Opið bréf til Chelsea FC

Kæru Chelsea Football Club,

takk fyrir að bjóða 35M punda í Fernando Torres. Þið fáið hann aldrei. Vinsamlegast hoppið upp í rassgatið á ykkur.

Með kveðju,
rökhugsandi fólk.

165 Comments

 1. Þú varst ekki lengi að skella þessu inn. Þetta gerðist fyrir svona 5 mínútum. En ekki getur verið að við fáum engann leikmann inn í þessum glugga? ekki fara nýju eigendurnir að veikja liðið í sínum fyrsta glugga?

 2. Hvað er langt þangað til að Chelsea leggur fram tilboð í Suárez, 5 mín?

 3. hahaha voru þeir í alvuru að bjóða í Torres?! Keeemur chel$ki!

  Og djöööfull fékk ég mikla gæsahúð við video’ið sem Babu var að setja inn. Þetta var nú aðeins sungið þegar ég var á Anfield núna síðast, Liverpool 2(Torres) chel$ki 0!

 4. Fuck Chel$ki. Það er það eina sem mig datt í hug að skrifa.

 5. Núna gætu Chelsea þess vegna snúið sér að Suarez og boðið 30 millur á borðið.

 6. Ertu geðveikur óli? Aldrei skoða það.. Þótt þeir myndu bjóða alla leikmenn sína plús 50mill þá á ekki að skoða það!

 7. Mikið djöfulli er ég feginn að Gillett og Hicks eru horfnir, því ég gæti alveg trúað því að þær peningasugur hefðu þegið þetta tilboð.

 8. Já Gillet og Hicks hefðu gefið okkur 2m til að kaupa Voronin aftur og sett restina í vasann

 9. 35 milljónir er bara djók. En sýnir okkur kannski hversu fáranlegt er af Liverpool að bjóða einhverjar skitnar 12 milljónir fyrir Suarez. Erum að finna fyrir okkar eigin trixum.
  En við ættum aldrei að líta á tilboð undir 50 milljónum fyrir Torres en ef þau eru hærri en það þá finnst mér heimska að skoða ekki þann möguleika.

 10. Ég hræðist að LFC komi út úr þessum janúarglugga sem veikara lið, allavega með þynnri hóp. Babel, Koncheski og kannski Jovanovic út. Enginn inn.

  KK segir að peningar séu ekki vandamálið, af hverju þá ekki að hækka aðeins tilboð í Suarez. Ég get ekki séð að LFC hafi tíma í að landa öðrum leikmanni.

  Vona samt það besta.

  YNWA

 11. Ég hef ekki nokkra trú á að þeim sér alvara með þessu….væntanlega hluti af einhverju vonlausu sálfræðihernaðistríði af þeirra hendi fyrir leikinn þann 6. feb.

  I am Ron Burgundy: Go fuck yourself, Chelsea!

 12. Ég fullyrði það hér með að það verður engin keyptur í janúar þessir kanar vilja ekki eyða stórum upphæðum og eiga ekki ftir að fallast á að borga það sem þarf þetta verða bara leiðinda sögusagnir fram á síðstu mínútu og svo ekkert nema pirringur fyrir okkur og veikara lið ég sé þessa kana bara ekki gera miklar rósir fyrir Liverpool.

 13. Til hvers að vera að kaupa einhvern núna?
  Liðið er bara að berjast í deildinni (og Europa League sem er meira til gamans) og hefur algjörlega mannskapinn til að ná 5-7 sæti, allt þar fyrir neðan væri bara klúður leyfi ég mér að segja.
  Því miður er að mínu mati enginn séns á sæti í meistaradeildinni. Þess vegna finnst mér bara eðlilegast að bíða fram á sumarið með alvöru leikmannakaup.

  p.s. menn ættu að fara að draga höfuðið út úr rassgatinu með þennan janúarglugga. Hætta að hanga yfir twitter og einhverjum bloggurum sem eiga að hafa innanbúðarheimildir. Lágmarksskilningur á tölfræði sýnir að þeir hafa rétt fyrir sér í 5% tilfella af tilviljun einni saman. Svo hefur sýnt sig ár eftir ár að það gerast aldrei einhverjir rosa hlutir í þessum glugga. Menn fara á lán hingað og þangað og svo einhverjar örfáar tilfærslur. En nokkurn veginn er þessi gluggi bara mánaðarbið eftir engu!

 14. Fuck Off Chelsea FC,
  You ain’t got no history,
  Five European Cup’s and 18 leagues,
  That’s what we call history…

  meira þarf ekki að sjá og heyra eins og Babu benti á!

 15. Þú upplýstir daginn fyrir mér og ég ætla að þakka þér fyrir það.

  Annars finnst mér öll tilboð undir 60 milljónum í Torres bara út í hött. Ef Luis Suarez á að kosta 30 milljónir þá vill ég að Kenny segi bara í opnu viðtali við Chelsea : Þetta tilboð er til skammar og ekki einu sinni hugsa útí það að fá þennan leikmann.

 16. Svakalegt ef Woy væri ennþá hérna, er ansi hræddur að Torres hefði þá hugsað sig tvisvar um…

 17. Glætan að Liverpool myndi selja Torres núna en það kæmi mér ekki á óvart ef að þeir myndu þá stela Suarez frá okkur.

 18. Kæru chel$ki! Vinsamlegast troðið þessu tilboði svo langt upp í r$%%#”#$% á ykkur, að þið megið vera að kafna á því út áratuginn!

  Ég var að vonast til að vakna og sjá fréttir af Suarez eða Adam eða e-h álíka…… neinei, þá fær maður eitthverja svona drullu í andlitið! Sveiattann!

 19. Eða ekki, jafnvel að Mirror hafi talið 40 milljón punda tilboðið vera 60 milljónir.

 20. Það má búast við að Chelsea bjóði ekki hærra en 50 milljónir punda þar sem að Torres er með klausu að hann megi fara ef slíkt tilboð kemur í hann.

 21. Hvað er að frétta meða þessa klásúlu sem hann var að tala um í fréttunum ?
  Að Liverpool geti ekki neitað tilboði uppá 50 millur.

 22. @TonyBarretTimes
  Tony Barrett
  @JimBoardman Spot on. And there are no indications that Torres wants to leave anyway
  26 minutes ago via Mobile Web

  Jim Boardman
  @TonyBarretTimes But they also couldn’t force him to go there if he didn’t want to.
  37 minutes ago via web

  @TonyBarretTimes
  Tony Barrett
  LFC could not turn down a 60m offer for Torres without breaching the terms of his contract
  39 minutes ago via Mobile Web

  Þannig að ef að chelsea kemur með svona tilboð þá er bara að vona að Torres sé með hjartað á réttum stað.

 23. Ég trúi því ekki að hann mun fara. Ég held að eina liðið sem hann myndi yfirgefa Liverpool fyrir er Barcelona. Hann sagði það eftir sumarið að beið eftir því að fá tilboð frá Barcelona.
  Svo er hann að segja núna í viðtölum að hann vilji berjast fyrir Liverpool og ætlar að hjálpa þeim aftur í toppsætin. Go Torres!

 24. Suarez viðræður komnar langt, 95% öruggt að hann verði orðinn leikmaður okkar um helgina.

  Jovanovic er ekki að fara.

  Það er bara þannig 🙂

 25. Við þurfum nú ekki að gráta mikið ef við fáum 60 milljónir punda fyrir Torres. Fyrir það er hægt að kaupa 3 heimsklassa leikmenn. Auðvitað væri leiðinlegt að missa hann því þetta er svakalegur framherji, en það er enginn leikmaður 60 milljón punda virði. Fyrir einu og hálfu ári hefði mér þótt ömurlegt að hugsa til þess að Torres myndi fara, en maðurinn er búinn að vera sítuðandi og í fýlu allan þennan tíma, og ég fer að verða dálítið þreyttur á því.

 26. hugsa að það enginn að fara að stela Suárez… því verðið er allt of hátt….
  að selja torres mindi klárlega veikjalið og er ekki það sem þarf…..
  en það er ENGINN leikmaður stærri en liverpool…..
  liverpool stillir upp 10 leikmönum sem spila vel og torres spilar ílla….
  liverpool stillir upp 10 leikmönum sem spila ílla og torres spilar vel…

  auðvitað eiga allir að spila vel… en eg er að segja, betra að vera með gott lið sem spilar samann og allir leggi sig fram heldur en að vera með eina stjörnu og restinn géfur bara á hnn og bíður eftir marki

 27. Að bjóða 35-40 í Torres finnst mér reyndar nær því að vera raunhæft miðað við að Liverpool bjóði 12,75 í Suarez en samt finnst mér þetta tilboð Chelsea alltof lágt auðvitað.

  United er svo ALDREI að fara að fá Reina, tilboð uppá 20 í hann fyndist mér jafnvel töluvert meira móðgandi en tilboð Liverpool í Suarez, Ég mundi ekki samþykkja 50 miljón pund í Reina ef ég réði. Það þyrfti svipað tilboð og Real Madrid borgaði fyrir Ronaldo til þess að ég persónulega mundi samþykkja sölu á Reina. Reina er einfaldlega mikilvægasti maður liðsins okkar í dag, spilar hvern einasta leik og ég vil ekkert annað sjást gerast en að hann taki við fyrirliðabandinu af Gerrard um leið og Gerrrard hættir og verði með það í ein tíu góð ár eftir það.

  Er annars en einn dagurinn að hefjast sem ekkert gerist? ekkert slúður um Suarez í gangi eða einhverja aðra leikmenn???

 28. Hefurðu þetta eftir góðum heimildum SSteinn ?
  Ef svo máttu segja frá ?

 29. AMEN steini og takk fyrir þetta. Eru þetta einhverjar upplýsingar úr Liverpool borg sem þú ert með svona special eða ertu að sjá þetta í einhverjum sorpmiðlum bara??? Hvaðan hefur þú þetta annars

 30. Já það virðist vera samkvæmt Jim Boradman. Veit reyndar ekki alveg hversu áræðanlegur hann er, en veit að SSteini er það 😀

  JimBoardman #LFC RT @carriebaird: Liverpool & Ajax spent last night in discussion, and will continue this morning.
  30 minutes ago via web

 31. Vááá þetta er besti brandari sem ég séð lengi !!!!

  Fokk off Chelski !

 32. Daily Star er í saman flokki og The Sun, þannig að menn ættu ekki að vera taka slúðrið þar og bera á borð hér.

 33. OK var einhver að hakka sig inn á tölvuna hans SSteins og er að gera okkur grikk eða er þetta virkilega að gerast með Suarez ??

 34. Hvernig er eitthvað 95% öruggt, er verið að leita að penna til að skrifa undir?

 35. Við skulum hafa eitt á hreinu. Liverpool á ALDREI og ég endur tek ALDREI að selja leikmann til United.

 36. Friðgeir 44 alveg með þetta, sérðu ekki fyrir þér að þegar átti að fara skrifa á pappírana þá fannst engin penni nema einn sem virkaði ekki, þá hlupu menn útí búð en allir pennar uppseldir og díllinn er í uppnámi þessvegna en menn eru að athuga hvort ekki sé hægt að senda einn með þyrlu til að loka málinu….

  Neinei ég tek fullkomið mark á Steina og þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið af þessu máli frá upphafi hvaðan sem Steini svo hefur þetta.

  Steini það er pressa á þér núna drengur….

 37. Auðunn G. (46) – ég myndi nú ekkert gráta það þótt Konchesky eða jafnvel Poulsen yrðu seldir til manchester united

 38. Já, er bara ansi viss um að þessar upplýsingar séu réttar, og nei, þær koma ekki frá Boardman (sem er samt mjög ábyggilegur), hef þetta eftir vel tengdum umboðsmanni sem þekkir vel inn í þennan heim og ég þekki kauða vel.

  95% talar hann um vegna þess að Ajax og Comolli eru orðnir mjög nærri tölu fyrir kappann sem báðir aðilar geti sætt sig við, á þó eftir að útfæra þetta frekar (útborgun, árangurstengdar greiðslur etc.). Auðvitað eru hlutirnir aldrei 100% fyrr en menn hafa skirfað undir og klárað læknisskoðun. En þetta looks good eins og staðan er. Kaupverð í rétt innan við 20 millurnar.

 39. Helgi J.

  Konchesky og Jovanovic.

  Poulsen mun verða fínn substitute í Liverpool FC. Ég hef trú á gamla Dananum.

 40. Þetta eru frábærar fréttir með Suarez ef að rétt reynist. Ef menn eru að ná saman um verð þá er ábyggilega minna mál að semja um hina hlutina sbr eingreiðslu, árángurstengt og svo framvegis !

  Djöfull núna get ég ekki beðið eftir að sjá hann staðfestan á Anfield. Ég spái því að hann taki treyju númer 7 og muni verða sá leikmaður sem að fyrst mun slá í gegn í henni síðan Dalglish gerði það forðum !

 41. Helgi J. Ég var nú líka að meina leikmenn sem þeir myndu vilja kaupa til liðsins. Efast stórlega að United myndi vilja kaupa þessa leikmenn eða leikmenn sem eru á svipuðu leveli og þessir.

 42. Suares mun taka treyju númer 7 eða 11. Ég vona svo innilega að þetta sé satt. Búinn að vera of spenntur yfir þessu í meira en viku.

 43. En Steini ekki það að ég treysti þér ekki en varla er þessi umboðsmaður að vinna að þessu tiltekna máli? líklega er það ekki svo en hvernig getur hann þá vitað hvað er að gerast í samningaviðræðum inní lokuðu herbergi? bara pælingar í mér… Er þetta annars komið á einhverjar síður að samningar séu að nást?

 44. GuillemBalague:
  Torres wants Liverpool to keep negotiating with Chelsea.There’s NO buyout clause.Four days to go before a POSSIBLE exit of the striker

  Ekkert kjaftæði…!

 45. Bíðið aðeins hægir.

  Engum finnst neitt að því þegar Liverpool setur fram 12.7 milljóna tilboð í Suarez og litlar 4milljónir í Charlie Adam. Svo verður allt sjóðandi vitlaust þegar Chelsea bíður 35milljónir í Torres, sem væri nýtt met í eyðslu enskra liða í einn leikmann. Vera má að það er e-ð lægra en stuðninsmenn vilja, en það finnast stuðningsmönnum Ajax og Blackpool líka um niðrandi upphafstilboð í þeirra leikmenn. Rólegir með skítkastið, þið eruð flestir yfir það hafnir, þetta er nett silly season.

 46. Skysports eru að segja að Torres vilji tala við Chelsea um möguleg félagsskipti.. held þetta sé bara bull enda sagði Torres fyrr í mánuðinum að hann ætlaði að vera tryggur félaginu þangað til samingurinn sinn er á enda og sjá síðan til. Hann ætlaði ekki að elta pening til Chelsea og eyðileggja mannorð sitt í Liverpool.

  Mér finnst hann frábær persóna og ég mæli með að þið hlustið ekki á svona þvaður um að Torres sé að fara 🙂

 47. Viðar, það eru ótrúlega margir sem koma að borðinu þegar kemur að sölu leikmanna. Fjölmargir umboðsmenn, lögfræðingar og svo aðstandendur liðanna og leikmannanna. Nei, þessi umboðsmaður er ekki í þessu tiltekna máli, en mér skilst að þessi bransi sé þannig að menn þekkjast vel og stundum “leka” menn smá fréttum af stöðu mála sín á milli. Þeir vita allavega oft mun meira en fréttamenn og það fyrr. Fréttamenn ná oftast “skúbbinu” frá einmitt umboðsmönnum.

  Varðandi Torres, þá bara vil ég ekki trúa því sem Balague segir, bara hreinlega neita að trúa því. Reyndar hefur Balague verulega oft klikkað undanfarið, sér í lagi eftir að Rafa fór frá félaginu, en þeir voru vel tengdir. Hann hefur áður ekki verið með Torres alveg á tæru. Vona að það sé raunin núna líka.

 48. Það var samt lofað Torres að það yrði keypt góða leikmenn. Er svoldið hræddur um það ef að Suarez kæmi til dæmis ekki til LFC að við þyrftum að leita af 2 góðum framherjum í staðinn fyrir 1 næsta sumar. Annars held ég að þessi frétt um Torres sé load of crap

 49. Strákar þið þurfið ekki einu sinni að spá í þessu. Torres er ekkert að fara í janúarglugga og sérstaklega ekki til Chelsea eða annars liðs innan Englands ! Hann hefur hug á að vera velkomin á Anfield aftur þegar hann annaðhvort fer til Spánar aftur að klára ferilinn eða eftir að ferli hans líkur sem leikmaður yfir höfuð. Þetta er strákur sem er með hausinn í lagi og veit alveg hvað þarf að gerast til að Liverpool nái aftur fyrri hæðum. Hann veit líka að við viljum gera það með honum en ekki án hans !

 50. His Armband proved he was a red,
  Torres! Torres!
  You’ll Never Walk Alone it said,
  Torres! Torres!
  We bought the lad from sunny Spain,
  He gets the ball he scores again,
  Fernando Torres!
  Liverpool’s number 9!

 51. það er nú bara þannig að það er ekkert útilokað að Torres vildi fara ef það kæmi alvöru tilboð (>50m. punda) í hann…. þó auðvitað maður vilji halda honum í rauðu treyjunni

 52. Grezzi sérðu virkilega ekki munin á því að Chelsea sé að bjóða í einn besta leikmann Liverpool og það að Liverpool sé að bjóða í menn hjá Ajax og Blackpool?

  Mér er skítsama hvort Chelsea bjóði 2 milljónir eða 100 milljónir í Torres. Vil ekki að bestu leikmenn Liverpool séu seldir til samkeppnis aðila. Ef Barcelona hefði boðið 40 milljónir + í Torres þá mætti alveg ræða það að selja hann en fyrir mér kemur bara ekki til mála að selja okkar bestu leikmenn til Chelsea eða United. Ef við ætlum að vera topp lið aftur á Englandi þá er alveg klárt að við erum ekki að fara að gera þetta.

 53. jæja Torres fer nú á 60 kúlur til C
  Reina 25 kúlur til man
  Agger í Arsenal á 7 kúlur

 54. En hey drengir, þar sem ég er að fara til Englands á mánudag á 2 leiki ekki vitið þið hvar ég sé helstu Liverpool söngvana með texta??? það er ekki nóg að vera búin að fara nokkrum sinnum þar sem það eru alltaf að koma nýjir söngvar, þetta er eitthvað sem maður þarf að hafa á hreinu á Park fyrir leik og á vellinum sjálfum…

 55. Spot on Auðunn G. Það væri mikið sjálfsmark hjá FSG að selja til Chelsea, nema fyrir stjarnfræðilega upphæð.

  • Hefurðu þetta eftir góðum heimildum SSteinn ? Ef svo máttu segja frá ?

  Ef SSteinn heldur svonalöguðu fram afdráttarlaust þá er hann mjög líklega með afar góðar heimildir fyrir því. Eins ef þetta klikkar þá setjum við upp bás í Kringlunni þar sem gestum og gangandi gefst kostur á að grýta í hann rjómatertum.

 56. SSteinn. Gott ef satt reynist og þú veist að fallið hjá þér verður ansi hátt ef þetta nær ekki í gegn að búa til svona væntingar hjá okkur 🙂 Ef þetta gengur ekki eftir og þú búinn að “hypa” upp málið hjá okkur þá liggur við að það ætti að skikka þig til að klæðast Everton treyju einn leik á Players 🙂 Ojbjakk!

  Annars er ég ágætlega bjartsýnn á að Suarez og Adams komi til okkar á þessum dögum. Yrði heilvíti góð styrking í janúarglugga trúi ég. Ef svo er þá spyr maður sig hvað í ósköpunum gerist næsta sumar? Held við sjáum einhverja kellingu með moppu hreinsa rækilega í búningsklefanum okkar og einhverjir gljáfægðir gaurar koma inn í staðin.

  Ef það var ekki ástæða áður til að safna fyrir í ferð til Mekka þá er það núna.

 57. Var að rekast á þetta á Twitter: Torres wants Liverpool to keep negotiating with Chelsea.There’s NO buyout clause.Four days to go before a POSSIBLE exit of the striker. Frá þessum gaur: http://www.guillembalague.com/

  Ég vil ekki sjá Torres fara nema fyrir 60 m+. Býst ekki við miklu í þessum janúar glugga og vona að hin raunverulega uppbyggingu sem er búið að lofa okkur hefjist strax í júní.

 58. Langar að leggja orð í belg um Torres og tilboðið frá Chelsea. Líklega er þetta taktískt tilboð frekar en að þeir trúi því raunverulega að þeir fái leikmanninn. Þetta er svipað og sá kvittur að Reina sé á leið til ónefnds félags. Tilgangurinn er sá að grafa undan LFC og pirra aðdáendurna. Þá er einnig ávallt sá möguleiki að rugla leikmanninn í ríminu og koma af stað einhverri atburðarrás sem skemmir fyrir.

  Ég hef búið á Spáni og á fjölskyldu á Spáni (að vísu í Katalóníu en mig minnir að Torres sé frá Madrid). Spánverjar eru heilt yfir mjög heilsteypt fólk. Þeir eru blóðheitir en traustara fólk hef ég aldrei kynnst. Þekkjandi Spánverja og hvað þeir eru vandir að virðingu sinni og tryggir þeim sem sýna þeim hollustu tel ég engar líkur á að Torres sé á förum frá LFC hvað þá til Chelsea.

 59. Ég legg til að Liverpool sendi formlegt tilboð, 15 millur í Essien og 8 millur í Berbatov bara svona til að rugla þá á móti 🙂

 60. Richard Dunne til Liverpool ? hahahahhahahahahahhahahahahahah einn slakasti varnarmaður deildarinnar og á fertugsaldrinum, NEI TAKK.

  En ég held að 31.jan verði okkar dagur, það poppa 2-3 leikmenn til Liverpool á þeim degi :).

 61. Það er greinilegt að ekki er hægt að útiloka að Torres sé á förum. Til þess er undiraldan orðin of mikil. Chelsea hafa verið að vinna að því að fá Torres í hálft annað ár samkvæmt fréttum.

  Enginn vill missa Torres, Hann er ekki einvörðungu einn besti senter í heiminum. Því til viðbótar hefur hann útgeislun og sjarma sem fáir hafa. Kjósi hann að fara verður hans sárt saknað.

  Hitt er síðan annað mál að maður kemur í manns stað. Ef LFC fær 40-60m pund fyrir Torres býður slík fáránleg upphæð upp á frábæra möguleika til að byggja upp nýjan leikmannahóp.

  Vonandi verður Torres leikmaður LFC um árabil. En fari svo að hann leggi klúbbnum til mikla fjármuni til uppbyggingar með sölu til Chelsea hefur hann einnig gert LFC gagn.

 62. Það má bara ekki ske að Torres verði seldur,… aldrei að segja aldrei…. hví skildi hann vilja vera hjá Liverpool, hann er búinn að biðja um hjálp frammá við en fær hana ekki. Nýir eigendur segja að það séu til peningar og það sé ekki málið…. nú er januar að enda og ekkert hefur skeð í leikmanna málum…. Þá er rökrétt að spyrja… ERU TIL PENINGAR í laikmannakaup ? verður fróðlegt að sjá hvað skeður með Torres…. ef maður á að vera raunsær þá skil ég hann bara nokkuð vel…

 63. Er þetta ekki bara flétta frá Torres?
  Skýr skilaboð til eigenda um að kaupa háklassa leikmenn, ef ekki þá er hann til í að fara.
  Guillem staðfestir það í raun að Torres vill helst af öllu vera áfram hjá Liverpool en er ekki að sjá að LFC sé að fara að gera neinar rósir í þessum Janúar glugga og vill ekki bíða lengur.

  Hann er að renna út á tíma eins og fertug kelling, og vill vinna titla….láir honum það einhver?

  En vonum að þetta verði duglegt spark í rass eigenda og Commolli um að hætta þessu rugli og KAUPA bara þá aðila sem verið er að rífast um einhverjar krónur varðandi.

  Ef Torres er eins og fertug kerling á leið úr barneign þá erum við eins og hálfsjötug kelling á leið í frjóvgun með vonarglampa í augum en engar líkur á að fá það sem við óskum með núverandi mannskap

 64. ”Is simply not for sale” Það er ekkert hægt að orða það betur. Hann er ekkert að fara og ef svo ólíklega vildi til að hann vilji fara frá Liverpool FC þá er hann pottþétt ekki að horfa til Chelski með það ! Með komu Suarez til Liverpool (Virðist vera yfirvofandi) eru eigendur Liverpool að setja fram mjög gott statement um framtíðaráform sín ! Þó að Balague sé að Twitta einhverja bölvaða vitleysu þá eru orð Torres mun áreiðanlegri. Hann er margbúinn að segja að hann sé ekki að fara og ætli að klára sinn samning !

 65. Það er bara skynsamlegt að selja hann núna, hann er heill og er að hitna, orðinn 28 ára og ef að við fáum yfir 40 m fyrir hann þá er það góður buisness. Því það er ekkert öruggt að hann verði heill í sumar og þá lækkar verðmiðinn, hann vill pottþétt fara þá ef að við náum ekki meistaradeildarsæti eins og allt lítur úfyrir núna.

 66. Bara smá leiðrétting Atli Már. Hann er 26 ára en ekki 28. En ég trúi því að hann muni klára samninginn sinn hér og með komu Suarez verður hann ánægður með. Lítur allt vel út með það.

 67. Viltu virkilega vera að quote-a það sem íþróttafréttaritarar mbl.is segja eins og það sé heilagur sannleikur?

  Þessi fyrirsögn er líka spurning en ekki fullyrðing.

 68. Ég var að heyra að Tony Barret kannist ekkert við að Torres hafa beðið um að fá að fara til Chelsea.

  Ef að Torres er ekki með þessa klásúlu í samningnum sínum þá bara trúi ég því ekki að Liverpool selji hann þó svo að Torres vilji fara. Það eru þrír dagar eftir af glugganum og þetta kemur einfaldlega allt of seint og án nokkurs fyrirfara. Liverpool hafa engan tíma til að finna annan framherja í svipuðum klassa á þessum tíma. Menn hljóta að segja við Torres að það sé ekki hægt að selja hann núna, en vilji hann fara þá muni Liverpool hlusta á tilboð í hann sumar.

 69. Ragnar, þetta kemur frá einum gæja á SKY sem veit ekkert í sinn haus. Torres fer ekkert því hann vill ekki fara.

 70. ég held að ef reynslan hefur kennt okkur eitthvað þá er það að við eigum ekki að treysta neinu í þessu “transfer slúðri” nema það komi frá official síðunum. Þegar síðan okkar segir okkur að hann hafi beðið um þetta, þá skal ég trúa því en ekki fyrr !!!

 71. Daginn félagar Liverpool stuðningsmenn.

  Finnst ykkur það virkilega undarlegt að Fernando torres vilji fara frá Liverpool FC? Þessi leikmaður kom til félagsins til þess að vinna titla og taka reglulega þátt í meistaradeild Evrópu. Hnignun Liverpool síðustu 2 tímabil hefur verið lygileg og eflaust ekki ásættanleg fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Ég skil Torres vel að hugsa sér til hreyfings en auðvitað vil ég ekki missa hann. Líklegast eini stjörnuleikmaðurinn okkar (Gerrard – Reyna jú líka) sem við verðum að reyna að halda EN þar komum við að kjarna málsins. Okkar eigendur hafa ekki gripið tækifærið t.d í þessum glugga að t.d “sannfæra” Torres að framtíðin sé björt með þá sem eigendur. Kaupa Suarez á 25m og hætta þessu helvítis prútti alltaf, JUST DO IT!! Skv fregnum er ekkert slíkt að gerast, stefnan er sú að fá hlutina ódýrt og metnaðurinn virðist vera fyrir því að halda liðinu í þessu meðalmoði. Peningalega virðast kanarnir ekki geta keppt við Chelsea, Man City, Man Udt og jafnvel ekki Arsenal og Tottenham. Það er súr staðreynd.

  Hinsvegar verður forsvarsmönnum Liverpool FC það aldrei fyrirgefið að selja torres innan PS, hvað þá til Chelsea eða City. Ef HANN vill fara á að hringja snöggvast í Pep Guardiola og bjóða hann til Barcelona eða Real jafnvel. Alls ekki innan sömu deildar. ALDREI.

  Ég beið spenntur eftir glugganum, veit að þá hækka verð og fátt í boði en flott kaup á t.d Suarez og jafnvel Nzogbia með myndi sýna mönnum eins og Torres að nýju eigendurnir eru traustsins verðir, þeir ætla Liverpool meiri og betri hluti en skíta miðjubarátta á Englandi.

  Súrt en staðreyndin er sú að þrátt fyrir glæsilega sögu þá erum við miles away frá “stóru” liðunum, Arsenal, Man Udt, Chelsea, City, Tottenham….

 72. 59 “Það var samt lofað Torres að það yrði keypt góða leikmenn. ” Ég bókstaflega elska þessa setningu. Vonum að CommÓli gangi frá kaupum á Suarez í dag svo hann og Torres geti farið að stilla saman strengi sína í framlínu Liverpool FC.

 73. Var það ekki eitthvað svoleiðis? 🙂 Er ég að rugla einhverju, finnst eins og ég hafi heyrt það oft og mörgum sinnum einhverstaðar.

 74. Hvernig er það með ykkur ágæta fólk? Er ekki stutt síðan Torres kom fram og sagði það hreint út að hann ætli ekki að fara? Þurfið þið að stökkva upp á nef ykkar í hvert sinn sem slef- og slúðurberi fer af stað?

  Komm on fólk. Taka töflurnar sínar…

 75. Raunsær…

  Mér finnst alltaf undarlegt ef að menn vilja fara frá Liverpool sama hvað þeir heita.

  Liverpool maður ALLTAF!!! og fer aldrei frá þeim 🙂

 76. Get bara ekki beðið eftir að þetta sillyseason er búið. Maður er að verða algráhærður á þessu rugli og kemur engu öðru í verk en að fylgjast með þessu ástandi. Koma svo selja Torres á 40 fá Anelka yfir í skiptum,kaupa svo Suarez á 20 og eiga 20 fyrir sumarið 😉
  Nú verður ALLT CRAZYYYYYYY 😉

 77. Raunsær Nr 89 þetta er fyrst félagskiptaglugginn hjá FSG og það er nú ekki eins og þeir séu ekki að gera neitt. Það er verið að reyna að fá mjög sterkan leikmann til liðsins á töluverða fjárhæð auk Charlie Adam. Ég var líka pirraður þegar Liverpool buðu 12,7 milljónir í Suarez en þeir virðast nú vera að ná lendingu í því máli. Þó að menn bjóði ekki forkastanlega vitlausar Mancity fjárhæðir í leikmenn þá þýðir það ekki að þeir hafi ekki metnað.

 78. Torres fer ekki frá Liverpool á meðan Kenny Dalglish er á vakt. Ef við kaupum ekki neina leikmenn í janúarglugganum þá bíðum við bara til sumars með að fá nýja leikmenn og notum bara menn úr unglingaliðinu í staðinn.

 79. Sá í powerade-slúðrinu að Kelly væri jafnvel að fá möguleika að keppa með Englandi gegn dönum. Það væri frábært afrek fyrir strákinn. Þetta er klárlega framtíðar varnarmaður og loksins segi ég bara að einhver komi uppúr unglingastarfinu sem hefur ákveðni og vilja í að verða eitthvað og gera eitthvað fyrir Liverpool.

 80. Er þetta ekki bara svona Ronney dæmi? Torres vill vera hjá Liverpool og vill berjast um titla. Þetta er bara skot á eigendur liðsins annað hvort fer ég eða við berjumst um titilinn og þið kaupið betri leikmenn. Í hversu mörg á hefur verið sagt að liverpool muni styrkja sig og svo er þetta svikið. (ekki að ég sé búinn að missa trú á nýju eigendum liverpool).

  En fyrir mér skil ég vel að leikmaður í þeim klassa sem Torres er vilji berjast um titla og vera í meistaradeild. Hann er klárlega besti leikmaður liðsins og einn besti framherji í heimi. Hans treyja selur mest á Englandi. Hann er búinn að gera margt fyrir Liverpool og vona ég að hann verði hjá okkur í mörg ár í viðbót. En að segja að ,, ég vil ekki hafa leikmann sem vill ekki spila fyrir liverpool,, er rugl! Draumur Torres var alltaf að koma til Liverpool, berjast um titla og lifta bikar með liverpool en einhvern veginn er þetta allt fjarlægur draumur í dag nema að eigendur liðsins styrkji okkur mikikð í sumar.

  Torres er leikmaður með metnað, fyrir mér er metnaður að vilja lifta bikar og keppa um þá á öllum stöðum. Torres er búinn að vera minn uppáhaldsleikmaður í 8ár ég er harður liverpool maður og svo er það A.Madrird í spænsku. Ég verð sár ef hann fer en ég mun samt skilja það.

 81. Ég er tilbúinn að veðja stórum fjárhæðum að það er ekkert til í því að Torres sé að fari og hvað þá að hann fari í raun ! Rétt eins og ég er tilbúinn að veðja enn stærri fjárhæðum að Reina fari aldrei til SCUM ! Þetta er bara money in the bank !

 82. Sæll Halli
  Tek undir með þér að þessar fráleitu upphæðir Man City og Chelsea bera oft keim af örvæntingu, þeir í ljósu fjárhagslegra yfirburða bjóða oft mun hærra en raunvirði leikmannsins. Það vil ég ekki sjá Liverpool gera. Það sem er hinsvegar greinilegt er að Liverpool, Daglish og félagið vilja Suarez. Þetta er topp leikmaður og TOPP leikmenn kosta 20m + í dag. Þegar Ferguson finnur mann sem hann vill fá þá kaupir hann leikmanninn á alvöru upphæð, hann vill fá hann no matter what. T.d Berbatov 27m sem er núna heldur betur að sanna gildi sitt eftir erfitt start. Við eigum engan annan striker nema Fernando Torres sem er aumkunnarvert fyrir Liverpool FC. Torres hefur engan topp partner með sér á meðan t.d Berbatov hefur Rooney ( þrátt fyrir fá mörk með 10 stoðsendingar) Fernandez, Owen… Önnur topp lið meða aragrúa áf klassa sóknarmönnum. auðvitað yrði það traustyfirlýsing og stuðningur við torres að fá leikmann eins og suarez inn með honum. Suarez er topp leikmaður sem Liverpool vill fá og leikmaðurinn vill koma. Ég stend því við það að það er metnaðarleysi að bjóða 12,7m í leikmann sem er klárlega 20m punda virði. Það er grín og gæti verið dýrkeypt ef t.d Chelsea kemur inn núna með 25-30m tilboð. Þeir áttu strax að bjóða 20m (come on eyddum 20m í Keane – Auqliani) og skoða þetta svo. Ajax setur auðvitað of hátt verð á hann 30m en þá byrjum við ekki í 12,7! Flott, alvöru 20m tilboð hefði sagt Ajax að Liverpool er alvara, vilja leikmanninn. Svo hefur verið hægt að ná lendingu með 22-24m. Darren Bent fór á 20m svo þetta eru bara verðin í dag.

  Eg ætla að gefa mönnum helgina, svo sjáum við hvað setur. En ef við endum með ekki neitt í þessum glugga fá nýju eigendur Liverpool áfellisdóm, Torres mun fara og hnignun okkar heldur áfram… áfram.

 83. Eins mikið og ég hata að segja það þá hef ég virkilega óþægilega tilfinningu í maganum (nei, ekki magakveisa!) útaf þessum sögum um Torres og ég er nokkuð hræddur við þær. Ég vona svo innilega að það er ekkert að marka þetta en ég bara held því miður að EF Torres er tilbúinn að fara og Chelsea koma með mun betra tilboð en þetta £35-40m tilboð þá gæti það reynst Liverpool erfitt að hafna því.

  Fyrir nokkrum klukkustundum var ég hræddastur við það að Liverpool myndi renna út á tíma varðandi Suarez en nú er ég orðinn mjög hræddur um að Torres gæti actually verið á förum ef að Chelsea gera betra tilboð…

 84. Spáiði í verstu martröð í heimi, glugginn sem allir biðu eftir endar í að engin kæmi en Torres færi, NEINEI má ekki einu sinni segja svona og ég hef enga trú á þessu með Torres reyndar. Löndum bara Suarez og helst einum öðrum óvænt með honum og allir sáttir.

 85. Raunsær nr. 103 það er margt til í þessu hjá þér. Það er ótrúlegt hvað það virðast oft vera til miklir peningar í allskonar út úr kortinu fáránlega gjörninga, eins og þessi viðskipti við Fulham (Hodgson og Konchesky), en þegar verið er að reyna að kaupa góða leikmenn þá er oft hlaupið útúr samningaviðræðunum á mettíma þegar það munar einhverju klinki á milli. En málið er nú samt að FSG bera ekki ábyrgð á neinu af þessu sem hefur gerst hingað til, og það virðist ætla að takast hjá þeim að landa Suarez þrátt fyrir gufuruglað og óraunhæft tilboð í byrjun. Mér finnst því að Torres eigi að vera þolinmóður og gefa FSG tíma til að sanna sig. Ef hinsvegar okkur tekst ekki að kaupa framherja fjórða félagskiptagluggan í röð þá verð ég harkalega pirraður.

 86. Ég er líka með í maganum ……

  ….. en líklega er það bara útaf ofáti af nauti og bérnese í hádeginu. Hefði verið fullkomið að skola því niður með Torres rauðvíni.

 87. Munið bara að það er einginn leikmaður stærri en klúbburinn,,,það er staðreind.

 88. Ok, Fernando Torres á þrjá möguleika í stöðunni.

  1. Fara núna til Chelsea – liðs sem er í fjórða sæti í deildinni og sem þarf að fara í gegnum massívar breytingar á mannskap á næstu 1-2 árum. Fara algjörlega án fyrirvara og án þess að kveðja okkur aðdáendur. Skilja þannig við aðdáendur Liverpool að honum yrði seint fyrirgefið.
  2. Halda áfram að spila fyrir Liverpool.
  3. Fara frá liðinu í sumar. Skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Barcelona hugsanlega, Inter, AC Milan, Bayern Munchen, Chelsea, Man City. Sjá vel hvað er besti kosturinn. Útskýra fyrir okkur að 2 ár án CL þáttöku sé einfaldlega of mikið og þrátt fyrir að hann elski Liverpool þá þurfi hann að prófa annað lið.

  Ég bara get ekki mögulega skilið af hverju hann ætti að velja kost 1, þó ég geti skilið kosti 2 og 3.

 89. Og mín skoðun er auðvitað að Liverpool á ekki að selja – jafnvel þótt Torres vilji fara. Það er glórulaust að selja hann núna í janúar. Miklu frekar fá nokkur lið til að slást um hann í sumar.

  Ef Torres fer í fílu, þá verður bara að hafa það. EN EKKI SELJA HANN NÚNA!

 90. Ég les þetta sem ákveðin skilaboð frá Torres, og margir af íþróttafréttamönnunum á Twitter virðast gera það líka.

  Það er, að klúbburinn hefur lofað Torres liðsstyrkingu í of mörgum gluggum í röð og ekki staðið við það og nú, þegar innan við vika er eftir af þessum glugga og enn engin kaup komin hjá FSV-mönnum að þá hefur hann tekið málin í sínar hendur og gefið klúbbnum alvarlega viðvörun.

  Hann er ekki að fara til Chelsea núna. Við seljum hann aldrei á miðju tímabili og því síður innan Englands. Ég bara sé það ekki gerast, get ekki ímyndað mér veröld þar sem Liverpool FC selur sinn besta mann til keppinauta innanlands á miðju tímabili.

  En Torres hins vegar gæti farið í sumar ef hann sér ekki að FSV geti staðið við stóru orðin strax núna í janúar. Hann er að gefa það skýrt til kynna að hann er hættur að bíða eftir leikmannakaupum sem alltaf er verið að lofa en koma aldrei, og hann er hættur að láta ljúga að sér.

  Ef við klárum ekki kaupin á Suarez og helst fleirum núna strax er ég nánast 100% viss um að Torres fer í sumar. Og þá gæti verið erfitt að segja nei við Chelsea eða Man City, ef þau lið geta boðið talsvert hærri upphæðir en erlend lið.

  Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að Torres fari núna. Jafnvel þótt hann vilji það getur klúbburinn neitað og mun neita. Við bara seljum ekki til Chelsea á miðju tímabili. En Torres er að gefa klúbbnum alvarlega viðvörun fyrir sumarið. Kaupið núna strax, put your money where your mouth is, eða ég hypja mig strax í maí.

  Og ef Torres gefst upp og fer verður flótti frá félaginu. Reina, Gerrard, Agger, Johnson, jafnvel Meireles og einhverjir fleiri.

  Pressan á FSV núna er gríðarleg. Já, það er skynsamlegt hjá þeim að láta Ajax ekki mergsjúga af sér of mikinn pening, og því síður Blackpool, en nú eru þeir búnir að vera að prútta í fleiri vikur við bæði félögin um Suarez og Adam og eru engu nær. Og Torres er búinn að fá nóg af því að bíða. Að mínu mati geta FSV-menn bara gert eitt í stöðunni: borgað það sem þarf til að tryggja að Suarez verði orðinn Liverpool-leikmaður fyrir mánaðarmót. Hvað sem til þarf, klárið málið bara. Við erum ekki lengur að tala um að kaupa eða kaupa ekki Suarez. Við erum að tala um að kaupa Suarez eða missa bæði hann og Torres.

  Það yrði óhugsandi. Það að eiga eigendur sem eiga pening skiptir engu máli ef menn hafa ekki trú á liðinu. Spyrjið bara Blackburn eða Birmingham – bjóða háar upphæðir í hverja hetjuna á fætur öðrum en allir segja nei af því að þeir vilja ekki sitja uppi einir í miðlungsliði. Ef Torres fer gæti LFC beðið mikla álitshnekki og þá er erfitt að sjá hvaða stórstjörnur gætu verið ólmar í að koma til liðsins næstu árin.

  Halda menn kannski að Suarez væri svona æstur í að koma til okkar ef ekki væri fyrir tækifærið til að spila við hlið Torres?

  FSV, klárið málið. Kaupið Suarez og þá hverfur þetta Torres-mál af borðinu.

  Just do it.

 91. Sammála Einar, og ég myndi skilja kost þrjú mjög vel. Maðurinn á jú skilið að vera í Meistaradeildinni, meðal þeirra bestu. Eins og Pepe Reina. En ég held að hvorugur myndi fara til annars liðs á Englandi.

 92. Það selur ekkert lið sinn eina striker í Janúar og hvað þá skuldlaust stórveldi líkt og Liverpool. Hann fer ekki fet og hann á svo eftir að tryggja okkur sætann sigur á Chelsea í byrjun feb !

  Ég hef trú á því að þegar Torres fer frá Liverpool þá fari hann yfir á meginlandið en það verður ekki strax.

 93. Suarez segir í viðtali við Ajax TV, aðspurður útí félagsskiptin: ‘It’s exciting but also a bit painful. I have everything here. But I think everyone understands I want to take the chance to go’

 94. Hvað er að fólki hérna ,allt að vera bókstaflega klikkað , ættum við ekki frekar að trúa orðum Torres sem hefur sagt að hann muni klára þennan samning út og sjá síðan til í staðin fyrir að hér eigi sé einhvert fjaðrafok um að Torres sé á leið til Chelsea , uppúr þurri leifist mér að segja..
  Sýnum stillingu..
  Er farinn að fá mér eitthvað neðan í , held ég kjósi bara eina flösku Torres ..
  Btw , er ekki’þá umm’a’gera að fara að fá sér Suarez treyju? lýst vel á það , Shjettt..

 95. Voðalega eru fréttir af viðræðum milli Liverpool og Ajax eitthvað dramatískar ! ! ! Talað um að enn beri mikið á milli aðila. Það er eins menn séu að ræða næstu kjarasamniinga á Íslandi, andsk, hafi það. Af hverju drullast menn ekki til að mætast á miðri leið, og move on to next transfer target.

  Ég meina, Kenny er búin að láta hafa eftir sér að peningar séu ekki málið. ! ! !

  Ég skil Torres vel , hann er orðin drullu fúll yfir öllum innantómu loforðunum síðustu ár. nú hafa nýjir eigendur tækifæri. Ætli þeir klúðri því ??????

  YNWA

 96. Liverpool ætti að sýna Chelsea sömu lítilsvirðingu og bjóða 10 milljónir punda í allt byrjunarlið Chelsea.

 97. Liverpool vantar miðvörð! væri til í að sjá þá skella 13 milljón punda tilboð í Terry á borðið.. eða sömu upphæð í Drogba og sjá hvað Chelski menn seigja!

 98. ættum að bjóða 1,3 m/p samtals í Terry, Cech, Essien, Lampard og Drogba og sjá hvað þeir segja

 99. Er farinn að sætta mig við það að Suarez komi ekki og að Torres fari. Það besta sem við getum gert í stöðunni er að fá einhvern í stað Torres t.d. Daniel Sturridge og svona 30m með. Reyna svo að nota þá peninga og þá sem komu fyrir Babel til að fjárfesta skynsamlega í sumar.

  Mig er farið að gruna að hinir nýju Eigendur Liverpool séu ekki eins fjáðir og þeir gefa til kynna. Það kæmi mér ekki á óvart þótt að Reina færi í sumar fyrir svona 18-22m punda. Jafnvel Johnson líka, ef áhugi er á honum.

  Og peningarnir sem koma inn fyrir Torres, og þá sem munu fara, renni ekki 100% í kaup á öðrum leikmönnum. Ég meina ef þessir menn eiga einhverja peninga afhverju voru þá ekki þessar, hvað 5,6m sem komu fyrir Babel ekki notaðar í að kaupa Adams… ?

  Hmmm þetta er allt mjög einkennilegt.

 100. Ef Torres vill fara þá má hann fara. Svo einfalt er það að mínu mati!
  Vil ekki hafa menn í mínu liði sem ekki eru tilbúnir að deyja fyrir klúbbinn.

  Ef hann fer þá vona ég að tilboðið verði nær 50 heldur en 30 milljónum punda.
  Síðan yrði algjört skilyrði að eyða öllum peningnum í tvo framherja.
  Værum verr staddir með aðeins einn framherja í staðin. Lið einsog Liverpool verður að eiga a.m.k. tvo alvöru framherja!

  Góða helgi.

 101. Hér er skemmtilegt myndband með Suarez. Auðvitað bara Youtube en hann kann alveg að klára færi og það bæði með hægri og vinstri og svo einstaklega öruggur á vítapunktinum líka. Ef Liverpool getur ekki notað þennan þá er eitthvað að það er á hreinu….

  Luis Suárez 2009/2010 – 49 GOALS – AFC Ajax

  http://www.youtube.com/watch?v=7vsn_OYWttA

 102. Ég er salla rólegur, á mánudag kemur Suarez til okkar, Torres verður glaður og við rústum Chelsea 6. feb ..verður ekki leiðinlegt !

 103. Lýst vel á þetta allt saman Bjarni ( sérstaklega þetta með Chelsea sigurinn þar sem ég verð á vellinum ) nema væri til í að bíða styttra en fram á mánudag, er að gæla við að þetta verði svo gott sem klárt í kvöld eða á morgun og svo komum við á óvart með því að taka Charlie Adam eða N Zogbia á mánudaginn…

 104. Mér finnst persónulega dónaskapur að hálfu Liverpool að bjóða einhverjar 12-13 milljónir í Suarez sem er aðalstjarnan hjá Ajax bara eins og Torres hjá okkur. Myndi halda að Suarez væri allavega 20-25 milljón punda virði.

  Svo er ekki eins og það sé Chelsea mönnum bannað að bjóða í hvaða leikmann sem er og 35-40 milljón punda er ekkert klink þó svo ég myndi aldrei samþykkja það fyrir Torres eins og staðan er núna. Óþarfi að nigga yfir þá útaf þessu tilboði 😉

  Og svo finnst bara soldið skrítið að það sé ekkert að því að við(LFC)bjóðum litlar upphæðir í aðalstjörnur Blackpool og Ajax en verðum svo æfir ef menn bjóða “klink” í okkar menn. Verðum nú að hugsa hlutlaust 😉

  Vonandi kaupin á Suarez gangi í gegn og líka kaup á einhverjum winger. Torres er ekkert að fara…

 105. Dassi um hvað ert þú að tala, það er engin hérna ánægður með þessar 12,7 sem Liverpool bauð í Suarez og allir vissu að töluvert meira þyrfti til….

 106. Ég er bara að tala um Comolli eða þá sem buðu þessar skitnu 12,7 milljónir

 107. Óli Prik, ummælin sem þú vísar í voru að koma inn fyrst núna af því að ég samþykkti þau ekki fyrr. Þegar menn setja inn ummæli með fleiri en einum link fara þau sjálfkrafa í ‘biðröð’ í stjórnkerfi síðunnar þar sem einn okkar ritstjóranna þarf að samþykkja þau áður en þau birtast. Stundum getur það dregist, því miður.

 108. Svona sé ég þetta
  Engar breytingar = við endum í 6.-8. Sæti
  Nýr sóknarmaður keyptur = við endum í 7.-10. Sæti.

  Ég tel því jafnvel gáfulegra að bíða með öll kaup og leyfa ungu mönnunum að fá einhverja sénsa og kaupa almennilega í sumar þegar verðið er rétt og framboð til staðar.

  Svo er það hausverkur eigenda og þjálfara að sannfæra leikmenn um alvöru kaup og að sumarið verði monster.
  Sem sagt, Suarez er ekki að fara að koma okkur í meistaradeildina.

 109. Er ekki edlilegast ad Torres tjai sig sjalfur um thessi mal adur ekki menn fara ad tja sig. Kannski hefur hann ekki bedid LFC ad ihuga solu a ser til Chelsea.

 110. Skil ég þetta rétt Ingi T …. þú sérð þetta sem svo að við lendum neðar ef við fjárfestum í sóknarmanni heldur en ef við förum í gegnum enn einn leikmannagluggann án þess að versla leikmann ?

  Þú telur sem sagt að kaup á sóknarmanni koma til með að veikja liðið og skila færrum stigum í hús en hinn möguleikinn ?

  Ókey…. ég skil …. ekki

 111. Á Twitternum eru einhverjir að segja að þetta sé komið á einhverjar Hollenskar sjónvarpsstöðvar…

 112. Steini þú ert að gera daginn ansi góðan ! Snilld ef það er verið að klára kaupin núna !

 113. Ég mun gráta mig í svefn í kvöld. Það er bara spurning hvort það verði gleðistár eða sorgartár. Your move Henry.

 114. Já, ég geri nú minnst varðandi þetta að kaupin séu staðfest, það eru bara upplýsingar sem flæða um Twitter núna.

 115. Þetta er einn furðulegasti föstudagur EVER. Hef ekki lært neitt þar sem refresh er það eina sem kemst að.
  Koma svo 1 stykki Suarez á línuna ASAP og Torres kemur fram í kvöld og segist ætla að halda tryggð við klúbbinn. Let there be GOD.

 116. Getur einhver frætt mig um áreiðanleika þessa GuillemBalague fyrir þá sem ekki þekkja mikið til hans og hans áreiðanleika, finnst ég hafa séð óvenju mikið af rugl fréttum frá honum undanfarið og hann er með þessa torres frétt hjá sky og einhverjir virðast taka mikið mark á honum. Er þessi maður með einhver raunveruleg tengsl sem á er byggjandi eða er hann bara skjóta út í loftið til fylla upp í fréttakvótann sinn og þ.a.l. hans daglega lifibrauð geri ég ráð fyrir.

  Það væri einnig fróðlegt yfirlit ef einhver hefur tíma til að setjast yfir að fara yfir félagskiptaglugga (jafnvel til framtíðar eingöngu eftir þennan og komandi glugga) og taka saman yfirlit yfir hvaða leikmenn við höfum verði orðaðir í glugganum, hvaða leikmenn við vorum raunverulega að eltast við og hvaða fréttamiðlar (og fréttamenn) voru það sem höfðu á réttu að standa. Með því væri til einhver greining sem maður gæti mögulega treyst í næsta félagaskiptaglugga varðandi trúverðugleika frétta. Ég myndi t.d. anda aðeins léttar ef ég vissi að GuillemBalague væri full of shit á grundvelli fyrri frétta hans 🙂

 117. djöösss snilld er það ef þetta er rétt að þetta sé bara að koma í gegn! vona að ég kiki á þessa síðu og þar verður fyrirsögnign Suarez í læknisskoðun á melwood og einhver mynd af honum fyrir neðan og síðan sé ég aðeins seinna : uppfært suarez kominn til Liverpool (fokkking staðfest) ! vona svo bara meltingarfærin hans seu búinn að skila þessu eyra frá sér og hann mæti frískur í leikinn á móti stoke enda vel hvíldur eftir langt bann !

 118. hvað með kaup á C. Adam eru þau á hold á meðan verið er að vinna í að klára kaupin á Suarez ?

 119. Frábærar fréttir að fá Suarez ef reynast sannar. Líklega hefur salan á Victori Pálssyni komið með þá peninga sem upp á vantaði í þetta fjárlagagat. 🙂 Nú er að snúa sér að næsta targeti. 2-3 nýja í þessum janúarglugga, takk fyrir.

 120. @134
  Nei hvad þetta klúdradist hja mér. Var sem sagt ad reyna ad segja ad Suarez skili okkur kannski 1-2 sætum ofar en fyrir fáránlega hátt gjald og kannski mögulega bara betra ad bíða fram á sumarið.
  My bad.

 121. Sælir félagar

  Bara frábært og blóðþrýstingurinn kominn í lag.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 122. Klára þetta bara og staðfesta á sama tíma að Torres fréttir séu algjört KJAFTÆÐI, nýta svo helgina til þess að koma með eitthvað meira óvænt í liðið okkar.

 123. snild. Nú er bara að skipta Lucasi út fyrir Adam og við förum að tala saman af viti. Það hefur alltaf reynst okkur vel að hafa grimmann skota á miðjunni

 124. Torres??? Auðvita vill maður ekki mi´ssann en ef að hann heldur áfram að spila eins og hann hefur gert undanfarin 1-2 ár þá má hann svosem fara. Torres var góður fyrsta tímabilið sitt en svo hefur þetta farið niður en kanski er hann að rífa sig upp núna? Mér sýnist hann vera pirraður og áhugalaus, reynir að fara í gegn sjálfur en missir ansi oft boltann og ef að hann gefur´ann þá er það oft kraftlaust og ónákvæmt. Vonandi fer hann að rífa sig upp og verða gamli góði TORRES, já þetta er minn maður en það má nú gagnrýna kappann.

 125. Ég hef áhyggjur af þessari “skurðgoðsdýrkun” sem á sér stað hérna inni. Ef Chelsea myndi bjóða 50-60m í Torres sem yrði samþykkt og færi allt í að styrkja hópinn (3-4 sterkir leikmenn í staðinn), þá get ég varla séð að þetta sé eitthvað vandamál. Þetta myndi samt aldrei gerast fyrr en nk. sumar því leikmenn fara bara á uppblásnu verði í janúarglugganum (sbr. Suarez).
  Hinsvegar er hið rétta í stöðunni að fá vinstri kantmann (Ashley Young 20m?) til að hjálpa að skapa færi fyrir þessa tvo markahróka sem við höfum nú í okkar röðum. Hluti af vanda Torres eru meiðslin sem og skortur af leikmönnum til að styðja við bakið á honum. Hinsvegar er Torres einnig mjög gjarn á að hengja haus og fara í fýlu inn á vellinum í staðinn fyrir að berja menn áfram, sem styður ástæðuna á því að ég vildi selja hann.

One Ping

 1. Pingback:

Konchesky á leið til Fulham?

Suarez að koma! (Staðfest!)