Liverpool 1 – Fulham 0

Eftir flotta frammistöðu á Moulineux um helgina voru okkar menn aftur á ferð í kvöld, þegar frestaður leikur gegn Fulham fór fram.

Kenny er greinilega að vinna með eina elstu brelluna í bókinni, þá að þegar mikið rót hefur verið á liði og úrslit gegn þeim þá er manni bent á að velja 13 – 15 menn til að treysta fyrir því verki að koma liðinu í rétta átt, og breyta byrjunarliðinu sem allra, allra minnst.

Liðið í kvöld var svona skipað

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Johnson

Poulsen – Gerrard
Kuyt – Meireles – Maxi
Torres

Bekkurinn: Gulacsi, Cole, Pacheco, Aurelio, Ngog, Wilson og Shelvey.

Lucas tekinn úr liðinu með smávægilega tognun framan á læri og ákveðið að setja Gerrard á miðjuna með Poulsen, fyrir aftan Meireles.

Byrjunin lofaði ágætu, markmaður Fulham þurfti að taka á honum stóra sínum og mark var dæmt af Torres vegna rangstöðu sem klárlega var hægt að ræða réttmætið á. En eftir 15 mínútur datt stöðugleikinn úr leiknum okkar, Fulham komust inn í leikinn sem fór niður á ansi lágt tempó, nákvæmlega eins og gestirnir vildu. Þó komu ágætis samleikskaflar úti á vellinum inn á milli, og Johnson karlinn var ekki langt frá því að skora með góðu skoti en alltof oft klikkaði síðasta sendingin þegar við vorum komin inn á sóknarþriðjunginn og í raun lítið markvert í gangi. Í raun fengu svo Fulham besta færi fyrri hálfleiksins en Dembele skaut beint á vel staðsettan Reina. Staðan í hálfleik 0-0.

Síðari hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum, en á 52.mínútu kom sigurmarkið. Það gáfu leikmenn Fulham okkur frá A – Ö, alveg klárlega með samviskubit eftir viðskiptin milli liðanna í sumar. Fyrst átti Dempsey fáránlega sendingu til baka sem Torres át. Hann skaut í stöngina með viðkomu í varnarmanni og boltinn datt inn í markteig þar sem markmaðurinn og varnarmenn þvældust hver fyrir öðrum, með þeim endalokum að John Pantsil setti boltann í eigið net undir pressu frá Raul Meireles. 1-0 eftir ein mögnuðustu gjöf sem við höfum fengið á Anfield lengi!

Ekki dugði þetta til að kveikja í liðinu. Það sem eftir lifði leiks drógum við okkur stöðugt aftar á völlinn þar til síðustu 10 mínúturnar að Fulham var einfaldlega í stöðugri pressu sem við áttum erfitt með að vinna okkur úr. Minnst 8 og oft 9 fyrir aftan boltann, sem var svo dúndrað fram til að geta varist næstu sókn. Meireles bjargaði á línu og Reina varði vel úr dauðafæri, það sagði í raun allt að þegar að lokaflautið gall sneri Dalglish sér að bekknum og strauk svitann af enninu, sýnilega mikið létt.

Við skulum ekkert vera að búa til neitt. Þetta var döpur frammistaða liðsins, seinni hálfleikurinn í raun arfaslakur og á pari við margt af því verra sem við höfum séð á heimavellinum í vetur. Munurinn núna var þó að við náðum ágætum sóknum inn á milli og menn voru að berjast varnarlega. Á tímabilinu hefur bæði oftast vantað þegar við höfum ekki náð að leika vel. Fáir leikmenn geta verið glaðir. Kelly, Kuyt, Maxi og Torres fannst mér örþreyttir eftir 15 mínútur, Skrtel var shaky í meira lagi, Poulsen var ekki í takt við leikinn (söknuðum Lucas Leiva SVAKALEGA í kvöld fannst mér) og Steven Gerrard sýndi mér enn einu sinni að þessi staða aftarlega í miðjuþríhyrningnum er ekki hans. Ég varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með leik hans í kvöld, og hann hlýtur að vera mér þar sammála!

Mér fannst því fjórir leikmenn komast vel frá leiknum, Johnson var sprækur og mesta hættan skapaðist í kringum hann, Agger var alltaf að reyna að koma spili í gang og Meireles var maðurinn á bakvið öll bestu sóknartilþrifin okkar. Ég ákvað samt að velja Pepe Reina mann leiksins. Hann var með flottar vörslur í leiknum og í kvöld fannst mér hann vera “calming influence” (með róandi nærveru?) í vörninni sem var frekar tæp.

Svo er ekki hægt annað en að biðja eigendur félagsins, fallega um það að í leiknum eftir viku, gegn Stoke á Anfield fáum við að sjá nýja leikmenn. Sóknarþunginn verður að aukast, ég er svo sammála Kuyt þegar hann lýsir því að það vanti kraft (power) í sóknarlínu liðsins. Maxi, Kuyt og Shelvey eru fínir fótboltamenn, en við þurfum grimmari, fljótari og áræðnari leikmenn til að stúta svona leikjum eins og þessum. Það verður að vera komið fyrir næsta leik.

En að lokum verðum við að vera glöð. Sigurinn í kvöld lyfti liðinu upp í 7.sæti og nú gerir maður sér alvöru vonir að neðri hluti töflunnar hafi verið kvaddur endanlega. Nú er komið að því að horfa uppávið en ekki niður. Þrátt fyrir ósannfærandi frammistöðu skilaði stigasöfnun kvöldsins því og þess vegna fer maður sáttur að sofa í kvöld!!!

64 Comments

 1. Úfff úff úff úff úff.

  Þetta var rosaleg spilamennska síðasta hálftímann. Fín byrjum á leiknum, en svo datt spilið alveg niður og síðasta hálftímann var þetta hrein skelfing. Ekkert nema nauðvörn hjá okkar mönnum. Vissulega áhyggjuefni að lið einsog Fulham geti haldið svona pressu á okkar mönnum.

  En 3 stig eru 3 stig og við erum komnir uppí sjöunda sætið. Það er allavegana ánægjulegt.

 2. Þetta voru hrikalega erfiðar lokamínutur en það hafðist þó.
  Ég er hrikalega ánægður hvað Kelly og Jonjo eru að fá að spila mikið hjá Dalglish og svo er Johnson að brillera þarna í vinstri bakverðinum.
  Virkilega mikilvæg stig og liðið er komið í 7 sæti þrátt fyrir allt saman.

 3. Gríðarlega mikilvægur sigur og yndisleg 3 stig 🙂
  Er herre gud hvað þetta var erfitt !
  7 sætið og allt á réttri leið.

  Fowler blessi Kenny Dalglish.

 4. Sælir félagar
  Góður sigur en afar slakur leikur hjá okkar mönnum. Fullkomlega gilt mark dæmt af Torres í fyrri hálfleik en annars frammistaðan ekki ásættanleg á Anfield finnst mér. Reina maður leiksins. Greinilegt að það vantar meiri ógnun framá við og miðjan var ekki nógu góð. En samt jákvætt að vinna leik þó liðið sé ekki að spila vel.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Í kvöld fagna ég þrennu… sigri, að vera komnir í efri hluta deildar og að vera ekki lengur með mínus í markatölu! Áfram svona takk!

 6. gríðalega mikilvægur sigur,ekki fallegur,en skipfir eingu máli sigur er sigur,,nr.2 sammál gummi ben langbesti íþróttafréttamaður á stöð 2 sport og klárlega maður leiksins 🙂 hann náði að gera þennan leiðinlega leik skemmtilegan.

 7. Við erum að vinna vel úr því sem við höfum. Vantar klárlega meiri breidd í sóknarleik og meiri gæði. Flottur sigur og gott að vinna þessa leiki sem við spilum ekki vel í. En ég held að það séu allir sammála mér í því að við þurfum betri leikmenn til þess að verða aftur að top 4 klúbbi.

 8. Gummi Ben þegar aðstoðardómarinn(karlkyns) flaggaði Torres ranglega rangstæðan í fyrri hálfleik: “spurning um að fá bara kvennlínuvörð sem kann rangstöðuregluna” …snild 😀

 9. Ánægjulegur sigur en spilið maður minn!!!! Ekki var það gott. Frábær barátta og Johnson sýnir svipaða takta í sóknarleiknum vinstra megin og hægra megin. Ánægjulegt að sjá það. Vil þó endilega setja Gerrard framar á völlinn og Mereiles aftar því þær stöður henta þeim einfaldlega betur að mínu mati. Nú er þetta allt uppávið en það er mikið eftir enn óunnið:-)

 10. Stórt like á sigkarl nr 8.
  segir sem segja þarf um þennan leik.
  Legg hér með til að sigkarl verður gerður að næsta bloggara, hann hefur hlutina á hreinu.

 11. Vá hvað Torres var orðinn þreyttur þarna í lokinn hann, hefði verið gott að hafa einhvern sem gæti skipt við hann síðustu 10 mínúturnar. Ferskur framherji hefði getað fengið 10 stungusendingar innfyrir vörnina á þeim mín en greyjið Torres átti ekkert eftir í það.

 12. Karlarnir á ESPN soccer sögðu í lýsingunni að Raul Meireles væri maður leiksinns. Ég náði bara að sjá síðustu 5mín. Ef svo er þá er hann heldur betur að stimpla sig inn. Annars bara sáttur við 3 stig.

 13. Ömurlegur leikur, en 3 dýræt stig!!!!!!!!!! Komnir í 7. sæti!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!

 14. Þetta var slakur leikur hjá Liverpool en mér er bara nákvæmlega sama!! 3 stig og ég er sáttur! Áfram Liverpool og King Kenny!

 15. Jæja liðið er á réttri leið og við erum að klifra upp töfluna hægt og rólega og liðið að halda hreinu í 180 mín hvað er það ?

  Skrtel er aðeins að vakna finnst mér og kannski er Agger bara að gera Skrtel betri varnarmann.
  Kelly og Johnson eru að standa sig fantavel í bakvörðunum og sækja báðir vel upp og Johnson meira að segja farinn að verjast glimrandi vel.

  Miðjan hjá okkur var ekki góð í dag og þá sérstaklega ekki Gerrard en Poulsen og Meirales voru mjög góðir í dag og það sást hvað breyttist þegar Poulsen fór af vellinum.

  Kuyt og Maxi eru ekki að heilla mig og það vantar virkilega að fá inn hraðari og teknískari kantmenn.
  Torres stóð sig nokkuð vel og átti auðvitað að fá þetta mark í byrjun leiks en sem betur fer þá reddaði Pantsil þessu.
  Já og Reina auðvitað að sanna að hann er sá besti í bransanum.

  En 3 mikilvæg stig og ég sáttur.

 16. Assskoti slappir í kvöld og Torres slappastur, þarf að taka sig í gegn en 3 stig í hús gott mál.

 17. Fínn sigur og frábært að fá þrjú stig, við þiggjum þau í öllum tilvikum sama hvernig mark skilar þeim.

  Hef eins og aðrir áhyggjur af því að liðið er gjörsamlega sprungið á 70.mín og Kuyt fer þar meira að segja fremstur í flokki, maðurinn sem tók Duracell kanínuna á þolinu! Líklega er þar á ferðinni enn einn kostnaðurinn við það að hafa gefið öðrum liðum 6 mánaða forgjöf er við leyfðum Hodgson að leika lausum hala hjá klúbbnum.

  Eins var ekki gaman í þetta skiptið að sjá Danny Murphy eldgamlan stjórna miðjunni síðustu 20.mínúturnar og maður var með hjartað í buxunum allt til loka. Líklega söknuðum við Lucas smá þarna í restina (og líklega hefði einmitt Charlie Adam hentað vel á miðjunni hjá okkur í dag).

  Hvað skiptingar varðar þá vildi ég ólmur frá Kuyt útaf en alls ekki fyrir Shelvey. Staðan var langt frá því að vera örugg og hann hefur ekki verið að brillera það mikið undanfarið að við eigum að vera taka svona séns í lok leikja. Sjálfur hefði ég allavega frekar sett Cole inná þarna eða Aurelio bara strax. Ekki misskilja samt, langar að sjá Shelvey fá tækifæri hjá okkur, en fangaði ekki í þetta skiptið, enda Shelvey engin kantmaður og virkaði alls ekki nógu grimmur þegar hann kom inn á miðju.

  En hvað um það, niðurstaðan er sú að ég er að fýla Pantsil þessa stundina og óska eftir sama línuverði og var í Wolves leiknum í næsta leik. Hún hefur losað okkur við Andy Gray og hefði gert það að verkum að þessi leikur hefði farið 2-0 eins og hann átti að fara miðað við lögleg mörk í leiknum.

 18. Torres skoraði löglegt mark og get ekki sagt eins og “sumir” að hann hafi verið slakastur, skoraði löglegt mark sem var því miður tekið af honum, ENNN við unnum helvítis leikinn og hættið að væla alltaf hreint 😀

 19. uff þetta var ekki góð spilamennska en jú 3 stig sem er sem við viljum, það er alltaf góðsviti ef liðið spilar illa og vinnur. Það er greinilegt að King Kenny veit hvað hann syngur ef hann vill miðjumann og sóknarmann. Það er ekkert bit þarna framávið. Við þurfum menn eins og t.d A. Young, C.Adam og Suarez eða bara einhverja með hraða og útsjónarsemi til að bæta okkar sóknarleik.

  Reina klárlega maður leiksins en var ekki eins ánægður með Gerrard. Hann var með litla hreyfingu án bolta og ákvörðunartaka hans slæm í dag. Við vitum allir og öll hvað hann getur en ekki þetta var ekki hans dagur. Meireles var fínn, Torres mjög einmanna þarna frammi, Maxi fær 5 af 10 mögulegum. Kyut var slakasti maður okkar í dag, duglegur en þetta var ekki hans dagur eins og hjá mörgum.

  En þetta kemur allt með kaldavatninu og King Kenny er maðurinn.

 20. góður sigur og en ég mjög glaður að heppni sé kominn hjá Liverpool og það merkir að King Kenny sé að standa sig vel.

 21. Ég skil ekki afhverju mörgum ykkar fannst spilamennskan vera svona hroðaleg. Liðið er að spila mun fallegri bolta en það hefur verið að gera í allan vetur. Við áttum 100% fyrri hálfleik, þar sem að við áttum einnig að vera 1-0 yfir, ef það hefði ekki verið ranglega dæmt af okkur mark.

  Það verður að byrja á því að bera leik liðsins við síðustu 10-20 leiki. Ég meina við höfum verið að spila álíka góðan bolta og stoke, wolves og west ham hingað til á tímabilinu…. ekkert hægt að líkja okkur við manu, arsenal eða tottenham eins og staðan er í dag.

  Miðjan og vörnin var svosem ekki sú besta í dag, allavega ekki varnalega. En sóknarlega fannst mér vera þvílík breyting að horfa á liðið (líka varnar og miðjumenn liðsins). Held að ég geti með sönnu sagt að þetta sé svo gott sem fyrsti leikur tímabilsins sem að ég naut að horfa á frá byrjun til enda. Við höfum að vísu spilað nokkra ágætis leiki á tímabilinu, en andinn innan liðsins hefur verið þvílíkt daufur og í leikjunum hefur mér fundist eins og að leikmenn okkar hafi bara staðið kyrrt þegar að þeir voru án bolltans.

  Eftir að Daglish kom finnst mér hins vegar vera kominn alvöru andi í liðið, og jafnvel Torres sem að ég var byrjaður að óska eftir að yrði bara seldur lítur allt í einu út fyrir að vilja spila fótbolta og hafa gaman að honum, líkt og svo gott sem allir leikmenn liðsins. Fannst líka sérstaklega gaman að horfa á skrtl og kelly í vörninni, leit í alvöru út fyrir að þeir töluðu vel saman á tímabili og virkilega létu í sér heyra, og ég hef verið stór andstæðingur skrtl alla leiktíðina út af þessum fáránlega mörgu mistökum sem hann hefur gert á tímabilinu. Er líka orðin þvílíkur aðdáandi meireles, hann er með þvílíkt yfirblik og að þínu mati akkurat sá playmaker sem að okkur hefur vantað hingað til.

  GO DAGLISH!!!
  YNWA!!!! 🙂

 22. Ánægður með sigurinn en þetta var slappur leikur hjá okkur. Hélt að við myndum vinna þetta með 2 eða 3 mörkum í kvöld. Hvar var Lucas? Hann var ekki einu sinni í hópnum. Og af hverju fær Cole ekki séns. Hann hefur ekkert spilað fyrir Kenny! Finnst mönnum það ekkert skrítið?

 23. Sigrinum ber að fagna, en þetta var ekki traustvekjandi framistaða.
  Liðið skapaði sér afskaplega fá tækifæri í leiknum. Mér fannst vanta allan pung í þessa framistöðu og það var eins og sumir leikmenn væru pakksaddir og ekki nógu klárir í að drepa þennan leik strax og liðið datt svo inní vítateig síðustu 20 mín og leyfðu Fulham að leika sér með boltan inná okkar vallarhelming, ekki gott.

  Þetta var langt frá því að vera sannfærandi sigur og Fulham voru í raun bara klaufar að hafa ekki skorað allavega 2 mörk.

  Reina varði mjög slakt skot úr miðjum vítateignum eftir að Johnson fór framhjá Kelly og sendi boltan á milli lappa Skrtel inná dauða punktinn þar sem Fulham leikmaður stóð einn og yfirgefin og skaut sem betur fer beint í hendurnar á Reina, allir almennilegir sóknarmenn hefðu klárað. Meireles bjargaði í línu eftir skalla úr hornspyrnu (skuggalegt hvað varnarmennirnir hjá okkur eru ömurlegir í föstum leikatriðum á báðum endum vallarins)og svo komst Dembélé í dauðafæri eftir stórhættulega aukaspyrnu frá Murphy sem að Dempsey skallaði fyrir fætur Dembélé en það bjargaði okkur að hann var klaufi og klúðraði dauðafærinu.

  Við vorum drulluheppnir að ná 3 stigum í dag en þeim ber að fagna eins og ég sagði og við getum þakkað Fulham fyrir þessi 3 stig en ekki Liverpool.

 24. Við spiluðum kannski ekki besta leik okkar , en við sjáum allir muninn á boltanum hanns Kennís og Rojs.Við værum ekki í 7.sæti ef Roy væri með okkur enn.Kenny þarf bara 2 sigurleiki í röð til að slá metið hanns Hodgesons(7.sæti í deild).Svo slakur var kallinn.En burt séð frá leiknum,sé ég greinilega að við erum klárlega að bæta okkur.Við vissum allir að það yrði ekki auðvelt að koma liðinu aftur á sinn stall , en þetta er hluti af því.

 25. Ég skil ekki afhverju mörgum ykkar fannst spilamennskan vera svona hroðaleg

  Ég held að það séu nú flestir (ég allavegana) að tala um spilamennskuna síðasta hálftímann. Þetta byrjaði klárlega vel, en þetta datt alltof mikið niður. Það hefði verið ofboðslega svekkjandi að fá á sig jöfnunarmark frá Fulham, en það hefði ekki verið óvænt.

 26. Byrjuðum mjöög vel og hélt að við værum að fara að rústa þessu. Verst bara að við vorum ekki með konu á línunni 🙁 En síðan byrjaði spilamenskan smátt og smátt að detta niður og síðustu 20 min voru alveg svakalega slappar. Maður var farinn að halda að þetta myndu ekki verða 3 stig fyrir okkur, leit meðal annars á hliðarlínuna til að athuga hvort Roy Hodgson væri nokkuð mættur þangað!

  En sem betur fer 3 stig í hús fyrir okkur! Gott að fá öll stigin þótt við séum ekki að spila vel líka. Mér fannst menn eitthvað voðalega þreyttir, en þeir fá núna góða viku hvíld og mæta vonandi sturlu vitlausir í Stoke leikinn, vonandi með nýja leikmann/menn með sér!

  Og er það ekki bara rétt hjá mér fyrsta skiptið á þessu tímabili sem við höldum hreinu í 2 leikjum í röð og vinnum báða! Svo er líka gaman að markatalan okkar er Ekki í mínus lengur og við erum Ekki í neðrihluta töflunnar! Það er allt að gerast…

  YNWA

 27. Sáttur með þennan own goal, var hann ekki alltaf að spila fyrir united ?

 28. Einn munurinn á Liverpool og Fulham í þessum leik var að Fulham voru hættulegir í föstum leikatriðum og við alveg bitlausir… Skrtl einn aðal sökudólgurinn í báðum tilvikum.

 29. Verst að þeir leyfðu ekki Andy Gray að taka síðasta heiðurleikinn, hann sem lét þau orð flakka að SG ætti að segja við Benitez ,, settu mig á miðja miðjuna eða ég spila ekki, ekki á kantinum, ekki fyrir aftan strikerinn heldur á miðri miðjunni´´, honum hentar mikið betur að hafa frjálst hlutverk og ættu hann og Raul að svissa stöður finnst mér.

  Allaveganna, á tæpasta vaði en sigur. Þetta lyftir okkur upp í Evrópusæti og nú er bara að halda áfram sigurgöngunni í næsta leik þar sem vonandi nýjir leikmenn fá að láta ljós sitt skína

 30. Við áttum þennan sigur algjörlega inni eftur martraðir síðustu mánuði, Meireles maður leiksins að mínu mati.

  Og nú höfum við ekki fengið mark á okkur í ca. 218 mínútur (+uppbótartíma).

 31. Kæru VÆLU vinir, gleymið ekki að við áttum nokkur góð færi í fyrri hálfleik sem að sláninn í marki Fulham varði listilega vel. Verið ekki að telja upp mistökin sem að við gerðum í dag heldur njótum sigursins.
  Mér fannst nú þetta Fulham lið ekki vera neitt sérstakt og má benda á að þeir fengu nú ekki margar hornspyrnur sem dæmi. Auðvitað bakkar liðið og sérstaklega í ljósi undanfarna ófara, þá má einnig segja að þetta hafi verið ágætt upp á sjálfstraustið að keyra heim einn skildu sigur.

  Með vinsemd og virðingu/ 3XG

 32. Ég er ósammála Magga í að Poulsen hafi átt dapran dag, mér fannst hann bara komast mjög vel frá sínu, vann marga bolta og braut niður sóknir, einmitt það sem til er ætlast af honum.
  En að Joe Cole. Finnst mönnum ekkert skrýtið að hann hafi ekki fengið tækifæri síðan Dalglish tók við? Ég er bara að verða hræddur um að hann verði óánægður og vilji fara. Við ættum alveg að geta notað hann og komið honum í gang.

 33. Móment leiksins að mínu mati var þegar Hughes fór að halda boltanum á lofti og Kenny brosti og klappaði fyrir honum og hrósaði honum fyrir tilþrifin, bara snilld !

 34. Þá er löngu og ströngu janúar prógrami lokið með góðum sigri, ekki frá því að þreyta hafi eitthvað haft áhrif á spilamennsku liðsins í kvöld. Óhætt að segja að mikið hefur gengið á í þessum mánuði og alls ekki útilokað að eitthvað fleiri spennandi eigi eftir að gerast í leikmannamálum það sem eftir er mánaðarins. Ég trúi því varla að Babel hafi verið látinn fara án þess að liðið ætlaði að nota peninginn til þess að styrkja sig í þessum glugga.

  Það jákvæða við þennan leik að nú er liðið búið að vinna tvo leiki í röð og halda hreinu í þeim báðum. Það er klárlega eitthvað sem hægt er að byggja ofan á og ætti að auka sjálfstraustið til muna. Þá verður það að teljast virkilega jákvætt að liðið skuli taka 3 stig þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik, slíkt hefur ekki verið að gerast fyrr í vetur.

  Næsti leikur er gegn Stoke og sigur þar ætti hjálpa liðinu að skera sig frá botninum og jafnvel miðjuþófinu, þannig að liðið ætti að fara geta böggað liðin í 5. og 6. sæti þegar nær dregur mars og í viltustu draumum þá getur liðið með auknu sjálfstrausti farið að sjá 4. sætið í hyllingum.

  Annars fannst mér Reina klárlega bjargvættur kvöldsins. Poulsen átti sinn besta leik í rauðu treyjunni síðan hann kom. Meireles og Torres börðust vel og unnu vel fyrir liðið. Niðurstaðan mikilvæg 3 stig sem þurfti að hafa mikið fyrir.

 35. Own goal maður leiksins í sínum fyrsta leik með félaginu, þetta verða bestu kaupin í janúarglugganum.

 36. Mikið var kominn tími á smá heppni 🙂
  Ætla ekki að vera neikvæður, sáttur við stigin en margt má bæta. Féllum alltof aftarlega í síðari hálfleik og þol og þrek virðist vera eitthvað sem þarf að laga. Deginum ljósara að varnarleikurinn er að verða betri, er það fyrst og fremst að þakka Agger (og ég held Steve Clarke) sem tekur boltann niður og þorir að spila honum út úr vörninni. Skrtel lítur líka svo miklu betur út með honum. Hefði viljað sjá Cole fá eh mínútur og Aurelio fyrr inn. Eins finnst mér Gerrard eiga að vera í holunni og Meireles fyrir aftan. En sigur er sigur og yfir því ber að kætast og mínir menn leiksins, Agger, Reina og Meireles

 37. Sigur og þrjú stig og liðið upp í 7 sæti. Miða við ástandið á liðinu fyrir um mánuði síðan þá er þetta framar mínum vonum. Sammála mönnum sem tala um að liðið hafi virkað þreytt. En menn voru að berjast og fyrir málstðinn sem var að skila 3 stigum í hús.
  Reina klárlega maður leiksins að mínu mati. Meireles að vinna virkilega vel fyrir liðið, Poulsen að skila sínu hlutverki ágætlega sem og Torres og Kelly.

  En nú er byltingin hafin.

 38. Er það bara ég eða spilum við miklu betri bolta þegar SG er ekki með . Finnst eins og spilið fari alltof mikið í gegnum hann. Sendingarnar hjá Gerrard eru líka orðnar of erfiðar finnst mér.

 39. Hmm, skil ekki alveg þessa aðdáun á Gumma Ben. Ég hélt á tímabili að hann væri á svona 3-4 bjór, bullið sem kom frá honum var eiginlega kjánalegt. Og þetta var skrítnasti dómari sem ég hef séð dæma leik í langan tíma, þegar hann fór að faðma Gerrard og Pants (var það ekki annars?) var þetta nú bara orðið vandræðalegt.

  Annars bara glaður, sko. Allt annað en skemmtilegur leikur, en þegar Liv. byrjar að vinna leiki án þess að spila neitt sérstaklega vel þá er eitthvað að gerast. Ætli heppnin sé ekki bara byrjuð að detta með okkur. Hefði kosið að svissa þeim Gerrard og Meireles, hafa G. í holunni og Meireles á miðjunni og fannst Gerrard oft hægja of mikið á spilinu.

 40. Fyrir ykkur Lucas elskendurna. Þá var Poulsen miklu betri í kvöld en Lucas hefur verið síðan hann mætti. Gummi Ben er aukinheldur langflottasti lýsandinn. Orðheppinn með afbrigðum.

 41. Fyrir ykkur Lucas elskendurna. Þá var Poulsen miklu betri í kvöld en Lucas hefur verið síðan hann mætti

  Nei.

 42. Án þess að vera að taka hanskann upp fyrir Gumma Ben sérstaklega, þá held ég nú að bjór og fótbolti geti bara farið ansi vel saman 🙂

 43. Grilli, Poulsen var góður í kvöld en Lucas er betri en hann á öllum sviðum fótboltans og hans var mikið saknað í kvöld undir lok leiksins.

 44. Raul Meireles var maður leiksins fannst mér, sívinnandi varnarlega og ógnandi fram á við!
  Fáránlega nett þegar Reina grýtti boltanum fram á hann og hann pikkaði boltanum framhjá “manekkihverjum” og var bara mættur í gegn – með einni snertingu. Hann hefði svo bara átt að negla á markið í staðinn fyrir að reyna þessa erfiðu sendingu á Torres sem klikkaði!

  Vorum hins vegar hrikalega tæpir í lokin og það leit út fyrir að allt liðið væri sprungið á limminu. Ef skvísan úr Wolves leiknum hefði fengið að vera á línunni þá hefði staðan náttulega verið 2-0 – það hefði gert lokamínúturnar þægilegri. En 3 stig í hús og ég fer sáttur að sofa!

  Langar að lokum að koma með eitt suggestion til síðuhaldara: Væri snilld að annaðhvort setja hér inn stöðutöflu yfir deildina, eða copy-paste-a stöðuna hjá Liverpool og næstu liðum í kring í leikskýrslunum ? Þá þyrfti maður aldrei að skoða aðrar fótboltasíður eftir leiki.

  Annars snilldarsíða og þið ættuð allir að fá fálkaorðuna fyrir ykkar starf!

 45. Flottur sigur en ég tek undir það að Gummi Ben var klárlega maður leiksins.

  Frábært þegar dómarinn var að faðma Gerrard og Pantsil:

  “Dómarinn ætlar ekki að spjalda neinn. Hann vill bara faðma mann og annan. Hann er þannig týpa. Honum þykir vænt um mannkynið.”

  Ekki bara það að hann er skemmtilegast lýsarinn heldur þá er hann eini maðurinn með viti þarna á stöð2sport2.

 46. Hehe

  Poulsen var godur i kvold en Lucas … var mikid saknad i kvold undir lok leiksins.

  Thegar Poulsen var farinn utaf eftir virkilega fina frammistodu tha eda?

  Ok, ekki misskilja mig. Poulsen hefur ekki virkad i vetur en hey, hann var finn gegn Wolves og enn betri i kvold, var t.d. ekki var vid feilsendingu hja honum og hann atti thaer nokkrar djarfar og virtist vera ad reyna ad sprengja thetta upp a stundum.

 47. Hvernig væri að vera með eitthvað live chat þega að leikir eru í gangi hérna inná síðunni ?

 48. Frábær sigur og góðs viti að Liverpool getur unnið leik þrátt fyrir að vera arfaslakir í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur fannst mér spilast vel, sérstaklega fyrstu 25 min en seinni hálfleikur var hrein hörmung frá A – Ö . Fáir góðir punktar við þann hálfleik. Kenny Dalglish og hans teymi munu þurfa að setjast yfir þetta aðeins og fá menn til að leika betur. Það er svo líka athyglisvert að liðið skuli spila eins og englar á móti Wolves án Gerrard og svo vera arfaslakir á heimavelli á móti Fulham með Gerrard. Fær mann aðeins til að pæla en samt ekki mikið ! En 3 góð stig í hús og þegar staðan er svona þá er öllum skítsama hvernig leikirnir vinnast, bara að þeir vinnist !

 49. On the left side there was nothing left.\On the right side there was nothing right.

Byrjunarliðið komið

Konchesky á leið til Fulham?