Stoke á morgun (Uppfært)

Ahh hvað það er nú hrottalega gott að geta núna farið að hita upp aftur á eðlilegan máta. Brjálæðið að baki, þetta var svo ruddalegt á síðustu metrunum að maður var bara orðinn hálf uppgefinn eftir allan þennan hasar. Er maður nú búinn að vera djúpt sokkinn lengur en maður man eftir sér, þ.e.a.s. í þessu fótboltafári, en þetta var sú magnaðasta spenna sem ég hef lent í á meðan fótboltaleikur er ekki í gangi. Reyndar…nei, næst magnaðasta, ég verð að viðurkenna það að réttarhaldafarsinn hér í haust verður seint bolað af toppnum.

En hvað um það, leikur á morgun, Fowler sér lof fyrir það. Er það eitthvað tilhlökkunarefni? Enginn Torres, enginn Suarez og enginn Carroll? Hvað hefur breyst? Jú, kannski hefur lítið breyst frá því frá síðustu leikjum, en það sem hefur breyst með tilkomu King Kenny er að maður bíður bara hreinlega spenntur eftir hverjum leik, það er bara tilfinning sem er kominn aftur. Veri hún bara hjartanlega velkomin. Andrúmsloftið í kringum félagið virðist vera orðið hreint og tært, bjartsýni í brjóstum manna og við sjáum bros allt í kring. Meira að segja á vellinum, sér í lagi núna og hlakka ég mikið til að fá að sjá brosandi Suarez á næstunni. Það eina sem skyggir á í dag er það að hann þurfi að fara til Hollands út af vegabréfareddingum og er talið ólíklegt að hann verði með á morgun. Reyndar efast ég um að hann hefði byrjað inná, en líklegast komið inn á bekkinn. Hann hefur ennþá ekki tekið þátt í æfingu vegna atvinnuleyfismála. Ég hef þá trú að við séum með sterkara lið eftir þennan leikmannaglugga, bæði hvað varðar framherjastöður og svo má ekki gleyma því að við styrktum okkur í vinstri bakvarðarstöðunni.

Nóg um gluggann sem núna er harðlæstur. Stoke er í heimsókn og verður það frábært að spila við þá og engir stráklingar á hliðarlínunni með handklæði þannig að hægt sér að taka korter í hvert innkast Rory Delap. Það fer fátt meira í mínar fínustu heldur en leikir á heimavelli Stoke og að þurfa að horfa upp á þessa þurrkara á hliðarlínunum. Maður bíður bara eftir að dýrið fái stól og hárblásara til að hann geti nú örugglega tekið nógan tíma í þetta. En eins og áður sagði, þá verður ekkert slíkt uppi á teningnum á morgun, síður en svo. Í þokkabót er Anfield svo þröngur að hann fær minna tilhlaup en á mörgum öðrum völlum. Bravó fyrir því. Stoke er að mínum dómi leiðinlegasta lið deildarinnar, og þá er ég að tala um hversu mikinn stórkallabolta þeir spila og eins finnst mér liðið yfirfullt af leiðinlegum leikmönnum. Það er nú líklega ein af ástæðunum fyrir því að Eiður Smári fékk fáa sénsa þar, hann var nefninlega fótboltamaður. Ég segi það ekki, það eru strákar eins og Pennant og Etherington hjá Stoke, en þeir eru undantekning á reglunni. Tuncay er einn sem ég hef alltaf fílað, en hann er horfinn á braut.

En fegurðin segir ekki alltaf allt, ekki var nú heldur mjög fagur boltinn sem við spiluðum framan af þessu tímabili. Staðreyndin er sú að Stoke hefur leikið einum leik færra en okkar menn, eru með 2 stigum færra, skorað 3 færra en við en á móti fengið 3 færri á sig. Þarna er enginn munur á milli og ljóst að það kemur akkúrat ekkert annað til greina á morgun en að hala inn þremur stigum, simple as that. Kenwyn Jones er markahæstur þeirra manna með 5 mörk, hann er mjög erfiður við að eiga og menn þurfa að hafa sig alla við að halda honum undir control. Eins eru áðurnefndir Pennant og Etherington mjög hættulegir, og sama má segja um Fuller á góðum degi. Þeir fengu einnig öflugan liðsstyrk í janúar þegar þeir fengu John Carew að láni frá Aston Villa. Miðverðir þeirra hafa verið öflugt par sem kallar ekki allt langömmu sína, en ég held að Shawcross sé í banni á morgun, þannig að Huth mun verða með einhvern annan upp á arminn á morgun (nennir samt einhver að bjalla í hann og segja honum að það sé ekkert sniðugt að taka aftur þátt í mottumars).

En nóg um mótherjana, snúum okkur að því sem mestu máli skiptir, okkar heittelskaða liði. Eins og áður sagði, þá verður Suarez líklegast ekki með og Carroll er meiddur í einhvern tíma áfram og því ekkert nýtt á boðstólnum. Ég hef ekkert heyrt frekar af Lucas og reikna með honum heilum. Einnig staðfesti kóngurinn það að Carra sé klár í slaginn og verði í hóp. Mér er nokk sama hversu margir segja hann vera búinn á því, orðinn gamall og jara jara, Carra er bara Carra og hann er ómetanlegur í þessu liði. Fyrir það fyrsta er hann gríðarlega mikilvægur í klefanum og í öðru lagi þá rekur hann menn stöðugt áfram í vörninni og heldur mönnum á tánum. Ég veit ekki með ykkur en ég hef saknað hans verulega og ég fer ekkert ofan af því að okkar besta miðvarðarpar eru Carragher og Agger (enda smella þeir afar vel saman í CarrAgger). Ég er þó ekki viss um það hvort honum verði hent beint inn í liðið, það fer alveg eftir því hversu mikið hann hefur náð að æfa undanfarið. Ég sé samt hann ekki fyrir mér á bekknum fyrst hann er kominn í hóp á annað borð.

Johnson heldur áfram í vinstri bakverðinum og Kelly hægra megin. Fyrst Kenny breytti því ekki síðast, þá sé ég hann ekki gera það núna. Lucas mun svo koma inn á miðjuna fyrir Poulsen og spila við hlið Gerrard. Því miður þá er Kenny fastur í því að hafa Stevie á miðjunni frekar en í holunni. Ég bara næ því ekki, Stevie er bestur í holunni eða á hægri kanti og Meireles er í sinni bestu stöðu inni á miðjunni. Þetta sást svo fáránlega vel á móti Fulham að það hálfa væri dass. Í rauninni væri það draumurinn að Stevie færi að færa sig alveg út á hægri kantinn til að rýma til fyrir Suarez sem second striker, en væntanlega fer hann til að byrja með út í kantframherja vinstra megin. Ég ætla því að tippa á að Kuyt verði áfram hægra megin, Maxi vinstra megin og Torr…Ngog frammi.

Reina

Kelly – Carragher – Agger – Johnson

Lucas – Gerrard
Kuyt – Meireles – Maxi
Ngog

Bekkurinn: Jones, Skrtel, Aurelio, Poulsen, Shelvey, Cole og Jovanovic Suarez

Eins og ég segi, þetta fer aðeins eftir því hvort Carra sé klár í slaginn eða ekki. Hefði viljað svissa Stevie og Raul, en við eigum bara einfaldlega að vera með betra lið en Stoke og í þokkabót þá erum við á Anfield. The Kop verður án vafa í góðu standi og styðja sína menn fram í rauðan dauðann, nú gildir að láta heyra í sér alla leið á á Brúnna, sýna hvað stuðningur sé og hversu mikils virði það er fyrir leikmenn að hafa marga og góða stuðningsmenn sér að baki. Pass and move, pass and move, pass and move, Kenny, haltu áfram að troða þessu ofan í strákana, pass and move. Verði það raunin á morgun, þá vinnum við þetta Stoke lið, höldum boltanum bara inni á vellinum og skautum framhjá þeim. Ég held þó að þetta verði erfiður leikur og ætla að spá okkur 2-1 sigri. Stevie og Ngog með mörkin.

Uppfært: (SSteinn)
Suarez verður í hóp í kvöld, nú er bara að sjá hvort hann fái spilatíma.

187 Comments

 1. Gagnvart okkur þá eru 5 hætturá morgun; Innköst, hornspyrnur, aukaspyrnur fyrir utan teig, Huth og Jones. Allt annað þarf ekki að pæla mikið í.
  Ég myndi vilja sjá Jova vinstra megin, Cole hægra megin og Kuyt fremstan á morgun.

 2. Kvíði alltaf leikjum á móti Stoke því þeir geta orðið svo drepleiðinlegir ! Stoke hafa líka átt það til að refsa okkur illa (og dómararnir líka) í þessum leikjum. Held samt að við merjum 1-0 sigur á morgun !
  Frekar vonsvikin samt að sjá ekkert nýtt andlit inná vellinum en það gerir næstu helgi bara svo MIKLU betri !!

  YNWA

 3. Afsakið tvípóst. Glórulaus spurning þar sem það stendur tveim setningum neðar! Var bara svo alltof hissa og vonsvikinn

 4. 3-1 😀 Gerrard með 1 og Mereiles með 2. Sýnum nú að við sökknum ekkert þessum þarna sem fór frá okkur því það er mun betri liðsheild án hans 😀

 5. Vona innilega að suarez verði á bekknum á morgun hlakka ekkert lítið til að sjá nýja framherja parið okkar…væri kannski sterkur leikur hjá KKD að nota einhverja unga stráka frammi á morgun 🙂 áfram Liverpool!!!

 6. Ohh mig sem hlakkaði svo til að sjá Suarez í Liverpool treyju..

  En jæjja fæ allvega að sjá alla hina snillingana í Liverpool treyju, og það er alltaf gaman! ..eða svona oftast allavega 🙂

  En já ég segi líka að leikurinn fari 2-1, Gerrard með bæði mörkin!

 7. Vitiði um góða síðu þar sem hægt er að horfa á leikinn á morgun? Það er nefninlega búið að loka síðunni sem ég hef verið að nota… http://www.atdhe.net

 8. Annars held ég að við tökum leikinn á seiglunni. Setjum 2-3 og fáum held ég eitt á okkur. Það er ekki líklegt að við höldum markinu hreinu þriðja leikinn í röð. Ngog, Gerrard og Meireles skora!

 9. Haha þetta Torr… djók var sárt! Jæja, hef enga aðra trú en að við hirðum öll 3 stigin á morgunn. Vonandi verður honum ekki gefið neitt handklæði þegar hann ætlar að bóna boltann! Komo svo !

 10. Afhverju ekki Suarez? Er það einhver regla að menn mega ekki spila sömu viku og þeir joina klúbb eða? :/

 11. Þetta er alveg skelfilega hægt lið fram á við sem stillt er upp í póstinum. Mín skoðun á þessum leikmannaglugga er sú að Liverpool leysti engin vandamál hjá liðinu. Enn vantar okkur miðvörð, vinstri bakvörð og vængmenn beggja meginn. Það verður gaman að sjá hvernig Suarez er hugsaður og hvernig liðinu verður stillt upp þegar allir eru heilir. Jovanovic er bara ekki nóg og góður fyrir Liverpool og því vona ég að einhver ungur og sprækur fái að koma inn á bekkinn í hans stað. Það hentar Stoke að kýla boltanum fram á stóra og sterka framherja og reyna við “seinni boltann”. Þess vegna kemur til með að reyna mikið á vinnugetu Liverpool manna. Pressa hátt og miðjan að vinna eins og motherf….. í að loka svæðum og skila sér svo aftur og vinna títtnefndann “seinni bolta”. Þolinmæði, vinnusemi og skipulag er lykillinn að sigri á morgun. Liverpool hefur ekki hraða né tækni til að skapa eitthvað óvænt á morgun því verður skipulagið að virka og þá er nú líklegt að Kuyt, Gerrard eða Mereiles skori. Held að þetta verði tæpt á morgun.

 12. Pacheco spilaði ekki með varaliðinu í kvöld! Ætli hann verði í liðinu á morgun? Vona það.

 13. Djöfull er ég samt spenntur að sjá Carroll og Suarez frammi, með Gerrard og Meireles á miðjunni! Úff, svo í sumar kaupum við kantmenn og vinnum deildina næsta season. Djöfull gott að vera svona bjartsýnn, þó að FernandWho? sé kominn í Chelsea!

 14. Blah. Var farinn að hlakka til að sjá nýju mennina, a.m.k Suarez.

  Hef núna slæma tilfinningu fyrir þessum leik. Hugsa nú samt að við vinnum hann sko.

 15. hef mjög slæma tilfinningu fyrir þessum leik miðað við uppstillinguna! sentera lausir og svo á ég ekki vona á að Carra byrji held að það verði Skrtl ! þetta lið þannig er hræðilegt og ef við vinnum þá verður það 1-0 með einhverju svona fulham marki!

 16. Stoke unnu okkur 2-0 í síðasta deildarleik…
  Ég veit ekki hvað maður á að segja við þessu byrjunarliði ef það endar í þessu… :/
  spái 1-1

 17. Við vinnum þennan leik 3-0,og sýnum fram á við þurfum eingan torres í okkar lið

 18. ég er pín hræddur við þennan leik, hræddur um að það vanti bit í sóknarleikinn….

  mundi vilja Stevie G í holuna, Meireles á miðjuna og J. Cole á vinstri kantinn… já og ef N’Gog meiðist erum við þá að tala um Kuyt sem lone-striker ????

 19. hvernig vitiði að Suarez verði ekki búinn að fá atvinnuleyfið á morgun??? það eina sem ég hef heyrt var það sem Dalglish sagði í gær á fréttamannafundinum. að hann þyrfti að fara aftur út fyrir Bretland og koma aftur inn til að fá atvinnuleyfið og að það ætti ekki að taka langan tíma og ætti að koma á morgun (semsagt í dag). ???

 20. Finn ekki neitt staðfest um að Suarez verði með / ekki með á morgun.

  Hann flaug með fjölskylduna til Dublin og baka í dag til að uppfylla formsatriðið með að koma inn í landið til að fá atvinnuleyfi svo ég held að hádegið á morgun sé síðasti séns til að fá leikheimild. Hann hefur ekki mætt á eina æfingu svo væntanlega byrjar hann ekki. En vonandi náum við að sjá hann á bekknum…

  1. Liverpool var ekki í CL bara í EL. en Ajax voru í CL og eru núna í EL og það má enginn leikmaður spila með tvemur liðum sem eru í sömu keppni. Og þó svo að hann hafi ekki spilað í EL á þessari leiktíð þá munu Ajax gera það. ég held allavega að þetta sé rétt hjá mer. ?
 21. @10 Varðandi atdhe.net

  Af Twitter:
  “ATDHE.NET will be availabe here http://88.80.11.29/ soon untill we set a new domain Hoping for your support and retwitt as much as possible”

 22. já ég veit að liverpool var ekki í cl heldur el , en þú átt að mega skrá einn nýjan leikmann sem var í evrópukeppni með öðru liði ( cl eða el ) og þá ætti ekki að skipta máli þótt liðið sem hann var með sé í keppninni eða ekki, eða þannig hef ég alltaf skilið það ..

 23. Æjj hvað ég vona að það verði einhver annar en N´gog þarna frammi á móti risunum í stoke, eini möguleikinn fyrir okkur er ef við höfum ngog þarna frammi er að enginn bolti má fara hærra en meter upp í loftið fram á við ef við ætlum að reyna að skora. Held reyndar að þessi regla ætti bara að vera skilyrði á móti liði eins og Stoke sérstaklega meðan við höfum ekki carroll inni á vellinum.

  Væri samt alveg til í að sjá liðið senterlaust á morgun, það er hafa el capitano og pacheco fremsta, væri meira en til í það að hafa Carra inn á í þessum leik á morgun þar sem það er enginn talandi í þessarri vörn ef hann er ekki með og hálfur Carra er alltaf betri en Skrtl.

  Hef ekkert alltof góða von fyrir þessum leik þar sem ég held að við eigum eftir að fá á okkur eitt eða fleiri mörk, bara spurningin hvað við náum að setja mörg sjálfir.

  ps: hér er góð síða fyrir leikina(þarf reyndar í einhverjum tilvikum að installa einhverju litlu forriti til að geta horft) : http://www.livetv.ru/en

 24. Skil ekki þetta vanmat á N’gog, hann getur alveg skorað, hann er kominn með 8 mörk í vetur, Torres var með 9 þegar hann fór. Hvor var með fleirri mínútur spilaðar?

  En að öðru, er alltaf hræddur við þetta Stoke lið, en ef Liverpool spila bara boltanum í lappir og forðast háar sendingar þá ætti þetta að vera allt í góðu, við erum með betri “fót”boltamenn en þeir.

  Spá því að Gerrard setji eitt og N’gog 2.

 25. Leikurinn á morgun verður ansi erfiður. Ansi hætt við að fjaðrafokið í kringum klúbbinn gæti hafa truflað einbeitningu manna fyrir þennan leik. Þakka þó fyrir að leikurinn hafi ekki verið í kvöld þannig að menn hafa nú haft tíma til að átta sig á aðstæðum. Það hefði verið gaman að sjá Suarez og Carroll spreyta sig á morgun en það verður að bíða betri tíma.

  Leikurinn á morgun er gríðarlega mikilvægur af nokkrum ástæðum:

  I. Með sigri getur liðið minnkað forskot Sunderland sem er í 6. sæti í 2 stig með sigri og jafnvel getur munurinn orðið 3 stig í 5. sætið.

  II. Ef liðið tapar þá missir það Stoke framfyrir sig, auk þess sem Stoke á leik til góða. Með sigri þá skilur liðið Stoke 5 stigum fyrir aftan sig án þess að eiga möguleika að komast framúr þeim með sigri í leik sem þeir eiga inni.

  III. Með sigri hefur liðið unnið 3 leiki röð í deildinni sem yrði gott veganesti í lætin á St. Bridge. um næstu helgi.

  IV. Með sigri kemst markatalan í plús sem hefur ekki gerst á þessu tímabili.

  V. Stoke niðurlægði Liverpool liðið fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Liverpool liðið átti aldrei möguleika gegn liðinu. Leikmenn skulda sjálfum sér, félaginu og aðdáendum að hefnd fyrir þá niðurlægingu. Tvö töp gegn Blackpool á sama tímabili er nóg, það má alls ekki bæta Stoke á þann lista.

  Leiðin að vinna Stoke er ekki að beita löngum boltum upp völlinn og freista þess að vinna seinni biltann. Hodgson reyndi það með skelfilegum afleiðingum í síðasta leik. Liðið þarf að halda sama tempói og það hefur gert í undanförnum leikjum og halda boltanum innan liðsins á jörðinni. Ef það tekst þá er ég ekki vafa um að liðið hirði 3 stig. Leikmenn verða hins vegar að sýna þolinmæði og skynsemi. Helsta von Stoke felst í föstum leikatriðum, skipunin ætti að vera að forðast eins og heitan eldin að gefa innköst eða aukaspyrnur á eigin vallarþriðjungi. Brýna þetta vel fyrir leik með sérstakri áherslu fyrir Poulsen, Lucas og Skrtel.

  Spái 2-1, Kuyt og Gerrard. Jones fyrir Stoke eftir innkast.

 26. joe cole fremstan gerrard í holunni meirrelles og poulsen fyrir aftan höfum ekkert með lítinn brassa að gera í háboltana hjá stoke

 27. Veit einhver heimilisfangið hjá torres í London, þarf að senda honum rukkun fyrir nýjum f5 takka og fötu af kenny sem datt niður í gær!!!!! ég er brjálaður hérna!! vorum að tala um 4 upplæri og 2 vængi…

 28. veit einhver hvernig þetta fair buy dæmi á að virka? byrjar það í sumar? var aðeins að velta fyrir mér með chelsea “vini” okkar með allt þetta tap á bakinu hvernig staðan verður hjá þeim eða hvort þessi Þarna hvað hét hann nú aftur fernando eitthvað sé snillingur í að koma sér í klúbba þar sem lægð er fram undan, ef þeir geta ekki keypt stórt í sumar, því margir þeirra eru farnir að færast óþægilega nálægt grafarbakkanum í fótboltalegum skilningi

 29. Sammála SSteina með andlega rússíbanann. Það er alveg klárt mál að í lok næsta glugga, 31. ágúst ætla ég að standa úti í Þingvallavatni, símalaus með veiðistöng í hendi og ekki koma heim fyrr en búið er að negla gluggann aftur!

 30. fair game dótið byrjar í sumar, þess vegna var svo mikilvægt fyrir rússagullið að æla úr sér peningunum núna til þess að eiga möguleika á að hanga undir þessarri tölu sem gefin er upp, sérstaklega þar sem það er ekki nema kannski einn til tveir menn sem hægt væri að selja á yfir 15m punda í þessu liði í sumar…. og samt eru þeir orðnir 29 ára eða eldri, Essien og cole. Svo auðvitað maðurinn sem verður ekki nefndur á nafn og Luiz

  Restin er ekki mjög söluvæn myndi ég halda

 31. Ég hef mikla trú á Ngog og hef einmitt viljað að hann fengi meiri spilatíma. Torres fékk að spila alltof mikið miðað við það að hann var ekki að skora nægilega mikið og með framherja á bekknum sem var búinn að skora meira á töluvert styttri tíma held ég að ég megi leifa mér að fullyrða. Þannig að Ngog skorar á morgun ef við náum að spila boltanum á jörðinni!

  Ég vil líka sjá Cole í liðinu og ég vil sjá hann spila almennilega, taka menn á og koma með góðar fyrirgjafir. Hann á mikið inni sá ágæti drengur og væri gaman að sjá hann setja eitt á móti Lundúnaliðinu næstu helgi.

 32. það er möguleiki að Suarez gæti spilað á morgun:
  henrywinter Henry Winter
  @
  @morgs1980 Rule on eligibility is must be registered 24 hours pre kick-off. Torres too late for tonight but Suarez fine for tomo #cfc #lfc

 33. Ég gæti séð pacheco á bekknum á morgun þar sem Ngog verður í byrjunarliðinu, það væri svo ekki verra ef hann(Pacheco) fengi tækifæri til að spila kanski 20 mínútur eða svo þar sem Carroll og Suarez eru ekki að spila og Torres er farinn á vit Olíuævintýrana!

  En mun Kuyt ekki skora á morgun? ég ætla að skella 5 £ á það 😀

  YNWA

 34. Að vanda frábærir pistill frá þér SS. En smá uppástunga til þín varðandi uppsetningu þinna góðu pistla. Gæti verið betra ef þú myndir aðeins reyna að brjóta þá upp. Greinarskil auðvelda lesendum lestur.

 35. @39 – Ég hálf öfunda þig af því að hafa þó fengið kjúklingabita. Ég er ekki búinn að borða annað en VIP Hornafjarðarhumar síðan á föstudaginn og hef ekki hugmynd um af hverju.

 36. Flottur pistilll Steini……

  Síðustu dagar hafa bara verið of erfiðir, þvílíka ruglið og að vera staddur í Liverpool borg á meðan allt skeði á mánudag var bara OF MIKIÐ, er hreinlega SIGRAÐUR, þessi Borg svíkur mig samt ALDREI, hún er ALLTAF FÁBÆR…. Hér eru allir á sama máli, Liverpool borgaði alltof mikið fyrir Carroll og ég er bara ekki sammála, BÍDDU hugsiði til baka hvað borgaði Man Utd fyrir Rooney á sínu tíma? ég er að reyna að segja öllum þetta, ég er allaveganna sáttur og handviss um að Carroll verði frábær fyrir okku næstu 10 árin…

  ég er hreinlega lasin að drepast ur halsbolgu sennilega með smá hita i þokkabót og þakka eg mánudeginum fyrir það…. Verð á FRÁBÆRUM stað i KOP í kvöld og konan með mér í fyrsta sinn á vellinum…. ÞAÐ mun ekkert skemma daginn fyrir mér, lasleikinn má fara i RASSGAT…..

  Ég verð líka á Stamfird Bridge Á sunnudag og meika ekki einu sinn að spá í því rugli, það verður eitthvað rugl…..

  en strákar njótið leiksins í kvöld og ég ÆTLA að gera það úr KOP stúkunni líka….

 37. Gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld og hvað þá leikurinn á sunnudaginn. Ætla að leyfa mér að vera nokkuð bjartsýnn, þó við séum ekkert sérstaklega mannaðir þarna í framlínunni. Ég hef þó enn svolitla trú á Ngog og held að hann sýni okkur eitthvað sérstakt í kvöld, svona þar sem 1-2 rándýrir menn eru að gera sig tilbúna til þess að reyma á sig lfc skóna. Vonast líka eftir því að fara að sjá Joe Cole, neita bara að trúa því að hann hafi gleymt þessu á einu sumri og held að Dalglish gæti verið sá maður til þess að ná því besta út úr honum.

  2-0 fyrir Liverpool. Ngog kemur okkur yfir og Gerrard styrkrir stöðuna um miðjan seinni hálfleik.

 38. Er mest hræddur um að fyrirliðinn verði dottinn í þunglyndi eins og hann gerði um árið og taki við af Torres með grejusvipinn. En vonum það besta.
  Þetta verður erfiður leikur en gaman að sjá muninn á spilamennsku liðsins frá fyrri viðureign. Hvernig N´Gog kemur frá þessu ef hann byrjar. Vill ekki sjá að Carra byrji og vonandi fáum við eitthvað að sjá af Pacheco. Spái 1-0 í algjörum Stalemate.

  Sko við eigum eftir 14 leiki sem gera 42 stig sem mundu skila okkur 74 stigum ef við vinnum rest. Hæpið, one can dream. Þessi stigafjöldi skilar 3-4 sæti miðað við lokaniðurstöðu síðasta tímabils. Finnst þetta vera eiginlega ómögulegt að ná CL sæti úr þessu en 5-6 væri fínn árangur úr þessu.
  Hvað segiði eru þetta ekki tómir draumórar?

 39. Megum ekki vera neitt hræddir eða panikka þótt Torres sé farinn. Hversu oft hefur LIVERPOOL þurft að spila án Júd,æi Torres svo com on og Liverpool menn mæta dýrvitlausir og tökum þetta með markaregni, kominn tími til.

 40. Núna er svolítið forvitnilegt að sjá þar sem að einn helsti burðarás liðsins er horfinn á braut, og þeir tveir sem eiga að taka við keflinu kannski ekki klárir, þá finnst mér afar forvitnilegt að sjá hverjir munu nýta tækifærið og stíga upp.

  Margir hafa nýtt tækifærin eftir að ein af stjörnum liðanna fer eða er fjarverandi og núna held ég að það geti sést greinilega hverjir hafa hjartað í þetta. Það er virkilega jákvætt andrúmsloftið í kringum félagið núna og ef að menn sjá ekki þetta tækifæri til að stíga upp þá er þeim líklega ekki viðbjargandi.

  Ég ætla að treysta því að menn eins og Maxi, Gerrard, Kuyt, Ngog, Meireles og jafnvel Jovanovic munu þurfa núna að leggja enn harðar að sér og vinna upp þessi mörk sem Torres skilaði, þar til að Carroll og Suarez komast í gang.

  Ætla ekki að leyfa neinum svartsýnishugsunum að komast nálægt mér og ég hef enga trú á öðru en við tökum Stoke á heimavelli sannfærandi!

 41. Er einhver með tölfræði um leiki með og án Torres, þ.e. hvort við vinnum/töpum leiki þegar hann er með eða ekki?
  Getum alveg komist af án hans.

 42. Strákar HORFIÐI Á ÞETTA MYNDBAND……..

  þvílíkt myndband og sjáiði SÉRSTAKLEGA hvað Mourinho er reiður þegar Gerrard kemur til hans og þakkar fyrir leikinn…..

  Torres er að fara missa af FRÁBÆRUM tímum hjá okkar félagi..

 43. Ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik. Ég á von á að Poulsen haldi sæti sínu í liðinu og Lucas komi inn á bekkinn sé hann orðinn heill heilsu ! Eins og menn hafa sagt hér í commentum og kemur fram í pistli þá eru Stoke með eitt leiðinlegasta lið deildarinnar hvað fótbolta varðar. Ætla ekki að tjá mig um annað skemmtanagildi þeirra enda hef ég enga vitneskju um slíkt ! Þeir spila mjög líkamlegan leik og eru duglegir við að fara í menn. Það er von mín að dómari leiksins taki á því og bóki menn réttilega fyrir brot. Liverpool þurfa að bíta vel frá sér og það er synd ef að Suarez er ekki með í þeim bitslag ! Leikurinn er á Anfield og séu menn rétt stemmdir fyrir þennan leik þá á hann að vinnast nokkuð örugglega. Það sem ég er hræddastur við er að Pulis verður ábyggilega með tvo turna þarna frammi, þá Kenwyn Jones og John Carew. Þess vegna er mjög mikilvægt að Liverpool séu ekki að gefa mikið færi á hornspyrnum, aukaspyrnum eða innköstum frá Delap. Það þarf að pressa þá hátt uppi strax frá fyrstu mínútu og leggja þeim línurnar í baráttunni um boltann !!

  Ég ætla að leyfa mér að spá þeim 4 – 0 sigri ef þeir fara eftir leiðbeiningum mínum og King Kenny :=) Mér er alveg sama hver skorar mörkin eins lengi og þau koma !

  YNWA

 44. 55

  Einkar áhugavert myndband. Hreinlega dularfullt bara….

  Insjallah…
  Carl Berg

 45. Carl berg já áhugavert mynband en veist þú hver ég er??? eg hef setið með þér á Allanum nokkrum sinnum…

 46. Já, Viddi ég veit hver þú ert, en það er enginn linkur, á neitt myndband hjá þér 😉

  kv,

  Carl Berg

 47. Carlberg er ekkert myndband??? eg get ekki fundið það aftur held ég….. eg var að ráfa áðan og sá geggjað myndband…. svona er lidið ef það er ekkert i boði….

  ÞESSI BORG ER GÖRSAMLEGA Á HVOLFI…… eg verð að hald áfram að njóta þesss…….

  Carlberg getur þú fundið mig á FACEBOOK??? Viðar Skjóldal……..

 48. SORRY DRENGIR copy/paste var ekkiað virka, nuna finn eg ekki myndbandið aftur…..

  Folk her er að tala um Suarez og að hann se að fara spila i kvold…. er það i alvoru að fara ske????

 49. ÞAð er allavega ekkert sem að getur komið í veg fyrir það Viddi, mér skilst að hann sé “In town” 🙂

 50. Bjarni #46, point taken.

  Gott að Suarez virðist ætla að ná að komast á bekk í kvöld, menn voru ekki vongóðir með það í gær. Hefur greinilega náð góðu flugi inn og út úr UK 🙂

  Ég er nú samt nokkuð viss um að hann byrjar ekki inná.

  Annars er ég alveg bara hundfúll með viðbrögðin hérna. Búið að setja ákveðinn standard í fjölda kommenta á síðunni, allt undir 700 slíkum eru hrein og klár vonbrigði…bring it on

 51. Það er allavega staðfest á LFC TV að SUAREZ verður í hópnum í kvöld!:)

  BIG LIKE

 52. Suarez byrjar nú varla í kvöld, hefur ekki tekið eina æfingu með liðinu. En það væri gaman að sjá hann koma inná þó ég myndi fara varlega með það. Hann fær vægt sjokk drengurinn að byrja á móti Stoke ; )

  Annars finnst mér ótrúlegt að heyra og sjá hvernig Torres lætur. Það hlýtur bara eitthvað að hafa gerst þarna hjá þeim í Liverpool. Alsæll að vera farinn, talar svo um að skora strax á móti Liverpool etc Hvernig væri að sýna smá virðingu og halda bara kjafti svona til að byrja með !

  Varðandi væntingar þá held ég að topp 4 sætið sé vonlaust en það væri gaman að ná Tottenham og enda helst fyrir ofan þá í fimmta sætinu. Mér sýnist á öllu að ManU renni þessum titli létt í mark í ár sem mér finnst reyndar alveg með eindemum ótrúlegt miðað við spilamennskuna oft á tíðum hjá því liði eg sá gamli virðist alveg vita hvað hann er að gera.

  Drullu erfiður leikur í kvöld, mér er slétt sama hvernig við setjum þetta upp, vil bara fá 3 stig þó það verði sjálfsmark úr innkasti hjá Stoke.

 53. Það er frekar ólíklegt held ég að hann byrji inn á en vonandi fær hann einhverjar mínútur svo við getum tekið á móti nýju 7-unni okkar! Hlakka mikið til leiksins í kvöld, held að leikmenn séu fired-up og klárir í þetta!

 54. Viðar Skjóldal ertu með link á það eða er þetta bara ósk af þinni hálfu??

 55. 99,9% áræðanlegar heimildir……

  Suarez er að fara starta i kvöld, eg treysti þessum upplisingum, er lika buin að dobble tékka þetta… þetta kemur frá Risastórum leiubilstjora, ársmiðahafa á ANFIELD…. ALLIR á hótelinu hafa komið til mín og STAÐFEST að ég geti treyst þessum manni…….. hann sagðist hafverið 99,9% hann segist hafa talað við Dalglish i morgun…

  ERUM VIÐ AÐ KAUPA ÞETTA????

 56. Risastórum, hvað er hann þá 2m að hæð og 150kg?? 🙂

  Menn hafa nú hangið á minni upplýsingum, yrði óneitanlega gaman að sjá hann byrja inná. Væri samt sennilega skynsamlegast að hann kæmi inná, verst að við höfum varla efni á að vera skynsamlegir þessa dagana og þurfum á öllum stigum að halda…

 57. Ég meina þetta alls ekki illa Viðar en miðað við allt þetta caps og svona “æsinginn” sem er í skrifum þínum langar mig að spyrja voðalega sakleysislega:

  Ertu drukkinn :p?

 58. Þú gerir þér grein fyrir Viðar, að ef þetta gengur ekki eftir verður þú aldrei tekinn alvarlega hér á Kop.is 🙂

 59. Frábært ef að hann spilar og svona gaurar geta alveg fittað inn þótt þeir hafi ekkert æft hann kann fótbolta og á að skora það kann hann líka.

 60. Ég sé ekkert að því af hverju hann ætti ekki að byrja, hann er besti sóknarmaðurinn sem við eigum og þó svo að hann hafi ekki tekið æfingu þá er þetta bara eins og áður, taka tuðruna og negla henni í markið og það er hann góður í.
  Ég segi bara, henda honum beint í djúpu laugina.

 61. Aldeilis spennandi lið ef rétt er sem er að leka út núna:

  Reina

  Kelly – Skrtel – Agger – Aurelio

  Johnson – Meireles – Gerrard – Cole
  Pacheco
  Suarez

 62. Mér sýnist þetta reyndar vera bara óskhyggja hjá Tweetara, ekki kominn neinn “leki” frá þessum hefðbundnu.

 63. Birkir til þess að svara þér þá held ég að ég sé í lagi….

  NEI er ekki drukkinn er bara að drepast ur spenningi… Ég elska þetta félag og ég hefði aldrei komið her inn og sagt neitt þessu líkt ef ég væri ekki viss um þessar upplysingar…. þessi mður labbaði upp að mér þar sem hann sá að ég var stór aðdáandi og sagði mér þetta, ég var ekki að kaupa þetta en þegar kom til mín öll gestamóttakan og segir við mig að þessi gaukur sé vel tengdur félaginu og Dalglsh og að ég geti TREYST honum 100% þá bara gat eg ekki annað en gert það….

  eg mundi aldrei koma her inn og skrifa CRAP…… eg er buin að heyra síðustu 2 daga 1000 rumour um Torres og Suarez, ekki hef eg komið her inn og sagt frá þeim….

  eg er spenntur og hlakkar til kvöldsins og vona að sagan sé rétt sem ég var að heyra….

 64. Vá hvað mig hefur dreymt um álíka byrjunarlið lengi á þessum tímabili.

  Ef liðið verður svona vinnum við 3-1 🙂 Suarez með 1 í fyrsta leik, Gerrard og Johnson með hin.

  YNWA

 65. Helgi j… já ég geri mer grein fyrir þvi hvað ég er að gera, leyfiði mér bara að njóta vafans drengir…..

 66. Verður gaman að sjá hvað verður um kvöldið!

  Suarez er pottþétt að fara að fá fullt af mínútum, því hann verður uppi á topp í stríðinu á Stamford Bridge! Hvort menn leggja í að láta hann byrja veit ég ekki, en þó er N’Gog búinn að vera meiddur og í bölvuðu basli með að fá sig í gang og þá er bara Kuyt eftir. Kæmi mér ekkert á óvart að kóngurinn henti honum bara í byrjunarlið, því hann veit að fólkið bíður eftir honum og við höfum litlu að tapa.

  Hlakka ÞVÍLÍKT til fyrir kvöldið, algerlega vaknaður Liverpooleldurinn góði!!!

 67. Mikið væri gaman að sjá liðið eins og SSteinn setur upp,en það er reyndar allt gaman sem að snýr Liverpool þessa dagana.

  En hvernig er það er ekki komið að því að Poolarar fái ríflegan afslátt af magasýrutöflum og sprengitöflum….

  YNWA Og við vinnum þennan leik 3-0

 68. Maggi takk takk og ég held að þetta sé að gerast….. Suarez er liklega að starta í kvöld…

 69. Úff SSteinn……ef Dalglish þorir að henda þessu liði inná gegn Stoke þá vitum við að kóngurinn er mættur og meinar bisness. Þetta væri ótrúlega djarft og ballsy. Fulla ferð áfram með tvo “litla” framherja. (meðalhæðin þeirra pacheco og suarez er 1.74 🙂 )

 70. Ef Suarez byrjar í kvöld skorar hann a.m.k. eitt mark, jafnvel tvö – hann er týpan sem kann að heilla frá fyrsta leik

 71. 91

  Hvernig veist þú það?
  Sástu fyrsta leikinn hans suarez hjá ajax?

 72. Hérna er brot úr þessu glæsilega pistli.

  Ajax hinsvegar hækkaði boðið og sá líklega nákvæmlega ekkert eftir því eftir fyrstu leiki hans með liðinu. Í sínum fyrsta leik sem var í undankeppni meistaradeildarinnar gegn Slavia Prag fiskaði hann víti sem Klaas-Jan Huntelaar klúðraði. Í sínum fyrsta deildarleik skoraði Suarez síðan eitt mark, fiskaði aftur víti og lagði ekki upp nema þrjú mörk í 8-1 sigri á De Graafschap. Þess má einmitt geta að það er alveg tilvalið að byrja svona gegn Stoke á miðvikudaginn takk.

 73. Ég fór aftur niður í hótelmóttökun og fékk að hringja i bílstjórann sem keyrði mig áðan, hann sagði bara eitt, TRUST ME suarez is in the first team….

  Ég vona það en við verðum að sjá til……

 74. Er að sjálfsögðu spenntur fyrir leiknum í kvöld eins og allir sem styðja Liverpool. Drauma byrjunarlið fyrir kvöldið er eins og það er sett upp í kommenti númer 80 hjá SSsteina (Kann ekki að paste svona inn). Með þessu liði látum við Stoke vera í eltingarleik í kvöld.

  En held ég geri bara eins og flestir hér og bíði eftir staðfestri liðsuppstillingu.

 75. pistillinn hjá babu var svo langur ég nennti ekki lesa hann, en já sé að honum gekk vel í byrjun hjá ajax kannski við vinnum bara líka 8-1 líka í fyrsta leik með honum?

  ALLTAF AÐ LÆRA EITHVAÐ NÝTT HA!????!!!

 76. bara svo ég spyrji aftur , veit einhver betur með það hvort hann (suarez) verði löglegur með okkur í el eða ekki ? sá link í gær sem suggestaði að hann gæti ekki spilað þar.

 77. Stoke hefur aldrei náð að leggja Liverpool að velli á Anfield í efstu deild en liðin hafa mæst 47 sinnum. Stoke hefur gengið afar illa á þessum sögufræga velli og hefur aðeins innbyrt tvö stig í síðustu 26 leikjum sínum þar !! vonandi að það verði 2 stig úr síðustu 27… það er svo mikill draumur minn að suarez skori winner í kvöld !!

 78. Mikið er ég spenntur fyrir leiknum í kvöld, ég get hreinlega ekki beðið eftir að sjá Suarez og Carroll spila fyrir Rauða herinn, því miður verður einhver bið eftir Carroll en vona að við sjáum Suarez byrja í kvöld.

  Reina – Kelly Agger Carra Glen – Gerrard Lucas Meireles Maxi – Cole – Suarez

  Ég væri til í að sjá þetta lið, með Gerrard út á kannti og Joe Cole í holunni bakvið Suarez, geri mér grein fyrir því að liðið verður 99% ekki svona en alltaf gaman að láta sér dreyma. Ég spái hins vegar mjög erfiðum leik, þetta Stoke lið er erfitt viðureignar en það þarf engan eldflaugasérfræðing til að sjá að við erum með sterkara lið, nú er bara spurning hvort við komum almennilega stemmdir inn í leikinn og berjumst frá fyrstu mínutu með sjálfstraustið í botni. Ef sú verður raunin þurfum við ekki að hafa áhyggjur.

  Ég spái 2-0 Gerrard og N’gog með mörkin

 79. Lag: ‘Sweet Caroline’:

  Sweet Carroll 9, oh, oh, oh
  Scoring never looked so good.

  …Goals all the time, oh, oh, oh
  Just like Kenny said he would.

 80. 99,9% áræðanlegar heimildir……
  Suarez er að fara starta i kvöld, eg treysti þessum upplisingum, er lika buin að dobble tékka þetta… þetta kemur frá Risastórum leiubilstjora, ársmiðahafa á ANFIELD…. ALLIR á hótelinu hafa komið til mín og STAÐFEST að ég geti treyst þessum manni…….. hann sagðist hafverið 99,9% hann segist hafa talað við Dalglish i morgun…
  ERUM VIÐ AÐ KAUPA ÞETTA????

  Þú ert semsagt að tala bókstaflega um leigubílstjórasögu, ég trúi öllu sem þessi maður segir 🙂

  pistillinn hjá babu var svo langur ég nennti ekki lesa hann

  Þú getur bara sjálfur verið langur!

 81. Hérna eru nokkri skemmtilegir punktar úr leikmannaslúðrinu af fótbolti.net. http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=103625

  Liverpool stjórnaði því að Fernando Torres óskaði eftir sölu, þremur dögum fyrir lok félagaskiptagluggans. Torres óskaði um sölu um leið og ljóst var að Luis Suarez kæmi til Liverpool. (The Sun)
  First off, þetta er FUCKING SUN!!!!! í annan stað….þarf nokkuð meira en að þetta kemur frá FUCKING SUN!!!!!

  Liverpool reyndi að ná heiðursmannasamkomulagi við Torres um að hann myndi ekki spila með Chelsea í leik liðanna á sunnudag. Það tókst ekki og Torres verður með í leiknum. (The Guardian)
  Ég efast um að þetta getið staðist, ég tel líklegra að Kenny hafi gert það sem kröfu að hann MYNDI spila leikinn.

  Ég veit ekki hversu skynsamlegt það er að henda Suarez strax í byrjunarliðið með leikmönnum sem hann hefur ekki spilað með áður, en svo er það hitt að þetta er fótbolti og þetta er svipað dæmi og að mæta í bumbubolta….sami leikur með jafn stórann bolta og sömu (næstum því 😛 ) reglurnar.

  Fyrir mitt leyti er mér sama hverjir byrja inná svo framrlega sem við vinnum leikinn.

 82. Babú já BÓKSTAFLEGA að tala um bilstjorasögu….

  eg er buin að heyra allt sem hægt er að heyra siðustu 2 daga, þessi maður á víst að vera áræðnalegur , eg kom ekki með þessa sögu hér inn til þess að vera TÖFF, eg kom með þetta vegna þess að ég fékk það STAÐFEST að ég gæti treyst þessum manni…..

  núna verðum við að bíða og sjá, eg er að taka stóra áhætu með því að segja þessa hluti hérna inni… Æg er ekki að segja þetta að ganni mínu…..

 83. Það gleymist líka svolítið að Suarez hefur ekki spilað síðan í nóvember og gæti því verið smá ryðgaður til að byrja með ásamt því að´nú þarf hann að aðlagast nýju landi og annari deild.

 84. Þetta lið sem SSteinn birtir (81) væri náttúrulega algjör draumur. Því miður draumur eins og…

  Benjamin Netanyahu: “Abbas minn, þetta er Bibi hér. Eigum við ekki bara að gleyma þessu og vera vinir? Grillum bara saman, við erum a.m.k sammála um þetta með svínakjötið og svona.”

 85. Vááá hvað ég væri til í þessa uppstillingu sem þú settir inn SSteini 81#!

  Ef þetta verður uppstillingin þá erum við að fara að sjá flugeldasýningu!

 86. Viðar Skjóldal. Hættu að hanga á netinu drengur og farðu út að njóta þess sem að Liverpoolborg hefur upp á að bjóða :=) Ertu búinn að fara Magical Mistery Tour ?? Mæli með því !

 87. Held bara að gamli fiðringurinn sem hefur verið að vakna eftir komu kóngsins sé kominn til að vera. Það er þessi fiðringur sem við allir þekkjum, Liverpool að fara að spila og mann hlakkar til. Áhuginn var næstum dauður og maður var farinn að standa sig að því að horfa frekar á málingu þorna en Liverpool. Í dag eru breyttir tímar og ég hlakka SVAKALEGA til að horfa í kvöld, er eins og lítill strákur að bíða eftir jólunum. Það er sama hvernig liðið verður, við vinnum.

  Að lokum held ég að þeir sem eru ennþá giftir eða með kærustu, ættu að kaupa eitthvað fallegt handa sínum spúsum, vegna andlegrar fjarveru síðustu daga, þær eiga það skilið

  YNWA

 88. Mikið væri nú gaman ef þetta lið sem SSteinn birtir væri að lið sem kemur út á völlinn í kvöld. Annars spái ég 3-0 sigri Liverpool. Suarez með eitt, hvort sem hann er í byrjunarliðinu eða ekki, Meireles og Gerrard með hin tvö.

 89. “Suárez made his official debut for the team in the Champions League qualifier against Slavia Prague.[12] In the match he won a penalty kick for Ajax, though it was missed by Klaas-Jan Huntelaar. In his Eredivisie debut for the club, he scored one goal, made three assists and won another penalty, helping Ajax beat newly promoted De Graafschap 8–1.”

  nú ef hann birjar inná þá kemur hann við sögu í allavega marki sem liverpool skorar í kvöld ef ekki skorar.

  81 þetta væri draumaliðið næstu 2 vikurnar og ef það verður þannig þá vinnum við leikin 4-0 gerrad 1, súarés 2 og pacheo 1 og súares á þátt í hinum mörkunum sem gerrard og pacheo skora gerrad úr víti og pacheo með skalla.

  .

 90. Ég hef góða trú á þessum leik! Það kæmi mér ekkert á óvart að brotthvarf Torresar hafi verið eins og að losna við andlegt dead weight. Vonandi koma menn ljóngrimmir í þennan leik, og vonandi spilar Suarez. Ég spái okkur sigri, og ég held að Meireles skori aftur með screamer!

 91. Stoke eru samt helvíti erfiðir við að eiga.
  Maður er farinn að sjá betur og betur handbragð King Kenny á liðinu þó svo leikurinn á móti Fulham var lélegur eða svona.
  Það er mér öllu óskiljanlegt afhverju hann King Kenny tók ekki við í byrjun timabils. Ef maður með þetta record mundi bjóðast til að búa til lið á að segja Já, Takk gjörðu svo vel.
  En flott að hann sé kominn á staðinn og byrjaður að hafa áhrif og á eftir að sýna það gegn Stoke.
  Ég vona að hann verði til frambúðar og mun af sinni alkunnu snilld berja baráttu í brjóst okkar Liverpool manna og minna okkur á það að meðalmennska er ekki til í orðabók Liverpool FC.

 92. Mér finnst þessi uppstilling hjá Steina ansi ólíkleg enda hefur hann spilað Kuyt og Maxi í öllum leikjunum hingað til og Cole ekkert spilað þannig að þetta er væntanlega bara óskhyggja en þó rosalega skemmtileg.
  Kuyt hefur virkað rosalega þungur og þreyttur undanfarið og ég held að það væri gott að gefa honum hvíld fyrir Chelsea leikinn enda mun reyna mikið á hann þá eins og allt liðið og kannski er það sem gæti gerst í kvöld enda mun allt vera lagt undir til þess að vinna torres og þetta chelsea lið.

 93. Já ég er sammála Mumma ég er orðinn drulluspenntur yfir Carroll og hef verið síðan síðastliðinn vetur. Ég hlakka svo til að sjá hann í Liverpool liðinu að ég á eftir að fara yfirum á því að bíða í einhverjar vikur!

  Hann er svo ólíkur öllum þeim sem við höfum séð í Liverpool lengi og það gerir mig svo gífurlega spenntan. Hann er algjört naut, hávaxinn, heldur bolta vel, flott touch, góður klárari, algjör fallbyssa, góður skallamaður, góður í að skapa færi og flest allir sterkustu og varnarmenn deildarinnar hafa þurft að lúta í gras í baráttunni við hann. Ég held að með menn eins og Suarez, Kuyt, Gerrard, Meireles og fleiri í kringum sig þá held ég að hann verði enn betri en hann var hjá Newcastle.

  Maður getur hins vegar verið kátur með það að fá líklega að sjá Suarez í kvöld og er ég ekki minna spenntur fyrir honum. Mér líst satt að segja mun betur á að hafa þá tvo saman í sókninni heldur en einn Fernando Torres!

 94. 121

  Sammála,þegar Torres var farinn og við búnir að fá Suarez og Carroll,fann ég fyrir visum létti”like a breath of fresh air”

  Nýjir eigendur,nýr þjálfari,nýjir leikmenn NÝJIR TÍMAR!! 🙂

  Hef trú á að Suarez byrji á bekknum en fái góðann hálftíma til að fá blóðbragð í munninn fyrir Chelsea leikin

 95. Fiðringurinn í maganum eykst…

  When you walk through a storm,

  hold your head up high,

  and don’t be afraid of the dark.

  At the end of the storm,

  there’s a golden sky,

  and the sweet silver song of the lark.

  Walk on through the rain,

  walk on, through the wind.

  Though your dreams be tossed and blown!

  Walk on, walk on, with hope in your heart,

  and you’ll never walk alone,

  YOU’LL NEVER WALK ALONE!

  Legg til að við stöndum upp, hvort sem við erum ein í stofunni, með fleirum fyrir framan skjá eða í hóp á pöbbnum og syngjum lagið okkar til að fá útrás fyrir tilfinningarússibanann sem við öll höfum gengið í gegnum.

  Konur, karlar, börn og barnabörn. Það er ekki til nein betri lækning en að syngja þetta lag af innlifun.

  ENGIN!

 96. Ég er ánægður með Viðar Skjóldal – dúndur að fá þetta beint í æð frá Liverpool og gaman hvað maðurinn er æstur. Mér er slétt sama hvort hann sé fullur eða ekki..þetta æsir mann upp í að fara að skella sér út sem fyrst.

 97. Búinn að henda Suarez inní fantasy liðið og gera hann að Captain og búinn að rifta samningnum við Torres !

  In Suarez we trust !

 98. Kæru Púllara við skulum nú vera sanngjarnir, hófværir og gefa King Kenny tíma til að byggja upp nýtt lið. Það tekur tíma fyrir nýja menn að aðlagast.

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 99. Suarez einnig kominn í liðið hjá mér í Fantasy, Torres fékk Free Transfer.

 100. Það verður gaman að sjá Suarez í kvöld, ég held bara að liðið verði léttra á sér það er bara gott mál að liðið þurfi að hætta að treysta á Torres, ég held að menn eins og Gerrard, Kuyt, Meireles , Maxi og Suarez eigi eftir að ná betur saman núna, þetta verður bara hörku flott…

  Ég hlakka mikið til að sjá Carroll spila fyrir okkur, hann er akkurat týpan sem okkur hefur vantað, hann heldur boltanum vel og tekur varnarmenn til sín þannig að það opnast fyrir aðra, hann er eitraður skallamaður og skorar mikið þannig, loksins fáum við mann sem aðrir hræðast í föstum leikatriðum, ég held að hann eigi eftir að leggja upp fullt af færum fyrir Suarez og Gerrard, svo er ég gríðarlega ánægður með hlaupin frá Meireles, hann er frábær leikmaður og á eftir að verða enn betri….

  Ég held að þessi leikur í kvöld vinnist og það er flott nesti fyrir sunnudaginn….

 101. Gæti verið að þessu hafi verið póstað einhvers staðar inn en mikið er nú gaman af því hvað Phil Thompson berst með kjafti og klóm fyrir sitt ástkæra Liverpool gegn þessum rugludöllum á Sky. Virkilega gott myndband og maðurinn bara hækkar alltaf og hækkar í áliti hjá manni.

  http://www.youtube.com/watch?v=WgyqM3SBAvE

 102. Skemmtileg pæling ef…..

  http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/reds-to-bring-back-aquilani

  Þyrftum engan Adam ef Aquilani kæmi aftur….Tek undir það sem slúðrað er um í þessar “pælingar” grein, að af hverju ætti LFC að lækka verðmiðan á leikmanni sem hefur staðið sig umtalsvert betur en áður á meðan á lánstímanum stóð? Ef þeir vilja ekki borga fullt verð sem búið að var að semja um áður, þá …..Velkominn heim Acuilani 🙂

  Lets win some thropies together 🙂

 103. Doldið findið að lesa allar þessar pælingar um hvort Suarez verð með í kvöld eða ekki….Stóri leigubílstjórinn sem þekkir Kenny og ömmu hans sagði það og jari jari jarí…

  Svo kemur Ynwa með þennan link af official síðunni : http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/suarez-named-in-tonight-s-squad

  En….samt halda menn áfram að gíra sig upp í kannski og ef og vona að ….osvfrv…..og og og…

  Þetta er bara fyndið :), No disrespect Viðar og tek undir að það er frábært að lesa svona live lesningu frá pöbbum í Liverpool og mikið væri gaman að vera þarna staddur líka.

  En njóttu sigursins í kvöld Viðar og við öll hér.

  Góðar Stundir

  Islogi

 104. Nei islogi. Þetta er bara í Bretlandi. Það er pottþétt hægt að finna fox soccer channel eða einhvern slíkan stream. Leikurinn er sýndur út um allan heim, bara ekki í Bretlandi.

 105. þetta er oftast þegar það eru heilar umferðir í Bretlandi, til dæmis hefur held ég ekki verið bein útsending frá laugardagsleikjunum (kl:3) í mörg ár á sky til þess að reyna fá fólk frekar á völlinn.

  Hengi mig ekki á að það sé búið að breyta þessu en svona var þetta allavegana. spurning hvort svona millivikuleikir séu inni í þessu líka.

 106. What a ridiculous statement from Torres!! Liverpool have? won more european cups than Chelsea have won league titles. http://www.youtube.com/watch?v=WgyqM3SBAvE
  kemur í einu commenti að neðan þessu video.
  einhver maður sem var einu sinni hja okkur sagði við fölmiðla nú er ég kominn í stærri klúbb og ætla að vinna titla en því miður fór hann í lakara lið (chelsea) og vildi vinna titla síðan kemur hann grátandi í stjórn liverpool og biður þá að kaupa sig aftur bara því við verðum búinn að vinna fleiri titla en chelsea.

  en ja varðandi leikin spái ég 4-0 súares 2 gerrard og pacheo 1 mark hvor

 107. Er ekkert farið að leka út um hvernig liðið verður skipað í kvöld?

 108. Vertu úti vinur, til hamingju með liðhlaupann þinn!!!

  Ummælum eytt – Maggi

 109. Comentið hér fyrir ofan mig, frá “I’ll rather walk alone( torres )”, er auðvitað ekki svaravert og treysti ég því að síðuhaldarar hendi því hið fyrsta út.

  Hér er hluti úr ágætis pistli frá Jaime Redknapp á skysports:

  Pressure

  Andy Carroll also needs to get off to a good start and he will also be under pressure but at Liverpool it’s an easier pressure because he’ll get so much support. He’ll have the fans right behind him and in Kenny Dalglish there could not be a better manager for a young lad.

  I know he had his problems off the field and he is pretty much going from one goldfish bowl to another, but people who have met him tell me is a good lad who trains hard and wants to do well. That will go down well at Liverpool.

  I remember when Kenny signed me as a 17-year-old, he was so good to me. I practically lived at his house, he was always looking out for me and although he wasn’t there long enough for me, he still kept in touch and gave me advice over the phone whenever he could.

  That is what Carroll is getting. What Liverpool are getting is a rough diamond; a lad who clearly has something special and a lad that reminds me of Wayne Rooney when he joined Manchester United. He had a good manager looking out for him and that is what Carroll will find waiting for him.

  Luis Suarez is one of those where we’ll just have to wait and see. He could be another Dennis Bergkamp or Robin van Persie or he could be another Mateja Kezman or Dirk Kuyt, we just don’t know. He had a reasonable World Cup, he was the captain of Ajax, but there is no telling how players who come from the Dutch league are going to do in England.

  But as much as signing Torres and Luiz showed that Chelsea and Abramovich still mean business, you have to applaud Liverpool’s new owners because they have made a real statement of intent, when they could have easily kept the Torres money in the bank.

  I have been saying for a couple of years now that the players the club have signed are just not good enough. Carroll and Suarez at least have the potential to be what I would call proper Liverpool players. It shows the owners want to sign better players.

  Now all they need to do is give Kenny Dalglish the job full-time. They might as well because when it comes to attracting players and looking after them, there really is no-one better.

 110. Ég skil það ósköp vel, en þoli ekki þegar ummælum er hent út áður en maður nær að sjá þau og svo er manni nuddað uppúr manns eigins forvitnisdrullu með því að skrifa í kommentið…. “Ummælum eytt – Maggi”

  Ég endurtek, skil það vel en þoli ekki : )

 111. Skil það svosem alveg Carlito, en þá lendum við oftar í því að sömu mannvitsbrekkur virðast halda það að þá geti þeir skotið áfram út í loftið. Þessi var einfaldlega dónalegt glott frá einhverjum Chelseamanni sem alls ekki kunni mannasiði….

  Ekkert merkilegra en það, orðalagið var nú ekki fullorðinslegt heldur!

 112. Þú misstir ekki af neinu Carlito !! Þarft ekki að láta forvitni þína fara með þig í gönur :=)

  Bara illa haldin Chelsea maður sem heldur að hann og hans hafi dottið í gullpottinn !

 113. Já og John Terry nokkur er víst í sjöunda himni með komu Olalla Dominguez Torres til Chelsea. Fresh meat eins og hann orðaði það víst sjálfur ! Getur ekki beðið eftir að kynnast henni betur !

 114. Gaman að þvi að Raheem Sterling er í Evrópuhóp LFC fyrir seinni hluta tímabilsins. Vonandi fær hann einhver tækifæri til að sýna hvað í honum býr.

 115. Fyrir þá sem því miður hafa ekki efni á að kaupa aðgang að stöðvum þá vil ég benda á að atdhe.net er flutt yfir á http://atdhenet.tv/

  Rojadirecta.com er einni flutt og er hægt að finna hana á rojadirecta.es

  Ástæðan fyrir því að þessar síður (og fleiri) eru niðri er sú að Bandarísk stjórnvöld ákváðu að loka á þau. Hægt er að lesa um það hérna http://torrentfreak.com/u-s-seizes-sports-streaming-sites-in-super-bowl-crackdown-110202/

 116. Raheem Sterling er fáránlega efnilegur strákur sem Rafa keypti frá QPR á 600 þúsund pund (plús alls konar bónusa í fyrra). Strákurinn sá er hrikalega fljótur, bæði að hlaupa og leysa tækniatriði og með mjög öflugar sendingar. Stálum honum fyrir framan nef allra stóru nafnanna í Englandi.

  Hefur verið að leika svakalega vel með unglingaliðinu og fengið smjörþef af varaliðinu.

  Mynd af honum hér: http://www.facebook.com/pages/Raheem-Sterling/305336195491

  Hann verður ekki 17 ára fyrr en 8.desember samt og er ekki nema 164 cm. á hæð.

  En þessi strákur er hrikalega efnilegur og unun að sjá hann spila gegn sínum jafnöldrum!!!

 117. aron pálmars ertu faggi eða hvað? en vinnum 4-1 áfram liverpool. Suarez með 3 mörk og Steven Gerrard 1 mark.

 118. Er orðinn mjög svo spenntur fyrir þessum leik en einhvern veginn fæ ég mig ekki til að vera bjartsýnn.

  Liðið sem SSteinn sýnir hér fyrr í færslunni væri draumur í dós. Persónulega skil ég ekki hvað kemur í veg fyrir að Johnson fái að prófa kantinn, það er greinilega einhver gild ástæða þar sem hvorki Rafa, Roy né Kenny hafa reynt á það af einhverju viti. En eitt er víst, það er gott að öll óvissan og lætin séu yfirstaðin og fótboltinn tekinn við á ný.

  Ég vona innilega að við höldum boltanum í jörðinni og reynum að ná góðu flæði í sóknarleikinn. Ef það tekst, þá batna líkurnar okkar töluvert.

  Áfram Liverpool

 119. Menn sumir ansi bjartsýnir á þennan leik. Ég er nú ekki viss um að Suares fari að setja þrennu í sínum fyrsta leik þó að ég voni það þó. Hann mun örugglega þurfa tíma til að venjast hörkunni í enska boltanum og ég efast um að hann ná því að skora í dag. Fyrir utan það að þá verður þetta erfiður leikur, Stoke eru mjög erfiðir eins og við sáum í fyrri leik liðanna en ef okkar menn ná upp elmennilegu spili eins og við höfum aðeins fengið að sjá síðan Dalglish kom að þá vinnum við þennan leik!

 120. Liverpool team is: Reina, Kyrgiakos, Skrtel, Agger, Kelly, Johnson, Lucas, Aurelio, Gerrard, Meireles, Kuyt.

  5 manna vörn?
  Eða Johnson á kantinum?

 121. Jimmy Rice
  Confirmed team: Reina, Kyrgiakos, Skrtel, Agger, Kelly, Johnson, Lucas, Aurelio, Gerrard, Meireles, Kuyt.

 122. The Liverpool team is: Reina, Kyrgiakos, Skrtel, Agger, Kelly, Johnson, Lucas, Aurelio, Gerrard, Meireles, Kuyt. Subs: Gulacsi, Carragher, Poulsen, Shelvey, Suarez, Maxi, Ngog.

 123. Kuyt
  Gerrard
  Aurelio Lucas Meireles
  Johnson Kelly
  Agger Kyrgiakos Skrtel
  Reina

  Skv. RAWK þá er þetta svona stillt upp

 124. Ég treysti KKD – en hefði ekki valið þetta lið sjálfur….allir í vörn?

 125. johnson og aurlio á köntunum synist mer. frekar varnarsinnað
  en þeir eru samt góðir sóknarlega

 126. Ef þetta er rétt byrjunarlið, þá er greinilega verið að hugsa til þess að Stoke beitir non-stop loftárásum í leikjum sínum. Ég get t.d. alveg sætt mig við þetta lið, Agger og Kelly væntanlega í bakvörðunum til að auka á styrk varnarlínunnar í að eiga við þessar árásir.

 127. JimmyRiceWriter: Liverpool playing 5-3-2 with Aurelio in central midfield alongside Lucas and Gerrard. -> Didn’t see that coming…

 128. King Kenny er maðurinn.

  En þetta byrjunarlið er með því skrítnara sem ég hef séð.

 129. Þetta er nú bara með allra mest óspennandi byrjunarliðum sem ég man eftir, hvað þá á heimavelli gegn Stoke!

  En sjáum til hvað gerist.

 130. Ekki séns að Kenny sé að fara spila vörn í þessum leik, Aurelio og Johnson verða uppi á kannti skal lofa ykkur því

  spái 4-0 😀

 131. Það verður 4-4-2 í kvöld með Suarez og Kuyt frammi og Meireles og Gerrard að bakka þá uppi ásamt Maxi og Johnson. Shawcross og Higginbothom verða ekki með þanning að við viljum sigur!

 132. Varðandi Raheem Sterling þá sá ég á twitternum hjá Jonjo Shelvey þar sem hann var spurður hver væri efnilegasti leikmaðurinn á akademíunni þá sagði hann einmitt Raheem Sterling. Eitthvað hlítur að vera varið í þennann dreng!

 133. ég hugsa að hann spili þetta 4-4-1-1
  með johnson og aurelio á köntunum og gerrard rétt fyrir aftan kuy

 134. Er þetta ekki 3-5-2 með Johnson og Kelly sem wingbacks? Ég held að hugmyndin sé að pressa hátt, en vera svo með 3 miðverði til að geta varist longball taktíkinni.

 135. Ég held að þetta sé einmitt Gretar, þrír miðverðir og tveir wingbacks…þetta verður fróðlegt!

 136. Glæsilegur fyrrihálfleikur. Sömu leikmenn – annar stjóri. Sýnir að stjórinn skiptir meira máli en leikmennirnir. Með góðum stjóra eru 15 leikmenn inni á vellinum.

 137. já já góður leikur en liverpool þar að spila miklu betur gegn Chelsea, ég spái 2-1 sigri liverpool
  þeir sem skora verða Luis Suárez , Kuyt eða lucas og fyrir Chelsea torres.

Faðir allra “Deadline-daga” að kvöldi!

Liðið gegn Stoke – Suarez á bekknum