Sparta á morgun

Þá er komið að heimaleiknum í einvíginu við Spartverja. Á maður þá ekki að vinda sér í sögu borgarinnar og liðsins sem mun spila leikinn í rauðum treyjum? Ætli það þurfi nú, flestir vita nú flest sem þeir þurfa að vita um Liverpool Football Club. Ef ekki þá geta menn eytt nokkrum dögum í að skoða síðuna þeirra Arngríms og Mumma, LFC History. Eins ættu menn nú að vita allt um hina stórbrotnu borg Liverpool, Bítlarnir og Liverpool FC anyone. En reyndar er það útbreiddur misskilningur meðal alltof margra að borgin sé skítug kolanámu og verkamannaborg þar sem lítið er hægt að gera. Því fer alveg fjarri og um það geta þeir vitnað sem heimsótt hafa hana undanfarin ár. Það er reyndar efni í sér pistil og lang best væri að fá atvinnumann í að smíða hann, Babú, up for it?

En að leiknum á morgun. Ég hreinlega ætla rétt að vona það að við fáum talsvert betri leik hjá okkar mönnum heldur en á fimmtudaginn. Ég horfði reyndar bara á fyrri hálfleikinn þá, þurfti frá að hverfa, en mér skilst að ég hafi hreinlega ekki misst af miklu í þeim seinni. Jú, jú, alltaf sæmilegt að ná jafntefli á útivelli og allt það, en persónulega finnst mér ekki sama hvernig úrslitum er náð, sér í lagi þegar það er á móti liðum eins og Sparta Prague. Ég fagnaði úrslitum á útivelli gegn Barcelona fyrir nokkrum árum síðan, þar sem liðið varðist villt og galið allan leikinn til þess að eiga möguleika á að klára það sterka lið á heimavelli. Það er himinn og haf á milli þess að spila á Camp Nou eða í Prague. En hvað um það, fyrri leikurinn er búinn, hann var á útivelli, jafntefli var niðurstaðan og á morgun klukkan 18:00 hefst nýr leikur á Anfield.

Það hefur sýnt sig að það skiptir ekki öllu máli hvaða leikmönnum King Kenny stillir upp í leikjum, það er upplagið sem skiptir höfuð máli. Á morgun þurfa menn að sækja, við þurfum að skora mörk. Það að við náðum ekki útivallarmarki í síðustu viku, gerir það að verkum að við verðum einnig helst að halda markinu okkar hreinu. Það gæti komið óþægileg pressa á liðið ef Sparta næði að skora fyrst í leiknum, en best er auðvitað að keyra á þá frá fyrstu mínútu og klára leikinn þannig.

Ég reikna nú ekki með mikið breyttu liði á morgun. Gerrard er ennþá frá, Carroll og Shelvey sömuleiðis. Agger ku vera orðinn klár í slaginn, en ég stór efast um að honum verði hætt strax aftur inn í hringiðuna, Kenny hlýtur að vera að horfa til leiksins gegn West Ham þar sem við þurfum meira á hæfileikum hans að halda. Wilson verður sem sagt áfram í vinstri bakverðinum, en ég held að Skrtel komi inn fyrir Kyrgiakos. Ég er svo aftur á móti í vafa með hægri bakvörðinn, ætla hér með að tippa á að Glen láti Kelly eftir hægri bakvarðarstöðuna og Meireles komi inn á miðjuna í stað Aurelio. Spurningin er svo með framherjastöðuna, fær Ngog áfram sénsinn eða verður Dirk settur á toppinn. Ég ætla að giska á það fyrra, þ.e. að Frakkinn haldi sínu sæti og Hollendingurinn fljúgandi verði þar rétt fyrir aftan. Mín spá hljóðar því eitthvað á þessa leið:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Wilson

Cole – Lucas – Meireles – Maxi
Kuyt
Ngog

Bekkurinn: Jones, Kyrgiakos, Aurelio, Johnson, Poulsen, Pacheco og Jovanovic

Auðvitað gæti þetta líka orðið þannig að Johnson kæmi á hægri kantinn, eða þá Cole í holuna og Kuyt á hægri. Eins gæti Poulsen komið inn á miðjuna og haldið þar með Meireles í holunni. Fullt af möguleikum og erfitt að ráða í þetta.

Vonandi bara sýna menn djörfung og dug inni á vellinum og með The Kop á bakvið sig, leggi sig fram og haldi áfram pass and move fótbolta sem skilar sér í meiri gæðum og svo maður tali nú ekki um skemmtun fyrir áhorfendur. Eigum við ekki að segja bara að menn hristi alveg af sér slenið núna og vinni þennan slag 3-0 með mörkum frá Ngog, Kuyt og Cole. Maður má nú láta sig dreyma ekki satt?

46 Comments

 1. Ömurlegt að vera í þessari “b” evrópukeppni, ætla bara að vona að Torres vinni ekki Meistaradeildina.

 2. Fín upphitun hjá þér Steini minn…

  Held að við vinnum þennan leik 2-0….

 3. Ég spái 2-0 fyrir okkur og að Pacheco verði inná í staðinn fyrir Ngog sem er bara ekki í liverpool klassa því miður hann Pacheco skorar bæði;) áfram Liverpool!

 4. Sammála því að Pacheco megi alveg fá séns, en Ngog er markahæðstur okkar manna í Evrópudeildinni og fær því líklega að byrja.

  Vinnum leikinn 2-0

 5. Var að horfa á fréttamannafundinn með KD og Skrtel. Fréttamaður var eitthvað að byrja að grilla Skrtel kallinn og linka hann við eitthvað lið, þegar kóngurinn greip frammí og snéri þessu alveg snilldarlega við og rak ofan í viðkomandi. spurði hann hvort hann hefði ekki fengið starfið sem hann var linkaður við hjá BBC. Priceless!!!

  Elska Kenny svo gjörsamlega….og hann er svo nákvæmlega réttur maður í starfið að það hálfa væri nóg.

 6. Svarta vestið sem Carragher er í er GPS staðsetningartæki, skv. einhverjum leikmanninum á Twitter.

 7. góður Steinn.

  er samt ekki viss um liðsuppstillinguna hjá þér.. ég held hann spili Agger og hafi hann með skrtel og carra djúpa og kelly og glen sem wingara.. þetta verður mjög varnar sinnað hjá okkur á Anfield því miður held ég, enn við munum klárlega yfirspila þá þar með meireles og cole fyrir aftan kuyt.

  þetta verður kökusneið, enn ekkert fyrir augað.

  YNWA

 8. Ég væri til í að sjá þessa uppstillingu með örfáum breytingum…

  Sjá hér: http://this11.com/boards/1298498360196324.jpg

  Maxi, Cole, Meireles og Kuyt sem fremstu 4 tel ég besta kost okkar í stöðunni (að því gefnu að þeir spili sómasamlega) og myndi vilja fá Cole og Maxi snögga og ákveðna á kantana. Spila botlanum hratt og valta yfir þetta lið!

  Wilson, Pacheco mega spila líka fyrir mér en ég tel fullreynt að hafa Ngog í rauðri treyju. Vil mun frekar setja Jovanovic upp á topp en hann. Betri skot- og skallamaður en frakkinn.

 9. Fer 1-0, Meireles heldur áfram…

  Annars takk fyrir ágætis upphitun.

  YNWA

 10. getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig stendur á því að Torres fékk leikheimild með CFC þrátt fyrir að hafa spilað í Evrópukeppni með LFC? Enn frekar; hvernig stendur þá á því að Suarez fær ekki leikheimild eftir að hafa spilað í CL með AFC Ajax ?

 11. @biggi

  Þú mátt spila “uppfyrir þig” í evrópukeppninni en ekki öfugt og mátt ekki spila í sömu keppni með tveimur liðum.

  Semsagt ef leikmaður hefur spilað í EL fyrir áramót má hann spila í CL eftir áramót en ekki öfugt.

  Man ekki hvort Ajax hafi verið í EL eða CL og hvort ákvæðið eigi þ.a.l. við í tilfelli Suarez.

 12. Massa fín upphitun fyrir massa ekki spennandi verkefni.

  Hvað upphitun um Liverpool (borg) varðar þá væri SSteinn langt bestur í verkið af okkur ef hann myndi eitthvað úr þessum “vinnuferðum” sínum til Liverpool borgar. Tek annars undir að LFCHistory er vanmetið góður vefur.

  Annars er þetta sem Hafliði (Nr.7) linkar á svo gott að ég er ekki frá því að þessi í gula búningnum verðskuldið spjaldið fyrir þetta “brot” 🙂

 13. #16 Ástæðan fyrir því að Suarez má ekki spila með Liverpool er að ég held ekki sú að menn megi ekki spila niður fyrir sig í evrópukeppni, heldur sú að Ajax endaði í 3. sæti í sínum riðli í CL og tekur þar af leiðandi þátt í Europa League.

 14. Kóngurinn kann þetta! Gaman að lesa kommentin undir youtube færslunni.. @20

 15. Segi 1-0 fyrir LFC.

  Trúi því ekki á menn að vilja ekki vinna þessa dollu!

 16. Góður pistill eins og endra nær þegar þú mundar pennann ! Ég verð að vera sammála þér að fyrri leikurinn var arfa slakur hjá okkur og við verðum bara að ná upp betra spili í kvöld… trúi því að sú verði raunin… Með liðs uppstilinguna þá er maður bara ekki viss, ég vona bara að Wilson fai séns hann var bara ágætur í fyrri leiknum og hann þarf að sanna sig og þetta er gott tækifæri til þess. Kuyt var hreint ömurlegur í síðasta leik og spilaði sinn versta leik í Liverpool treyjunni… maðurinn virðist vara ekki kunna að taka á móti boltanum… Spurning hvrot ekki sé komin tími á að hvíla hann… Eiginlega er maður bara eitt spurninga merki hvað liðið varðar fyrir þennan leik… En hvað sem því líður þá vinnum við 2 – 0 og Merieles verður með annað og Wilson hitt eftir hornspyrnu… Skalli…
  Áfram Liverpool, YNWA

 17. Hér eru menn að velta upp þeirri spurnigu hvers vegna Suarez megi ekki spila með okkur en Torres fái að spila með Chelsea í CL… Það er búið að skrifa svo mikið um þetta og að þetta séu fáránlegar reglur og það er það. En hættum að velta okkur úpp úr því hvað Torres er að gera, hverjum er ekki sama hvað hann gerir, fyrst hann vildi ekki vera í besta liðinu þá verður hann bara að lifa við það. Eins og Daglish sagði Torres er ekki leikmaður Liverpool og hvað hann gerir er bara ekki okkar mál… við hugsum um okkar leikmenn punktur…

 18. Ég skil ekki hver er hugmyndin á bakvið við allar þessar takmarkanir á þátttöku janúar-leikmanna í hinum og þessum keppnum. Ef leikmaður er seldur, nú þá er hann bara seldur og er þar með búinn að skipta um vinnustað. End of story. Má ekki bara leggja þetta kerfi niður ?

 19. Vonandi fáum við góðan og skemmtilegan leik á Anfield Road í kvöld

 20. Skiptir engu hvað keppnin heitir,ef það er dolla í boði á Liverpool að gera allt sem í heiminum er hægt til að vinna hana. Rólegir með dollusnobbið….

 21. Sammála þér Bjössik.

  Það að sigra þessa keppni er stærra en menn halda. Er alveg kominn með nóg af mönnum sem halda með Arsenal og Man Utd að segja að Liverpool séu bara í einhverri skítakeppni. Að vinna þennan bikar gefur kost á öðrum Evrópu bikar, Euro Super Cup. Og það er flott að fá tvo Evrópubikara í safnið. En það er erfitt að keppa við lið eins og Juventus, Man City og önnur stór félög þegar við erum ekki með framherja til að skora mörk. N’gog er ekki að fara skora í hverjum einasta leik til að koma okkur í úrslit og Carroll verður örugglega ekki tilbúinn fyrir 16-liða úrslitin.

  Þessar reglur með að leyfa mönnum ekki að spila í Evrópukeppnum með öðrum liðum er alveg út í hött! Eins og Lana #27 segir þá er hann að spila með öðru liði og á þá að mega spila með því.

 22. Góð upphitun að vanda Hr. SSteini!

  En ég hef trú á okkar mönnum og tippa á að við vinnum með 3 mörkum, annað hvort 4-1 eða 3-0! Meireles 1 (2 ef við skorum 4), Maxi 1 og Cole 1.

  Að lokum, ég væri til í að sjá þetta byrjunarlið…

  http://this11.com/boards/1298555370389186.jpg

  (Boltinn í markinu er þegar Cole skorar)

 23. Það er ljóst að við getum ekki stilt upp okkar sterkasta liði, mín tilfinning fyrir liðinu er svona…
  Reina
  Kelli – Carrager – Agger – Wilson
  Maxi – Cole – Lucas – Johnsson
  Merieles
  Kuyt

  Bekkurinn: Jones, Kyrgiakos, Aurelio, Ngog, Poulsen, Pacheco og Jovanovic

  Þetta lið með góðan stuðning á bak við sig ætti að vinna góðan sigur, mín spá er 2 – 0

 24. reina
  kelly – carra – wilson – johnson
  cole – lucas – maxi
  pacheco – meireles
  kuyt

 25. Sælir félagar

  Ég vil byrja á því að þakka þér Ssteinn fyrir flotta upphitun, ég vona að við fáum að sjá sóknarsinnaðra Liverpool lið en við sáum í síðustu viku (kannski ekki erfitt).

  Mig langaði þó að stela þráðnum eilítið og benda ykkur á grein sem að sló mig er ég las hana í morgun inn á fotbolti.net, þeim annars ágæta vef. Þar er verið að fara yfir og velja verstu kaup allra liða í deildinni og reikna út núvirði þess verðs sem þeir voru keyptir á. Okkar menn koma fyrir í þessum fyrri hluta og eins og stendur á síðunni sjálfri er þessi úttekt unnin á “á fagmannlegan hátt.” http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=104653

  Til að koma mér að efninu þá völdu spekingarnir á fotbolti.net Alberto Aquilani sem okkar verstu kaup, það fyrsta sem sló mig auðsjáanlega við það er að Aquilani er enn (eftir því sem ég best vissi) leikmaður Liverpool og því fannst mér það hjákátlegt í besta falli að velja hann þar sem ég hefði haldið að leikmaður þyrfti að vera farinn frá félaginu til þess að hægt væri að leggja mat á hvort viðkomandi væri góð eða léleg kaup.

  Ég hef þó heyrt þetta oft útundan mér, hvað í ósköpunum Liverpool var að spá og hversu lélegur Aquilani var í fyrra – í þó fáu skipti sem hann spilaði en eins og við munum var hann þrálátlega frá vegna meiðsla eða coach´s decision. Vissulega var hann keyptur dýrum dómi, 20m punda eru miklir peningar í nútímafótbolta og ef við setum hann á þær vogarskálar þá stóð hans fyrsta tímabil ekki undir væntingum. Einhver orðrómur var þó uppi að Liverpool hafi átt inni einhvern pening hjá Roma vegna Riise skiptanna en ég veit ekkert um það og hef ekki fleiri orð um það. Hann allavega kostaði mikinn pening og var keyptur meira eða minna með þeirri vissu að hann væri óttalegur meiðslapési með ítalska ciabatta hleifa í stað fóta. (Ciabatta er ítalskt brauð, mjög gott með smá pestó á)

  En ég neita því þó, staðfastlega, að hann hafi verið eins mikil vonbrigði og ég hef heyrt marga vera láta – og hvað þá að hann sé VERSTU kaup allra tíma í sögu Liverpool, halló man einhver eftir mönnum eins og Sean Dundee, Eric Mejer, Morientes, Jan Kronkamp, Stan Collymore (hann tók reyndar dóttir Roy Evans á árshátiðinni eftir 95/96 með kallinn í næsta herbergi, verður að fá viðurkenningu fyrir það), Bjorn Tore Kvarme, Oyvind fokkin Leonardsen. Ég neita þessu.

  Ég bjó út á Ítalíu sem skiptinemi tímabilið 2003/2004, nánar tiltekið á Norður-Ítalíu og sótti mikið í leiki í Mílanó og einnig í kringum heimabæ minn í Trento. Rétt þar hjá eða í Trieste við króatísku landamærin lék lið Triestina Calcio sem að var á þeim tíma í Serie B eða C, man það ekki alveg. En þar sem það var svo dýrt að fara á leiki með AC, Brescia eða þessum liðum sem voru í nágrenninu en í Seria A þá fór ég stundum á leiki með “pabba” mínum Triestina. Með þeim þetta tímabil lék 19 ára gamall lánsmaður frá Roma að nafni Alberto Aquilani og ég man það var varla talað um annað á heimilinu en þennan strák. Ég hlakkaði auðvitað mikil til að sjá hann spila og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þar sem ég hafði alist upp við að sjá Spice Boys 10. áratugarins spila alvöru pass´n´move fótbolta þá hreifst ég af því hvernig hann var alltaf í boltanum og alltaf eftir sendingu leitaði hann eftir því að fá boltann aftur.

  Þess vegna gladdist ég mikið þegar hann var fenginn til Liverpool sumarið 2009 eftir að ég hafi fylgst aðeins með ferli hans hjá Roma.
  Það er rétt að hann var mikið meiddur, staðreyndin er sú að hann byrjaði inn á í aðeins 9 leikjum af 38 í deildinni í fyrra en tókst samt á einhvern hátt að vera næst stoðsendingahæsti leikmaður liðsins með 6 – einni á eftir Steven Gerrard sem var með 7 í 32 leikjum.

  Hann sýndi það svo um munaði að hann hafði allt til að bera til að verða, ekki bara frábær leikmaður hjá félaginu, heldur akkúrat þannig leikmaður sem hentar inn í þá fótbolta heimsspeki sem klúbburinn státar sig af. Hann var (og er) með framúrskran touch á boltann, góðar sendingar bæði langar og stuttar, leitar alltaf eftir spili við félaga sína, eltir alltaf boltann eftir sendingu (PASS AND FUCKIN MOVE) og er þar að auki hættulegur skotmaður.
  Til að undirstrika þennan punkt er hér youtube klippa bara með honum úr leik gegn Portsmouth í fyrra: http://www.youtube.com/watch?v=zklgnhA6x_E
  Þetta er einn af 9 leikjunum sem hann byrjaði inn á í fyrra og ég mana ykkur til að segja mér eftir að hafa horft á þetta að þessi gæji sé lélegustu kaup Liverpool frá upphafi, á hvaða mælikvarða sem er. Ég bendi sérstaklega á sóknina sem hefst á 4:01. Fylgjist einning með hvernig hann leitar alltaf að boltanum aftur eftir sendingu, nánast undantekningalaust.

  Þess vegna get ég ekki, og ég biðst enn og aftur afsökunar á þráðráninu, hlustað á þetta þvaður lengur að “þessi Aqua-gaur geti ekkert” og “sé verstu kaup liverpool frá upphafi”. Ef að við hefðum fengið inn þjálfara í sumar sem hefði kannski horft á fótbolta síðustu annars staðar en í Stavangri og Óðinsvé (hann vissi ekki hvar Meireles ætti að spila) þá hefði við ekki misst einn af okkar hæfileikaríkustu fótboltamönnum frá liðinu. Ég vil fá hann aftur “heim”, hann er heill hjá Juve. Búinn að spila 22 leiki skora 2 mörk og leggja upp 5 og ég vil sjá hann í Liverpool rauðu á næsta tímabili undir stjórn King Kenny með almennilega pass and move bolta.

  Takk fyrir mig þeir sem nenntu að lesa.

  Hörður (Youtube Guy)

 26. #36 Algjörlega sammála þér. Tel að hann yrði mjög sterk viðbótinn við hópinn á ný komi hann til baka næsta sumar, það litla sem maður sá af honum á síðasta seasoni var mjög gott. Eins og Benites sagði sjálfur þegar hann keypti hann að hann væri ekki hugsaður til afreka á því tímabili sem hann var keyptur heldur því næsta (sem er 2010/2011) og hann virðist sannanlega vera að gera það (nema bara hjá röngu liði).

  Gerrard, Meireles, Lucsas Aqualani. Það er fullnægjandi breidd á miðjuna fyrir Liverpool á næsta seasoni. Ungir guttar fengju að vera backup þess utan. Liðið yrði þá styrkt með kaupum í öðrum stöðum.

  Vil reyndar frá Insúa líka til baka í vinstri bak og láta Aurelio/johnson/wilson/agger/unglingaliðsmenn leysa stöðuna þess utan og spara okkur leikmannakaup í þá stöðu líka. Reyna að takmarka það damage sem Hodgson gerði hvað þessa tvo leikmenn varðar.

 27. Já reyndar satt, liverpool merkið einstaklega bjagað og furðulegt.

 28. Liverpool: Reina, Kelly, Wilson, Agger, Kyrgiakos, Meireles, Lucas, Poulsen, Kuyt, Cole, Ngog. Subs: Gulacsi, Pacheco, Jovanovic, Maxi, Carragher, Spearing, Skrtel.

 29. gaman að sjá J.Cole í byrjunarliðinu sem og að Wilson fái tækifæri… vonandi færi Pacheco síðan einhverjar mínútur líka

 30. Óvenjulegt að segja þetta en ég er ánægðari að sjá Poulsen inná í staðinn fyrir Maxi

 31. ari #38
  er þetta ekki gríska landsliðstreyjan??
  segja það allavega á commentunum fyrir neðan myndina

 32. Ari #38 þetta er gríska landsliðstreyjan nema að það er bara búið að photoshopana og búið að bæ standart charerd framan á hana.

Nokkrir punktar

Liðið gegn Sparta