Liverpool 2 – Stoke 0

Eftir alla geðveikina um helgina þá fengu okkar menn að spila fótbolta aftur. Í kvöld voru það Stoke sem mættu á Anfield og pökkuðu þar í vörn, en Liverpool náði að vinna góðan sigur 2-0.

Dalglish kom mikið á óvart í upphafi með því að stilla liðinu svona upp:

Reina

Skrtel – Kyrgiakos – Agger

Kelly – Lucas – Aurelio – Johnson
Gerrard – Mereiles
Kuyt

Á bekknum voru: Gulacsi, Carra, Poulsen, Shelvey, Suarez, Maxi, Ngog

Eflaust var tilgangurinn með þessu hjá Dalglish að fá inn fleiri háa menn inní liðið – mér persónulega leið allavegana betur þegar að ég sá að Kyrgiakos var inná.

Liverpool var betra liðið í kvöld frá fyrstu mínútu. Stoke mættu á Anfield með það að markmiði að pakka í vörn. John Carew var einn frammi og allir aðrir voru 30 metrum fyrir aftan hann.

Liverpool liðið var kannski full rólegt fyrir minn smekk í fyrri hálfleiknum, en það var margt jákvætt. Háar kýlingar fram virðast vera að mestu horfnar og boltinn var leikinn á milli manna í liðinu og menn virtust hafa þolinmæði til að halda því spili áfram í umtalsverðan tíma – í stað þess að grípa til einhverra kýlinga. Okkar menn fengu nokkur færi í fyrri hálfleiknum og Glen Johnson fékk það besta þegar Begovic varði ótrúlega vel frá honum.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svo á því, sem við þurftum – marki. Liverpool fékk aukaspyrnu, sem að Gerrard tók inná teig á Kyrgiakos, sem gerði vel í því að vera ekki fyrir Raul Mereiles, sem kom og negldi boltanum í netið. Þessi marki var gríðarlega vel fagnað af öllum leikmönnum Liverpool – greinilega mikilvægt eftir allt dramað síðustu daga.

Þegar um hálftími var eftir þá kom Luis Suarez inná. Hann virtist stressaður í byrjun, en þegar um 10 mínútur voru eftir komst hann einn inn fyrir vörn Stoke, sólaði Begovic og sendi boltann í netið þrátt fyrir tilraunir Stoke varnarmanns til að hreinsa. Mark í sínum fyrsta leik fyrir Suarez, sannkölluð draumabyrjun. Stuttu eftir þetta fékk Stoke sitt eina færi í leiknum en Reina varði frábærlega.

Luis Suarez skoraði í fyrsta leik sínum með Liverpool!

**Maður leiksins**: Stoke sótti ekki í þessum leik, þannig að það reyndi ekkert sérstaklega á varnarmennina þrjá, en þeir leystu þó öll sín verkefni vel og Reina varði eina skiptið, sem hann þurfti. Á miðjunni voru Mereiles, Lucas og Gerrard fínir – og þeir áttu algerlega miðjuna gegn Stoke. Á köntunum fannst mér Glen Johnson vera ágætur, en lítið kom útúr Martin Kelly. Frammi var svo Kuyt í mjög vanþakklátu hlutverki, sem eini framherjinn. Mér fannst hann þó leysa það frábærlega og ég átta mig ekki alveg á því af hverju menn voru að gagnrýna hann svona mikið.

Það var enginn, sem skaraði í raun framúr í dag. Liðið nokkuð jafnt. Ég ætla því bara að tilnefna Luis Suarez sem mann dagsins fyrir að ná að skora mark í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool og kemst þar í hóp með mönnum einsog Abel Xavier. Það er ekki slæm byrjun.

Þrír sigurleikir í röð hjá Liverpool og við erum núna bara 2 stigum frá 6. sætinu. Markatalan í þessum leikjum er 6-0. Það er frábært. Næst mæta svo okkar menn í plastfánahafið á Stamford Bridge á sunnudaginn. Það verður fróðlegt.

198 Comments

  1. Ég hef ekki fagnað marki eins mikið í langan tíma!!! SUAREZ!!!!!!!!!!

  2. hvernig væri að taka mynd úr þessum leik af Suarez og skella honum í headerinn hér á síðunni!? vaaaá ég fékk gæsahúð þegar hann klæddi sig úr peysunni og rauða Liverpool treyjan númer 7 með nafninu Suarez kom í ljós ….. og vaaaaaaá hvað þetta var gaman !!

  3. Á livescore er Wilkinson skráður með sjálfsmark. Sá ekki leikinn þar sem ég var á námskeiði. Hvernig var þetta mark?

  4. VÁ. Ef Kenny fær ekki Manager of the Month þá verð ég gjörsamlega kjaftstopp.

  5. Góð byrjun hjá Suarez, gríðarlega gaman að sjá hann skora. Ánægjulegt líka að a.m.k skv. soccernet.com er þetta mark skráð á hann, annað væri náttúrulega bara illkvittni. Hann á þetta mark með húð og hári, þó að einhver Stókari hafi aðeins ákveðið koma við boltann á leiðinni í netið.

    1. Biggi says:
      02.02.2011 at 21:02
      Thetta er ad koma. Samræmi i enskri dómgæslu alltaf jafn gott. Ég vil fá mark strax i byrjun og svo suares inná sem setur annad. Come on you reds!

      Thetta fór eins og eg vildi. Virkioega gaman ad horfa á lidid i dag, þvilik umbreyting a lidinu. Suares, ó suares, vertu innilega velkominn til liverpool, eg held ad vid séum med langtimasamband i huga eftir svona byrjun!

  6. Suarez fær þetta mark skráð á sig. Boltinn var á leiðinni inn þó hægt væri það og varnarmaðurinn náði ekki að hreinsa.

  7. Livescore búnir að breyta þessu hjá sér. Suares á þetta mark greinilega skuldlaust.

    Geðveik byrjun!!!

  8. Virkilega gaman að horfa á. Klárlega mikil framför að fá mann eins og Suarez sem hefur áhuga á að spila fyrir liðið annað en hundurinn sem fór. Gaman líka að sjá Andy Caroll í stúkunni brosandi. Fínt fyrir þessa Suarez að fá fyrsta leik á móti liði eins og Stoke og ná að byrja svona. Markið fær hann trúlega ekki skráð á sig en hann átti það alveg okkar vegna.

    Næst er það liðið án nokkurrar sögu. Hver veit nema þeir verða teknir í smá sögustund.

  9. Auðvitað á að skrá þetta mark á drenginn og ofan á allt annað var hann bara fjandi sprækur. Þvílík byrjun. Nú bíður maður bara spenntur eftir stórleik helgarinnar!!

  10. Bölvuninni bæði af 7unni og Einari Erni aflétt sýnist manni. Líst vel á það. 🙂

  11. Bara Kenny getur farið í leik með 6 varnarmenn og unnið 😀 Þvílík hetja.. og Suares.. sælir! sé fyrir mér gott samspil milli hans og Kuyt, allavega sáttur með hvað Kuyt hjálpaði honum í gegnum þetta 😀

  12. Mikið var gott að sjá Suarez fá tækifæri í leiknum og þrátt fyrir skít-stressaðan dreinginn setti hann mark og átti mjög svo flott move í leiknum!! það er hér með ákveðið að versla eina treyju með Suarez ábakinu á morgun!!!

    Svo var það þessi uppstilling sem Kenny king setti upp á moti stoke!!! ég bara átti ekki til orð… og á reindar ekki til orð ennþá.. Stokarar voru tekknir í óæðri endan á taktík sem nánast einginn hefur séð í MÖRG ár!! bara snild!!!

  13. Ef það var eitthvað sem að mér var kennt eftir leik kvöldsins þá er það að efast ALDREI King Kenny og hans töfra. Mér leist bara satt að segja hrikalega á uppstillingu liðsins en þetta varð bara mun betri leikur að horfa á en ég átti von á ! Skamm á mig !

    Ég er enn með eina mestu gæsahúð sem ég hef fengið eftir að Suarez kom inn á ! Hann á þetta mark sama hvað deildin segir eða dómarar. Það sem skiptir máli er hvað okkur aðdáendum finnst um það :=) Ég hjó líka eftir því að eftir brotthvarf what´s his name þá virðist vera meir um broskarla inn á vellinum og ekki síst gladdi Suarez bros mann mest !

    YNWA

  14. Suarez skorar í fyrsta leiknum sínum annað en sá sem við nefnum ekki lengur á nafn hér!!

  15. Þvílík snilld. Þetta var taktískur sigur hjá Kenny, Stoke náðu varla skoti á markið, við áttum possession, og þeir náðu ekki að spila sinn vanalega bolta.

    Velkominn Suarez, bjartari tímar framundan!

  16. hmm ef Carragher var inná þá fór allavega voðalega lítið fyrir honum 😉

  17. 3 sigurleikir í röð og ekki fengið á okkur mark, kallast það ekki run ?

    En Suarez leit vel út og miðað við að fyrsta leik og varla náð æfingu með hópnum, þá fannst mér hann með ótrúlega flottar staðsetningar og leikskilning. Lítur mjög vel út og svo eigum við Andy Carroll inni. Þetta er á réttri leið, svo mikið er víst. Lið eins og Stoke geta ekki lengur komið á Anfield og labbað þaðan með 3 stig tiltölulega auðveldlega.

  18. Alveg hreint frábært 🙂 Gaman að sjá aðalstriker í Liverpooltreyju brosa út að eyrum svona til tilbreytingar 😉
    YNWA.

  19. Kyrgiakos maður leiksins. Gaf Carew aldrei breik á því að taka boltann niður og koma honum í spil. Át hann allan leikinn. Mér persónulega finnst þetta sjálfsmark þótt aðdragandinn hafi verið flottur hjá Suarez. Varnarmaðurinn sparkar vísvitandi í boltann

  20. Frábær leikur og flott uppstilling hjá Kenny. Stoke er hættulegt í föstum leikatriðum og hann setti inn 3 miðverði til að taka á því og það gekk algerlega upp. Frábært að Meireles skori áfram og þvílík draumabyrjun fyrir alla leikmenn liðsins að Suarez skyldi skora. 3 sigrar í röð og allt að gerast.

  21. Það er viðhorfið sem skiptir máli. Greinilega. Þeir vona ekki það besta. Þeir ÆTLA að vinna.

  22. Það sem ég vil segja eftir þenna leik:

    Liverpool liðið undir Kenny Dalglish er að tryggja það að Roy Hodgson verður atvinnulaus lengi…

    Gerrard virðist ekki alveg skilja þetta pass & move, hann þarf alltaf að koma á miðjuna og stoppa upphlaup svo hann geti tekið þessa sendingu (pass) áður en hann má hlaupa fram (move)…

    Það var frábært að halda hreinu og þrátt fyrir að við skoruðum “bara” tvö mörk, þá voru Stoke varla með í leiknum… áttu 6 Skot og aðeins eitt af þeim rataði á ramman (80 min)

    Fannst Kuyt standa sig prýðilega einn frammi… sérstaklega í ljósi þess að hann var lengi vel allt of einmanna í framlínunni…

    Glen Johnson er búinn að vera fáranlega góður á vinstri kantinum

    …Suarez virðist ekki hafa glatað neinum fótboltahæfileikum í flugferðinni til Englands… 😉

  23. Dalglish sagði að Suarez væri ekki einu sinni búinn að mæta á æfingu! Snillingur ertu Luis. Rosalega líflegur og spennandi leikmaður.

  24. Ég leyfði mér að efast þegar ég sá byrjunarliðið – en nú eru menn að berjast fyrir klúbbinn. Mér finnst að LFC ætti að láta King Kenny fá amk 3ja ára samning, ekki seinna en í fyrramálið!

  25. Þetta var svo sannarlega liðssigur. Mér fannst Kuyt gera mjög vel í að vinna ótrúlegustu skallabolta og pressaði eins og óður hamstur, sem og átti stoðsendinguna á Suarez sem var með allra augu á sér. Úrúgvæinn gerði ágætlega og náði sér í mark í sínum fyrsta leik sem setur risabros á kjaftinn á mér.

    Þessi uppstilling kom mjög á óvart en ég vann allt með henni í CM96 svo nú er komið að Liverpool!

    Það er svo gaman að vera orðinn spenntur aftur fyrir Liverpool leikjum og svei mér þá ef kvíðinn og Brutus fýlan fyrir Chel$ki leiknum séu ekki í víkja fyrir tilhlökkun og stolti.

  26. King Kenny spurður að því hvernig síðasta vika hefði eiginlega verið? “ahh just normal week ” 😉

    Hahahaha

    Þvílík hetja þessi maður… það er bara einn kóngur… þvílík synd að hann hafi ekki byrjað tímabilið

  27. Frábær leikur hjá hverjum einasta leikmanni sem kom við sögu í rauðu treyjunni. Fannst Kelly vera ótrúlega góður en fannst Kuyt standa uppúr með vinnusemi og hvernig hann vann alla bolta sem komu upp völlinn og náði að setja hann á liðsfélaga.

    Suarez fékk markið skráð á sig samkvæmt nokkrum erlendum síðum og hugum Poolara sömuleiðis. Frábær byrjun hjá El Pistolero og vonandi sjáum við annað mark frá honum á brúnni. Loksins komið gamla andrúmsloftið á Anfield sem við höfum saknað í langan tíma! Gaman að sjá brosið hjá Carroll þegar Luis skoraði 😀 Allt frábært við þennan leik bara!!

    YNWA

  28. Þetta var undarleg uppstilling hjá Dalglish en án efa úthugsuð. Stoke gerir ekki mikið af því að komast á bak við bakverði andstæðinganna heldur krossa þeir boltann um leið og þeir geta, þessvegna frá miðlínu. Þessvegna gátu “bakverðirnir” – wing-backs í þessum leik, spilað töluvert framar en oftast áður. Lucas og Aurelio vernduðu síðan öftustu línuna og Agger og Skrtel gátu meira að segja leyft sér að koma sér í svæði í sóknarleiknum þegar búið var að ýta Stoke-liðinu alveg niður á vítateig.

    Þótt að Dalglish hafi stillt upp með 6 varnarmenn þá er auðvitað augljóst að þrír þeirra eru alveg nógu sókndjarfir. Það skiptir líka öllu máli að menn eru farnir að fjölmenna í teiginn, taka skallabolta og fráköst, meira að segja gegn þessu háloftaliði. Í fyrra markinu voru 5 leikmenn í kringum boltann og frákastið. Það er allt annað en bæði hjá Rafa og Hodgson, iðulega voru menn ekkert nálægt, kannski í mesta lagi 2-3 leikmenn inni í boxinu.

    Ef uppleggið er rétt, æfingarnar að skila sér, hugarfarið og taktíkin komin á framfæri þá er þetta auðvitað liðið sem við þekktum árið 2009. Nú er bara að halda áfram að klifra upp töfluna, byrja á því að ná Sunderland, svo verða líklega Spurs næstir og þá verður stutt í fjórða sætið. Bring on Chelsea!!

  29. Góður sigur. Ef Liverpool heldur áfram þessu spili sem gefa svona marga “cross-a”, guð hjálpi andstæðingum þegar Carroll er kominn inn á, með Suarez eins og skopparakringlu í kringum sig og Gerrard og Meireles að koma á run-inu………..getur ekki endað nema með marki 🙂

    Hugsa sér, að þetta skuli vera sami mannskapurinn og Hodgson var kerfisbundið að lemmja niður í meðalmennskuna.

    King Kenny Dalglish………takk fyrir mig.

  30. Virkilega mikilvægur sigur í höfn. Nú munar aðeins tveimur stigum á næsta sæti fyrir ofan og með sigri um næstu helgi gegn Chelsea er munurinn á milli þeirra liða orðinn 6 stig. Hver hefði trúað því á leiktíðinni að munurinn gæti orðið svo lítill eftir allt sem hafði gengið ár. Þá er liðið komið í góða fjarlægð frá botnliðunum, sem er gríðargott upp á sjálfstraustið.

    Ég hef fulla trú að Suarez og Carroll eigi eftir að hjálpa mönnum að gleyma því að Torres hafi spilað með liðinu. Það var dásamlegt að sjá baráttuna í Suarez og ekki síst leikgleðina. Þarna var kominn leikmaður sem greinilega hafði gaman af því sem hann var að gera og hugur og hjarta fylgdi með. Amk saknaði ég þess ekki að sjá fýlusvipinn á Torres á Anfield í kvöld.

    Liðið lék virkilega vel, búið að halda hreinu í þrjá leiki og vinna þá alla. Það er hreinlega ekki hægt að líka þessu liði saman við það lið sem var í sömu búningum fyrir einum mánuði síðan. Þvílíka breytingin á þessu liði, þvílíkur munur á knattspyrnu sem þetta lið spilar. Nú getur maður með góðri samvisku haldið því fram að Liverpool spilar skemmtilega knattspyrnu. Liðið er farið að koma ofar á völlinn og fleiri leikmenn taka þátt í sóknaraðgerðum liðsins. Meireles að koma gríðarlega sterkur inn undir stjórn Dalglish.

    Ég hreinlega get ekki beðið eftir leiknum á sunnudag og það er alveg klárt að það þarf ekki að hafa mikið fyrir því að ná upp baráttuanda hjá leikmönnum í þann leik. Fullkominn dagur væri 2-0 með mörkum frá Suarez og Carroll.

  31. Hvað í ósköpunum meinaru NR. 34.. Gerrard var að mínum dómi besti leikmaður Liverpool í þessum leik, átti virkilega góðar sendingar fram á við og að mínu mati var einn stærsti munurinn í þessum leik og mörgum öðrum hjá Liverpool að Gerrard var kominn aftar til að taka þessar sendingar fram á við en ekki Lucas.

    Gerrard átti held ég ekki nema eina misheppnaða sendingu í þessum leik og hann var að skila boltanum fram á við eins og ég sagði og byrjaði þar með margar sóknir. Hann var mikið í þríhyrningarspili og það er einmitt eitt af því sem pass and move snýst um! Einnig var hann að legga nokkrum sinnum upp á félaga sína í góðu færi inn í teig.

    Einsog pistlahöfundur sagði, enginn sem skaraði beint fram úr, ef ég ætti að velja hefði ég þó kosið Gerrard sem mann leiksins.

  32. Þá er það ákveðið:

    Setja nafn Dalglish aftan á gömlu uppáhalds-treyjuna mína…

    …og panta líka eitt stykki glænýja með nr. 7 Suarez !!

  33. Ég vil byrja á því að óska Einari Erni að fá loksins sigurleik þegar hann á skýrslu, þú áttir þetta inni! 😀

    Að leiknum, mér er ansi mikið létt eftir þennan sigur. Rosalega gaman að klára svona leiki (eins og við eigum að gera) án þess að þetta sé nokkurn tímann í hættu. Kuyt átti stórleik í senternum, vann sína vinnu virkilega vel auk þess að leggja upp mark. Kæmi mér ekki á óvart að sjá þessa uppstillingu á Stamford Brigde um helgina með hann sem fremsta mann. Annars fannst mér bakverðirnir sinna kantinum þokkalega vel. Glen Johnson sækir eðlilega meira inn á miðjuna á hægri fótinn á meðan Kelly heldur sér frekar úti hægra megin sem skýrir fjölda krossa sem komu inn af hægri kantinum. Miðjan var fín og Suarez með góða innkomu.

    En almennt fannst mér þetta fín frammistaða hjá liðinu og solid þrjú stig. Við hötum það ekki!

  34. ROFL

    His armband proved he was a red, Torres, Torres
    then Roman’s millions turned his head, Torres, Torres
    he thought he’d have a better life
    and then John Terry shagged his wife
    fernando Torres, Chelsea’s No 9.

  35. Ég var hugsi yfir uppstillingunni fyrst en það sem róaði mig er það að í fyrsta skipti í laaaaaangann tíma held ég að stjórar andstæðinganna viti ekkert fyrir fram hvernig liðið verður og það er bara æðislegt. Maður hafði það oft á tilfinningunni síðastliðið eitt og hálft ár.

    King Kenny influence í fullum gangi og stjarna fædd sem hefur skorað í hverjum einasta leik. Vonandi get ég kommantað því eftir alla leiki sem eftir eru af tímabilinu.

  36. Það tekur ansi langan tíma að komast inná bestu síðu í heimi kop.is

    En SIGUR og gleði ooooohhhh hvað þetta er gaman,alveg geggjað.Skrýtin uppstilling en in Kenny i trust og leikmennirnir gætu spilað hvaða kerfi sem er þegar King Kenny er að stjórna!

    Suarez mar þvílíkur leikmaður og þvílíkt touch,og það í fyrsta leik!

    Annars stóðu allir sig bara alveg ágætlega á móti HUNDleiðinlegu Stoke liði…

    YNWA

  37. glory glory glory Suarez Suarez Suarez Suarez Suarez Suarez Suarez Suarez Suarez.

    góður leikur, en næst er Chelsea.

    áfram liverpool

  38. Frábær leikur, frábær stig. King Kenny kann að lesa leikinn. Suarez er góóóóóóðððððuuurrrr.

    Suarez…..goooooooooooolllllllllll. 🙂

  39. Hvernig er það, ég á nýja Liverpool treyju með (ritskoðað) nafni og #9, eru hægt að ná þessu ógeði af eða? Frekar súrt að setja fallega treyju niður í skúffu útaf einu nafni….

  40. Ég ætla að vera sammála þeim þrem miðlum sem ég skoðaði áður en ég kom hingað og velja Kuyt sem mann leiksins. Ótrúlega vanmetin leikmaður og sannaði sig í kvöld, ótrúlegt að hann skuli hafa tekið við sem nýjasti skotspónn “aðdáenda”.

  41. Núna er ég farinn að fá gamla fótboltafiðringinn í magann fyrir leiki. Það er bara góðs viti.
    Núna sér maður leikmenn berjast hvor fyrir annan og brosið komið aftur, og foringinn farinn að fagna á hliðarlínunni. Eitthvað sem maður hefur saknað í 6 ár.

  42. Fyrsti leikur okkar síðan í haust þegar við unnum eitthvað bláklætt lið á Anfield (man ekki hvað það heitr en það lið hefur enga sögu) sem ég vil ekki að klárist. Frábært að sjá menn berjast fyrir hvorn annan og félagið. Suarez tja hvað skal segja ?? Hann er spennandi, verulega spennandi leikmaður. Frábært að sjá menn brosa á Anfield, við erum að rumska og það er hellingur eftir.
    Auðvitað er maður frekur en nú vildi ég sjá tilkynningu frá félaginum um það að King Kenny hafi verið ráðinn til eins margra ára og hann kærir sig um.

  43. Fínn leikur. Flott hjá Suarez að skora í sínum fyrsta leik. Maður leiksins að mínu mati var Gerrard. Flottur leikur hjá honum.

  44. Drési , prófaðu að fara með treyjuna í jóaútherja og tjekka hvort þeir geti hent þessu rusli af treyjunni þinni 😀 Annars reyna að rífa þá bara af

  45. Liðið spilaði vel, Gerrard var góður sem og Kuyt, mér fannst Skrtel og Agger öruggir í sínu, Meireles skiptir orðið meira og meira máli en Kyrgiakos er maður leiksins að mínu mati, Jonjo og Suarez komu síðan sterkir inn þótt sá síðarnefndi þyrfti nokkrar mínútur til að átta sig á hraðanum.

    Nú eru komnir þrír og hálfur leikur án þess að liðið fái á sig mark og staðan betri en fyrir örfáum vikum, við verðum þó að vera raunsæir fyrir leikinn á brúnni á sunnudaginn.

    Og í guðanna bænum, hættum að kvenkenna torres, það er óvirðing við kvenþjóðina.

  46. ég spyr bara einsog api….. hvenær á að fara syngja um meireles??????

    3 mörk í 4 leikjum….. gaurinn er gjörsamlega frábær….. mér finnst það gleymast í öllu fárinu með suarez sem nota bene átti frábært debute í kvöld með marki og allt…. en þá finnst mér meireles gjörsamlega búinn að toppa björtustu vonir mínar…

    annað…. ég skil ekki að menn séu að segja það að kelly hafi átt slakan leik!!!! hann var að spila í nýrri “stöðu” sem WB og skilaði henni bara fínt!! átti geðveika sendingu sem hefði hafnað í netinu hefði ekki begovitch slæmt hendinni í boltann og stoppaði nánast allt sem kom á hægri kanntinn.

    gerrard var góður í kvöld…… en samt ekki sami gerrard og hefur verið…. ef einhver hefur fundið fyrir rýtingnum sem torres skildi eftir sig var það gerrard…. mér fannst vanta baráttu í hann í kvöld……. en einsog valtýr björn segir…. þá er það bara mín skoðun

    YNWA!!!

  47. Held að spilamennska liðsins í seinustu leikjum hafi sannað það hvað Hodgson er hrikalega lélegur þjálfari. Heimaleikir við Blackpool og Wolves, sem hefur by the way aðeins unnið EINN útileik allt tímabilið, verða dýrir á lokasprettinum.

    Tökum Chel$kí 1-3 á Stanford á sunnudaginn.

  48. sammála @48 Gerrard var bestur í kvöld, raunar besti leikur hans í langan tíma… eins og að hann áttaði sig á að hann þyrfti að fara að sýna eitthvað af viti eftir brotthvarf Torres

  49. Vá ég gæti ekki verið ánægðari.
    Horfði á leikinn með 6 daga gamla stúlku í fanginu, frumburðurinn.
    Þurfti að berjast við það að vekja hana ekki úr svefnum þegar Suarez-inn skoraði markið!

    Lífið er yndislegt strákar (og stelpur?)!

  50. Djöfulsins snilld, ég er svo spenntur fyrir því að sjá Carroll og Suarez saman frammi að ég held varla saur. Annars var þetta að mínu mati snilldar leikur, skemmtilegt að sjá hvað okkar menn eru farnir að halda boltanum og sleppa flestum óþarfa kýlingum framm á við. Að mínu mati voru Kyrgiakos og Kuyt bestir í dag, en allt liðið á þó hrós skilið fyrir leikinn.

  51. Ég fékk gæsahúð þegar Suarez skoraði og svo kom skot á Carrol þar sem hann brosti útaf eyrum.

  52. Ég var að bæta inn flottri mynd af Suarez-markinu við leikskýrslu Einars.

    Annars frábær leikur og mikið var gott að sjá nýja framherjann setj’ann í fyrsta leik sínum.

    Bring on Chelsea!

  53. 68 Til hamingju með stúlkuna! Ekki verið leiðinlegt kvöld hjá þér.

    Ætlar þú ekki að skýra stúlkuna Suarez 😉

  54. Strákar sáuð þið líka þegar Damien Comolli fagnaði markinu hjá Suarez ?? Maðurinn var að missa sig og ég hreinlega elska það hahaha….

  55. Hver er sinnar gæfu smiður. Kenny hefur unnið kraftaverk. Er þetta virkilega sama liðið og spilaði heilan leik gegn Blackburn án þess að fara í eina tæklingu? Jú sama liðið en annar þjálfari og aðrar hugmyndir.

    Suarez lofar góðu. Hann virðist skruggfljótur, flinkur og ákafur leikmaður. Það verður ekki annað sagt um framherjapar LFC að þar fari menn mikilla tilfinninga og skaphita. Og hver er betur til þess fallinn að temja þessa villtu fola og breyta í ósigrandi gæðinga en Kenny? Frábær ummælin hjá Jamie Redknapp um skapgerð Daglish frá í gær.

    Hreyfingarnar hjá Suarez vöktu athygl mína. Hann var smá stressaður, eins og vera ber, en samt mjúkur í hreyfingum og með þyngdarpunktinn neðarlega. Minnti á sjálfan Messi en það er nú líklega best að halda kjafti áður en maður segir tóma vitleysu.

    Þegar Suarez skoraði brosti Carroll stærsta brosinu. Hann skildi til fulls að hann er líklega að hefja stærsta ævintýri lífs síns því hvað er stórkostlegra en að vera #9 í LFC á fullri ferð til fyrri frægðar.

    Þá er að gefa 110% af sér og ná hagstæðum úrslitum á móti Chelsea. LFC fær aldrei betra tækifæri til að sanna að við erum komnir til baka and we mean business!!

  56. Einar Örn segir: John Carew var einn frammi og allir aðrir voru 30 metrum fyrir aftan hann.
    Minnir soldið á gömlu góðu Hodgson dagana:-). Gaman að Suarez skyldi byrja svona vel, sýndi skemmtilega takta oft á tíðum. Þetta er allt á réttri leið.

  57. Ókeypis hóp sálgreining í boði Kæra Sála!

    Eftir að hafa fylgst með þessu spjallborði um nokkurn tíma hef ég komist að niðurstöðu, sjúkdómsgreiningin er Geðhvarfasýki (e. mania-depression pshycosis)

    Þegar um tvíhverfa geðhvarfasýki er að ræða getur sjúkdómurinn byrjað hvort heldur sem er með þunglyndi eða örlyndi. Þegar sjúklingurinn verður örlyndur (maniskur) byrjar það oft með ofvirkni og athafnasemi. Hann getur ekki sofið, hugsunin fer á flug og hann er fljótur að taka ákvarðanir. Hann fer kannski að taka íbúðina í gegn, þrífa og þvo eða henda öllu út úr geymslunum. Hann þarf að vera mikið á ferðinni, tala við marga, er hávær og jafnvel ofsakátur. Oft fylgir þessu ruglingsleg hugsun og ranghugmyndir. Eftir nokkurn tíma er hann útkeyrður. Í kjölfarið fylgir síðan gjarnan djúpt þunglyndi. Það er einstaklingsbundið og fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort einstaklingurinn er örlyndur eða manískur.

  58. Já hann var frábær í þessum leik hann Suarez og ef hann verður svona áfram, með gott tak á boltanum og léttleikandi, einnig með fínar sendingar þá erum við í góðum málum. Svo verður Chel%$#$% jarðað á sunnudag PUNGTUR.

  59. Frábært kvöld, frábær byrjun hjá Suarez. Gaman að sjá Carroll brosa þegar seinna markið kom en fyrir mig var það ennþá skemmtilegra að sjá Comolli missa sig í fagnaðarlátum yfir nýju kaupunum(ég hef aldrei séð comolli brosa áður) Sjálfstraustið hjá okkar mönnum ætti að verða í góðu lagi á sunnudaginn á móti chel$kí.

    YNWA

  60. Sælir félagar!

    Frá bær leikur og frábær niðurstaða. Ég er í sjálfu sér sáttur með val Einars á manni leiksins og innkoma Suarez var frábær. Hinsvegar fannst mér Gerrard og Kuyt bestu menn Liverpool í þessum leik og þar með bestu menn vallarins.

    Þó takmarkanir Kuyt sem framherja (móttaka og hraði) séu augljósar þá var framlag hans í þessum leik magnað. Gerrard var eins og hann á að sér í þessum leik. Sem sagt mjög góður eins og hann mun verða undir stjórn KK þar sem allir hlutir eru á hreinu og í góðu lagi. Stjórinn okkar er sem sagt snillingur og þarf ekki fleiri orð um það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  61. Sælir poolarar, tókuð þið eftir fagninu eftir mörkin, allir saman einsog þeir hafi gaman af þessu á
    nýjan leik, og Gerrard frábær. Hlakka til að koma heim og horfa á leik með ykkur, ég tók mér frí í vinnunni til að sjá leikinn beint. frábærar kveðjur frá Grænlandi.

  62. ég veit að hann er grófur en ég verð að láta hann fjúka..

    What’s the difference between Fernando Torres and Heather Mills?, One is a One legged, lying, deceitful cunt who will do anything for money. The other was married to Paul McCartney

  63. Djöfull er gaman að vera geðhvarfasjúkur einstaklingur eins og ég ! :=):=):=):=):=)

    Doktor Kenny Dalglish er að taka mig í gott treatment !

  64. Drési, farðu með treyjuna í Merkt í Skeifunni, þeir taka þetta af fyrir þig. Jói útherji gerir það ekki. Bara gera þetta sem fyrst til að gleyma mr Nobody.

  65. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk sáðlát yfir karlmanni og ég kom ekki einu sinni við sjálfan mig 😀

    SUAREZ SUAREZ SUAREZ og Raul Meireles er þokkalega að stimpla sig inn, búnir að gleyma honum? 😉 hehe

  66. virkilega gaman að sjá liðið berjast núna, spila með hjartanu en ekki sami viðbjóðurinn og var í gangi, hversu augljóst var að það bjó miklu miklu meira í þessu liði en það sýndi undir hodgson (sama hvað andstæðingar okkar og þeir á sky vildu oft halda fram) snérist bara um manager sem var með hóp sem passaði ekki hans leikstíl . einnig ber að hrósa kóngnum fyrir uppstillinguna í þessum leik, fittaði fullkomlega oldschool hábolta dótinu sem stoke spilar og spilar vel, hann spilaði taktík sem hefur ekki sést í mörg herrans ár.. held að upstilling kenny sé maður leiksins í þessum leik 🙂 hann er líka að vinna í sjálfstrausti leikmanna gríðarlega vel, skrtel var maður sem var á hælunum og virkaði hræddur allan tíman í öllum leikjum, johnson hefur eignast nýtt líf, þráttfyrir að ég sé sammála því að hann eigi að fá tækifærið á kantinum, meireles er að springa út í pass and move boltanum sem hefur verið innleiddur jafnvel poulsen virkar annar maður ( hann á allt eftir að sanna ennþá ) . langt síðan maður hefur kveikt á leik og verið virkilega virkilega spenntur, og allt þetta skrifast á manninn sem hefur fótboltaguðina með sér á bandi .

  67. Bara þvílíkur vinnusigur heildarinnar.

    Suarez án vafa mesti gleðigjafinn og fékk okkur til að gleyma Liðhlaupanum í kvöld sem er frábært. Gerrard dreif þetta lið áfram, Lucas frábær að sópa upp og Kuyt og Meireles þvílíkt mikilvægir í sóknarleiknum og pressunni.

    Bakverðirnir virkilega góðir, hversu frábært var að sjá vinstri bakvörðinn okkar inní MARKTEIG í skyndisókn. Hafsentarnir þrír öruggir, ekki síst Kyrgiakos sem ÁT Carew, nokkuð sem gladdi mig mikið.

    En frábær runa leikja og þvílíkur munur að horfa á þetta lið spila fótbolta. Frábært kvöld, alveg frá labbi Carroll fyrir leik og allt þar til Gerrard gerði sér far um að klappa í öll horn vallarins og fagna hverjum einasta leikmanni!

    Magnaður viðsnúningur hér á ferð, tók ekki langan tíma hjá kóngnum, maður minn lifandi!!!

  68. Vá hvað ég er glaður að Suarez skoraði. Hlakka til að rífast í utd túttunum hvort þetta var hans mark eða ekki, ég verð allavegana ekki sá sem verður pirraður í þeirri samræðu.

    Gerrard hrikalega öflugur og ef það er einhver möguleiki að ná 3 stigum gegn Tor… drogba og co. þá þarf sá maður að eiga toppleik. Kuyt var einnig öflugur og djöfull er Kelly að stimpla sig betur inn með hverjum leik. Það þarf bara ÖRLÍTIÐ uppá ákveðninna þegar hann geisist upp kantinn en flottar fyrirgjafir og flottir varnartaktar leik eftir leik. Soto og Agger sem hafsentapar takk fyrir. Ég elska Meireles.

    YNWA

  69. Gleðin umlykur Liverpool í dag, algerlega frábær innkoma hjá Suarez sem setur mark í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool. Við skulum ekki gleyma því að hann hefur verið í banni og ekki spilað leik í nokkurn tíma að ég held (nenni ekki að gá). Það er svo greinilegt að hann er stútfullur af sjálfstrausti þessi drengur, flott fyrsta snerting og sterkt auga fyrir spili.

    Jonjo Shelvey vil ég svo minnast aðeins á, þessi 18 ára drengur er þvílíkt efni að ég á bara ekki orð, ok það gengur ekkert allt upp hjá honum en come on, hann er 18 ára! Framtíðin er björt hjá honum.

    Meireles er á góðri leið með að verða ómissandi leikmaður, sífellt ógnandi og skorar mjög reglulega. Og Kelly, mikið hrikalega er ég ánægður með þennan dreng, stendur sig eins og hetja í vörninni og feykilega sterkur fram á völlinn með eitraða krossa.

    3 sigrar í röð og Kóngurinn drottar yfir ríki sínu, bara gaman 🙂

  70. Munum þenna besta dag fótboltans lengi..

    Fyrsta mark Luis Suarez fyrir Liverpool og G.Neville hætti knattspyrnuiðkun…

    Hipp hipp HURRA

  71. Tóku menn eftir brosunum á andlitum leikmanna í kvöld??? Gerrard að hlaupa og tækla… Agger að koma upp með boltann á fullri ferð… Kenny róterar mönnum og prófar nýtt formation…Frábært. Til lukku Liverpoolmenn með daginn!!

  72. Mannanafnaskrá

    Leit

    Luis

    Drengir

    Luis er ekki á skrá yfir eiginnöfn drengja.

    Stúlkur

    Lúísa

    Tha er thad leyst… 😉

  73. Maður leiksins var Kenny Dalglish.

    PS. Hvar getur maður séð Meireles markið?

  74. djöfull var þetta ljúft … ég segi nú bara eins og Kool Aid kannan sem er alltaf að bjótast inn í dómssalinn í Family Guy… “újeeeee”

    YNWA

  75. Glæsó!!!!!!!!Ég held að Suarez hafi verið svona tíu árum of lengi með snudduna:)Flottur.
    Og loksins var ég mjög sáttur við Dirk, sem var mjög fínn frammi.

  76. @59 TLF algjörlega sammála þer Kuyt klárlega maður leiksins !! hann var mjög góður að taka við boltanum með stoke risana í bakinu, hann lagði upp markið og hefði klárlega getað skorað í þessum leik!!

    @58 Dési. Ég á gömlu svörtu treyjuna með Torres aftan á keypt í jóa útherja. einn daginn fór hún óvart í þurrkaran og “torres” stafirnir flögnuðu mikið. prófa að setja hana 1-2 í þurrkaran, gæti dugað.

  77. Og þetta er sami hópur nánast og Hodgson var að leiða til glötunar.
    En þetta var góður leikur og virkilega flott að halda hreinu 3 leikinn í röð, það sagði mér það einn chelsea aðdáandinn sem vinnur með mér að þegar við fengum Steve Clarke þá myndi vörnin hjá liðinu snarhætta að leka mörkun enda sé hann varnarsnillingur og það virðist vera rétt hjá honum ef marka má liðið núna.

    Ég verð að játa að ég varð rosalega svekktur þegar ég sá byrjunarliðið en Dalglish veit bara nákvæmlega hvað hann er að gera og ég mun aldrei efast aftur, lofa því.

    3 mikilvæg stig í hús og 2 stig í 6 sætið og við erum komnir með PLÚS í markatölunni.
    Og svo þegar við vinnum chelsea á brúnni næstu helgi þá fer torres að efast.

  78. Var aðeins að glugga í stats í enska boltanum. Okkar menn nánast aldrei á blaði yfir þá bestu eða hæstu í neinu… nema sá sem ekki má nefna var með 9 mörk í 6 sæti.

    EN…..

    Current Win Sequence 3 games: Liverpool, Chelsea, Arsenal, Manchester United

    Verður röðin mögulega svona á topp 4 í vor?

  79. Þegar og ef ég set nafn og númer aftan á búning verður það legend sem spilar ekki lengur fótbolta, Dalglish, Rush eða Mölby. Fyrir mörgum árum síðan var ég ákveðinn að skýra drenginn minn Mikael Óðinn…Fowler sé lof að ég eignaðist ekki dreng á þeim tíma. Sú staða væri pínlegri en að eiga kött sem heitir Torres.

  80. Suarez kominn úr sturtu og á netið:

    “Very happy after the debut dreamed, goal and victory of the team! Anfield and the supporters are magical!”

  81. veit einhver um myndir af Carroll þegar suarez fagnaði. Missti af leiknum

  82. Gaman ad sja loksins striker sem nennir ad hreyfa sig og vera med i spili Liverpool. Eg hef ekki fylgst mikid med Suarez en ef tetta litla sem hann gerdi i kvold er bara byrjunin mun, Torres verda afskradur ur sogu LFC.

  83. Er búinn að vera að rífast í Chelsea manni hvort að þetta væri hans mark eða ekki.

    En samkvæmt goal.com er þetta hans mark og samkvæmt wikipedia er Suarez með 1 leik með Liverpool og 1 mark fyrir Liverpool 🙂 Ásamt flest öllum netmiðlum sem ég er búinn að lesa er þetta hans mark! Enda var þetta markið hans!

    Bjartir tímar framundan drengir! YNWA

  84. Í sambandi við viðvörunina sem við fengum frá UEFA snýr það ekki bara að leikmannakaupum með pening sem dælt er í klubbinn?
    Voru Suarez og Carrol kaupin ekki fjármögnuð með sölunni á Törres? Það hlýtur að teljast vera tekjur klubbsins.

  85. Rosalega leist mér vel á Suarez…þvílíkt touch og þvílík tækni!! þetta er einsog að horfa á Natalie Portman í Black Swan!!

  86. einhverjir linkar á viðtöl eftir leik…….. svo væri obboslega gaman að heyra í hinum sívinsæla
    VIÐARI SKÓJLDAL og heyra smá sögur frá liverpool

  87. Það er eitthvað risastórt að fara að gerast á Anfield. Suarez er með rugl gott touch á boltann og eins og einhver sagði þá virðist þyngdarpunkturinn vera neðarlega hjá honum, minnir aðeins á teves. Menn verða líka að gera sér grein fyrir því hvað það er góður kostur fyrir striker að koma svona vel til baka og fá boltann í lappir og skila honum vel af sér ítrekað. Þetta gefur endalausa möguleika fyrir meireles, Gerrard og kuyt að detta í holur fyrir aftan og þegar Carrol kemst í gang þá erum við töluvert sterkari en þegar fúllynda, sjálfhverfa pjásan númer 9 var til staðar. Þetta er ROSALEGT.

  88. “Mig hefur lengi dreymt um að hafa alvöru sóknarmann hjá Liverpool, og nú get ég loksins sagt að svo sé.”

  89. Einhvernveginn þá er ég viss um að Suarez eigi eftir að blómstra á Anfield, og muni njóta sín jafnvel mun meir núna þegar Torres er farinn og fá frið til þess að skapa sér sitt eigið nafn, heldur en ef hann hefði dottið inn í skuggann á hrokanum og fýlunni sem er búin að vera í Torres á tímabilinu..

  90. Sammála nr. 114.
    Ég vil fá umræðuþráð tileinkaðan Natalie Portman.

  91. Geggjað tweet:
    RobKelly2 Rob Kelly
    First Roy Hodgson goes, now Gary Neville – a good couple of months for #lfc fans

    Og Suarez að skora sitt fyrsta mark fyrir Liverpool og vonandi eftir maður Kenny Daglish sem Liverpool Nr. 7

  92. jáhh ef þetta lofar ekki góðu þá verð ég illa svikinn.
    liðið geislar af gleði

    En að hafa ekki æft með liðinu koma inná og eiga svona glimrandi leik er bara snilld. nú er bara að koma sér niður á jörðina og strauja þessa Chel$$$ký menn og þá sérstaklega Torre$$$$$$$$$$$.
    það væri ekki leiðinlegt að lækka verðið á honum í fyrsta leik.

  93. Það er alltaf sama háttvísin hérna.
    Fyrir mér var þetta alveg hundleiðinlegur leikur sem vantaði allt action í.

  94. Úff ég er enþá að ná mér niður bara!

    Mér leið eins og litlum krakka sem var að fara að opna allar jólagjafirnar mínar þegar ég sá SUAREZ klæða sig í Liverpool treyjuna! Ekkert smá gaman að fylgjast með honum. Og það að hann skoraði í sínum fyrsta leik á Englandi með Liverpool, og að hann var greinilega frekar stressaður, get ekki beðið eftir að fylgjast með honum þegar hann er minna stressaður! Hann kann greinilega að fara með boltann það er á hreinu….

    En frábær byrjun hjá KING Kenny, og við þurfum ekki að leitast eftir öðrum stjóra. Við erum með þann fullkomna!

  95. Magnað frábært…. 🙂 Hvað er annað en hægt að vera hamingjusamur eftir þennan leik. Einar Örn með sína fyrstu sigurskýrlsu síðan í Ágúst… og hún var heldur lágstemmd miðað við þá staðreynd… 🙂

    Þetta er ekki bara sigur! Heldur afar mikilvæg þrjú stig í hús. Mig langaði ekkert sérstaklega að horfa á leikinn á Sunnudaginn! Einfaldlega vegna þess að mig hryllir við þeirri tilhugsun að ákveðinn einstaklingur skori gegn okkur! En mér er orðið nokk sama… því ég hef trú á því sem er að gerast hjá Liverpool FC.

    Ég fæ sæluhroll í hvert einasta skipti sem ég hlusta á King Kenny í viðtölum… 🙂

    YNWA

  96. Tony Pulis vill allavega að Suarez fái markið:

    Asked about 2nd goal Pulis said: “Give it to their lad, we don’t want it.”

  97. var skoða tweet hans Luis Suarez mér sýnist það sé ekki búinn updated lengi:
    luis suarez
    @luis16suarez Holland
    Luis Alberto Suárez Díaz is a Uruguayan footballer who currently plays as striker for AFC Ajax, where he is the club’s captain.

  98. Skv. Wikipedia: “In association football (soccer), an own goal occurs when player causes the ball to go into his or her own team’s goal, resulting in a goal being scored for the opposition.
    The fact that the defending player touches the ball last does not automatically mean that the goal is recorded as an own goal. Only if the ball would not have gone in the net but for the defending player would an own goal be credited. Thus a shot which is already “on target” would not be an own goal even if deflected by the defender. Then the attacker is awarded the goal, even if the shot would have otherwise been easily saved by the goalkeeper”

    Suárez á markið skuldlaust!

  99. Heyrðu Drési @58, Merkt í faxafeni getur tekið stafina af fyrir þig, en þú þarft aðeins að taka T-O og svo E-S og bæta við C-A fyrir framan og O-L-L fyrir aftan og þá ertu kominn með þessa fínu nýju treyju með réttu númeri og öllu 😉

  100. Reporter: “Is it everything you thought it would be second time around?”

    Kenny: “The club is always what I thought it would be. Really close to a lot of people hearts and that’s really important to us.”

    Mér verður hlýtt um hjartaræturnar við að hlusta á Kónginn.

  101. Ég sem hélt að við hefðum náð þremur sóknarmönnum í janúarglugganum (Own Goal frá United)…

    en nei það er víst ekki rétt, þessi ræður:

    VoiceOfAnfield George Sephton

    @thisisanfield TOO LATE !!!! I gave the goal to Luis Suarez at the time and announced as such and I’m NEVER WRONG !! George

  102. Þetta verður að teljast sem sjálfsmark, Wilkinson hefði hæglega getað bjargað þessu og í raun fáranlega lélegt hjá honum. Hann hefði td getað tekið 2-3 skref í viðbót og stöðvað boltann, já eða hreinsað. Því verður þetta að teljast sem sjálfsmark.

    Engu að síður lofar þessi drengur rosalega góðu, góða móttöku og greinilega fljótari en margir héldu ekki síst með boltann. Spennandi.

  103. Það væri eins og kenna lélegum markmanni um þegar hann ver auðvelt skot inn um að mark sé skorað.

    Þetta er ekki sjálfsmark og fyrsta mark Suarez.

  104. Takk Stevie fyrir að vera ekki í fílu – varst MotM ásamt Kuyt að mínu mati sem var frábær í fyrrihálfleik.

    YNWA

  105. Þetta var ekki sjálfsmark þó sumir vilji meina það. Boltinn var alltaf á leiðinni í markið þó svo að varnarmaðurinn hafi gert misheppnaða tilraun til að hreinsa. Fyrsta mark Suarez er staðreynd og við skulum vona að hann standi sig eins vel og aðrir sem hafa skorað í fyrsta leik í treyju númer 7 fyrir Liverpool. 🙂

  106. Alveg finnst mér þetta furðuleg umræða um að þetta hafi verið sjálfsmark. Þularnir í PL útsendingunni voru að tönglast á þessu allan tímann. Einsog ég skil sjálfsmark, þá er það nákvæmlega einsog í #130 – varnarmaðurinn þarf að skemma fyrir – beinlínis breyta stefnu boltans inní markið til þess að það sé talið sjálfsmark. Boltinn frá Suarez var á leið inn og varnarmanni tókst ekki að hreinsa. Sem þýðir að Suarez á markið. Ef varnarmaðurinn hefði ekki verið þarna, þá hefði Suarez einfaldlega skorað. Varnarmaðurinn skemmdi ekkert fyrir. Boltinn hefði farið inn án hans og hann fór inn með honum.

    Menn virðast einhvern veginn telja það að vegna þess að það hafi átt að vera létt fyrir varnarmanninn að hreinsa að þá sé það sjálfsmark. Þvílíkt bull. Ef við ætluðum að dæma sjálfsmörk þannig, þá væru allir markmenn og varnarmenn með 20 sjálfsmörk á tímabili.

  107. HALLLÓ ?! Getum við plís breytt leikjafyrirkomulaginu og haft leik á dag fram í maí ?? Get ekki lýst því hvað það er svo miklu skemmtilegra að horfa á Liverpool leiki núna heldur en fyrir áramót ! Leikgleðin skín af mönnum og ungu leikmennirnir eru að fá þvílíkt mörk tækifæri til að sanna sig sem þeir gera í hverjum einasta leik ! Og Suarez VÁ þegar það var klippt úr endursýningunni og í leikinn og Suarez bara allt í einu sloppinn í gegn, maður stóð upp og öskraði af fögnuði langt áður en hann skoraði, ég vil fleiri svona moment takk. Og Carroll og Comolli saman uppí stúku að skemmta sér konunglega, það sást á Carroll að hann getur ekki beðið eftir því að spila með nýju félugunum sínum og láta Kop stúkuna syngja lofsöngva um sig. Það er alltof langt í leikinn á Sunnudaginn ! Ég er að deyja úr spenningi ! Hlakka til að láta Torre$ sjá eftir þessum félagsskiptum ! ÚFF maður er ennþá í svo feitir sigurvímu og það eftir sigur á móti Stoke, hvernig verður þetta eftir Chelsea leikinn ég spyr bara ??

    Strákar, í fyrsta sinn í MJÖG langan tíma er GAMAN að vera Liverpool maður, fullt framundan til að hlakka til !

    YNWA

  108. Sælir Poolarar og til hamingju með sigurinn!!!
    Þvílík snilld! og gæsahúðin og öskrin þegar Suarez komst í gegn og skoraði!!

    En annað. hvar er ódýrast að kaupa liverpool treyju og láta merkja hana?

  109. FLottur leikur hjá okkar mönnum og þvílíkur munur á fótbolta. Menn eru hreyfanlegir, stöðugt að bjóða sig, hlaupandi í eyður og skapa pláss. Þetta er alvöru fótbolti sem liðið er að spila þessa dagana.

  110. glæsilegt maður er orðinn svo spenntur fyrir að horfa á Liverpool vildi að það væri að spila á hverjum degi:)

  111. á ekki að vera fréttamannafundur í dag þar sem carroll og suarez eru kynntir til leiks?

  112. Suarez tekur skotið, eftir það sparkar varnarmaðurinn í boltann viljandi sem þýðir að hann er að leika boltanum og komin ný hreyfing.

  113. Ég veit að margir eru orðnir leiðir á því að tala um torres og vilja helst að ekki sé minnst á hann hérna inni á þessari flottustu bloggsíðu landsins. Ég held þó að það sé óhjákvæmilegt upp á framtíðina litið þar sem við munum spila við spillinguna oft á næstu árum ásamt því að erfitt verður að minnast margra góðra sigra síðust ára án þess að reka sig á það að torres hafi sett eitt eða tvö. Pointið með þessu hjá mér er að torres á það ekki skilið að nafn hans sé nefnt hér inni. Menn hafa verið að kalla hann júdas en það einfaldslega gengur ekki þar sem við því miður eigum einn svoleiðis. Hvað þá spyr ég?

    Jú eitt nafn kemur sterklega til greina og það er nafnið BRÚTUS!! núna halda sumir líklega að ég sé ennþá á fullur eftir markið frá Suarez í gær á meðan aðrir kannast kannski við nafnið á kauða.
    Brútus var besti vinur júlíus sesars um 40 árum fyrir krist og kom öllum á óvart þegar að sveik sesar gamla og stakk hann í bakið. Líklega einn frægasti backstabber allra tíma. Legg ég hér með til að torres sé ekki þess verðugur að vera nefndur með nafni og verði kallaður BRÚTUS þar sem hann stakk rýtingi í bakið á okkur eins og Brútus gerði. Hvað segja menn (og konur) við því? 🙂

    ÁFRAM LIVERPOOL!

  114. @144. Ég held að það sé ódýrast að fá sér Torres #9 treyju þessa dagana.

  115. Afsakið copy-paste af liverpoolfc.tv -> http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/glen-lauds-fantastic-suarez

    Johnson played in a new position himself during the victory over Tony Pulis’s side and he did an excellent job for the team at left wing-back.
    He said: “I enjoyed it. I’m pleased to play anywhere so I will try and do a good job whatever position I play.”

    Eru menn að átta sig á því hvað það er mikil snilld að hafa menn eins og Johnson og með þetta viðhorf. Ómetanlegt að hafa menn sem eru ekkert að grenja yfir því að fá ekki að spila sína uppáhaldsstöðu heldur fara inná völlinn og gefa allt sitt, hvar sem er.

  116. Nýjustu fréttir eru að Roy Hodgson horfði á leikinn í sjónvarpinu sínu og er með dúndrandi hausverk núna því að sendingarnar innan Liverpool liðsins náðu að verða fleiri en 3 í einu…

    Ég hlakka svakalega til þess að sjá Carra labba að To…. og hvísla í eyrað á honum : you will never walk again!

  117. merkilegt með johnson,hann hefur staðið sig betur varnarlega í vinstri bakverði kann einhver sérfræðingurinn skýringu á því!

  118. Við getum verið mjög sáttir. Suarez er strax búinn að eiga fleiri sendingar á samherja heldur en Torres náði allt tímabilið.

  119. You could have been a legend here, Torres, Torres,
    A player that the fans could cheer, Torres, Torres,
    You swapped your pride and dignity,
    For a club that has no history,
    Fernando Torres what a f*cking waste.

    Fyrir leikinn á sunnudaginn.

  120. @148 Gressi, þú ættir kannski að kynna þér reglurnar í fótbolta að eins betur vegna þess að þegar boltinn er á leiðinni í markið eftir skot þá er það skráð á skotmanninn. Eina undantekningin er þegar boltinn fer af samherja.

  121. Kenny að fara á kostum á blaðamannafundinum:

    Eftir að blaðamenn höfðu verið að sauma að Carroll fyrir að hafa farið frá Newcastle þá var komið að King Kenny:

    “He’s a fantastic signing, he’s the best person we could have got in here to play in the number nine shirt.”

    “And at such a young age, when you consider what he’s gone through. Wearing 9 at Newcastle which is a fantastic honour. And he can wear the nine here as well.”

    “I’d just like to reassure Andy we’re more upbeat about Andy coming than I think yourselves [assembled press] are.”

    “Every question you ask has got negativity in it. We don’t see any reason whatsoever to be negative in any way, shape or form about Andy Carroll signing for Liverpool Football Club.”

    • “Every question you ask has got negativity in it. We don’t see any reason whatsoever to be negative in any way, shape or form about Andy Carroll signing for Liverpool Football Club.”

    Það er hrikalega hressandi að sjá stjóra Liverpool bæði gagnrýna bresku pressuna beint upp í opið geðið á henni og komast upp með það á sama tíma. Enda guð blessi þessa menn ef þeir ætla að hjóla í Kenny og ætla svo að mæta vikulega á blaðamannafundi á Anfield.

  122. Úr nýjasta viðtalinu við Suarez:

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/suarez-my-dream-debut

    “I hope I can score as many (goals as I did in Holland). The first target for me is to help the team, whether it’s scoring goals or just helping out in general play, because what counts is the team, not individuals.”

    Þetta ætti nú að vera öllum ljóst, en ágætt að rifja þetta upp svona við og við.

  123. Er enginn með link á þennan blaðamannafund ?? Þá meina ég útsendingu !

  124. Frábær síðs. Kristján og Einar. Ég vil fá 12 ára sanming á Kenny. Andi Shankly, sigurhefð Sir Paisley og harka Fagan´s er öll í sama manninum. Við vorum búnir og ég að gleyma, Kóngnum. Syngjum með.

    HM

  125. Þetta er náttúrlega ömurleg grein Ziggi. Hún gerir ekkert annað en að rakka hann niður og svo loksins þegar farið er að tala um markaskorunina hans þá fara þeir með staðreyndavillu (segja að myndbandið sé af 49 bestu mörkunum hans, þegar það er af þeim 49 mörkum sem hann skoraði á síðasta tímabili).

  126. Kannski hefur einhver minnst á það hérna, en ég reyndi að fylgjast með því í leiknum og mér telst svo til að varnarmennirnir hafi tvisvar sinnur skotið langskoti fram á völlinn úr vörninni, og Reina tvisvar sinnum. Annars var alltaf spilað. Skemmtileg nýbreytni:)

  127. Tómas, #149,

    Brútus sveik Sesar vegna þess að Sesar var að verða of voldugur.

    Júdas sveik Jesúm vegna þess að hann langaði í pening og var siðlaus.

    Eins mikið og við vildum geta trúað fyrri málsgreininni getum við það ekki.

    Seinni málsgreinin er hins vegar spott on.

  128. Sælir drengir…

    Djöfull klikkaði leigubilstjorinn í gær, sá á ekkert inni hjá mér. En mér er alveg sama, það var ekki slæmt að sitja í miðri KOP í gær og sjá Suarez setja fyrsta marki sitt fyrir félagið.

    Vona að ég sjá Suarez byrja á sunnudag, þetta er nyja stjarnan okkar.

  129. 172 Viðar

    Ég hjó eftir því í gær að þú sagðir að leigubílstjórinn hefði sagt að Suarez “would be in the first team”. Það þýðir bara hópurinn en ekki byrjunarliðið. Var hann ekki bara að tala um það?
    Annars hefði hann eflaust sagt starting lineup eða eitthvað álíka.

    En síðan er ég ánægður með þetta frá Carroll í dag:
    “Obviously Torres was a great player but I need to concentrate on my own game and play my football.”

    Þetta “was” er mjög hressandi 🙂

  130. Ef það vantar svikara til að líkja torres við, mættum við ekki bara líta okkur aðeins nær og í tíma – hvað með hinn norska Arne Treholt? Það er lítið, óþekkt og ræfilslegt svikmenni (enda ætti ekki að líkja torresnum við eitthvert stærra nafn) og nöfnin ekkert svo ólík. Mín tillaga.

  131. Jú það er rétt. First team er ekki byrjunarlið heldur hópur (byrjunarlið + bekkur).
    First eleven/X11 er byrjunarlið.

    En það er ekki aðalmálið hvort að leigubílstjórinn hafi haft rétt fyrir sér. Það sem skiptir máli er að maður er enn ekki kominn niður á jörðina, nú daginn eftir.

    Ef við sigrum á sunnudaginn er ég hræddur um að ég muni fara að flögra um einsog einhver fairy.

  132. strákar ég er svo ánægður að ég get varla líst því !
    Leikur liðsins hefur snarbreist úr hundleiðinlegum kick and run bolta þar sem judas eða eitthver rómverskur backstaber eða hvað þið viljið kalla hann, var einn framm, gat ekki tekið menn á, gat bara ekki neitt með sinn fílu svip !
    Í að vera box to box, flæði á liðinu og unnaður að sjá Suares fá hálftíma.
    Hvað gerir hann ?
    Hann sínir að hann þarf sko eingan tíma til að vennjast esnka boltanum, tekur menn á, á 2 flottar hæl sendingar, skot reyndar laust og beint á markmannin en það sínir samt hungrið og bara hvað hann er fokking svalur !
    svo má ekki gleyma því að við eigum einn annan frammherja sem er vanur deildini, búinn að setja eitthver 11 kvikindi í vetur og leggja eitthvað upp líka, allt öðruvísi en Suarez en allveg jafn spenandi.
    hvað ætli við eigum eftir að setja mörg skalla mörk úr föstum leik atriðum í vetur og tala nú ekki um næsta sumar !
    Loksins er uppbiggingin hafinn fyrir alvöru! Henry og félögum er fúlasta alvara og nú get ég ekki beðið eftir fréttum af stækun anfilde og svo sumar gluganum.
    það eru bjarti tímar frammundan það er pottþétt 😉

  133. “The club and the owners did everything we possibly could but it was not to be, so he moved on. He’s playing for someone else now. The most important people are the people at this football club.”

    Asked how Dalglish will prepare to shackle Torres, the Liverpool boss replied: “We’ll just play against any player they put on the pitch. We’re more important than any player they’ve got.”

    Kóngurinn klikkar ekki, (he is playing for someone else) hehe

  134. Ég fór næstum því að grenja þegar ljóst var að Einhver ákvað að yfirgefa liðið sem er mér svo kært. Það var eitthvað svo sorglegt að þurfa að horfa uppá þetta. En ég sé núna að það þarf ekki að örvænta. Djöfull eru spennandi tímar framundan! Svo var líka nokkuð gott að geta gert “líkar ekki við” Torres, á facebook.

    Annars flottur leikur sem krafðist þolinmæði og þrautseigju. Suarez líka nettur að setjann í fyrsta leik. Er hann ekki dálítið líkur Roy nokkrum Makaay?
    http://soccerphase.com/images/stories/newsimage/1suarez.jpg

    http://t0.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcSmyP_mDpTm4RnoaERd–bfAPcVnCVxxCzoQ7t2LQ1yJodOcAER4Q&t=1

    En að öðru, það er hann King Kenny Dalglish. Ég naut ekki þess heiðurs að sjá kappann í aksjóni í rauðri treyju á sínum tíma, þar sem ég fæddur ’88 og byrjaði bara að halda með Liverpool og fylgjast með fótbolta tæpu ári síðar. En ég hafði heyrt ýmislegt um hann. Bæði frá eldri bræðrum mínum, sem eru auðvitað rétttrúar, og svo líka í gegnum fræðsluefni á netinu og þess háttar. Nafn hans er líka náttúrulega feitletrað í gegnum alla sögu klúbbsins. Því þótti mér það vitaskuld gott að slíkur maður væri að fara taka við stjórnartaumunum, en mig óraði ekki fyrir því hversu svalur hann er. Þvílíkt og annað eins legend. Þessi skoðun mín styrkist með hverjum leik, hverju viðtali og bara hreinlega flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Það er einfaldlega eitt sem skiptir hann máli, og það er Liverpool. Ég þakka fyrir að hann hafi séð sér fært að leyfa minni kynslóð að kynnast honum og hans vinnubrögðum. Þetta er snilld, og eins og áður segir; spennandi tímar framundan. Megi Kenny stýra þessu liði sem lengst.

    Áfram Liverpool

  135. Þetta er ekki fokking flókið, Höddi er alveg með þetta. ÆVIRÁÐNING á kónginn, NÚNA. Þvílíkur og annar eins myljandi schnillingur, maður var hreinlega búinn að gleyma því hversu mikill öskrandi snillingur þetta er.

  136. Var að horfa á blaðamannafundinn í heild.

    Ég var Evans maður, fílaði Houllier lengi vel og fannst Rafa vinna gott starf alla leið.

    En Kenny Dalglish er einfaldlega maðurinn! Í gær sýndi hann okkur taktíska hausinn sinn með uppstillingu sem einfaldlega gekk frá “longball” tækni Stoke City og svo tekur hann þennan blaðamannafund og snýr honum um fingur sér.

    Ég er svo sannfærður um það að þessir tveir drengir sitt hvorum megin við hann hafa talið sig í návist föður síns og hálfguðs. Hann einfaldlega lemur mönnum styrk í brjóst og ætlar að koma félaginu á þann stall sem hann skildi við það.

    Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af öðru en því að hann, Steve Clarke og hinn frábæri þjálfari Sammy Lee haldi sínum störfum í vor. Umsnúningurinn á þessu félagi frá því Kenny Dalglish lenti á Manchesterflugvelli er svo svaðaleg að meira að segja blindur maður og heyrnarlaus sér það og nemur.

    Bring the WORLD on!

  137. Þið þarna Jesús- Brútus- og Trehyltingar.

    Þeir blikna í samanburði við Torres.

  138. Ég er fæddur 1971, það þýðir að ég man vel góðu dagana hjá Liverpool og hugsa oft til baka og upplifi nostalgíska fullnægingu. Það sem ég ætla að segja hér á eftir veit ég vel að er fullsnemmt að segja, en eins og ég sagði þá man ég vel eftir þeim árum þegar Kenny Dalglish var allt í öllu hjá okkur og við vorum kóngar Evrópu.

    En sú husun sem hefur verið að kitla rauða heilann minn núna undanfarið er þessi:

    Hvar væri Liverpool í dag ef Kenny hefði ekki tekið þessa örlagaríku ákvörðun að hætta hjá Liverpool á sínum tíma?

    Mig grunar að þá væru aðrar tölur á fjölda titla hjá okkur, og auðvitað þeim liðum sem safnað hafa titlum í fjarveru Liverpool.

    Framtíðin er björt 🙂

  139. Skilst að hér sé komið nýja Andy Carroll lagið hjá okkur: http://www.youtube.com/watch?v=OJWKI7ML4Mg

    Svo var Paul Dalglish að tala um það á Twitter að Suarez-lag væri að fæðast líka; við viðlagið í Who laginu “who are you” (CSI-lagið) og þá væri einfaldlega sungið Suarez Su Su Su Su… 🙂

  140. Var að horfa á fréttamannafundinn allan og ég þurfti reyndar engan fréttamannafund til að vita það sem ég vissi fyrir í blóðrauða Liverpool hjartanu mínu,sem er að Kenny á að fá æviráðningu og líka að fá Manager of the month fyrir síðasta mánuð!

    YNWA

  141. Helgi 173, þetta passar hjá þér enda kom folkið niðri til mín áðan og sagði að auðvitað reyndist sagan rétt hjá gæjanum í gær, honum væri 100% treystandi þessum gæja sem ég talaði við… Ég misskildi hann bara….

    En gaman að öllum sögunum sem maður hefur fengið að heyra i ferðinni og hvað allir eru á sama máli um það að þetta verði bara frábært með Carroll og Suarez…

  142. Ég póstaði þessu í vitlausan þráð… átit að fara hingað…

    Í nótt dreymdi mig draum…

    Ég var að spila fótbolta, reyndar ekki á fótboltavelli heldur á milli hverfa. Markið í mínu liði var bílastæðið í miðjunni og á milli þeirra lína stóð Pepe Reina. Völlurinn var svo bara allt hverfið en mark andstæðinganna var á hinum endanum en ég náði reyndar aldrei að sjá það.

    Fernando nokkur Torres var í þeirra liði og var ég aftasti varnarmaður. Aðrir leikmenn voru vinir mínir í báðum liðum og því þekktust allir vel. Ég man að ég var pirraður út í Torres fyrir að vera ekki með mér í liði en hann var samt vinur minn og þess vegna var erfitt að vera reiður.

    Það kom sending inn fyrir og ég og Torres tókum á rás. Miklar hendur voru notaðar og hann ýtti í mig og ég greip í hann. Ég náði boltanum en hann fór að væla og vildi fá dæmda aukaspyrnu. Ég sagði við hann. “Þú varst alveg jafn mikið að brjóta á mér en ég skal gefa þér spyrnuna af því að við erum félagar” Einhver tók aukaspyrnuna og Torres hljóp fram hjá mér og þó ég hafi náð að pota tánni í boltann náði hann tuðrunni og setti í bílastæðið (markið) án þess að Pepe hafi hreyft sig. Mér fannst reyndar að Pepe hafi átt að ná boltanum en nóg um það.

    Torres hins vegar fagnaði ekki en ég var meira en lítið pirraður. Svo vaknaði ég og hugsaði WTF! Af hverju er mér að dreyma svona bull. Ég ætla þó að spá því að Torres skori á sunnudaginn og berja undirmeðvitund mína ef það reynist rétt.

    Vonandi dreymir mig Cheryl Cole næst… og að ég sé að skora 🙂

  143. Besti maður í gær var Kuyt. Ég held að menn gerisér ekki grein fyrir hans vinnuframlagi, staðsetningun og getu. Frábær leikur í gær hjá honum

  144. Veit einhver hvort þessar financial fair play reglur verða komnar í gildi fyrir sumargluggann eða detta þær inn eftir hann?

  145. @190.

    Frábært lag Biggi. Og stórkostlegt framlag hjá ykkur fjölskyldunni að taka þetta upp og sýna okkur!

  146. 152 Frábært video.

    Það er eitthvað sem segir mér að hjá Gerrard, og öðrum leikmönnum, sé endurfædd spenna fyrir leikjum með tilkomu Suarez. Á þessum stutta tíma sem hann var inná vellinum, ÁN ÞESS AÐ HAFA MÆTT Á EINA ÆFINGU MEÐ LIÐINU, sýndi hann að hann hefur magnað auga fyrir spili. Bara þessi tvö flick segja svoooo margt um hvers hann er megnugur. Skotið fyrir utan teig (sem reyndar hefði getað verið betra) lýsir greddu og ákveðni í að sanna sig, fyrsta touch og hæfileiki til að spila boltanum úr þröngri stöðu. Hann virðist hafa flest allt sem sóknarmaður á heimsmælikvarða þarf að hafa. Virðist passa fullkomlega í boltann sem King Kenny vill spila.

    Ég veit það allavega að ef ég væri Steven Gerrard væri ég fullur tilhlökkunar að fá að spila með þessari framtíðarstjörnu Anfield 🙂

  147. “He tried to speak to me in Spanish – ‘hola, bienvenido’ (hello and welcome) – the basics and that impressed me. Obviously, he is a legend at this club…in this city, but I think it’s very important to judge people as you see them rather than just what you hear. He has lived up to that legend in my eyes.,, -Suarez

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/suarez-dalglish-is-a-legend

    Stutt og skemmtilegt viðtal við El Pistolero!

  148. 195 Valli ..

    Suarez fær markið skráð á sig já enda stendur í reglum að ef skot leikmanns(Suarez) fer á markið og kemur síðan við varnarmann(wilkinson) skráist markið á sóknarmann.

  149. 100% sammála mönnum hér að ofan með Daglish. Næstu stóru “kaup” LFC verða einfaldlega að vera langtímasamningur við karlinn. Breytingin sem hefur orðið á liðinu, innan vallar sem utan , er ótrúleg. Kick & hope var sparkað út úr félaginu og það er actually farið að vera gaman að horfa á LFC spila.

    Viðtölin við kallinn eru spot-on, frá fyrsta degi. Hann elskar klúbbinn eins og við hinir – hann veit nákvæmlega hvað þetta gengur útá og það er ekki neinn annar í fótboltaheiminum sem ég myndi vilja hafa þarna í hans stað.

  150. Enda átti hann þetta mark fair and squere, bolti sem ekki er á leið í mark þarf að breyta um stefnu á leikmanni til að um sjálfsmark geti talist.

    Held að Carroll þurfi að byrja að spila sem fyrst ef hann ætlar að eiga séns í ástina sem nú þegar er kominn á Suarez hjá aðdáendum Liverpool : )

Liðið gegn Stoke – Suarez á bekknum

King Kenny um Suarez og Carroll