Chelsea 0 – LIVERPOOL 1

Í dag er 6.febrúar. Fyrir nákvæmlega mánuði þá vorum við á Dauðavaktinni og biðum eftir því að Liverpool myndi reka Roy Hodgson. Daginn áður hafði Liverpool tapað 3-1 fyrir Blackburn í einhverjum allra ömurlegasta leik, sem ég hef séð Liverpool spila. 31 dag seinna förum við á Stamford Bridge og vinnum okkar fjórða sigur í röð. Ef einhver hefur efast um að það væri rétt að láta Roy Hodgson fara, þá eru þeir aðilar löngu þagnaðir.

Kenny Dalglish stillti liðinu svona upp í byrjun. Carra kom inn fyrir Kyrgiakos og Maxi kom inn fyrir Aurelio – en annars var þetta sama uppstilling og gegn Stoke.

Reina

Skrtel – Carragher – Agger
Kelly – – – – – – – – – – – – – – – Johnson
Gerrard – Lucas – Meireles

Kuyt – Maxi

Hjá Chelsea byrjaði Ferando Torres sinn fyrsta leik fyrir Chelsea.

Leikurinn byrjaði nokkuð rólega, en þegar stutt var liðið virtist Maxi ekki hafa fattað að Torres var að spila með hinu liðinu og gaf honum boltann, sem endaði með skoti frá Torres. Þetta var nokkurn veginn eina framlag Torres-ar í þessum leik.

Liverpool var annars betra liðið. Chelsea stillti upp með Essien, Mikel og Lampard á miðjunni, en samt þá voru Liverpool menn mun betri á miðjunni. Chelsea náði ekkert að skapa af viti og Liverpool fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar að Gerrard gaf fyrir á Maxi, sem einhvern veginn tókst að skjóta boltanum í slá þrátt fyrir að hafa verið fyrir framan opið mark af um 50 cm færi. Mark, sem mun sennilega rata í einhverjar Youtube klippur í framtíðinni. Fyrri hálfleiknum lauk svo á furðulegu atviki þegar að Cech og Ivanovic lentu næstum því í slagsmálum þegar að Cech var ósáttur við varnarvinnu serbans.

Í seinni hálfleik var þetta það sama – Liverpool var áfram sterkara liðið ef eitthvað var. Þegar um 20 mínútur voru eftir kom svo eina markið í leiknum. Gerrard gaf boltann fyrir á Kuyt, sem var umkringdur af þeim vinunum Cech og Ivanovic, sem tókst saman að klúðra því að hreinsa þannig að boltinn barst á markamaskínuna **Raul Mereiles**, sem að smellti boltanum í markið.

Eftir þetta þá drógu Liverpool menn sig aftar á völlinn. Aurelio kom inn fyrir Maxi og Poulsen kom inn fyrir Mereiles. Chelsea sóttu auðvitað meira en þrátt fyrir það sköpuðu þeir ekki merkileg færi. Fernando Torres hafði verið tekinn útaf stuttu fyrir markið. Hann náði rétt að klára klukkutíma inná. Hann og Drogba gátu nákvæmlega ekki blautan skít í dag. Hvorugur skapaði sér neitt færi. Torres sást varla í leiknum nema þegar að myndatökumenn voru sérstaklega að leita að honum og hann var álíka fýldur og hann hefur verið síðustu mánuði hjá Liverpool.

Þegar að tvær mínútur voru komnar fram yfir kom mesta hættan í leiknum þegar að það kom hár bolti inná teiginn og Glen Johnson braut klaufalega á Ivanovis (sem var ekki á leiðinni að ná boltanum) en sem betur fer þá dæmdi dómarinn ekkert. Afskaplega glæfralegt hjá Johnson.

En niðurstaðan var 0-1 sigur hjá Liverpool og hann var fullkomlega verðskuldaður í dag. Ég hef ekki verið jafn stressaður fyrir Liverpool leik í marga, marga mánuði – og þetta var einn ánægjulegasti sigur Liverpool, sem ég hef upplifað síðustu árin. Við þurftum á þessu að halda.

**Maður leiksins**: Vörnin á hrós skilið fyrir daginn í dag. Reina varði þegar að þess þurfti og Carra átti frábæra endurkomu inní liðið. Hann gaf Torres og Drogba aldrei sjens í dag. Johnson og Kelly stóðu sig líka vel. Frammi var svo Dirk Kuyt algjörlega frábær í sínu hlutverki. Hann barðist á við 3 menn í framlínunni í dag.

Á miðjunni voru svo okkar menn mun sterkari aðilinn. Gerrard og Mereiles voru góðir, en maður leiksins var að mínu mati **Lucas Leiva**. Þessi 23 ára gamli Brassi er að mínu mati búinn að vera okkar besti leikmaður á þessu tímabili. Hann hefur fengið ótrúlega gagnrýni á sínum ferli hjá Liverpool, en í sínu nýja hlutverki sem aftasti miðjumaður hefur hann einfaldlega verið frábær. Og í stærstu leikjunum þá hefur hann spilað enn betur en vanalega. Babu valdi hann mann leiksins í fyrri leiknum gegn Chelsea og ég ætla að endurtaka þann leik. Frábær leikur hjá Lucas Leiva og nú held ég að menn hljóti að hætta að efast um þá staðreynd að Lucas er einfaldlega virkilega góður leikmaður.

Og svo hljótum við að gefa þjálfarateyminu þeim Dalglish og Clarke stóran plús fyrir leik dagsins. Það að fara á Stamford Bridge og vera betri aðilinn og vinna Chelsea er ekki auðvelt verk og sérstaklega með alla þessa Torres dramatík líka. Þeir pökkuðu Ancelotti saman í dag.

Næsti leikur í deildinni er núna heimaleikur gegn Wigan og þar gætum við unnið fimmta leikinn í deildinni í röð (og hugsanlega haldið hreinu í fimmta leiknum í röð) áður en við spilum báða leikina við Sparta Prag í Evrópudeildinni.

Eftir þennan leik erum við 6 stigum á eftir Chelsea og Tottenham, sem eiga bæði leik til góða. Við erum komnir uppí 6. sæti í deildinni, sem ég held að sé besta staða vetrarins (leiðréttið mig ef það er ekki rétt). Meistaradeildin er enn mjög fjarlægur möguleiki, en okkar menn geta ekkert gert nema að halda áfram á sömu braut.

Það er ótrúlegt hvað getur breyst á 31 dag í fótbolta. En það er svo sannarlega gaman að vera Liverpool aðdáandi í dag.

**YNWA**

238 Comments

  1. @Dassi nr. 2:

    Þarna dökkhærði gæjinn sem snerti varla boltann og fór út af á 60. mínútu.

  2. Við létum þá fá okkar besta sóknarmann, notuðum engan sóknarmann í leiknum (ekki misskilja Kuyt var FRÁBÆR, en enginn Suarez eða Carroll) og við vinnum þá samt sannfærandi.

    Þeir vinna ekki einu sinni með þessa forgjöf.

    You should have stayed at the REAL CLUB.

    Shit hvað þetta var fáránlega hressandi

  3. hahahahaha.. snilld! Var ekki bara Dalglish að segja við Torres , að hann þyrfti ekki baun á honum að halda.. og sigraði Chelsea með bara liðinu sem Torres var að spila með og engum nýjum! SNILLLLLLLD! TIL HAMINGJU VIÐ!

  4. Sagði það í gær upphitunarpóstinum að ég væri hálf geðveikur og spáði 0 -1 fyrir okkur. Sjaldan eða aldrei hef ég verið svona glaður með það að vera hálf geðveikur 🙂

  5. Frábær leikur, frábær sigur, frábært skipulag, Raul !!! Allt liðið frábært – Maxi gerir betur næst.
    Til hamingju með sigurinn.

  6. Akkúrat það sem við þurftum. 110% að leggja sig fram í verkefnið. ” Maður” leiksins. ALLUR hópurinn sem fór í rútuna til London.

    YNWA

  7. Orð fá því ekki lýst hvað ég er stoltur af mínum mönnum í dag. Hef ekki verið svona glaður eftir sigur á Chelsea síðan við unnum rimmuna gegn þeim í Meistaradeildinni 2005!
    Vona svo að dagurinn verði toppaður í kvöld og Steelers vinni Ofurskálina.

    Til hamingju Liverpool menn og konur nær og fjær!

  8. Algjör snilld. Þvílikt sem vörnin hjá okkur hefur lagast og ég held að það ætti að gera langtíma samning við þennann Steve Clarke eins og skot !

    Kenny er greinilega algjör snillingur og ekkert smá gaman að sjá hann fagna !!

  9. Hvað ætli maðurinn sé að hugsa núna, “vá hvað var ég að hugsa með að fara frá LFC”, hehehe. Fáránlega skemmtileg úrslit og æðislegt að sjá liðið spila í dag. Gjörsamlega fullkomin spilamennska hjá liðinu okkar. Kuyt, Agger og Gerrard voru frábærir að ógleymdum RAUL MEREILES.

    Ráða Dalglish NÚNA TAKK.

    YOU SHOULD HAVE STAYED AT A REAL CLUB. YOU SHOULD HAVE STAYED AT A REAL CLUB. YOU SHOULD HAVE STAYED AT A REAL CLUB. YOU SHOULD HAVE STAYED AT A REAL CLUB.
    (sungið við lagið Blandaðu meira)

    Til hamingju bræður og systur.

  10. Já ok Maggi Bjögg, tók bara ekki eftir neinu Torres tók bara eftir því hvað KING Kenny Dalglish er frammúrskarandi knattspyrnustjóri!

  11. Sælir félagar

    Dásamlegt er eina orðið sem nær yfir þetta lið og KKD. Hvilíkt lið sem Kóngurinn er að búa til úr druslunum sem RH var að gera þessa leikmenn að. Allir sem einn spilandi af sannfæringu, krafti og leikgleði. Samheldni og krftur og einhver leikmaður í einhverju liði sér núna hvað hann á í vædum. Og af hverju hann er að missa í framtíðinni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Lucas gjörsamlega átti fkn miðjuna!! þvílíkur leikur hjá drengnum!

  13. Ég er líka svo glöð að ef ég hefði ekki eyru væri brosið allan hringinn. Þeir sýndu það þarna að það er líf eftir Torres og það bara gott líf…

    Áfram Liverpool

  14. JEEEEEEEEEEEESSSSSSS!!!!!!!!!!!!!! 😀 😀 😀 😀

    Úff hvernig líður þér torres? Ég hélt að þú sagðist vera að fara til stærri klúbbs? Æj æj leiðinlegt fyrir þig!

    Og KING KENNY ÉG ELSKA ÞIG! ÞÚ ERT GALDRAMAÐUR!!! Gerum samning við hann þangað til já Alltaf!

  15. Þvílík barátta!!!! Þvílíkur sigur!!!

    Meireles með 4 mörk í 5 leikjum

    Svo gat Torres náttúrulega ekki blautan í dag.

    ég er of sáttur núna

  16. Frábær byrjun hjá Torres fyrir Liverpool 😀

    Ég er ekki frá því að sé ný hetja fædd á Merseyside … Þvílík spilamennska sem Raul Meireles er búinn að sýna eftir að King Kenny tók við !!!

  17. úff,, leyfði mér einungis að vonast eftir jafntefli. Fullyrði að þetta sé sætasti sigur klúbbsins síðan við unnum FA cup síðast.

  18. Dalglish tók Ancelotti í nefið. Að byrja ekki með Kalou inn á (eða Malouda) var stærsta gjöfin sem Ancelotti gat gefið okkur. Allt fór í gegnum miðjuna hjá Chelsea og við átum þá. Takk, Carlo!

  19. …ekkert lítið sáttur….nr.9 átti skelfilegan dag…4 clean sheets og 12 punktar í síðustu fjórum….heill sé þér Kenny Daglish…

  20. Ef Kóngurinn verður ekki beðinn um að stýra þessu liði næstu fimm árin verð ég svekktur.

  21. Ég legg til að fólk taki augnablik í að þakka Roy Hodgson fyrir að hafa keypt Raul Meireles.

    Og svo þökkum við Kenny fyrir að taka við af Roy.

  22. Hafði illan bifur á leiknum í dag en ég er sáttur. Hrikalega sáttur.
    Maður leiksins er Lucasinn okkar. Vá hvað hann átti miðjuna á móti þessum ofurdrekum. Og Kuyt var enn hlaupandi eins og köttur með sinnep í rassgatinu á 92 mínútu……

    Meiriháttar
    Æðislegt
    Ólýsanlegt

    LFC eru komnir aftur.

  23. Vá, hvað það verður gaman að heyra hvað Dalglish hefur um þetta að segja!

  24. Frábært, hefði viljað sjá Suarez inná í lok leiks en whatevere, góður sigur samt, Torres sjúddann!

  25. Halló, Raul Meireles með 4 mörk í síðustu 5 leikjum! Halló vörnin og Pepe Reina héldu hreinu 5 leikinn í röð!
    I’m so happy…

  26. Vá hvað ég fann til með Torres þegar hann var sýndur eftir markið, en þessi kjáni valdi þetta sennilega sjálfur. Gott samt að losna við hann úr Liverpool…

  27. Glæsilegur leikur hjá okkar mönnum og fannst mér sértaklega gerard og lucas frábærir í þessum leik.

  28. Ég veit ekki með ykkur. En ég er bara býsna sáttur með mína menn

  29. Hvílík og önnur eins fullkomnun hjá Liverpool að kveðja Torres á þennan hátt!!!!!

  30. Hver er þessi Torres sem allir eru búnir að vera að tala um ???

    Eina Torres sem ég man eftir í augnablikinu er léttvínstegund 😉

  31. Já sæll engir framherjar ..Kóngurinn getur bara stillt miðjumönnum fremst og unnið chelsea á brúnni egum við að ræða þetta eh frekar? Meireles var frábær og virkilega ánægður með carragher koma inn svona sterkur eftir meiðsli.

    YNWA !

  32. Fyrsti leikur Torres fyrir Chelsea verður ALLTAF 0-1 tap fyrir Liverpool 🙂

  33. 40 Kuyt er reyndar púra framherji og hefur alltaf verið! Vonlaus allastaðar annarstaðar….

  34. Carlo Ancelotti had seen enough and made the decision to withdraw Torres, who having swapped red for blue looked distinctly off colour! Snilld!! Góður leikur hjá okkar mönnum!

  35. vá.
    BTW Torres, þetta var nú bara byrjunin. Engin veit hvað Terry á eftir að gera við Mrs. Torres!

  36. Nú verð ég að éta ofaní mig að Lukas væri ekki leikmaður fyrir okkur. Hann var frábær í dag.

  37. Eitt sem gleymist er stuðningurinn í leiknum. Man varla eftir annarri eins stemmningu hjá útiliði. Maður heyrði ekki í þessum Chelskí mönnum. Okkar menn átu stúkuna.

  38. einhverjar tölur á því hve mikið Kátur hljóp í þessum leik.

    Annars til hamingju

  39. Djöfulsins snilld ég held ég hafi bara aldrei verið jafn hamingjusamur Júdas gat ekki neitt og við unnum Chelsea á útivelli og erum búnir að vinna 4 leiki í röð og halda hreinu í þessum leikjum og komnir í 6 sætið. Lífið er gott í dag 😀

  40. Torres var tekinn útaf fyrir manninn sem var látinn á bekkinn til að koma honum að. Síðan skorar LFC þetta líka dásamlega ljóta mark! Myndavélarnar sýndu á bekkinn hjá Chelski og þar sat hann sokkinn í sætið og gott ef gaurarnir tveir settu ekki upp hetturnar á göllunum sínum til að hjálpa honum að fela sig. Nöff about that!

    Þessi leikur var skólabókardæmi um andlegan styrk. Þeir hirða feitan striker af okkur og hann gat ekki hjálpað þeim neitt. Hugsa að Kenny hafi geymt Suarez einmitt vegna þess að hann var sennilega ekki með sömu ástæður og hinir leikmenn LFC til að vera pisst út í Chelski og vilja berjast berjast berjast í dag. Frábær leikur og þvílík barátta okkar manna! Markið sem Kuyt og Meirelles bjuggu til með djöfulgangi og látum var bara brill.

    Nú er bara að halda áfram að hirða stig og sjá hvar við lendum í vor.

  41. Torres er ekki ad fara ad spila I Meistaradeildinni en það eru Suarez og Carrol ad fara ad gera

  42. Frábært !!!!

    Var fáránlega ánægður með Carra og Lucas í dag !

    Djöfull er þetta gott á Torres !!!

  43. það er fátt sætara en að þurfa að éta bölsýnisspár í fótbolta ofaní sig 🙂 aftur sýnir KENNY DALGLISH ofurkunnáttu sína í þessum fræðum. Að horfa á lið spila með sömu ástríðu einsog Liverpool er unun, og sigurinn hefði klárlega getað orðið stærri, víti eða ekki víti á Johnson , hefðum sanngjarnt átt að vera í 2-3 -0 á þeim tímapunkti þannig réttlætinu var fullnægt, og annan leikinn í kvöld er KENNY DALGLISH ( ásamt smá meireles ) maður leiksins

  44. Það er ótrúlega góð tilfinning að “vængbrotið” lið Liverpool hafi unnið hið rándýra lið Chelsea. Torres fór frá liðinu til að spila með stórum klúbbi, spila í alvöru keppnum, tók skref uppá við og svo framvegis, og hvað gerir King Kenny? Hann sigrar Chelsea með liðinu sem að Torres fór frá, engir nýir menn, bara sama liðið, án Torres… Það er ótrúlegt!

    Það er alltaf gaman að sigra á brúnni, en í þessum aðstæðum, þá er þetta þrefaldur sigur – að vinna þetta lið, sem að keyptu “besta” framherjann okkar, á brúnni, þegar að upphaf seasonsins var einsog ömurlegt og raun ber vitni, og án þess að hafa bætt liðið nokkuð (Þeas, Suarez kom ekki inná).. Þetta er geðbilaðslega gaman!

    Til hamingju, við getum verið glöð og stolt!

  45. Frábær sigur og 6. sætið okkar í bili. Hef fulla trú að liðið verði farið að berjast um 4. sætið áður en langt um líður, einungis 6 stig í liðin í 4 og 5 sæti. Held að Liverpool hafi endanlega gert vonir Chelsea um að vera titilinn að engu í dag. Það verður ekki tekið af Liverpool að þeir voru betri aðilinn í leiknum í dag og sigurinn var fyllilega verðskuldaður. Flest allir leikmenn liðsins áttu góðan dag en þarf svo að vera til þess að leggja Chelsea á útivelli. Gerrard var frábær, sá ætlaði að sýna hver væri kóngurinn á Anfield. Fór í allar tæklingar, frábærar sendingar og lagði upp sigurmarkið.

    Ég fullyrði það að bestu kaupinn í janúarglugganum gerði Dalglish þegar hann fékk Steve Clarke í þjálfarateymið. Það er ótrúlegt að sjá muninn á varnarleik liðsins. Það virðist nánast engu skipta hverjir koma inná, allir virðast nákvæmlega meðvitaðir um hvernig þeir eiga að verjast. Nú er liðið búið að halda hreinu fjóra leiki í röð og sjálfstraustið er greinilega orðið mikið. Ég er ansi hræddur um að Torres sé ekki að fara lyfta mörgum bikurum þetta árið, því mér sýnist ástandið á brúnni ekki vera ósvipað því sem var á Anfield fyrir ekki svo mörgum vikum síðan.

    Næsti leikur verður gegn Wigan á laugardag á Anfield, 3 stig þar gætu gefið liðinu möguleika á að minnka stigamuninn að minnka forskot Chelsea og Spurs niður í 3 stig en þau lið mæta eiga erfiða útileiki um næstu helgi. Spurs gegn Sunderland og Chelsea gegn Fulham. Skal alveg játa það að þetta er eiginlega staða sem ég hefði ekki látið mig dreyma um fyrir mánuði síðan.

  46. Ok, smá Rafa Benitez…. some facts

    númer 1. Fokking 6 stig gegn Chelsea á leiktíðinni.

    númer 2. Clean Sheet…. hohoho ekki í fyrsta skiptið.

    númer 3. Torres skoraði ekki og honum líður sjálfsagt eins ömurlega og okkur líður ógeðslega vel

    númer 4. ég var svo stressaður að mér var orðið skítkalt.

    númer 5. ég tek undir þetta hjá @41 Eggerti Herbertssyni.. remember the first game..

  47. Elska Twitter eftir svona sigur:

    Looks like the ‘gentlemens agreement’ for Torres not to play was enforced after all

  48. lucas maður leiksins… ekki spurning…. væri gamann að fá þumal upp fá öllum þeim sem hafa verið að blóta honum hérna síðustu árinn…..

  49. Svona bregðast stór lið við áskorun. Þau mæta henni og mala andstöðuna í duftið. Chelsea kann að eiga alla peninga í heiminum til að kaupa sér þjónustu þeirra sem elska peninga umfram allt annað en þeir verða þrátt fyrir allt ekkert annað en enn eitt leikfangið í dótasafni glæpamanns.

    Leikmenn LFC sýndu málaliðanum hvernig stórveldi bregst við. Á Englandi varð Chelsea og Torres að athlægi í dag.

    Menn kunna að unna svikunum en fyriríta svikarann.

  50. Mér fannst Kátur bestur en liðsheildin vann leikinn, eitthvað sem Chelsea hafa ekki. Frábær leikur.

  51. Þvílík gleði hérna megin!
    Lucas var RUDDALEGUR.
    Mereiles skilaði mikilvægu marki, sá er heitur.

    Gerrard mættur í allar tæklingar.

    Kuyt duglegur að þjösnast í miðvörðunum.

    King Kenny og Steve Clarke búnir að kortleggja Chelski í gegn.
    Þar að auki kláraði King Kenny kragann á úlpunni, gott dagsverk hjá Kónginum.

    Torres að gera góða hluti hjá nýja ‘stóra’ klúbbnum sínum. Heilar 29 snertingar áður en hann er tekinn af velli með skottið á milli fótanna.

    En (kven)maður leiksins er dóttir mín sem vígði rauðu treyjuna í dag 7 daga gömul, með góðum árangri. Engin gubba og þrjú stig í hús á Stamford Bridge. Hún fær það mikilvæga hlutverk að klæðast henni áfram í hvert sinn þegar Liverpool á leik.

    http://a6.sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash1/hs901.ash1/180910_10150089662214139_709134138_6270141_7606886_n.jpg

  52. Lucas tvisvar sinnum maður leiksins gegn Chelsea …. 1+1 = 3, er hann ekki að að sýna sig fyrir Abra ?

    Ég hef ekki verið svona glaður eftir Liverpool sigur í langan langan tíma , frábær leikur í alla staði og ég er officially búin að gleyma því sem gekk á í síðustu viku!

    YNWA

  53. Happy Meireles! Til hamingju með nýtt Liverpool lið!

    Kuyt og Lucas menn leiksins að mínu mati.

    Kóngurinn ræður og engum skal detta í hug að efast um mat hans, þótt hann tæki upp á því að spila 5-1-4 kerfi með Reina fremstan treysti ég honum til þess.

  54. Veit einhver hvar maður getur fundið myndina af Agger reyna að rota torres? 😀

  55. Flottur leikur hjá Liverpool en mikið rosalega finnst mér kjánalegt að vera tala illa um Torres og gera hann að einhverjum svikara.
    Vissulega átti hann ekki góðan leik en þessir menn eru í vinnu og auðvitað gera þeir það sem er best fyrir ferillinn sinn á hverjum tímapunkti, í hans tilfelli þá vill hann spila í meistaradeildinni en Liverpool er mjög líklega ekki að fara komast í hana næstu 1-2 árin.

    Hins vegar frábært að sjá Liverpool spila vel á ný og ég er spentur að sjá Carroll og Suarez saman á toppnum.

  56. Chelsea átti að fá 2 víti en lukkudísin var með okkur í dag,
    en ææ Torres var dapur í dag
    og allt Chelsea liðið var hrikalega stressað
    en já takk fyrir 3 stig

  57. YES ! Þetta var dásamlegt, að sjá alla þessa jákvæðni og baráttu eftir að Kenny tók við er hrein snilld 🙂 Gerrard farinn að nenna þessu aftur, og miklu miklu meiri barátta í liðinu.

    Mikið rosalega er líka gott að fá Carra til baka, hann var eins og hershöfðingi þarna aftast, Algjör kóngur, vonandi eru menn hættir að efast um mikilvægi hans eftir þetta ! Auðvitað voru hinir í vörninni frabærir líka, en hann stóð upp úr.

    Og Torres hehe, hann var ekki í sambandi í dag enda var Carra að anda í hnakkann á honum allan tíman meðan hann var inn á. Rústaði honum.

  58. Tvö víti … ertu að tala um hreinsun SG sem fór í hendina á Lucas við vítateigslínuna, á leið úr teignum og engin CFC maður nálægt ? Give me a break…

  59. Þessi dagur var betri fyrir okkur púlara en 6. feb fyrir fjórum árum !

    “6 Feb 2007
    It is an historic day for Liverpool FC as George Gillett Jr and Tom Hicks’ bid to to buy the club is accepted by the board”

    Það hefur mikið breyst frá þessum degi og tímabilið fram að komu King Kenny leit ekki vel út.
    En mikið er nú gaman að horfa á þetta lið spila fótbolta.

    Til hamingju með sigurinn púlarar.

  60. Strakar eg bid kaerlega ad heilsa fra London, tetta slapp tokkalega i dag, tvilik stemmning…..

  61. Kæru eigendur LFC, viljið please semja við Kenny til næstu 100 ára núna strax! 😀

  62. Yndislegt.

    Dalglish át Anchelotti í þessum leik.

    Carra með magnað comeback.

    Og Agger fær hrós fyrir að leyfa Torres að smakka olnbogann.

    Torres: Spanish Shevchenko! You’re just a Spanish Shevchenko!

  63. mér fannst miðjan eins og hún lagði sig vera maður leiksins! gjörsamlega átu þessa chelsea miðju og þeir komumst hvorki lönd né strönd!

  64. Einhversstaðar situr fullur grátandi Rússagullgrafari ásamt spænsku 50 milljón punda hórunni sinni…….

    Skemmtið ykkur í þessu súra partýi Plastklúbbur.

    Stemningin,söngvarnir,stuðningsmennirnir,liðið og KENNY leathal blanda.

    YNWA

  65. Það sem skóp þennan sigur var endurkoma Carra í vörnina. Og þvílíkur vilji að ætla sér að vinna. Eftir komu King Kenny eru menn að spila með hjartanu. Goodby Torres það var bara gott að losna við þig!!!!!!!!!! Hhahahahahahahaha

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!

  66. Mér fannst Kelly enn og aftur frábær í leiknum! Aftur fannst mér Gerrard ekkert svakalega góður, tapaði allt of mörgum boltum.

  67. Fagnaði eins og bilaður maður á pöbb í Skotlandi…. en það er ekki alveg sjálfgefið að finna pöbb hérna sem sýnir ensku deildina… En stemmingin hinsvegar var á Rangers vs. Celtic sem voru að spila fyrr í dag…. En það var hinsvegar slöggt og tónlist sett á um leið og okkar leikur var búinn svo ég missti af öllum viðtölum 🙁

    Hefur einhver link þar sem hægt er að sjá viðtölin eftir leik… ???

    Og já…. SHIT hvað ég er ánægður með King Kenny og allt liðið núna… þetta var geggjað, eins og sagt er á góðri íslensku 🙂

  68. http://www.youtube.com/watch?v=KOy7uMVilTk…. Segir nánast allt sem mig langar að segja um þennan leik

    Annars fáránlega sáttur við framlag allra í leiknum. Menn spiluðu boltanum jafnan vel á milli sín og lokuðu hratt á Chelsea. Kuyt var greinilega með glæný batterí í sér, hann hlýtur að hafa hlaupið meira en Drogba+Anelka+Torres til samans. Maxi er með eitthvað gen í sér sem lætur hann klúðra ótrúlegustu færum…. hann var samt góður í dag.

    Meira svona takk fyrir!

  69. Það má þakka Hodgson fyrir eitt sem stjóri liverpool.. og það var að kaupa RAUL MEIRELES ! þvílíkur leikmaður !
    Annars frábær leikur hjá öllu liðinu nema maxi !
    YNWA

  70. Breytti mínum ferðaplönum á leiðinni hingað til Skotlands, flýtti brottför um 3 daga og náði LFC vs. Fullham leiknum á Anfield… fyrsta skipti á Anfield og þó það hafi ekki verið besti leikurinn var það geðveik upplifun… og vel ferðalagsins virði, sem er reyndar löng saga. Ferðaðist frá kl. 6 um morguninn og rétt náði inn á Anfield þegar YNWA var að klárast og dómarinn að flauta á… þurfti m.a. að taka leigubíl frá Wigan til Liverpool til að ná leiknum… EN SHIT hvað LFC er þess virði í dag 🙂

    Boðskapur sögunnar er semsagt að þar keypti ég tvær gamlar Candy LFC treyjur, nr. 7 Daglish að sjálfsögðu, eina handa mér og eina handa mínum besta vini…. eftir leikinn í dag verður þetta skratti verðmæt gjöf 🙂 Sem er GOTT 🙂

  71. “Remarkably, Liverpool now have more points (6) from 3 away lge games under Dalglish than they got from 10 under Hodgson” Sweet!

  72. skemmtilegt tweet hjá tweeter kónginum Babel:
    RyanBabel Ryan Babel
    So how did Torr, * Cough * To *Cough again * uhmm yall know who I mean, how did he played?

  73. Leikir sem eftir eru í febrúar:
    Liverpool – Wigan
    West Ham – Liverpool

    EF við vinnum þessa 2 líka þá er ekki spurning um að Kóngurinn verði Stjóri febrúarmánaðar! Og ég tala nú ekki ef við höldum hreinu áfram.

    Það sem tekur svo við er Liverpool – Manchester United þann 5.Mars (sem er laugardagur?)

    YNWA

  74. Torres var bara alveg eins og hann er búinn að spila fyrir Liverpool á leiktíðinni ” gat ekki rassgat”!!

  75. Frábær leikur í dag og gaman að sjá hvað menn eru farnir að spila boltanum miklu miklu meira en fyrr í vetur. Mér finnst samt að menn ætti aðeins að róa sig í að kalla Torres hóru og þess háttar.. Frábær leikmaður og okkar besti framherji.. en hann vildi fara og hann um það. Kenny Dalglish er kóngurinn..

  76. Það rann upp fyrir manni ljós þegar Torres var skipt útaf. Mikið er gott að vera með 11 leikmenn inná sem hafa áhuga á að vinna leikinn. Við erum í raun búnir að vera einum færri fram í endaðan janúar. Strakurinn er auðvitað stútfullur af hæfileikum en gagnaðist okkur lítið meira en Poulsen á slæmum degi.
    Frábær sigur og flestir að standa sig vel, sérstaklega þó Lucas og Kuyt.

  77. Þvílík tilfinning að sjá King Kenny fagna fyrir framan Chelsea-bekkinn. Maður hálf vorkenndi Torres bara.

    Djók.

    Og að lokum af Twitter: Djimi Traore has won more European Cups then Chelsea. #CFC #LFC

  78. …. fyrir utan Maxi auðvitað. En svo ég vitni í john aldridge þá var Maxi “besti maður chelsea” í fyrrihálfleik. JA sagðist líka aldrei hafa kluðrað svona færi á ferlinum.

  79. Gullmoli frá kónginum “It’s four games now and we’ve played different systems and got no goals against. That’s not down to any system – it’s down to them and their great pride and work and fantastic respect for this football club.”

    Það er nú aðeins annað að fá svona comment frá stjóranum heldur en niðurrifs talið frá ónefndum manni sem er nú sem betur fer ekki neins staðar nálægt klúbbnum okkar.

  80. 102 endaðan janúar ? við erum búnir að vera manni færri með hann inná síðustu 18 mánuði!

  81. Þetta með Torres bannerinn og shankley hliðið er náttúrulega brilliant – hahahaha (#100)

  82. Ég get vottað fyrir það að þetta “brot” sem þú kallar á Ivanovic seint í leiknum var alls ekkert brot þar sem að Ivanovic hreinlega hljóp inn í “Jónsson” sem var klárlega bara klár að loka hann af. Sem betur fer gerði góður dómari leiksins ekki úlfalda úr mýflugu og málið var dautt!

    Í dag er ég stoltur Liverpool-aðdáandi eftir að hafa séð LFC spila flottan fótboltaleik þar sem allir leikmenn spiluðu sem liðsheild, gáfu sig alla í leikinn og spiluðu boltanum sín á milli af ró í staðinn fyrir að sparka boltanum strax fram og þeir fengu hann.

    Svo fyrir þá sem sakna Torres eða urðu ósáttir við hans brottför að þá er klúbburinn stærri en einn leikmaður, og hreinlega móðgun við Andy Carroll og Suarez að svekkja sig á þessu. Við erum að fá tvo flotta framherja í staðinn fyrir einn sem nennti ekki lengur að spila fyrir okkur. Ef þetta er framhaldið er klárt að við keppum um dollur eftir ekki svo langan tíma. VIVA LA REVOLUTION!!!

  83. Ég er glaður ! Ég er glaður ! Ég er glaður !

    Þetta voru bestu mögulegu úrslit sem hægt var að biðja um ! Torres gat ekki blautann í þessum leik. Liðið lék allt saman hrikalega vel en ég er sammála að Lucas er maður leiksins ! Hann tók Mikel, Essien og Lampard og át þá með roði og beinum !

    YNWA

  84. Hvað segja efasemdarmenn ?? Er meistaradeildarsæti ennþá fjarlægur draumur ?

  85. Jæja eru menn ekki byrjaðir að safna fyrir ferð fyrir mér á Anfield næsta haust? Fór 2009 á Liverpool – Chelsea við unnum 2-0 og liðið fór í hvínandi gang eins og allir vita, fór síðan núna á Liverpool – Everton og aftur fer liðið á svakalegt skrið 🙂 Og er þess vegna að spá hvort maður eigi ekki að taka þetta bara í september næsta haust, fór ekki tímabilið 2009/2010 og þið sjáið hvernig það fór! Látið mig bara vita ef þið viljið að ég splæsi reikningsnúmerinu hingað inn 🙂

  86. Roman Abramovich spent 50 million pounds on a player who fits perfectly into his side’s identity — a 2007 All-Star team.

  87. Hvernig getur það verið víti þegar sóknarmaður hleypur inní varnarmann? Johnson stoppar og lætur Ivanovic hlaupa inní sig. Sóknarbrot og ekkert annað!

  88. Jæja Maggi Bloggari !
    Skýrslan er kominn.
    Bíð eftir að sjá þitt álit um leikinn í dag.
    Kóngurinn á heiður skilið hvernig hann lagði leikinn upp í dag.

  89. Eftir allt sem á undan er gengið síðustu árin þá er sú tilfining sem ég hef núna ólýsanleg, það er ekki til nokkurt lýsingarorð sem er nægilega sterkt til að lýsa tilfiningum mínum. Ég er hrikalega ánægður með liðið okkar, hvernig menn berjast fyrir hvorn annann, hvernig menn peppa hvorn annann upp og hvernig menn hætta aldrei.

    Hvað alla vitleysuna með Torres varðar þá vil ég benda mönnum og konum á að horfa á þátt af BBC frá árinu 2006 en þátturinn heitir Undercover: football´s dirty secrets. Þar er umfjöllunarefnið hvaða áhrif umboðsmenn hafa og hvernig sumir þjálfarar (þar á meðal Sam Allardyce) þyggja pening fyrir að semja við leikmenn.

  90. Uhm, hefði kannski átt að setja þetta í póstinn.

    French news wire Foot365 are suggesting that Arsenal’s 4-4 draw with Newcastle is under investigation from Interpol, after ‘suspicious money transfers’ took place during Saturday’s astonishing game.

    Arsenal scored four goals in 26 minutes at St James’ Park before a second half comeback from Alan Pardew’s side left many Gooners wondering how Newcastle’s comeback could be possible.

    Foot365 claims that Arsenal midfielder Tomas Rosicky will be included in the investigation, after being involved in two of Newcastle’s goals.

    Read more: http://goonertalk.com/2011/02/06/reports-interpol-investigating-arsenals-draw-with-newcastle/#ixzz1DDN0yD6S

    Kannski bara bull.

  91. Svar til Hauks loga.
    Meistaradeidarsæti er lang í burtu að mínu mati. Þótt það séu bara 6 stig og leikur til góða. Ef Liverpool vinnur 10 leiki af þessum 12 leikjum sem eftir eru þá getur allt gerst. En Man utd, man city, Tottenham eiga eftir að koma á Anfield og svo eru Arsenal, Fulham, Villa og Sunderland úti. Besta hugsun er að taka einn leik í einu. Fimmtasætið er raunhæfara en aðsjálfsögu er fjórða draumurinn.

    King Kenny og þjálfarateymið fá maður leiksins hjá mér. Chelsea átti ekki skot á ramman í dag. Vona svo sannarlega að þeir verði hér í mörg ár. Sjá mun á einu liði, maður blótar því að það séu svona margir dagar í næsta leik.

    Nenni ekki að skrifa pistill um sorglega fótboltahæfileika Maxi. Allavega hann var verri en ömulegur í dag, ekki bara í færinu sem hann fékk.

    Framtíðin er björt með King Kenny og takk fyrir góðan pistill Einar.

  92. Johnson stígur viljandi inn í Ivanovic. Ég þekki þessar reglur ekki alveg en maðurinn stoppar, tekur skref til vinstri og hamrar í Serbann… sem betur fer var ekkert dæmt og við ánægðir 🙂

  93. Til hamingju með daginn!!! Alveg frábær dagur.
    Vorum nokkrir að horfa á leikinn saman og þar á meðal tveir M.Utd menn. Aðal umræðuefnið var hversu miklu einn þjálfari getur breytt. Alveg merkilegt að þetta sé sama liðið sem maður gat hreinlega varla horft á fyrir áramót.
    Þvilík snilld og virkilega gaman að vera Poolari núna. Kannski óraunhæft að gæla við 4 sætið en um að gera að vona það besta. Það er allavega bjartari tímar framundan. Er alveg viss um það en ég hef reyndar ansi oft sagt þetta. Í þetta skipti er samt svo margt breytt og ég trúi því svo sannarlega.
    YNWA

  94. Hvað er eiginlega hægt að segja eftir svona frammistöðu?

    Ég mætti niður á Players rétt fyrir leik og var frekar stressaður, þar sem ég bjóst við erfiðum leik.
    Sá fyrir mér að To%$&# myndi reynast erfiður en boj ó boj, gaman að sjá hvað hann var slappur!

    Að undanskildum Maxi greyinu var svo varla veikann hlekk að finna á liðinu í dag og mér fannst frábært að sjá menn berjast svona allan leikinn og leggja allt í sölurnar.

    KKD virðist hafa framkvæmt neyðarskurðargerð bæði á móral og sjálfstrausti þessa liðs og ekki nóg með að sjúklingurinn sé lifandi, heldur stígur hann nú trylltann sambadans á skurðborðinu!!!!!

    ALL HAIL THE KING!!!!!

    ps:djöfull er gaman að vera poolari núna!

  95. Frábær sigur hjá okkar mönnum, Mereles er að gera frábæra hluti og ég held að við munum ekki sakna Torresar svo mikið þó svo hann hafi verið frábær hjá okkur. Hef einhvern veginn á tilfinningunni að við séum orðnir mun sterkara lið án hans og hlakka ég þvílíkt til þegar við erum með Suarez og Caroll í fremstu víglínu.

  96. Stórkostlega ósammála þér Oli, Maxi átti fáránæegt klúður og hryllilega sendingu á Torres en var annars mjög öflugur í spili liðsins, spilaði sig nokkrum sinnum úr vandræðum þegar hann hefði getað gefið á einhvern annan sem var undir jafn mikilli pressu og þar með opnaði hann leiðir á hinum vængnum sem fleyttu spilinu okkar ofar völlinn.

    Það var enginn rauðklæddur sem átti lélegan leik

  97. Hreint út sagt FANTASTIC menn leiksins voru Lucas og RAUL MEIRELES þeir voru frábærir,næst á dagskrá og það sem fyrst vill ég að eigendurnir geri langtímasamning við Kenny Dalglish sem ég tel að sé lykilinn af endurreisn Liverpool.

  98. Þetta er bara snilld. Sammála með Maxi. Hann var öflugur í dag og til dæmis átti hann mun betri leik heldur en vinur okkar Torres. Allir frábærir og ég er meira að segja búinn að taka Skrtel í sátt.

  99. Garagandi snilld!! Liðið er að spila vel og nánast hættir að kýla boltan áfram. Þeir vorur mjög duglegir að vinna boltan á miðjuna og náði að halda ró. Þetta litur mjög vel út en tökum einn leik í einu. Wigan næst!

  100. Snilldar dagur að baki. Sammála skýrsluhöfundi um Lucas, hann var gríðarlega öflugur eins og reyndar flestir. Það sást greinilega af hverju Carra labbaði aftur inn í liðið og hann átti eina gríðarlega öfluga tæklingu fyrir skot hjá Torres sem hefði getað legið inni. Annars get ég ekki hælt Agger nógu mikið, ég gjörsamlega dái manninn og ekki minnkaði það þegar hann senti Torres í skælandi í grasið!

    En djöfull fannst mér innkoma Poulsen furðuleg! Hann henti sér í jörðina hvað eftir annað í glórulausar tæklingar eða fyrir skot og var oftar en ekki langt frá boltanum. Ég var ekki alveg að skilja hvað honum gekk til. En geysilega góður sigur í höfn og þessa dagana getur maður ekki beðið eftir næstu leikjum!

  101. Ghukha

    Maxi tapaði boltanum hvað eftir annað á stórhættulegum stöðum á miðjunni, bara hvað Chelsea voru lélegir að nýta sér það, hann lét sig detta við minnstu snertingu og dómarinn hló hvað eftir annað af honum. Hlaup í eyður hjá honum voru verri en hjá krakka í 5flokki og hann var einhvern veginn allan leikinn á hælunum. Allavega fyrir mér stóðu allir liverpool mennirnir fyrir sínu og vel það nema þessi maður, hann var klárlega slakasti maður liverpool by far í dag.

  102. Torres er nýi Cristiano Ronaldo, algjör prímadonna og gerir ekkert nema að væla…

  103. varðandi þetta meinta víti hjá Johnson þá er ég búinn að horfa á tvær yfirferðir um þennan leik og í hvorugt skiptið var þetta atriði sýnt. Ég sé ekki seinni hálfleik þannig að ég hef ekki séð þetta sjálfur.

  104. Þessi leikur var eflaust sá ánægjulegasti í mínu 16 ára lífi. At the end of the storm, is a golden sky á vel við þessa dagana. Ég táraðist hreinlega þegar að myndbandið af Torres var sýnt fyrir leik. En engin leikmaður er stærri en liðið. Spilamennska okkar manna í dag er eitthvað til að vera verulega stoltir af. Hver þarfnast Torres. Er ekki viss um að það hefði verið betra að vera með hann í dag.

    Til hamingju með sigurinn kæru vinir YNWA

  105. Ákvað að njóta þess að lesa, horfa aftur á lykilatriði og hlusta á viðtöl áður en ég toppaði svo daginn með því að kommenta á þennan leik.

    Fyrir það fyrsta, verulega sammála leikskýrslunni og algerlega varðandi mann leiksins, sem var Lucas Leiva, bestur af mörgum frábærum.

    Mér fannst alveg frábært að sjá okkar menn í dag, frá því þeir tóku í hendina, samúðarfullt, á sínum fyrrum félaga og allt þar til þeir gáfu sér góðan tíma til að fagna með fólkinu eftir leik. Varnarleikaðferðin var fullkomlega að ganga upp frá 93.sekúndu til loka, og smátt og smátt náðum við tökum á hraðanum og héldum allt til loka.

    Þriggja hafsenta kerfið virkaði fullkomlega annan likinn í röð, sem og hvíldirnar sem Carra og Maxi fengu gegn Stoke. Það skipti máli í dag. Maxi karlinn auðvitað á erfiðar með að sofna en margir, en hann lagði sig alveg jafn mikið fram þær mínútur sem hann lék og aðrir.

    Við höfðum 11 hetjur inná í dag. Carragher hefur enn sannað hversu ótrúlegur karakter hann er. Lucas Leiva hefur auðvitað þaggað niður í ÖLLUM gagnrýnisröddum og Dirk Kuyt endar sem LEGEND hjá Liverpool. Spáið í því. En glaðari er ég með að sjá menn sem maður var búinn að afskrifa, eins og Skrtel og Johnson, jafnvel Agger og Gerrard spila svona þvílíkt með hjartanu að það hálfa væri hellingur. Fyrirliðinn okkar er sko heldur betur kominn til baka, hjartað á erminni og allt á fullri ferð. Kom svo í ljós eftir leik að hann spilaði meiddur síðustu mínúturnar í ofanálag! SNILLINGUR!

    Ég væri ekki Liverpoolmaður ef ég sneri ekki hnífnum í sári Chelsea. Það sást fullkomlega í dag hverslags ruglumbull er í gangi hjá millunum í Kensington. Þeir voru fyrir 2 leikjum við dauðans dyr en stúta þá Bolton og vinna Sunderland á útivöllum. EN. Að því loknu ákveður eigandinn að kaupa 2 leikmenn í hilluna sína. Það er öllum ljóst að strax er ákveðið að annar verði látinn spila. Búðin er látin vita af því og farið er í að prenta grilljónir af treyjum með númeri hans og nafni og seld á 65 pund frá degi eitt! Rip off ef einhvern tíma var.

    Þá er að koma honum í liðið. Ákveðið að pússa upp leikkerfi og leikstíl frá fyrri tíma og skella bara Lampard aftar á völlinn til að koma Anelka, Drogba og þeim nýja fyrir í liði. Sá nýi veit ekkert hvort hann er að koma eða fara, snertir boltann langfæst allra í leiknum, 29 sinnum og eftir að hafa verið étinn af varnarmönnum (elska þig Agger) í 65 mínútur fer hann af velli, klappar ekki fyrir áhorfendunum og sest í úlpuna á bekkinn. Kjánalegur, eins og borðinn sem nýju bestu aðdáendurnir hans kópíeruðu frá Anfield með merkið úr Shankly Gates á! En svo var þetta fullkomnað í lokin þegar Paulo Ferreira fékk loksins hlutverk hjá liðinu þetta árið, að lýsa fyrir hinum nýliðanum, David Luiz hvað hann átti að gera inni á vellinum. Tóku bakvörðinn sinn útaf, létu besta hafsentinn sinn fyrst í bakvörð og síðan “a la Hodgson & Kyrgiakos” upp á topp. Luiz slapp minnst tvisvar naumlega við að vera rassskelltur á beran bossann þarna í lokin.

    Stemmingin á vellinum var minni en engin frá heimamönnunum, meira að segja plastfánarnir geymdir. Í raun fáránlega léttur sigur og enn frábærari í ljósi þess að hann vannst án þess að við værum með nýju leikmennina okkar með!

    Ég sagðist í dag telja daginn í dag segja margt um okkar lið og leikmenn, hverjir væru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn. Allt til enda. Skemmst frá að segja náðu þeir sem léku í dag allir prófinu og ég er með vatn í munninum yfir því þegar Carroll og Suarez verða farnir að hrella varnir andstæðinganna. Meira að segja Poulsen fær prik frá mér í dag!

    Það er alveg klárt í mínum huga að þetta lið okkar mun gera okkur stolt fram á vor, það er frábær vinnumórall í gangi og leikmenn eru að fyllast sjálfstrausts. Í sumar vill ég fá frábæran vinstri bakvörð og alvöru eldfljótan vængmann, auk eins til tveggja góðra leikmanna fyrir breiddina.

    Þá erum við tilbúnir í allar keppnir á ný. En liðið frá Kensington þarf meira. Sérstaklega ef þeir hafa ákveðið að verða “Galaticos”-lið Englands, liðið sem raðar upp nöfnum inn á völlinn í stað hentugra leikmanna og einstaklingum í stað liðsheildar. Eins og var í dag. Einungis Anelka gat verið glaður með sína frammistöðu!

    En HistorylessChelsea FC ber að þakka fyrir veturinn, 6 stig og 50 milljónir punda frá þeim er vel þegið.

    Y – N – W – A!!!

  106. Pælið aðeins í því hvað sóknarlínan hjá CHelsea er glöð og alltaf brosandi: Torre$, Drogba, Anelka. Þegar ég skrifa þetta niður þá pæli ég reyndar í því almennt hvað allir eru drullufúlir og leiðinlegir alltaf í þessu liði (Ashley Cole reyndar sér í lagi leiðinlegur).

  107. Er ég sá eini sem er farinn að hugsa “shit, ætli við náum meistaradeildarsæti??”. Væri kallað kraftaverkatímabilið mikla!

  108. Ég held að 4 sætið sé ekkert svo fjarlægur draumur, Chelsea og Tottenham eru að fara byrja í meistaradeildinni aftur á næstunni og svo er Chelsea ennþá í FA bikarnum og eru að spila aukaleik og eitthvað rugl núna, þannig að eitthvað hlýtur að klikka hjá þeim vegna leikjaálags á næstu 2-3 mánuðum! Vonum bara að bæði lið komist í undanúrslit og tapi þar í meistaradeildinni 😉

  109. Ég DÝRKA efstu myndina í þessari skýrslu, spurning um að prenta út og ramma inn !

    YNWA

  110. Félagi minn sem er mutd fan og fyrrverandi atvinnumaður í boltanum sagði við mig um daginn ;
    “Hvað er Liverpool að spá með að ráða gamlan kall sem hefur ekki verið í boltanum í 20 ár. Fótboltinn hefur breyst svo mikið og bla bla bla”

    Eitt mesta rugl sem ég hef heyrt.

    Kerfið hans Kenny er þvílikt að virka og maður sér þvílíkt hvað hann er taktískt mikill snillingur. Og svo er maðurinn auðvitað legend sem allir púllarar elska.

    Frábær dagur og ég er ennþá svo æstur að ég ætla að fagna með því að fá mér bjór og horfa á superbowl

  111. Ég ætla bara að gefa 3 einkunnir eftir þennan leik
    Leikmenn Liverpool fá 10
    Kenny Daglish og Steve Clark fá 10
    og síðast en ekki síst fá stuðningsmenn Liverpool 11 sem létu Stamford Bridge hljóma eins og Anfield.

  112. Jæja þetta gat ekki fari á betri veg. Einn fokking risastór plásur á báttið og Torres málið er gleymt og grafið. Maður fer nú strax fram úr sér eftir svona gott run og fyllir mann vonarneista. Það er svo stutt í 4 sætið http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/liverpool/tables/default.stm

    Ímyndið ykkur ef KD hefði verið fenginn til að taka við liðinu af RB þá væum við sennilega í betri málum en það er bara svona EF hugleiðingarbull. Fokking Gillett og Hicks. En það er hluti af fortíðnni, best er að dvelja ekki í henni heldur hafa gaman þegar vel gengur 🙂

    Kenny er náttúrulega bara snillingur. Tekur Maxi út af og setur engann (Poulsen) inn á svona bara til að segja að þið getið ekki skorað á móti okkur manni fleiri.

    Það er alveg fáránlegt að sjá hvað vörnin er orðin þétt. Flestir leikmenn hafa risið upp úr öskustólnum sem er vel og sannar hvað man managment er rosalega stór þáttur og leikkerfi er ofmetið fyrirbæri. KD hefur notað 3-4 leikkerfi og við ekki fengið á okkur mark sl leiki!

    Þetta er æðislegt að sjá klúbbinn og leikmenn koma svona til baka. Og um leið ógnvkjandi hvað hjartað á manni slæri með þessu fyrirbæri í öðru landi. Liðið er maður leiksins í dag verum stolt verum glöð áfram LFC!

  113. Frábær sigur 🙂 en verð að koma með smá gagnrýni finnst carrager fastur í þessu bomba bolta fram völlinn bara eitthvað er ekki að fíla það KKD verður bara að berja þetta úr honum!

  114. Ég er skratti mikill lfc – maður svo mikill að ég vona að ég geti stjórnað því hverjir komi með mér til himna
    ég grenjaði mikið þegar Torres skopaði yfir liðið bláa en svo virðist að hlutirnir snúist um lisheild þar að leiðandi er kónguinn á anfield maðurinn sem skiptir máli. Drengir Konur og aðrir sem dýrka og lfc gleymum torres berum virðingu fyrir því skemmanagildi srm hann gaf okkur hann er hluti þess sem leyfði okkur að njóta sigra en sennilega aldrei maður af sögu lfc. ps drakk ansi marga öl á heimavelli lfc í kópavogi svo góða nótt .. hikkk einn öl enn skál

  115. Raúl Meireles er nafn sem ég ætla að setja aftan á næstu LFC treyju, maðurinn er þess virði að nafnið hanns má standa á bakinu á mér hverja helgi! Þvílíkur leikmaður!! Hvaðan kom hann? hvert er hann að fara? HVAÐ ER HANN! 😉

  116. Fowler blessi þá hahaha

    @TheKopMagazine:

    #LFC fans on the train are singing ‘Christian Poulsen’ to the Barbra Streisand dance tune

  117. Djöfulsins gargandi tryllingsleg SNILLD……. :- ) 🙂
    Ég held svo sannarlega að ég hafi ekki sleppt mér svona rosalega yfir einum Liverpool leik síðan 2005 sællar minningar!! Og það árið má varla á milli sjá … hvort ég var sturlaðri yfir sigrinum á Olympiakos!!!! Eða úrslitaleiknum sjálfum!!!

    Þessi sigur fer í sögubækurnar. Það var bara allt dásamlegt við þennan leik nema klúðrið hans Maxi sem var náttúrulega ótrúlegt…. Það var miklu erfiðar að skora ekki. Hann þarf að fara í kennslu hvernig á að mæta bolta… MÆTA. Eða eins og ensku þulirnir sögðu… he just needed to step into this…. Ekki reyna að setja hann!!!!

    Agger…. ég Elska þig… Takk Takk Takk. Vörnin var frábær. Það er bara erfitt að draga einhvern einn út.. en ég get svo sannarlega tekið undir það Lucas Leiva var frábær. Hann er bara að breytast í varnartengilið dauðans… gargandi snilld. Og hvílík endurkoma hjá Carra.. sjá skriðið á honum er hann blokkeraði skotið frá ex .. Ooooo hvað það var góð tilfinning.

    Kuyt… oh my RED…. ég elska þig. Baráttan… hvílíkt og annað eins. Svona menn eru bara þyngdar sinnar virði í gulli í svona leikjum. Meireles…. Fowler minn góður… hvað er hægt að segja! Allt liðið barðist eins og ljón, héldu kúlinu.. allann tímann.

    Til hamingju Púllarar nær og fjær með þennan magnaða deildarsigur. Þetta var ótrúlega mikilvægt. Núna er bara að halda áfram að taka einn leik í einu… og sjá svo hvert það skilar okkur. Einn leik í einu!

    Kenny Dalglish er bara Kóngurinn með stórum staf… enda er hann kominn upp sem prófíl mynd á Smettbókinni… 🙂

    YNWA

  118. Kenny Dalglish er besti stjóri í heiminum og eftir 2-3 ár er hann eftir að vinna deildina með liverpool.

  119. “Gerrard gaf fyrir á Maxi, sem einhvern veginn tókst að skjóta boltanum í slá þrátt fyrir að hafa verið fyrir framan opið mark af um 50 cm færi. Mark, sem mun sennilega rata í einhverjar Youtube klippur í framtíðinni”. Greinilegt að pistlahöfundi fannst þetta eiga að vera mark.
    Og æðislegur fáninn í stúkunni: “18 league titles, 5 times euro champs, and you call chelsea a big club” Og ekki til betri leið til að svara svona kommenti. Chelsí ætla að sleppa því að kaupa Maxi því hann var þeirra besti maður í dag hvort eð er. En Carra fær mitt mom fyrir svaka kommback. Horfi á þetta fyrir svefninn og sofna með stórt bros. http://www.youtube.com/watch?v=1I_crD6Oqsw&feature=player_embedded

  120. Góður: “Seemingly Johnson is defending so well under Dalglish that even his wife isn’t sure it’s the same person.”

  121. Daglish: Pressed on whether there was extra motivation given what has happened in the transfer market this week, Dalglish said: “Our incentive was to get three points and that’s what we did. Whatever someone wants to do with their life, that’s entirely their choice.

    “For me personally I came here to win three points and if Carlo Ancelotti had been playing up front I’d still have wanted the three points. The personnel and the opposition are not important to me. The only people who are important to me are those in red shirts.
    Þetta er snillingur og allt annað hugarfar en það sem við áttum að venjast frá gömlu uglunni.
    “We’re sixth and that’s a lot healthier than…I think we were 12th when I started. That’s a great credit to the players.”

  122. Við Liverpool menn stöndum alltaf saman , við erum einstakir stuðnigsmenn, mig langar til þess að við tileinkum honum Sigurjóni Brink þennan sigur, hann hefði orðið glaður eins og við hinir með þennan frábæra sigur, hvað segið þið um það félagar ?

    Kenny the king er sannarlega sigurvegari dagsins, taktíkin hans sá til þess að við unnum þennan leik og auðvitað skiluðu leikmennirnir sínu, Chelsea sækir alltaf í gegnum miðjuna og það má í raun segja það að Liverpool hafi spilað með 9 central leikmenn ef að Reina er talinn með, það voru einungis Kelly og Johnson sem fengu að sjá um það að halda breiddinni og þeir vörðust vel en þegar einhver komst á bakvið , þá voru Agger og Carra tilbúnir.. Ég hafði smá áhyggjur af því að Skrtel væri í hjarta varnarinnar en það gekk upp og það mæddi í raun ekki mikið á honum fyrir utan nokkra skallabolta sem hann tók….

    Það er auðvitað misjafnt smekkur hjá mönnum varðandi mann leiksins og ég held að allir leikmenn sem störtuðu í dag eigi séns á þeirri nafnbót nema kannski Maxi, en hvað ef að hann hefði skorað úr færinu 🙂

    Carra var stórkostlegur í dag en mér fannst Gerrard maður leiksins, þess má geta að ég var að tala við félaga minn áðan sem var á leiknum, hann er harður united maður en hann sagði áðan: Ég var á vellinum , það heyrðist bara í Liverpool stuðnigsmönnunum, þeir áttu völlinn, alveg eins og Steven Gerrard sem var yfirburðamaður, í hvert sinn sem hann fékk boltann þá gerðist eitthvað og hann fékk menn til þess að rísa úr sætunum, hann var í sérflokki í dag…

    Glæsilegur sigur drengir.
    YNWA

  123. Ring Ring Ring Ring *
    Fernando Torre$: yes hello

    ég: NANA BÚBU ! og skelli svo á !! (þakklátur fyrir það sem að hann gerði fyrir okkur en who cares)

    sorrý en Chel$ky átti ekki sjéns … fannst við ráða vel við alla sóknartilburði þeirra

    YNWA

  124. Gat ekki bloggað fyrr en nú vegna þess að ég átti ekki til orð. Frábært og þessi uppstilling hjá Meistara Kenny er að virka mjög vel og ekki var verið að nota Suarez sem eflaust hefði komið inná ef Liv hefði lent undir. En hvað með það, bara allir saman, gaman gaman. 🙂

  125. Hver segir að við þurfum framherja?

    Það var enginn framherji í leiknum í dag og samt unnum við hann.

  126. Gylfi, eins og einhver sagði frá í einhverjum öðrum þræði, þá er hann að bíta í treyjuna en ekki að kyssa merkið. Þar var linkur á myndina frá öðru sjónarhorni og myndband líka held ég.

  127. Kuyt var og er framherji og ekki skulum við gera lítið úr hans verkum í gær. 😉

  128. Held að sumum nýjum leikmönnum Chelsea bregði soldið í brún við stemmningsleysinu á Brúnni. Í stórleik helgarinnar heyrðist aðeins í stuðningsmönnum annars liðsins, það voru aðdáendur sigurliðsins sem áttu stúkuna frá upphafi leiks og til enda 🙂

  129. Hey, hvar er best að kaupa búninga á börn? Jói útherji? Á einn 5 ára gutta sem á Liverpool treyju með Torres aftan á, drengurinn tekur ekki annað í mál en að klæðast treyjunni á fótboltaæfingum (sem er mjög gott mál) en ég verð að laumast til að skipta henni út fyrir Suarez eða Carroll 😉

  130. Herbert, ég held að málið sé bara að henda nr. 4 og Meireles aftan á ! 😉

  131. Herbert þú þarft ekkert að kaupa nýja treyju þú einfaldlega tekur To af og setur CA í staðinn heldur RR og tekur ES af og setur OL á í staðinn og sparar þannig treyju kaup og þarf ekki að henda flottum Liverpool búning.

  132. 182 Það kemur mjög mikið til greina að skella Meireles aftan á 🙂

    183 Þarf ég ekki að hafa einhver skills í það? Get ég keypt staka stafi?

    1. einar örn.
      Var gerrard ekki að klóra sér yfir vitleysu liðhlaupans fyrir að fara til chelsea, þegar liðið er með þvílíkt comeback að annas eins hefur ekki sést hjá liði á byggðu bóli.
  133. Ég komst því miður ekki inn á þessa frábæru síðu í gær, en ég hlakkaði til að lesa bæði skýrslu og komment með kaffibollanum.

    Þið eigið hrós skilið öll sem eitt hér inni, gaman að lesa þessi skrif.
    Hver hefði trúað að maður gæti orðið svona glaður að vera í 6. sæti á þessum tíma í deildinni.
    Ég hef sennilega aldrei verið jafn stoltur að vera Liverpool maður og akkúrat núna, mér hreinlega líður eins og ég sé nýkominn frá Istanbúl hehehe.

    KKD YNWA.

  134. Man ekki hvar ég sá þennann, en það er nú ekki langt síðan:

    Knock! knock!

    Who´s there?

    Fernando!

    Fernando who?

    Exactly!!!

  135. Það má ekki gleyma að þó Steve Clarke sé mættur þarna þá eru fleiri sem koma að sigrinum heldur en hann og K. Dalglish.. Sammy Lee er þarna og margir fleiri sem eiga alveg að fá hrós skilið, þeir hafa kannski uppað gameið sitt og fengið trú á að við getum þetta eftir komu Kóngsins..

  136. Nr. 189 Andri

    Það er auðvitað allt satt og rétt og einmitt það sem FSG leggur upp með, að allt starfslið félagsins vinni sem ein heild. En make no mistakes, þessi viðsnúnigur er nánast að öllu leyti Kenny Dalglish að þakka og þeim áhrifum sem hann hefur innan þessa félags. Það er hann sem er að láta þetta góða starf annara sem vinna með honum klikka og hann fær eðlilega langmest og/eða nánast allt hrósið.

    Enda er það líka hann (stjórinn) sem fær að fjúka ef þetta er ekki að ganga upp.

  137. 186 Ef þú skoðar greiðsluna á Torres þarna þá sést að þetta er gömul klippa frá því að Rafa tók Torres útaf þegar við þurftum nauðsynlega á marki að halda. Gott ef þetta var ekki á þeim tíma þegar sagt er að Purslow skipaði læknum liðsins að ljúga því að Rafa að Torres væri heill.

  138. Myndbandið af Torres skokka útaf og Gerrard að hrista hausinn er þegar Liverpool var undir á móti einhverju liði í deildinni og hann tók sem sagt “match winner” útaf og það var Stevie ekki sáttur við. Veit svo ekki með meiðsli eða annað slíkt

  139. Umm getur einhver svarað því hvað er langt í að Carroll verði klár, það var alltaf talað um 26. febrúar á meiðslalistanum hérna til hliðar, síðan í gær fóru að koma sögur frá mjög mismunandi áreiðanlegum miðlum um að læknar newcastle sögðu hann vera meiddan út tímabilið, og svo núna þá er það sagt óvíst hvenar hann kemur til baka smakvæmt meiðslalistanum

    Þannig að kop pennar sem alltaf virðist vera með puttan á púlsinum, getið þið sagt manni eitthvað um þetta?

  140. Varðandi fréttir af meiðslum Carroll er það einfaldlega þannig að hann er sagður vera með tognaðan lærvöðva. Miðað við vanalegan tíma á slíkum meiðslum er talað um á bilinu 3 – 6 vikur og ég held við eigum bara að halda okkur við það að stefna á að sjá hann á bekknum í seinni leiknum gegn Sparta Prag og síðan í byrjunarliðinu gegn Scum á Anfield þann 6.mars.

    http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php

    Þarna er linkur inn á meiðsli í ensku deildinni og þar er ekkert “return date” komið hjá Carroll. En sögurnar sem fóru í gang eru nú flestar á kjaftasögumiðlum, alræmdum!

  141. held það sé ekkert official hvenær Carroll er væntanalegur annað en “few weeks”… miðað við það ætli það sé þá ekki líklegt að hann verði í fyrsta skipti hópnum í deildinni gegn West Ham (27. feb) eða Man Utd (6. mars)… mögulega gæti hann einnig verið í hóp í seinni leiknum við Sparta Prag (24. feb)

  142. BBC Team of the week;
    Reina í marki
    Carragher – Skrtel – Agger í 3 manna vörn
    Meireles á miðjunni.

    Ekki slæmt – 5 af 11 frá LFC.

  143. 198 gettra

    Það er ekkert skrítið að við skulum eiga markmann og alla vörnina í liði vikunnar … öll önnur lið fengu 3, 4, 5 mörk á sig 🙂

    • BBC Team of the week; Reina í marki Carragher – Skrtel – Agger í 3 manna vörn Meireles á miðjunni. Ekki slæmt – 5 af 11 frá LFC.

    …og enginn Lucas !

  144. verð að taka til baka það sem ég sagði um Lucas Leiva,eftir leikinn við chelsea þá hefur hann vaxið gríðarlega í áliti hjá mér.Hann fékk reyndar boltann í hendina inn í teig og átti misheppnaða sendingu sem varð til þess að Torres komst í dauða færi en carrager bjargaði á snilldar hátt.Nóg um það,að öðru leiti spilaði Lucas eins og engill og það komu kaflar hjá honum sem voru hreint ótrúlegir.Til að mynda þegar hann náði boltanum aftarlega í eigin teig og það sóttu 2-3 chelsea menn á hann þá lækkaði hann sig og spilaði sig í gegnum þvöguna (hann mynti mig á Messi)í kjölfarið átti hann frábæra stungusendingu á Kuyt en chek kom vel á móti og fór út úr teignum og náði boltanum.En þessi tilþrif sýna hvað hann á eftir að verða góður og það er mikill stígandi í hans leik eins og í öllu liðinu.

  145. Veit einhver um það hvort að það sé til einhver meðferð fyrir F5 takka fíkn ? Ég er farinn að heimsækja þessa síðu einungis til þess að nota F5 takkann ! Þetta jaðrar við misnotkun !

    Annars frábært að loksins skuli vera gert meir úr Liverpool liðinu eins og það á skilið ! 5 leikmenn í liði vikunar en enginn Lucas eins og Babu segir !

    Engu að síður frábært afrek að hafa 5 !

  146. Frábært að varnarmennirnir, Reina og Meireles séu valdir í liðið en ég verð nú að viðurkenna það að sumir miðlar í þessari bresku pressu sjá greinilega Lucas í allt öðru ljósi en við. Ef maður horfir á leiki og er illa sáttur með sinn mann sem hefur eignað sér miðjuna, stjórnað spilinu meistaralega og einn albesti maður vallarins. Svo lítur maður sér til gamans á einkunnargjafir Guardian, Goal, Sky og fleiri en þá finnst mér alltaf Lucas fá frekar slappa einkunn og í raun aldrei það hrós sem hann á skilið.

    Hann vinnur það starf sem fer ekki mikið fyrir í sjónvarpinu en er gífurlega mikilvægur fyrir liðið og annað hvort þá erum við stuðningsmenn alltof blindir á getu Lucas eða pressan ekki enn farin að meta hann enda er hann víst algjört flopp og lélegur leikmaður sem á ekkert erindi í Úrvalsdeildina að þeirra mati…

  147. Óli ég er sammála þér. Lucas er að vinna starf sem ekki fer mikið fyrir en stendur sig gífurlega vel. Rafa hafði alltaf trú á honum á meðan stuðningsmenn og pressan rökkuðu hann niður. Hann er loksins að skila því af hverju Rafa hafði trú á honum.

    Mér er sama hvað pressan segir, ég og margir aðrir stuðningsmenn sem og klúbburinn er ánægðir með hann og það skiptir öllu máli. Meðan hann heldur áfram að standa sig vel má pressan segja það sem hún vill.

    Lucas, Meireles og Gerrard eru að verða mjög öflugt miðjutríó og því miður þá á Joe Cole bara ekki brake í þessa miðju nema hann fari á kantinn eða fari að sanna sig.

  148. Í leiknum í gær var Lucas mjög slakur í fyrri hálfleik. Var eins og oft áður alltof ákafur að vinna boltann sem þýddi að hann var að tapa stöðu sinni aftur og aftur. Hinsvegar var hann mjög góður í seinni hálfleik og þá sérstaklega síðustu 20 mín þegar liðið þurfti virkilega á því að halda. Held að ef Steve Clarke vinni vel með honum næstu mánuðina að þá geti hann lagað hans helstu galla og þá erum við komnir með klassa miðjumann. Eins og ég segi að þá var það fyrri hálfleikurinn í gær sem kemur í veg fyrir að hann er valinn í lið helgarinnar.

  149. sammála 206 fyrri hálfleikurinn gerði það að verkum að hann var ekki valinn en ef hann spilar eins og spilaði í þeim síðari í 90 mín þá verður hann burðarás í liðinu

  150. Núna er maður ánægður, þarf ekki að hlusta eða lesa í enskum fjölmiðlum að það sé svo langt síðan King Kenny var þjálfari og fótboltinn hafi breyst svo mikið og bla bla bla.

  151. Kannski hefur Kenny meira vit á knattspyrnu en við allir til samans

    hann hefur aldrei hætt að fylgjast með fótbolta og hefur örugglega séð hvernig hú hefur þróast

  152. Fyrst Reina er í liði vikunnar, þar sem hann varði 1 skot, af hverju á Lucas ekki að vera í því fyrir að halda miðju Chelsea niðri. Ekkert að setja útá veru Reina í liðinu.

  153. 208….. held að kenny hafi sannað það sem hefur verið fleygt fram:

    football is a simple game, complicated by idiots!!!!!

    1. Reina var einn af þremur markmönnum sem héldu hreinu þessa umferðina. Það gefur því örugglega líka mikið vægi að þetta var á útivelli á móti Chelsea.
  154. Þó svo að Lucas sé ekki lélegur í einum og einum leik þá þarf ekki að taka getu hans úr samræmi við gjörðir hans á vellinum og nefna hann sem besta mann leiksins. Mest allan tímann var hann óöruggur og mistök hans voru jafn áberandi og oft áður, hann missir boltann þegar hann reynir að sækja fram og gefur óþarfa brot fyrir utan teig. Það sama má segja um Kuyt. Þó svo að hann hafi ekki verið að missa jafn marga bolta frá sér og vanalega þá er hann ekki heldur besti maður leiksins. Kuyt er að taka allt of mikið af röngum ákvörðunum þegar hann er með boltann, er að missa hann of langt frá sér þegar hann er að rekja hann, er ekki með góðar móttökur og er allt of hægur. Að öðru leyti þá er hann duglegur, og sem duglegur center og ekkert meir, þá verður hann að hafa kall með sér frammi.
    Kuyt átti t.a.m. að klára færið þegar Mereiles skoraði en hann þorði ekki í boltann.
    Menn leiksins voru Agger, Carra og Gerrard.

  155. …sorry þráðaránið en mér fannst þetta bara mjög áhugavert og vildi deila þessu 🙂

  156. Það hefur verið einhver retard sem gerði þetta myndband Halldór því Luis Suarez spilar báða Ganverjana réttstæða. Aldrei rangstaða og hárrétt rautt spjald.

  157. Það þurfa að vera TVEIR varnarmenn fyrir innan svo ekki sé um rangstöðu að ræða, þannig að þarna er púra rangstæða 🙂

  158. Mikið er svakalega gaman að horfa a þennan leik aftur á LFCtv! Lukas var þrusu gódur í fyrrihálfleik líka.. Hreynt með ólíkindum að hann sé ekki í liði vikunar!!

  159. Mikið er nú “gaman” að sjá að menn keppast enn um að rakka Lucas niður hérna. Rafa treysti honum til að spila leik eftir leik, Hodgson gerði og núna Kenny nokkur Dalglish. Ok Hodgson er kannski ekki besti stjóri sem við höfum haft en þar sem þessir þrír hafa allir haft óbilandi trú og traust á Lucas hlýtur það að benda á og sanna augljósa vanþekkingu ykkar sófasérfræðinganna sem þykjast vita betur.

    Lucas er GÓÐUR ef ekki frábær miðjumaður sem á bara eftir að verða betri og þið sem að haldið öðru fram vitið bara ekkert hvað þið eruð að tala um. Menn tíunda hver og einustu mistök sem hann gerir og segja svo ekkert þegar Gerrard ofl gera nákvæmlega samskonar mistök. Skrýtinn heimur sem við lifum í hmmm.

  160. BREAKING
    Jamie Carragher handtekinn af Scotland Yard, var víst með 50 milljón pund í vasanum seinni partinn í gær.

  161. “Ímyndiði ykkur bara ef ekki hefð‘ann Kenny, ímyndiði ykkar bara ef ekki hefð‘ann Kenny dregið okkur öfuga af leið frá því að mannskemmandi fallbaráttu lend‘ í”

    svo skírskotað sé til Meistara Megasar eins og einhver benti á hér um daginn.

  162. Egill ég er sammála þér en þú ferð samt með rangt mál að hluta ! Hodgson reyndi að selja Lucas til Stoke og hafði enga trú á honum. Það sem varð Lucas til happs var það að Mascherano var seldur og Poulsen varð algert flopp !

    En annars hef ég mikið álit á Lucas og segi eins og fleiri að ég skil bara ekki þá gagnrýni sem hann fær. En mér sýnist hann vera vinna efasemdarfólk á sitt band !

  163. mér finnst bara stundum eins og Lucas sé bara á 70% Tempói…. BARA STUNDUM! og þá fer hann í taugarnar á mér…

  164. Þessi leikur var bara magnaður upp í topp. Það var frábært að sjá liðið og baráttuandann og það var allan tímann ljóst að ef annað liðið myndi vinna leikinn þá var það Liverpool. Mér sýnist eitt vanta í þessa umræðu hérna og það er að Dalglish er bæði að koma okkur stuðningsmönnum á óvart og ekki síður stjórum andstæðinganna með bæði óvenjulegum uppstillingum og líka að breyta ört um þær á milli leikja. Það veit núna enginn hvaða Liverpool-liði hann er að fara að mæta og það gefur okkur forskot. Og það sem er furðulegra er að það virðist ekki hafa nein sérstök neikvæð áhrif á spilamennsku liðsins því allir leikmenn virðast hafa sitt hlutverk á hreinu. Held að hér sé bara bylting í gangi í fótboltaheiminum.

  165. m.bleacherreport.com/articles/599965-liverpool-fc-10-reasons-they-can-still-make-the-champions-league

  166. Ég bara hreinlega elska þennan mann og er enn í skýjunum eftir gærdaginn !

    http://www.skysports.com/video/inline/0,26691,12606,00.html

    Fyrir þá sem eru of ungir til að muna ekki eftir Dalglish þegar hann var leikmaður og síðan stjóri Liverpool á níunda áratug síðustu aldar þá mæli ég með að þið lesið ykkur allt sem þið getið um hann hafið þið ekki núþegar gert það ! Ævisagan hans er tildæmis skyldulesning fyrir alla blóðheita púllara. Fæst í Liverpool búðinni 🙂 Ef þú berð saman endurkomu Dalglish í stól framkvæmdastjóra Liverpool og brotthvarf Torres þá kemur Liverpool út í talsvert meiri plús. Við þyrftum að sjá fram á svona 4 Torres brottfarir áður en Liverpool færi í mínus !

  167. Nr. 228 Haukur

    Ég er að leggja lokahönd á pistil um Dalglish sem kemur hér inn á eftir 😉 (með smá fókus á árin 20 sem hann var ekki hjá okkur).

  168. Kiddi K,
    gott að þú sért að hafa vit fyrir okkur sem erum að taka getu leikmanna úr samræmi við gjörðir þeirra á vellinum!

  169. veit nú ekki hvað menn eru að tala um lucas fannst hann ekki gera neitt, vonlaus leikmaður eins og maxi burt með þá ef við eigum að vinna eitthvað á næsta ári

  170. Ok, Einar, annaðhvort ertu að grínast eða stuðningsmaður annars liðs. Það sér það hvert mannsbarn að Lucas er ekki síður mikilvægur þessu liði en aðrir. Hefur tekið hrikalegum framförum og er mjög mikilvægur í uppbyggingu klúbbsins.

  171. Það er gaman að fylgjast með Leiva, það eru miklar framfarir hjá honum sem áður var, leikmaður sem byrjaði í hverjum einasta leik að fá gult spjald eftir ca 5 mín á vellinum, erum í það minnsta komnir í 40 mín núna :).

    Lucas þroskast og á eftir með tíð og tíma að verða mikilvægari á miðjunni en ever

  172. RT @paulsaltysalt: Drogba’s nickname in the Chelsea dressing room is apparently Robert, as in Robert de Niro, because he’s always acting!

  173. mér finnst lucas ekkert sérstakur ef ég á að segja alveg eins og er það vantar annan alvöru mann á miðjuna með Gerrard og nýja bakverði er þetta ekki rétt hjá mér?

Liðið gegn Chelsea – Torres, þetta er Carra!

Kenny Dalglish – Hvað varð um þessi 20 ár?