Konchesky á leið til Fulham?

Guardian halda því fram í kvöld að Paul Konchesky sé í viðræðum við Fulham um að fara aftur til liðsins. Talað er um að Liverpool reyni þá hugsanlega að fá Stephen Warnock að láni í staðinn.

Segjum sem svo að Konchesky fari til Fulham, sem að fáir myndu gráta yfir (allavegana fáir stuðningsmenn Liverpool) og nú þegar að Ryan Babel hefur verið seldur til Hoffenheim. Ef það gengur eftir og hvorki Charlie Adams eða Luis Suarez komi til liðsins fyrir næsta mánudagskvöld, þá þýðir það að Liverpool er að koma út í plús í fimmta leikmannaskiptaglugganum í röð. Það er mögnuð tölfræði og er ágæt til þess að útskýra hvers vegna þetta lið er ekki í toppbaráttu.

Ég tók þetta saman áðan (eftir að hafa lesið eitthvað um þetta á Twitter í dag (tölfræði tekin af lfchistory.net). Í þessum gluggum höfum við komið út í plús:

Jan 2009 (Robbie Keane seldur, enginn í staðinn)
Sumar 2009 (Xabi Alonso, Leto og Arbeloa seldir – Johnson og Aquilani keyptir)
Janúar 2010 (Dossena og Voronin seldir – Maxi í staðinn frítt)
Sumar 2010 (Mascherano, Riera, Yossi seldir – Mereiles, Konchesky, Jones, Shelvey og Wilson inn).
Janúar 2011 (Babel seldur – enginn í staðinn)

106 Comments

 1. Las eitthversstaðar að Insua væri að koma mögulega tilbaka, enda ungur að árum og örugglega betri en Konchelsky. Held að sagan hafi verið sú að Hagi sem þjálfar Galatasaray vill bara vera með menn sem klúbburinn á. Lánþegar eins og Insua fái takmarkaðan spilatíma.

 2. Ef að Insúa er að koma til baka þá er þetta gott, hins vegar held ég vonina lifandi um að Kenny komi með surprise veislu ársins og tilkynni Fabio Contreue eða hvað sem hann heitir áður en þessi gluggi lokast

 3. Ásmundur, þessi frétt er bara rugl.
  Ég er að lesa allstaðar að Ajax hafi lækkað verðmiðann í 21mill pund. Held að viðræður um Suárez séu enn í gangi. Flottur leikur hjá okkar mönnum áðann!

 4. Ég er ekki alveg viss um að hafa Comolli þarna að sjá um transfers ég veit að maður á að gefa honum smá tíma enn væri til í að leyfa Kenny að fá einn glugga sem hann ræður alveg.

 5. Ingþór eigum við ekki að leyfa honum a.m.k að kaupa einn leikmann áður en við dæmum Comolli?

  Annars er þetta svo satt hjá Dalglish 🙂

  Asked to comment on the standard of male linesmen in this country, Dalglish quipped: “One thing I’ve learned is that these things [points to microphones] are always on!”

 6. Veit ekki hvort ég væri meira spenntur fyrir Adam og Suarez eða Young og Zogbia, bæði mjög spennandi kostir, best væri að fá þá alla 4 og þá værum við hrikalega sáttir og búnir að manna kanta og framherja auk þess að auka breidd á miðjunni, taka svo vörnina fyrir í sumar.

 7. Úff hvað ég vona að Insúa sé frekar að koma til baka úr láni í stað Warnock! En frábær tíðindi ef Konni sé að fara..

  En ég bara ætla ekki að trúa því að við séum bara að selja leikmenn frá okkur án þess að fá aðra í staðin í þessum glugga! Það væri náttúrlega bara frábært ef Babel, Konni og Jova myndu fara í þessum glugga og Insúa, Suarez og N’Zogbia eða Young kæmu í staðin!

  Ég held allavega í vonina..

 8. bless Konchesky…..þú hefur aldrei heillað og markið sem þú skoraðir á móti okkur þegar þú varst í Charlton var luck not talent.

 9. ég man bara eftir markinu hans í 3-3 leiknum í úrslitum F.A.cup þegar hann var hja west ham. en það mark var klárlega luck no talent!

 10. Það væri rosalega gaman að fá einhvern leikmann sem gerir einhver trix, eini sem ég man eftir sem gat þetta var Babel svo á Torres og Ngog það til að gera einhver trix.
  Er að meina einhvern kantara sem er að leika sér að bakvörðunum ala Ronaldo,Nani,Ronaldinho.
  Býst ekki við að fá einhvern í þeim klassa bara einhvern sem getur sólað mann eða láta mann rísa uppúr sætinu þegar maðurinn fær boltann!

 11. Sko það er líka spurning hverjir fara. Verð að tjá mig um það að Jova, Konchelsky, Poulsen og Babel eru ekki menn sem munar mikið um. Þeir eru margir á feitum launum eins og Maggi kom inn á og eru að taka pláss frá yngri mönnum sem réttara væri að gefa sjens. Jova, Babel og Poulsen taka t.a.m. upp slott fyrir aðra útlendinga sem væru e.t.v. báðir betri og henta liðinu frekar.

  Annað er að það á ekki bara fara og kaupa einhverja til að kaupa. Erum við ekki búnir að fá nóg af skemmdum eplum?

  Sjáiði bara breytinguna á því eftir að Kenny setti inn Kelly í bakvörðinn. Hodgson hefði aldrei gert það með sinn one track 4.4.2 mind. !

 12. FOKK EF GARY NEVILLE VERÐUR NÆSTI ANDY GREY ÞÁ HÆTTI ÉG MEÐ SKY SPORTS OG KVEIKI Í SJÁLFUM MÉR

 13. Úff ef að Gary Neville talar inn á næsta Fifa leik þá spila ég frekar Pro evolution soccer 3.

 14. Bíðum bara og sjáum. Við vitum alveg hvernig Dalglish er! Allt í einu mun hann tilkynna nýjan leikmann liverpool eins og þruma úr heiðskýru lofti sbm Ian Rush frá Juventus. Dalglish lætur okkur vita þegar hann er tilbúinn 🙂

 15. Það vantar Poulsen í sumar 2010 innkaupin hjá þér Einar. Byrjunarliðsmaður í liði Daglish. Annars áhugaverð samantekt.

 16. “De Telegraaf are reporting that Suarez’ days at Ajax are over with today being D-Day. Apparently, Suarez is finished in Holland and is no longer training with the team. It would seem that he is forcing the Dutch club’s hand in an effort to push through a cheaper deal.”

  Jæja vinir mínir, vonandi að það sé eitthvað vit í þessu!

  Það mætti eiginlega bara gefa Konchesky, kannski smá pening með honum svo að færi eins fljótt og hægt er 😉

 17. Það vantar Poulsen í sumar 2010 innkaupin hjá þér Einar

  Já, það vantar slatta af mönnum þarna inn – ég tók bara þá helstu (það að gleyma Poulsen var þó óvart). En það breytir því ekki að við komum út í plús.

 18. Friðgeir … þessi kaup eru eitthvað sem við viljum helst gleyma, og því ekki höfð með vísvitandi 😉

  En guð minn almáttugur hvað ég verð feginn þegar þessum helvítis glugga er lokað. Það er ekki snefill af upplýsingum sem lekur út frá LFC þessa stundina – það veit engin hvað er að gerast, það eina sem maður getur nálgast á netinu er KD að gera grín að Sky.

 19. Það minntist einhver á það hér um daginn en er það ekkert einkennilegt að þessi Suarez er ekki bendlaður við nokkuð annað lið en okkur. Og svo eru Ajax með einhver læti eins og þetta sé heitasti bitinn á markaðnum í dag og gullmoli aldarinnar. Það er ekki eins og hann sé 19 ára.

  Ég spái því að hann endi hjá okkur fyrir svona 16 til 18 mills um eða eftir helgi.

 20. LALALALALA… miðað við fréttirnar síðustu 2-3 dagana þá voru þessi orð mín allavega eitthvað í umræðuna…

 21. Það eru 26 dagar liðnir af janúar mánuði og sá 27 er vel komin af stað. Við höfum selt Ryan Babel og erum vonandi að fara að selja Konchensky einnig. Hagnaður þar eða hitt og heldur. Enn bólar þó ekkert á nýjum leikmanni/mönnum. Aston Villa eyddi 18 milljónum punda í Darren Bent og myndi ég telja að hann sé síðri leikmaður en Suarez. Þannig að verðmat á Suarez í kringum 20 millur er kannski ekkert út úr kú miðað við allt og allt. En snilli Comolli á kannski eftir að koma upp á yfirborðið. Mér finnst sniðugt að árángurstengja verðið á Suarez, ef hann spilar svo og svo marga leiki og skorar ákveðin fjölda marka og svo framvegis. Ég myndi smella 15 kúlum á borðið og segja svo við Frank De Boer að hann fái 3 kúlur í viðbót þegar Suarez er búinn að leika 50 leiki og svo 2 kúlur að lokum þegar hann nær 50 mörkum. Þeir geta samið um fast gengi við evru, sama er mér !

  Annars er ég enn að hlæja að því þegar Dalglish klappaði fyrir Mark Hughes í gær þegar sá síðarnefndi hélt boltanum á lofti. hahahahaha

 22. Það er eflaust hægt að sjá þetta einhverstaðar Jóhann en ég hef ekkert leitað af því. Þetta var allavega sýnt í leiknum :=) En ef þú gúglar þetta þá hlýtur bara að vera til myndskeið af þessu einhverstaðar !

 23. anfieldonline Anfield Online
  Konchesky loan deal back to Fulham for the rest of the season under discussion. Fulham chiefs stayed in Liverpool overnight.

 24. Mig langar mikið að mæla með því að nöfn united manna verði minnkuð líkt og Manchester United.

  Þetta svíður í augun að sjá svo stórum stöfum á kop.is

 25. eg veit ekki hversu oft eg er að fara bæði hingað og fótbolti.net og vona að lesa Luis Suarez til Liverpool(staðfest)!

 26. Ég er að horfa á spjall þátt á Lfc tv , John Bishop meets Robbie Fowler, mæli með þessum þætti, Robbie er alveg einstakur karakter og í þessum þætti er hann að segja alveg frábærar sögur..
  Hann fór einnig úr skónum og sokkunum til þess að sýna á sér tærnar, hann er með fætur eins og örn, ég er ekki hissa á því að hann var með gott töts á boltanum því að hann getur bara gripið hann með þessari kló 🙂

  Hann talar um það afhverju hann litaði á sér hárið og segir söguna af því þegar Nei Ruddock lamdi hann 🙂 snilldar þáttur 🙂

 27. Eins og #32 þá spyr ég, var sumar 2009 glugginn í plús? Aquilani og Johnson voru nú tveir töluvert dýrir leikmenn, á móti einum dýrum Alonso sem við seldum.

 28. Seldum líka Arbeloa ásamt fleirum 2009 þannig að við vorum í plús. Alonso er vissulega stærsti parturinn af þessu.

 29. held að Aquilani hafi kostað 16 og Johnson 17 sem gerir 33. en Alonso fór á 30-35 (man ekki alveg). og svo fór Arbeloa á um 5. Leto svo á einhvað þannig að já 2009 kom klárlega út í plús !

 30. Skv Twitter og Balague hefur LFC boðið 29m EUR í Suarez, sem er s.a. 25m GBP.

  Ég hef ekki farið leynt með álit mitt á Twitter – þannig að ég myndi taka þessu með miklum fyrirvara.

 31. Mikið svakalega finnst mér ólíklegt að Liverpool hafi tvöfaldað boð sitt í Suarez. En hver veit ?

 32. Sérstaklega athugavert er að tilboðið sem Twitter og Balague tala um er 25 milljónir punda en aðrar fréttir frá Ajax eru að þeir vildu fá 21 milljón fyrir hann, drepur alveg trúanleika fréttarinnar fyrir mér allavega.

 33. Ég held að það sé ekkert að marka svona sögur í sambandi við upphæðir, nema það komi frá háttsettum mönnum frá öðruhvoru félaginu og það í sjónvarps- eða útvarpsviðtali. Allt sem er skrifað er mjög ótrúverðugt því það getur hver sem er komið þannig sögum af stað.

 34. Twitter smitter það er engin að fara að koma í Janúar við verðum bara að sætta okkur við það

 35. Það er einmitt málið eins og Gummi Sæm segir. Við vitum ekkert hvaða upphæðir eru í gangi ! Ætli maður verði ekki bara að bíða rólegur og sjá til hvað gerist !

  • Ég er að horfa á spjall þátt á Lfc tv , John Bishop meets Robbie Fowler, mæli með þessum þætti, Robbie er alveg einstakur karakter og í þessum þætti er hann að segja alveg frábærar sögur..

  Ekki úr vegi heldur að fletta líka John Bishop upp á youtube, mikill snillingur þar á ferð.

 36. Hollenski miðillinn D Teelegraph fullyrðir að Súarez ýti enn fremur á það að hann verði seldur.Þar stóð að hann væri jafnvel hættur að æfa með aðalliðinu

 37. Ákvað að taka saman úrslit leikja sem Gerrard hefur spilað í deildinni vs. leikina sem hann var ekki með.

  Með Gerrard: 16 Leikir, 5 Sigrar, 4 Jafntefli, 7 Töp, 15 Mörk
  Án Gerrard: 8 Leikir, 4 Sigrar, 1 Jafntefli, 3 Töp, 16 Mörk

  Við skorum að meðaltali minna en 1 mark í leik með Gerrard inná, hinsvegar höfum við aldrei verið markalausir án hans og skorum að meðaltali 2 mörk í þeim leikjum… Án Gerrards höfum við náð þremur leikjum þar sem við skorum 3 mörk en án hans engum og aðeins í fjórum leikjum höfum við skorað 2.

  Stundum horfir maður á Gerrard inná vellinum og blóðið virðist ekki renna í honum… hann dútlar sér bara eitthvað við miðlínu… Hann og fleiri þurfa að átta sig á því að hann á heima mun framar á vellinum og hann þarf að losna undan varnarskyldum…

 38. Þoli síðan ekki að heyra goðsagnir eins og Ian St John lofa þessum manni (Gerrard) leik eftir leik og drulla síðan yfir Benitez og leikmannahópinn hans.

 39. P.s Pesónulega finnst mér að Fulham eigi að sjá sóma sinn í því að KAUPA Konchesky aftur og borga meira fyrir gallaða vöru eða vörusvik þó óneitanlega verði fínt að losna við hann af launaskrá þ.e ef þeir fá hann á láni og samþykki að borga launin hans öll sem ég efast reyndar um að þeir geri blessaðir arabagyðingarnir….

 40. Jæja er ekki komin tími á nýjan pistil bara ?? Strákar eru þið ekki með eitthvað inni í kompu af pistlum sem þið hafið vilja koma með á kop.is ??

 41. Enn meira slúður af Twitter segir að það sé klásúla í samningi Suarez sem segir að hann megi fara fyrir 12 milljónir punda komist Ajax ekki í Meistaradeildina á næsta tímabili. Ajax er í þriðja sæti núna í deildinni, þannig að það er alveg eins líklegt að þeim takist að komast þangað.

  Ég sé hvergi að Balague tali um 25 milljónir, en það væri þá í evrum en ekki pundum, það er nú alveg ljóst.

 42. váá hvað er minna en ekkert að gerast, þessi þögn er að drepa mig, geta slúðurmiðlarnir ekki einu sinni búið til eitthvað handa okkur til að velta fyrir okkur.

  Eina sem er komið er þetta frá Dalglish, maður veltir fyrir sér hvort hann sé að þrýsta á Ajax með því að tala um að við kaupum kannski ekkert en höfum þó reynt, kannski að láta þá panikka aðeins…

 43. Hvað með að leyfa þessum Suso frekar að spreyta sig á kantinum? Sjáið bara Arsenal með fermingardrengina sína.

 44. þessi janúargluggi er hálf-ómögulegur… það er annað hvort hægt að greiða yfirverð fyrir leikmenn eða kaupa/fá lánaða leikmenn sem eru úti í kuldanum annað virðist ekki vera í boði…

 45. Dassi, Suso er ekki kantmaður og á ekkert heima þar. Mig hlakkar hinsvegar mikið til þess að hann fái tækifæri með aðalliðinu en ég hugsa að það verði nú ekkert fyrr en kannski á næsta undirbúningstímabili í fyrsta lagi.

 46. hahaha nei Hafliði það er ekkert að drepa mig þessa dagana. Vantaði bara eitthvað sniðugt til að drepa tíman það sem eftir er dags hahaha !

 47. “Ajax accepted 19 million bid for Suarez only personal terms to be discussed now again its only rumours off eurosport transfer centre #LFC”

  Vááá, vonandi er þetta satt!!! Þetta er að fara með mig!

 48. GuillemBalague Guillem Balague
  Its false that Ajax have accepted an offer for Suarez

 49. Jim Boardman
  RT @GuillemBalague: Its false that Ajax have accepted an offer for Suarez

 50. Gumminn, það er rétt hjá þér, hann er ekki kantmaður en af hverju segiru samt að hann eigi ekki heima þar? Snöggur, teknískur, flottan vinstri fót og með frábærar sendingar. Ég væri persónulega alveg til í að sjá hann á kantinum.

 51. Jebb, skelfilegt alveg!

  Jæja vonum það besta. Liðið okkar er allavegana byrjað að spila af viti.

 52. @empireofthekop andy gray was interviewed today and was asked if being sacked was the lowest point of his career he replied ” no I used to play for everton”

 53. Afhverju heldur maður alltaf að Janúar glugginn sé meira spennandi en hann er ?

 54. Ég veit ekki betur en að Jamie Redknapp myndi eflaust koma í staðinn fyrir Greyið-Andy. Gary Neville finnst mér vera langsótt og hreint furðuleg ráðning sérstaklega þar sem tímabilið er ennþá í gangi og þeir þurfa að ráða mann hið fyrsta.

  En að öðru….grátlegra. Ég ætla rétt að vona að þetta vitleysis andrúmsloft sem hefur verið yfir eigendum og/eða þjálfurum Liverpool alveg síðan Kenny Dalglish hætti á sínum tíma sé á enda og að King Kenny loki hringnum með því að fá 5 ára samning í janúar, og eigendurnir sýni það síðan í verknaði að þeir hafi metnað í að gera vel, með því að kaupa 1-2 stjörnur fyrir lokun sjoppunnar í janúar.

  Það er allt gott um það að segja að hreinsun sé að eiga sér stað á Anfield og leikmenn sem skipta LFC akkkúrat engu máli séu látnir fara, en ætlar King Kenny að fylla upp í skarðið með krökkum af bekknum ef enginn kemur inn? Ég treysti King Kenny fyrir hlutverkinu en ég treysti eigendunum ekki eins mikið ef þeir ætla að velja annan en King Kenny í starfið.

 55. það er allavega einn kominn í janúarglugganum….við megum ekki gleyma að það er klárlega díll aldarinnar þegar kenny kom inn fyrir hodgson………..

  einsog gummi ben orðaði svo skemmtilega” ÉG TRÚI EKKI ÖÐRU EN AÐ ROY HODSON SÉ HEIÐURGESTUR Í STÚKUNNI Í KVÖLD”…….. ég truflaðist úr hlátri:)

 56. Persónulega finnst mér menn vera að missa sig í kaupmálum. Það er engin ástæða að kaupa menn á uppsprengdu verði núna í janúar. Geymum það til sumars og komumst frekar að því hvaða efnilegu leikmenn við viljum halda í, með að gefa þeim sénsa.

 57. Ég er alveg sammála mörgum hérna að við þurfum ný nöfn í hópinn okkar og ég skil alveg að janúar mánuður er hrikalega erfiður þegar kemur að leikmannakaupum. Það sem fer bara svo í mig er sú mikla staðreynd að NESV/FSG þarf að gera ein svona “statement” kaup. Það statement myndi felast í því að við ætlum okkur stærri hluti og við ætlum að verða besta liðið á Englandi aftur. Það statement myndi vonandi sýna leikmönnum á borð við Torres, Reina og Gerrard að framtíðin er björt hjá Liverpool í stað þess að hugsa um að færa sig um set. Þetta tímabil er meira og minna búið (evrópusæti og sigur í europa league þiggja samt allir) og því þarf að byrja að undirbúa fyrir næsta tímabil. Mér finnst alveg eins mikilvægt að sannfæra okkar mikilvægustu hlekki að þeir eigi að vera áfram. Það gera þeir félagar með því að kaupa stjörnu í þessum glugga.

 58. Það er líka “statement” að kaupa ekki menn á uppsprengdu verði.

 59. Skv Ajax-foruminu er fólk farið að kveðja Suarez, eftir að “Bugsy” skrifaði þetta í dag, hann er víst mjög oft með réttar upplýsingar þarna á Ajax spjallborðinu:

  “Dit komt vandaag of uiterlijk morgen rond. Luis is net zo goed als weg zoals ik eerder melde. .” sem er þýtt í “Þetta er í dag eða á morgun í kring. Luis er svo gott sem farið eins og ég áður unreported”. Hann er víst mjög trúverðugur á því spjalli hvað svo sem það þýðir.

  Einnig hafa mjög margir fjölmiðlar fjallað um það í dag að LFC hafi hækkað tilboð sitt í dag, fer misvítandi fréttum af því hvort það hafi nú þegar verið samþykkt eða ekki.

  En það ætti að ráðast í kvöld eða á morgun tel ég, þ.e. ef þessi bugsy er áreiðanlegur (ásamt fleirum sem hafa komið með sama info í dag).

  Svo að við höfum nú eitthvað til að ræða í kvöld og á morgun 😉

 60. Takk Eyþór, gott að hafa eitthvað til að ræða um, mjög furðulegir 3 dagar búnir að vera í gangi, maður var farin að vona að einhver miðillinn gæti skrifað eitthvað algjört crap sem allir vissu samt að væri lygi en það hefði samt mátt ræða það allaveganna hvort það væri einhver raunhæfur möguleiki á að þetta crap sem miðillinn hefði skrifað gæti verið satt….

  Þetta Suarez mál getur varla endað á annan veg en að maðurinn skelli sér í rauðu treyjuna okkar og að ég sjái hann í kjölfarið Live næsta miðvikudagskvöld beint úr Kop stúkunni setja sitt fyrsta mark fyrir félagið okkar…..

 61. Var að lesa þetta á Liverpool fan page á facebook:

  ” MORE RUMOURS FLOATING AROUND THAT SUAREZ IS A LIVERPOOL PLAYER,

  LFC LUIS SUAREZ will be a liverpool player my source has confirmed with me the deal is nearly done!!! ”

  uugh. Jæja, vonandi er ÞETTA satt.

 62. Í alvörunni reynum nú aðeins að bíða eftir gáfulegri heimildum

  Var að lesa þetta á Liverpool fan page á facebook:

  ” MORE RUMOURS FLOATING AROUND THAT SUAREZ IS A LIVERPOOL PLAYER,

  LFC LUIS SUAREZ will be a liverpool player my source has confirmed with me the deal is nearly done!!! “

  Eða allavega setja þá link á þetta. Það er alveg fullkomlega morgunljóst að einhver facebook fan page er ekki að fara koma fyrst með þessa frétt staðfesta.

 63. Það er allavega engin smá pressa á þessum Luiz Suarez að standa sig hjá Liverpool ef hann kemur á endanum. Allt að verða vitlaust útaf honum :þ

 64. Sögusagnirnar um að Suarez sé að fara skrifa undir á morgun hafa líklega aldrei verið eins háværar og nú í kvöld ! Þetta verður góð helgi vonandi !

 65. @87.

  Þetta myndband er nú meira og minna af einhverjum “næstum því” atvikum og nokkrum sinnum tekur hann menn á, á köntunum og svo er klippt á eins og það hafi ekkert orðið úr atvikunum. Þetta er alveg efnilegt og gæti undir góðri stjórn orðið mjög gott. En akkurat núna er ég spenntari fyrir Suarez dílnum!

 66. Finnst eins og Kenny Dalglish sé að byggja upp spennuna hjá okkur. Dæmi : Hann sagði á blaðamannafundi Ryan Babel verður áfram hjá Liverpool. Degi – 2 dögum seinna búmm Babel farinn.

  Í dag eða gær sagði hann að það væri erfitt að finna leikmenn til að kaupa í Janúar. Núna lítur allt útfyrir það að Suarez verði leikmaður Liverpool um helgina. Elska þennan mann. Mesta Legend sem hefur verið til.

  En eftir allt er þetta bara slúður líka og einnig mín skoðun.

  YNWA

 67. Stel þessu af Twitter, ekki viss um að þetta hafi komið áður fram hér.

  The King’s Speech nominated for 12 Oscars . . . not bad considering he’s only been back for 5 games.

 68. Það er magnað hvað menn geta æst sig í þessum janúarglugga. Í dag er liðið 9 stigum frá meistaradeildarsæti og það er frekar langsóttur möguleiki. Liðið er líklega komið í Europa league sæti (miðað við að eitt hinna 6 efstu vinni FA-cup) þrátt fyrir lélegasta stjóra og tímabil síðan um miðja 20. öldina. Ég hef ekki trú á því að markmiðin verði sett mikið hærra þetta tímabil og menn reyni að “cut their losses” eins og hægt er. Það þýðir að stefnan verður sett á 5.-6. sæti.

  Ef menn eru að tala um að Suarez geti farið fyrir 12, 7 milljónir punda í sumar þá er algjörlega út í hött að ætla að borga 8-9 milljónir punda í viðbót til að hafa hann hjá liðinu í hálft ár. Þá erum við að tala um einhverja hálfa milljón punda á leik, ef hann spilar alla leikina. Og hálf milljón punda myndi útleggjast á næstum 100 milljónir króna, svona til að setja þetta í samhengi. Menn skíta því ekkert á morgnana, ekki einu sinni þótt þeir heiti John Henry.

  Það er ágætt, bæði fyrir Babel og Liverpool að hann sé farinn. Við eigum fjöldan allan af leikmönnum sem geta spilað á vinstri kantinum, t.d. Maxi, Kuyt, Aurelio, Cole og Jovanovic, þess vegna mætti Jovanovic fjúka líka. Mikill over-balance í þeirri stöðu.

  Maxi og Kuyt hafa verið að spila kantstöðurnar þolanlega og þess vegna er Suarez ekki forgangsatriði núna. Ef þarf að kaupa eða breyta til einhversstaðar á vellinum þá er það fyrst og fremst í vörninni. Sem hefur verið ömurleg megnið af tímabilinu. Haffsent og/eða vinstri bakvörð. Síðan getur líka vel verið að Skrtel og Agger séu að ná saman sem gerði haffsentakaup óþörf og Johnson hefur verið að spila þolanlega vinstra megin þannig að það gæti líka verið álitinn óþarfi.

  Skynsemin hlýtur að segja okkur að alvöru styrking á liðinu verður í sumar. Menn fá að klára þetta tímabil og sanna tilverurétt sinn hjá klúbbnum, þeir sem ekki standa sig fá að fjúka og King Kenny mun síðan byggja upp nýtt framtíðarlið í sumar með 4-5 klassaleikmönnum, senter, kantmönnum, haffsent og bakverði.

  1. babu.

  Nei nei ég veit, það er gaman af þessu. Þetta var bara eitthvað sem er á Liverpool FC fan page og þeir koma með svona rumours og fréttir. Um að gera að peppa menn aðeins upp hérna og leyfa þeim að halda í Suarez vonina.
  YNWA

 69. Mjög fín samantekt á slóðinni sem Dóri Stóri # 90 bendir á.

  Takk fyrir það

 70. 93.
  Ég reyndar missti af því þegar Kuyt spilaði þolanlega…….Mér finnst hann búinn að vera herfilega slakur.

 71. Djöfull er ruglingslegt að fylgjast með þessu slúðri. Maður snýst í fleiri hundruð hringi. Eina mínútuna er Suarez á Melwood og hina er Comolli í Amsterdam og svo öfugt þá næstu. Ég er að spá í að hætta bara að fylgjast með þar til janúar lýkur. Þetta hefur oft verið slæmt en aldrei eins og núna.

 72. Óli B. 97) Kannski er það ástæðan fyrir að þetta er að dragast svona.. Því þeir félagar eru alltaf á sitthvorum staðnum! Akkurat þegar Suarez mætir til Liverpool þá er Comilli ný farinn til Amsterdam. Týpískt.

 73. Liverpool var að hafna 35 milljóna tilboði í Torres frá Chelsea!

  Kemur frá Tony Barrett á Twitternum.

 74. Ég væri reyndar til í að heyra í SSteinn…hann er “the insider” okkar Liverpool manna á Íslandi. Kannski að hann komi með eitthvað “lítill fugl hvíslaði að mér” skúbb varðandi þetta mál. 🙂

 75. Ég held að Jovanovic ætti að drífa sig til þýskalands, ég held að Kenny sé ekkert að fara að nota hann

 76. Ég ætla að skjóta á að svar Liverpool við þessu Chelsea tilboð í Torres hafi verið einhvernveginn svona: “HAHAHAHAHAHAHAHAHAH!!!!”

 77. Nú virðist sem svo að mínu fyrsta innleggi hafi verið eytt. Allavega sé ég það ekki hér lengur. Gæti ég fengið rökstuðning fyrir því af hverju því var eytt?

 78. Af því þú ert alltaf undir áhrifum. Í guðanna bænum láttu nú renna af þér.

Liverpool 1 – Fulham 0

Opið bréf til Chelsea FC