Sparta Prag á fimmtudaginn

Þá er biðin á enda og loks komið að leiknum sem líklega enginn okkar var að bíða eftir, AC Sparta Prag í fyrri leik 32.liða úrslita Evrópudeildarinnar. Liverpool líkt og Sparta er komið á þetta stig keppninnar ásamt 22 öðrum liðum sem fóru upp úr riðlakeppni Evrópudeildarinnar og núna hafa þau átta lið sem höfnuðu í þriðja sæti síns riðils í Meistaradeildinni bæst í hópinn.

Eins og áður þegar kemur að þessari keppni krefst það örlítillar vinnu að gera sér upp áhuga fyrir þessu einvígi en látum þó á það reyna og finnum út hvaða lið AC Sparta Prag er og hvaðan þeir koma. Enda ekki seinna vænna þar sem leiðir þessara liða hafa aldrei legið saman áður og raunar er þetta aðeins í annað skiptið sem Liverpool mætir liði frá Tékklandi.

Félagið var stofnað 16.nóvember 1893 í landi sem þá hét Bohemia (Tékkaslóvaíka varð ekki til fyrr en 1918) af bræðrunum Václav, Bohumil og Rudolf Rudl ásamt vinum þeirra. Mánuði seinna héldu þeir stjórnarfund og í kjölfarið á honum var Íþróttafélagið Sparta sett á laggirnar og er liðið því eitt elsta knattspyrnulið Mið – Evrópu. Hugmyndafræðin á bakvið nafn liðsins er komin frá hinum hugrökku og baráttuglöðu Spartverjum og hefur líklega virkað ágætlega þar sem AC Sparta Prag er sigursælasta lið landsins.

Deildarkeppni í Bohemíu hófst ekki fyrr en árið 1896 og innihélt þrjú lið auk Sparta og nokkuð örðuvísi keppnisfyrirkomulag en við þekkjum í dag. Þessi fraumraun fór ekki vel þar sem Sparta sagði sig úr keppni í mótmælaskyni eftir að hafa unnið erkifjendur sína í Slavía Prag 1-0 aðeins til að sjá dómarann dæma markið af eftir leikinn! Nokkuð vel gert það. Sparta jafnaði sig þó á þessu en þeim hefur aldrei verið sérlega hlýtt til Slavía.

Leikmenn AC Sparta Prag eitursvalir árið 1896

Búningar AC Sparta Prag eru rauðir og hafa verið þannig í rúmlega öld. Til að byrja með spilaði liðið í svörtum búningum með stórt “S” framan á (sjá mynd) sem var fullkomlega nægjanlega flottur búningur. En þökk sé fylleríisferðar nokkurra stjórnarmeðlima Sparta liðsins til Lundúna 1906 þar sem þeir álpuðust til að kaupa eitt sett af Arsenal búningnum hefur rauði liturinn verið einkennislitur þeirra síðan (munið að á aldar afmæli sínu spilað Arsenal liðið í vínrauðum búningum sem eru ennþá litir Sparta).

Eins og nafnið gefur til kynna þá er Sparta liðið frá höfuðborg Tékklands, Prag. Borgin er ein sögufrægasta borg í heiminum og staðsetningin í miðri Evrópu gerir það að verkum að borgin hefur lengi verið miðstöð viðskipta og menningar.

Fyrstu heimildir af búsetu á svæðinu þar sem Prag er nú ná allt til 2.öldum fyrir Krist er Keltneski þjóðflokkurinn Boji sem hafði barist við Rómverja á norðurhluta Ítalíu hörfaði norðar og yfir alpana. Í mjög einföldu máli varð landið Bohemia til og nefnt eftir Boji þjóðflokknum. Bohemia er í dag stór partur af Tékklandi en Prag hefur ávallt verið höfuðborgin í þeim löndum.

Fyrstu heimildir fyrir borgarmyndun eru þó ekki til fyrr en eftir 870 en þéttbýli fór að myndast útfrá kastalanum sem fór að taka á sig mynd 885. Hann hefur verið stækkaður og endurbættur í tímanna rás og er í dag eitt helsta djásn borgarinnar (og landsins) og einn stærsti kastali í heimingum enda um 70.þúsund fermetrar, 570 metrar á lengd og um 130 metrar á breidd.

Prag kastalinn hefur alla tíð verið heimili þjóðhöfðingja landsins hvort sem það hafi verið einræðisherrar, konungsfólk eða forsetar. Þarna taka Tékkar á móti fyrirmennum annara landa og ég get vottað fyrir það að fáir eiga vígalegri heimili og móttökustað heldur en þjóðhöfðingjar tékka.

Stuðningsmenn Liverpool eru líklega mjög spenntir fyrir því að skreppa til Prag enda borgin stórskemmtileg og ein mesta ferðamannaborg Evrópu og landið þekkt fyrir að framleiða úrvals bjór. Það er búið að taka miðbæinn mjög vel í gegn og þrífa og lagfæra. Sama má segja um hverfið í kringum kastalann og borgin er full af stórglæsilegum byggingum sem myndu frá meðal tékka til að missa andann úr hlátri yfir þeim kofaræsknum sem barist er við að friða hér á landi.

En það þarf ekki nema örlitla vankunnáttu á sporvagnakerfi borgarinnar sem leiðir mann svona 16 stoppistöðvar í ranga átt til að sjá að það er engin tilviljun að Prag er hluti af austurblokkinni. Í úthverfunum eru blokkir út um allt, drungalegt um að lítast að nóttu til og mikið um út úr spreybrúsuð hús sem ekki hafa verið þrifin eins og í miðbænum. Líklega er auðvelt að finna hverfi sem ekki er gáfulegt að rölta í gengum og þessar rúmlega millijón hræður sem búa í Prag búa ekkert allar í einbílishúsum. Ekki frekar en þeir sem búa í úthverfum borgarinnar sem talið er að sé annað eins af fólki. Raunar velti ég því fyrir mér þegar ég var þarna fyrir 2 árum hvort þessi borg væri ekki bara alveg tilvalin fyrir Vinstri Græna eins og þeir leggja sig. Kæmust fyrir í einni blokk í temmilega frjálslyndu landi sem þó hefur gömul tengsl við kommúnisma og borgin er full af stórglæsilegum friðuðum byggingum, allavega hugmynd! 🙂

Stuðningsmönnum Liverpool gæti þó ekki verið meira sama um úthverfi Prag (ekki nema þeir taki sömu lestarferð og ég) og þeir eiga klárlega eftir að meta tékkneskar guðsveigar eins og Budweiser og Pilsner Urquell sem er sérlega góður þarna.

En talandi um að Prag sé ævaforn borg og að vitað sé af mannabyggð þarna síðan fyrir krist þá er Tékkland engu að síður alls ekki gamalt land í sögulegum skilningi þó það sé í dag að mestu sama svæði og náði yfir gömlu Bohemiu. Íbúar þessa svæðis hafa á einhverjum tíma í sögunni tilheyrt fornsögulegum löndum sem þá innihéldu einnig eitthvað af nágrannaþjóðum Tékklands, Frá 15.öld var landið á einn eða annan hátt undir Austurríki, Ungverjalandi eða báðum allt þar til fyrri heimsstyrjöldin leið undir lok 1918 er Tékkaslóvakía var stofnuð.

Upphaflega voru tékkar nokkuð frjálslyndir og hallir undir vestræna menningu sem er ekki alveg ímyndin sem maður hefur á þessu austantjaldslandi. Áður en nágrannar Tékkóslóvaka frá Þýskalandi náðu völdum í landinu í seinni heimsstyrjöldinni var Prag hreinræktuð Evrópsk stórborg með blómstrandi iðnað og menningu.  Eftir heimsstyrjöldina náðu kommúnistar fljótlega völdum í landinum og í kjölfarið drógust Tékkóslóvakar meira og meira aftur úr nágrannaþjóðum sínum í vestri  hvað efnahag varðar og allar uppreisnartilraunir voru drepnar niður undir harðræði komúnistana. Á sjöunda áratugnum fór þó meira að bera á andstöðu gegn kommúnistum sem héldu þó völdum þar til járntjaldið féll 1989.

Tékkar tóku því vel þegar járntjaldið féll og landið opnaðist, m.a. hvað leikmannasölur varðar.

Þjóðhetjan Václav Havel var kostinn forseti í lýðræðisríkinu Tékkaslóvakíu og í kjölfarið breyttist mjög margt í landinu til góðs. Á þeim þrettán árum sem hann var við völd þá var Tékklandi og Slóvakíu splittað í tvö lönd árið 1993. Tékkar gengu einnig í Nato og síðan í Evrópusambandið árið 2004.

Þetta kann að hljóma sem fullkomlega tilgangslausar upplýsingar þegar verið er að grennslast fyrir um sögu Sparta frá höfuðborginni Prag. En þetta hafði auðvitað töluverð áhrif á fótboltann í Tékklandi. Annarsvegar vegna þess að þegar Tékklandi og Slóvakíu var skipt í tvennt þá átti það auðvitað einnig við um deildarkeppnir þessara landa og eins fóru Tékknesk lið ekki varhluta af því að nú gátu þeirra bestu leikmenn auðveldlega flutt sig til vestur Evrópu með frjálslegri hætti en áður.

Sparta Prag hefur greinilega notið góðs af þessum aðskilnaði. Liðið var langsigursælasta lið Tékkaslóvakíu er landinu var skipt upp með 24 deildartitla og 12 bikarmeistaratitla og hafði oft í sögunni verið skipað þeim leikmönnum sem einnig voru bróðurpartur landsliðsins. Eftir 1993 hefur Sparta bætt 11 titlum við í Tékknesku (Gambrínus) deildinni og fimm bikarmeistaratitlum.

Fyrsta blómaskeið Sparta liðsins var á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þar sem liðið vann m.a. tvo Mitropa Cup evrópumeistaratitla og leikmenn liðsins urðu slíkar goðsagnir að þeirra er ennþá minnst í dag meðal stuðningsmanna liðsins. Til að útskýra þá var Mitropa Cup einskonar undanfari Evrópukeppninnar og Meistaradeildarinnar þar sem lið frá mismundandi löndum í Mið og- Austur Evrópu kepptu gegn hvert öðru.

Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur liðið unnið a.m.k. einn deildartitil á hverjum áratug nema þeim áttunda sem var í raun svartur tími í sögu félagsins sem endaði með því að liðið féll árið 1975 í fyrsta og eina skipti í sögu félagsins. Sparta var eina liðið sem hafði aldrei fallið um deild fram að þessum tíma og þeir voru fljótir að jafna sig og komu upp aftur ári seinna.

Jan Berger (frændi okkar manns) og Jozef Chovanec (þjálfari Sparta) eru goðsagnir hjá liðinu

Í upphafi níunda áratugarins var  sett saman lið sem lagði grunninn að því veldi sem liðið er í dag. Helstu kempur í því liði voru menn eins og Jozef Chovanec sem þjálfar liðið í dag og er ein mesta hetja í sögu Sparta Prag. Jan Berger sem er frændi Patriks vinar okkar, Ivan Hašek sem í dag er forseti Tékkneska knattspyrnusambandsins og einnig fyrrum stjóri Sparta, markamaskínan Thomas Skuhravý sem við munum eftir frá Genoa á Ítalíu, og Stanislav Griga sem seinna þjálfaði Sparta liðið eins og félagar sínir úr þessu frábæra liði.

Þetta lið komst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar 1984 og lagði grunninn að því veldi sem liðið er heimafyrir enn þann dag í dag. Liðið hefur nánast alltaf unnið deildina síðan 1984 og verið tíðir gestir í Evrópukeppninni þó árangurinn þar hefur ekki verið mikið til að hrópa húrra fyrir. Líklega náðu þeir sínum besta árangri eru þeir lentu í öðru sæti í seinni riðli Meistaradeildar Evrópu eftir glæsta sigra á Marseille og sterku liði Rangers á leið sinni þanngað. Fyrirkomulag keppninnar þetta fyrsta ár hennar var öðruvísi en við þekkjum það í dag og komst efsta liðið í þessum seinni riðli (Barcelona) í úrslitaleikinn gegn liðinu í efsta sæti í hinum riðlinum. Sparta var þ.a.l. í 3-4 sæti yfir bestu lið Evrópu árið 1992.

Síðan þá hefur gengi félagsins smátt og smátt dalað í Evrópu og er það líklega fullkomlega í takt við þá staðreynt að bestu leikmenn Tékklands endast ekki lengur í heimalandinu og í kjölfarið er það liðin tíð að landsliðið sé að mestu skipað leikmönnum þessa besta liðs landsins.

Fram til ársins 2005 hafði Sparta allajafna komist í riðlakeppnina í meistaradeildinni án þess þó að hafa komist upp úr riðlinum en undanfarin ár hafa þeir ekki verið að komast í riðlakeppnina sjálfa og því farnir að sjást meira og meira í Evrópudeildinni eins og t.d. í leiknum gegn okkar mönnum.

Eins og áður segir þá er þetta í fyrsta skipti sem Liverpool og Sparta mætast en Tékarnir hafa þó mætt enskum liðum áður og undanfarin ár hafa þeir ekki verið að gera góða hluti í þessum leikjum:

2001 Meistaradeildin – Arsenal 0-1, 2-4
2004 Meistaradeildin Chelsea 0-1, 0-0
2005 Meistaradeildin Man Utd 0-0, 1-4
2006 Meistaradeildin Arsenal 0-2, 0-3
2008 Meistaradeildin Arsenal 0-2, 0-3

En ef við drögum þetta saman þá er Sparta Prag liðið leiðinlega sterkt heimafyrir og vinnur nánast alltaf deildina. Þeir hafa ekki náð að nýta yfirburði sína þar til mikilla afreka í Evrópukeppninni og á alþjóðlegan mælikvarða hefur árangur Tékkneska landsliðsins líklega oftar verið eitthvað sem fyllir stuðningsmenn liðsins stolti þar sem fjölmargir leikmanna liðsins hafa spilað stór hlutverk í þeim liðum sem hafa verið að spila til verðlauna á stórmótum síðustu áratuga.

Það eru of margir þekktir leikmenn sem hafa spilað með liðinu til að fara þylja þá upp en á þeim lista er t.d. Patrick Berger sem reyndar hóf ferilinn með erkifjendunum í Slavia Prag eftir að hafa farið í gegnum unglingastarf Sparta (hann spilaði seinna á ferlinum með Sparta). Eins komu þeir Petr Cech og Thomas Rosicky úr unglingastarfi félagsins ásamt risanum Jan Koller. Pavel Nedved kom ungur til Sparta frá Duckla Prag og áðurnefndur Tomáš Skuhravý er uppalinn hjá liðinu.

Liðið í dag inniheldur þó ekki mikið af slíkum kempum þó það sé auðvitað ekki ólíklegt að einhverjar framtíðarstjörnur Tékka séu á skrá hjá Sparta í dag. Fyrirliði liðsins er hinn 37 ára gamli ruddi Tomás Repka sem gerði garðinn frægan í ensku úrvalsdeildinni fyrir grófan leik. Líklega toppa fáir fyrirliðann þegar kemur að því að kynna sig í nýrri deild. Í sínum fyrsta leik fyrir West Ham fékk hann rautt spjald fyrir tvö fullkomlega sanngjörn gul spjöld. Hann var í banni í öðrum leiknum og mætti svo ferskur í þann þriðja til þess að láta reka sig aftur af velli, nú með beint rautt spjald. Ég býð ekki í manninn núna, 37 ára og hægur eftir því.

Repka hefur líka ekkert róast með árunum og sýndi fyrir nokkrum árum gamla takta í búningi Sparta Prag er liðið tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu:

Sannur fyrirliði og úrvals fyrirmynd.

Markmaður liðsins er hinn 38 ára gamli Jaromír Blazek. Hann hefur víða farið á sínum ferli þó aðallega milli liða í Prag. Hann er þó mikilsmetinn hjá Sparta og hefur unnið nokkra titla með liðinu.

En talandi um að í þessu liði gætu leynst framtíðarleikmenn Tékka þá eiga þeir eitt mesta efni Tékka síðan Rosicky var ungur, 19 ára strák, Václav Kadlec sem spilar sem sóknarmaður eða vinstri vængframherji. Hann er undir smásjá fjölmargra liða í Evrópu og er Liverpool talið vera þeirra á meðal. Kadlec var kosinn efnilegasti leikmaður Tékklands árið 2010 og varð yngsti leikmaður í sögu landsliðsins þegar hann skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Liechtenstein.

Þjálfari Sparta liðsins er Jozef Chovanec og er hann mjög vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Hann var stór partur af því frábæra liði sem hóp liðið til vegs og virðingar á ný í upphafi níunda áratugarins. Hann er uppalinn hjá Sparta og gekk tvisvar til liðs við félagið sem leikmaður. Í annað skiptið eftir stutta dvöl hjá öðru liði í Tékklandi og í seinna skiptið eftir þriggja ára dvöl hjá PSV í Hollandi í upphafi tíunda áratugarins.

Síðustu árin sem leikmaður 94/95 var hann einnig þjálfari liðsins og var það allt til ársins 1998 er hann tók við tékkneska landsliðinu sem hann stýrði í þrjú ár. Hann kom síðan aftur til Sparta árið 2006 og hefur verið þar síðan.

Núna hefur Chovanec komið liðinu áfram í Evrópudeildinni eftir að hafa náð öðru sæti í riðli sem innihélt einnig Lausanne frá Sviss, Palermo frá Ítalíu og CSKA Moskva sem vann riðilinn.

Sparta liðið fór þó að sjálfsögðu í undankeppni meistaradeildarinnar þar sem þeir unnu Metalurgs frá Lettlandi í fyrstu umferð og Lech Poznan í þeirri næstu áður en Zilina sló þá út og sendi í Evrópudeildina. Þar var baráttan um annað sætið við Palermo sem Sparta hafði betur eftir sigur í Prag og jafntefli á ítalíu í baráttuleik. Lausanne veitti enga keppni og CSKA vann riðilinn örugglega.

Sigurvegarinn úr einvígi Liverpool og Sparta mætir annaðhvort Lech Poznan eða Braga og því nokkuð ljóst að aðeins stórslys kemur í veg fyrir að okkar menn komist a.m.k. í 8-liða úrslit.

Það er a.m.k ljóst að okkar menn ættu ganga með miklu sjálfstrausti út á hinn rúmlega 20.þúsund manna Letná leikvang sem í dag heitir reyndar Generali völlurinn. Þeir selja nafnaréttinn á vellinum (ekki langt síðan þetta var AXA völlurinn). Leikvangurinn var upphaflega byggður árið 1921 og þegar mest var þá troðið rúmlega 40.þúsund manns á völlinn. Hann var síðan byggður upp á nýtt árið 1969 og endurbættur árið 1994 og hefur verið eins og hann er í dag síðan.

Til ljúka umfjöllun um Sparta liðið þá ætti liðið að vera í svipað góðu formi og Luis Suarez um þessar mundir þar sem þeir hafa ekki spilað deildarleik síðan í nóvember. Deildin er í fríi og hefst ekki að nýju fyrr en um mánaðarmótin.

Liðið er núna í 2.sæti deildarinnar 4 stigum á eftir Viktoria Plzen sem þeir unnu þó í uppphafi móts í viðureign meistara meistaranna. Eins er Sparta dottið út í bikarnum eftir tap gegn 2.deildarliði.

Aðeins Roy Hodgson gæti látið Liverpool falla úr keppni gegn þessu liði, með sæmilegri virðingu fyrir Sparta Prag.


Það er þó ekki þar með sagt að okkar menn komi til með að senda út vængbrotið varalið til leiks í Tékklandi, þó fastlega megi búast við því að hópurinn verði eitthvað notaður. Eins fáránlega sorglega og það nú hljómar þá er þetta fyrsti Evrópuleikur Kenny Dalglish sem stjóri Liverpool og eitthvað segir mér að hann ætli sér ekkert að tapa honum.

Newcastle féll út í riðlakeppninni síðast þegar Dalglish stýrði liði í Evrópuleik.

Ensk lið voru í banni frá Evrópukeppnum árin sem Dalglish stýrði félaginu og árangur hans sem þjálfari í Evrópu er ekkert sérlega glæsilegur neitt:

UEFA Cup 1994-95
1.umferð
Blackburn – Trelleborg 0-1
Trelleborg – Blackburn 2-2

Meistaradeildin 1997-98
Undanriðlar
Newcastle – Croatia Zagreb 2-1
Croatia – Newcastle 2-2

Riðlakeppnin
Newcastle – Barcelona 3-2
Dynamo Kyiv – Newcastle 2-2
PSV – Newcastle 1-0
Newcastle – PSV 0-2
Barcelona – Newcastle 1-0
Newcastle – Dynamo Kyiv 2-0

Eins bætir ekki úr skák að hópurinn er nokkuð vængbrotinn og inniheldur meiðslalistinn m.a. Steven Gerrard sem er tæpur í nára, Joe Cole sem er krónískt tæpur, Andy Carroll sem er farinn að æfa og er væntanlegur í mars, Jay Spearing sem er farinn að æfa, Raul Meireles sem er búinn að vera veikur, Jonjo Shelvey sem er frá út tímabilið og Daníel Agger sem meiddist í Danmerkurleiknum um daginn og er tæpur fyrir þennan leik. Einhverjir af þessum verða með í þessum leik en það gerir val á líklegu byrjunarliði ekki beint auðvelt.

Það er ekki búið að tilkynna hópinn sem flýgur til Prag en við vitum þó að úrval sóknarmanna er afar takmarkað. Suarez má ekki spila í þessari keppni þar sem hann hefur spilað með Ajax sem er núna komið í Evrópudeildina. Sama má segja um Torres og Babel sem eru komnir í annað lið og Carroll er auðvitað frá á meðan Jovanovic og N´Gog spiluðu um helgina eins og þeim langaði ekkert að byrja inná í þessum leik.

Maður myndi ætla að þetta væri tækifæri fyrir unga leikmenn en ég held að Dalglish vilji klára þetta einvígi strax í fyrri leiknum og treysti því á reynslumeira lið með kannski 1-2 kjúklinga uppá að hlaupa.

Fullkomlega út í loftið set ég þetta svona upp:

Reina

Kelly – Carragher – Skrtel – Johnson

Lucas – Poulsen –  Aurelio

Kuyt – N´Gog – Maxi

Ég hef ekki einu sinni fullkomlega trú á þessu sjálfur og 4-3-3 er sett upp til að hafa eitthvað leikkerfi Þeir sem gætu bankað á dyrnar í byrjunarliðinu eru líka Danny Wilson sem hefði gott af því að spila svona leik, Kyrgiakos sem lítið hefur fengið að spila hjá Dalglish, Jovanovic sem ég væri reyndar til í að sjá frammi frekar en N´Gog, Pacheco en manni langar alltaf jafn mikið sjá þann pjakk fá sénsinn, sérstaklega núna þar sem nú er kominn þjálfari sem vill spila fótbolta sem spánverjinn skilur. Svo eru auðvitað þeir leikmenn sem eru sagðir vera á meiðslalista. Ef Joe Cole er í standi ætti hann að spila þennan leik.  Eins held ég að Meireles fari í liðið ef það er í lagi með hann (skráður á meiðslalista þegar þetta er skrifað).

Hver leiðir sóknina?

Spá: Það eru nokkuð margir óvissuþættir fyrir þennan leik og útkoman kemur auðvitað aðeins til með að ráðast af því liði sem við ætlum að tefla fram og hvernig heimamenn koma stemmdir til leiks. En ég segi að Liverpool á góðri siglingu taki ryðgað Sparta Prag lið sem hefur ekki spilað síðan í nóvember og er með hinn 37 gamla Repka sem fyrirliða í hjarta varnarinnar með tveggja marka mun á útivelli. Poulsen, N´Gog og Kuyt skora mörkin í 1-3 sigri.

Babu

p.s.

Endum þetta síðan á skemmtilegu þriggja mínútna innslagi sem segir á mun hnitmiðaðari hátt frá þessu Sparta Prag liði heldur en þessi færsla

…hefði kannski átt að opna með þessu? 🙂

81 Comments

  1. Combobreaker 😀

    Held að þessi leikur verði tæpur en við náum sigri þrátt fyrir það. Spái leiknum 1-0 fyrir okkar mönnum með marki frá David N’gog.
    Svo mæta þeir á Anfield og strákarnir okkar gefa stuðningsmönnum veislu og vinnum 5-1.

    YNWA

  2. Langar alveg hreint hrikalega til Prag eftir að hafa lesið þessa grein. Þvílík upphitun Babú, set á mig hattinn minn bara til þess að taka hann ofan fyrir þér.

    Annars vil ég sjá fringe-leikmennina klára þennan leik fyrir okkur. Pacheco í byrjunarlið, Jovanovic fá 70 mínútur hið minnsta og eins er ég sammála um það að Danny Wilson þarf að fara að fá séns í þessu liði. 0-2 fyrir okkur, Jovanovic og N’Gog

  3. Mikið er ég brjálæðislega sáttur við þig Babu!!!
    Eitt af því skemtilegasta við þessa frábæru síðu!!
    Takk fyrir mig;)

  4. Þvílíkt konfekt sem þessir pistlar eru. Það liggur við að maður þori ekki að horfa á leikinni af ótta við að verða fyrir vonbrigðum eftir þetta svakalega build-up. Mjög fróðlegur pistill fyrir mig, sem er einmitt á leið til Prag á vordögum. Nú þarf ég ekki að fjárfesta í ferðahandbók heldur prenta bara þessa BA ritgerð um Prag út 🙂

  5. ehhhh…Enn heldur Babú áfram að toppa sjálfan sig. Megi Evrópudeildin koma aftur næsta vetur svo við fáum slíka og aðra eins pistla. Hlakka til að lesa um Braga, eitthvað hægt að segja brandara um hann (þá).

    Tékkar eru alvörufólk og Repka er algjörlega alvörumaður. Væri til í að hann væri með Tékkamottu. Að vera ennþá æstur í þessu 37 ára gamall (jafngamall mér og ég er farinn að taka þessu öllu mjög létt og rólega) er alvöru og ég býð ekki í það ef N´Gog á að spila á móti honum. Repka á eftir að pakka guttanum saman og sýna honum hvar hann keypti ölið af ömmu sinni.

    Tek undir að það á að blanda saman reyndum leikmönnum og kjúklingum, Sterling mætti vera í hóp mín vegna og það er kominn tími á að Maxi hvíli sig. Kyrgiakos mætti taka þennan leik, Aurelio, Jovanovic og Poulsen ættu að byrja. Tökum einvígið á heimavelli, 1-0 eða 1-1 í þessum leik væri fínt.

  6. hvernig getur einhver maður viljað jovanovich í liðið eftir eina hörmulegustu frammistöðu einhvers í búningi liverpool í seinasta leik, gaurinn er ekki í prem league klassa og þó nokkru frá því, þessi gaur mun hverfa á braut hið snarasta í sumar sem og vonandi cole sem gerir fátt nema hirða feita launatékka

  7. Fín upphitun – hef komið til Prag sem er frábær borg en einna minnisstæðust fyrir ódýrasta hálfs líters flöskubjór sem ég hef keypt, kostaði ellefu krónur íslenskar í hverfisverslun rétt utan við miðbæinn. Ef ég man rétt fékk maður níu krónur fyrir glerið hér heima á þessum tíma.

    Spái 1-1 jafntefli.

  8. snilldar lestur! ávallt skemmtilegt að kíkja á upphitanir fyrir þessa evrópuleiki og eiginlega skemmtilegra víst við erum í evrópudeildinni sökum liðana sem eru þar,þekkir meistaradeildarliðin mun betur. en varðandi leikin þá held ég að þetta verði erfiðara en menn halda og vonandi komumst við burtu með 1-0 sigur annars tæki ég jafntefli og klára þá svo á anfield.
    Babú þú hefðir kannski getað greint frá því að það er aðeins lítill hluti þessarar stóborgar sem er virkilega flottur sem er útaf stefnu yfirvalda,því þá finnst öllum borgin rosaleg flott! annars geggjaður lestur.og já það gera þetta flestar borgir að hugsa bara um hjarta borga og að ferðamenn er aðallega þar en fáir ef einhverjir gera þetta betur en yfirvöld í Prag.
    ps. já hef komið þangað og það var snilld fyrir utan að íslenska landsliðið átti ekki séns í það tékkneska,enda var ákveðin kr-ingur í vörninni-))

  9. Flott upphitun, veit ekki hvað ég held um þennana leik, giska á 3-1, Ngog með 2 Lucas 1

  10. Ég hef farið á þennan völl. Sá Sparta-Banik Ostrava þegar centerinn hjá Banik var Milan Baros. (gat reyndar ekki rassgat og Sparta vann 5-0)
    Tékkarnir eru snælduklikkaðir á vellinum. Löggan var vopnuð upp í háls og þegar einhverjum snillingi í stúkunni hjá Banik datt í huga að kveikja á blysi fór löggan bara inn með kylfur og barði liðið í tætlur.
    Svo voru menn mikið í því að hrækja á þann sem tók horn fyrir andstæðinginn. Frekar huggulegt allt saman. Mikil slagsmál fyrir og eftir leik. Eiginlega bara mest við lögguna. Snillingar.
    Aldrei farið á leik þar sem löggan var eins vopnuð og tilbúin í allt.

  11. Takk fyrir það

    Ingvi

    Babú þú hefðir kannski getað greint frá því að það er aðeins lítill hluti þessarar stóborgar sem er virkilega flottur sem er útaf stefnu yfirvalda,því þá finnst öllum borgin rosaleg flott!

    eehh gerði ég það ekki? A.m.k. það sem ég var að meina er ég fór aðeins í ranga átt í sporvagninum og út fyrir miðbæinn. Þá kemur austurblokkin í ljóst og mikið um skítug eða spreyuð hús og fáránlega margar blokkir. Margar mjög flottar byggingar þarna samt í bland og þeir eru að reyna afmá þennan austurblokkarstimpil af sér.

    Ívar

    Að vera ennþá æstur í þessu 37 ára gamall

    Þetta er reyndar ekki alveg frá því í ár. ca. 3 ár síðan held ég…efast samt um að hann hafi breyst hætishót.

  12. Enn einu sinni frábær upphitun, ef maður rennir yfir upphitanirnar fyrir alla útileikina í Evrópukeppninni þá ertu kominn með nægan fróðleik til að dúxa á landafræðiprófi!

    Ég var að rekast á það á RAWK að þeir Conor Coady, Raheem Sterling, Jack Robinson og John Flanagan séu allir að fara að ferðast með liðinu til Prag. Það er vissulega spennandi enda ungir strákar sem hafa verið að slá í gegn með u18 og varaliðinu, og ef þetta er satt þá er þetta mjög jákvætt fyrir yngri leikmenn að vita til þess að þeir muni fá tækifæri ef þeir standa sig. Vonandi fær maður að sjá eitthvað af þessum strákum í þessum leikjum, flottir leikmenn sem gætu náð mjög langt!

  13. Snillingur Babu!

    Verður gaman að sjá hvort það er rétt að unglingarnir hafi fengið að fljúga með hópnum og ekki væri neitt vitlaust að fara að skoða Coady og Sterling allavega…

  14. Mögnuð lesning….

    Ég man þegar Repka spilaði með West Ham þá man ég að ég fagnaði alltaf þegar hann var í byrjunarliðinu gegn Liverpool, einfaldlega vegna þess að hann átti alltaf þátt í mörkum Liverpool. Hlakka til að sjá hann á vellinum á ný.

    Næstu tveir leikir verða gegn þessu liði, sem þýðir að lykileikmenn fá væntanlega góða hvíld til þess að jafna sig á meiðslum. Þeim verður væntanlega ekki teflt nema í seinni leiknum og þá í algjörri neyð enda erfiður útileikur gegn West Ham þremur dögum eftir leikinn á Anfield. Ég væri alveg til í að sjá einhverja kjúklinga fá tækifæri í þessum leikjum. Eftir að ég hef séð U18 spila þá væri alveg til í að sjá Suso og Sterling koma inní hópinn. Ngog fær væntanlega tækifæri til þess að sanna sig. Væntanlega ein af hans síðustu tækifærum sem hann fær til þess að festa sig í sessi, þar sem Suarez og Carroll verða væntanlega fyrstu tveir kostirnir í stöðuna. Vonandi að hann nýti tækifærið betur en á laugardag, sama má segja um Jovanovic.

  15. Eitthvað segir mér að þessi leikur verður ekki “walk in the park” dæmi! Við klárum þetta samt í seinni leiknum með Captain Fantastic í fararbroddi.

    YNWA

  16. Hansen
    Flanagan-Wilson-Coady-Robinson
    Irwin-Shelvey
    Flanagan-Pacheco-Bruna
    Suso

    Eftir nokkur ár .. Ha?? einhver? Fínt lið.

  17. Raheem Sterling fer til Tékklands (Staðfest). !! Glæsilegt hjá Kenny að velja hann og djöfull vona ég að hann komi inná og slái í gegn!!!!!

  18. Getið þið ekki fengið prósentur hjá einhverri ferðaskrifstofunni út á þessa pistla hans Babú? Manni dauðlangar að skella sér til Prag eftir lesturinn.
    Ég ætla að vera bjartsýnn og spá Liverpool 2-0 sigri. Hugsa að Maxi og Pacheco skori mörkin!

  19. Það er ekkert annað!

    En já ég veit eiginlega ekki hverju á að spá, prufum 0-2 eða 1-2. Hefði sagt þetta örugt 0-3 ef við værum ekki með svona mikið af meiðslum og ef Suarez mætti spila.

  20. Vó Snilld, gaman að lesa þetta.

    En núna væri ég til í að sjá Repka reyna við konu Gattuso og svo daginn eftir væri AC Milan – Sparta Prag og Joe Jordan væri dómari.

  21. Glæsileg upphitun Babu. Ég á mjög góðar minningar frá Praha, vona þó að Liverpool leikmennirnir freistist ekki til að detta í bjórinn, en hann er töluvert ódýrari en vatnið þar í landi!

  22. Jimmy Rice starfsmaður LFCTV er að ferðast með liðinu og bloggar um ferðina

    http://thekop.liverpoolfc.tv/_With-the-team-in-Prague/blog/3315055/173471.html?st=B583F6315F4ECAAFD84409E9DD1F30AB&tid=129785189944812998142799045

    Wednesday, 10.28am
    Hearing squad news. Raul fit, Gerrard and Agger not, and Raheem Sterling in the travelling party. The 16-year-old would become our youngest ever player if involved. Incredibly he is still at school – but it’s okay, it’s half-term. He’s actually quite mature for his age. Always says hello when you see him around.

    Þá vitum við það

  23. Liverpool squad: Reina, Jones, Gulacsi, Johnson, Flanagan, Aurelio, Robinson, Kyrgiakos, Wilson, Carragher, Kelly, Skrtel, Meireles, Cole, Maxi, Jovanovic, Lucas, Coady, Ince, Sterling, Pacheco, Kuyt, Ngog.

  24. Þetta eru 23 leikmenn sem fóru með út, svo 1 markmaður + 4 útileikmenn eiga eftir að detta út. Spurning hvort að ungu strákarnir verði í 18 manna hópnum.

  25. Las það áðan að Poulsen væri ekki með hópnum þar sem konan hans er á fæðingardeildinni. Djöfull langar mig að sjá Raheem Sterling inná, allavegana fá að spila eitthvað í leiknum.

  26. Ef staðan verður orðin þægileg á 80 mín og Repka ekki dýrvitlaus spái ég að Sterling komi inn á. Ólíklegt að honum verði att út í hlutina á meðan mikið er í húfi.

  27. Frábær upphitun og svei mér þá ég held ég hafi lært meira í landafræði í vetur heldur en ég gerði fyrir all mörgum árum í grunnskóla.
    En hvað leikinn varðar þá held ég að hann verði erfiður fyrir okkar menn og við skyldum varast vanmat.
    Frábært að nokkrir kjúkklingar sem hafa verið að standa sig vel fái að ferðast með liðinu. Ég vil sjá Jovanovic frammi. Þessi leikmaður hefur ekki getað neitt frá því að hann kom til liðsins en hann hefur heldur ekki fengið ýkja mörg tækifæri. Gefa honum smá séns til að skera úr um hvort hann eigi skilið að vera leikmaður Liverpool, minni á að margir leikmenn hafa þurft dágóðan tíma til að læra á enska boltan t.d Henry hjá Arsenal það var hlegið að honum fyrst hjá Arsenal en við vitum allir hvað hann gat og gerði hjá liðinu.
    En allavega er svolítið kvíðinn fyrir þennan leik en vonandi klárum við þetta bara nokkuð örugglega.

  28. Frammistaða varnarmanna Southend er nú ekki svakalega góð í þessum mörkum 🙂
    Enn engu að síður frábær frammistaða enn hann vantar samt reynslu til að byrja svona leik. Enn ég get alveg séð hann koma inná.

  29. Held honum vanti einnig likamlegan styrk, ef að þessi strákur nái 60 kg með skólatöskuna á sér 🙂

  30. Sterling er jú efni en það er eitt að skora á móti southend í unglingaleik en að spila móti fullmótuðum atvinnumönnum. Hann er alls ekki nógu þroskaður en gaman væri ef hann fengi nokkrar mínotur til að halda áfram að þroskast sem leikmaður. (ef maður segir þroska nógu oft vill það alveg missa alla merkingu)
    En ég segi 0-0 og væri það allt í lagi bara.

  31. Er þetta ekki bara eins og Magginn (Nr.35) segir, þessum pjökkum sem hafa verið að standa sig gríðarlega vel með U18 fá að kíkja með til Prag og sjá hvernig þetta gengur fyrir sig. Efast um að Sterling verði á bekknum í þessum leik þó gaman væri að sjá einn af þessum pjökkum fá séns ef staðan í leiknum leyfir það.

  32. Bara það eitt að Sterling hafi fengið að fara með gefur honum meiriháttar boost til frekari afreka, og það sem meira er, þá eru þetta frábær skilaboð til allra í yngriflokkum um hvað gerist ef þú leggur hart að þér.

    Ef okkur gengur vel í þessum leik, og við erum með þægilega stöðu þega lítið er eftir af leik er alls ekki ólíklegt að Sterling fái að spila sinn fyrsta Evrópuleik af gríðarlega mörgum 🙂

  33. Hópurinn : Reina, Jones, Gulacsi, Johnson, Flanagan, Aurelio, Robinson, Kyrgiakos, Wilson, Carragher, Kelly, Skrtel, Meireles, Cole, Maxi, Jovanovic, Lucas, Coady, Ince, Sterling, Pacheco, Kuyt, Ngog.

  34. Kominn tími á Pacheco fái heilan leik hérna. Vil sjá strákinn frammi. Eins verður gaman að sjá Cole aftur á ferðinni og vona ég nú að hann fari að sýna okkur hvað býr í honum.

    Spái þessu annars 1-1 sem væri bara í lagi.

  35. Hvað segja menn annars um þennan Pacheco. Búið að vera tala um hann í langan tíma og allir spenntir fyrir að sjá hann en aldrei fær hann sénsinn. Hver er ástæðan?? Meiðsli? Skortur á getu?

  36. ja og afhverju má torres spila með chel$kí í meistaradeildinni

  37. Einfallt Torres spilaði ekki eina mín í evrópu með okkur usless c**t en Suarez spilaði með Ajax í meistaradeildinni þannig hann er ekki löglegur með okkur.

  38. Nr. 49

    Suarez má ekki spila í þessari keppni þar sem hann hefur spilað með Ajax sem er núna komið í Evrópudeildina. Torres er á hinn bóginn ekki í sömu keppni og því löglegur með CFC (held að þetta virki þannig).

  39. @49 doddi: Suarez var enn leikmaður Ajax þegar þeir duttu úr Meistaradeildinni og í Europa League. Reglurnar segja að menn mega ekki spila með tveimur liðum í sömu keppni.

    @50 Guðbjörn: Torres var bara í Europa League þetta tímabil með Liverpol, þannig að hann er löglegur í Meistaradeildinni með öðru lið.

    Er ekki 100% viss, en ég held að þetta séu ástæðurnar.

  40. bara snilld að strákar sem standa sig svon frábærlega eins og Sterling gerði með U18 ára liðinu fái tækifæri á að vera kringum aðalliðið, hvetur þá áfram í að leggja sig 100% framm ef þeir vita af Kenny uppí stúku að horfa á þá.

    Það er komin tími á næsta Owen,Gerrard eða Carra

  41. Og ég sem hélt að við værum lausir við þessa jólasveina. Well, ég vona að þessar gúrkur verði gjaldþrota

    LIVERPOOL FC’s former owners Tom Hicks and George Gillett will find out on Thursday whether they will be allowed to sue for damages over the sale of the club in the USA.

    Mr Justice Floyd will rule on whether to lift or extend indefinitely an anti-suit injunction stopping Hicks and Gillett suing for damages outside the UK or European Union.

    He will hand down his judgment in the High Court today.

    Former chairman Sir Martin Broughton, RBS, and new owners New England Sports Ventures are asking the court to extend the injunction.

    The anti suit injunction was taken out when Mr Hicks launched a $1.6bn lawsuit in Dallas trying to halt the £300m sale of the club, approved by Mr Justice Floyd, in October last year.

    Hicks and Gillett want the restriction removed leaving them free to pursue a legal claim against RBS and Sir Martin in the USA.

    Sir Martin also wants the court to confirm that he acted “honestly and reasonably” in the £300m sale of the club to NESV.

    RBS also wants a “clean bill of health” that it acted correctly.

    Mr Justice Floyd has to decide whether to give Sir Martin and RBS permission to have a fresh court case to decide this.

    Read More http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/02/16/high-court-decision-expected-on-thursday-on-whether-ex-liverpool-fc-owners-tom-hicks-and-george-gillett-can-sue-over-sale-to-nesv-100252-28184256/#ixzz1E9GxbPSv

  42. Arsenal er líka með plastfána rétt eins og Chelsea. Spurning hvort við höfum plastfána þegar við tökum á móti þessum liðum í deildinni?

  43. King Kenny talar um Sterling á blaðamannafundinum í dag,hann klikkar ekki frekar en fyrri daginn og takið eftir punchline-inu 😀

    ” “We’ll just be sensible with the kids. I saw some of the stories in the papers about young Raheem. We’ve got a babysitter organised for him tonight at the hotel and he’s doing his homework before he goes to sleep! We’ll make sure he doesn’t miss any of his school education. We don’t have to manage the expectations of anyone apart from yourselves – you are the ones who are blowing things out of proportion.” Meanwhile a Czech journo reminded Dalglish of a Scotland defeat he played in at this stadium. “The mind games have started,” joked the boss.”

  44. Dagar ofdekrarða leikmanna með stjörnustæla eru vonandi liðnir hjá Liverpool. Stjórinn lætur menn vita hvað skiptir máli og hver ræður: “The team’s needs come first and you can tell with Glen’s comments that he fully appreciates that. We appreciate it’s not Glen’s preferred choice but I suppose it’s better than being a substitute!”

  45. Dauði og djöfull er leiðinlegt að horfa á meistaradeildina án þess að fimm faldir evrópumeistarar Liverpool sé ekki með,andskoti fúllt

  46. Mér sýnist þeir vera að fara að sýna Liverpool – Southend ungliðaleikinn á LFCTV í opinni dagskrá á Skjánum (Stöð2 sport3)

  47. @62: Southend-leikurinn hefur verið sýndur a.m.k. tvö síðastliðin kvöld á LFCTV. Sá brot af honum í gær og annað brot í fyrrakvöld (eða á mánudagskvöld, man ekki hvort).

  48. Gaman að sjá fótbolta.net (og líklega Daily Mail) gera nákvæmlega andstöðuna við það sem Dalglish var að fara fram á í þessu viðtali og halda hype-inu í lagmarki hvað Sterling varðar…

    Besti parturinn er þó þessu hér:

    ,,Við erum búnir að fá barnfóstru fyrir hann á hótel liðsins í kvöld og hann er að læra heima áður en hann fer að sofa! Við sjáum til þess að hann missi ekki af neinum lærdómi.”

    Enda hvergi komið inná að Dalglish var auðvitað að grínast 🙂

    (úr viðtali við Dalglish á LFCTV)

    Sterling is still at school, though at the moment it is half-term.

    Dalglish joked: “We’ll just be sensible with the kids. I saw some of the stories in the papers about young Raheem. We’ve got a babysitter organised for him tonight at the hotel and he’s doing his homework before he goes to sleep!

    “We’ll make sure he doesn’t miss any of his school education.”

    Fín grein annars hjá þeim (fotbolta.net) þó það sé ávallt varasamt að hafa mikið eftir Daily Mail.

  49. Smá off topic. En ég er búinn að vera að lesa á nokkrum stöðum að Liverpool hafi áhuga á danska varnarmanninum Simon Kjær. Búinn að vera virkilega hrifinn af honum. Væri ekki leiðinlegt að hafa hann og Agger sem miðverði! Fæddur 1989 og Chelsea búnir að hafa mikinn áhuga á honum.
    Er þetta ekki bara þetta týpíska slúður eða er eitthvað til í þessu?

    En on topic:
    Ég segi að leikurinn fari 0-2 fyrir Liverpool í kvöld. Kuyt og Meireles með mörkin.

  50. Andy Carroll fór með til Tékklands ! Gaman af því 😉 Byggir upp móralinn…..

  51. Hreiðar.
    Samantekt Hjartar úr þýska boltanum sýndi Kjær gefa slaka vítaspyrnu í leik Wolfsburg um helgina. Ég undraðist þennan áhuga á honum eftir þennan leik en það eru þó gömul sannindi og ný að maður dæmir ekki leikmann af bara 90 mín.

  52. Er ekkert spenntur fyrir leiknum í kvöld og er reyndar alltaf meira spenntur fyrir upphitunum Babu fyrir þessa leiki heldur en leiknum sjálfum. Kom samt smá spenna í mig fyrir kvoldið að vita að Sterling er þarna, en verður hann í hópnum? djöfull vona ég það og hann hreinlega fái allavega 10 mínútur.

    Maður sér leikinn allavega en spenntur er ég ekki ef þið viljið vita það….

    held samt við vinnum þennan leik 0-1 og Meireles heldur bara áfram að skora…

  53. Ég verð að segja að ég er bara mjög spenntur fyrir þessum leik í kvöld. Við erum á góðu run-i, þetta er fyrsti leikur King Kenny við stjórnvölinn í Evrópukeppni. 5 kornungir drengir fóru með… Það er hellingur tuk ap gera mann spenntann.
    Ég vona innilega að Pacheco, Cole og Sterling fái tækifæri. Einnig væri gaman að sjá Conor Cody koma á miðjuna fyrir Lucas eða Meireles einhverntíman í seinni hálfleik.

  54. Fer liðið ekki að leka inn!! Þad er kominn spenna í kallinn.. Mér er nokk skít sama þótt þetta sé bara evrópudeildinn.. Það er alltaf spenna að sjá liðið spila 😉

  55. Svona er víst liðið:

    Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Wilson, Maxi, Lucas, Meireles, Aurelio, Kuyt, Ngog.

    Subs: Gulacsi, Skrtel, Kelly, Cole, Jovanovic, Pacheco, Coady.

    Tekið af facebook síðunni LFC transfer speculations

  56. Spennandi að sjá Wilson í vörninni og Cole og Coady á bekknum. Vil endilega sjá Cole fara sýna hvað hann getur, kominn tími til.

  57. Ljómandi fínt lið.. Mereles þarf samt að bjarga okkur í kvöld eins og uppá síkastið! Er bara ekki að sjá gogga fara að sétjan..

  58. Ja hann hann var stórkoslegur í byrjun tímabilsins þegar við vorum að mæta slakari liðum i evrópu.. Bara mín skoðun 😉

Kop-gjörið!

Liðið gegn Sparta