Mánudagspistillinn 21. febrúar 2011

Áður en ég byrja á vangaveltum mínum þennan daginn vill ég endilega benda öllum að renna yfir snilldarpistil Babu frá því á laugardaginn þar sem hann fer yfir unglingaliðið okkar. Skyldulesning þar á ferð!

Ég veit annars ekki með ykkur hin en þegar Liverpool á ekki leik um helgi fell ég klárlega í þá gryfju að djöflast í að lesa sem mest um liðið, á alls konar tungumálum, set út eyrað og reyni að spjalla við fólk sem hefur heyrt eða lesið eitthvað merkilegt. Sumt á einhvern fót og annað alls ekki, en þar sem enn er eitthvað í upphitun og leikskýrslu er ekki úr vegi að velta smá vöngum.

Pepe Reina og Dirk Kuyt að fá framlengda samninga?

Mikið hefur verið rætt um Pepe og klásúlu í samningi um að hann megi fara fyrir ákveðna upphæð. Nú virðist leið Liverpool til að bregðast við því vera að bjóða honum nýjan og bættan samning og eyða öllu klásúlukjaftæði um leið. Það styð ég heilshugar, skil ekki það bull að pirra menn með svoleiðis hlutum, sem gera ekki neitt nema að auka líkur á bullslúðri. Gamli maðurinn sem stjórnar United var örugglega að reyna að draga úr trúverðugleika Liverpool með ummælum um helgina, kannski með annað augað á Reina. En hvað sem því líður er ég afar glaður að sjá að liðið ætlar að fara í það að eyða allri óvissu með markmanninn okkar og við treystum því auðvitað að hann sýni vilja til að vera áfram.

Meira kom mér á óvart að heyra að Dirk Kuyt væri að fá nýtt samningstilboð, eitthvað sem hann er afar ánægður með að fá í hendur. Karlinn hefur óumdeilt Liverpoolhjarta og er afar mikilvægur í leikjum gegn líkamlega sterkum liðum, en á erfiðara þegar við viljum spila hratt með jörðinni. Hann verður 31s árs gamall í sumar og því hélt maður að hann væri ekki á þeim aldri að NESV vildu borga honum mikið. Hins vegar heyrist það reglulega að hann er allra manna vinsælastur á Melwood og hjá öllum viðriðnum klúbbinn, eitthvað sem við fréttum oft lítið af og verður aldrei nægilega metið.

Vonandi verða þessar samningaviðræður ekki langar, því maður er satt að segja orðinn frekar pirraður á að hlusta á slíkar vangaveltur endalaust…

Stjóramálin

Stærstu fréttir helgarinnar eru auðvitað þær að Didier Deschamps langaði að taka við Liverpool í sumar en vildi ekki svíkja gefin loforð við Marseille. Nafn hans kom líka upp á meðan að beðið var að losna frá Hodgson greyinu en ég verð að viðurkenna að mér fannst tímasetning þessarar fréttar og mikil jákvæðni Deschamps í garð Liverpool sérstök.

Það eru nefnilega grasserandi kjaftasögur um það að enn sé verið að velta ólíkum stjórnendaformum fyrir sér hjá Liverpool. Mest er talað um að Liverpool sé hætt við að búa til starf yfirmanns félagsins (Chief executive) og laga starf Comolli að því hlutverki, ráða kónginn í stjórastöðuna til frambúðar með sínu öfluga þjálfarateymi og færa honum meiri völd til leikmannakaupa. Hann og Comolli séu einfaldlega það sterkir að það sé ekki ástæða til að bæta við manni. +

Það myndi þó gjörbreyta plönum NESV sem vildu búa til slíkt starf, sem er sambærilegt þess konar störfum í amerískum íþróttum, og þess vegna er ennþá kvittur um það að Dalglish verði þessi yfirmaður klúbbsins í heild, frá unglingaliði að stjörnunum, Comolli sjái um leikmannakaup og því sé verið að leita að þjálfara með öðru auganu!

Deschamps kemur þá oft upp og svo er alltaf verið að laumupúka Mourinho inn í umræðuna. Bæði þessi nöfn eru í talsverðu sambandi við Steve Clarke og ráðning hans með kóngnum ýtir undir alls konar pælingar í þessa veru.

Ég held enn að kóngurinn verði áfram í sömu rullu, en þá held ég að leitað verði að manni til að hafa sterkari nærveru við allan klúbbinn, í átt að því hlutverki sem Dalglish var hugsaður í. Ef kóngurinn fær að koma að því starfi tel ég líklegast að leitað verði í hóp eldri leikmanna hjá félaginu og við sjáum hugsanlega menn eins og Ian Rush eða Kevin McDonald með aðkomu.

Ég vona hins vegar að fljótlega verði farið að greina frá planinu því það skiptir máli þegar kemur að leikmannaviðræðum og kaupum næsta sumars.

Leikmannaumræðan

Þó janúar sé nýlokið er strax farin í gang umræða um næstu kaup liðsins. Edin Hazard frá Lille segist ekki ætla að láta peningana ráða, heitasti enski bitinn á markaðnum, hinn 17 ára framherji, Conor Wickham var undir smásjá Comolli um helgina og Kenny Dalglish fór á Glasgow-derbyið til að fylgjast með vinstri bakverði Celtic og landsliðs Hondúras, Emilio Izaguirre.

En langmesta púðrið í leikmannamálum um helgina hefur farið í það að ræða um Aquilani og vilja Juventus til að snúa upp á hendur Liverpool til að selja sér hann ódýrt í sumar. Margar vefsíður tala um að þar sé verið að ræða um allt niður í 5 milljónir punda! Sumir hafa gengið svo langt að segja að Juventus krefji hann um það að vera með í því að ná verðinu niður, nokkuð sem samræmist nú mörgu sem maður hefur heyrt um ítölsk lið.

Ég vona innilega að við stöndum þar í lappirnar. Ég vill ólmur sjá strákinn aftur í rauðri treyju, er alveg sannfærður um það að við eigum alveg að geta fengið mikið út úr honum, meira en frá Spearing, Poulsen og Cole. Aquaman back on Anfield please!

Að lokum: SUAREZ

Hann skrapp til Amsterdam til að kveðja aðdáendur Ajax. Þessi tvö myndbönd frá aðdáanda á vellinum sýna hversu mikið hann var elskaður þarna og leyfir manni að vonast eftir því að þarna séum við með alvöruleikmann í höndunum!!!

32 Comments

 1. Fínar mánudagspælingar Maggi.

  Varðandi Deschamps þá er hann ungur og á langan og vonandi farsælan stjóraferil framundan, hann má alveg taka við Liverpool mín vegna, en ekki fyrr en eftir 5-7 ár. Kenny D er maðurinn til að leiða okkar ástsæla lið áfram til titlabaráttu næstu árin, um það efast ég ekki. Það verður ekki minni heiður fyrir Deschamps að koma og taka við af King Kenny eftir nokkur ár 🙂

 2. Segja Juve að stinga þessu “tilboði” uppí ….. Fá Aquilani aftur á Anfield. Þessi drengur á eftir að blómstra undir stjórn Kenny.

 3. Skemmtilegar vangaveltur Maggi. Er sammála þér í einu og öllu. Finnst þetta vera einkennileg stund hjá Dechamps að koma fram með þetta núna en hver veit. Kannski er hann að horfa meira til Chelsea þar sem virðist vera að hitna undir Anchelotti. Ég allavega vona innilega að maður muni koma til með að sjá Dalglish standa á hliðarlínunni um ókomna tíð, mun frekar en Mourinho eða Dechamps. En hvað sem verður þá hef ég góða trú á að eigendur séu að hugsa um hagsmuni Liverpool í einu og öllu.

  Varðandi Reina þá á ég erfitt með að sjá það gerast að hann fari til United sama hvað rauðnefur reynir. Mér finnst það líka bara hjákátlegt af honum að reyna ef hann gerir slíkt. Það er í besta falli barnalegt af honum að reyna slíkt eftir Gabriel Heinze fíaskóið hérna um árið ! Þannig að Reina verður milli stangana hjá Liverpool á næsta tímabili með fulla vasa af launatékkum :=)

  Kuyt er eins leikmaður og allir annaðhvort elska eða elska að hata. Ég elska hann fyrir allt sem hann hefur gert. Hans baráttu, hjarta og vilja. Þannig að endilega höldum honum eitthvað lengur. Hann mun alveg gera sér grein fyrir því að hann er að eldast og mun ekki spila alla leiki framvegis !

  Varðandi framtíðarkaup þá á eftir að fara allskonar sögur í gang. Mest af þeim verður eflaust bara bull ! Ég bara vona að eitthvað sniðugt verði keypt sem að virkar strax og hentar Liverpool. Leikmenn sem munu koma Liverpool aftur í meistardeildina !

  YNWA

 4. Frábær póstur hjá þér og ykkur öllum sem ofdekrið fótboltafíkla landsins sem eru svo heppnir að halda með Liverpool.
  Ef það er einhver stjóri sem ég væri til í að sjá taka við af King Kenny þá er það Deschamps, frábær þjálfari og sigurvegari í gegn. En ég vona þó að Kenny verði áfram næstu árin.

 5. Vona að Kenny haldi áfram en ef valið er Mourinho eða Dechamp þá vill ég heldur Dechamp því mér leiðist varnar þenkjandi bolti Mourinho þó svo að Real sé kannski ekki allir í því að verjast þá var taktíkin hans hjá chelski að skora 1 og halda svo sínu. Annað með Mourinho er að hann er ekki að fara að byggja upp LFC. Þangað sem hann kemur gerir hann frábæra hluti en er svo farinn með de samme.
  Ég myndi vilja sjá Aquilani koma aftur, ég er á þeirri skoðun að menn þurfi tíma til að koma sér inní deildina nefni tvö dæmi það fyrra er Henry fyrir arsenal, fyrsta árið voru menn ekkert að missa sig yfir honum en hann fekk sénsin til að aðlagast and the rest is history.
  Hinn er Forlan sem aldrei fékk nokkra leikja run í byrjunarliði red nose, var alltaf inn og út og komst þannig aldrei í takt við deildina og liðið, því segi ég að það er engin ástæða að gefa frá sér góðan leikmann án þess að gefa honum alvöru séns á sanna sig.

 6. Það er einhvernveginn þannig að maður er alveg viss um að Murinho eigi eftir að taka við United þegar gamli hættir. Bara spurning um að tímasetningin henti. Sé Murinho ekki verða lengi hjá Real, var strax farinn að tala um að snúa til baka til Englands. Held að hann hafi engan áhuga á Liverpool. Hann gæti hinsvegar tekið við City og gert eitthvað úr þeim þar sem gnógt er af aurum.

  En hvernig er það, halda menn að það séu ekki bara ágætis líkur að Hr Benitez taki við Chelsea ?

  Við eigum svo eftir að sjá hvað býr í Kenny, karlinn hefur lítið sannað enn sem komið er nema það eitt að hann virkar sem sameiningartákn og icon hjá klúbbnum. Ég hef enn ekki séð neitt sem sannfærir mig um að hann sé maðurinn til að stjórna Liverpool næstu árin. Vona nú samt innilega að þetta gangi upp hjá honum því karlinn er óneytanlega flottur og frábært að sjá hann á hliðarlínunni.

 7. Virkilega gaman að sjá hvernig Suarez var kvaddur hjá Ajax. Eitthvað annar bragur á því en þegar Torres fór 😉
  Það verður virkilega gaman að sjá Suarez og Carroll saman og vonandi að það samstarf verði farsælt.
  Enn og aftur – takk fyrir Kop. Átti von á að næsti pistill eftir frábæran pistil frá Babu yrði upphitun fyrir næsta leik en alltaf komið þið á óvart 😉

 8. Þar sem er nú oft vitnað í hvað NESV gerðu hjá Red Sox og hvort þeir noti svipað módel hjá LFC (ráða ungan stjóra, endurgera Andfield etc) þá er ekki úr vegi að benda á að áður en þeir réðu hinn 28 ára Theo Epstein sem General Manager yfir Red Sox þá buðu þeir Billy Beane starfið, eldri og reyndari stjóra sem hafði gert ótrúlega hluti með Oakland A’s (einsog margir hafa eflaust lesið um í Moneyball).

  Þó að það séu margar hliðstæður þegar maður horfir yfir sögu Red Sox og LFC og margir vilja eflaust sjá NESV nota sama módel hjá LFC (já takk ef við vinnum deildina 2svar næstu árin), þá hef ég fulla trú á að Kenny fái að halda áfram með liðið þó að það verði ekki skv. Red Sox módelinu. Það að Beane hafi verið fyrsti kostur þeirra i Boston styrkir það enn frekar (ég er líka sannfærður um að hann hefði unnið World Series 🙂 ).

  En þó að Dalglish haldi áfram ætti öllum að vera ljóst að það er mikið verk framundan í að styrkja hópinn, það er ekki hægt að ætlast til að Kenny setji mörg af hliðarlínunni.

 9. Þessi síða er STÓRKOSLEG!!
  og eitt stórt JÁ við að fá Aquilani heim á Anfield.. ég var svo svektur þegar hann var sendur á lan að ég átti ekki til orð yfir þeirri vitleysu!!

  og fyrir mig til síðuhaldara..!!

 10. Það má eiginlega segja að FSG og stjórnendur þeirra innan Liverpool eru komnir í nokkuð erfiða stöðu eftir ráðninguna á Kenny Dalglish. Ég er hæst ánægður með að Dalglish skuli hafa tekið við og líður ótrúlega vel með hann við stjórnina, líkt og örugglega flest allir stuðningsmenn Liverpool. Það gæti því verið ómögulegt fyrir þá að ætla að sipta honum út, sérstaklega þar sem að fínn árangur er að nást.

  Dalglish segist hafa gert sér grein fyrir því að hann hafi bara verið ráðinn til nokkura mánaða og sagðist tilbúinn að stíga til hliðar ef að betri maður fengist í stöðuna. Fyrir stuðningsmenn Liverpool er hins vegar enginn betri í stöðuna en Dalglish, það gerir þetta mjög erfitt fyrir FSG ef þeir hyggjast ætla að skipta um mann í brúnni.

  Ég held að það sé nokkuð skýrt að brottrekstur Roy Hodgson og ráðning Dalglish hafi breytt einhverju í því hvernig félaginu muni vera stýrt. Dalglish var alltaf hugsaður í einhverju mikilvægu, langtímastarfi – nýr CEO hefði átt að koma inn (eða Dalglish hefði verið í því hlutverki) og Comolli áfram í sínu, einhvern veginn svona held ég að þetta átti að líta út.

  Persónulega vil ég sjá Dalglish áfram, ekki veit ég hver ætti að vera ráðinn í staðinn og ég hef trú á því að hann verði áfram stjóri Liverpool þegar deildin byrjar aftur í haust. Þrátt fyrir færni Mourinho og allt það þá vil ég hann ekki sem stjóra Liverpool – í mínum huga er hann algjör andstæða við það sem ég vil sjá í stjóra Liverpool; hann er með hroka, festir sig ekki í sessi heldur virðist hann klára eitt verk og hoppa í það næsta … það heillar mig ekki.

  Comolli sagði að næsti langtíma stjóri Liverpool verði þannig að hann viti upp á hár um hvað Liverpool snýst um. Dalglish hlýtur nú að flokkast í þennan hóp en persónulega á ég mjög erfitt með að reyna að gera mér upp einhverja hugmynd um hver gæti orðið næsta stjóra legend hjá Liverpool. Fyrir mitt leyti koma tveir menn upp í hugann sem vita vel um hvað Liverpool snýst og virða þessi gömlu gildi sem hafa gert félagið að því sem það er; sá fyrri er Kenny Dalglish og hinn er Owen Coyle – ég hef mikið álit á Coyle en Dalglish yrði alltaf númer eitt.

 11. #14
  Þar með lækkuðu þeir báðir umtalsvert í áliti hjá mér…………Boyzone..really

 12. það er nú betra að vita af Carroll í góðum félagsskap Dalglish á Boyzone tónleikum en í slagtogi með Kevin Nolan og vafasömum vinum hans frá Liverpool…

 13. nr 15 Dalglish var bara að fara með Carroll pussy hunting til að halda honum rólegum. held ég fínn vetfangur til þess á mánudagskvöldi !

 14. Ef við fáum Hazard í sumar þá er ég meira en sáttur. Bónus að fá Marko Marin kannski eða einhvern þannig kantmann. Ég væri alveg til í að halda Aquilani en ekki gegn hans vilja. Ef hann vill fara til Juventus í staðinn fyrir að spila fyrir Liverpool þá má hann fara en ég hef mikið álit á honum og held ég að hann gæti verið góður á næstu leiktíð fyrir okkur.

 15. Nú er það í erlendum fjölmiðlum að Carrol verði með á móti West Ham í það minnsta á bekknum.

 16. Væri hrikalega mikið í mann sem spilar með Q.P.R þessa dagana, ef mann má kalla. Klippur með tilþrifum berast reglulegu á video síður þessa dagana og þvílíka tækni hefur hann. Líklega aðal ástæðan (fyrir utan peningaveldi) þess að Q.P.R séu efstir í champions-deildinni. Kann ekki að bera fram nafnið en held hann sé frá Ísrael (er ekki að rugla Heiðari og Íslandi saman) en T eitthvað held ég. Kantmaður, hraður, teknískur og góður leikmanður sem vert að er kíkja á.

 17. Ég vildi fá Izaguirre strax í sumar sem leið eftir HM, sprækur, teknískur og góður til baka. Lýst vel á að fá hann, ef af verður. Annars er ég beggja blands með Aquilani, væri til í að fá hann aftur, en ef það er rétt að hann vilji helst vera á Ítalíu þá er best að sleppa honum.

 18. Emilio Izaguirre er ekkert annað en miðlungsleikmaður. Þurfum ekki þannig mann.
  Vona innilega að Liverpool myndu hugsa sig betur um og bjóða í Fábio Coentrão.
  Hann er bara í lagi!

 19. #25 er það bara ég eða minnir hann mann bara á Insúa. Mér finnst ég sjá lítinn mun á þeim tveim miðað við þetta video og Insúa frekar sterkari. Ég vil fá hann úr láni, Aqua úr láni og sleppa því að eyða pening í þær stöður á næsta ári. Nóg þarf að styrkja okkur á mikilvægari sviðum.

 20. Er ég einn um það að sjá fyrir mér Kenny Dalglish stýra liðinu næstu árin og ala upp Jamie Carragher sem eftirmann sinn á meðan. Þegar Carra er klár fér kóngurinn í CEO stöðuna.

  Ég hef lengi haft þá trú að Carra eigi einn daginn eftir að vera stjóri Liverpool.

 21. #27: Izaguirre og Insua eru áþekkir leikmenn fram á við, sýnist manni. Izaguirre finnst mér talsvert betri varnarlega, gerði varla mistök á HM í sumar og var yfirburðamaður í liði Hondúras. Auk þess virðist hann hafa grimmdina og karakterinn fram yfir Insúa, þannig að af þeim tveimur myndi ég kjósa Izaguirre. En ef Coentrao er í boði væri hann auðvitað fyrsti kostur.

 22. Myndböndin um SUAREZ.
  Þettar segir allt um Torres. Djö ef hann kemst ekki í meistaradeildina á næsta ári en við verðum, liggur við einsog að vinna deildina .-)

  If only Torres had done the same sort of goodbye to Liverpool…shows what a classy lad Suarez is.

 23. Það sem við þurfum eru 1. flokks vængmenn við verðum ekkert nema miðlungslið með þá vængmenn sem við höfum í dag.
  Það sem hefur skilið í sundur með okkur og t.d. Man og Ars síðustu ár eru vængmennirnir
  ekki höfum við haft verri framh eða miðjum og ég tala nú ekki um markmannin eða varnarmennina.
  Ég held að Kóngurinn viti þetta og hann eigi eftir að versla stór nöfn í þær stöður.
  ÁFRAM KING KENNY

Björt framtíð?

Nokkrir punktar