugan til reiðu….arggghh

 19. finnst liggja í loftinu að þeir gulklæddu læði inn einu marki…. voðaleg deyfð yfir þessu hjá þeim rauðu

 20. Þvílíkt fantabrot hjá Carra ! Ég er bara mest hissa að brotaþolinn hafi fundið fyrir þessum fantaskap : )

 21. Bíddu bíddu bíddu….erum við að spila við Barca?
  hvaða hik og leti er þetta í mönnum? Geta ekki rassgat á móti liði sem er í vetrarfríi og engri leikæfingu! Verður niðurlægjandi að tapa þessu með 0:1 eða 1:1….úff…

 22. Þetta er ekki mikið skemmtilegra en útileikurinn. Það verður að segjast alveg eins og er.

 23. Næst lélegasti leikmaður vallarins farinn útaf, nú þarf bara að taka Ngog útaf líka…

 24. hvað er ngog að gera hann er svo ömurlegur hann gæti alveg eins spilað með einhverju 3 deildar liði á íslandi og suckað hann er alveg skelfilegur…. en við erum bara 9 inna vellinum þeir sem eru líðinu og geta ekkert í dag eru ngog og hann lucas vá þetta er orðið spennandi ekki nógu gott

 25. Henda Ngog útaf fyrir Maxi og Kuyt upp á topp, við erum ekki að halda boltanum og ekkert að skapa

 26. Mikið voðalega verð ég kátur þegar við getum farið að spila Suarez og Andy Carrol í staðinn fyrir að hafa ngog inn á, hann virðist bara vera verri heldur en í fyrra, þá náði hann að sýna smá en núna er hann alveg glataður.

 27. og þar fór þriðja skiptingin okkar, enginn Pacheco þá í þessum leik. Maaaaaarkkk

 28. djö mig var farið að hlakka svo til að sjá 120 mín af fótbolta með liverpool í kvöld…
  Alveg eðal spil hjá alveg eðal leikmönnum…

 29. Þegar Káradúkur þvælist svona fyrir markverðinum og skallar boltann því næst inn fyllist ég ást og gleði.

 30. Legg til að Ngog skori mark nr. 2 og bæti fyrir drullulélegan leik og gulltryggi okkur í leiðinni áfram í keppninni

 31. Hvernig var þetta ekki víti?! Ngog datt auðvitað fáránlega en hann er samt sparkaður niður.

 32. Ef Ngog skorar ekki úr svona færi þá á hann ekki að fá að spila…

 33. Afhverju þumlar enginn komment #12 upp?

  Annars þakka ég Ngog kærlega fyrir að hjálpa minni spá að rætast.

 34. Ekkert sérstök frammistaða hjá okkar mönnum en þess mikilvægari sigur 🙂

  Til lukku öll.

 35. Hvar gat maður aftur séð dóma um einstaka leikmenn í leikjum? Langar til að sjá hversu lélegir nokkrir hjá okkur voru….anyone?

Sparta á morgun

Liverpool – Sparta Prag 1-0