Opin umræða: Jonjo og Xavi

SSteinn hitar upp fyrir leik helgarinnar seinna í dag en á meðan eru tvö atriði sem ég vil benda á. Fyrst, þá verður Jonjo Shelvey frá í þrjá mánuði. Því miður. Ég er hrifinn af stráksa og fannst mjög jákvætt að sjá hann reglulega sem varamann undir stjórn Dalglish. Hann er jú bara 18 ára og verður orðinn fastamaður í þessu byrjunarliði okkar eftir 2-3 ár. Vonandi setur þetta ekki strik í reikninginn.

Í öðru lagi, þá eiga allir að lesa þetta viðtal við Xavi Hernandez. Xavi er besti miðjumaður heims í dag, hefur verið undanfarin ár og var sá leikmaður sem átti HM í fyrra að mínu mati. Skoðanir hans á fótbolta og enskri knattspyrnu eru merkilegar og viðtalið er stórgott. Ég er sammála nánast hverju einasta orði sem hann segir. Líka því sem hann segir um Jamie Carragher, John Terry og Liverpool-aðdáendur.

34 Comments

 1. Það sem meira er, það er kominn kaupandi að Paul Konchesky eftir tímabilið. Roy Hogdson!!
  (tekið af Twitter)

 2. hreint snilld hjá honum Xavi:

  “Space, space, space. It’s like being on the PlayStation”

 3. 27.02.2011 WBA-Liverpool…..Gæti orðið erfitt þar sem Hodgson veit svo sannanlega hvernig á að láta Liverpool tapa.

 4. Flott viðtal við Xavi,leiðilegt með shelvey hann var að fá spilatíma.

  Þetta er alveg merkilegt hvernig tímabilið er búið þróast hjá liverpool,í byrjun þá liðu vikurnar og manni var þannig séð nokkuð sama um leikina hjá liverpool.En núna finnst manni vera heil eilífð á milli leikja tilhlökkunin er það mikil að sjá liðið okkar spila 🙂 haha

 5. When you beat Madrid, eight of the starting XI were youth-team products and all three finalists in this year’s Ballon d’Or were too – Lionel Messi, Andrés Iniesta and you (Xavi).

  Það þarf ekkert að ræða þetta barcelona lið, hvort sem það er academian eða A liðið sjálft.

 6. Hann segir líka að Paul Scholes sé bestur og að hann myndi bara yfirgefa Barca fyrir United !

 7. eitt annað snilld frá Xavi:

  If Barcelona had Liverpool’s fans, …. we’d have won 20 Champions Leagues, hahaha!

  gildir sama um Liverpool:
  But you change names, not identity. The philosophy can’t be lost. Our fans wouldn’t understand a team that sat back and played on the break

  Annað flott:
  People who haven’t played don’t always realise how hard that is. Space, space, space. It’s like being on the PlayStation. I think shit, the defender’s here, play it there. I see the space and pass. That’s what I do.

 8. Ég las fyrstu málsgreinina af þessum ritaða niðurgangi sem þessi fáviti sendi inn á Fotbolti.net.

  Þetta er svo ómerkilegur tappi að hálfa væri svo miklu meira en nóg, getið t.d séð hversu ófyndinn og glataður drengurinn er í þessum miður frumlega og kjánahrollsvekjandi sketch hérna

  http://www.youtube.com/watch?v=uXGWBEEbVhU&feature=player_embedded

  Hann er örugglega búinn að rembast við það heillengi að láta taka eftir sér fyrir að vera fyndinn og það er greinilega ekki að virka þannig að hann ætlar að reyna að ná sér í sínar fimmtán mínutur af frægð með því að vera óþolandi persónuleikalaus kunta eins og t.d Nilli eða Ásgeir Kolbeins.

 9. #10 -Raven

  Það hefur nú hingað til ekkert verið talað um “Happytimes”, þegar menn eru að hugsa til baka og minnast þess sem gerðist í Hillsborough!

  Insjallah..
  Carl Berg

 10. 13. Klerkur

  Sjálfum fannst mér þetta suddalega fyndið en sannleikurinn er og getur verið sár. Þú sannar það með þessu frábæra kommenti.

 11. já ósvinnur maður þessi Daníel en ég held að farsælast væri fyrir okkur sem betur vitum að hafa okkur hæga.

 12. Talandi um nostalgíu ég man eftir síðasta meistaratitli hjá Liverpool og Hillsborough. Happy times!!

  Þetta er eitt verst orðaða komment sem ég hef sé hérna inni. Veistu ekki betur eða var þetta óvart?
  Það er svona 50/50 hvort maður eigi að úthúða þér eða eyða þessu.

  og Nr. 15.

  hvar eigum við að sjá húmorinn í þessu? Sérstaklega í pistli á Fótbolta.net?

 13. Raven hvað er að frétta?

  Enginn stuðningsmaður Liverpool talar um Hillsborough svona.
  Skammastu þín

 14. Það sem ég hjó einna helst eftir í viðtalinu við Xavi var: Reitur – Reitur – Reitur.

  Einhver besta og einfaldasta æfing sem hægt er að leggja fyrir í fótbolta og bara gott mál ef sem flestir hlusta á Xavi og nota reitinn meira. Það eru aðallega varnarmenn sem þola ekki að láta klobba sig sem hata reitinn en ég er með lítinn Palla öskrandi í hausnum á mér núna: “Hah! Ég sagði ykkur það!”. Uppreisn æru fyrir reitinn.

  ps. Ekki gera Scummurum það til geðs að rísa upp á afturlappirnar frísandi yfir þessum pistli. Þá er takmarki pistlahöfundar náð.

 15. When Kenny was asked if he would be at the youth game on monday:

  Well its Valentines day,maybe I’ll do a shanks and take Marina to the game…

  Legend er understatement

 16. Var ekki að tala um að Hillsborough væri happy times og biðst afsökunar ef það kom þannig út! Var einfaldlega segja að ég man eftir þessu, ég man eftir útsendingunni sem var allt of löng og sýndi hörmungarnar (það er ekki skemmtiefni að horfa á svona lagað og það situr eftir)

  Happy times átti við meistartitlans á áttunda og níunda áratugnum.

  Ég endurtek afsökunar beiðni mína, um klaufalegt orðalag.

 17. Einhver ullarhattur skrifaði grein um okkur Liverpool aðdáendur á fótbolti.net. Ég svaraði honum á facebook og ætla að seta inn svarið mitt líka hér. Hér er greinin á fótbolti.net

  http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=104034

  Og hér er svarið mitt:

  Æ voðalega ertu eitthvað bitur Daníel Geir, áttu mikið bágt? Sumum líður betur á sálinni með að ráðast á aðra og gera lítið úr þeim með orðum. En flestir vita að það er engin lausn að rakka niður náungan þótt mönnm líður betur tímabundið. Tilfinningarnar verða alltaf til staðar hvort sem það er reiði, öfundsýki eða hræðsla. Það eru nú þekkt varnarviðbrögð mannskepnunar að ráðast á eitthvað sem þau hræðast og ég held að aðdáendur Manchester United, Tottenham og Arsenal sanni akkúrat það.

  Það er gaman að vera Liverpool aðdáandi. Við höfum upplifað súra og sæta tíma, tja bara eins og lífinu sjálfu. Við förum í gegnum allan tilfinningarússibanan og það tvisvar. Eigandamál, fjármál, sala á besta leikmanni, kaup á frábærum leikmönnum, taprhina, sigurhrina og fleira og fleira. Það þarf breytt bak til að höndla allt þetta og því er ekki hver sem er sem fær það flókna verkefni frá Guð almáttugi (Fowler almáttugi) að halda með Liverpool. Þetta er eins og að sprauta í sig eiturlyfi sem inniheldur sorg, gleði, brjálæði og alsæðu allt í einu. Setjast síðan fyrir framan sjónvarpið og horfa á kvikmynd sem er spenna, gaman og drama í senn og tilnefnd til 18 Óskarsverðlauna.

  Það skemmtilegasta við að vera aðdáendi Liverpool er samstaðan. Sama hvað á dynur og árásir og skot koma úr öllum áttum þá stöndum við alltaf saman. Við verjum okkar lið fram í rauðann dauðann þótt við höfum engin rök lengur. Þótt að vopnin séu slegin úr höndunum okkar og hendur aflimaðar, skríðum við áfram á augnlokunum og höldum áfram að berjast. Svo endilega haldið áfram að ráðast á okkur því það styrkir og bara. Við vitum nefnilega að innst inni erum við ósnertanlegir, við erum LIVERPOOL.

  YNWA

 18. Raven

  Man líka eftir útsendingunni sem var of löng,en vorkenni mér lítið,hugur minn var hjá fólkinu á vellinum og aðstandendum allar götur síðan.

  Verðum að passa okkur með orð,setningar og orðalag,þetta mun alltaf særa fólk.

  YNWA

 19. Vel gert Fói 22#!!! Þeetta á að vera á Fotbolta.net ekki hin þvælan..

 20. Liverpool á heimtingu á því að Hodgson kaupi koncheski aftur á uppgefnu verði.Best væri ef hann tæki Jovanovich líka á því verði sem hann var keyptur á.

 21. Þessi “grein” eftir Daniel er auðvitað bara grín og ósvaraverð (Þó ég voni nú innilega að Maggi taki þennan snáða ærlega í rassgatið í sínum næsta pistli. Ég sé ekkert nema minnimáttarkennd og öfund í þessum skrifum og minni drenginn einnig á það að þegar Blackburn vann titilinn var Kenny nokkur Dalglish við stjórnvölinn, ef hann á annaðborð veit hver það er.

  Ég þekki United, Chelsea, Newcastle, Tottenham, Bolton, Fulham, Arsenal, Leeds og QPR aðdáendur og enginn af þessum hópum kemst í hálfkvisti við Liverpool aðdáendur þegar kemur að ástríðu og fóltbolta-vitneskju og því fráleitt af þessu spaða að halda því fram að við höfum “ekkert sérlega gott vit á knattspyrnu og þaðan af síður hæfileika til að taka þátt í eðlilegri knattspyrnuumræðu” – Veit þessi maður ekki af kop.is!

  Nóg um þennan mann samt.

  Viðtalið við Xavi er tær snilld, greinilega maður með öllum mjalla og ég vildi hreinlega að fleiri svona leikmenn væru til.

 22. Nr. 26

  Þetta er einmitt það versta, þessi bjáni er að fá þá athygli sem hann þráði út úr þessu.

  Róum okkur samt aðeins í að vera klikkaðir með hótanirnar. Þó hann hafi líklega getað búið sig undir það er hann birti þetta.

 23. Ég hef oft getað glott út í annað af svona grín/kaldhæðnis pistlum um stuðningsmenn Liverpool (eða annarra liða) en þessi er arfaslakur, sennilega sá slakasti sem ég hef lesið. Samt sem áður algjör óþarfi að bregðast ókvæða við og taka þetta eitthvað inn á sig eins og einhverjir virðast gera. Pistlahöfundurinn hefur ákveðið að nýta sér það til að auglýsa pistilinn, annars hefðu líklega örfáar hræður lesið hann.

 24. Ég myndi nánast þora að veðja fjármunum upp á að hann sé að ljúga þessu með morðhótanirnar. Enda eins og Babú segir virðist kauði hafa skrifað pistilinn nær eingöngu til að fá athygli, og tekst það svona líka bara ágætlega. Verði honum af því.

  Og eruð þið að grínast með þetta myndband hans í ummælum #13? Hver er húmorinn þar? Skinkubátur … tvær „skinkur“ labbandi inn um dyrnar? Bráðfyndið.

  Ég spái Daníel Geir heimsfrægð. Greinilega næsti Jón Gnarr þarna á ferð.

 25. Eitt að lokum: ég VONA að hann sé að ljúga þessu með morðhótanirnar. Ef hann er að ljúga þessu, hvað í fjandanum er þá að honum? Ef hann er ekki að ljúga þessu, hvað er þá að þeim sem hóta honum út af svona sakleysislegum pistli? Það er eitt að gagnrýna eða ulla á illa skrifaðan og ófyndin pistil, það er annað að hóta manninum líkamsmeiðingum. Slík bjánahegðun er ekki beint til að afsanna orðin í pistli hans, þ.e. að það sé heilabú í Liverpool-aðdáendum.

 26. Ziggi 12:
  Does English football attract you? Spanish players always return from there raving about it.

  It’s incredible. Una pasada. Now that is football. England really is the birthplace, the heart and soul of football. If Barcelona had Liverpool’s fans, or Arsenal’s, or United’s, we’d have won 20 Champions Leagues, hahaha! OK, so that’s an exaggeration but I’ve never seen anything like it. We won 3-1 at Liverpool once and we were both applauded off the pitch. In England, footballers are respected more, the game is more noble, there’s less cheating. Every Spaniard who goes loves it – and comes back a better player. If I had ever left it would have been to England.

  Fói 22:

  Þetta er mjög lélegt svar hjá þér, byrjar á persónu árás sem á aldre að gera í rökræðum.
  og svo segja sumir að hann eigi þetta skilið og að hann hefði átt að búast við lífshótunum það er nátturulega fáránlegt.

  Ég las þennan pistil og fannst hann frekar góður og mikið til í honum þó svo að auðvitað séu ýkjur líka, liverpool menn spá oftast sínu liði sigurs í byrjun tímabils sama hversu slakur hópurinn þeirra er.

 27. Xavi er langbesti miðjumaður í heimi síðan kongurinn Zidan hætti

Joe Cole! Hvar í fjáranum ertu?

Wigan á morgun