Farsímaútgáfa af Kop.is

Ég setti í morgun inn farsíma-þema á síðuna. Ég les Kop.is mikið í símanum mínum, en það er iPhone og síðan kemur vel útí þeim síma. Hins vegar eru jú flestir með aðrar tegundir af símum og síðan er oft mjög þung í þeim.

Ég setti inn standard WordPress þema fyrir farsíma, sem á að koma vel út á t.d. Nokia símum. Þeir sem nota t.d. iPhone eða Android eiga að geta auðveldlega skipt yfir í hefðbundnu útgáfuna af síðunni.

Endilega setjið inn komment varðandi það hvernig þetta kemur út.

50 Comments

 1. er með android, og þetta er að svínvirka hérna meginn ! gerir manni lífið auðveldara hérna í útlandinu 🙂 takk fyrir þetta

 2. Þetta kemur bara vel út sýnist mér. Er með Sony Ericsson G502 með Opera Mini 5.1.21214 (svona til að hafa details á þessu).

 3. Ég nota Google Reader til að lesa síðuna í símanum, enþá léttara en eitthvað skin 🙂

  Takk fyrir RSS möguleikann!

 4. Vel gert!! 6 thumps up fyrir þetta! Það er rétt síðan gat verið frekar þung stundum á netinu í símanum, sérstaklega ef maður var að ferðast. En look’ar bara vel svona 😉

 5. Flott framtak. En bleiki liturinn er aðeins að skemma þetta fyrir mér.

 6. Sniðugur fídus.. Ég les síðuna nánast eingöngu í ITuch og kanski pínu leiðilegt að þurfa alltaf að byrja à að skrolla niður til að breita henni í venjulega.. En madur lætur sig hafa það fyrir þessa frábæru síðu 😉

 7. ég get sem áður ekki farið inná síðuna í blackberry… fæ http error 400: bad request. the server could not understand the page request, or was unable to process it for some reason.

  aðrar fótbolta vefsíður s.s. bbc virka fínt…

  en gott framtak og vonandi tekst að gera þetta aðgengilegra, kannski með því að hafa aðra slóð eins og kop.is/farsimi?

 8. Síminn minn höktir á þessu… hann er reyndar algjört drasl (Nokia 5800).

  Ég hef prófað þetta wordpress þema sjálfur… mér finnst það of þungt, amk m.v. flesta mobile vefi.

 9. Þetta er að koma frábærlega út í Noklia N900 mun betra að lesa síðuna svona
  Takk fyrir mig

  Hannes

 10. Kúdos!! 🙂
  Ég skoða þessa síðu að minnsta kosti 10 sinnum á dag (án gríns!) og hef lengi beðið eftir því að geta kíkt hingað inn án þess að þurfa alltaf að fara í tölvuna í vinnunni, sem er reyndar ekkert svo illa séð þar sem að allir yfirmennirnir hérna eru púllarar 😉
  Frábært framtak!

 11. Virkar vel í Iphone-inum væri samt til í að hafa vefslóðina m.kop.is það væri sweet.

 12. Mjög flott, er búinn að bíða lengi eftir þessu : )

  Spurning hvort einhver snillinn búi ekki til kop.is app fyrir IPhone, djöf væri ég til í það.

 13. Björn a 8# Ertu ekki bara að fara inn á slóðina m.kop.is? Þetta er enþá bara kop.is

  Kemur nefnilega það sama hjá mér þegar ég geri m.kop.is

 14. Ég held að ég sé búinn að laga þennan bleika lit – núna ætti að vera sami bakgrunnslitur og á venjulegu síðunni

 15. Mikið er ég svakalega sammála Hafliða #16 að búa til App fyrir I-kynslóðina!!!

 16. Er með Nokia x61 síma. Virkar fínt í honum. Takk fyrir þetta og takk fyrir góða síðu.

 17. Eg er med Blackberry og thetta kemur mjog vel ut. Takk fyrir thetta. Enn ein snilldin.

 18. Virkar vel i iphone, gód vidbót einar. Sidan litur samt ut fyrir ad vera bleik hja mer en thar sem eg er sagdur litblindur ætla eg ekki ad rengja tig thegar thu segir ad hun se raud.

 19. Ég var alltaf í veseni með að skoða síðuna í Nokia 5800, browserinn hrundi oftast útaf memory villu. Ég fann svo ég lausn á þessu með því að nota Opera Mini en hann breytir síðunum á server hjá Opera og mar downloadar minni síðum inná símann sinn. Þetta sparar einnig gagnaflutning.

  En samt frábært framtak.

 20. Virkar mun betur í Blackberry-inum mínum núna. Vel gert.

  Eitt smá, grái liturinn á þessari síðu, dagsetning og tími kommentana til dæmis sem og Posted on 09.02.2011 by Einar Örn líka kemur alveg æpandi gult hjá mér. Veit ekki hvort það er planið eður ei, skiptir voða litlu.
  Gott framtak!

 21. Það var mikið 🙂 eða öllu heldur laglegt. Búinn að spá oft í þetta hvort að síðan færi ekki í mobile útgáfu. Schnilld.

 22. Er með Nokia 5110 og þetta kemur bara ekkert inn? 😉

  Get samt sagt það víst ég er byrjaður að kommenta að ég er orðinn “húkkt” af KOP.is , þessi síða er eins sú skemmtilegasta og er hún orðin að upphafssíðu, kíki c.a 5-8 sinnum á dag.

  Love it, keep up the good work strákar, þið eruð snillingar

  YNWA

 23. Prófaði þetta reyndar í Android-hermi (nota hann einmitt til að prófa síður sem ég geri). Kom fínt út, sko:)

 24. 36

  Þó ég sjálfur sé ekki með tattú og hef ekki planað að fá mér svoleiðis á næstunni þá get ég ekki annað en dáðst að þessu “listaverki” á líkama Agger’s.

  Þetta er bara svo Badass

 25. 36 Þessar 10 sek ég rann yfir myndirnar, þá kom pínulítill hommi í mig. HOT!

 26. Þetta er snilld. Er einhver útvarpsstöð sem er hægt að hlusta á liverpool leiki live?

 27. Takk fyrir þetta er snilld… besta heimasíða sem ég hef sem , er búin að halda með Liverpool lengi og það er ekki til betri síða í heiminum áfram kop.is….. Takk fyrir mig allir

 28. Þetta er hreinasta snilld! .. síminn minn réði engan veginn við síðuna eins og hún var, og ég er búinn að bölsótast yfir því og símanum í nokkurn tíma, alltaf á leiðinni að skutla inn hérna fyrirspurn hvort hægt væri að koma þessu við.

  Eigið þið mínar aaaaaaaaallra bestu þakkir fyrir þetta, verandi Kop.is fíkillinn sem ég er, þá gleður þetta og er vel 🙂

  Síðan kemur flott út núna er með HTC s620 síma.

 29. Virkar mjög vel á Samsung Galaxy 3

  Væri gaman að fá mobile síður af liverpool.is

 30. Snilld þessi farsímaútgáfa. Hef verið að reyna að lesa upprunalegu síðuna í símanum hjá mér og það gekk misvel. Hinsvegar virkar þessi frábærlega. 2 Thumbs up frá mér. Takk Takk

 31. Agger. “It is unacceptable to play for one of Liverpool’s arch rivals,” he said. “For a Dane, it’s about having respect for the club you play at. I am proud to be able to pull on my Liverpool jersey and will never go to another club in England. I would never go to Manchester United or Everton, for example. It’s about a form of respect for the club.

  Daggerinn er ekkert að gera og segja slæma hluti þessa dagana…

One Ping

 1. Pingback:

Kenny Dalglish – Hvað varð um þessi 20 ár?

Joe Cole! Hvar í fjáranum ertu?