Joe Cole! Hvar í fjáranum ertu?

Ég verð að viðurkenna það að ég var við það að míga á mig úr spenningi þegar í ljós kom í sumar að Joe Cole hefði valið Liverpool FC sem sinn næsta áfangastað. Einhvern veginn hafði ég aldrei trú á því að hann færi frá heimaslóðum sínum í London, sér í lagi þar sem lið eins og Tottenham og Arsenal gengu einnig með grasið í skónum á eftir honum. Ég var í rauninni sannfærður um að hann færi til Arsenal. En nei, hann ákvað að söðla um og flytja sig norðar á Englandi. Ég var vægast sagt ánægður, enda fylgst með þessum leikmanni mjög lengi og hrifist mikið af hæfileikum hans, sem eru hreint út sagt, óumdeildir. En hvar er hann, hvert fór hann, hver er hann?

Joseph John Cole varð snemma gríðarlegt efni. Ég frétti fyrst af honum hjá West Ham 1996 eða 1997. Þá var hann að busla í unglingaliðunum hjá þeim og menn héldu ekki vatni yfir þessum talent. Hann var líka fljótur að koma sér áfram og spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik 17 ára gamall. Menn höfðu ekki séð þvílíka boltatækni hjá Englendingi og var það helst Paul Gascoigne sem honum var líkt við (ekki þó samanburður við Paul utan vallar). Hann var svo orðinn fyrirliði West Ham 21 árs gamall. 19 ára spilaði hann sinn fyrsta landsleik og má með sanni segja að fótboltaveröldin hafi legið fyrir framan hann. Logical move hjá honum var svo að ganga til liðs við Chelsea á frekar hárréttum tíma og þar tók hann þátt í ævintýri Roman, nældi sér í 3 deildartitla, 3 FA bikartitla og 2 deildarbikartitla. En meiðslin hjá honum hafa svo sannarlega sett strik í reikninginn hjá honum, því hann var meira og minna frá í 2 tímabil hjá Chelsea.

En af hverju að ræða Joe Cole á þessum tímapunkti? Jú, að mínu mati þá hefur ferill hans með Liverpool ekki ennþá hafist. Byrjaði á því að næla sér í 3ja leikja bann í fyrsta leik og svo hafa smávægileg meiðsli verið að halda honum utan vallar þar að auki. En aðal ástæðan fyrir því að ferill hans með okkar ástkæra liði hefur ekki ennþá hafist er að hann hefur ekki náð að spila undir stjórn King Kenny Dalglish. Joe Cole er einfaldlega ekki leikmaður sem passar inn í kick and hope kerfi eins og lið undir stjórn Roy Hodgson spila jafnan. Þetta er teknískur leikmaður, ekkert svo hraður, en með frábært auga fyrir sendingum, samspili og að taka menn á. Ég er því þess fullviss að þessi týpa af leikmanni gæti sprungið út í pass and move kerfi Dalglish.

Joe Cole hefur einnig alla tíð verið fyrirmyndar atvinnumaður innan sem utan vallar. Oft hafa ungir og efnilegir enskir guttar lent í því að frægðin banki of snemma á dyrnar, en það sem er gríðarlega gott við Cole er að hann hefur ávallt verið með hausinn í lagi. Hann hefur einungis spilað 11 leiki í deildinni á þessu tímabili, en nú fer að líða að því að hann þurfi að sýna okkur eitthvað af þessum hæfileikum sínum. Kerfið er komið, stjórinn er mættur, það eina sem vantar er að Joe fari nú að láta sjá sig. Það er svo sannarlega stór og alltof mikið notuð klisja að tala um að leikmaður hjá liði sínu sé eins og ný kaup, en það gæti algjörlega átt við um Joe Cole hjá Liverpool. Hann getur leikið fjölmargar stöður á vellinum og það má nú Fowler vita, að ekki veitir okkur af breiddinni.

Nú er komið að því að pressa duglega á Chelsea og Tottenham, hvort sem það muni snúast um hið mikilvæga 4 sæti, eða bara öruggt sæti í Evrópudeildina, en það er klárt mál að Cole gæti spilað stóra rullu í því. Þetta er einn allra hæfileikaríkasti leikmaður sem er á launaskrá hjá okkur í dag, nú er tíminn, sýndu nú okkur og King Kenny hvað þú getur. Það eru heilir 12 leikir eftir af tímabilinu hjá okkur, það gera 36 stig í pottinum fræga, þetta er algjörlega hægt. Komdu þér í stand drengur, við þurfum svo sannarlega á þér að halda. Við erum komnir með Carroll og Suárez til okkar, en ég er á því að leynivopnið okkar gæti verið Joseph John Cole.

108 Comments

 1. Mikið vona ég að þú hafir rétt fyrir þér þarna Steini!

  Það sem ég held að sé stærsti vandi þessa stráks er að hann er einfaldlega með ónýtan skrokk. Það er mjög erfitt fyrir þjálfara að ætla sér að byggja lið í manni sem spilar kannski tæplega helming leikja fyrir félagið sitt. Hvern á hann að slá út sem lykilmann?

  Ég er alveg sammála því að Cole er flottur leikmaður og gaman að horfa á hann spila fótbolta. Hann var bjartasta ljósið í Blackburnógeðinu í janúar og kemur með margt inn í leikinn þegar hann er heill.

  Í dag held ég að hann sé í raun að keppa við Maxi, Pacheco, Jovanovic og jafnvel Aurelio um sæti á vinstri kantinum því Lucas, Meireles, Gerrard og Kuyt eru sjálfvaldir í þetta lið okkar þessa dagana. Svo þegar Carroll og Suarez eru orðnir heilir og klárir í leikæfingu hallast ég að því að þeir fylli sætin endanlega fyrir Cole, við munum spila 4-3-3 með Kuyt, Carroll og Suarez uppi á topp og SG, Lucas og Raul á miðjunni. Vandi Cole er að hann er slakari en allir þrír miðjumennirnir varnarlega og slakari en allir framherjarnir sóknarlega.

  Hann er hins vegar frábært vopn sem squad-player ef að hann sættir sig við það og á að geta tekið öflugan þátt í að hvíla lykilmennina yfir tímabilið. Vandinn þar liggur kannski í því að hann vonaðist eftir stærra hlutverki hjá LFC, en á meðan að hann meiðist við að stíga á bremsuna þá smátt og smátt þurrkast hann út úr uppleggi þjálfaranna sem eru að vinna á æfingavellinum með þá sem eru heilir.

  Það er bara svoleiðis, en mikið vona ég að hann nái nú að vera meiðslalaus alveg til vors og nái sér á strik, því þetta er leikmaður sem á heima í vel spilandi fótboltaliði eins og LFC er orðið í dag!

 2. Ég hef mikið saknað Joe Cole, enda frábær leikmaður þar á ferð. Ég er hræddur um að Maggi hafi nokkuð til síns mál með að skrokkurinn sé orðinn slappur. Ég hef allavega verið að lesa að hann sé búinn að vera tæpur í hægra hnéi síðustu mánuðina og sé ekki að spila af þeim sökum.

  Að koma Cole í form fyrir endasprettinn er ótrúlega mikilvægt fyrir þetta lið. Ég er á því að hann smellpassi, eins og liðið spilar núna og gæti styrkt okkur mikið.
  Suarez og Cole (og vonandi Carroll fyrr en seinna) – gefa liðinu talsvert mikið að nýjum möguleikum, sóknarlegaþ

 3. Amk miðað við viðtalið við Steve Clarke á liverpool.tv (http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/clarke-on-carra-form-and-systems) að þá er hann amk meiddur í augnablikinu:

  “He’s working again on the training pitch. He’s not joined in with the group yet but he is on his way back and hopefully before the end of the season we will get a glimpse of the real Joe Cole. If Joe can get himself fit and focused on the pitch then he will certainly be a big asset to this squad.”

  Og virðist amk miðað við orð hans að hann hafi trú á honum þannig að miðað við að allir leikmenn liðsins hafa verið cirka 150% betri eftir að Daglish tók við miðað við undir stjórn Hodgson að þá er maður líka innilega að vona að Cole bætist við í þann hóp að sýna sitt rétta andlit!

 4. Alveg sammála, hans stóra spurningamerki er skrokkurinn, því ekki eru það hæfileikarnir. Ég er á því að við þurfum svona leikmenn, sem geta spilað margar stöður. Við getum ekki juðast alltaf á sömu leikmönnunum. Hann verður í keppni um stöður vinstra megin, hægra megin og framarlega á miðjunni. Hann getur leyst Raul af, hann getur verið að svissa við Suárez, hvort sem hann verður vinstra megin eða í holunni og hann getur verið að skiptast á við Dirk hægra megin eða í holunni. All in all,hann færir okkur ómetanlega breidd EF hann heldur skrokknum á sér í lagi.

  Here’s for hoping.

 5. Enn eitt gullkorn frá King Kenny á presser í dag, spurður út í samanburð á Carr annars vegar og svo Hansen og Lawrenson hins vegar: “Carra’s better than Hansen and Lawrenson because he’s playing now and they’re 50-odd years of age.”

 6. Ég var einmitt að hugasa um Joe Cole fyrir nokkrum dögum og hvar ég myndi vilja sjá hann spila, er sammála því sem þú segir Sigursteinn að Cole er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður og ætti að spila í þessu liði. Ég myndi vilja sjá Cole með Suárez og Carroll í framlínunni í kerfinu 4-3-3, og er ég ekki sammála þér Maggi þegar þú segir að Cole sé ekki eins góður og Kuyt sóknarlega þar sem ég er á því að Cole sé mun betri sóknarlega en Kuyt. Kuyt er hinsvegar töluvert betri varnarlega og betri pressari en Cole.

  Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að henda Kuyt út úr liðinu fyrir Cole, en við þurfum breidd og eigum að geta verið með hóp þar sem að hægt er að hvíla leikmenn og einsog bent hefur verið á er Cole fjölhæfur leikmaður og getur spilað margar stöður á vellinum.

  Það verður einsog að kaupa nýjan leikmann þegar við fáum Cole inní liðið þegar hann loks nær sér á strik, held að allir getir verið sammála um það.

 7. Hann er bara meiddur og spilar með varaliðinu..

  Hann hefur ekkert erindi í aðalliðið meðan að hann reykir 30 sígarettur á dag.

 8. Síðan hvenær reykir Joe Cole 30 sígarettur á dag? Þetta er ekki Berbatov sem við erum að ræða hérna, þessi heitir Joe Cole.

 9. Mér finnst Joe Cole frábær leikmaður en hann þolir ekki fleiri alvarleg meiðsli, þá er þetta bara búið hjá honum.
  En getur einhver sagt mér hvort að það sé satt að Reina hafi 20 m punda klausu í samningnum. Nú er komið í ljós að Torres hafði ekkert svona ákvæði í samningnum (ekki satt?).

 10. Ef Cole nær sér á strik í seinni hluta mótsins, þá verður sú endurkoma eins og að fá nýjan stjörnuleikmann í hópinn. Cole hefur verið langt frá sínu besta og ýmsar kjaftasögur hafa verið í gangi um að hann myndi ekki vera í náðinni hjá Dalglish. Ég efast ekki um að Dalglish og Steve Clarke finni honum hlutverk þegar hann er orðinn heill, ég held að þessi hvíld sem þeir eru að gefa honum núna er vegna þess að þeir ætla honum stórt hlutverk og vilja því að hann nái sér 100% í stað þess að tefla honum fram of snemma. Fyrst að Clarke gat fundið honum hlutverk í meistaraliði Chelsea þá ætti hann að geta fundið honum stöðu hjá Liverpool.

 11. Flottur pistill. Alveg á sömu skoðun að ég var mjög spenntur fyrir að fá þennan dreng til okkar. Þó það væri ekki nema fyrir það að hann hafði þann ósið að skora á móti okkur með Chel$ki. Þannig að bara það eitt að taka út þá ógn gaf manni von. Svo að það sem Maggi talaði um eftir leikinn á Brúnni að við værum búnir að taka 6 stig af Chel$ki og 50M £ í vetur, mætti ekki alveg bæta Joe Cole þarna inn? 🙂

  Held að þessi greining ykkar SSteins og Magga sé alveg kórrétt. Vonandi kemur þessi drengur til baka og eykur breiddina. Tek allaveg ekki niður sólgleraugun strax enda er ég að farast úr bjartsýni á framtíð félagsins.

 12. Ég gæti alveg séð fyrir Carrol og Suarez fremsta með Cole þar fyrir aftan í holunni og svo koma þeir Lucas, Meirales og Gerrard á miðjunni.
  Ef Cole og Carrol komast í gang þá endum við í topp 4.

 13. Mér hefur nú alltaf fundist Joe Cole góður leikmaður en mér finnst lýsingarnar í pistlinum full frjálslegar allavega fyrir minn smekk:

  “Menn höfðu ekki séð þvílíka boltatækni hjá Englendingi”

  Kannski fullmikið af því góða 🙂

  Vonandi nær hann að halda sér heilum og mun tvímælalaust geta sett pressu á byrjunarliðsmennina.

 14. Hef alla tíð verið mjög hrifinn af knattspyrnuhæfileikum J.Cole og er sammála því þegar hann var að koma upp sem leikmaður,hafa fáir enskir verið jafn teknískir,Kannski þessvegna hann er svona meiðslagjarn það þarf jú að brjóta á þeim mönnum sem halda bolta vel.

  Held að hann sé búinn að vera afar óheppinn síðan hann kom með meiðsli,Hodgson auðvitað og svo aftur meiðsli eftir að King Kenny tók við.
  Ég vona svo sannarlega að gæfa hans snúist því það er einfaldlega gaman að horfa á hann spila fótbolta þegar lappirnar eru í lagi.

  Svo finnst mér að það eigi að sekta þá leikmenn Liverpool sem tala kannski um að þeir muni kannski spila fyrir Manchester united einhvertímann.

  Þó að Reina hafi sagt þetta við eitthvað útvarp á spáni og sé kannski ekki marktækt og í hjarta mínu vona ég að hann fari aldrei eða verði seldur á 100 mill. lágmark þá HATA ég segi HATA ég þegar leikmenn Liverpool daðra við Manchester drusluna…

 15. Það sem við höfum fengið frá Chelsea eru sex stig, Joe Cole, 50 miljón pund og þeir hafa tekið yfir sjúkrameðferðina á Benayoun.

 16. Til að við fáum það besta úr Joe Cole þá þarf hann að vera í holunni og ég sé nú ekki pláss fyrir hann þar.

 17. Flottur pistill,

  Ég sé Joe Cole fyrir mér sem “SUPER-sub”. Hann komi inn á í seinnihálfleik þegar við þurfum að bæta í sóknina, það er ekkert grín fyrir varnarmenn að vera lúnir og fá Joe Cole óþreyttan á móti sér!!! Held að það gæti verið algert lykilatriði í baráttunni um að komast upp töfluna, reyndar veit ég ekki hvort hann yrði ánægður með það hlutverk þar sem ég tel að Purslow hafi lofað honum “First team” þegar hann samdi við hann, en miðað við það sem leikmenn eru að segja hver á fætur öðrum þessa dagana ” the team comes first” þá vona ég að Joe Cole verði einnig heilaþveginn og taki bekkjarsetu með reisn!

  Fór hann ekki annars frá Chel$ki vegna bekkjarsetu í sumar?

 18. Ég veit ekki með ykkur, en ég beið alltaf eftir að helvítis Joe Cole kæmi inná fyrir Chelsea um daginn og jafnaði fyrir þá. Maður er eiginlega búin að gleyma að hann sé komin til Liverpool.

 19. Aðeins off topic, en ég náði mér í nýjasta update Football manager 2011 í gær, og tók að sjálfsögðu við vel mönnuði liði LFC, en hvað um það, Joe Cole er lélegri í þessum leik en Eiður Smári, Símun Samuelson og Luke Chatwick… = Hræðilegur…

  En FM segir ekki allt 😉 Vona svo sannarlega að hann sé 0 krónu virði og fari nú að sýna hvað hann getur, reyndar hefur hann mikið verið meiddur hjá Chelsea og ekki mikið spilað finnst mér, held að það sem vanti er leikjaformið hjá kauða…
  Ég var hrikalega spenntur þegar hann kom og það olli mér rosalegum vonbrigðum að hann getur ekki meira eða fær ekki meira að spila því ég hef fílað þennan gæja síðan hann var hjá West Ham…

  En á meðan Meireles, Lucas og Gerrard er að koma aftur inn ferskur, eru að spila svona vel, þá sé ég Cole ekki koma í staðinn fyrir þá… kannski nota hann bara í EL

 20. Bíð spenntur eftir því að joe cole hefji tímabilið.Það er alveg satt sem komið hefur fram,hann er gríðalega flinkur að taka menn á eins og sagt er það væri spennandi að sjá hann fyrir aftan suarez og eins og suarez spilar þá gæti cole farið að setjann reglulega.

 21. Joe Cole er í sinni bestu stöðu þegar hann fær að lúra í holunni, hann er enginn kantmaður að mínu mati, hinsvegar högum við menn eins og Gerrard og Meireles sem eru báðir frábærir í þessar holu stöðu…

  Ef að við förum í 4-3-3 þá sé ég ekki alveg fyrir mér hvar Joe Cole á að komast í liðið, þeas þegar allir eru heilir en vissulega getur hann leyst þá af Suarez eða Kuyt í kerfinu 4-3-3, þá sé ég fyrir mér að Carroll sé í hjarta sóknarinnar….

  Við höfum nokkrum sinnum átt leikmenn sem ég kalla : leikmenn án stöðu, Joe Cole er alls ekki sóknarmaður, kantmaður né miðjumaður, hann er lélegur varnarlega en hann er flottur sóknarlega og þá helst í frjálsri stöðu, svona var Luis Garcia líka, oft var hann settur á kantana en hann var alltaf bestur þegar hann fékk að vera í holunni, Benayoun er líka gott dæmi, hann er ekki ekta kantmaður en var fínn í holunni. Þeir eiga það allir sameiginlegt þegar þeir spila á kanti þá halda þeir aldrei breiddinni, fara ss alltaf inná völlinn…

  Það má segja að við höfum ekki átt alvöru vængmenn lengi, Riera var svona næst því að vera alvöru kantmaður, hann er að mínu mati bara ekki nógu góður..
  Ég held að við eigum eftir að sjá kantmenn keypta í sumar, Phil Thompson sagði það nú á skysports um daginn að A Young væri að koma pottþétt í sumar, ég vona svo sannarlega að það sé rétt, svo þurfum við annað kantmann með honum að mínu mati…

  En ég verð að segja það að ég var svakalega spenntur fyrir því í sumar að sjá Cole spila fyrir aftan Torres og var svaka bjartsýnn á að J Cole myndi slá í gegn hjá okkur, hann var líka ekki feiminn við það að tjá sig um Liverpool og hvað hann ætlaði sér…

  Við vitum allir hvað hann getur, vonum bara að hann komi sterkur inn af bekknum og fái að spila í holunni sinni 🙂

  YNWA

 22. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA MEÐ PEPE REINA, þetta pirrar mig ekkert smááááá mikið! Fuck Joe Cole, ég vill ekki missa Reina!

 23. Joe Cole fær eitthvað að spila í evrópuleikjum til að koma sér í gang ef það er að segja að hann sé að verða heill er það ekki ? Þar fær hann þá að leysa menn af sem eiga að spila í deildinni. Allavega verður hann að fara að koma ser í gang en veit einhver hvað verður um Albert Aqulani sem spilaði landsleik í gær?

 24. Ef ég á að segja eins og er þá getur joe cole ekki neitt.Þurfum að fá fleiri leikmenn í high class!!!!!!!

 25. Ef og þegar Carroll og Suarez eru heilir þá er væntanlega pæling að hafa þá tvo frammi. Þá Geta Meireles og Gerrard farið að rífast um miðjuna

  Ég held að með komu Carroll þá verðum við að fá bolta inn frá kanntinum og getum ekki verið að spila 4 3 3 með hann þarna frammi. Það væri vægast sagt einkennilegt. Því væri ég til í að sjá þetta svona einhvernveginn:
  Cole og Carroll frammi. Suarez og Gerrard á kanntana og Meireles og Lucas á miðjuna !

  Kuyt getur svo leyst þá flesta af hólmi.

 26. Hann er bara búinn einsog Michael Owen, Harry Kewell og fleiri leikmenn sem spiluðu of mikið.
  Voru að spila fyrir unglinga-, vara- og aðalliðið þegar þeir voru að springa út og það er bara of mikið og vegur þungt þegar styttist í annan endan á ferlinum.

  Hann er að taka of há laun miðað við framlag og það besta fyrir Liverpool væri að losna við hann.
  Erum ekki að fara að sjá sama Joe Cole og var hjá Chelsea í rauðri treyju. Það hljóta að hafa verið ástæður fyrir því að þeir hafi ekk boðið honum þann samning sem hann vildi.

 27. Einsog ég hafði mikla trú á Cólaranum þegar hann kom, og var glaður þá verð ég að segja að ég hafi ekki mikla trú á honum úr þessu. Hann verður vonandi flottur á þessu season-i en ég býst ekki við miklu af honum. Ég yrði ánægður ef hann kæmi fit til baka og út tímabilið, því hann myndi svo sannarlega bæta við breidd í hópinn, því hann getur jú spilað á svo mörgum stöðum.

  En djöfull er Aggerinn nettur!

 28. Ef Suarez, Carroll, Cole, Lucas, Meireles ooog Gerrard eru í topp gírnum þá veit maður nú varla hvar og hvort það sé pláss fyrir alla. Þetta er þessi smá breidd loooksins.. Ahh hvað það verður gott þegar þeir verða allir heilir á sama tíma og í formi!

  Sé fyrir mér liðið svona þegar ef allir eru heilir og í formi:

 29. Nr. 32.

  Ég ætlaði að laga þetta fyrir þig en það virðist eitthvað hafa brenglast í ummælakerfinu í gær eða hinn. Greinaskil voru dottin út líka…

  ….en ættu að vera komin í lag núna.

 30. 32 þú ert að gleyma einum lang mikilvægasta leikmanni liðsins. Kuyt á alltaf að vera þarna hægra meigin í 433 kerfi. hann veldur alltaf usla og er duglegur að koma boltanum fyrir !!!

 31. Fullkomlega sammála Magga í svari #1. Því miður fyrir Cole eru betri leikmenn framar í goggunarröðinni eins og staðan er í dag.

  Menn eru dæmdir út frá því hvað þeir geta núna, ekki hvað þeir hafa gert eða mögulega geta. Hann þarf einfaldlega að sanna sig í rauða búningnum eins og aðrir leikmenn. Ég ætla rétt að vona að við tökum ekki Kewell-óskhyggju á Cole. Blautir draumar um Kewell var meira en nóg fyrir minn smekk….

 32. Það sem er svo dásamlegt við Kenny Dalglish er að við getum ekki fyrir nokkra muni gert okkur grein fyrir því hvernig hann hyggst stilla liðinu upp í næsta leik. Hvað þá þegar allir sóknarmennirnir eru heilir. Ég hallast að uppstillingu ÓlaPrik. Þegar(ef) allir verða heilir og blússandi pass-and-move sóknarleikur verður á borðinu þá verður þetta líklegasta uppstillingin. Dalglish hefur þann eiginleika að hann horfir á mannskapinn sem hann hefur og aðlagar leikkerfið utan um það. En það er líka fljótandi þannig að við gætum horft upp á 3-4-2-1 kerfi, 3-4-1-2, 3-5-2, 4-3-3 og 4-4-2. Og í sjálfu sér spiluðum við 5-4-1 á móti Chelsea.

  Cole er mun betri sóknarmaður en Maxi og Kuyt. Hann býður upp á allt aðra möguleika og er mun flinkari við að brjóta niður þétta varnarmúra. Þess vegna eiga þeir tveir ekkert að eiga endalaust gulltryggt sæti í liðinu.

 33. Auðvitað hugsaði ég um Kuyt sem er búinn að vera að spila vel núna í síðustu leikjum, en eins og Ívar Örn bendir á þá er Cole mun betri í þessa stöðu heldur en Kuyt, þegar hann er í sínu góða formi allavega.

  Ég setti þetta upp svona því já ekki tökum við Gerrard úr liðinu, og ekki fer Kuyt inn fyrir Suarez eða Carroll ef þeir eru í topp standi, og eins og ég sagði þá er Cole betri leikmaður þegar hann er heill

  Þess vegna er ég að segja hvað það er gott að vera með loksins smá breidd í sóknarhelmingnum allavega, þeegar allir eru reddy.

  Þá höfum við þessa menn sem geta barist um bekkinn/byrjunarlið: B.Jones, Skrtel, Aurellio, Maxi, Kuyt, Poulsen, Pacheco, Kuyt og Ngog.

 34. Ein off topic spurning hérna, ég var að googla “why is jonjo shelvey bald” en fann engin svör. Vitiði er hann svona út af einhverjum sjúkdóm eða velur hann bara að vera nauða sköllóttur?

 35. Sumt fólk verður sköllótt snemma, ég sé ekki mysteríuna.

 36. það veit á gott þegar maður vill hafa miklu fleiri inn á en leyfilegt er,það þýðir að spilamennskan er góð.Og alveg hreint ótrúlegt hvað liðið hefur bætt sig sérstaklega varnarlega.En það er varla að maður þori að hugsa þetta til enda,en sjáið þið einhvern markmann nógu góðan til að taka við starfi Reina ef hann vill fara í sumar?

 37. Ég treysti því að Babu skrifi lærða grein um hárleysi ákveðinna leikmanna Liverpool, löngu kominn tími á að kryfja þetta til mergjar 🙂

 38. Myndi nú frekar tala um þennan græna blett sem er á skallanum hans.. Er aaalltaf að spá í því hvað þetta er þegar hann kemur inn á.

  Mátt skrifa um það líka í pistilinn þinn um hárlos Babu 😉

 39. Úff, kommentið mitt hérna á undan kemur kannski frekar illa út í ljósi fréttanna með meiðslin á Shelvey, var ekki búinn að sjá þær :S En finn mikið til með stráknum að meiðast frekar illa rétt í upphafi ferilsins. Óska honum bara góðs bata.

 40. verð að viðurkenna að mér finnst öll umræða um cole og jovanovic óskiljanleg, cole er gjörsamlega búinn sem leikmaður, hann hefur fengið nokkur tækifæri til að sýna eitthvað en ekkert komið útúr honum, chek$kí var ekki að sleppa honum vegna þess að þeim fannst þeir vera að missa sterkan leikmann og kóngurinn er ekki að sleppa því að spila honum útafþví þarna fer leikmaður sem ennþá hefur sömu hæfileika og hann hafði eitt sinn, of oft meiddur og útbrunninn er mitt mat á honum, og þeir sem kalla á það að spila jova meira, common… við eigum að vita meira um fótbolta en það . einfaldlega ekki nálægt því að vera nógu góður, newcastle bauðst að fá hann uppí carroll, ef það væri eitthvað varið í hann þá hefðu þeir klárlega tekið hann til að fylla uppí skarð carroll að einhverju leiti, einfaldlega skelfilegur leikmaður ( á prem league mælikvarða)

 41. Efast um að Joe Cole sé að fara koma sér eitthvað í gang á þessu tímabili og spurning hvernig fer fyrir honum í sumar, ég er ekki viss um að FSG menn séu reiðubúnir að borga honum hva 90þús pund á viku næsta tímabil líka fyrir að vera meiddur og sitja á bekknum.

  En að öðru, er Suarez að fara byrja inná á laugardag ?

 42. #34 Give me a break! Kuyt á ekki að sjást þarna hægra meginn… Drepur niður allan hraða, getur ekki búið til neitt creative, á mjööög erfitt með að fara framhjá mönnum og er enginn sendingarmaður… Get haldið lengi áfram… Kostirnir eru þó að hann er frábær liðsheildarmaður, fínn varnarlega, heldur bolta bærilega, vinnur betur enn nokkur maðu á vellinum og er góður inn í teig. Þessi maður á annaðhvort að vera frammi eða á bekknum! Mér finnst það vera algjör gjaldþrotayfirlýsing á flottan fótbolta að hafa þennan mann hægra meginn og skil ekki þessa ómældu ást á Kuyt þar og svona yfirlýsingar (#34). Sorry mín skoðun, varð að koma þessu að.

  Enn flott grein, og ég er alveg hjartanlega sammála með Cólarann. Verður þvílíkur styrkur að fá hann tilbaka og gefur sóknarleiknum hjá okkar mönnum nýja vídd. Myndi glaður vilja sjá hann í holunni, á köntunum ef við spilum 4-4-2, og hægra meginn í 4-3-3. Og bara flott að eiga mann sem getur leyst svona margar stöður.

  P.S Flott uppstilling í #32 gæti ekki verið meira sammála.
  over and out

 43. Það má vera að búið sé að pósta þessu nú þegar en ég rakst á þetta á youtube í gær. Þetta er klukkutíma löng heimildarmynd um Kenny Dalglish og fyrri tíð hans sem stjóri Liverpool. Hún er algjör skylduáhorf og þá sérstaklega fyrir okkur af yngri kynslóðinni sem ekki munum nógu vel eftir þessum árum.

  Þetta er í 4 eða 5 skiptið sem ég pósta hingað inn áhugaverðum myndböndum og ef ég næ 40 like-um þá vil ég vera kallaður “The Youtube Guy” framvegis.

  http://www.youtube.com/watch?v=mgKckpAMwsY

  Hörður

 44. Joe Cole og Jova voru báðir að spila á pari við getu liðsins undir stjórn Roy Hodgson og því ósanngjarnt að dæma getu þeirra eftir skipulagi Woy. Leikstíll Dalglish hentar Joe mjög vel og Jova er mjög sókndjarfur center/kantari og þrífst mjög vel í sóknarþenkjandi liði þar sem miðjumönnum er leyft að fylgja með inn í teiginn. Auk þess er Jova hraðasti maðurinn í liðinu og myndi henta vel á móti megin þorra liðanna í PL.
  Auk þess á enginn Liverpool maður skilið að vera dæmdur út frá því sem þeir sýndu undir stjórn Roy Hodgson og Sammy Lee.

 45. Fyrst við erum byrjaðir að tala um hár á annað borð.
  Hvernig hár eruð þið með, eruð þið síðhærðir, sköllóttir, krullóttir, rauðhærðir, eruð þið ánægðir með það…. ?

 46. Kiddi K – Jovanovich byrjaði inná á móti Blackpool og gat ekki blautan.. Eins og í flestum leikjum á þessu tímabili. Það segir mér ansi mikið að Jovanovich fékk snemma tækifæri hja Dalglish en hefur síðan ekki fengið eina einustu mínútu eftir það (right?). Var Dalglish ekki líka að reyna að losa sig við hann í janúarglugganum ?

 47. Stórt like á 57. Er kominn 20 mínútur í þetta myndband og þetta er must see fyrir alla aðdáendur Liverpool og Dalglish. SKYLDUÁHORF.

 48. @54 Kuyt á alltaf að vera í byrjunarliðinu hann er að mínu mati fyrstur inn í liðið á eftir Reina. Okei hann er með lélegt fyrsta touch en að öðru leiti er hann frábær og jú mer finnst hann skapa mjög mikið hann vinnur oft boltan hátt uppi á vellinum hann hleypur allan tíman og hann er mjög duglegur að leggja upp. Ef ég nefni síðustu leiki þá sendi Hann Suarez einan í gegn á móti Stoke sem skilaði markinu. Hann fór alveg fáranlega ílla mð Terry og Ivanovic í síðasta leik, hef aldrei seð Terry svona pirraðan og hann átti stóran þátt í markinu í þeim leik. Á móti Everton var slæmt að missa Agger af velli í hálfleik og þeir skoruðu 2 eftir það en ef Kuyt hefði ekki verið inná þá hefðum við klárlega tapað leiknum því hann var svo lang besti maðurinn í þeim leik. Mer er alveg sama þó hann se í vinstri bak eða djúpur á miðjuni eða uppi hægra megin, bara ef hann er inná! Þó að hann sé ekki alltaf takandi tvöföld skæri og svoleiðis bull þá er hann drullu seigur og skilar alveg sáranlega mikilli/góðri vinnu fyrir liðið! af hverju halda menn að hann hafi verið byrjunaræiðsmaður í silfurliði Hollands á HM ? af því að hann er lélegur NEI. Allir sem hafa einhvað vit á fótbolta þá sérstaklega af Liverpool stuðningsmönnum vita vel hvað þetta er góður hlekkur í liðinu!! Og ég set hann á topp 5 listan með Reina, Alonso, Torres og Antonio Núñez yfir bestu kaup Benitez !

 49. Það er alveg rétt, Dirk Kuyt leggur upp andskotanum meira af mörkum, og meira en flestir aðrir leikmenn (gaman væri að sjá statistik yfir það nokkur ár aftur í tímann) en gegn liðum sem pakka rútunni – og t.d. Wigan er að fara að gera það á laugardaginn – þá er hann ekki maðurinn sem okkur vantar. Þá væri Joe Cole vel þeginn til að koma með deadly sendingar og óvænta hluti inn í sóknarspilið. En Dirk vinur minn á eftir að skora á laugardaginn, það er klárt mál.

 50. @64 – Ef Dirk skorar á laugardaginn er hann þá ekki einmitt maðurinn sem okkur vantar 😉

 51. Ég er sjálfur aðeins búinn að vera að pæla í uppstillingu á liðinu, sérstaklega í ljósi þessi hvernig Dalglish og félagar hafa stillt því upp í undanförnum leikjum…

  Ég ákvað að búa til 2x Formation sem ég tel Dalglish vera að stilla upp…eða líklegur til þess (að stilla upp) með núverandi liði.

  3-5-2 er kerfið sem ég er hvað hrifnastur af… sjá hér: http://this11.com/boards/129738207523256.jpg … finnst það eiginlega styrkja liðið út um allan völl og mér líður eins og við séum með auka mann inná… Miðjan verður gríðarlega sterk og svo skiptir máli að 3-5 leikmenn eru að koma sér inn í box andstæðinganna… Ég sæi fyrir mér að Kuyt spili stöðuna hans Carroll’s í þessu kerfi, enda Kuyt virkilega vinnusamur og hefur sýnt það í síðustu tveimur leikjum að hann getur haldið bolta ágætlega og unnið skallabolta efst upp á toppnum gegn sterkum miðvörðum.

  Þetta kerfi getur síðan einfaldlega breyst í 5-4-1 (varnar-uppstilling) eins og við spiluðum á móti Chelsea þar sem t.d. Maxi eða Aurelio gætu komið inn fyrir Suarez (eða ekki).

  Svo er það 4-3-3… sjá hér: http://this11.com/boards/1297382413558887.jpg … Persónulega finnst mér flest kerfi vera virkilega svipuð… Þrátt fyrir að hér sé skipt út sóknarmanni fyrir varnarmanni (Skrtl f. Kuyt) þá er ég ekkert viss um að þetta kerfi sé eitthvað frekar sóknarsinnaðra… Sókn finnst mér miklu meira hafa að gera með færslu leikmanna heldur en eitthvert formation…

  … svo ætla ég aðeins að eyðileggja þennan póst með því að ræða hann Kuyt félaga minn sem er án efa Liverpool- og Hollenskt LEGEND 🙂

  Rafael Benitez, Roy Hodgson og Kenny Dalglish eru(voru) ekki lengi að setja þennan mann á blað þegar kemur að því að velja lið í leik… Þrátt fyrir að maðurinn sé ekki með besta fyrsta touch í leiknum, þá hefur hann bara svo mikið annað sem hefur miklu meira vægi… Hann klikkar nánast aldrei á vítapunktinum (eins og hann sýndi með Hollendingum í gær), Sigurhlutfallið hans hjá Liverpool er milli 50-60%… Þjálfarinn veit að Hugarfar, Baráttuandi og Sjálfstraust er svo margfalt mikilvægara heldur en eitthvað dribbling skillzzz (Joe Cole) enda Dalglish ekkert að klikka á því að setja Kuyt í liðið…

  …svo má ekki gleyma því að Bert Van Marwijk er heldur ekki lengi að setja manninn á blað hvort sem það er á vinstri eða hægri kantinn fyrir Hollenska landsliðið sem komst jú í úrslitin á HM…

  Það ætti bara að vera bannað að setja út á þennan mann 😀 … það er heldur ekki að ástæðulausu að hann er í bannernum á kop.is 😉

  svo er hann með fínt Stats þetta tímabil: 4x Mörk (jafn mörg og Meireles og Gerrard), 4x Stoðsendingar (Gerrard(5) og Meireles(3))

  Kuyt vantar síðan aðeins 6x mörk í að verða 5. markahæsti maður Liverpool í úrvalsdeildinni frá upphafi (1992)

 52. fáranlega mikið sammála þer Birkir ! ! langar breyta því sem ég skrifaði í (63) í þitt comment !

 53. Kuyt er lykillmaður í þetta liverpool lið, myndi klárlega taka hann fram yfir Cole,Maxi og Jovanovic hvern einasta dag vikunar. Ég veit að þú varst ekki að tala um Lucas en hann og Kuyt eru menn sem eiga ekki skilið neina gagngríni, þetta eru menn sem eru búinir að sanna sig aftur og aftur. Vissulega eru til betri menn en þeir, málið er þeir spila einfaldlega ekki fyrir Liverpool.

  Lykilleikmenn Liverpool að mínu mati eru Reina, Kelly, Carra, Agger, Meireles, Lucas, Gerrard, og Kuyt. Eins og Johnson er búinn að spila síðustu leiki fer hann að vera lykilleikmaður og svo vona að Suarez og Carroll bætast inná þennan lista.

  Fyrir mitt leiti má Cole berjast um sæti fyrir Maxi þótt hann er vísu búinn að eiga fínt tímabil.

 54. ég skil þessi “meiðsla” vandræði hjá agger nokkuð vel núna, hann er bara búinn að vera heima liggjandi á maganum! blekið þarf sinn tíma til þess að jafna sig 😉

  en honum er fyrirgefið það eftir taktana um síðustu helgi!!

 55. Agger. “It is unacceptable to play for one of Liverpool’s arch rivals,” he said. “For a Dane, it’s about having respect for the club you play at. I am proud to be able to pull on my Liverpool jersey and will never go to another club in England. I would never go to Manchester United or Everton, for example. It’s about a form of respect for the club.

  Daggerinn er ekkert að gera og segja slæma hluti þessa dagana

 56. Bara til að hafa það á hreinu, þá sagði Gerrard ALDREI að j.Cole væri betri en Messi líkt og margir íslenskir fjölmiðlar virtust halda. Hann sagði ef ég man rétt eh á þá leið að meirasegja Messi gæti ekki gert suma hluti sem Cole gæti gert með golfbolta (eða skopparabolta eða eh álíka lítinn bolta)

 57. Verð að svara #20 hjá Drésa!

  Joe Cole er fáranlega góður í fm11 hjá mér, skorar eins og vitleysingur af vinstri kantinum og assistar frábærlega 😀

  Annars að þræðinum er Joe frábær leikmaður og vonar maður að hann komi sterkur inn í liðið, sama þó það sé af bekknum eða í byrjunarliði.

 58. NR. 74

  Hvet Liverpool-menn til að svara ekki þessum pistli, sem hefur í rauninni engan annan tilgang en að sýna fram á einstaklega mikla heimsku og gífurlegan barnaskap pistlahöfunds.

 59. nr 74
  Þetta er bara gott dæmi um öfund. Við eigum frábæra sögu og einstaka stuðningsmenn sem uppáhaldslið þessa vesæla manns á greinilega ekki.

 60. Mér þykir nú undarlegt að fotbolti.net birti þetta, þetta á nú bara helst heima á einhverjum Man Utd blogg síðum sem enginn les !!

 61. Ég hef gaman af góðum skotum á okkur púllara og hef húmor fyrir sjálfum mér, hinsvegar veit
  eg ekki hver þessi Daníel er sem skrifar um svokallað LA syndrome á fotbolti.net en ég hef sjaldan séð slappari tilraun til að vera fyndin. Ef hann skrifar svona slappa pistla ódrukkinn þá ætti hann kannski að snúa sér að því að skrifa um eitthvað annað eins og t.d. veður… eða að halda sig bara inni á barnaland.is.

  Annars er þetta ótrúlega skrítið með hann Cole. Ég hafði talið mér trú um að hann væri fantagóður leikmaður. En nú er eins og jörðin hafi gleypt hann. Er hann meiddur eða er hann einfaldlega svo gríðarlega slappur að hann komist ekki í liðið? Cole meiddist reyndar í október en spilaði svo þrjá leiki í kringum áramót, svo var hann a.m.k. tæpur fyrir chelsea leikinn þannig að kannski er hægt að skrifa þetta að mestu á meiðsli. En það Það skyldi þó aldrei vera að Ancelotti hafi haft rétt fyrir sér þegar hann talaði um að Benayoun væri betri en Cole tæknilega og snjallari leikmaður og Kenny vilji bara ekki nota hann. Þögnin í kringum hann er allavega ekki góðs viti.

 62. Egill #65: Auðvitað verður það þannig. Kuyt stingur alltaf upp í okkur og eins og birkir.is segir, hann skilar alltaf sínu.

 63. Ég er hættur að fara inn á fot***ti.net. Segi það og skrifa! Þetta er ekki óhlutdræg síða lengur, þótt þetta sé eftir einhvern pistlahöfund þá eiga þeir að vita betur en að pósta svona þvælu.

 64. Smá þráðarán… En þar sem ég er mikill aðdáandi Ítalska Boltans þá var ég að senda Stöð 2 Sport áskorun um að sýna leiki úr Ítalska boltanum á næstu leiktíð þar. Svo að ef einhverjir hér væru til í að sjá það þá mæli ég með að senda þeim líka áskorun um þetta! 😀

  Hér er linkur á ‘Hafðu samband’ hjá þeim, þetta tekur bara 1min að senda 😉

  http://stod2.is/Hafdu-samband/

 65. “Iðulega eru þetta einstaklingar sem hafa ekkert sérlega gott vit á knattspyrnu og þaðan af síður hæfileika til að taka þátt í eðlilegri knattspyrnuumræðu.”

  Þarna hætti ég að lesa, þvílíkt rusl. Þessi gaur er reyndar arsenal maður en ekki scum (ekki að það skipti neinu) og hefur sennilega minnst af öllum efni á að dæma um það hvort menn hafi vit á fótbolta eða ekki (já ég þekki aðeins til hans).

  Finnst verst af öllu í þessu að síða eins og fotbolti.net, sem ég kann virkilega að meta, skuli birta svona sorp. Ég varð eiginlega fyrir miklum vonbrigðum með þá því það má alveg búast við einhverri svona öfund á spjallborði hjá öðrum aðdáendum. En að fotbolti.net skuli birta þetta finnst mér algjör skömm.

 66. Förum nú ekki að væla yfir þessu félagar, þessi hrokafulli tittur ber öll helstu einkenni United manns og svosem hægt að búa til pistil um þann þjóðflokk líka. En það er þegar þeir hætta að skrifa svona hroðalega illa ígrundaða pistla sem maður fer að hafa áhyggjur. Verst er í raun að veita honum þá athygli sem verið er að gera hér.

  Þessi er líklega að reyna að vera fyndinn og er það eflaust í svona Henrý Birgis vinahópi. Þessi pistill er þó ekkert nema skoðun þessa penna þeirra og við eignum nú alveg fulltrúa líka sem er í hópi pistlahöfunda þarna og ritstjórar síðunnar eru að ég held báðir harðir Púllarar. Þannig að það er óþarfi að úthúða síðunni (Fótbolti.net) fyrir þennan pistil.

  Annars hef ég aldrei heyrt um þennan mann áður og efast um að ég nenni að lesa mikið meira eftir hann. En ef við púllarar erum svona voðalega vitlausir og liðið svona ómögulegt þá er kannski fínt efni í næsta pistil hjá honum að kanna afhverju andstæðingar okkar (United), syngja meira um Liverpool heldur en sitt eigið lið á hverjum einasta leik. Þeir voru ekki búnir að vera evrópumeistarar í mikið meira en fimm mínútur 1999 er þeir fóru að spyrja Merseyside hvort hún væri að horfa og þeir syngja níðsögva um Liverpool á hverjum einasta leik (ekki bara leikjum gegn Liverpool) þrátt fyrir alla sína velgengni undanfarin ár.

  Spurning hvar minnimáttakendin og öfundin liggur.

  Unided, good team, no class.

 67. ég sendi fótbolta.net póst, þetta finnst mér ekki vera hægt að menn geti skrifað niðrandi um eitt
  félag það er í lagi í bloggi ekki á síðum sem telja vera að skrifa um fótbolta

 68. Þessi gaur er reyndar arsenal maður en ekki scum

  Hahaha ertu viss? Hann ætti líklega að endurskoða það mál aðeins enda úrvals efni í Unitedmann.
  Það tekur því ekki einu sinni að rökræða þetta eða velta fyrir sér á þessum nótum við Arsenalmann. Þeir hafa náð verri verri árangri en okkar menn bæði ef við horfum til sl. ára og sögunnar í heild sem þessi hefur eitthvað á móti að sé skoðuð. Nenni ekki að gefa þessum pistli meiri athygli.

  En vá hvað þeir gætu notað Jamie Carragher núna, og hvað þá fyrir 3-4 árum þegar við vorum að segja að hann væri einn besti miðvörður Englands, sem hann var. 🙂

 69. hahaha, þessi grein á fotbolti.net er alveg drullu fyndinn, kommon strákar, við hljótum að hafa nægilegan húmor fyrir okkur sjálfum til að gleðjast yfir þessari hálf sönnu og fyndnu grein.

 70. þetta er allra heimskulegasti pistill sem ég hef lesið. þessi maður er idiot sem skrifaði þetta og svona staðhæfingar eru bara fyrir neðan allar hellur

 71. Þetta er nú bara sama gusa of maður fær yfir sig frá Arsenal og Scum áðdáendum sem maður þekkir. Ekkert til að hafa áhyggjur af. Þeir vita að LFC er að rísa upp úr öskunni og orðnir hræddir. Við tökum þessu eins og “skáserar” og bíðu spenntir eftir næsta leik við þá.

 72. Ég myndi bara sleppa því að ræða þennan pistil á Fótbolta.net. Gæði pistilsins dæma sig sjálf og þjónar birting hans þeim eina tilgangi að vera Fótbolta.net til minnkunnar. Það er ekkert að því að skrifa hlutdræga pistla, við gerum ekkert annað á þessari síðu, en þetta er bara órökstutt skítkast og léleg tilraun til fyndni. Myndin af pistlahöfundi bendir líka til að hann taki sjálfan sig frekar alvarlega og haldi að hann sé aldeilis hipp og kúl penni. Sleppum því bara að ræða svona pistla, þið mynduð aldrei nokkurn tímann sjá svona bjánalega umfjöllun um Man Utd-aðdáendur á þessari síðu og ég skil því ekki af hverju við ættum að gefa slíku gaum annars staðar.

 73. Hættið að ganga í gildruna hjá þessum pistlahöfundi á Fótbolta.net. Þessi grein er skrifuð til þess eins að við Liverpool-menn verðum trítilóðir og það er að heppnast. Sleppum að ræða þetta.

  Ég persónulega gat nú annars séð broslegu hliðina á þessari grein

 74. Þessi pistill er fyndinn, til að mega gera grín af öðrum er algjört lágmark að höndla grín um sjálfan sig, ég verð nú að segja að Liverpool aðdáendur munu gera sig að algjörum fíflum ef þeir ætla að móðgast yfir þessum pistli. Nú vantar bara einhvern húmorista til að skrifa um hórkarlana í Utd.

 75. Held að fotbolti.net rýri gildi sitt að sumu leyti með þessu, hugsanlega ætla þeir sér að verða álitsmiðill frekar en fréttamiðill. Ég hef leitað þangað eftir nýjustu fréttunum um fótbolta og gaman að kíkja þangað ef að maður vill ræða um fótbolta en svona þvæla er bara gerð til að rífast um fótbolta enda eru stuðningsmenn t.d. chelsea, utd og arsenal upp til hópa rasshausar sem halda helst með því liði sem að vann titilinn á seinasta ári og eiga treyjur í þremur mismunandi litum inní skáp.

 76. Kiddi K(ennedy) (#94) – Hvað er fyndið við þennan pistil? Að hvaða leyti hittir hann í mark?

  Ég er manna fljótastur til að brosa að okkur Púllurum þegar vel er skotið og við eigum það oft skilið, það er á hreinu. En við hljótum að mega segja okkar skoðun á því hvort vel er skotið eða ekki án þess að vera sakaðir um húmorsleysi. Mér fannst þetta bara ekkert fyndið og illa skotið og því sjálfsagt að segja það. Þetta var bara illa skrifað rusl.

  Eru menn ósammála mér? Sé ég ekki húmorinn eða snilldina í þessu? Hvað var svona fyndið við þetta? Að alhæfa það að þeir sem haldi með Liverpool eigi það sameiginlegt að hafa ekkert vit á fótbolta? Hvers vegna eru það fyndin og góð skrif? Er það bara af því að menn þora ekki að gagnrýna slíkan “pistil” af ótta við að vera taldir húmorslausir?

  Endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt hjá mér, en ég las bara rusl og aulahúmor.

 77. Mér finnst bara skrítið að þeir leyfi byrtingu á svona rugli. Fyrir vikið hef ég allavega ákveðið að vera ekki að skoða þessa síðu. Enda er yfirdrifið nóg að hafa bestu heimasíðu á Íslandi til að kíkja inn á reglulega http://www.kop.is 🙂

 78. það versta við þennan pistil sem kom á fótbolta.net er sá hvað þessi maður veit greinilega ekki þýðinguna á youll never walk alone…. það er reyndar fáir sem vita hana.

 79. Beggi (#97) – Nei endilega ekki láta þennan eina pistil hrekja þig frá langbestu fótboltafréttasíðu Íslands, og þótt víðar væri leitað. Fótbolti.net er snilldarsíða og ég nota hana fáránlega mikið. Þess vegna er það svo skrýtið að sjá þá birta svona lélegan pistil. En þeir birta tugi frétta og pistla á hverjum degi, ekki láta þennan eina hrekja þig frá þeim.

 80. Ég fyrir mína parta fatta aldrei svona pistla. Í góðu lagi að bauna á önnur lið og aðra stuðningsmenn (Þar er ég heldur betur sekur). En að gera það án þess að nokkru sinni nefna sitt eigið er afar undarlegt.

  Það er svo auðvitað ennþá sérstakara þegar arsenal menn (sé raunin svo) eru að tala um veruleikaskyn, eða skort á því…

 81. Þetta er einfaldlega ófrumlegur, ófyndinn og lélegur pistill sem er hvorki fotbolti.net eða höfundi pistilsins til framdráttar. Ef það á að gera grín að okkur Púllurum, sem við eigum alveg skilið eins og aðrir, komið þá með eitthvað gott efni sem hittir í mark.

 82. Known for being unknown gleymir að nefna kostina við að hafa LA syndrome.

 83. Hahaha ég fór alltaf einu sinni inná fótbolta.net en þeir eru bara að þýða úr öðrum miðlum þar nema með íslenska knattspyrnu.Eeeeeeen núna fer ég bara inn á Kop.is það er feikinóg fyrir mig ásamt erlendum alvöru síðum.

  The joke is on them fotbolti.net þessi síða er bara orðin djók

 84. @103 … Ekki ætlastu til þess að íslenska fótbolta-fréttasíða sé með fréttamenn út um allan heim svo þeir þurfi ekki að þýða erlendar fréttir heldur séu á staðnum þegar fréttirnar verða til? … 🙂

 85. Kristján Atli, mér finnst þessi pistill hitta í mark af því að þetta er augljós húmor og svo sést líka augljós vottur af öfund hjá manninum sem skrifar hann. Aldrei er hægt að sjá að manninum sé illa við Liverpool aðdáendur í þessum skrifum. punkturinn um Aston Villa aðdáendur er t.d. fyndið, Að helsti kostur Púlista sé fáránlega gott minni, er líka fyndið og öfund hans út í sterkasta liðslag í heimi er líka ákaflega kómískt hjá honum. Uppástungan með “Ég lifi í draumi” er líka mjög fyndið.

  Ef maðurinn hefur ætlað sér að skrifa níð um okkur þá hefði hann reynt að fela þessa augljósu aðdáun sína á okkur örlítið betur.
  Ég veit allavega að King Kenny, sem er mikill húmoristi, hefði hlegið af þessum pistli ef taka ætti tillit til árangurs okkur síðastliðin ár.

 86. Ég lít á þennan pistil þannig að með árangri á vellinum þá öðlast menn “bragging rights” meðan við erum ekki að performa á vellinum þá verðum við bara að þola þetta. Finnst allavega mun betra þegar gert er grín að Liverpool aðdáendum en þegar þeim er vorkennt eins og stemningin var farin að verða fyrir áramót.

Farsímaútgáfa af Kop.is

Opin umræða: Jonjo og Xavi