Björt framtíð?

Það er óhætt að segja að ansi margir bjórar hafi runnið í gegnum SStein síðan Liverpool fékk síðast alvöru leikmann upp úr unglingastarfi félagsins. Raunar ef við horfum framhjá þessum fjölmörgu sæmilegu leikmönnum sem höfðu alla burði til að verða stjörnur hjá Liverpool en urðu það ekki þá erum við að tala um að það hafi ekki komið almennilegur spennandi leikmaður upp úr unglingastarfinu síðan 1997 og 1998 er þeir félagar Jamie Carragher og Michael Owen spiluðu báðir sína fyrstu leiki 97 og ári seinna kom Steven Gerrard og allir bættust þeir í hóp leikmanna sem einnig höfðu alist upp hjá félaginu.

Fleiri svona takk.

Þrátt fyrir að einn þessara manna hafi gleymt uppruna sínum fullkomlega þarf ekkert að velta sér lengi upp úr því hversu mikilvægt það er að fá svona leikmenn jafnt og þétt upp úr unglingastarfinu. Einn Sveven Gerrard gerir það þess virði að reyna við 150 níu – fimmtán ára krakka og ala þá upp í fjölmörg ár. Ekki bara fjárhagslega heldur einnig félagslega.

Það er alveg ljóst að það er ekki eins auðvelt að komast upp úr unglingastarfi stórliða í dag eins og það var 1998. Ekki með öllu því flæði gæða leikmanna sem koma fullmótaðir til bestu liðanna. En það getur engu að síður ekki talist eðilegt ná ekki einum frambærilegum leikmanni upp úr unglingastarfinu á 13 árum og raunar engum sem var nálægt því að vera í sama klassa og Owen, Carragher og Gerrard.

Það er ekki þar með sagt að félagið hafi ekki verið að reyna. Houllier ætlaði heldur betur að sigra heiminn er hann kom til félagsins og gerði reyndar margt mjög gott. Það er kannski tilviljun en hann kom árið 1998 sem er sama ár og ný og glæsileg akademía opnaði í Kirkby sem átti að skila félaginu mun fleiri góðum leikmönnum í ásættanlegum klassa, en við erum ennþá að bíða.

Þessi færsla á engu að síður ekki að fjalla um það hvað fór úrskeiðis þessi 12 ár sem við fórum í gegnum án þess að ná góðum leikmanni upp úr unglingastarfinu og raunar væri líklega mikið nær að tala um að það er líklega engin tilviljun að ekkert hefur gerst hjá okkur á þessu sviði þau ár sem Rick Parry var framkvæmdastjóri félagsins og neitaði mönnum sem mun meira vit hafa á fótbolta um menn eins og Ronaldo og Pato þar sem hann gat ekki kreist út nægan pening. Það hefur líklega sannast ágætlega hversu góður Rick Parry var í sínu starfi og aldrei meira en einmitt nú þegar við erum loksins laus við hann.

Ég gef Paul Tomkins aðeins orðið:

When I was lucky enough to spend most of the day with Rafa Benítez in the autumn of 2009, we spoke at length about the Academy, and his obsession with putting his stamp on it. It was only a few months since he’d finally managed to overhaul the set-up, after years of frustration. Steve Heighway had gone in 2007, but it was only with the departure of Rick Parry in 2009 that Benítez could exert real influence on the Academy. At last he could restructure the place.

Það er einmitt það, Benitez undir stjórn Parry var ekkert svo ósvipaður Houllier og keypti fjöldan allan af ungum ódýrum leikmönnum frá meginlandi Evrópu og þá aðallega þeim mörkuðum sem hann þekkti best. Marga hverja efnilega með hellings hæfileika og raunar tapaði Benitez ekki peningum á þessum leikmönnum (öfugt við forvera sinn, Houllier) og einhverjir þeirra eru ennþá á skrá hjá félaginu.

Með þessu er ég að tala um bæði unglinga sem koma til félagsins áður en þeir verða 16 ára og svo þessara sem voru keyptir 16-20 ára gamlir.

En þessir leikmenn voru ekkert að skila sér almennilega í byrjunarliðið hjá Liverpool og það er vitað að Benitez var mjög pirraður í mörg ár á vanhæfni og metnaðarleysi Rick Parry og Liverpool á þessum mikilvæga markaði. Hann vildi umturna öllu kerfinu og vann loksins þá baráttu við Parry fyrir um 18 mánuðum síðan eins og Tomkins kom inná.

Í kjölfarið fengum við mjög virtan fyrrum njósnara félagsins Frank McParland til að stýra Akademíunni. En hann hafði í millitíðinni farið til Bolton þar sem hann hjálpaði Sammy Lee og var rekinn er Lee var sagt upp störfum þar. McParland hefur skýra og einfalda stefnu þegar kemur að því að byggja upp framtíðarleikmenn og var alveg á pari við Benitez sem fékk hann í verkið. Til þess að fá leikmenn upp úr unglingastarfinu og í lið Liverpool þarf að kaupa þá bestu/efnilegustu og keppa þar við þá bestu á þessum markaði og eins þarf að veita þessum leikmönnum bestu þjálfunina sem möguleg er á markaðnum.

Boy ó boy hvað þeir virðast hafa afrekað þetta, dómur er svosem ekki ennþá fallinn þegar kemur að þeim leikmönnum sem eru í Akademíunni núna og ég skoða mestu efnin betur seinna í þessari færslu. En það er nokkuð óumdeilt að við nældum í þjálfara sem eru meðal þeirra allra bestu á markaðnum.

Út fóru margir gamlir jálkar sem séð höfðu of marga vetur í fótboltanum og í staðin var fengið inn menn eins og Pep Segura sem tók við starfi tæknilegs framkvæmdastjóra  og Rodolfo Borrell sem stýrir U18 ára liðinu. Ekki frægustu nöfnin í fótboltaheiminum en klárlega með þeim virtari í ungliða þjálfunarbransanum. Auk þeirra fékk Benitez helsta núlifandi Icon félagsins, Kenny Dalglish aftur til starfa hjá klúbbnum og partur af hans starfi var að fylgjast með unglingastarfinu og hjálpa þjálfurunum þar auk þess að vera sendiherra félagsins.

Borrell og Dalglish á U18 ára leik.

Hugsunin með ráðningu þeirra Pep Segura og Rodolfo Borrell er líklega að mjög miklu leiti til að kenna þessum yngri leikmönnum taktík eins og tíðkast hjá félögum á meginlandi Evrópu og eins kenna þessum drengjum að spila sem lið. Þekking á taktík er eitthvað sem stundum virðist afar ábótavant í uppeldi breskra leikmanna og skv. Paul Tomkins þá var þetta eitthvað sem fór í taugarnar á Benitez hjá ungum leikmönnum og kom hann inná þetta í merkilegri 4 tíma heimsókn Tomkins á Melwood 2009.

Gefum Tomkins aftur orðið:

Regarding Kelly, Rafa, while a fan, felt he needed to work on the tactical side of his game, and this was a problem inherent with almost every English player he discussed (as brilliant as he thought Gerrard was, he was critical of his tactical nous). Maybe this is where Borrell and Segura will prove so beneficial; teaching players how to think, and allying the ‘force of nature’ brilliance of young English players to the continental game-reading of those native of Spain, in a way never drilled into the current Liverpool captain at a formative age.

Þetta hljómar mjög svo rökrétt þó maður hafi kannski ekki velt þessu mikið fyrir sér sjálfur og opnar aðeins á hver hugsunin var á bak við þessa umturnun á unglingastarfinu. Þ.e. þetta gengur ekki bara út á að kaupa dýrustu unglingana sem eru bestir þá stundina. Þó það sé alveg líka partur af pakkanum. Heldur er líka verið að fá inn unga og mjög efnilega leikmenn og kenna þeim hvernig ætlast er til að þeir spili hjá liðinu.

Erfitt að koma orðum að þessu og líklega er gáfulegra að vitna í einn besta miðjumann í heimi, Xavi. Leikmann sem fór í gegnum það unglingastarf sem Segura og Borell eru að hluta að reyna innleiða hjá Liverpool (tekið úr skemmtilegu viðtali sem hann var nýlega í á The Gaurdian).

Some youth academies worry about winning, we worry about education. You see a kid who lifts his head up, who plays the pass first time, pum, and you think, ‘Yep, he’ll do.’ Bring him in, coach him. Our model was imposed by [Johan] Cruyff; it’s an Ajax model. It’s all about rondos [piggy in the middle]. Rondo, rondo, rondo. Every. Single. Day. It’s the best exercise there is. You learn responsibility and not to lose the ball. If you lose the ball, you go in the middle. Pum-pum-pum-pum, always one touch. If you go in the middle, it’s humiliating, the rest applaud and laugh at you.

Feitletra það sem ég tel vera lykilatriði. Lesið samt þetta viðtal við Xavi ef þið hafið ekki gert það nú þegar. En það er ljóst að kraftur Bretana í bland við þekkingu og gæði leikmanna meginlandsins er ekki lítið spennandi blanda sem verið er að reyna að sjóða saman á Melwood. (Tek þó fram að ég svitna við tilhugsunina að lenda í miðjunni í reitarbolta hjá Barcelona).

Mikið held ég að Valdes sé oft í miðjunni

Þessar breytingar á starfinu í kringum Akademíuna bara svo gott sem gleymdust. Síversnandi gengi aðalliðsins var ekki einu sinni aðalatriði í fréttaflutningi af Liverpool þessa 18 mánuði síðan þessar breytingar voru gerðar. Enda allt kaffært í fréttum af eignarhaldi félagsins og af leikmönnum sem væru að fara yfirgefa þetta sökkvandi skip okkar.

Kannski var þessi litla athygli sem U18 ára liðið hefur fengið af hinu góða fyrir þá og raunar byrjaði liðið ekkert með látum strax í upphafi. En jafnt og þétt í vetur hefur orðstýr liðsins vaxið og vaxið þar sem margir hafa haft á orði að U18 ára liðið sé að spila þann bolta sem við vildum sjá aðalliðið spila (sérstaklega meðan Hodgson var hjá okkur) og að í þessu liði væri bara heill hellingur af leikmönnum sem hefðu alla burði til að stíga skrefið stóra upp í aðalliðið. Ekki bara 1-2 afgerandi leikmenn heldur nokkrir sem eru í alvörunni góðir.

Virka nú frekar klunnalegir þarna reyndar!

U18 ára liðið hefur skorað 52 mörk í 17 leikjum sem er mjög gott og í þessari viku má segja að sprengja hafi orðið í umfjöllun um liðið og í kjölfarið algjör vitundarvakning að því leiti að flestir eru að átta sig á að við eigum núna í alvörunni mjög efnilegt lið. Liðið vann (reyndar bara) Southend United 9-0 á dögunum og í þeim leik skoraði 16 ára gutti ekki nema 5 mörk fyrir framan þjálfarateymi Liverpool eins og það leggur sig. Í kjölfarið var þessum skólakrakka ásamt 3-4 liðsfélögum sínum boðið að ferðast með aðalliðinu í útileik og eru það afar skýr skilaboð til þessara pjakka að búist sé við því að þetta sé ekki síðasta verkefni þeirra með aðalliðinu.

Þessi ákvörðun Dalglish hefur vakið töluverða athygli í fótboltaheiminum og setur væntanlega einhverja pressu á þessa stráka sem verða núna meira undir smásjánni en áður, en þetta var engin tilviljun hjá Dalglsih og alls engin auglýsingabrella. Hann er að umbuna þessum strákum og á sama tíma hvetja þá til að halda áfram og væri líklega mest til í að þeir hefðu enga athygli fengið í þessari ferð með liðinu.

Því langar mig aðeins til að skoða hvaða leikmenn þetta eru bæði þessa sem eru að slá í gegn hjá U18 ára liðinu og kannski aðeins líka þá sem nýlega komu upp úr því og eru við það að komast í aðalliðið.

Byrjum á þeim sem eru efnilegastir í U18

Raheem Sterling

Helsta vandamál félagsins hvað þennan leikmann varðar um þessar mundir er að tala niður væntingar sem gerðar eru til hans, svo rosalegt efni er hann. Hann skoraði fimm mörk í einum leik um daginn og hefur verið frábær í allann vetur að spila við stráka sem eru allt að 2 árum eldri en hann og er klárlega eitt mesta efni sem við höfum séð í mörg herrans ár.

Tryggvi Guðmunds sagði í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í gær (sjáið hvað ég gerði þarna? 🙂 að þessi strákur minnti sig mjög á Michael Owen og svosem ekki hægt að neita fyrir að hann hefur einhverja af hans hæfileikum, allavega markanefið.

Það er auðvitað vonlaust að bera svona unga leikmenn saman við heimsklassa leikmenn sem þegar hafa sannað sig en ef við ættum að bera hann saman við einhvern þá væri svei mér þá John Barnes líklega mikið betri samlíking. Enda magnað til þess að hugsa að leikmaður sem skorar 5 mörk í einum leik er ekki hugsaður endilega sem framherji heldur meira sem vinstri vængframherji. Hann er ekki bara líkur Barnes á vinstri kantinum heldur er hann meira að segja líka fæddur á Jamaica líkt og gamla kempan.

Sterling er þó ennþá bara 16 ára og á því alveg gríðarlega mikla og erfiða vinnu fyrir höndum áður en hann fer að teljast líklegur til að stíga þetta skref til fulls. Hann er klárlega í heimsklassa í sínum aldurshópi hvað sóknarhæfileika varðar og hefur bæði þann hraða og þessa ákefð sem þarf til þess að “meika” það upp á næsta level. En hann á engu að síður margt ólært ennþá hvað leikinn varðar og þarf t.d. að bæta varnarleik sinn mjög mikið.

Ekki að það dragi eitthvað úr spenningnum fyrir þessum leikmanni enda fjandi erfitt að ímynda sér leikmann sem á ekki margt eftir ólært þegar hann er 16 ára. Sterling hefur það líka með sér að hann er umkringdur afar góðum þjálfurum sem hafa það svo sannarlega á ferilsskránni að geta unnið með svona efni og gera úr því alvöru leikmann. Raunar hafa þeir þegar gert það með besta leikmann í þessu sólkerfi um þessar mundir (Messi).

Þetta er engu að síður ekkert í fyrsta skipti sem Sterling er að vekja athygli. Hann er fæddur í desember 1994 og gekk til liðs við QPR 10 ára gamall. Hann komst 14 ára í U18 ára liðið hjá þeim og skoraði strax í sínum fyrsta leik. Hann kom til Liverpool í febrúar á síðasta ári fyrir 600.þús pund sem talin er geta enda í 5.milljónum punda eftir frammistöðu. Liverpool vann kapphlaup við lið eins og United, City og Fulham um að fá hann og Sterling var ekkert lengi að finna út hvernig best væri að koma sér í mjúkinn hjá sínu nýja liði, enda skoraði hann líka í sínum fyrsta leik fyrir U18 ára lið Liverpool, gegn Everton (það er líka stórmál á þessu stigi).

Það er enganvegin hægt að segja til um það hvort Sterling fari úr því að vera efnilegur í að verða góður, persónulega hef ég ekki haft meiri trú á U18 ára leikmanni Liverpool áður og býst fastlega við því að QPR fái 5.milljón pund frá Liverpool á endanum, borgað með bros á vör.

Suso

Þarna er strákur sem var fenginn til félagsins 16 ára frá Cadiz á Spáni áður en stóru spænsku liðin Barca og uppáhaldslið Suso, Real Madríd náðu að næla í hann. Liverpool er talið hafa boðið honum góðan samning og sýndu mikinn áhuga á að fá hann til félagsins. Hann er sjálfur mjög hrifinn af ensku deildinni og skrifaði undir samning til 2013 er hann varð 17 ára sem hann vonast til að fá framlengingu á þegar þar að kemur.

Ef við ættum að líkja honum við einhverja leikmenn þá er þetta strákur sem vill spila svipaðan bolta og miðjumenn Spænska landsliðsins eru að gera. Hann er rosalega útsjónarsamnur og snjall leikmaður með mjög góðar sendingar og er þeim eiginleika gæddur líka að geta skorað mörk.

Suso er sóknarþenkjandi miðjumaður og getur líka spilað vinstramegin á miðjunni og ef þú myndir spyrja Houllier væri þarna líklega næsti Fabregas eða Iniesta. Við skulum nú ekki alveg búast við því af honum strax en þetta er gríðarlega spennandi efni sem líklega er eins og Sterling hjá þjálfurum sem henta honum vel og að alast upp með liði sem spilar hans tegund af fótbolta.

Hann er ekki fljótasti leikmaður í heiminum og þarf að sýna meiri ákefð skv. sjálfum sér og þjálfurum sínum en hann er þegar farinn að spila með varaliðinu og ég yrði ekki hissa ef hann færi á láni á næstu árum. Annað efni sem maður gæti alveg séð fyrir sér að geti náð alla leið.

Það er hægt að láta Kristján Atla líta vel út með því að klippa video til og setja það á youtube. Engu að síður læt ég hér fylgja með video frá leiknum sem kom okkar mönnum í þennan Southend leik sem endaði 9-0. Umferðina á undan var spilað gegn Crystal Palace og þar stjórnaði Suso umferðinni með svo afgerandi hætti að hann fékk að æfa með aðalliðinu í næstu tvær vikur á eftir ásamt Conor Coady.

Þetta er bara í Palace leiknum og þó þeir séu ekki stærsta lið í heimi þá slóu þeir U18 ára lið Arsenal út umferðina á undan.

Ég er allavega spenntur fyrir þessum leikmanni.

Conor Coady

Þarna er á ferðinni uppalinn leikmaður sem þegar er orðinn fyrirliði U18 ára liðsins og U19 ára landsliðs Englendinga og var líka fyrirliði hjá yngri liðum þessara liða. Hann var t.d. fyrirliði U17 ára liðs Englands sem varð Evrópumeistari sumarið 2010. Hann gæti jafnvel verið laungetin sonur Gerrard og Carragher enda mikill leiðtogi sem spilar sem djúpur miðjumaður.

Þetta gæti vanist

Hann hefur spilað sem miðvörður í yngri flokkum og núna undanfarið sem djúpur miðjumaður og var á bekknum í Prag sem cover á miðja miðjuna. Ef við höldum þeirri vitleysu áfram að líkja honum við einhverja eldri leikmenn þá er hann meiri Barry heldur en Gerrard og spilar mun dýpra á vellinum heldur en Gerrard. Hann er mjög líkamlega sterkur miðað við aldur og með afar góðan fótboltaheila ef svo má segja.

Það er of snemmt að segja til um það hvort hann nái að stíga skrefið upp í aðalliðið. Hann er allavega þegar farinn að spila með varaliðinu og fá séns til að æfa með aðalliðinu og ferðast með þeim líkt og gegn Sparta Prag. Dalglsih hefur a.m.k. mikla trú á honum. En þetta gæti allt eins orðið næsti Welsh (eða Spearing) en er þó talinn meira efni en þeir á sama aldri og það er a.m.k. ljóst að stuðningsmenn Liverpool halda einna mest með þessum leikmanni af U18 ára hópnum.

Það væri nákvæmlega ekkert að því að fá ultra fyrirliðatýpu upp úr unglingastarfinu aftur núna þegar tími Gerrard og Carragher fer að renna sitt skeið og það skemmir ekki fyrir að hann er fæddur í Liverpool.

Jack Robinson

Að setja þennan strák inná á 87.mínútu fyrir Ryan Babel var eitt af síðustu verkum Benitez sem þjálfara Liverpool. Hann var þá 16 ára og 250 daga gamall og þar með yngsti leikmaður í sögu félagsins og það merkilega var að hann hafði ekki einu sinni spilað fyrir varaliðið.

Robinson er annars leikmaður sem spilað hefur með yngri landsliðum Englands þrátt fyrir að hafa verið nokkuð yngri en samherjar sínir þar og er fæddur og uppalinn í Liverpool (rétt fyrir utan reyndar).

Þetta er fjölhæfur vinstri bakvörður sem er bæði öflugur sóknarlega og varnarlega. Hann er sækir mikið í U18 ára liðinu og skapar oft mikla hættu en getur á móti vel tæklað hinumegin  á vellinum og er fínn varnarlega. Það að hann hafi þegar spilað fyrir aðalliðið og verið í hóp 2-3 eftir það segir margt um hversu hátt hann er metin innan félagsins. Hann spilar sem vinstri bakvörður og miðað við þá leikmenn sem hafa leyst þessa stöðu undanfarin ár hjá Liverpool yrði ég ekki hissa ef Robinson verði orðinn lykilmaður í aðalliðinu áður en hann verður 20 ára.

Það þarf reyndar ekki alveg að þýða að hann sé í heimsklassa, bara líklegur til að verða mikið betri en það sem við eigum fyrir. Benitez, Hodgson og Dalglish hafa allavega allir sýnt það í verki að þeir hafa mikla trú á Robinson og það er líklega ekki að ástæðulausu.

John Flanagan

Í hægri bakverðinum eigum við síðan ekki minna spennandi efni heldur en í þeim vinstri. Flanagan sækir mjög mikið upp vænginn eins og Robinson en á meðan hann er líklega ekki eins góður sóknarlega þá er Flanagan líklega betri varnarlega og svona Carragher týpa að því leiti að hann myndi fara í einn á einn við lest fyrir félagið…og vinna.

Tony Barrett stuðningsmaður Liverpool og blaðamaður á Times (áður Echo) lýsti honum svona á opinberu síðunni:

There is a fine tradition of tough tackling Scouse full backs at Anfield with Gerry Byrne, Tommy Smith and Jamie Carragher being perhaps the best examples. But since Carragher converted to a regular role in central defence Liverpool have lacked a locally produced player on the defensive flanks who would think nothing of running through a brick wall – and anyone foolish enough to get in his way – for the good of the team.

Flanagan hefur þegar stigið skrefið upp í varaliðið og gerði það án vandræða. Hann á auðvitað langt í land eins og allir aðrir leikmenn Liverpool á þessum aldri en hann hefur svo vægt sé til orða tekið áhugann á því að brjóta sér leið upp í aðallið Liverpool og að því sem hann er að sýna þá gæti hann haft hæfileikana í það líka.

Andre Wisdom

Einn einn leikmaðurinn fæddur 93´ eða ´94 sem hefur nákvæmlega alla burði til að verða hörkuleikmaður og er að margra mati engu minna efnilegur en þeir sem við höfum þegar farið yfir. Þetta er strákur sem hefur alltaf verið mjög líkamlega sterkur miðað við jafnaldra sína og á ekki í neinu basli með að spila við eldri leikmenn. Hann hefur verið í yngri landsliðum Englands og varð einnig Evrópumeistari með U17 árið 2010 líkt og Coady. Þar spilaði hann sem miðvörður sem er hans staða og var lykilmaður í liðinu.

Líka vanur að taka við titlum

Vefsíðan A Liverpool Thing var með umfjöllun um þennan strák í fyrra þar sem þeir fóru yfir það að hann gæti endað sem gott dæmi um leikmann sem nýtir líkamlega yfirburði sína í yngri flokkunum en lendir í basli er hann fer að mæta jafnokum sínum.

Þjálfaralið Liverpool hefur greinilega hugað að þessu og lét hann spila meira hægra megin eða inni á miðjunni frekar en í hjarta varnarinnar. Hann er líka mjög góður í að bera boltann úr vörninni og hefur í raun allt sem þarf til að verða góður í fótbolta. Bara undir honum komið að gera nákvæmlega það.

A Liverpool Thing var allavega ekkert að spara hrósið í grein sinni um hann og sögðu m.a.

Indeed, it is hard not to be excited with a player like Wisdom. For he is someone who, on the face of it, he has all the ingredients needed to become a huge player. He not only has raw athleticism – pace and physical strength – in abbundance but also knows how to read the game, is very vocal, tactically is very aware and can pick a pass or two.

Enn einn sem gæti skilað sér alla leið haldi hann áfram að þróast sem leikmaður.


Þetta var bara upptalning á þeim leikmönnum sem eru að vekja mesta athygli í U18 ára liðinu. Það er ómögulegt að segja til um hvernig þeir koma til með að þróast á næstu 2-3 árum og þetta eru ekki einu sinni nálægt því að vera tæmanleg upptalning á þeim leikmönnum sem gætu skilað sér upp hjá okkur.

Á svipuðum aldri eigum við leikmenn eins og hinn stóra Stephen Sama sem fæddur er í Kamerún en með Þýskt vegabréf. Þar er stór og sterkur miðvörður með góða skottækni og sendingargetu ásamt leiðtogahæfileikum.

Ungverjinn Krisztian Adorjan er líka fínn leikmaður með mikla hæfileika en skortir þó svolítið hraða sem gæti orðið honum að falli. Hann er engu að síður byrjunarliðsmaður í U18 ára liðinu og fyrirliði U17 ára liðs Ungverja. Hann hefur líka styrkt sig mikið síðan hann kom til Liverpool og gæti allt eins átt góðan feril í boltanum.

Eins eigum við hinn stóra Michael Ngoo sem er svona ungur Charlton Cole. Stór sláni sem getur sannarlega skorað þó maður eigi alveg eftir að sjá hann ná mikið lengra innan Liverpool.

Kristján Gauti er líka annar leikmaður sem hefur verið að vekja töluverða athygli og er að spila relgulega í þessu U18 ára liði. Hann er lúmskt stór en þó teknískur leikmaður með gott markanef.

Toni Silva er síðan uppfullur af hæfileikum og gæti sprungið út innan skamms. Það er til marks um styrkleika U18 ára liðsins að hann kemst ekki einu sinni í byrjunarliðið þar sem Sterling og Suso spila svipaða stöðu og hann. Tomkins líkti honum við svona Nani týpu af leikmanni og við mættum alveg við þannig spilara eftir nokkur ár.

Frammi í þessu liði er síðan Scouserinn Andrew Morgan sem er fæddur 1994 og hefur spilað með U17 ára liði Englendinga. Hann hefur reyndar ekki heillað mig þau skipti sem ég hef séð hann spila en gefum honum séns, hann er 16 ára.

Þetta er svona rjóminn af þessum leikmönnum sem eru að koma upp hjá okkur núna í aldursflokknum ca ´93 – ´94. Óhætt að segja að það er ekki að ástæðulausu sem menn (eins og Aldrige á LFCTV í gær) eru að tala um efnilegasta unglingalið Liverpool í marga áratugi og bjartsýnustu menn vonast til þess að þeir Borrell og Segura séu að fara skila samhæfðu liði upp í aðalliðið frekar en 1-2 leikmönnum. Eitthvað svipað og gerðist hjá United 97 og 98 og Barca hefur verið að gera undanfarin ár. Þetta er eitthvað sem gerir fimm ára planið spennandi í það minnsta þó flestir geri sér vel grein fyrir að 1-2 leikmenn upp á ári væri stórsigur miðað við sl. ár. Ég allavega trúi því í fyrsta skipti í mörg ár að við eigum alvöru leikmenn í unglingaliðunum.

Svo ég vitni í síðasta skipti í góða grein Tomkins þá benti hann á mjög áhugaverðan punkt er hann sagði:

The thing with the current crop of Liverpool starlets is that if you aged them by five years, you could envision five or six of them as the core of the Liverpool first team. Perhaps it’s because the team performs like a side with a wide range of skills, rather than just eleven identikit ‘decent’ types. It has great individuals, but also the X-Factor as a unit. There’s a nice balance to the U18 squad as a whole, with a mixture of big men, small men, fast men, tricky men (although some are technically still boys).

Góða við þetta er síðan auðvitað að þetta eru ekki einu sinni þeir leikmenn sem eru næstir í röðinni, þó þetta sé vissulega fyrsti árgangurinn frá Borell og Segura sem ég tel vera að vinna magnað starf.

En það eru leikmenn sem eru komnir mun nær aðalliðinu en þessi hópur og þeir eru líklega efni í næsta pistil. Martin Kelly er þegar búinn að vinna sér sæti í byrjunarliði Liverpool og er að spila þannig að hægri bakvöðrur enska landsliðsins kemst ekki í hægri bakvörðinn hjá Liverpool.

Jonjo Shelvey var fyrirliði U19 hjá Englendingum og er þegar kominn í plön Dalglish sem hefur gríðarlega trú á þessum leikmanni. Hann er 18 ára farinn að koma af bekknum í deildarleikjum hjá Liverpool og það er mjög spennandi að hugsa hvernig þessi leikmaður gæti orðið eftir 2-3 ár.

Dani Pacheco er mikils metinn af Dalglish þó hann hafi ekki ennþá spilað leik undir hans stjórn og liðið spilar fótbolta sem ætti að henta hans leikstíl afar vel. Vinur hans Daniel Ayala er búinn að standa sig mjög vel á láni í Championship deildinni og var sá leikmaður sem Benitez hafði mest álit á.

Nathan Eccelston er að standa sig vel á láni hjá Charlton þó ég búist ekki við neinu af honum hjá Liverpool. Sama má segja um Tom Ince og David Amoo sem eru búnir að vera á láni í neðri deildum á þessu tímabili.

Jay Spearing er leikmaður sem Dalglish er greinilega ekki búinn að gefa alveg upp á bátinn þó hans tækifærum hljóti að fara fækka. Sama má segja um David N´Gog sem líklega fer í sumar eða verður lánaður.

Danny Wilson er búinn að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Dalglsih og á bjarta framtíð fyrir sér hjá klúbbnum.

Svo eigum við ennþá Insúa sem var landsliðsbakvörður Argentínu á tímabili þó ég hvorki viti hvernig hans staða er núna né skilji afhverju hann er ekki ennþá hjá félaginu. Þar er ungur leikmaður sem gæti allt eins komið til baka. Eins má ekki gleyma því að Lucas er bara 23 ára og einn vanmetnasti leikmaður Englands. Suarez er 24 ára og Carroll er 22 ára.

Niðurstaða: Já framtíðin er svo sannarlega björt. Liðið er með stjóra núna sem var líka stjóri félagsins þegar megin þorri þeirra leikmanna sem síðast skilaði sér upp hjá félaginu gekk til liðs við félagið og hann er svo sannarlega ekkert hræddur við að gefa ungum leikmönnum séns. Hann er líka mjög sýnilegur á æfingum og á leikjum varaliðsins og unglingaliðsins og umbunar þeim strákum sem eru að standa sig vel. Bakvið stjórann eru síðan komnir eigendur sem beinlínis fara fram á það að byggja leik liðsins upp á ungum góðum leikmönnum.

Mikil áhersla lögð á akademíuna.

Eftir þennan lestur vona ég að ykkur þyki það jafn merkilegt og mér að fyrir 7-8 mánuðum vorum við að “fagna” komu Milan Jovanovic, Joe Cole, Fabio Aurelio, Paul Konchesky og Raul Meireles. Allt leikmanna sem eru 28 ára eða eldri og flestir komnir yfir sitt besta.

Babú.

52 Comments

 1. Framtíðin virðist oft vera björt. Ég gæti komið með annan eins pistil um “efnilega” leikmenn síðustu árin sem hafa síðan fjarað út eins og .com netbólan á sínum tíma.

  Ég bind samt miklar vonir við KKD. Hef lengi viljað fá hann til að stjórna liðinu. Ég vona bara að við séum núna með eigendur sem eru til langs tíma, og að þeir leggji metnað í félagið. Það er nú bara einn félagaskiptagluggi síðan þeir tóku við. Mér finnst þetta svipað og þegar Hikk og Gigg tóku við, þá voru stór orð höfð um framtíðarplön, en ekki var mikil innistæða fyrir þeim.

  Vvonum að hinir Kanarnir séu betri, en hvað varðar efnilega leikmenn, þá er það oft bara 50-50 hvort það verði eitthvað úr þeim eða ekki.

  Kemur bara í ljós.

 2. Flott grein og gaman að lesa! Já margir spennandi guttar þarna, þá sérstaklega Robinson, Suzo og Sterling finnst mér. Enn það besta er magnið af potential gæðingum og allar þessar mismunandi týpur eins og Tomkins segir…

  At the end of the storm
  There’s a golden sky!

 3. Frábær pistill Babú, en eins og Höddi B segir þá hefur framtíðin oft verið björt með Mellor, Walsh, Plessis, Spearing, Guthrie og fleiri. Ég set inn smá pistil hérna frá því í gær, svona til að meta aðalliðshópinn, væri gaman að skoða varaliðshópinn næst.

  Fyrst þetta er opinn þráður þá er kannski ágætt að reyna að líta yfir það sem af er hjá Kenny Dalglish og leikmönnum hans, breytingar sem hafa orðið á einstökum leikmönnum, hverjir verða og hverjir fara í sumar. Það verður augljóslega keypt í sumar en spurning hverjir fá að halda áfram hjá liðinu. En here goes:

  Daniel Agger, Glen Johnson og Martin Kelly hafa öðlast nýtt líf undir stjórn Kenny Dalglish. Hvað hann hefur sagt eða gert við þá er ekki víst en það er alveg á hreinu að leikstíllinn sem Dalglish vill að liðið spili hentar þessum leikmönnum mun betur. Þetta er auðvitað miklu líkara því sem Rafa Benítez var að gera og Agger og Johnson voru keyptir af Rafa. Það er nokkuð ljóst að meðan Dalglish verður með liðið verða þessir þrír mikilvægur hluti af þeirri uppbyggingu sem fer í gang. Bæði Kelly og Johnson hafa sýnt það að þeir geta líka spilað wing-back með sóma og því fúnkera þeir mjög vel í þeim kerfum sem Dalglish hefur boðið okkur upp á.

  Maxi Rodriguez er á hinn bóginn mesta áhyggjuefnið í hópnum í dag. Hann hefur ekki náð sér á strik, hvorki undir Rafa fyrr en rétt undir vor, Hodgson, né Dalglish. Kannski erum við farin að sjá ástæðuna fyrir því að hann var ekki fastamaður hjá Atlético, hann hefur dalað verulega síðustu ár og er líklega kominn yfir sitt léttasta skeið og ætti aldrei að verða annað en varaskeifa það sem eftir er ferilsins hjá Liverpool, ef eitthvað framhald verður á honum.

  Dalglish virðist ekki hafa mikla trú á Jovanovic, Poulsen og N´Gog og notar þá í neyð vegna þess að hópurinn er eins þunnur og raun ber vitni. Mér finnst ekki líklegt að N´Gog vilji vera áfram ef hann verður 4 kostur í fremsta mann því hann er á þeim aldri sem þarf að spila til að taka framförum. Hann þyrfti að fara í minni klúbb, jafnvel aftur til Frakklands eða í slakara lið í deildinni. Poulsen gæti átt framhaldslíf hjá félaginu ef hann sættir sig við að vera 4-5 miðjumaður í liðinu. Efast þó um að hann geri það því hann á enn landsliðsferil og því vill hann væntanlega fá að spila til að halda sæti sínu í landsliðinu. Sama gildir líklegast um Jovanovic en þessir þrír eru ekki í Liverpool-klassa, a.m.k. ekki ef liðið á að vera í toppbaráttu.

  Hið sívinsæla umræðuefni, Lucas og Kuyt munu án efa verða áfram hjá félaginu. Vonandi mun Kuyt spila minni rullu næstu árin eftir því sem liðið verður sterkara. Sama má gilda um Lucas, ég væri sáttur við að ef byggja á upp meistaralið á næstu árum, að hann verði fyrsti varamaður inn á miðjuna. Hann er reyndar enn á uppleið og er að bæta sig töluvert, kannski helst undir honum sjálfum komið hvort hann verði byrjunarliðsmaður eða ekki. Kuyt gæti þá orðið kostur á bekkinn, getur komið inn og terroríserað varnarmenn andstæðinganna ef á þarf að halda. Spearing held ég að þurfi varla að ræða, hann verður væntanlega seldur fyrir 1-2 milljónir í sumar nema hann samþykki að vera 4-5 kostur á miðjuna.

  Joe Cole þarf að fá tækifæri til að sanna sig, í 1-2 ár í viðbót því að allir vita hversu hæfileikaríkur hann er. Þó ekki væri nema að hafa hann á bekknum til að koma inn ef þarf að breyta leikjum líkt og hann gerði síðustu árin hjá Chelsea.

  Aurelio er í þokkalegri stöðu, yfirleitt á bekknum – squadplayer og hann á ekkert endilega að hafa stærra hlutverk.

  Skrtel má vera áfram mín vegna og ég held að Dalglish vilji halda honum en hann er í mínum augum góður kostur sem fyrsti varamaður, á næsta ári á eftir Carra og Agger inn, en árið eftir það þá þyrfti að skipta Carra út fyrir yngri og betri leikmann. Miðað við meiðslasögu Agger og aldur Carra þá er ekkert ólíklegt að Skrtel myndi sætta sig við þetta og reyna að berjast fyrir sæti sínu hjá liðinu.

  Spurningin er síðan um hvort Insúa fái tækifæri hjá Dalglish. Ef við horfum svo á þetta allt saman í því ljósi hvaða stöður þarf að bæta, miðað við hverjir eru líklegir til að fara og hvað þarf í staðinn þá má eftirfarandi:

  Kyrgiakos út – Wilson inn?
  Poulsen út – nýr miðjumaður inn.
  Maxi út – nýr kantmaður inn. (Arda Turan, Mata, einhver slíkur?)
  N’Gog út – nýr senter inn.
  Jovanovic út – nýr kantmaður/sóknarmaður inn.

  Sumsé, 5 leikmenn inn, 5 út. Bæta gæði hópsins og auka breiddina um þá ungu leikmenn sem fá stærra hlutverk. Shelvey fer að fá aukið hlutverk, spurning með aðra, t.d. Wilson, Robinson og Pacheco. Það er vissulega mögulegt að Kyrgiakos verði látinn fara í sumar og Wilson látinn fylla stöðu fjórða haffsents.

  Fyrir utan þessa sem ég hef talið upp eru 7 leikmenn í viðbót, Reina, Carra, Gerrard, Meireles, Shelvey, Suarez og Carroll, sem eru boðlegir fyrir félag í toppbaráttu (Shelvey af bekknum til að byrja með) þannig að kannski er styttra í toppbaráttuna en ég (Hodgson) taldi mér trú um.

  The King is back!

 4. Glæsilegt grein.
  Ég hló upphátt þegar ég las þetta “Mikið held ég að Valdes sé oft í miðjunni”

 5. Frábær grein hjá þér Babu.

  Tek undir með þér að maður er virkilega spenntur fyrir þessum strákum , en á móti kemur að maður tekur þessu með miklum fyrirvara – sbr Pongolle, Le Tallec & C. Nemeth og svo mætti áfram telja.

  En að öðru, hvernig stendur á því að besti leikmaður HM U18 á sínum tíma (Eða var það EM ?) fái ekki mínútur sem heitið geta undir þremur knattspyrnustjórum. Hvorki Rafa, Roy né Daglish virðast hafa mikla trú á Pacheco. Meira að segja þegar í liðið hjá okkur vantar 4+ byrjunarliðsmenn og 16 ára strákar ferðast með liðinu þá fær hann ekki mínútur (sbr skiptingar gegn Wigan & leikurinn gegn Sparta).

 6. Er hægt að fá þessa grein í harðkápu?

  Frábær samantekt og skemmtileg lesning á laugardagsmorgni 🙂

 7. Frábær grein og skemmtileg lesning, fátt skemmtilegra en að velta fyrir sér möguleikum ungra leikmanna sem eru hjá okkur, of mörg mögur ár þar í röð. Ég held virkilega að við getum verið spenntir fyrir mörgum af þessum strákum og gefið okkur það líka að þarna séu einhverjir sem við vitum ekki alveg um, Segura og Borrell eru menn sem eru með proven track record í að ala upp leikmenn ekki bara fyrir unglingaliðin heldur láta menn actually skila sér uppí aðalliðið, eitthvað sem hefur heldur betur vantað, of oft verið talað um leikmenn sem áttu að verða eitthvað ( le tallec , pongolle etcetc) sem skiluðu sér aldrei , Parry spilaði stóran part í því hversu rotið unglingastarfið okkar var orðið og kann ég honum fyrir þennan sem og fleiri hluti sem hann gerði ( eða gerði ekki ) litlar þakkir og er mjög feginn að hann sé farinn. Suso og Sterling eru nöfnin sem ég er spenntastur yfir , en það er eitthvað við Suso sem hefur heillaði mig extra mikið frá því ég sá hann fyrst í sumar, hef virkilega trú á því að þarna fari leikmaður sem muni verða frábær fyrir okkur… En endilega hafa follow up pistil um þetta reglulega, ekki allir okkar sem hafa þau tækifæri að fylgjast mikið með unglingaliðunum og því er frábært að geta lesið um það hérna, gott framtak og ég fagna því gríðarlega 🙂

 8. Manni sýnist nú fljótt á litið að þetta vandamál með að koma leikmönnum uppúr unglingastarfi sé víðast hvar álíka mikið. Ef horft er yfir enska landsliðið þá er það frekar gamalt og nær aldrei árangri. Síðasta súperstjarnan sem kom uppí enskum fótbolta var Rooney. Síðan þá eru bara einstaka leikmenn sem er talið að geti staðið sig vel en enginn sem fær áhorfendur til að rísa úr sætum.

  En þessi hópur virðist ágætur, þó þessi vara- og U18 ára lið okkar hafa alltaf valdið manni vonbrigðum að lokum.

 9. Skrifa ekki oft hingað inn en les síðuna daglega og mörgum sinnum á dag.

  Langar að gefa ykkur stórt hrós fyrir þennan pistill og auðvitað flest alla sem þið skrifið hérna. En þessi er einmitt mjög skemmtilegur og einmitt það sem hefur vantað, smá umfjöllun um þessa ungu stráka.

  Thumbs UP!!

 10. Góður efniviður getur e.t.v. skilað sér upp. Kemur allt í ljós svosem, en ef við erum að ná kannski 3-4 leikmönnum úr þessari bylgju inn í aðalliðið á næstu 2 árum þá er það vel.

  Ég hef lengi verið talsmaður þess að rækta frekar garðinn heldur en að kaupa rassíða og útbrunnar stjörnur með frjálsu sölu aðferðinni en hlotið takmarkað lof fyrir, þar sem margir horfa á árangur frekar en ræktað starf. Ok, tvær skoðanir …. báðar réttháar.

  Fyrir nokkru taldi ég upp að við værum með um 18 manna hóp sem ég teldi LFC kvalifíkeraða og stend við það. Það að eiga svona talenta er gott mál og endilega að nota þá sem fyrst en þó varlega. Lið sem við elskum að hata gerði þetta og hefur uppskorið ríkulega.

 11. Takk fyrir frábæra grein.
  Auðvita óttast maður alltaf að fáir eða jafnvel engin af þessum virkilega efnilegu nái að brjóta sér leið upp í aðalliðið. En það sem breytir minni skoðun á þessu er þetta frábæra þjálfarateymi sem Liverpool er komið með. Eitt af því besta sem Benítez gerði var að ráða Segura og Borrell og ég hef tröllatrú á að eftir c.a 2-3 ár þá fáum við að sjá afraksturinn hjá þeim. En framtíðin er björt.

 12. FRÁÆR pistill! Alveg magnaður…

  Hef litlu við að bæta enda bara stendur þetta allt í pistlinum sjálfum. En þeir sem mig hlakkar mest til að sjá og hef mesta trú á í U18 Suso og Sterling. Svo þeir sem eru byrjaðir á bekknum og inn á hjá aðaliðinu eru Kelly (auðvitað) og Pacheco. En auðvitað eu margir fleirri sem geta orðið frábærir hjá okkur þarna, framtíðin er sannalega björt það er á hreinu!

  Ps. Ánægður með ykkur að hafa gert pistil sem ég frekjaðist um að fá 😉

 13. Eins má ekki gleyma því að Lucas er bara 23 ára og einn vanmetnasti leikmaður Englands.

  Finn pistill fram að þessari setningu, menn sem hafa enn trú á þessum gaur hafa aldrei spilað fotbolta og hreinlega vita ekki rassgat um fotbolta. Hann er algjör farþegi og ekkert annað og þetta vita menn sem vita eitthvað um fótbolta. Einnig er Kuyt búinnn á því.

 14. Takk fyrir góðan pistil. Ég hef haft á planinu lengi að fara í rannsóknarblaðamennsku og kynna mér þessi mál en nú fæ ég allt sem mig langaði að vita í fallegum gjafapappír frá Babu.

 15. Mér sýnist þú ekki hafa mikið vit á fótbolta Gunni. Lucas er búinn að vera langstöðugasti leikmaðurinn (að undanskildum Reina) á þessari leiktíð. Að segja hann sé búinn að vera farþegi á þessari leiktíð er með því vitlausara sem ég hef heyrt.

 16. Takk fyrir frábæran pistil Babu !

  Ég held að það sé óhætt að segja eins og svo margir að framtíðin lofar góðu. Þessir strákar úr U18 ára liðinu verða samt að æfa vel, taka ráðleggingum og hugsa almennt vel um sig ætli þeir sér að ná hæðsta level. Við höfum alltof oft séð frábær efni koma upp úr unglingastarfi toppliða en svo er hausinn ekki í lagi þegar á hólminn er komið. En Liverpool þarf líka að hugsa vel um þá og vernda þá frá óþarfa hype sem myndast oft í kringum spennandi leikmenn. Sterling og Suso eru líklegast þeir sem flestir horfa til en ég ætla að hafa Hauksauga á þessum Connor Coady. Eftir að hafa séð hann spila nokkrum sinnum á LFCTV þá sé ég að þar er eitthvað stórkostlegt að gerast. Ég sé hann fyrir mér vera orðinn reglulegan í aðalliði LFC eftir 2 – 3 ár.

  Það er ljóst að með viðeigandi breytingum seinustu 3 árin í unglingastarfi LFC er strax farið að bera á góðum árángri þess. Ég er sammála Babu að Parry var eflaust sá sem að hélt aftur af þessu. Ef fyrr hefði verið farið af stað þá værum við eflaust að sjá eitthvað af leikmönnum ungum í dag sem væru að banka á aðalliðsdyrnar, hver veit.

  Bottom line í þessu öllu saman sem ég tel að muni leiða þessa ungu leikmenn áfram í að ná að verða reglulegir byrjunarliðsmenn í Liverpool er það að KKD hefur dug og þor til að gefa þeim séns þrátt fyrir ungan aldur. Þetta eru frábærir talentar með rétt hugarfar og þannig ná menn árángri ! Þá er maður auðvitað að gefa sér það að KKD verði áfram stjóri sem ég á fastlega von á.

 17. snilldarpistill! vonandi verður eitthvað úr þessum drengjum og eru held ég töluvert meiri líkur á því en undanfarin ár,þá meina ég varðandi alla þessa efnilegu sem voru alltaf á leiðinni og tel ég það vera aðallega vera vegna starfsmanna og hugsunnar sem er í gangi. en stendur þetta samt allt og fellur með strákunum sjálfum! og svo er það nú þannig að bara ef einn þessara drengja verður næsti gerrard eða álíka þá er þetta allt að borga sig!

 18. að sjá chelsea tapa er að verða NÆSTUM jafn sætt og sjá manchester united tapa….. þvílíkt mark hjá leighton baines

 19. Nr.22 doddijr

  Breytir því ekki að við fögnum ekki þegar Everton gerir vel, ekki nema í besta falli í hljóði. 😉

 20. Held að ég hafi aldrei séð svona mikinn morale booster eins og Kónginn.

  Dalglish on Johnson: “People were saying he can’t defend but I’ve seen 1 person go past him since I was here, and that was me in training.”

 21. hehehe góður babu….þetta er bara einsog shankley sagði….það eru bara tvö stór lið í liverpoolborg….. það er liverpool og varalið liverpool

 22. Segðu það Erpur, við elskum þessa bloggara!

  Babú, þessi pistill er snilld, Ef þú værir jafn góður í fótbolta og þú bloggar vel þá væriru væntanlega á þessum lista yfir efnilegustu leikmenn LFC, ekki það að ég viti einhvað hvort þú sért góður í bolta eða ekki 😉

  Frábært að lesa svona, heldur mér og ábyggilega flestum,föstum á þessari snilldar síðu oft á dag…

  Fannst mjög merkilegt að horfa á þessar klippur í videoinu af Suso, þ.e.a.s að það var ekki skorað 1 einasta mark á þessum 6 mín.kafla 🙂

  Framtíðin er björt hjá LFC!!

  YNWA!

 23. Flott grein.
  Mjög gaman að fá svona upplýsingar um yngri árganga í liðinu.
  Vonandi eru spennandi tímar framundan.

 24. Persónulega get ég ekki séð neinn sem ætti að taka starfið af King Kenny….. Stuðningsmenn myndu aldrei sætta sig við það, ef Kenny fengi ekki tækifæri til að stýra liðinu næstu árin. Hann er greinilega búinn að bæta andrúmsloftið í búningsherberginu og er að gefa ungu strákunum ákveðna gulrót til að eltast við, með því að taka þá í hópinn. Sterling lofar góðu, en það hafa svo sem margir líka gert

 25. Takk fyrir þessa flottu samantekt Babu.

  Nú vonar maður bara að sem flestir þessara pilta nái að þroskast enn frekar og vinni titla með Liverpool 🙂

 26. Þessi Suso er með geðveika fótatækni. Boltinn er límdur við lappirnar á honum. Svona Alonso/Fabregas týpa með hint af Xavi og Iniesta.

 27. “Þetta er nú alveg babú” verður hér eftir notað um það sem er alveg fáránlega flott:) Glæsileg grein.

 28. Samála öðrum hérna Frábær grein Babú kúdós held samt að það sé munur á þessum strákum sem eru að koma upp hjá okkur og hafa verið við það að “meika” hérna áður fyrr það eru flottir yngri flokka þjálfarar flott starf þarna í gangi 🙂 ÁFRAM LIVERPOOL!

 29. Glæsilegur pistill Babu!!

  Vonandi verða nokkrir fastamenn hjá okkur eftir nokkur ár 🙂

  Smá off topic:

  Er að horfa á bikarleik man utd og Crawley og ætlaði auðvitað að “halda með” Crawley,en bara hef það ekki í mér þegar ömurlegasta dagblaðið í bransanum er aðalstyrktaraðili liðsins :/…svo er torres á miðjunni hjá þeim :0)

 30. Fyrst, frábær pistill Babú!

  Vill leiðrétta það að framtíðin hafi oft verið björt á undanförnum árum. Það er sársaukafullt að segja það en á meðan að Steve Heighway var að stjórna liðinu var alltof mikil áhersla lögð á líkamlega sterka leikmenn og oftast alveg hundleiðinlegt að horfa á leiki U-18 ára liðsins.

  Það breyttist í fyrra, en þá voru úrslitin lengi vel ekki að fylgja spilamennskunni, sama var uppi á teningnum í haust en nú að undanförnu hefur það fylgt. Leikstíll þessa liðs er blússandi hápressa með áherslu á hraða vængmenn, sem fæða svo framherja og sóknarþenkjandi miðjumanni. Alveg ferlega gaman að horfa á þetta lið og ég hlakka mikið til að sjá 8 liða úrslitaleikinn gegn United á Anfield í FA Youth Cup, væntanlega margir á vellinum það kvöld og klárt mál að sigur þar yrði mikið gleðiefni!

  Er alveg sammála mati á leikmönnunum hér að ofan en langar þó til að gera meira úr hæfileikum Tom Ince og Michael Ngoo. Ince er ferlega skemmtilegur vængmaður, gríðarlega hraður með mikla tækni. Vandi hans núna er einfaldlega sá að hann er að renna út á samningi í vor og pabbi hans virðist ákveðinn í að strákur fái hrikalega stóran samning eða fari frá Liverpool. Ég hef mikla trú á því að hann gæti gert vel í leikjum aðalliðsins nú þegar, en skil svosem alveg að hann fái ekki að spila fyrr en samningamálin eru frágengin.

  Ngoo er verulega stór, minnir mikið á Crouch EN… með góða fætur fyrir stóran mann og ólíkt Crouchy ferlega góður klárari. Ég hugsa að hann verði lánaður næsta vetur til að fá leiki með aðalliðum en hann gæti algerlega meikað það hjá Liverpool.

  Adam Hammill, Gareth Roberts og félagar voru ekki bjartar vonir, en við eigum þær margar núna…

 31. Takk, Babu, fyrir frábæran pistil.

  Hvar getur kona horft á leiki U-18 ára liðsins ? Eru þeir á Liverpool stöðinni sem er stundum á Stöð2sport4eða5 rásinni ?

 32. Já það væri helvíti fínt ef þið settuð varaliðs- og U18 leiki sem er hægt að sjá á LFC TV (Stöð2Sport3) hér á hliðarsíðuna í Næstu leikir.

 33. Leikir liðsins eru já oft á stöðinni, en ef maður vill ná þeim öllum og fylgjast með viðtölum og slíku við starfsmenn unglingaliðsins þá er best að kaupa áskrift að http://www.lfc.tv sjónvarpsmódelinu.

  Þar er pening vel varið…

 34. Til að byrja með þá er þetta frábær pistill og skemmtileg lesning. Þetta er líka eitthvað sem ég hef haft mikinn áhuga á og fylgst nokkuð vel með undanfarna mánuði.

  Ég hef alltaf haft gaman af því að fylgjast með vara/unglingaliðinu og hef gert núna síðustu tímabil en eftir að Rafa ákvað að taka Akademíuna í gegn hef ég fylgst enn betur með. Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með framförum þessara stráka og spá í það hverjir gætu hugsanlega verið næstu stjörnur Liverpool.

  Á síðustu leiktíðum hafa verið strákar sem vöktu athygli með yngri liðunum og varaliðinu en virtust ekki hafa þennan “x-faktor” sem þarf til að standa sig í aðalliði Liverpool. Nokkrir hafa komið inn og gert ágætlega, t.d. Spearing, Ayala, Darby og Eccleston – þeir hafa gert vel en ekkert staðið upp úr og náð að festa sig í sessi. Hins vegar virðist Martin Kelly hafa þetta extra sem að þarf til að slá í gegn og nú hefur hann svo gott sem gert hægri bakvarðarstöðuna að sinni – frábær leikmaður á ungum aldri og nokkuð magnað að hugsa til þess að hann missti úr einhvern einn og hálfan eða tvo vetra í Akademíunni vegna meiðsla.

  Kynslóðin sem vann ungliðabikarinn síðast, 2006 og 2007 ef ég man rétt, sem innihélt einmitt Kelly, Spearing, Darby, Ecclestone, Robbie Threlfall, Craig Lindfield og Steve Irwin svo að einhverjir séu nefndir, virkaði mjög öflug í sínum aldursflokki en samt var alltaf eitthvað sem að sannfærði mann um það að fáir þarna myndu festa sig í sessi hjá Liverpool.

  Í dag, þá er aftur á móti allt annað upp á teningnum. Kannski er það bara bjartsýnin og vonin í hámarki sem gerir það að verkum að ég sjái þetta með mjög sterkum Liverpool-gleraugum, en ég held þó að það sé ekki.

  Unglingaliðið er fáranlega öflugt. Ekki bara margir góðir einstaklingar heldur líka frábær liðsheild. Eitthvað sem að ég gæti alveg séð skila sér þannig að eftir kannski 4-5 ár gætu þeir bestu í þessu liði verið að mynda kjarnan í aðalliðinu – svona eins og hjá Barcelona, hvort þeir verði jafn góðir á eftir að koma í ljós.

  Varaliðið og unglingaliðið eru að ná mjög góðum úrslitum og spila góðan fótbolta. Það er frábært og mjög jákvætt, það sem hins vegar er hvað mest jákvæðast í þessu öllu saman er að það eru margir leikmenn átján ára og yngri að spila stór hlutverk í varaliðinu og enn yngri menn í u18, svo að Liverpool er með mjög ung en góð lið í þessum keppnum. Það finnst mér vera mjög heillandi.

  Ég er alveg mjög spenntur fyrir þessum hefðbundnu nöfnum sem eru talin upp þegar talað er um efnilegustu menn félagsins; Robinson, Flanagan, Sterling, Coady, Suso og Wisdom. Það eru þó fleiri leikmenn sem ég er viss um að gætu náð langt, hjá Liverpool eða annars staðar, t.d. þeir Ince, Saric, Ngoo, Sokolik, Adjoran og jafnvel Silva, Kristján, Mukendi og Morgan.

  U18 ára liðið vekur gífurlega athygli og það er alveg verðskuldað. Sterkt lið þó að margir bestu leikmenn þessa árgangs spili sjaldan með liðinu vegna þess að þeir eru í varaliðinu sem að sýnir í rauninni hve gott þetta lið er.

  Það er vafalaust flestir sem telja u18 liðið mjög efnilegt en það sem við heyrum ekki jafn mikið af er að það að u16 ára liðið þykir jafnvel enn efnilegra. Það getur innihaldið leikmenn eins og Sterling, Sokolik, Morgan, Belford og Regan, sem hafa gjarnan verið í sviðsljósinu með u18 ára liðinu en þar eru einnig mjög efnilegir strákar sem margir hafa kannski ekki heyrt mikið af en þykja gífurlega efnilegir. Þeirra á meðal eru þeir David Moli, Yusuf Mersin, Kristoffer Peterson sem á að vera mjög efnilegur og Jack Dunn sem er talinn vera gífurlega efnilegur miðjumaður í anda Steven Gerrard. U16 ára liðið vann jafnaldra sína í Stoke 10-1 núna í gær, sem er mjög skemmtileg úrslit.

  Það er mikill metnaður lagður núna í að byggja upp sterkari enskan/breskan kjarna sem ekki hefur verið í langan tíma. Efnilegir leikmenn eru fengnir víðsvegar frá Bretlandseyjunum, nokkrir þeirra eru að spila með aðalliðinu á leiktíðinni og aðrir eru að slá í gegn með yngri liðunum og varaliðinu. Flott stefna og eitthvað sem Liverpool hefur, að mínu mati, skort lengi vel.

  Ég man ekki til þess að Liverpool hafi átt jafn marga leikmenn sem spila með yngri landsliðum Englands á sama tíma. Conor Thomas (sem ég hef því miður ekki séð mikið af síðan hann var fenginn á láni í janúar), Banton, Coady, Robinson, Sterling, Shelvey, Ngoo, Wisdom, Belford, Morgan, Regan, Moli, Dunn, Ince, Lussey og Kelly eru/hafa verið að spila með yngri landsliðum Englands. Mikill fjöldi og margir þeirra að spila “uppfyrir” sig hvað það varðar (17 ára í u19 og þess háttar). Nokkrir þeirra í lykilhlutverkum og einhverjir sem jafnvel bera fyrirliðaböndin. Allt mjög jákvætt og finnst mér, gefa skýra mynd á hvernig horft er til þess að byggja upp Liverpool í framtíðinni.

  Uppaldir leikmenn, Bretar með góðan taktískan skilning og hæfileika, gamla leikaðferð Liverpool og árangur. Ég hef mikla trú á þessari uppbyggingu Liverpool og vona innilega að þetta eigi eftir að vegna vel og verða liðinu mikilvægt. Að mínu mati er það mikilvægt að ná þessum ungu strákum sem eru að gera vel og hafa bjarta framtíð fyrir höndum sér, ná þeim til félagsins nógu snemma áður en verðmæti þeirra fer úr böndunum.

  Ég er viss um að Liverpool og þjálfarateymi/útsendarar þeirra séu fúlir að hafa ekki getað fengið menn eins og Aaron Ramsey, James McCarthy, Gareth Bale, Jack Rodwell, Theo Walcott og fleiri svona breska stráka sem þeir gátu ekki keppst við um t.d. vegna skorts á fjármagni. Þess vegna er svo jákvætt að sjá að Liverpool tókst að næla í leikmenn eins og t.d. Shelvey, Wilson, Sterling og Thomas sem að eiga örugglega eftir að eiga bjarta framtíð í boltanum.

  Þetta er enn upp á teningnum og hefur Liverpool verið með útsendara um víðan völl í leit að efnilegustu Englendingunum, Comolli hefur farið sjálfur í það að skoða marga stráka í eigin persónu, nú síðast var hann á leik með Ipswich að skoða Conor Wickham en hann hefur einnig verið að fylgjast með mönnum eins og Oxlade-Chamberlain, Wilfried Zaha, Marvin Sordell og eflaust alveg helling af strákum sem við höfum ekki heyrt af.

  Ég er spenntur, jákvæður og nokkuð viss um að á næstu árum munu margir góðir leikmenn koma upp úr unglingastarfinu og spila fyrir Liverpool. Ég hef mikla trú á mörgum af þessum strákum og persónulega held ég að uppsetning á þjálfarateyminu/félaginu eins og hún er núna er fullkomin til þess. Kenny Dalglish sem stjóri með góða aðstoðarmenn og þeir sem hafa staðið sig svo frábærlega í hinum ýmsu stöðum innan unglingastarfsins haldi þessu áfram. Segura, Borrell, McMahon, McParland, Owens og Cooper eiga skilið mikið hrós fyrir störf sín innan varaliðsins/Akademíunnar og sömuleiðis Rafa Benítez sem hreinsaði heldur betur til.

  Liverpool er á uppleið og ef að liðið léki undir stjórn Kenny Dalglish, með sterkan enskan/Scouse kjarna og ynni titla í tugatali eftir örfá ár þá yrði ég örugglega ánægðasti maður í heiminum!

 35. Búinn að vera í tölvufríi í tvo daga og var því að lesa þetta núna fyrst. Nokkrir punktar við annars frábæra grein Babú:

  01 – Það hlýtur að teljast til pyntinga að láta markverði Barcelona taka þátt í reitabolta með öðrum spilurum. Hvers á Valdes eiginlega að gjalda?

  02 – Babú minn, það eina sem væri erfitt við að klippa saman YouTjúb-syrpuna mína væri að velja úr öllum stórglæsilegu mörkunum mínum. Ekkert nema Meireles-neglur á þeim bænum. 🙂

  03 – Sumarið 2010 verður sennilega minnst sem týnda sumarsins hjá LFC. Einhverjir glöddust yfr ráðningu Roy Hodson, einhverjir glöddust yfir samningum við Joe Cole (skal enginn segja mér að Pacheco eða Shelvey gætu ekki hafa gert meira við sama spilatíma í vetur) og einhverjir, þ.á.m. ég, voru svo vitlausir að gleðjast yfir komu Christian Poulsen og Paul Konchesky. Við vorum bara orðin ringluð í ríminu, Púllarar, eftir allt sem á undan hafði gengið. Vonandi hafa menn skýrari framtíðarsýn sumarið 2011 en menn höfðu í fyrrasumar.

 36. Glæsileg viðbót Óli Haukur, þumall.

  Svo segir það held ég mikið um leikmanninn að ég gleymdi að telja Poulsen með yfir leikmenn sem komu í sumar í lokasetningu pistilsins.

 37. laaaangur en frábær pistill Babú!

  Ég var einmitt búin að furða mig á að Benitez virtist alltaf vera að kaupa unglinga en svo heyrði maður ekkert af þeim. Gaman að heyra að þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér, og vonandi bjartari en Welsh og Mellor og margir aðrir.

 38. Það eru margir sem mega læra af Suarez þegar kemur að því að þakka fyrir sig. Frábær leikmaður og virðist vera frábær gaur. Maður sem virðist þakklátur fyrir það sem hann hefur áorkað, fór úr erfiðu fátæktar lífi í Úrúgvæ og er nú kominn í eitt stærsta félag heimsins á aðeins nokkrum árum. Algjör snilld að sjá, mæli með að menn tékki á þessu myndbandi:
  http://www.eredivisie.nl/video/autoplay/34077/het_afscheid_van_luis_suarez_-_volledige_versie.html

 39. Þú færð 5 stjörnur af 4 mögulegum fyrir þennan pistil Babu.
  Það er með ólikindum að lið eins og Liverpool sem hefur framleitt leikmenn eins og McManaman,Fowler,Gerrard,Carrager,Owen skuli ekki hafa getað komið einum af sínum unglingaliðsmönnum í fremstu röð á síðustu 13 árum.

 40. Strákar ég er enn að jafna mig eftir 9 daga Englandsferð, lappirnar minar eru enn onytar en þetta er allt að lagast. Ég er a gistiheimili i keflavík á meðan ég bíð eftir ibuðinni minni og hér í gestamóttökunni eru menn frá Bandaríkjunum, lenti i smá spjalli um John Henry og þetta fólk hefur reyndar aldrei heyrt um fótbolta en þekkir hafnarbolta i USA og vita um hvaða mann eg er að tala, vissu reyndar um leið og ég sagði John Henry hvað ég átti við. fékk srax bros og jákvæð viðbrögð, eigandi Liverpool er greinilega mikils metin í heimalandi sínu. Þetta fólk kannaðist ekki við Hicks og Gillett en sögðu mér öll að það væri maður frá USA sem ætti lið i Englandi og héti Glazer, ég sagði já kannast við kauða og þau sogðu öll hann er FÍFL. þAU SÖGÐU ÖLL við mig John Henry er ekki að fara fokka neitt, hann veit nakvæmlega hvað hann er að gera og hann er sigurvegari uti gegn. Þetta er bara það sem eg heyrði og eg fékk alla söguna um John Henry nánast þá sömu og Maggi skrifaðu her um hann

  Vildi bara láta ykkur vita af þessu, mér lýður betur nuna allaveganna….

 41. @45 – Takk fyrir að pósta þessu myndbandi! Ég hef grun um að Liverpool hafi náð sér þarna í óslípaðan demant. Ég held að Suarez eigi eftir að sanna sig sem okkar bestu kaup síðan ég veit ekki hvenær.

 42. #45 – nennir einhver að senda þetta video til Fernando Torres.

  Magnað.

 43. Frábær pistill og vonandi verða þessir leikmenn frábærir líka en ekki bara efnilegir endalaust.

  Takk Babu þú hefur mikla nennu

 44. Lucas verður lykilmaður og fyrir sitt lið á HM 2014 og líklega stjarna mótsins, eða kannski ekki stjarna þar sem að sóknarmaður fær oftast þá viðurkenningu, en góður verður hann..i can just feel it !

One Ping

 1. Pingback:

Opin umræða: Bikarhelgi

Mánudagspistillinn 21. febrúar 2011