Nokkrir punktar

Af því að það er þriðjudagur og lítið að frétta þá eru hérna nokkrir punktar sem ég gat ekki alveg soðið saman í heilstæðan pistil en vildi samt deila með ykkur. Við verðum að spjalla um eitthvað… 🙂


-v- Ljúgum ekki að sjálfum okkur: það er ömurlegt að Liverpool skuli ekki vera í Meistaradeildinni. Evrópudeildin er ágæt, ekki meira en það, og bara spennandi ef við komumst í úrslitaleikinn, en við erum bara betra vön. Vonandi verður næsti vetur sá síðasti í bili án Meistaradeildarþátttöku. Við þurfum að vera á meðal þeirra bestu í Evrópu.

-v- Andy Carroll og Luis Suarez eru spennandi. Mjög spennandi. Framtíðin er björt. Engu að síður er ég enn sár yfir því að við skyldum missa Fernando Torres, og hvernig það gerðist. Þetta er eins og að skilja við eiginkonu þína til margra ára og fara beint í eldheitt samband. Jú, nýja sambandið er spennandi en sárindin yfir skilnaðinum eru alltaf í bakgrunninum. Þið vitið hvað ég meina, ykkur líður öllum svona yfir Torres. Viðurkennið það bara.

-v- Mér líður eins og Kenny Dalglish sé búinn að vera stjóri Liverpool miklu lengur en í einn og hálfan mánuð. Þegar hann tók við skrifaði ég pistil þar sem ég varaði við ofsadýrkun og sagði að hann yrði að vinna sér inn starfið þótt hann héti Dalglish. Einum og hálfum mánuði seinna er ég sannfærður, hann á að vera þarna eins lengi og hann vill. Hvernig datt mér í hug að Kenny Dalglish og Liverpool yrðu eitthvað annað en góð blanda?

-v- Dalglish tapaði fyrsta deildarleik sínum, gegn Blackpool. Síðan þá hefur hann gert tvö jafntefli og unnið fjóra leiki. Fjórir sigrar, tvö jafntefli, eitt tap. Það gera 14 stig í 7 deildarleikjum. Ef deildin hefði byrjað þegar Dalglish tók við liðinu værum við í efsta sæti núna, með stigi meira en Man Utd og Arsenal sem ættu einn leik til góða. Hver voru aftur rökin fyrir að gefa Dalglish ekki bara lyklana að skrifstofunni?

-v- Sumarið 2011 verður rosalegt. Ég hlakka eiginlega meira til sumarsins heldur en þess sem eftir lifir af þessu tímabili. Ég hlakka til að sjá fleiri af þeim leikmönnum sem eru klárlega of lélegir fyrir Liverpool FC hverfa á braut í sumar, og ég hlakka til að fá betri leikmenn inn í staðinn. Ég hlakka til að sjá staðfestingu þess að Kenny Dalglish verði áfram með liðið. Síðan, mest af öllu, hlakka ég til að geta verið bjartsýnn fyrir deildarkeppni aftur.


Fleira var það ekki í bili. Ég er enn að rembast við að láta þetta tímabil mig einhverju varða (koma Dalglish, Carroll og Suarez hjálpar til þar) en aðallega, eins og punktarnir hér fyrir ofan gefa til kynna, hlakka ég mest af öllu til sumarsins.

53 Comments

 1. Ég ætla að leyfa mér að vera ósammála þér meistari með Torres. Ég er algerlega sammála Aldridge þegar hann segir að það sé léttir að vera laus við þann Torres sem við sáum í vetur, hundpirraðan og ekki til í að leggja sig fram um málstaðinn.

  Ég varði hann þangað til ég las það sem samherjar hans og Dalglish sagði. Ég er 100% sáttur að hann er ekki í leikmannahópi Liverpool FC lengur.

  En annað skrifa ég fullt nafn undir 😉

 2. Kristján Atli búinn að eiga snarþunglynda kærustu i allan vetur, fínt að vera laus við hana og fá eina skælbrosandi og hressa í staðin, Suarez 🙂

 3. Ágúst Bjarni sagði það sem ég var að hugsa við fyrsta punkti. Ég er alls ekki tilbúin að viðurkenna að ég sakni Torres. Það var hægt að finna andfýluna af honum til reykjavíkur hann var svo andlaus og leiðinlegur að það kom bara léttir yfir mann að við fengum Suarez og Carroll sem eru greinilega spenntir og vilja gera það gott hjá Liverpool. Held að Carroll eigi eftir að skemmta sér konunglega að hafa lítin snaggaralegan mann sem er vinstra meginn við hann á sama tíma og hann er hægra megin og sömuleiðis Suarez að vita að hann á eftir að fá ófana boltanum í hlaup frá Carroll. Tala nú ekki um að Gerrard sé fyrir aftan þá og Dalglish á hliðarlínunni. Kæmi mér svosem ekkert á óvart ef Torres myndi ekki skora meira en 1-2 mörk fram í endasprettinn og væri það bara gaman. Vona að Dalglish fái nokkra ára samning (Væri heldur ekki leiðinlegt að fá menn eins og Fowler og Hyypia í þjálfarateymið eftir þeir ákveða að hætta) og hann eigi eftir að koma mörgum á óvart í sumar með snilldarkaupum. Bjartir tímar…

 4. Á newnow er pistill um að samningaviðræður við Reina hafi strandað og hann vilji burt.
  Er eitthvað til í þessu, hef ekki séð neitt um þetta annarsstaðar.

  Höndla ekki að missa Reina, hvað vita menn um þetta, er þetta ekki bara rugl.

 5. Ég er búinn að jafna mig eftir Torres. Eftir Chelsea leikinn var hann orðinn fjarlæg minning og ég á mér þá ósk að Chelsea nái ekki meistaradeildarsæti.

 6. Ég er nú ekki alveg sammála ykkur að henda samning á Daglish bara sí svona. Mér finnst ekki vera komin nein reynsla á karlinn. Vissulega er hann að gera allt aðra hluti en vinur okkar Hodgson en engu að síður hefur hann lítið sýnt. Ósjaldan koma áhrif nýs þjálfar í ljós í fyrstu leikjum, menn eru kappsamir að sanna sig fyrir nýja manninum osfr og lið byrja oft að vinna leiki. Hinsvegar er mjög misjafnt hvernig framhaldið er. Oftar en ekki fjarar undan nýbruminu og nýji stjórinn kannski ekki alveg rétti maðurinn í starfið.

  Í síðustu tveim leikjum höfum við nú ekki verið að spila vel, hundleiðinlega i raun. Daglish skiptir varnarmanni inn fyrir sóknarmann í evrópudeildinni í síðasta leik og fyrir það eitt hefðu menn eins og Benitez og Hodgson verið jarðaðir fyrir .

  Mér finnst Daglish enn hafa einhvern ljóma yfir sér og það má í raun ekkert slæmt um manninn að segja. Hann hefur staðið sig nokkuð vel, hann er mjög skemmtilegur í tilsvörum og hann elskar Liverpool FC.

  Ég vona innilega að hann sanni sig sem topp topp stjóri hjá Liverpool og verði á hliðarlínunni næstu árin. Ég er hinsvegar ekki sannfærður um að þar sé kominn framtíðar maður Liverpool og ég held að menn ættu að spara yfirlýsingarnar þar til í sumar. Það er ekki eins og Kenny sé að fara eitthvað annað : )

 7. Kannski er ég í afneitun eins og fleiri hér inni en ég er guðslifandi feginn að hafa losnað við stelpuna í treyju nr. 9 og sent hana til Chelsea fyrir 50 milljónir punda og fengið tvo hörkugóða strikera í staðinn. viðsiptin gerast bara ekki mikið betri en það. Og djöfull finnst mér gaman að horfa á kellinguna gera nákvæmlega ekki neitt í bláa búningnum, eins og það var nú leiðinlegt þegar hún var í þeim rauða.

  En ég er sammála með önnur atriði að það eru svo allt allt of margir í liðinu sem bara geta ekki blautan. Eins og Maxi og Jovanovic sem mætti alveg henda strax mín vegna og fá stráklinga úr varaliðnu sem gætu án nokkur vafa geta gert betur. Svo eru menn eins og Kuyt sem að er vægast sagt umdeildur en að mínu mati er hann ekki nægilega góður sóknarlega séð til að eiga byrjunarliðssæti. Fín varaskeifa þó.

  Spennandi sumar framundan og ég vona að Dalglish verði áfram stjóri haldi gengi liðsins áfram eins og það hefur verið undanfarið!

 8. Varðandi Torres þá verð ég að segja það að Torres í sínu besta á móti Suarez og Carroll, þá myndi hefði ég valið Torres allan daginn. En hann hefur ekki átt sína bestu daga í ár. Hefur verið skugginn af sjálfum sér, alltof mörg spjöld og brot. Ég held að Liverpool hafi aldrei verið málið, ég held að það hafi frekar verið England og hann hefði átt að fara uppá meginlandið aftur í staðinn fyrir að fara til London. Nei Torres er búinn með sinn kvóta á Englandi, alltof oft meiddur. Þótt að boltinn sem er spilaður á Englandi henti honum, þá ræður hann ekki vel við hörkuna í honum og sömuleiðis leikjaálagið og uppsker meiðsli frá því. En þetta var góður buisness og ég býð spenntur eftir að Carroll sendi puttann á alla efasemda menn.

 9. Torres gerði margt gott fyrir Liverpool og við elskuðum hann allir, ég er auðvitað mjög ósáttur við það að hann hafi farið til Chelsea, við skulum samt ekki kalla hann kellingu eða stelpu, við skulum frekar þakka honum fyrir það sem hann gerði fyrir okkur og það er betra að menn séu seldir fyrir svona mikinn pening frekar en að þeir fari frítt…

  Við skulum styðja þá menn sem eru í Liverpool , við skulum hætta að pæla í Torres , hann er kominn í lið sem öllum er sama um, lið sem hefur aldrei sama stuðning og Liverpool, leyfum honum að rotna þarna…

  Ég hlakka til að sjá C Adam og A Young í Liverpool treyju næsta haust

 10. Svakalega er ég sammála þessu pisli. Skil ekki menn sem segja að það hafi verið gott að Torres hefði farið, vissulega var hann búinn að vera skugginn af sjálfum sér. En allavega fyrir mér elskaði Torres liverpool útaf lífinu. Eftir að hann missti af Hm útaf læknaliði liverpool og mörg brotin loforð um bætinu á liðinu fór hann. Hann hefur verið minn uppáhaldsmaður í mörg ár þar sem ég er poolari og A.madrid maður. Sárt að kveðja hann. Kristján gat ekki fundið betri líkinu við Torres málið en hann gerði, maður er mjög spenntur fyrir Suarez og Carroll en vissulega saknar maður svona frá þessum manni.

  http://www.youtube.com/watch?v=UnBfNaDxgtU

  Sumarið verður frábært, spuring hvað við eyðum miklu, eigendurnir ætluðu að eyða um 30m í janúrar í Adam og Suarez en komu út á sléttu. Fyrir mér þarf að styrkja 4-5 stöður. Miðvörð, Vinsri bak, Miðjumann, Vinstri kannt og Hægri kannt. Losa okkur við menn sem hafa ekkert í þetta liverpool lið að gera.

  Svo að lokum vill ég aðsjálfsögðu gera lengri samning við Kónginn.

 11. Ég ætla ekkert að fara ljúga því að ég sé eitthvað sáttur að missa Torres, sem var annar af okkar bestu mönnum yfir til Chelsea, liðsins sem við erum að reyna að keppa við. Það er ekki gott á neinn hátt.

  En úr því sem komið var og fyrst hugur hans var svona þá er fínt að fá 50mp fyrir hann og mér lýst vel á að fá ferskan Andy Carroll í staðin á hluta þeirrar upphæðar (C. Adam með hefði verið ennþá betra samt og verður vonandi lagað í sumar). Suarez hefði komið hvort sem Torres myndi fara eða ekki.

  Torres er algjörlega frábær leikmaður og sé hann notaður rétt er hægt að fá fáránlega mikið út úr honum. Markatölfræði hans hjá Liverpool lýgur ekki og það er ekki alveg sanngjarnt að úthúða honum fyrir að hafa verið fúll og ekki að skora í háloftabolta Hodgson.

  Þannig að já ég er sammála KAR í punkti 2. Ég er síðan mjög fúll út í Torres fyrir að stökkva frá borði núna, ég er líka fúll yfir áhugaleysi hans eftir komu Dalglish og ég er brjálaður út í hann fyrir að selja sál sína til erkifjenda Liverpool, hefði skilið það í sumar að hann hefði viljað fara en aldrei í annað lið á Englandi og ALDREI Chelsea.

  Hann mun samt skora sín mörk og jafnvel vinna 1-3 titla á tíma sínum í London enda liðið með eiganda sem getur hent 70.mp í tvo leikmenn án þess að selja neitt á móti. En hann verður gleymdur fljótlega eftir að hans tíma líkur.

  Það hefði svo sannarlega ekki verið raunin hefði hann farið aðeins fínlegra í það að yfirgefa Liverpool.

  Eitthvað segir mér samt að Suarez og Carroll og bara FSG fái mann til að gleyma Torres mjög fljótt og satt að segja hef ég afskaplega lítið hugsað út í þann leikmann eftir Chelsea leikinn, sem við unnum.

  Hvað kónginn varðar þá held ég að það sé bara málið að gefa honum eins árs rúllandi samning, hann hættir svo bara þegar honum langar. Það er ekki eins og hann sé að fara eitthvað annað.

 12. Ég fór í gegnum þetta “skilnaðarferli” með torres á súper-hraða. Við erum bara sáttir núna og ég vona að hann fari ekki á taugum hjá Chelsea, það er engin smá pressa á honum. Mörkin sem hann skorar fyrir þá verða alltaf dýrkeypt.

  Evrópudeildin er náttúrulega B-deild og spilamennska leikmanna í henni hefur endurspeglað áhuga stuðningsmanna á leikjunum. Ég held að það væri best fyrir alla að brjóta odd af oflæti sínu og reyna á sig, líka gegn “minni” og “ómerkilegri” liðum. Er ekki ágætis byrjun að rústa þessari keppni? Getur Liverpool það? Við verðum væntanlega líka í fimmtudagsbolta á næsta ári og getum eignast þennan bikar ef við vinnum hann í bæði skiptin. Kannski ekki stærsta afrekið, en afrek engu að síður.

  Ég hef viljað Dalglish í þessa stöðu síðan það varð fjarlægur möguleiki (síðan Rafa kippti honum inn í félagið á nýjan leik). Ég rétt man eftir hans síðasta session-i við stjórn og hvað ég var svekktur þegar hann hætti (var 11 – 12 ára). Ég er eins viss og ég get verið að hann er rétti maðurinn til að landa Englandsmeistaratitlinum.

  Svo nefndi einhver að Carra væri kandídat í stjórastöðuna. Það er náttúrulega hluti af “the Liverpool Way” sbr. Paisley, Fagan, Dalglish, Souness og Evans. Þannig að ég væri nokkuð jákvæður gagnvart því.

  Þar sem þessi Liverpool-fíkn virðist vera að ágerast með aldrinum, þannig að maður fær aldrei nóg, þá langar mig að segja takk fyrir pistlana kop-arar og einnig öll commentin félagar. Það er gott að vita að maður er ekki einn ;o)

 13. Andy Carroll gæti mögulega leikið sinn fyrsta leik með Liverpool þegar liðið heimsækir West Ham næstkomandi sunnudag.

  Carroll hefur verið frá keppni síðan í lok desember vegna meiðsla á læri og því hefur hann ekki ennþá spilað með Liverpool síðan hann kom til félagsins frá Newcastle á 35 milljónir punda.

  Carroll hefur verið í sérstöku æfingaprógrami og það styttist í að þessi 22 ára gamli leikmaður geti farið á fullt.

  Ef að Carroll spilar ekki gegn West Ham gæti fyrsti leikur hans með Liverpool verið gegn erkifjendunum í Manchester United um aðra helgi.

  Frétt frá Fótbolta.net.

  Væri gaman ef svo væri 🙂

 14. Flottur pistill en það er eitt sem ég er ekki samála.
  Ég var farinn að pirrast yfir Torres löngu áður en hann fór, ég var að reyna að dýrka hann en það var bara ekki að ganga. Hann var mikið vælandi(þoli það ekki og á það við um leikmenn Liverpool og annara liða).

 15. Sammála #14
  Ég var farinn að pirrast á honum áður en hann fór. Ég bara skildi ekki af hverju hann lagði sig ekki fram. Hvar var gamli Torres sem maður elskaði útaf lífinu. Hluti af pirringnum hjá honum hlýtur að vera að hann var ekki að standa sig. Líkaminn gat ekki gert það sem hugurinn vildi. Það er öllum meiðslunum að kenna.
  Ég vildi samt ekki að hann færi því ég vonaði alltaf að þessi “gamli” Torres kæmi aftur. Hann kom ekki aftur hjá Liverpool og núna vona ég eiginlega að hann komi ekki aftur hjá chel$ki. Ég vona að hann komi þó einhvern tímann aftur en þá hjá öðru liði og í annarri deild.
  Ég sakna hans samt því maður dýrkaði hann svo mikið.
  Maður er enn að jafna sig en það verður auðveldara eftir því sem chel$ki skíta meira á sig 🙂

 16. Er ekki í sárum vegna Torres… einfaldlega vegna þess hvernig hann kom fram við klúbbinn og stuðningsmenn hans.
  Losuðum okkur við mann sem var búinn að vera með skeifu á smettinu á sér undanfarna mánuði. Fengum í staðin frábæra unga og knattspyrnumenn sem eru graðir í að sanna sig og ná árangri.

 17. styð FCK í kvöld og vona að Chelsea missi af meistaradeildarsæti svo þessi skipti Torres springi í andlitið á honum…

  en má ekki gera ráð fyrir því að Carroll verði í hópnum á fimmtudag fyrst karlinn virðist vera byrjaður að æfa að fullum krafti og komi jafnvel inn á síðustu 5-15 mínúturnar ?

 18. 17. Ég heyrði að það væri smuga með sunnudagsleikinn við West ham. Annað væri ekki í myndinni.

 19. Er ekki mikið betra að hafa losað sig við kærustu sem var alltaf með hausverk og fá tvær spól graðar í staðinn. Nei bara spyr:)

 20. Ég verð að vera sammála flestum hérna (og þá sérstaklega #19) þegar ég segi að ég sakni Torres ekki neitt lengur. Þetta var orðið eins og að borga mellu súperlaun fyrir að púlla dead-fish í hverri einustu bólför. Það hjálpar mikið hvað hann er búinn að sökka hjá Chel$ki svo hver veit hvernig tilfinningin verður ef/þegar hann fer að brillera fyrir þá.

 21. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/agger-gerrard-carroll-latest

  Kallinn kemur fram um leið og maður er að speglura eitthvað með leikmenn of þess háttar.
  Sjálfur er ég alveg að springa yfir því að sjá Carroll spila! Þetta verður framtíðarpar í okkar liði, lofar góðu allavega.

  En ég vona að Torres verði inná fyrir Chel$ki í kvöld of fái svipaða einkun og hann hefur verið að fá útúr leikjum, ég segi að hann sé búinn bara 😉 Þ.e.a.s óskhyggja frá mínum dyrum!

  YNWA – KingKenny!!

 22. Ég er alveg sammála Kristjáni Atla í þessu með Torres, Menn meiga líka ekki gleyma því hvað nafnið hans var að selja margar treyjur. Það má vel vera að ég sé í ruglinu og að Carroll og Suarez eigi eftir að setja 50 mörk næsta vetur, en ég sé það bara ekki gerast.. Það væri samt ansi ljúft að hafa rangt fyrir sér þar 🙂

 23. Var að skoða leikjadagskrána í mars. Verð að játa að mér brá svolítið þegar ég áttaði mig á því að það eru bara leiknir tveir leikir í deildinni í þeim mánuði. Heima á móti Utd og úti á móti Sunderland. Verður maður ekki að líta á björtu hliðarnar, en það ætti að gefa mönnum að tíma til þess að ná sér góðum af meiðslum, þannig að þeir sem eru tæpir eða að stíga uppúr löngum meiðslum ættu ekki að missa af of mörgum leikjum áður en lokaspretturinn hefst í apríl og maí.

  Gallinn reyndar sá að bestu leikmennirnir verða væntanlega kallaðir í landsliðsverkefni, þannig að liðið fær ekki mikinn tíma saman á æfingasvæðinu og svo er það spurning hverjir komast heilir frá þeim verkefnum. Vonandi að Agger fái flensu fyrir Dana leikina svo hann geti nú leikið eitthvað með Liverpool.

 24. Eitt sem ég skil ekki er hvernig torres getur spilað fyrir Chelsea í meistaradeildinni þar sem hann er búinn að spila minnsta kosti einn evrópuleik fyrir Liverpool þetta ár en Luis Suarez getur ekki spilað fyrir Liverpool í evrópudeildinni.

 25. Fleiri góðar fréttar, Tottenham eru að tapa stigum á móti Blackpool !

 26. Mikið er gaman að sjá hvað Torres passar illa inní þetta Chelsea lið.

 27. Ég held að Dalglish sé að gera mjög góða hluti í klefanum og sem moral support þá er hann að bæta upp þá hluti sem hafa vantað síðan Benitez tók við. En hann hefur ekki verið að sannfæra mig varðandi byrjunarlið og skiptingar ennþá. Þar er of mikið af skrítnum hlutum í gangi til þess að ég geti treyst honum fyllilega fyrir framhaldinu. Evrópuleikurinn núna á fimmtudag er mikilvægur fyrir liðið og stjórann og því spurning að sjá hvort hann tefli fram því sigurliði sem við viljum sjá.

 28. Fyrir hönd kellinga og stelpna langar mig að þakka Halli nr. 9.

  Fernando Torres er hvorki kelling né stelpa – hann er karlmaður.

  Vilji Fowler nr. 7 lýsa ástandi eða framkomu Torresar þarf hann að nota LÝSINGAR-orð. Þar mætti nefna eitthvað á borð við: veikgeðja, andlaus, þunglyndur, óþroskaður, fégráðugur eða langmeiddur. Stelpa og kelling koma þar ekki til greina, enda NAFN-orð.

  ps. Hvað er dead-fish ?

 29. @27

  Benitez og Kóngurinn stilla alltaf upp liðum með 1-2 mönnum sem maður hefði viljað sjá á bekknum og hafa þeir náð góðum árangri með Liverpool. Aftur á móti stillti Woy alltaf upp liði sem maður vildi sjá og það gat ekki blautann.

  Oftast finnst mér að þegar liðið sem maður vill sjá spilar þá veldur það manni vonbrigðum! Eins fáranlega og það hljómar 😀

 30. Þessi Torres/skilnaðar samanburður er ágætur en ég held þetta sé meira eins og að vera í þreyttu en bjarganlegu hjónabandi og koma svo heim og finna bréf þar sem kerlingin segist vera farinn og sé flutt inn til leiðinlega karlsins sem tældi hana með Range Roverinn sem hann skuldar SP og flotta húsinu sem hann fær að halda meðan hann er í greiðslustöðvun.

  Maður er sár a) vegna þess að það voru batamerki á sambandinu og b) maður VEIT að þessi fína kelling á betur skilið og c) þessi aumi karl en bara loft og ekkert innihald.
  Svo er maður auðvitað sár yfir aðferðarfræðinni og hefur grun um að hún hafi verið að SMSa og FaceBooka í laumi í nokkurn tíma við þennan innistæðulausa.

  Og já – Torres er engin kerling. En hann stóð ekki karlmannlega að þessu viðskilnaði.

 31. Ef það ætti að líkja Torres við eitthvað þá væri það Vala Grand, hvorki karl né kona og virkilega virkilega pirrandi

 32. Róum okkur að líkja Torres við konu, hvað þá völu grand. Hann fór illa að ráði sínu, hann hefur ekki verið að sýna að hann er 50mp virði síðan hann kom til Chelsea. Hefur virkað nákvæmlega eins og hjá Liverpool og þótt hann lék okkur grátt í endann eigum við í það minnsta að sýna honum lágmarksvirðingu fyrir allt sem hann gerði fyrir klúbbinn. Hættið þessu þrasi um að hann er kvenmaður. Og síðan fengum við ábyggilega betri deal út úr þessu, tíminn mun leiða það í ljós, hættið að bitrast út í hann.

 33. “Róum okkur að líkja Torres við konu,””í það minnsta að sýna honum lágmarksvirðingu fyrir allt sem hann gerði fyrir klúbbinn. Hættið þessu þrasi um að hann er kvenmaður.”

  Ég er ekki að skjóta á þig persónulega Ási en textinn þinn lá bara vel við högg fyrir því sem ég var að hugsa.

  Sammála fyrri setningunni en á öfugum forsendum. Sýnum kvennkyns Liverpool félögum okkar þá virðingu að vera ekki að líkja þeim við svikarann. Eins og Lana bendir réttilega á þá má bara finna honum viðeigandi lýsingarorð í stað þess að móðga félaga sína.

 34. Það skal engin taka það af Torres að hann er heimsklassa striker… hann var ekki að eiga gott tímabil hjá Liverpool þegar hann fór fram á sölu. En við skulum líka hafa það hugfast að það var engin í Liverpool að eiga gott tímabil fyrr en Daglish kom… Persónulega held ég að Torres hafi gert mistök með því að fara frá Liverpool, en fyrst hann fór þá er ég sáttur við það sem við fengum fyrir hann, bæði peningalega og þá leikmenn sem við fengum í staðin. Í fótbolta koma leikmenn og fara og það mun verða svo um okomna tíð, og eins og Daglish sagði þá er Torres ekki leikmaður Liverpool og við erum bara ekkert að hugsa um hann, við hugsum fyrst og fremst um okkar eigin leikmenn. Ég er eins og pistlahöfundur leiður yfir því hvernig þetta atvikaðist með brottför hans frá félaginu, en lífið heldur áfram og Liverpool er og verður alltaf númer 1 ekki einhver leikmaður.

  Ég held að það séu allir stuðningsmenn sammála því að Daglish eigi að vera stjóri áfram hjá Liverpool og ég held að hann verði það. Hann er að gera allt rétt, og hann hefur sýnt það að hann getur komið leikgleði inn í hópin á ný, og það held ég að sé vegna þess að hann er af gamla skólanum, hann er að nota sömu taktík og BS notaði þega hann var stjóri, í öllum viðtölum sem Daglish fer í segir hann ávalt réttu orðin og setur Liverpool ávlt í forgang… Við skulum líka hafa það hugfast að Daglish hefur fengið einhvern besta þjálfar með sé í lið Steve Clark… sem er mjög laginn að laða fram það besta í leikmönnum og þá sérstaklega varnarlega séð… þannig að heilt yfir erum við á réttri leið og eins og segir í inganginum þá er maður farinn að hlakka til leikja með Liverpool á ný…. og það er frábær tilfinning…

  Það er mín tilfinning að við tökum Evrópuleikin á fimmtudaginn og svo West Ham á sunnudag og þá er hópurinn með bullandi sjálfstraust fyrir leikin á máti Man Utd og hann tökum við með stæl og ekkert me he með það áfram Liverpool… YNWA

  PS: Smá auka skot hérna… Á mínum vinnustað er ég eini Liverpool stuðningmaðurinn og allt hinir Man Utd…. á maður ekki rétt á áfallahjáp við svoleiðis 🙂

 35. En spáiði nú í það, fyrst að flestir að mér sýnist eru ósammála Kristjáni með Torres, hvað Daglish & Co, hafa náð að gera góða hluti í janúar þegar upp kom sú staða að Torres vildi fara, þeir fengu gott verð fyrir hann, og náðu að kaupa tvo góða leikmenn sem flestir eru svo spenntir fyrir að þeim er sama um Torres. Ástandið væri annað hérna inni, ef Torres hefði farið fyrir minna verð, eða ekki hefðu náðst inn eins spennandi menn og raunin er. Þetta er ekki sjálfgefið í janúarglugga.

  Fyrir þetta fá þeir kredit!

 36. Dalglish’s reaction to Paul Dalglish becoming father of twins: “It’s the first time he’s scored two goals in a game.” LOL

  Snillingur.

 37. Talandi um þessa frétt af Dalglsih sem hitti Carroll fyrir tilviljun á tónleikum Boyzone sem bauð kóngnum eftir að hafa horft á æfingu fyrr um daginn!

  “Well, it wasn’t a date! He just happened to be there,” quipped Dalglish. “I was with Marina and her mum, so I wasn’t the oldest person there!

  “It was a good concert. Ronan (Keating) came yesterday morning with his little boy and we fixed him up with a shirt, he watched training for a while and then they went to rehearse.

  “I think Andy might have enjoyed it a wee bit better than me!”

  Henry Birgir (óvænt) alveg með þetta þegar kemur að LFC
  http://visir.is/dalglish-og-carroll-skelltu-ser-a-boyzone-tonleika/article/2011110229601

  HBG, sort it out.

 38. Babu: Ætlaði að segja nákvæmlega það sama og þú.

  Með hvaða liði heldur Henry Birgir Gunnarsson?

  Það er eins og að lesa Manutd blað að lesa fréttirnar hans Henry um Liverpool.

 39. Henry Birgir Gunnarsson er náttúrulega skólabókardæmi um mann sem á ekki að skrifa íþróttafréttir – er langt frá því hlutlaus þegar kemur að knattspyrnu.

  En víst hann er að skjóta á tónlistarsmekk LFC leikmanna – er hann þá ekki alveg löglegt skotmark á eitthvað annað jafn heimskulegt, eins og fatasmekk ? Húfan sem kallinn hefur á annars gríðarlegum myndarlega kolli sínum er nú ekki beint klippt úr tískublaði, svo maður fari nú ekki að tala um restinu af outfitti hans. Er jafn óheppilegur til fara og skrif hans eru fáránleg, þá er mikið sagt.

 40. Henry who ?? Ég þekki bara einn Henry og það er eigandi Liverpool FC, John Henry !! Þannig að mér er skítsama hver þessi maður er, hvað hann skrifar eða hvernig hann klæðir sig !

 41. Það er nú kannski óþarfi að gagnrýna manninn fyrir að fýla ekki Boyzone!!! Húfan er líka í lagi. Það er bara óhlutrægni og stundum rangar fréttir af okkar mönnum sem eru alls ekki að gera sig.

  og Eyþór Nr. 44.
  Hættu nú alveg úff!

 42. síðast var það þegar dechamps sagðist hafa vellt fyrir sér að taka við liverpool, ekki í eina sekúndu og ekki 2, heldur hafi hann hugsað það vandlega.
  í þýðingu þessa blessaða blaðurmanns stóð að dechamps hafi hugsað tilboðið í 2 sek, og afþakkað.
  svona má lengi telja, enda held ég að íþróttefréttir margra séu mjög aftarlega á netrúntinum.

 43. þetta hljómar frekar kjánalega á þessari síðu, íþróttafréttir á vísi átti það auðvitað að vera… en who cares, það eru allir að lesa nýjasta pistilinn hvort eð er 🙂

Mánudagspistillinn 21. febrúar 2011

Sparta á morgun